Fćrsluflokkur: Verslunarsaga
Metin falla
18.7.2020 | 08:43
Glöggir lesendur Fornleifs, (sem ţeir eru vitaskuld allir), muna kannski eftir grein um met frá fornrústinni Bólstađ í Álftafirđi og hliđstćđu ţess, nokkuđ minni, sem fundist hefur í grafreit norrćnna manna í Wales.
Í gćr frétti ég af meti (sjá mynd efst, sem tekin er af Tor-Erik Krokmyrdal) sem fundist hefur á Hálogalandi í Norđur-Noregi, og sem er af sömu gerđ - og mjög líkt metunum frá Bólstađ og Llanbedrgoch á Angelsey í Wales sem ég greindi frá áriđ 2013.
Met frá Anglesey í Wales
Metiđ frá Bólstađ í Álftafirđi vestri.
Norska metiđ fann fornleifafrćđingurinn Tor-Erik Krokmyrdal sem nýlega lauk mastersnámi í fornleifafrćđi viđ háskólann í Tromsö. Hann fór um miđjan aldur í nám í fornleifafrćđi vegna brennandi áhuga síns á málmleitartćkjum.
Efniviđur ritgerđar hans voru merkir fundir sem hann hafđi fundiđ međ tćkjum sínum í Sandtorgum (Norska Sandtorg, upphaflega ef til vill Sandhörgi) i Tjeldsund, sem er í bćjarfélaginu Harstad í Ţrumu (Troms og Finnmark fylke) - ţađan sem margir landnámsmanna á Íslandi voru ćttađir. Hér á vefsíđu Háskólans í Tromsö má lesa um árangur mjög merkilegra rannsókna Tor-Eriks Krokmyrdals.
T-Erik telur Sandtorg geta hafa veriđ mikilvćgan verslunarstađ og byggir ţađ m.a. á rökum örnefnafrćđingsins og fornfrćđingnum Oluf Rygh sem uppi var á 19. öld. Mín ţekking á ţeim meistara er sú ađ ţađ verđur ađ taka hann međ fyrirvara ţegar kemur ađ örnefnarannsóknum hans, sem oft voru tómar stađhćfingar. Sandtorg ţarf ekki ađ hafa rótina torg líkt og sumir telja, heldur getur rótin vel veriđ hörg, og var ţví nafni ef til vill upphaflega Sandhörg. Hörg (eđa hörgur) voru heiđnir blótstađir kallađir og orđiđ ţekkist í ýmsum örnefnum á Íslandi (t.d. Hörgárdalur, Hörgsholt og Hörgshlíđ svo eitthvađ sé nefnt). Nafniđ getur ţví hćglega ţýtt blótstađur á Sandi. En viđ blótstađi og hof var oft blómleg verslun eins og síđar viđ útvalda kirkjustađi, eđa ţar sem fólk hittist oft ţegar menn fóru í stađ. Á Sandtorgi gćti ţví vel hafa veriđ blómleg verslun.
Ég hef gert Krokmyrdal viđvart um metin á Íslandi og í Wales, sem eru hliđstćđur metsins frá Sandtorgi, en hann ţekkti ţau ekki og ţau eru ekki nefnd í lokaritgerđ hans sem má lesa i heild sinni hér. Metin sem Krokmyrdal fann eru nefnd á blađsíđu 38.
Ég er nú alls ekki alveg sammála ályktun Krokmmyrdals um aldur metsins. Í kumlateignum í Llanbegdrgoch (mynd hér fyrir ofan), ţar sem sams konar met hefur fundist, fannst mynt sem er frá 10. öld. Mannabein úr kumlateignum hafa einnig veriđ aldursgreind til 10. aldar og hér fyrir neđan get menn skemmt sér viđ ađ skođa túlkun á ţví hvernig fólkiđ sem ţar var heygt, leit út. Ţađ var allt innbyrđis skylt ađ sögn mannfrćđinganna. Mér sýnist nćsta víst ađ ţetta hafi veriđ Íslendingar, ja ef vera skyldi "Hálygingar" eđa Hálogaverjar eins og ţeir eru kallađir einhvers stađar í fornum ritum. En mig grunar einnig ađ mannfrćđingarnir/listammennirnir sem unnu ţessar styttur í Manchester hafi starfađ fyrir kvikmyndirnar Apaplánetuna. Höfukúpurnar og önnur bein í Llanbegdrgoch eru af fínlega byggđu fólk, en ég ţykist sjá samísk einkenni - og er vitaskuld međvitađur um ađ engum hafi dottiđ ţađ í hug í Wales, en mađur verđur ađ koma sínum metum viđ, eins og sagt var til forna.
Nú eru met af ţessari gerđ ţessi talin hafa veriđ framleidd á Bretlandseyjum eđa á Írlandi, og ţađ ţykir mér líklegt. Hins vegar er mjög athyglisvert ađ sjá víđáttumikla dreifingu ţessarar gerđar af metum nú. Líklega breytist myndin síđar, ţegar fleiri met finnast.
Ţyngdin er mismunandi. Metiđ frá Bólstađ er 86,5 gr. en Llanbedrgoch er léttara eđa 57,2 gr. Gaman vćri ađ fá ţyngd metsins frá Sandtorg.
Til gamans skal hér látinn fylgja elsti ritađi texti ţar sem nefnt er stađarnafniđ Sandtorg í Ţrumu, en hann er frá 1321 og varđar ađ sjálfsögđu kaup, og lesiđ nú ţađ sem Nútímanorđmenn skilja ekki bofs í. Ég hef lent á tali viđ frćđimenn í Noregi, sem ekki trúa ţví ađ ég og ađrir Nútímaíslendingar geti lesiđ texta sem ţennan:
Ollum monnum ţeim sem ţetta bref sea eđa heyra, senda
Ogmundr prestr a Ţrondarnese ok Jwar loghmađr a Haloghalande, Q.G. ok sina, yđr se kunnikt. at vit varom ţar hia i Oddzhusum i Vaghom a friadaghen nesta eptir kross messo vm varet anno domini millesimo, trescentesimo, vicesimo primo. er Helgi huasse lauk herra Ellingi Viđkunnar syni međ handa teke spannzleighu iarđar i Sandtorghe j sakareyri ţan sem Helgi var honom skylldugr, frialsa ok veđeslausa firir huerium manne. Ok til sanz vitnisburđar settom vit okor insigli her firir.
Verslunarsaga | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Vovehals-buxur koma til Íslands áriđ 1911
11.9.2018 | 16:47
Sumariđ 1911 pantar Geir Zoëga (1830-1917) verslunar og útgerđarmađur Vovehals-Buxur, eđa efni í ţćr, frá Jydsk Kjole-Klćdehus á Křbmagergade 48. Ţessar buxur voru saumađar úr ullarefni, sem spunniđ var af Ullarjótum á Jótlandi. Efniđ var rómađ fyrir styrkleika. Ţađ var Jóska Kjóla og Fathúsiđ sem hóf ađ kalla efniđ Vovehals Cheviot og Vovehals bukser, sem sem er hćgt er ađ ţýđa sem ofurhuga buxur. Ţannig var ţetta efni selt á Íslandi í um áratug eftir ađ greint var frá ţví fyrst í íslenskum blöđum.
Nýlega fann ég umslag hjá frímerkjakaupmanni í Danmörku. Í ţví hafđi Jydsk Kjole-Klćdehus sent Geir Zoëga prufur af efninu í júlí 1911 eins og kemur fram á framhliđ umslagsins. Aftan á umslaginu (sjá efst) er hinsvegar auglýsing fyrir ţessar níđsterku buxur, sem verstu villingar gátu fyrir enga munu slitiđ gat á, sama hvađ ţeir reyndu.
Fyrst ţessar buxur voru eins níđsterkar og látiđ var ađ, svo sterkar ađ "Deres Riv ihjel Drenge" gátu ekki á ţćr sett gat, sama hvađ ţeir rembdust, gćti vel hugsast ađ einhver kynni enn ađ leyna á einu pari. Lítiđ upp á háaloft og takiđ til. Ef ţiđ finniđ slíkar brćkur fariđ ţá endilega međ ţćr á eitthvađ safn í nágrenninu.
Geir Zoëga var afar fjölbreyttur karakter, sama hvađ hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn helsti atvinnurekandinn í Reykjavík um langt skeiđ. Upphaflega varđ ţessi rauđhaus ţekktur úti í heimi sem leiđsögumađur ferđalanga, ţví hann var allvel fćr á ensku, og önnur tungumál ef hentađi. Menn rugla honum ţví iđulega viđ nafna hans Geir Tómason Zoëga sem var rektor Latínuskólans í Reykjavík. Sá Geir gaf út ensk-íslenska orđabók, eins og kunnugt er, og síđar íslenskt-enskt orđasafn.
Hér ber Geir hundinn sinn Brussu (eđa Brúsu) áriđ 1862.
Fornleifur hefur áđur minnst á Geir kaupmann hinn fyrsta (sem einnig var kallađi Geir gamli), t.d. hér, og í grein um langafa minn íslenskan, Ţórđ Sigurđsson (hér). Tengdasonur Ţórđar, afi minn Vilhelm, hafđi mikiđ yndi af ţví ađ segja söguna af Ţórđi sem vann lengi fyrir Geir sem stýrimađur á skipum hans. Ţórđur langafi minn var afar feiminn mađur; Svo mjög ađ eitt sinn sagđi Geir viđ hann: "Snúđu nú ađ mér andlitinu Ţórđur, svo ég ţurfi ekki ađ tala viđ afturendann á ţér". Ţessi saga fór víst víđa um Reykjavík. Afi sagđi stundum ţessa sögu til ađ stríđa ömmu minni. Afi hefur hugsanlega gengiđ í níđsterkum Vovehals-buxum á yngri árum. (Sjá minningar um hann hér, hér og hér).
Ef einhver veit, hvernig stendur á ţví ađ safn af umslögum sem send voru til Geirs Zoëga hafa lent á frímerkjasölu í Danmörku, ţar sem er veriđ ađ selja ţau nú, mćttu ţeir láta mig vita. Verslunarsaga Íslendinga má ekki gloprast niđur međ ţví ađ henda öllu eđa gera sér hana ađ féţúfu fyrir smáskildinga. Umslagiđ getur veriđ miklu meira virđi fyrir söguna en skitiđ frímerki međ Friđriki VIII, sem andađist á hóruhúsi í Hamborg og vann aldrei ćrlegt handtak á ćvileiđinni. Menn eins og Zoëga voru hins vegar konungar Íslands.
Verslunarsaga | Breytt 12.9.2018 kl. 15:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Pakkamyndir fortíđar 1. hluti
2.9.2018 | 12:40
Í dag ferđast fólk um heiminn sem aldrei fyrr, eins og ţađ hafi étiđ óđs manns skít. Mengunin sem ţví fylgir er gríđarleg. Ţeir sem ferđast einna mest syngja í helgikórnum Heimsendi, sem einatt kyrjar söngva um heimshitnun og náttúruhamfarir af mannsins völdum, en sem allir ađrir en ţeir sjálfir eiga sök á. "Er ađ fara til Víetnam á morgun - nenni ekki ađ ansaessu rugli", svo dćmi sé tekiđ um svör viđ ásökunum um ađild ađ heimshitnun.
Dóttir ritstjóra Fornleifs, sem stundar nám á ţriđja ári í sálfrćđi, sem er tilvalin grein ţegar mađur á föđur eins og hún, hefur ţegar veriđ í Víetnam og kennt ţar unglingum sem vart voru eldri en hún sjálf. Ekki langar mig ţangađ í mergđ af mýflugum og illfygli, en kannski pínu-ponsu. En dóttir mín er vitaskuld mjög međvituđ um mengun og hamfarir ađ völdum minnar og eldri kynslóđa. Viđ vorum algjör svín ađ hennar mati, ţó viđ eigum enga hlutdeild í glćpum verstu grćđgiskynslóđar allra tíma - hinni baneitruđu 68-kynslóđ. Ţađ var bansettur ruslalýđur.
Sú var tíđin ađ almenningur ţurfti ađ lesa sér til um suđrćn lönd og komust menn ađeins ţannig til fjarlćgra stranda. Einnig gátu menn gerst sjómenn eđa trúbođar til ađ finna fjarlćgar og framandi ţjóđir. Ađrir, eins og margir frönskumćlandi menn og Hollendingar, létu sér nćgja ađ dreyma um pálmalundi eđa spúandi eldfjöll međ ţví ađ kaupa sér kakó eđa súkkulađipakka. Í pökkum međ ýmsu nautnaefni og annarri vöru fylgdu einatt pakkamerki međ ýmsum fróđleik.
Fornleifssafn hefur í nokkur ár sankađ ađ sér súkkulađikortum og pakkamerkjum, sem og öđrum kortum sem fylgdu ýmsum vörum ţar sem draumamyndum var stungiđ í pakkann. T.d. voru slík kort mjög algeng međ súpukrafti í nokkrum löndum Vestur-Evrópu fyrir rúmlega 100 árum síđan. Ţađ eru fyrst og fremst myndir sem varđa Ísland sem Fornleifur eltir uppi á forn og skransölum. Flest ţessara korta hafa međ tímanum fariđ forgörđum og einstaka eru afar sjaldséđ. Allir sem komnir eru á aldur muna eftir "leikurunum" sem krakkar söfnuđu. Fótboltakortin í dag eru líklega angi af ţeirri menningu. En ţađ er ekkert barnalegt viđ ţađ ađ láta sig dreyma í stađ ţess ađ hrifsa, taka og rćna, eins og svo margt gengur út á í dag.
Mórallinn međ frćđslu og skemmtikortum í pakkavöru var ađ upplýsa almenning, sem hafđi ráđ á súkkulađimolum eđa vöru sem var stungiđ mynd. Ţeir sem ekki höfđu ţađ og ţar sem sígarettur voru keyptar í stađ ţess ađ fá kolvetni fyrir heilann, gátu líka fundiđ miđa, fána og og fróđleik um lönd í tóbakspökkum. Nú eru tímarnir breyttir og myndin er af illkynjuđu krabbameini. Allur ţessi áróđur í nautnavöru bar ađ lokum árangur. Kirkjan tók meira ađ segja upp á ţví ađ gefa myndir. Sumir prestar tóku of mikiđ fyrir eins og nú er orđiđ kunnugt.
Í dag ferđumst viđ eins og zombíar, hvert á land sem er, án ţess ađ hugsa nokkuđ út í afleiđingarnar en brjálumst ţegar eldgos, ţ.e. algjörlega náttúruleg mengun, uppi á Íslandi stöđvar ţessa sjúklegu ferđaáráttu okkar.
Svo ađ efninu
Eftir ţennan langa formálsvafning, sem ađ lokum mun líklega eyđa ósónlaginu, mun Fornleifur í dag og á nćstunni opna nokkra forna súkkulađipakka og borđa innihaldiđ međ góđu kaffi og halda nokkrar sýningar á Íslandskortum sínum úr kaffi-, súkkulađi-, sígarettupökkum og skókössum - svo eitthvađ sé nefnt.
Sumir safna hringum af vindlum, (vindlamerkjum) og eitt sinn sá ég dágott safn af vindlamerkjum međ íslenskum ţemum. Ţađ er örugglega hćgt ađ komast á flug međ ţeim líka. Ég vonast til ađ geta sett safniđ mitt smátt og smátt til sýnis hér á blogginu, áđur en flćđir yfir danska láglendiđ vegna hitnunarinnar af allri ferđamennsku nútímans.
Í dag skal byrjađ í Frakklandi, sem vafalaust var Mekka pakkamerkjanna. Ţar í landi gleymdu menn svo sannarlega ekki Íslandi - frekar en flestum öđrum ţjóđum. Frakkar kunnu eitt sinn ađ láta sig dreyma. Nú hafa ţeir orđiđ allt til alls, óánćgja innflytjendur, nćrri fullkomna bíla en sumir hanga ţó enn í sér eldri konum. Ţađ er vitaskuld líka áhugaverđur forngripaáhugi, en verđur seint ađ söfnunaráráttu.
Nýlega eignađist Fornleifur tvö súkkulađikort frá verđlaunađri súkkulađiverslun, Guérin-Bouteron sem eitt sinn um aldamótin 1900 lá á Boulevard Poissonniere (Fisksalabreiđstrćti) nr. 29 í París og sem framleiddi gćđasúkkulađi í eigin verksmiđju á Rue du Maroc númer 23 og 25. Verđlaunađir á öllum sýningum, ađ eigin sögn, og međ súkkulađi í hágćđaflokki. Ţetta var tilkynnt kaupandanum aftan á kortum sem voru af ýmsum gerđum og sýndu myndir frá mismunandi löndum heims en einnig kyndir međ öđru efni en landafrćđi fyrir alţýđuna.
Fyrirtćkiđ Courbe-Rouzet í Dole í Júrafjöllum og í París á Rue d´Haueville prentuđu myndirnar fyrir fyrrgreinda súkkulađiverslun á Boulevard Possonnierre sem og margar ađrar verslanir.
Efst sjáiđ ţiđ kort sem sýnir smalastúlku gćta lamba, međan ađ Hekla lćtur ađeins á sér krćla.
Flest litprentskortin frá ţessum tíma, um og rétt eftir aldamótin 1900, voru notuđ af fjölda verslana. Auglýsingin á bakhliđinni gat veriđ mismunandi. Til ađ mynda á Fornleifssafn kortiđ međ smalastúlkunni viđ Heklu međ auglýsingu fyrir framleiđanda skótaus "fyrir ríka sem fátćka" og íţróttaskćđis, Huet, á Rue de Rivoli og Rue de Roule í Paris.
Kortiđ hér fyrir neđan sýnir tvo ferđalanga međ íslenskum leiđsögumanni, dást ađ himinmigunni í Haukadal sem nú er vart lengur hćgt ađ skođa fyrir útgeldingum sem ferđast um heiminn eins og heimsendir sé í nánd.
Kortin tvö eru 6,3 x 10,5 sm stór. Fáiđ ykkur nú suđusúkkulađi og njótiđ nćgjuseminnar fyrir rúmum 100 árum síđan. Ţiđ fáiđ aldrei svona kort í Costco. Ađeins á Fornleifi.
- Leyfi mér ađ lokum ađ minna lesendur á plakatiđ međ Súkkulađi-Siggu, sem er mynd af korti sem stungiđ var í súkkulađipakka í Frakklandi. Plakatiđ er enn fáanlegt (sjá hér).
Verslunarsaga | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Lagt á borđiđ: Fajansi en ekki postulín
1.9.2016 | 10:19
Nćstu mánuđina mun ég vinna ađ rannsóknum á rituđum heimildum varđandi umsvif Hollendinga viđ og á Íslandi á 17. og 18. öld. Ţađ er nú starfi minn í verkefninu Allen die willen naar Island gaan undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar og er verkefniđ rausnarlega styrkt af RANNÍS (Lesiđ vinsamlegast hér um titil verkefnisins).
Oftast voru Hollendingar viđ landiđ í leyfisleysi og trássi viđ einokun Danakonungs á Íslandsverslun og siglinum. En hćgt er ađ líta á máliđ frá öđru sjónarhorni. Hollendingar fylltu ađ vissu marki upp í ţađ tómarúm í verslun og siglingum til landsins sem Danir mynduđu, ţví konungsverslun stóđ ekki undir nafni. Danskir kóngar voru of uppteknir ađ byggja nýjar hallir og herja á Svía, svo ţeir gleymdu Íslendingum ađ mestu, nema ţegar klögubréf og barningur bárust frá agentum konungs (stórbćndum) á Íslandi. Íslendingar voru á tímabili njög afskiptir og nauđsynjavarningur barst ekki nógu vel til landsins og landsmenn sátu uppi međ fisk sem ekki seldist gengum Íslandsverslun Dana. Verslun, hvalveiđar og fiskveiđar Hollendinga voru ţví einungis til gagns og góđs fyrir Íslendinga.
Fyrri hluta sumars kafađi írskur fornleifafrćđingur sem býr á Íslandi, sem vinnur doktorsverkefni undir einum af ţátttakanda verkefnisins Allen die willen naar Island gaan, niđur á flak hollenska skipsins de Melkmeyt í Flateyjarhöfn. Hollenskur fornleifafrćđingur, Nina Jaspers, sem ég hef haft samstarf viđ og skrifađ um leirker úr flaki de Melckmeyts (sjá hér, hér og hér í tímaritinu Skalk 6: 2013), mun á nćsta ári međ ađstođ minni vinna ađ rannsóknum á lausafundum úr flaki de Melckmeyt. Ég hef áđur flokkađ ţá gróflega (sjá hér). Hugsanlega mun flak skipsins einnig verđa rannsakađ frekar í verkefninu Allen die willen naar Island gaan.
Mér til mikillar furđu sýndu frétt Morgunblađsins fyrr í sumar af köfun írska doktorsnemans Kevins Martin viđ HÍ ákveđna vanţekkingu á ţví sem hann gaf sér fyrir hendur, m.a. segist hann hafa fundiđ "handmálađ postulín" í flakinu og birti mynd af ţví máli sínu til stuđnings.
Fajansadiskur sem fannst áriđ 1993 í flaki de Melckmeyt í Flateyjarhöfn. (Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson). Efst er diskur sem fannst nú í sumar (ljósm. Kevin Martin).
Postulín hefur ekki fundist í flaki Melkmeyt heldur mest megnis fajansi, og er ţar mikill munur á sem fornleifafrćđingar verđa ađ ţekkja - en ţađ gera greinilega ekki allir. Brot ţađ sem Kevin Martin synti međ upp á yfirborđiđ í Flateyjarhöfn, og sem hann kinnrođalaust kallađi postulín, er brot af fajansadisk hollenskum.
Hefur annar, álíka diskur, en ţó ekki alveg eins, međ nákvćmlega sömu handmáluđu myndinni fundist áđur í flakinu. Sennilegt er ađ báđir diskarnir séu frá sama leirkeraverkstćđi á Hollandi.
Ţetta hefđi írski doktorsneminn átt ađ vita og hefđi getađ lesiđ um hér á blogginu. Á Fornleifi er hćgt ađ frćđast, og er háskólastúdentum ţađ einnig velkomiđ, svo ţeir ţurfi ekki ađ leika ţann ljóta leik sem margir kennarar í fornleifafrćđi í HÍ leika: ađ sniđganga niđurstöđur annarra.
Ţessi fyrrnefndi ruglingur minnir mig á ţann dag er stórt brot af fajansafati barst úr flaki de Melkmeyt suđur á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţetta var sumariđ 1992 og fastgrónir starfsmenn safnsins voru ranglega og af rómađri vanţekkingu búnir ađ fullvissa settan Ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon um ađ diskurinn vćri frá 18. öld. Ég átti erindi á safniđ vegna rannsókna minna og sýndi Guđmundir mér diskinn. Sagđi ég kokhraustur og fullviss, ađ hann vćri frá 17. öld og gćti ţví vel veriđ úr flaki de Melckmeyts, en skipiđ sökk áriđ 1659. Ţetta ţótti Guđmundi vitaskuld stórfurđulegt, ađ sérfrćđingar safnsins gćtu veriđ svo ósammála. Hann gaf mér 20 mínútur ađ rökstyđja mál mitt áđur en fjölmiđlamenn kćmu í safnhúsiđ. Ég skaust upp á bókasafniđ og náđi í ţrjár bćkur máli mínu til stuđnings og bjargađi heiđri Ţjóđminjasafnsins ţann dag.
Ţađ hefđi ekki veriđ efnilegt ef ţjóđminjavörđur hefđi flaskađ á heilli öld, en ţađ hefđi ţó ekki veriđ eins alvarlegt og ađ kalla fajansa postulín eins og gert er í Háskóla Íslands.
Fajansabrot frá Hollandi og Frakklandi sem fundist hafa í flaki de Melckmeyt í Flatey. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Mjaltastúlkan sem fórst viđ Flatey | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Verslunarsaga | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindmyllur sem duttu mér í hug
30.1.2016 | 08:40
Hér um daginn var ég staddur í Reykjavík og gekk upp Bankastrćti eftir góđan kaffisopa á Café París, og fyrr um kvöldiđ frábćra tónleika í Sinfóníunni međ Mahler, Sibelius og Leifs, sem mér hafđi veriđ bođiđ á.
Ţegar ég gekk upp Bankastrćtiđ međ vini mínum, stöldruđum viđ ađeins í rokinu viđ Ţingholtsstrćti 1, ţar sem veitingastađurinn Caruso var lengi til húsa. Nú er ţar einhver túristapizzubúlla. En áđur fyrr, eđa fyrir 115 árum síđan, stóđ ţar ennţá á baklóđinni stór og vegleg mylla, dönsk af hollenskri gerđ.
Myllur voru eitt sinn tvćr í Reykjavík, byggđar af sama manninum, stórkaup-manninum P.C. Knudtzon (1789-1864). Önnur ţeirra var var reist áriđ 1830 viđ Hólavelli (Suđurgötu 20) en hin á horni Bakarastígs, (nú Bankastrćti) og Ţingholtsstrćtis áriđ 1847. Var sú síđarnefnda kölluđ hollenska myllan. Í myllunum var malađ rúgmél. Ţegar hćtt var ađ flytja inn mjöl til mölunar misstu myllurnar gildi sitt. Hólavallamyllan var rifin um 1880 og hollenska myllan áriđ 1902. Áriđ 1892 keypti Jón Ţórđarson kaupmađur lóđina, lét rífa timburhús sem ţar var viđ mylluna og reisti ţar forláta hús úr grágrýti, Ţingholtsstrćti 1, húsiđ sem ég kom viđ fyrr í vikunni. Ţá var mér hugsađ til myllunnar.
Hér sést hollenska myllan um ţađ leyti sem dagar hennar voru taldir. Myndin er úr safni Daniel Bruuns og er varđveitt á Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.
Ég á eintak af The Illustrated London News frá 29. október 1881. Ţar birtist mynd (stungan efst) af hollensku myllunni í Reykjavík. Í tilheyrandi frétt mátti lesa ţessar vangaveltur:
Afar merkilegt ţykir mér ađ lesa, ađ fólk hafi búiđ í gömlu myllunni viđ Bakarastíg, ef ţađ er rétt. Fróđlegt ţćtti mér líka ađ vita hvađa manneskjur bjuggu í myllunni, ef einhver kann deili á ţeim.
Áriđ áđur en fréttin og teikningin af myllunni í Reykjavík birtist í The Illustrated London News á sömu síđu og fréttir af trúarlegum dómstólum í Kaíró, hafđi Hólavallamyllan veriđ rifin, svo hún er ekki nefnd í klausu blađamannsins. Hins vegar ţekkjum viđ tvö málverk Jóns Helgasonar biskups af myllunni, sem hann hefur ţó málađ eftir minni ţví hann var á 14. ári ţegar hún var rifin. Hann málađi myndir sínar af Hólavöllum árin 1910 og 1915. Ýmsar ađrar teikningar og málverk sýna mylluna í Bakarabrekku; sjá t.d. hér.
Mynd Borgarsögusafn Reykjavíkur, tekin af Sarpi.
Ţegar áriđ 1860 var ţessi stereoskópmynd tekin viđ Hólavallamylluna af J. Tenison Wood. Ugglaust er ţetta elsta ljósmynd af myllu á Íslandi. Heimild: Ljósmyndarar á Íslandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. JPV útgáfan. Reykjavík 2001.
Ađrar vindmyllur voru ţekktar á Íslandi á 19. öld. Vitaskuld litla myllan í Vigur, sem enn stendur og svipuđ mylla en stćrri á Eskifirđi sem Auguste Étienne François Mayer sem var međ Gaimard á Íslandi gerđi frćga á tveimur koparstungum sínum. Ţví hefur einnig veriđ haldiđ fram ađ á Íslandi hafi veriđ ţekktar 42 vindmyllur (sjá hér). Ég hef ţó ekki séđ neitt ţví til góđs stuđnings. Líklegt ţykir mér ađ einhver Jón Kíghósti hafi komiđ ađ tilgátusmíđ ţeirri. Tveir útlendingar, međ takmarkađa ţekkingu á menningarsögu Íslands hafa skrifađ mest um myllur Íslands.
Ef menn lesa frönsku og hafa áhuga á ađ lesa um myllur og kvarnasteina á Íslandi er hér ritgerđ eftir Anouchku Hrdy sem ég á erfitt međ ađ sćtta mig viđ, ţví hún gerir sér t.d. ekki grein fyrir menningartengslum viđ Danmörku og áhrifum hefđa í myllugerđ frá Danmörku. Eins eru margar villur eru í ritgerđinni sem hún sćkir m.a. í grein A.J. Beenhakkers frá 1976, sem hún vitnar mikiđ í. Eins hefđi mademoiselle Hrdy ekki veitt af ţekkingu á fornleifafrćđi, áđur en hún kastađi sér út í ţessa ritgerđarsmíđ.
Myllan á Kastellet í Kaupmannahöfn er af nákvćmlega sömu gerđ og Bakarabrekkumyllan. Ţessi vindmylla var reist 1846. Aldamótaáriđ 1900 var ađeins starfrćkt ein vindmylla í Kaupmannahöfn, sú sem sést hér á myndinni. Fćđ vindmylla í Kaupmannahöfn kom til af sömu ástćđum og á Íslandi.
Verslunarsaga | Breytt 5.7.2019 kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Gyđingarnir í Glückstadt og Íslandsverslunin
22.2.2015 | 18:55
Í októbermánuđi síđastliđnum (2014) fór ég í stutta reisu suđur til Ţýskalands. Ţađ land er vissulega ekki í uppáhaldi hjá mér til ferđalaga, fyrir utan ađ ég dvelst oft međ ánćgju í Berlín međ konu minni og börnum. En í október var ég í rannsóknarferđ sem lengi hafđi veriđ í bígerđ. Á heimleiđinni ađ loknu ađalverkefninu ók ég til bćjarins Glückstadt á Holtsetalandi til ađ sjá ţá gömlu dönsku borg, sem alls ekki ćtti ađ vera í eigu Ţjóđverja - ađ mínu mati. Glückstadt er ekki ýkja gömul borg. Hún var stofnuđ á valdatíma Kristjáns 4. Danakonungs. Áriđ 2017 verđur ţví haldiđ upp á 400 ára afmćli borgarinnar.
Ég kom m.a. viđ í bćnum Glückstadt til ađ skođa söguslóđir Hallgríms Péturssonar, sem vann ţar í smiđju er Brynjólfur biskup kom viđ forđum og heyrđi Hallgrím ragna vinnuveitanda sínum. Hugsanlega var vinnuveitandinn Det Islandske Kompagni, en útibú ţess var stofnađ i Glückstadt áriđ 1619. Hallgrímur gćti ţó einnig hafa unniđ hjá einhverjum hinna gyđingalegu ţegna í bćnum. Hjá mönnum sem einnig tóku ţátt í Íslandsversluninni. Bara ef mađur vissi, hver var atvinnuveitandi blótsama sálmskáldsins.
Gießhaus í Glückstadt forđum og nú.
Brynjólfur biskup kom eins og kunnugt er Hallgrími Péturssyni til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, náms sem hann aldrei lauk, eins og siđur margra Íslendinga var vegna fátćktar og stundum óreglu. Hálf menntun var ávallt vćnlegri til embćtta og metorđa á Íslandi eins og allir vita, og er enn.
Ég kom einnig viđ í Glückstadt til ađ skođa bćinn sem Kristján IV Danakonungur stofnađi áriđ 1617. Hann bauđ gyđingum fríhöfn ţar í von um ađ ţađ myndi verđa viđskiptalífinu til gangs og efnahag Danmerkur til framdráttar.
Í Glückstadt bjuggu í fyrstu fjölmargir gyđingar af portúgölskum, frönskum ítölskum ćttum, sem komu frá Hollandi, Hamborg og Selé í Marokkó, en upprunalega frá Portúgal eftir ađ gyđingar voru hraktir ţađan á 15. og 16. öld. Leiđir ţeirra lágu eftir ţađ um Norđur-Afríku, S-Frakklands eđa t.d. til Livorno (Leghorn) á Ítalíu, Jafnvel til Tyrklands, Palestínu og allt austur til Indlands. Ţeir og afkomendur ţeirra tilheyrđu ţjóđinni sem Hallgrímur, í anda samtíma síns, hatađist svo mikiđ út í í höfuđverki sínu, Passíusálmunum. Sálmum, sem enn eru í miklum metum hjá Íslendingum, jafnvel hjá trúlausum ţingmönnum lengst til vinstri, sem ţykir heiđur af ţví ađ fá ađ standa viđ grátur í kirkju og ţylja sálma Hallgríms sem eru uppfullir af fordómum 17. aldar. Ţessi vinstri menn í trúarfári 17. aldar bera líklega viđ tjáningarfrelsinu til varnar ţessu undarlegu óeđli sínu, sem ég leyfi mér nú einfaldlega ađ kalla gyđingahatur til vinstri.
Sérfrćđingar í Hallgrími Péturssyni viđ heimalningaakademíu Íslands (HÍ) hafa löngum ruglađ Glückstadt viđ Glücksburg-kastala, sem er allt annar stađur á hinu gamla Suđur-Jótlandi (Slésvík). Hefur Glückstadt ţannig veriđ kölluđu Lukkuborg í ritum ţessara "sérfrćđinga". Mér ţótti ţví orđiđ tímabćrt ađ heimsćkja hinn rétta bć, ţar sem Hallgrímur ól manninn og bölvađi mönnum í sand og ösku.
Efri myndin af gyđingunum frá Hollandi er eftir nemanda Rembrandts, Govaert Flinck, en gamli rabbíinn sem hangir á herrasetri á Englandi fékk Rambrandtsfullgyldingu áriđ 2012.
AQUI REPOVZA
O EXELENTISSIMO VARAO
DOVTOR DANIEL NACHIMIAS
CVIA BENDITTA ALMA GOZA
DIANTE SEV CRIADOR
O FRVTO DE SVAS OBRAS
FALESEV EM SEST FEIRA
5 DE ROSHEDES ADAR
ANNO 5419
GRAFSTEINN DOKTORs DANIEL NACHMIAS
SEM DÓ FÖSTUDAGINN 5. ROSHODES ADAR ÁRIĐ 5419
(28. FEBRÚAR 1659)
Ég heiđrađi minningu gyđinga Glückstadts međ ţví ađ heimsćkja grafreit ţeirra í bćnum. sem fyrir tilviljanir og hreina heppni voru ekki eyđilagđir í síđari heimsstyrjöld.
Ţví miđur vantar mig enn heimildir um veru Hallgríms í Glückstadt. Til málamynda heimsótti ég ţađ hús sem hýsti hina konunglegu smiđju, sem reist var eftir ađ Hallgrímur var farinn frá Glückstadt. Hún hefur vćntanlega, ađ sögn fróđra manna, ekki stađiđ fjarri ţeim stađ ţar er eldri smiđjan hafđi veriđ. Bölvađi ég og ragnađi Hallgrími Péturssyni til heiđurs og ţók mynd af húsinu sem hefur veri afmyndađ af einhverjum lélegum arkitekt á 20. öld.
Prentsmiđja var strax stofnuđ í Glückstadt, og ţetta leyfisbréf gyđinga í bćnum var prentađ í henni. Prentsmiđja er enn á sama stađ í bćnum og heimsótti ég hana og segi kannski frá henni bráđlega.
Eftir ađ gyđingum hafđi veriđ bođiđ ađ setjast ađ í Glückstadt var útibú af Det Islandske Handelskompagni einnig stofnsett í bćnum. Ţađ var félag einokunarkaupmanna á Íslandi, sem upphaflega hafđi ađeins stundađ útgerđ frá Kaupmannahöfn og í Helsingjaeyri (Helsingřr). Á fyrri hluti 17. aldar naut íslenska verslunarfélagiđ m.a. góđs af skipakosti ađfluttra gyđinga í Glückstadt til Íslandssiglinga. Međan Kristján IV mátti ekki vera ađ ţví ađ sinna ţegnum sínum á Íslandi sáu gyđingar Glückstadts Íslenska Verslunarfélaginu fyrir skipum til ţess ađ Íslenska ţjóđin gćti fengiđ nauđsynjar. Íslandskompaníiđ hefur veriđ ásakađ fyrir margt illt, en á stundum var ţetta einokunarfyrirtćki hins vegar ţess valdandi ađ hćgt var ađ halda lífi í Íslendingum og tryggja nauđsynlegar vörusendingar til landsins. Ástćđan til ţess ađ Brynjólfur biskup kom viđ í Glückstadt var vitanlega ađeins vegna ţess ađ vorskipin sigldu til bćjar í danska konungsríkinu, ţar sem mest gróska var í Íslandsversluninni. Ćtli Hallgrímur hafi ekki einnig starfađ ţar í bć vegna Íslandsverslunarinnar?
Myndirnar af legsteinum í grafreit gyđinga í Glückstadt tók höfundur.
Steinninn efst sýnir skjöld á legstein Moses de Joshua Henriques sem andađist áriđ 1716. Myndin sýnir, hvar Móses laust stafnum og fram spratt lind úr kletti*: steinninn hér fyrir neđan er steinn konu hans sem hét Hava, ţ.e. Eva, Henríques. Hún andađist áriđ 1694. Myndmáliđ vísar einnig greinilega til fornafns hennar.
Í garđinum voru einnig steinar einstaklinga af ćttinni Coronel, sem tengist inn í ćttir forfeđra minna í Hollandi.
*Allur söfnuđur Ísraelsmanna tók sig nú upp frá Sín-eyđimörk, og fóru ţeir í áföngum ađ bođi Drottins og settu herbúđir sínar í Refídím. En ţar var ekkert vatn handa fólkinu ađ drekka. Ţá ţráttađi fólkiđ viđ Móse og sagđi: "Gef oss vatn ađ drekka!" En Móse sagđi viđ ţá: "Hví ţráttiđ ţér viđ mig? Hví freistiđ ţér Drottins?" Og fólkiđ ţyrsti ţar eftir vatni, og fólkiđ möglađi gegn Móse og sagđi: "Hví fórstu međ oss frá Egyptalandi til ţess ađ láta oss og börn vor og fénađ deyja af ţorsta?" Ţá hrópađi Móse til Drottins og sagđi: "Hvađ skal ég gjöra viđ ţetta fólk? Ţađ vantar lítiđ á ađ ţeir grýti mig." En Drottinn sagđi viđ Móse: "Gakk ţú fram fyrir fólkiđ og tak međ ţér nokkra af öldungum Ísraels, og tak í hönd ţér staf ţinn, er ţú laust međ ána, og gakk svo af stađ. Sjá, ég mun standa frammi fyrir ţér ţar á klettinum á Hóreb, en ţú skalt ljósta á klettinn, og mun ţá vatn spretta af honum, svo ađ fólkiđ megi drekka." Og Móse gjörđi svo í augsýn öldunga Ísraels. Og hann kallađi ţennan stađ Massa og Meríba sökum ţráttanar Ísraelsmanna, og fyrir ţví ađ ţeir höfđu freistađ Drottins og sagt: "Hvort mun Drottinn vera međal vor eđur ekki?"
Verslunarsaga | Breytt 2.5.2020 kl. 11:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Presta tóbak prísa ég rétt
21.2.2015 | 14:45
Einstaka sinnum les ég mastersritgerđir stúdenta í fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands á Skemman.is. Ţćr eru misgóđar eins og gengur. Fáeinar eru reyndar furđanlega lélegar, sem međal annars er hćgt ađ skrifa á reikning kennslunnar og kennara deildarinnar sem fćstir eru menntađir í miđalda- eđa eftirmiđaldafornleifafrćđi. Nýlega birtist M.A. ritgerđ Aline Wacke um leirpípur sem fundist hafa ađ Hólum í Hjaltadal. Ţetta er ágćt ritgerđ, sem ég hefđi gefiđ góđa einkunn. Mćli ég međ ađ menn lesi ritgerđina sér til frćđslu, ţví margt er hćgt ađ frćđast um í henni um tóbak og sögu reykinga á Íslandi, en ţó mest annars stađar en á Íslandi.
Villur og vöntun
Galli er ţó ávallt á gjöfum Njarđar. Í ritgerđ Wacke sakna ég ýmissa upplýsinga. T.d. vantar tilfinnanlegar ljósmyndir eđa teikningar af mismunandi gerđum krítarpípna og pípubrota frá Hólum í samanburđi viđ nýjustu tímasetningar á t.d. hollenskum pípum (sem má t.d. finna hér).
Sömuleiđis vantar ljósmyndir eđa teikningar af stimplum á hćl pípnanna og á leggnum. Ţađ hefđi mjög tilfinnanlega ţurft ađ undirbyggja međ rökum, af hverju höfundur telur eitt pípubrot af mörgum vera frá 16. öld. Engin haldbćr rök eru sett fram ţví til stuđnings. Hugsanlega hefur brotiđ fundist međ öđrum gripum úr lögum sem međ vissu eru frá 16. öld, en ekkert er heldur útlistađ um ţađ í ritgerđinni. Ţetta hlýtur ađ hafa dregiđ nemandann niđur í einkunn - verđur mađur ađ ćtla.
Ţó Aline Wacke geri sér far um ađ lýsa ýmsum ţáttum framleiđslusögu pípna úr leir og elstu sögu tóbaksreykinga í Evrópu sem og á Íslandi, ţá vantar sömuleiđis nokkrar íslenskar upplýsingar eins og t.d. vísu Stefáns Ólafssonar í Vallanesi (1619-1688), sem sýnir augljóslega, ađ ekki vissu allir prestar hvers eđlis tóbakiđ var um miđbik 17. aldar:
Presta tóbak prísa ég rétt,
páfinn hefur ţađ svo til sett,
ađ skyldi ţessi skarpa rót
skilning gefa og heilsubót.
Eins vantar í ritgerđ Aline Wacke umrćđu um hve almenn tóbaksnotkunin hafi veriđ á Íslandi fyrir miđja 17. öld. Ţví er víđa haldiđ fram ađ tóbak hafi fyrst ađ ráđi borist til Íslands um miđja 17. öld. Fyrst fer sögum af ţví ađ Íslendingur hafi tottađ pípu áriđ 1615. Ţađ gerđi Jón Ólafsson Indíafari: Ţannig segir hann frá ţví í Reisubók sinni.
"Einn mađur var ţar innan borđs Rúben ađ nafni. Hann sá ég fyrst tóbak međ hönd hafa og hvert kvöld taka og ţá list ađ lćra gjörđist minn tilsagnari. Skipherrann og allt fólkiđ unntu mér hugástum" . Ţarna var hinn elskulegi Jón, síđar břsseskytte í ţjónustu konungs, kominn á enskt skip, sem sigldi á Newcastle.
Einnig veit Wache ekki ađ minnst er á tóbak á Íslandi í bréfi sem séra Arngrímur Jónsson lćrđi ritar vini sínum Ole Worm í ágúst 1631.
Áriđ 1650 er sagt frá manni í Selárdal er vanrćkti kirkjuna á helgum dögum ţá predikađ var en lagđist í tóbaksdrykkju um embćttistímann. Hélt hann ţeim hćtti ţrátt fyrir áminningar prestsins, ţar til sunnudag 1650 ađ hann sofnađi útfrá tóbaksdrykkjunni á kirkjuveggnum og vaknađi aldrei ţađan af, lá svo dauđur ţá út var gengiđ. Ţessar heimildir bráđvantar í ritgerđina.
Gyđingar og tóbak á Íslandi
Einnig hefđi höfundur mátt nefna ađ Jacob Franco, Hollenskur gyđingur af portúgölskum uppruna, sem hafđi fengiđ leyfi til ađ setjast ađ í Kaupmannahöfn, fékk verslunarleyfi og bođ um ađ taka til og flytja út allt ţađ tóbak sem til Íslands og Fćreyja átti ađ fara (Sjá hér). Á fyrri hluta 17. aldar var ein af bćkistöđvum Íslenska verslunarfélagsins međ ađsetur í Glückstadt (sjá nánar í nćstu fćrslu). Í Glückstadt fengu gyđingar ađ setjast ađ áriđ 1619 og leigđu ţeir út skip sem ţeir áttu til Íslandssiglinga. Ugglaust hafa fyrstu pípurnar og tóbakiđ á Hólum getađ hafa borist til Íslands međ ţeirra tilstuđlan og samböndum viđ Holland.
Tími til kominn ađ menn geri sér grein fyrir, hvađ einokunarverslun á Íslandi var
Ađ lokum verđ ég ađ leiđrétta ţann leiđa misskilning sem ríkir enn međal margra fornleifafrćđinga og sagnfrćđinga á Íslandi og ţar međ taliđ Aline Wache. Ţó ađ á Íslandi hafi veriđ sett á einokunarverslun áriđ 1602, ţýđir ţađ ekki ađ ađrir hafi ekki verslađ viđ Íslendinga en Danir einir og ţađ međ leyfi Danakonugns. Aline Wacke sér einokunarverslunina á mjög furđulegan hátt. Konungur seldi hćstbjóđanda verslunina.
Einokun var ekki sett á til ađ "pína" Íslendinga, heldur til ţess ađ konungur ţénađi sem mest og best. Hollendingar versluđu viđ Íslendinga alla 17. öldina og oft međ leyfi og í umbođi Danakonungs, ţó ólögleg launverslun hafi ugglaust veriđ algengari. Ţví er engin furđa ađ menn finni hollenska verslunarvöru viđ fornleifarannsóknir á Íslandi, og ţar međ taliđ pípur. Leirpípur voru oft hásetavara, sem áhöfn tók međ sér og seldi í landi fyrir annan varning, vettlinga, smjör eđa ađra vöru sem kom sér vel á sjó.
Ţví er athugasemd eins og ţessi, sem finna má í rigerđ Wache, algjörlega út í hött:
"The monopoly was not just put on luxury goods like clay tobacco pipes, but on all trade. Also it seemed sensible for the Danish king who wanted to impress his power in this way that the clay pipes would bear the names of the Danish manufacturers."
Danakonungur ţurfti ekki ađ heilla neinn né skjalla međ pípuframleiđslu, sem var nú heldur ekki á hans könnu, heldur ţeirra sem hann seldi verslunarleyfin í hendur. Á ţví grćddi konungur sem og á tollum. Ţađ er neyđarlegt, hve menn misskilja enn hugtakiđ Einokunarverslun, og í raun íslensku skólakerfi til vansa. Ekki bćtir úr ţegar útlendingar, "ólćsir á íslenska menningarsögu" (eins og prófessor Sveinbjörn Rafnsson skilgreindi ţađ einhverju sinni á fyrri hluta 10. áratugar síđustu aldar - ef ég man rétt) fara ađ fabúlera um eitthvađ sem ţeir hafa ekki sett sig nógu vel inn í.
Í ritgerđ Aline Wacke er hins vegar greint frá ţví hvernig ađrir fornleifafrćđingar og sagnfrćđingar á Íslandi, sem fengist hafa viđ fornleifafrćđi, hafa afgreitt stórmerkilegt efni til tímasetninga sem pípur eru, án ţess ađ fá nokkuđ út úr ţeirri heimild. Nefna má t.d. lélega yfirreiđ Margrétar Hallgrímsdóttur, núverandi ţjóđminjavarđar og sérlegan ráđgjafa Sigmundar Davíđs í minjamálmum 2014-15, á leir/krítarpípum úr rannsóknum ţeim sem hún stýrđi í Viđey. Ţar sem fundust fleiri en 1000 pípubrot, en engum til gangs, ţví sérfrćđiţekkingu vantađi. Ritgerđ Aline Wacke er ţví bragarbót og sýnir, ađ sumir ţeirra sem taka próf viđ HÍ í fornleifafrćđi geta kallađ sig fornleifafrćđinga nokkurn veginn kinnrođalaust.
Höfundur á tvćr krítarpípur frá Amsterdam (á myndinni hér fyrir ofan), sem safnari tíndi upp í byggingargrunnum í ţeim hluta miđborgarinnaar sem kallast Vlooienburg, ţegar ţar var reist óperuhús á 9. áratug síđustu aldar. Í Vlooienburg bjuggu margir forfeđur mínir, og ţar bjó fađir minn međ foreldrum sínum fyrsta ár ćvi sinnar. Mér voru gefnar tvćr pípur ţađan fyrir um 20 árum síđan. (Sjá hér).
Á hćl (eđa fćti) einnar ţeirra stendur PD međ kórónu yfir. Viđ vitum ađ PD var pípumerki Pieter Donckers í bćnum Gouda og ađ ţessi pípa er frá ţví 1715. Hin pípan, sem er frá sama tíma er stimpluđ međ
hatti og krónu yfir og GOUDA hefur veriđ pressađ á legginn. Hattarmerkiđ á pípum var var notađur af pípugerđarmeistaranum Cornelis van Leeuwen. Ţar sem ég hćtti ađ reykja á 3. eđa 4. áriđ, hef ég ekki reynt ađ reykja ţessar pípur, en forfeđur mínir gćtu vel hafa tottađ ţessar pípur.
Frá pípuárum höfundar er allt fólkiđ unntu mér hugástum
Fyrir allmörgum árum flutti fađir minn, sem um árabil rak heildsöluna Amsterdam á Íslandi, inn mikiđ af leirtaui frá Hollandi. Eitt sinn sendi einn af ţeim framleiđendum sem hann verslađi viđ honum nokkrar eftirgerđir af pípum frá 18. öld frá Gouda. Á menntaskólaárum mínum tróđ ég eina ţeirra međ Mac Baren whisky-tóbaki og reykti. Ţađ var ekki sérlega spennandi upplifelsi, en líklega hefđi ég ţurft ađ reykja pípuna til.
Myndin efst: "Sterkt tóbak" Reykingarmađur. Málverk eftir flćmska málarann Joos van Craesbeeck (f. 1605/06-ca.1660)
Pípulist
Hér er ég svo í lokin lítil málverkasýning á litlu broti málverka meistara 17. aldar og síđari tíma. Myndlist hefur, ţótt undarlegt megi virđast, oft gleymst sem heimild ţegar aldursgreiningar leirpípna voru gerđar í Hollandi. Myndefni hefur svo sannarlega veriđ skoriđ viđ nögl í ritgerđ Wache.Í fljótu bragđi sýnist manni ađ sumar pípurnar, sem fyrirsćturnar reykja, passi ekki alveg inn í tímasetningar van der Meulens.
Eins langar mér ađ benda lesendum mínum á ţessa ágćtu grein, ţar sem einnig má horfa á gamlar kvikmyndir um leirpípnagerđ.
Mađur sem reykir pípu. Gerard Dou (1630).
Stúdía af sitjandi reykingamanni. Dirch Hals (1622-27).
Múrari reykir pípu. David Teniers yngri (1630-1660).
Ferđalangar hvílast. Adriaen van Ostade (1671).
Reykingamađurinn. Adriaen Brouwer (1630-1638) úrdráttur.
Reykingamađurinn. Ary de Vois (1655-1680).
Gamli drykkjumađurinn. Gabriël Metsu (ca. 1661-1663).
Unglingur međ pípu og kona sem hlćr. Frans Hals (1623-25).
Reykt og drukkiđ á 18. öld. Brotnuđu pípurnar í svona veislum á Hólum í Hjaltadal?
Svo neyđist ég víst ađ lokum til ađ minna á ađ reykingar eru hćttulegar heilsu manna og geta valdiđ hjarta og ćđasjúkdómum, getuleysi, krabbameini og lungnaţembu ... og leitt til dauđa, svo eitthvađ af ţví versta sé nefnt. Málverkiđ er eftir meistara Vincent van Gogh. Verkiđ kallast Hauskúpa međ logandi sígarettu (1885/86).
Verslunarsaga | Breytt 20.10.2020 kl. 17:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Herramannsmatur
13.12.2014 | 15:20
Hollendingar eru ţekktir fyrir ađ mála matinn sinn, enda hluti ţjóđarinnar miklir matmenn og ţorđi ađ láta berast á ţegar velmegun ríkti. Annar hluti Hollendinga eru sparsamir púrítanar sem í gegnum aldirnar hafa hneykslast mjög á málverkum sem sýna bruđl og allsnćgtaborđ matgćđinga yfirstéttanna á 17. og 18. öld.
Áriđ 1780 málađi Maria Margaretha la Fargue ţetta skemmtilegu ólíumálverk af fisksala sem heimsćkir hús efnađrar fjölskyldu viđ Dunne Bierkade (Ţunna bjórsgötu) í Haag (den Haag) í Hollandi. Á hjólbörum sínum er fisksalinn međ girnilegan, fallega hvítan saltfisk, sem Hollendingar kölluđu oftast klipvis (v-iđ borđi fram sem f).
Ekki er laust viđ, ađ dćma út frá svipnum, ađ hefđadömunum ţyki fiskurinn girnilegur, eđa kannski voru ţađ bara fisksalar sem ţeim ţóttu lokkandi? Ţeir hafa ađ minnsta kosti veriđ hugleiknir listakonunni, ţví hún málađi annan, ţar sem hann var ađ selja girnilegar, reyktar laxasíđur. Ţetta var víst löngu áđur en fisksalar fóru ađ hafa sterkari efni í fiskborđinu.
Mjög líklegt má teljast, ađ saltfiskurinn, sem seldur var í hús viđ Ţunna-Bjórsgötu í Haga áriđ 1780, hafi veriđ verkađur á Íslandi, ţótt ađrir upprunastađir verđi ţó ekki útilokađir.
Hafa fróđir menn á Íslandi lengi taliđ víst, ađ Íslendingar hafi fyrst lćrt ađ verka og ţurrka saltfisk á síđari hluta 18. aldar. Ţađ er ekki rétt, ţótt vinnslan hafi ţá orđiđ meiri en áđur. Saltfiskverkun var orđin ađ veruleika á fyrri hluta 18. aldar. Á fyrri hluta 17. aldarinnar votsöltuđu menn fisk i tunnur fyrir erlendan markađ, en ţađ var aldrei gert í miklum mćli. Svo var einnig fluttir úr landi svokallađur stapelvis, sem hefur veriđ fiskur sem var lagđur í stakka og ef til vill veriđ líkur signum fiski. En á 17. öldinni var skreiđin enn sú afurđ sem mest var flutt út af frá Íslandi.
Hvíta gulliđ - salt lífsins
Öll söltun var ţó háđ innflutningi á salti, og voru ađföng ţess oft stöpul, en lengst af kom saltiđ til Íslands á "einokunaröld" međ Hollendingum. Ţess ber ađ geta ađ upp úr 1770 var sođiđ salt í Reykjanesi viđ Djúp. Framleiđslan hófst áriđ 1773 en var ekki mikil (sjá hér), en nú er endurreisnaröldin greinilega hafin (http://www.saltverk.com/). Jón biskup Vídalín stakk einnig upp á ţví danskan embćttismann áriđ 1720, ađ hann sendi menn til ađ kenna saltsuđu svo framleiđsla á salti gćti fariđ fram á Reykjanesi (Gullbringusýslu), svipuđ ţeirri sem ţá var stunduđ í Noregi. Aldrei varđ neitt úr ţví.
Saltiđ í fisksöltunina kom sunnan úr Frakklandi, Spáni og Portúgal og barst til Íslands á svokallađri "einokunaröld", sem margir Íslendingar hafa misskiliđ og tengt eymd, vosbúđ og vöruskorti. Ţó svo ađ einokun (monopol) konungs á versluninni hafi veriđ komiđ á og Jón Ađils, og margar kynslóđir Íslendinga hafi séđ ţađ sem mikla ţrautagöngu, ţá gleyma menn ađ konungur seldi hćstbjóđanda, og mörgum tilfellum Hollendingum, verslunar og athafnaleyfi á Íslandi. Íslendingar seldu áfram fisk sinn, sem ţeir söltuđu međ salti sem fyrst og fremst var útvegađ af Hollendingum. Fjórar tegundir af salti voru fluttar til landsins: Spánskt, franskt, ţýskt Lynenborgarsalt (sem gat gefiđ fiski grćnan lit vegna kopars í saltinu)og salt sem sođiđ var úr sjó í Noregi á 18. öld. Algengast var svokallađ grásalt, sem mun hafa veriđ spánskt.
Verslunin viđ Ísland á 17. og 18. öld varđ hluti af Atlantshafsverslun Hollendinga og annarra stórţjóđa í verslun. Skip sem sigldu til Madeira og Kanarí á vetrum sigldu til Íslands međ salt ađ vori og sóttu m.a. saltfisk og annan varning. Saltfiskurinn var vitaskuld seldur í Hollandi, en mestmegnis var hann sendur áfram til Spánar og Portúgals og síđar Ítalíu, ţar sem hann var kallađur var bacalao, bacalhau, og bacallŕ sem sumir telja ćttađ úr basknesku (bakailo, makailao, makailo, basknesk orđinu fyrir ţorsk) en ađrir úr gamalli hollensku bakaljauw/bakkeljau. Sumir telja ţađ afmyndum orđsins fyrir ţorsk í miđaldafrönsku, cabillaud, sem fyrst kemur fyrir í varđveittum texta frá 1272. Fransmenn telja hins vegar orđiđ komiđ af niđurlenska orđinu kabeljauw.
Hvađ sem öllum ţessum ţessum fiskisögum líđur, ţá hafa flestir Hollendingar ekki hundsvit á ţví lengur hvađ salfiskur er, nema ef ţađ er saltlakkrís sem er í laginu eins og fiskur. Listfrćđingur sem síđast lýsti myndinni af fisksalanum viđ Ţunna-Bjórsgötu í Haag telur fiskinn á hjólbörunum vera flatfisk.
Frekari lesning:
Hér getiđ ţiđ lesiđ grein mína um elsta málverkiđ af skreiđ, sem Hollendingar kölluđu "stokvis" og hér grein um Jonas Trellund (sjá einnig hér og hér)og skip hans de Melckmeyt sem lýsir í hnotskurn verslunarsögu Hollendinga á 17. öld á Íslandi, öld sem frekar ćtti ađ kalla hollensku öldina í íslenskum kennslubókum en einokunaröld. Lesiđ meira um ţađ í 2. hluta um fálkasögu Íslands sem brátt verđur birt á Fornleifi. Eins mćli ég alltaf međ ţví ađ menn lesi bćkur Gísla Gunnarssonar Upp er bođiđ Ísaland (1978) og Fiskurinn sem munkunum ţótti bestur: Íslandsskreiđin á framandi slóđum 1600-1800 (2004)
Verslunarsaga | Breytt 29.6.2023 kl. 06:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Var Danmörk hnattvćdd á bronsöld ?
19.10.2014 | 09:34
Danmark var globaliseret i oldtiden - Danmörk var hnattvćdd á fornöld. Svo hljóđar fyrirsögn greinar í danska dagblađinu Politiken i dag sem fjallar um ca 3500 ára gamlar perlur ćttađar frá Egyptalandi, Sýrlandi og Írak. Danskir höfđingjar báru ţessar framandi perlur er ţeir voru heygđir á bronsöld.
Ungur og föngulegur fornleifafrćđingur, Jeanette Varberg, sem vinnur viđ forngripasafniđ á herragarđinum Moesgĺrd í útjađri Áróss í Danmörku, og ţar sem ritstjóri Fornleifs hlaut menntun sína í forneskju, fann perlur í gamalli öskju í kjallara safnsins áđur en safniđ flutti í nýjar og glćsilegar byggingar. Ţessar og ađrar perlur, fundnar í bronsaldarsamhengi í Danmörku, lét Varberg efnagreina međ leysitćkni á Ţjóđminjasafni Dana og Orleans í Frakklandi. Niđurstađan sýnir á mjög afgerandi hátt, ađ perlurnar eru úr gleri sem unniđ var í löndum viđ botn Miđjarđarhafs. Sumar perlurnar sýndu til ađ mynda sömu efnagreiningu og turkísblátt gler í gullgrímu Tutankhamuns.
Af 293 perlum sem greindar voru, og sem fundist hafa í eikarkistum eđa í duftkerjum í 51 haugum í núverandi Danmörku og Slésvík-Holstein, reyndust ţó ađeins 23 vera ţađ sem Varberg og Politiken kalla perlur frá Miđausturlöndum sem sýna eiga "hnattvćđingu á bronsöld".
Hnattvćđing er nú einu sinni allt annađ fyrirbćri en frumstćđ vöruskipaverslun, og ţegar fornleifafrćđingar nota slík orđ eru ţeir komnir međ of sterk, ný gleraugu, sem líklegast eru búin til úr plasti en ekki eđalgleri. Perlurnar í Danmörku sýna fyrst og verslunarleiđir og hvernig framandi gripir gátu endrum og eins borist mjög langt. Fólk sem byggđi Danmörku á bronsöld gat bođiđ upp á raf sem barst jafnvel til Egyptalands og fengu í stađinn perlur frá framandi löndum. Hvar slík vöruskipti hafa átt sér stađ er ómögulegt ađ vita. Perlurnar gćtu hafa borist mann frá manni og milliliđirnir gćtu hafa veriđ töluvert margir.
Viđ vitum einnig ađ gler frá Egyptalandi var verslunarvara sem siglt var međ til t.d. Litlu-Asíu (núverandi Tyrklands) á 14. öld fyrir Krists burđ. Flak skips međ dýrindis farm hefur fundist undan suđurströnd Tyrklands. Skipiđ sem fornleifafrćđingar kalla Ulu Burun hefur líklega siglt frá Ugarit í Kanaanslandi, hafnarborg sem var ţar sem nú kallast Sýrland eđa síđar meir "IS-land". Međal varningsins var hrágler sömu tegundar og gleriđ í sumum hinna 23 framandi perlna sem greindar hafa veriđ í Danmörku. Perlurnar gćtu ţví alveg eins vel hafa veriđ búnar til í Litlu-Asíu.
En suma fornleifafrćđinga dreymir meira en ađra. T.d. Flemming Kaul, sem einnig er nefndur til sögunnar í greininni í Politiken í dag. Hann er sérfrćđingur út í trúarbrögđ í Danmörku á bronsöld. Hann hefur bent á mikil líkindi á milli sólskipa Fornegypta og sólskipa sem ţekkjast í bronsaldarlist Danmerkur sem oft sjást á mjög stílfćrđu skreyti á rakhnífum. Kaul tengir perlurnar og sólskipin saman, en gleymir í hita leiksins ađ í Danmörku voru einnig til sólvagnar. Sólvagnatilbeiđendur voru líkast til villutrúarmenn og öfgamenn.
Ég lít vitaskuld öfundaraugum til ţessarar merku uppgötvunar í danskri fornleifafrćđi, sem ég hefđi ţó túlkađ á örlítiđ annan hátt. Fjölmiđlagleđi sumra fornleifafrćđinga getur leitt af sér undur og stórmerki. Viđ ţekkjum ţađ frá Íslandi.
Ég veit ađ grein um ţessa merku uppgötvun átti innan skamms ađ birtast í ritinu SKALK í Danmörku, sem ég skrifa stundum fyrir. Ritstjóri ritsins var búinn ađ tjá mér, ađ mikiđ "skúp" vćri í vćndum í nćsta tölublađi tímaritsins og ađ SKALK yrđi fyrstur međ fréttirnar. Hann vildi ekki segja mér hvađ greinin fjallađi um, enda Fornleifur lausmćlskur mjög
En nú er dagblađiđ Politiken búiđ ađ hirđa "skúpiđ" og líklega fyrir fjölmiđlagleđi fornleifafrćđingsins snoppufríđa, sem lét greina perlurnar bláu og sem sér hnattvćđingu alls stađar líkt og kollegar hennar sem trúa ţví ađ dönsk stílfćrđ sólskip geti ekki hafa ţróast nema fyrir bein áhrif frá egypskum musterisprestum sem hafa heimsótt danska flatneskju skreyttir bláum perlum.
Hlutir geta vitaskuld borist um langa vegu án ţess ađ menn neyđist í frumleika sínum til ađ kalla ţađ hnattvćđingu. Ađ lokum er hér mynd af hinum efnilega danska fornleifafrćđingi Varberg, som gřr dansk arkćologi dejligere (men mĺske ikke meget bedre end den har vćret):
Verslunarsaga | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
Lesiđ ţiđ hollensku?
4.4.2014 | 08:43
Ţá er hér smá lesning handa ykkur. Grein mín De man achter de Melckmeyt (Mađurinn á bak viđ Mjaltastúlkuna) um Jonas Trellund, danska kaupmanninn sem gerđi út Mjaltastúlkuna, de Melckmeyt, sem fórst viđ Flatey áriđ 1659 og merkar niđurstöđur rannsókna á flaki de Melckmeyt kom um daginn út í hinu vandađa tímariti VIND (úttalast find) í Hollandi. Fyrr hafđi greinin birst í danska tímaritinu SKALK, sem er líklegast auđveldari til skilnings.
Ég hef um árabil reynt ađ finna fjármagn til rannsókna minna á leirtaui (fajansa) sem fannst í flaki de Melckmeyt, en ţađ hefur enn ekki tekist. Nú síđast sótti ég um rannsóknarstöđu á Ţjóđminjasafni til ţess verkefnis og annars, en stađan var veitt starfsmanni safnsins til ađ ljúka rannsóknum annars starfsmanns safnsins en löngu látins.
Ég skrifađi einnig nýlega lítilrćđi um mikilvćgi fundanna í de Melckmeyt međ hollenska fornleifafrćđingnum Ninu Jaspers í stóra og ţunga sýningarskrá upp á 400 síđur, sem gefin var út í tengslum viđ sýningu sem er nýlokiđ á Gemeentemuseum í den Haag í Hollandi (sjá hér).
Ţess ber ađ geta, ţví ekki skrifađi ég um ţađ á hollensku, ađ ţegar fyrsti diskurinn úr de Melckmeyt kom á Ţjóđminjasafniđ var Guđmundur Magnússon, ţáverandi settur ţjóđminjavörđur, nćrri ţví búinn ađ lýsa ţví yfir í fjölmiđlum ađ hann vćri frá 19. öld. Íslenskur fornleifafrćđingur búsettur á Englandi og fornleifafrćđingur safnsins, sem á ţeim árum kallađi sig á "Rigsarkeolog" á Norđurlöndunum (ţó hann vćri ekki međ fullgilda menntun í fornleifafrćđi), reyndu ađ telja Guđmundi Magnússyni trú um ţessa skođun sína og vanţekkingu. Ég kom fyrir tilviljun á safniđ er ţetta gerđist og bar Guđmundur aldur disksins undir mig og sagđi ég honum ađra sögu. Hann varđ forviđa á ţessum mun á skođun sérfrćđinganna og bađ mig ađ sannfćra sig. Ég náđi ţá í nokkrar bćkur á bókasafni Ţjóđminjasafnsins og bjargađi ţjóđminjaverđi frá ađ láta starfsmenn safnsins gera sig ađ fífli.
Verslunarsaga | Breytt 7.4.2014 kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)