Fćr Páll engin svör?

Páll Theodórsson

Útvarpsţátturinn Spegilinn hefur fengiđ til sín í heimsókn Pál Theódórsson eđlisfrćđing og Orra Vésteinsson prófessor til ađ rćđa hiđ endalausa umrćđuefni landnámiđ

Enn og aftur heldur Páll ţví fram, ađ tilgátum sínum um landnám löngu fyrir ca. 870 sé ekki svarađ. Ţessu er til dćmis haldiđ fram í kynningu á viđtölunum í Speglinum viđ Pál og Orra:

"En Páll fćr ekki svar. Ađ minnsta kosti fćr hann ekki skrifleg, rökstudd svör."

" Fornleifafrćđingar hafa fáu svarađ Páli ţegar hann hefur bent á viđarkolamćlingar sínar..."

Vera má ađ sumum kollega minna ţyki ástćđa til ađ hundsa Páls. En Páll hefur ekki rétt fyrir sér, eđa ađ rangt er eftir Páli haft, er ţví er haldiđ fram ađ Páll hafi engin svör fengiđ. Ég er fornleifafrćđingur međ doktorspróf í fornleifafrćđi en ekki í sagnfrćđi eins og Orri Vésteinsson, og hef hef svarađ Páli opinberlega á ţessu bloggi sem og í ţessari greinargerđ, t.d. um hvađ mér finnst um ađ hann sé vinsa út úr útgáfum manna niđurstöđur sem honum ţykja henta viđ tilgátu sína um "landnám fyrir landnámiđ", en láta annarra niđurstađa úr sömu aldursgreiningaröđum ekki getiđ. Selektív vinnubrögđ sem slík eru ávallt vítaverđ og ég hélt satt ađ segja ađ slíkt vćri ekki stundađ í raungreinum.

Innlegg 2
 
Hér getur Páll og ađrir lesiđ innlegg mitt í umrćđuna um landnámiđ fyrir landnám.

 

Páll hefur, svo dćmi séu tekin, notađ óeđlilega háar niđurstöđur sem komu úr geislakolsaldurgreiningum á beinum í Ţjórsárdal til stuđnings tilgátu sinni um búsetu löngu fyrir landnámiđ sem flestir telja ađ hafi byrjađ ađ mestu um eđa eftir 870 e. Kr. Hinar háu niđurstöđurnar komu frá AMS-kolefnisrannsóknarrannsóknarstofu í Uppsölum. Sýni úr sömu dýra- og mannabeinunum, sem voru greind í Uppsölum, og gáfu aldursgreiningar löngu fyrir landnám á síđara hluta 9. aldar, voru einnig send til kolefnisaldursgreiningarstofunnar á Ţjóđminjasafni Dana.

Ég sendi ţannig tveimur aldursgreiningarstofum sýni úr sömu einstaklingunum án ţess ađ ég léti stofurnar vita um ţessa tvígreiningu. Greiningarnar á sýnunum í Kaupmannahöfn, sem ég hef fyrir löngu birt međ greiningunum frá Uppsölum, sýndu á stundum allt annan aldur en sumar greiningar AMS-stofunnar í Uppsölum gerđu. Greiningarnar í Kaupmannahöfn voru í flestum tilvikum í samrćmi og samhengi viđ afstöđu mannvistarlaga og aldur annarra leifa í Ţjórsárdal, ţar sem engar búsetuleifar hafa fundist undir Landnámslagi. Sumar AMS-greiningarnar í Uppsölum voru hins vegar gersamlega út í hött, en ţćr virđast henta tilgátum Páls. Ađrar greiningar frá Uppsölum voru í samrćmi viđ greiningar sem gerđar voru í Kaupmannahöfn. Hins vegar voru bein, sem greind voru í Kaupmannahöfn til 11. aldar, greind til 7. aldar í Uppsölum.

Hver er konan
Glađleg kona leggst međ beinum sem rannsökuđ voru á Skeljastöđum í Ţjórsárdal síđla sumars 1939. Beinin viđ hliđina á henni eru ekki frá ţví fyrir 870. Eins og grafiđ var á Skeljastöđum myndi ekki koma á óvart ađ beinum úr sumum grafanna hefđi veriđ blandađ saman. Meira um ţađ síđar.

 

Ađrir fornleifafrćđingar og sérfrćđingar en ég (sjá bls. 7) hafa einnig fengiđ ađ senda sýni af mannabeinum úr Skeljastađakirkjugarđi til AMS-greininga og niđurstöđur ţeirra sýna án nokkurs vafa, ađ eitthvađ gćti hugsanlega hafa veriđ ađ í greiningunum á AMS-stofunni í Uppsölum, ţegar ég fékk gerđar aldursgreiningar ţar sem sýndu niđurstöđu sem ekki stemmdu viđ niđurstöđur greiningar á sömu einstaklingunum sem fóru fram í Kaupmannahöfn. Viti menn, ţeir sem nýlega fengu greind mannabeinin úr Skeljastađakirkjugarđi máttu sannreyna ţađ ađ ég hafđi rétt fyrir mér um endalok búsetu í Ţjórsárdal, og ađ Prófessor Sigurđur Ţórarinsson óđ í villu er hann hélt ţví fram ađ henni hefđi lokiđ áriđ 1104. Í fjölda ára lá ég undir svínslegum dylgjum sumra kollega minna og íslenskra jarđfrćđinga fyrir ađ leyfa mér ađ halda öđru fram en jarđfrćđiguđinn Sigurđur Ţórarinsson.

Hvađa halda menn ađ sé ađ? Páll segir ađ ekkert sé ađ og tekur háar niđurstöđur í Uppsölum fram yfir hefđbundnu geislakolsgreininguna frá Kaupmannahöfn, ţó svo ađ Páll hafi manna mest sjálfur haldiđ ţví fram ađ hefđbundnar kolefnisaldursgreiningar međ langan talningartíma séu miklu nákvćmari og áreiđanlegri lausn á aldursgreiningarvandmáli eins og tímasetning elstu búsetu á Íslandi en AMS-greiningar eru.

Hugvísindamenn ţora varla ađ segja ađ ađferđafrćđi og tćki raunvísindamanna séu ţess leg ađ bila, eđa ađ ţađ séu menn á bak viđ tćkin og hreinsun sýna, sem geti feilađ. Eins og kunnugt er er mannlegt ađ gera mistök. Ţađ er góđ regla fyrir fornleifafrćđinga ađ gera sér grein fyrir ţví ađ mćlitćki og menn sem vinna viđ ţau séu ekki ađgangurinn ađ hinum heilaga sanneika. 

Jú, Páli hefur svo sem veriđ svarađ. Hann er ekki einn í heiminum, og ţví ástćđulaust fyrir ţáttagerđamenn Spegilsins ađ ljúga ţví er ţeir segja fornleifafrćđinga hafa ekki svarađ Páli. Lygar og sannleikshliđranir teljast hins vegar til gamallar hefđar á RÚV og er bćđi hćgt ađ mćla ţađ međ einföldum tćkjum međ ţví ađ hlusta og horfa á viđtćki sín og um leiđ ađ vera nokkurn veginn gagnrýninn.

confidentiality-ad
Sumar rannsóknarstofur, eins og BETA, sem íslenskir fornleifafrćđingar hafa mikiđ notađ, bjóđa upp á ţagnarskyldu og ađra einkennilega ţjónustu. Ţetta er auglýsing frá BETA. Ekki sérlega traustvekjandi. Ţađ eru ekki ófáar niđurstöđurnar frá BETA sem hafa sýnt landnám fyrir landnámiđ. Kannski eru fleiri faldar. Kolefnisaldursgreiningarstofur hafa veriđ í samkeppni og ţađ ríkir mikil tortryggni á milli ţeirra og enn er ekki skipulögđ útgáfa á öllum aldursgreiningum í heiminum. Menn geta ekki rćtt ţann möguleika ađ rannsóknarstofur og aldursgreiningarađferđin séu hinir "ófullkomnu" ţćttir í ţví ferli sem kolefnisaldursgreining er.

 

Páll og gömul veggjarbrot

Páli er einnig tíđrćtt um veggjabrot í Kvosinni í Reykjavík og í Húshólma í Krýsuvík, sem hann telur ađ sýni landnám fyrir landnám. Ég hef áđur greint frá túlkunarörđugleikum viđ aldursgreiningu veggjarbrotsins í Kvosinni. Ţar orkar margt tvímćlis og engin sönnun liggur fyrir ţví ađ ţar sé hús frá ţví fyrir landnám. Ţađ eru heldur engin haldbćr rök fyrir ţví ađ veggurinn eđa garđlagiđ í Húshólma sé frá ţví fyrir landnám. Lítum á rökstuđninginn hjá Páli. 

Ţetta segir Páll um veggjarbrotiđ í Húshólma:

Ég segi fyrst frá garđi í Húshólmum viđ Krýsuvík til ađ sýna hversu litla athygli vísbendingar um eldra landnám hafa fengiđ. Hár aldur garđsins kom í ljós fyrir 23 árum í rannsókn sem sjaldan er rćdd og ekki hefur veriđ fylgt eftir ţótt stađurinn liggi nánast viđ túnfót höfuđstöđva íslenskra fornleifarannsókna. Jarđfrćđingarnir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson (1988) rannsökuđu Ögmundarhraun á Reykjanesi, skammt frá Krýsuvík, sem rann um AD 1170. Ţeir grófu ţversniđ gegnum ţennan vel varđveitta torfgarđ í Húshólmum (Mynd 1). Landnámsaska var hvorki í né undir torfi garđsins. Neđst í pćlunni, ţar sem torf var tekiđ, var hinsvegar dreif af Landnámsösku. Ţessi garđur, ađ öllum líkindum túngarđur, var augljóslega hlađinn fyrir AD 870, líklega skömmu fyrr ađ áliti jarđfrćđinganna. Hversu langur tími leiđ frá ţví landnámsmađurinn settist ađ í Krýsuvík ţar til bústofn hans var orđinn ţađ stór ađ nauđsynlegt var ađ verja túniđ međ hlöđnum garđi? 

Húshólmi

Eins og Páll segir, fannst engin landnámsaska í veggjarbrotinu og eđa viđ ţađ. Ţví er ekki hćgt ađ aldursgreina upphaf veggjarins međ fornleifafrćđilegum eđa jarđfrćđilegum ađferđum til tíma sem liggur fyrir aldur landnámsgjóskunnar (sem í dag er aldursgreind til 870). Ljósmynd af ţessum mikla sönnunargagni Páls hefđi veriđ lágmarksskilyrđi til ađ sýna ţetta betur, og sömuleiđis ljósmynd af einhverri pćlu, ţar sem torfiđ hefur veriđ "tekiđ" og ţar sem sé dreif af landnámsösku. Engin ljósmynd, teikning eđa sönnun er fyrir landnámslaginu "pćlunni" er ţví til. Gaman hefđi veriđ ađ vita úr hvađa efni (hvers konar torfi) ţessi ágćti veggur var reistur, ţví mig grunar ađ skilningur Páls á byggingu torfveggja sé sá ađ menn hafi veriđ međ eitthvađ sem líktist rúllutorfi međ grassvörđ eins og ţann sem menn setja á fótboltavelli og garđa í dag í stađ ţess ađ sá grasfrćjum. Heldur hann ađ slíkt torf hafi veriđ "pćlt upp" ţar sem hann talar um "pćlu". Hefur Páll gert sér grein fyrir ţví ađ torfstrengur í veggi var skorinn og helst í mýri, en ekki "tekinn" eđa pćldur upp. 

Ţađ er ţví engin sönnun fyrir landnámi fyrir "hefđbundiđ landnám" í ţeirri sniđteikningu sem Páll sýnir okkur. Önnur rök hans eru ekki haldbćr. Gott vćri ađ fá ađeins betri skýringar á "pćlu" Páls áđur en athugun jarđfrćđinga er notuđ sem heimild um byggđ á Íslandi fyrir ţann tíma sem öđrum heimildum ber saman um. Svör óskast hér á blogginu í rituđu máli. Páll verđur ađ kynna sér ađferđafrćđi fornleifafrćđinga betur, áđur en hann krefst ţess ađ viđ föllum flöt fyrir tilgátum hans sem greinilega byggja nú orđiđ á óskhyggju og selektívum vinnubrögđum eins og t.d. vali á ţví sem ţykir henta best úr Ţjórsárdal. Notkun hans á sýnum sem ég hef fengiđ gerđ á leifum úr Ţjórsárdal eru ţví miđur gagnrýnisverđ.

Mér er nćst ađ halda, ađ ţetta veggjarbrot í Húshólma sé frá 11. öld miđađ viđ gjóskulagiđ sem falliđ hefur ađ ţví. Ef veggurinn hefur veriđ frá ţví fyrir 870 er furđulegt ađ hann hafi ekki veriđ meira fallinn um 1225.

Mér ţykir virđingarvert ađ Páll sé aldrađur ađ vinna ađ sínum áhugamálum. Páll er ađ mínu mati góđur vísindamađur og hefur lengi sýnt vandvirkni og gagnrýni og spurningargleđi sem margir mćttu lćra sitthvađ af. Hann er virtur međal kollega sinna erlendis. En í síđustu greinum sínum finnst mér Páll hafa slakađ lítillega á og gerst "íslenskur" í vinnubrögđum. Hann er farinn ađ halda sumu fram sem heilögum sannleika. Satt er ađ á Íslandi er gamall siđur á međal "menntamanna" ađ láta rök annarra sem vind um eyru ţjóta og jafnvel ađ ţegja menn í hel, og eru sumir íslenskir fornleifafrćđingar örugglega ekki betri en ađrir í ţeim ljóta siđ. Ţeir mega taka til sín ţá gagnrýni sem svíđur undan henni, en ég er búinn ađ svara Páli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En hefur Páll svarađ ţér? ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 23:19

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, Páll er enn ekki búinn ađ svara.

FORNLEIFUR, 7.10.2013 kl. 09:26

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru ekki gerđar aldursgreiningar á íslandi. Ég hefđi haldiđ ađ ţađ ţyrfti ađ gera minnst ţrjár prufur á sama hlutnum.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 09:53

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég á viđ frekar en ađ senda sýni ut um allt ađ senda mörg á einn stađ.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 10:40

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Valdimar, stundum leyfir sýnisstćrđ ekki nema eina greiningu. AMS greiningar er hćgt ađ gera margar af sama sýninu, ef leyfi fćst fyrir slíku. Ţetta eru líka frekar dýrar rannsóknir, og kostnađur setur strik í reikninginn. En best er ađ bera saman niđurstöđur mismunandi stofa sem starfa á nokkurra tengsla. Ţađ gefur ađ mínu mati bestu niđurstöđuna og möguleikann ađ uppgötva "feilnótur" ef ţćr eru til stađar, ţegar sama sýniđ (einstaklingurinn) eru greint (er greindur) á mismunandi stöđum. 

Ég veit ekki hvort rannsóknir Páls séu komnar á ţađ stig ađ hann hafi enn hćtt sér út í aldursgreiningar, en ég hef hvorki heyrt af ţví né séđ slíkt birt. 

Vitaskuld vćri gott ef sama sýniđ vćri klofiđ í ţrjá hluta og kolefnisaldursgreint ţrisvar eđa á ţremur mismunandi stofum, en slíkt heyrir mest til undantekninga í fornleifarannsóknum.

FORNLEIFUR, 7.10.2013 kl. 10:56

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka fyrir ţetta. Ég var líka ađ velta fyrir mér ţegar sements sýni úr Newport Tower RI sem voru aldursgreind ađ Dönum á sínum tíma ţá komu ţrjú eđa fjögur ártöl upp úr einu sýni, eitt var um 1400 og hin hćrri. Hversvegna er ţađ svo. Ég veit međ radio bylgjur ţá getur tíđnissviđ hitt ađ samsvarandi yfir skalan. 

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 11:31

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mjög gott rit Páls Theodórssonar um

Kolefni-14 aldursgreiningar í íslenskri fornleifafrćđi   RH-02-2012

Ágúst H Bjarnason, 7.10.2013 kl. 12:50

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hér ríkir römm forneskjan ein, ofar hverri kröfu!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.10.2013 kl. 13:05

9 identicon

Torfveggir síga og aflagast nokkuđ fljótt, ţađ hlýtur ađ hafa ţurft stanslaust viđhald á ţeim til ţess ađ ţeir vćru fjárheldir, annars ţjónuđu ţeir litlum tilgangi.

Er ekki líklegt ađ menn hafi ţurft ađ umbylta stórum hlutum af ţessu veggjum og bera í ţá nýtt efni, nokkrum sinnum á öld? Ţađ gćti mjög auđveldlega raskađ öskulögum sem hefđu falliđ á hann. Ef ţverskurđarathugun á veggnum er síđan tekin á stađ ţar sem mikiđ viđhald hafđi fariđ fram ţá er ekki sjálfgefiđ ađ menn sjái neitt öskulag eftir blöndun jarđvegs og tilfćringar.

Fól ţessi athugun á veggnum í sér ţverskurđ á mörgum stöđum eđa bara einum?

Ţorgeir Ragnarsson (IP-tala skráđ) 7.10.2013 kl. 13:16

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sem strákur í sveit norđur í V Hún ţá var veriđ ađ endurbćta torfveggi á hverju hausti. Stundum var skipt um heila hliđ og eđa bćtti í ţar sem sigiđ var en ţađ fór líka eftir ţví hvernig og hve mikiđ var af steinum var í hleđslunum.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 15:33

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Veggur eins og sá sem viđ sjá í Húshólma getur ekki hafa veriđ gamall ţegar gjóskan frá 1225 lagđist yfir hann.

Valdimar, gott ađ fá ţessa upplýsingu frá manni sem hefur unniđ viđ veggjahleđslu.

Sigurđr vert ţú ekki međ neitt nýmóđins kjaftćđi hér. Forneskjan er góđ. Ţú ćtlar kannski ađ fara ađ tala illa um land og ţjóđ?

Ţakka ţér Ágúst H. Bjarnason. Ég átti ţessa greinargerđ í tölvunni og eins allar ađrar greinar Páls eftir ađ hann taldi víst ađ landnám hefđi hafist töluvert fyrr en hingađ til hefur veriđ haldiđ. Ef til vill mun Páll reynast hafa rétt fyrir sér, en nú talar einfaldlega meira á móti ţví en ţađ sem sýnir fram á hina snemmbúnu búsetu, sem ég tel ađ sé ekki neitt.

Valdimar, Johannes Hertz, sem eitt sinn vann á Ţjóđminjasafni Dana og var arkitekt, og frekar lítilmótlegur frćđimađur í fornleifafrćđinni, skrifađi eitt sinn um niđurstöđur á rannsóknum á Newport Myllunni í Nationalmuseets Arbejdsmark (ca. 1995). Ef háar greiningar hafa fengist, er ţađ líklega vegna ţess ađ greindar hafa veriđ skeljar í steypunni. Skeljar teljast ekki hentugar til nákvćmra aldursgreininga

FORNLEIFUR, 7.10.2013 kl. 16:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband