Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014
Jórsalir fyrir 170 árum síđan
25.2.2014 | 18:02
Áriđ 1844 heimsótti franski ljósmyndarinn Joseph-Philibert Girault de Prangey (1804-1892) Miđjarđarhafslönd. Hann kom til Jerúsalemborgar sem einmitt ţá tilheyrđi Tyrkjum, og var landiđ ekki kallađ Palestína í ţá daga, nema af diplómötum sem ferđuđust um Ottómanaríkiđ. Myndir ţessar eru vitaskuld daguerreótýpur.
Myndir de Prangey eru elstu ljósmyndir sem teknar hafa veriđ af Jórsölum. Njótiđ, og ţiđ sem ţekkiđ borgina í dag sjáiđ hve mikiđ hefur breyst á 170 árum, og kannski einnig hve lítiđ. Fáar borgir hafa líklega tekiđ eins miklum breytingum í aldanna rás. Myndirnar er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á ţćr.
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Konurnar í Andvörpum voru íslenskar
7.2.2014 | 12:17
Söfn eru aldrei betri en fólkiđ sem vinnur á ţeim. Ţetta á einnig viđ um bestu söfn í heimi, t.d. Louvre i París. Ég kem ađ ţví síđar.
Áriđ 1999 birti ég stóra opnugrein í Lesbók Morgunblađsins um teikningar meistara Albrechts Dürers. Ţćr tel ég vera af íslenskum konum. Á ţeirri skođun voru einnig sérfrćđingar 19. aldar, hollenskur sérfrćđingur á 20. öld og t.d. Björn Ţorsteinsson sem birti eina myndanna í bókum sínum um miđaldasögu. Ég bar ritháttinn á skýringum Dürers undir Stefán heitinn Karlsson, og hann las Eissland en ekki Eiffland eins og sumir ţýskir sérfrćđingar ćttađir frá Eystrasaltslöndum.
Vegna misskilnings ţýsk ţjóđlífslistamanns síđar á 16. öld. Joost Ammans, sem ekki gat lesiđ skrift Dürers, urđu ţessar konur, sem hann endurteiknađi, ađ líflenskum konum og međ tíđ og tíma héldu menn ađ ţćr vćru frá Líflandi, ţ.e.a.s. frá svćđinu á milli Eistlands nútímans og Lettlands.
Ţegar ég hafđi á sínum tíma samband viđ Louvre og ţýskan sérfrćđing, fékk mjög hofmóđug svör, sérstaklega frá maddömunni í Ţýskalandi, sem ekki tók vel í erindi mitt, sem ég lét fylgja myndir úr íslensku handriti máli mínu til stuđnings, sem og ađrar upplýsingar, sem birtust í grein minni í Lesbókinni. Sumu fólki finnst ekki gott ađ breyta og umbylta fastfrosnum skođunum sínum.
Tölvupóstur frá Inu Line
Ég gladdist ţví mjög í fyrra er ég fékk tölvupóst frá listsagnfrćđingi og sérfrćđingi í búningum eistneskum, sem heitir Ina Line, sem ţekkti fornleifafrćđing danskan sem ţekkti mig. Ina Line vildi vita, hvađ ég hefđi skrifađ um konurnar í lćrđri grein minni í Lesbók Morgunblađsins, sem hún hafi rekist á á veraldarvefnum. Ég sendi Line línu og sagđi henni ţađ í stórum dráttum, og hún var sammála mér. Engir búningar sem ţessir sem Dürer teiknađi, ţekkjast frá Eistlandi og Lettlandi. Menn hafa einfaldlega Lesiđ Eissland sem Eiffland. Lífland var á tímabili kallađ Eiffland.
Ef fariđ er inn á vef Louvre, er enn sagt ađ konurnar séu frá Livonie, en einnig er búiđ ađ bćta Íslandi viđ. Ţetta gćti hugsanlega ruglađ einhverja í ríminu, ţví Ísland og Lífland eru allfjarri hvoru öđru, og jafnvel ţó svo ađ einhverjir stórhuga menn hafi klínt Íslandi í Eystrasaltsráđiđ eftir afrek Jóns Baldvins og ekki síst Jóns Vals Jenssonar fyrir ţau lönd.
Líklegt ţykir mér ađ konurnar á myndum Dürers hafi veriđ samfeđra einhverjum af ţeim Pálum eđa Hannesum sem áttu allt á Íslandi 16. öld, og ađ ţćr hafi ţarna veriđ međ mönnum sínum sem ćtluđu ađ koma ár sinni vel fyrir borđ, ţegar Kristján II Danakonungur seldi Ísland hćstbjóđanda í Niđurlöndum. Karlanginn hafđi áform um slíkt, enda var hann á hausnum eftir hernađ gegn Svíum. Sigbrit Villomsdóttir, hin hollenska móđir látinnar frillu Kristjáns konungs, Dyveku, var honum innan handar. Sigbrit sá á tímabili um öll fjármál Kristjáns. Meira um hana og Stjána síđar.
Ţess má geta ađ fyrir nćr 25 árum síđan fćrđi ég búningasérfrćđingi Ţjóđminjasafnsins, Elsu E. Guđjónsson, litmyndir af myndum Dürers úr safni auđmannsins og síonistans Edmonds de Rotschilds sem er varđveitt í Louvre. Vonađist ég til ţess ađ hún gerđi ţeim skil. Henni ţótti mjög ólíklegt ađ myndirnar sýndu íslenskar konur, en gat ţó ekki rökstudd ţađ á neinn hátt. Henni entist ekki aldur til ađ rita um ţetta eins og svo margt annađ.
Elstu myndirnar af íslenskum konum á erlendri grundu, ef ekki elstu myndirnar af íslenskum konum yfirleitt, eru teikningar meistara Albrechts Dürer. Einhvern tíman uppgötvar hiđ stóra Louvre ţađ, sem og ađ Ísland og Lífland hafi aldrei veriđ nágrannalönd. Ţangađ til ríkir franskur stórbokkaháttur og lítilsvirđing.
Bloggar | Breytt 7.4.2019 kl. 20:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalasaga - 2. hluti
6.2.2014 | 10:17
Ýmis konar heimildir um hvalveiđar fyrri alda á Norđurslóđum eru til. Nú fleygir fornleifafrćđinni fram og fornleifarannsóknir sem gerđar hafa veriđ á Spitsbergen, Íslandi og Nýfundnalandi veita okkur haf af upplýsingum sem ekki voru áđur ţekktar.
Á okkar tímum má finna öfgafyllstu hvalavinina á međal Hollendinga. Um tíma hélt ég ađ annar hver Hollendingur vćri annađ hvort öfgafullur ESB sinni eđa haldinn enn öfgafyllri hvalaţrá. Fyrr á öldum voru Hollendingar aftur á móti ein stórtćkasta hvalveiđiţjóđ í heiminum. Ţess vegna er til margar heimildir um iđnvćddar hvalveiđar Hollendinga, og sumar ritheimildir um ţađ efni eru enn órannsakađar. Hugsanlega kann eitt og annađ ađ finnast ţar um hvalveiđar viđ Íslands. Viđ Íslendingar höfum varđveitt annála frá 17. öld sem upplýsa um upphaf ţessara mikilvćgu veiđa viđ Ísland, en nú bćta frábćrar fornleifarannsóknir í eyđurnar. Enn hafa ekki fundist leifar eftir hvalveiđiútgerđir Baska viđ Íslandsstrendur, en ţađ er ađeins tímaspursmál, hvenćr slíkar minjar finnast.
Hvalveiđar og lýsi í list
Eitt skemmtilegasta heimildasafn um hvalveiđar á 17. og 18. öld er ađ finna í alls kyns myndefni, sér í lagi frá Hollandi, hvort sem ţađ eru málverk, prentverk, teikningar eđa annađ. Áhugi Hollendinga á hval var gríđarlegur, eins og öllu sem ţeir sáu arđ í á gullöld sinni á tíma hollenska lýđveldisins.
Myndirnar sýndu mikilvćgan iđnađ, sem gaf af sér mikilvćga vörur, t.d. hvalalýsiđ, sem notađ var til götulýsinga og vinnslu á brennisteini til púđurgerđar. Dýrasta lýsiđ var hins vegar höfuđlýsi, einnig kallađur hvalsauki. Ţađ var unniđ úr fitu úr höfđi búrhvala og annarra hvala. Hvalsaukinn varđ fljótandi viđ 37°C en storknađi viđ 29 °. Taliđ er ađ ţessi olía stýri flothćfni hvala. Fyrrum óđu menn í villu um eđli olíunnar og töldu hana vera sćđi, ţar sem hún ţótti minna á sćđi karla og var kalla spermaceti (dregir af sperma og ceti, sem er latneskt orđ fyrir hvali). Úr stórum búrhval gátu menn fengiđ um 3-5 tonn af ţessari merku olíu, sem var notuđ í snyrtivörur smyrsl, kerti og margt annađ.
Ríkir útgerđamenn í hollenskum bćjum ţar sem hvalaútgerđin hafđi heimahöfn létu útbúa fyrir sig skápa međ myndum af hvalveiđum. Húsgaflar hvalveiđiskipstjóra voru skreyttir međ lagmyndum af hvalveiđum og ýmsir smćrri gripir voru skreyttir međ myndum af hvalveiđum. Hvalskíđi voru notuđ í alls kyns vöru, t.d. regnhlífar, en einnig í ramma utan um myndir, í öskjur og mismunandi heimilisiđnađ.Skođi mađur málverk og myndir af hvalveiđum Hollendinga á 17. öld, er oft hćgt ađ finna hafsjó af upplýsingum, ţó svo ađ myndirnar hafi ekki veriđ málađar af mönnum sem sjálfir ferđuđust til Spitsbergen, Jan Mayen, Grćnlands og Íslands. Áđur hef ég greint frá málverki Cornelis de Man af Smeerenburg (sem yfir á íslensku er hćgt ađ ţýđa Spikbćr) á Spitsbergen (sjá enn fremur hér). Ţar er mikiđ um ađ vera og stórir brennsluofnar í notkun. Leifar af ofnum í líkingu viđ ţá sem sjást á málverkinu hafa ekki veriđ rannsakađir á Spitsbergen, og hafa ekki fundist. Prentmyndir (ristur) annarra listamanna myndir sýna ef til vill raunsćrri mynd af vinnu viđ hvalinn í landi og ofna sem líkjast meira ţeim sem rannsakađir hafa veriđ, t.d. á Strákatanga og á Spitsbergen. Ţeir eru af sömu stćrđ (sjá fyrri fćrslu). Listamađurinn de Man hefur líklega sett spikofna eins og hann ţekkti ţá frá Hollandi inn á mynd sína, eins og svo margt annađ.
Málverk eftir Abraham Storck. á Rijksmuseum het Zuiderzeemuseum, Enkhuizen. Klikkiđ nokkrum sinnum međ músinni á myndina til ađ sjá smáatriđin.
Tvö málverk Abrahams Storcks (1644-1708) sýna úrval ađ ţví sem gerist viđ hvalveiđar og hvalavinnslu á norđurslóđum. Ţó ađ allt sem á myndunum sjáist sé ekki nákvćmt, eru ţćr frábćr heimild, jafnvel ţó svo ađ listamađurinn hafi aldrei sett fćru á Spitsbergen. Hann hafđi heimildarmenn, og notađist viđ teikningar annarra listamanna og safaríkar frásögur hvalveiđimanna sjálfra.
Skođiđ ţennan hluta málverksins efst, og klikkiđ á myndina til ađ skođa smáatriđ. Er ţetta er miklu skemmtilegra en sjórćningjamynd? Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam.
Föt hvalveiđimanna
Gaman er bera saman hinar mismunandi heimildir um hvalveiđar á 17. öld. Skođar mađur til dćmis vel föt og flíkur hvalveiđimanna á málverkum hollenskrar gullaldar, er ćvintýri líkast ađ sjá ţau föt sem fundust viđ fornleifarannsóknir á gröfum hvalveiđimanna á Smeerenburg. Stćkkar mađur brotiđ úr mynd Abrahams Storcks hér fyrir ofan mćtti halda ađ ţarna vćru ţeir komnir sem létust viđ störf sín ţegar ţeir dvöldu á Spitsbergen.
Tengd efni:
Kaptajn, Křbmand og Helligmand
Allen die willen naar Island gaan
Menning og listir | Breytt 7.2.2014 kl. 08:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalasaga - 1. hluti
3.2.2014 | 14:46
Einn af merkari fornleifauppgröftrum síđari ára á Íslandi eru rannsóknir dr. Ragnars Edvardssonar á rústum hvalveiđistöđvar frá 17. öld á Ströndum. Ragnar hefur rannsakađ rústir hvalveiđiverstöđvar og lýsisbrćđslu á Strákatanga í Steingrímsfirđi, (sem er ađ finna í Hveravík í norđanverđum firđinum gegnt Hólmavík). Ragnar hefur sömuleiđis unniđ frumrannsókn á rústum hvalveiđistöđva í Strákey og í Kóngsey, sem eru norđur af Steingrímsfirđi. Rannsóknirnar varpa skíru ljósi á verslunar- og iđnađarsögu Íslands. Sögu hvalveiđa er einnig mikill akkur af rannsóknum Ragnars.
Ég set hér hlekki í rannsóknarskýrslur Ragnars svo menn geti kynnt sér ţessar merku rannsóknir hans og félaga hans árin 2007, 2008, 2009, 2010 og 2012.
Lýsisbrćđsla á Strákatanga
Á Strákatanga fundust vel vađveittar rústir lýsisbrćđsluofns. Engum vafa er undirorpiđ ađ hann er byggđur af hollenskum hvalföngurum. Tígulsteinninn í honum er greinilega hollenskur, einnig minni forngripir sem fundust ţeim húsarústum sem rannsakađar voru. Reyndar telur Ragnar ađ mögulegt sé ađ Baskar hafi einnig veriđ ţarna á ferđinni. Ţađ ţykir mér frekar ólíklegt út frá ţeim forngripum sem fundist hafa á Stráka. En ekki ćtla ég ađ útiloka ég ţađ, ţar sem baskneskir hvalveiđimenn kenndu Hollendingum hvalveiđar og hollenskar útgerđir höfđu í byrjun 17. aldar oft baskneskar áhafnir eđa baskneska sjómenn um borđ á skipum sínum. Íslenskir annálar greina hins vegar frá hvalveiđum Baska frá Spáni viđ Íslandsstrendur upp úr 1610 og frá baskneskum hvalveiđiskipum. Önnur heimild, Íslandskort frá 1706 (í útgáfu á Blefken sem prentuđ var í Leyden í Hollandi), upplýsir ađ Baskar hafi veriđ viđ hvalveiđar viđ Ísland áriđ 1613. Ţađ hefur veriđ til umrćđu áđur á Fornleifi.
Brćđsluofninum á Strákatanga svipar mjög til brćđsluofns sem rannsakađur var á 8. áratug síđustu aldar á Spitzbergen. Í Gautavík í Berufirđi hefur einnig veriđ rannsakađur hollenskur lýsisbrćđsluofn. Óvíst er ţó hvort hann hefur veriđ notađur til brćđslu á hvalspiki.
Ţessi ofn var rannsakađur af hollenskum fornleifafrćđingum á Smeerenburg-tanga á Amsterdameyju á Spitzbergen á 8. og 9. áratug síđustu aldar. Hann er sömu gerđar og ofninn sem rannsakađur var á Strákatanga. Úr gein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Hvalveiđistöđin á Strákatanga var lítil miđađ viđ stöđina á Spitzbergen.
Fornleifafrćđingarnir hollensku, sem rannsökuđu hvalveiđistöđina í Smeerenburg á Spitzbergen á 8. áratug síđustu aldar, gerđu sér í hugarlund ađ brennsluofninn sem ţeir rannsökuđu viđ erfiđar ađstćđur hefđi veriđ byggđur upp á ţennan hátt:
Svona ímynda menn sér ađ ofninn á Smeerenberg hafi veriđ byggđur. Úr grein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Eins og sjá má voru ţetta stórar hlóđir sem á var sett stór ketill, ţar sem spikiđ bar brćtt. Eldsneytinu var ýtt inn um bogamynduđ göng, sem mér sýnist vera samanfallin, en annars vel varđveitt á ofninum á Strákatanga.
Einnig er til fjöldi málverka og prentmynda frá 17. og 18. öld sem sýnir spikbrćđslu Hollendinga, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Norđurhöfum.
Ţar ađ auki eru húsin á Strákatanga sem Ragnar og samstarfsmenn hans hafa rannsakađ mjög svipuđ húsakynnum Hollendinga á hvalveiđistöđvum ţeirra í Norđuríshafinu. Gólf sumra húsanna í hvalverstöđvum Hollendinga voru lögđ tígulsteinum.
Leifar eftir baskneskar hvalveiđar hafa enn ekki fundist á Íslandi?
Hugsanlega má vera ađ brćđsluofn ađ gerđ Baska sé ađ finna undir hollenska ofninum á Strákatanga. Hann vćri ţá meira í líkingu viđ ţá ofna sem fundist hafa á Penny Island í Red Bay á Nýfundnalandi, ţar sem Baskar höfđu hvalstöđvar ţegar á 16 öld. Kanadamenn hafa gert hvalveiđiminjum Baska í Rauđuvík hátt undir höfđi og voru minjarnar og stađurinn settar á heimsminjaskrá UNESCOs áriđ 2013. Hugsanlega gera Íslendingar sögu annarra ţjóđa viđ Ísland eins vel, en miđađ viđ ţćr heimalningslegu áherslur sem Íslendingar hafa lagt áherslu á til útnefningar á Heimsminjaskrá er ólíklegt ađ hinn merki minjastađur Strákatangi fari á ţá skrá í bráđ, ţó svo ađ hvalveiđar Baska og Hollendinga hafi veriđ ein mesta byltingin í veiđum viđ Strendur Íslands.
Lýsisbrćđsluofnar Baska á Penny Island voru miklu minni en ofnar Hollendinga og af annarri gerđ. Ef ţannig ofnar finnast einhvern tíman á Íslandi, höfum viđ fornleifar sem styđja ritheimildir um Baska. Enn sem komiđ er sýna fornleifar ekki ţau tengsl. Ţađ er hins vegar ađeins tímaspursmál ađ slíka minjar finnist.
Svona ímynda menn sér ađ basknesku ofnarnir á Penny Islands hafa litiđ út, en miđađ viđ upplýsingar af fundarstađ, er ţetta oftúlkun.
Til ţess ađ ég sé sćmilega fullviss um ađ hvalveiđistöđ sem grafin er upp á Íslandi hafi veriđ undir stjórn Baska, verđa forngripirnir ađ vera frá Baskalandi, ţ.e. Spáni eđa t.d. Frakklandi. Í ţví forngripameni sem fundist hefur á Strákatanga er ekkert sem bendir til Baksa, hvorki leirker né ađrir gripir. Á Spitzbergen, hafa hins vegar fundist spćnskir diskar og krukkur, en ţađ er hins vegar ekki mjög óeđlilegt, ţví hollendingar fluttu unn leirker frá Spáni.
Ţessa fćrslu er vart hćgt ađ enda nema međ tilvitnun í meistaralegt en hvalrćđislegt prumpurraggae eftir Ómar Ragnarsson, föđurbróđur Ragnars Edvardssonar. Ómar lýsir ţar raunum sínum eftir kynni sín af hinum umdeilda bjór Hvalnum, sem mun innihalda vel sođnar iđraleifar. Pempíur og nöldurkerlingar nútímans, sem fárast yfir hvađa bakteríu sem er, ćttu ţá ađ vita hvađ sett er í ostinn sem ţćr borđa svo ekki sé talađ um jógúrtina, sem byggđ er upp af bakteríum sem danskt fyrirtćki rćktar eftir ađ hafa safnađ ţeim úr bleyjum kornabarna á dönskum spítölum:
Kvalinn eftir Hvalinn
Hvalaiđra beiskan bjór
í bland međ skötu kćstri
ákaft bergđi og svo fór
međ útkomunni glćstri
á klósett eftir ţetta ţjór
međ ţarmalúđrablćstri.
Vínţoliđ, ţađ var ađ bila, -
veifađ gulu spjaldi, -
orđiđ nćrri ađ aldurtila
og gegn dýru gjaldi,
ţarmabjór hann ţurfti ađ skila
í ţarmainnihaldi.
(Ómar Ragnarsson, 2014)
Menning og listir | Breytt 22.4.2022 kl. 06:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)