Silfurberg í Kaupmannahöfn

Rosenborg kristallar

 

Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].

Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.

Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.

Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.

Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.

Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:

Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.

Frederik_3__Paul_Prieur__1663__Rosenborg_Slot
Friđrik 3. Danakonungur og Íslands

Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal.  Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.

Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.

Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn  Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).

Ametyst Konungs
Strýturnar úr ametysti, eru 3,1 og 3,0 sm ađ lengd.

Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin  320 og 321.  Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.

Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.

Ítarefni

Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.

Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.

Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.

Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.

Grein um Silfurberg á Wikipedia.

Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.

Viđbót 1.6. 2012 

Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:

Sćll Vilhjálmur,

ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.

Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.

Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu  Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).

Kveđja,

Leó Kristjánsson


Íslenskar súpermýs

  Icelandic Supermice

Nýlega minntist ég á Ĺge Meyer Benedictsen. Langamma hans á Íslandi hét Jarţrúđur Jónsdóttir og trúđi ţví ađ íslenskar mýs gćtu róiđ á kúadellum. Íslendingar trúa oft hvađa dellu sem er. Má til ađ mynda nefna Kínverja nokkurn sem vill verđa keisari uppi á örćfum og dellunni í íslenskum fjármálafurstum áđur en allt hrundi á Fróni. Ég reyndist sannspár í fćrslu minni um ţá í frásögninni um súpermýsnar íslensku, sem fyrst birtist 6.11.2007.

---

Dr. Ebenezer Henderson, Skotinn sem gerđist prestur í Danmörku og dreifđi biblíum út um allt, velti líka fyrir sér veraldlegum fyrirbćrum. Hann velti fyrir sér íslenskum músum í ferđabók sinni frá Íslandi áriđ (1818). Ţar skrifar hann á blađsíđum 417-19 um athuganir Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem fyrst komu út í Íslandslýsingu ţeirra áriđ 1772. Rannsóknir ţeirra bentu til ţess ađ hagamýs söfnuđu berjum og öđru ćtilegu á ţurrar kúadellur, sem ţćr svo roguđust međ niđur ađ nćsta lćk, hoppuđu um borđ og stýrđu dellunni međ halanum, ţangađ til ţćr voru komnar heilu og höldnu á áfangastađ.

Hr. Hooker, sem einnig ferđađist á Íslandi, henti gaman af ţessari vitleysu hjá Eggerti og Bjarna og segir okkur ađ sérhver viti borinn Íslendingur hlćgi af ţessari upplýsingu Eggerts og Bjarna.

En Henderson var trúmađur og hann tilkynnti lesendum sínum međ mikilli andargift í bók sinni Iceland: Or the  Journal of A Residence in the Island during the Years 1814 and 1815:

"Having been apprised of the doubts that were entertained on this subject, before setting out on my second excursion, I made a point of the account, and I am happy in being able to say, that it is now established as an important fact in natural history, by the testimony of two eye-witnesses of unquestionable veracity, the clergyman of Brjamslćk, and Madame Benedictson of Stickesholm, both of whom assured me that they had seen the expedition performed repeatedly".

henderson  Ebenezer Henderson hafđi mikil áhrif á skeggtísku Össurar Skarphéđinssonar

Madame Bendediktsson, sem hét Jarţrúđur Jónsdóttir (og var kona Boga Benediktssonar faktors og frćđimanns) hafđi á sínum yngri árum haft möguleikann á ţví eina kvöldstund, ađ virđa fyrir sér mýs viđ strönd lítils stöđuvatns, og sjá hvernig litlu dýrin léku listir sínar sem ferjumenn. Maddaman greindi einnig frá ţví ađ mýsnar hefđu notađ ţurra sveppi sem töskur.

Annađ hvort hefur frú Jarţrúđur sjálf veriđ á sveppum ţetta sumar, eđa ađ hún hafi veriđ berdreymin í meira lagi og hefur máski séđ fyrir sér Íslendinga áriđ 2007 fyrir utan Bónusverslun, en ekki getađ sett ţá sýn í samhengi - ekki trúađ sínum eigin draumum.

Ţetta athćfi íslenskra músa ţótti enn svo merkilegt áriđ 1832, ađ alţýđufrćđararnir hjá Penny Magazine sögđu frá ţessu og bćttu viđ myndinni af íslenskum músum á siglingu.

Nú er vandamáliđ bara, ađ ég veit ekki hvort ţetta er rétt eđa rangt. Ég hef aldrei fylgst međ músum. Geta íslenskar mýs siglt á kúadellum og hafa ţćr yfirleitt leyfi til ţess? Sumir íslenskir fjármálasnillingar geta greinilega siglt á hvađa dellu sem er og er ţeim trúađ fram í rauđan dauđann.


Tóm steypa

Steypa
 

Í frétt Sjónvarpsins í fyrrakvöld var greint frá ţví ađ Húsafriđunarnefnd freistađist ţess nú friđalýsa hús og mannvirki í Skálholti undan viđundrinu sem menn byggđu á liđnum vetri viđ norđurhliđ Skálholtskirkju. Ég vona ađ Húsafriđunarnefnd verđi kápan úr ţví klćđinu.

Međ núverandi menntamálaráđherra, sem neitađ hefur ađ taka afstöđu til ólöglöglegar leyfisveitingar Fornleifaverndar Ríkisins, sem gaf út leyfiđ til ađ óskapnađurinn í Skálholti yrđi reistur, er ţađ borin von ađ sú ósk Húsaafriđunarnefndar rćtist. Fornleifavernd Ríkisins neitar einnig ađ tjá sig um máliđ, svo líklegast verđur ađ fara međ ţá beiđni fyrir einhverja nefnd sem getur rakiđ garnirnar úr Fornleifavernd Ríkisins og kennt ráđherra stjórnsýslu.

Fćri ég einnig fréttamanni sjónvarpsins bestu ţakkir fyrir ađ sýna alţjóđ ađeins betur hvers konar ćvintýrakarlar og leiktjaldasmiđir hafa veriđ ađ verki í Skálholti. Tilgátuhús sem á ađ sýna byggingalist fyrri alda á einum helgasta stađ landsins, inniheldur plast, tjörupappa og gerviefni og greinilega líka hrađsteypu eins og sýnt var í sjónvarpsfréttinni.

Svo er ţví boriđ viđ, ađ Ţorláksbúđ međ plastdúk og steypu sé byggt međ húsagerđ á Stöng í Ţjórsárdal sem fyrirmynd. Svo er ekki, og get ég sagt ţađ međ ró í huga, ţar sem ég hef manna mest rannsakađ minjar ađ Stöng í Ţjórsárdal. Skúrinn í Skálholti, og Ţjóđveldisbćrinn viđ Búrfell í Ţjórsárdal kemur byggingum á Stöng í Ţjórsárdal ekkert viđ. Ţó ađ yfirsmiđurinn ađ Ţorláksbúđ međ steypuslettunum, hafi smíđađ innviđi fyrir hugmyndakirkju arkitekts sem teiknađi „eftirmynd kirkjunnar á Stöng", ţá er ekki ţar međ sagt ađ sú kirkja eigi nokkuđ sameiginlegt međ ţeim byggingum sem á miđöldum stóđu á Stöng í Ţjórsárdal.  Ég stjórnađi rannsóknum á kirkjurústinni á Stöng í Ţjórsárdal, og ég vil meina ađ kirkjulíkaniđ sem var reist viđ Ţjóđveldisbćinn eigi ekkert skylt vil kirkju ţá sem stóđ á Stöng í Ţjórsárdal. Sjá hér. Hér má hins vegar lesa grein um rannsóknirnar á kirkjunni Ţjórsárdal og einnig hér og hér.

Biđ ég ađstandendur byggingarinnar sem klambrađ hefur veriđ saman norđaustan viđ dómkirkjuna í Skálholti vinsamlegast um ađ hćtta ađ ljúga opinberlega til um hvar ţeir hafa sótt sér hugmyndir ađ byggingu sinni. Hugmynd ţeirra er kannski sótt í teikningar arkitektsins Hjörleifs Stefánssonar, en Hjörleifur hefur hins vegar hina mestu ímugust á ţví fyrirbćri sem reist hefur veriđ í Skálholti á síđastliđnum vetri. Hann sagđi sig úr stöđu formanns í Húsafriđunarnefnd vegna ţess ađ ţessu furđubygging varđ ađ veruleika í trássi viđ ráđleggingar Húsafriđunarnefndar.

Menn, eins og Gunnar Bjarnason smiđur, ćttu ađ sjá sóma sinn í ţví ađ taka ţessa hrćđilegu byggingu sína niđur og reisa hana annars stađar, ţar sem hún veldur ekki spjöllum. Ég legg til ađ hann biđji Fornleifavernd og Menntamálaráđyneytiđ um fjárhagslega hjálp til ţeirrar framkvćmdar. 


Fréttir úr frambođi

Bók

Nýlega, er Ari Trausti Guđmundsson, hinn landsţekkti jarđfrćđingur og fjölmiđlamađur bođađi forsetaframbođ sitt, greindi ég svolítiđ frá ćttum Ara í Ţýskalandi. Ţótt oft hafi lođađ einhver nasistaára yfir Guđmundi frá Miđdal, föđur Ara, vita kannski fćstir ađ lítiđ fer fyrir ţýskum uppruna Ara. Forfeđur hans í Ţýskalandi voru ađ helmingi, ef ekki ađ meirihluta til, af gyđinglegum uppruna og höfđu síđustu kynslóđirnar veriđ kaupmenn í bćnum Pasewalk í Pommern (Mecklenburg-Vorpommern).

Ég sá, ađ Egon nokkur Krüger, efnafrćđingur og menntaskólakennari í DDR, og síđar áhugasagnfrćđingur í sameinuđu Ţýskalandi, hafđi skrifađ bók um gyđingana í Pasewalk. Ég tók mig til og keypti bókina sem kostađi ađeins 15 evrur. Hún er vel skrifuđ og međ virđingu fyrir efninu.

Í bókinni má lesa um kaupmennina í Sternberg-fjölskyldunni, pólsk-ţýska forfeđur Ara Trausta, m.a. Meyer Sternberg, sem fćddist í Obersitzko í Posen (nú Obrzycko) áriđ 1815, og telst mér ţađ til ađ hann sé langalangafi Ara Trausta. Í Obersitzko voru fangabúđir á síđari heimsstyrjöld, sem heyrđu undir hinar illrćmdu fangabúđir í Stutthof sem margir fangar frá Norđurlöndum lentu í.

Meyer ţessi átti klćđaverslun viđ Am Marktplatz 28 í Pasewalk. Síđar fór Meyer einnig ađ versla međ matvörur. Í auglýsingu áriđ 1868 bíđur hann t.d. léttsaltađa síld af hollenskum siđ Matjes-Hering empfing und empfhielt M. Sternberg. Salt auglýsti hann einnig eftir ađ einokun á salti var aflétt: Salz - Bei Aufhebung des Salzmonopols empfehle ich meinen geehrten Kunden von heute ab stets feinstes trockenes Crystall-Speise-Salz in Säcken von Netto 126  8/30 Pfd. Inhalt, sowie ausgewogen in jeder beliebigen Quantität, M. Sternberg. Allt var hćgt ađ selja, t.d. svínafitu: Frisches ausgebratenes Schweinschmalz offerirt billigst M. Sternberg.

Saga Sternberg fjölskyldunnar í Pasewalk fyllir ađeins 3 blađsíđur af 203 blađsíđum í bók Egon Krügers. Bókina Jüdisches Leben in Pasewalk; Familiengeschichten, Familienschicksale, Stolpersteine, er hćgt ađ kaupa vefsíđu Schibri-Verlag (ISBN 978-3-86863-022-0). Ţetta er hluti af sögu íslensks forsetaframbjóđanda og ekkert ómerkilegri en svo margt annađ sem til bođa stendur.

Hitler var líka í Pasewalk 

Ađ lokum er einnig vert ađ minnast ţess ađ bćrinn Pasewalk var einnig hluti af geđveikislegri sögu Hitlers. Ţangađ var hann fćrđur á sjúkrahús í lok fyrri heimstyrjaldar og var ţví lengi haldiđ fram ađ hann hefđi veriđ ţar vegna blindu sem orsakađist af gaseitrun. Dr. Karl Kroner, lćknir og gyđingur sem allranáđugast komst til Íslands fyrir bláan augnlit arískrar konu sinnar og smekk íslensks sendiráđsritara fyrir bláeygum ţýskum konum, og sem reyndar var líka bláeygur, upplýsti leyniţjónustu Bandaríkjahers um "veikindi" Hitlers í Pasewalk, er Kroner var enn á Íslandi áriđ 1943 (aska hans er reyndar grafin í Fossvogskirkjugarđi).

Karl Kroner Klaus Erlendur Kroner

Karl Kroner í fyrri heimsstyrjöld, ţegar hann hitti Hitler í Pasewalk. Sonur hans Klaus Erlendur (th) lést í Bandaríkjunum áriđ 2010.

Karl Kroner greindi leyniţjónustu Bandaríkjanna frá ţví sanna um „sjúkdóm" og ímyndunarveiki Hitlers, eins og kemur fram í bók taugasérfrćđingsins David Lewis-(Hodgson) um Hitler, sem ber heitiđ The man who invented Hitler (2004), sem og í bókinni Hitler in Pasewalk (2004) eftir Bernhard heitinn Horstmann. Sjá hér.

Hitler1916

Hitler var einnig á spítala áriđ 1916. Hugsiđ ykkur, hvađ hefđi gerst ef hann hefđi veriđ drepinn í stríđinu. Hjalti er annar frá hćgri í efstu röđ.


Líkneskjadýrkun

Skákmát
 

Ţjóđminjaverđi og Skáksambandi Íslands kemur akkúrat ekkert viđ hvađ einhver mađur úti í bć selur á uppbođi. Ţađ sem hann selur eru ekki minjar eđa fornleifar í skilningi ţjóđminjalaga. Skáksambandiđ seldi manninum gripina, og ţar međ voru ţeir og "verđmćti" ţeirra úr sögunni fyrir Skáksambandiđ.

Ég á sjálfur skyrdollu sem Bobby Fischer skrifađi "Fucking Jews" á, tyggjóklessu sem Sćmi Rokk tuggđi fyrir 1. skákina sem tefld var, fjórar flugur sem Boris Spassky fann á hótelherbergi sínu á Hótel Sögu, sem og kaffibrjóstsykur hollenskan, sem dr. Max Euwe gleymdi heima hjá föđur mínum. Skáksambandiđ fćr aldrei ţessa gripi eđa ágóđann af sölu ţeirra - ALDREI!

Menn eru svo ađ hlćja af monstransi kaţólikka međ blóđi fv. páfa sem nýlega kom í karmelítaklaustriđ í Hafnafirđi. Ţađ er hćgt ađ kyssa og kjassa í ţeim tilgangi ađ fá allra sinna meina bót. Mér sýnist ţó, ađ líkneskjadýrkun á gripum sem notađir voru af sjúkum gyđingahatara, sem tekinn hefur veriđ í heilagra manna tölu á Íslandi, vera álíka helga fyrir suma Íslendinga eins og blóđnasablettur úr páfa. Ekki er öll vitleysan eins. Fetíshismi er greinilega ríkur í sumum Íslendingum.

Mađur getur furđađ sig á yfirlýsingagleđi ţjóđminjavarđar, sem í afskiptum sínum af ţví hvađ mađur úti í bć gerir viđ eignir sínar, fer langt út fyrir starfssviđ sitt og -reglur.


Stúlkan frá Egtved

Stundum skilur mađur einfaldlega ekki baun í tilganginum međ sumum rannsóknum á fornleifum. Síđast fékk ég ţá tilfinningu er ég heyrđi í fréttum hér í Danaveldi um verkefni líffrćđings nokkurs viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann DNA-greinir hár úr fólki frá bronsöld, sem fundist hafa í mýrum í Evrópu.

Líffrćđingurinn, Morten Allentoft ađ nafni, safnar nú hárlokkum af mýrarlíkum, ţ.e. fólki sem fórnađ hefur veriđ, eđa grafiđ, í mýrum í Ţýskalandi, Póllandi. Oftast eru bein ţessa einstaklinga alls ekki varđveitt, en húđ og hár eru meira eđa minna varđveitt og sömuleiđis fatnađur. Nú síđast fékk Allentoft lokk úr hári Egtved stúlkunnar, sem fannst í Egtved á Jótlandi áriđ 1921.

Egtved Nazi Version
Egtved Nazi style

Stúlkan frá Egtved er talin einn merkasti fornleifafundur í Danmörku, ţó svo ađ hún hafi ekki veriđ nema um 16-18 ára ađ ţví er fróđustu menn telja. Hún gaf upp öndina, blessunin, um 1357 f.Kr. Ţá var hún sveipuđ kýrfeldi og lögđ í kistu sem var gerđ úr eikarbol.

Egtved Bing og Grřndal
Kongelig Egtved

Tilgangurinn međ DNA-rannsókninni á hárinu á bronsaldarfólki er sagđur vera til ţess ađ sjá, hvort einhver skyldleiki sé međ ţeim sem teknir hafa veriđ af lífi eđa grafnir úti í mýri á bronsöld.

Egtved girl
Back to the ´60s

Ţegar ég las um ţetta verkefni Allentofts og heyrđi, var mér spurn: Telur mađurinn virkilega ađ hann gćti séđ náinn skyldleika manna á milli, ţótt ţeir hvíli lúin bein eđa hafi endađ daga sína í mýri einhvers stađar í Evrópu?  Ég leitađi ţví betri upplýsinga en fjölmiđlar gáfu. Blađamenn skilja ekki alltaf allt samhengiđ, ţótt ţeir vilji komast á ţing og verđa forsetar.

Egtvedpigen
Gry Egtved

Kom ţá ýmislegt í ljós, sem skýrđi fyrir mér rannsóknina - og kannski ekki. Kristian Kristiansen, prófessor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Göteborg ber ábyrgđ á verkefninu. Hann langar ađ endurrita sögu bronsaldar - ekki meira né minna. Hann telur skođun ţá um bronsaldarsamfélagiđ í Norđur-Evrópu, sem hingađ til hefur veriđ viđ lýđi, úrelda. Kristiansen sćttir sig ekki lengur viđ ţá túlkun kollega sinna, ađ bronsöld í Norđurevrópu hafi veriđ tími lítilla fólksflutninga og ferđalaga. Krisiansen, sem er Dani, telur ţessu öđruvísi fariđ og telur ađ ýmsir fundir á síđustu árum sýni ađ mikil hreyfing hafi veriđ á fólki. Ţetta telur  hann m.a. sig sjá í forngripunum.

Egtved academic
Lone, akademikerpigen fra Egtved

 

Hann telur ađ DNA muni gefa svariđ. Ég held ekki. Ég held ađ ţađ sé ţegar hćgt ađ sýna fram á hve lítiđ skylt og blandađ fólk í Danmörku, Svíţjóđ, Pólandi og Ţýskalandi var á bronsöld, međ beinamćlingum einum saman. Mikill stađbundinn munur í er keramík, en glćsigripir, sem gćtu hafa borist um langa vegu sem verslunarvara, ţurfa ekki endilega ađ sýna uppruna ţess fólks sem ţeir finnast hjá. Gripur frá Búlgaríu í Danmörku sýnir ekki endilega ađ einhverjir frá Búlgaríu hafi veriđ í Danmörku.

Kristiansen telur konuna geta hafa veriđ langförula, ţví ađ ţađ er taliđ ađ konur hafi oft veriđ sóttar langt í burtu til ađ giftast, t.d. til ţess ađ styrkja bönd milli stríđandi hópa. Ţví telur Kristiansen ađ DNA úr stúlkunni frá Egtved geti sýnt ađ hún hafi komiđ annars stađar frá á Jótlandi eđa t.d.  frá Sjálandi. En á móti má spyrja, var mikill munur á erfđamengi fólks í austur og vestur Danmörku á ţessum tíma? Til ţess ţarf auđvitađ enn frekari DNA rannsóknir, en ţćr hafa ekki fariđ fram. Varđveitt bein eru líka af skornum skammti og beinamćlingar (osteometria) er ţví erfiđ.

imagesCA5RGD2P
Av,er hun ikke fra Boring?

Ţví er oft ţannig fariđ, ađ ţótt gripur sem finnst á Norđurlöndunum, sem er greinilega kominn langt ađ, ţá ţýđir ţađ ekki ađ fólkiđ sem átti hann hafi veriđ ađkomufólk úr fjarlćgum löndum.

Nú er bara vonandi, ađ ekki komi í ljós ađ Egtved stúlkan var söngelskur drengur sem hafđi gaman af blómum og ađ setja hár. En ţađ ţćtti ţeim í kynjafrćđinni líklega afar krćsilegt.

Mavedans Egtved
Oldtidsfund, men skide sensuel, ikke? Lige efter Prof. Kristiansens hoved.

Ég er hins vegar viss um, ađ ef ég fengi lokk úr hári konu minnar, og sendi hann til Allentofts, ţá myndi koma í ljós ađ ţćr vćru nátengdar, enda er konan mín komin af svipuđum slóđum og Egtved stúlkan, og hefur sama fólkiđ búiđ ţar lengi og talađ einkennilegt tungumál.

Efst má sjá Flemming Kaul fornleifafrćđing viđ Ţjóđminjasafn Dana (tvífara Kristjáns IV) segja frá stúlkunni frá Egtved á makalausri densku (Danglish).


Londonlambiđ og lćrin á dóttur jólasveinsins

Iceland Food Center
 

Sjónvarpsmađurinn Ţorsteinn J. Vilhjálmsson bjó til athyglisverđa og skemmtilega heimildamynd um hiđ misheppnađa ćvintýri Iceland Food Centre í London. Myndin var sýnd á Stöđ 2 í fyrra. Nú hefur Ţorsteinn J. fyrir skömmu ákveđiđ ađ gefa öllum möguleika á ađ sjá myndina, sem hann hefur sett á heimasíđu sína http://www.thorsteinnj.is/. Hef ég nýtt mér ţađ og mćli međ ţví ađ ađrir geri ţađ líka, ţví myndin er vel upp byggđ og dálítiđ drama. Ég er ţó ekki sammála öllu sem haldiđ er fram í myndinni. Var ţetta einhver vasaútrás í líkingu viđ ţá sem síđar olli hruninu á 21. öldinni eins og gefiđ er í skyn í myndinni? Ţađ held ég ađ sé af og frá.

Ég át ţarna roastbeef á rúgbrauđi 

Ég kom sjálfur áriđ 1971 inn á ţennan stađ „íslenska" matstađ  í Lower Regent Street 5, talsverđan spöl frá, Mount Royal hóteli (Thistle í dag) ţar sem ég dvaldi  í London međ foreldrum mínum. Mig minnir ađ stađurinn hafi enn heitiđ Iceland Food Center, ţó hann hafi ţá líklegast veriđ kominn undir vćngi Angus Steak House keđjunnar. Ég var á Evrópureisu međ foreldrum mínum og viđ höfđum fariđ međ Gullfossi til Skotlands og eftir 2-3 daga ţar í borg vorum viđ nú stödd í London. Ţetta var í ágúst.

Eftir ađ ég sá heimildarmynd Ţorsteins, sem helst byggir á rannsóknum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings, sá ég ađ ég hafđi munađ innréttinguna og litina rétt og man ég t.d. eftir hraunmyndinni sem allir tóku eftir. Ég kom ţarna i hádeginu međ föđur mínum eftir ađ viđ höfđum gengiđ frá British Museum. Pabbi hafđi komiđ ţarna áđur og hafđi ţótt ágćtt og viđ lögđum á okkur nokkra göngu til ađ leita uppi stađinn.  Viđ fengum okkur roastbeef á rúgbrauđi, sem mér ţótti nú ekkert sérstaklega gott, ţví ţá ţótti mér blóđugt kjöt hálfókrćsilegt. Ţađ var dimmt ţarna inni og óţolandi heitt. Stađurinn líktist mest amerískum Hotel-diner/cafeteríu. Ţađ var engin sćla ađ borđa smurbrauđ á Iceland Food Center í 40 stiga hita. Ég get ekki einu sinni gefiđ ţessum stađ hálfa stjörnu út frá minningunni. 

Ég minnist hins vegar úr sömu ferđ međ ánćgju kjúklingsins í körfu, sem viđ fengum á veitingastađnum Chicken Inn viđ hliđina á Victoria Palace Theatre, ţar sem rétturinn Chicken in the Basket var rómađur. Líkt og á Naustinu voru ţar ţjónar, en  innréttingin var í ósmekklegum í breskum stíl međ myndum af hestaveđhlaupum og sveitasetrum ađalsins á rauđfóđruđum veggjunum. Ég tók ungur eftir lélegum smekk Breta.

Niđurstöđur myndarinnar eru ekki alveg réttar og alls ekki sanngjarnar

Ég leyfi mér ađ hafa ađra skođun á nokkrum hlutum í sambandi viđ Iceland Food Centre en ţá sem kemur fram í kvikmyndinni og í ýmsum  ályktunum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings heimildarmyndarinnar.

Í fyrsta lagi tel ég alls ekki réttlátt ađ líkja ţessari me-me veitingasölu Íslenska ríkisins viđ ţá svikamyllu sem viđ sáu hrynja fyrir ţremur árum. Siggi Einarsson eiturbrasari í London var Michelin kokkur miđađ viđ ţetta afdaladćmi í Lower Regent Street. Ţađ var ekki fariđ út í ţetta matarćvintýriđ á sömu forsendum og loddaravíkingarnir fóru um heiminn. En tíđarandinn var nú ekkert ósvipađur í öđrum löndum, og fólki á 21. Öld, sem ekki man ţessa tíma skilur kannski ekki alveg hvernig ţeir voru. Ţađ eina sem sameinar ţetta er skussahátturinn og skipulagsleysiđ og  vöntun á framtíđarsýn. Íslendingar lifa alltaf í núinu.

Minnimáttarkenndin dreif líka ţetta dćmi ţví, ţví bođiđ var upp á Chicken in a Basket sem önnur hver krá og veitingastađur var međ á ţessum tíma Bretlandseyjum. Lambiđ var ekki nógu gott eđa humarinn. En í landi ţar sem matarmenning var langt undir međallagi, eins og á Bretlandseyjum, voru menn ekki nýjungagjarnir frekar en í öđrum nágrannalöndum Íslands.

sr. Gröndal
Sr. Gröndal löngu eftir ađ hann var hćttur međ Londonlambiđ og kominn í framreiđslu á Síđustu Kvöldmáltíđinni, á restaurant Sacramento

 

Einnig er leitt ađ Halldór Gröndal, framkvćmdastjórinn á Iceland Food Center, vildi ekki í viđtal í myndinni. Áhorfandinn er skilinn eftir í ţeirri meiningu ađ hann hafi legiđ drukkinn alla tíma.  Ţađ tel ég illa ađ góđum manni vegiđ. Séra Halldór var annars opinskár um ţessi ár, ţegar hann kenndi mér trúarbragđasögu í Hlíđaskóla um 1973, nýorđinn prestur. Hann lagđi alls ekki dul á á ţennan kafla lífs síns í Lundúnum. Hann sagđi okkur krökkunum dćmisögur af ţví og veitingahúsareynslu sinni.  

EL AL hér og EL Al ţar 

Ég hjó líka líka eftir ţví ađ ţađ ţykir merkilegt hjá ađstandendum myndarinnar, ađ húseignin sem var tekin á leigu undir Iceland Food Center tilheyrđi ísraelska flugfélaginu El Al. Er tönnlast heldur mikiđ á ţví, án ţess ađ áhorfandinn fái nokkru sinni ađ vita hvort ţađ skiptir einhverju máli. El El hafđi veriđ međ skrifstofu á Lower Regent Street 5 mjög lengi og ţarna var húsnćđi laust.

Hvađ kemur ţađ málinu viđ, ađ íslenskur kaupsýslumađur í London, Björn Björnsson, fyrrv. bakari í Björnsbakarí og eigandi Hressingaskálans,  sem ţegar fluttist til London áriđ 1935, hafi ţénađ 1250 pund viđ ţađ ađ útvega húsnćđiđ, húsnćđi sem sagnfrćđingi og framleiđanda heimildamyndarinnar ţykir greininga of lítiđ fyrir ţađ verđ. Gefiđ er í skyn, ađ íslenska ríkiđ og hinir 12 athafnamenn sem stóđu ađ ţessu dćmi hafi látiđ hlunnfara siga, ađ ţađ hljóti ađ hafa veriđ betri stađir til en ţessi „hola" sem leigđ var út af El Al fyrir stórfé. Sólveigu Ólafsdóttur verđur svara fátt ţegar hún er spurđ hvađ mikiđ ţađ 1250 pund séu. Ţađ rétta er ađ 1250Ł áriđ 1966 er sama og 19.507Ł í dag, eđa um 3.745.150 ISK, sem eru svo sem lambaspörđ miđađ viđ ţađ sem menn taka fyrir sinn snúđ á Íslandi í dag fyrir einhverja smágreiđa eđa ţjónustu.  Sólveig heldur ţví fram í myndinni, ađ árslaun einhvers ótiltekins starfsmanns Flugfélagsins (kannski Páls Heiđars Jónssonar?) í London hafi veriđ 1250Ł á ţessum tíma. Hvađ kemur ţađ málinu viđ og hvar er sönnunargagniđ?

Heldur sagnfrćđingurinn ađ „jafnlaunastefna" hafi ríkt á Englandi á gullöld Labour? Ţađ kostađi á láta menn finna fyrir sig húsnćđi á ţessum tíma í heimsborginni. Íslendingar fengu enga sérmeđferđ. Björn Björnssonvar, sem formađur Íslendingafélagsins og eini íslendingurinn í framtaki í Lundúnum, mörgum hnútum kunnugur.  Hann var ekki óţekktur fyrir glćsileika ţegar ţurfti ađ búa til veislu og ţćr kosta eins og kunnugt er. Íslendingar héldu lengi vel á 7. áratugnum árshátíđir á Dorchester Hotel. Ţetta var bara dćmigert fyrir flottrćfilshátt Íslendinga. Flottasta hóteliđ, ekkert minna gat gert ţađ.

Ţví er haldiđ frem ađ „ţeir" (strákarnir í Icelandic Food Centre) hafi fariđ út til ađ „sigra heiminn" vegna ţess ađ ţeir hafi skrifađ undir leigusamning til 14. ára. Var hćgt ađ fá stađ í miđborg London á leigusamningi til fćrri ára á ţessum árum?  Ţetta verđur ađ minnsta kosti ađ rannsaka áđur en ţví er haldiđ fram ađ menn hafi ćtlađ sér ađ sigra heiminn međ lambalćri, London lambi, rćkjum og humri. Mig minnir ađ ýmis lönd vćru međ landkynningarveitingarstađi í Lundúnum á ţessum árum, og ţess vegna reyndu menn ađ gera sitt besta. En ţeir eru nú, löngu síđar, ásakađir um ađ hafa veriđ fyrstu útrásarvíkingarnir. Ţađ er einfaldlega mjög óréttlátt og lýsir betur lélegri rannsóknarvinnu en ţeim mönnum sem er veriđ ađ dćma.

Gröndal međ trekkplástrunum

Voru gengilbeinurnar sexí trekkplástur?

Eitt ađ ţví einkennilegasta í heimildarmyndinni  finnst mér undirtónninn um ađ stúlkurnar sem unnu í peysufötum og appelsínugulum treyjum og hnésíđum (MIDI) pilsum á Iceland Food Centre hafi veriđ ţar til ađ trekkja kúnna ađ međ útliti sínu og "sex appíl". Ţćr koma sjálfar af fjöllum, en voru náttúrlega gullinhamraslegnar, ţegar ţćr eru spurđar um ţá hugdettu. Mér finnst jafnvel ađ veriđ sé ađ gefa í skyn skyn ađ karlarnir í tengslum viđ ţetta framtak hefi veriđ gömul svín. Ţađ ţykir mér langsótt í meira lagi. Ađ ţađ hafi átt ađ nota stúlkur sem trekkplástur kemur nú ekki fram í neinum heimildum. Ungar konur voru oft gengilbeinur á ţessum tíma, fyrr og síđar, og ţótt ein ţeirra hafi leikiđ dóttur jólasveinsins og klćđst nýjustu tísku og sokkabuxum úr Carnaby street, er eitthvađ athugavert viđ ţađ?  Skrítiđ ađ sagnfrćđingur á 21 öld finnist ţađ kyndugt, en misjafnt er auđvitađ ţol manna og kynáhugamál. Stúlkurnar á IFC í Lundúnum voru ugglaust frómar en lífsgalađar stúlkur sem ekkert gerđu annađ en ađ púla til ţess ađ koma „íslenskri matarmenningu" á framfćri. Ţćr áttu ekki neinn ţátt í ţví ađ ţađ mistókst. Ţćr eiga ţví ekki skiliđ ađ verđa skotspćnir femínístiskrar fantasíu.

Santa baby 

London Lćri - eđa réttara sagt lćrin á dóttur jólasveinsins

Nćr hefđi veriđ ađ dvelja viđ framleiđanda innréttingarinnar sem grćddi á fingri og tá viđ ţetta ćvintýri og jafnvel ţá er ţví lauk.

Getur kannski veriđ ađ menn hafi veriđ meiri kosmópólítanar áriđ 1966 en 2012? Nú er harđstífur mórall og vísifingur femínistaruglsins á lofti í öllum frćđum sem kallast hugvísindi. Allt er gert ađ klámi. En umbreytt peysuföt eru ekki verđa aldrei sexí, ekki einu sinni í augum fornleifafrćđings. En ekki ćtla ég ađ ađ sökkva mér frekar í fantasíur femínistanna. 

Kokkurinn á BSÍ er engin heimild heldur léleg fylling

Bjarni Snćđingur

Bjarni Snćđingur međ ţađ besta í íslenskri matargerđalist - velbekomme!

Ađ lokum má nefna, ađ ţađ virkar sem ótrúverđugleiki ađ spyrja  einhvern braskokk á BSÍ álits á veitingarekstri í London sem hann kom hvergi nćrri. Kokkurinn á BSÍ var varla fermdur ţegar ţetta ćvintýri var sett á laggirnar og ţví eru ţađ einungis djúpsteiktar kjaftasögur og brasađ slúđur sem hann hefur upp á ađ bjóđa međ Gróubúđingi međ rugli og rjóma á Leiti. Ţórđur Sigurđsson, sem kemur einstaklega trúverđuglega fram í myndinni, vann hins vegar á Iceland Food Center í London. Ţorsteinn hefđi átt ađ láta nćgja viđtal viđ hann í stađ ţess ađ fara ađ fá hrćring frá braskokki á BSÍ eđa fínni smábitakokki í London í dag. Mađur bjóst jafnvel viđ ađ Sćnski kokkurinn úr Prúđuleikurunum kćmi og syngi eina uppskrift frá Iceland Food Centre.

Páll Heiđar Jónsson, sem nýlega er látinn, var líka kallađur til sem samtímaheimild, ţar sem hann sat broslega setningarhátíđ stađarins. Broslegar uppákomur voru margar á Íslandi og á vegu landsins erlendis og ekki viđ öđur ađ búast ađ fá eina slíka viđ opnun Iceland Food Center. Í litlu landi, ţar sem menn vilja vera marktćk ţjóđ, verđur margt ađ grátbroslegri uppákomu. Ţađ verđur bara ađ taka međ og sćtta sig viđ einkennilegheit Íslendinga og afdalahátt. Svona voru tímarnir. Viđ höfđum ekki građa kentára í sendiherrastöđum ţa. Ţađ voru líka skrítnir tímar ţegar Páll heitinn hćlađi međ öđrum nýnasistum í Kópavogskirkjugarđi viđ legstađ ţýskra sjóliđa úr 2. heimsstyrjöld - ţessi annars svo prúđi mađur. 

Dorchester 1963

Íslendingar halda veislu á dýrasta hótelinu í London áriđ 1963

Ţegar ég var ađ skrifa ţessa grein, rakst ég á mynd af manni í einum af flottrćflaveislum Íslendingafélagsins í London á Dorchester Hotel, einu dýrasta hótelinu í Lundúnaborg. Ţetta er Loftur „flugkappi" Jóhannesson, dáđur af sumum sem „íslenskur billjóneri" sem meikađi ţađ hér um áriđ. Hann var ţó ekkert annađ en ómerkilegur vopnasali sem ţjónustađi hryđjuverkaríki og vann fyrir Stasi í vopnaflutningum. Sjá nánar um Loft flugkappa í dag. Ţorsteinn J. ćtti kannski ađ ađ búa til eina bláa mynd um hann. Bláa, ţví ţegar ég hugsa til baka um mynd Ţorsteins er ţessi blámi sem er yfir öllu. Gott trikk, en gert of mikiđ úr ţví. Horfiđ nú á mynd Ţorsteins J.


Skálholtsskemmdarverkiđ

Fornleifavernd Amen

Í mikilli langloku um Ţorláksbúđ á Vísis.is, lýsir Bjarni Faust Einarsson kollega minn yfir skođun sinni á Ţorláksbúđ hinni nýju. Enginn ţarf ađ vađa í villu um, ađ flestir fornleifafrćđingar á Íslandi, sem bera virđingu fyrir frćđunum sínum, líst illa á Ţorláksbúđ. Ţađ á svo sannarlega viđ um Bjarna Einarsson, ţó hann tjái sig seint um máliđ og ţekki greinilega ekki alla enda ţess. Ekki hafa nú samt margir fornleifafrćđingar, ađrir en viđ Bjarni, lýst skođun okkar opinberlega, nema ef vera skyldi Ţjóđminjavörđur. Hinir eru auđvitađ allir lafhrćddir viđ vald Fornleifaverndar Ríkisins, sem er hin eini sanni sökudólgur, ţví Fornleifavernd gaf leyfi til ađ viđundriđ í Skálholti yrđi byggt.

Bjarni Einarsson

Í grein Bjarna á visir.is er greint frá fundi sem Fornleifavernd Ríkisins bođađi til í ársbyrjun 2012. Ţann fund skrifađi ég um og hvatti menn til ađ fjölmenna á hann. Ţá skrifađi ég mikiđ um Ţorláksbúđ og sýndi fram á hver tók ákvörđunina um bygginguna og hvar ábyrgđin lćgi. Hún liggur algjörlega hjá Fornleifavernd ríkisins. Ţađ hefur Menntamálaráđuneytiđ stađfest. Ég sendi ráđuneytinu fyrirspurn (sjá hér), henni var svarađ á ţennan hátt.

Bjarni (sjá mynd) greinir frá ţví ađ starfsmenn Fornleifaverndar Ríkisins hafi á fundinum ekki litiđ svo á ađ Ţorláksbúđ vćri tilgátuhús, heldur eins konar skýli líkt og skýli ţađ sem reist var á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1957. Sú upplýsing stangst svo um munar á viđ ţćr upplýsingar sem fornminjavörđur Suđurlands gaf viđ leyfisveitinguna. Uggi Ćvarsson, skrifar ekkert slíkt í leyfisveitingu sinni eftir ađ hann hafđi  greinilega fengiđ skipun frá yfirmanni sínum Kristínu Sigurđardóttur um hvađ hann ćtti ađ gera. Sjá einnig hér. Ţetta sýnir greinilega, ađ fyrir utan ađ vera ekki starfi sínu vaxnir, ţá ţekkja starfsmenn Fornleifaverndar ekki sögu minjaverndar sem skyldi.

Skýliđ sem reist var yfir Stöng áriđ 1957 er allt annars eđlis en smekkleysan í Skálholti. Ţađ var m.a. reist fyrir tilstuđlan dr. Kristjáns Eldjárns yfir rústir sem voru rannsakađar ađ hluta til (Ţótt sumir teldu ţćr fullrannsakađa); til ađ koma í veg fyrir algjöra eyđileggingu ţeirra. Ţorláksbúđ er hins vegar eyđilegging, sögufölsun úr gerviefnum, tímaskekkja, eyđsla á almannafé og smekkleysa í einni og sömu byggingunni. Hún er bautasteinn yfir póltíska spillingu og andlegan vanmátt íslenskrar minjavörslu.

Miđađ viđ ţann óskunda sem Fornleifavernd Ríkisins hefur haft í frammi varđandi Stöng sjá hér, hér og hér, ţá ćtti sú stofnun ađ hafa hćgt um sig ađ nota skýliđ á Stöng til ađ afsaka sig út úr fyrirbćrinu viđ kirkjumúrinn í Skálholti. Ţetta er ein lélegasta afsökun sem komiđ hefur frá Fornleifavernd Ríkisins.

Kjarni málslins er sá, ađ Ţorláksbúđ var reist í trássi viđ skýr ákvćđi í lögum, en međ leyfi frá Fornleifaverndar Ríkisins, sem á ađ fylgja ţeim lögum en ekki ađ brjóta ţau.

Ţorláksbúđ er ólögleg framkvćmd og hana ţarf ađ fjarlćgja, samkvćmt lögum og í leiđinni yfirmann fornminjavörslunnar sem einn bar ábyrgđ á ţessu ömurlega lögbroti.

Sjá einnig fćrslu hér í dag um spillinguna í fornleifavörslunni á síđasta áratug 20. aldar. Össur Skarphéđinsson umhverfisráđherra hringdi í Ţjóđminjavörđ og Náttúrvernd Ríkisins til ađ ţjösna í gegn sumarbústađ lyfsala nokkurs. Bústađurinn var reistur ólöglega í Berufirđi á Barđaströnd.


Fiat Lux - 4. hluti

Hvammshjálmur NM

Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.

Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var,  ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis. 

Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ „rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.

Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi

Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana.  Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.

KronefraSydisland b

Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.

 Hvammskirkja í Hvammssveit 4528 b

Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.

Vídalínhjálmurb

Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.

Hjálmar sem illa fór fyrir

Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:

Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar. 

Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]

saurbljos
Ljósahjálmur í Saurbć á Rauđasandi, lagfćrđur eftir hremmingar. Ljósmynd Ari Ívarsson. 

 Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.  

Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.

Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi

Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.

StóruBorg b

1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.

Armur Ţjms. 385

2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385

3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.

4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.

5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.

6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu

7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.

Skarđ
Ţessa teikningu gerđi Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur og fréttamađur í fundaskrá áriđ 1981, og slćr hann nćrri Leonardo gamla viđ í drátthagleik.

 

Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.

Fimmti og síđasti hluti nćst


Fiat Lux - 3. hluti

Collage Arnolfini nello Arnarfirdi

Málverk meistarans Jan van Eycks af hinum helköldu hjónum í Bryggjuborg, sýnir okkur harla vel aldur ljósahjálmsins úr Selárdal og annarra skyldra hjálma sem varđveittust á Íslandi, međan allt svipađ góss var brćtt í deiglu tímans í Evrópu. Ţessi hjálmar voru nýjasta tíska ţegar ţeir héngu í Brugge áriđ 1434 og fljótlega upp úr ţví í kirkjum uppi á Íslandi, ţar sem menn hafa alltaf elt tískuna eins og rollur.

Viđ vitum einnig, ađ uppruna flestra ţessara kjörgripa er ađ finna í Belgíu. Fyrr á miđöldum höfđu ljósahjálmar í stćrri kirkjum oft veriđ úr járni, gjarnan járngjörđ sem hékk í sverum keđjum og á gjörđina voru hnođuđ ljósahöld eđa ljósapípur. Eru slíkir hjóllaga hjálmar varđveittir víđa um Evrópu.

Hinn gotneski, niđurlenski ljósahjálmur frá Selárdal er úr messing, sem er blanda af ca 68% kopar og 32% sinki (inki). Ţví minna sem sinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki sink sem málm (grunnefni), eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu svokallađan „Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, sem inniheldur mikiđ sink, saman viđ kopar sem fyrst og fremst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.

Ljósahjálmurinn frá Selárdalskirkju er svokallađ Dinanterí (Dinanderie), ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum og ambođum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til um hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. En bćđi í Ţýskalandi og Belgíu stóđ ţessi eirsteypa á gamalli hefđ, sem gerđi fjöldaframleiđslu auđvelt mál á 15. öld.

Ţetta var eftirsótt vara, eins og margt annađ frá Niđurlöndum, og höfđu Mercatores de Dinant(kaupmenn frá Dinant) heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum. Ţess vegna var líkast til auđvelt fyrir Íslendinga ađ sćkja ţessa vöru til Birstofu (Bristol) og annarra borga sem ţeir versluđu viđ, eđa ađ Hansakaupmenn hafi boriđ ţessa gripi međ sér til Íslands. Ýmsir framleiđundur gerđust ţekktari en ađrir og má nefna Jacques Jongfinger í Antvörpum, Jóses fjölskyldan í Dinant og Guillaume Lefevre í Tournay. Kannski hefur einhver ţeirra búiđ til hjálminn í Selárdal? Salmer fjölskyldan frá Dinant seldi í fleiri mannsaldra messingvöru og ađrar eftirsóttar listavöru á Englandi, svo sem altaristöflur, líkneski og listavefnađ (refla og góbelín).

h2_1975_1_1416

Margt annađ en ljósahjálmar var framleitt úr messing í Niđurlöndum, og má nefna kertastjaka, af öllum stćrđum t.d. vegleg stykki eins og ţađ sem hér sést á stóru myndinni neđar á síđunni, en ţađ er ađ finna í dómkirkjunni í Lundi. Frá Niđurlöndum bárust mundlaugar, könnur (sjá hér), skírnarföt, vatnsdýr, rúmpönnur (til ađ hita rúm), bókahöld fyrir predikunarstóla, og svo meira lystileg stykki eins og gripirnir tveir hér ofan viđ og neđan, sem sýna glögglega ađ hinn öfgafulli materíalístíski femínismi er gamalt fyrirbćri.

h2_64_101_1499
Fat í safni í New York eins og myndin styttan fyrir ofan.

 

Kristján í Lundi
Kristján Sveinsson sagnfrćđingur er ekki lágvaxinn mađur eins og margir hafa séđ, og sýnir hann hér hve gífurlegur gripur ţessi sjö arma ljósastika í Lundi er. Hún er 3,5 m. ađ hćđ, frá 15. öld og er vafalaust gerđ í Niđurlöndum. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2012.

Messingiđnađurinn í Niđurlöndum byggđi á miklum hluta á vilja manna í koparríkum hlutum Evrópu ađ eiga samstarf yfir landamćri viđ lönd ţar sem hćgt var ađ fá tin. Iđnađurinn var ţví oft í hćttu ţegar konungar og hertogar ákváđu ađ heyja stríđ. Áriđ 1466 réđst Karl hertogi af Búrgundalandi á borgina Dinant og var bar iđnađurinn ţar ekki barr sitt eftir ţađ. Iđnađarmenn fluttu til annarra bćja eins Brussel, Bryggju, Mecheln, Antwerpen og Tournay.

Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla gripa úr messing og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Framleiđsluferliđ var nýjung. Messinghlutir voru framleiddir í ţví sem mest líktist verksmiđjum og skipulögđ sala og útflutningur fór fram og vörulistum var dreift til söluađila. Samkeppnin var hörđ og vöruverđ gerđist hagstćđara ţví blómlegri sem salan var.

Stofnhjálmurb
Eftir Niels-Knud Liebgott 1973. Lys. Nationalmuseet

Stofnhjálmar

Hjálmurinn úr Selárdalskirkju er af ţeirri gerđ gotneskra ljósahjálma sem á fagmálinu kallast stofnhjálmar (stamkroner á dönsku). Steyptum hólkum úr messing er rađađ upp á járntein sem ber alla hluta ljósahjálmsins. Á miđhólkinn, sem oftast er breiđastur, eru settir armar í ţar til gerđ slíđur. Flatir armar eins og eru á hjálmunum frá Selárdal og á málverki van Eycks voru steyptir í sandi. Mót eđa skabelón voru pressuđ í mjög fínan steypusand og í var hellt brćddum málinum. Síđan var allt pússađ. Ađrir hlutar voru mótađir í vax, sem leirkápa var sett utan um. Málminum var hellt í mótin, og ţegar málmurinn var kólnađur var leirkápan slegin af. Hólkarnir eđa kjarni ljósahjálmanna, sem gátu veriđ margir, voru steyptur úr tveimur hlutum sem settir voru saman og síđan renndir á rennibekk. Ljósaskálar, kertapípur, og skreyti t.d. trjónan neđst eđa myndin efst, sem gat veriđ ljón eđa madonnumynd, voru steypt sér og rađađ á járnteininn.

Selárdalshjálmurinn er til ađ mynda gerđur úr 32 sjálfstćđum einingum fyrir utan járnteininn. Allt ţurfti ađ smellpassa og ţeir sem bjuggu til hjálmana merktu t.d. slíđrin á einum hólkhringnum međ 1-6 skorum og 1-6 merki voru síđan höggvin á armana, ţar sem ţeir voru festir á slíđrin. Ţetta sést vel hér ađ neđan á hólkunum tveimur sem eru frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, sem er ađ finna á Byggđasafninu í Skógum.   

Núpakot teikning b
Tveir hlutar úr stofni ljósahjálms frá Núpakoti undir Eyjafjöllum sem nú er ađ finna í Byggđasafninu í Skógum. Samanlagt eru ţessir hlutar nćr 17,1 sm ađ hćđ og gćti hjálmurinn ţví međ frá toppmynd niđur ađ dýrstrjónu hafa veriđ um 40-50 sm langur. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982.
Núpakot bb
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982
 
Viđ höldum áfram
eftir nokkra
daga
*

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband