Drakúla á Ţjóđminjasafninu

christopher-lee-001.jpg

Skömmu eftir ađ ég hóf störf á Ţjóđminjasafninu í mars 1993 var haldin norrćn kvikmyndahátíđ í Reykjavík.

Ég hafđi ekki tíma til ađ líta á hana, ţar sem ég stóđ í búferlaflutningum og var ađ koma mér fyrir í turni Ţjóđminjasafnsins. Ţjóđminjasafniđ var lokađ á mánudögum og er líklega enn. Ég var ţennan morgun ađ koma út úr lyftu og ađ ganga inn í  fornaldarsalinn fyrrverandi, sem var orđin nokkuđ fornfálega sýning en ágćt miđađ viđ aldur, ţegar ađ ég sé eldra, mjög vel klćtt fólk komiđ inn á gólf í anddyri safnsins. Ađeins lítill hluti ljósanna var kveiktur og ég sá ekki hvađa fólk ţetta var til ađ byrja međ, en er ég gekk nćr ţeim sá ég ađ ţarna var kominn sjálfur Drakúla greifi og spúsa hans, ţ.e.a.s leikarinn heimsţekkti Christopher Lee (f. 1922) og kona hans dönsk. Lee var dómari á norrćnu kvikmynda-hátíđinni.

Úti var leiđindaveđur og éljagangur, og ţau hjónin höfđu gengiđ veđurbarinn frá Hótel Sögu til safnsins til ađ frćđast um íslenska menningu. Ţá var gengiđ inn um annan enda en nú á safnahúsinu. Árni húsvörđur hafđi líkast ekki enn lokađ dyrunum ţegar hann var ađ skafa tröppurnar en hann kom einnig ađ Drakúlu ţegar hann var búinn ađ koma frá sér verkfćrum.

Frúin talađi viđ mig dönsku og var ánćgđ yfir ţví ađ ég gćti talađ viđ hana á dönsku, en heldur óhress á mjög yfirvegađan og aristókratískan hátt yfir ţví ađ safniđ vćri lokađ. Ég ég bađ ţau ađ koma daginn eftir.  Ég sé enn eftir ţví ađ hafa ekki bođiđ Drakúlu ađ skođa safniđ í fylgd međ mér. En ég var, man ég nú, upptekinn viđ ađ vinna verkefni sem tengdist sýningu íslenskra gripa í Bogasal sem höfđu veriđ á stórri víkingasýningu erlendis, en ég hafđi skrifađ sýningatexta um íslensku gripina fyrir ţá sýningu.

En svona er mađur stundum vitur eftirá og lítil blóđsuga í sér. Vona ég svo sannarleg ađ Drakúla hafi fyrirgefiđ mér ţetta blóđleysi og skort á gestrisni í lok mars áriđ 1993. Annars er ég međ blóđsugutryggingu, nóg af geirlauk og hćlum sem reka má á bólakaf, og ef ég leita gćti veriđ ađ hentugur kross leyndist einhvers stađar ofan í skúffu uppi á háalofti.

chris-lee-dracula-web.jpg

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viđ eigum ţetta ţá sameiginlegt. Ţau hjónakorn voru hér í bođi norrćnnar kvikmyndahátíđar og sátu ţar í dómnefnd. Ég var í dómnefnd líka og náđi ađ kynnast ţeim lítillega. Man ađ okkur var uppálagt ađ horfa á einar 20 norrćnar myndir, sem reyndi mjög á sálina, eins leiđinlegar og sjálfmiđađar og ţćr voru á ţessum árum.

Ég man ađ viđ sátum einhverntíman á einhverju norsku "kvikmyndaljóđi" sem hét Stella Polaris eđa eitthvađ álíka og var ótrúlegt tildur og kúlturrembingur. Ţá heyđi ég hann stynja. " Oh, my God. This is pure torture!"

Norrćnn kúltúr náđi ţar ađ buga ţennan hrollvekjumeistara, sem kallađi ekki allt ömmu sína, nema ţá helst ömmu sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 05:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svona snemma á fótum? Er ţá ekki um ađ gera ađ fara brátt ađ sofa, áđur en fer ađ birta, Jón?  Ţetta er annars skemmtileg saga sem ţú segir ţarna af Sir Lee og norrćna rembingnum. Ţú komst nćr honum en flestir og hefur örugglega veriđ bitinn. Rétt er ţađ, kvikmyndir ţessa tíma voru leiđinlega, og urđu líklega til ţess ađ mađur hćtti ađ fara í bíó um tíma.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2014 kl. 05:31

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fór snemma í háttinn og vaknađi nú fyrir allar aldir. Hálfgert limbó ţessa helgina ţar sem vinnutalvan var hjá lćkniririnum. Ósköp notó ađ taka morgunsopann sinn undir brekáni og kíkja a veröldina í gegnum Ípóđinn á međan snjorinn slygar trjagreinarnar í blámanum utan viđ gluggann.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 06:15

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţekki ţetta međ tölvulimbó. Komst í ţannig tómrúm vegna Windows 8 um jólin og leiđ eins og einhver hefđi sogiđ úr mér blóđ. Komst svo ekki út úr ţví fyrr en um miđjan janúar. Var međ gamla tölvu dóttur minnar og ipod á međan, en gat samt lítiđ gert ađ gagni. Mađur er orđinn svo háđur ţessu verkfćri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2014 kl. 06:28

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...mađur leyfir ţögninni, sem er jafn ţung og snjorinn á ţakinu ađ taka völdinn og hugurinn sleppur úr fylgsnum sínum og flýgur suđur um höf ađ sólbakađri strönd ţar sem tćrnar eru frjálsar í sandinum eftir vetrarlanga nauđungarvist í Cintamani kuldabomsunum. Svefndurkkin alda hvíslar í fjarska seyđandi og eggjandi.".hingađ...hingađ...og andinn er um ţađ bil ađ sleppa heimkynni sínu ţegar skaflinn skríđur af ţakinu međ skruđningi og dynjum og mađur er aftur í myrkri og ţögn viđ heimskautsbaúg.

Gitartónarnir líđa út í ípóđinum og nćsta ferđalag á playlistanum tekur viđ.

http://www.izlesene.com/video/b-tribe-es-vedra-hdcd/5414523

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 06:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér í ESB er nćrri komiđ vor, hugsanlega á undanţágu. Ţađ er ekkert póetískt viđ ţađ, sérstaklega ţegar mađur ţarf ađ fara međ bílinn í viđgerđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2014 kl. 08:27

7 identicon

Vilhjálmur:

Ţú átt ađ vita ţetta!

Ekki Sir Lee.  Sir Christopher á ţađ ađ vera.

Jón (IP-tala skráđ) 10.3.2014 kl. 08:30

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hahaha. Já, ţađ er skítt ađ vera háđur sérlausnum og umdanţágum međ alla skapađa hluti, jafnvel vorkomuna.

Hér er allavega ekkert upp á náđ og miskun lénshöfđingja komiđ. Ekki enn allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 10:14

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sir Christopher Frank Carandini Lee, reyndar...Ţú átt nú ađ vita ţetta Jón. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 13:25

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sir Jón Sörensen, ég vildi bara fá ţig í heimsókn. Ţess vegna skrifađi ég Sir og fornafniđ. Ég vissi ađ síra Jón, umbođsmađur breska ađalsins og smáađalsins, myndi ţá umsvifalaust koma međ sírenuna og lávarđaáminningu Ég iđrast gerđa minna Sir Jón.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2014 kl. 15:38

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Miđađ viđ fjölda athugasemda viđ ţessa blóđsugusögu, hefđi Ţjóđminjasafniđ átt ađ fá sér blóđsugu til ađ trekkja ađ gesti. Eftir ađ Eldjárn fór suđur á Bessestađ var safniđ lengi međ drauga, en ţađ hjálpađi lítt.

FORNLEIFUR, 10.3.2014 kl. 15:56

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Geđjast honum ađ bláu blóđi,?

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2014 kl. 16:01

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Drakúla drekkur allt blóđ og borđar kökur ţegar ţćr eru á borđum. Eigi veit ég hvađ Sir Jón drekkur.

FORNLEIFUR, 10.3.2014 kl. 16:57

14 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Viđ Mali erum nokkuđ viss um ađ Drakúla hefur bitiđ Fornleif og hann sé ţar međ orđinn blóđsuga. Ţađ sé hans blóđi drifna leynarmál sem hann er ađ reyna ađ hilma yfir međ ţví ađ segjast vera svo lítil blóđsuga í sér. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 10.3.2014 kl. 18:52

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man eftir svona draug á safni í sjónvarpinu í gamladaga, sem hét Belphegor. Belfígor, eins og viđ krakkarnir kölluđum hann. Okkur var stranglega bannađ ađ horfa a ţćttina, sem gerđi Á náttúrlega enn meira spennandi. Eina helgina skruppu foreldrarnir á mannfagnađ og viđ systkinin brutum gegn öllum loforđum og horfđum á hann.

Ţađ hefđum viđ betur látiđ ógert, ţví viđ ţorđum ekki um húsiđ á eftir og hjúfruđum okkur nötrandi af hrćđslu saman í einu fleti og sáum vofuna í hverjum skugga.

Ţađ var ekki sofnađ fyrr en í dagrenningu og órólega nćstu fjögur til fimm árin.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 19:36

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Sir Christopher er sjálfur af bláu blóđi. Í móđurćtt er hann náskyldur ítölsku konungsćttinni. Hann er eins og flestallir frćgustu hryllingslekaranir einkar vel menntađur og kúltíverađur og hefur mikinn áhuga á norrćnum frćđum ýmsum.

Félagi hans, Vincent Price, var af forríku fólki kominn og lćrđi listaögu í Yale. Hann safnađi málverkum og skrifađi matreiđslubćkur í frístundum. Sjálft Frankenstein- skrímsliđ, Boris Karloff var „public school“ mađur af bresku yfirstéttinni og eins og ţeir fyrrnendu mikill séntilmađur.

Vilhjálmur Eyţórsson, 10.3.2014 kl. 23:06

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki má gleyma Bela Lugosi. Hann var af alţýđufólki og klárađi ekki grunnskólla. Hann var hinsvegar Ungverji frá bćnum Lugos og ekki fjarri ađ ćtla ađ hann hafi geta veriđ skyldur hinum eiginlega Drakúla.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2014 kl. 06:40

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Sigurđur Ţór Guđjónsson, sem loksins blandar sér í umrćđuna, er meiri samsćrisheili en mannćtan hans, hann Mali. En í ţetta sinn fik han det i den gale hals. Ég er Villi vampýra og beit Christopher Lee, sem var bara óbreyttur leikari áđur en ţađ gerđist áriđ 1993. Nú er Sir Lee orđinn 91 og still góing strong, enda drekkur hann blóđ á hverjum degi sér til langlífis og heilsubóta. Ţađ get ég ekki ţví ESB reglur koma í veg fyrir slíkt. Úr mér er ţví allur máttur, og tennurnar er orđnar sljóvar.

Vilhjálmur Eyţórsson, ţetta er rétt hjá ţér - aldrei ţessu vant. Vissulega er rándýrt at vera blóđsuga. Auđmenn hafa oft veriđ kallađir blóđsugur eđa kolkrabbar. Stundum komum kolkrabbar á Ţjóđminjasafniđ.

Jón Steinar, ég fékk líka "Belfigor" martröđ, sem varađi í dagóđan tíma, enda ađ horfa á ţetta yngri en ţú. Röđin var sýnd áriđ 1970, svo ég hef veriđ tćplega 10 ára. Belphegor er ugglaust besti TV-draugurinn sem búinn hefur veriđ til, fyrir utan Sigmund Erni, sem nú er fluttur úr Grafarvogi.

FORNLEIFUR, 11.3.2014 kl. 07:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband