Mittismjó brúđur eđa Venus frá Utrecht

Topless Dutch Woman

Sjötta getraun Fornleifs reyndist greinilega fornfálegu fólki á Íslandi um megn. Sumir voru ađ brjóta heilann í hálfan annan sólahring og langt fram á síđustu nótt. Ađrir voru enn ađ snemma í morgunsáriđ, eftir ađ ţessi raun hafđi tekiđ af ţeim allan svefn og sálarró ađra nóttina í röđ. Ég verđ nú ađ létta á spenningnum og lýsa ţví yfir ađ getrauninni sé formlega lokiđ. Sumir gerđust heitir en flestir stóđu á gati. Bergur Ísleifsson komst nćst sannleikanum allra ţátttakenda.

Ţađ sem spurt var um, og mynd var sýnd af, var ađeins brot af grip. Ţađ er ađ segja neđri hlutinn af lítilli styttu, sem sýnir hefđarfrú í fínum plíseruđum kjól. Gripurinn, sem er 8,6 sm. á hćđ, er tćplega 300 ára gamall, eđa frá fyrri hluta 18. aldar. Hann fannst í Amsterdam, nánar tiltekiđ í Vlooienburg-hverfinu (einnig ritađ Vlooyenburg), sem upphaflega var manngerđa eyja. Ţar stendur nú síđan 1983 nýtt óperuhús Amsterdamborgar, almennt kallađ Stopera. Áđur, á 17. öld og alveg fram undir 1940, var ţarna hluti af hverfi gyđinga. Á 17. og 18. öldu bjuggu á Vlooienburg margir portúgalskir gyđingar. 

Gripurinn er úr brenndum leir, svokölluđum pípuleir, sem er blágrár en verđur hvítur viđ brennslu á ákveđinn hátt. Gripurinn var framleiddur í Hollandi, hugsanlega í borgum eins og Delft eđa Utrecht, ţar sem viđ vitum ađ slík framleiđsla fór fram. Brot af sams konar eđa líkum styttum  hafa fundist í miklum mćli í jörđu í Hollandi. Hollendingar kalla brenndann pípuleir, pijpaarde (sem er boriđ fram peipaarde).

Á miđöldum var heilmikil framleiđsla á pípuleirsmyndum í Hollandi, m.a. í borginni Utrecht. Mynd af heilagri Barböru sem Kristján Eldjárn fann í kapellunni í Kapelluhrauni, var einmitt gerđ í borginni Utrecht eins og ég ritađi um í grein í Árbók Fornleifafélagsins um áriđ og síđar hér á blogginu. Stytta, sem virđist vera úr sama mótinu og brotiđ af Barböru sem fannst í Kapelluhrauni, var einmitt frá Utrecht. Ţá styttu má nú sjá á sýningu í Utrecht fram í febrúar. Á Skriđuklaustri hefur líklega stađiđ  altari úr nokkuđ stćrri pípuleirsstyttum frá Hollandi, m.a heilagri Barböru frá ţví um 1500.

Topless Dutch women 

Undarlegt má virđast, ađ allar styttur, eins og sú sem spurt var um, finnast ađeins brotnar. Ţađ er einvörđungu neđri hlutinn sem finnst. Sama hvort ţessar myndir finnast í Hollandi, Danmörku eđa annars stađar,  ţá eru ţađ ađeins neđri hlutinn, pilsiđ, sem finnst. Ég hef reynt ađ leita uppi efri hlutann á ţessum hefđarfrúm, en hef enn ekkert fundiđ. Greinilegt er, ađ ţessi mittismjóa hefđarfrú hafi haft veikan punkt um mittiđ. Hér sjást myndir frá ýmsum álíka styttum:

Alkmaar Hekelstraat

Two birds from Alkmaar

Rotterdam

Bakhlutinn á mittismjórri meyju frá Rotterdam

pijpaarde3-DSCN5439-30  

Nokkrir hollenskir pilsfaldar. Efri hlutann vantar, en vitanlega minnir ţetta sumt á digur og stutt ređur eins og einhver stakk upp á međan á getrauninni stóđ

L58_pijpaarde_beeldje_011_15_crop

Ţessi brotnađi einnig um mittiđ, enda ţvengmjó, og svo nokkrar úr Kaupmannahöfn hér fyrir neđan:

brotnar um miđju

Brotakonur frá Kaupmannahöfn. Stytturnar hafa margar veriđ málađar/litađar. Mynd úr Nationalmuseets Arbejdsmark 2012, sem Ţjóđminjasafn Dana gefur út.

Gripur sá sem getraunin gekk út á er í einkasafni Fornleifs. Mér var gefinn gripurinn af frćgum hollenskum safnara, Edwin van Drecht , sem á unga aldri tíndi lausafundi upp úr byggingagrunnum víđs vegar í Amsterdam. Ţá voru fornminjalög í Hollandi ekki eins og ţau eru í dag og áhugasafnarar gátu fariđ og safnađ sér fornminjum ţegar hús voru byggđ.  Edwin fann mikiđ af heilum diskum og gripum úr fajansa, rauđleir og postulíni í leit sinni og ánafnađi ţađ síđan virđulegum söfnum í Hollandi, sem gefiđ hafa út virđulegar útgáfur til ađ heiđra Edwin van Drecht. Sýningar á fundum hans hafa veriđ víđa um heim, t.d. í Japan.

Eftir síđari heimsstyrjöld voru mjög fá heilleg hús eftir í Vlooyenburg hverfinu í miđborg Amsterdam. Ţjóđverjar höfđu sprengt húsin ţar sem gyđingar höfđu búiđ. Ţađ var ţó ekki fyrr en á 8. og 9. áratug 20 aldar ađ bćjaryfirvöld ákváđu ađ byggja aftur á svćđinu, og ţá var m.a. tekin sú ákvörđun ađ reisa nýa óperuhöll Amsterdamborgar viđ Waterlooplein. Fađir minn bjó viđ Waterlooplein fyrsta ár ćvi sinnar, áđur en hann fluttist međ foreldrum sínum til Norđur-Amsterdam. Síđar á 4. áratugnum fluttust ţau til den Haag. Ţess má geta ađ í grennd viđ Vlooyenburg í Joodenbreestraat (Gyđingabreiđgötu) bjó Rembrandt Harmenszoon van Rijn á 17. öld.

Vlooienburg,_1688

Vlooienburg er innan bláa ferhyrningsins, hús Rembrandts innar ţess rauđa og portúgalska samkunduhúsiđ, Snooga (Esnoga) er merkt međ stjörnu

waterlooplein_1934

Vlooienburg áriđ 1934

Ţess má í lokin geta, ađ ţessi brotna hefđarfrú frá Vlooienburg og álíka styttubrot leiđa hugann ađ einu af frćgustu verkum Rembrandts sem gengur undir heitinu Gyđinglega brúđurin (Het joodse bruidje). Ţađ verk er frá ţví um 1667, og ţví nokkuđ eldra en styttan mín. Takiđ eftir ţví hvernig mađurinn á myndinni heldur um brúđi sína og hún leggur hönd í skaut sér. Stytturnar mittismjóu úr Hollandi eru einnig til í öđru afbrigđi, ţar sem mađur stendur viđ hliđ konunnar og hún leggur hönd í skaut sér, eins og brúđurin á mynd Rembrandts.

Rembrandt_-_The_Jewish_Bride_-_WGA19158
Gyđinglega brúđurin, Rijksmuseum, Amsterdam
 
25_details_theredlist
StoreKongensgadeNM
Brúđhjón eđa kćrustupar sem fundust höfuđlaus í Trřjborg kastala á Suđur-Jótlandi. Ljósm. NM Kaupmannahöfn. Eftir Mynd úr Nationalmuseets Arbejdsmark 2012, sem Ţjóđminjasafn Dana gefur út.
 
 
Middelburg 2012
Par frá Middelburg

Ég leyfi mér ađ halda ţví fram, ađ ţessi mittismjóa snót úr Amsterdam hafi veriđ barbídúkka síns tíma eđa stytta af brúđur, kannski stytta sem sett var á hlađin borđ í brúkaupsveislum líkt og kransakökumyndir af hjónum úr plasti eru settar á brúđhlaupskökur í dag. En hugsanlega var ţetta bara stytta eins og Venus frá Míló, ţessi sem vantar handleggi. Ţessar hollensku vantar hins vegar tilfinnanlega búk og haus, og lýsi ég hér međ eftir ţeim.

IMGP3685

Neđan á dömunni minni frá Amsterdam hefur sá sem steypti ţessa mynd skiliđ eftir sig fingra- og naglaför sín.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert og gaman ađ ţessu. Ég var reyndar kominn á fremsta hlunn međ ađ giska á Amsterdam/Holland ... en skipti yfir í Nuremburg. En ţađ er auđvelt ađ vera vitur eftirá.

En segđu mér ... hintiđ međ Frey ... hvađ átti ţađ ađ ţýđa? Ţađ leiddi mann frekar í ógöngur en hitt.

Bergur Isleifsson (IP-tala skráđ) 21.1.2013 kl. 02:15

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Bergur, 

Ég setti mynd af styttu af Frey međ fánann ađ húni, ţví ţađ er stytta ... líka til ţess ađ sjá hvort einhverjir sćju út úr ţessu eitthvađ klúrt. Ţađ ţykir fornleifafrćđingum alltaf gaman.

FORNLEIFUR, 21.1.2013 kl. 08:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fornleifur ţó! í einum af spurninga liđum ţínum,spyrđ ţú,,til hvers var hann notađur,,? Ţađ líklegasta var stytta eđa hluti af styttu,en ,,notar mađur styttur,? Var ađ hugsa um ţćr sem styđja viđ bćkur í bókahillum,en fannst ţćr ekki nógu fornar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2013 kl. 17:20

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Stytta, skurđgođ, Jesús á Krossinum, Barbí, Freyr, vúdúdúkkur og Jón Sigurđsson á Austurvelli. Allt eru ţetta styttur/dúkkur - eđa eins konar fetísh líkt og ţjóđhfrćđingar og mannfrćđingar myndu segja.

Ég hef aldrei heyrt um bókastyttur, ţó ég hafi séđ nokkrar skoskar, sem á var hćgt ađ fylla whisky og norskar sem voru eins konar tröll. Talar mađur ekki frekar um bókastođir. En ţessi stytta frá Amsterdam hefur varla veriđ meira en 15. sm á hćđ og varla meira en 100 gr. ađ ţyngd, og heldur ekki nokkurri bók.

FORNLEIFUR, 21.1.2013 kl. 17:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband