Var Sæmundur Fróði á gyðingaskóla í Þýskalandi?

Sæmundur á Selnum2

Grein þessi, sem örugglega er eftir að standa í hálsinum fræðimannaumhverfinu við Háskóla Íslands, eru viðbrögð, athugasemdir og viðbætur við merkilega og áhugaverða grein eftir prófessor við University College i London, Richard North. Greinin sem ber heitið ´Resident stranger: Sæmundr in the Ashkenaz´, mun brátt birtast í Strangers at the Gate: the (Un)welcome Movement of People and Ideas in the Medieval World, ed. by Simon C. Thomson, Leiden: Brill.  

Mynd: Kisinn á steininum er Sæmundur Séní, heimilisfress í Odda á Rangárvöllum.

Höfundur texta: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.

Sæmundur Sigfússon á selnum (ca. 1056-1133) ætlar víst að gerast ári víðförull áður en menn sættast á hvar hann lagði stund á fræðin sem gerðu hann svo fádæma fróðan.

Sæmundur var þó aldregi í Svartaskóla í París eins og lengi var ætlað, því Sorbonne-háskóli var ekki enn til er Sæmundur var uppi. Eftir að mönnum varð það ljóst að hann var ekki í París, eins og þjóðsögur segja, eru tilgátusmíðar um staðsetningu lærdómssetursins þar sem Sæmundur sótti nám sitt orðnar nokkuð margar og sumar ærið ævintýralegar - jafnvel hlægilegar á stundum.

Erlendir menn, bókmennta og sagnfræðingar sem þora að sökkva sér niður í fornbókmenntaarf okkar Íslendinga (sem fyrir löngu eru orðinn alþjóðlegt allramannagagn), eru oft miklu frjórri í hugsun en margir Íslendingar sem leggja stund á sömu áhugamál/fræði (nema kannski helst Ármann Jakobsson). Bæði er þetta vegna þess að menn erlendis geta jafnvel verið fróðari Íslendingum og haft langtum víðari sjóndeildarhring en landinn. Einnig hanga erlendir fræðimenn  ekki alltaf í sama farinu, líkt og sumir Íslendingar eiga til þegar þeir sýna því meiri áhuga hver ritaði söguna en hvort sagan geymdi aðrar nothæfar upplýsingar, sem miðaldaheimurinn var fullur af. Hins vegar er einnig hægt að leita of langt yfir skammt í tilgátusmíðamennskunni - og svo fara sumir menn að trúa á tilgátur sínar. Þeir hafa sumir tiltækan lofsöngskór af lærisveinum sem taka trúna á boðskapinn, sama hvað vitlaus hann er.

Leitin að skóla .þeim sem Sæmundar gekk í er eitt af þessum séríslensku átistaáhugamálum. Nú eru útlenskir fræðaþulir farnir að leyfa sér að þora að vera með - hugsanlega vegna þess að kynjafræðin getur ekki umbreytt Sæmundi í kenjótta prestsmaddömu eða eitthvert álíka absúrdítet þegar menn stunda þá fornu list að mjólka heimildir sem því miður eru ekki fyrir hendi og verða það aldrei.

Ritstjóri Fornleifs telur það þó vera fjandanum áhugaverðara að leita dauðaleit eftir nýjum upplýsingum en að kýta um hver stóru karlanna hafi skrifað bókmenntirnar. Tilgátur geta leitt af sér aðrar tilgátur og upplýsingar og þannig geta menn stundum fundið "nýjan" og betri "sannleika". Menn verða bara að varast að trúa því ekki blint sem þeir sjálfir leggja til og blanda ekki saman hýpótesu og teóríu og syntesu.

Ég hef  á Fornleifi rætt um frjó skrif ungs bókmenntafræðings sem heitir Richard Cole, sem nú kennir við háskólann í Árósum. Mér finnst gaman að lesa bókmenntafræði hans, enda maðurinn fjölfróður um annað en íslenska menningu.  Hann hefur skoðað hugsanleg, og líka óhugsanleg, áhrif gyðinglegra fræða og rita á íslenskar bókmenntir til forna. Mér hefur orðið um og ó vegna greinar hans um andgyðingleg minni sem hann telur að sé að finna í skrifum Snorra Sturlusonar. Einnig telur hann að Mökkurkálfi Snorra sé gyðingleg minni sem Snorri hefur tekið láni. Ég er hvorugu sammála, enda enginn að ætlast til þess, og færði fyrir því rök því í tveimur greinum hér á Fornleifi. Lesið þær svo ég þurfi ekki að vífilengja hér (sjá hér og hér).

Nú, maður getur auðvitað lítið gert við því að erlendir fræðimenn sjái ljós og fái hugljómun við að grúska í íslenskum fornbókmenntir. Ása-Þór er nú t.d. orðinn gay, eftir að kynjafræðiáhugafólk kastaði sér yfir hann. Ég er ekki enn búinn að skilja af hverju Þór ætti að hafa vera hýr og kann ekki formúluna að slíkri röksemdafærslu.

Nýjasta brumið í hugleiðingum um dvöl Sæmundar erlendis slær öllu við. Þær hafa verið settar fram í grein sem ekki er formlega komin út, en von er á henni. Greinin hefur, eins og áður segir, þegar verið sett út á Academia.edu sem sá um að ég fékk hana með bjöllukalli um miðja aðfararnótt annars í jólum.

Eins og flestir sem fylgst hafa með Sæmundi áður en hann og þjóðsöguselurinn strönduðu í mýrinni í  túnfæti Háskóla Íslands er tilgátuflóran um lærdómsetur það sem heimildir greina frá á Frakklandi, æði blómleg. Fyrrum og með Oddaverja annál í vinstri og þjóðsögur í hinni, töldu menn víst að hann hefði verið í Frakklandi og nánar tiltekið í háskólanum í Sorbonne. Þetta var fyrir þann tíma að heimildarýni fór að tíðkast á Íslandi. Sorbonne-háskóli eins og áður greinir ekki til á tímum Sæmundar og engir aðrar háar menntastofnanir í Parísarborg. Síðar bentu menn á, að með Frakklandi meintu menn ekki Frakkland nútímans, heldur Frankóníu eða Franken sem er landsvæði vestur af Tékklandi í Þýskalandi nútímans. Aðrir hafa, og mig grunar vegna lélegrar landafræðiþekkingar, fært það svæði aðeins úr böndunum.

Nýlátinn kaþólskur prestur og fræðimaður í Stykkishólmi, Edward Booth nafni, vildi staðsetja Sæmund í skóla í borginni Fulda í Franken, en hans fræðilega aðferð var miklu frekar "bókstafstrú" á tilgátuna um Franken í stað Frakklands, en "haldgóð" rök.

Nú hallast líklegast flest "átorítet" um Sæmund kölskaknapa á að með Frakklandi á 11. öld hafi menn átt við þær borgir sem lágu flestar við Vesturbakka Rínar, sjá staðsetningu á kortinu:

SpeyerWormsMainz

Sæmundur á meðal gyðinga í Ashkenaz? 

Hér kem ég mér svo loks að nýju greininni um Sæmund. Hana las hana fyrst fyrir nokkrum náttum, þegar fjörleg heilastarfssemi mín á stundum yfirbugaði nætursvefn og ég varð að fara framúr til að grúska eða skrifa. Kerfið í Academia.edu,(þar sem einstaklega fróðir menn setja inn eftir sig boðskap og afurðir), er svo bandsett að það lætur mann vita sérstaklega ef maður er nefndur í tilvísun í nýrri í grein. Ég er hafður fyrir því í fyrstu neðanmálsgrein hjá North, að gyðingar hafi ekki komið til Íslands fyrr en seint og síðar meir, en svo svissar höfundurinn út á eftirfarandi hátt:

While there is no evidence that the Jews reached Iceland until the seventeenth century, it may be suggested that Sæmundr inn fróði (the learned) Sigfússon (1056-1133), priest of Oddi and Iceland’s first book-learned historian, lived as a stranger among them in Germany in the 1070s.

Hér getið þið svo lesið grein Norths ef þið viljið fræðast.

Greinin ber titilinn Resident stranger: Sæmundr in the Ashkenaz. Í stuttu máli telur Richard North prófessor við University College í London sig leiða góð rök að því að Sæmundur hafi ekki verið í neinum venjulegum klausturskóla. Hann telur líklegra að hann hafi verið á gyðinglegu fræðasetri í borg við ána Rín þar sem hún rennur gegnum Þýskaland í dag. Skólar við samkunduhús gyðinga voru kallaðar jeshivur (yeshiva þýðir seta á íslensku; staður það sem maður situr við lærdóm). North telur, út frá því  fá sem við vitum um Sæmund úr síðari heimildum en löngu týnd rit hans,   aðeins til tvö atriði sem gæti bent til þess að Sæmundur hafi verið nemandi gyðings sem var meistara við gyðinglega skóla. Annars vega er það fjöldi beina í líkamanum, sem kemur fram í heimildum sem vitna í rit Sæmundar sem ekki eru til. Richard North ályktar að þar sem fjöldi beina mannslíkamanas í þessum íslensku heimildu kemst næst fjölda beina í trúarritum gyðinga, að þá sé líklegt að hann hafi lært í gyðinglegu umhverfi. Reyndar bendir hann á að sami fjöldi beina sem menn hafa eftir Sæmundi sé einnig þekktur úr síðari tíma heimildum sem vel gætu hafa verið þekktar á Íslandi.

Hitt atriðið sem Richard North telur benda til þess að Sæmundur hafi stúderað á meðal gyðinga, er frásögnin í Jóns sögu Hólabyskups ens helga um að Sæmundur hafi eftir ca. 10 ára dvöl sína erlendis fyrir 1078-79 misst niður móðurmálið og ekki lengur munað hvað skírnarnafn sitt, íslenskt, var. Sæmundur sagði Jóni Ögmundssyni (síðar Jóni biskup helgi) er Jón heimsótti Sæmund, að hann héti Kollur

Í lok greinar Richard North, sem ráðfært hefur sig við sérfræðinga í gyðinglegum fræðum, sem er alltént betra en að að nota aðeins argumenta e silentio sem margir íslendingar eru reyndar heimsmeistarar í, veltir hann út þeirri tilgátu að Kollur sé íslensk  "afmyndun" á hebreska orðinu kol (sem þýðir allt). North telur ungan mann, sem að sögn hafði misst niður móðurmál sitt, hafi verið kallaður "kol" af skólafélögum og  sínum og lærimeistara sínum; og að hann hafi kallað sig Koll (kollur í nefnifalli) er Jón Ögmundsson spurði hann til nafns. Jú, þetta gerist oft þegar höfundur eru orðnir bálskotnir í tilgátu sinni. Af hverju? North skýrir:

KolCould Kollr, Sæmundr’s new name which is open to so many interpretations, be derived from Hebrew kol [all], for the student of the bible who wanted to know everything? The rest is universal history.

Með lærdómi sínum um stjörnur og galdra braut Sæmundur samning sinn við meistara sinn (sem því miður er ekki nefndur á nafn), og þeir Jón komust til Íslands. 

Ekki er hér ætlunin að afskrifa tilgátu Richards North, þó hún færi okkur vart meira en fyrri tilgátur um Sæmund Fróða. Þó kol á hebresku þýði  allt, er kol ekki þekkt sem gælunafn fyrir fólk sem var sólgið í fræði og grúsk. Lexikonheilar og grúskarar af guðs náð eru ekki "kol" eða "kollar" þótt  kunningjar Richards North við Kings College í Lundúnum teljir að kollur hljómi eins og kol (allt) á hebresku. En maður sem misst hafði móðurmálið hefur vafalaust átt erfitt með því að ræða við Jón Ögmundsson og útskýra fyrir honum nýtt nafn sitt, nema að hann hafi gert það á Latínu. En þá má með réttu spyrja: Var latína  kennd í mörgum skólum gyðinga? Að illir nauðsyn hafa vel menntaðir gyðingar örugglega lært, eða réttara sagt þurft að lesa latínu. Latínu þurftu gyðingar sem aðrir að kunna til að standa í samskiptum við lærða sem leika, og þar sem afskipti yfirvalda voru alltaf mikil af gyðingum, hljóta þeir að hafa móttekið feiknin öll af opinberum bréfum á latínu, þegar þeim voru veitt leyfi til dvalar eða þegar þeir voru hraktir á braut eftir duttlungum latínulærðra.

Athugasemdir og viðbætur

Hér leyfi ég mér að benda Richard North, höfundi greinarinnar sem vitnar í mig í fyrstu tilvitnum, á frekari vísdóm. Vona ég að hann deili þessum fróðleiksmolum með prófessor Sacha Stern og júdaistanum Israel Stern á University College, sem og handritafræðingnum Stewart Brookes á Kings College, sem hjálpuðu honum með gyðinglegar skýringar í hluta greinarinnar.

Orðið kol á hebresku (sem = allt á íslensku) er ekki það eina sem hægt er að tengja Kollsnafni Sæmundar.

I) KOLONYMOS: Margar kynslóðir rabbína sem störfuðu í borgunum  Mainz (sem í íslenskum heimildum var kölluð Meginsoborg (Lat. Mogontiagum), Worms og síðar Speyer (í Speyer var reyndar var ekki komin nein sýnagóga meðan að Sæmundur var þar hugsanlega við nám) báru hið gríska nafn Kolonymos (sem á íslensku þýðir hið Shem tovsanna nafn - og sem er grísk þýðing á shem tov á hebresku). Ætt þessi með hið hellenska nafn kom að því að best er vitað frá Lucca á Ítalíu og sumir upphaflega frá því svæði sem nú heitir Gaza. Löngum voru nemendur (sem kallaðir voru bochurs/Buchers á jiddísku sem þróaðist á þessum slóðum í Þýskalandi) við trúarlega skóla gyðinga, jeshivur (Flt. Heb.: Jeshivot)  kenndir við lærimeistara sína eða ættir þeirra sem stofnuðu skóla þeirra sem oft báru nöfn ættarinnar.  Hallast maður frekar að bæjum við Rín frekar en kaþólska strangtrúarskóla í Fulda er nafn Sæmundar í náminu, Kollur, gæti alveg eins verið leitt af fyrst liðnum í nafni Kolonymos ættarinnar (sem einnig má bera fram sem kal) og verið bein vísun til að Kollur gengi á jeshivu einhvers Kolonymos/Kolonomus prestanna. Þetta er vitaskuld bara tilgáta mín, en engu fráleitari en að kol í Kollur sé allt á hebresku.

Kalonymus_house_pillar

Afsteypa af skreyti sem talið er hafa verið í húsi Kolonymos ættarinnar í Mainz.

II) KOLLEL: Hugsanlega hafa fullveðja menn, sem Sæmundur var líklegast orðinn, þegar hann hverfur frá námi og skilgreinir sig sem Koll er Jón Ögmundsson vitjar hans, vart lengur ver ungnemandi á jeshivu. Þá hefur hann verið orðinn hluti af Kollel Kollel(ísl: samkunda) sem var jeshiva fyrir fullorðna fræðaþuli eða kvænta menn. Þar lærðu (lernuðu svo notuð sé ís-jíddíska) menn dagana langa og unnu lítt annað þar fyrir utan. Þeir voru í fullu fræðastarfi. Ég veit sannast sagna ekki hvort Kollel voru til á tímum Sæmundar en tel það þó líklegt. Koller er þekkt eftirnafn meðal gyðinga og er vart dregið af Kohler, kolanámu eða kolagerðamanninum á þýsku, heldur af Kollel á hebresku. Koller var maður sem stundaði trúfræði á háu stigi á Kollel. Kannski leysir þetta kollgátuna?

III STJÖRNUSPEKI: Annað sem Richard North láist að minnast á í rannsókn sinni á því hrafli sem þrátt fyrir allt er til um Sæmund í síðari heimildum og þjóðsögum, er þekking Sæmundar á stjörnum og stjörnufræði. Stjörnufræði voru stunduð af sefardískum rabbínum (frá Spáni og Norður-Afríku) sem farnir voru að kenna á fræðasetrum í Vestur-Ashkenaz þessa tíma sem Sæmundur var uppi á, þ.e.a.s. í Þýskalandi og austasta hluta Nútíma-Frakklands, t.d. í Strasbourg þar sem gyðingleg búseta mun hafa hafist um 1000. Astrolabium (pl. Astrolabia; Isl. Stjörnudiskar/Stjörnuskífur) sem margir gyðingar í Spáni og í Portúgal voru meistarar í að smíða bárust til Frakklands og Rínardals og elstu byggða gyðinga þar. Kennsla í stjörnufræði var hins vegar harla ólíkleg austur í Fuldu þar sem séra Edward Booth vildi staðsetja Sæmund í náminu. Heimildir frá Fuldu geyma hins vegar ekkert bitastætt um kennslu í stjörnuspeki.

Psalterium-Ibn-Ezra

Hér sjáið þið síðu úr saltara Blönku eða Mjallar (Sp. Blanca) af Castilíu og Loðvíks IX. Handritið er frá því um 1220. Á lýsingunni í saltaranum má sjá fjölfræðinginn  Abraham ben Ezra (1092-1167), útbúa samning með hjálp stjörnuskífu (Astrolabium) við tvo munka sem hafa rakað koll sinn (krúnu, Lat. Tonsura) meðan gyðingurinn ben Ezra ber kollhúfu. Abraham Ben Ezra var flæmdur frá Spáni árið 1140 og lifði alla ævi flökkulífi í Norður-Afríku, Palestínu, Sýrlandi, Ítalíu og á Englandi. Frá Englandi fór hann til Rúðuborgar í Normandí, áður en en hann settist að í ellinni í Suður-Frakklandi. Meðal margra rita hans um hin ólíklegustu málefni var handrit sem síðar hefur verið nefnt  Keli ha-Nechoshet (bókstaflega á ísl: ritgerð um koparinn) og gerð stjörnuskífunnar. Ritið var snemma þýtt yfir á latínu. Ekki er ólíklegt að menn sem lærðu á stjörnur í skóla líkt og Sæmundur mun hafa gert samkvæmt varðveittum upplýsingum, hafi lært á stað þar sem kennd var notkun stjörnuskífunnar. Það gerðist helst hjá gyðingum búsettum við Rín og miklu frekar þar en hjá þeim sem bjuggu norðan og austan við Rín eða austar í Evrópu, sem fyrst og fremst voru uppteknir að trúarlegum vangaveltum, en síður stjörnuspeki.

1200px-Synagoge_Worms-4125

Mikveh i Worms (efst) og neðst í Speyer

speyer-mikwe-treppe-innenportal-ca-1920er

Lokaorð

Með þessum viðbótum mínum finnst mér grein Richards North um Sæmund í Ashkenaz ekkert vitlausari en svo margt annað sem ritað hefur verið um Sæmund Fróða. Það er að minnsta kosti gaman að greininni og hver veit, kannski var Sæmi á ungur fræðimaður (koller) á kollel (háskóla) í Mainz? Það er svo gaman að láta sig dreyma. En varast ber að trúa því öllu.

Við endum í gamansömum tón, því fyrrnefndur fróðleikur er allt fúlasta alvara; Nú býst maður við því að Steinunn Kristjánsdóttir eða einhver annar fornleifafræðingur sem grefur prufuholur út um allt, fari næsta sumar að Odda og finni þar algjörlega óáfallið astrolabium, tefillin Sæmundar og jafnvel bút af lögmálsrúllu hans.

Líklegt má einnig teljast að hellirinn sem byrjað var að rannsaka í Odda árið 2018 geymi mikveh (trúarlegt bað, laug) Sæmundar. Sæmundur hefur ekki lagt í að grafa sig lengra niður að grunnvatni eins og menn gerðu við böðin (hreinsunarlaugarnar) í Speyer, Worms, Köln og Friedberg (frá 13. öld; Friedberg liggur norðaustur af Frankfurt am Main). Um böðin skrifaði ég m.a. um í ritgerð um guðshús gyðinga á miðöldum (1986) sem var síðasta ritgerðin mín sem ég skrifaði um leið og ég vann með kandídatsritgerðina. En á þeim tíma datt manni sannast sagna ekki í hug að velta fyrir sér Sæmundi Fróða á vesturbakka Rínar. En eitt sinn fór hann yfir Rín og alla leið heim til sín.

Koller

Marx Brider: Oy vey, Koller der shlemyel iz antlafn.

Vau?

Tsu Iseland, aoyf di tsurik fun a groys treife fish.


Fundur ársins 2020 í Svíþjóð

hunnestad_sten-upp-2048x1536

Í gær, er  verið var að grafa fyrir klóakleiðslum í Ystad í Svíþjóð, fundu fornleifafræðingar sem þar fylgdust með framkvæmdum af gefnu tilefni, fornan stein með ristu af dýri. Fljótlega varð mönnum ljóst að þarna var kominn einn svo kallaðra Hunnestadssteina sem eru frá byrjun 11. aldar. Við þekkjum þá, þar sem þeir voru teiknaðir harla nákvæmlega fyrir verk Ole Worms, Monumenta Danica, sem prentað var árið 1643.

Hunnestadsmonumentet_skåne_ole_worm

Fornleifafræðingarnir sem í gær voru á vaktinni í Ystad voru nú ekki betur að sér en svo að þeir telja sig hafa fundið mynd af úlfi, og er Fenrisúlfur nefndur í fréttaflutningi hér í morgunsárið. Myndin sýnir greinilega hjört sem færður hefur verið í stílinn. Þetta er greinilega kristið tákn, enda aðrir steinar í Hunnestad með kristnum táknum.

Hvernig má vera að steinar sem stóðu enn um miðja 17. öld týndust og eru að finnast aftur nú nærri fjórum öldum síðar. Á 18. öld þótti mönnum þetta forna og heiðna ekki eins merkilegt og Óla Worm í Kaupmannahöfn, sem taldi nokkra Íslendinga til góðra vina. Steinarnir voru notaðir í brúarsmíði og sem betur fer hafa þeir verið settir svo til heilir í brúna. Þrír steinanna fundust aftur á 19. öld og eru þeir til sýnis í forngripasafninu gamla, Kulturen, i Lundi.

Þessi forna danska arfleifð í núverandi Svíþjóð er einstakur fundur og eru steinarnir frá Hunnestad syðst í Svíþjóð sambærilegir við Jalangurssteinana (svo notuðu sé Eldjárnska), þó þeir segi kannski ekki eins mikla sögu og stærsti steinninn í Jelling.

Better detail

BW filtered

Á koparristu í einu af meginverkum prófessors Ole Wors við Hafnarháskóla, Monumenta Danica í sex bindum, sér maður að það er vafalítið steinn sem hann tölusetti með 6, sem nú, 16.12.2020 er fundinn í klóakskurði í Ystad.

Ef ekki herjaði COVID-19 faraldurinn, væri þessi fornleifafræðingur líklega að hella upp á brúsann og smyrja sér samloku tilbúinn að leggja í hann til Svíþjóðar að skoða steininn í klóakrennunni í ferjubænum Ystad.

Steinninn góði sameinast vafalaust frændum sínum á Kulturen i Lundi og þangað mun ég fara þegar Svíar eru búnir að ná einhverjum tökum á austrænu græðgispestinni.

Svo er aldrei að vita; Kannski eru rúnir á steininum sem ekki voru skjalfestar árið 1643 af Worm og aðstoðarmanni hans.

Eins og lesendur Fornleifs vita, átti læknirinn og prófessorinn Worm marga íslenska vini og nemendur, sem hann hélt alla tíð góðu sambandi við, sjá hér og hér og í fleiri greinum sem þið finnið við leit.

Untitled-Grayscale-01

Steinninn grafinn betur fram en á efstu myndinni. Mynd Axel Krogh Hansen fornleifafræðingur, Arkeologerna.

 


Thor did not use a dysfunctional hammer

kross_foss_1110065_1371364

I saw it coming: Me teaching the Norwegians some fundamental facts about the difference between a hammer and a cross.

In 1992 I wrote about the Icelandic artifacts for the catalogues of the Viking exhibitions in Paris, Berlin and Copenhagen in 1992 to 1993. The English version was entitled From Vikings to Crusaders. Among the artefacts from Iceland that I wrote about was as silver cross-shaped pendant from Foss in Iceland (see illustration at top of the article). RYGH 2

The Huse-cross

To my best of knowledge, I was the first archaeologist to point out the obvious relationship between the cross from Foss (Hrunamannaafréttur, S-Iceland; Þjms 6077) and a silver cross from Huse (Romedal, Hedmark/Innlandet fylke, Norway, C13216) Recently I became aware of a new find of a similar cross found at Nes in Ringsaker Kommune i Hedmark by a Danish metal detectorist, Ole Harpøth, (see article in Danish here) .

71739410_2268988803340157_6899302474927046656_n

The Nes cross found by Ole Harpøth

Soon after the Kulturhistorisk Museum of the The University of Oslo informed me about still another cross found by a detectorist at Ven i Stange Kommune (C59393) of the same type as Mr. Harpøth´s metal-detector find and the cross from Huse.

4 Ven i Stange Innlandet

The Ven-cross

Shortly thereafter learned that the Norwegian press has taken an interest in the hammer found by Ole Harpøth. But why calls something a hammer, when it looks like a cross?

I refuse to believe this growing group of now 4 cross-shaped artefacts are symbols for the Hammer of Thor. This is an obvious cross, with a cross-shaped opening in the middle (a diamond-shaped on the cross from Ven).

A hammer, where the handle protrudes over the socked hole (the eye) on top of the head of the hammer cannot be wedged (fixed). Such a cross-shaped hammer would plane and simple be dangerous to use. Every carpenter or smith knows that as a fact.

A Norse pre-Christian god like Thor (Þór), best for his deeds from 13th century records, would certainly not have flown around in his goat-cart battering giants with a dysfunctional cross-shaped hammer, even if Þór was gay like genderism has recently revealed. An expert hammer-hitter, gay, bisexual or straight, doesn´t use a hammer like that.

In any case other verified Thor´s hammer pendants (Þórshamrar), which in the medieval Icelandic literature was called Mjölnir, have no similarities with the three cross-pendants found in Norway and the cross from Foss. However, the confusion is great and the assumption that hammer pendants found in Scandinavia symbolize Mjölnir has been a subject to great scholarly dispute. Some scholars did not fancy the idea that the hammer-shaped pendants symbolized the Hammer of Thor. However, in 2014 after the discovery of the the runic-Thor´s Hammer found in  Købelev on the Danish island of Lolland, there can hardly be more non-believers. It is so far the only pendant hammer-pendant bearing an inscription, which reads hmar x es = This is a hammer. Danish archaeologist Peter Pentz, of the National Museum in Copenhagen, in his well-known witty style, commented: 

»Now we have it in writing, that what we believed were hammers in fact are hammers«.

Right on Peter!

hammermedrunerbeskaaret Mjölnir from Købelev is a HAMMER.

Unfortunately non of the four cross pendants of the Foss/Innlandets fylkeskommune type (from Foss / Huse, Ven and Nes) have a runic inscription which states they are crosses. But come-on! A cross shaped object with a cross-shaped opening through the crossing of the arms. Can it be less clear? Not even the carpenter´s son, Jesus, most often connected to a cross, would hardly have approved of a tool like the alleged cross shaped hammers of 19th Century Norwegian art-historians. Dear Norwegians you cannot turn a cross into a hammer like you made Leifur Eiríksson (Leif the lucky Ericson) and Snorri Sturluson into Norwegians.  Or like the Danes put it so nicely: Lad os lige slå det fast én gang for alle, with a proper hammer.

Screenshot_2020-10-21 Sarpur is - Kross(3) b

The crucifix of Saint Peter from Rauðnefsstaðir.The Crucifix was found by Icelandic poet and natural scientist, Jónas Hallgrímsson, in 1843. He donated it to the National Museum in Copenhagen, which turned it back to Iceland in 1930.

The archaeologists at the Cultural Section of Innlannet Fylke municipality (Kulturarvseksjonen ved Innlandet fylkeskommune) have as a preliminary assumption/suggestion pointed out that a simple lead cross pendant, found at Rauðnefsstaðir in Rangárvallarsýsla, S-Iceland, is of the same type as the Foss/Innlandet cross-pendant type. This is incorrect. The crucifis (not a cross) from Rauðnefsstaðir (wich by the way translates Rednose Farmstead) is a small, flat cross cast of lead and doesn´t have a cross-opening through the centre of the cross. Similar crosses have been found in Britain. However the crucifix-pendant from Rauðnefsstaðir is cast showing a man hanging upside down, which allegedly was the horrible fate of Saint Peter when he was crucified in Rome. It is a Saint Peter´s Crucifix. Quite possibly the four crosses of the Foss/Innlandet type can also be a St. Peter´s Cross (in theory). They might possibly have been some kind of a Saint Peter´s Key, in fact the Keys to Heaven, in an early Scandinavian version.

Vilhjálmur Örn Vilhjalmsson Ph.D. is the author of all but one article on the blog Fornleifur.

02A16WM2-660x350


The Chewish People

Rare Hebrew Gum

SHALOM!

It´s a well known fact that the Israelis are the second most gum-chewing people in the world. The first time I was in Israel, I noticed this immediately. Everybody was chewing gum. Even some of de merst frummers vun de frum were chewing gum during their prayers at the Kotel (the Western Wall).

Probably many Israelis grew up with this gum (produced by Tamar in Tel Aviv) and trading the country cards in the packets. Some of them might possibly remember card #17 for Iceland (Island) from the late 1950s and how to say Shalom, Chever, Leitraot and Todah (Hi, Friend, Goodbye and Thanks)in Icelandic. The transcription of the Icelandic sound is as follows for those who know Icelandic, but remember to add a heavy and sexy Ivrit accent for the correct "erlie" 60s feeling:

Komit thér sælir (Komið Þér sælir)

Vínúr (Vinur)

Verit thér sælir (Verið Þér sælir)

Taq fýrír (takk fyrir)

Just as important: Remember to roll on the R in the back your mouth to make it very different to the frontal spitting Viking-R in Icelandic. And that´s what you get when you bring two very beautiful languages together.

Not to forget, chewing gum in Icelandic is called tyggjó or tyggigúmmí and in Jiddish it is keyen gam. Chew on that one.

Happy Hanukkah to all my friends.

Fornleifur, the proud owner of card #17

Rare Chewbrew 2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband