Bloggfćrslur mánađarins, september 2011
Undarlegt efni
30.9.2011 | 05:44
Oft vakna fleiri spurningar viđ fornleifarannsóknir en ţćr mörgu sem fyrir voru.
Fornleifafrćđingar geta alls ekki svarađ öllum spurningum sjálfir, ţótt stundum gćti svo virst í fljótu bragđi. Ţeir hafa ađra sérfrćđingum sér til hjálpar, oft fćra náttúruvísindamenn, sem ráđa yfir tćkjum og tćkni sem fornleifafrćđingar kunna ekkert á. Ţetta ţýđir ţó ekki ađ fornleifafrćđingar hafi, eđa ţurfi ađ hafa blinda trú á ţví sem tćki annarra frćđimanna segja. Tćki eru búin til og stjórnađ af mönnum og tćki geta ţví gefiđ rangar niđurstöđur. Errare machinam est.
Fornleifafrćđingar standa oft frammi fyrir vandamálum vegna ţess ađ náttúrvísindamenn líta á vandamál og lausnir á annan hátt en menn í hugvísindunum. Í náttúruvísundum eiga hlutirnir ţađ til ađ vera ekki afstćđir fyrr en sýnt er fram á ađ tćkin og tćknin dygđu ekki til. Tökum dćmi. Fornleifafrćđingur fćr gerđa kolefnisaldursgreiningu sem sýnir niđurstöđuna 600 e. Kr. +/- 50 Hvađ gera fornleifafrćđingar ef slík niđurstađa fćst úr sama lagi og mynt sem er frá 1010 e. Kr. ? Tćki geta ekki alltaf svarađ öllum spurningum, ţó stundum gćti svo virst. Tćki eiga ţađ líka til ađ skapa fleir spurningar en fyrir voru. Ţannig eru vísindin. Ţá leitum viđ lausna, eđa sum okkar.
En hér ćtlađi ég ađ segja frá rannsókn sem er "pottţétt", ţótt gömul sé. Fyrsta náttúrvísindalega greiningin sem gerđ var fyrir fornleifafrćđina á Íslandi var gerđ í Kaupmannahöfn áriđ 1886 af Vilhelm Storch forstöđumanni rannsóknarstofu í lanbúnađarhćgfrćđilegum rannsóknum (Landřkonmiske Forsřg) viđ Konunglega Landbúnađarháskólann á Friđriksbergi. Niđurstöđurnar birti hann fyrst í litlum bćklingi á dönsku, sem gefinn var út í Kaupmannahöfn af Hinu íslenzka Fornleifafélagi, sem bar heitiđ
Kemiske og Mikroskopiske Undersogelser af Et Ejendommeligt Stof, fundet ved Udgravninger, foretagne for det islandkse Oldsagssalskab (fornleifafélag) af Sigurd Vigfusson paa Bergthorshvol i Island, hvor ifřlge den gamle Beretning om Njal, Hans Hustru og Hans Sřnner indebrćndtes Aar 1011.
Sigurđur Vigfússon forstöđumađur Fornminjasafnsins, sem ţá var á loftinu í Alţingishúsinu í Reykjavík, hafđi samband viđ Vilhelm Ludvig Finsen í Kaupmannahöfn og sendi honum nokkur sýni af undarlegu efni, sem hann hafđi grafiđ upp á Bergţórshvoli áriđ 1883 (sjá grein Sigurđar Vigfússonar). Ţetta voru hnullungar af hvítu efni, frauđkenndu, sem Sigurđur og ađrir töldu geta veriđ leifar af skyri Bergţóru. Vilhjálmur Ludvig Finsen (1823-1892) leitađi til nokkurra manna til ađ fá gerđa efnagreiningu vísuđu allir á Vilhelm Storch, sem rannsakađi efniđ mjög nákvćmlega og skrifađi afar lćrđa grein sem nú er hćgt ađ lesa í fyrsta sinn í pdf-sniđi hér. Greinin birtist einnig í íslenskri ţýđingu í Árbók Fornleifafélagsins áriđ 1887, sjá hér.
Til ađ gera langt má stutt, ţá var Storch mjög nákvćmur og varfćrinn mađur, sem velti öllum hlutum fyrir sér. Hann gaf engin ákveđin svör um hvort sýni 1 (sjá mynd) vćri af skyri, en hin sýnin 2-4 taldi hann nćr örugglega vera af osti. Storch fékk Vilhelm Finsen til ađ senda sér skyr frá Íslandi til ađ geta gert samanburđ í efnagreiningunni. Storch gat međ vissu sagt ađ leifar mjólkurleifanna frá Bergţórshvoli hefđu veriđ í tengslum viđ tré sem hafđi brunniđ, enda fann Sigurđur Vigfússon efniđ undir 2 álna lagi af ösku.
Sigurđur Vigfússon (1828-1892) i kósakkafornmannabúning sínum
Samkvćmt Storch var ţađ líklegast ostur Bergţóru og Njáls frekar en skyr, sem Sigurđur Vigfússon gróf niđur á áriđ 1883. Kannski skildi Storch ţó ekki alveg framleiđslumáta skyrs, en skyr er í raun ferskur súrostur.
Gaman vćri ađ fá gerđa greiningu á efninu aftur, svo og aldursgreiningu. Ţađ eru enn til leifar af ţví á Ţjóđminjasafninu. Fornleifur vill vita hvor slett var skyri eđa hvort ţađ var ostur sem kraumađi undir brenndri ţekju Bergţórshvols. Osturinn/skyriđ gćt vel veriđ úr meintri Njálsbrennu áriđ 1011, ţótt menn hafi lengi taliđ rústirnar ţar sem rannsakađar voru á 5. áratug síđustu aldar vera frá 11. eđa 12. öld. Sjá grein Kristjáns Eldjárns og Gísla Gestssonar. Tvö sýni, eitt af koluđu birki sem kolefnisaldursgreint var í Kaupmannahöfn (K-580) og hitt af koluđu heyi og korni, sem aldursgreint var í Saskachewan (S-66), útiloka ekkert í ţeim efnum, en aldursgreiningarnar voru reyndar gerđar í árdaga geislakolsaldurgreininga. Sjá hér.
Ađrir frćđingar velta svo fyrir sér öđru undarlegu efni og óefniskenndara í Njálu, eins og hvort Njáll hafi veriđ hommi, og er ţađ af hinu besta. En ég tel ţó ađ osturinn á Bergţórshváli hafi frekar lokkađ ađ unga menn eins og Gunnar á Hlíđarenda, en vel girtur Njáll Ţorgeirsson.
Er nema von ađ Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ eins og grár köttur á Bergţórshvoli, ţegar nóg var ţar til af ostinum? Hvállinn hefur líkast til veriđ eins konar Dominos Pizza síns tíma.
Fornleifafrćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fiskur frá Íslandsmiđum í hollensku skipi ?
28.9.2011 | 05:11
Jólanótt áriđ 1593 sukku 24 skip í aftaka suđvestanstormi viđ strendur Hollands á grynningum alrćmdu viđ eyjuna Texel. Taliđ er ađ um 1050 sjómenn hafi farist ţessa nótt. Eitt af ţeim skipum sem fórust í ţessu mikla óveđri var rannsakađ af fornleifafrćđingum á árunum 1987-1997. Verkefniđ er hluti af miklu stćrra verkefni neđansjávarfornleifafrćđinga hjá stofnun fyrir neđansjávarfornleifafrćđi (ROB/NISA, sem í dag er hluti af Rijksdienst voor het Cultureel Erfgoed) í Hollandi. Skipiđ sem hér greinir frá hefur fengiđ nafniđ Scheurrak SO1. Ţađ var stórt hollensk verslunarskip, 34 metrar ađ lengd og 8 metrar breytt. Skipiđ var byggt eftir 1571 samkvćmt trjáhringaaldursgreiningu.
Lestar skipsins voru fullar af korni frá Eystrasaltslöndum er ţađ sökk, en einnig fundust í skipinu níu tunnur á efstu lest og ţremur ţeirra voru miklar leifar af fiski. Fiskur ţessi hefur veriđ rannsakađur og er líklegt ađ ţetta hafi veriđ skreiđ sem veidd og unnin í norđurhöfum og ţá líklega viđ Íslandsstrendur.
Skreiđ
Fornvistfrćđingurinn Dick C. Brinkhuizen skrifađi áriđ 1994 merkilega grein, sem ég fékk eintak af hjá kollega mínum á Sjóminjasafninu í Amsterdam (Nederlands Scheepvaartsmuseum). Brinkhuizen kemst af ţeirri niđurstöđu, ađ fiskurinn í tunnunum hafi mestmegnis veriđ ţorskur (Gadus morhua), en einnig var ţar ađ finna keilu (Brosme brosme) og löngu (Molva molva). Brinkhuizen telur ađ fiskurinn hafi veriđ matur áhafnarinnar. Sjáiđ einnig safn merkilegra forngripa sem fundust í skipsflakinu Scheuraak SO1 hér.
Fiskibeinin eru skorin/hafa skurđarmerkri á ţann hátt ađ enginn vafi getur leikiđ á ţví ađ fiskurinn hafi veriđ verkađur sem skreiđ. Taldi Brinkhuizen líklegt vegna stćrđar fisksins og tegundanna, ađ hann sé ćttađur úr "norđurhluta Norđursjávar eđa t.d. frá Íslandsströndum". Ţađ síđasta er nokkru líklegra, vegna ţess ađ skreiđarverkun var líklega erfiđ á svćđum viđ Norđursjó.
Leifar ţeirrar skreiđar sem fannst í SO1 flakinu, er líklega ţađ sem hér fyrr á öldum var kallađur Malflattur fiskur á Íslandi, eđa plattfiskur á Hansaramáli eđa stokkfiskur. Malflattur fiskur var einnig kallađur kviđflattur eđa reithertur.
Ţýska öldin (16. öldin) sem íslenskir sagnfrćđingar kalla svo, var kannski ekki meira ţýsk en nokkuđ annađ. Virđist sem Hollendingar/Niđurlendingar hafi í Hansasambandinu gert sig mjög heimakomna á Íslandi á 16. öldinni. Verslunin á ţessum tíma í Hansasambandinu var alţjóđleg í vissum skilningi. Fiskinn gćtu Hollendingar hafa keypt í Brimum, en alveg eins hafa sótt hann sjálfir.
Í dag er reyndar hćgt ađ rannsaka hvađan fiskur sem finnst viđ fornleifarannsóknir er uppruninn međ DNA- rannsóknum. Hefur ritstjóri Fornleifs fariđ ţess á leit viđ ţá stofnun í Hollandi, sem sér um minjar frá SO1, ađ hún hafi samvinnu um rannsókn beinanna frá SO1 viđ íslenska fornleifa- og líffrćđinga.
Mynd efst: Tunnubotn og fiskibein úr SO1.
Ítarefni:
Brinkhizen, Dick C. 1994: "Some notes on fish remains from the late 16th century merchant vessel Scheuraak SO1": Offprint from: Fish Exploitation in the Past; Proceedings fo the seventh meeting of the ICAZ Fish Remains Working Group. Edited by W. van Neer. Annales du Musée Royal de l´Afrique Centrale, Sciences Zoologiques no 274, Trevuren, 197-205.
Lúđvík Kristjánsson: Skreiđarverkur. Íslenzkir Sjávarhćttir 4, s. 310-316.
Fornleifafrćđi | Breytt 3.4.2021 kl. 06:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
Veni Vidi Vici
27.9.2011 | 06:19
Alltaf finnst eitthvađ skemmtilegt í jörđinni.
Voriđ 2009 fannst forláta gullhringur vestan viđ Ţingvallakirkju. Ţetta kom í fréttum og sumariđ 2009 var gripurinn kosinn gripur mánađarins á vefsíđu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţar, eins og í frétt Morgunblađsins, var ţví haldiđ fram ađ ţetta vćri innsiglishringur og ađ á honum stćđi F og I, og ađ ţar vćri jafnvel hćgt ađ sjá kórónu og skjöld.
Ég var spurđur um álit mitt á ţessum grip. Ég var sammála ţví ađ hringurinn vćri úr gulli og ađ steinninn vćri blóđsteinn (heliotrop). Ég taldi af myndum ađ dćma, ađ gullkarat hans vćri mjög lágt.
Ég er hins vegar ekki sammála sérfrćđingi Seđlabankans um áletrun ţá sem skorin er í stein hringsins. Sérfrćđingurinn er oft fenginn til ađ tjá um sig um áletranir og myntir.
Í stein hringsins er skoriđ A ω og I sem ekki ţýđir neitt annađ en Alfa, Omega Ω (međ litlum staf) og Iesous, skrifađ upp á grísku. Skammstöfun fyrir Jesús, Upphafiđ og Endinn.
Til ađ kóróna ţetta, er ţađ sem sérfrćđingur Seđlabankans taldi vera kórónu, ţrjú V, V V V, sem samkvćmt ţessum fornleifafrćđingi er skammstöfun fyrir Veni, Vidi, Vici. Ţessi fleygu orđ Cćsars hafa oft veriđ tengd Jesús, sem kom sá og sigrađi.
Ţjóđminjasafn Íslands sćttir sig örugglega ekki viđ ţessa túlkun, enda í engu greint frá henni á vefsíđu safnsins. Ekki óskađ eftir störfum mínum og skođunum framvegis áriđ 1996. Ţađ gildir vćntanlega fyrir niđurstöđur mínar og álit líka.
Innsiglishringur, er gripur mánađarins í júlí 2009 kannski ekki, og ekki hringur Jesús. En nćsta líklegt tel ég ađ hann sé frá 18. eđa 19. öld. og gćti jafnvel veriđ frímúrara- eđa regluhringur.
Leyfi ég mér ađ minna á önnur innsigli sem ég hef skrifađ um. Sjá t.d. hér.
Fćrsla ţessi birtist áđur hér ţann 26.11.2009
ω
Fornleifafrćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
1. getraun Fornleifs
25.9.2011 | 20:10
Ríđum nú á vađiđ međ fyrstu fornleifagetraun Fornleifs. Gripurinn á myndinni er getraunin. Svariđ vinsamlegast eftirfarandi spurningum:
Hvađ er ţetta og úr hvađa efni?
Hvađan er gripurinn?
Frá hvađa tíma er hann?
Hvenćr kemur ţessi gripur út?
Ţiđ hafiđ viku til ađ svara. Skrifiđ svör ykkar í athugasemdir. Gripurinn er 16,2 sm ađ lengd.
Fornleifafrćđingar og ađrir sérfrćđingar, nema tannlćknar, eru útilokađir frá ţessum leik.
Fornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
Nćla frá Vađi
25.9.2011 | 04:43
Allmargir gripir sem ćttađir eru frá austurhluta Skandinavíu og löndunum viđ botn Eystrasalts hafa fundist í jörđu á Íslandi. Sumir ţessara gripa eru greinilega gerđir ţar austur frá, en ađrir eru undir stíláhrifum ţađan. Í raun hafa fundist fleiri gripir frá Eystrasaltslöndunum norđanverđum en gripir sem óyggjandi er hćgt ađ tengja Írlandi eđa svokölluđum keltneskum stíláhrifum.
Nćlan frá Vađi í Skriđdal í Suđur-Múlasýslu fannst í kumli áriđ 1894 en kom á Forngripasafniđ tveimur árum síđar, Ţađ er til góđ lýsing á fundi hennar frá 1897 eftir Stefán Ţórarinsson:
Ţess skal ţá fyrst getiđ ađ ţessi stađur er rétt fyrir utan og ofan túniđ á Vađi á snöggu grasbarđi. Ţannig var variđ ađ utan af ţessu barđi hefi blásiđ, grasrótin og moldin, sem mun vera c. 3 kvartél á ţykkt ofan á aur. Svona hefur haldiđ áfram ađ blása upp ţar til komiđ var ađ beinunum, ţá lomu ţau í ljós. Auđvitađ sást ekki nema höfuđkúpan sem upp var komin, en ţegar grafiđ var svo sem 4-5 ţuml., og sumstađar ekki nema 2-3 ţuml., ţá komu öll beinin í ljós. Öll mannabeinin sáust bćđi tábein og fingur, nema hvađ ryfbein og hryggur var farin ađ fúna, ţar sem innýflin höfđu legiđ
Eftir ţví sem eg ţekki best til átta, ţá lág mađurinn frá há norđri til há suđurs, ţannig ađ höfuđiđ snöri suđur, en fćturnir norđur. Beinin lágu öll reglulega, og var auđ séđ, ađ viđ ţau hefđi aldrei veriđ átt. - Sverđ ţađ sem sumir segja ađ hafi fundist hef ég ekki getađ fengiđ áreiđanlegar sagnir um, enda hefđi ég best getađ trúađ, ađ ţađ vćri ósatt? En Björn á Vađi segiđ ţađ satt vera ađ ţar hafi fundist hnappar nokkuđ einkennilegir, en víst eru ţeir tapađir. Brjóstnálina fann eg af ţeirri ástćđu ađ ţegar ég sá höfuđkúpuna, ţá fór eg ađ grafa ţar niđur og fann eg ţá strax nálina hjá hálsinum.
Ég tók öll beinin saman og gróf ţau í sama stađ niđur, ţó nokkru dýpra. Ţess skal getiđ ađ barđiđ er ekki blásiđ lengra upp inneftir en rétt yfir beinin, svo fleiri bein geta ef til vil veriđ ţar. Sendi form. Forngripasafnsins mann hér austur ţá er ég jafnan reiđubúinn ađ gefa ţćr upplýsingar er ég get af ţessum fundi mínum.
Ţessi hringlaga nćla, sem er úr koparblöndu, er steypt og lokuđ ađ aftan međ plötu sem nál er fest á. Bronsplatan, sem hangir í keđjunum og sem á eru leifar af gyllingu, er međ skrautverki í Borróstíl. Nćlan, keđjurnar og axalaga plötu sem hanga á ţeim benda til stíláhrifa frá baltnesku löndunum eđa Rússlandi og ađ hún sé frá 10. öld. Svipađar nćlur finnast í Finnlandi, norđur í Ţrumu (Troms) í Norđur-Noregi, en finnast hins vegar ekki í sunnan- og vestanverđri Skandinavíu. Austrćnir hlutir finnast afar sjaldan ţar. Tvćr mjög líkar nćlur hafa fundist á Íslandi.
Baltneskir, rússneskir og finnskir gripir, sem finnast í Norđur-Noregi, eru jafnan tengdir samískri búsetu eđa verslun Sama á ţessum slóđum. Samar, sem áđur voru kallađir Lappar, hlutu ekki verđskuldađa athygli í fornleifafrćđinni fyrr en fyrir nokkrum áratugum, og ekki eru mörg ár síđan ţessi frumbyggjar Skandínavíu voru var nefndir í bókum um víkingaöldina. Ţjóđernisnćrsýni norrćnnar fornleifafrćđi og sagnfrćđi gerđi ţađ ađ verkum ađ hlutu Sama í menningu járnaldar gleymdist og ađ ţeir voru jafnvel taldir óćđri Skandínövum. Ţótt enn sé vinsćlt ađ sjá Sama í hlutverki náttúrubarnsins eru frćđimenn nú sammála um mikilvćgi ţeirra fyrir menningar- og verslunartengsl í Norđur-Skandinavíu á járnöld og miđöldum.
Verslunarhćfileika Sama könnuđust fyrstu landnemar á Íslandi vel viđ, enda margir ţeirra ćttađir úr nyrstu héruđum Noregs og voru jafnvel af samískum ćttum. Rannsóknir danska mannfrćđingsins Hans Christian Petersens í Ţjóđminjasafni sumariđ 1993 á beinum fyrstu Íslendinganna virđast eindregiđ benda til ţess ađ ţau tengsl kynni ađ vera meiri en t.d. Landnámabók getur um. Austrćnir gripir á Íslandi gćti ţví sýnt tvennt. Annars vegar verslunartengsl viđ Norđur-Skandínavíu, og hins vegar skyldleika Íslendinga viđ ţá sem ţar bjuggu.
Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.
Ítarefni:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland". Populations of the Nordic countries Human population biology from the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. Hćgt er ađ lesa greinin hér í pdf sniđi, en dálítinn tíma tekur ađ hlađa hana niđur.
Fornleifafrćđi | Breytt 2.5.2020 kl. 10:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir neđan allar hellur
24.9.2011 | 07:58
Fyrirhuguđ bygging Ţorláksbúđar í Skálholti er einkennilegt mál, sem sýnir ađ menn lifa kannski á öđrum tíma en umheimurinn. Framkvćmdin hefur veriđ kynnt eins og veriđ vćri reisa eftirgerđ af miđaldarkirkju frá tímum Ţorláks helga. Svo fer fjarri. Ţorláksbúđ var upphaflega byggđ áriđ 1527 og hefur ekkert međ 12. öldina ađ gera. Hún var byggđ eftir bruna Árnakirkju áriđ 1527, og ţá sem bráđabirgđaskýli yfir messuhald, búđ eđa kapella eins og húsiđ kallađist í heimildum og fékk hún síđar nafniđ Ţorláksbúđ.
Árni Kanelás Johnsen ţingmađur, sem hefur veriđ stórtćkur í endurgerđunum, segir ađ Gunnari Bjarnasyni smíđameistara Ţorláksbúđar hinnar nýju hafi veriđ brugđiđ ţegar skyndilega á lokastigi verksins hafiđ komiđ gagnrýni á verkefniđ:
Honum varđ ekki svefnsamt um nóttina eftir smíđar daglangt, en síđla nćtur dró hann miđa úr Mannakornum sínum, tilvitnunum í Biblíuna, og eftir ţađ sofnađi hann vćrt.
Hann fékk tilvitnun úr 9. kafla Fyrra Konungabréfs ţar sem segir ađ ţegar Salómon hafđi lokiđ viđ ađ byggja musteri Drottins vitrađist Drottinn honum í annađ sinn og sagđi (3. vers): Ég hef heyrt bćn ţína og grátbeiđni, sem ţú barst fram fyrir mig. Ég hefi helgađ ţetta hús, sem ţú hefur reist, međ ţví lćt ég nafn mitt búa ţar ađ eilífu og augu mín og hjarta skulu dvelja ţar alla daga."
Jeremíah minn, hallelúja og ammen, svo Gunnar Bjarnason, sem reyndar er afar fćr smiđur og hagur, smíđar á vegum Drottins. Gerđi hann ţađ líka ţegar hann smíđađi ćvintýrakirkjuna í Ţjórsárdal? Ţađ var endurgerđ kirkju á Stöng, sem ég rannsakađi sem fornleifafrćđingur, sjá hér, hér, hér og sér í lagi hér, en sem arkitektinn Hjörleifur Stefánsson, međ smiđinn Gunnar Björnsson í hirđ sinni, ákvađ ađ skrumskćla. Ég var útilokađur frá endurgerđinni og kirkja sú sem reist var er ein stór vitleysa frá upphafi til enda. Ég hef aldrei lagt blessun mína yfir hana, ţó ég viti mest um ţessa kirkju, og er árangurinn í raun draumórar eins manns, Hjörleifs Stefánssonar, sem oft hefur veriđ frekar stórtćkur í endurgerđunum sínum, stórum sem smáum, sjá dćmi um ţađ hér. Ekki var mér heldur bođiđ til vígslu Ţjóđveldiskirkjunnar í Búrfelli og sárnađi mér ţađ auđvitađ mjög.
Ég get gefiđ yfirsmiđnum og ţess vegna fyrrverandi forsćtisráđherra og ţeim sem borguđu fyrir kirkjuskömmina í Búrfelli tilvitnun í sálma og orđskviđi viđ hćfi, um svik og pretti. En ég leggst ekki svo lágt ađ leggja nafn Drottins míns viđ hégóma - og Ţorláksbúđ er heldur ekkert annađ en hégómi.
Sannast sagna, ţá finnast mér komnar of margar endurgerđir og "tilgátubyggingar" á Íslandi. Ísland verđur međ ţessu áframhaldi eitt stórt "fornminja-Disneyland". Betur hefđi ef til vill tekist til, ef fornleifafrćđingar hefđu getađ liđsinnt áhugamönnum um ţessar byggingar í stađ arkitekta.
Ef menn vilja endilega reisa "Ţorláksbúđ", vćri viđ hćfi ađ gera ţađ fjarri steinsteypukirkjunni, og búa međ tíđ og tíma til Skálholt Theme-Park", (Fornleifasafniđ í Skálholti), reisa ţar t.d. hina stóru miđaldakirkju, sem Hörđur heitinn Ágústsson teiknađi, reyndar allt of háa, enda var hann ţjóđernisrómantíker af gamla skólanum. En ţađ vćri hćgt ađ lćkka bygginguna og spara efniviđ. En öll svona verkefni eru auđvitađ draumórar, ţótt stundum geti veriđ gaman af ţeim.
Af myndinni ađ ofan má ćtla, ađ landnámsskjólukerlingin af mjólkurfernunum hér forđum sé enn í tísku.
Ítarefni: les hér.
Fornleifafrćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Herminjar
23.9.2011 | 05:02
Herminjar hafa ţví miđur ekki fengiđ verđskuldađa athygli á Íslandi. Á fundi ţjóđminjavarđa Norđurlandanna sem haldinn var í Borgarnesi áriđ 1995 lýsti Ţór Magnússon ţví blákaldur yfir, ađ á Íslandi vćru engar áhugaverđar herminjar, ţegar ţjóđminjaverđir hinna Norđurlandanna voru ađ rćđa ţađ sem dagsskrárliđ. Íslenskir fornleifafrćđingar hafa ţó á síđari árum samviskulega skráđ herminjar og rústir frá veru Breta og Bandaríkjamanna. Svo er líka alltaf veriđ ađ tala um Herminjasafn.
Hér skal hins vegar sögđ saga af "forngrip", sem enn er ekki 100 ára, en sem segir samt mikla og merkilega sögu.
Löngu áđur en ég fćddist bjó karl fađir minn um tíma í Keflavík eđa réttara sagt í Innri Njarđvík. Ekki var hann ţó Suđurnesjamađur, en hann fékk ekki lán í banka nema ađ hann lofađi ađ reka nýstofnađa heildverslun sína í Keflavík en ekki í Reykjavík. Bankastjórinn, sem setti ţćr einkennilegu reglur, hafđi eitt sinn veriđ í íslenska nasistaflokknum og honum leist víst ekkert á föđur minn, sem ćttađur var úr Niđurlöndum.
Pabba líkađi dvölin í Innri Njarđvík og Keflavík vel. Tók hann herbergi og bílskúr á leigu en eyddi líka miklum tíma á Vellinum, enda átti hann ţar marga vini međ svipađan bakgrunn og hann. Hann fór ţó öđru hvoru í rútu til Reykjavíkur, ţví ţar ţurfti hann ađ skipa upp innflutninginum og koma honum í verslanir í Reykjavík.
Pabbi var svo tíđur gestur á Keflavíkurflugvelli, eins konar Sloppy Joe, ađ hann fékk Fast Gestavegabréf Nr. 10. Vćnti ég ţess ađ Bjarni Ben og ađrir gestir á Vellinum hafi einnig átt Föst Gestavegabréf međ enn lćgri númerum en pabbi. Kannski á Björn Bjarnason enn skjöld föđur síns og eins ánćgjulegar minningar og ég frá Vellinum. Kannski á Björn Bjarna sjálfur svona skjöld? Oft hef ég velt fyrir mér, hvort konur ţćr sem kallađar voru "Kanamellur" í "Ástandinu", hafi ţurft ađ bera svona merki, ţegar ţćr fóru á völlinn.
Síđar, ţegar ég var ungur drengur, 1968-1974, kom ég mikiđ međ pabba upp á Völl, stundum hálfsmánađarlega. Ţađ voru menningarlegar ferđir.
Mér er sérstaklega minnisstćđ ein heimsókn. Viđ fórum ţá međ eldri manni, sem hét Schuster, sem vann á launaskrifstofu Vallarins, til ađ skođa rússneskar flutningavélar, sem leyft hafđi veriđ ađ millilenda á Íslandi á leiđ til og frá Kúbu. Viđ komumst mjög nćrri vélunum og viti menn, Rússarnir komu til okkar og voru hinir vinalegustu. Einn ţeirra hafđi greinilega gaman af börnum og gaf mér og öđrum dreng nokkur merki. Ég fékk t.d. litla brjóstnál međ mynd af Lenín sem dreng. Ungliđaprjón ţennan hélt ég mikiđ upp á og kenni honum oft um ađ ég gerđist sósíalisti um tíma. Ég notađi hann einnig sem vopn!: Í MH kenndi ungur stuđningsmađur Sjálfstćđisflokksins mér um ađ ég hefđi rćnt honum og fćrt hann suđur í Straum međ valdi ásamt öđrum. Hann ásakađi ýmsa um ţađ sama, áđur en hinir einu sönnu glćponar fundust. Ég tók ţetta vitanlega stinnt upp og stakk Lenínprjóni mínum í rass fórnarlambs mannránsins. Síđar var ţessi góđi mađur, sem ég stakk međ Lenín, m.a. lögreglumađur á Seltjarnarnesi, frćgur fyrir ađ sekta menn fyrir hrađaakstur, lögfrćđingur og eigandi súludansstađar, áđur en hann var allur. Blessuđ sé minning hans.
Ég finn ekki lengur Lenínnálina, en tel víst ađ ég hafi náđ henni úr rassi fórnarlambs mannrćningjanna. Var hún lítiđ notuđ eftir ţađ. Vegabréf pabba á Keflavíkurflugvöll geymi ég hins vegar eins og hvert annađ erfđagóss, og mun ţađ ganga í arf mann fram af manni, ţví aldrei veit mađur hvenćr mađur hefur not fyrir slíkan skjöld.
Lenínnál, sem mun hafa veriđ svokallađur Oktyabryonok pinni fyrir ungliđa, međ blóđi súludansstađareiganda, er kannski ekki hinn krćsilegast minjagripur ađ halda í. Ef ég finn hann, gef ég hann frekar Ţjóđminjasafninu, ţví hann tengist á óbeinan hátt einu furđulegasta glćpamáli sem upp kom á 8. áratug síđustu aldar, mannráni í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ, en ţađ er ekki fornleifamál.
Fćrsla ţessi birtist áđur hér og er nú örlítiđ betrumbćtt.
Fornleifafrćđi | Breytt 31.5.2022 kl. 02:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Stiklur úr sögu fornleifafrćđinnar á Íslandi - 1. hluti
21.9.2011 | 06:52
Saga fornleifafrćđinnar á Íslandi hefur óneitanlega stundum veriđ mjög átakasöm á síđustu áratugum og mun víst vera ţađ enn. Margir fornleifafrćđingar "börđust" um ţau fáu störf sem í bođi voru á Íslandi. Í eina tíđ var víst nóg ađ ţađ vćri einn fornleifafrćđingur (sjá mynd), ţó svo ađ hann vćri ekki einu sinni fullmenntađur í greininni. Hann bauđ fyrirmönnum međ sér ofan í kuml og ţađ var talin vera ágćtis fornleifafrćđi.
Enn fleiri fornleifafrćđingar eru nú á markađinum, en lítiđ er ađ gera hjá flestum eftir hiđ íslenska efnahagshrun, nema kannski hjá prófessornum í fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands. Hann er ekki einu sinni fornleifafrćđingur, heldur sagnfrćđingur. Kannski var kennsla í greininni viđ Háskóla á Íslandi tákn um ađvífandi vanda eins og í ţjóđfélaginu öllu.
Hér fylgir fyrsta umfjöllun mín međ sönnum sögum úr fornleifafrćđinni á Íslandi, og fjallar hún mest um ráđningar manna, en einnig um klíkuskap, ćttartengsl og kannski öfund og illgirni.
Sumir erlendir fornleifafrćđingar hafa haldiđ ţví fram, ađ íslenskir starfsbrćđur ţeirra leiki Sturlungaöld í frístundum sínum, og jafnvel öllum stundum. Ekki hafa menn ţó fariđ varkosta af ţví, ađ erlendir ađilar, sem hafa komiđ međ hendur fullar fjár til landsins og settu í fornleifarannsóknir sem nýst gátu ţeim sjálfum, hafi leikiđ lykilhlutverk í skálmöldinni. Saklausir af deilum í stétt fornleifafrćđinga eru heldur ekki kindugir karlar í öđrum greinum á Íslandi, sem sáu uppgang fornleifafrćđinnar sem samkeppni og hótun. Síđar mun ég greina frá Bandaríkjamanni nokkrum, sem hafđi í hótunum viđ íslenska fornleifafrćđinga. Ţađ er heldur ódćll fursti, sem sumir kollega minna eru enn í vasanum á.
Vegna hefđar á Íslandi, ţótti lengi vel ekkert ţví til fyrirstöđu ađ ráđa menn fyrir ćttartengsl, klíku, flokkatengsl og jafnvel vegna útlits, frekar en af verđleikum og verkum. Lengi vel var hćgt ađ fá vinnu viđ Ţjóđminjasafn Íslands án ţess ađ hafa lokiđ prófum, og jafnvel međ ţví ađ kalla sig eitthvađ sem mađur gat ekki stađfest međ vísun til prófgráđa eđa rannsókna viđ háskóla.
Er ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands áriđ 1993 fékk ég stöđu mína vegna tilskilinnar menntunar og reynslu. Afhenti ég prófskírteini og var dćmdur hćfastur umsćkjenda. Ég var glađur og hinir umsćkjendurnir leiđir eins og gengur. Enginn klíkuskapur eđa pólitík var međ í spilunum og fríđleiki minn er svo takmarkađur, ađ hann hefur örugglega ekki haft áhrif á stöđuveitinguna.
En eftir nokkra mánuđi í starfi var ég búinn ađ fá rćkilega nasaţefinn af ţeim hörmungum sem riđiđ höfđu yfir vegna ţess ađ ég var ráđinn, en ekki einhver annar gćđingur einhverrar klíku út í bć, og var ţađ ekki síst vegna ţess ađ ég var ráđinn í tíđ Guđmundar Magnússonar, sem á tímabili var settur Ţjóđminjavörđur vegna vandamála viđ rekstur og stjórnun Ţjóđminjasafns undir fyrri ţjóđminjaverđi. Hann átti ađ endurreisa safniđ, ţađ vildu margir ţeirra sem unnu ţar ekki, og hann fékk heldur aldrei ađ ljúka starfi sínu vegna pólitísks baktjaldamakks og einhvers innra óeđlis í Sjálfstćđisflokknum.
Háskóli Íslands átti sćti í Ţjóđminjaráđi, ţegar ég var beđinn um ađ setjast í fornleifanefnd. Mađur nokkur í úr háskólanum, sem kominn var út af hreinskyldleikarćktuđu slekti Hriflu Jónasar, ţótti auđvitađ mesta óhćfa ađ vera ađ setja vel menntađan fornleifafrćđing í Fornleifanefnd og vildi fá annan umsćkjanda, sem ekki hafđi lokiđ sérlega löngu námi frá Svíţjóđ, ţó ţađ vćri ekki í réttri grein. Samt varđ nú ofan á, ađ ég varđ nefndarmađur, en fannst ég ekki sérlega velkominn, ţví formađurinn, prófessor í lögfrćđi viđ HÍ, var ekki vanur ţví ađ menn spyrđu erfiđara spurninga í opinberum nefndum. Ţađ átti ég nefnilega til.
16. janúar áriđ 1995 rennur í gegnum faxvél Ţjóđminjasafnsins póstfax frá Póst og Símastöđ 1 í miđbć Reykjavíkur. Faxiđ var frá NN og innihaldiđ sést hér. Ţarna voru komnar tregafullar vísur og hálfkveđnar, ţar sem ýmislegt var gefiđ í skyn, og töldu fróđir menn ţessu vera beint ađ minni persónu. Mér var mikiđ skemmt.
Töldu enn fróđari menn, ađ NN vćri mađur, sem enn vćri ekki búinn ađ ná sér eftir ráđningu mína viđ Ţjóđminjasafn Íslands. Ég skildi ekkert í ţessum ćsingi manna. NN, sendi m.a. ţetta
Gott er ađ toga titla
Sem telja menn kannski fulllitla
Ég veit fyrir satt
ađ ţeir vaxa mjög hratt
ef fariđ er viđ ţá ađ fitla
höfundur er óţekkur
Ţarna var veriđ ađ gefa í skyn ađ einhver starfsmađur Ţjóđminjasafnsins vćri međ falsađa pappíra upp á vasann, sem er auđvitađ mjög alvarleg ásökun, enda ţorđi NN ekki ađ koma fram undir nafni.
Ţó fornleifanefndin sé fyllt hef ég séđ
Fjölmargan á henni galla
Einkum ţann helstan ađ ekki er hún međ
öllum Mjalla
höfundur er óţekkjanlegur
Ţegar fariđ var ađ rannsaka, hver ţessi tregafulli mađur, NN , var, kom fljótlega í ljós, ađ rithönd mannsins vćri sú sama og arkitekts nokkurs sem hafđi starfađ mikiđ fyrir Ţjóđminjasafniđ og ţegiđ ţađan stóran hluta af lífsviđurvćri sínu. Borin var saman skrift ţess manns og NN, og kom í ljós ađ ţetta var einn og sami mađurinn. Vísurnar töldu sumir, ađ mágur hans hefđi samiđ, enda er hann ţjóđfrćgt skáld, sem meira ađ segja ólst upp í Ţjóđminjasafninu. Fyrrum íbúar safnsins voru enn ađ skipta sér ađ ráđningum manna ţar á bć.
Ţar sem fornleifafrćđingar á Íslandi kalla ekki allt ömmu sína, gleymdi ég ţessu fljótlega, enda starf mitt mikiđ og enga hafđi ég fengiđ starfslýsingu, vegna deilna um ţađ á efri hćđum samfélagsins. Ég vissi einnig, ađ í ţessu máli gilti ţađ fornkveđna: Margur heldur mig sig, og skal ţađ skýrt hér:
NN, og kona hans, unnu nefnilega áriđ 1994 til verđlauna fyrir handverk sem ţau afhentu reynsluverkefni sem bar einmitt nafniđ Handverk. Ţau hjónin fegnu verđlaunin fyrir ţjóđlegasta hlutinn, og Vigdís Finnbogadóttir forseti afhenti ţeim ţau međ mikilli viđhöfn. Handverksstykki ţeirra hjóna bar heitiđ Amma ćsku minnar, og var ţađ peysufatakerling međ spangargleraugu og prjónađa vettlinga. Sú gamla hékk í gormi. Ţegar var togađ í pilsfaldfaldinn á henni, sveiflađu hún englavćngjum sínum. Samkvćmt verđlaunatilkynningu var hún úr íslensku birki, rođskinni, ull, endurnýttum pappír og o.fl.
Einn galli var bara á gjöf Njarđar, en hann var sá, ađ amma ćsku ţeirra var ekki eins frumleg og ţjóđleg hugmynd og dómnefndin áleit, ţví ţetta var stolin hugmynd. Frekar ţjófleg en ţjóđleg.
Á verkstćđi fyrir fatlađa í Wuppertal í Ţýskalandi hafđi í nokkur ár veriđ framleiddur Dragenflieger, sem kunni sams konar kúnstir og amma herra og frú NN. Fyrirtćkiđ Wupper Exquisit Betrieb í Wuppertal var ađ vonum ekki ánćgt međ ţennan hugmyndastuld, og aldrei varđ neitt úr framleiđslu ömmunnar, ţó svo ţađ hafi stađiđ til. Pappírarnir voru nefnilega ekki í lagi, skírteinin ekki rétt útfyllt, fjölmargir voru á málinu gallar og virtist sem einhver hefđi veriđ ađ fitla. Lögfrćđingur taldi öruggt ađ Íslendingar vćru ađ rćna hugmynd verndađs verkstćđis í Ţýskalandi.
Skáldmćltur mađur í stétt fornleifafrćđinga, sem er hiđ mesta hrákaskáld ađ mínu mati, sendi mér eftirfarandi ambögu, ţegar hann frétti af umbreytingu Herr Dragenfliegers í norđlenskt kerlingarhró af Svarfdćlakyni:
Af hverju ţetta pískur
ţótt afi hann sé ţýskur.
Hann fer oft í schkúf og peysu,
vekur međ ţví mikla hneisu.
Um daginn fékk hann prísa
fyrir ađ vera schkvísa,
hann var algjört Favorít
enda ein bischen Transvestit
Fornleifafrćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Barbara í Kapelluhrauni
20.9.2011 | 07:42
Árin 1950 og 1954 rannsakađi Kristján Eldjárn litla kapellurúst í svokölluđu Kapelluhrauni sunnan viđ Hafnarfjörđ. Hann skrifađi um ţađ grein í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags 1955-56, "Kapelluhraun og Kapellulág" og síđar í bók sína Hundrađ ár í Ţjóđminjasafni.
Löngu síđar fóru menn ađ ryđja allt svćđiđ sunnan Reykjanesbrautar gegnt álverinu í Straumsvík, ţar sem kapellan liggur. Ţá voru brjáluđ áform um ađ stćkka áveriđ sunnar Reykjanesbrautar. Allt var reyndar sléttađ áđur en tilkynnt var um hinn mikla framkvćmdavilja. Međ jarđýtum og dýnamíti hefur landslaginu ţarna veriđ breytt í auđn, eins og eftir tvćr sćmilegar kjarnorkusprengjur. Á síđustu mínútu í ćđinu mundu menn eftir blessađri kapellunni, sem ţarna stóđ, og björguđu henni frá iđnvćđingunni. Hún stendur nú eftir á hraunstalli í miđri auđn íslenskrar ónáttúru, eins og ljót minning um mannsins skammsýni.
Fátt er reyndar fornt viđ ţá kapellu, sem nú má finna viđ Reykjanesbrautina, nema stađsetningin. Um er ađ rćđa uppgert nútímamannvirki (frá ţví á sjöunda áratug 20. aldar), hlađiđ međ öđru lagi en upphaflega og á í raun lítiđ skylt viđ ţá rúst sem Kristján Eldjárn rannsakađi og teiknađi. Kaţólskir menn á Íslandi hafa svo komiđ fyrir líkneski af heilagri Barböru úr bronsi í rústinni.
Hrauniđ, ţar sem kapellan er, hefur veriđ nefnt Kapelluhraun, en áđur var ţađ kallađ Bruninn, og enn fyrr Nýjahraun, eftir ađ ţar rann hraun á 12. öld (á tímabilinu 1151-1188). Viđ nýhlađna kapelluna hefur veriđ hamrađ niđur staur međ merki sem upplýsir ađ ţarna sé ađ finna riđlýstar fornminjar.
Merkasti forngripurinn sem Eldjárn fann í kapellunni var brot af líkneski af heilagri Barböru frá miđöldum, 3.3 sm ađ lengd (sjá mynd ađ ofan, ljósm. VÖV). Löngu síđar setti ég ţetta líkneski í samhengi viđ heimssöguna og sýndi fram á uppruna ţess í Hollandi, sem og aldur ţess. Líkneskiđ er ćttađ frá borginni Utrecht, ţađan sem föđurmóđir mín var ađ hluta til ćttuđ, og er gert í pípuleir (bláleir). Mjög lík líkneski hafa fundist í Utrecht. Skrifađi ég grein um uppgötvun mína ađ beiđni Kristjáns Eldjárns í Árbók. Ég uppgötvađi reyndar uppruna líkneskisins eftir ađ fađir minn heitinn keypti handa mér yfirlitsrit um fornleifafrćđi í Hollandi, ţar sem var ađ finna ljósmynd af hliđstćđu Barböru í Kapelluhrauni.
Barbara var píslarvottur, sem samkvćmt helgisögum var uppi í lok 3. aldar e. Kr.. Hún var heiđingi sem gerst hafđi kristin á laun. Fađir hennar gćtti meydóms hennar vel og lćsti hana inni í turni eins og gerđist á ţessum tímum. Ţađ skipti ekki miklu máli, ţví hún hafđi heitiđ ţví ekki ađ giftast eftir ađ hún gerđist kristin. Eitt sinn er fađir hennar fór í reisu lét hann byggja fyrir dóttur sína bađhús. Međan hann var í burtu, lét Barbara setja ţrjá glugga í bađhúsiđ, í stađ ţeirra tveggja glugga sem fađir hennar, heiđinginn, hafđi fyrirskipađ. Hinir ţrír gluggar Barböru áttu ađ tákna hina heilögu ţrenningu. Ţegar fađir Barböru kom úr ferđalaginu sleppti hann sér og ćtlađi ađ höggva dóttur sína međ sverđi. Bćnir Barböru urđu til ţess ađ gat kom á veggin á turni hennar og hún flýđi út um ţađ upp í gil eitt nálćgt. Seinna náđu vondir menn henni og hún var pínd og loks hálshöggvin af föđur sínum, ţegar heiđingjarnir voru búnir ađ fá sig sadda af alls kyns kraftaverkum sem áttu sér stađ í dýflissunni.
Hér má lesa ágćta samantekt um kapelluna í Kapelluhrauni, sem er skrifuđ af rannsóknarlögreglumanni sem dreif sig í fornleifafrćđinám viđ HÍ. Ég leyfi mér ađ sekta "fornleifalögguna" fyrir ađ gleyma einni grein viđ yfirferđina um kapelluna. En hann lćrđi í HÍ, svo viđ sláum ađeins af sektinni, svo hann fari ekki á Hrauniđ, ţví í HÍ má ekki nefna suma íslenska fornleifafrćđinga á nafn eins og hér greinir.
Fornleifafrćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Líkţrái biskupinn í Skálholti
19.9.2011 | 16:26
Jón
nokkur var biskup í Skálholti frá 1406 til 1413. Afar lítiđ er vitađ um ţennan Jón, nema ađ hann var hinn fjórđi međal Jóna (Jóhannesa) á biskupsstóli í Skálholti. Í síđari heimildum var hann oft nefndur Jón danski. Hann var einn af fyrstu dönsku embćttismönnunum á Íslandi. Áđur en ţessi Jón hneppti Skálholtsstól hafđi hann veriđ ábóti í Munkalífi í Björgvin, sem var eitt ríkasta klaustur Noregs. Ţegar Jón var kominn til Íslands reiđ hann vísitasíu norđur um land, ţar sem honum var vel tekiđ. Mikiđ meira en ţetta er nú ekki vitađ um blessađan Jón.
Viđ vitum einnig, ađ Jón hefur líklega ekki gengiđ heill til skógar, og vćntanlega hefur hann ţví veriđ sendur til Íslands til ađ deyja drottni sínum međ Íslendingum. Hann var holdsveikur og dó á biskupsstóli áriđ 1413. Í páfabréfi frá 24. júlí 1413, sem Jóhannes XXIII páfi ritađi biskupinum í Lýbíku (Lübeck), er meginefniđ veikindi Jóns biskups á Íslandi. Páfi bađ biskupinn í Lübeck um ađ grennslast fyrir um hvort presturinn Árni Ólafsson, sem síđar varđ biskup í Skálholti, vćri nothćfur til ađ hafa andlega og veraldlega forsjá međ ţeim söfnuđi á úthafseyju , sem mćlt sé ađ fyrirfinnist á enda veraldar" Samkvćmt bréfi páfa var Jón yfirkominn af sjúkdómnum, og hold hans og bein hrundu af fótum og höndum.
Förum nú hratt yfir sögu. Áriđ 1879 fundu menn innsiglisstimpil í jörđu í Árósi í Danmörku. Innsiglisstimpillin hafđi tilheyrt Jóni biskupi í Skálholti. Á innsiglinu mátti lesa ţetta:
+ SIGILLU: IohIS: [DEI:GRA:EPIS] COPI:SCALOT
Enginn Íslendingur frétti af ţessu innsigli áđur en ég gerđi ţađ skömmu eftir ađ ég hóf nám í fornleifarfrćđi viđ háskólann í Árósi áriđ 1980. Ég hafđi samband viđ Kristján Eldjárn forseta Íslands og ritstjóra Árbókar Hins íslenzka Fornleifafélags, (ţegar enn var stíll var yfir ţví riti), og hann hvatti mig umsvifalaust til ađ skrifa grein um innsigliđ, sem má lesa hér.
Eftir langa og lćrđa skýringu á ţví hvađa Jón hefđi getađ átt innsigliđ, komst ég ađ ţeirri niđurstöđu ađ innsiglisstimpill ţessi hefđi tilheyrt Jóni hinum fjórđa í Skálholti og ađ hann hefđi líklega veriđ ađ ćttinni Finkenow. Ćttmađur Jóns, Nikulás (Niels), hafđi veriđ erkibiskup í Niđarósi. Niels var illa ţokkađur af Norđmönnum. Rćndi hann dýrgripum kirkjunnar ţegar hann hvarf frá Niđarósi. Upphaflega var ţessi Finkenow fjölskylda komin sunnan úr Ţýskalandi til Danmerkur.
Síđar hef ég hallast meira ađ ţeirri skođun, sem ég viđra ađeins í greininni, ađ líklegast hafi ţessi stimpill veriđ gerđur af óprúttnum náungum sem ćtluđu sér ađ misnota nafn Jóns Skálholtsbiskups í Danmörku. Líkţráir menn eru oft misnotađir.
Nýlega fann ég, í gömlum pappírum, möppu međ gögnum sem ég vinsađi ađ mér ţegar ég skrifađi mína fyrstu grein í fornleifafrćđinni. Ţar var líka ađ finna ţetta bréf frá dr. Kristjáni Eldjárn, sem ég varđ ţeirrar ánćgju ađnjótandi ađ kynnast. Hann bauđ mér ţrisvar sinnum heim til sín í morgunkaffi snemma á sunnudagsmorgnum ţegar ég var á Íslandi yfir sumarmánuđina. Hann útvegađi mér einnig vinnu viđ fornleifauppgröft međ einu símtali. Hann hvatti mig til ađ rita tvćr fyrstu greinar mína fyrir Árbók Fornleifafélagsins og til ţess ađ sćkja um fjármagn til ađ hefja fornleifarannsóknir í Ţjórsárdal.
Áđur birt hér 30.7.2009, birt hér stytt međ betrumbćtum.
Fornleifafrćđi | Breytt 8.10.2021 kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)