Gripur úr gulli eldist um nær 200 ár í nýrri íslenskri bók
21.11.2022 | 10:00
Í framhaldi af alþýðlegri grein Fornleifs um alþýðleg fræðistörf Þorvalds Friðrikssonar um hugsanlegan heim írskra og skoskra landnámsmanna á Ísland, barst mér bók Þorvalds með hraði frá Íslandi.
Góður gestur af rammírskum ættum, fornvinur fjölskyldu norrænnar konu minnar (sem er dönsk) kom í heimsókn ásamt konu sinni og færði hann mér bók Þorvalds að gjöf. Ég er þó enn ekki búinn að glugga djúpúðugt í kverið. Þorvaldur Friðriksson telur reyndar að "Djúpúðga"/sem er sama og Djúphugaða (eins og Auður landnámskona er kölluð í Færeyjum) geti þýtt "Guðs félagi" (sjá bls. 117 í "gelísku" orðasafni Þorvalds í bókinni hans Keltar).
Þorvaldur má halda það ef hann vill. Villuþankar eru ekki bannaðir á okkar tímum, því í dag getum við svarað þeim.
Gull/Óir - (Lat. Aurum)
Fornleifur rak vitaskuld strax augun í gull á blaðsíðu 49. Þar birtir Þorvaldur mynd af litlu broti (sem er aðeins um 1. sm að stærð) af nælu sem fannst við fornleifauppgröft í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi fyrr á öldinni.
Án nokkurra vitrænna tilvitnanna í þennan fund frá Vatnsfirði við Djúp, dregur Þorvaldur eftirfarandi ályktun af gullbroti þessu:
Nælan er frá tímabilinu 850-950 e.kr. [sic]. Hún kann að vera dýrgripur úr konungsgarði Kjarvals Írakonungs. Snæbjörn Eyvindarson, sem bjó í Vatnsfirði, var ömmubarn Raförtu dóttur Kjarvals. Gripurinn var bútaður í sundur, sem títt var á víkingatíð, og það þynnubrot sem fannst í Vatnsfirði var sennilegast notað sem hálsmen því búið var að gera gat í gegnum það.
Fornleifi leið sannast sagna hálfilla eftir að hafa lesið þetta kjaftæði, bullocks, eins og það er kallað á enska tungu og það sem Írar kalla bullán (uppruninn má vera öllum skýr). Þessi vinnubrögð koma auðvitað því óorði á íslenska fornleifafræðinga, að þeir séu eintómir grillufangarar og bullustrokkar.
Með öll þau hjálpartæki sem menn hafa í dag, og meðal annars veraldarvefinn, hefði Þorvaldur getað komist að því sanna um Kite-formed broches (flugdreka-laga nælur, sem er vitaskuld nýlegt fræðiheiti og ekki góð gelíska). Slíkar nælur voru vissulegar framleiddar á Írlandi.
Brotið sem fannst við rannsóknir í Vatnsfirði er af nælu eins og þeirri sem fannst í Waterford á Írlandi. Nú er Waterford vitaskuld norrænt/enskt nafn á írskum bæ á SA-Írlandi og Waterford þýðir það sama og Vatnsfjörður eins og glöggir menn sjá þegar.
Nælur þessar eru ekki frá tímabilinu 850-950 eftir Krists burð, eins og Þorvaldur heldur fjálgur fram og það án tilvitnanna - sem reyndar er engar að finna í bók hans - heldur frá því um 1100 e. Kr.
Leyfum fornleifafræðingum í Waterford að segja sitt fræðilega álit í stað þess að trúa bulláni Þorvalds:
A fusion of Irish, Scandinavian, English and continental European influences
Though Irish in type, the decoration shows English, continental European and Scandinavian influences as you would expect in the Hiberno-Norse town of Waterford. The body of the brooch was made of a cast hollow silver kite-shaped box to which was attached a hinge and long silver pin to fasten the cloak. The box was decorated with gold filigree, impressed with gold foil and amethyst-coloured glass studs. The studs were probably also made locally and it is possible that the wearer believed that they were real gems. (Sjá hér).
Vinnubrögð eins og við sjáum á bls. 49 í bók Þorvalds Friðrikssonar, Keltar, eru leiðigjarnt grillufang af verstu gerð. Slíkt á ekki að bera á torg í bókum um fræðileg málefni, þó svo að bókin komi út á Íslandi, eigi að vera "alþýðufræði" og höfða til fólksins. Íslensk alþýða hefur sama rétt á því að þekkja sannleikann eins og allir aðrir. Fornleifafræðin fjallar ekki um að framreiða langsóttar vangaveltur og skemmtiefni fyrir auðtrúa fólk - setta fram af fólki með takmarkaða þekkingu á því sem það skrifar um. Þannig er það nú bara.
Agaleg (áibhéalach) lesning. Stundum hef ég haldið að Þorvaldur sé það sem Írar kalla Greannmhar (Grínmaður, og er orðið komið frá norrænum mönnum), en honum er greinilega fúlasta alvara.
P.s. ég tek mér það bessaleifi, að birta hér persónulegt mat íslensks sérfræðings í Keltafræðum sem skrifaði eftirfarandi:
Jamm. Það er ekki bara í málfræðinni sem Þorvaldur fer með fleipur. Dæmið sem þú rekur er nú heldur snautlegt fyrir mann sem er lærður í fornleifafræði. Hann virðist fylgja mottóinu "Hafa skal það sem betur hljómar", sbr það að tengja næluna við írskan konung, án þess að það sé nokkur fótur fyrir því. Það er ekki beinlínis vísindalegt. Ég fékk þessa bók í jólagjöf. Ég lauk ekki við að lesa hana, satt best að segja, því það stendur ekki steinn yfir steini hjá honum. T.d. tínir hann til orð úr orðabókum en lætur alveg vera að setja þau í málsögulegt samhengi. Orð í gelísku í dag hefur td ekki sama framburð og fyrir þúsund árum. Eins afgreiðir hann orð sem keltnesk, þó að þeirra sé getið í Orðsifjabókinni, eða hjá Fritzner, svo dæmi sé tekið. Svo er auðvitað ótækt nú á dögum að hafa engar tilvitnanir eða heimildir í svona riti. En hann náði að auglýsa sig ansi hressilega fyrir jólin og hefur auðvitað sambönd inn á alla fjölmiðla sem gamall fréttamaður. Hann fékk m.a.s. uppslátt í Guardian sem byltingarkenndur hugmyndasmiður. En það er satt sem þú segir; svona skrif gera fræðunum mikið ógagn. Og það versta er að maður finnur að fjöldi fólks er tilbúinn til að trúa þessum málflutningi. Það hefur reyndar verið hljótt um bókina síðasta misserið. Vonandi fellur hún í gleymsku....
Bloggar | Breytt 7.11.2024 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þjóðin vantrúa - eða er hún auðtrúa?
19.11.2022 | 12:00
Mikið umræða hefur verið síðustu daga um nýja bók eftir Þorvald Friðriksson (Thorvil MacFreddy) fyrrv. fréttamann á RÚV. Bókin kallast Keltar áhrif á íslenska tungu og menningu. Biblía Írafársins er hugsanlega loksins komin út, og þetta verður vafalítið jólabók íslenskra auðtrúarmanna.
Þorvaldur Friðriksson auglýsti bók sína með því að lýsa því yfir við visir.is, að "Íslendingar fyrirlitu alltaf sinn rétta uppruna". Mér er næst að halda að það sé miklu frekar vandi Þorvalds Friðrikssonar en Íslendinga almennt.
Allir sem eitthvað þekkja Þorvald, vita að hann hefur alltaf haft nær óbeislaðan áhuga á kylfum í Gullskipum, ófreskjum og "keltum". Þótt Þorvaldur sé sjálfur skólabókardæmi um mann með næsta 100% norrænt fas (face, fés etc./fenótýpu), langar hann ekki svo gjarna að heyra af þeim einkennum og hefur nú gefið út fyrrnefnda bók sína um "Kelta" til að breiða út boðskap sinn.
Hönnuður auglýsingar Fornleifur
En sitt sýnist hverjum um ritsmíð þá. Í raun er umtalið næst því sem á gelísku er kallað annað hvort slad (slátrun), ár (borið fram sem hið danska år, á flestum málískum írskum; Ár er skylt orðinu orri/örlög/ögur(stund)/ögri/ og αγρα (agra = veiði eða orusta á grísku), sléacht ellegar eirleach. Síðasta orðið er ekki einu sinni örugglega gelískt orð, þó svo gæti virst í fljótu bragði, t.d. ef einhver hefur drukkið of mikinn Guinness. Eirleach er skylt orlog á niðurlensku og Orloch í sumum þýskum mállýskum og náttúrulega örlögum okkar og orrahríðinni sem svo oft geisar - svo eitthvað sé upp talið.
Á FBókinni Málspjall (sjá hér) hefur hrannast upp mikil og fróðleg umræða um Keltabók Þorvalds Friðrikssonar. Sitt sýnist hverjum, en flestir dæma bók Þorvalds sem frekar vanhugsað grillufang af neðstu skúffu. Í athugasemdunum geta menn lesið 5-6 athugasemdir ritstjóra Fornleifs.
Fornleifur er lítið gefinn fyrir hömlulausa keltómaníu. Skoðanir hans geta menn einnig lesið í ýmsum greinum hans hér á blogginu. Hann mun því ekki í bili tjá sig meira, fyrir utan þær athugasemdir sem hann neyddist til að setja á FBókina Málspjall. Sá fróðleikur sem menn hafa sett þar fram í athugasemd er að mati Fornleifs meira virði en Keltabók Þorvalds. Ég viðurkenni fúslega, að ég er ekki búinn að lesa bókina, en af þeim dæmum sem menn hafa látið flakka á Málspjalli er ég ekki vongóður um að Þorvaldur Friðriksson inn Norræni hafi snúið stöðunni "Keltum" í vil. En þetta umtal má hins vegar líta á sem ókeypis auglýsingu fyrir bókina.
Þeir Íslendingar sem klæða sig á hátíðum eins og skoskar þjóðbúningadúkkur frá 18. öld, vegna þess að þeir eru með vott að rauðsprengdu hári (sem reyndar er mestmegnis komið frá Noregi til Bretlandseyja) eða aðra litningagalla - og sem telja sig vera svo kallaða Kelta, mega láta illa, dansa sinn River Dance og þenja sekkjapípur sínar allt hvað þeir geta. Þeir geta étið Haggisspað (sem er norrænt orð ) og sporðrennt feitu grjúpáni (sem ekki er gelískt orð) undan Jökli, sem þeir skola loks niður með veskjutári (Whisky, sem líka er norrænt orð sem gefið var drykk er menn hófu að brenna vín á Skotlandi).
En verum samt sanngjörn. Fólk frá Bretlandseyjum, sem var beinasmærra en Norrænir menn, kom vissulega til Íslands, t.d. sem "þrælar" og annars konar fylgilið norrænna manna sem sest höfðu að á Bretlandseyjum. Í "fylgdarliðinu" til Íslands voru t.d. löglegar eiginkonur sem ávallt var þrælað út á Íslandi líkt og annars staðar. Norræn menning gegnumsýrði fljótt menningu Pétta (Picta) og Íra og örugglega meira en góðir menn töldu sig halda hér fyrrum, þegar karlar vissu allt og sögðu kerlingum að þegja og töluðu um kerlingabækur í lítilmennsku sinni. Þorvaldur hefur greinilega ekki fylgst með nýjustum rannsóknum á áhrifum norrænu á mál og menningu Bretlandseyja. Nú er það of seint. Bókin er komin út og þykir ekki vera afbragð, eða það sem Írar kalla ar f(r)heabhas ellegar tharr barr (sem einnig eru orð af norrænum uppruna frábært). Kannski væri sniðugt fyrir Thorvil McFreddy að læra keltneskar tungur aðeins betur en hann hefur greinilega gert sér far um.
Að lokum svo tökum við einn lítinn sóló-vikivaka fyrir Þorvald. Vikivaki er orð sem fróðustu menn þekkja enn ekki upprunann á; en það er víst ekki úr gelísku komið. Dansarinn er því miður af hánorrænum uppruna, en hún selst, enda fremur skosk í skapi. Ef ýtt er á myndina fellir Fergja fötin. Hún arr f(r)heabhas.
Lass á skosku er heldur ekki gelískt orð, en er að sögn sérfræðinga á Bretlanseyjum afleitt af norræna orðinu "Laskura; Láskúra??", sem ég þekki ekki, en þýðir að sögn ógift kona. Aðrir fræðingar leggja til skýringu úr fornsænsku (lösk kona) sem er einfaldlega laus kona eða kona á lausu. Þetta þykja Fornleifi aftur á móti nokkuð langsóttar skýringar.
Ef lausakonan Fergja getur ekki dansað á tölvunni þinni, þegar þú hefur ýtt á hana, gæti það verið vegna þess að í tölvunni tölvunni þinni sé of mikið klám. Örforrit í Fergju fer í gang, þegar þú snertir hana með bendli þínum, og eyðir hún og forritið síðan öllu klámi á tölvunni þinni. Fergja er netambátt góð og rammkaþólsk.
Bloggar | Breytt 12.8.2023 kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gullskipsfregnir: Fagur fiskur úr sjó og merkisljón
30.10.2022 | 15:31
Heyrt hef ég að ævintýramenn séu enn að leika sér á Skeiðarársandi í leit að "gullskipinu" Het Wapen van Amsterdam. Þeir voru jafnvel komnir með rússneska hjálparkokka sem notuðust við dróna til að hafa upp á fjársjóðum. Það getur vart endað nema illa.
Fornleifur hefur hins vegar á síðari árum reynt að miðla mörgu því sem við vitum um "gullskipið" (Lesið greinarnar hér, hér, hér og hér) og reynt að leiðrétta villur ævintýramanna og segja frá gripum úr flakinu, t.d. þeim "kylfum" sem sem maður nokkur sem vann á Ríkisútvarpinu, n.t. á fréttastofunni, hafði fengið á heilann. RÚV-maðurinn taldi að "kylfur" hefðu verið í tonnatali í skipinu er það strandaði. Kylfurnar voru vitaskuld þýðingarvilla; farmskráin lýsti mörgum smálestum af múskatblómu, sem var, og er jafnvel enn, eitt af vinsælustu kryddum í Hollandi - allt síðan á 17. öld.
Þar sem ritstjóri Fornleifs er sonur ekta kryddkaupmanns úr Niðurlöndum ólst Leifur upp við múskat, bæði hnetu og blómu. Flutti faðir minn inn báðar gerðir múskatsins og seldi í stórum stíl sem eitt af þeim kryddum sem voru í hinum fyrrum svo vinsælu og rómuðu kryddhillum. Sannast sagna voru hillurnar hvor tveggja, vinsælar og óvinsælar gjafir, sem menn keyptu gjarnan og gáfu brúðarhjónum. Heyrt hef ég af einu pari fyrir Norðan, sem fékk þrjár hillur og eru enn að nota kryddið úr þeim. Sum glösin hafa reyndar verið endurfyllt. Hins vega hafa aðrir endað í skilnaði vegna kryddhillnanna. Illa upp alinn karlpeningur á Íslandi vildi lengi aðeins pipar og salt og ekkert gras.
Árið 2017 sagði ég frá leifum af lakkskápum sem heimamenn höfðu tínt upp á sandinum eftir að "gullskipið" strandaði árið 1667. Voru þessi lakkverk endurnotuð í kirkjum. Eitt af þeim lakkhurðum af skáp með dæmigerðri japanskri hespuloku hefur varðveist í kirkjunni, en á 19. öld voru aðrir gripir í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi/Skáftárhreppi, sem vafalaust eru einnig úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam.
Hurð með lakkverki í kirkjunni að Kálfafelli. Ljósm. Kristján Sveinsson 2016.
Árið 1864 barst Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara og kennar á við Lærð skólann þeim gripum, sem eru skurðmyndir af fiski og ljóni, á nýstofnað Forngripasafnið, þar sem þeir fengu númerin 66 og 67. Jón Árnason, sem var fyrsti forstöðumaður Forngripasafnsins, sem stofnað var árið 1863, sat vafalítið með Sigurði málara, sem hann fékk sem aðstoðarmann, uppi undir þaki Dómkirkjunnar. Sigurður þjóðbúningahönnuður sagði oft svæsnar klámsögur. Sagan hermir að Jón (sem síðar var kallaður Bitter af skólasveinum í Lærða Skólanum, sem þó kunnu honum vel) hafi eitt sinn beðið Sigurð um að dempa sig, því í kirkjuna voru komnar konur. Er ekki hugsanlegt að konurnar væru einmitt komnar í kirkju til að heyra klámkjaftinn á Sigga málara?
Nú, á milli klámsagna Sigurðar, dáðust Jón og Sigurður að skurðmyndunum úr dyraumbúnaði Kálfafellskirkju. Þeim var lýst á eftirfarandi hátt í aðfangabók Forngripasafnsins uppi á kirkjuloftinu árið 1964, en eigi höfðu þeir fullan skilning á eðli skurðmyndanna:
Fiskurinn Koi
Ljósm.Þjóðminjasafn Íslands
[Þjóðminjasafnið] 67/1864-25: Lax, skorinn úr tré, 1 álnar og 15 þumlúnga lángur. Sumir kalla hann guðlax. Hann hefir verið einkar haglega skorinn, og er mælt, að það hafi gjört Eiríkur nokkur í Holti á Síðu. Lax þessi var þversum yfir sömu kirkjudyrum og ljónin (nr. 66), og sýnir hvorttveggja skraut á byggingum fyrri alda, enda einnig mikinn hagleik manna á þeim tímum.
Útskorni fiskurinn úr Kálfafellskirkju, sem er lágmynd, er hvorki meira né minna en 104 sm. að lengd og 28 sm. þar sem hann er breiðastur. Þetta er þó greinilega enginn lax.
Jón Árnason var glöggur maður en sjóndapur mjög. Kannski hefur hann heldur ekki haft mikil kynni af laxfiski. Fiskurinn er karpi (vatnakarfi) og er lágmyndin vafalítið ættaður austan úr Asíu og líkast til frá Japan. Japanir fóru snemma að rækta ýmis litafbrigði af vatnakarfanum og munu vera til ein 30 afbrigði af vatnakarfar sem Japanir kalla Koi. Koi er þeir "gullfiskar", sem menn þekkja í almenningsgörðum erlendis og jafnvel á Íslandi. Útskornir vatnakarfar frá Japan og Kína bárust oft til Vesturlanda á 17. öld og síðar.
Vatnakarfinn er mikilvægt tákn í Búddisma. Hægt er að finna alls kyns myndir af þeim í musterum og í líst Austurlanda fjær. Koi táknar auð og góða auðnu í asískri menningu. Koi er einnig tákn gnægðar, hugrekkis og umbreytingar. Kínversku táknin fyrir gnægð og fisk eru mjög lík. Koi er er því líklega fjárorð Kínverja. Vegna hinna mörgu litaafbrigða sem menn hafa alið fram í fiskinum er hann einnig tilvalið tákn "einingu andstæðnanna" - Yin og Yang, þ.e. alhliða tákn fyrir alla hluti sem innihalda bæði hið góða sem hið illa. Vatnakarfinn hefur mjög flókið mikilvægi í asískri menningu og eru jafnvel álitnir vera goðsagnakenndir. Fiskurinn var sömuleiðis notaður til að tákna baráttu (einstaklingsins) gegn mótbáru til að ná markmiðum sínum, og Koi því sérlega vinsælt tákn á ólgutímum.
Nú, fiskurinn sæmdi sér vel á kirkjuþilinu í Kálfafelli, því fiskur er einnig gamalt tákn Krists.
Fornleifur telur að karfinn útskorni sé vafalítið úr Het Wapen van Amsterdam. Hvort hann er hluti af skreyti skipsins eða asískur gripur er ég ekki viss um.
Í lok júlí í ár (2022) rakst ég á þennan japanska koi (frá 19. öld), á Þjóðminjasafninu í Edinborg. Nokkru síðar sá ég annan líkan á asíska safninu í háskólabænum Durham á Englandi. Hann sá ég fyrst árið 1989, er ég bjó og stundaði nám í Durham. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2022.
Ljónið af stefni "Gullskipsins".
[Þjóðminjasafnið] 66/1864-24: Tvö ljón, 2 álna og 15 þumlúnga laung skorin úr tré. Almenningur segir, að þau sé sæljón. Þau teygja sig líkt og þau sé á sundi: einnig hafa þau einkennilega fætur og mjög grimmilegan einkennilegan svip. Þau hafa verið mjög haglega skorin, en eru nú mikið skemmd af elli. Ljón þessi voru sitt hvorumegin við kirkjudyr á Kálfafelli í Fljótshverfi. Sumir segja, að ljón þessi hafi verið gjör handa kirkjunni af Írum, aðrir segja af Frökkum, en engar sönnur vita menn á því.
Ljónin úr Kálfafellskirkju sem Jón Árnason færði á Forngripasafnið voru reyndar ekki tvö. Þetta er eitt og sama ljónið í tveimur hlutum, þ.e. tvær vangamyndir sama ljónsins, eða tvær lágmyndir sem ætlað var að sýna ljónið beislað við eins konar kassa sem oft myndaði skutstrjónuna á skipum 17. aldar. Kassi þessi var styrktur til að skip löskuðust síðar er þeim var siglt á önnur skip. Ljónsmyndirnar eru nokkuð verkleg eða um 1,68 metri að lengd án halanna. Þetta gæti því vel verið hluti af stefnisdýri (gallíonsfígúru) Het Wapen van Amsterdam.
Dæmi af stafni Hollensk verslunarskips frá 17. öld. Koparristan er gerð árið 1647 af Wenceslaus Hollar (1607-1677), listamanni frá Bæheimi sem settist að í Niðurlöndum og gerði listagóðar og nákvæmar ristur af skipum: Fyrir neðan er ítarmynd af trjónunni og Kálfafellsljóninu hallað til að sýna hvernig það hefur fyrrum svifið yfir höfin blá í stafni Het Wapen van Amsterdams. Myndir Rijksmuseum, Amsterdam og myndin neðst Þjóðminjasafn Íslands.
Stefnistrjóna af herskipi hollensku sem var stærra en Het Wapen van Amsterdam. Hér sést ljónið aðeins betur. Rista gerð af Wenceslaus Hollar árið 1647. Rijksmuseum, Amsterdam.
Það má líklegast vera orðið öllum mjög ljóst að þessi síendurtekna leit gamalla manna með sjóræningjagen, er út í hött og hálfkjánaleg. Aftur var ýtt, frekar en hitt, undir með þessari vitleysu í fyrra þegar mjög slök heimildamynd birtist um gullskipið (sjá um þá sögu hér).
Fleiri mikilvæg gögn varðandi Gullskipið
Árið 2020 vakti það því miður ekki verðskuldaða athygli, að Þjóðskjalasafnið setti út á Fésbók sína merkilegt bréf frá 1763 og afskrift af því, sem sýnir svart á hvítu hve mikið gullskipsleitamenn hafa vaðið í villu um staðsetningu flaksins. Bréfið er frá 1763 eða 96 árum eftir að Het Wapen van Amsterdam strandaði. Þá voru menn enn með miklum erfiðismunum að nýta sér efnivið úr skipinu. Þeir sem hyggja í framtíðinni í frekari gullskipsleit, ættu kannski að líta á þessa heimild frá 1763 á vef Þjóðskjalasafnsins.
Sömuleiðis töldu fyrri kynslóð sig vera búna að finna skipið árið 1974, alveg niður við sjávarborð rétt austan Markóss þar sem sem heiti Síki. Þetta kom fram í skýrslu sem bandarískt fyrirtæki gerði fyrir Bandaríska flotann sem vildi vera Íslendingum hjálplegur í fjársjóðaleit. Ekki reyndist neitt vera þar sem menn grunaði árið 1974 að Gullskipið væri. Sérfræðingsálit bandarísku sérfræðinganna birtist í skýrslu árið 1974 og niðurstaða hennar var mjög neikvæð. Sérfræðingar frá ýmsum löndum töldu það borna vona að finna leifar af Gullskipinu.
Stálþilið mikla sem rekið var niður umhverfis það sem menn héldu vera Het Wapen van Amsterdam. Þar innan í fundu menn togarann Friedrich Albert. Ljósm. RÚV/Sjónvarp 1983.
Síðar, eða árið 1983, "endurholdgaðist" gullskipið leitarmönnum aftur. Þá birtust dollaramerki i augu sumra stjórnmálamanna og með miklum viðbúnaði og gríðarleg styrkjum úr ríkissjóði var sér kastað út í óhemjumiklar framkvæmdir á sandinum. Árangur erfiðisins var þýski togarinn Friedrich Albert frá Geestemünde sem strandaði á sandinum árið 1903.
Niðurstaða skýrslunnar sem bandaríski flotinn gaf Íslendingum var virt að vettugi árið 1983. Leitarmenn fengu tugi milljóna úr ríkiskassanum. Sjóræningjar meðal stjórnmálamanna létu leitarmenn "Gullskipsins" ljúga sig fulla.
Ekki var þó allt slæmt. Stafsmenn Þjóðminjasafnsins komust í ævintýraleit og var Þór Magnússon þjóðminjavörður farinn að trúa því að Gullskipið væri í raun fundið. Þeir fúlsuðu síðan við þýska togaranum sem var það eina sem í sandinum var. Þjóðminjasafnið sat eftir með hvítan Jeppa sem safnið fékk að kaupa með beiðnibleðli vegna ævintýrisins. Hann var löngum kallaður Gullkálfurinn. Menntamálaráðuneytið reyndi ítrekað að fá hann endurgreiddan, en árangurs.
Flestir þekkja Hollendinginn fljúgandi sem var þjóðsagna og draugaskip, sem aldrei var til nema í hugum manna. Hyllingar (fata morgana) gætur verið skýringin á skipi því. Gullskip fullorðinna manna sem hafa leikið sér á Skeiðarársandi í dýrasta sandkassaleik Íslandssögunnar, án þess að hafa fyrir því að rannsaka fyrirliggjandi heimildir, er einnig hylling.
Ef Íslendingar vilja verða ríkir, verða þeir að hafa fyrir hlutunum, líkt og Hollendinga var vani á þeirra gullöld. Íslensku peningatrén visnuðu flest eftir hrunið, enda ímyndunarplöntur. Mér fannst afar furðulegt, að rotnir ávextir þeirra heilluðu Hollendinga sem eru þekktir fyrir að halda vel í aurinn. Vonandi hætta menna að leita að ríkidómi í svörtum sandi Suðurlands og læra að peningar koma aðeins með vinnu, þjófnaði, sem happdrættisvinningar og frá ríkum ættingjum úti í heimi, nema kannski í Nígeríu.
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2022
Mikilvæg viðbót 2. nóvember 2022.
Fornleifur var alveg búinn að gleyma því að meistari Þórður Tómasson skrifaði um ljónið og karfann í bók sinni Svipast um á Söguslóðum (Skrudda 2011; bókina færði mér gamall vinur og grafari m.m. Einar Jónsson, sem vitaskuld hefur gert athugasemd við minnisleysi mitt).
Þórður kallar þó fiskinn guðlax (sem hann er ekki), en telur hann, andstætt Jóni Árnasyni (1864), sem og ljónin hiklaust vera erlent verk og vafalaust vera úr Het Wapen van Amsterdam. Hinn fjölfróði Þórður taldi að ljónin gætu hafa tilheyrt skjaldamerki Amsterdam-borgar sem var rauður skjöldur með miðborða svörtum sem er langsum um skjöldinn miðjan og á honum þrjú X silfruð eða hvít; og að ljónin væru hluti af skutmynd (spegilsmynd) skipsins. Skutljón sem héldu skildi Amsterdam-borgar voru á 17. öld jafnan sýnd þannig að þau horfðu til hliðar, fram í þann sem á lítur, eins og ljónin sem Austuríndíafélagið (VOC) notaðist við, t.d. í skjaldamerki Batavus-borgar síðar Jakarta) í Indónesíu. Þau setja venjulega eina afturlöppina fram fyrir hina. Kannski eru skutljónin enn í Skaftafellssandi, en það er þó fremur ólíklegt. Guðlax (Lampris Guttatus) er sömuleiðis allt annar fiskur en sá sem festur var yfir kirkjudyrum á Kálfafelli.
Þórður Tómasson vísar í bók sinni Svipast um á Söguslóðum (bls. 297) í bréf séra Jóns Sigurðssonar á Kálfafelli (22. jan. 1862 og 1. júlí sama ár) til Jóns Árnasonar biskupsritara og síðar fornmenjavarðar, þar sem hann segir af sendingu gripanna að austan frá Kálfafelli. Séra Jón á Kálfafelli gat einnig fyrr um "trémyndir af tveim ljónum og einn guðlax" í atriði um fornleifar í sóknarlýsingu til Bókmenntafélagsins um Kálfafellssókn í Fljótshverfi sem hann dagsetti á Kálfafelli þann 12. júlí 1859 (Sjá Skaftafellssýsla sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Sögufélag. Rv. 1997:180).
Þökk sé meistara Þórði! En einnig Einar Jónssyni og Kristjáni Sveinssyni fyrir upplýsingar og hjálp við að finna ritheimildir um hvernig ljónin og fiskurinn úr Het Wapen van Amsterdam bárust Jóni Árnasyni.
Skjaldamerki VOC-borgarinnar Batavus (Jakarta) á Jövu frá 1651. Skjöldurinn er varðveittur í Rijksmuseum, Amsterdam. Neðst má sjá Guðlax nýkominn í verslun í Reykjavík. Vel gæti maður þegið sneið úr slíkum eðalfiski. Sjá í athugasemdum samtímamynd af Het Wapen van Amsterdam (1653-1667). Sjá vinsamlegast einnig athugasemdir neðst.
Bloggar | Breytt 17.12.2023 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Rassskák í Reykjavík
25.10.2022 | 07:51
Þegar fréttir berast af því að Hans Niemann ætli að "súa" norska heimsmeistarann Magnus Carlsen "till Kingdom come", líkt og Kanar hóta öllum stundum - berast einnig ferskar fregnir af þátttöku Magnúsar Carlsens í slembilukkumóti í Reykjavík til minningar um Íslendinginn Bobby Fischer.
Þess verður eiginlega að geta, áður en lengra er teflt á tæpasta vað, að ritstjóri Fornleifs þótti um tíma efnilegur í þessari íþrótt peðanna, en þekkti sem betur fór sínar takmarkanir og vitjunartíma. Hann hafði þess í stað lúmskt gaman af skákbrjálæðinu sem herjaði á unga, bólugrafna unglinga í MH á þeim tíma sem hann var í þeim skóla. Nú kann hann aðeins að tefla fram eitruðu peðum sér og öðrum efahyggjumönnum til skemmtunar. Efahyggjumenn máta kannski ekki menn, og annan, en þeir geta, ef þeir leika rétt, fengið fólk til að hugsa með öðrum líkamshlutum en rassinum og álíka verkfærum.
Skák er forn og göfug list/íþrótt, sem utan nýrrar þróunar með senditækjum djúpt í endagörn í beinu sambandi við Deep Blue skákforritið eða síðar IBM RS6000/SP, er ættuð austan úr Asíu, nánar tiltekið Íran.
Eitthvað hefur borið á því í fjölmiðlum að unglingurinn Hans Niemann sé sagður ættaður austan úr Asíu líkt og skáklistin. Margir ætla einnig að hann sé gyðingur. Því er risin upp sveit manna fyrir Vestan sem heldur með honum vegna meints uppruna frekar en manndóms. Kjánaskapur Bandaríkjamanna veldur manni sífellt meiri áhyggjum.
Skákuð ættfræði
Nú er því reyndar svo háttað að Niemann er reyndar alls ekki gyðingur líkt og sumir stuðningsmenn drengsins í BNA ímynda sér á svipaðan hátt og þeir sem styðja Úkraínumenn í stríði við Rússa ímynda sér að Volodomir Zelenskij sé af ætt Salómons. Margir eru jafnvel farnir að skrifa nafnið Nieman, til að hreinsa nafnið frá þýskri gerð þess með mann-endanum.
Hans Niemann er annars vegar af dansk-þýskum ættum (Niemann) og hins vegar af "Mormónaslekti" frá Utah (Irvine). Niemann-ættirnar í Danmörku tilheyra allar þýska minnihlutanum í Danmörku.
Því er einnig oft haldið fram að Hans Niemann sé af dansk-hawaiískum ættum. Hawaii-ættfærslan kemur einvörðungu af því að foreldra hans hafa klínt nöfnum frumbyggja Hawaii á öll fimm barna sinna. Hans Niemann heitir t.d. fullu nafni Hans Moke Niemann. Nafnið Moke er reynda byggt á misskilningi eða misheyrn foreldra hans, því Moke þýðir gjaldþrot eða asni á máli innfæddra. Líklegt þykir, að nafnið hafi átt að vera Moge, sem þýðir draumur.
Faðir Hans Niemanns, David, og móðir hans Mary, sem bæði hafa unnið hjá tölvufyrirtækjum, unnu eitt sinn í 4 ár í Utrecht í Hollandi. Þar var Hans litla troðið í skóla fyrir foreldra sem halda að börnin þeirra séu snillingar. Skóli þessi ber nafnið Leonardoschool og hefur mjög misjafnt orð á sér. Þaðan brautskrást ekki margir snillingar.
Í hollenska dagblaðinu Volkskrant las ég um daginn áhugaverða grein um minningar fólks um Niemann í barnasnillingaskólanum í Utrecht. Þar er meðal sagt frá skákáhuga drengsins og því að hann átti afar erfitt með að beisla vonbrigði sín ef hann tapaði - í hvaða leik sem var. Er hann var níu ára og ekki enn farinn að sækja snillingaskólann, ritaði kennari hans þessa umsögn:
Síðan í Janúar hefur þú verið mjög ofstækisfullur. Hafðu í huga að þetta fjallar um að tefla betur og að hugsa dýpra. Þá getur þú náð mjög langt (á hollensku: Sinds januari ben je heel fanatiek bezig geweest. Houd wel in de gaten dat het erom gaat dat je beter schaakt en dieper denkt. Dan kun je héél ver komen.
Því er einnig haldið fram í Volkskrant að hrokkinkollurinn (Krullenbol) Niemann hafi verið lýst sem snillingi í hjólreiðum á barnsaldri. Því halda foreldrar hans að minnsta kosti fram við umheim sinn (FB). Hollendingar segja hins vegar að það sé bölvað opscheppen (Grobb, sem hugsanlega skylt íslenska orðinu uppskafningur). Þeir sem stunda opscheppen (grobb) og eru opscheppers eru litnir mjög neikvæðum augum í Hollandi og gilda hin vel þekktu dönsku Jantelög víst einnig í Niðurlöndum.
Hið rétta í reiðhjólaframa Niemanns er að hann tók þátt í reiðhjólamóti í skóla á barnsaldri og kom í mark á þriðja besta tímanum (á eftir stelpu). Hann grét sáran yfir þeim aumu örlögum - og skömmu síðar hvarf hjól hans á dularfullan hátt. Mörg hjól finnast í díkjum Hollands.
Niemann lenti alltaf í þriðja sæti í hjólreiðum í Utrecht
Æi, þarna fékk strákurinn bara silfur. Aumingja kallinn. Maður kennir í brjósti um hann.
Ekki var hann sérlega ánægður með lítinn bikar. Bermúdaskál hefði verið miklu betri eins og allir Íslendingar vita. En keppendur fengu jafnstóran bikar. Hollendingar hafa sparað allar götur síðan allt fór á hass þegar blómlaukar settu þá á hausinn árið 1700 og súrkál.
Niemann mun hafa grátið mikið og látið illa er hann vann ekki skákir í snillingaskólanum í Utrecht og á barnaskákmótum í Hollandi.
Líklega hefur hann verið mjög metnaðargjarn barn, en það er ekki nauðsynlega merki um snilligáfu, segir dóttir Fornleifs sem er sálfræðingur. Það getur einnig og oftast verið birtingarmynd ofdýrkunar og væntingar foreldranna, sem eru yfirmóta metnaðargjörn fyrir hönd barna sinna. Það er fólkið sem sem setur börnin sín í sérskóla fyrir snillinga og sem uppgötvar 10 árum síðar að börnin voru eins allir aðrir. Allir selló, fiðlu og píanótímarnir voru jafnvel til einskis. Börnin voru í besta máta aðeins "klárara" fólk en foreldrar þeirra og er það ekki bara fínt að vera smábetrungur gamla fólksins. Foreldrarnir eru, oft sem áður, vandamálið.
Rassmyndatökur í Reykjavík?
Eins og menn sjá á myndinni efst við þessa frétta og skákskýringu Fornleifs, eru það nú orðin örlög bestu barnasnillinga að rassinn á þeim sé myndaður í bak og fyrir, allt frá bleyjualdri fram undir tvítugt. Þar gætu leynst ýmsar græjur og jafnvel einn og einn d(r)óni.
Ætli þátttakendurnir fimm á rassskákmótinu í Reykjavík fái slíkar rassíu á sig? Er ekki alltaf verið að spara?
En ég held með Carlsen, svo það fari ekkert á milli mála. Hann verður að eiga fyrir sektum ef Nieman súar han till Kingdom come.
![]() |
Carlsen lentur og teflir á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sígarettu-Sigga
21.10.2022 | 08:45
Ritstjóri Fornleifs hefur lengi verið á þeirri skoðun, að Bandaríkjamenn stígi ekki almennilega í vitið.
Árið 1909 var það líka vandamál. Kanar læra seint og nýlega kusu þeir svo yfir sig brjálaðan forseta - og þar á undan einn fáráttuvitstola.
Árið 1909 gat það hent reykingamenn í Vesturheimi, að þeir fengju glaðning með sígarettum sínum í formi lítilla litmynda eða póstkorta af konum, nokkuð vel klæddum.
Þeir sem keyptu pakka af MURAD sígarettum, sem var krassandi tyrknesk blanda, glöddust mjög þegar þeir fengu fagrar þjóðbúningastúlkur frá öllum heimshornum beint í pakkann sinn. Þeir gátu hóstað eistun úr pung er þeir dásömuðust yfir fegurð þeirra. Þetta var vitaskuld heilli öld áður en að menn pússígröbbuðu sig þar vesturfrá upp í hæstu embætti.
Ísland var kynnt til sögunnar í BNA undir fána Kongelig Grønlandsk Handel og hinu gamla merki Íslands - hinum grófa plattfiski (sjá allt sem vita þarf um plattfiskinn hér). Það er engu líkara en að Siggan á myndinni sé norður á Lófóti í Noregi með danska hanska frá Randers.
Þó þessi "íslenska stúlllKKKa" reykingamannanna sé tómt tóbak og tjara, er hún þó öllu skárri en hryllingsmyndirnar sem nú prýða sígarettupakkana. Æijá.
Bloggar | Breytt 9.2.2023 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
SJÓN innleiddi pönkið í Sovétríkjunum
19.10.2022 | 09:30
Skáldið Sjón, sem forðum var þekkt sem Sigurjón Birgir eða bara Grjóni kynnti pönkið í Sovétríkjunum sumarið 1977. Því heldur skáldið sjálft fram í viðtali við Ríkissannleiksveituna RÚV í tilefni af sextugsafmæli sínu (lesið og hlustið hér). Þar sem pönkið eru formlega orðnar fornleifar lætur Fornleifur þessa sögu til sín taka. Rannsóknarvinnan bendir til þess að Sjón sé einnig orðin gamlingi.
Um leið og ég óska SJÓN - formerly known as Grjóni - innilega til hamingju með að vera orðið hálfgert gamalmenni og því tækan á til yfirkeyrslu á Fornleifi, leyfi ég mér að segja meiningu mína um gloppótt minni hans. Mig grunar að Sjón sé kominn með forstig karlrembings, sem er allra fyrsta stig Alzheimers. Ég get einfaldlega ekki fengið tímavélar Fornleifs til að stemma við yfirlýsingar Grjóna um að hann hafi innleitt pönkið í Sovétríkjunnum sálugu.
En - ef svo er sem SJÓN segir og rétt þykir, virðist fullvíst að SJÓN beri geysimikla ábyrgð á stríðinu í Ukraínu, Glasnost og jafnvel ýmsu öðrum heimsviðburðum.
Nú skilur maður aðeins betur af hverju menn trampa á Guðbergi Bergssyni eins og rusli á níræðisafmæli hans, en lofa þess í stað SJÓN upp til skýjanna. Menn þola ekki sannleikann á Íslandi.
Í tilefni af sextugs afmæli Grjóna, er RÚV með viðtal við hann - eða hann við RÚV. Í viðtali þessu notar Sjón sömu stílbrögð og Laxness gerði um sextugt. SJÓN setur sjálfan sig í innstu hringiðu sögunnar líkt og Laxness gerði - en um sjálfssviðssetningu Laxness má lesa í bók Fornleifs Laxness Leiðréttur, sem enn á ný er metsölubók fyrir jólin, enda ókeypis. Kaupið hana ókeypis hér.
SJÓN segir RÚV frá því (hlustið hér) að hann hafi árið 1977, er hann var tæpra 15. vetra, keypt heila glás af pönkplötum í Kaupmannahöfn og farið með þær á ungliðaráðstefnu á Krímskaga.
Ég tel mig vita, eftir að hafa samband við vin minn í Rússlandi, V.P. að nafni, að þetta hafi verið samkoman á Artek, um síðari hlutann í júlí 1977. Á samkomunni á ARTEK, voru saman komin ungmenni frá 103 þjóðlöndum og slagorð hátíðarinnar þetta ár var May the Sun be Forever Látum nú SJÓN og RÚV gera sögu ríkari:
Þegar Sjón var 16 ára [Viðbót Fornleifs: Sjón var aðeins 14 ára - starfsfólk RÚV kann ekki að reikna] var pönkbylgjan í algleymingi. Árið 1977 [Innskot Fornleifs og KGB: í lok júlí] fór hann til Sovétríkjanna með sex öðrum íslenskum krökkum á Alþjóðamót æskunnar á Krímskaga. Í þessari ferð flugum við í gegnum Kaupmannahöfn og þar komst ég í plötubúðir og ég fór með úttroðna ferðatösku af pönki til Sovétríkjanna. Eitt kvöldið bað starfsmaður sumarbúðanna eftir að fá plöturnar lánaðar. Ég þorði ekki að láta þær frá mér af því að ég hélt að þau ætluðu kannski að taka þær og eyðileggja þær. Svo ég náði í ferðatöskuna og fór með honum ofan í kjallara og þar sat maður [Viðbót Fornleifs: Það var fyrrnefndur V.P.] tilbúinn, tveir, þrír, með stórt spólutæki og svo tóku þeir upp allar plöturnar. Það má leiða líkur að því að eitthvað af þessum plötum hafi farið í dreifingu í Sovétríkjunum og fengurinn frá Kaupmannahöfn ruddi því pönkinu rúms þar í landi.
Íslendingar rottuðu sig vitaskuld saman við Palestínumenn á ARTEK-ungliðaráðstefnunni á Krím og ræddu um að ryðja gyðingum í sjó fram. Það var vel að merkja, þegar ekki var verið að afrita pönkið í kjallara hótelsins sem Pönkpíónerinn Grjóni hafði keypt ferðatöskufylli af í Kóngsins Kaupmannahöfn. Kannski hlustuðu hryðjuverkamenn framtíðarinnar á pönkið hans Grjóna. Ég leyfi mér að efast um það. Myndin er úr skjalasafni Mossad.
Já, nú vitum við að SJÓN, háaldraður, telur sig hafa fært fulla tösku pönks til Sovétríkjanna árið 1977, og það löngu áður en KGB frétti af komu tónlistastefnunnar árið 1978 (sjá hér þar sem saga pönksins í Sovétríkjunum er rakin, en hvergi er þó minnst aumingja Grjóna). Samkvæmt SJÓN er það sjónminninu að þakka að við fengum Glasnost - og enn fremur honum að þakka, að við höfum Putín í dag.
Svetlana Nektarína var, og er enn, njósnari. Hún kom upp um pönkplötur Grjóna, svo hann var færður niður í kjallara hótelsins af Valdimar túlki og öðrum fauta. Hér sést Svetlana Nektarína segja indverskum stúlkum frá yfirpönkaranum Lenín. Hægt er að sjá kvikmynd frá ARTEK 1977 á Krím hér.
Öllu erfiðara er aftur á móti að skýra, hvernig tæplega 15 ára stráklingur ofan af Íslandi hafði ráð á því að troðfylla ferðatösku með pönkviníl, í landi (Danmörku) þar sem pönkið fékk ekki almennilega fótfestu fyrr en síðla sumars 1977 er Johnny Rotten kom til Köben (ítarefni má finna hér). Plötur voru fjári dýrar á þessum tíma og ekki var börnum úr auðmannastétt boðið á ungliðaþingin á ARTEK á Krím.
Afkomendur drekaflugunnar sem settist á rasskinn Grjóna (hlustið á RÚV - SJÓN er sögu ríkari), eftir að hann hafði synt nakinn í á á Spáni, hafa reyndar staðfest að hafa sest á afturendann á Sjón, því hvítara rassgat höfðu þær vissulega aldrei litið við bakka árinnar. Þær suða enn um hvíta rassinn frá Ísalandi. Því miður hefur ekki enn tekist að ná í miðil til að mana upp anda Madame Elisu Breton, sem rak SJÓN í bað, en við látum erfðasögur drekaflugnanna á Spáni nægja. Aðrar sögur eru ekki nema svipur hjá SJÓN.
Hér má sjá frændur vora Dani viðra þjóðfána sinn á ARTEK sumarið 1977.
Bloggar | Breytt 23.10.2022 kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smáterroristar í 1. Maí göngu á Akureyri
9.10.2022 | 05:50
Akureyri minnir mig alltaf á dönsku sjónvarpsmyndaröðina Matador í sjónvarpinu. Þar var allt så skidedansk og fínu frúrnar fengu aðsvif ef þær fundu vonda lykt úr sveitinni eða af sjónum, er þær spásseruðu um fortóin.
Allir á Akureyri voru með dönsk og zýsk ættarnöfn nema öreigarnir, en þeir voru hins vegar á 4. áratugnum búnir að kría út einum sérfrídag sem ljósmyndarar eyddu jafnvel einni eða tveimur plötum á.
Sá með sólgleraugun varð fyrirmynd síðari kommísara í DDR og víðar. Mig grunar að maðurinn honum til vinstri handar gæti hafa verið þýskur krati gyðingaættar, Kurt Sonnenfeld, sem lengi var tannlæknir á Akureyri.
Þýsku kramættirnar á Akureyri fylgdust vel með í sínu ættlandi og sendu börn sín til að angra fólk í löglegum skrúðgöngum öreiganna. Þess má geta að eftir að myndin var tekin og skrúðgangan hafði gengið fram og aftur um allar virðulegar götur á Akureyri, tóku stúlkur í ljósbláum skyrtum, með rauðan hálsklút og alpahúfur (dætur kratanna) sig til og börðu Hjalta og vitleysingana vini hans í plokkfisk. Þeir sem barðir voru er eru víst sumir ættfeður fyrrverandi þingmanna Flokks Fokksins á Akureyri.
Helvískur Akureyrarpésinn hælaði beint framan í fasið á framtíðinni og var með hakakross á foringjahjólinu og vinstri upphandlegg. Ætli hann hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn?
Þar fór fremstur í flokki Hjalti litli Braun í Stormsveit Akureyrar, á foringjahjólinu sínu, sem hann fékk vinveittan járnsmið til að setja hakakross á.
Hjalti var sjálfur, þótt ungur væri, smátt og smátt að koma sér upp SA-búningi og hafði hr. Hansen í Verzlun Brauns (í gáttinni hér til vinstri), sem upphaflega hét Brauns Verslun Hamburg, og var að finna í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri, hjálpað Hjalta litla, enda talið víst að Hjalti væri launsonur Ryels gamla sem áður hafði starfað dyggilega fyrir Braun. Hansen var einkar laginn við allan saumaskap, styttingar og svo saumaði hann forláta kjóla og matrósaföt. Hansen var einnig nýyrðasmiður og bjó til orðin "lummó" og "púkó". Með tíð og tíma vildu menn ekki vera það á Akureyri. Svo að segja allir sem voru púkó og lummó fluttust suður.
Menn voru greinilega ekki alvitlausir á Akureyri á 4. áratug síðustu aldar, því erfitt var að manna lögreglu til atgerða gegn ungnasistum. Smánasistarnir á Akureyri voru aðeins með platbyssur en í dag eru þeir komnir með plastbyssur. En ungliðahreyfingin með Hjalta litla í broddi fylkingar var send í staðinn fyrir lögguna til að koma í veg fyrir kröfur lýðsins um betri laun, betri vinnu og mannsæmandi líf. Enn er langt í að allir hafi fengið það.
En auðvitað hét Hjalti litli ekki Hjalti. Þess vegna langar nasistaveiðideild Fornleifs að heyra frá þeim sem þekkja deili á foringjanum á nasistahjólinu og lagsmönnum hans á Akureyri. Ef einhver les lengur Fornleif á Akureyri, og veit hver "Hjalti" var (hann var fæddur ca. 1920-25) setjið endilega athugasemd. Örlög foringjahjólsins væru einnig fréttnæm tíðindi.
Ljósmyndafornleifafræði | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svante Pääbo Nóbelsverðlaunahafi 2022 og heimsókn hans á Íslandi 1995
5.10.2022 | 06:49
Nóbelsverðlaunahafinn i læknisfræði, Svante Pääbo, prófessor í Leipzig og Japan, sem ber eftirnafn móðurfjölskyldu sinnar í Eistlandi, kom eitt sinn við á Íslandi.
Sumarið 1995 hélt tannlæknafélagið á Íslandi merkilega ráðstefnu. Ráðstefnan bar nafnið DNA in Calcified Tissues. Forensic Odontology and Anthropology. Nordic Symposium og var hún haldin í húsakynnum Tannlæknafélagsins í Síðumúla, 22.- 25. júní. Hafði Svend Richter veg og vanda af ráðstefnunni. Þarna mættu sérfræðingar eins og Svante Pääbo, sem þá starfaði í München og Erika Hagelberg, sem þá stjórnaði DNA-rannsóknum í Oxford. Hinn merki réttarmannfræðingur okkar, Ewa Elvira Klonowski, var þarna einnig. Ég fékk 20-25 mínútur til að segja frá rannsóknum mínum (á sögu íslenskrar líkamsmannfræði, sjá t.d. hér) og rannsóknum danska líkamsmannfræðingsins Hans Christian Petersen, í verkefni sem við höfðum unnið sameiginlega að (sjá hér).
Samkvæmt prógrammi ráðstefnunnar (greinasafn var aldrei gefið út í riti), hélt Pääbo nokkra fyrirlestra, m.a. um rannsóknir sínar á DNAi úr múmíum í Egyptalandi, en Hagelberg almennara yfirlit yfir aðferðafræðilega þætti raðgreininga á erfðaefni úr fornum beinum og vefjasýnum. Ég gat því miður ekki komið á alla fyrirlesrana, því ég var einhvers staðar við uppgröft ef ég man rétt.
Líkt og Hannes Hólmsteinn talaði mikinn forðum við sér fróðari menn í kennarastofu í Oxfurðu, átti ég mjög ánægjulegar samræðu við Svante Pääbo, sem klæjaði greinilega í fingurna og stakk upp á DNA-verkefni á íslenskum beinum. Úr því varð nú aldrei, því ég var þá þegar orðin persona non grata fyrir að segja sannleikann á Íslandi um óáfallið silfur úr jörðu og lélega stjórnarhæfileika yfirmanns míns sem snúin var aftur til starfa eftir nokkurra ára fyllerísfrí sem hann var settur í. Ég raðgreindi vandamál Þjóðminjasafnsins rétt, og nú vitum við að þau erfast kannski líka.
Ég var reyndar kominn í samband við Hagelberg varðandi áform um að raðgreina bein í Þjóðminjasafni í samvinnu við fornleifafræðing í York, sem starfaði í Orkneyjum. Ég vildi einnig að Hans Christian Petersen yrði með. En síðla árs 1995 fóru bréf til mín frá þessum aðilum að hverfa á mjög furðulegan hátt. Ég frétti löngu síðar að bréf hefðu verið send og að menn undruðust þögnina frá mér. Þannig voru nú aðferðir á stofnun þeirri sem ég vann við.
Þett var löngu áður en Pääbo fór að rannsaka Neanderthalsmenn, en Hans Christian Petersen lauk um þetta leyti doktorsritgerð í Árósum og Bordeaux um mælingar sínar á beinum Neanderdalsmanna, og tel ég að Hans hafi séð fyrir ýmsa hluti sem Pääbo staðfesti suma hverja með DNA-rannsóknum.
Einhverju sinni það sumar sem Hans mældi bein Forníslendinga (1994), kom hann allur uppveðraður ofan úr turni safnahússins, þar sem hann sat við mælingar á 6. hæði, niður í kaffið á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Hann sagði mér frá einstaklingi í kumli í Skagafirði sem var með herðablað sem var nær alveg eins og herðablað á Neanderdalsmönnum. En þá hafði Hans skoðað marga í Frakklandi og öðrum löndum, áður en hann fékk doktorsnafnbót sína fyrir fræðin. Ég gat ekki setið á mér og miðlaði strax uppgötvuninni til samstarfsmanna minna og spurði, hvort einhverjir væru með slík herðablöð í kaffinu þann daginn. Það var ekki laust við að mér fyndist ég bæri slíka byrði á herðum mér, enda ættaður að hluta til úr Skagafirði (Homo Skagafiordensis). Mig minnir að Árni Björnsson hafi allur vaknað við þessi tíðindi, en Elsa Guðjónsson fussaði eins og hún gerði nú oft blessunin, þegar hún heyrði um ískyggilegar nýjungar í fræðunum.
En nú 27 árum síðar vitum við að: Einhver prósent af nútímamönnum í Evrópu eiga ættir að rekja til Neanderdals - þó enn hafi ekki verið greint frá þeim tengslum á Íslendingabók.
Þess má geta að sænskur faðir Svante Pääbos, Sune Bergström, fékk Nóbelsverðlaunin ásamt öðrum fyrir árangur í lífefnafræði árið 1983. Hann vann við hormónarannsóknir. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni eins sagt var í löndum þar sem engin eplatré uxu, og hvað þá eikartré.
Svo farið sé dýpra í genamengi Pääbos sjálfs, þó hann hafi væntanlega ekki raðgreint sig, þá taldi Pääbo sig vera Homo Sexualis og er svo sagt frá því á Wikipediu:
In Pääbo´s 2014 book Neanderthal Man: In Search of Lost Genomes, he stated that he is openly bisexualhe assumed he was gay until he met Linda Vigilant, an American primatologist and geneticist whose "boyish charms" attracted him. They have co-authored many papers. They are married and raising a son and a daughter together in Leipzig.
Jammi já, mannveran er fjölbreytileg, sem betur fer, en það hafa Íslendingar ekki enn skilið, þó þeir taki eins og ólmir þátt í göngum á hinsegin dögum en eru samt með fordóma. Homo Hypocriticus er stór ætt á Íslandi, komin af formóðurinni Gróu á Leiti, sem hafði þóttann með frá Noregi í öllum sínum beinum.
Myndin efst (Ljósm. Frank Vinken) sýnir Pääbo í "að vera - eða ekki að vera" stellingu, með einn af fyrstu Heimdellingunum sem raðgreindir hafa verið. Helst mætti halda að sá Homo Neanderthalensis hafi verið hýr - kannski er ekki hægt að raðgreina allt. Hauskúpan minnir þó mjög á Bjarna Ben, án þess að ég hafi raðgreint Bjarna. Sumt er sagt með fyrirvaralit.
Bloggar | Breytt 6.10.2022 kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Julius A. Leibert, the first Rabbi in Iceland
27.9.2022 | 06:51















Please DO NOT use my articles without a proper references.
Bloggar | Breytt 4.12.2023 kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hnífur Gilsbakkaprests
21.9.2022 | 07:51
Hinn ágæti Íslandsvenur, bandaríski fornleifafræðingurinn dr. Kevin Smith, heldur úti FB-inni North Atlantic Archaeology. Það er einkar gott framtak hjá dr. Kevin sem hjálpar nefnilega þeim sem ekki nenna að eyða tíma sínum í að leita að nýjustu fréttum.
Nú má vart finnast títuprjónn við fornleifarannsókn, að ekki sé stórfrétt um það í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Kevin vinsar þó aðeins "háu ljósin" sem ritað er um á ensku, en menn geta líka sjálfir sett inn fréttir á FB-ina North Atlantic Archaeology, ef þeim er mikið mál á því. Stór hluti íslenskra fornleifafræðinga fylgist með á FB Kevin Smiths, en einnig enn meiri fjöldi leikra sem lærðra sem hafa áhuga á fornleifafræði í löndum við Norðuratlantshaf.
Nú fyrir helgina var Smith á faraldsfæti á leið til Noregs. Hann sett frétt um forláta hnífsskaft sem fundist hefur í Osló, sem er frá seinni hluta miðalda og hugsanlega er skaftið úr fílabeini. Fornleifafræðingurinn sem stjórnar rannsókninni Osló (sem ættaður eru úr Niðurlöndum) bendir á, að forláta hnífssköft úr fílabeini hafi veri framleidd í Amsterdam og leggur til, þó án mjög haldbærra raka að skaftið í Osló sé þaðan. Hvort skaftið er örugglega úr fílstönn hefur þó ekki verið rannsakað.
Í góðum umræðum,sem oft skapast neðanmáls á FB-North Atlantic Archaeology, lækar fólk annað hvort eða skrifar bara "wow" og einstaka maður lætur ljós sitt skína, sýndi Kevin Smith forláta hnífskaft smellt, vafalaust hollenskt frá 17. öld sem hann og aðstoðarfólk hans fundu við fornleifarannsóknir á Gilsbakka á Hvítársíðu í Borgarfirði fyrir u.þ.b. 14 árum síðan (sjá mynd efst).
Ég kannaðist við skyldan grip sem fundist hefur í Frakklandi og fann fljótt skýrslu um hann sem ég hafði hlaðið niður á gamalt fornleifadrif Fornleifs.
Fyrir utan sekkjapíparann efst, ef lítill munur á hnífsskaftinu frá Gilsbakka og því sem fannst í Loches.
Skaft úr aski Síra Gunnars Pálssonar?
Greinilegt er að mjög miklar líkur er a því að Gilsbakkamenn hafi étið vel á 17. öld. Mig grunar hver það var. Dr. Kevin Smith reyndist einnig hafa haft augastað á sama einstaklingi. Á Gilsbakka bjó m.a. og þjónaði síra Gunnar Pálsson (1587-1661) sem var í sinni samtíð lýst sem miklu heljarmenni. Svo mikið "hreystimenni", (en það kallaði maður feita menn á þeim tíma): Hann var svo líkamsþungur að trauðlega báru hann sterkustu hestar. Er ekki ósköp líklegt að slíkur jálkur hafi átt forláta hollenskan hníf og jafnvel gaffal, svo hann gat skorið svera sneið af soðnum sauð á sunnudegi eftir messu.
Hver segir svo að fjasbókin sé til alls ónýt?
Pater fra Loches, og vel í holdum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)