Samráðsfundur með fornleifafræðingum

 

sitelogo.png


Þar sem fleiri lesa Fornleif en heimasíðu Minjastofnunar Íslands (sem upphaflega var á pólsku), leyfi ég mér að minna á mikilvægan fund, sem er á morgun í Þjóðminjasafninu, en sem fyrst var auglýstur á vefsíðu Minjastofnunar Íslands í gær, 2. apríl. Tveggja daga fyrirvari, íslensk stjórnsýsla lætur ekki að sér hæðast. Líklega hefur skrifstofustjóri Menningararfsskrifstofu forsætisráðherrans fyrirskipað mönnum að gleyma ekki þessum fundi, nú þegar skorið verður við nögl í fornleifamálum.

Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands boða til samráðsfundar með fornleifafræðingum. Fundurinn verður haldinn þann 4. apríl kl. 10-12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Meðal þess sem fjallað verður um er: Reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna, leiðbeiningar um umhirðu gripa á vettvangi, og reglur Þjóðminjasafns Íslands um afhendingu gagna og gripa. Gagnlegt er að efna til samtals um þessi mál til að tryggja sem bestan árangur og varðveislu þeirrar þekkingar sem fornleifarannsóknir skapa. Við hvetjum alla hagsmunaaðila til að taka þátt.

Ég ætla að vona að þessi mál séu komin í lag. Þjóðminjasafnið eyðilagði eitt sinn forngripi frá Stöng í Þjórsárdal, svo ég ber ekki allt of mikið traust til safnsins (sjá hér). Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, sem átti sem starfsmaður Þjóðminjasafnsins að sjá um forvörslu gripanna frá Stöng, vill nú ólm byggja stórhýsi fyrir 700.000.000 króna yfir rústirnar á Stöng, þó slíkt stangist á við lög. Fornleifarannsóknum er nefnilega ekki lokið á Stöng, þó svo að þeir sem eigi að verja menningararfinn dreymi um nærri milljarða króna framkvæmdir. 

Hér er önnur saga af forvörslu á Þjóðminjasafninu.

Bók:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Móðir mín sagði mér skrítna sögu um eitthvern Rauð Brodda sem væri ættfaðir okkar frá víkingaöld. Þegar ég fer á netið finn ég ekkert. Er þetta eitthvað bull, var þessi persóna til eða .... Ég hef ekki getað spurt neinn og því prófa ég hér að spyrja þig.

Kær kveðja

Matthildur Jóhanns.

Matthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 22:52

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sæl Matthildur, í fljótu bragði man ég eftir Skegg-Brodda og Brodd-Helga, en hefur þú reynt að skoða Íslendingabók.is og rekja framættir þínar þar. Auðvitað á maður ekki að trúa öllu sem þar stendur, en kannski finnur þú Rauð Brodda þar. Rauðbroddi er hins vegar einhver sveppur sýnist mér.

FORNLEIFUR, 7.4.2014 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband