Rennur ítalskt blóđ í ćđum Grýlu?

la-befana_1251339.jpg

Hún er sig svo ófríđ
ađ höfuđin ber hún ţrjú,
ţó er ekkert minna
en á miđaldra kú.

Ţó svo ađ Grýla okkar hafi aldrei veriđ rómuđ fyrir andlegan eđa líkamlega fríđleika og séra Stefán Ólafsson í Vallanesi hafi m.a. lýst henni sem óvćtti međ ţrjú höfuđ og ýmsar ađrar lýtir á 17. öld, grunar Gvend ađ Grýla eigi lítiđ annađ ađ sćkja til tröllkonunnar Grýlu sem Snorri Sturluson lýsir á 12. öld, en sjálft nafniđ.

Ég hef lengi velt ţví fyrir mér, hvort Grýla eigi ekki frekar ćttir ađ rekja til Ítalíu og sé engin önnur en La Befana, jólakerling ţeirra Ítala og margra annarra.

La Befana var samkvćmt ţjóđsögunni kona sem fékk Vitringana ţrjá í heimsókn nokkrum dögum fyrir fćđingu Jesúbarnsins. Vitringarnir báđu hana ađ vísa sér til vegar svo ţeir gćtu fundiđ Guđs son. Ţeir hefđu séđ stjörnu eina mjög bjarta á himni. Hún sagđist ekki vita hvar Jesúbarniđ vćri ađ finna. Ţeir voru ţreyttir svo hún leyfđi ţeim ađ gista eina nótt. Daginn eftir buđu Vitringarnir henni ađ slást í för međ sér, en hún afţakkađi bođiđ međ ţeirri röksemd ađ hún hefđi allt of mikiđ ađ gera, sér í lagi viđ húsverkin, alls kyns tiltektir og sópun. Síđar sá la Befana sárlega eftir ţessari ákvörđun sinni og hóf ađ leita uppi vitringana og Jesús. Hún fann ţá ekki og leitar ţeirra enn ţann dag í dag. Hvar sem hún fer gefur hún góđum og ţćgum börnum leikföng og karamellur, eđa ávexti, međan óţćgu börnin fá ađeins kol í sokkinn, eđa jafnvel lauk eđa hvítlauk...og sum fá ađ kenna á vendinum.

befana_gubbio_1251344.jpg

Grýla Ítalíu líkist greinilega á margan hátt sonum sínum. Hún gefur kol í sokkinn, međan Grýla sigar Jólakettinum á óţekk börn. Ţessi fékk hvítlauk og aftur hvítlauk ţegar hann var ungur.

Önnur ţjóđsagan lýsir Befönu sem móđur er missti drengbarn sem hún elskađi mjög hátt. Befana varđ vitstola viđ barnsmissinn. Er hún heyrđi ađ Jesús var í heiminn kominn, lagđi hún land undir fót til ađ finna hann, í ţeirri trú ađ hann vćri sonur sinn. Loks fann hún Jesús og fćrđi honum gjöf. Jesúbarniđ á í stađinn hafa gefiđ La Befana gjöf og gerđi hana ađ "móđur" allra barna á Ítalíu.

Enn önnur sagan segir ađ la Befana hafi rekiđ vitringana ţrjá á dyr, ţví hún var svo upptekin viđ ađ sópa og snurfusa. Hún var skapstór. Síđar uppgötvađi hún mikiđ stjörnuskyn á himni og lagđi ţá land undir fót til ađ leita Jesúbarnsins međ sćtabrauđ og ađrar gjafir handa ţví. Hún tók einnig kústinn međ til ađ hjálpa Maríu mey viđ hreingerningarnar. Hún fann ţó aldrei Jesús og er enn ađ leita hans, og ţess vegna gefur hún börnum enn gjafir í ţeirri von ađ hún hafi fundiđ Jesúbarniđ, vegna ţess ađ Jesúsbarniđ er ađ finna í sálum allra barna, eđa ţangađ til fólk međ einkarétt á sannleikann bannar ţeim ţađ og kallar ţađ siđmennt.

befana.jpg

La Befana

Enn ein sagan segir ađ la Befana ferđist um á vendi sínum og flengi alla međ vendinum sem hana sjá á flugi, ţar sem henni er ekki um gefiđ um ađ fólk og börn uppgötvađi ađ húni komi klofvega til byggđa á kústinum.

Befana kemur til byggđa fyrir Ţrettándinn (6. janúar) sem var eins og allir vita opinber fćđingardagur Krists allt fram á 6. öld. Dagurinn er á Ítalíu einnig kallađur Festa della Befana. Ţrettándinn, síđasti dagur jóla, hefur fangiđ gamalt grískt heiti hátíđar Epiphania og tengdist síđar Vitringunum ţremur sem mćttu í fjárhúsiđ í Betlehem. Kenna sumar ţjóđir ţví enn daginn viđ Vitringana ţrjá (sbr. Helligtrekonger í Danmörku og Driekoningen í Hollandi).

Af Epiphania er nafn Befönu dregiđ. Eldri mynd nafns hennar var Pefania.

bottrighe-il-coro-voci-del-delta-di-taglio-di-po-intervenuto-alla-festa-della-befana-5.jpg

Befana í heimsókn í bćnum Adria nćrri Feneyjum. Ekki er laust viđ ađ hún hafi tekiđ međ sér karlinn sinn sem er dálítiđ lúđalegur. Kannski hafa ţeir lesiđ bók Árna Björnssonar um Jólin og tekiđ upp Il "Leppaludo"?

Margt merkilegt hefur veriđ skrifađ um Befönu, og telja ítalskir sérfrćđingar međ svipađa menntun og Árni okkar Björnsson, ađ rekja megi uppruna hennar allt aftur til steinaldar. Minna má ţađ auđvitađ ekki vera. Kenndu Ítalir ekki Kínverjum ađ búa til pasta?

Líkt og Befana, var Grýla okkar dugleg međ vöndinn sinn (kústinn) og hún lét köttinn svarta? (kolin sem í dag á atómöld eru gefin međ táknrćnni lakkrískaramellu í sokkinn) nćgja börnum sem höfđu veriđ óţekk:

Ţannig hljóđađi margfrćg jólasveinsvísa á Hornströndum á 19. öld

Jólasveinar ganga um gólf

og hafa staf í hendi.

Móđir ţeirra sópar gólf

og strýkir ţá međ vendi.

Skarpan hafa ţeir skólann undir hendi.

Ýmsar ađrar gerđir eru til af vísunni (sjá hér og hér), en Grýla er líkt og la Befana iđin viđ flengingar, hýđingar, tiltektir og sópun. La Befana sópađi samkvćmt ţjóđsögunni dagana langa. Ef vitnađ er í gamlar vísur um Befönu verđur ţetta enn augljósara. Befana býr nefnilega einnig í fjöllunum eins og Grýla:

Viene, viene la Befana
Vien dai monti a notte fonda
Come č stanca! la circonda
Neve e gelo e tramontana!
Viene, viene la Befana

Hér kemur, já hér kemur hún Befana
Úr fjöllunum ofan um miđja nátt
Ţreytt og öll dúđuđ upp, sjáiđ hana.
Í snjó, hrími og norđanátt!
Hér kemur, já hér kemur hún Befana.

Vitaskuld er margt annađ ólíkt međ Grýlu og La Befönu. La Befana átti til dćmis ekki jólasveina, en eins og viđ vitum eignast Ítalir ekki mörg börn. Ţannig er ţađ enn.

Auđvitađ er ekki allt fundiđ upp á Íslandi, nema kannski vitleysan. Jólakötturinn er ađ öllum líkindum heldur ekki íslenskur og örugglega ekki sćnskur eins og einn kyndugur kvisturinn í sćnsku menningarmafíunni á Íslandi hélt einu sinni fram međ jólaglampann í augum í Árbók hins íslenska fornleifafélags.

Uppruni jólasiđanna er líklega margslungnari en menn halda.

befana-copia.jpg

Ítalskir karlmenn og einstaka stjórnmálamenn munu víst margir óska sér einhvers í sokkinn frá ţessari tötralega klćddu banka-Befönu, en flagđ er víst oft undir fögru skinni. Hún ćtti ađ flengja ţá ćrlega, og sumir hafa víst einmitt óskađ sér ţess fyrir jólin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Árni Björnsson, hvar ertu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.12.2014 kl. 13:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband