Samráđsfundur međ fornleifafrćđingum

 

sitelogo.png


Ţar sem fleiri lesa Fornleif en heimasíđu Minjastofnunar Íslands (sem upphaflega var á pólsku), leyfi ég mér ađ minna á mikilvćgan fund, sem er á morgun í Ţjóđminjasafninu, en sem fyrst var auglýstur á vefsíđu Minjastofnunar Íslands í gćr, 2. apríl. Tveggja daga fyrirvari, íslensk stjórnsýsla lćtur ekki ađ sér hćđast. Líklega hefur skrifstofustjóri Menningararfsskrifstofu forsćtisráđherrans fyrirskipađ mönnum ađ gleyma ekki ţessum fundi, nú ţegar skoriđ verđur viđ nögl í fornleifamálum.

Minjastofnun Íslands og Ţjóđminjasafn Íslands bođa til samráđsfundar međ fornleifafrćđingum. Fundurinn verđur haldinn ţann 4. apríl kl. 10-12 í fyrirlestrasal Ţjóđminjasafnsins. Međal ţess sem fjallađ verđur um er: Reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna, leiđbeiningar um umhirđu gripa á vettvangi, og reglur Ţjóđminjasafns Íslands um afhendingu gagna og gripa. Gagnlegt er ađ efna til samtals um ţessi mál til ađ tryggja sem bestan árangur og varđveislu ţeirrar ţekkingar sem fornleifarannsóknir skapa. Viđ hvetjum alla hagsmunaađila til ađ taka ţátt.

Ég ćtla ađ vona ađ ţessi mál séu komin í lag. Ţjóđminjasafniđ eyđilagđi eitt sinn forngripi frá Stöng í Ţjórsárdal, svo ég ber ekki allt of mikiđ traust til safnsins (sjá hér). Forstöđumađur Minjastofnunar Íslands, sem átti sem starfsmađur Ţjóđminjasafnsins ađ sjá um forvörslu gripanna frá Stöng, vill nú ólm byggja stórhýsi fyrir 700.000.000 króna yfir rústirnar á Stöng, ţó slíkt stangist á viđ lög. Fornleifarannsóknum er nefnilega ekki lokiđ á Stöng, ţó svo ađ ţeir sem eigi ađ verja menningararfinn dreymi um nćrri milljarđa króna framkvćmdir. 

Hér er önnur saga af forvörslu á Ţjóđminjasafninu.

Bók:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll

Móđir mín sagđi mér skrítna sögu um eitthvern Rauđ Brodda sem vćri ćttfađir okkar frá víkingaöld. Ţegar ég fer á netiđ finn ég ekkert. Er ţetta eitthvađ bull, var ţessi persóna til eđa .... Ég hef ekki getađ spurt neinn og ţví prófa ég hér ađ spyrja ţig.

Kćr kveđja

Matthildur Jóhanns.

Matthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráđ) 3.4.2014 kl. 22:52

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćl Matthildur, í fljótu bragđi man ég eftir Skegg-Brodda og Brodd-Helga, en hefur ţú reynt ađ skođa Íslendingabók.is og rekja framćttir ţínar ţar. Auđvitađ á mađur ekki ađ trúa öllu sem ţar stendur, en kannski finnur ţú Rauđ Brodda ţar. Rauđbroddi er hins vegar einhver sveppur sýnist mér.

FORNLEIFUR, 7.4.2014 kl. 11:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband