Landnámsvertíđin er hafin

Celtic argument

Hinn íturvaxni yfirpapi, Egill Helgason, ţjófstartađi um daginn sumarteiti íslenskra fornleifafrćđinga. Ţađ gerđi hann í Kiljunni, eins og keltneskur loftbelgur, ţegar hann rćddi viđ Pál Theodórsson eđlisfrćđing í 871±2 rústunum, sem er illa lyktandi túristagildra í Reykjavík.

Venjulega eru íslenskir fornleifafrćđingar fullfćrir og margir hverjir langsjúkir á vorin í ađ koma sér í fjölmiđlana međ misgóđar sögur af grćnlenskum sjúklingum eđa fílamönnum sem dóu í Skriđuklaustri, ţangađ til annađ, sannara og eđlilegara kemur í ljós. 

En nú duttu fornleifafrćđingar sem sagt í lukkupottinn og fengu ókeypis auglýsingu, og ţađ ekki af ómerkilegra taginu. Hún kom í hinum merka bókmenntaţćtti Egils Helgasonar, Kiljunni. Egill telur víst ađ Páll Theodórsson eđlisfrćđingur sé ađ segja satt um ţrjósku, vantrú og villu íslenskra fornleifafrćđinga hvađ varđar "Landnámiđ fyrir Landnámiđ", sem er heitasta óskhyggja svo kallađra íslenskra keltómaíaka. Keltómaníakar (eins og t.d. ţessi), eru ţeir kallađir sem eru í keltafári og trúa á byggđ "kelta" og papa fyrir landnám "Norsara", mest vegna ţjóđernisrembings en einnig vegna oftúlkunar á fyllingartexta hjá Ara fróđa, sem var ađeins ađ minnast á papa vegna ţess ađ ţeir voru minni úr helgra manna sögum, írskum, sem hann kannađist viđ, en ţar eiga allir almenniglegir heilagir menn bćkur, bagla og bjöllur (sjá hér).  

fucking_papi_or_a_saint
Írskur dýrlingur á broti af hákrossi frá 10. eđa 11. öld í Old Kilcullen, County Kildare á Írlandi. Eins og papar átti ţessi helgi mađur bćkur, bagla og bjöllur, helstu tákn írskra einsetumanna, sem Ari Fróđi hefur líklega lesiđ um og blandađ saman viđ vitneskju úr Siglingum heilags Brendans og frásögur Dicuils, sem voru ćvintýri.

Egill inn alvitri skrifar líka um tilgátur Páls Theodórssonar á Silfrinu og Guđmundur Magnússon, sagnfrćđingur, fjölmiđlamađur, sjálfstćđur penni og fyrrverandi Ţjóđminjavörđur hefur bersýnilega líka bćst í átrúendahóp Páls Theodórsson, en hann hefur ţó allan varann á. Nýlega spurđi Guđmundur mig um aldursgreiningar fornar, svo áhuginn er greinilega mikill á Landnáminu. Er ţađ nokkur óeđlilegt áhugamál hjá ţjóđ sem enn er ekki búin ađ finna sjálfa sig eftir sjáflstćđi og hrun?  Margir eru tilbúnir ađ trúa á hiđ snemmbćra Landnám, en ţekking ţeirra á efninu, heimildum og umrćđunni hingađ til er sísona. Keltafár er mikiđ á Íslandi og menn rugla öllu oft saman og tala um papa og kelta á Íslandi sem fjölguđu sér hér međ bjölluleik, baglaslag og bókasafnsfrćđi áđur en ólćsir, ljóshćrđir fábjánar komu frá Noregi og eyđulögđu keltneska drauminn og lugu ć síđan um ţađ sem í raun gerđist.

En hverju eiga menn eiginlega ađ trúa, ţegar ţađ virđist fyrir neđan virđingu starfandi kollega minna ađ svara Páli Theódórssyni, og hvađ ţá síđur hafa samstarf viđ hann, eđa hlusta á ađra sem vilja svo innilega ađ forfeđurnir hafi komiđ dálítiđ fyrr en heimilt er ađ trúa og halda?

Á Silfurbloggi sínu um Pál segir Egill Helgason frá ritlingi Páls sem út kom áriđ 2011. Ég hef sem svar viđ honum skrifađ ţetta blogg, en einnig í fljótheitum nú um helgina útbúiđ litla skýrslu međ dćmum af kolefnisaldursgreiningum á sýnum frá Skeljastöđum og Stöng í Ţjórsárdal, til ađ sýna ađ vandamálin viđ geislakolsaldurgreiningar á sýnum frá Íslandi, og notkun ţeirra, eru nú fleir og fjölţćttari en Páll tínir til í ritlingi sínum.d

Ţar sem ég telst til ţessarar hrćđilega vitlausu og ţrjósku stéttar fornleifafrćđinga, sem helst trúir ekki neinu nýju, og ţađan ađ síđur tölum sem spýtast úr vélum, ef trúa skal ţví sem Páll skrifar, tel ég mér skylt ađ leggja orđ í belg um tilraunir Páls Theódórssonar til ađ fćra sönnur á landnám fyrir ţetta hefđbundna, ca. 870. Ég hef dálitla ţekkingu á efninu sem Páll hefur oft vitnađ í, og sem má lesa í frekar gömlum greinum eftir mig sem hćgt er ađ finna á ritaskrá minni hér, en einnig t.d. hér. Eins hefur Páll notađ niđurstöđur úr rannsóknum mínum, kolefnisaldursgreiningar sem ég hef fegniđ gerđar, sem mér finnst hann hafa notađ heldu ógagnrýniđ

Ritlingur Páls Theódórssonar (2011)

Í tilefni af viđtalinu viđ Pál Teodórsson birtir Egill Helgason tengingu í rúmlega eins árs gamlan ritling, Upphaf Landnáms á Íslandi, á Silfurbloggi sínu. Páll samdi ritiđ áriđ 2011 en Raunvísindastofnun HÍ gaf hann út. Í ritlingi slćr Páll ţví slegiđ föstu ađ landnám hafi hafist löngu fyrir hefđbundiđ landnám um 870, eđa 871 ár e. Kr., ef mađur notar löggilda aldursgreiningu á Landnámslaginu. Sú aldursgreining er svo til orđin naglföst, ţótt ađ hún byggi á mjög veikum grunni. Áđur en Landnámslagiđ fékk ţessa aldursgreiningu, sem er sögđ absolút (afgerandi/óháđ/óhlutlćg), ţó hún sé ţađ ekki, hafa um 6-7 mismunandi aldursgreiningar veriđ gefnar ţessu lagi, og sumar af sama manninum, Sigurđi Ţórarinssyni.

Ţess ber ađ geta ađ danskir vísindamenn vara nú viđ oftúlkun á ískjarnatímatalinu og eru nú farnir ađ tala um "Settlement~AD 870s" eins og lesa má í ţessari grein. Ţeir skrifa: Our results emphasize the variable spatial and temporal distributions of volcanic products in Greenland ice that call for a more cautious approach in the attribution of acid signals to specific eruptive events. Hafa menn ekki heyrt um 871±2? Jú vissulega, en kannski var sú aldursgreining ţegar hún kom fram frekar bjartsýn?

Landnámslagiđ sést hér óhreyft undir torfvegg (C) skálarústar á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ er ekki skálinn sem í dag er til sýnis á Stöng, heldur skáli sem liggur undir smiđju, sem liggur undir kirkju og kirkjugarđi. A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Prófíll

Hluti af ţversniđi jarđ- og mannvistarlaga á Stöng í Ţjórsárdal, sem sýnir hvernig eldahola og kristin gröf hafa veriđ grafnar niđur í gegnum Landnámslagiđ og veggur var reistur ofan á ţví ekki mjög löngu eftir ca. 900 e.Kr. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
.

Páll Theódórsson hefur áđur skrifađ ágćtar greinar um vandamál varđandi aldursgreiningu landnáms í Skírni og annars stađar, en bćklingurinn Upphaf Landnáms á Íslandi er ţví miđur ekki til ţess gerđur ađ auka trú á skođanir Páls. Páll byrjar bćklinginn á tilvitnun í bók Fornleifastofnunar Íslands, Upp á yfirborđiđ (2010) sem vissulega er mjög ţunnur og sjálfshátíđlegur ţrettándi eins og tíundađ hefur veriđ hér. Ţađ er alltaf furđulegt ađ sjá fornleifafrćđinga á miđjum aldri slá ţví föstu ađ ţeir hafi höndlađ sannleikann og uppgötvađ hann einir. Ţeir eru ţá farnir ađ líkjast íslensum eđlisfrćđingum og jarđfrćđingum. Setning eins og ţesser makalaust vitlaus og dćmir sig sjálf: 

»Viđ erum nú viss um ađ landnám Íslands hafi átt sér stađ á seinni hluta 9. aldar og ţađ séu engir gallar á tímasetningarađferđum okkar «

En ţrátt fyrir ţessa skođun mína á galgopahćtti Fornleifastofnunnar Íslands, sem er alls ekki opinber stofnun ţrátt fyrir ţetta mikilmennskubrjálađa nafn, verđ ég ađ lýsa mig ósammála Páli ţegar kemur ađ skođunum hans um landnám löngu fyrir ca. 870. Ég hef alltaf veriđ "large" og sćtt mig viđ 3 áratuga búsetu fyrir 870, en Páll notar ekki ađferđir sem ég er sáttur viđ.

Í ritlingnum notar Páll heldur fjálglega niđurstöđur úr mismunandi fornleifarannsóknum, ţar sem fengist hafa háar aldursgreiningar. En hann gleymir ađ segja okkur frá ţví hvađ hefur veriđ aldursgreint. Í mörgum tilfellum hafa viđarsýni ekki veriđ viđargreind og sums stađar er hinn "óvćnti" hái aldur fenginn ţví kolin hafa veriđ úr rekaviđi, viđi sem ekki vex á Íslandi. Ţetta á t.d. viđ um sum sýni frá Heimaey.

Kenninguna um notkun á gömlum, dauđum trjá úr skógum eignar hann Guđmundi Ólafssyni, sem lengi vel kallađi sig fornleifafrćđing og meira ađ segja "State Archaeologist", ţó hann vćri ţá ekki međ lokapróf í ţeirri grein. Ţađ er háber della ađ eigna honum svo góđa tilgátu, ţví Kristján Eldjárn minntist fyrst á ţennan möguleika í rituđu máli og ég skrifađi hér um áriđ einnig um notkukun gamals viđs í grein í Acta Archaeologica 62 (1991) (ţađ tekur tíma ađ hlađa greinina niđur; Sjá einnig greinar mínar um efniđ frá ţví fyrir 1995 á ritaskrá minni hér, en margar greinarnar er hćgt ađ hlađa niđur sem pdf-skrá).

Til stuđnings visku sinnar um notkun birkis sem eldsneytis á Íslandi á Landnámsöld, vitnar Páll hins vegar í ónafngreindan vin sin sem lengi bjó í Noregi, um ađ ţađ sé af og frá ađ gamalt birki sé brúklegt til eldsneytis. Ţađ er ekki beint vísindaleg ađferđ. Noregur er langt land og siđir ţar eru misjafnir hvađ varđar nýtingu spreks og gamals viđar. Birki gat líka rekiđ til Íslands annars stađar frá eins og Lúđvík heitinn Kristjánsson hefur bent á. Bendi ég hér međ áhugasamari lesendum mínum og Páli, ađ lesa bók F. E. Wielgolaskis Nordic mountain birch ecosystems sem út kom áriđ 2001.

Veggjarstúfurinn í Kvosinni

Í ritlingi sínum er Páli Theodórssyni tíđrćtt um veggjabrot sem rannsökuđ hafa veriđ af nokkrum fornleifafrćđingum í Kvosinni í Reykjavík. Röksemdafćrsla Páls á bls. 8 í ritlingi hans er út í hött. Ţar gerir hann Ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal ađ samlíkingarefni viđ forleifar frá Landnámsöld í Reykjavík. Menn verđa ađ hafa í huga ađ sú skrumskćling, sem kölluđ er Ţjóđveldisbćrinn, er byggđ međ steinsteypu í veggjum, plastdúk í ţaki, plastklćđningu bak viđ veggi, steypustyrktarjárn í  veggjum og torfi sem er sótt í Ölfussiđ. Ţjóđveldisbćinn er ekki hćgt ađ nota til vísindalegra vangavelta um landnámsrúst í Reykjavík, ţar sem enginn vísindi eru í honum, önnur en ţjóđernisrembingur Harđar Ágústssonar, myndlistakennarans sem fékk ađ ráđa ferđinni ţegar ţetta ţjóđveldis-monstrum var reist.

Kvosin2

Ţverskurđarmyndin sem Páli er svo tíđrćtt um, er ađ mínu mati gölluđ heimild. Skýringar á teikningunni eru ónógar og viđvaningslegar og sýna ađ tölvuvinnsla hreinteikninga gefur ekki alltaf ćskilega eđa rétta niđurstöđur til birtingar. Hér međ er lýst er eftir ljósmynd af ţessu sniđi. Veggurinn sem veggjarbrotiđ tilheyrir gćti vel hugsast ađ hafa veriđ niđurgrafinn ađ hluta til, eins og viđ ţekkjum međ veggi frá Stöng eđa úr ţeim stóra skála sem Jesse Byock fann međ hjálp fornleifafrćđinga ţegar hann var ađ leita ađ Agli Skallagrímssyni á Hrísbrú í Kjós. Ţađ skýrir ađ mínu mati ađ Landnámslagiđ, sem fróđir menn erlendis láta sér nćgja ađ kalla "Settlement~AD 870s", sé ađ finna beggja vegna veggjarins og t.d. ekki ofan á honum.

Niđurstöđur teknar úr samhengi

Annađ sem mér finnst frekar ámćlisvert í bćklingi Páls frá 2011, er ađ hann birtir ekki fulla niđurstöđur kolefnisgreininga eins og samţykkt hefur veriđ alţjóđlega. Menn eiga ađ minnsta kosti ađ birta talningaraldur sýna (BP-aldur fyrir 1950) og leiđréttan aldur viđ 2 stađalfrávik. Ţví gleyma fornleifafrćđingar oft, og birta stundum eitthvađ tölfrćđilega óhaldbćrt međaltal, en ţannig fá ţeir niđurstöđurnar oft frá lélegum rannsóknarstofum eins og t.d. BETA Laboratories.

Niđurstöđur 14C aldurgreininga eru háđar tölfrćđi og umreikningum sem byggja á leiđréttingum út frá skipulögđum mćlingum á geislakoli í trjáhringum fornra trjáa. 14C var í mjög mismunandi mćli í andrúmslofti á mismunandi tímum. Ţess vegna getur dćmigerđ há aldursgreining eins og sú sem Páli er starsýnt á á Íslandi, međ talningaraldur sýnis sem t.d. er 1230±50 (sjá XX-grafiđ hér fyrir neđan) gefiđ sömu aldursgreiningu og talningaldur sýnis sem t.d. er 1240-60 (YY-grafiđ hér fyrir neđan). Fyrri talningin (XX) gćfi umreiknađa og leiđrétta aldursgreiningu sem er 669- 934 e.Kr., en hin (YY) gćfi aldursgreiningu sem vćri svo ađ segja sú sama, 660-940 e.Kr, ţó svo ađ talningin hafđi munađ 10 árum og óvissan 10 árum í báđar áttir. 

xx
yy

Margir óvissu- og áhćttuţćttir eru einnig tengdir mćlingum og međferđ sýna, og ţekkir Páll ţćr manna best. Mengun sýna og mistök á rannsóknarsfofu er aldei hćgt ađ útiloka. En ađstandeur rannsóknastofa eiga mjög erfitt međ ađ viđurkenna neitt slíkt. Í bćklingi sínum einfaldar Páll hlutina einum of mikiđ ţegar hann notar aldursgreiningar sem ekki eru teknar úr góđum samhengjum, eđa einfaldlega eins og honum hentar. Páll er ţađ sem á alţjóđlegu frćđimáli kallast of "selektívur" eđa sértćkur eins og ţađ hefur víst veriđ ţýtt yfir á Íslensku ţá er menn uppgötvuđu ađ ţeir gćtu vísinda- og frćđimenn á Íslandi líka veriđ.  Í stađ ţess ađ líta til allra tiltćkra heimilda og vitnisburđar, er Páll ađ plokka ţćr aldursgreiningar úr ritum sem hentar tilgátu hans best, en gleymir ţví miđur ađ segja ađ fullu frá samhengi ţeirra niđurstađna sem hann rćđir um.

Ţegar Páll blandar umrćđunni um gamalt landnám í Fćreyjum viđ  umrćđuna á Íslandi, fer hann líka heldur geyst. Hann hefđi kannski átt ađ segja lesendum sínum frá ţví ađ sú frétt sem barst af mjög háum mćlingarniđurstöđum úr Fćreyjum var framreidd af fréttamanni RÚV, sem lćrt hafđi fornleifafrćđim sem eitt sinn taldi sig hafa fundiđ munkbyggđ frá ţví fyrir landnám einfaldlega vegna ţess ađ hann misskildi kolefnisaldurgreiningar sem hann fékk gerđar í Ţrándheimi(sjá hér). Sýnin af koluđum frćjum sem gefa mjög háan aldur í Fćreyjum eru tekin úr skeljasandi og eru mjög líklega menguđ af honum. Mengun sýna er mjög mikiđ vandamál sem aftrar kolefnisaldursgreiningum viđ nákvćmnisspursmál eins og upphaf búsetu manna á ákveđnu svćđi. (Sjá hér um ţađ sem Fornleifur hefur ritađ um "landnám fyrir landnámiđ" í Fćreyjum).

Ég hafđi sannast sagna beđiđ eftir og búist viđ mćlingarniđurstöđum og aldursgreiningum Páls sjálfs, ţví ég veit ađ hann og ađstođarmenn hans hafa veriđ ađ reyna ađ ţróa nákvćmnis-geislakolsgreiningar, og hafa haft ađstöđu neđst í Hvalfjarđargöngunum fyrir mćlingar. Ég veit ađ illa hefur gengiđ fyrir Pál ađ fá samstarf viđ íslenska fornleifafrćđinga. Ekki er laust viđ ađ áróđur í garđ tilrauna hans viđ ađ stofna aldursgreiningastofu á Íslandi hafi komiđ frá ţeim íslensku vísindamönnum sem hafa veriđ í samvinnu viđ AMS-14C aldursgreiningarstofuna viđ Árósarhóskóla í Danmörku.

Á Stöng hófst búseta ofan á óhreyfđu Landnámslagi 

Mér til mikillar furđu var í viđtalinu viđ Pál á Kiljunni sýndur myndstubbur tekinn á rigningardegi sumariđ 1992 af rannsóknarsvćđi sem ég stóđ fyrir á Stöng í Ţjórsárdal. Myndskeiđiđ, sem ég hef aldrei áđur séđ, hefur veriđ tekiđ ţegar viđ sem unnum ađ rannsókninni vorum í helgarfríi eđa í mat. Ég frétti aldrei af neinum fréttamönnum eđa kvikmyndatökumönnum frá RÚV. Ţetta kom dálítiđ á óvart, og ađ veriđ vćri ađ blanda Stöng og Ţjórsárdal inn í ţetta "Fyrirburalandnám" í bókmenntaţćtti á RÚV.

Stöng 1992 í Kiljunni

Á Stöng hófst búseta ofan á óhreyfđu Landnámslagi. Á Stöng er landnámslagiđ, sem ég geng enn út frá ađ sé frá 871±2, óhreyft, og allt sem ţar er byggt er yngra en ţađ.

Á Stöng fór árin 1983, 1984, 1986, 1992, 1993 og 1995-6 fram mjög nákvćm skráning á gjóskulögum, í, yfir og undir mannvistarleifum. Fjöldi 14C aldursgreininga á sýnum frá Stöng og öđrum stöđum í Ţjorsárdal var gerđur í Kaupmannahöfn og Uppsölum, sem sýna ađ Stöng fór í eyđi á 13. öld, en ekki 1104. Niđurstöđur mikils meirihluta geislakolsgreininganna stađfestir vitnisburđ gjóskulaga og forngripa um ađ búseta hafi haldist í Ţjórsárdal fram á fyrsta fjórđung 13. aldar. Ţetta hafa ađrar rannsóknir (sjá einnig hér) stađfest síđar, og jafnvel ađ búseta hafi haldiđ fram undir aldamótin 1300.  

Tvćr greiningar á sýnum frá Stöng orka hins vegar tvímćlis. Birkikol fundin í fyllingarlagi á milli smiđju og kirkjurústarinnar á Stöng (sýnin tekin á Stöng áriđ 1986), sem greind voru í Uppsala áriđ 1991, sýndu aldursgreiningu (Ua-1428) á kolunum sem bent gćti til ţess ađ fyllingarlagiđ á milli rústanna sé frá ţví löngu fyrir hefđbundiđ landnám. Vandamáliđ er ađ Landnámslagiđ fynnst óhreyft undir skálarúst sem er undir smiđjurústinni, sem aftur er undir kirkjurústinni. Hár aldur greiningarinnar passar á engan hátt viđ afstöđu (stratigrafíu) gjóskulaga og Landnámslagiđ eins og ţađ finnst á Stöng í Ţjórsárdal. Ef núverandi aldurgreining ţess er rétt, (871±2 e.Kr.), ţá er aldursgreiningin frá Uppsölum á kolunum alvarlega gölluđ. Líklegasta skýringin er, ađ kolin (birkiđ) hafi veriđ úr gömlum viđi sem óx fyrir Landnám, sem hafi veriđ brenndur í landnámsskálunum, en hafi síđar borist í fyllingarlagiđ yfir smiđjunni ofan á skálanum, Ţegar viđ fornleifafrćđingarnir á Stöng gerđum okkur grein fyrir ţví áriđ 1993, ađ minnsta kosti ţrjú byggingarskeiđ vćru austan viđ skálann frá 12.-13. öld, sem í dag er yfirbyggđur og til sýnis á Stöng, sáum viđ fyrst ađ sýni ţađ sem sent hafđi veriđ var kannski ekki ţađ hentugasta til geislakolsaldursgreininga. Alls ekki var hćgt ađ útiloka ađ sýniđ hafi komiđ úr eldri lögum en ţví sem ţađ var tekiđ úr. Hér sést niđurstađa greiningarinnar á sýninu (Ua-1428) sem greint var i Uppsölum. Slíkt sýni er ekki hćgt ađ nota til ađ sýna fram á búsetu fólks fyrir viđtekna Landnámiđ um 870 e.Kr.

Ua-1428

Viđarkol, viđarkol frá fyllingarlagi milli kirkju og smiđju sem rannsakađar voru ađ hluta til árin 1886 og 1992-93 á Stöng í Ţjórsárdal.                    

                      Talningaraldur:

                      14C ár fyrir 1950 BP                                                   1205±50

                      Leiđréttur aldur e.Kr. :

                      viđ 2 stađalfrávik,  (2σ / 95,4% líkur), cal AD               684-962

Sama beiniđ - tvćr niđurstöđur 

Kýrbein eitt frá Stöng var aldursgreint í Kaupmannahöfn og í Uppsölum, ţar sem AMS 14C aldursgreiningarstofan fékk ekki ađ vita, ađ ég leitađist eftir samanburđi á niđurstöđum kolefnisaldursgreininga frá mismunandi rannsóknarsforum. Í Kaupmannahöfn fékk kýrbeiniđ (K-5366) aldursgreiningu sem leiđrétt viđ 2 stađalfrávik hljómar 1054-1287 e. Kr.  Sama beiniđ fékk  allt ađra aldursgreiningu í Uppsölum (Ua-1420), eđa 889-1022 e.Kr. 

Kindabein sem fannst í yngsta skálanum á Stöng var einnig greint í Uppsölun (Ua-1421) og reyndist fá enn hćrri aldursgreiningu en sýni Ua-1420, eđa 690-946 e. Kr. Mig dreymir ţó ekki um ađ halda ađ ţessar greiningar frá Uppsölum sé réttar, miđađ viđ allar hinar einkennulegu aldursgreiningarnar ţađan (sjá hér). Dýrabeinin sem notđuđ voru í sýnum Ua- 1420 og Ua-1421 fundust áriđ 1939 í rúst ţar sem einnig fundust kambar frá seinni hluta 12. aldar og leirkersbroti frá byrjun ţeirrar 13. Hvađ haldiđ ţiđ, lesendur góđir?  

Kambar af sömu gerđ og aldri og kambarnir frá Stöng fundust á 8. áratug síđusta aldar ađ Sámsstöđum í Ţjórsárdal. Brot úr ţeim voru greind í Uppsöllum og fengu aldursgreininguna 776-1016 e. Kr. viđ 2 stađalfrávik í međförum AMS 14C rannsóknarstofunnar í Uppsölum

Međ ađferđarfrćđi Páls, ţ.e. er ađ finna ţađ elsta međ mjög sértćku (selektívu) vali á upplýsingum, ćtti ég auđvitađ ađ nota aldursgreiningarnar afbrigđilegu frá Uppsölum. Samhengi aldurgreininganiđurstađna á sýnum frá Stöng sem greind hafa veriđ í Kaupmannahöfn er eđlilegt, en ţađ er alls ekki hćgt ađ segja um niđurstöđurnar sem fengust í Uppsölum.

Grimston framhliđ cca 1:1

kambur_stong_3
AMS sýni 1991 Ua-1420 b

Myndir af forngripup frá Stöng í Ţjórsárda: a) leirkersbroti frá Grimston á Englandi (byrjun 13. aldar) sem fannst á Stöng áriđ 1939, b) kambi af gerđ sem aldursgreind er međ vissu til seinni hluta 12. aldar, c) kýrbein sem rannsóknarstofa í Uppsölum aldursgreindi til 10-11. aldar en sem í Kaupmannahöfn var aldursgreint til  1054-1287 e. Kr.  Allt fannst ţetta í sömu rústinni og kýrbeiniđ var matur íbúanna í ţví. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Kambar Sámsstađir 3

 

Kambar frá Sámsstöđum í Ţjórsárdal, sem almennt er taliđ ađ séu frá síđari hluta 12. aldar. Ein aldursgreining frá AMS 14C greiningarstofunni í Uppsölum upplýsir/gefur miklu hćrri aldur. Sá hái aldur fćr ekki stađist miđađ viđ ađra vitneskju um kamba ţessa og gerđ ţeirra á Norđurlöndunum sem og á Bretlandseyjum. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Páll Theódórsson hefur ţví miđur notađ niđurstöđur á geislakolsmćlingum, sem ég hef fengiđ gerđar á efniviđ úr Ţjórsárdal, mjög ógagnrýniđ. Sér í lagi niđurstöđur á mannabeinum frá kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum. Hann nefnir rannsóknir mínar ekki á nafn í ritlingi sínum nú, líkt og hann hefur gert í greinum í t.d. Skírni, en menn geta menn lesiđ frekar um greiningarnar frá Ţjórsárdal og skođađ línurit í sérskýrslu Fornleifs um efniđ sem má finna hér

unniđ á öllum hćđum 2
Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1992

Lokaorđ 

Ađ lokum langar mig ađ taka fram, ađ ég ber mjög mikla virđingu fyrir hinum dagfarsprúđa og virđulega Páli Theodórssyni sem vísindamanni og persónu. Viđ ţekkjumst, ţótt sambandiđ hafi veriđ frekar lítiđ á síđustu árum. Viđ reyndum einu sinni ađ koma á laggirnar samnorrćnu verkefni um kolefnisaldursgreiningar og spurninguna um hvort landnám hefđi hafist fyrr en flestir telja og mestur samhljómur er um. Ţađ verkefni rann út í sandinn áđur en ţađ byrjađi, vegna samvinnuörđugleika eins ţátttakandans, dr. Margrétar Hermanns-Auđardóttur, sem var sá íslenskur fornleifafrćđingur sem fyrstur taldi sig hafa uppgötvađ  Landnám fyrir Landnámiđ. En persónulegar skođanir hennar áttu víst ađ gilda hćst í verkefninu og hún byrjađi ađ reka fólk úr verkefninu áđur en ţađ hófst, sem útilokađi vitaskuld frekara samstarf.

Páll hefur mikiđ kvartađ yfir ţví viđ mig, hve lítinn áhuga íslenskir fornleifafrćđingar hafa sýnt vinnu hans. Ţađ er miđur, en ég tel ađ ţađ komi m.a. til af einu. Flestir ţeirra vita afar lítiđ um kolefnisaldursgreiningar, ef dćma má út frá ţví hvernig ţeir birta ţćr, og velja ađ trúa á ákveđnar mćlingarniđurstöđur, en bara ekki ţćr háu mćlingarniđurstöđur sem Páll Theódórsson veltir fyrir sér. Almennt áhugaleysi íslenskra fornleifafrćđinga, nema ţá helst á endalausum uppgröftum og ađ komast í sjónvarpsfréttir međ veika Ínúíta og fílamenn, sé ég t.d. í ađ engir ţeirra hafa viljađ taka ţátt í umrćđum á fornleifabloggi mínu, ţótt nokkrir séu ţó farnir ađ vitna í bloggiđ.

Páll Theodórsson
Páll Theódórsson ca 3 m. yfir sjávarmáli ađ tukta íslenska fornleifafrćđinga til í Kiljunni

Annađ vandamáliđ međ umrćđuna um Landnámiđ fyrir Landnámiđ er, ađ mínu mati, ađ Páll Theodórsson hefur ekki alltaf sett sig nćgilega vel inn í ţađ sem fornleifafrćđin hefur upp á ađ bjóđa, og stundum er ţađ vegna lélegrar framsetningar fornleifafrćđinganna. Ţađ ber dálítiđ á lítilsvirđingu međal sumra íslenskra sagnfrćđinga á fornleifsafrćđinni, svo ekki sé talađ um jarđfrćđinga. Fornleifrćđingarnir og jarđfrćđingarnir virđa aftur á móti margir Pál ađ vettugi, međal annars vegna ţess ađ ţeir leggja trúnađ á fólk viđ Háskóla Íslands, sem ekki hefur líkađ ţađ sem Páll var ađ gera á sviđi aldurgreiningamála. Ţađ er alltaf svo mikil skálmöld og skítasamkeppni í raunvísindunum á Íslandi, líklega vegna hins eilífa fjárskorts.

Viđ sem höfum áhuga á Landnáminu og á ţví ađ svar ósvöruđum spurningum í tengslum viđ ţađ, verđum ađ halda ţing um ţetta endalausa "Landnámsvandamál", og setja niđur vinnuhóp til ađ leysa spurninguna um Landnámstímann eitt skipti fyrir öll, og ţađ ţótt Fornleifastofnun Íslands telji sig hafa höndlađ sannleikann. Ég býđ mig hér međ fram og vona ađ Páll vilji vera međ. Heyri ég einnig gjarnan frá áhugasömum fornleifafrćđingum. Svo er ekki til setunnar bođiđ međ ađ hefja rannsóknarverkefni til ađ fara í saumana á ţví sem hefur veriđ ađ gerjast í Landnámsfrćđunum. Ţađ hljóta ađ fást peningar í slíkt verkefni. 

Menn verđa svo ađ muna, ađ geislakolsaldursgreining eu hlutlćg (realtív) ađferđ, engu síđur en hefđbundnar aldurgreiningar í fornleifafrćđinni. Hún er ađferđ sem međ tímanum hefur sýnt sig ađ vera ekki eins örugg og menn töldu í upphafi. Ţađ á einnig viđ um gjóskulagafrćđina, sem er hlutlćgasta aldursgreiningarađferđ sem sögur fara af, ţótt sumir íslenski jarđfrćđingar hafi kallađ hana "alsólúta" aldursgreiningarađferđ. Ískjarnatímataliđ er einnig hlutlćg ađferđ og danskir sérfrćđingar kalla nú einnig á varúđ viđ (of)túlkun ţeirra.

Menn eru í öllum aldursgreiningarađferđum ađ miđa hlutina viđ ađra vitneskju, sem stundum er fengin međ enn ađra viđmiđun sem menn gleyma ađ athuga niđur í kjölinn. Á stundum fara menn í hring í röksemdafćrslunni og fara ţví ađ trúa öllu eins og heilögum sannleika. Menn eiga einnig ađ varast, ađ trúa öllu ţví sem úr tćkjum kemur. Ţví eru einstaka aldursgreiningar einskir verđar, ef ţćr eru ekki hluti af röđ geislakolsgreininga sem eru gerđar á sýnum sem eru úr innbyrđis tengdum mannvistar- eđa jarđlögum.

Ítarefni: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2013. Innlegg í umrćđuna um "Landámiđ fyrir Landnámiđ". Rit Fornleifs (Stćrstur hluti ţessarar fćrslu er texti úr ţeirri skýrslu, međ smávćgilegum viđbótum).

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrísbrú er í Mosfellssveit.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráđ) 15.5.2013 kl. 23:18

2 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Fornleifur!

Góđ grein hjá ţér ađ vanda! Mér sýnist viđ vera á sömu línu hér, frćđimađurinn ţú og fúskarinn ég!

Frásögn Ara af Pöpum er mjög ósannfćrandi eins og svo margt annađ hjá honum. Hann er međ tvćr frásagnir af landnámi og sú síđari, landnánm Grćnlands, er miklu trúverđugri enda skilst mér fornleifafrćđingar vera sammála ţví ađ Grćnland hafi veriđ mannlaust viđ 1000 (nema kannski nyrst) en ummerki eftir minnst tvćr búsetubylgjur eldri séu/hafi veriđ sýnilegar.

Ćtli Ari hafi ekki notađ frásögnina af landnámi Grćnlands sem fyrirmynd ađ landnámi Íslands, međ hina dularfullu fyrri innbyggjendur sem enginn sá! Jafnvel gćti veriđ ađ hann hafi heyrt af frásögnum frá "landnámi" norrćnna manna á eyjum viđ Bretlandseyjar, ţar em Papar gćtu vel hafa veriđ og flúiđ undan.

Persónulega finnst mér ekkert ólíklegt ađ einhverjir veiđimenn frá norđanverđum Bretlandseyjum hafi veriđ hér um miđja 9. öld, og ađ sumir ţeirra hafi veriđ keltneskir (ţótt ađrir hafi eflaust veriđ norrćnir). Vestmannaeyjar er besta verstöđ Íslands, af hverju kemur hvergi fram í landnámsfrásögnum ađ ţar hafi landnám hafist? Af hverju er horft á Reykjavík sem landnám - góđ verstöđ einnig, en ekki sú fyrsta sem hefđi orđiđ fyrir valinu.

Ágćtis skýring er ađ annar hópur manna, "Vestmenn", hafi veriđ búnir ađ helga sér Vestmannaeyjar áđur en forverar hins eiginlega landnáms setjast ađ í Reykjavík. Síđarnefndi hópurinn hafi síđan hrakiđ "Vestmenn" burtu, eđa innlimađ ţá. Kannski voru, á tíma Ara, enn voldugar ćttir í norđanveđum Bretlandseyjum sem gerđu tilkall til Vestmannaeyja eđa Íslands? Um ađ gera ađ skrifa söguna ţannig ađ tilkall ţeirra verđi ađ engu haft!

En ţetta er auđvitađ bara hugarflug. Mikiđ vildi ég ađ fornleifafrćđingar á Íslandi gerđu meira af ţví ađ kynna hugmyndir sínar og niđurstöđru opinberlega (eins og ţú gerir) í stađ ţess ađ eyđa allri orku í innbyrđis kýting.

Annars fann ég nýlega mikiđ af áhugaverđum upplýsingum um uppgröft viđ Mosfell á síđasta áratug, ţar virđist vera vel unniđ ađ kynningu og útbreiđslu upplýsinga!

Brynjólfur Ţorvarđsson, 16.5.2013 kl. 06:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Er ţetta allt saman ekki bara stađfesting á ţví sem kerlingin sagđi: „Allir menn eru komnir af öpum nema Íslendingar.

Ţeir eru komnir af Norđmönnum.“

Vilhjálmur Eyţórsson, 17.5.2013 kl. 00:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband