Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015
The first Jewish services in Iceland 1940-1943
28.3.2015 | 12:00
In Iceland, in most recent years, it has practically become a sport to build temples of all kinds, after 1015 years of lonesome Christianity, which was introduced in Iceland in the year 1000 AD (sorry, CE), when the heathen gods of Valhalla were officially and peacefully conquered.
Free plots are being handed out by the liberal atheists, who have represented the majority of the Icelandic capital Reykjavík´s city-council in the wake of the 2008 financial meltdown in Iceland. In Reykjavík everything seems to have
Harry Schwab of London and Bernhard Wallis of Sheffield posing on Yom Kippur in Reykjavík 1940 (Photo Sigurđur Guđmundsson; From the private collection of the author). The group photo at top is from the same day. (Photo Sigurđur Guđmundsson; From the collection of the National Museum of Iceland).
been reconsidered or readjusted, even religious values. As it seems, this religious awakening and tolerance statement doesn´t happen without conflicts. The fact that the few Icelandic Muslims plan to build a mosque on a plot given to them has caused great distress to some dark-minded Icelanders, who have pig heads and pig blood handy to desecrate the plot where the mosque is to rise. The followers of old the Nordic revived Ásatrú, worshippers of the so called Ćsir (Thor and Odin etc.) have also received a free plot to build their heathen temple in the super-tolerant capital of Iceland.
Only a synagogue is missing in this new haven of religious tolerance in Iceland - it seems. It will, of course, be built (one day), and on the very finest and most expensive plot which the city council of Reykjavik will donate to the Icelandic Jews. Anti-Semitism is already existent in Iceland, so pig-headed characters and trained splashers of blood will certainly find brothers in arms, even among some of the new religious minorities benefiting from the generosity, when they will protest against a Reykjavík synagogue and the Jews in the traditional and primitive manner not that unknown to the Jews.
A long time ago, I wrote about the very first Jewish religious gathering in Iceland in 1940. It was held in Gúttó in Reykjavík. What is Guttó, the conscious reader may ask. In a country where everything used to be nicknamed, Gúttó is simply a shorter version for the long gone Good Templar Lodge in Reykjavík, where the first Minyan of Jews in Iceland, consisting of refugees from Germany and Austria as well as British Soldiers, gathered at Yom Kippur (The Day of Atonement) in 1940 (see what I have previously written about the event here, here, here and in English here).
When the British forces arrived in Iceland on 9 May 1940, they practically rescued the Icelanders from a Nazis-occupation. Despite the fact that Iceland was spared all the horrors of the Nazi occupations and rule, some Icelanders still prefer to call the peaceful advent of the British forces an Occupation or even an Invasion. Not everyone in Iceland was happy with the advent of the British. Before the outbreak of WWII many Icelandic politicians had been quite keen on contacts with Nazi-Germany, and Iceland had an active Nazi party, although not in parliament. The Icelandic pre-war
Alfred Cohen sang Kol Nidre in Reykjavík 1940 (A detail from the photo at top).
governments had a very strict and anti-Semitic policy towards Jewish refugees who sought asylum in Iceland. The few Jews who managed to find safe haven in Iceland did so more out of pure luck, although sometimes helped by righteous Icelanders. (See here).
No Jewish chaplains were provided by the British military in Iceland. After the Jewish soldiers and Jewish refugees in Iceland found one another in Reykjavík in 1940, a cantor from Leeds, Alfred Cohen (who later, severely traumatized by the war, changed his name Alf Conway and settled in Canada) lead the first Jewish services in Iceland.
British and American Jews gather outside the old Technical Training School in Reykjavík at Vonarstrćti, where they obtained a suitable room for Rosh Hashanah service (New Year Festival) in the fall of 1941, (i.e. 22 September, 1941). The picture is from the collection of Philips Bortnick, the man in the fur hood with a fur collar on his coat standing beside a tall officer who was Medical doctor. Philip Bortnick rests his right hand on the British soldier by the name of Alvin Miller. Various British soldiers in this picture also participated in the Yom Kippur gathering in Gúttó in 1940. (Photo The National Museum of Jewish Military History, Washington D.C.)
Article in the Wisconsin Jewish Chronicle, 14 Nov. 1941
In 1941-42 American Jews started to arrive in Iceland, when the U.S. Forces gradually replaced the British Forces in Iceland. American Military authorities certainly cared more for the religious needs of the their servicemen than the British military. The US Forces provided Chaplains for all creeds and denominations. While some of the priests, pastors and reverends of different Christian denominations came to Iceland to stay for a longer period of time, the rabbis only came to Iceland on short stop-overs. The Rabbis were usually flown in or shipped to Iceland shortly before a major Jewish Holyday, bringing with them all the necessary "accessories" like a kosher Torah in a transportable Ark, Matzot, Seder plates and Haggadot for Passover, Siddurim, Megillot, Shofars and even Tefillin.
Although there was no stationary rabbi in Iceland during WWII, normally someone among the American Jews, who had had a proper Jewish upbringing, lead the davenings (the prayers) and services of the American Jews. Jewish servicemen Reykjavík gathered in various locations. To begin in the old Technical training School of Reykjavík in 1941, most likely in the guildhall of the Society of Icelandic Craftsmen.
Services and shabbes-prayers were also in a barracks called Men´s Recreation Hut in Camp Laugarnes, just outside of the 1942 city limits of Reykjavík. This was announced in the weekly of the American forces, The White Falcon:
"Jewish Faith. The Jewish Service will be held Each Friday in the Men´s Recreation Hut, Camp Laugarnes, at 1930 hrs."
When came with more teams, church services were held elsewhere, for instance East of Reykjavík at Elliđarárvogur in Camp Baldurshagi. One soldier wrote this poem about camp:
Dear Old Baldurshagi
(Sung to "Roll Out the Barrel")
Dear old Baldurshagi,
Oh! what a hell of a dump.
Rocks and hills all craggy,
Stulkas [Girl in Icelandic] to slap on the rump.
If we ever leave here,
Our thoughts will wander once more,
Thoughts of building Montezuma,
On Iceland´s chilly shore.
It should of course be stressed that also US Jewish soldiers slapped many an Icelandic stúlka´s rump, but in their spare time the Jewish soldiers, privates and officers alike, would schlep themselves to the nearest shabbes-prayers, for instance at the Hospital Camp, which was located in Ásum near mount Helgafell in Mosfellssveit in the vicinity of Reykjavík. There, one can still see the ruins of the hospital and its big water tanks, built by the British and later called the 208th general Hospital by the Americans. In 1942 services were also held in a camp at Öskjuhlíđ, by the Reykjavík airfield, which the British forces had built in 1940-42.
British Nissen huts by Reykjavík Airport on a winter´s day. Reykjavík can be seen in the background.
Julius Amos Leibert was the very first (US) Rabbi to lead a religious ceremony in Iceland. He was sent to Iceland in the fall of 1942. Julius Amos Leibert was quite a remarkable man affiliated with the reformed movement in the US. Read more about Julius A. Leibert soon on this blog.
Cantor Benjamin Rubenfeld eating matzos (the Unleavened Bread) at a Pesach Seder in Reykjavík in 1942 (April 1, 1942). Most likely the Seder has taken place at the Hotel Borg in Reykjavík. Two hundred American servicemen attended that Seder in Reykjavík. (Photo from The White Falcon).
Rabbi William H. Rosenblatt officiates a Yom Kippur service in Iceland 1943. From left to right: Private first class Sidney Rosenfeld, Cpl. Bernard Rosenthal, Cpl. Ira Leston holding the Torah and Rabbi William H. Rosenblatt singing the Kol Nidre. (Photo from The White Falcon).
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson © The author of this article is Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. An Icelandic version of the article can be read here.
Bloggar | Breytt 29.3.2022 kl. 04:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Winston og ţjóđin
27.3.2015 | 10:32
Ţegar Winston Churchill kom til Reykjavíkur í ágúst 1941 voru menn ekki međ neitt uppistand vegna hryđjuverkahćttu. Churchill hefur örugglega líkađ ţađ og ţessi ţorpsbragur í Reykjavík. Myndin er tekin fyrir utan Alţingishúsiđ. Ţá, líkt og 40 sinnum síđar, var veriđ ađ grafa upp götuna. Allt var svo afslappađ og fallegt í ţá daga. Takiđ eftir hermanninum međ sígarettuna til hćgri á myndinni.
Ég var ađ velta ţví fyrir mér, hverjir drengirnir á myndinni, sem vart geta stýrt sér af gleđi, vćru. Ég rćddi viđ góđan vin um máliđ. Ég ímynda mér ađ drengurinn međ myndavélina sé Denni (Steingrímur Hermannsson), og mér finnst ég kannast viđ svipinn á vel klćdda piltinum viđ hliđ hans, sem virđist vera međ náttúrulegar strípur í hárinu, sem spjátrungar borga mikiđ fyrir ađ fá í háriđ á okkar tímum. Drengurinn sem líklega er fćddur 1929 eđa ´30 er klćddur eins og Tinni. Ég var nćr alveg viss um ađ hann hafi síđar veriđ á frambođslista Sjálfstćđisflokksins (ţ.e.a.s. drengurinn, en ekki Tinni), en svo hallađist ég meira ađ ţví ađ ţetta vćri kannski sonur Emils Jónssonar. Tillaga kom um ađ ţetta vćri Gunnar G. Schram, en hann var miklu breiđleitari.
Allar upplýsingar um fólk á myndinni, fyrir utan Sir Winston kallinn, vćru vel ţegnar.
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Skítafréttamennska á RÚV, enn einu sinni
24.3.2015 | 08:22
Róbert Jóhannsson "fréttamađur" á RÚV birtir frétt sem hann kallar "Gyđingurinn hafđi trú á Hitler". Ţar heldur hann ţví fram ađ gyđingur, sem keypti málverk af Hitler, hafi veriđ listaverkasali.
Samuel Morgenstern í Vín, sem keypti og seldi um tíma myndir Hitlers í byrjun 20. aldar, átti rammagerđ og sérćfđi sig í glerrömmum. Hann var ekki listaverkasali frekar en Sigurđur Einarsson var fjármálasnillingur. En Róbert Jóhannsson fréttamađur á RÚV heldur ţví fram ađ Morgenstern hafi veriđ listaverkasali. Ţví er einnig haldiđ fram í grein ţeirri sem Róbert skrifar á vef RÚV, ađ verk Hitler hafi veriđ seld auđugum gyđingum. Ţetta er líka fölsun á stađreyndum. Síđan er ţví haldiđ fram ađ Samuel Morgenstern hafi lenti í ţrćlabúđunum í Lodz og látist ţar. Í Lodz var gettó, eitt af 1150 slíkum um alla Evrópu sem Ţjóđverjar fyrirskipuđu, til ađ létta sér smölun gyđinga í fanga-, ţrćla- og útrýmingarbúđir sínar.
Gyđingurinn Morgenstern hafđi hafđi ekki "trú á Hitler." Hann keypti ađeins myndir hans til ađ selja fólki sem hafđi áhuga á frekar gerilsneyddri borgaralegri list sem leit vel út í glerramma. Einn kaupenda var t.d. lögfrćđingur af gyđingaćttum. Landslagsmyndin viđ fréttina um uppbođ á klunnalegri blómamynd eftir Hitler í Los Angeles, er reyndar međ ţeim betri "póstkortum" međ hendi Hitlers sem ég hef séđ. En ekki er heldur hćgt ađ sjá ađ myndin sé merkt Hitler. Ţegar betur er ađ gáđ, ţá hefur Róbert Jóhannsson lyft myndinni af myndvef EPA, ţar sem kemur mjög greinilega fram, ađ ekkert sanni ađ ţessi landslagsmynd sé eftir Hitler:
"epa00827356 This is one of a collection of 21 watercolours attributed to Adolf Hitler which are to be sold at auction in Cornwall, England Tuesday 26th September 2006. They are judged to be authentic because they are similar to other known work by the Nazi dictator. They are believed to have been painted between 1915 and 1918 on the border of France and Belgium. This one is a landscape in Le Flaquet. EPA/HO"
Er ekki lágmarkskrafa ađ fréttamenn á RÚV séu gćddir lágmarks heimildarýni? Greinilega ekki.
Heimildarýni RÚV hefđi hentađ vel í 3. Ríkinu.
Hin ósmekklega fyrirsögn Róberts Jóhanssonar lýsir dómgreindarleysi og heimsku hans eđa prófarkalesara RÚV. Ákveđna greininn á "Gyđingurinn" í fyrirsögn greinarinnar má skilja ţannig ađ gyđingar almennt hafi haft trú á Hitler. Ef fréttamađurinn á RÚV hefđi kunnađ íslensku hefđi hann skrifađ "Gyđingurinn sem hafđi trú á listamanninum Hitler". Morgenstern hafđi vitaskuld ekki minnstu hugmynd um ađ "listamađurinn" yrđi skrímsli 20-30 árum síđar.
Rammasalinn Morgenstern seldi myndir líkt og rammasalar gera, og ţađ er oftast ekki mikil list. Menn ţurftu ekki ađ vera í nánu sambandi viđ ţá sem mađur selur list eftir.
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg eins og í henni Evrópu
22.3.2015 | 08:30
Ţjóđmenningarráđherra íslensku ţjóđarinnar leggur nú blessun sína yfir leikmyndaţorp á Selfossi. Nú á nefnilega ađ búa til ekta "ţjóđmenningu", ţegar sumir ađilar hafa reynt ađ eyđa henni eftir bestu getu alla 20. öldina. Nú fćr Selfoss Drive-Inn miđaldakirkju og sýnishornaţorp. Einmitt ţađ sem menn vilja sjá.
Ráđherrann sagđi ţetta í viđtali viđ RÚV:
Mér finnst ţetta alveg frábćrt, menn hafa séđ svipađar framkvćmdir í Evrópu á undanförnum árum, sem hafa heppnast gríđarlega vel, ţar sem menn hafa jafnvel veriđ ađ endurbyggja heilu miđborgirnar, og ţetta mun verđa ađ veruleika sem ég vona ađ ţađ verđi eh, koma Selfossi og Árborg rćkilega á kortiđ...
Hugmyndasmiđurinn ađ ţessu fyrirhugađa svari viđ Evrópu er víst ađ einhverju leyti ţjóđmenningarráđherra sjálfur, og er ljóst ađ hann munn koma sérvisku sinni og undarlegum skođunum rćkilega á kortiđ. Svo voru menn ađ tala um Gnarr.
Evrópusýn ráđherrans er jafnan mjög óljós, en gaman vćri ađ vita hvar menn hafi endurbyggt heilu miđborgirnar í Evrópu. Er Sigmundur ađ hugsa um endurgerđu Nikolaiviertel og Cölln hverfin í Berlin eđa bćinn Stralsund, sem DDR lét endurgera á rústum styrjaldar. Hvar féllu sprengjur á Selfossi, áđur en ţessi hugmynd kom upp? Er DDR-sjónarspil og Hollywood-leikmyndir ţađ sem á ađ fá ferđamenn til ađ stoppa á Selfossi?
Bjórr fífla og Lođmundur Lírukassi spilar undir
Ég býst alveg eins viđ ţví, ţegar ásatrúarmenn spila á lírukassa og drekka dósabjórr úr afrískum hobbýhornum, ţegar Day care borgarstóri tekur fyrstu rekustunguna ađ hofi ţeirra á rústum kamars viđ Kanabragga í Öskjuhlíđinni. Ţór og Óđinn geta greinilega ekki hjálpađ Selfossi úr ţessu.
Gervimenning hentar líklegast best á Íslandi. Íslendingar skammast sín greinilega enn fyrir ţađ sem ţeir hafa. Ágćtt er ađ sýna útlendingum enn einu sinni ađ Íslendingar eru snćlduvitlausir og eru ađ drepast úr minnimáttarótta. Selfoss er akkúrat stađurinn. Ţar munu héđan í frá búa sýnishornaţorparar mjög svo gervilegir. Ég mun keyra norđur heiđar nćst ţegar ég ćtla á Vík í Mýrdal til ađ lenda ekki í Bluff Town i Árnesţingi.
Hćgt er ađ heyra og sjá meira um ţessa vitleysur í fréttatíma RÚV, og ţađ var ekki kominn 1. apríl. Ef annar fréttamiđill hefđi veriđ međ ţetta, ţá hefđi ég hugsanlega trúađ ţessu.
Gervimenning | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrstu trúarsamkomur gyđinga á Íslandi
21.3.2015 | 16:44
Nú er hlaupiđ sport í ađ byggja hof ásatrúarmanna og moskur múslíma. Samkunduhús gyđinga vantar - en ţađ mun koma - og á bćjarins bestu lóđ. Lóđin mun vitanlega ekki kosta neitt, og peningarnir koma, en ekki er gott ađ vita hvađan. Gyđinga- hatriđ er ţegar til stađar, svo menn geta sparađ viđ sig svínsblóđ og hausa.
Fyrir langa löngu skrifađi ég í DV um fyrstu trúarlegu samkomu gyđinga á Íslandi. Hún var haldin í Gúttó í Reykjavík áriđ 1940. (Sjá ţađ sem ég hef áđur skrifađ um ţann atburđ hér, hér, hér og hér).
Í Gúttó söfnuđust saman flóttamenn af gyđingaćttum frá Austurríki og Ţýskaland. Ţeir höfđu allra náđugast fengiđ landvistarleyfi á Íslandi, og héldu Jom Kippur, Friđţćgingardaginn, hátíđlegan međ breskum hermönnum sem voru gyđingar. Enginn rabbíni kom međ Bretum til Íslands. Kom ţađ ţví m.a. í hlut kantors (forsöngvara), Alfred Cohen frá Leeds (sem síđar breytti um nafn og hét Alf Conway og settist ađ í Kanada) ađ stjórna fyrstu trúarhátíđ gyđinga á Íslandi. Alfred Cohen sést á myndinni hér fyrir neđan. Efst er hópmynd sem Sigurđur Guđmundsson ljósmyndari tók af ţáttakendum í Jom Kippur guđsţjónustunni 1940 og á litlu myndinni er Harry Schwab, sem ég ţekkti og Bernhard Wallis frá Sheffield.
Ţegar Bandaríkjamenn leystu Breta smám saman af hólmi 1941-1942, komu einnig margir gyđingar međ Bandaríkjaher. Bandarísk heryfirvöld sinntu betur trúarminnihlutum herdeilda sinna en Bretar, og hingađ komu prestar hinna ýmsu kirkjudeilda, sem í hernum eru kallađir chaplains, og einnig rabbínarnir. Sumir af prestum kaţólikka og annarra kristinna kirkjudeilda komu til landsins til lengri dvalar, en rabbínarnir dvöldu ađeins stuttan tíma í senn og var flogiđ eđa siglt međ andans menn til Íslands skömmu fyrir helstu hátíđir gyđinga.
Breskir og bandarískir hermenn af gyđingaćttum fyrir utan Gamla Iđnađarskólann í Vonarstrćti á Rosh Hashanah (Nýárshátíđinni) haustiđ 1941, nánar tiltekiđ 22. september 1941. Myndin er úr safni Philips Bortnicks, sem er mađurinn međ lođhúfuna og lođkragann sem stendur viđ hliđ hávaxins yfirmanns sem var herlćknir í Bandaríkjaher. Philip Bortnick hvílir hćgri hönd sína á Breta sem hét Alvin Miller. Ýmsir bresku hermannanna á ţessari mynd tóku einnig ţátt í Jom Kippur samkomunni áriđ 1940. Tvo ţeirra talađi ég viđ áđur en ţeir fóru yfir móđuna miklu.
Ţó svo ađ enginn vćri rabbíni vćri alla jafnan einhver til ađ leiđa bćnahald bandarísku gyđinganna. Hermenn Bandaríkjanna á Reykjavíkursvćđinu, sem voru gyđingar, komu saman á ýmsum stöđum. Fyrst međ Bretum í gamla Iđnađarskólanum 1941, líklegast í Bađstofunni, útskornum gildaskála Iđnađarmannafélagsins (sem reyndar eyđilagđist í bruna áriđ 1986, en bađstofan var endurbyggđ eftir teikningum og myndum).
Einnig voru haldnar guđsţjónustur, shabbatsbćnir, í bragga í Camp Laugarnes, sem kallađur var Men's Recreation Hut. Camp Laugarnes var norđaustan viđ Kirkjusand umhverfis Holdsveikraspítalann sem Bretar tóku í notkun sem herspítala. í Camp Laugarnes var haldin vikuleg guđsţjónusta kl. 19.30 á föstudögum og var ţađ auglýst í The White Falcon:
"Jewish Faith. The Jewish Service will be held each Friday in the Men's Recreation Hut, Camp Laugarnes, at 1930 hrs."
Ţegar Bandaríkjamenn voru komnir međ meira liđ, voru guđsţjónustur haldnar víđar, og t.d. í Elliđaárvogi Camp Baldurshaga. Um ţann stađ var ort:
Dear old Baldurshagi,
Oh! what a hell of a dump.
Rocks and hills all craggy,
Stulkas to slap on the rump.
If we ever leave here,
Our thoughts will wander once more,
Thoughts of building Montezuma,
On Iceland´s chilly shore.
Tekiđ skal fram ađ gyđingar slógu mikiđ í rassinn á íslenskum stúlkum, en einnig fóru fram shabbatbćnir í spítalakampi sem var stađsettur i Ásum viđ Helgafell í Mosfellssveit. Ţar má enn sjá stóra vatnstanka og rústir sjúkrahússins, sem gekk undir nafninu 208th general Hospital og áriđ 1942 var haldin samkoma í kampi sem lá viđ Reykjavíkurflugvöll.
Fyrsti rabbíninn sem stýrđi trúarlegri athöfn á Íslandi, svo vitađ sé, kom ţannig á vegum Bandaríkjahers haustiđ 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuđ merkilegur karl sem stóđ fyrir nútímalegan gyđingdóm. Í nćstu fćrslu Fornleifs verđur lítillega sagt frá rabbí Leibert.
Mynd: Kantorinn Benjamin Rubenfeld (Bandaríkjaher) hámar hér í sig matzot (hin ósýrđu brauđ) á Pesach Seder í Reykjavík 1942 (1. apríl 1942). Mig grunar ađ Sederinn hafi fariđ fram á Hótel Borg.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Meet the Fokkers
20.3.2015 | 09:15
Flugfornleifafrćđi er merkileg grein. Nú á miklum tímamótum í sögu Fokkersins á Íslandi, er gaman ađ minnast örlítiđ Anthony Fokkers (1890-1939), flugvélabrautryđjandans hollenska, sem stundum var kallađur Hollendingurinn Fljúgandi. Í leiđinni vćri vert ađ minnast einnar konu hans.
Ţađ hafa kannski ekki margir velt ţví fyrir sér, er ţeir flugu um loftin blá međ Fokkerum Flugfélags Íslands eđa Landhelgisgćslunnar, ađ ein eiginkvenna Fokkers flugvélasmiđs var af alíslenskum ćttum. Hún hét Violet Helga Austmann, betur ţekkt sem Violet Eastman og var dóttir sćmdarhjónanna Snjólfs Jóhannssonar Austmanns frá Krossi á Berufjarđarströnd í S-Múlasýslu (f. 1860) og konu hans Sigríđar Jónsdóttur sem ćttuđ var úr Skagafirđi. Ţau hjónin höfđu sest ađ í Winnipeg í Kanada og dóttir ţeirra Violet fćddist ţar aldamótaáriđ 1900.
Ţegar Fokker kvćntist Violet Eastman áriđ 1927 var hann nokkrum árum áđur skilinn viđ fyrri konu sína, Sophie Marie Elizabeth von Morgen, sem var dóttir ţýsks hershöfđingja úr fyrri heimsstyrjöldinni. Anthony Fokker hafđi áriđ 1910 eignast son, Tobias, međ fyrstu ástinni sinni, hinni vellauđugu rússnesku flugkonu Ljubu Galanschikoff.
Fokker flugvélaverksmiđjurnar ţénuđu vel í fyrri styrjöldinni á ţví ađ selja flugvélar til Ţjóđverja. Fokker var ţví efnađur vel ţegar hann kvćntist hinni fögru Violet Austmann. En sćlan entist ekki og ekki kom Fokker Friendship nafniđ til út af ţví hjónabandi.
Violet Austmann (Eastman) Fokker og mađur hennar (fyrir miđju) í Fokker F-10A flugvél áriđ 1928. Myndin efst er af herra Fokker og konu hans Violet, sem var af alíslenskum ćttum.
Einn morgun áriđ 1929 flaug hin íslenskćttađa Violet. Ekki í flugvél, heldur beint út um gluggann á íbúđ ţeirra hjóna á 15. hćđ á 285 Riverside drive á Manhattan í New York. Upphaflega var ályktađ ađ hún hefđi framiđ sjálfsmorđ. Síđar fengu lögfrćđingar Fokkers ţví breytt í "dauđa vegna lofthrćđslu (vertigo)". Ţegar nćgir peningar voru annars vegar, komu víst ađrir möguleikar ekki til greina. Violet var lögđ til hinstu hvílu í New York. Í sömu borg dó Anthony Fokker tíu árum síđar úr heilabólgu eftir uppskurđ á ennisholum. Hann var lagđur til hvílu í Hollandi. Violet sem dó á gangstétt á 110 strćti gleymdist, en Anthony Fokker er minnst sem hetju háloftanna.
Hvađ fćr unga konu til ađ fljúga út um gluggann heima hjá sér, ţegar hún gat flogiđ hvert á land sem var međ flugvélum manns síns? Dauđi Violets Austmann Fokkers er einatt afgreiddur á mjög furđulegan hátt af karlmönnum međ flugdellu. Líkt og ađ hún hafi bara veriđ gallađur varahlutur viđ söguna um hinn merkilega flugkappa Anthony Fokker:
Apparently an unstable character to begin with, her complete disillusionment about the marriage led her to leap to her death from their Manhattan appartment on February 8, 1929. Fokker, in the Dutch version of his autobiography, admitted somewhat sadly to his inability to communicate and love. (Sjá hér).
Í Morgunblađinu stóđ ţetta hér um áriđ: Anthony Fokker Elizabeth skildu ţar sem Fokker ţótti bćđi kvensamur og villtur í líferni. Samband ţeirra Fjólu eđa Violet varđ ekki langlíft ţar sem hún framdi sjálfsmorđ áriđ 1929 međ ţví ađ stökkva út um glugga á íbúđ ţeirra hjóna í New York. (Sjá hér).
Ef viđ skođum samtímaheimildir, t.d. frétt á forsíđu Brooklyn Daily Eagle má lesa ţetta 9. febrúar 1929, daginn eftir dauđa Violets:
Wife´s Plunge to Death; Accident, Says Fokker
Mrs. Anthony H.G. Fokker
Declaring his wife´s death an accident, Anthony H.G. Fokker, designer and manufacturer of Fokker airplanes, today began funeral arrangements for Mrs. Fokker, killed last night when she fell from a window of their apartment on the 15th floor at 285 Riverside dr. to the sidewalk in 101st st.
Mrs. Fokker had returned from Presbyterian Hospital a few hours before her fall. She had been suffering from a nervous disorder for some time.
Fokker returned from an air flight yesterday feeling drowsy and went to sleep after a light supper. While he was asleep Mrs. Fokker, who was lying down, asked a maid to get her a glass of water. When the maid returned Mrs. Fokker has dissappeared. She had evidently fallen over the low sill of the window.
Amos Erickson of 1760 Jerome ave. found the body and called a policeman. Mrs. Fokker was dead when an ambulance arrived. Herbert Reed, secretary and treasurer of the Fokker Aircraft Company, gave a statement in which he said Mrs. Fokker had evidently fainted.
Ţannig var ţađ bara afgreitt.
Ţađ ţótti nú ekkert slor ađ búa á 285 Riverside dr. í den, eđa jafnvel nú. Miđađ viđ ađ Violet "féll" út um glugga á 15. hćđ niđur á gangstétt á 101 strćti, ţá hafa ţau búiđ í horníbúđ. Ein svipuđ íbúđ á 11. hćđ var seld á tćpar 1.4 milljónir bandaríkjadala fyrir nokkrum árum síđan.
Menning og listir | Breytt 20.3.2020 kl. 07:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Vangaveltur um Ţjóđmenninguna og ESB
19.3.2015 | 08:00
Sést hefur hjá ţeim ađilum, sem ekki una forseta Íslands hugástum, dálítiđ langsótt samsćriskenning um ađ ÓRG sé heilinn á bak viđ ESB uppsögnina og jafnvel á bak viđ Pútín. Guđmundur Magnússon sagnfrćđingur, blađamađur og fyrrverandi ţjóđminjavörđur skrifar á fasbók sinni:
Ekki finnst mér ţetta neitt ósennilegt. Forsetinn er guđfađir ríkisstjórnarinnar og hefur nú fengiđ (langţráđ?) tćkifćri til ađ endurnýja hin gömlu kynni viđ Framsóknarflokkinn. Áreiđanlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur beint ađ málum. Traustur 'ađili' sagđi mér á sínum tíma ađ ţegar ţjóđmenningin var flutt úr menntamálaráđuneytinu í forsćtisráđuneytiđ kortér fyrir fyrsta ríkisráđsfund nýju stjórnarinnar hafi ţađ átt upptök sín á Bessastöđum. Öll skjöl málsins hefđu veriđ útbúin ţar en ekki í stjórnarráđinu.
Guđmundur er ţarna ađ vitna í Orđiđ á Götunni á Samfylkingareyjunni. Ég tek ţađ fram, ađ ég tel Guđmund ekki hlutlausan í neinni umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson. Ţar er eitthvađ mjög gamalt hatur í gangi, sem ég get ekki skýrt sálfrćđilega eđa pólitískt nema ađ taka mjög há tímalaun. En ţarna er einnig upplýsing frá traustum "ađila", sem segir okkur sem gröfum dýpra en ađrir, ađ Guđmundur hefur fengiđ betri upplýsingar en ađrir um ţetta vćgast sagt furđulega ţjóđmenningarráđuneyti núverandi ríkisstjórnar.
Ég hef ítrekađ beđiđ um ađ fá ađ vita, hvađ "ţjóđmenningardeildin" gerđi fyrsta starfsáriđ, en mér hefur beinlínis veriđ sagt af einhverri skrifstofukerlingarblók, ađ ég verđi ađ bíđa ţangađ til skjölin koma á Ţjóđskjalasafniđ til ađ fá ađ vita hvađ deildin var ađ gera allt áriđ 2014, fyrir utan ađ naga blýanta. Svo er Magga Hallgríms yfirmađur deildarinnar og annar tveggja starfsmanna hennar í Forsćtisráđuneytinu víst komin heim á Ţjóđminjasafn aftur, ţó hún sé komin af eldheitu framsóknarfólki. Hún hefur kannski aldrei séđ yfirmann sinn, sjálfan ţjóđmenningarráđherrann. Svo birtist um daginn ein lítil frétt af viđgerđ á húsi í kjördćmi ţjóđmenningarráđherrans. Ţađ er ţađ eina sem mađur fćr ađ vita um "ţjóđmenninguna" áriđ 2014, sem var flutt úr Menntamálaráđuneytinu, eftir ađ svo margir höfđu rausađ yfir ţjóđmenningu í ţví ráđuneyti.
Er ţađ virkilega líklegt ađ Ólafur Ragnar hafi stjórnađ flutningi hins vandrćđalega ţjóđmenningargeira korter fyrir ríkisráđsfund? Og hver stjórnar honum, nú ţegar peysufatakerlingin Margrét vermir ţjóđminjavarđarstólinn aftur, ţar sem hún hefur ađ mínu mati setiđ allt, allt, allt of lengi miđađ viđ ţađ sem lög segja til um. Verst er, ađ ég hef ekki náin tengsl viđ eins trausta "ađila" og Guđmundur Magnússon á Morgunblađinu, ţó svo ađ sokkarnir mínir séu jafngötóttir og sokkarnir hans.
Myndina af gati Guđmundar fékk ég lánađa á FB hans og er sokkurinn ađeins brot af stćrri ljósmynd frá Berlín, ţar sem Guđmundur er staddur til ađ rćđa viđ Angelu M.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er hún Snorralaug jacuzzi
17.3.2015 | 13:57
Ég frétti í gćr af prófessor einum í germönskum frćđum í Kaliforníu, sem bauđ dönskum sagnfrćđingi í heita pottinn viđ heimili sitt í Kaliforníu, eftir ađ hann hafđ dílađ viđ Danann um ţýđingarátak. Danski sagnfrćđingurinn, sem á heimili bćđi í Danmörku og í BNA, hafđi leiđrétt bandaríska prófessorinn lítillega á ráđstefnu og ţađ ţótti prófessornum hiđ besta mál og bauđ Dananum ađ ţýđa bók sína nýútkomna yfir á dönsku, og bauđ honum höfundalaun sín í Danmörku fyrir vinnuna.
Daninn hugsađi máliđ og tók svo tilbođinu. Hann sat sumarlangt og ţýddi bókina, og ţegar hann afhenti ţýđinguna var bandaríski prófessorinn allt í einu farinn ađ tala um hálf höfundarlaun. Daninn hafđi ekki haft rćnu á ţví ađ gera skrifalegan samning viđ bandaríska prófessorinn og var miđur sín yfir refshćtti prófsa.
Danski sagnfrćđinginn, kom í gćr til mín í kaffi, ţví ekki hef ég neina Snorralaug međ vindverkjum heima hjá mér, ţar sem ég get bođiđ mönnum í sođningu líkt og bandaríski prófessorinn. Ég spurđi danska sagnfrćđinginn, hvađa forlag hefđi gefiđ bókina út, ţví flest dönsk forlög gefa lítil laun eđa engin í höfundarlaun, nema ađ mađur sé ţví frćgari höfundur. Danski sagnfrćđingurinn nefndi forlagiđ og ég hváđi og varđ kjaftstopp, ţví forlag ţađ sem hann nefndi, sem ekki er lengur til, borgađi aldrei nein höfundarlaun svo heitiđ getur, en gaf hins vegar út frćđirit sem stór forlög í Danmörku vildu ekki gefa út.
Snuđađur í heita pottinum
Daninn fékk ekkert fyrir sinn snúđ og margra mánađa vinnu. Jacuzziförin var bara prump í bala. Bókin kom svo út á dönsku áriđ 1999, en ţá var ţýđandinn á titilsíđu sagđur allt annar mađur en danski sagnfrćđingurinn. Daninn sá aldrei krónu eđa mosagrćnan dal.
Ég tel víst, ađ bandaríski prófessorinn hafi mćtavel vitađ ađ hann myndi ekki fá höfundarlaun í Danmörku. Forlagiđ sem bók hans var gefin út hjá, ţekki ég af eigin reynslu, sem ritstjóri ársrits gyđinga sem gefiđ var út um tíma af ţví forlagi. Prófessorinn, vel vitandi ađ forlagiđ borgađi ekki höfundarlaun, lokkađi mann til ađ ţýđa bók sína og ţýđingin birtist svo undir öđru nafni en ţess manns sem ţýddi meginţorra bókarinnar. Síđar upplýsti prófessorinn hinn rétta ţýđanda sem hlunnfarinn var, ađ hann hefđi sjálfur ekki fengiđ nein höfundarlaun í Danmörku.
Ég hefđi örugglega skitiđ í heitan pott ameríska prófessorsins (sem nú er orđinn íslenskur borgari), eđa eitthvađ mun verra, hefđi ég veriđ snuđađur á ţennan ógeđfellda hátt.
Saga ţessi varđar vissulega líka fornleifafrćđinga á Íslandi. Muniđ alltaf ađ fá allt skriflega. Skjall prófessora er ekki neins virđi nema ađ ţađ komi á löggildum pappír. Ţannig eru lögin líka stunduđ í BNA.
Ţetta jacuzzi er ekki kosher
og reyndar heldur ekki ţađ sem sést á myndinni efst.
Menning og listir | Breytt 7.12.2022 kl. 13:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinar blautu miđaldir
3.3.2015 | 18:27
Mér hefur sýnst ađ marga fornleifafrćđinga dreymi um ađ finna eitthvađ dónalegt í jörđinni. Fáum verđur ţó af ósk sinni. Fornleifafrćđi virđist einnig höfđa mjög til kynferđislegra vangavelta hjá sumu fólki. Einstaka sinnum heyrir mađur af uppgröftrum sem voru hálfgerđar orgíur. Aldrei hef ég lent í slíkum háska.
Archaeology and Sex eru samt óumflýjanlega samtengd fyrirbćri. Ţróuđ hefur veriđ undirgrein fornleifafrćđinnar, Gender Archaeology (kynjafornleifafrćđi), ţar sem menn velta mikiđ fyrir sér, hvort Óđinn og Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ gay, eđa Grettir hafi veriđ međ lítinn lim. Kannski skýra tilurđ ţeirra frćđa líka eskimóa og fílamennina sem einstaka fornleifafrćđingar hafa haldiđ sig finna, t.d. viđ bć Gunnars Gunnarssonar nasista og skálds. Ef gumar hafa gaman af ţví, er ţađ allt í lagi mín vegna, og örugglega ţćgilegasta ađferđ til ađ komast hjá ţví ađ grafa og verđa skítugir eins og ađrir fornleifafrćđingar. Merkiđ hér ađ ofan, sem fannst í Bryggjuborg í Belgíu og er aldursgreint til tímabilsins 1375-1450, er einnig galopiđ fyrir túlkun. Hvađ ţarna á sér stađ, geta kynjafrćđingar líklega skýrt fyrir okkur. Kannski er ţetta gleđiganga, en eins gćti allt hćglega bent til ţess ađ ákveđin tegund af femínisma hafi veriđ iđkuđ á miđöldum í Niđurlöndum?
Ţegar ég hélt á sínum tíma til náms í fornleifafrćđi, lét ég löggilda túlka ţýđa stúdentsprófskírteini mitt yfir á dönsku, ensku og sćnsku, enda sótti ég um ađ hefja nám í nokkrum löndum, til ađ hafa vađiđ fyrir neđan mig. Sćnski túlkurinn var sćnsk kona í Reykjavík. Er ég sótti ţýđingu hennar á prófskýrteini mínu heima hjá henni, vildi hún rćđa fornleifafrćđi viđ mig, sér í lagi um frjósemisfallosa sem tíđkast höfđu í ţeim hluta Svíţjóđar ţar sem hún ólst upp. Ég var farinn ađ hugsa, ađ blessuđ konan hefđi ekki fengiđ alveg nćgju sína af slíkum tólum, og var ţví feginn ţegar karl hennar, lítill embćttismađur međ hatt, kom heim og öllu tali um typpi í sćnsku Dölunum var snögglega hćtt. Svíar hófu reyndar mjög snemma framleiđslu á limum. Litla myndin hér fyrir ofan er af lim úr hjartarhorni sem er frá steinöld. Limurinn er af veglegri stćrđ. Hún hefur greinilega líka skipt máli á Steinöld.
Böllurinn á Borg
Á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum kom margt upp úr bćjarhólnum međan ađ hann var rannsakađur af ţjóđfrćđingnum Mjöll Snćsdóttur og mörgum misjafnlega hörnuđum ungmennum sem nutu leiđsagnar hennar í votviđrasamri íslenskri fornleifafrćđi. Ég var einn ţeirra. Stóra-Borg var eins og leikfangakista, svo mikiđ fannst ţar af fornleifum, ađ viđ ungmennin sem unnu međ Mjöll sátum fram á rauđa nótt viđ ađ ţvo og skrá forngripi, og ţađ launalaust. Ég held ađ eini stađurinn, ţar sem eitthvađ dónalegt hafi komiđ úr jörđu á Íslandi, hafi veriđ á Stóru-Borg. Ţar fannst eitt sinn spýta sem hafđi veriđ tálguđ svo lystarlega til ađ hún líktist ţví sem pent fólk kallar penis erectus eđa ređur međ reisn. Tímasetningar fornminja á Stóru-Borg eru mjög á reiki, og gćti ţetta typpi hafa veriđ yngra en frá miđöldum. Spýtan var mjög sívöl og "tidslřs" eins og Danir segja.
Ţví miđur get ég ekki sýnt ykkur typpiđ og veit ekki hvort ţađ er lengur til, nema á skráningarkorti Stóru-Borgar rannsóknarinnar. Mikiđ magn fornminja úr lífrćnum efnum frá Stóru-Borg hefur eyđilagst eftir ađ ţađ var komiđ á Ţjóđminjasafniđ. Forvörslu á gripunum var ţví miđur ekki sinnt sem skyldi. Ţjóđminjavörđur hafđi meiri áhuga á fornbílum.
Hvađ ţessi viđarphallos hefur veriđ notađur í, ćtla ég ekki ađ velta frekar fyrir mér, en sumir starfsmenn rannsóknarinnar töldu öruggt ađ ţetta vćri svo kallađur dildó, eitt af hjálpartćkjum ástarlífsins eins og ţađ var síđar kallađ í auglýsingum. Kannski var ţetta dildó Önnu á Stóru-Borg? Kannski átti Hjálti viđ vandamál ađ stríđa. Ef svo er, á aldursgreining til 16. aldar mjög vel viđ. Úr ţessu verđur ţađ ţó ekki sannreynt.
Óháđ fundi priapos erecto á Stóru Borg, var oft mjög kátt í tjaldi grafara á hólnum norđan viđ bćjarhólinn sem rannsakađur var. Á hólnum var á hverju sumri reist gamalt vegavinnutjald. Inni í ţví flugu margar blautar sögur yfir samlokum, kaffi og kleinum, en aldrei ţegar gestir komu í tjaldiđ. Ţá kom yfir menn grafarţögn og frómur helgiblćr. Bestar voru sögurnar í miklum rigningum, og af ţeim var nóg undir Eyjafjöllum. Mjöll var meistari í slíkum sögum og var fyrir vikiđ á tímabili kölluđ "gamla pervertan".
Fótafrár fallus, sem ber konukríli sem ýtir á undan sér litlum sćtum fallusum (tittlingum) í hjólbörum. Merkiđ fannst í Vlaardingen í Hollandi. Aldursgreining 1375-1450. Hvađ var fólk eiginlega ađ hugsa á ţessum tíma? Líklegast um ţađ sama og í dag. Svona minjagripi ćtti nú Ređurstofan ađ hafa í verslun sinni.
Klámfengin merki og tákn
Fyrir ţá fornleifafrćđinga og ađra sem sakna dónalegra fornleifafunda, og til ađ bćta fyrir ređurmissinn á Stóru Borg birti ég hér lesendum mínum og öđrum klám og blautlegheit frá miđöldum. Mest af ţví er frá Hollandi, ţar sem slíkt hefur ávallt ţótt sjálfsagđur hlutur. Hollendingar kalla ekki allt ömmu sína.
Mikiđ er hún vígreif ţessi "pussy Royale". Sumir myndu álykta ţetta helgan stađ.
Međan ađ menn steyptu lítil pílagrímsmerki úr blý og tinblöndum, sem pílagrímar gátu keypt sér til jarteikna ţess ađ ţeir hefđu heimsótt helgan stađ eđa kirkju, var einnig á 14. og 15. öld frekar blómleg framleiđsla á alls kyns merkjum sem sýndu ređur, punghausa, píkur og pílagrímapussur í alls kyns stellingum. Ţađ merkilega viđ hin síđarnefndu merki er, ađ sumir telja jafnvel ađ ţau hafi veriđ afhent fólki af kirkjunnar mönnum.
Mín kenning er sú, ađ međan ađ "miđaldaklám" var allt "verklegt" og í höndunum á Hollendingum, ţá var ţađ allt í munninum á Íslendingum - eđa ţangađ til ađ Íslendingar reistu voldugasta fallusinn í heiminum á Skólavörđuholtinu.
Ţreyttur kóngur. Vćngina skilur mađur og krónuna, en bjallan er líklegast til ađ tilkynna ađ lókurinn sé orđinn linur, eđa ađ hann sé ađ koma nćrri Helgustöđum.
Er hér veriđ ađ gefa í skyn, hvađ pílagrímar hugsa mest um og leita ađ á ferđum sínum?
Ítarefni um "dónaleg" teikn á miđöldum:
- Fyrst skal nefnd grein hollenska keramíksérfrćđingsins Sebastiaans Ostkamps, sem ég ţekki lítillega. Ekki ţarf annađ en ađ googla Ostkaamp og vulva eđa Ostkamp og penis, ţá finna menn ţessa skemmtilegu grein: Ostkamp, S., 2009. The world upside down. Secular badges and the iconography of the Late Medieval Period: ordinary pins with multiple meanings, Journal of Archaeology in the Low Countries 1.2, 107-125. Einnig má finna greinina hér og hér.
- Ţessi grein sem einnig birtist áriđ 2009 og er eftir danska konu Ann Marie Rasmussen, sem er Lektor viđ Duke University í N-Karólínu, er mjög áhugaverđ og lýsir mest miđaldabókmenntum ţýskum međ órum um ređur og sköp. Áhugavert!
- Svo er til ágćtis bók, eđa réttara sagt greinasafn, um efniđ: Nicola McDonald (Ed.) 2006 Medieval obscenities. Boydell & Brewer Ltd. Hér er hana ađ finna Google Books.
Mikiđ safn miđaldadónaskapar er til í Vatíkaninu í Róm, en ţađ er ekki til sýnis nema fyrir útvalda.
Menning og listir | Breytt 13.2.2020 kl. 15:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)