Gullnćla frá Skipholti

Nćlan frá Skipholti

Nćlu ţessa afhenti Jóhann Briem prófastur í Hruna Forngripasafninu áriđ 1870. Lítiđ segir Sigurđur Guđmundsson málari um hana í safnskrá Ţjóđminjasafnsins  nema ađ hún hafi lengi veriđ í eigu langfeđga í Skipholti í Hrunamannahreppi og er hún metin til 5 ríkisdala.

Mjög vönduđ smíđ er á nćlunni sem ber safnnúmeriđ Ţjms. 803. Hún er rúmir 2 sm ađ ummáli ţar sem ţađ er mest og 2 mm ţar sem hún er ţykkust. Mikiđ gull er ţví ekki í gripnum. Nćlan er samsett af tveimur vćngjuđum drekum, sem mynda hring međ bolnum. Ţeir snúa saman hausunum ađ ásnum sem ţorniđ leikur á, en vinda hins vegar hölum saman, og enda ţeir í höggormshausum. Út frá stíl og verklagi er sennilegast ađ nćlan sé frá 12. öld eđa byrjun ţerrar 13.

Slík drekadýr voru í gođsögnum Forn-Grikkja og í furđudýrafrćđi (Bestiarium) miđalda kölluđ Amphisbaena, sem ţýđir ađ ţau gátu jafnauđveldlega gengiđ fram og aftur. Ţetta voru hin verstu dýr, hvorki fugl né fiskur, en skađlaus ef ţau horfđust í augu hvort viđ annađ eđa í spegil.

Amphisbaena
Amphisbaena

Einhver máttur hefur eflaust veriđ eignađur nćlunni. Furđudýr, drekar, rándýr, púkar og djöflar voru oft á skreytingum á dyrabúnađi kirkna um alla Evrópu á miđöldum. Vafalaust var tilgangurinn međ ţví sú hugsum ađ međ illu megi illt út reka. Stórir dyrahringir úr bronsi, sem eru alveg eins í laginu og nćlan frá Skipholti  hafa veriđ á kirkjuhurđum í Noregi (t.d. í Norderhov og Hjartdal í Ţelamörk) og vonandi bćgt illum vćttum frá söfnuđunum.

Annar miđaldahlutur úr gulli, forláta vafningshringur (Ţjms. 804) međ áletrunina Halldor(a) jons. Dotter innan í, hefur einnig fundist í Skipholti. Vera kann ađ í Skipholti hafi í einhvern tíman veriđ ríkir bćndur ţar sem tveir fegurstu skartgripir íslenskra miđalda hafa varđveist ţar. Ţess má geta ađ Jón bróđiđ Fjalla-Eyvindar bjó í Skipholti um miđja 18. öld.

Gullhlutirnir frá Skipholti eru međal fárra gripa úr gulli sem varđveist hafa frá fyrri öldum á Íslandi. Skíragull er ekki oft nefnt í fornbókmenntum okkar Íslendinga. Enn sjaldnar finnst ţađ á forngripum. Ţá er ţađ oftast sem logagylling á hlutum úr bronsi. Ađeins hefur fundist einn gripur úr hreinu gulli frá söguöld og er ţađ lítill hnappur úr gullţráđum sem fannst í kumli.

Ef verđmćti gulls er tekiđ sem mćlikvarđi á efnahag og afkomu, er auđvelt ađ álykta ađ á Íslandi hafi ţjóđfélagsskipan veriđ öđruvísi á landnámsöld en ráđa mćtti af sumum Íslendinga sögum. Raunsć túlkun á ritheimildum, sem og á efnislegri menningu fyrstu landnemanna segir sömu sögu. Íslendingar voru bćndur sem leituđu betri afkomu hér en í heimasveitum sínum í Noregi og á Bretlandseyjum ţar sem bújarđir voru vandfengnar. Ţeir tóku međ sér búsmala sinn, mismunandi menningu, hefđir og reynslu, sem ađlöguđust misjafnlega fljótt ađstćđum á Íslandi.

Sumir ţćttir hinnar upphaflegu menningar og efnahags hafa heldur aldrei breyst ađ ráđi. Menn héldu tryggđ viđ sauđféđ, sem reyndist lífseigara en t.d. nautpeningur og var sauđaeign ţví miklu hagkvćmari en akuryrkja. Sauđkindin varđ ţví gull landsmanna. Ađra kosti eygđu menn ekki fyrr en seint og síđar meir.

Gull og gildir sjóđir voru vafalaust lítils virđi fyrir efnahag eyjarskeggja, sem byggđu nćr allt á landbúnađi. Ef til vill hafa einstaka menn ţó lumađ á digurri sjóđum, eins og ţeim sem er greint frá í rituđum heimildum miđalda. Tilgangur fornleifafrćđinga er ekki ađeins ađ leita ađ ţeim, heldur ađ gefa sem gleggsta mynd af ţeirri ţjóđfélagsgerđ og efnahag sem ríkti, út frá ţekkingu sem viđ höfum í nútímanum.

Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.

Ljósmyndina efst hefur Ívar Brynjólfsson tekiđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Mikiđ, kannski mest allt ţađ litla gull og silfur, sem hér var ađ finna á miđöldum hefur vćntanlega borist međ landnámsmönnum. Ţótt sögurnar af ránum víkingja séu vafalaust ýktar bćđi af Íslendingum og fórnarlömbum ţeirra á Bretlandseyjum og víđar verđur ekki fram hjá ţví litiđ ađ ţeir höfđu fariđ ránshendi um hina kristnu Norđur- Evrópu og ekki hlíft kirkjum eđa klaustrum, ţar sem einna mest von var eđalmálma. Landnámsmenn áttu stór hafskip, sem ţá sem nú voru stóreignir og voru margir engir ölmusumenn, ţótt nú sé í tísku ađ líta svo á. Eftir ţjóđveldisöld hefur örugglega afar lítiđ borist hingađ af góđmálmum. Í stađinn komu vöruskipti, gjarnan međ smjör eđa vađmál.

Vilhjálmur Eyţórsson, 1.10.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sammála Vilhjálmur, og ekki hefur gulliđ heldur veriđ mikiđ í upphafi, en ţađ sem hefur komiđ hefur veriđ rćkilega endurnýtt. Endurnýtingu kunnu menn fyrr á öldum, enda neyddust ţeir til ţess. Eitthvađ hefur ţó borist af gulli á fárra manna hendur á 15. og 16. öldinni.

FORNLEIFUR, 2.10.2011 kl. 06:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband