Lítil og "ljót" ţjóđ á leiđarenda

End of reason
 

3. mars nćstkomandi mun RÚV hefja sendingar íslenskra frćđsluţátta á ensku, íslensku framtíđarinnar, sem kallast Journey's End (Ferđalok á íslensku). Ţćttirnir verđa sex í allt. Í ţessum ţáttum er myndavélinni beint ađ Íslendingasögunum, bćđi út frá bókmenntalegu og fornleifafrćđilegu sjónarhorni. Myndavélin dvelur einnig í nćrmynd viđ fjölmarga sérfrćđinga úr ýmsum greinum og stéttum. Ţetta gćti orđiđ spennandi.

Lítil og ljót ţjóđ? 

Í kynningarslóđa fyrir myndina  hegg ég eftir ýmsu afar fyndnu og bölvuđu rugli fyrir myndavélina. Takiđ t.d. eftir ţví  ţegar einhver frćđingurinn, sem ekki sést, segir ađ "ţađ sé svo gaman ţegar lítil, ljót, fátćk ţjóđ í norđri hafi gert eitthvađ svipađ og Shakespeare, 3-400 árum áđur" (1,47 mínútur inni í slóđann). Eitthvađ er konan sú rugluđ á ritunartíma fornbókmennta okkar og ekki er ţađ beint fátćk ţjóđ sem lýst er í ţessum ýkjubókmenntum, sem lýsa ţví best ađ á Íslandi hefur alltaf búiđ hástemmd ţjóđ međ mikiđ sjálfsálit, sem vitanlega varđ til ţess ađ hún lifđi allan andskotann af. 

Ţađ ađ ţjóđin sé ljót verđur hins vegar ađ skrifast á reikning sérfrćđingsins andlitslausa, ţví ég hef auđvitađ alltaf stađiđ í ţeirri vissu ađ Íslendingar vćru fallegasta, gáfađasta og besta ţjóđ í heimi. Annar hefđi hún ekki getađ skrifađ Íslendingasögurnar og framleitt svona marga fornleifafrćđinga, eđa ţáttaröđ eins og Journey's End. 

Hringur

Beinhringur bróđur Gunnars á Hlíđarenda? 

Á einum stađ bregđur fyrir beinhring (eftir 0,51 mín.) međ útskurđi, sem fannst á Rangárbökkum Eystri. Sumir menn, sem trúa sérhverju orđi í fornsögunum, hafa reynt ađ tengja hringnum ákveđinni persónu, vegna ţeirra mynda sem ristar eru í hringinn sem og vegna fundarstađarins. Síđast skrifađi fyrrverandi brunamálastjóri í Reykjavík Bergsteinn heitinn Gizurarson um hringinn. Ţegar ekki var allt á bál og brandi í vinnunni hjá Bergsteini, skrifađi ţessi skemmtilega blindi bókstafstrúarmađur á ritheimildir, sem trúđi fornsögunum betur en fornleifafrćđingum, ţrjár greinar í Lesbók Morgunblađsins 1996 og 2000 um beinhringinn frá Rangá Eystri og fór hann allvíđa í vangaveltum sínum. Lengi töldu margir, og vildu trúa, ađ ţessi hringur hefđi veriđ eign Hjartar Hámundarsonar, bróđur Gunnars á Hlíđarenda. Menn töldu ađ ađ ţađ vćru hirtir sem sjást á hólknum. Hjartarhorn eru ţetta ekki frekar en hreindýrahorn, stíllinn er frá 11. öld og ţetta er kristiđ mótív. Engin för eru heldur eftir bogastreng á ţessum hring, og ekkert sýnir ađ hann hafi veriđ notađur sem fingravörn viđ bogaskot. En hér er hann svo kominn í kynningarslóđann fyrir Ferđalok rétt á undan mynd af bogaskyttu. Ţađ verđur gaman ađ sjá hvernig menn fara fram úr sér viđ túlkun á honum ţar.

Sláum ţví hér föstu, áđur en ţáttaröđin Journey's End verđur sýnd, ađ ţessi hringur sannar hvorki áreiđanleika Íslendingasagna, né ađ sögurnar nefni slíkan hring. Vangaveltur um Hjört Hámundarson og "Húnboga" í tengslum viđ hringinn er ekkert annađ en ţjóđernisrómantík af verstu gerđ. Menn skođa helst ekki hringinn, enn spóla beint í Ísendingasögurnar og gefa hugórum sínum lausan tauminn. Ţađ er ekkert sem fornleifafrćđingar eiga ađ stunda of mikiđ.

Vice versa

Ađeins lengra fram í slóđanum stingur einn statistinn, einhver argasti drag-víkingur sem ég hef séđ lengi, ţví sem mest líkist miđaldasverđi (án blóđrefils) í ţúfu viđ Ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal (sjá efst), sem oft er uppnefndur Gúmmístöng, og á sögn ađ vera eftirlíking af bć á Ţjóđveldisöld, en í raun ađeins votur draum ţjóđernisrómantíkers á ţeirri 20., sem misskildi eđli og aldur yngstu bćjarrústanna á Stöng í Ţjórsárdal. Bćr frá ţví um 1200 er ekki mjög snjöll sviđsmynd fyrir eitthvađ sem á ađ gerast á 10. öld.

Byock og Egill 

Í slóđanum fyrir "Ferđalok", eins og myndin er víst kölluđ á íslensku, bregđur einnig fyrir germönskufrćđingnum Jesse Byock, sem allt í einu varđ fornleifafrćđingur og vatt sinni  stjörnu í kross og settist ađ á Íslandi og er nú Íslendingur og fornleifafrćđingur eins og svo margir ađrir.

Byock hóf rannsóknir sínar út frá blindri trú á Íslendingasögunum sem sagnfrćđilegum heimildum. Hann var ekkert ađ pćla í deilum um bókfestu- eđa sagnfestukenningar. Hann sá ţetta međ ferskum vestrćnum augum, en í Ameríku ţykir fínt ađ skilja allt upp á nýtt, (ţótt sumir skilji ekki neitt). 

Byock byrjađi á síđasta áratug 20. aldar ađ leita ađ beinum Egils Skallagrímssonar m.a. út frá sjúkdómslýsingu og rćndi heiđrinum af ţeirri skođun ađ Egill hefđi veriđ međ hinn illvíga Paget-sjúkdóm (Paget's disease), frá íslenskum lćkni. Paget-sjúkdómur, veldur ţví međal annars ađ bein verđa mjúk og brothćtt, en Byock taldi út frá lýsingum á meintum beinum Egils í Eglu, ađ ţau hafi veriđ mjög hörđ og ađ ţađ lýsti Paget-sjúkdómi best. Byock segir örugglega ekki frá ţessari meinloku sinni í ţessari ţáttaröđ, sem ég vona ađ verđi sýnd í öđrum löndum en á Íslandi, svo mađur geti fengiđ dálítiđ entertainment um "litla og ljóta ţjóđ". Fornleifur eldar sér ţá poppkorn yfir langeldinum og teygar ískaldan, amerískan mjöđ. Ţetta verđur örugglega hin besta skemmtun ef dćma skal út frá kynningunni á Vimeo.

Sjálfur hef ég mildast í skođun minni á gildi fornbókmenntanna og er ekki eins harđur andstćđingur ţeirra og t.d. kollega minn dr. Bjarni Einarsson. sérstaklega í ljósi ţess ađ á Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem ég ţekki best til, fann ég og teymi mitt sönnun fyrir ţví ađ bein höfđu veriđ flutt í burtu samkvćmt ákvćđum Kristinnar laga ţćtti í Grágás. Stöng var líka í notkun lengur en áđur var taliđ, og Grágás var svo ađ segja samtímaheimild viđ beinaflutninginn á Stöng. Ţađ ţýđir ţó ekki ađ ég trúi ţví sem skrifađ var 3-400 árum eftir ađ meintir atburđir sögualdar áttu sér stađ. Egils-saga er fyrir mér gott drama síns tíma og ekkert meira og Byock er bara enn ein dramadrottningin í íslenskri fornleifafrćđi. Í raun er auđvelt ađ sjá ađ Íslendingasögurnar eru ađ lýsa ákveđnum ađstćđum á Sturlungaöld, ţeim tíma sem sögurnar voru ritađar á. Sorry Jesse!

Ég hef skrifađ tvo stóra bálka um bein Egils og leit Byocks ađ ţeim á öđru bloggi mínu og leyfi nú lesendum mínum, sem ekki hafa lesiđ ţađ fyrr ađ lesa ţađ aftur í heild sinni. Greinarnar voru upphaflega kallađar Leitin ađ beinum Egils:

Egill 

Leitin ađ beinum Egils Skallagrímssonar 

Í gćr birti kollega minn merka grein í Lesbók Morgunblađsins. Ég frétti af grein Margrétar Hermanns-Auđardóttur gegnum Morgunblađsbloggiđ. Viđ dr. Margrét erum kannski ekki lengur starfsfélagar, ţví hvorugt okkar hefur haft sérstaklega góđ tök á ţví ađ vinna viđ frćđigrein ţá sem viđ notuđum fjölda ára til ađ sérhćfa okkur í. Ég hef ţurft ađ leita á önnur miđ eftir ađ mér var vísađ úr starfi og ég settur í ćvarandi atvinnubann á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţađ er víst einsdćmi á Íslandi). En Margrét hefur alla tíđ veriđ útundan í greininni, einatt vegna öfundar og óskammfeilni ýmissa kollega hennar og ađila, sem hafa reynd ađ hefta framgang fornleifafrćđinnar á Íslandi.

Grein Margrétar fjallar á gagnrýninn hátt um fornleifarannsóknir Jesse L. Byocks í Mosfellsdal; um leitina ađ beinum Egils Skallagrímssonar, rannsóknir á haugi hans; um kirkju ţá sem menn telja ađ haugbúinn Egill hafi veriđ greftrađur í eftir ađ haugurinn var rofinn, svo og rannsóknir á Mosfelli, ţar sem bein kappans munu hafa veriđ flutt til hinstu hvílu.

Jesse L. Byock er ekki fornleifafrćđingur, en hefur samt stjórnađ fornleifarannsóknum á Íslandi í rúm 10 ár. Ţađ sem Margrét Hermanns- Auđardóttir skrifar um rannsóknir hans í grein sinni í Lesbók Morgunblađsins, get ég í alla stađiđ tekiđ undir. Hvet ég fólk til ađ ná sér í Lesbókina og lesa greinina gaumgćfilega. Ţar er einnig hćgt ađ lesa um vinnubrögđ í Háskóla Íslands, sem eru fyrir neđan allar hellur.

Ég skrifađi 9 blađsíđna greinargerđ ţegar umsókn um leyfi til rannsóknarverkefnisins "The Mosfell Archaeological Project" barst Fornleifanefnd áriđ 1995. Ég sat ţá í Fornleifanefnd tilnefndur af Háskóla Íslands. Ţađ varđ uppi fótur og fit. Lektor einn í háskólanum kvartađi fyrir hönd Jesse Byocks til Fornleifanefndar (međ bréfi og greinargerđ) og til menntamálaráđherra, sem kallađi strax formann nefndarinnar á teppiđ. Formađurinn reyndi svo međ öllum mćtti ađ fá mig til ađ draga greinargerđ mína til baka og Byock framdi ţađ sem í öđrum menningarheimi kallast Lashon hara. Ég neitađi, ţví hún stangađist ekki á viđ neitt í Ţjóđminjalögum. Ég var bara ađ vinna fyrir nefndarlaununum og ég sá líka óhemjumarga galla á umsókninni. Rannsókninni var síđan veitt leyfi og ţađ reyndar gefiđ fornleifafrćđingi er heitir Timothey Earle (sem ekki er lengur viđriđinn rannsóknirnar í Mosfellsdal), ţar sem Byock uppfyllti ekki skilyrđin til ađ stjórna rannsókninni. Ég ákvađ ađ sitja hjá viđ leyfisveitinguna. Í greinargerđ minni frá 1995 sýnist mér, í fljótu bragđi, ađ ég hafi reynst nokkuđ sannspár.

Margrét telur Byock og starfsfélögum hans ţađ til lasts, ađ ţeir hafi ekki einu sinni vitnađ í rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ er líka rétt hjá Margréti. Ţađ er ekkert nýtt eđa neitt sem ég kippi mér upp viđ. Ég er harla vanur frćđilegri sniđgöngu eđa ađ ađrir geri mínar uppgötvanir ađ sínum (mun ég skrifa um ţađ síđar). Ţegar Byock og ađstođarmenn hans sóttu um leyfi til rannsóknanna áriđ 1995, var ţó lögđ áhersla á mikilvćgi rannsókna í Mosfellsdal í ljósi niđurstađna rannsókna minna á Stöng. Síđan ţá hafa ţćr ekki veriđ nefndar á nafn af Mosfellsmönnum. Kirkjurústin á Stöng, sem ég hef ekki getađ stundađ rannsóknir á síđan 1995, er líklega frá svipuđum tíma og kirkjan á Hrísbrú sem Byock og félagar hafa rannsakađ. Úr kirkjugarđinum á Stöng hafa bein veriđ flutt í annan kirkjugarđ eftir ákvćđum Grágásar. Sjá Lesbókargrein um rannsóknina. [Sjá einnig hér]

Ef menn hefđu tekiđ tillit til greinargerđar minnar frá 1995, ţar sem ég fjalla t.d. um tilurđ sögunnar um haug Egils í Tjaldanesi, hefđu ţeir ekki fyrir nokkrum árum asnast til ađ grafa í náttúrumyndun, ţar sem ekkert fannst nema ísaldaruđningur. Hvers kyns "haugurinn" í Tjaldanesi er, kom einnig fram viđ fornleifaskráningu Ţjóđminjasafnsins á svćđinu áriđ 1980. Áriđ 1817 könnuđust lćrđir menn ekkert viđ ţennan haug, ţegar Commissionen for Oldsagers Opbevaring var ađ safna upplýsingum um fornleifar, fastar sem lausar, á Íslandi. Haugurinn er ţví rómantískt hugarfóstur frá 19. eđa 20. öld, eins og svo margt annađ í tengslum viđ The Mosfell Archaeological Project. Verkefniđ teygir vissulega rómantíkina í frćđimennsku fram á 21. öld.

II

Pagets1D_CR 

 

"The skull gradually fills in with densitites, as shown here, and the skull thickens and softens"

Ţessa skýringu á framskriđnum Paget's sjúkdómi er ađ finna á síđu Stanfords háskóla um sjúkdóminn.  Ekki urđu meint bein Egils "soft", smkv. Egils sögu og Byock, eđa hvađ?

Leit Jesse L. Byocks ađ beinum Egils eru náttúrulega tálbeita. Byock notar álíka ađferđ til ađ fá fjármagn til rannsókna sinna og ţegar Kári í DeCode dáleiđir menn međ "ćttfrćđirannsóknum", sem sýna eiga ćttir manna aftur til sagnapersóna í miđaldabókmenntunum. Ţađ hjálpar greinilega fjársterkum ađilum ađ létta á pyngjunni. Góđ saga selur alltaf vel.

En Byock hefur fariđ óţarflega fram yfir ţađ sem sćmilegt er í ţessari sölumennsku í frćđunum. Ađ minnsta kosti yfir ţađ sem leyfilegt er í fornleifafrćđi. En fornleifafrćđin fjallar um allt annađ nú á dögum en ţađ ađ leita uppi ákveđnar persónur. Ţađ virđast íslenskufrćđingar enn vera ađ gera, líkt og ţegar ţeir eru ađ leita uppi höfunda Njálu og annarra fornrita.

Osteitis_Deformans-1 

Ţannig gćti Egill Skallagrímsson hafa litiđ út í ellinnni, hefđi hann í raun og veru veriđ međ Paget's disease eđa ţá yfirleitt veriđ til.

Til ţess ađ gera Mosfells-verkefniđ krćsilegra telur Byock mönnum trú um ađ Egils saga lýsi Agli međ sjúkdómseinkenni Paget's disease. Hann trúir ţví greinilega einnig á söguna sem sagnfrćđilega heimild. Hann hefur vinsađ ţađ úr af einkennum sjúkdómsins, sem honum hentuđu í greinum sínum um efniđ í Viator (Vol 24, 1993) og Scientific American (1995).  Menn geta svo, ţegar ţeir hafa lesiđ greinar hans, fariđ inn á vef Liđagigtarsamtaka Kanada (The Arthritis Society), eđa á ţessa síđu, til ađ fá ađeins betri yfirsýn yfir sjúkdómseinkenni hjá ţeim sem hrjáđir eru af ţessum ólćknandi sjúkdómi. Ţau einkenni eru langtum fleiri en ţau sem Byock tínir til og flóknari en hausverkurinn og höfuđskelin á Agli. Byock hefur ekki sagt lesendum sínum alla sjúkdómssöguna; til dćmis ađ ţeir sem eru hrjáđir af sjúkdóminum geti einnig liđiđ af sífelldum beinbrotum og verđi allir skakkir og skelgdir fyrir neđan mitti. Hryggurinn vex saman og mjađmagrindin afmyndast.  Byock heldur ţví fram ađ Agli hafi veriđ kalt í ellinni vegna ţessa sjúkdóms. Annađ segja nú sérfrćđingarnir: "The bone affected by Paget's disease also tends to have more blood vessels than normal. This causes an increase in the blood supply to the area, and as a result the area may feel warmer than usual".Lćknisfrćđi er greinilega ekki sterkasta hliđ Byocks og óskandi er ađ hann stundi ekki lćkningar í aukavinnu, líkt og ţegar hann gengur fyrir ađ vera fornleifafrćđingur á Íslandi.

Í greinum ţeim um verkefniđ, sem birtar hafa veriđ opinberlega, er heldur ekki veriđ ađ skýra hlutina til hlítar. Eins og til dćmis ađ tćmda gröfin ađ Hrísbrú sé undir vegg kirkjunnar sem ţar fannst. Ţađ ţýđir ađ gröfin eđa gryfjan er eldri en kirkjan sem samkvćmt kolefnisaldursgreiningu er frá ţví um 960. Kannski er erfitt fyrir bókmenntafrćđing eins og Byock at skilja svona flókna hluti. Hann átti líka erfitt međ ađ skilja grundvallaratriđi í fornleifafrćđi áriđ 1995 og ţurfti ađ hafa íslenskan fulltrúa sér innan handar. Mér skilst ađ ţetta sé nú mest orđiđ norsk-bandarísk rannsókn og gerir Margrét Hermannsdóttir skiljanlega nokkuđ veđur úr ţví í grein sinni í Lesbók Morgunblađsins. 5.5.2007.  Ţegar sótt var um rannsóknarleyfi og fjárveitingar áriđ 1996 var greint frá ţví ađ samvinna yrđi höfđ viđ fáeina Íslendinga "for ethical reasons" .

Hvađ varđar fjármögnun rannsóknarinnar, var alveg ljóst frá byrjun, ađ Byock hafđi báđar hendur niđur í íslenska ríkiskassann. Hann greindi mér hróđugur frá ţví, er hann reyndi ađ fá mig međ í rannsóknina, ađ Björn Bjarnason vćri "verndari" rannsóknarinnar og hefđi lofađ stuđningi, tćkjum, fćđi og ţar eftir götunum. Björn bóndi hefur greinilega ekki brugđist  Byock og hafa eftirmenn hans á stóli menntamála veriđ álíka gjafmildir. Ađ Björn Bjarnason er meiri aufúsugestur á Hrísbrú en ég og kollegar mínir, sést á ţessari og annarri fćrslu í dagbókum dómsmálaráđherrans.

Ţegar íslenskir fornleifafrćđingar međ doktorsgráđu geta ekki starfađ viđ grein sína sökum fjárskorts og ađstöđuleysis, vantar mig orđ yfir ţá fyrirgreiđslu sem prófessor Byock hefur fengiđ á Íslandi til ađ leita beina persónu úr Íslendingasögunum. Eins og ég skrifađi í greinargerđ minni áriđ 1995 um leit hans af Agli: "Ţađ er í sjálfu sér sams konar verkefni og leitin af beinum Jesús Krists og gröf hans eđa leitin ađ hinum heilaga kaleik (The Holy Grail)".

En riddari nútímans leitar ekki ađ gylltum kaleik eđa brandinum Excalibur, heldur Agli Skallagrímssyni. Riddarinn heitir Byock og atgeir hans heitir "Spin and PR". Riddarinn er reyndar búinn ađ afneita sér ţeim óţćgindum sem ţađ virđist vera ađ vera Bandaríkjamađur í brynju. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt áriđ 2004 (vćntanlega á eđlilegri hátt en tengdadóttir ráđherra umhverfismála um daginn). Hver veit, kannski er Byock líka orđinn tengdasonur eftir langa búsetu á íslandi. Hann er ađ minnsta kosti orđinn "fornleifafrćđingur", en ţađ geta víst nćr allir kallađ sig á Íslandi sem kaupa sér skóflu.

Gárungarnir segja mér, ađ nćsta verkefni Byocks sé ađ leita uppi Lođinn Lepp. Nafniđ eitt bendir eindregiđ til ţess ađ ţessi norski erindreki á 13. öld hafi veriđ međ sjúkdóm, sem lýsir sér í óhemju hárvexti, ekki ósvipađ og á ţessum kappa:

Lođinn leppur

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ţessi ţráhyggja, ađ Egill hafi ţjáđst af einhverjum „sjúkdómi“ er undarleg. Ekkert slíkt kemur fram í Egils sögu. Hann hefur hins vegar veriđ nokkuđ stórskorinn í andlit og vexti, en ekkert bendir til ađ hann hafi veriđ einhvers konar „freak“, eins og ýmsir virđast halda. Sagan um hauskúpuna sem á ađ hafa fundist er dćmigerđ ýkusaga sagnaritarans. Ţađ er hins vegar fráleitt, ef ekki beinlínis fáránlegt ađ láta sér detta í hug ađ Egill hafi aldrei veriđ til. Slíkt ber bćđi vott um djúpstćđan misskilning á hugsunarhćtti manna hér á miđöldum og ofmati á tímanum, sem liđinn var frá dauđa Egils ţegar sagan var rituđ. Ég skal taka dćmi: Afi minn var fćddur1864 og varđ mjög gamall, dó 1961, ţegar ég var á 17. ári. Hann hefur í ćsku sinni örugglega kynnst gömlu fólki, sem mundi Napóleonstímann og Jörund og hefđi getađ sagt mér frá ţví, atburđum, sem gerđust fyrir 200 árum.

Fólk í Borgarfirđi og víđar, afkomendur Egils hafa örugglega munađ hann vel og sögur hafa áreiđanlega gengiđ af honum og afrekum hans allt frá ţví hann lést. Eins og menn muni ekki afa sína og langa-langafa, hafi ţeir veriđ svo frćgir?

Vilhjálmur Eyţórsson, 3.2.2013 kl. 16:33

2 identicon

Ef Sjeikspír féll frá um 1616 og skrifađi mestanpart á síđasta áratug 16. aldar og ţeim fyrsta á ţeirri 17. er ekki langt frá ţví ađ Njála hafi veriđ skrifuđ 300 árum fyrr, eđa um 1280, og fyrstu konungasögurnar ca. 100 árum fyrr (ef viđ teljum ekki Sćmund fróđa međ enda skrifađi hann á útlensku) og fyrstu Íslendingasögurnar í upphafi 13. aldar.  Ţví er blessuđ konan ekkert úti ađ aka. 

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 3.2.2013 kl. 17:10

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Ţorvaldur.

ţađ var ég sem setti kommuna á undan 3-400 árum áđur. Shakespeare var ekki uppi 3-400 árum "áđur", eđa fyrr eins og kona meinar líklega, og kannski ekki, ţví hún veit vćntanlega ađ hann var upp 300-400 árum síđar og ađ íslenskar fornbókmenntir voru skrifađar 3-400 áđur enShakespeare var uppi. En ţađ segir hún bara ekki. Ţetta er ekki góđ íslenska. Ekki hefđi "ljótt" fólk á Íslandi, 3-400 árum fyrir daga Shakespeares, látiđ svona rugl út úr sér. Kannski ćtti fólk sem talar opinberlega um Íslendingasögur ađ ţekkja atviksorđin sín betur?

"ţađ sé svo gaman ţegar lítil, ljót, fátćk ţjóđ í norđri hafi gert eitthvađ svipađ og Shakespeare, 3-400 árum áđur"

hefđi átt ađ vera

"Ţađ er svo gaman ţegar lítil, falleg, fátćk ţjóđ í norđri hafi gert eitthvađ svipađ og Shaekspeare gerđi 3-400 árum síđar."

FORNLEIFUR, 3.2.2013 kl. 22:29

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Nafni minn, og sagđi hann afi ţinn ţér svo sögur af heimsókn sinni til Nablajóns, eđa voru áar hans of uppteknir ađ af lifa af til ţess ađ hafa áhuga á ţeim korsíkanska eđa Jřrgen Jřrgensen, sem fékk endurreisn međ Ríó Tríóinu? I bet not, svo notuđ sé tungan í Ferđalokum.

En ég er kominn af Agli, og ţađ tekur enginn frá mér. Mér dytti ţó ekki í hug ađ leita ađ honum eins og einhver Kaliforníbúi sem surfar inn í íslenska fornleifafrćđi á samning hjá BBC.

FORNLEIFUR, 3.2.2013 kl. 22:41

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ţađ sem ég var ađ benda á er ađ menn mikla mjög fyrir sér ţá stađreynd, ađ 2-300 ár voru oft liđin frá atburđum ţegar Íslendingasögurnar voru skrifađar. Mér dettur ekkí hug ađ ţar sé allt heilagur sannleikur, eins og sumir, en fyrir ritöld skiptu frásagnir af forfeđrunum miklu máli, og menn leituđust áreiđanlega eftir ađ segja sem réttast frá, ţótt örugglega hafi margt veriđ fćrt í stílinn. Dćmiđ um afa minn, Gunnar Ólafsson (á Tanganum í Vestmannaeyjum) er einungis til ađ benda á ađ ein öld, eđa jafnvel tvćr er styttri tími en margir ímynda sér. Ţetta vissi Ari fróđi, sem sótti til gamalla manna, ţegar hann samdi Íslendingabók.

Vilhjálmur Eyţórsson, 4.2.2013 kl. 01:37

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Íslendingabók er ekki Íslendingasögur. Tilgangurinn međ ritun hennar var annar en Íslendingasagna.

En vissulega höfđu rithöfundarnir  ekki sjónvarp og tölvur til ađ trufla sig og voru ekki ađ fylla heilann međ jafnmiklu magni af upplýsingum og viđ gerum. Viđ međtökum flest fleiri upplýsingar og stađreyndir á einum degi en fólk gerđi á nokkrum árum, jafnvel um alla ćvina, á miđöldum. Ţađ var lítiđ um truflun, en ţađ skerpir ekki endilega minniđ, rökhugsunina eđa hiđ sögulega minni. Menn ţuldu líklega ćttartölur og kveđskap um hetjur og forfeđur. En ţegar Ari Ţorgilsson var ađ skrifa um papa međ bjöllur, bćkur og bagla var ţađ vegna ţess ađ hann ţekkti helgisögur af írskum mönnum úti á eyjum og skerjum sem ávallt voru međ hin ţrjú hentugu B einsetumannsins. Ari lánađi úr öđrum bókmenntum. 

Hefđin ađ segja sögur var sterk, og ekki endilega sannar sögur, og svo tók sem betur fer einhver upp á ţví ađ skrifa ţćr og ţađ varđveittist. Einhver minni eru sönn og nokkurn vegin rétt og sömuleiđis fáein nöfn, en hitt er góđ saga. Fornleifafrćđin mun í framtíđinni segja okkur sannleikann. En hvađ varđar húsakynni og nöfn á ambođum og öđru, urđu ekki sérstaklega miklar breytingar frá 930-1300.

FORNLEIFUR, 4.2.2013 kl. 11:03

7 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Fornleifur, ţađ er sannarlega gaman ađ lesa hressilega afneitun af bókstafstrú á fornar skruddur (vorum viđ ekki eitthvađ ađ skrifast á um Bókina góđu hér um áriđ?).

Ég er svo hjartanlega sammála ţér og verđ ađ segja ađ mér sárnar ef búiđ er ađ gera einhverja illa skrifađa, illa ígrundađa og fáránlega sviđsetta ţáttaröđ um litla, ljóta og fátćka ţjóđ! Eins og ég hef nú gaman ađ sagnfrćđi ţá er mér fyrirmunađ ađ horfa á sagnfrćđiţćtti í sjónvarpi vegna ţessarar óţolandi sviđssetningaráttu, ţar sem öll myndataka er eins og ER á sterum.

Viđ vitum auđvitađ, eins og ţú bendir réttileg á,ađ viđ erum fallegasta ţjóđ í heimi. Fámenn vorum viđ eflaust (og erum enn) en varla var ţjóđin fátćk á 13. og 14. öld? Getur ritun skáldsagna gerst annars stađar en ţar sem talsverđur fjöldi manna hefur bćđi menntun og peninga til ađ fjárfesta í slíku?

Vilhjálmur nefnir Íslendingabók, hann ćtti ađ lesa hana snögglegast yfir (hún er ekki löng) og sjá hversu ótrúverđug hún er í alla stađi. Enda varađi Ari viđ: "Hvađ svo sem nýsagt er í frćđum ţessum er skylt ađ hafa ţađ sem sannara reynist."

Brynjólfur Ţorvarđsson, 8.2.2013 kl. 12:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband