Ţegar Danmörk varđ hluti af Stórţýskalandi

Map from Zwangsarbeit2
 

Í ársgamalli bók sem ég keypti í Berlín um daginn, fann ég fljótlega ljóta villu sem ég trúi vart öđru en ađ Danir eigi erfitt međ ađ kyngja. Ţessi annars ágćta bók fjallar um fyrirbćri sem Ţjóđverjar hafa međal annars orđiđ ţekktir fyrir ađ hneppa ţjóđir í. Ţađ er Zwangsarbeit, eđa nauđungarvinna.

Bókin gefur gott yfirlit yfir ţćr hörmungar sem fólk í ýmis konar nauđungarvinnu ţurfti ađ ţola á tímum nasista. Í bókinni er einnig kort sem sýnir stjórnfyrirkomulag í Evrópu í síđara stríđi. Á ţví er búiđ ađ gera  Danmörku ađ hluta Stórţýskalands. Ég er búinn ađ setja gula ör inn á kortiđ sem bendir á ţetta.

Zwang

Hlýtur ţetta ekki ađ vera fljótfćrnisvilla? Kannski ekki. Kannski taka ţýskir höfundar bókarinnar miđ af nýjum straumum í danskri söguskođun. Ný kynslóđ danskra sagnfrćđinga međ Bo Lidegaard fremstan í flokki, telur ađ samvinnupólitík (Samarbejdspolitik) Dana í stríđinu, sem sumir kalla frekar Kollaborationspolitik, eđa međreiđarpólitík, hafi veriđ hin mesta blessun fyrir Dani. Danir voru í raun hluti af Stórţýskalandi, ţó ţeir vćru ţađ ekki á pappírnum.

Nýlega var tilkynnt um vćntanlega útgáfu á bók Lidegaards um björgun Danskra gyđinga til Svíţjóđar áriđ 1943, sem koma á út međ haustinu. Lidegaard telur og hefur ţegar haldiđ fram, m.a. međ ţví ađ útiloka skođanir fjölda höfunda úr bókum sínum, ađ samvinnupólitík Dana hafi bjargađ dönskum gyđingum. Ţađ er náttúrulega hrein della (sjá hér). Samvinnupólitík Dana viđ Ţjóđverja varđ einmitt til ţess ađ Danir gátu sent gyđinga úr landi á árunum 1940-43. Flest ţađ fólk, ţar á međal börn, voru myrt í útrýminga- og fangabúđum nasista. Um Ţađ má međal annars lesa um í bók minni Medaljens Bagside.

Carol Janeway, talskona bókaútgáfu ţeirrar sem gefa mun út bók Lidegaards í Bandaríkjunum, hefur látiđ hafa ţađ eftir sér ađ ef Hollendingar og Frakkar hefđu stýrt sér gegnum stríđiđ eins og  Danir, hefđi stríđiđ ekki veriđ veriđ nándar nćrri eins biturt og raun bar vitni (sjá hér). Allir áttu samkvćmt slíkri skođun ađ stunda "sölu" á landbúnađaafurđum til ţýska hersins, svo hann gćti drepiđ fleiri. Ţessi kolruglađa kona ţýddi eitt sinni úr ţýsku og gaf út endurminningar Svisslendings, sem skrifađi um raunir sínar á barnsaldri í gettóinu í Vilna (Vilnius) og í Auschwitz. Sá sagđist hafa heitiđ Binjamin Wilkomirski. Kauđi var reyndar bara fjallaniđursetningur úr Sviss, en Kanar gleyptu auđvitađ söguna, ţangađ til ađ svik komu upp um síđir og nú er bókin systurrit dagbóka Hitlers.

Ţađ fer líklega vel á ţví ađ ţýđandi "Wilkomirskis" sé útgáfustjóri á nýrri söguhreinsun Bo Lidegaards, sem nú starfar sem ritstjóri danska dagblađsins Politiken.

Zwangsarbeit3

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Takk fyrir góđa hugvekju. Viđ megum aldrei gleyma ţeirri hryggđarmynd mannsandans sem viđhorf hćgri sósíalisma skópu í veraldarsögunni fyrir ađeins mannsaldri.

Yngri kynslóđin veit varla hvađ ţarna var á ferđinni í dag og samtími okkar virđist ađ mestu hafa gleymt hve dýrmćtt ţađ frelsi er sem mótspyrnumenn Hitlers börđust fyrir međ Churchill í fararbroddi.

Sá síđast nefndi lét síđar ţau orđ falla „ađ sigra stríđiđ var auđvelt, ađ sannfćra fólk um ađ berjast var erfitt“.

Hugvekjur andans hafa alltaf veriđ barátta í gegnum aldirnar.

Guđjón E. Hreinberg, 27.5.2013 kl. 10:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverđ grein. Ţvílíkur kjáni ţessi Lidegaard (virđist mér). En ég ćtlađi ađ senda ţér bloggorđsendingu í stjórnborđiđ, en er ţá víst ekki á vinalistanum hjá ţér ... lengur! Orđsendingin er bara um 2 ásláttarvillur (set hér inn ţađ, sem vantađi, međ hástöfum): ... hefđi stríđiđ veriđ veriđ nánda nćrri eins biturt og raun bar vitni ----> hefđi stríđiđ EKKI veriđ nándaR nćrri eins biturt og raun bar vitni ...

Jón Valur Jensson, 27.5.2013 kl. 19:03

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér Jón Valur.  Gott er hafa reynda prófarkalesara eins og ţig ađ. Ţarna stóđ líka bíturt. Ég var víst ţreyttur eftir langan túr frá Berlín í nótt og ađ flýta mér í morgun og hef ekkert skođađ ţetta síđan. Svo sá ég ágćta grein eftir ţig um jarđneskar leifar Pétur konung Júgóslavíu, sem nú hafa veriđ fluttar frá BNA til Serbíu, konungsinnum ţar syđra til mikillar ánćgju. Hvađ ćtli standi til? Vilja ţeir bćđi € og kóng?

Varstu nokkru sinni vinur Fornleifs? Engum hefur veriđ hafnađ af ţeim gamla, og engum kastađ út enn sem komiđ er. En nú hefur ţú veriđ tekinn í vina tölu, og hagađu ţér nú vel.

Kveđja

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

einkaritari hans hátignar Fornleifs Fornleifssonar

FORNLEIFUR, 27.5.2013 kl. 20:02

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Mikiđ satt Guđjón, ţađ verđur víst ađ tyggja og tönnlast vel á sögunni svo vitleysan endurtaki sig ekki. Ţađ vonda gleymist furđufljótt.

Hugvekjur andans hafa alltaf veriđ barátta í gegnum aldirnar er góđ setning!

FORNLEIFUR, 27.5.2013 kl. 20:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband