Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012
Örvarodds saga
26.1.2012 | 18:36
Adolfi Friđrikssyni fornleifafrćđingi var eitt sinn faliđ ţađ vandasama verk ađ sjá um endurútgáfu hins merka verks Kristjáns Eldjárns Kumls og Haugfjár, sem kom út áriđ 2000.
Ţví miđur var mikiđ af ţeirri vinnu sem átti ađ bćta viđ ágćtisverk Kristjáns Eldjárns óttalega illa unnin og sýnir ađ ţeir sem ađ bókinni stóđu hafa ekki haft mikla ţekkingu á ţví sem ţeir voru ađ vinna međ. Kuml og Haugfé var reyndar velskapađ barns síns tíma áriđ 1956, gott rit miđađ viđ ađ Kristján Eldjárn hafđi ekki lokiđ námi í fornleifafrćđi í Danmörku, en viđbćtur í endurútgáfunni, sem ekki eru frá hans hendi, eru afar ţunnur ţrettándi.
Fyrir áramót sagđi ég frá kingunni sem týnst hafđi eftir ađ bók Eldjárns kom út í fyrsta sinn. Ekki var ađ finna stafkrók um ţađ hvarf í nýju útgáfunni áriđ 2000.
Í fyrstu útgáfu Kumls og Haugfés sem kom út áriđ 1956 er afar stutt og látlaus lýsing á ţeim örvaroddum sem til voru á Íslandi á ţeim tíma. Viđ ţađ var eiginlega litlu ađ bćta, nema um einn grip sem fannst á Stöng áriđ 1939 og sem haldiđ var fram ađ vćri örvaroddur. Miklu líklegra er ađ gripurinn sé hnífur enda blađiđ of flatt til ađ geta veriđ oddur sem léti af stjórn.
Einnig er greint frá "sérkennilegum örvaroddi, sem fannst viđ fornleifarannsóknirnar í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, sem sćnski fornleifafrćđingurinn Elsa Nordahl fjallađi um í bók sem hún gaf út um rannsóknir sínar. Nordahl taldi sig ekki ţekkja neinn slíkan örvarodd. Adolf Friđriksson leitađu ţví til tveggja manna sem mikiđ hafa rannsakađ örvarodda í Svíţjóđ og á Hörđalandi í Noregi, en ekki könnuđust ţeir viđ svona V-laga örvarodda samkvćmt upplýsingum í neđanmálsgrein.
Sérfrćđingarnir ţessir hafa reyndar fyrst og fremst sérhćft sig í örvaroddum sem voru vopn, en margir örvaroddar voru ekki ćtlađir til ţess ađ drepa fólk og slíkir örvaroddar finnast ţá sjaldnar í kumlum. V-laga örvaroddar eru ekki óţekktir. Ţeir hafa fundist á Bretlandseyjum, í Úkraínu, Asíu og međal Samójeđa í Síberíu, fjarskyldra frćnda Sama í Skandinavíu. Samúrćar í Japan hafa einnig notađ álíka örvarodda. Ţeir finnast víđa í Asíu.
Svona oddar voru hentugir til ađ drepa stóra bráđ, t.d. sel eđa hreindýr og hirti. Ţetta hefđi Adolf Friđriksson líklegast vitađ, hefđi hann stundađ rannsóknir á haugfé og efnislegri menningu áđur en hann tók viđ ritstjórn Kumls og Haugfjár.
Adolf Friđriksson áriđ 1994, ţegar hann hélt ađ íslenskur jarđvegur hefđi ţann kost fram yfir jarđveg annars stađar heiminum ađ ekki félli á silfur sem lenti í honum fyrir hundruđum ára. Lengi hef ég óskađ ţess ađ Adolf gćfi nánari skýringar á ţví fyrirbćri, í stađ ţess ađ ţykjast vitrari en kennari viđ háskólann í London ţar sem hann hafđi lćrt. En engin svör komu viđ ţví frekar en mörgu öđru í endurútgáfu Kumls og Haugfjár.
Forngripir | Breytt 9.12.2021 kl. 17:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík anno 1862
25.1.2012 | 17:59
Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús.
Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.
Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskarlinum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti An awkward Predicament". Ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.
Ítarefni: Meira af ţessum skemmtilegu myndum frá Íslandsdvöl Taylors hér.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 13.7.2022 kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4. getraun Fornleifs
22.1.2012 | 12:42
Hvađ sýnir ţessi mynd? Hvar og hvenćr birtist hún upphaflega? Ţetta er einfalt og létt. Myndina er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á hana tvisvar til ţrisvar sinnum.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Negrinn á fjölinni
20.1.2012 | 12:50
Nýlega skrifađi mér gamall skólafélagi minn úr MH, sem ég hef ekki séđ eđa heyrt í síđan hann bauđ mér í fisk og heimspekilega umrćđu á Hard Rock Café í Kringlunni hér um áriđ. Hann spurđi mig út í ţađ hvađ ég hafđi fyrir mér í ţví ađ ein af vangamyndunum á fjöl Dađa Dalaskalla í Ţjóđminjasafninu vćri "blámađur"*. Ţađ var vitaskuld góđ spurning og ég svara honum ekki fyrr en nú en ađ vel athuguđu máli.
Sumariđ 1999, nánar tiltekiđ 10. júlí, birtist síđari hluti greinar sem ég ritađi um ţrćlasala í Norđurhöfum. Ţar var međal annars greint frá Kólumbusi og íslenskum sveinum í Birstofu (Bristol) og leiđrétti eina af mörgum meinlokum í verkinu Saga Íslands. Ţennan síđari hluta frásagnar minnar kallađi ég Fjöl Dađa Dalaskalla. Greinin fjallar m.a. um útskorna eikarfjöl sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands og sem er greinilega frá síđari hluta 15. aldar, en taliđ er ađ Dađi Arason, kallađur Dalaskalli, hafi átt og brúkađ hana sem rúmfjöl. Dađi veriđ uppi ca 1425-1502.
Fjölin er úr eik og ađ öllum líkindum frá Spáni eđa Portúgal. Lesa má um hana hér og hér
Svo svarađ sé spurningu heimsspekingsins á Hard Rock, var ég auđvitađ leiddur af skođun ţess sem upphaflega skrifađi um fjölina og taldi vangamyndina af blámanni*. ţegar hún kom fyrst á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1881. En ađ betur athuguđu máli í kjölfar spurningar skólafélaga míns, er ég enn pikkfastur á ţeirri skođun ađ listamađurinn sem skar ţessa fjöl hafi veriđ ađ skera út mynd af negra (svörtum Afríkumanni eđa svokölluđum svertingja/ blámanni).
Allir ţeir sérfrćđingar sem ég hafđi samband viđ á söfnum ţegar ég skrifađi fyrst um fjölina voru líka á ţeirri skođun. Zigzag mynstriđ í hári vangamyndarinnar tel ég ađ sé tilraun til ađ sýna stífhrokkiđ hár. Viđ sjáum ţví miđur ekki hár hinna, betur klćddu mannanna, á vangamyndunum, en englarnir á hinni hliđ fjalarinnar eru t.d. međ liđađ hár og ekki er ţađ skoriđ út í neinni líkingu viđ hár hins meinta negra.
Negri Francis Drakes
Einhvern tíma á tímabilinu 1586-1588 gaf Elísabet I Englandsdrottning Sir Francis Drake verđmćtan skartgrip, sem enn er til og er kallađur The Drake Jewel. Gripur ţessi ber m.a. cameo-vangamynd úr lagskiptum sardonyx-agatsteini af negra og hvítum manni.
Steinninn hefur veriđ skorinn ţannig ađ vangamynd negrans er skorinn í efsta lag steinsins og á bak viđ hann grillir í hvítan mann, sem skorinn er í hvítt lag steinsins. Á bakhliđ skartsins er smámynd máluđ af Elísabetu drottningu og neđan úr ţessu stóra skreyti hangir stór og mikil perla. Til eru málverk af ţrćlasalanum Francis Drake frá lokum 16. aldar ţar sem hann ber ţennan skartgrip.
Skođum steininn međ negramyndinni. Uppruni hans og aldur er ekki ţekktur og gćti hann hćglega veriđ eitthvađ eldri en hinn mjög svo samsetti skartgripur sem Elísabet I gaf Francis Drake. En vangamyndinni á cemeo steininum svipar mjög til vangamyndarinnar á rúmfjöl Dađa Dalaskalla. Hálslíniđ og hnúturinn eru af sama meiđi og á húfulausa manninum á fjöl Dađa Dalaskalla.
Hvort myndin sýnir afríkanskan höfđingja/konung eđa ţrćl er svo annađ mál. En hugsanlega er hér kominn einn af ţeim konungum Afríku sem Portúgalar höfđu samskipti viđ í lok 15. aldar. Samskipti nýlenduţjóđanna einkenndust ekki alltaf af fordómum og gegndarlausri grćđgi. Síđar, á 17 öld kom til dćmis sendiherra konungsins af Kongó, Don Miquel da Castro til Lissabon til ađ tala máli herra síns. Hann fór síđar til Brasilíu og Hollands og var hann málađur í Brasilíu og er málverkiđ ađ finna á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.
*Vegna kjánalegrar pólitískrar rétthugsunar og almennrar hysteríu á Íslandi má nú orđiđ varla nota orđiđ negri eđa blámađur. En ég sé ađ ţessi orđ eru enn í íslenskum orđabókum, án ţess ađ ţau séu útskýrđ ţar sem fordómar eđa rasismi.
Ljósmyndirnar af fjölinni voru teknar af höfundi, en ekki Ívari Brynjólfssyni eins og ranglega var hermt í greininni í Morgunblađinu forđum. Hann tók mynd af fjölinni í einu lagi sem ekki var notuđ í greininni.
Ítarefni.
Sjá einnig pistla mína um sögu svarta mannsins á Íslandi; Svart fólk á Íslandi I, II og III.
Forngripir | Breytt 2.5.2020 kl. 10:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Helstu forminjar í Danmörku áriđ 2011
14.1.2012 | 16:57
Í Danmörku er orđin til hefđ fyrir ţví ađ velja merkilegustu fornminjarnar sem finnast í jörđu ár hvert. Kulturarvsstyrelsen (sama sem Fornleifavernd og Húsafriđunarnefnd), sem eftir samleggingar og sparnađ hefur hlotiđ heitiđ Kulturstyrelsen nú eftir áramótin, gefur út ţennan lista, en ekki eru menn alltaf sammála honum eins og gengur.
Til helstu funda í Danmörku í fyrra telst rannsókn á grafreit frá víkingaöld viđ Tĺstrup í útjađri Stórkaupmannahafnar. Ţar fundust međal mannabeinanna risavaxinn "víkingur" sem hefur veriđ um 1,92 m. á hćđ. Birt var mynd af beinum handar ţessar víkings viđ hliđina á feitri hönd nútímakonu međ sorgarendur undir nöglunum. Sláninn í Tĺstrup hefđi komist í körfuknattleikslandsliđ Dana, ef ţađ hefđi veriđ til á víkingaöld, en vart veriđ til annars nothćfur en ađ hengja skinkur og bacon upp í rjáfur.
Lokiđ var viđ ađ byggja yfir Jalangurssteinana áriđ 2011, sem ég greindi frá fyrr, og myndirnar hér fyrir ofan og neđst tók ég um jólin af meistaraverkinu. Fornleifur er kvćntur afkomanda Haraldar blátannar, Gorms og Týru og var ţví um jólin á Jótlandi. Fór hann og skođađi fornminjarnar il ađ liđka um fyrir öndinni sem innbyrt hafđi veriđ daginn áđur.
Fornleifi finnst vel hafa tekist til međ yfirbyggingu steinanna ţegar upp er stađiđ. Jalangurssteinarnir voru einnig á lista yfir 10 merkilegustu fornminjarnar í Danaveldi áriđ 2011. Fyrir framkvćmdirnar viđ yfirbyggingu steinanna var svćđiđ í kringum ţá rannsakađ. Ţá kom í ljós, ef trúa má fornleifafrćđingum, ađ steinarnir tveir hafi aldrei veriđ fćrđir til síđan á Víkingaöld, andstćtt ţví sem áđur var taliđ. Ţađ ráđa menn međal annars af ţví ađ steinarnir sitja enn á steinsökklum sem eru gamlir og óhreyfđir. Miđađ viđ miđur fallegar vinnuađferđir fornleifafrćđinganna sem bera ábyrgđ á rannsóknum í Jelling á síđari árum, leyfir Fornleifur sér ađ taka ţessa niđurstöđu međ varúđ ţangađ til ég sé rannsóknarniđurstöđurnar birtar á prenti.
Ekki eru hlutfallslega fleiri fornleifarannsóknir eđa -fundir í Danmörku en á Íslandi (miđađ viđ íbúafjölda landanna). En sá grunur lćđist ađ Fornleifi, ađ erfitt verđi ađ velja 10 bestu fornleifarannsóknir á Íslandi áriđ 2011 ţegar fornleifarannsóknirnar allar merja ekki einu sinni tuginn á árinu sem var ađ líđa. Of margir fornleifafrćđingar, m.a. vegna kennslu í fornleifafrćđi viđ HÍ, var ein birtingarmynd hrunsins á Íslandi. Allt í einu datt mönnum í hug ađ mennta tugi fornleifafrćđinga.
Ţess vegna er nú gott ađ ţađ er ađeins eitt fornleifablogg... og međan ég man, nú er Forseti Íslands og frú í leikhúsinu međ Margréti Ţórhildi Danadrottningu, sem er međ pungapróf í fornleifafrćđi upp á vasann.
Fornleifar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Feneyjaskál
12.1.2012 | 07:27
Oft er ekkert vitađ um uppruna gripa eđa aldur. Dćmi eru einnig um ađ góđir gripir í söfnum sem er sagđir úr eigu landskunnra manna geti međ engu móti hafa tilheyrt ţeim, ţar sem gripirnir eru miklu eldri eđa oftast yngri en persónan sem talin er hafa átt ţá. Ţannig er ţessu til dćmis fariđ međ skálina sem hér sést á myndinni. Ţegar hún kom á Forngripasafniđ (síđar Ţjóđminjasafniđ) áriđ 1899 og fékk númeriđ Ţjms. 3393, skrifađi Sigurđur Vigfússon svo um gripinn:
,,Kér úr postulíni (porselín) ţađ er eginlega međ forngrísku lagi, skálin flöt 4 3/4 ţuml. í ţvermál, og međ lágum fćti eđa stétt undir er slćr sér út ađ neđan: ađ innan er skálin hvít, en ađ utan er kériđ alt međ kaffibrúnum rósahríslum ţó mjög einkinnilegum, og ţannig er kériđ alt fallegt, og ólíkt samskonar gripum frá vorum tímum. Kériđ er ţunt og postulíniđ mjög gagnsćrt, er ţví af ţví vandađasta (fínarte). Kér ţetta hefir átt Stađarhóls Páll, hann er nafnkéndur mađr sem kunnugt er, hafi ţađ ávalt haldist í ćttinni sem minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í Akureyum í Breiđafirđi: Ţetta kér hef eg átt, og gaf fađir minn mér ţađ, og sagđi föđur sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föđr Jóni, og svo framvegis hver ţeirra forfeđra fram af öđrum, ađ kériđ vćri frá Stađarhóls Páli, og ađ hann hefđi átt ţađ. Ţannig hefir keriđ geimst sem uppáhaldsgripir í ţessari ćtt, ţar ţađ er kunnugt ađ séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg komin af Stađarhóls Páli. Páll lifđi á 16 öld."
Páll Jónsson, sem er best ţekktur sem Stađarhóls-Páll, um 1534-1598 var sonur Jóns Magnússonar ríka á Svalbarđi og Ragnheiđar á rauđum sokkum. Hann var sýslumađur og bjó m.a. á Stađarhóli í Dalasýslu en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit. Páll nam í Munkţverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamađur á sinni tíđ og ţótti heldur harđdrćgur í viđskiptum. Hann kvćntist Helgu Aradóttur sem var dóttir Ara sonar Jóns biskups Arasonar.
En setjum punktinn viđ Pál hér, ţví hann átti alls ekki skálina, sama hve lögfróđur og harđdrćgur hann var. Skálin sú arna er nefnilega ekki úr postulíni og getur ekki hafa veriđ í eigu Páls, ţví hún er frá lokum 17. aldar eđa byrjun ţeirrar 18., ađ ţví er fremstu sérfrćđingar telja.
Fyrir alllöngu ţegar ég tók fyrst eftir skálinni á Ţjóđminjasafni Íslandi, undrađi ţađ mig mjög ađ skálin vćri skráđ sem postulín, ţví hún var greinilega ekki úr postulíni. Nýveriđ sendi ég ljósmynd af skálinni til sérfrćđinga í gleri viđ British Museum og á glersafninu í Feneyjum, dr. Aileen Dawson og Vladimiro Rusca. Ţau eru sammála um ađ skálin sé frá ţví rétt fyrir eđa eftir 1700. Skálin er hugsanlega gerđ í Feneyjum en einnig getur komiđ til greina ađ hún hafi veriđ gerđ í öđrum löndum.
Skálin er gerđ úr svokölluđu mjólkurgleri, lattimo eđa laterolo sem fariđ var ađ framleiđa í Feneyjum (Murano) ţegar á 15. öld. Slíkt gler var einnig kallađ porcellano, ţví í upphafi var ţetta hvíta gler búiđ til til ađ líka eftir dýru, kínversku postulíni sem barst til Evrópu. Ţví er engin furđa ađ menn hafi ruglast á ţessu og postulíni. Síđar voru gripir úr lattimo-gleri framleiddir í mörgum öđrum löndum, m.a. á Spáni og í Sviss á 18. öld.
Samkvćmt Vladimiro Rusca á Museo del Vetro di Murano, var skálin handblásin og gerđ međ ţví ađ mjólkurglermassinn var rúllađur á járn- eđa koparplötu ţar sem á hafđi veriđ stráđ litlum brotum af lituđu gleri, í ţessu tilviki rauđu. Ţessi brot voru svo brćdd og unnin inn í hvíta glermassann. Glersérfrćđingurinn Vladimiro Rusca telur einnig ađ kristöllum, sem sjást á yfirborđi glersins, hafi veriđ stráđ í hvítan massann áđur en skálin var blásin.
Reyndar er ekki útilokađ ađ skálin hafi veriđ gerđ í Hollandi. Međal gyđinga sem fluttu til Hollands á 17. öld voru margir glermeistarar. Í hverfum gyđinga viđ Waterlooplein í Amsterdam og Rozenstraat i hverfinu Jordaan, ţar sem langafi minn bjó á tímabili, voru glerverkstćđi, t.d. Rósirnar tvćr (De Twee Rozen) sem rannsakađ var af fornleifafrćđingum áriđ 2006 (sjá hér). Ţar voru fyrst og fremst framleiddar perlur. Indíánar voru ólmir í glerperlur frá Amsterdam og Hollendingar keyptu Manhattaneyju fyrir lítinn poka af slíkum perlum. Skálin hér fyrir neđan, sem fannst viđ fornleifarannsóknir í gyđingahverfinu í Amsterdam, er frá 17. eđa 18. öld og gćti veriđ hollensk. Hún er gerđ međ sömu tćkni og skálin á Ţjóđminjasafni.
Sem sagt, skálin sem ranglega var eignuđ Stađarhóls Páli, er úr gleri en ekki postulíni, og var kominn tími til ađ leiđrétta ţađ.
En merkilegast ţykir mér ađ svona góđur gripur hefur borist til Breiđafjarđar fyrir 300 árum síđan og ađ skálin hafi varđveist heil í 200 ár áđur en hún kom á Ţjóđminjasafniđ.
Ég ţakka Aileen Dawson og Vladimiro Rusca fyrir hjálp og upplýsingar.
Ítarefni:
Theuerkauff-Liederwald, A.-E. (1994). Venezianisiches Glas der Kunstsammlungen der Veste Coburg. Luca Verlag Lingen. (Myndir nr. 608,609).
http://www.hebrewhistory.info/factpapers/fp006-4_glass.htm Síđunni hefur ţví miđur veriđ lokađ.
Gawronski Jerzy, Michel Hulst, Ranjith Jayasena en Jřrgen Veerkamp (2010) Glasafval op het achtererf. AAR (Amsterdamse Archeologische Rapporten) 50.
Forngripir | Breytt 17.9.2019 kl. 02:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)