Færsluflokkur: Bloggar
Illa að aftökum staðið - ja hérna
26.2.2021 | 11:30
Morgunblaðið hefur boðið lesendum sínum miður skemmtileg skrif meðan að COVID hefur geisað. Ábyrgur er ungur ritstjóri sem ritar sem ólmur væri um nasista og heri þeirra. Blaðamaðurinn var ekki alls fyrir löngu ráðinn fréttastjóri stafrænna frétta. Fyrir utan að stýra stafrænum fréttum með myndabrag birtir Morgunblaðið/hann sjálfur ógrynnin öll af greinum eftir hann/sig um síðari heimsstyrjöld og sér í lagi um heri Þriðja ríkisins.
Kannski er enn mikill áhugi á Þýskalandi Hitlers á Íslandi, þótt hann sé vonandi annars eðlis en hann var á liðinni öld.
Nú síðast kom út grein um Nürnbergþréttarhöldin eftir hinn unga fréttastjóra, og vonast maður þá til þess að sagnfræðilegar greinar ritstjórans, sem er með íslenskt stjórnmálafræðipróf upp á vasann fari nú að fækka.
Inngangsorð greinarinnar um Nürnberg-réttarhöldin í Morgunblaðinu í dag eru þessi:
Alþjóðaherdómstóllinn kom saman í rústum Nürnberg í Þýskalandi 20. nóvember 1945 hvar réttað var yfir þeim lykilmönnum Þriðja ríkisins sem enn voru á lífi. Dómar voru kveðnir upp 1. október 1946. Af þeim 22 sem sóttir voru til saka voru 12 dæmdir til hengingar, sjö til fangelsisvistar, ævilangt og niður í 10 ár, og þrír voru sýknaðir. Þeir sem sáu um hengingarnar tilheyrðu sérstakri aftökusveit innan Bandaríkjahers. Ýmislegt þykir þó benda til þess að illa hafi verið að aftökunum staðið og má að líkindum kenna vankunnáttu böðulsins um. Jarðneskar leifar hinna dæmdu voru svo fluttar á brott með mikilli leynd.
Í greininni í Morgunblaðinu í dag er kafli sem ber fyrirsögnina:
"Klúðursleg vinnubrögð skiluðu margra mínútna pyntingu"
Alls endis sögulaus fréttastjóri netfrétta Morgunblaðsins telur greinilega að réttameðvitund nútímans hafi átt við árið 1946.
Morð á 6 milljónum gyðinga sem skipulagt var í þaula af þeim sem fengu "klúðurslega margra mínútna pyntingu", urðu til þess að við höfum í dag alþjóðasáttmála til að koma í veg fyrir grimmdarverk eins og þau sem framkvæmd voru og skipulögð af þeim sem voru "klúðurslega pyntaðir".
Er réttarmeðvitund ungs íslensks stjórnmálafræðins virkilega á því stigi, að hann hafi áhyggjur af því hvernig þeir, sem báru ábyrgð á dauða milljóna manna í síðara heimsstríði, voru hengdir?
Miðað við alla þá sem nasistar hengdu á ýmsan hátt, jafnvel upp á kjötkróka, svo ekki sé talað um alla þá sem teknir voru af lífi með gasi, barsmíðum, kúlnaregni osfr, þá virkar það sem andlega snubbótt meðaumkun með fjöldamorðingjum, að íslenskur fjölmiðill a 20. öld sé að velta fyrir sér að "illa hafi verið að aftökunum staðið" á helstu böðlum 20. aldarinnar.
Einnig talar höfundur greinarinnar um, að þeir sem dæmdir voru í Nürnberg hafi unnið hermdarverk. Með orðinu hermdarverk er fyrst og fremst átt við skemmdarverk og hryðjuverk.
Jú, mikið þarf nú að ganga yfir mann og skil ég nú betur að lögreglustjórar Íslands og saksóknarar hafi aldrei fengist til að lögsækja fólk sem gerst hefur sekt um t.d. gyðingahatur og helfararafneitun. Það voru víst aðeins meira en hermdarverk (sabotage) sem nasistasvínin voru hengd fyrir - og því miður allt of fá þeirra.
Það eina klúðurslega var, að ekki voru hengd eða skotin fleiri illmenni nasista og meðreiðarsveina þeirra frá fjölda landa Evrópu.
Síðustu orð eins böðulsins rangfærð í Morgunblaðinu
Aðalböðullin í Hollandi, Austurríkismaðurinn Arthur Seyss-Inquart lét þessi orð falla áður en hann var hengdur:
"Dauðadómur með hengingu ... jú, í ljósi alls ástandsins, bjóst ég ekki við neinu öðru. Það er allt í lagi".
Þessari setningu greinir fréttastjóri netfrétta Morgunblaðsins lesendum ekki frá, en velur hins vegar að gefa okkur aðra setningu sem höfð hefur verið eftir Arthur Seyss-Inquart en sem er kolröng og tengist það vankunnáttu bandarískra sagnfræðinga á þýsku. Netfréttastjórinn heldur því fram, að Seyss-Inquart hafi sagt Ég vona að þessar aftökur séu síðasti harmleikur seinni heimsstyrjaldar og að lærdómur styrjaldarinnar verði sá að ríkja verður friður og skilningur á milli manna. Ég trúi á Þýskaland.
Þetta er rangt eftir haft hjá netfréttastjóranum. Eftirfarandi klausa er hins vegar það sem sem Seyss-Inquart sagði í raun og veru:
Og nú skulda ég væntanlega aðra yfirlýsingu um afstöðu mína til Adolfs Hitler. Þegar hann sá mælikvarðann á alla hluti eingöngu í sjálfum sér, sannaði hann þar með að hann var ófær um að gegna afgerandi verkefni fyrir þýsku þjóðina, já jafnvel fyrir Evrópu? Ellegar var hann maður sem, til einskis, með óskiljanlegu óhófi barðist gegn straumi óhjákvæmilegra örlaga?
Fyrir mér er hann [Hitler] enn maðurinn sem gerði Stór-Þýskaland að staðreynd í sögu Þýskalands. Ég hef þjónað þessum manni. Og nú? Ég get ekki hrópað í dag krossfestið hann vegna þess að ég hrópaði Hósanna í gær. Að lokum vil ég þakka verjendum mínum fyrir þá umhyggju og varúð sem hann hefur sýnt mér til varnar. Síðusta orð mín eru sú meginregla sem ég hef alltaf gengið út frá og verð áfram trúr til síðasta andartaks míns: Ég trúi á Þýskaland. (Sjá hér).
Morgunblaðið verður að gera betur!
Bloggar | Breytt 28.2.2021 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mjólk er góð
24.2.2021 | 19:17
Fornleifur þarf ekki að minna íslenska skyrgáma á að hvíti sveitadreitillinn er bráðhollur fyrir Íslendinga. Undantekningar eru þó á kúamjólkurþoli landsmanna. Ritstjóri Fornleifs er til dæmis svo mikill útgeldingur að genin í honum þola ekki smáskammt af laktósa og að því leyti er hann eiginlega hálfgerður Kínverji. Hins vegar eru genin í ritstjóranum svo fjölbreytt að hann ku aftur á móti hafa mikinn blendingsþrótt. Það getur hann heldur ekki nýtt sér, enda algjör bindindismaður á alls kyns lóðarí, svo á kynbótahrútspunginn hefur ekki látið reyna nema til þess allra nauðsynlegasta og lögbundna með Drottins blessan.
Þjóðminjasafnið auglýsti sig dálítið eins og kynbótarolla frá SÍS á 10. áratug síðustu aldar, áður en safninu var lokað vegna viðgerða og framfarar. Guðmundur Magnússon settur þjóðminjavörður var mikill hvatamaður fyrir auglýsingar enda þær tímans tákn á hans starfsárum. Búið var til nýtt merki safnsins, nýtt bréfsefni og starfsmenn fengu stakkavís af vísitkortum og handfylli nælum með nýja merkinu og jafnvel fána ef þeir vildu slíkt pjátur. Ekki þótti mér merki þetta besta hönnun sem ég hafði séð - og svo fór merkið fyrir brjóstið á enn öðrum, sem töldu sig geta lesið upphafsstafina mína VÖV, er merkinu er snúið 90 gráður (sjá hér).
Eitt sinn er ég kom heim á Frón í lok síðustu aldar, voru allir farnir að syngja einhverja málverndarþjóðernissöngva með mjólkurívafi. Börnin þömbuðu síðar mjólk með þjóðlegum upplýsingum um Þjóðminjasafnið. Henni var hellt í bunum út á "seríósið" á morgnanna meðan að börnin dreymdi um að verða fornleifafræðingar eftir lestur á stuttri en fróðlegri málsgrein aftan á fernunni.
Ein fernukynningin var um Stöng í Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Þar komu loks réttar upplýsingar um endalok búsetu í dalnum.
Þegar Guðmundur Magnússon hætti sem þjóðminjavörður gleymdist þessi upplýsing, og rugl og kjaftæði er það sem fólk fær að vita um minjar í Þjórsárdal í dag á Þjóðminjasafni í einhverjum tortúrklefa fávisku - og það þó að aðrir fornleifafræðingar og jarðfræðingar hafi ný fyllilega viðurkennt enduraldursgreiningu mína á eyðingu byggðar í Þjórsárdal - en án þess að vitna í mig. Sjón er sögu ríkari á það fyrirbæri, en sjónin verður að vera góð, því vart sést nokkuð í sýningarbásnum í blóðrauðri skímunni. Bregðið ykkur á safnið (ef það er opið/þegar það opnar) og skoðið Þjórsárdalsklefann vandlega (hafið með ykkur vasaljós).
Þjóðminjasafnið er eins og allir vita mjög nokkuð flókin stofnun með enn flóknari sögu. Ástandið þar batnaði mjög um tíma þegar Guðmundur Magnússon var settur þjóðminjavörður. Svo komu forn öfl í Sjálfstæðisflokknum "sínum fornmanni", Þór Magnússyni, aftur á jötuna. Hann brilleraði í lokin og strandaði skútunni með stíl eins og siður er meðal margra í flokknum á bak við hann. Síðan kom einhver rauðhærð kona með pungapróf í fornleifafræði og gerði safnið að varðveislueiningu á gamlar kreddur, endurtekinn sannleika og jafnvel sögulegan skjannahvítaþvott. Því miður notaði hún mestan tíma sinn í að reka fólk á stofnuninni með eldheitu skapi sínu og til að vinna með hinum þrælkynæsandi stofnanda Miðflokksins í sérverkefnum úti í bæ. Það þótti henni ætti að launa með prófessorstitli úr Háskóla Íslands, sem hún fær ugglaust þegar verðlaunahrútur Miðflokksins kemst til valda. Sú rauðhærða þótti reyndar svo góð í brottrekstri að hún var fengin í að reka fólk frá öðrum stofnunum sem verið var að reyna að kála. Það var vitaskuld ekki mjólkinni að kenna - og nú er hægt að kaupa laktósafrítt líka ef menn eru enn á spenanum.
Mjólk bætir stundum allt, og slekkur bruna. Kannski væri ekki svo vitlaust að klína fræðslu á mjólkurhyrnur að nýju, t.d. um stöðvar fyrir landnám og nýjustu aldursgreininguna á landnámslaginu, þá tuttugustuogfimmtu. Til að halda jafnvægi væri líka hægt að sýna nokkur handrit (þ.ó ekki leyniskjöl menntamálaráðherra um fyrirætlaða handritakröfu á hendur Dönum, því það er harðbannað).
Börnin þurfa að lesa eitthvað bitastætt með seríósinu.
Auglýsingin fræga frá MS, þar sem börnin dást að þjóðmenningu og syngja tandurhreina íslennnnnnzku eins og hrein meyja úr Hörgárdal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vel kemur oss nú refillinn inn góði
21.2.2021 | 06:57
Nú komu svo sannarlega gleðitíðindi fyrir okkur sem saumum mikið í og að.
Með einu klikki er hægt að fara suður í Normandí til að fá refill á fræðin með því að skoða Bayeaux-refilinn í smæstu smáatriðum.
Ég man þá tíð er ég keypti refilinn í 10 cm. hárri bók, sem var hins vegar 30 sm. breið, þar sem refillinn var allur samanbrotinn. Það þótti framför um 1980. Refillinn er í raun um 70 metrar að lengd, en í bókinni var hann nokkrir metrar.
Skoðið nú refilinn hér.
Þið sjáið svo efst að þær skemmtu sér stúlkurnar sem saumuðu refilinn, hvort sem það var nú á Englandi eða í klaustrinu Saint Florent de Saumur í Leirudal. Við skulum ekki spinna meira um það hér - en er þetta ekki Sir Roy af Chippendale í eigin persónu? Er nokkuð þessu líkt á Njálureflinum á Hvolsvelli?
Vilhjálmur fer til Bægisár/Bæjar (fr. Bayeaux/lat. Bagias)?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Draumaráðningar í íslenskri minjavernd
2.2.2021 | 08:22
Ritstjórn Fornleifs, alveg eins og hún lagði sig í sófann, horfði á þáttinn Fyrir alla muni í Sjónvarpinu 31. janúar 2021 og hélt sig vera að dreyma (sjáið þáttinn í heild sinni hér meðan að það er hægt).
Þátturinn fjallaði um silfur Egils Skallagrímssonar og leitina að því meðal annars eftir draumsýn konu í Mosfellsbæ. En í rauninni sýndi þátturinn best getuleysi Minjastofnunar og hybris sumra fornleifafræðinga sem vita minna en þeir halda sjálfir að þeir geri.
Ég rauk strax til eftir að hafa séð þáttinn í sjónvarpinu og fann hér áhugaverða klausu úr einni af dagsskýrslum Minjaverndar Ríkisins 2019, því ég taldi mig áður hafa lesið um slíkar draumarannsóknir:
Berdreymin stúlka í Hafnarfirði hafði samband við Minjavernd Ríkisins og sagðist vita, hvar Gunnar hafði hoppað upp á nef sér í öllum herklæðum sínum. Stína sagði OK og vá! við fórum austur og grófum prufuholu (1x1 metra). Kiddi hoppaði ofan í holuna, en sá svo sem ekkert nema gjóskulag afar ógreinilegt, en þegar ég kom upp úr holunni dró sól fyrir ský og Stína sá að tvö fótarför voru í botni holunnar sem var svona 1.20 metrar að dýpt og mjókkað neðst. Við fundum þarna greinileg fótspor manns sem hafði tvístigið og jafnvel valhoppað. Hann var á einhverskona fornskóm með mynstri austrænu, stærð 41. Næsta dag, er við komu aftur í Hlíðina, hafði rignt um nóttina svo sporin sáust ekki lengur. Við flettum upp í Kuml og Haugfé en fundum ekkert um fótspor; Kiddi taldi sig hafa séð áletrun á fótsporinu, NOKI eða eitthvað sem gæti líkst því".
Til að eyða öllum misskilningi, þá er færslan hér að ofan skoplýsing - en þetta gæti vitaskuld vel hafa átt sér stað, því Minjastofnun Íslands, undir stjórn Kristínar Sigurðardóttur, rýkur út og grefur holur á kostnað skattborgaranna ef kerlingu í Mosfellsbæ dreymir silfur. Það er nú fest á filmu og væri við hæfi að stofnunin sendi ritstjórn Fornleifs skýrsluna yfir draumarannsóknina, því Egill er forfaðir okkar allra.
Ég held að það sé ekki aðeins okkur sem leikur forvitni á því hvernig draumafornleifafræði íslensk fer nákvæmlega fram.
Er ekkert stofnanaeftirlit á Íslandi hlýtur að vera spurningin sem vaknar?
Stofnun sem veitir þáttargerðarmönnum, sem eru að búa til alþýðlegan skemmtiþátt, leyfi til að leita að silfursjóðum með málmleitartæki, fer ekki að lögum. Það er svo ekki í fyrsta sinn að lög eru brotin af Minjastofnun Íslands. Stjórnsýslan í minjamálum er orðin einhvers konar geðþóttafyrirgreiðsla eins og svo margt annað í íslensku þjóðfélagi: Lög eru sett á Íslandi til að brjóta þau eða beygja að vild.
Nú eru íslenskir fornleifafræðingar farnir að trúa, en augsjáanlega mest á sjálfa sig.
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur (á efstu mynd efst með Ray-Ban sólgleraugu), sem hinn sæmilega vantrúaði þáttastjórnendi (Viktoría Hermanns) tók viðtal við til að nálgast einhverja sérfræðiþekkingu, trúir að eigin sögn Egils-sögu sem áreiðanlegri heimild. Við því er lítið að gera, þegar að fyrir löngu síðan er komið í tísku meðal margra fornleifafræðinga á Íslandi að trúa ruglinu í sjálfum sér t.d. eskimóakonum á spítala á Íslandi og Allah-perlum í stórstöðvum austur á landi svo eitthvað sé nefnt.
Blind trú á ruglið í sjálfum manni og ástundun fræðakukls eru víst orðin grundvallaréttindi á okkar tímum. Vísindi og fræði, þar sem tilgátur krefjast sönnunar, áður en menn fara að tala um "kenningar sínar" með staðhæfingum og án þekkingar á því sem áður hefur verið rannsakað, hafa færst í vöxt á Íslandi. Og það ekki aðeins í fornleifafræði. Hvaða vísindi fær t.d. íslenska lækna til að setja órannsakaða plastbarka í helsjúkt fólk í samvinnu við einhvers konar pylsugerðarmeistara frá Ítalíu?
Við sjáum þessa miklu trú á "sjálfið" er Vala Garðarsdóttir, sem ég hefði annars ekki trúað slíkri trú upp á, færir eftirfarandi rök fyrir alþjóð í sjónvarpsþætti:
"Af hverju ætti hann [Jón Grunnvíkingur] að vita að Anslaf [sic] væri konunganafn Ólafs Kvaran. Það vissi enginn á 18. öldinni."
En hvernig veit Vala Garðarsdóttir það með vissu að enginn á 18. öldinni hefði ekki sett samasemmerki á milli "Anslafs" og Ólafs Kvaran? Að heyra svona staðhæfingu er eins og römm klípa í gamlan fræðilegan afturenda minn, svo óþægileg að staðhæfingunni verður þegar að andmæla - Því ekki er nóg með að einhverjir á 18. öld hafi vitað hver ANLAV var. Aðrir vissu það líka á þeirri 17. Svo situr íslenskur fornleifafræðingur fyrir utan Þjóðminjasafnið í sjónvarpsþætti og sýnir alþjóð að hann veit ekkert.
Hitt er svo annað mál að það voru Erlendur eða Jón sem tengja ANLAV-myntir við frásöguna í Eglu á silfurkistum Egils.
Nú er svo komið að það liggur við að maður nái í góðan miðil til að komast í beint samband við Jón Ólafsson Grunnvíking. Draugur hans mun víst enn halda sig í námunda við Sívalaturn í Kaupmannahöfn. Ég lofa samt engu, en læt ykkur vita ef ég rekst á Grunnavichensis afturgenginn. Ég mun svo sannarlega reka úr honum garnirnar um þessa Anslafs-mynt sem Erlendur bróðir hans sá árið 1725 og Jón ritaði um árið 1753.
En áður en ég kemst í beint samband við Jón handan við móðuna miklu, leyfi ég mér að benda á að Jón Ólafsson og bróðir hans Erlendur, sem um tíma var með honum í Kaupmannahöfn, gætu báðir hafa séð með eigin augum, ellegar lesið um myntir úr sláttu Ólafs Kvarans með áletruninni ANLAV. Einkamyntsöfn voru til á 18. öld í Danmörku og enduðu flest þeirra í Det Kongelige Møntkabinet sem var stofnað árið 1782.
Kristján Eldjárn, okkar mikli mentor, skrifar einnig eftirminnilega í neðanmálsgrein í doktorsritgerð sinni í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, Kuml og Haugfé, um meintan fund á mynt í Mosfellsdal sem Erlendur Ólafsson frá Grunnavík var heimildamaður fyrir:
Jóni Ólafssyni eða heimildamanni hans, sem var Erlendur bróðir hans, gat verið kunnugt um frásögn [Thomas] Bartholins [hins yngra] af írskum peningum með áletruninni ANLAF CVNUNG (Antiqvitatum Danicarum libri tres. Hafniæ MDCLXXXIX, P. 464) 1689 annaðhvort beint eða af tilvitnum Páls Vídalíns til hennar (Skýringar yfir fornyrði lögbókar, Reykjavík 1849, bls. 132); [Fornleifur skýring: Páll Vídalín (1667-1727) var höfundur] Ég þakka Jakob Benediktssyni fyrir að hafa bent mér á þessi rit.
Í stað þess að trúa Egils-sögu, leyfi ég mér að benda auðtrúa íslenskum fornleifafræðingum, sem í stundaræði í sjónvarpsþætti telja sig hafa höndlað sannleikann, að lesa Kuml og Haugfé (sem á margan hátt stendur fyrir sínu).
Hér er ljósmynd af bls. 464 í 2. bók Antiqvitatum eftir Thomas Bartholin hinn yngri (þess er átti Möðruvallabókarhandrit um tíma og gaf Árna Magnússyni það). Á þessari blaðsíðu greinir frá mynt með áletruninni ANLAF CVNVNC. Þetta er auðvitað allt á latínu og kemur því ekki að miklum notum á meðal íslenskra fornleifafræðinga, sem fæstir hafa lært latínu sér til gagns. Svo engum vafa sé undirorpið og fólk haldi ekki að kerlingarbækur á 21.öld séu trúanlegri en Páll Vídalín á 18. öld eru hér opna úr bók sem hann ritaði handrit að, en það var ekki gefið út fyrr en 1849. Stækkið með því að láta músina snerta myndina og lesið um vitneskju Vídalíns, á 18. öld, neðst á bls. 132 og efst á 133.
Þar sem mér heyrðist á þættinum Fyrir alla muni, að ekki væru menn alveg með það á hreinu hver ANLAF, eða Anslafr eins og Jón Grunnvíkingur kallar nafnið á mynt sem fundist mun hafa árið 1725 og hann skrifar um árið 1753 væri, þá er hér smávegis fróðleikur: Anlaf var einnig þekktur sem Amlaíb mac Sitric og var uppi á um 927 980. Hann var að hluta til af norskum ættum og hét upp á norrænu Óláfr Sigtryggsson (hinn rauði), en hann var einnig þekktur á gelísku sem Amlaíb Cuarán, eða Óláfr Kvaran. Hann var konungur á Norðimbrulandi og í Dyflinni, þótt Egils saga telji hann konung Skota.
Því verðu einnig fyrir alla muni að bæta við að annar konungar en Ólafur Kvaran notuðu fornensku myndina af nafninu Ólafur, ANLAF, á myntum sínum, t.d. sá konungur sem á norrænu kallast Óláfr Guðrøðsson, og sem einnig hefur verið kallaður Olav Gudfrithson af enskum - og upp á írsku Amlaíb mac Gofraid. Hann var hertogi/konungur í Dyflinni 924-939.
Myntin sem Jón Grunnvíkingur segir bróður sinn hafa séð árið 1825 og sem hann skrifar um eftir minni árið 1853 gæti einnig hafa tilheyrt allt öðrum ANLAF (Anslafri) en Ólafi Kvaran hinum rauða.
Úr sláttu Ólafs Kvarans (sem líka var ANLAF) og hér fyrir neðan slátta Ólafs Guðröðarsonar.
Fróðum mönnum í Kaupmannahöfn á 18. öld, t.d. Jóni Grunnvíkingi og Páli Vídalín uppi á Íslandi, treysti ég vel til þess að hafa gert sér fulla grein fyrir því að mynt sem ber áletrunina ANLAF CVNVNG, sem Jón gæti vel hafa lesið um hjá Thomas Bartholin jr. eða jafnvel sjálfur séð, væri úr sláttu Ólafs konungs Kvarans.
Bartholin hafði á 17. öldinni þegar tengt nafnið ANLAF Dyflinnarkonungum eins og þið og Vala Garðarsdóttir getið lesið hér að ofan. Ef menn hafa getað greint Dyflinnarkonunginn ANLAF á 17. öld hefur Jón, sem umleikis hafði handritaarf Íslendinga, vitað að þar var aðeins um tvo konunga að ræða.
Vala Garðarstóttir gerir að mínu mati lítið úr vitneskju fyrri tíma manna, og það vegna eiginvankunnáttu - en hún trúir greinilega frekar ruglinu í sjálfri sér? Þess konar trú er orðin reginvandamál í íslenskri fornleifafræði.
Ég er að verða of seinn í andaglas
Æi krakkar, nú er klukkan að verða margt. Ég þarfa að fara að hlaupa. Mér var nefnilega boðið ásamt þremur gömlum kollegum í mat og andaglas til að finna eitthvað annað gamalt og sem glittir í, t.d. hið heilaga Gral, sem einnig hefur verið leitað að á Íslandi, en án árangurs.
Mig langar í glasinu í kvöld að spyrja Njál á Bergþórshvoli um nokkur smáatriði í Njáls Sögu um hann og Gunnar. Ég mun lesa í bolla vina minna að íslenskum sið og segi sömuleiðis frá því víðar að íslensk minjayfirvöld geri berdreymnum stúlkum létt fyrir að fá leyfi til að leita að óáföllnu silfri sem þær fá pata af í heiftarlegum svefnleikjum sínum með stórum Víkingum að handan.
Á meðan eiga ekta fornleifafræðingar með próf upp á skeið, sköfu og skóflu í mestu erfiðleikum með að fá leyfi til að stinga niður reku. Látið ykkur dreyma elskurnar mínar. Sweet dreams!
Og hér eru að lokum áhugaverðar upplýsingar um draumaráðningar skyldi íslenska fornleifafræðinga fara að dreyma óáfallna silfursjóði. Munið svo gamalt húsráð Framsóknarflokksins og áfallna ættingja Framsóknarmanna í öðrum flokkum: Ef fallið er á silfrið, er það ekki íslenskt. Íhaldið ætti heldur ekkert að segja neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýri
25.1.2021 | 09:20
Þann 17 janúar sl. horfði ég á þátt í röðinni Fyrir alla muni, sem var sýndur í Sjónvarpi. Þætti í þessari röð hef ég horft á áður og í sannleika sagt þótt frekar þunnur þrettándi. En þátturinn sem hér um er fjallað (sjá hann hér meðan að hægt verður) var reyndar aðeins betri en fyrri þættir í þessari röð hafa verið.
Í þetta sinn var fjallað var um stýrishjól úr skipi í eigu manns í Reykjavík. Eigandi stýrisins (rattsins), Ingi Ingason, er barnabarn Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, ráðherra, sendiherra i Frakklandi m.m. Ingi hafði fengið þá sögu með sér úr föðurhúsum, er hann erfði hjólið, að það væri líklega úr Pourquoi Pas? sem fórst árið 1936 við Álftanes á Mýrum (en ekki á Álftanesi og Mýrum líkt og stendur í frásögn RÚV um þáttinn (sjá hér og skjámyndina hér neðar).
Skiltið á Pourquoi Pas? (hinu fjórða) með áletrunni ´Fyrir Heiðurinn og Föðrulandið´ fannst rekið á Álftanesi á Mýrum árið 1936 og sést það illa farið á ljósmyndinni efst.
Margir Íslendingar kunna mjög vel sögu skipsins og strandsins árið 1936. Þátturinn um meint stýri úr Pourquoi Pas? bætti þar litlu við. Þetta var mestmegnis þvaður um "stýri" sem Albert Guðmundsson hafði keypt sem "stýri úr skipi" sem stýrishjólið tilheyrði reyndar aldrei.
RUGLIÐ Á RÚV gerir það ekki endasleppt. Skjámynd af frétt RÚV um þáttinn. Er þetta hægt í efni sem er unnið til sýninga hjá RÚV? - þ.e. að "stranda á skerinu Hnokka út af Álftanesi og Mýrum uppi í Borgarfirði" ?? Einnig er gegnum nær allan þáttinn talað um stýrið á skipinu, sem er allt annar hlutur en stýrishjólið (eða rattið eins og sumir kölluðu það) Menntun á Íslandi stendur greinilega á lægra stigi en hér áður fyrr. Til að skýra út fyrir landkröbbum, þá er stýri það sem Englendingar kalla Rudder, Danir og norðmenn kalla Ror og Hollendingar kalla Roer. Á frönsku er orðið fyrir stýri Gouvernail (sem er komið úr latínu Gubernacula). Stýrishjól er hins vegar allt annar handleggur. Frakkar tala t.d um Barre de gouvernail eða bara Bateau. Þess má einnig geta að Frakkar, sem skrifa af vanefnum um skipsskaðann árið 1936, rugla Álftanesi á Mýrum við Álftanes í núverandi bæjarfélaginu Garðabæ.
Þessi fornleifafræðingur, sem að mestu heldur sig ofansjávar og fjarri fósturlandinu, horfði á þáttinn 17. janúar, og það þrátt fyrir óvægan dóm minn á fyrri þáttum, sem sumir hverjir voru hrein hörmung. En þótt þátturinn nú hafi verið nokkuð áhugaverður, voru efnistökin ekki nógu fræðileg. Það eina sem gnæfði yfir hálfgerða æsifréttamennsku þáttastjórnandanna voru vís orð Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings, sem benti á að ef hlutur sé horfinn frá/úr upphaflegu samhengi sínu, væri oftast nokkuð erfitt að segja til um samhengið. Mér þótti samt nokkuð skondið að Ragnar var samt nokkuð heitur fyrir því að stýrið væri jafnvel úr Pourquoi-Pas?
Viðtali við konu um vel þekktan máf um borð á Pourquoi Pas? hefði nú eiginlega verið hægt að sleppa, ef þáttastjórnendur hefðu haft fyrir því að lesa t.d. bók Illuga Jökulssonar um skipið og endalok þess - kannski bara Laxness, þó svo hann hafi ekki verið ólyginn - eða leitað á Timarit.is eftir upplýsingum. Það er ekki nóg að senda bréf til Frakklands. Fólks sem fæst við að búa til skemmtiefni með fræðilegu ívafi, verða líka að eyða örlitlum tíma í lestur og smá grúsk.
Með mikilli fyrirhöfn (bréfaskriftum til Frakklands) var haft upp á tveimur ljósmyndum sem sýndu stýrishjólið í stýrishúsinu miðskips á Pourguoi Pas?, en þær voru teknar löngu fyrir 1936. Síðan bárust þáttarstjórnendum upplýsingar frá Frakklandi um að skip sem bar nafn Jean-Baptiste Charcot hefði verið byggt árið 1908. Það skip var síðar leigt út til Noregs og síðar framleigt til Íslands. Á Íslandi fór þetta skip í slipp, þar sem fóru fram á því miklar endurbætur. Líklegast má því telja að stýrið sem þátturinn var spunninn utan um hafi komið úr Jean-Baptiste Charcot, en ekki Pourguoi Pas?.
Charcot við stjórnvölin á Pourquoi Pas? árið 1910 við strendur Chile.
En ef haft hefði verið samband við ofansjávar-fornleifafræðinginn sem þetta ritar, hefði hann getað bent leitandi sálum á ljósmynd af aftara stýrishjólinu (sem var beint yfir aftara stýrinu og beintengt í það) á Pourquoi Pas?.
Áður en ég sá þáttinn um stýrishjólið þann 17.janúar 2021 var ég búinn að finna mynd af Jean-Baptiste Charcot við aftara stýrið um borð á Pourquoi Pas árið 1910 úti fyrir ströndum Chile. Myndin var tekin í Öðrum leiðangri Jean-Baptiste Charcot til Suðurskautslandsins á Pourquoi Pas? (4. skipinu með því nafni), en smíðum á því var lokið árið 1908. Það var einmitt sama skipið og fórst árið 1936 við Íslandsstrendur. Þó myndin sé ekki skýr, er ljóst að árið 1910 hafi aftara stýrishjólið á Pouguois Pas? heldur ekki verið það sama og það sem er í eigu Inga Ingasonar.
Af hverju fann þáttagerðarfólkið ekki þessa mynd? Hana er auðveldlega hægt að finna með hjálp Google og lágmarks frönskukunnáttu? Ef menn gera heimildaþætti, er Google hentugt hjálpartæki. Kannski treystu þáttastjórnendur ekki upplýsingum úr leitarvélinni margfrægu? Mig grunar að þau hafa breytt þættinum töluvert og klippt til, þegar þau fengu bréf frá fróðum mönnum í Frakklandi.
Það er auðvita mest gaman að gera sjónvarpsþætti og vera ekkert að eyða spennunni og skemmtun þegar í fyrsta hlutanum með sannindum. Sjónvarp og uppspuni eiga best saman. Spenna og skemmtun er það sem fólk vill fá - frekar en blákaldar og leiðinlegar staðreyndir. Ákveðinn fjöldi fólks í þjóðfélögum vill líka alltaf láta ljúga að sér. Kannski veiti ég einhverjum litlum hópi grúskkarla með sannleikann sem þráhyggju skemmtun og fullnægingu með því að benda á að einnig sé til mynd af aftara stýrishjólinu á Pourquoi Pas? og ekki bara ljósmyndir af fremra hjólinu, sem sýndar voru í þættinum af stýrinu miðskips. Svo getur restin látið ljúga að sér hverju sem vera vill.
Stýrishjól hafa oft gengið kaupum og sölum. 2. febrúar árið 1978 var hinn vel þekkti kaupahéðinn Magni R. Magnússon í Frímerkjasölunni að reyna að losa sig við stýrishjól með smáauglýsingu í Dagblaðinu. Um tíma voru seld á Íslandi "puntuhjól fyrir gervisjóara" sem aldrei höfðu migið í saltan sjó migið. Ætli Magni hafi selt einhverjum slíkt hjól í það skiptið, eða var hann með hjólið góða úr Slippnum?
Ég tók svo eftir því, að það var ekki bara ég sem hnaut um ýmsar vitleysur í þættinum um Pourquoi Pas. Á FB heiðursmannsins Jóns Viðars Jónssona voru áhugaverðar athugasemdir varðandi þáttinn. Ég vona að fólkið á bak við Fyrir alla muni, læri fyrir alla muni af þessari gagnrýni minnig og rausi og geri betur næst.
Þegar ég var í París í febrúar pestarárið 2020, vissi ég ekki enn að J. B. Charcot var borinn til hinstu hvílu í kirkjugarði neðst við Montmartre norðanvert, aðeins smáspöl frá íbúðinni sem ég var í efst á fjallinu. Næst geri ég kannski sjómanna´onnör í kirkjugarðinum, en ekki fyrir alla muni.
Myndirnar hér neðst, sem eru frá útför áhafnar Pourquoi Pas? (utan eins manns sem bjargaðist) og heiðursverði við skipshlið í Reykjavík, hafa ekki birst áður. Þær eru úr dagbók dansks diplómats sem var nýkomin til starfa á Íslandi, er Pourquoi Pas? fórst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurning varðandi Ruth Rubin
21.1.2021 | 08:07
Endurtekið efni: Hér er gamalt efni. Þennan greinarstúf birti ég árið 2008 á postdoc.blog.is
Annað var upp á teningnum fyrir fyrir u.þ.b. 16 árum, þegar farið var fram á rannsókn á máli meints stríðsglæpamanns á Íslandi sem hafði gerst íslenskur ríkisborgari eftir að hann strandaði hér á leið til Venezuela. Gömlum vitnisburði og skýrslum var til að byrja með hafnað sem KGB áróðri, t.d. af Morgunblaðinu, sem dældi út rógi um Simon Wiesenthal stofnunina. Lögfróðir menn, sem leitað var til, töluðu gegn betri vitund og rannsókn málsins var dregin á langinn. Maðurinn, Eðvald Hinriksson, var t.d. ásakaður um aðild að morði á ungri stúlku, Ruth Rubin, sem var í haldi lögreglusveitar þess sem hann var meðlimur í. Evald Mikson hét hann, þegar sveit sú sem hann var í hóf gyðingamorð. Sveitin byrjaði á morðunum áður en Þjóðverjar voru almennilega búnir að ná yfirráðum í Eistlandi.
Mikson dó drottni sínum rétt eftir að Íslensk yfirvöld tóku við sér og ákváðu að líta á ásakanirnar á hendur honum. Þrátt fyrir að honum hafi verið hlíft við rannsóknum og réttarhöldum, skilgreina eistnesk stjórnvöld hann nú sem stríðsglæpamann.
Forseti vor og utanríkisráðherra höfðu, þegar mál hins meinta stríðsglæpamanns var í gangi, ýmislegt til málanna að leggja. Hér og hér getið þið lesið hvernig málið leit út frá þeirra sjónarhorni. Leiðtogar Hizbollah áttu alla samúð Ólafs, eins og það kæmi eitthvað máli eistnesks stríðsglæpamanns við, og Ingibjörg víðförla var á því að gyðingar ættu engan einkarétt á helförinni eða þjáningu. Mun hún endurtaka það í Öryggisráði SÞ?
Algjör þögn virðist nú vera um mál stríðsglæpamannsins á Íslandi. Blaðamaður í fremstu röð, "sem þorði meðan aðrir þögðu" var næstum því búinn að missa vinnunna vegna þess að hann skrifaði um málið. Hann ætlaði að skrifa bók um efnið, en stendur nú í staðinn í því að skýra gjörðir yfirvalda í Kópavogi. Ég bíð eftir bókinni.
Af hverju fyllist íslenska þjóðin af hryllingi yfir barnamorði í Svíþjóð, þegar stór hluti hennar vill verja mann sem ásakaður var fyrir að hafa nauðgað stúlku og myrt?
Ég geri mér grein fyrir því að fjarlægðin í tíma og rúmi getur gert menn miskunnsamari gagnvart voðaverkum og sekt? Það, að hinn meinti stríðsglæpamaður var orðinn Íslendingur og átti syni sem voru duglegir íþróttamenn á heimsmælikvarða, hafði líka mikið að segja í sambandi við álit Íslendinga. Hann var "einn af okkur". Svo þekkist viðkvæðið: "Aðrir skulu ekki koma hér og segja okkur fyrir verkum". Það heyrðist nýlega þegar Íslendingur fékk sjö ár í steininum í Færeyjum fyrir aðild að kókaínsmygli. Hann hefði, samkvæmt lögfróðum Íslendingum eins og Brynjari Níelssyni og Sigurði Líndal, aðeins fengið innan við ár á Íslandi.
Það læðist að mér sá grunur að áhugi Íslendinga, og margra annarra, á fórnarlömbum og órétti stýrist t.d. af því hvaða þjóðflokkur hefur orðið fyrir órétti. Margir Íslendingar gráta frekar sænska stúlku en gyðingastúlku í Tallinn. Getur þetta verið rétt athugað hjá mér?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thor did not use a dysfunctional hammer
13.12.2020 | 14:52
I saw it coming: Me teaching the Norwegians some fundamental facts about the difference between a hammer and a cross.
In 1992 I wrote about the Icelandic artifacts for the catalogues of the Viking exhibitions in Paris, Berlin and Copenhagen in 1992 to 1993. The English version was entitled From Vikings to Crusaders. Among the artefacts from Iceland that I wrote about was as silver cross-shaped pendant from Foss in Iceland (see illustration at top of the article).
The Huse-cross
To my best of knowledge, I was the first archaeologist to point out the obvious relationship between the cross from Foss (Hrunamannaafréttur, S-Iceland; Þjms 6077) and a silver cross from Huse (Romedal, Hedmark/Innlandet fylke, Norway, C13216) Recently I became aware of a new find of a similar cross found at Nes in Ringsaker Kommune i Hedmark by a Danish metal detectorist, Ole Harpøth, (see article in Danish here) .
The Nes cross found by Ole Harpøth
Soon after the Kulturhistorisk Museum of the The University of Oslo informed me about still another cross found by a detectorist at Ven i Stange Kommune (C59393) of the same type as Mr. Harpøth´s metal-detector find and the cross from Huse.
The Ven-cross
Shortly thereafter learned that the Norwegian press has taken an interest in the hammer found by Ole Harpøth. But why calls something a hammer, when it looks like a cross?
I refuse to believe this growing group of now 4 cross-shaped artefacts are symbols for the Hammer of Thor. This is an obvious cross, with a cross-shaped opening in the middle (a diamond-shaped on the cross from Ven).
A hammer, where the handle protrudes over the socked hole (the eye) on top of the head of the hammer cannot be wedged (fixed). Such a cross-shaped hammer would plane and simple be dangerous to use. Every carpenter or smith knows that as a fact.
A Norse pre-Christian god like Thor (Þór), best for his deeds from 13th century records, would certainly not have flown around in his goat-cart battering giants with a dysfunctional cross-shaped hammer, even if Þór was gay like genderism has recently revealed. An expert hammer-hitter, gay, bisexual or straight, doesn´t use a hammer like that.
In any case other verified Thor´s hammer pendants (Þórshamrar), which in the medieval Icelandic literature was called Mjölnir, have no similarities with the three cross-pendants found in Norway and the cross from Foss. However, the confusion is great and the assumption that hammer pendants found in Scandinavia symbolize Mjölnir has been a subject to great scholarly dispute. Some scholars did not fancy the idea that the hammer-shaped pendants symbolized the Hammer of Thor. However, in 2014 after the discovery of the the runic-Thor´s Hammer found in Købelev on the Danish island of Lolland, there can hardly be more non-believers. It is so far the only pendant hammer-pendant bearing an inscription, which reads hmar x es = This is a hammer. Danish archaeologist Peter Pentz, of the National Museum in Copenhagen, in his well-known witty style, commented:
»Now we have it in writing, that what we believed were hammers in fact are hammers«.
Right on Peter!
Mjölnir from Købelev is a HAMMER.
Unfortunately non of the four cross pendants of the Foss/Innlandets fylkeskommune type (from Foss / Huse, Ven and Nes) have a runic inscription which states they are crosses. But come-on! A cross shaped object with a cross-shaped opening through the crossing of the arms. Can it be less clear? Not even the carpenter´s son, Jesus, most often connected to a cross, would hardly have approved of a tool like the alleged cross shaped hammers of 19th Century Norwegian art-historians. Dear Norwegians you cannot turn a cross into a hammer like you made Leifur Eiríksson (Leif the lucky Ericson) and Snorri Sturluson into Norwegians. Or like the Danes put it so nicely: Lad os lige slå det fast én gang for alle, with a proper hammer.
The crucifix of Saint Peter from Rauðnefsstaðir.The Crucifix was found by Icelandic poet and natural scientist, Jónas Hallgrímsson, in 1843. He donated it to the National Museum in Copenhagen, which turned it back to Iceland in 1930.
The archaeologists at the Cultural Section of Innlannet Fylke municipality (Kulturarvseksjonen ved Innlandet fylkeskommune) have as a preliminary assumption/suggestion pointed out that a simple lead cross pendant, found at Rauðnefsstaðir in Rangárvallarsýsla, S-Iceland, is of the same type as the Foss/Innlandet cross-pendant type. This is incorrect. The crucifis (not a cross) from Rauðnefsstaðir (wich by the way translates Rednose Farmstead) is a small, flat cross cast of lead and doesn´t have a cross-opening through the centre of the cross. Similar crosses have been found in Britain. However the crucifix-pendant from Rauðnefsstaðir is cast showing a man hanging upside down, which allegedly was the horrible fate of Saint Peter when he was crucified in Rome. It is a Saint Peter´s Crucifix. Quite possibly the four crosses of the Foss/Innlandet type can also be a St. Peter´s Cross (in theory). They might possibly have been some kind of a Saint Peter´s Key, in fact the Keys to Heaven, in an early Scandinavian version.
Vilhjálmur Örn Vilhjalmsson Ph.D. is the author of all but one article on the blog Fornleifur.
Bloggar | Breytt 14.12.2020 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2) Þegar draumur Laxness um Hollywood brast (endanlega) - Opið bréf til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar
25.11.2020 | 10:33
Vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag (25.11.2020), og reyndar líka vegna skrifa Björns Bjarnasonar á bloggi hans í dag, þar sem hann nefnir sömu heimildir og ég nefndi um daginn á Fornleifi fyrstur manna í "laxnessológískri" grein minni, sendi ég hér opið bréf. Morgunblaðið má gjarna birta það á prentuðum síðum sínum.
vegna greinar Halldórs Guðmundssonar í Morgunblaðinu í dag 25.11. 2020, langar mig vinsamlegast í þessu bréfi (sem er opið bréf) að benda honum á tvær greinar sem ég skrifaði á bloggum mínum sl. helgi. Lesa má þau hér og hér.
Þegar ég á sínum tíma las bók þína, Halldór, um Laxness, fékk ég á tilfinninguna að þú hefðir fyrst talið bréfin varðandi skattamál Laxness vera eldheitt efni, en að þú hefðir svo að einhverjum ástæðum orðið að temja trú þína, því smátt og smátt gegnum þrjá staði í bókinni dregur þú úr eftirvæntingunni um hvað var að gerast í BNA varðandi bréfin um skattagreiðslur Laxness af Sjálfstæðu Fólki í útgáfu Alfred A. Knopf.
Ég man ekki eftir því að þú hafir haldið því fram að Atómstöðin hafi ekki verið gefin út í BNA vegna íhlutunar íhaldsins - en það er einmitt það sem ritdeila Ólínu og Björns fjallar um. Þú hlýtur að sjá það. Menn mega ekki láta pólitískan rétttrúnað sinn skyggja á kjarna málsins í sagnfræði. En það er greinilega mjög erfitt á Íslandi í báðum herbúðum þegar báðar dýrka og tilbiðja Laxness sem sannleiksvitni.
Reyndar má ekki gleyma því að árið 1955 féll dómur í Hæstarétti yfir Halldóri Laxness sem dæmdur var til að greiða aukaskatta við þær gjaldeyrisgreiðslur sem hann hafði fengið. En sem hinn sanni "laumukapítalisti" sem hann var og hafði alltaf verið, hafði Laxness reynt að stinga fé undan skatti og þrálátlega neitað að borga.
Tiltæk gögn sem deiluaðilar, Ólína og Björn, nota á afar mismunandi hátt, benda ekki til þess að íhaldið hafi komið því til leiðar að Sjálfstætt fólk yrði ekki gefið út í Bandaríkjunum, þótt Bjarni Ben hafi verið að reyna að sýna að Laxness borgaði ekki skatta. Það síðarnefnda mistókst. Þetta var vitaskuld stórpólitískt mál - á Íslandi.
En ekkert bendir til þess að Laxness hafi verið vandamál fyrir FBI, þegar þeir voru með fyrirtækið Alfred A. Knopf undir smásjánni líkt og Björn Bjarnason bendir á í dag líkt og ég gerði um sl. helgi. Ég er ekki í vafa um að sá áhugi hafi fyrst og fremst verið vegna rótgróins gyðingahaturs Johns Edgars Hoovers, frekar en bókmenntalegs áhuga á höfundi eins og Laxness, sem Kanar "digguðu" bara ekki á árunum eftir stríð.
Karlar eins og Hoover veðjuðu eins og margir Íslendingar frekar á Hitler og hötuðu gyðinga í öllum gerðum meira en hinn "mikla bjargvætt" Þýskalands.
Þið sem skrifið um Laxness, sem leyfishafar eða í algjöru óleyfi, verðið að skilja, að Sjálfstætt fólk var aldrei metsölubók í BNA, þó sú kredda hafi verið langlíf. Hún var tilnefnd sem Book of the Month, af samnefndu auglýsingafyrirtæki. Sérfræðingar þess sáu vitaskuld eitthvað í Laxness, en ótíndur lýðurinn þar vestra, sem bókmenntamennirnir vildu selja bækur, vildi helst kúreka, klám og krimma og var mestmegnis í bíó að horfa á dansfífl sem dönsuðu í regninu í París.
Ég leyfi mér hér að vitna í mikilvægi Laxness fyrir íslenska vinstrimenn, þar til hann lét snúast út af glæpum Stalíns:
Kjartan Ólafsson hefur í bók sinni Draumar og Veruleiki skrifað:
Í samfylkingarbaráttu íslenskra kommúnista á árunum 19351938 var Halldór Kiljan hvarvetna í fremstu víglínu. Hann var þar enginn aukaleikari enda þótt hann vildi vera óháður og væri því ekki í flokknum. Sigra sína á þessum árum átti Kommúnistaflokkurinn engum manni fremur að þakka en Halldóri Kiljan, nema ef vera skyldi Einari Olgeirssyni.
Þefinn af því fann Bjarni Ben og flokkur hans einnig og því var farið í skattaárásina gegn Laxness, sem loks lauk í Hæstarétti árið 1955. Kjartan hefur svo eftir Laxness sjálfum úr Skáldatíma um að hann: hafi fyrrum verið haldinn ofsatrú á kommúnismann, trú sem hvorki tók tillit til skilningarvitanna né skynseminnar" Kjartan bætir við: Það eru stór orð. En líkast til eru þau rétt, þó við lítum á allt úr bakspeglinum. Hin frjálsu öfl forlaga í BNA voru ekki til í Sovétríkjunum og möluðu því heldur ekki gull niður í vasa stórskálds Íslendinga í Moskvu eða Léníngrað. Hvað var upplag Laxness í Stalín-Rússlandi kæru landar?
William C. Trimble, leikfélagi Bjarna Ben í skattaatinu gegn Laxness, var furðuleg "stærð", og sannarlega mikill kommúnistabani. Hann lét t.d. BNA kaupa fisk frá Íslandi, svo fiskurinn væri ekki seldur til Sovétríkjanna. Þeirri áætlun greindi hann danska diplómatnum C.A.C. Brun frá eftir stríð. C.A.C. Brun er líklegast hægt að kalla fæðingalækni íslenska lýðveldisins, þó sagnfræðingur íhaldsins á þessu tímabili þekki ekki danskar heimildir og hafi því aldrei minnst á Brun, sem stýrði áliti State Department á Íslendingum. Síðar meir voru Rússar stórir bjargvættir íslenskra fisksala með Sjálfstæðisflokksskýrteini, svo vart hefur fisksöluhjálp Bandaríkjanna sem Trimble stóð fyrir varað lengi. Mig grunar að Trimble hafi einnig átt hlut á máli þegar Thor Thors tókst að fá metverð fyrir alla íslenska síld í BNA árið 1944 (sjá hér).
Ég hef beðið Ólínu og Björn að skjótast til Austin í Texas, þegar færi gefst, og skoða heimildir um viðskipti Alfred A. Knopfs við Laxness. Ég legg til að þú farir með þeim í ferðina, sem eins konar málamiðlari, og jafnvel Hannes Hólmsteinn líka, og að þið skoðið þetta öll saman í rólegheitum. [Þetta var skrifað í nóvember 2020; fólkið fór ekki í ferðina eins og kom fram í síðara köflum fróbókarinnar]
Halldór Guðmundsson greinir frá því í grein sinni í dag að Alfred Knopf hafi gefið þá skýringu að hann hefði ekki haft lesenda á erlend tungumál til að ritrýna höfund eins og Laxness.
Gæti verið, að BNA hafi ekki verið tilvalinn ritvöllur stórhöfundar eins og Laxness? Laxness meikaði það heldur ekki í Hollywood (sjá mynd efst), enda snjallir handritahöfundar (margir hverjir gyðingar) búnir að nýta sér öll atvinnutækifærið í bernsku kvikmyndaiðnaðarins á láglaunasvæði í Suður-Kaliforníu með dugnaði og bókmenntalegri færni. Kannski var Laxness ekki einu sinni heimsborgari - nema á Íslandi, þó bók eins og Sjálfstætt fólk sé mikil perla. Hún átti einfaldlega ekki ekki upp á pallborðið í Bandaríkjunum og var aldrei metsölubók.
Eftir rannsóknarmennsku ykkar í Austin, getið þið hoppað í laugina við hótelið og fengið ykkur hanastél og kannski sent mér skeyti um árangurinn. Ég kemst ekki með, en tek þó fram að meðal bestu vina minna eru líka nokkrir Bandaríkjamenn.
Með bestu kveðjum til Halldórs Guðmundssonar og Björns Bjarnasonar,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Danmörku
P.s. erfiðleikar Laxness í sambandi við örlög gyðinga komu óneitanlega upp í huga mér þegar ég skrifa þessa grein. Ollu ósigrar Laxness í Hollywood og hjá Alfred A. Knopf eftirfarandi, hinni mjög svo ankannalegu afstöðu sem kemur fram hjá honum í Þjóðviljanum - eða voru þetta bara almennar skoðanir sósíalista á morðæðinu í Evrópu dikteraðar frá Moskvu? Mér er spurn.
Halldór skrifaði í Parísarbréfi sínu í Þjóðviljanum árið, þ. 31. október 1948:
Morðingi Evrópu dró þessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi vorið 1940 [við hernám Frakklands]. Ég atti nokkra kunningja í hópi þeirra. Þeir voru pólskir. Mér er sagt að þeir hafi verið drepnir. Þeir hafa sjálfsagt verið fluttir austur til fángabúðanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) þar sem Hitler lét myrða fimm milljónir kommúnista og grunaðra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auðvitað gyðínga.
Bloggar | Breytt 20.11.2021 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mörg eru vandamál íslenskra lögreglumanna
25.10.2020 | 07:56
Í siðareglum íslenskrar lögreglu má lesa þetta:
Starfsmenn lögreglu skulu ekki misnota eða nota með óviðeigandi hætti lögreglufatnað eða lögregluskilríki, hvorki í starfi sínu né utan þess. Sjá nánar 11.gr. reglugerðar um einkennisfatnað lögreglu
Þetta er kjarni þess máls sem nú er á allra vörum, þar sem "glysgjörn" lögreglukona hefur sett á sig þrenns konar fána úr rugluheimi öfga og þvælu. Hún hefur brotið lög og siðareglur og vanvirt einkennisbúning sinn. Mál hennar og það sem hún hefur látið eftir sér hafa um starfsfélaga sína er næg ástæða til að staldra við og rannsaka, hvort hugsanlega sé komið upp vandamál meðal lögreglumanna landsins.
En lesandi góður: Af hverju er hér mynd af íslenskum lögreglumanni, að afhenda dómsmálaráðherra Sádi Arabíu bók eftir sig. Meðan þessi dómsmálaráðherra Sádanna hefur verið við völd hefur dauðadómum í Sádi Arabíu fjölgað mjög; t.d. frá 60 árið 2010 í 150 árið 2015.
Myndir þú lesandi góður hafa samskipti við alþjóðasamtök, sem hefur fyrir stefnu að mismuna konum og sem telur samkynhneigða réttdræpa? Og hvað ef sömu samtökin ala á trúarbragðahatri og telja að fólk sem aðhyllist "ranga" grein höfuðtrúarbragða sem þessi Alþjóðasamtök kenna sig við séu villutrúarmenn? Ég gæti vel trúað því að fólk héldi sig sem lengst frá slíkum öfgum og örugglega flestir heilvita Íslendingar. Dómsmálaráðherra Sádi Arabíu eru í forsvari fyrir slíkum Alþjóðasamtökum.
Íslendingar, aftur á móti, vilja flestir bæta heiminn og styðja ekkert svo auvirðilegt sem hatur á minnihlutahópum og konum.
Íslendingar láta ekki konur lifa á þakklætinu einu og berjast grimmt gegn öflum sem láta þrælahald líðast eða kvenfyrirlitningu. Ég er þá að ræða ræða um öfl sem telja alla þá sem ekki fylgja harðri stefnu trúarbragða þeirra óvelkoma í heilögustu borg trúar þeirra. Samtökin sem ég er búin að nefna hafa heimilisfang í slíkri borg.
En sumir eru tilbúnir að ganga erinda alþjóðasamtaka sem telur samkynhneigða réttdræpa. Þeir þiggja fé frá slíkum félagsskap, sem jafnan þrífst þar sem mikill auður hefur safnast og óréttlæti er mest í heiminum. Sumir eru tilbúnir að selja sig slíkum félagsskap, en ekki Íslendingar. Nei, "Íslendingar hafa hlutverki að gegna á meðal þjóðanna" og halda sig frá vondum félagsskap. Yfirvöld í landinu okkar hafa víst aldrei hvatt til samskipta við slík ríki.
Meginþorri Íslendinga er svo rétt þenkjandi og með á nótunum, að þegar grunur leikur á því að þeir sem halda eiga lög og reglu í landinu þeirra eru að dufla við öfgaöfl sem fyrirlíta minnihluta, þá umturnast réttlátir Íslendingar og fordæma slíkt, jafnvel þótt það sé aðeins lítill blettur eða falskur fáni á prýðisstarfssemi laganna varða á Íslandi.
Hver ber ábyrgð á íslenskri löggu í pontu hjá World Muslim League?
Hver sendir Íslending á ráðstefnu hjá alheimssamtökum sem mismuna konum, sem telur samkynhneigða réttdræpa og sem lýsir vanþóknun sinni á trúarbrögðum sem þeir aðhyllast ekki sjálfir? Íslendingurinn, sem ég segi nú frá, kom fram á sjarmafundi sádiarabísku samtakanna World Muslim League í Kaupmannahöfn árið 2019. Ekki var maðurinn á eigin vegum?
Ég þekkti manninn ekkert, þegar ég las um hann fyrst og hafði aldrei heyrt hans getið. Þess vegna brá mér illilega, þegar hann kom til mín eftir þing sem af mér mjög óskiljanlegum ástæðum var haldið í Pólska sendiráðinu í janúar sl.
Maðurinn sem sýnir hvíta skinnið sitt hélt því fram að aðeins hefðu verið myrtar 300.000ir gyðinga í helförinni í Síðara stríði. Maðurinn sem heldur á míkrófóninum er hins vegar pólskur prestur á Ísland (var eitt sinn í Danmörku), sem dregur í efa að gyðingar hafi verið myrtir af Pólverjum í Jedwabne og Kielce. Fólk sem segir slíkt eiga yfir höfði sér fangelsisvist í Póllandi.
Ég fór gagngert til Íslands til að taka þátt í ráðstefnu þessari, þar sem mætti íslenskur helfararafneitari og pólskur prestur sem er meðlimur öfgasamtaka innan kaþólsku kirkjunnar sem hélt því fram að morð Pólverja á gyðingum í Jedwabne og eftir stríð í borginni Kielce væru lygar og vanvirðing við merka sögu Póllands.
Ég skrifaði um þennan furðulega fund í sendiráðinu og prestinn úr Keflavík hér á Fornleifi áður en ég hélt af landi brott (les hér, hér og hér). Kunningi minn í Danmörku, kaþólskur leikmaður, sagði mér frá vandamálum sem frjálslyndir kaþólikkar í Danmörku finna mjög til vegna samtaka þeirra sem presturinn tilheyrir.
Jú, sjáið til, Íslendingurinn sem í lok árs 2019 brilleraði á þingi World Muslim League í Kaupmannahöfn, var mjög ákafur að gefa sig á tal við mig að loknum fundinum í pólska sendiráðinu og hann kynnti sig til sögunnar sem rannsóknarlögreglumann. Maður þessi vildi upplýsa mig um að maðurinn (sjá ljósmynd) sem ég taldi vera helfararafneitara "væri ekki eins slæmur og ég héldi; og að hann þekkti hann".
Mér þótti lítið um þær upplýsingar gefið og sagði rannsóknarlögreglumanninum að einstaklingur sem teldi að nokkur hundruð þúsund gyðinga hefðu verið myrtar í helförinni væri ekkert annað en helfararafneitari - annað orð væri ekki til fyrir slíkt.
Íslenskur gyðingur ættaður frá Bandaríkjunum, sem boðist hafði til að aka mér heim þar sem ég bjó meðan á dvöl minni stóð gekk með mér og þessum manni niður tröppurnar í sendiráði lands sem nú hefur sett ný lög um þungunarrof, þar sem líkami pólskra kvenna verður nú eins konar eign pólsku ríkisstjórnarinnar en ekki kvennanna sjálfra. Afturhaldsöfl í Póllandi stjórna því nú á miðaldalegan hátt, hver getur farið í þungunarrof. Konurnar hafa ekkert að segja um það sjálfar lengur.
Þegar ég var kominn heim til mín - fjarri ágæti, fegurð og hreinleika Íslands - og ég var farinn að sakna góðra vina og hreina loftsins, þá gerði ég mér grein fyrir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér og bar í bætifláka fyrir Íslending sem afneitaði helförinni, var einmitt sami Íslendingurinn sem tók þátt í ráðstefnu World Muslim League í Kaupmannahöfn í nóvember 2019. En þau samtök lítilsvirða kinnroðalaust konur, samkynhneigða og önnur trúarbrögð.
Þá gerði ég mér enn betur grein fyrir því að mikið er að á Íslandi.
Hver sendi rannsóknarlögreglumanninn á ráðstefnuna?
Fer rannsóknarlögreglumaður sem starfar undir embætti Ríkislögreglustjóra, hjá Lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, frá Íslandi að sjálfdáðum á ráðstefnu umdeildra samtaka, eða var hann sendur af opinberri stofnun á Íslandi? Mér þætti vænt um að fá svör og greinargerð um eðli ferðarinnar. Ég get ekki fengið þau hjá honum sjálfum, því á FB hans er allt lokað og læst og í stáli.
A day like this makes us better people. We can be inspired by each other and think bigger about the issues we face in society.
Þetta lét lögreglumaðurinn hafa eftir sér. Var hann að vísa til fordóma í garð kvenna eða samkynhneigðra?
Við hvað starfar þessi rannsóknarlögreglumaður eiginlega? Þegar hann (í frítíma sínum) er ekki að spila stríðleiki með tindátum eða skrifa frægðarsögu herja Þjóðverja, þeirra sömu sem frömdu helsta glæp síðustu árþúsunda? World Muslim Leage fékk eintak af bók hans um blessað stríðið á Íslandi, þar sem hvergi er minnst á fordóma Íslendinga í garð einstaklinga í herjum þeirra sem vernduðu okkur gegn fjöldamorðingjum Þriðja ríkisins og hvað þá um stefnu Íslenskra yfirvalda, þmt lögregluyfirvalda sem í röðum sínum taldi nasista, að senda gyðinga í hendur kvalara þeirra.
Á ljósmyndinni efst, sem er í boði World Muslim League, afhendir rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér í Pólska sendiráðinu í Reykjavík fremsta manni World Muslim League bók eftir sig.
Nú veit þessi ágæti lögreglumaður að rannsakendur verða alltaf rannsakaðir sjálfir. Það er réttur manna í frjálsum ríkjum. Þann rétt vill hluti íslenskra löggæslumanna hins vegar skerða í dag og það er ein versta aðför að lýðræði og frelsi til skoðana sem Ísland hefur séð á síðari árum. Talsmaður lögreglumanna, Snorri Magnússon, talar nú um málaferli gegn fólki sem er óánægt með misnotkun lögreglumanna á einkennisbúningum sínum. Slík hótun er ástæða til sakamáls gegn talsmanni lögreglumanna, því hún sýnir aðför að grundvallarétti einstaklinga í lýðræðisríki. Sá réttur er heilagur og hann er að að spyrja spurninga varðandi störf og aðgerðir yfirvalda án þess að verða hætt af.
Sumir halda hins vegar að lýðræði sé rétturinn að versla og selja kók og pulsur og fara í flugferðir um heiminn, svo ekki sé talað um hinn heilaga rétt vestfirskra útgerðabaróna að sigla pestarskipum og taka veika menn í gíslingu vegna græðgi. Þeir verja réttinn til að halda strikinu, jafnvel þótt heimsfaraldur ógni lífi eldri borgara og þeirra sem eru veikbyggðastir í lýðræðisþjóðfélaginu.
Í siðareglum Lögreglu stendur:
Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess falliðað draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna.
Á myndinni neðst sést íslenski rannsóknarlögreglumaðurinn /rithöfundurinn í pallborðsumræðum með danska imaminum Abdul Wahid Petersen (sjá frekar um þann ágæta mann hér).
Bloggar | Breytt 2.11.2020 kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
En lille arkæologisk sensation
19.10.2020 | 17:26
Foto: Ole Harpøth.
I Danmark er brugen af metaldetektorer tilladt for menigmand og der er skabt et godt samarbejde mellem museerne og dem som går rundt på markerne i al slag vejr - og ofte tilføjer ny og vigtig viden.
I en FB-gruppe som jeg tilhører og som hedder Middelalderarkæologi i Danmark, som er en blandet gruppe af læge og lærde, lagde jeg mærke til en kommentar fra en mand, lidt ældre end mig, at dømme ud fra billedet - hvis navn jeg ikke umiddelbar kendte fra det faglige miljø. Hans kommentar interesserede mig, så jeg kiggede lidt ind på hans væg for at se, hvem han var. Han hedder såmænd Ole Harpøth og er en af mange glade metaldetektor-entusiaster som hjælper arkæologerne i Danmark. Dem har vi ikke i Island, hvor menigmand ikke må gå rundt med detektorer - for vi har ikke så mange pløjemarker som storebrødrene i Skandinavien, og desuden en meget kortere historie og færre fund.
Denne snagen inde på Ole Harpøths facebook fik min kæbe til at falde mere end sædvanligt. Øverst på Harpøths side tronede en genstand (se de øverste billeder) som han har fundet og som jeg kan nikke genkendende til.
Jeg ringede kort til Ole, for jeg havde ærlig talt ikke forventet at finde denne genstand i Danmark. Men alt var i fineste orden; Han havde fundet genstanden i Norge, nbt i Ringsaker Kommune i Hedmark, som nu er slået sammen med Opplands fylke og betegnes som et nyt fylke, Innlandet fylke; Der havde nogle få danske metaldetektor-eksperter i 2019 fået lov til at søge på pløjemarker ved en gård.
Det drejer sig om et hængesmykke a la korset fra Foss i Island (se her samt billedet herunder), som jeg for mange år siden lokaliserede en ældre parallel til fra Huse i Romedal - som også er i Hedmarken i Norge. Det norske kors var dog uden dragehovedet som korset fra Foss har.
Jeg skrev om korset fra Foss og det lignede Kors fra Norge i vikingekatalogerne for de store Vikingeudstillinger i 1992-93 i Paris, Berlin og København. Ole Harpøth mente, at der tidligere var fundet to lignende kors i Oppland som en gang hed Christians Amt. Men det er længe siden. Den ene har jeg fået oplyst er fra Huse i Romedal i Stange Kommune, Hedmark og den anden, som jeg endnu ikke har set, er fundet i samme kommune (Stange i Hedmark). Så nu er korsene af Foss-typen fire, dog kun ét med et dyrehoved.
Kors fra Foss í Hrunamannaafréttur, S-Island. Foto: V.Ö.Vilhjálmsson.
Kors fra Huse i Romedal, Hedmarken, Norge. Foto: Oldsaksamlingen i Oslo.
Med tilladelse fra Ole Harpøth har jeg fået lov til at bringe to af hans hans fine fotos af hans enestående detektorfund i Hedemarken i Norge. Fundet har han indleveret til Fylkesmuseet i Oppland.
Nu kan vi vel tale om en genstandstype, når vi refererer til korset fra Foss. Jeg mener der er tale om et kors, (muligvis en form for Sct. Peterskors foreslår en af læserne). Andre, som ikke har noget at have det i, påstår stadig at det er en slags overgangs-Thorshammer. Men periodemæssigt ligger vi sikkert i anden halvdel af 1000-årene, som er lidt sent for Thorshamre.
Bloggar | Breytt 21.10.2020 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Komdu sæll, Vilhjálmur Örn, og gleðilegt sumar. Raunar sagði ég upp vinnu minni á Stöð 2 á sínum tíma vegna þess að þáverandi fréttastjóri [innskot Fornleifs: þetta var Ingvi Hrafn Jónsson] vildi að ég steinhætti öllum fréttaflutningi um Mikson-málið. Hann hafði áður látið klippa úr fréttum sem ég sendi að utan og ´kælt´ aðrar ofan í skúffu þar til aðrir fjölmiðlar hér á landi urðu á undan að flytja þær. - Það var forvitnilegt að sjá ljósmynd af Ruth litlu. Ég gleymi ekki þegar ég skoðaði frumgögnin um handtöku hennar og yfirheyrslu í þjóðskjalasafninu í Tallinn og barnslega undirskrift hennar á skjölunum sem áttu að gefa glæpsamlegu athæfi einhvers konar lögformlegan blæ. Hún var auðvitað drepin. Mig minnir að hún hafi verið 14 ára.
Þór Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:26