Ţegar Matthíasi var hent á haugana
3.6.2014 | 20:30
Nú ćtla ég ađ segja ykkur ljóta, íslenska sögu. Áđur hef ég sagt hluta hennar ţegar ég greindi frá landakorti sem henda átti út á Ţjóđminjasafni í byrjun tíunda áratugar síđustu aldar. Kortiđ, einblöđung, sem prentađ var á ţunnan dagblađapappír, átti upphaflega Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Ţegar skjala- og einkasafn hans var skráđ á Ţjóđminjasafninu fyrir rúmum 20 árum var á algjörlega óskiljanlegan hátt ákveđiđ ađ farga ýmsu úr einkasafni Matthíasar sem ekki ţótti ástćđa til ađ geyma á Ţjóđminjasafninu.
Matthías safnađi öllu, t.d. öllum ađgöngumiđunum sínum í Tívolí til fjölda ára. Ţeir voru einnig međal ţess sem ţjóđminjavörđur ákvađ ađ farga í byrjun 10. áratugar síđustu aldar (sjá mynd efst). Matthías fékk líka mikiđ af rituđu máli frá háttsettum nasistum í Ţýskalandi, sem stundum var áritađ af höfundum. Svo mikiđ var af ţannig bleđlum í ţví sem Ţjóđminjasafniđ henti út á tveimur pöllum á haugana, ađ vart verđur í framtíđinni hćgt ađ sjá ađ Matthías hafi veriđ hallur undir hakakrossinn eins og svo margir kirkjurćknir menn gátu veriđ á Íslandi. Ađ mínu mati heillađist Matthías mjög af ţýskri menningu, en var einnig veikur fyrir nasismanum eins og margir Íslendingar, sem ekki sáu í gegnum hatriđ og helstefnuna.
Ţegar persónulegri söfnunargleđi Matthíasar Ţórđarsonar var kastađ á haugana var ég kominn međ annan fótinn inn á Ţjóđminjasafniđ, og fékk leyfi ţjóđminjavarđar í snarheitum ađ tína smárćđi úr ţví "rusli" sem hent var úr geymslum Matthíasar Ţórđarsonar, áđur en ţví var hent inn í sendibíl. Međal ţess sem ég tók var kortiđ. En ég tók einnig sýnishorn af Tívolí, sirkusprógrömmum og nasistableđlum.
Matthías átti mikiđ af sérritum úr Völkischer Beobachter (Das deutsche Weltblatt im Kampfe gegen Alljuda) og frá Ahnenerbe-stofnun SS, sem "vinir" hans í Ţýskalandi sendu honum. Ţetta var nú í raun eins konar sirkusblađ.
Eyđilegging Ţjóđminjasafns á menningararfinum
Ímyndiđ ykkur hve mikiđ hefur veriđ eyđilagt af minjum um ţá menningu sem ríkti á dansk-íslenskum heimilum í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Hugsiđ ykkur hve mikilvćgur ţessi efniviđur hefđi veriđ ţegar fólk fór loks ađ asnast til ađ rannsaka stöđu Dana og áhrifa danskra og annarra menningarstrauma á Íslendinga og Dani á Íslandi á 20. öld. Nýlega las ég um doktorsritgerđ Írisar Ellenberger um ţau málefni. Henni hefđi ugglaust ţótt bitastćtt ađ komast í ţađ efni sem sýndi áhuga Íslendinga á danskri skemmtanahefđ snemma á 20. öld, en sem Ţjóđminjavörđur og safnstjóri Ţjóđminjasafnsins létu henda á haugana.
Í ţessu tilfelli var kastađ á glć einstakri heimild um fólkiđ sem menntađist í Danmörku, sem fór til Hafnar til ađ ná sér í menningarauka. Ţetta var fólkiđ sem ferđađist á Gullfossum. Ţađ var auđvitađ ekki öllum gefiđ, en ţessi menning var mikilvćgur ţáttur af menningarsögu Íslendinga. Matthías, sem um skeiđ var kvćntur danskri konu, Avilde Marie Jensen, hafđi safnađ saman sögu sinni í Kaupmannahöfn frá lokum 19. aldar og byrjun ţeirrar 20, og fyrri konu sinnar. Ţví var kastađ á glć fyrir skammsýni Ţórs Magnússonar Ţjóđminjavarđar.
Kanahatriđ efldi Danahatriđ
Ţjóđernishyggja vinstrimanna sem blossađi upp eftir síđara stríđ, eđa ţegar bandarísk herliđ kom aftur til ađ koma upp herstöđ, olli á furđulega hátt ímugust á öllu dönsku. Keltamanían fékk byr undir báđa vćngi. Ţađ komst í tísku ađ vera kelti en ekki einhver Skandínavi, sem bara höfđu veriđ Íslendingum til vansa síđan 1262. Aftur var fariđ ađ kalla Dana Bauni og Baunverja. Ţjóđviljinn kepptist viđ ađ skíta allt danskt út og hamra á gömlum mýtum um stjórnartíđ Dana á Íslandi. Herinn átti ađ vera álíka slćmur ef ekki verri en stjórnartíđ Dana, og ađ sögn nýţjóđernissinnanna, sem trúđu frekar á Kreml en kapítalista, var bandarískur her hiđ nýja ok sem Íslendingar kölluđu yfir sig rétt eftir ađ ţeir höfđu losađ sig undan Dönum. Samlíkingar milli varnaliđs og meints oks Dana á Íslendingum komst í tísku. Ţetta hugarfar smitađi langt út fyrir hugarheim ţeirra sem notuđust viđ barnalegar ţjóđernisklisjur líkt og Ţjóđviljinn notađi óspart.
Á fundi ţjóđminjavarđa í Borgarnesi áriđ 1994, ţegar minjar um síđari heimsstyrjöld á Norđurlöndunum voru m.a. á dagsskrá, hélt Ţór Magnússon eintal um hvel lítils virđi honum og Íslendingum ţćttu herminjar á Íslandi. Ég var ritari fundarins, og man ađ ég var ađ springa úr skömm. Augnagotur annarra Ţjóđminjavarđa sýndu mér líka, ađ menn voru forviđa yfir áhugaleysi Ţórs Magnússonar á stríđsára- og hernámsminjum á Íslandi. Ég greindi eftir fundinn ţjóđminjaverđi Dana, Olaf Olsen, frá ţví hvernig Ţór hefđi leyft ađ varpa nasistableđlum og öđrum afrakstri söfnunargleđi Matthíasar Ţórđarson á öskuhaugana. Ég vil ekki hafa ţađ eftir sem Olaf Olsen, fyrrv. prófessor minn, sagđi um fyrrv. ţjóđminjavörđ okkar.
En hér viđ ţessa fćrslu sjáiđ ţiđ úrval af ţeim nasistaáróđri sem mér tókst ađ bjarga úr hrúgum ţeim af ritum og bćklingum sem varpađ var í tvö stór trog eđa kassa, sem komiđ hafiđ veriđ fyrir á brettum. Mikiđ var af nasistaáróđri. Ég man eftir úrklippu, sem ég tók ţví miđur ekki fyrir litarefni "Nationalbraun" sem men gátu keypt til ađ lita skyrtur sínar. Ef til vill hefur Matthías veriđ ađ velta fyrir sér ađ kaupa slíkan "taulit" til ađ vera í rétta tauinu ţegar hann tók á móti "frćđimönnum" nasista sem ólmir vildu koma til Íslands.
Öllu ţessu var lyft upp í sendibifreiđ og ekiđ á haugana. Ég sársé eftir ađ hafa ekki beđiđ sendibílstjórann um ađ aka ţessu "drasli" heim til foreldra minna.
"Handritin heim", en dönsk-íslensk menningarsaga er sett haugana.
Á menningararfurinn á Íslandi ađeins ađ vera "hreinrćktađur"? Ţađ er ţörf spurning handa Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, manninum sem í dag stýrir öllum menningararfinum úr ráđuneyti sínu. Hann situr einnig í forystu flokks sem notar hatur lítils hluta ţjóđfélagsins í garđ trúar- og minnihlutahópa til ađ snapa sér atkvćđi í sveitarstjórnarpólitíkinni.
Ţađ hefur líklega ekki fariđ framhjá ykkur, en ađrir en skyldleikarćktađir heimalningar hafa búiđ á Íslandi og gefiđ íslenskri menningu mikiđ og stundum meira en ţeir sem vart migu út yfir hreppamörkin.
Meginflokkur: "Menningararfurinn" | Aukaflokkar: Menning og listir, Ţjóđminjasafn Íslands | Breytt 18.7.2020 kl. 11:38 | Facebook
Athugasemdir
Fínn pistill. Ţađ er gott ađ fólk hafi hugfast ađ menningararfurinn er ekki bara á safninu. Hann er hjá okkur öllum.
Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 3.6.2014 kl. 20:51
Ég hef í dag sent Forsćtisráđuneytinu, sem sér um menningararfinn, eftirfarandi tölvupóst:
Skrifstofustjóri Skrifstofu Menningararfs, Forsćtisráđuneytinu
Margrét Hallgrímsdóttir
Sćl Margrét ,
Mig langar ađ biđja forsćtisráđuneytiđ ađ rannsaka, af hverju miklu magni menningasögulegra gagna úr einkasafni Matthíasar Ţórđarsonar var kastađ á öskuhaugana fyrir 23 árum síđan.
Ég skrifađi um máliđ á bloggiđ Fornleif í gćr, sjá: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1394318/ .
Ég óska eftir ţví ađ rannsókn fari fram á ţví sem gerđist. Ég hef áđur ritađ um minjar og sýni sem kastađ hefur veriđ á glć á Ţjóđminjasafninu. (sjá hér:
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1272524/ og hér http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1275346/ .
Ég man eftir ţví ađ Ţóra Kristjánsdóttir, sem sá um ađ koma lagi á skjalasafn Matthíasar, skrá ţađ og skipuleggja, sagđi mér í öngum sínum ađ Ţór Magnússon og Lilja Árnadóttir hefđu tekiđ ţá ákvörđun ađ henda miklu magni af skjölum, bćklingum, dagblöđum, tímaritum, áróđursritum og ritlingum og öđru prentuđu máli sem tilheyrt hafđi Matthíasi Ţórđarsyni međ ţeirri röksemd ađ ekki vćri til fjármagn til ađ skrásetja ţađ.
Virđingarfyllst,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
FORNLEIFUR, 4.6.2014 kl. 05:18
Flott framtak. Nú stendur til ađ henda flugvellinum á haugana. Ţađ tekur vćntanlega enginn eftir ţví á međan rifist er um menningararfinn. Ja, eđa trúarbrögđ.
Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 4.6.2014 kl. 14:22
Vćri ekki réttast ađ friđa flugvöllinn?
Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 4.6.2014 kl. 14:47
Jú, flugvöllurinn er hluti af sögu Reykjavíkur og sögu setuliđs. Vinstri menn hafa alltaf haft ţá sögu á hornum sér og skammast sín fyrir ađ Bretar og Bandaríkjamenn hafi komiđ hér í stađ nasista. Fyrir utan ţađ, halda ţeir líka ađ peningar séu til í ţjóđfélaginu til ađ byggja nýja flugvöll og Landsspítala sem ađ flatarmáli verđur 1/10 af miđbćnum. Ţeir eru enn í einhverri fyrir 2008-vímu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2014 kl. 04:45
17. júni 2014 hlaut Lilja Árnadóttir ţjóđháttafrćđingur riddarakross fyrir frumkvöđlastörf ađ varđveislu listmuna fyrri alda. http://www.dv.is/frettir/2014/6/17/thessi-niu-voru-saemd-falkaordunni-i-dag/
Lilja Árnadóttir safnstjórn Ţjóđminjasafns og Ţór Magnússon bera ábyrgđ á ţví ađ minjum úr safni Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar var hent á öskuhaugana.
FORNLEIFUR, 18.6.2014 kl. 08:49
Ágćta orđunefnd,
17. júni 2014 hlaut Lilja Árnadóttir ţjóđháttafrćđingur riddarakross fyrir frumkvöđlastörf ađ varđveislu listmuna fyrri alda, sjá http://www.dv.is/frettir/2014/6/17/thessi-niu-voru-saemd-falkaordunni-i-dag/ og http://www.forseti.is/media/PDF/2014_06_17_ordan.pdf
Lilja Árnadóttir safnstjóri Ţjóđminjasafns og Ţór Magnússon bera ábyrgđ á ţví ađ minjum úr safni Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar var hent á öskuhaugana.
Sjá upplýsingar um ţann útburđ á menningarsögu ţjóđarinnar: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1394318/
Ég mótmćli ţví ađ Lilja Árnadóttir fái riddarakross fyrir störf sín ţegar hún ber ábyrgđ á eyđileggingu menningararfs.
Virđingarfyllst ,Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
atvinnulaus fornleifafrćđingur
Danmörku
FORNLEIFUR, 18.6.2014 kl. 09:02
Erindi mínu til Forsćtisráđuneytis, sjá ofar, hefur veriđ svarađ á eftirfarandi hátt:
"Tilvísun í mál: FOR14010006
Komdu sćll Vilhjálmur.
Forsćtisráđuneytiđ hefur móttekiđ erindi ţitt og framsent
ţađ til Ţjóđminjasafns Íslands.
Međ kveđju,
Elfa Eyţórsdóttir
---------------------------------------------------------------------
Elfa Eyţórsdóttir, bókasafns- og upplýsingafrćđingur
Forsćtisráđuneytinu / Prime Minister's Office
Stjórnarráđshúsinu 150 Reykjavík
Iceland "
FORNLEIFUR, 18.6.2014 kl. 09:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.