Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012

Fyrstu fréttir úr felti reynast rangar

23722-macgillivray-great-auk
 

Nú er uppgraftarvertíđin ađ hefjast á Íslandi, og gamlan, atvinnulausan fornleifafrćđing langt frá Fróni klćjar í lófana eftir ţví ađ fá ađ grafa,  jafnvel ţótt hann fái fréttir yfir hafiđ af einhverri „sensasjón" sem ekki er ţađ.

Rannsóknir á Alţingisreitnum svo kallađa eru hafnar á ný eftir ađ kreppan stöđvađi ţćr um tíma áriđ 2009. Ţćr komu vel „undan vetri" eins og Vala Garđarsdóttir fornleifafrćđingur orđađi ţađ. Nú ríkir nefnileg fimbulvetur fyrir fornleifafrćđi, sem og önnur menningarmál. Ţá er um ađ gera ađ hafa góđa sögu, ţótt hún sé bölvuđ lygi. Íslendingar elska ađ láta ađ ljúga ađ sér, og borga jafnvel fyrir.

Í útvarpsviđtali (hér) viđ Völu Garđarsdóttur, sem eitt sinn var kölluđ „heitasti fornleifafrćđingurinn" í DV um áriđ, (og ég sem hélt ađ ţađ vćri ég, eđa minnst kosti Adolf Friđriksson), kemur í ljós ađ geirfuglabein hafi fundist viđ rannsóknirnar á Alţingisreitnum.

Ekki veit ég hvort ađ Vala hefur fengiđ lélegan fréttamann í gröftinn til sín, eđa hvort hún ber sjálf ábyrgđ á ţví sem fram kemur hjá RÚV, en ţar stendur:

„Börn eru alla jafna áhugasöm um fornleifauppgröft og í miđju spjalli Berglindar og Völu gekk einmitt krakkaskari framhjá og nokkrir spurđu hvort búiđ vćri ađ finna beinagrindur. Ekki mannabein, sagđi Vala en bein af geirfuglinum. Slík bein hafa aldrei fundist viđ fornleifauppgröft áđur."

Geirfuglabein hafa reyndar fundist áđur í mannvistarlögum í Reykjavík, t.d. í grunni Tjarnargötu 4, og eru ţau víst enn geymd í Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn, ţangađ sem ţau voru send til greiningar á sínum tíma. Morten Meldgaard núverandi forstöđumađur Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn skrifađi áriđ 1988 grein um bein geirfugla, ţar sem hann nefnir beinin frá Reykjavík. (Sjá grein hans hér, bls. 164 )

Geirfuglabein hafa einnig fundist víđa í mannvistarleifum á Grćnlandi, sem inúítar, norrćnir menn og t.d. Hollendingar hafa skiliđ eftir sig. Í byggđum norrćnna manna á Skotlandi var heldur ekki fúlsađ viđ Geirfuglabringu og Neanderthalsmenn átu fuglinn fyrir 100.000 árum síđan. Bein af geirfugli hafa fundist allt suđur á Flórídaskaga. Dauđur geirfugl er langt frá ţví ađ vera óalgengur. Svo var ţađ ekki í Eldey áriđ 1844 ađ honum var útrýmt, ţví síđast sást til hans á lífi áriđ 1852 á Nýfundnalandi.

Frekari upplýsingar 1.6.2012: 

Kristian Gregersen hjá Zoologisk Museum í Kaupmannahhöfn hefur upplýst ađ hann hafi fundiđ geirfuglabeinin frá Tjarnargötu 4 í geymslum safnsins. Beinin voru send af F. Guđmundssyni (sem getur ekki veriđ neinn annar en Finnur fuglafrćđingur Guđmundsson) til safnsins ásamt öđrum beinum, sem var skilađ til Finns Guđmundssonar í maí áriđ 1954. Einnig eru í Kaupmannahöfn bein úr geirfugli frá Kollafjarđarnesi sem komu til safnsins áriđ 1909. Ég ţakka Kristian Gregersen fyrir upplýsingarnar og hjálpina.


Silfurberg í Kaupmannahöfn

Rosenborg kristallar

 

Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].

Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.

Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.

Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.

Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.

Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:

Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.

Frederik_3__Paul_Prieur__1663__Rosenborg_Slot
Friđrik 3. Danakonungur og Íslands

Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal.  Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.

Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.

Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn  Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).

Ametyst Konungs
Strýturnar úr ametysti, eru 3,1 og 3,0 sm ađ lengd.

Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin  320 og 321.  Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.

Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.

Ítarefni

Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.

Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.

Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.

Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.

Grein um Silfurberg á Wikipedia.

Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.

Viđbót 1.6. 2012 

Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:

Sćll Vilhjálmur,

ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.

Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.

Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu  Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).

Kveđja,

Leó Kristjánsson


Íslenskar súpermýs

  Icelandic Supermice

Nýlega minntist ég á Ĺge Meyer Benedictsen. Langamma hans á Íslandi hét Jarţrúđur Jónsdóttir og trúđi ţví ađ íslenskar mýs gćtu róiđ á kúadellum. Íslendingar trúa oft hvađa dellu sem er. Má til ađ mynda nefna Kínverja nokkurn sem vill verđa keisari uppi á örćfum og dellunni í íslenskum fjármálafurstum áđur en allt hrundi á Fróni. Ég reyndist sannspár í fćrslu minni um ţá í frásögninni um súpermýsnar íslensku, sem fyrst birtist 6.11.2007.

---

Dr. Ebenezer Henderson, Skotinn sem gerđist prestur í Danmörku og dreifđi biblíum út um allt, velti líka fyrir sér veraldlegum fyrirbćrum. Hann velti fyrir sér íslenskum músum í ferđabók sinni frá Íslandi áriđ (1818). Ţar skrifar hann á blađsíđum 417-19 um athuganir Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem fyrst komu út í Íslandslýsingu ţeirra áriđ 1772. Rannsóknir ţeirra bentu til ţess ađ hagamýs söfnuđu berjum og öđru ćtilegu á ţurrar kúadellur, sem ţćr svo roguđust međ niđur ađ nćsta lćk, hoppuđu um borđ og stýrđu dellunni međ halanum, ţangađ til ţćr voru komnar heilu og höldnu á áfangastađ.

Hr. Hooker, sem einnig ferđađist á Íslandi, henti gaman af ţessari vitleysu hjá Eggerti og Bjarna og segir okkur ađ sérhver viti borinn Íslendingur hlćgi af ţessari upplýsingu Eggerts og Bjarna.

En Henderson var trúmađur og hann tilkynnti lesendum sínum međ mikilli andargift í bók sinni Iceland: Or the  Journal of A Residence in the Island during the Years 1814 and 1815:

"Having been apprised of the doubts that were entertained on this subject, before setting out on my second excursion, I made a point of the account, and I am happy in being able to say, that it is now established as an important fact in natural history, by the testimony of two eye-witnesses of unquestionable veracity, the clergyman of Brjamslćk, and Madame Benedictson of Stickesholm, both of whom assured me that they had seen the expedition performed repeatedly".

henderson  Ebenezer Henderson hafđi mikil áhrif á skeggtísku Össurar Skarphéđinssonar

Madame Bendediktsson, sem hét Jarţrúđur Jónsdóttir (og var kona Boga Benediktssonar faktors og frćđimanns) hafđi á sínum yngri árum haft möguleikann á ţví eina kvöldstund, ađ virđa fyrir sér mýs viđ strönd lítils stöđuvatns, og sjá hvernig litlu dýrin léku listir sínar sem ferjumenn. Maddaman greindi einnig frá ţví ađ mýsnar hefđu notađ ţurra sveppi sem töskur.

Annađ hvort hefur frú Jarţrúđur sjálf veriđ á sveppum ţetta sumar, eđa ađ hún hafi veriđ berdreymin í meira lagi og hefur máski séđ fyrir sér Íslendinga áriđ 2007 fyrir utan Bónusverslun, en ekki getađ sett ţá sýn í samhengi - ekki trúađ sínum eigin draumum.

Ţetta athćfi íslenskra músa ţótti enn svo merkilegt áriđ 1832, ađ alţýđufrćđararnir hjá Penny Magazine sögđu frá ţessu og bćttu viđ myndinni af íslenskum músum á siglingu.

Nú er vandamáliđ bara, ađ ég veit ekki hvort ţetta er rétt eđa rangt. Ég hef aldrei fylgst međ músum. Geta íslenskar mýs siglt á kúadellum og hafa ţćr yfirleitt leyfi til ţess? Sumir íslenskir fjármálasnillingar geta greinilega siglt á hvađa dellu sem er og er ţeim trúađ fram í rauđan dauđann.


Tóm steypa

Steypa
 

Í frétt Sjónvarpsins í fyrrakvöld var greint frá ţví ađ Húsafriđunarnefnd freistađist ţess nú friđalýsa hús og mannvirki í Skálholti undan viđundrinu sem menn byggđu á liđnum vetri viđ norđurhliđ Skálholtskirkju. Ég vona ađ Húsafriđunarnefnd verđi kápan úr ţví klćđinu.

Međ núverandi menntamálaráđherra, sem neitađ hefur ađ taka afstöđu til ólöglöglegar leyfisveitingar Fornleifaverndar Ríkisins, sem gaf út leyfiđ til ađ óskapnađurinn í Skálholti yrđi reistur, er ţađ borin von ađ sú ósk Húsaafriđunarnefndar rćtist. Fornleifavernd Ríkisins neitar einnig ađ tjá sig um máliđ, svo líklegast verđur ađ fara međ ţá beiđni fyrir einhverja nefnd sem getur rakiđ garnirnar úr Fornleifavernd Ríkisins og kennt ráđherra stjórnsýslu.

Fćri ég einnig fréttamanni sjónvarpsins bestu ţakkir fyrir ađ sýna alţjóđ ađeins betur hvers konar ćvintýrakarlar og leiktjaldasmiđir hafa veriđ ađ verki í Skálholti. Tilgátuhús sem á ađ sýna byggingalist fyrri alda á einum helgasta stađ landsins, inniheldur plast, tjörupappa og gerviefni og greinilega líka hrađsteypu eins og sýnt var í sjónvarpsfréttinni.

Svo er ţví boriđ viđ, ađ Ţorláksbúđ međ plastdúk og steypu sé byggt međ húsagerđ á Stöng í Ţjórsárdal sem fyrirmynd. Svo er ekki, og get ég sagt ţađ međ ró í huga, ţar sem ég hef manna mest rannsakađ minjar ađ Stöng í Ţjórsárdal. Skúrinn í Skálholti, og Ţjóđveldisbćrinn viđ Búrfell í Ţjórsárdal kemur byggingum á Stöng í Ţjórsárdal ekkert viđ. Ţó ađ yfirsmiđurinn ađ Ţorláksbúđ međ steypuslettunum, hafi smíđađ innviđi fyrir hugmyndakirkju arkitekts sem teiknađi „eftirmynd kirkjunnar á Stöng", ţá er ekki ţar međ sagt ađ sú kirkja eigi nokkuđ sameiginlegt međ ţeim byggingum sem á miđöldum stóđu á Stöng í Ţjórsárdal.  Ég stjórnađi rannsóknum á kirkjurústinni á Stöng í Ţjórsárdal, og ég vil meina ađ kirkjulíkaniđ sem var reist viđ Ţjóđveldisbćinn eigi ekkert skylt vil kirkju ţá sem stóđ á Stöng í Ţjórsárdal. Sjá hér. Hér má hins vegar lesa grein um rannsóknirnar á kirkjunni Ţjórsárdal og einnig hér og hér.

Biđ ég ađstandendur byggingarinnar sem klambrađ hefur veriđ saman norđaustan viđ dómkirkjuna í Skálholti vinsamlegast um ađ hćtta ađ ljúga opinberlega til um hvar ţeir hafa sótt sér hugmyndir ađ byggingu sinni. Hugmynd ţeirra er kannski sótt í teikningar arkitektsins Hjörleifs Stefánssonar, en Hjörleifur hefur hins vegar hina mestu ímugust á ţví fyrirbćri sem reist hefur veriđ í Skálholti á síđastliđnum vetri. Hann sagđi sig úr stöđu formanns í Húsafriđunarnefnd vegna ţess ađ ţessu furđubygging varđ ađ veruleika í trássi viđ ráđleggingar Húsafriđunarnefndar.

Menn, eins og Gunnar Bjarnason smiđur, ćttu ađ sjá sóma sinn í ţví ađ taka ţessa hrćđilegu byggingu sína niđur og reisa hana annars stađar, ţar sem hún veldur ekki spjöllum. Ég legg til ađ hann biđji Fornleifavernd og Menntamálaráđyneytiđ um fjárhagslega hjálp til ţeirrar framkvćmdar. 


Fréttir úr frambođi

Bók

Nýlega, er Ari Trausti Guđmundsson, hinn landsţekkti jarđfrćđingur og fjölmiđlamađur bođađi forsetaframbođ sitt, greindi ég svolítiđ frá ćttum Ara í Ţýskalandi. Ţótt oft hafi lođađ einhver nasistaára yfir Guđmundi frá Miđdal, föđur Ara, vita kannski fćstir ađ lítiđ fer fyrir ţýskum uppruna Ara. Forfeđur hans í Ţýskalandi voru ađ helmingi, ef ekki ađ meirihluta til, af gyđinglegum uppruna og höfđu síđustu kynslóđirnar veriđ kaupmenn í bćnum Pasewalk í Pommern (Mecklenburg-Vorpommern).

Ég sá, ađ Egon nokkur Krüger, efnafrćđingur og menntaskólakennari í DDR, og síđar áhugasagnfrćđingur í sameinuđu Ţýskalandi, hafđi skrifađ bók um gyđingana í Pasewalk. Ég tók mig til og keypti bókina sem kostađi ađeins 15 evrur. Hún er vel skrifuđ og međ virđingu fyrir efninu.

Í bókinni má lesa um kaupmennina í Sternberg-fjölskyldunni, pólsk-ţýska forfeđur Ara Trausta, m.a. Meyer Sternberg, sem fćddist í Obersitzko í Posen (nú Obrzycko) áriđ 1815, og telst mér ţađ til ađ hann sé langalangafi Ara Trausta. Í Obersitzko voru fangabúđir á síđari heimsstyrjöld, sem heyrđu undir hinar illrćmdu fangabúđir í Stutthof sem margir fangar frá Norđurlöndum lentu í.

Meyer ţessi átti klćđaverslun viđ Am Marktplatz 28 í Pasewalk. Síđar fór Meyer einnig ađ versla međ matvörur. Í auglýsingu áriđ 1868 bíđur hann t.d. léttsaltađa síld af hollenskum siđ Matjes-Hering empfing und empfhielt M. Sternberg. Salt auglýsti hann einnig eftir ađ einokun á salti var aflétt: Salz - Bei Aufhebung des Salzmonopols empfehle ich meinen geehrten Kunden von heute ab stets feinstes trockenes Crystall-Speise-Salz in Säcken von Netto 126  8/30 Pfd. Inhalt, sowie ausgewogen in jeder beliebigen Quantität, M. Sternberg. Allt var hćgt ađ selja, t.d. svínafitu: Frisches ausgebratenes Schweinschmalz offerirt billigst M. Sternberg.

Saga Sternberg fjölskyldunnar í Pasewalk fyllir ađeins 3 blađsíđur af 203 blađsíđum í bók Egon Krügers. Bókina Jüdisches Leben in Pasewalk; Familiengeschichten, Familienschicksale, Stolpersteine, er hćgt ađ kaupa vefsíđu Schibri-Verlag (ISBN 978-3-86863-022-0). Ţetta er hluti af sögu íslensks forsetaframbjóđanda og ekkert ómerkilegri en svo margt annađ sem til bođa stendur.

Hitler var líka í Pasewalk 

Ađ lokum er einnig vert ađ minnast ţess ađ bćrinn Pasewalk var einnig hluti af geđveikislegri sögu Hitlers. Ţangađ var hann fćrđur á sjúkrahús í lok fyrri heimstyrjaldar og var ţví lengi haldiđ fram ađ hann hefđi veriđ ţar vegna blindu sem orsakađist af gaseitrun. Dr. Karl Kroner, lćknir og gyđingur sem allranáđugast komst til Íslands fyrir bláan augnlit arískrar konu sinnar og smekk íslensks sendiráđsritara fyrir bláeygum ţýskum konum, og sem reyndar var líka bláeygur, upplýsti leyniţjónustu Bandaríkjahers um "veikindi" Hitlers í Pasewalk, er Kroner var enn á Íslandi áriđ 1943 (aska hans er reyndar grafin í Fossvogskirkjugarđi).

Karl Kroner Klaus Erlendur Kroner

Karl Kroner í fyrri heimsstyrjöld, ţegar hann hitti Hitler í Pasewalk. Sonur hans Klaus Erlendur (th) lést í Bandaríkjunum áriđ 2010.

Karl Kroner greindi leyniţjónustu Bandaríkjanna frá ţví sanna um „sjúkdóm" og ímyndunarveiki Hitlers, eins og kemur fram í bók taugasérfrćđingsins David Lewis-(Hodgson) um Hitler, sem ber heitiđ The man who invented Hitler (2004), sem og í bókinni Hitler in Pasewalk (2004) eftir Bernhard heitinn Horstmann. Sjá hér.

Hitler1916

Hitler var einnig á spítala áriđ 1916. Hugsiđ ykkur, hvađ hefđi gerst ef hann hefđi veriđ drepinn í stríđinu. Hjalti er annar frá hćgri í efstu röđ.


Líkneskjadýrkun

Skákmát
 

Ţjóđminjaverđi og Skáksambandi Íslands kemur akkúrat ekkert viđ hvađ einhver mađur úti í bć selur á uppbođi. Ţađ sem hann selur eru ekki minjar eđa fornleifar í skilningi ţjóđminjalaga. Skáksambandiđ seldi manninum gripina, og ţar međ voru ţeir og "verđmćti" ţeirra úr sögunni fyrir Skáksambandiđ.

Ég á sjálfur skyrdollu sem Bobby Fischer skrifađi "Fucking Jews" á, tyggjóklessu sem Sćmi Rokk tuggđi fyrir 1. skákina sem tefld var, fjórar flugur sem Boris Spassky fann á hótelherbergi sínu á Hótel Sögu, sem og kaffibrjóstsykur hollenskan, sem dr. Max Euwe gleymdi heima hjá föđur mínum. Skáksambandiđ fćr aldrei ţessa gripi eđa ágóđann af sölu ţeirra - ALDREI!

Menn eru svo ađ hlćja af monstransi kaţólikka međ blóđi fv. páfa sem nýlega kom í karmelítaklaustriđ í Hafnafirđi. Ţađ er hćgt ađ kyssa og kjassa í ţeim tilgangi ađ fá allra sinna meina bót. Mér sýnist ţó, ađ líkneskjadýrkun á gripum sem notađir voru af sjúkum gyđingahatara, sem tekinn hefur veriđ í heilagra manna tölu á Íslandi, vera álíka helga fyrir suma Íslendinga eins og blóđnasablettur úr páfa. Ekki er öll vitleysan eins. Fetíshismi er greinilega ríkur í sumum Íslendingum.

Mađur getur furđađ sig á yfirlýsingagleđi ţjóđminjavarđar, sem í afskiptum sínum af ţví hvađ mađur úti í bć gerir viđ eignir sínar, fer langt út fyrir starfssviđ sitt og -reglur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband