Tannpína á laugardegi

nikolin.jpg

Í bráđskemmtilegu bréfi Benedikts Gröndals til Ţorsteins Jónssonar lćknis í Vestmannaeyjum áriđ 1895, sem birtist í Óđni áriđ 1919 má lesa ofanstćđa klausu um Nikolin nokkurn sem stundađi "tannlćkningar" á Íslandi á tímabilinu 1887-1895.

Nikolin var ekki mađur sem Gröndal syrgđi, en ekki höfđu allir eins slćman bifur á ţessum manni og Gröndal. Var ţessi tannsi aldrei öđruvísi nefndur á nafn en Nikolin, sem líkast til hefur veriđ eftirnafn hans. Auglýsti hann "ţjónustu" sína í tímaritum og ţar kemur fram ađ hann hafi stundađ tannatog úr fátćklingum á ţriđjudögum, fimmtudögum og laugadögum milli kl. 10 og 12.

_burns_archive_american_dentist_11.jpg
Ekki er ţetta Gröndal í stólnum hjá Nikolin, en svona gćti Nikolin hafa boriđ sig ađ er hann dró tennur úr Íslendingum, ţegar hann var ekki á fylleríi međ Gröndal.

 

nikolin2.jpg

Ég býst viđ ţví ađ verđlagi hafi annađ hvort veriđ stillt í hóf fyrir fátćklingana (sem í dag vćri ólíkleg góđverk á međal tannlćkna), eđa ađ Nikolin hafi veitt ómögum og fátćkralimum verri ţjónustu en ţeim efnameiri. Oft var ţađ ţó svo, ađ fátćkir voru međ betri tennur en ţeir sem endalaust sugu brjóstsykur, kandís og sykurmola. En ţađ ţótti fínt ađ láta draga úr sér tennurnar á tímabili, eđa öllu heldur ađ fá nýjar mublur á góminn. Sumir fátćklingar gera eins og kunnugt er allt til ađ fylgja tískustraumum.

Svo mikill ţjóđţurftarmađur taldist ţessi Nikolin vera hjá ţjóđ kvalinni af tannverkjum, ađ hann var settur á fjárlög. Í 17. tölublađi Norđurljóssins áriđ 1891, ţar sem greint er frá fjárlögum ţess og nćsta árs er undir Ađrar Styrkveitingar taldir upp ţeir frćđimenn og sérfrćđingar sem ekki gátu flokkast međ ađalverkefnum sem fjármögnuđ voru af hinu opinbera: Adjunkt Ţorvaldi Thoroddsen veittar 1000 kr. hvort áriđ til jarđfrćđisrannsókna í Skaptafellssýslu m. m. Hannesi Ţorsteinssyni cand. theol. 600 kr. hvort áriđ til ađ koma skipulagi á landsskjalasaftniđ o. s. frv. Nikolin tannlćkni 500 kr. hvort áriđ til ađ halda áfram tannlćkningum her á landi. Birni Ólafssyni augnlćkni á Akranesi sömuleiđis 500 kr. hvort áriđ til ađ halda hér áfram augnalćkningum. Halldóri Briem 300 kr. fyrra áriđ til ađ gefa út kennslubók i ţykkvamálsfrćđi (sem á frćđimáli kallast stereometri).

Líklega finnast svör viđ ţví hverra mann Nikolin var, eđa hvađan hann kom, í ritgerđ Lýđs Björnssonar um tannlćkningar fyrr á öldum sem birtist fyrir löngu í Tannlćknatali. Enginn getur álasađ mig fyrir ađ hafa ekki keypt ćviskrár tannlćkna, miđađ viđ hvađ ég hef bćtt efnahag margra tannlćkna. Ég vil helst ekki af ţessari stétt vita. En samt ţćtti mér vćnt um ef einhver gćti upplýst mig frekar um Nikolin ţennan og hvađan hann kom til ađ lina tannpínu Íslendinga.

nikolinaaa.jpg

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á ekki ađ standa 1887-1895.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú vissulega, en tölvur eru enn ekki nógu fullkomnar, ţađ getur hent ađ mađur skrifi rangt.

FORNLEIFUR, 1.3.2014 kl. 14:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gerđi fastlega ráđ fyrir ađ ţetta vćri innsláttarvilla en ţótti rétt ađ benda a hana í svona góđri grein.

Ég finn ekkert um ţennan mann en Nicolin nokkur starfar sem tannlćknir í Massachusetts.

Ég hef einhvernvegin efasemdir um ađ ţetta hafi veriđ rett nafn a manninum og minnir ţađ einna helst á sirkúsnafn. Kannski var ţetta loddari, eins og talsvert algengt var í ţa daga sem nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 15:26

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ef Nikolin hefur veriđ loddari, ţá er hann víst ekki sá síđasti sem komst á fjárlög. 

Menn hafa ţó komist upp međ ţetta, ađ vera nafnlausir eđa međ eitthvađ nafnskrípi. Um tíma var til bandarískur fornleifafrćđingur á Íslandi, kona nokkur sem sem kallađi sig Scia eđa Skía. Hún var einnig í barnapössun hjá borgarminjaverđi fyrrverandi sem nú er yfirmađur í fornleifadeild Sigmundar Davíđs.  Enginn nema skattayfirvöld komust nokkru sinni ađ hennar rétta nafni, en sagan segir ađ hún hafi veriđ á flótta undan mörgum mönnum í BNA. Kannski var Nikolin á flótta undan mörgum "slysum" á tannlćknaferli sínum?

FORNLEIFUR, 1.3.2014 kl. 15:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband