Hin annálađa íslenska gestrisni áriđ 1909

img_3_1296155.jpg

Um leiđ og ég minni enn einu sinni á hina undurfögru Súkkulađi-Siggu, sem hćgt er ađ kaupa á 50x70 sm stóru plakati af Fornleifi, greinir hér frá öđru en eldra chromo-korti, međ uppfrćđandi efni sem fylgdi matvöru iđnvćđingarţjóđfélagsins í stórborgum Evrópu í byrjun 20. aldar.

Merkiđ hér ađ ofan er 23 vetrum eldra en Súkkulađi-Sigga í pökkunum frá Chokolat Pupier i Saint Etienne. Merkiđ fylgdi pökkum međ súpukrafti frá Liebig áriđ 1909. Eins og áđur hefur veriđ greint frá á Fornleifi (sjá hér), gaf Liebig út tvćr seríur međ Íslandsmyndum sem Fornleifur á einnig á skattkamri sínum. Ofanstćđ mynd, sem Fornleifur eignađist nýlega í Frakklandi, tilheyrir ţó ekki ţeim seríum, heldur litríkri seríu sem kallađist Jours d'été das l'extreme Nord, eđa Sumardagar í hinu háa norđri. Undirtitillinn er La bienvenue aux voyaguers en Islande, sem útleggjast má: Útlendingar bođnir velkomnir á Íslandi.

Greinilegt er ađ franskt útibú Liebig kjötkraftsrisans í Ţýskalandi hefur vantađ upplýsingar frá Íslandi fyrir uppbyggilegt frćđsluefni um Ísland, og listamennirnir hafa ákveđiđ ađ skálda örlítiđ.

Heimasćtan á Draumabakka kemur fćrandi hendi á móts viđ ferđalangana, međ mjólk og brauđ. Hún er einna helst líkust blöndu af barmastórri norskri, hollenskri, rússneskri og svissneskri heimasćtu. Móđir hennar situr viđ mjaltir í túnfćtinum og fjallasýnin er fögur. Ferđalangarnir taka ofan hattinn og háma í sig nýbakađ brauđiđ og drekka volga mjólkina. Á hinum íslenska bóndabć er vitaskuld allt mjög reisulegt og bćrinn hlađinn úr grjóti eins og síđar á nasistahofi Gunnars Gunnarsson ađ Skriđuklaustri. Ekkert torf er sjáanlegt eđa útskeifar og skyldleikarćktađar rollur. Fjallasýnin er glćsileg og vitaskuld er eldfjall og úr ţví rýkur örlítiđ. Ferđamannagos voru greinileg líka eftirsótt vara og ţekkt áriđ 1909.

detail_liebig.jpg

Myndirnar á Liebig-kortunum sumariđ 1909 voru ef til vill ekki mikil listaverk, en töluverđ handavinna.

Myndin á ţessu korti kraftaverkaverksmiđjunnar Leibig er nćsta helst eins og einhver sćtasta draumkunta fyrrverandi fornminjaráđherra á puttlingaferđalagi međ Kim Jong-Un um Ísland. Sigmundur vildi, eins og menn muna, ekki ađeins endurreisa hús í endurreisnarstíl Framsóknarflokksins međ ađstođ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar, heldur einnig láta byggja almennilegan Selfossbć međ 60 metra langri miđaldastafkirkju og gapastokki. Hann skammađist sín fyrir fortíđina og vildi búa til nýjar fornleifar.

Kannski hefđi SDG veriđ ágćtur draumsýnarmađur í súpukraftsverksmiđju? Hann var ađ minnsta kosti algjörlega misheppnađur sem yfirkokkur í stjórnmálum. Ćtli Maggi eđa Toro hafi ekki lausar stöđur fyrir svo efnilegan súpudraumamann? Mađur verđur ađ vona ţađ. Annars er alltaf hćgt ađ setja upp Potemkin-tjöld í Norđur Kóreu ef enginn áhugi er á Selfossi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband