Ísland í töfralampanum: 6. hluti

_ingvellir_fornleifur_copyright_1282328.jpg

Fimm mismunandi ljósmyndir frá Ţingvöllum og nágrenni ţeirra voru upphaflega í skuggamyndasyrpunni England to Iceland, sem Fornleifur festi nýlega kaup á. Ađeins ein myndanna er ţekkt og varđveitt í dag og ber hún númeriđ 24 og titilinn Parsonage and Church, eđa prestsetur og kirkja. Myndin er af Ţingvallabćnum og kirkjunni og tekin úr suđri. Fólk stendur á tröppum bćjarins og á hlađinu. Vikiđ skal ađ ţví síđar, en fyrst fariđ yfir byggingarsögu húsa Ţingvöllum á 19. öld.

Litmynd frá 1882

Og nú er ţađ heldur betur fínt. Fornleifur býđur upp á skyggnumynd í lit. Myndin er vitaskuld handlituđ, en segjast verđur eins og er ađ litunin hefur heppnast mjög vel. Ćfđar hendur og fínlegar hafa unniđ ţetta verk. Hinar myndirnar frá Ţingvöllum í syrpunni voru međ stafsetningu Bretanna, en ţćr hafa líklegar fariđ forgörđum:

20 Lake Ţingvellavatn

21 Almanagga

22 Falls of Oxara

23 Plain of Thingvellir

Skuggamynd númer 24 var seld af E.G. Woods ţegar fyrirtćkiđ var til húsa á 74 Cheapside í Lundúnum. Samkvćmt rannsóknum LUCERNA-teymisins,sem áđur hefur veriđ sagt frá, var fyrirtćkiđ skráđ á ţví heimilisfangi nokkuđ lengi, eđa á tímabilinu 1861-1898.

Myndin hefur nćr örugglega veriđ keypt af Riley Brothers, sem upphaflega voru međ hana í sinni syrpu um 1885-86. E.G. Wood hefur ţví framleitt sína mynd númer 24 eitthvađ síđar en 1886. Eins og áđur segir, kölluđu Riley Brćđur syrpuna frá Íslandi England to Iceland, en E.G. Wood nefndi hana A travel to Iceland.

Nú vill svo til ađ sama ljósmyndin er til í ţremur mismunandi svarthvítum pósitífum á Ţjóđminjasafni Íslandi og er hún eignuđ Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér, hér og hér). 

_ingvellir_eymundsson_1867.jpg

Stereoskópi-mynd tekin af Sigfúsi Eymundsyni áriđ 1867.

elsta_myndirn_1282326.jpg

Mynd Jóns Christján Stephánssonar af Ţingvallabćnum. Ţó myndin sé örugglega tekin af Jóni Stephánssyni, eignar Ţjóđminjasafniđ nákvćmlega sömu mynd Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér). Furđulegt, ekki satt? Ţađ er nokkuđ mikiđ af rugli, ţegar kemur ađ "myndum" Eymundssonar á Ţjóđminjasafninu.

Svo vel vill til, ađ nokkrar ljósmyndir eru til af prestsetrinu ađ Ţingvöllum frá síđari hluta 19. aldar, sem sýna okkur byggingasögu bćjarins á aldar. Elstu myndirnar er í eigu Ţjóđminjasafns eru frá ţví fyrir 1882. Elst ţeirra er stereóskópí-mynd Sigfúsar Eymundssonar frá árinu 1867 (sjá frekar hér).

Ţar sést kirkjan sem vígđ var áriđ 1859. Fyrir ţann tíma var lítil torfkirkja á stađnum og upplýsir Ţjóđminjasafniđ ađ ţađ hafi stungna mynd ćttađa úr enska dagblađinu Mirror af ţeirri kirkju, mynd sem Hjálmar R. Bárđarson gaf safninu, en sem Hjálmar keypti af föđur Fornleifs, sem safnađi erle dum dagblöđum međ efni frá Íslandi frá 17. 18. og 19. öld. Hins vegar er myndin ekki upprunalega úr Mirror heldur líklegast úr frönsku riti frá 1836 eftir X. Marmier, sem einnig var gefiđ út á hollensku í Leskabinet; Mengelwerk tot Gezellig Onderhoud voor Beschaafde Kringe í Amsterdam áriđ 1837. Langalangafi minn Izzäk hélt ţađ rit, og hefur ţađ veriđ í eigu Fornleifs frá barnćsku.

ijslandse_kerk_1836_b.jpg

Ţingvallakirkja 1836 eđa fyrr.

Önnur ljósmyndanna var tekin 1871 af William Lord Watts.  ţriđja ljósmyndin sem er eldri en 1882 var tekin af Jóni Christni Stephánssyni (en er einnig til í annarri kópíu og eignuđ Sigfúsi Eymundssyni). 

watts.jpg

Mynd William Lord Watts. Hún var tekin áriđ 1871 .

Breytingarnar á Ţingvallabćnum áriđ 1882

Sjáiđ svo hvađ gerist: Á myndinni efst, sem ađ öllu líkindum tekin sumariđ 1883 og sem einnig er til í ţremur pappírskópíum á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér, hér og hér) -  má sjá ađ burstabćrinn sem sést á myndum Sigfúsar Eymundssonar (1867), Jóns Stephánssonar og Watts (1875) var rifinn.

Áriđ 1882 byggđi s. Jens (Ólafur Páll) Pálsson tvö ný hús. Eitt ţerra, sem er litađ rauđbrúnt á skuggamyndinni myndinni efst var 5x10 metrar ađ stćrđ. Aftan viđ nýju húsin voru torfbyggingar, eldhús og búr. Er sr. Jens afhenti séra Jóni Thorsteinsson stađinn áriđ 1888 og flutti á Álftanes, var Jens talinn eigandi hins nýja húss. Framkvćmdin hafđi ekki veriđ samţykkt af yfirvöldum og ţau ekki tekiđ ţátt í kostnađi.

trevelyan_og_burnett_1983_1282505.jpgMynd ţessa tóku Burnett og Trevelyan ţann 13. júlí áriđ 1883 (sjá ţa meru bók: Frank Ponzi 1995: Ísland fyrir aldamót. Brennholt, bls. 109) Fornleif grunar ađ ţeir Burnett og Trevelyan hafi einnig tekiđ myndina efst og setur ţađ fram sem vinnutillögu. Síđar hér í syrpunni um elstu skuggamyndirnar frá Íslandi skal sýnt ađ Burnett og Trevelyan tóku stundum tvćr myndir á sama stađnum.

Ofan á eitt húsa séra Jens var bćtt viđ hćđ áriđ 1906. Núverandi Ţingvallabćr var reistur á gamla bćjarstćđinu 1928, en sneru húsin í vestur. Til ađ byrja
međ voru ađeins 3 burstir en tveimur nýjum var bćtt viđ áriđ 1974.

_ingvellir_eymundsson_b.jpg

Ţessa mynd tók Sigfús Eymundsson af Ţingvallabćnum. Hér er búiđ ađ spónklćđa kirkjuţakiđ og eitt af ţeim húsum sem séra Jens Pálsson byggđi áriđ 1882 (sjá myndina efst til samanburđar). Einnig er komin blikkklćđning utan á eystra húsiđ og sömuleiđis vindfang á eystra húsiđ. Ţjóđminjasafni upplýsir ađ ţessi mynd sé frá 1886 og ađ ţar sjáist sr. Jón Thorstensen ásamt heimilisfólki. Öllu líklegra er ađ framkvćmdirnar á húsunnum hafi fariđ fram síđla árs 1886 og ađ myndin sé frá ţví í fyrsta lagi frá árinu 1887, ţví Jens Pálssyni voru veittir Útskálar ţ. 27. júlí 1886, en taliđ er ađ Jón Thorstensen hafi breytt húsunum.

jon_helgason_1892_1282481.jpg

Jón Helgason biskup teiknađi ţessa mynd áriđ 1892

_ingvallabaer_ca_1925.jpg

Ţingvallabćrinn ca. 1925. Nýr turn var settur á kirkjuna vegna konungskomunnar áriđ 1907.

nr-76-thingvellir_cropped.jpg

Árin 1925-2016 í stórum dráttum

Áriđ 1925 var tekin mynd af Ţingvallabćnum, sem sýnir ađ önnur hćđ var reist ofan á eystra húsiđ. Á eldri mynd sem tekin var og seld af Hans Petersen (sjá hér fyrir ofan), og sem er nokkuđ eldri en nćrmyndin, má einnig sjá ţessa hćkkun á íbúđarhúsinu.

Áriđ 1928 var svo nýr, nýrómantískur og klunnalegur Ţingvallabćr reistur úr steinsteypu ađ fyrirsögn Guđjóns Samúelssonar og var ţađ gert fyrir Alţingishátíđina 1930, líklega ţví Íslendingar hér ađ ţeir yrđu sér annars til skammar. Upphaflega var bćrinn ţrjár burstir, eins og sjá má á gamalli skyggnumynd, sem sett hefur veriđ út á veraldarvefinn, en áriđ 1974 var bćtt viđ tveimur burstum viđ bygginguna og muna ţađ orđiđ fáir og hefur bćrinn nú veriđ friđlýstur međ nýlegum viđbyggingum sínum. Sannast ţar ađ Íslendingum líkar best viđ allt nýtt.

churchvicarage_thingvallir.jpg


Fólkiđ á litskyggnunni frá 1883.

_ingvellir_wood_1882_naermynd.jpg

Lítum örlítiđ hér í lok ţessarar sýningar á mannfólkiđ á litmyndinni efst. Myndin var tekin áriđ 1883, og líklegast af félögunum Maitland James Burnett og Walter H. Trevelyan, ţótt öđru sé haldiđ fram af Ţjóđminjasafni Íslands. Nöfn vinnumannanna eru ekki ţekkt. En í gćttinni stendur séra Jens Ólafur Páll Pálsson (1851-1912, síđar prófastur og Alţingismađur, og kona hans Guđrún Sigríđur Pétursdóttir Guđjohnsen, dóttir Péturs organista og Alţingismanns (fćđingarstađur hans er rangt upp gefinn á vefsíđu Alţingis). Barniđ sem stendur međ ţeim hjónum á myndinni er líklega eitt af mörgum fósturbörnum ţeirra prestshjóna. Jens er unglegur á myndinni og fínn í tauinu međ pípuhatt, en frú Guđrún Sigríđur bara í peysufötum. Jens fékk Útskálaprestakall áriđ 1886 í lok júlí og fluttu hjónin fljótlega eftir ţađ ţangađ.

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband