Braggadrengirnir og Halli-stćl

Iđnskólinn Braggar 2

Áriđ 1957 kom ónafngreindur Hollendingur, fljúgandi alla leiđ til Íslands. Hann var liđtćkur ljósmyndari, líklega fagmađur. Bölvanlegt ađ vita engin deili á honum. Hér er mynd sem hann tók á Skólavörđuholtinu. Iđnskólinn hafđi veriđ reistur, en braggar voru enn á holtinu. Í ţeim bjó fátćkt fólk, og nú voru útlendingar meira ađ segja farnir ađ hafa áhuga á ţeim.

Tveir strákanna á myndinni eru enn í fótbolta, í strigaskóm og gallabuxum, alveg eins og vćru ţeir klipptir út úr mynd frá yfirgefnum kolabć í Bandaríkjunum. Hinir eru í pásu ađ skođa leikara,ađ tyggja tyggjó og stćla um hvort ţeir séu indíánar eđa kábojar. Kannski bjuggu ţeir í bröggunum, eđa í nágrenninu?

Ţjóđviljinn kallađi fólk sem ţarna bjó "ţetta fólk" áriđ 1946, ţegar fyrst kom til tals ađ flytja íbúana í ađra bragga í Fossvogi til ađ reisa minningarkirkjuna um Hallgrím gyđingahatara. Samkvćmt öđlingnum "Bćjargesti", sem skrifađi Bćjarpósti Ţjóđviljans línu, ţví merka alţýđuvinablađi, ţá "forpestađi" fólkiđ í bröggunum andrúmsloftiđ í Reykjavík međ útikömrum. Áriđ 1957 var "ţetta fólk" greinilega enn ţarna, góđvinum öreiganna á Ţjóđviljanum til lítillar gleđi.

Jónasistar í Framsóknarflokknum voru hins vegar fremri Ţjóđviljamönnum í hatri sínu á bröggum og fólkinu sem í ţeim ţurfti ađ húka. Forfeđur fátćklinganna hafđi veriđ barđir í sveitum landsins og nú átti "ţetta fólk" ekki ađ vera fyrir kirkju heilags Hallgríms gyđingahatara. Braggar fóru alla tíđ mjög í taugarnar á ţeim sem voru svo vel í álnum ađ ţeir ţurftu ekki ađ búa í ţeim sjálfir.

Halli StyleAllt í einu stekkur einhver spjátrungur í nýjustu, ammrísku rokktískunni inn í myndina. Viđ skulum kalla hann Halla. Hann hafđi greinilega stúderađ myndir međ James Dean og Elvis. Hann er í hvítum sokkum, mokkasínum, vel straujuđum sjínóbuxum og college-jakka, líkt og hann hafđi labbađ inn í settiđ viđ skólavörđuna, beint frá Sunset Búlevard međ smástoppi í Vinnufatabúđinni.

Ísland var á góđri leiđ međ ađ verđa 51. ríki Bandaríkjanna. Halli hafđi greinilega uppgötvađ ađ útlendingur var ađ taka af honum myndir ţar sem hann var ađ leika sér viđ yngri drengi. Ţađ mátti Halli ekki.

Ef einhver kannast viđ söfnuđinn ţarna viđ klappirnar efst á holtinu, ţćtti ritstjórn Fornleifs kćrt ađ fá upplýsingar. Ef Halli er á lífi, er hann kominn vel yfir áttrćtt. Ţetta eru nćstum ţví fornleifar.

Eitthvađ held ég ţessi braggar myndu kosta í endurgerđ í dag, en ţarna hefđi ef til vill veriđ tilvaliđ ađ hafa Hallgrímsbar. 700 milljónir, án samninga á Dags gengi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Endurgerđ svona slotta kostar sitt og óţarfi ađ fetta fingur út í ţađ. Ábyrgđarmenn framkvćmdarinnar hafa samhljóma ákveđiđ ađ engin ástćđa sé til ađ rannsaka ţađ. Svo ţetta er ţá líklega ollrćt. Vigdís bara ađ mismćla sig eina ferđina enn.

Ţetta er gert af fólki sem gerir ekki mistök og ekki púst um ţađ meir. Enda ekki bofs í fréttum um ţađ frekar og verđur ekki. Hefđi hugsanlega veriđ ef vonda fólkiđ hefđi gert ţetta.

Hefđi líklega dugađ til ađ byggja blokkaríbúđir fyrir alla braggabúa á sínum tíma. Nú eđa Iđnskólann sjálfan, en skítt međ ţađ. 

Átfittiđ á drengjunum kannast mađur viđ og gekk í svona sjálfur allt frá bómullarskyrtu niđur í vírbuxur og háa strigaskó. Seinna komu dralonpeysurnar rafmögnuđu. Mađur ţurfti ađ jarđbinda sig og afrafmagna áđur en mađur tók í hurđarhúna svo ekki spryttu eldingar af fingurgómum.  En ţćr voru töff.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2018 kl. 15:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki má vćna Dag um ađ sinna ekki verstu eymingjunum. Hann hefur nú keypt 20fm gáma fyrir ţá til ađ setja upp í útnárum borgarinnar, svo ţeir hafi nćđi Ţeir kosta litlar 18 milljónir stykkiđ, enda međ náđhúsi innandyra.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2018 kl. 16:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţessar vírbuxur hefđu ekki ţótt inn í dag, ţegar svalast er ađ vera međ boruna úti međ lói og öllu saman. Ţarna var keypt viđ stćrđ svo strengurinn rúmađi tvö strákstrá. Ţetta kallađi á lakkrísbelti ţar sem sylgjan var reyrđ viđ ţind og brett uppá skálmar ţriđjung úr legg. Rassvasarnir rétt undir herđablöđum. "One Size fits all" var ţá ekki einusinni fundiđ upp en brćđur frá 7-16 gátu léttilega nýtt sér sömu brók.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2018 kl. 16:28

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Já Jón Steinar, braggablús Dagsverđaraurapúkans myndi í hvađa siđmenntuđu landi sem er kosta borgarstjóra vinnuna og ćruna. En nú erum viđ ađ tala um Ísland, ţar sem menn hafa í brátt 80 ár fariđ međ stjórn landsins og "stórborgarinnar" líkt og sitt eigiđ seđlaveski eđa vasa.

Gámadćmiđ fyrir eymingjana minnir óneitanlega á flutning "braggapakksins" og Höfđaborgarbúanna í gamla daga.  Ţeir vel efnuđu vilja eymdina úr sjónmáli og reisa ţví Ciesielski-rađhús til ađ friđa samviskuna. Helst lengra í burtu en hesthús ađalsins. Hugsađu ţér, hrossin ţeirra gćtu tryllst ef ţau sćju fátćklinga. Mér er sagt ađ íslensk hross séu nćsta rasísk og snobb, og vilji helst ekki bera útlendinga eđa ţurfalinga, enda hefur veriđ fariđ betur međ ţau í gegnum tíđina en beiningafólk og sauđgráa alţýđuna. Viđ sem komin erum af ţurfalingum í Skagafirđi ţekkjum ţetta.

Dagur er ekki og verđur aldrei sósíalisti, frekar en flest fólk í íslenskum stjórnmálum. Flest er ţetta liđ í eiginhagsmunapoti. Almannafé er fyllt á vasana en seđlarnir hverfa jafnótt og ţeim er trođiđ, ţví á vasanum er alltaf gat. Upp um lćri stjórnmálamannsins skríđa afćtur og sníkjudýr tilbúin ađ gleypa ţađ sem fellur niđur gatiđ á vasanum. Ţađ er borist á, ekkert síđur en hjá Sjöllunum.

FORNLEIFUR, 5.10.2018 kl. 04:33

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Tískan var: Gallabuxur og axlabönd, gúmmískór og Andrés önd. Man ţetta međ hryllingi og átti samt enga brćđur sem gćtu hafa mýkt buxurnar eđa tekiđ viđ pari međ hnébótum úr nćlonleđurlíki.

FORNLEIFUR, 5.10.2018 kl. 04:42

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, allstađar annarstađar en á íslandi hefđu hausar fokiđ viđ svona skandal. Hér eru ţó litlar líkur á ađ hćgt sé ađ ţyrla upp flórstormi í skeiniblöđum rétttrúnađarins ef kratar eiga í hlut. Gagnvart öđrum stjónmálasannfćringum nćgir ađ fjarskyldur frćndi hafi ekiđ yfir á rauđu á sjöunda áratugnum, til ađ hćgt sé ađ slíta ríkisstjórnum eđa henda fólki berrössuđu fyrir samfélagsmiđlaljónin til kjamms og gnags.

Rannsóknir á rannsóknir ofan á minnstu bagatellum eru sjálfsagđar án tilefna og skýrslugerđir sérfrćđinga um allt og ekkert orđin hagsćll iđnađur fyrir meritlausu flauelsjakkana í Hí.

Skýrslur verđa ţó, nóta bene, ađ vera frá réttu sjónhorni til ađ kallast marktćkar. (Sjónhorn í eintölu ţar sem annađ ţekkist ekki)

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2018 kl. 11:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband