Vel grafiđ og dróni Guđnýjar Zoega


Ég hef áđur dáđst ađ verkefnum Guđnýjar Zoega og félaga í Skagafirđi, t.d. ađ Seylu, ţótt samverkamenn hennar hafi reynt ađ breyta myntsláttusögu Dana á heldur ógagnrýninn hátt međ ţví ađ halda ţví fram ađ Danir hafi slegiđ koparmynt á tíma sem ţeir slógu ađeins silfurmynt (sjá hér og hér). Ţađ var heldur ekki mynt sem ţeir fundu.

Rannsókn kirkjurústar í Keflavík í Hegranesi er afar áhugaverđur hluti af Skagfirsku kirkjurannsókninni sem stađiđ hefur yfir síđan 2007, mestmegnis fyrir styrktarfé frá Bandaríkjunum. Ekki fyrir ţađ ađ ţar hafi fundist kirkja og grafir. Ţađ heyrir vart til tíđinda lengur. Hins vegar hafa fornleifafrćđingarnir grafiđ varlega niđur ađ H-1 laginu úr Heklugosinu áriđ 1104. Svo hefur Guđný tekiđ í notkun nýtt leikfang, sem verđur ómissandi í íslenskum fornleifarannsóknum framtíđarinnar, nú ţegar geimverur eru hćttar ađ taka loftmyndir.

Drónamynd Guđnýjar er sko ekki dónaleg. Hún sýnir okkur, hvernig H-1 hefur lagst eins og nćturhrím á hringlaga, skagfirska kirkjugarđinn. Sjá má ađ nokkrar grafir hafa veriđ grafnar eftir 1104. En ţar sem 1104 lagiđ er yfir, eru líklegast óhreyfđar grafir undir (nema ef gjóskan hafi fokiđ til).

Vissulega er H-1 askan ekki eins ţykk og í t.d. Ţjórsárdal,  ţar sem ég ţekki hana best. Kirkjan í Keflavík er hreint út sagt álíka falleg og kirkjan á Stöng. Skagfirđingar létu ekki ţessa gjósku á sig fá frekar en Ţjórsdćlir og hélst búseta áfram á báđum stöđum.

Gaman vćri ađ fá ađ sjá grunnmynd af Keflavíkurkirkju í Hegranesi.

keldudalur.jpg

Hér er mynd frá rannsókn á kirkjugarđi í Keldudal, en ţá var ekki kominn dróni. Minnir mig af myndum, ađ John Steinberg hafi haft međ sér dreka, sem lét illa af stjórn í skagfirsku rokinu. Tćki eru misgóđ. Drónar eru framtíđin.

Pöntun

Nú vćri gaman ađ fá eins og 2-3 kolefnisaldursgreiningar á ungum einstaklingum (börnum) sem voru greftruđ áđur en H-1 gjóskan féll, og síđan 2-3 aldursgreiningar á börnum sem voru greftruđ síđar. Í raun hafa menn ađeins tekiđ ţađ sem gefiđ, ađ H-1 askan sé úr gosinu áriđ 1104 - og er ţađ vitaskuld líklegast - en alls ekki fullsannađ. Fyrst töldu menn gjóskuna úr gosi áriđ 1300 og um tíma var talađ um 1158 sem gosáriđ. Međ slíkum kolefnisaldursgreiningum af ungum einstaklingum sem létust fyrir og eftir gos, gćtum viđ endanlega gengiđ úr skugga um aldur H-1.

Heimildir: https://www.facebook.com/icelandscass

Sjáiđ hér hvernig fornleifafrćđingarnir í Skagafirđi eru farnir ađ nota IPad í rannsókninni. Fyrst börn eru farin ađ nota slíkt á forskólastigi er eins gott fyrir fornleifafrćđinga ađ kunna á ţetta ambođ, sem ţó er enn ekki hćgt ađ grafa međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband