Ţjóđum líka ţínir haukar (1. hluti)

tapet_3_1250642.jpg

Allvaldr, dýrkask út međ Serkjum
innan lands af mildi ţinni.
Ţjóđum líka ţínir haukar
ţađra allt međ Blálands jađri.
Víđa hrjóta veglig mćti
vćgđarlaust af yđrum frćgđum.
Hollar prýđa heiminn allan
hnossir ţínar, mćrđar tínir.

Ţannig orti Sturla Ţórđarson (1214-1284) lögsögumađur og skáld mjög fleđulega í hrynhendu sinni til Hákons konung gamla Hákonarson (1204-1263). Hans bestu haukar voru íslenskir og gaf Hákon einnig öđrum konungum Íslandsfálka í tćkifćrisgjafir, jafnvel sultaninum í Túnis á Blálandi (Afríku). Íslenskir fálkar ţóttu fyrir utan ađ vera einstaklega góđir veiđifálkar (geirfálkar) og bera af í fegurđ.

tapet_2.jpg

Íslandsfálkinn, (einnig nefndur valur, geirfálki, fjörsungur, forseti og gollungur), er annálađur fugl. Viđ ţekkjum hann öll af gömlu skjaldamerki Íslands, af fálkaorđunni, og hugleikinn er hann ákveđnum stjórnmálasamtökum, knattspyrnuliđi , sem og ţjófum sem stundađ hafa eggjatöku á Íslandi um langan aldur.

 

Íslandsfálkinn (Falco rusticolus islandicus) er ein deilitegund fálka, náskyldur hvítfálkanum (Falco rusticolus candidans), sem m.a. verpir á Grćnlandi en á stundum á Íslandi, ţar sem hann hefur blandađ geđi viđ íslenska fálka. Samkvćmt Skúla fógeta var ţađ ţannig ađ á stundum voru einstaka ungar í hreiđrum hvítari en íslenskir fálkar. Munu "flugfálkar" frá Grćnlandi hafa boriđ ábyrgđ á ţví ástandi, sem ekki ţótti leitt, ţví miklu hćrra verđ fékkst á miđöldum fyrir hvítan fálka en ţau afbrigđi sem grárri voru. (Hér má til dćmis lesa meira um dýrafrćđilega atriđi). En hér í áframhaldinu skal grafiđ dýpra í sögu íslenska fálkans ađ hćtti Fornleifs.

Útflutningur eđa höfđingjasleikjuháttur?

Viđ vitum lítiđ um útflutning á fálkum frá Íslandi frá ţví ađ land var numiđ og sumir segja fyrr, ţar til á 12. öld. En voru fálkar ađeins gefnir sem konungagjafir, eđa var útflutningurinn stórtćkari? Tillaga Einars Eyjólfssonar Ţverćings, sem stakk upp á ţví á Alţingi ađ senda fálka til Ólafs Konungs Haraldssonar hins helga(995-1030) sem seildist eftir Grímsey, gćti bent til ţess ađ menn hafi veriđ farnir ađ flytja út fálka frá Íslandi löngu fyrir 12. öld. Ţađ gera líka ákvćđi Grágásar um ađ menn megi ekki veiđa fálka á jörđum annarra manna. Slíkt bann var reyndar líka viđ veiđum á gćs og álftum.

Fyrsta örugga heimildin sem viđ höfum um íslenska fálka er hins vegar skrif Giraldus Cambrensis, öđru nafni Gerald de Berry (frá Wales), sem í riti sínu Topographia Hibernica (frá ţví um 1185) upplýsir ţetta: Haec terra girofalcones et accipitres grandes et generosos gigmit et mittit/Ţetta land gefur og sendir okkur stóra og gjöfula veiđi fálka og hauka.

Áriđ 1223 og 1225 sendir fyrrnefndur Hákon gamli, sem ţá var ungur mađur á konungsstóli, Heinreki III Englandskonungi fálka. Fyrst fékk Heinrekur 6 fugla en í síđari sendingunni voru ţeir 13 talsins, ţar af 3 hvítir. Í bréfum kemur fram, ađ Hákon haf sent menn sína fyrir tveimur árum til Íslands til ţess ađ veiđa ţar fugla handa Heinreki konungi. Hafi menn ţessir orđiđ ađ ţola ótrúlegt hungur og kulda í íshafinu, og séu ţeir nýlega komnir aftur međ fugla ţá, sem ţeir hafi veitt. Hákon biđur Hinrik ađ taka á móti ţessum fálkum međ sömu vinsemd og ţeir vćru gefnir og bćtir viđ í bréfi sínu - og nú upp međ latínuorđabćkurnar: si aliquam hujusmodi cuam habueritis, sicut pater vester et predcessores vestri habuerunt, qui aves Islandiccas carias quam aurum et argenum amplexari dicebantur. Ţeir sem eikki eiga latínuorđabćkur geta atađ músinni blítt á textann og ţá birtist ţýđingin: "Ef ţér metiđ ţetta á líkan máta og fađir yđar og fyrirrennarar gerđu ţađ, en um ţá hefur sagt veriđ ađ ţeir teldu íslenska fugla dýrmćtari en en gull og silfur". Ţessi upplýsing gćti bent til ţess ađ fálkar hefđu borist frá Íslandi til Noregs og ţađan til annarra landa í langan tíma og veriđ sumum Íslendingum góđ tekjulind, ţegar norskir veiđimenn konungs voru ţá ekki ađ stunda ólöglegar veiđar í landinu eins og ţćr sem Hákon lýsti fyrir Heinreki konungi. Ţađ er ekki rétt sem sumir íslenskir sagnaţulir, t.d. Árni Óla, hafa haldiđ fram, ađ Hákon konungur hafi sent fálkaveiđimennina til Íslands ţegar hann var konungur Íslands. Ţađ varđ hann ekki fyrr en einu ári áđur en hann dó áriđ 1263, ári eftir ađ Gamli sáttmáli varđ til. Fálkaveiđi Hákons á Íslandi átti sér hins vegar stađ á 3. ártug 13. aldar.

vatican_1249461.jpg

Úr De Arte Venendi cum Avibus, fálkabók Friđriks 2.

Friđrik II Ţýskalandskeisari (d. 1250) og jafnframt konungur Jórsala og Sikileyjar var einnig hrifinn af íslenskum fálkum og ritađi um ţá lofsorđum í bók sinni De Arte Venandi cum Avibus, "Listin ađ veiđa međ fuglum". Í handriti Friđriks, sem ritađ var á Sikiley og myndskreytt, er greint frá íslenskum fálum sem bestum allra fugla/sunt meliores omnibus aliis. Friđrik II náđi sér einnig í önnur dýr af Norđurslóđum eins og kunnugt er, t.d. Hvítabjörn. Einn slíkan fékk hann ađ gjöf áriđ 1230 og hann gaf sultaninum af Egyptalandi Malik al-Kamil (sem var Kúrdi) björn. Hann var líklega sá sami sem Serklendingur sem Sturla Ţórđarson orti um í dróttkvćđi sínu handa Hákoni gamla. Dýriđ kom til Damaskus áriđ 1233 eđa 1234 samkvćmt annálaritaranum Kitab al-Wafi, sem einnig var ţekktur sem Safadi. Fyrir hvítabjörninn fékk Friđrik keisarinn gíraffa. Sultaninn á Egyptalandi hafđi einnig í byrjun 13. aldar fengiđ forláta skinn af hvítabjörnum samkvćmt annálaritaranum og ljóskáldinu Ibn Said al Maghribi. Makalaus var ţessi áhugi á dýrum međal heldri manna fortíđarinnar. Heinrekur III Englandskonungur sem einnig fékk Íslandsfálka átti líka hvítabjörn samkvćmt heimildum góđum og mun sem Hákon Noregskonungur hafa gefiđ honum björninn. Björn og fálki hét konungspakkinn í ţá daga.  Heinrekur III tjóđrađi björninn í Tower of London og á tyllidögum fékk björninn ađ synda í Thamesá og veiđa sér fisk (hlekkur). Henry var mikill "dýravinur" og átti líka fíl.

kupa_pals_1250643.jpg

Páll Biskup Jónsson í Skálholti (d. 1211) (sjá mynd t.v.) mun einnig hafa veriđ ötull viđ ađ senda fálka til vina sinna erlendis, t.d. erkibiskupsins í Niđarósi.

Eftir ađ Íslendingar glopruđu frelsi sínu í hendur norskra konunga, má sjá af ritheimildum ađ eftirspurnin eftir fálkum hélt áfram ađ vera mikil. Jónsbókarákvćđi endurspegla ţađ líka: Konungur má láta veiđa vali á hvers manns jörđu, er hann vill ok leggja verđ eptir, utan á kirkjueignum. Var lengi deilt um ţetta og annađ sem auđtrúa Íslendingar misstu í hendur konungsvalds, en endanlega var ţessum lögum ţröngvađ upp á íslenska landsölumenn og ađra minnst megandi áriđ 1277.

Síđan ţagnar fálkasaga Íslendinga um tíma eins og svo margt annađ sem tínst hefur og gloprast niđur, og ekkert heyrist af Íslandsfálkum fyrr en í tollaskjölum í bćnum Kings Lynn í Norfolk áriđ 1518: pro uno Geffaucon cust xii d./fyrir einn veiđifálka 12 d. tollur). Ţetta ţýđir ţó ekki ađ fálkar hafi ekki veriđ útflutningsvara frá Íslandi eins og fyrr og síđar.

Líkur hér fyrsta hluta fálkasögu Fornleifs.

Nokkrar heimildir:

Árni Óla 1967. Fálkahúsiđ og Fálkaverslun Koungs. Lesbók Morgunblađsins 42. tbl. 19.11.1967, bls. 6-7;12.

Björn Ţórđarson 1924: Íslenzkir fálkar og fálkaveiđar fyrrum. Iđunn VIII, 4, bls. 266-295. (Sjá hér).

KL: Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk Middelalder, bd. 4: Falkar, dálkur 142-154.

Handritiđ: Pal. lat. 1071: Friđrik II (1194-1250): De Arte Venandi cum Avibus ca. 1258-1266. Biblioteca Apostolica Vaticana. (Sjá hér).

Vilhjálmur Ţ. Gíslason 1947: Bessastađir; Ţćttir úr sögu höfuđbóls. Bókaútgáfan Norđri Akureyri.

 
Örlítill fróđleikur um fornleifafrćđi fálkaveiđa og fálkahalds á miđöldum: hér og hér.
falenbuch_friederich_ii.jpgMynd úr fálkabók Friđriks 2.
Tvćr efstu myndirnar sýna fálkaveiđar á Bayeaux reflinum sem saumađur var af nunnum á Englandi fyrir Odo biskup í Bayeaux sem var bróđir Vilhjálms sigursćla. Refillinn er nú varđveittur í Bayeaux í Frakklandi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband