Illugi ritskođar sögu Sovétríkjanna

Serov

Illugi Jökulsson blađamađur hefur í árarađir veriđ ötull viđ ađ gera heimssöguna áhugaverđa og ađgengilega venjulegu fólki. Á hann mikiđ lof skiliđ fyrir ţađ, ţótt oft sé sagan hjá honum í hrađsođnu skyndibitaformi. Sagnfrćđileg nákvćmni er kannski ekki í öllum tilvikum sterkasta hliđ Illuga. Ţótt efniđ sem hann skrifar um sé fyrir almenning og ţađ sé yfirborđskennt, er ţó engin ástćđa til ađ hliđra til sannleikanum eđa slaka á heimildarýni og nákvćmni. Sérstaklega ekki ţegar saga Sovétsins sáluga er sögđ. Sovétríkin teljast nú til fornleifa, en sárin, sem stjórnkerfiđ ţar olli, gróa seint.

Um ţessar mundir skrifar Illugi á Pressunni röđ stuttra greina undir samnefninu Illugi í útlöndum. Í gćr birti hann samansuđu, sem mađur hefur svo sem ansi oft lesiđ og séđ í međförum margra annarra, en greinin fjallađi um myndafölsun í Sovétinu og endurritun og ritskođun sögunnar. Íkonografía Sovétríkjanna er á margan hátt álíka áhugavert rannsóknarefni og helgimyndalćrdómur rússnesku rétttrúnađarkirkjunnar.

Í grein sinni verđur Illuga illilega á í messunni og gerir sig sekan um álíka athćfi og Stalín og kumpánar viđhöfđu, ţegar ţeir strokuđu menn út af myndum og máluđu yfir atburđi á málverkum, og fjarlćgđu ţá úr sögunni eđa rćgđu ţá í svađiđ. Hver kannast ekki viđ ţađ andbyltingalega athćfi ađ setja glerbrot í smjör alţýđunnar. Menn voru meira ađ segja ásakađir um slíkt á Íslandi.

Illugi sýnir okkur mynd eftir stórmálarann Vladimir Serov frá 1947 (sjá efst), sem sýnir, ađ sögn Illuga, Lenín lýsa yfir stofnun Sovétríkjanna. Fyrir aftan hann standa Stalín, Felix Dzerzhinsky (sem Illugi kallar Drzinzinsky) og Yakov Sverdlov. Illugi greinir síđan frá ţví, ađ listamađurinn Serov hafi síđar málađ aftur sama myndefniđ, eftir ađ Stalín féll frá áriđ 1953, og sett nokkra velútitekna verkamenn í stađ samverkamanna Leníns. Illugi ritar: En 1953 dó Stalín og nokkrum árum seinna var skorin upp herör gegn arfleifđ hans og persónudýrkuninni sem hafđi fylgt honum. Ţá málađi Vladimir Serov mynd sína upp á nýtt og tók nú út Stalín, Drzinsinsky og Sverdlov og setti ţrjá almenna verkamenn í stađinn.

serov62 

Rauđliđar og verkamenn í stađ Stalíns, gyđings og pólverja. Vladimir Serov 1962

Illugi gleymir hins vegar ađ segja okkur, ađ endurskođun Serovs, sem hann sýnir okkur sem dćmi um pólitískar hreinsanir í list, er ekki máluđ fyrr en 1962, og ađ áđur en hann málađi hana málađi hann áfram eftir fall Stalíns (1955) sama mótíf, ţar sem sem Sverdlov og Dzerzhinsky standa bak viđ Lenín. Á verkinu frá 1955 er Stalín reyndar horfinn. Illugi fer ţví međ stađlausa stafi.

Serov 1955

Mynd eftir Vladimir Serov 1955. Ţarna standa Sverdlov og Dzerzhinsky enn.

Nikita Khrushchev var eins og gamalt fólk veit viđ völd frá 1955 til 1964. Í hans tíđ byrjađi Stalín smám saman ađ hverfa úr helgimyndalist kommanna og smátt og smátt hurfu líka gyđingar eins og Yakov Sverdlov og "Pólverjar" eins og Dzerzhinsky af hinum sósíalrellístísku íkonunum. Gyđingahatriđ á tímum Khruchchevs var ekki minna en á tímum keisarans, Leníns eđa Stalíns. "Fagrar" hugsýnir eins og kommúnismi Sovétríkjanna breytti engu í ţeim efnum. Í dag er jafnvel taliđ ađ Yakov  Sverdlov, sem upphaflega hét Jeshua-Solomon Moishevich Sverdlov, hafi veriđ barinn til bana af verkamönnum í Oryol áriđ 1919 eingöngu vegna ţess ađ hann var gyđingur. Til ađ koma í veg fyrir frekari andgyđinglega múgćsingu laug flokksforystan um afdrif hans og sagt ađ hann hafi dáiđ í flensu áriđ 1918.  En finnst Illuga ţá ekki skrítiđ ađ Sverdlov sé á málverki frá 1947, sem á ađ sýna stofnun Sovétríkjanna? Sovétríkin voru, síđast ţegar ég vissi, stofnuđ áriđ 1922.

jakov_sverdlov_avi_image3 

Sverdlov leggur á ráđin. Hann var barinn til bana áriđ 1919 og fjarlćgđur af helgimyndum Sovétríkjanna áriđ 1962

 

iron_felix

 Felix Dzerzhinsky

Hinn blóđi drifni böđull Felix Dzerzhinsky, sem einnig var fjarlćgđur af málverkum Serovs, var af pólskum ađalsćttum. Hann féll ekki opinberlega í ónáđ fyrr en 1991 (enda ekki gyđingur), ţegar risstór stytta af honum úr járni áriđ 1958, sem kölluđ var Járn Felix, var rifinn niđur ţar sem hún stóđ fyrir framan höfuđstöđvar KGB. Dzerzhinzky var einn stofnanda og yfirmađur Cheka, sem var illrćmd deild í kommúnistaflokkunum sem barđist gegn andbyltingaröflum og skemmdarverkum.

Checka samsvarađi Gestapo nasista. Síđar varđ ţessi illrćmda stofnum kölluđ GPU (Ríkislögreglan) sem var deild í NKVD, sem var forveri KGB. Felix Dzerzhinsky dó úr hjartaáfalli áriđ 1926 og Stalín hóf hann ţá upp til skýjanna. Áriđ 1991 réđst frelsishungrandi alţýđan á hina risastóru styttu af Felix fyrir framan KGB höfuđstöđvarnar í Moskvu og ţar á međal  fólk sem taldi ađ „Járn Felix" hefđi veriđ gyđingur. Gyđingum var alltaf kennt um allt í Sovétríkjunum eins og menn muna kannski, og er svo oft enn í Rússlandi Pútíns. Í fyrra (2012) tilkynntu yfirvöld í Moskvu, ađ gert verđi viđ laskađa styttuna af Járn Felix, en enn er ekki komin tilkynning um hvort og hvar á ađ reisa minnisvarđann um ţennan forvera Pútíns í rússneska byltingarmorđćđinu.

pomnik

Felix Dzerzhinsky féll loks áriđ 1991 sem persónugerfingur illsku og útrýminga sem áttu sér mestmegnis stađ eftir ađ hann var allur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessi árátta Rússa ađ fjarlćgja fólk af myndum er oft bara tengd pólitík en ţađ er öđru nćr. Svona myndafölsun var mjög algeng í mörgum öđru samhengjum líka. T.d. má nefna tengdaföđur móđursystur minnar, danskan lćkni sem starfađi lengi í Mongólíu uns útlendingafóbía yfirvalda hrakti hann á brott. Hann skildi viđ sína dönsku konu og giftist innfćddri og eftir ţađ voru bćđi fyrri kona hans og sonur ţeirra (síđar eiginmađur frćnku) fjarlćgđ af mynd sem birtist ţar stundum í blöđum og víđar. Einhvers stađar á ég báđar útgáfurnar í fórum mínum.

Matthías (IP-tala skráđ) 22.1.2013 kl. 14:09

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Mjög áhugavert Matthías. Mongólarnir lćrđu eitthvađ af ţessum listum í Sovétríkjunum, en forfeđur ţeirra notuđu eins og ţekkt er ţá ađferđ ađ fjarlćgja höfuđ frá bol, áđur en ljósmyndir og dagblöđ komu ţangađ.

Ţekkta tíđkađist svo sem líka í ríkjum vestur-Evrópu, ţegar ţau voru á lćgra ţróunarstigi.

Listin ađ svara ekki fólki og útiloka ţađ međ ţögninni er skylt ţessum ađferđum.

FORNLEIFUR, 22.1.2013 kl. 14:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki búiđ ađ fótósjoppa ţig út úr sögu ţjóđminjasafnsins fyrir ađ finnast silfriđ hreint?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 03:07

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ćtli ţađ ekki Jón Steinar, um daginn fékk ég tölvupóst frá ţjóđminjaverđi ţar sem hún skrifađi: Ţakka ţér fyrir erindi ţitt og hlý orđ í garđ Ţjóđminjasafnsins nú ţegar nćr 150 ár eru liđin frá stofnun ţess. Ég hafđi sent henni ţessa fćrslu http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1272169/ um gripi sem týnst hafa á safninu, ásamt fyrirspurn um allt annađ (starf á ţjóđminjasafninu):

Ég svarađi, ađ gangrýni mín á fyrri tíđ á safninu vćri vitaskuld ekki beint gegn Ţjóđminjasafninu eins og ţví er stýrt í dag.

Í ár kemur svo loks út bók Ţórs Magnússonar um silfur á Íslandi, og haldnir verđa ađ minnsta kosti tveir fyrirlestra um silfur á Ţjóđminjasafninu á 150 ára afmćlinu. Ég efa ađ menn komi ţar inn á Miđhúsasjóđinn. Ţór Magnússon afgreiddi hann áriđ 1996 sem gangsilfur frá víkingaöld, ţó svo ađ í honum vćri gripur sem ekki gćti hafa orđiđ til fyrr en eftir ađ iđnbyltingin hófst.

En til ţess er nú Fornleifur, m.a., Hann ţorir ţegar ađrir ţegja.

FORNLEIFUR, 23.1.2013 kl. 06:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband