Saga af sverđi - Hrafnkelsdalssverđiđ
4.8.2015 | 08:00
Áriđ 1897 fann ungur mađur fornt sverđ í Hrafnkelsdal. Löngu síđar leiddi dr. Jón Hnefill Ađalseinsson mjög góđar líkur ađ ţví hver finnandinn hefđi veriđ. Hann hét Benedikt Ísaksson og var vinnumađur hjá Elíasi Jónssyni bónda á Vađbrekku og síđar í Ađalbóli. Af frásögnum eldri manna sem ţekkt höfđu Benedikt, og sem Jón Hnefill hafđi tímanlega tal af, er hćgt ađ álykta ađ sverđiđ hafi fundist í Skćnudal sem er lítill dalur sem gengur vestur og suđvestur inn á múlann sem er á milli Hrafnkelsdals og Jökuldals.
Ţótt Jóni Hnefli hafi ţótt mikilvćgt og áhugavert ađ velta fyrir sér hver finnandi sverđsins var og hvar ţađ fannst, ţá er eigendasaga ţess engu síđur áhugaverđ, sem og gerđ sverđsins. Ţađ tvennt mun ađallega verđa rćtt hér, ţví sú saga hefur enn ekki veriđ sögđ ađ fullu, ţótt oft hafi veriđ skrifađ um sverđiđ og ţađ án vitundar um allar heimildir sem ţví tengjast.
Nýjar heimildir um um sverđiđ frá aldamótaárinu 1900 verđa hér settar fram í fyrsta sinn. Ţćr hafa varđveist á ţví sem forđum var kallađ 2. deild Ţjóđminjasafns Dana (Nationalmuseets 2. Afdeling) í Kaupmannahöfn.
Ef rétt er ađ Benedikt Ísaksson hafi fundiđ sverđiđ, ţá hefur hann eđa bóndinn sem hann vann fyrir selt H.I. Ernst apótekara á Seyđisfirđi sverđiđ fyrir 12 krónur. Sverđiđ endađi síđan á Statens Historiska Museum í Stokkhólmi. Lýsir Kristján Eldjárn ţví í doktorsritgerđ sinni í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands, Kumli og Haugfé (1956). Ţví miđur hafđi Eldjárn ekki ađgang ađ öllum skjölum og yfirsást gögn sem ég fann löngu síđar í Kaupmannahöfn á 9. tug síđustu aldar. Hér skal bćtt inn í eyđurnar og nýjar heimildar taldar til.
Kaup og sölur
Eigandasöguna gćtum viđ byrjađ međ skrifum Ţorsteins Erlingssonar skálds í blađinu Bjarka áriđ 1900. Ţorsteinn fór fremur háđskum orđum um ađ H.I. Ernst hefđi haft sverđiđ af finnandanum án ţess ađ finnandinn fengi nóg fyrir snúđ sinn:
Mađur fann hjer gull- og silfurbúiđ sverđ, uppi í Hrafnkelsdal nú nýlega og er sagt ađ hann hafi veriđ svo sorglega fávís ađ selja Ernst apótekara ţađ fyrir 12 kr. Eftir ţví sem af sverđinu er sagt hefđi forngripasafniđ íslenska gefiđ manninum ađ minsta kosti 100 kr. fyrir ţađ og ný er auk ţess líklega loku skotiđ fyrir ađ ţađ komist ţangađ og er ţađ illa. (Ţorsteinn Erlingsson í Bjarka 5. árg. 1900. 25. tbl. 25.06.1909).
Ţessi skođun Ţorsteins fór fyrir brjóstiđ á apótekaranum sem svarađi nokkrum dögum síđar í öđru blađi, Austra:
Bjarki og hiđ forna sverđ
Í tilefni af ţví, ađ föđurlandsvininn, ritstjóra Bjarka tekur ţađ svo ákaflega sárt ađ vita til ţess ađ forngripasafniđ í Reykjavík skuli missa af sverđi ţví er fannst um voriđ 1897 í Hrafnkelsdal, - er mér sönn ánćgja ađ ţví, ađ hugga ritstjórann međ eptirfarandi tilbođi: Í 24 klukkustundir frá birtingu ţessa tilbođs míns í Austra stendur herra Ţorsteini Erlingssyni ţetta forna sverđ til bođa fyrir 112 krónur, hvar af 100 kr. skulu skiptast milli ţess sem seldi mér sverđiđ, og stofnana til almennings heilla hér í kaupstađnum, eptir opinberlega auglýstri skýrslu. Ađ sjálfsögđu verđur herra Ţorsteinn Erlingsson skriflega ađ ábyrgjast mér, ađ forngripasafniđ í Reykjavík verđi njóti sverđsins, ţó ţađ kynnu ađ verđa mjög deildar meining milli safnsins og herra Ţorsteins Erlingssonar um verđmćti sverđsins. ....
Seyđisfirđi, ţann 29. júní 1900. H. I. Ernst lyfsali , p.t. eigandi hins forna sverđs. (H.I.Ernst í Austra, 22. tbl. 29.06.1900).
Síđar sama ár skrifađi Ernst apótekari Ţjóđminjasafni Dana. Ţađ bréf fann ég í einni af mörgum heimsóknum mínum á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn á árunum 1981 til 1986. Líklegast áriđ 1981. Bréfin sýna, ađ Ernst hafđi ekki ađeins áhuga á ađ koma sverđinu í verđ. Hann leitađi upplýsinga um gerđ sverđsins og aldur ţess.
1. Nóvember 1900 skrifar Ernst til Arthurs Williams Mollerup sem var yfirmađur 2. deildar Ţjóđminjasafns Dana.
H.I. Ernst Seydisfjord, den 1ste Novbr. 1900.
Privilg. Apotheker
Generalagentur for Livsforskikringsselskabet SKANDIA STOCKHOLM
Til Direktören for Nationalmuseets 2d Afdeling, Höjvelbaarne Hr Dr. phil. Mollerup R. af Dbrg. Kjöbenhavn.
Efter Anmodning fra Justitsraad Hansen i Hobro tillader jeg mig herved at fremsende et Fotografi af det i Hrafnkelsdal her paa Island fundne Svćrd. Som det vil sees af Fotografiet er Svćrdet, der maaler 35 ˝ Tommer, en nöjagtig Copi af det i Fabricius Danmarkshistorie Side 38 afbildede Svćrd fra Jćrnalderen. Tillige findes Sölv og Guld indlagt paa Svćrdknappen (synligt pĺ Billedet) og nede ved Haandgrebet. Jeg skal tillige oplyse om, at Rektoren ved Reykjavik Latinskole Dr. phil. Björn Olsen, der har set Svćrdet hos mig, formener, at der under Haandgrebet findes Runer, der imidlertid for mit Řje synes at vćre utydeligere. Som ovenform bemćrket, er Svćrdet fundet i Hrafnkelsdal, hvor Hrafnkel Freysgode ligger begravet; men yderligere undersřgelser af Stedet gav intet foröget Resultat. - Saafremt Museet paa Basis af de modtagne Oplysninger kan bestemme Svćrdets Alder vilde jeg vćre sćrdeles taknemmelig for en Meddelelse herom.
Med sćrdeles Höjagtelse
Ćrbödigst
H.I.Ernst
Apotheker og Vicekonsul.
Upplýsingar í ţessu bréfi Ernsts apótekara veita okkur vitneskju um ađ fundarstađur sverđsins var rannsakađur eitthvađ frekar eftir fund ţess.
Annar mađur, Frederik Opffer ađ nafni, sem var blađamađur í Křge, á Kjřge Avis, skrifađi sömuleiđis eins konar rógsbréf til Ţjóđminjasafns Dana. Hvar hann hefur snapađ upp fréttir af kaupum Ernst apótekara á íslensku sverđi, er ekki gott ađ segja.
Kjřge, d. 24. September 1900
Hr. Museumsinspektřr Mollerup!
Apotheker H. J. Ernst pĺ Seydisfjord har for nogen Tiden siden af en islandsk bonde kjřbt et ćldgammelt Hřvdingesvćrd for 12 kroner. Efter Beskrivelsen skulle det vćre meget smukt og interessant . Det forlyder, at det er indlagt og bćrer Navnetrćk, sĺledes at man ved, fra hvem ddet stammer. Efter hvad jeg fra sikker Kilde har bragt i Erfaring, agter Apotheker Ernst at sćlge Svćrdet til en engelsk Samling. Da dette formentlig strider imod Bestemmelserne angĺende Danefć, og da det jo var kjedeligt, hvis en antikvarisk Sjćldenhed skulde gĺ ud af Landet for personlig Vindings Skyld, tillader jeg mig at henlede Deres ćrede Opmćrksomhed pĺ Sagen. Apotheker Ernst´s Fader, fungerende Toldkontrřller Ernst, Vesterbrogade 115(?) vil sikkert kunne give goder Oplysninger derom.
Med sćrdeles Agtelse Frederik Opffer
I uppkasti af bréfi sem Arthur William Mollerup hefur ritađ Ernst apótekara ţann 12.desember 1900 skrifar hann međal annars:
... Gennem Justitsraad Jensen har jeg erfaret, at De forelřbigt ikke agter at afstaa svćrdet. Paa Grund af den antikvariske Vćrdi vil jeg dog vćre Dem forbudnen for en Meddelelse naar De eventuelt skulde faa i Sinde at skille Dem ved det.
Ernst upplýsti greinilega, ađ hann vćri ekki á ţeim buxunum ađ selja sverđiđ.
Ekkert af ţessum síđastnefndu upplýsingum úr Ţjóđminjasafni Dana, koma fram í Kumli og Haugfé Kristjáns Eldjárns og ţađan ađ síđur í endurútgáfu á ritgerđinni frá 2000, enda fann ég fyrstur manna ţessi bréf og greini fyrstur frá ţeim nú. Ég sé nú, ţegar ég tek ţau fram eftir ađ ţau höfđu safnađ hjá mér ryki í möppum, ađ enginn hefur nýtt sér ţau ţegar um sverđiđ í Hrafnkelsdal hefur veriđ ritađ á síđari árum. Ađstandendur endurútgáfu ritgerđar Eldjárns gerđu sér ekki í ţessu efni frekar en í öđrum mjög mikiđ far um ađ bćta viđ upplýsingum.
Ernst apótekari lét síđan sverđiđ. Hvort hann seldi eđa gaf ţađ vitum viđ ekki í dag. En ţađ endađi í Svíţjóđ, en Ernst var umbođsmađur SKANDIA líftryggingafélagsins, sem gćti skýrt ferđ sverđsins til Svíđjóđar. Samkvćmt sćnskum heimildum gaf N. Petersen jústítsráđ í Kaupmannahöfn formlega sverđiđ Óskari 2. Svíakonungi, sem lét ţađ síđan áriđ 1903 á Statens Historiska Museum i Stokkhólmi. Fékk sverđiđ safnnúmeriđ SHM-11537.
Sverđiđ afhentu Svíar svo Íslendingum áriđ 1971 eins og t.d. má lesa um hér á forsíđu Ţjóđviljans hinn 15. september 1971, ellegar í grein Ţórs Magnússonar í Árbók Fornleifafélagsins 1971. Ekki gat ţađ talist til gjafar sćnskum lögum samkvćmt, en ţađ er nú á Íslandi til ćvarandi varđveislu (ständig deposition). Ţann 14. september 1971 fékk Ţór Magnússon sverđiđ í hendur, og hefur ţađ síđan veriđ varđveitt á Ţjóđminjasafni Íslands og er enn skráđ međ sćnsku safnnúmeri međ öđrum upplýsingum (í Sarpi) sem er hins vegar mjög ábótavant.
Dćmigerđ VLFBERHT áritun,er ţó ekki á íslensku sverđi.
+VLFBERHT+ sverđ
Sverđiđ sem kennt er viđ Hrafnkelsdal, ţótt ţađ hafi fremur fundist í Skćnudal, er međ svo kallađan VLFBERHT brand - ađ ţví er taliđ er. Ţađ telur dr. Kristín Sigurđardóttir forvörđur, núverandi forstjóri Minjastofnunar Íslands. Kristín telur sig einnig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á hinu fagra sverđi (Ţjms. 557) sem fannst áriđ 1868 í kumli ađ Hafurbjarnarstöđum, sem er nćrri Sandgerđi. Sömuleiđis telur Kristín sig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á brandi sverđs sem fannst í Baldursheimi í Mývatnssveit (Ţjms. 2), en mér vitandi hefur Kristín ekki birt neitt ţví til stuđnings.
Kristín Sigurđardóttir forvörđur hefur birt ţessa meintu VLFBERHT áletrun á sverđinu frá Hafurbjarnarstöđum, eđa réttara sagt leifar hennar, ţví greinilega er ekki mikiđ eftir af henni. Líkast til er ţetta áletrun á lélegri eftirgerđ af VLFBERHT brandi.
Sverđiđ frá Hafurbjarnarstöđum. Ljósm. Ţjóđminjasafn Íslands.
Sverđiđ frá Baldursheimi er mjög illa fariđ og međ ólíkindum ađ inngreipt VLFEBRHT-"tauschering" á yfirborđi brandsins hafi varđveist. Sönnun fyrir ţví vćri vel ţegin! Skuggar á lélegri röntgenmynd frá 1979 eru ekki nóg. Teikningin var gerđ af A. Gíslasyni.
VLFBERHT eđa ULFBERHT sverđ voru upphaflega hágćđasverđ sem framleidd voru úr hágćđajárni sem flutt var til Evrópu frá Íran eđa jafnvel alla leiđ frá Indlandi. Gćđi járnsins voru meiri en ţess járn sem unniđ var í Evrópu, ţar sem í Asíu kunnu menn ađ hita málminn međ viđbćttum kolefni í 1300-1400 gráđur í lokuđum deiglum í lengri tíma. Viđ ţađ styrktist járniđ til muna og getur talist til stáls. Egg branda úr slíku járni voru harđari, og ţar sem sverđin voru í notkun voru VLFBERHT-brandar taldir bera af öđrum sverđum. Sverđin ţekkjast m.a. á ţví ađ merki međ nafninu VLFBERHT hefur veriđ grafiđ og greipt međ mýkri málmi (danska tauscheret, enska incrusted, sjá meira um tćknina hér) efst blóđrefilinn nćrri tanga brandsins. Hinum megnin var skreyti međ međ XX- og II-laga táknum (sjá mynd neđar).
Fyrir nokkrum árum birti breskur vísindamađur Alan Williams ađ nafni, sem starfar viđ The Wallace Collection i London, niđurstöđur sínar á rannsóknum á járninu í Ulfberht-sverđum (sjá hér). Williams uppgötvađi ađ norrćnir menn eđa ađrir fóru fljótt ađ falsa VLFBERHT branda. Ađ sögn William má oft sjá ţađ á áletruninni, jafnt sem efnagreiningunni á járninu. Eftirgerđir voru međ ranga stafsetningu á "brandinum" og minna innihald kolefnis í járninu. Ađ svipađri niđurstöđu hefur fornleifafrćđingurinn Anne Stalsberg komist, án málmrannsókna, en hún hefur aftur á móti sýnt fram á breytingar og úrkynjun á áletrunum, sem virđast haldast í hönd viđ verri gćđi brandanna ţegar fram líđa tímar og fölsuđ merkjavara kemst á kreik.
Voru hin ţrjú íslensku "VLFBERHT-sverđ" merkjavara eđa evrópsk soraframleiđsla?
Hvort gćđi sverđanna frá Hrafnkelsdal og Hafurbjarnarstöđum hafi veriđ góđ eđa léleg, eđa hvort inngreipt áletrunin sé úrkynjuđ eđur ei, veit ég ekki nógu gjörla til ađ geta sagt frá ţví. Áletrunin á brandinum frá Hafurbjarnarstöđum gćti ţó bent til ţess ađ sverđiđ hafi veriđ úr deigara járni en "ekta" VLFBERHT-merkjavara, sé gengiđ út frá niđurstöđum Alan Williams og Önnu Stalsberg.
Áriđ 1979 lét Kristín Sigurđardóttir röntgenljósmynda sverđin og ţá komu mjög ógreinilegar áletranir í ljós. Hugsanlega hefur hún skrifađ meira um ţćr löngu síđar í doktorsritgerđ sinni, en ekki greinir hún ţó frá ţví í frásögnum sínum af Hrafnkelsdalssverđinu sem birst hefur eftir ađ hún var rituđ, t.d. í ţessu riti, sem ţví miđur inniheldur fjölda missagna og rangfćrslna.
Greinilegt er ađ menn á Norđurlöndum, eđa víkingarnir, (ef menn vilja halda í ţađ kjánalaga safnheiti), hafa greinilega veriđ sólgnir í merkjavöru eins og helbeitt VLFBERHT-sverđin. Ţeir hafa fljótlega séđ sér fćri á ađ falsa slíka hágćđavöru. Hér ađ lokum birti ég skopmynd sem einn snjall blađteiknara Berlingske Tidende í Danmörku teiknađi er fréttin af niđurstöđum Alan Williams birtist í ţví blađi hér um áriđ.
Merkjavöruprinsinn Valiant og Hrafnkell Freysgođi međ linan VLFBERHT sinn í Skćnudal?
Heimildir
Jón Hnefill Ađalsteinsson 1981. Sverđiđ úr Hrafnkelsdal. Árbók hin íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 40-47.
Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Akureyri 1956. (Bókin endurútgefin áriđ 2000 međ mjög takmörkuđum viđbótum og litmyndum).
Ţór Magnússon 1971. Endurheimt Fornaldarsverđ. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1971, bls. 86-90.
Kristín Sigurđardóttir 1981. Tvö ný Ulfbert sverđ? Ljóri 2. árg. 1. tbl. Nóv. 1981, bls. 7.
Kristín Sigurđardóttir 1994. Sverđ frá Hafurbjarnarstöđum. Gersemar og ţarfaţing. Ţjóđminjasafn Íslands og Hiđ Íslenska Bókmenntafélag 1994, bls. 22-23.
Williams, Alan R. 2007, Crucible Steel in medieval swords, Metals and Mines: Studies in Archaeometallurgy (London, 2007), pp. 233-241.
Skjalasafn Nationalmuseeet Kaupmannahöfn 2. Afdeling (Nú Afd. for Middelalder og Renaissance): Mál 317/00 [1900] merkt: Island; Svćrd fra Vikinge-tiden.
Annar fróđleikur:
Hér er ţví haldiđ fram, ađ járniđ í Ulfberht sverđum séu alls ekki úr Austurvegi, heldur hágćđastál ćttađ úr Taunus fjöllum í Ţýskalandi. Sjá enn fremur hér. Samkvćmt Robert Lehmann er mikiđ arsenik í járni Ulfberht sverđa. Ţađ telur hann útiloka austrćnan uppruna stálsins. Mér sýnist ţađ ekki fara efnafrćđingnum vel úr hendi ađ leika fornleifafrćđing.
Áhugaverđ frćđslumynd um VLFBERHT sverđ, sem Jón Steinar Ragnarsson benti mér á á FB. Frćđslumyndin birtir niđurstöđur Önnu Stalsberg án ţess ađ nefna hana á nafn, en annars er ţetta ágćt frćđsla og skemmtun:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2015 Š Varist falsanir og eftiröpun.
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Fornleifafrćđi, Fornleifar, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Ţakka góđa grein og frćđandi U tube. Er einhvađ af ţessum merkjum sem ţú sýnir ţ.e. frá Anne Stalsberg sem tákna ártaliđ. Ég hef séđ svipuđ merki á öxum sem var talin vera ártöl.
Valdimar Samúelsson, 4.8.2015 kl. 16:46
Nú kemur ţú ađ tómum kofanum hjá mér, Valdimar. Ég veit ekkert hvađ ţessi merki tákna, og sel ţađ ekki dýrara en ég keypti ađ ţetta sé eingöngu skreyti. Ţađ er samt freistandi ađ velta ţví fyrir sér. Ţví X og I eru jú tákn fyrir tölur og margt annađ. En x-in á bröndunum mynda stundum kross og svo eru fimm eđa sex I til beggja hliđa. Ţá getur mađur ímyndađ sér Krist á krossinum og postulana til beggja hliđa. En ţađ eru og verđa vangaveltur.
FORNLEIFUR, 4.8.2015 kl. 17:07
Ţakka fyrir. Ég ţarf ađ finna ţessar axar myndir og bera saman viđ ţćr sem ţú sýnir. Smá bón. Mig vantar mynd/skýringamynd ađ eyktar klukkunni. Gćtir ţú vísađ ţér á slóđ. Ég er sjálfsagt ekki rétta leitar orđiđ. kv v
Valdimar Samúelsson, 5.8.2015 kl. 16:31
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4343
FORNLEIFUR, 5.8.2015 kl. 20:00
Ţakka fyrir Vilhjálmur. Já ţađ var orđiđ eykt ţ.e. gamla merkingin sem á viđ tímabićiđ plús og mínus 15:00. Ţađ sem ég var líka ađ vonast til a sjá er klukkan sjálf ţ.e. hringur merktur međ ţessum gömlu merkingum. Ég hef séđ ţetta en finn ekki. Allaveganna ţakka fyrir ţótt seint sé en gleymdi ađ haka viđ vakta athugasemgir.
Valdimar Samúelsson, 11.8.2015 kl. 11:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.