Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Drćplingur og sögur bundnar inn í Oseberg

draeplingaskald.jpg

Eigi vakti ţađ mikla athygli í Danmörku, er Ţórarinn Eldjárn flutti Ţórhildi Danadrottningu og fornleifafrćđingi drćpling í gćr. Drottningu líkađi hins vegar vel og sagđi "mange tak skal I ha´", en skildi samt ekki baun í bala.

Ţórarinn er líka ţekktur fyrir ađ yrkja níđ, og ég tel mig hafa móttekiđ eitrađar vísur eftir hann sem sem mágur hans sendi á afar nútímalegan máta úr faxvél í Pósthússtrćti forđum. Ég skemmti mér mikiđ yfir ţví og hef deilt ţeirri sögu međ lesendum mínum. Ég uppskar níđvísurnar vegna ţess ađ ég var eitt sinn ráđinn ađ Ţjóđminjasafni Íslands, og í fornleifanefnd í stađ konu án lokaprófs í fornleifafrćđi. Faxskáldin vissu greinilega ekki ađ ég fékk silfurverđlaun Háskólans í Árósi áriđ 1986, en hafđi ekki tíma til ađ taka viđ ţeim úr höndum Danadrottningar á sal, ţví ég ţurfti ađ flýta mér í uppgröft á Stöng í Ţjórsárdal. Áriđ 1992, ţegar ég fékk ph.d. titil hafđi ég heldur ekki tíma til ađ hitta drottningu ţar sem ég var aftur staddur í Ţjórsárdal. Ég hef, til ađ bćta gráu ofan á svart, hafnađ ţriđja bođinu til ađ komast í návígi viđ Margréti Ţórhildi, enda sjálfur af konungakyni í báđar ćttir.

Nú fćr Danadrottning lofkvćđi, en er ekki einu sinni međ almennilegt próf í fornleifafrćđi. Ţó ađ drápan hafi ekki veriđ send henni á faxi, var ţađ óttalegt apparat sem flutti henni kvćđiđ. Forđum kunnu skáldin ţó ađ flytja kvćđi sín međ stíl - telja menn.

Eitt sinn var ţađ siđur, ađ konungar og drottningar fćrđu góđum skáldum gull og jafnvel skip. Ţórarinn fékk ekkert slíkt hjá Ţórhildi, ekki einu sinni baug úr íslensku silfri sem aldrei fellur á, enda slíkir góđmálmar sjaldfundnir í Danmörku. Tak skal I ha' er samt betra en ekkert ţegar mađur á tímum Ipads fćr fimm bindi af Íslendingasögunum á nýrri dönsku og skýrri bundnar inn í brakandi gervileđur. Íslendingasögurnar verđa aldrei tímaskekkja, ef menn gera sér grein fyrir ţví ađ ţćr eru fyrst og fremst skáldskapur og góđar trivialbókmenntir.

danska1.jpg

Ţađ vekur einnig athygli mína, ađ ţađ sem áđur voru kallađir bútar af sögum, kallast nu totter á nútímadönsku, en ekki fragmenter eins og áđur. Aumt ţykir Fornleifi einnig og einber hottintottaháttur, ađ kassinn sem inniheldur Íslendingasögurnar á norsku, dönsku og sćnsku sé skreyttur međ mynd af ljónshöfđi sem fannst í Osebergskipinu í Noregi, sem heygt var áriđ 834, löngu áđur en norrćn búseta hófst á Íslandi. Hafa menn aldrei heyrt af Ţjóđminjasafninu? Ţar réđi fađir drćplingaskáldsins eitt sinn ríkjum, og ţar er fullt af gripum sem sćmt hefđu sér betur sem skreyti á útgáfum Íslendingasagna en norskur kattarhaus.

Sjá frétt RÚV um drćplinginn: Hér og hér.

Fyrri fćrslur um Eldjárn: T.d. Hér og hér.


Fornleifafrćđi í dag (Monty Python)

 

Íslensk fornleifafrćđi er líklega ekki alveg eins ruglingsleg og fornleifafrćđi félaganna í Monty Python.

Myndin hér fyrir neđan er af dr. Bjarna F. Einarssyni. Hún sýnir ekki fornleifafrćđing međ stćla. Bjarni er líklega hćsti fornleifafrćđingur landsins og víđsýnn eftir ţví. Hér er hans gáfumannahaus tćpum 7 metrum fyrir óhreyfđum jarđlögum á Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem hann hjálpađi mér dyggilega eitt sumariđ. Lengi verđur eins góđs grafara og hans leitađ. Hjá mér vann ţó lögfrćđingur og sagnfrćđingur sem var betri, en enga stćla nú... Ţetta atriđi Monty Pythons er líka einstaklega raunsćtt.

bjarni_stekkur_a_stong_1088802.jpg

Heil Hitler og Hari Krishna

gestur_3bb.jpg 

Eiđur S. Kvaran og Wolf Helmuth Wolf-Rottkay tengjast sögu íslenskrar fornleifafrćđi óbeint. Áriđ 1936 námu ţeir ólöglega á brott mannabein úr miđaldakirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal (sem sést hér á myndinni fyrir ofan sem var tekin er miđaldabćrinn á Skeljastöđum var rannsakađur áriđ 1939). Beinin fóru ţeir međ af landi brott. Ţau átti ađ nota í rannsóknir á Greifswalder Institut für menschliche Erblehre und Eugenik, stofnun fyrir mannerfđafrćđi og mannkynbćtur viđ háskólann í Greifswald. Rasísk mannerfđafrćđi var grundvallargrein í nasismanum og spratt upp fjöldi háskóladeilda um allt Ţýskaland, sem starfađi eftir kynţáttastefnu nasistaflokksins.

Kvaran

Áriđ 1936 kom til sumardvalar á Íslandi Eiđur Sigurđsson Kvaran (1909-1939), sem stundađ hafđi nám í sagnfrćđi í Ţýskalandi og fengiđ ţar doktorsnafnbót í ţýskri kynbótamannfrćđi sem var reyndar ekki meira virđi en pappírinn sem örstutt ritgerđ hans var prentuđ á. Ritgerđin bar hiđ hjákátlega nafn: Sippengefühl und Sippenpflege im alten Island im Lichte erbbiologischer Betrachtungsweise (sem ef til vill má útleggja sem: Ćttartilfinning og frćndsemi á Íslandi ađ fornu í ljósi erfđafrćđilegar nálgunar).

ei_ur_kvaran_b.jpg

Eiđur S. Kvaran var heittrúađur nasisti og einnig dyggur liđsmađur í Ţjóđernishreyfingu Íslendinga. Ţađ er engum vafa undirorpiđ um eldmóđ Eiđs í nasismanum eđa um áhuga hans á nasískri erfđafrćđi, kynbótastefnu sem og kynţáttastefnu. Hann byrjađi ađ stunda rasistafrćđin eftir dvöl á heilsuhćli í Sviss haustiđ 1930, en ţessi kvistur af Kvaransćttinni gekk ekki heill til skógar á ţeim árum sem hann dýrkađi nasismann.

Nćstu skólaárin dvaldi hann í München  og sótti fyrirlestra hjá vafasömum frćđimönnum í mannfrćđi og kynbótastefnu, eins og ţjóđarmorđingjanum Theodor Mollison (sem var lćrifađir Auschwitzlćknisins Josefs Mengele) og Fritz A. Lenz

Í bréfi til háskólans í Greifswald dags. 11. janúar 1934 upplýsir Eiđur Kvaran um stjórnmálastarfsemi sína á Íslandi, m.a. um ađ hann hafi á fyrri hluta árs 1933 veriđ ritstjóri málgagns Ţjóđernishreyfingar Íslendinga, nasistaritsins Íslenskrar Endurreisnar. Hann upplýsti einnig ađ borgaralegir flokkar á Íslandi hefđu horft ţegjandi og hljóđalaust á uppkomu marxismans á Íslandi og ađ hann sjái ţví ţađ sem skyldu sína ađ berjast gegn honum. Hann upplýsir einnig háskólayfirvöld í Greifswald um, ađ hann sé međ verk í vinnslu um nauđsyn kynbótaráđstafana (rassenhygienischer Maßnahmen) á Íslandi. 

dd2d098c86.jpg
Nasistar í Hátíđarsal háskólans í Greifswald.

Međ Eiđi til landsins kom eins og fyrr segir annar nasisti, ungur ţýskukennari og norrćnufrćđinemi Wolf Helmuth Wolf-Rottkay frá Greifswald. Eiđur Kvaran hafđi kennt honum íslensku viđ háskólann í Greifswald. Ţeir héldu í Ţjórsárdalinn og rótuđu ţar upp beinum í kirkjugarđinum viđ Skeljastađi. Taliđ er ađ Eiđur og Wolf-Rottkay hafi tekiđ međ sér um 30-35 beinagrindur til Ţýskalands, en líklegast voru ţađ ađeins höfuđkúpur sem ţeir fluttu úr landi.

rottkay.jpg
Wolf Helmuth Wolf-Rottkay, gerđist međlimur í NSDAP áriđ 1933 og Algemeine SS áriđ 1938. Mynd sem birtist í Morgunblađinu.

 

Hvorki Eiđur né Wolf Helmuth höfđu nokkrar frćđilegar forsendur til ađ "rannsaka", eđa hvađ ţá heldur heimild til ađ rćna jarđneskum leifum fornra Íslendinga. Ţeir félagar fóru í Ţjórsárdal međ ţví markmiđi ađ fá sér ţar beinagrindur/höfuđkúpur til mannfrćđirannsókna. Ćtlun ţeirra var fara međ ţessi bein á nasíska mannfrćđistofnun, Greifswalder Institut für menschliche Erblehre, sem var undir stjórn prófessors Günther Just, sem veitti Eiđi doktorsgráđu sína. Just starfađi upphaflega fyrir og síđar í samvinnu viđ Rassenpolitisches Amt sem var hluti af NSDAP, ţýska nasistaflokknum. 

Söguna af ţessari beinatínslu Eiđs Kvarans, Wolf Hellmut Wolf-Rottkays og nokkurra íslenskra nasista sagđi Sigurđur Ţórarinsson jarđfrćđingur frá í útvarpserindi áriđ 1964. Síđar kom frásögnin út í ágćtri grein í Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags áriđ 1967 (sjá hér) sem bar heitiđ Beinagrindur og bókarspennsli.

Áđur en Sigurđur heitinn Ţórarinsson birti grein sína um rannsókn Eiđs og Rottkays, hafđi Kristján Eldjárn ţjóđminjavörđur samband viđ Rottkay, ţar sem hann var kennari í ţýsku og germönskum frćđum á Salamanca á Spáni. Rottkay skrifađi Eldjárn:

„Mér ţykir ákaflega leitt, ađ ég get varla orđiđ yđur ađ miklu liđi í beinagrindamáli ţessu, sem ţér nefniđ, en sem von er eftir ţví nćst ţrjátíu ár stríđs, tjóns og endurreisnar man ég heldur lítiđ um ferđ okkar Eiđs til Skeljastađa. Ég get ţví ekki einu sinni sagt međ fullri vissu, hvort ferđin hafi veriđ farin til Skeljastađa, eđa hvort beinagrindurnar eđa heldur mannabein ţessi hafi fundizt ţar eđa á einhverjum öđrum stađ í ţeirri ferđ, eđa hve mörg mundi hafa veriđ. Beinin munu síđan hafa veriđ flutt til Ţýzkalands, helzt til Greifswald, en ekki man ég hvort ţau voru á skipinu á ferđ okkar frá Íslandi ţetta ár eđa um örlög ţeirra í Greifswald. Vćri ţó hugsandi, ađ próf. Just, sem ţá var prófessor i mannfrćđi og erfđafrćđi í Greifswald, gćti sagt meira um ţetta efni. Hann er sagđur fyrir nokkrum árum kominn til Tübingen. Spennsliđ, sem ţér skrifiđ um í bréfinu, hlýtur ađ hafa veriđ međ eignum Eiđs Kvarans í Greifswald, ţegar hann dó. Ţćr voru geymdar af bćjarstjórninni eftir andlát hans, en eins og ţér vitiđ skall stríđiđ á fáum vikum eftir dauđa hans. Virđist mér efasamt, hvort hlutirnir hafi nokkru sinni komizt til Íslands, ţar sem landshorniđ ţetta var hertekiđ af Rússum 1945". Kristján Eldjárn bćtti svo viđ eftirfarandi athugasemd sem ritstjóri Árbókarinnar: "Eftir ţetta svar virđist vonlitiđ ađ fá fyllri svör frá Ţýzkalandi um Skeljastađaferđina 1935. Ritstj."

gestur_8b.jpg
Kirkjugarđurinn í Ţjórsárdal sumariđ 1939.
 
img_0023bb.jpg
Beinagrind í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum.

 

Wolf-Rottkay

Ferill Wolf Helmuth Wolf-Rottkay var afar einkennilegur. Hann var argur nasisti líkt og Eiđur Kvaran. Eiđur Kvaran sá ţó aldrei "bestu ár" helstefnu ţeirrar sem hann fylgdi, ţví hann lést úr berklum í Greifswald áriđ 1939. 

ei_urverstarb.jpg

 Margar tilkynningar um dauđa Eiđs voru birtar í dagblöđum í Greifswald.

wolfminnisteids.jpg

Wolf Hellmuth Wolf-Rottkay fćddist í Berlín, sonur leutnants í ţýska hernum. Hann ólst ađ hluta til upp í Oberstgau í Allgäu í SV-Ţýskalandi. Ţar sem hann fékk einkakennslu eftir barnaskóla, en tók síđar gagnfrćđapróf í bćnum Kempten. Fjöskyldan flutti síđan til Garmisch-Partenkirchen, ţar sem hann hann fékk einnig einkakennslu. Vegna ţrálát lungnakrankleika var pilturinn sendur til Davos í Sviss, ţar sem hann tók stúdentspróf. 1930-1931 stundađi hann nám í enskum málvísindum viđ háskólann í Rostock og München. 1931-32 stundađi hann nám og lauk prófi í ensku viđ túlkadeild verslunarháskólans í Mannheim. Hann vildi samkvćmt upplýsingum sem hann gaf háskólanum í Greifswald halda áfram námi í ensku en einnig í norrćnum málvísindum sem og "Rassen- und Vererbungslehre", en vegna fjárskorts settist hann ekki á skólabekk eftir prófiđ í Mannheim, en hélt til Svíţjóđar, ţar sem hann var gestur sćnsk vinar síns. 

1. janúar 1933 gekk Wolf-Rottkay í Ţýska nasistaflokkinn, NSDAP, og varđ félagi númer 433014. Ţá vćnkađi hagur hans í háskólakerfinu. Eftir sumardvöl í Svíţjóđ og Danmörku 1933, stundađi hann nám viđ Háskólann í Frankfurt í enskum og norrćnum málvísindum. Á vorönn 1934 sat hann fjórar annir í sömu greinum og ţar ađ auki Vererberungswissenschaft viđ háskólann í Greifswald. Hann framfleytti sér m.a. viđ málakennslu og ţýđingar. M.a. ţýddi hann úr sćnsku yfir á ţýsku. Árin 1935, 1936 og 1937 dvaldi hann samanlagt 10. mánuđi á Íslandi, ţar sem hann stundađi m.a heimildasöfnun og eins og fyrr greinir beinasöfnun, eđa öllu heldur beinaţjófnađ, í Ţjórsárdal.

Í byrjun júlí 1938 kvćntist hann vísindateiknaranum Ursulu Wilczek, sem mest vann viđ ađ teikna landakort og mála nái í Greifswald, og vann hún lengstum fyrir sér fyrir teikningar sínar af líkum sem birtst hafa í mörgum líffćrafrćđibókum lćknanema um allan heim. Í september 1939 var hann formlega útnefndur sendikennari í ţýsku viđ Háskóla Íslands af Reichsminiser der Auswartiges (utanríkisráđherra, sem ţá var Joachim Ribbentrop), og rektor háskóla Íslands, Níels P. Dungal. Wolf-Rottkay kenndi ţýsku tvo tíma í viku, en hélt einnig marga opinbera fyrirlestra um ţýska tungu, um sögu Ţýskalands, hin mörgu héruđ landsins en fyrst og fremst hiđ "nýja Ţýskaland", oft međ skyggnumyndasýningum (skuggamyndum eins og fjölmiđlar kölluđu ţađ ţá).

Morgunblađiđ lýsir einum slíkum fyrirlestri međ mikilli hrifningu, og urđu margir frá ađ hverfa, ţví ađsókn ađ fyrirlestrinum var mikil.  Hann hélt einnig ţýskunámskeiđ í félaginu Germaníu, sem á ţeim árum var ekkert annađ en nasistasamunda. Ljóst má vera ađ Rottkay starfađ fyrri áróđursöfl í Ţýskalandi. Ţann 4. apríl 1939 hélt hann "háskólafyrirlestur međ ljósmyndum um hina nýju bílvegi í Ţýskalandi („Reichsautobahnen")" Hann hélt af landi brott međ konu sinnu Ursulu Wolf-Rottkay, sem komiđ hafđi til landsins áriđ 1938 í lok apríl međ Dettifossi.

Á stríđárunum vann W.H. Wolf-Rottkayh um tíma fyrir áróđursstofnun í Ţýskalandi, Deutsche Informationsstelle, undir utanríkisráđuneytinu Ţýska og gaf út andgyđinglega bók um menntakerfiđ á Bretlandseyjum [Wolf-Rottkay, Wolf Helmuth: Der Aufstieg der Reichen. — Berlin: Dt. Informationsstelle 1940]. Áriđ 1938 hafđi hann gerst međlimur í SS. Ţađ hefur ugglaust létt fyrirgreiđslu um ađ hann fékk styrk til kennslunnar frá ţýska utanríkiráđuneytinu.

"Prússi" í Salamanca

Eftir stríđ kenndi W.H. Wolf-Rottkay um hríđ viđ háskólann í München. Síđar gerđist hann ţýskulektor viđ háskólann í Salamanca á Spáni. Ţar ţótti nemendum hans hann dularfullur og lýstu "prússnesku göngulagi hans" en hann var samt talinn ţokkaleg persóna ţrátt fyrir ađ vera ekki kaţólikki. Í Salamanca vann hann m.a. undir verndarhendi stórfasistans Antonios Tovar Llorente, latínuláka sem hafi veriđ útvarpsstjóri fasistastjórnarinnar á 4. áratugnum og ađstođaráróđursráđherra undir Franco í síđari heimsstyrjöld. Međan Tovar Llorente gegndi ţeirri stöđu hafđi hann náin samskipti viđ Paul-Otto Schmidt foringja fjölmiđladeildar ţýska Utanríkisráđuneytisins sem var einn helsti túlkur Hitlers. Í ráđherrastöđu sinni hafđi Tovar Llorente Tovar Llorente, sem hafđi fengiđ heiđursdoktorsnafnbót gefins frá Franco fyrir lítiđ, fengiđ ađ hitta Hitler áriđ 1940. Ţessi rektor og smánarblettur háskólans í Salamanca (sem ţó er fariđ ađ dýrka á Spáni á ný) gaf út eitt vinsćlusta áróđursrit fasista í síđara stríđi á Spáni. El Imperio de Espana, ţar sem hann hann lýsti ţví yfir ađ framtíđin tilheyrđi sterkum ţjóđum og ađ Spánverjar vćru ţjóđ sem ćtti ţeirri gćfu ađ fagna ađ vera valin til ađ stjórna í náinni framtíđ ţar sem "all fiction of freedom for the tiny national states are going to dissapear."

Áriđ 1955 greindi Prófessor Halldór Halldórsson frá ráđstefnu um germönsk frćđi í Feneyjum á Ítalíu sem hann sótti:  Í viđtalsgrein í Ţjóđviljanum sagđi hann frá Wolf-Rottkay, sem einnig var staddur á ráđstefnunni međ konu sinni Ursulu:

"En einn daginn vék sér ađ mér mađur og ávarpađi mig á lýtalausri íslenzku. Ţessi mađur er prófessor Wolf-Rottkay í Salamanca á Spáni, en hann var ţýzkur sendikennari hér viđ háskólann um skeiđ fyrir stríđ. Ţá dvaldist kona hans hér einnig stuttan tíma, en síđan er hún svo mikill Íslendingur ađ hún hefur heimţrá til Íslands."

Wolf Helmuth Wolf-Rottkay gaf út ýmis rit og greinar um málfrćđi og málsifjafrćđi og međal annars út bókina Altnordisch-isländisches Lesebuch.

 

Til Bandaríkjanna og undir annan hakakross

 

220pxhinduswastika_svg.png

 

Áriđ 1966 leggja hjónin Wolf H. Wolf-Rottkay, kona hans Ursula og tvö börn land undir fót og setjast ađ í Los Angeles í Kaliforníu. Hann virđist ekki hafa haft neina fasta stöđu í nýja landinu en var skráđur sem lektor (associate professor) viđ University of Southern California 1969-70.

Skömmu síđar var hann greinilega aftur kominn á fullt flug í kukli og hindurvitnum. Hann var í byrjun 8. áratugarins orđinn fyglismađur Hari Krishna hreyfingarinnar og á nćstu árum er hann í miklum bréfaskrifum viđ ađalgúrú ţess safnađar Srila Prabhupada, öđru nafni A. C. Bhaktivedanta Swami Prabhupada (1896-1977).

800px-prabhupada_on_a_morning_walk_with_baron_von_durkheim_in_frankfurt.jpg

Gamlir nasistar heilluđust greinilega mjög af Hari Krishna, eđa kannski Hari Krishna liđar ađ nasistum. Hér sést Karlfried barón von Dürckheim (1896-1988) međ gúrú Srila Prabhupada (sem er gamli mađurinn međ gula pokann) áriđ 1974. Dürckheim var ađstođarmađur Ribbentrops og komst til áhrifa í ţýska nasistaflokkunum og í embćttiskerfinu, en ţegar í ljós kom ađ hann var afkomandi bankaćttanna Oppenheim og Rotschild og "blendingur af annarri gráđu" eins og nasistar kölluđu slíka menn, var hann sendur til Japan sem embćttismađur, ţar sem hann heillađist af búddisma. 

Nasistinn Wolf H. Wolf-Rottkay virđist hafa taliđ Hari Khrisna-söfnuđinum trú um ađ hann vćri mikill vísindamađur sem flúiđ hafđi frá Ţýskalandi nasismans. Hann kemur oft fyrir í ritum ţeirra, ţar sem hann er sagđur hafa veriđ spurull, aldrađur frćđimađur, sem hafđi áhuga á hreyfingunni. Ađ lokum fengu heilaţvegnir fylgismenn í Hari Krishna hreyfingunni ţó nóg af Dr. Wolf-Rottkay:

"In the following weeks, we had several heated discussions, and when Dr. Wolf saw that I was not prepared to change Prabhupada´s words just because a description didn´t fit his conception, he began to question Prabhupada´s position. Having fled Nazi Germany, he felt that our vision of Prabhupada´s authority was dangerously similar to the inflated image of Hitler in the 1930s. Finally he stopped coming. But he sent me a letter explaining his stand on the way our books should be presented. He mailed a copy to Prabhupada, who replied to him as follows." (Sjá hér).

Kona hans, Ursula,  gerđi sér einnig far um ađ gefa fólki í BNA ranga mynd af uppruna sínum og bakgrunni. Hún var undir ţađ síđasta farin ađ gefa sig út fyrir ađ vera gyđingur og tók ţátt í listasýningum aldrađra gyđinga í Kaliforníu. Myndir hennar, sem ekki voru af líkum, hafa veriđ til sýnis á Platt & Borstein listasafninu viđ The American Jewish University i Los Angeles. Hjónin virđast hafa lifađ fátćklega í lítilli íbúđ og lifađ á anatómískum teikningum hennar.

Samstarfsmađur Rottkays viđ University of Southern Californa, Robert Kaplan, lýsti honum m.a. ţannig í tölvupósti ţ. 27.5.2014:

"In the late 1960, the Department of German (the core administrative unit  at USC for work in linguistics) was relatively small; its chair at the time, Professor Harold Von Hofe, was a friend and colleague. He introduced me to Wolf-Rottkay at some point in those years, and in preparation for the introduction, he had explained to me that Wolf-Rottkay was a Nazi and had been an officer in the SS in the 1930s. Harold was sensitive to the reality that I have a Jewish name (although I am in actuality an atheist), and he was carefully intent on maintaining peace in his department. For the duration of W-R´s employment at USC, I was aware of his presence and, from time to time, was aware of faculty gossip about him as I was of other more recent staff additions. One of my mentors in those early years had been John Waterman, who had been chair of the German Department before Harold. Indeed, I was in fairly regular communication with the small number of faculty who taught linguistics. (Many of those colleagues have since retired, some have died.) I´m not certain about the number of years that W-R taught at USC...
 
... W-R was not well-liked by the students. He was at USC during a period of student unrest. The Vietnam War (1956 to 1975) was a decade of great social unrest, and a decade of strong anti-communist feeling. In the US (and indeed in the Western world generally) a large anti-Vietnam War movement developed -- this movement was both part of the larger counterculture of the 1960s and also fed into it. W-R´s somewhat militant posture was not welcome among students. In addition, he taught in an academic area (historical and comparative Germanic) that could hardly have been seen as sympathetic in that time frame. World War II had ended formally in 1945 — only 15 years earlier; many of the fathers of the 1960s student generation were veterans of that war. Anti-German feeling still lingered in popular opinion. (My own experience covers both World War II and the Korean war, of which I am a veteran.) Thus, W-R became symbolic of what, by definition, was despised by the student population of his time. W-R never publicly spoke of or in any way revealed his affiliation with the Nazi ideology, but his background made it impossible to hide completely his militaristic stance. Gradually, over his time at USC, his new affiliation with the Hari Krishna movement [The International Society for Krishna Consciousness] became known. As I understand it, the movement, founded in 1966, was an attempt to "bring back Vedic culture so that people may be happy" [a quotation from a contemporary brochure]. Those of us who were at all familiar with W-R were somewhat surprised that he was interested in such a concept which seemed at variance with W-R´s background; we tended to see his involvement as an attempt to obscure what he really believed. But, except for finding it odd, no one had any reservations about his activities.
 
While W-R was unpopular with the students, he was not considered "friendly" by his colleagues. As I recall, he lived at some distance from the University campus and spent a great deal of time commuting to and from his classes. He was perceived as essentially a "loner," an isolated individual who neither sought not needed collegiate relationships. As far as most of us knew, he had no social life, but he was so rarely among us that we admitted we had no reason to know anything about his private life. Unlike the other members of the German-speaking faculty who often gathered after classes and in evenings for opportunities to speak German (in a dominantly English-speaking population), W-R was rarely (if ever) included.
In general, I think W-R made a very small ripple in life at the University,... "

 

Wolf Helmuth Wolf-Rottkay andađist í Los Angeles áriđ 1991, kona hans lést áriđ 1977.

Enn er beina Ţjórsdćla leitađ

Eftir grein Sigđurđar Ţórarinssonar um beinakrukk Kvarans og Wolf-Rottkays, gleymdu menn ţessum beinum. Mér var hins vegar í tengslum viđ kandídatsritgerđ mína í Árósum (1986), og síđar í tengslum viđ doktorsnám mitt, mikiđ hugsađ til beinanna sem Kvaran og Wolf-Rottkay stálu áriđ 1936. Ekki var ég eins vondaufur og Kristján Eldjárn.

Fyrst ţegar ég hafđi samband viđ mektarmenn í DDR áriđ 1985, upplýsti prófessor Frau Dr. Zengel viđ Staatliche Museen zu Berlin Hauptstadt der DDR mér í bréfi dags. 3.10.1985:

Herr Dr. Rottkay dürfte als Informationquelle kaum in Frage Kommen, da er nach Ihrer Aussage nach dem Kriege nicht mehr in der DDR war und daher keine kompetenten Aussagen treffen kann. ... Unsere Sammlung war zwar bis 1958 zur sichere Aufbewahrung in der Sowjetunionen, soweit sie von dem kämfenden Truppe an ihren Auslagerungsorten gerettet wereden konnte, wude aber in ihren gut gepflegtem Zustand und nachdem die größten Kriegszertörungen auf unserer Museumsinsel beseitigt waren, mit genauer Auflistung wieder an die Statlichen Museen zu Berlin / DDR übergeben.

staatliche_museen.jpg

Nú voru beinin frá Skeljastöđum aldrei í Berlín, en mér hafđi veriđ tjáđ í Greifswald, ađ ţau gćtu veriđ ţar.  Eftir ađ Berlínarmúrinn hrundi hef ég einnig í ţrígang haft samband viđ nýja menn viđ háskólann í Greifswald, og nú er komiđ ljós, samkvćmt prófessor Thomas Koppe, yfirmanni safnsins sem nú heyrir und Institut für Anatomie und Zellbiologie, ađ seđlasafniđ yfir beinasafniđ í Greifswald týndist í

800px-greifswald_friedrich-loeffler-stra_e_23c.jpg
Beinasafniđ er í dag í sömu byggingu og á 4. áratug 20. aldar, ţegar nasistar og pseudóvísindamenn réđu lögum og lofum. Nú er öldin önnur.

stríđinu. Hauskúpusafniđ viđ Institut für Anatomie und Zellbiologie, sem nasistar bćttu mikiđ viđ af beinum fólks sem t.d. var tekiđ af lífi í nafni kynbótaráđstafana Ţriđja ríkisins, er vart hćgt ađ nota til nokkurs, ţar sem lítiđ er vitađ um uppruna stćrsta hluta safnkostsins. Erfitt virđist fyrir starfsmennina ađ greina á milli jarđfundinna höfuđkúpa og ţeirra sem safnast hafa á annan hátt.

Ég hef beđiđ forsvarsmenn safnsins viđ háskólann í Greifswald ađ hafa augun opin fyrir einstaklingum međ torus mandibularis og palatinus, sem voru einkenni sem algeng voru í Ţjórsdćlum (sjá hér og hér). Ég hef sömuleiđis áform um ađ fara til Greifswald međ dönskum líkamsmannfrćđingi, Hans Christian Petersen, sem manna best ţekkir bein Ţjórsdćlinga og hefur mćlt ţau gaumgćfilega. Viđ ćtlum ađ reyna ađ leita ađ beinunum. Innan um ţúsundir hauskúpur safnsins liggja kúpur Ţjórsdćla hinna fornu. Spurningin er bara hvar?

_jorsardalur_tori_1234595.jpg
Kjálkar međ Torus Mandibularis fundnir á ţremur mismunandi stöđum í Ţjórsárdal. Sjá hér.

 

Höfundur: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2014

Ţakkir

Ţakkir fyrir ađstođ fá:

Dr. Dirk Alvermann, Leiter des Universitätsarchivs, Greifswald.

Robert Kaplan prófessor og fyrrum Director of the English Communications Program for Foreign Students viđ University/later the American Language Institute of Southern California (USC).

 

Heimildir

Prentađar heimildir og skýrslur:

 

Eberle, Henrik  (2015). "Ein wertvolles Instrument": Die Universität Greifswald im Nationalsozialismus. Böhlau Verlag, Köln (bls. 388) sem vitnar í Fornleif (sjá hér). [Ţetta er viđbót sett inn 15.12. 2016].

Petersen, Hans Christian (1993). Redegřrelse for projektet ISLĆNDINGENES OPRINDELSE pĺ grundlag af undersřgerlser foretaget pĺ Islands Nationalmuseum sommeren 1993. Bordeaux [Skýrsla].

Vilhjálmsson, Vilhjálmur Örn (1986). Ţjórsárdalur-bygdens řdelćggelse. 263 sider + bilag.  [Kandidatsspeciale Aarhus Universitet; ikke trykt/udgivet].

Vilhjálmsson, Vilhjálmur Örn (1990), Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland. In: Elisabeth Iregren & Rune Liljekvist (eds.) Populations of the Nordic countries Human population biology from the present to the Mesolithic. [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. Sjá hér.

Vilhjálmsson, Vilhjálmur Örn (2013) Einn á kjammann. Grein á blogginu Fornleifi

Ţórarinsson, Sigurđur (1968). Beinagrindur og bókarspennsli. Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags 1966, 50-58. (Sjá hér).

Heimildir í skjalasöfnum: 

UAG: Akten des Universitätsarchivs Greifswald (Skjalasafn Háskólans í Greifswald):

1) (UAG, PA 1775) Personal-Akten der Wolf Helmuth Wolf-Rottkay.

2) (UAG, Altes Rektorat, R 845) Dánartilkynningar og umfjöllun um Eiđ S. Kvaran í dagblöđum í Greifswald. [ACTA der Ernst-Moritz-Arndt-Universität Greifswald betreffend Ableben von hierigen Universitäts-Angehörigen (Professoren, Dozenten u. Beamte), Angefangen Nov. 1936. Abgeschlossen: 28. Juli 1941].

3) (UAG Kurator K 633) Registratur des Universitäts-Kuratoriums Greifswald; Besondere Akten betreffend Verb. Isländische Institut; Abteilung C, Nummer 685.

Persónulegar upplýsingar:

Robert B. Kaplan, sem var prófessor í málvísindum viđ University of Southern California, sem var vann á sömu deild og Wolf Helmuth Wolf-Rottkay í lok 7. áratugar 20. aldar].

P.s.

Áriđ 1988 mátti í DV og Morgunblađinu lesa mjög háttstemmdar deilur um Eiđ S. Kvaran í kjölfariđ á ađ Páll Vilhjálmsson blađamađur ritađi ritdóm um bók Illuga og Hrafns Jökulssona Íslenskir Nasistar. Sjá hér, hér og hér (neđst). Einn ćttingi Eiđs taldi ađ ćru Eiđs S. Kvarans vegiđ. Ekki ćtla ég ađ setjast í dómarasćti um ţađ, en lesendur mínir geta sjálfir dćmt út frá ţeim heimildum sem sumar hafa veriđ lagđar hér fram í fyrsta sinn. Ég tel hins vegar, ađ mađur sem lćrđi sömu gervivísindi og Josef Mengele og viđ sama háskóla og sá ţjóđarmorđingi, hafi veriđ, og verđi, vafasamur pappír.

Ég ritađi ekki alls fyrir löngu um glađa konu sem lét ljósmynda sig međ beinum í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum áriđ 1939 (sjá hér). Fyrir ţađ uppskar ég ţví miđur hótanir og skítast frá einhverri konu "úti í bć"sem reyndist skyld einum nasistanna íslensku sem fóru međ Kvaran og Wolf-Rottkay ađ rćna mannabeinum og fornleifum í Ţjórsárdal sumariđ 1936. Af máli konunnar mátti halda ađ ćttingjar íslenskra nasista hefđu mátt ţola verri hörmungar en t.d. gyđingar. Nasismi ćttingjanna og beinaţjófnađur er ţví enn vandamál sem sumir Íslendingar takast á viđ út um borg og bý. Vona ég ţví ađ međ ţessari grein séu öll spil lögđ á borđiđ, svo menn vefjist ekki lengur í vafa um hvers eđlis "rannsóknir" Eiđs Kvarans og Wolfs Helmuths Wolf-Rottkays voru.

Beinin heilla 3bb

Hvađ á ţetta fólk sameiginlegt?

jan.jpg
 

Myndin sýnir Humphrey BogardJacqueline Kennedy-Onassis, Black Jack Bouvier og Cornelius Vanderbilt. Ţiđ ţekkiđ vitaskuld öll hann Bogie. Hin snoppufríđa Jackie var eins og allir vita bara gift honum JFK og síđar skipakónginum Onassis, en Jack Bouvier var fađir hennar. Cornelius Vanderbilt var frćgur athafnamađur og miljarđamćringur og forfađir trilljónamćringa. Nokkrir Íslendingar hafa ugglaust búiđ á hótelum sem kennd eru og voru viđ ţá ćtt.

Allt á ţetta fólk á ţađ sameiginlegt ađ hafa veriđ afkomendur eins manns, Anthony Janszoons van Salee sem flutti til Ameríku frá Hollandi áriđ 1629. Antonius Jansen (1607-1676), eđa Anthony Jonson eins og enskumćlandi samtímamenn kölluđu hann, var međal fyrstu hollensku íbúa Nýju Amsterdam (New York). Í skjölum frá ţessum frumbyggjatíma Long islands og Manhattan er ritađ ađ hann hafi veriđ mulatto og síđar er einnig vísađ til hans sem The Turk, The Terrible Turk, van Fez og Teunis.

peterpaulrubens.jpg
Stúdía Pieter Paul Rubens (1577-1640) af negra. Musées Royaux Des Beaux-Arts, Brussel.

 

Komin af sjórćningja

Öll ţessi viđurnefni voru engar tilviljanir. Anthony var sonur Jans Janszoons frá Haarlem í Hollandi (ca. 1570-1641). Jan Janszoon var enginn annar en sjórćninginn Murat Reis (yngri) sem talinn er hafa stađiđ á bak viđ Tyrkjaránin á Íslandi áriđ 1627.

Jan Janszoon var kaupmađur og skipstjóri sem gerđi út frá Cartagena á Spáni, en síđar hóf hann ađ  herja á Spánverja og gerđist ađ lokum sinn eigin herra í hinni síđarnefndu útgerđ. Hann var tekinn höndum af sjórćningjum í Alsír og gekk í ţjónustu ţeirra og tók nafniđ Murat Reis og gerđist múslími. Ekki má rugla honum viđ sjórćningja međ sama nafn sem kallađur var Murat Reis eldri, en sá var ćttađur frá Albaníu.

Jan Janszoon/Murat Reis átti margar konur, og var önnur kona hans  ţeldökk og múslími frá Cartagena á Spáni. Hún var móđir Antons og einnig bróđur hans Abrahams, sem síđar fluttu báđir til Hollands og ţađan áfram til Ameríku. Taliđ er ađ ţeir brćđur hafi báđir veriđ múslímar. Taliđ er ađ Anthony hafi fćđst í Salé í Marokkó, eđa ađ minnsta kosti alist ţar upp. Ţess vegna tók hann sér nafniđ van Salee.

fvansalee5.jpg Anthony Janszoon hefur vart veriđ skrifandi. Hann undirritađi skjöl međ A[nthony] I[anszoon] og greinilega međ viđvangslegri rithönd.

Anthony Janszoon, sem var víst afar dökkur á brún og brá og risi af manni, gekk ađ eiga Grietje Reyniers (Grétu Reynisdóttur), ţýska konu sem hafđi skandalíserađ ćrlega í Hollandi fyrir saurlifnađ sinn og vergirni. Ţau voru gefin saman á skipinu á leiđ til Nýju Haarlem. Međ henni átti Anthony fjórar dćtur: Evu, Corneliu, Annicu (sem er formóđir Vanderbiltanna) og Söru og af ţeim er fyrrnefnt frćgđarfólk komiđ.

Vegna ósćmilegrar hegđunar hvítrar eiginkonu sinnar í Nýja heiminum neyddist Antonius van Salee ađ flytja frá Manhattan og Long island yfir á Coney Island (sunnan viđ Brooklyn í dag). Coney Island, var allt fram á 20. öld einnig á tíđum kölluđ Turk's island eđa Tyrkjaeyja, og líklegast međ tilvísunnar til Antons van Salee

Prófessor einn, Leo Hershkowitz viđ Queens University, taldi ađ Anthony van Selee hafi aldrei snúiđ til kristinnar trúar. Kóran, sem taliđ er ađ hann hafi átt, mun hafa veriđ í eigu eins afkomenda hans ţangađ til fyrir tćpum 90 árum síđan. Ţví miđur veit enginn hvar kóraninn er niđur komin nú. En ćtli Anthony van Salee hafi getađ lesiđ Kóraninn, ef hann gat ekki skrifađ nafn sitt međ rómverskum bókstöfum?

Jackie Kennedy vildi ekki vera negri

Ţegar Jackie Kennedy var eitt sinn beđin um ađ koma fram og segja frá "afrískum rótum" sínum, ţ.e. forfeđrum sínum i Sale í Marokkó og Cartagena á Spáni, til ađ vera manni sínum innan handa í baráttu hans gegn kynţáttamismunun, mun Jackie hafa krafist ţess ađ vitnađ vćri til van Salee-ćttarinnar sem gyđinga. Frúin vildi ekki vera af blökkukyni - ţá var nú betra ađ vera gyđingaćttar.

Ţá vitiđ ţiđ ţađ. Fína fólkiđ í Ameríku eru afkomendur ţýskrar portkonu, sem og sjórćningjahöfđingja sem réđst á Íslendinga áriđ 1627 og sem olli ţví ađ Vestamanneyingar voru međ PTS (post traumatic stress) í 200 ár ţar á eftir, og sumir enn.

Play it again, Sam, eins og afkomandi sjórćningjans sagđi í Casablanca. Ţađ verđur víst ađ setja Árna Johnsen í ađ krefjast bóta fyrir Tyrkjaránin.

Skyld fćrsla: Mínir brćđur, víđar er fátćktin en á Íslandi


Beđiđ eftir Skussaráđuneytinu

waiting.gif

Ţađ eru ekki bara skussar í embćttisverki ESB, sbr. fćrslu bloggvinar míns Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar í gćr. Á Íslandi er til nóg af ţeim. Ţađ er ekki bara ráđuneyti Hönnu Birnu sem hefur lokađa rifunni og sem engin svör veitir. Viđ stöndum frammi fyrir ríkisstjórn sem ćtlar sér ađ valta yfir allar reglur og lög.

Í byrjun apríl skrifađi ég skrifstofustjóra Menningararfsskrifstofu Forsćtisráđuneytisins til ađ fá ósköp einfaldar upplýsingar um starfsemi ţeirrar skrifstofu. Ég hef enn ekki fengiđ svör. Jú, nú veit ég reyndar ađ skrifstofan er búin ađ endurskíra Ţjóđmenningarhúsiđ. Safnahúsiđ á ađ sýna valin verk frá t.d. Náttúruminjasafni Íslands sem skrifstofustjóri Menningararfskrifstofu forsćtisráđherra slátrađi fyrir fáeinum árum.

Getur veriđ ađ skrifstofustjórinn, sem var ráđinn ađ ţessari nýju skrifstofu viti ekki hvađ hún hefur veriđ ađ gera sl. 5. mánuđi. Eđa er hún svo mikil međ sig ađ hún telji sig geta brotiđ lög međ ţví ađ svara ekki ţessari fyrirspurn frá 3. apríl 2010 sem ég ítrekađi ţann 9. apríl. sl.

"Sćl Margrét,

ég hef án árangurs, t.d. hér; http://www.forsaetisraduneyti.is/leit?q=Skrifstofa+Menningararfs, leitađ ađ markmiđslýsingu, skilgreiningu og starfslýsingu fyrir Skrifstofu Menningararfs í Forsćtisráđuneytinu. Vćrir ţú ekki til í ađ senda mér allt ţađ sem ákveđiđ hefur veriđ um tilurđ og rekstur ţessarar skrifstofu ráđuneytisins.

Ég sá á vefsíđu Forsćtisráđuneytisins, ađ Hildur Jónsdóttir er sérfrćđingur á deildinni. Ég tel nćsta öruggt ađ hér sé komin sama konan sem hafđi samband viđ mig út af Ikea vörulistum sem hún ţýddi fyrir margt löngu, og sem stundađi nám um tíma í Árósum. Hver er sérfrćđiţekking Hildar Jónsdóttur hvađ varđar menningararf?

virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, ph.d.
atvinnulaus fornleifafrćđingur
Danmörku"

"The Simmonian Museum"

Nú fer ég ađ skilja sitt af hverju. Menningararfskontór Simma var svo upptekin í ađ búa til skyndilistasafn viđ Hverfisgötuna fyrir haustiđ ađ hann gat ekki svarađ ţví hvađ skrifstofan starfar. 

Hefđi ekki veriđ viturlegra, ţegar Hús íslenskra frćđa fćr ekki ađ rísa, ađ nota ţetta góđa gamla hús fyrir sýningu á handritaarfinum? Í stađ ţess er búiđ til skyndibitasafn međ geirfugli, róđukrossum og skruddum í belg og biđu. Mini Simmonian safniđ viđ Hverfisgötu, gjöriđisovel! Ţađ breytist auđvitađ ekkert viđ ađ gefa gömlum kassa nýtt nafn. Ráđuneyti verđa ađ svara bréfum.

Sjá einnig fyrri fćrslu um máliđ: Menningararfspizzan


mbl.is Ţjóđmenningarhúsiđ verđur Safnahúsiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Logiđ ađ Páfanum í Rómi

olafur_ragnar_grimsson_pope_benedict_xvi_meets_uhfnnytup7el.jpg
 

Ţađ vekur athygli mína, ađ forseti Íslands er sjálfur farinn trúa ţeirri sögu ađ Guđríđur Ţorbjarnardóttir hafi veriđ fyrsta hvíta og kristna móđirin í Ameríku, og ađ íslensk kona hafi ţví skákađ Kólumbusi í víđförli. Ţótt Bill Clinton geti ekki lesiđ Njálu ćtti Ólafur Ragnar ađ geta lesiđ sér til gagns.

Guđríđur Ţorbjarnardóttir var ekki fyrsta "hvíta" konan í Vesturheimi. Ţótt hún hafi samkvćmt sögunum eignast Snorra son sinn og Ţorfinns Karlsefnis ţar, og einnig lýst ţví yfir ađ hún vćri kristin, er hún ekki nauđsynlega fyrsta hvíta móđirin í Vesturheimi. Forsetinn segir í rćđu sinni, ađ Snorri hafa veriđ skírđur á Vínlandi. Ţađ stendur hvorki í Grćnlendinga sögu eđa Eiríks sögu rauđa. Heldur ekki ađ Guđríđur hafi fariđ til Rómar. "Hún gekk suđur", en ţađ er ekki ţar međ sagt ađ hún hafi veriđ í Róm. Reyndar var ţađ ekki orđiđ sérlega algengt ađ menn gengu til heilagra stađa á 11. öld. Sérstaklega ekki frá Norđur-Evrópu. Sagan um Guđríđi er vitanlega ađ mestu leyti tilbúningur.

En fyrir ţá sem trúa bókstaf fornsagnanna okkar má upplýsa, ađ fyrsta hvíta konan í Ameríku var Freydís Eiríksdóttir, mikill vargur sem drap indíána og alla ţá sem í vegi hennar urđu. Hún gćti vel hafa veriđ kristin og átt börn á Grćnlandi.

Ég hef ţví miđur ađeins skrifađ um máliđ á ítölsku, svo Páfastóll gćti fengiđ innsýn í hvernig menn reyna ađ fegra landafundasögu íslenskra kvenna. Setjiđ ítölskuna í google translate og lesiđ (best er ađ ţýđa yfir á ensku).

Kvenvargurinn sem var fyrst hvítra kvenna í Ameríku var Freydís, og hún var líka morđingi.

Freydís, dóttir Eiríks rauđa var einnig fyrsti rasistinn á Vínlandi. Hún myrti einnig "norrćnar" kynsystur sínar ţar vestra međ öxi. Samkvćmt Eiríks sögu rauđa ţótti henni lítiđ koma til varna karlpeningsins gegn skrćlingjum:

Freydís kom út og sá er ţeir héldu undan. Hún kallađi: "Hví renniđ ţér undan slíkum auvirđismönnum, svo gildir menn er mér ţćtti líklegt ađ ţér mćttuđ drepa ţá svo sem búfé? Og ef eg hefđi vopn ţćtti mér sem eg mundi betur berjast en einnhver yđvar." Ţeir gáfu öngvan gaum hvađ sem hún sagđi. Freydís vildi fylgja ţeim og varđ hún heldur sein ţví ađ hún var eigi heil. Gekk hún ţá eftir ţeim í skóginn en Skrćlingjar sćkja ađ henni. Hún fann fyrir sér mann dauđan, Ţorbrand Snorrason, og stóđ hellusteinn í höfđi honum. Sverđiđ lá hjá honum og hún tók ţađ upp og býst ađ verja sig međ. Ţá koma Skrćlingjar ađ henni. Hún tekur brjóstiđ upp úr serkinum og slettir á sverđiđ. Ţeir fćlast viđ og hlaupa undan og á skip sín og héldu á brottu. Ţeir Karlsefni finna hana og lofa happ hennar.

freydis.jpg

Ţannig var nú fyrsta, hvíta mamman í Ameríku. White trash ćttuđ frá Íslandi og morđóđ ţegar hún var á túr.

Mér ţykir ólíklegt ađ Vatíkaniđ sé búiđ ađ viđurkenna Guddu, eins og Ólafur Ragnar telur, fyrst ţeir eru ekki enn búnir ađ viđurkenna ađ Kólumbus hafi veriđ gyđingur. En kannski hafa ţeir nú góđa átillu til ađ gleyma Busa og kenna íslenskri herfu, Freydísi Eiríksdóttur, um allt sem miđur hefur fariđ í Ameríku ađ völdum kirkjunnar og hvíta ma... hvítra kvenna.

Ítarefni og aukaupplýsingar til gamans:

Sjá einnig ţetta. Margfrćgt er einnig orđiđ ađ Dorrit Moussaieff mćtti í Vatíkaniđ međ kaţólskan prestahatt ţegar Ólafur var ađ vinna í PR fyrir styttu Ásmundar Sveinssonar af Guddu, sjá hér. Nú má einni telja víst ađ frumgerđ styttu Ásmundar sem sýnd var á Heimssýningunni í New York áriđ 1939 hafi veriđ komiđ fyrir kattarnef af Mafíunni. Mafían dýrkar, eins og kunnugt er, mjög minningu Kristófers Kólumbusa, sem ţeir telja ítalskan. Get ég mér til ađ styttan liggi sundurskotin á botni Hudsonflóa, eđa bundin um ökkla Albano Mozzarellos, mafíósa sem kastađ var út af Brooklyn Bridge.


mbl.is Clinton réđi ekki viđ Njálu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband