Brünhilde hjá Leynifélaginu hitti Adolf

9057

 

Þetta hljómar eins og eitthvað plott úr 3. ríkinu, en er samt meinasaklaust og fræðandi. Útvarpskonan Brynhildur, með tilgerðalega rödd sem börn virðast skilja, fer í fornleifaleik við fornleifafræðinginn Adolf, sem reynir af bestu getu að tala til krakkanna. Þetta er Leynifélagið á RÚV. Myndin er af Adolf.

Hlustið á þáttinn og lærið meira um fornleifafræði, um að keyra hjólbörur í rigningu, að leika sér í sandkassa og að finna "alls konar dót" í gröfum. Í þættinum finnur Adolf nagla með ró og finnur fram "stóra dýrið" úr óáföllnu silfri. Afar fróðlegur leikþáttur, en ætli Adolf hafi fengið leyfi til að grafa fyrir Leynifélagið? Brynja Björk verður örugglega ekki hress með þessa skýrslu.

Auf Wiedersehen, krakkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Langt síða ég hef hlustað á barnatímann.

Rauða Ljónið, 4.6.2013 kl. 11:05

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er miklu meiri gæði í þáttunum en þegar ég var að alast upp. Aldrei var rætt við Þór Magnússon í barnatíma.

FORNLEIFUR, 4.6.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband