Fćrsluflokkur: Fornleifafrćđi

Stúlkan frá Egtved

Stundum skilur mađur einfaldlega ekki baun í tilganginum međ sumum rannsóknum á fornleifum. Síđast fékk ég ţá tilfinningu er ég heyrđi í fréttum hér í Danaveldi um verkefni líffrćđings nokkurs viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann DNA-greinir hár úr fólki frá bronsöld, sem fundist hafa í mýrum í Evrópu.

Líffrćđingurinn, Morten Allentoft ađ nafni, safnar nú hárlokkum af mýrarlíkum, ţ.e. fólki sem fórnađ hefur veriđ, eđa grafiđ, í mýrum í Ţýskalandi, Póllandi. Oftast eru bein ţessa einstaklinga alls ekki varđveitt, en húđ og hár eru meira eđa minna varđveitt og sömuleiđis fatnađur. Nú síđast fékk Allentoft lokk úr hári Egtved stúlkunnar, sem fannst í Egtved á Jótlandi áriđ 1921.

Egtved Nazi Version
Egtved Nazi style

Stúlkan frá Egtved er talin einn merkasti fornleifafundur í Danmörku, ţó svo ađ hún hafi ekki veriđ nema um 16-18 ára ađ ţví er fróđustu menn telja. Hún gaf upp öndina, blessunin, um 1357 f.Kr. Ţá var hún sveipuđ kýrfeldi og lögđ í kistu sem var gerđ úr eikarbol.

Egtved Bing og Grřndal
Kongelig Egtved

Tilgangurinn međ DNA-rannsókninni á hárinu á bronsaldarfólki er sagđur vera til ţess ađ sjá, hvort einhver skyldleiki sé međ ţeim sem teknir hafa veriđ af lífi eđa grafnir úti í mýri á bronsöld.

Egtved girl
Back to the ´60s

Ţegar ég las um ţetta verkefni Allentofts og heyrđi, var mér spurn: Telur mađurinn virkilega ađ hann gćti séđ náinn skyldleika manna á milli, ţótt ţeir hvíli lúin bein eđa hafi endađ daga sína í mýri einhvers stađar í Evrópu?  Ég leitađi ţví betri upplýsinga en fjölmiđlar gáfu. Blađamenn skilja ekki alltaf allt samhengiđ, ţótt ţeir vilji komast á ţing og verđa forsetar.

Egtvedpigen
Gry Egtved

Kom ţá ýmislegt í ljós, sem skýrđi fyrir mér rannsóknina - og kannski ekki. Kristian Kristiansen, prófessor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Göteborg ber ábyrgđ á verkefninu. Hann langar ađ endurrita sögu bronsaldar - ekki meira né minna. Hann telur skođun ţá um bronsaldarsamfélagiđ í Norđur-Evrópu, sem hingađ til hefur veriđ viđ lýđi, úrelda. Kristiansen sćttir sig ekki lengur viđ ţá túlkun kollega sinna, ađ bronsöld í Norđurevrópu hafi veriđ tími lítilla fólksflutninga og ferđalaga. Krisiansen, sem er Dani, telur ţessu öđruvísi fariđ og telur ađ ýmsir fundir á síđustu árum sýni ađ mikil hreyfing hafi veriđ á fólki. Ţetta telur  hann m.a. sig sjá í forngripunum.

Egtved academic
Lone, akademikerpigen fra Egtved

 

Hann telur ađ DNA muni gefa svariđ. Ég held ekki. Ég held ađ ţađ sé ţegar hćgt ađ sýna fram á hve lítiđ skylt og blandađ fólk í Danmörku, Svíţjóđ, Pólandi og Ţýskalandi var á bronsöld, međ beinamćlingum einum saman. Mikill stađbundinn munur í er keramík, en glćsigripir, sem gćtu hafa borist um langa vegu sem verslunarvara, ţurfa ekki endilega ađ sýna uppruna ţess fólks sem ţeir finnast hjá. Gripur frá Búlgaríu í Danmörku sýnir ekki endilega ađ einhverjir frá Búlgaríu hafi veriđ í Danmörku.

Kristiansen telur konuna geta hafa veriđ langförula, ţví ađ ţađ er taliđ ađ konur hafi oft veriđ sóttar langt í burtu til ađ giftast, t.d. til ţess ađ styrkja bönd milli stríđandi hópa. Ţví telur Kristiansen ađ DNA úr stúlkunni frá Egtved geti sýnt ađ hún hafi komiđ annars stađar frá á Jótlandi eđa t.d.  frá Sjálandi. En á móti má spyrja, var mikill munur á erfđamengi fólks í austur og vestur Danmörku á ţessum tíma? Til ţess ţarf auđvitađ enn frekari DNA rannsóknir, en ţćr hafa ekki fariđ fram. Varđveitt bein eru líka af skornum skammti og beinamćlingar (osteometria) er ţví erfiđ.

imagesCA5RGD2P
Av,er hun ikke fra Boring?

Ţví er oft ţannig fariđ, ađ ţótt gripur sem finnst á Norđurlöndunum, sem er greinilega kominn langt ađ, ţá ţýđir ţađ ekki ađ fólkiđ sem átti hann hafi veriđ ađkomufólk úr fjarlćgum löndum.

Nú er bara vonandi, ađ ekki komi í ljós ađ Egtved stúlkan var söngelskur drengur sem hafđi gaman af blómum og ađ setja hár. En ţađ ţćtti ţeim í kynjafrćđinni líklega afar krćsilegt.

Mavedans Egtved
Oldtidsfund, men skide sensuel, ikke? Lige efter Prof. Kristiansens hoved.

Ég er hins vegar viss um, ađ ef ég fengi lokk úr hári konu minnar, og sendi hann til Allentofts, ţá myndi koma í ljós ađ ţćr vćru nátengdar, enda er konan mín komin af svipuđum slóđum og Egtved stúlkan, og hefur sama fólkiđ búiđ ţar lengi og talađ einkennilegt tungumál.

Efst má sjá Flemming Kaul fornleifafrćđing viđ Ţjóđminjasafn Dana (tvífara Kristjáns IV) segja frá stúlkunni frá Egtved á makalausri densku (Danglish).


Skálholtsskemmdarverkiđ

Fornleifavernd Amen

Í mikilli langloku um Ţorláksbúđ á Vísis.is, lýsir Bjarni Faust Einarsson kollega minn yfir skođun sinni á Ţorláksbúđ hinni nýju. Enginn ţarf ađ vađa í villu um, ađ flestir fornleifafrćđingar á Íslandi, sem bera virđingu fyrir frćđunum sínum, líst illa á Ţorláksbúđ. Ţađ á svo sannarlega viđ um Bjarna Einarsson, ţó hann tjái sig seint um máliđ og ţekki greinilega ekki alla enda ţess. Ekki hafa nú samt margir fornleifafrćđingar, ađrir en viđ Bjarni, lýst skođun okkar opinberlega, nema ef vera skyldi Ţjóđminjavörđur. Hinir eru auđvitađ allir lafhrćddir viđ vald Fornleifaverndar Ríkisins, sem er hin eini sanni sökudólgur, ţví Fornleifavernd gaf leyfi til ađ viđundriđ í Skálholti yrđi byggt.

Bjarni Einarsson

Í grein Bjarna á visir.is er greint frá fundi sem Fornleifavernd Ríkisins bođađi til í ársbyrjun 2012. Ţann fund skrifađi ég um og hvatti menn til ađ fjölmenna á hann. Ţá skrifađi ég mikiđ um Ţorláksbúđ og sýndi fram á hver tók ákvörđunina um bygginguna og hvar ábyrgđin lćgi. Hún liggur algjörlega hjá Fornleifavernd ríkisins. Ţađ hefur Menntamálaráđuneytiđ stađfest. Ég sendi ráđuneytinu fyrirspurn (sjá hér), henni var svarađ á ţennan hátt.

Bjarni (sjá mynd) greinir frá ţví ađ starfsmenn Fornleifaverndar Ríkisins hafi á fundinum ekki litiđ svo á ađ Ţorláksbúđ vćri tilgátuhús, heldur eins konar skýli líkt og skýli ţađ sem reist var á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1957. Sú upplýsing stangst svo um munar á viđ ţćr upplýsingar sem fornminjavörđur Suđurlands gaf viđ leyfisveitinguna. Uggi Ćvarsson, skrifar ekkert slíkt í leyfisveitingu sinni eftir ađ hann hafđi  greinilega fengiđ skipun frá yfirmanni sínum Kristínu Sigurđardóttur um hvađ hann ćtti ađ gera. Sjá einnig hér. Ţetta sýnir greinilega, ađ fyrir utan ađ vera ekki starfi sínu vaxnir, ţá ţekkja starfsmenn Fornleifaverndar ekki sögu minjaverndar sem skyldi.

Skýliđ sem reist var yfir Stöng áriđ 1957 er allt annars eđlis en smekkleysan í Skálholti. Ţađ var m.a. reist fyrir tilstuđlan dr. Kristjáns Eldjárns yfir rústir sem voru rannsakađar ađ hluta til (Ţótt sumir teldu ţćr fullrannsakađa); til ađ koma í veg fyrir algjöra eyđileggingu ţeirra. Ţorláksbúđ er hins vegar eyđilegging, sögufölsun úr gerviefnum, tímaskekkja, eyđsla á almannafé og smekkleysa í einni og sömu byggingunni. Hún er bautasteinn yfir póltíska spillingu og andlegan vanmátt íslenskrar minjavörslu.

Miđađ viđ ţann óskunda sem Fornleifavernd Ríkisins hefur haft í frammi varđandi Stöng sjá hér, hér og hér, ţá ćtti sú stofnun ađ hafa hćgt um sig ađ nota skýliđ á Stöng til ađ afsaka sig út úr fyrirbćrinu viđ kirkjumúrinn í Skálholti. Ţetta er ein lélegasta afsökun sem komiđ hefur frá Fornleifavernd Ríkisins.

Kjarni málslins er sá, ađ Ţorláksbúđ var reist í trássi viđ skýr ákvćđi í lögum, en međ leyfi frá Fornleifaverndar Ríkisins, sem á ađ fylgja ţeim lögum en ekki ađ brjóta ţau.

Ţorláksbúđ er ólögleg framkvćmd og hana ţarf ađ fjarlćgja, samkvćmt lögum og í leiđinni yfirmann fornminjavörslunnar sem einn bar ábyrgđ á ţessu ömurlega lögbroti.

Sjá einnig fćrslu hér í dag um spillinguna í fornleifavörslunni á síđasta áratug 20. aldar. Össur Skarphéđinsson umhverfisráđherra hringdi í Ţjóđminjavörđ og Náttúrvernd Ríkisins til ađ ţjösna í gegn sumarbústađ lyfsala nokkurs. Bústađurinn var reistur ólöglega í Berufirđi á Barđaströnd.


Getes Sevrement Getes

Getes Sevrement Getes 1bGetes Sevrement Getes 2

Getes Servement

Getes Sevrement Getes stendur á bronspeningi nokkrum sem fannst fyrir nokkrum árum viđ fornleifarannsóknir ađ Skriđuklaustri. Margir merkir gripir hafa fundist viđ fornleifarannsóknirnar á Skriđuklaustri síđastliđin ár, en eins og ég hef margoft bent á hefur ţeim sem stjórnađ hafa rannsókninni ekki tekist ađ gera hinum merku fundum nćgilega góđ skil. Glannalegar yfirlýsingar koma um sumt í fjölmiđlum á sumrin, en hins vegar er skrifađ af vanefnum um mjög merka hluti sem hafa fundist á Skriđuklaustri. Ţađ á til dćmis viđ um peninginn ađ arna.

Á heimasíđu Skriđuklausturs er fjallađ um grip sem geymir miklu meiri sögu en ţar er sögđ:

„Franskur reiknipeningur er međal ţess sem fundist hefur viđ fornleifauppgröftinn. Slíkir peningar voru notađir sem merki á línum til útreiknings og höfđu sjálfir ekkert sérstakt verđgildi. Línurnar voru dregnar á dúk eđa fjöl en einnig voru til reikniborđ međ inngreiptum línum. Peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri er skreyttur sverđliljum, merki frönsku konungsfjölskyldunnar og Möltukrossi, sem tengist međal annars musterisriddurum og ýmsum miđaldareglum í Evrópu. Ţekkt er ađ franskir konungar létu árlega slá reiknipeninga handa embćttismönnum sínum og ţetta er einn slíkur, trúlega frá síđari hluta 15. aldar. Hvernig hann er kominn til Íslands og hvort hann hefur veriđ notađur viđ útreikninga á Skriđuklaustri verđur ekki sagt til um međ vissu en Stefán biskup Jónsson var lćrđur frá [sic] Frakklandi og gćti hafa komiđ međ peninginn"

Hér verđur ađ leiđrétta. Vera má ađ mynt sú sem fannst á Skriđuklaustri hafi veriđ notuđ sem reiknipeningur, regnepenning á dönsku, en upphaflega var hann ef til vill sleginn til annars. Hins vegar finnst mér tilgátan um ađ Stefán biskup Jónsson hafi komiđ međ myntina upp á vasann nokkuđ líklegri en margt af ţví sem hingađ til hefur veriđ sagt um myntina.

Í umfjöllun um myntina í rannsóknarskýrslu og á heimasíđu Skriđuklausturs er einnig ranglega hermt ađ sverđliljur, sem eru margar á peningnum, tengist ađeins frönsku konungsfjölskyldunni  Rangt er einnig ađ Möltukross sé ađ finna á peningnum. Krossinn á peningnum er ekki Möltukross, og  meira ađ segja Dan Brown veit ţađ, ţví Möltukrossinn er svona:

Möltukross

Krossinn á peningnum er hins vegar ţannig:

Kross

og er kross sem gjarnan var settur á áletranir á innsiglum, myntum og öđru til ađ sýna upphaf texta eđa enda hans og um leiđ hiđ helga tákn krossins. Menn međ lágmarksţekkingu í miđaldafornleifafrćđi ćttu ađ ţekkja muninn á ţessum krossum.

Ekki er greint frá ţví á heimasíđu Skriđuklausturs eđa í rannsóknarskýrslu fyrir áriđ 2005, hvađ stendur í raun á framhliđ peningsins. Má ţađ vera vegna ţess ađ fornleifafrćđingarnir sem fundiđ hafa hana kunni ekki ađ lesa á miđaldatexta, eđa mismunandi miđaldaletur. Á peningnum má lesa

Getes Servement

 

Sevrement er sama orđiđ og surement á nútímafrönsku, og er ţví hćgt ađ leggja út af textanum á ţennan hátt: "Kvittun: međ vissu : Kvittun", eđa öllu heldur "reikningur án skekkju", („Account without mistakes").

Peningurinn frá Skriđuklaustri er frá lokum 15. aldar, er franskur, og götin á honum gćtu bent til ţess ađ hann hafi veriđ notađur á "borđtölvu" miđaldamanna, reikniborđiđ og voru til mjög flóknar reglur um ţessi göt í Niđurlöndum og Ţýskalandi, en í Frakklandi virđast gatađir peningar ekki hafa veriđ notađir.

jet14 

Belgísk bók frá 16. öld sem kennir borđreikning međ reiknipeningum međ götum.

Ég vona ađ ţessi greinargerđ mín sé getes sevrement og leyfi mér svo ađ segja eins og Frakkinn gerđi forđum: Ils doivent surement avoir les jetons ŕ Skriduklaustur.

De la Tour Pl. XXV 5De le Tour Pl XXI 8

Tveir líkir peningar fundnir í Frakklandi. Eftir de le Tour 1899.

Ţakkir fyrir ađstođ fćri ég Dr. Claude Roelandt í Belgíu og Michel Prieur í Frakklandi.

Ítarefni:

De la Tour, Henri (1899 ). Catalogue de La Collection Rouyer: Premičre Partie: Jetons et méreaux du Moyen Âge, Léguée en 1897 Au Département Des Médailles Et Antiques.[Bibliothčque Nationale]. Paris.

Roelandt, Claude; Stéphan Sombart, Michel Prieur, Alain Schärlig (2005). Jetons & Méreaux du Moyen Âge. Chevau-légers.

Myntir líkar peningnum sem fannst í jörđu á Skriđuklaustri eru alls ekki óalgengar og er hćgt ađ kaupa ţćr á netinu í miklum mćli. Sjá t.d. hér. Hins vegar er peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri af frekar sjaldgćfri gerđ.


Landnámsvandinn

Ţór og Ţorvaldur

Mikiđ hefur boriđ á ţví í íslenskri fornleifafrćđi, ađ fornleifafrćđingar vilji helst hafa fundi sína sem elsta og gjarnan frá ţví fyrir hefđbundiđ landnám á síđari hluta 9. aldar. Í fyrra heyrđum viđ til dćmis af veiđistöđ (verstöđ) frá ţví fyrir landnám. Ţeir sem höfđu fyrir ţví ađ fara alla leiđ til Íslands frá öđrum löndum til ađ veiđa, voru greinilega ekki ađ hafa fyrir ţví ađ nema land. Fornleifur á sannast sagna dálítiđ erfitt međ ađ skilja slíkar tilgátur (sjá hér).

Allt tal um landnám fyrir 9. öld kemur oft til vegna ţesa ađ kolefnisaldursgreiningar, sem menn fá gerđar á rannsóknarstofum af mismunandi gćđum, sýna aldur sem hćgt vćri međ varúđ ađ túlka ţannig, ađ ţćr sýni aldur löngu fyrir 870 eftir Krists burđ. Engir aldursgreinanlegir forngripir styđja ţó slíkar niđurstöđur og ekki ţekki ég til ţess ađ aldursgreinanleg gjóskulög bendi heldur til ţess. Sumir fornleifafrćđingar og jarđfrćđingar hafa hins vegar ekki túlkađ kolefnisaldursgreiningar međ nógu mikilli varúđ.

Nú er svo komiđ, ađ flestir sem ţekkja nokkuđ til kolefnisaldursgreininga telja ađ ţćr henti einfaldlega ekki vel til ađ aldursgreina atburđi eins og landnámiđ. Ađferđin er einfaldlega of ónákvćm fyrir ţann tíma.

Svo er einnig til í dćminu ađ menn hafi rokiđ í fjölmiđla og hafi lýst yfir stórum hlutum, bara vegna ţess ađ ţeir kunnu ekki ađ lesa ţćr aldursgreiningarniđurstöđur sem ţeir fengu í hendur. Ţetta gerđist áriđ 1985.

Ţá setti Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur, sem í dag er kannski betur ţekktur sem Miđausturlandasérfrćđingur fréttastofu RÚV og skrímslafrćđingur í frístundum, fram ţá tilgátu ađ hann hefđi fundiđ  „keltneskt kristiđ klaustur" frá frá 7. öld á Dagverđarnesi viđ Breiđarfjörđ og međal annars keltneskan steinkross. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir ţessum hugmyndum Ţorvalds, sem hann studdi ţó međ niđurstöđu einnar kolefnisaldursgreiningar sem ađ sögn Ţorvalds sýndi aldursgreininguna 680 +-100 ár.

Ţorvaldur Friđriksson 

 

Sá galli var á gjöf Njarđar ađ Ţorvaldur Friđriksson hafđi fengiđ geislakolsaldur, ţ.e.a.s. talningu sýnisins, sem var 680 ár (BP/ fyrir 1950) +/- 100 ár. Ţegar ţađ hefur veriđ umreiknađ og leiđrétt međ alţjóđlegum leiđréttingatöflum, (kalibreringum / Calibrations), sem kolefnisaldursgreiningarsérfrćđingar hafa unniđ vegna ţess ađ magn geislakols í andrúmslofinu var mismunandi á hinum mismunandi tímum sögunnar, ţá er aldursgreiningin á sýninu sem greint var á rannsóknarstofu í Ţrándheimi viđ 1 stađalfrávik (68% líkur) 1225-1394 e. Kr.; Og viđ 2 stađalfrávik (95% líkur) 1057-1435 e. Kr. Ţetta er ţví mjög breiđ aldursgreining, sjá hér, en sýnir líklega ađ viđur sá sem mćldur var fyrir Ţorvald hafi veriđ kolađur á Dagverđarnesi á 13. eđa 14. öld eđa jafnvel síđar.

Ţví miđur, engir Keltar, engin klaustur einsetumanna, ekkert Guiness eđa 1200 ára whisky á Dagverđarnesi. Ţađ voru hugarórar líkt og ţegar sumir fréttamenn telja fólki trú um ađ ríki sem heitir Palestína hafi veriđ til, ađ Hamas séu góđgerđarsamtök og ađ Ísrael hafi hafiđ sex daga stríđiđ.

Myndirnar hér fyrir ofan birtust í DV 17. júlí 1985

Dagverđarnes
Birkikol frá Dagverđarnesi viđ Breiđafjörđ

Det ville som sagt vćre meget beklageligt for skandinavisk arkćologi...

Miđhús halsring

Eitt af ţeim einkennilegustu málum sem upp hafa komiđ í fornleifafrćđi á Íslandi er máliđ sem spannst um Miđhúsasjóđinn. Ţađ var sjóđur gangsilfurs sem fannst óáfallinn í jörđu austur á landi áriđ 1980, svo hreinn ađ ţađ vakti undran Kristjáns Eldjárns og annarra. Á síđasta tug 20. aldar hélt virtur breskur sérfrćđingur ţví fram ađ sjóđurinn vćri ađ miklum hluta til falsađur. Ađdragandinn ađ rannsókn hans verđur lýst mjög ítarlega síđar hér á Fornleifi.

Ţjóđminjasafniđ, sem upphaflega hafđi beđiđ um rannsókn Graham-Campbells og borgađ fyrir hana, vildi ekki una niđurstöđu Graham-Campbells og pantađi ţví og keypti ađra rannsókn, annađ mat á sjóđnum hjá Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1994. Ţjóđminjasafn Dana, Nationalmuseet, sendi svo frá sér skýrslu áriđ 1995, ţar sem meginniđurstađan var sú ađ silfursjóđurinn vćri ófalsađur, en lýst var miklum vafa um uppruna nokkurra gripa í sjóđnum. Danska skýrslan var ekki gerđ almenningi ađgengileg, heldur var skrifuđ íslensk skýrsla sem ekki var samróma ţeirri dönsku.  

Fyrirfram gefnar skođanir 

Fljótlega kom í ljós, ađ danski fornleifafrćđingurinn Lars Jřrgensen á Ţjóđminjasafni Dana var međ harla ákveđnar og fyrirfram gefnar skođanir á rannsókn James Graham-Campbells, sem hann lýsti viđ ţá tvo íslensku embćttismenn, Lilju Árnadóttur á Ţjóđminjasafni og Helga Ţorláksson hjá Háskóla Íslands, sem bćđi voru vanhćf til ađ standa ađ rannsókninni ađ mínu mati. Ţađ kom í ţeirra hlut ađ falast eftir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana. Lars Jřrgensen skrifađi 17.11. 1994:

Det vil som sagt vćre yderst beklageligt for skandinavisk arkćologi, hvis Prof. Graham-Campbel  [sic] antagelser er korrekte. Nationalmuseet vil naturligvis derfor meget gerne medvirke til en afklaring af de pĺgćldende tvivlsspřrgsmĺl omkring dele af skattens ćgthed.

Í ţessum orđum Lars Jřrgensens felst  greinilega sú upplýsing, ađ hann eđa ađrir hafi lýst ţví yfir, áđur enn ađ rannsóknin hófst, ađ ţađ vćri mjög miđur, ef álit James Graham-Campbells vćri rétt.

Ţannig byrjar mađur auđvitađ ekki óvilhalla rannsókn og dćmir sig strax úr leik. Lars Jřrgensen hefur  harđneitađ ađ svara hvađ hann meinti međ ţessum orđum sínum, ţegar nýlega var leitađ til hans um ţađ. Ţó svo ađ honum hafi veriđ gert ljóst ađ ţessi orđ hans hefđi veriđ hćgt ađ lesa í ţeirri skýrslu sem lögđ var fram á Íslandi, sem var reyndar ekki skýrsla hans.

Jřrgenssen ţekkir greinilega ekki stjórnsýslulög í Danmörku. Hann hefur einnig neitađ ađ segja álit sitt á skođun helsta sérfrćđings Breta á efnagreiningum á fornu silfri, en dr. Susan Kruse lét ţessa skođun í ljós áriđ 1995. Dr. Kruse gaf ekki mikiđ fyrir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana.

Vonandi neita menn á Íslandi ekki ađ skýra orđ Lars Jřrgensens ţegar til ţeirra verđur leitađ. Greinilegt er, ađ hann var annađ hvort ađ endurtaka skođun ţeirra sem báđu hann um rannsóknina, eđa ađ láta í ljós og endurtaka mjög litađa skođun sína, eđa kannski yfirmanns síns Olafs Olsens ţjóđminjavarđar, áđur en óvilhöll rannsókn átti ađ fara fram.

Miđhús uppgröftur 1
Ţór Magnússon finnur silfur á Miđhúsum áriđ 1980. Úr frétt á RÚV.

 

Rangfćrslur í skýrslu Ţjóđminjasafns

Ţetta mun allt ţurfa ađ koma fram. Hvađ segir t.d. prófessor Helgi Ţorláksson? Fór hann međ, eđa sendi, silfriđ til Kaupmannahafnar vegna ţess ađ hann taldi ađ ţađ vćri vandamál fyrir skandínavíska fornleifafrćđi ef James Graham-Campbell hefđi hitt naglann á höfuđiđ? Ţađ yrđi mjög leitt fyrir íslensk frćđi ef Helgi vildi ekki svara, en hann hefur nú ţegar veriđ spurđur. Hann er reyndar ekki fornleifafrćđingur og vill kannski ekki svara vegna vankunnáttu. En ađferđafrćđirnar í fornleifafrćđi og sagnfrćđi eru ekki svo frábrugđnar hverri annarri. Í hvorugri frćđigreininni taka menn ađ sér rannsókn á úrskurđarefni međ eins fyrirfram ákveđnar skođanir og Lars Jřrgensen hafđi á Miđhúsasjóđnum.

helgi-thorlaksLilja Árnalars-joergensen

Helgi, Lilja og Lars. Hvert ţeirra taldi, ađ ţađ vćri mjög miđur fyrir skandínavíska fornleifafrćđi, ef James Graham-Campbell hefđi á réttu ađ standa?

Ćtli ţau hafi í dag sömu skođun á aldri silfursins, ţegar ljóst er ađ efnagreiningar Ţjóđminjasafns Dana "on their own as they stand now could not prove that [it is Viking Age silver]" eins og dr. Susan Kruse skrifađi 1995. Ţáverandi formađur Ţjóđminjaráđs, Ólafur Ásgeirsson ţjóđskjalavörđur, hafđi ţegar í júní tekiđ undir ţá ábendingu James Graham-Campbells, ađ Susan Kruse yrđi fengin til ađ annast frekari rannsóknir á sjóđnum. Menntamálaráđuneytiđ vildi ekki taka afstöđu til tillögu Ólafs, en bćtti viđ ţann 12. september 1994:

"Ráđuneytiđ telur ţó koma til álita ađ leita til sérfrćđinga á Norđurlöndum, ţar sem sjóđir af ţessu tagi hafa veriđ ítarlega rannsakađir."

Sjóđir frá Víkingaöld í Skandinavíu höfđu aldrei veriđ efnagreindir ítarlega í heild sinni áriđ 1994, og nú er komiđ í ljós ađ Lilja Árnadóttir hafđi ţegar haft samband viđ Lars Jřrgensen í apríl 1994, heilum 6 mánuđum áđur en formlega var haft samband viđ Olaf Olsen, ţjóđminjavörđ Dana, í október 1994. Annađ er reyndar upplýst í skýrslu hennar og Helga um rannsóknina. Ţar er ekki sagt frá ţví ađ Lilja Árnadóttir og Ţjóđminjavörđur voru ţegar í apríl 1994 búin ađ ákveđa ađ rannsókn fćri fram á silfrinu í Kaupmannahöfn. Skýrslunni er ţví einfaldlega ekki hćgt ađ treysta; Í henni er greint rangt frá rannsóknarferlinu.

Er ekki kominn tími til ađ biđja dr. Susan Kruse ađ rannsaka silfriđ og láta sér í léttu rúmi liggja hvađ einhver lögfrćđingur í Menntamálaráđuneytinu heldur og telur um rannsóknir á silfri á Norđurlöndum? Ţessari spurningu er hér međ beint til Ţjóđminjasafns Íslands og Menntamálaráđuneytisins.

Hér má lesa skýrslu Ţjóđminjasafns Dana. Niđurhal pdf-skrár tekur talsverđan tíma.

Hér er skýrsla og Helga Ţorlákssonar og Lilju Árnadóttur, ţar sem ranglega er greint frá rannsóknarferlinu á silfursjóđnum frá Miđhúsum.

1993 er ekki 1989 

Ţess ber einnig ađ geta ađ ranglega er í skýrslu Helga og Lilju greint frá áhuga mínum á silfrinu frá Miđhúsum. Sagt er ađ ég hafi hreyft viđ ţví áriđ 1993, er Guđmundur Magnússon var settur ţjóđminjavörđur í leyfi sem Ţór Magnússon var settur í. 

Ég var ţegar búinn ađ hafa samband viđ Ţór Magnússon ţjóđminjavörđ áriđ 1989 um máliđ, sjá hér. Rannsóknarsagan í skýrslu sagnfrćđiprófessorsins og ţjóđfrćđingsins er eins og fyrr segir fyrir neđan allar hellur. Áhugi minn og ađkoma ađ málinu var vísvitandi rengdur međ skýrslu ţeirra. Áhugavert vćri ađ vita af hverju.

Virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Týnda kingan

  Kinga 3

Eitt af ţeim orđum sem hljómuđu svo fornlega og seiđandi í doktorsritgerđ Kristjáns heitins Eldjárns, Kumli og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi, var orđiđ kinga. Ef mađur leitar ađ orđinu kinga og ljósmyndum af kingum á Google, er svo sannarlega um auđugan garđ ađ gresja, ţar sem ţetta er líka nafn á kvendýrlingi í Pólandi. Kingur nútímans í Pólland líkjast ţó margar föllnum snótum, eđa kannski er ég ekki međ nógu pólskan smekk til ađ sjá ţessa pólsku fegurđ. Sjón er sögu ríkari.

Aftur ađ kingum Eldjárns. Hann lýsti í bók sinni Kuml og Haugfé fjórum forláta kingum sem fundist höfđu í fornu kumli á Granagiljum fyrir ofan Búland í Skaftártungum (Granagil eru kölluđ svo eftir Grana Gunnarssyni sem Kári Sölmundarson drap). Á myndunum hér ađ ofan og neđan sjáiđ ţiđ ađ kingur ţessar eru kringlótt, steypt men međ opnu verki, sem menn og konur hengdu viđ sörvi (steinahálsfesti) eđa einhvers stađar á klćđnađ sinn. Kingurnar frá Granagiljum eru um 2,5 sm í ţvermál.

Kinga 2

Ţiđ furđiđ ykkur kannski á ţví, ađ hér er ađeins ađ finna myndir af ţremur kingum, en en ekki fjórum. Ţađ er ekki vegna plássleysis. Í nýrri útgáfu Kumls og Haugfjár, ţađan sem myndirnar eru fengnar ađ láni, eru nefnilega ađeins hćgt ađ finna ljósmyndir af ţremur kingum, ţótt textinn nefni fjórar. Og viti menn, ţegar mađur athugar í frumútgáfu Kumls og Haugfjár, ţá eru ţar vissulega sýndar fjórar kingur frá Granagiljum á blađsíđu 323 (mynd 142, kingan í miđjunni).

Og hér kemur skýringin. Fyrir allmörgum árum, síđast á 9. áratug og fyrst á síđasta áratug síđustu aldar, áđur en ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, skráđi ég og ljósmyndađi valda hluta kumlfjár á Íslandi í tengslum viđ doktorsverkefni mitt. Einn daginn var ég kominn ađ kingunum. Sama hvađ ég leitađi, ţá fann ég ekki allar kingurnar frá Granagiljum. Mér var sagt ađ leita í skúffunum undir gömlu sýningarskápunum í Fornaldarsalnum svokallađa, en allt kom fyrir ekkert. Í ađfangabók voru kingurnar vissulega sagđar fjórar. Loks náđi ég tali af Ţór Magnússyni ţjóđminjaverđi, sem gat sagt mé, ađ ein kingan hefđi veriđ send til Kanada á heimssýninguna ásamt öđrum gripum úr Ţjóđminjasafni, en hún kom aldrei aftur til Íslands.

Kingan var send á heimssýninguna EXPO67 i Kanada og kom aldrei aftur til baka. Hún hvarf, eđa kannski var henni stoliđ? Ţór gat lítiđ skýrt fyrir mér, af hverju ekkert var fćrt af upplýsingum inn um ţetta tap, t.d. í ađfangabók safnsins. Ţór sagđi ţađ ekki venju ađ bćta viđ skráningu á gripum í handritađri ađfangabók safnsins.

Kinga 1

Kannski hefur Ţór Magnússon heldur ekki haft fyrir ţví ađ segja yfirritstjóra annarar útgáfu Kuml og Haugfjár, Adolfi Friđrikssyni, frá ţessu tapi, ţví ekki er Adolf ađ furđa sig á ţví ađ upphaflegi textinn, sem og textinn í 2. útgáfu, greini frá fjórum kingum frá Granagiljum, međan ađ hann er ađeins međ mynd af ţremur kingum í nýrri útgáfu á doktorsritgerđ Kristjáns forseta. Hann er líka međ heldur lélegar pennateikningar af kingunum, ţremur og ekki fjórum. Gripateikningarnar í 2. útgáfu Kuml og Haugfjár er reyndar mikill ljóđur á útgáfunni, en ţađ er önnur saga sem verđur fariđ inn á síđar. 

Fleiri týndir gripir 

Ćtli Ţjóđminjasafniđ sakni fleiri gripa en kingunnar frá Granagiljum? Ég tel mig vita ađ svo sé, en veit ekki hvort tekiđ er á ţví máli eins og eđlilegt mćtti ţykja. Vissuđ ţiđ ađ stytta úr safni Jóns Sigurđssonar hvarf eitt sinn eftir ađ hópur fólks af Keflavíkurflugvelli hafiđ fengiđ ađ heimsćkja safniđ á mánudegi, ţegar safniđ var annars lokađ. Gömul kona, sem gćtti herbergis Jóns Sigurđssonar, sór og sárt viđ lagđi, ađ postulínsstyttan hefđi horfiđ úr safninu ţann dag (og hún var enginn Kanahatari). Hún og ađrar konur sem gćttu gripa á safninu í mörg ár greindu mér frá ţessu ţegar ég var barn, líklegast hefur ţađ veriđ um 1970, en styttan hvarf fyrr.

Gripir hafa einnig horfiđ skömmu eftir ađ ţeir voru grafnir úr jörđu, ţví ţeir hafa ekki fengiđ forvörslu. Ţar hafa fariđ forgörđum upplýsingar sem hefđu veriđ miklu verđmćtari fyrir áhugasama ferđamenn en tilgátuóskapnađurinn sem menn dreymir um, og ţeir byggja nú jafnvel í Skálholti

Ítarefni:

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Bókaútgáfan Norđri, Akureyri.

Kristján Eldjárn 2000. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. 2. útgáfa. Ritstjóri Adolf Friđriksson. Fornleifastofnun Íslands, Mál og Menning, Ţjóđminjasafn Íslands.


"Kirkjugarđurinn" á Forna-Reyni

Forni Reyni 1982 2 b

 

Ţađ er alltaf vonsvekkjandi ađ rannsaka einhverjar fornminjar, sem svo reynast vera allt annađ en ţađ sem mađur hélt ađ ţćr vćru, eđa jafnvel akkúrat ekki neitt.

Áriđ 1982 ákvađ ég og Inga Lára Baldvinsdóttir, sem lćrt hafđi fornleifafrćđi á Írlandi, ađ biđja um leyfi ţjóđminjavarđar til rannsóknar á fyrirbćri sem allir héldu, og gengu út frá ţví vísu, ađ vćri forn kirkjugarđur viđ Reyni í Reynishverfi. Hinn mikli frćđaţulur og safnstjóri Ţórđur Tómasson í Skógum hafđi eina kvöldstund fariđ međ okkur, nokkur ungmennin, sem unnum viđ fornleifarannsóknina á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Í töfrafullri birtu sumarsólarinnar síđla kvölds (sjá ljósmynd) sáum viđ hinn veglega hring í túninu ađ Forna Reyni, og ţađ kveikti hjá okkur ţá ákvörđun ađ grafa í ţessa rúst og búa okkur til verkefni viđ ađ rannsaka forna kirkjurúst og kirkjugarđ, sem viđ trúđum auđveldlega ađ vćri ţarna. Ţess ber ţó ađ geta ađ Ţórđur var manna mest í vafa um ađ ţetta vćri kirkjurúst og taldi ţetta alveg eins geta hafa veriđ hestarétt.

Allt var sett í gang, tilskilin leyfi fengin og í september 1982 fórum viđ austur. Fađir Ingu Láru (og Páls ritstjóra), Baldvin heitinn Halldórsson leikari, var međ í för sem verkamađur, en ég fékk í stađinn ókeypis kennslu í framburđi, ţví Baldvini ţótti ég óvenjulega illa máli farinn og ţótti ţađ alls endis óviđeigandi fyrir verđandi fornleifafrćđing ađ tala eins og einhver fallbyssukjaftur frá Keflavík.

Ég lćrđi ađ hafa taum á tungu minni, ţótt hún sé enn hvöss, en fornleifarnar voru ekki eins áhugaverđar og viđ Inga Lára höfđum vćnst. Svart bćttist ofan á grátt ţegar viđ fréttum af andláti Kristjáns Eldjárns á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Viđ vorum harmi slegin, enda ţekktum viđ öll Kristján meira eđa minna. Baldvin hafđi í árarađir veriđ jólasveinn á Bessastöđum, ţegar börnum diplómata vara bođiđ ţangađ til ađ hitta Sveinka, Eldjárn og frú Halldóru.

Forni Reyni 1982 18 b

 

Viđ grófum eftir öllum kúnstarinnar reglum og rannsóknin var líklegast ein sú hreinlegasta fyrr og síđar á Íslandi. Fljótleg kom í ljós ađ mannvistarlög vćru lítilfjörleg. Ţarna var hleđsla, sem mótađi hringinn, en engar grafir. Jarđlög undir sögulegum gjóskulögum voru ađ mestu óhreyfđ niđur á forsögulög gjóskulög. Einar H. Einarsson frá Skammadalshóli, sem var manna fróđastur um gjóskulög ţarna eystra, og hafđi hjálpađ Sigurđi Ţórarinssyni viđ gjóskulagarannsóknir á svćđinu, greindi ţarna tvö lög ofarlega, svarta gjósku úr Kötlu (K-1357) og blásvart, slitrótt lag úr Heklu (H-1341). Eftir mćlingar og ađra skráningu ákváđum viđ ađ hćtta framkvćmdum enda komiđ vonbrigđahljóđ í alla.

Ţar sem ég vildi vera 100% öruggur í minni sök, fór ég međ samţykki međverkamanna minna međ rútu austur í Reynishverfi vikuna á eftir til ađ ganga fyllilega úr skugga um holu nokkra sem viđ grófum okkur niđur á (sjá sniđteikningu hér fyrir neđan). Notuđ var skurđgrafa til ađ athuga hvort grafir vćri ađ finna í hringnum á Reyni. Svo reyndist ekki vera. Viđ síđari heimsókn mína í Mýrdalinn man bóndinn á Forna Reyni, Jón Sveinsson, eftir ţví, ađ ţegar hann var ungur drengur á 4. áratug síđustu aldar, hafđi kennari nokkur frá Laugarvatni grafiđ í hringinn til ađ leita ţar fornleifa. Kennarinn hafđi ađ sögn dáiđ skömmu síđar úr dularfullum sjúkdómi. Hluta af holu hans tćmdi ég og gróf hann greinilega djúpt, alveg niđur fyrir 2-3000 ára gömul gjóskulög, og til ađ komast upp út holunni grópađi ţessi dularfulli kennari oddmjó ţrep í veggi holu sinnar. Ef einhver ţekkir til kennara sem lék Indiana Jóns í frístundum sinum á milli 1930 og -40, vćru allar upplýsingar vel ţegnar? Kennarinn frá Laugarvatni hefur líklega veriđ álíka vonsvikinn og fornleifafrćđingarnir sem síđar komu ţarna og létu „rústirnar" í kvöldbirtunni lokka sig til stórra áforma. 

Forni Reynir sniđ

Hinn veglegi hringur í túninu á Forna Reyni er ţví ekki rúst hringlaga kirkjugarđs frá miđöldum. Líklegt tel ég ađ dćldin og hringurinn sé ađ mestu leyti náttúrlegt fyrirbćri. Móbergslög, eđa hellir ţarna undir, hafa líklega hruniđ og myndađ dćldina. Síđar hafa menn nýtt sér fyrirbćriđ og hlađiđ torf ofan á hćstu kryppuna á hringnum. Afar líklegt er einnig ađ hringur ţessi sé sá sami og Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur lét friđa sem dómhring snemma á síđustu öld.

En fallegur er hringurinn vissulega á ađ líta og gćti hćglega hafa sett á stađ ţjóđsöguna um kirkjusmiđinn Finn á Reyni (sjá neđar), sem reyndar er fornnorrćnt ţjóđsagnaminni, sem ţekkist í ýmsum gerđum á Norđurlöndunum og víđar.  

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990.  Fornleifarannsókn á Forna Reyni í Mýrdal 1982. Rannsóknarskýrsla Ĺrhus 1990 (Innbundiđ ljósrit).

 _____

Kirkjusmiđurinn á Reyni 

Einu sinni bjó mađur nokkur á Reyni í Mýrdal; átti hann ađ byggja ţar kirkju, en varđ naumt fyrir međ timburađdrćtti til kirkjunnar; var komiđ ađ slćtti, en engir smiđir fengnir svo hann tók ađ ugga ađ sér ađ kirkjunni yrđi komiđ upp fyrir veturinn. Einn dag var hann ađ reika út um tún í ţungu skapi. Ţá kom mađur til hans og bauđ honum ađ smíđa fyrir hann kirkjuna. Skyldi bóndi segja honum nafn hans áđur en smíđinni vćri lokiđ, en ađ öđrum kosti skyldi bóndi láta af hendi viđ hann einkason sinn á sjötta ári. Ţessu keyptu ţeir; tók ađkomumađur til verka; skipti hann sér af engu nema smíđum sínum og var fáorđur mjög enda vannst smíđin undarlega fljótt og sá bóndi ađ henni mundi lokiđ nálćgt sláttulokum. Tók bóndi ţá ađ ógleđjast mjög, en gat eigi ađ gjört.

Um haustiđ ţegar kirkjan var nćrri fullsmíđuđ ráfađi bóndi út fyrir tún; lagđist hann ţar fyrir utan í hól nokkrum. Heyrđi hann ţá kveđiđ í hólnum sem móđir kvćđi viđ barn sitt, og var ţađ ţetta:

"Senn kemur hann Finnur fađir ţinn frá Reyn međ ţinn litla leiksvein."

Var ţetta kveđiđ upp aftur og aftur. Bóndi hresstist nú og gekk heim og til kirkju. Var smiđurinn ţá búinn ađ telgja hina seinustu fjöl yfir altarinu og ćtlađi ađ festa hana. Bóndi mćlti: "Senn ertu ţá búinn, Finnur minn." Viđ ţessi orđ varđ smiđnum svo bilt viđ ađ hann felldi fjölina niđur og hvarf; hefur hann ekki sést síđan.

* * *


Cara Insula

Řm Kloster 1981 1 b

 

Fornleifafrćđingar muna líklega flestir vel eftir fyrstu fornleifarannsókninni sem ţeir tóku ţátt í. Fyrsta rannsóknin sem ritstjóri Fornleifs var međ í, fór fram voriđ 1981 í rústum klaustursins í Řm á Jótlandi, ţar sem á miđöldum var klaustur Cistercíensareglunnar, sem var grein af Benediktínum er stofnuđ var í Frakklandi í lok 11. aldar. Klaustriđ var stađsett viđ vatniđ Mossř nćrri Árósum og var stofnsett um 1170. Kallađi reglan klaustriđ í Řm Cara Insula, Kćru Eyju. Nokkur klaustur Cisterciensareglunnar voru í Danmörku á miđöldum.

Rannsóknin í Řm kloster áriđ 1981 var tveggja vikna skólarannsókn undir stjórn Ole heitins Schiřrrings, sem var lektor á Afdeling for Middelalderarkćologi viđ Árósarháskóla, ţar sem ég nam fornleifafrćđi. Ole var góđur kennari, en dó um aldur fram eftir ađ hann var orđinn safnstjóri í bćnum Horsens. Rannsóknir höfđu áđur fariđ fram í Řm, en viđ skođuđum rústir byggingar sem aldrei hafđi veriđ rannsökuđ. Ţetta voru lítilfjörlegar leifar, neđstu hleđslur steina úr veggjum byggingar sem líklega hefur veriđ tvćr hćđir.

Ég var eini neminn, sem ţarna tók ţátt, sem lauk námi í fornleifafrćđi. Ţarna var Vesturjóti, sem síđar varđ prestur, en hann hafđi byrjađ alveg óvart í klassískri fornleifafrćđi. Ţarna var líka kennari sem starfađ hafđi á Grćnlandi og sömuleiđis gamall kennari sem skrifađi barnabćkur um miđaldir. 

Í hópnum var einnig skemmtilegur eilífđastúdent og hippi, sem náđi "kćrustunni" af ţeim sem síđar varđ prestur. Einnig var ţarna sagnfrćđistúdent, sem ég hjálpađi síđar međ lestur á Íslendingasögum, er hann skrifađi verđlaunaritgerđ um víkingavirkiđ Aggersborg viđ sagnfrćđideild Árósarháskóla. Ekki má gleyma Tatjönu, ungri konu frá Pskov í Rússlandi, sem gifst hafđi einhverjum dönskum Stalínista. Nýlega hitti ég hana götu í Kaupmannahöfn, ţar sem hún var ađ heimsćkja dóttur sína sem er ballettdansari.

Řm Kloster 1981 2 b

Ég gróf auđvitađ beint niđur á beinagreind af munki (eđa sjúklingi), sem ég rannsakađi og teiknađi. Ćtlunin var ađ leyfa beinagrindinni ađ vera ţarna áfram ţar til nćst yrđi grafiđ til austurs út frá svćđi ţví sem viđ vorum ađ rannsaka. Ţegar ég var ađ ljúka viđ ađ teikna munkinn, hrundi sniđiđ niđur á hann og var ţá hćgt ađ tćma stćrri hluti grafarinnar og teikna beinagrindina niđur ađ mitti.

Mađur getur lćrt margt á tveimur vikum. Teikningu, mćlingar, ljósmyndun, uppgraftarkerfi, ţvott á forngripum, skráningu og allt annađ skipulag, t.d. hreinsun verkfćra. Áđur en rannsóknin hófst keypti ég mér Yashica MAT 6x6 kassamyndavél, sem ég á enn, og sem hefur ţjónađ mér dyggilega gegnum árin, en meira gaman var ađ leika sér međ Hasselblad myndavélina sem deildin átti. Margt sem mađur hefur búiđ ađ síđan, lćrđi mađur á ţessum tveimur sólríku vikum í júní 1981, áđur en ég fór ađ grafa á Stóruborg, sem ég greindi lítillega frá í ţessari fćrslu. Ţađ er allt annar handleggur, en fróđlegur. Meira um ţann merka stađ síđar.

Myndirnar voru teknar af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni á nýju Yashicuna sína í júní 1981. 

Ítarefni:

https://www.museumskanderborg.dk/%C3%B8m-kloster


2. getraun Fornleifs

Getraun 2

 

Nú er Fornleifur kominn aftur heim úr stuttu, frćđilegu ferđalagi, og ţá er viđ hćfi ađ hafa nýja getraun fyrir lesendur bloggsins - og ţessi er létt.

Hvađa fornminjar eru hér á myndinni undir plasti og bak viđ skothelt gler og girđingu?

Eins og í fyrstu getraun Fornleifs er ćskilegt ađ frćđi- og vísindamenn međ sérţekkingu á gleri og plasti haldi sig fyrir utan keppnina, enda eru engin verđlaun í bođi nema heiđurinn. Fornleifafrćđingar eru velkomnir til ađ spreyta sig, ef ţeir eru búnir ađ uppgötva tölvuna.

Gátan er leyst

Kristján Sveinsson, einnig kallađur Ja Langur, og Sigurđur Vigfússon Ljón, tveir mjög fornir karakterar leystu hana. Svona munu svo glerbúrin utan um Jelling steinana líta út, ef allt gengur ađ óskum arkitektanna sem teiknuđu kassana. Loft og hitastig inni í glerbúrinu verđa alltaf rétt og á loftkerfiđ ađ varna ţví ađ meira kvarnist úr steininum en gerst hefur á síđari árum. Gleriđ varnar ţví svo ađ vitleysingar og fávitar skemmi ţessar merku fornleifar Dana, sem ţeir eru allir međ betri mynd af í vegabréfum sínum en af sjálfum sér.

Jellings 2 akvarier
Ljóshćrđar konur, börn og ţjóđararfur Dana í búrum, getur ţetta orđiđ fallegra?

Brotakennd fornleifafrćđi í nýrri bók

Brot frá Gásum

Nýlega pantađi ég bókina Upp á yfirborđiđ: Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafrćđi, greinasafn sem einkafyrirtćkiđ Fornleifastofnun Íslands gaf út fyrr á ţessu ári. Höfundarnir eru margir og greinarnar í bókinni eru líka afar misjafnar. En eftir ađ hafa lesiđ bókina fćr mađur ţá tilfinningu, ađ ţeir sem ađ henni standa haldi, og trúi jafnvel, ađ Fornleifastofnun Íslands sé vagga fornleifafrćđinnar á Íslandi í dag, hvorki meira né minna. Ég get ekki stađfest ţá uppblásnu sjálfsímynd útgefenda bókarinnar, og hef ţegar hnotiđ um margar villur og meinlokur í bókinni og nefni hér nokkrar til ađ byrja međ.

Gasir 1Gasir 2

Framhliđ og bakhliđ leirkersbrotsins frá Gásum. Brotiđ er ekki stórt. Ţađ er alltaf ljótt og leiđinlegt ţegar sentímetrastikan verđur stćrri en gripurinn á ljósmyndum.

Í grein eftir prófessor í fornleifafrćđi viđ HÍ í fornleifafrćđi, sagnfrćđinginn Orra Vésteinsson og ađra, sem kallast 'Efniviđur Íslandsögunnar' (bls. 71-93) er m.a. fjallađ um hinn forna verslunarstađ  Gása í Eyjafirđi. Ţví er haldiđ fram ađ ţar hafi fundist brot úr svo kölluđu Albarello leirkeri frá 14 öld úr majolicu, og ađ brotiđ sé hollenskt (sjá bls. 82). Ţetta vakti strax furđu mína, ţar sem ég hef mikla ţekkingu á leirkerum miđalda úr námi mínu, og sérstaka ţekkingu á hollenskri keramik, og kannađist ekki viđ neitt ţessu líkt úr Niđurlöndum. Ég sá ađ Orri og međhöfundar hans halda ţessu fram, ţó svo ađ ţýsk samstarfskona ţeirra úr rannsóknunum, Natascha Mehler, sem skrifađi um brotiđ í skýrslu um rannsóknina áriđ 2003 hafi ađeins ađ velta ţví fyrir sér sem möguleika, ađ brotiđ vćri mjög snemmbúinni gerđ af majolicu frá Hollandi, en hún sló engu föstu andstćtt ţví sem prófessor Orri gerir nú. 

Ég bar í síđustu viku ţessa ţessa yfirlýsingu sagnfrćđingsins Orra Vésteinssonar og međhöfunda hans undir sérfrćđinga í Hollandi, međal annarra dr. Sebastiaan Ostkamp sem skrifađi ţá grein sem vitnađ var í í skýrslu ţýska fornleifafrćđingsins á Gásum, og sömuleiđis í prófessor Jerzy Gawronski í Amsterdam. Ţeir og ađrir eru sammála um ađ brotiđ frá Gásum sé ekki úr hollenskri Albarello krukku frá 14. öld. og telur Ostkamp ađ brotiđ sér líkast til franskt og stađfesti ţađ persónulega skođun mína.

Upp á yfirborđiđ

Ljósmynd úr Upp á yfirborđiđ. Engu er líkara en ađ kambarnir hafi skemmst á Ţjóminjasafninu síđan 1994. En "skemmdirnar" eru vegna vegna slćlegrar fótósjoppunar.

Átt viđ ljósmyndir úr ritum annarra

Bókin er full af fallegum myndum frá starfi Fornleifastofnunar Íslands, en ţađ er óhćfa og stuldur ţegar menn taka mynd eftir einn fćrasta ljósmyndara landsins og breyta henni svo vömm er af. Myndin er af haugfé úr kumlinu í Vatnsdal í Patreksfirđi og birtist fyrst í grein eftir mig í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994) sem Ţjóđminjasafniđ gaf út.  Ég rađađi meira ađ segja gripunum upp fyrir myndatökuna. Í Upp á yfirborđiđ hefur ljósmyndin veriđ "photoshoppuđ", svörtum bakgrunninum skipt út, ţannig ađ ađ kambarnir í haugfénu virđast hafa eyđilagst síđan myndin birtist viđ grein mína áriđ 1994. Ţessi mynd er einmitt viđ grein eftir Orra Vésteinsson sagnfrćđing. Eru slík vinnubrögđ sćmandi prófessor í HÍ? Ađ sjálfsögđu ekki. Ţetta er ekkert annađ en fúsk, alveg eins og ţegar menn segjast hafa fundiđ eitthvađ frá 14. öld, sem ţeir vita ekkert um.

Gersemar
Ljósmynd úr grein eftir ritstjóra Fornleifs í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994). Ljósm. Ívar Brynjólfsson/Ţjóđminjasafn Íslands.

 

Tilvitnanafúsk og tilgátuţjófnađur

Ţađ undrar mig dálítiđ ađ mér hafi ekki veriđ send bókin án ţess ađ ég ţyrfti ađ borga fyrir hana, ţar sem ríkulega er vitnađ í frćđigreinar eftir mig um Stöng í Ţjórsárdal. En ţađ er vitnađ rangt í og ađeins í elstu rit mín, sem virđist vera venjan hjá Fornleifastofnun Íslands og Orra Vésteinssyni. Í yfirliti yfir aldursgreiningar í íslenskri fornleifafrćđi er vitnar í grein frá 2009 eftir hóp jarđfrćđinga, fornvistfrćđinga međ sagnfrćđinginn Orra Vésteinsson sér til reiđar. Í greininn stćra ţeir sig af ţví ađ hafa uppgötvađ ađ Ţjórsárdalur hafi ekki fariđ í eyđi í miklu eldgosi í Heklu áriđ 1104, eins og íslenskri jarđfrćđingar halda enn, og jafnvel ekki fyrr en um 1300. Ţessi mikla uppgötvun er reyndar ekki ný af nálinni, og var m.a. sett fram af mér áriđ 1983 og síđar. Hér  í kafla sem ég kalla Skítleg vinnubrögđ í fornleifadeild HÍ benti ég á ađferđir Orra Vésteinssonar, sem hann endurtekur í bókinni Upp á yfirborđiđ.

Orri
Orri Vésteinsson

Áriđ 2009 voru Orri og međhöfundar hans ađ greininni um endalok byggđar í Ţjórsárdal í Arctic Anthropology minntir á rangtúlkun og vöntun á heimildum um rannsóknir mínar í Ţjórsárdal. Dr. Susan Kaplan ritstjóri ritsins Arctic Anthropology sýndi sóma sinn í ađ svara kvörtun minni, en Orri og vinir hans sem vitnuđu rangt í rit mín međ dylgjum hef ég enn ekki heyrt frá. Enga afsökunarbeiđni hef ég séđ. Orri endurtekur nú ţessa ófínu ađferđafrćđi sína í villuriđinni myndabók fyrirtćkis sem hann stofnađi og vinnur af og til fyrir međ prófessorsstöđu sinni hjá HÍ.

Mér sýnaast jafnvel ađ tilvitnanavinnubrögđ Orra Vésteinssonar séu hreinlega vítaverđ í samanburđi viđ "glćp" Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn Halldórseignafélaginu. Ćtli Frau Kress myndir ćsa sig viđ Orra, ef ég bćđi hana um ţađ?

Yfirlýsingagleđi

Glannaleg yfirlýsingagleđi fornleifafrćđinga og nema sem vinna fyrir Fornleifastofnun Íslands eru greinilega ekki mikiđ öđruvísi en ţađ sem oft hefur sést í íslenskri fornleifafrćđi á síđari árum, ţar sem viđ höfum t.d. heyrt um dularfullar grćnlenskar konur austur á landi, sem hurfu eins fljótt og ţćr komu. Viđ höfum haft frćđimann í heimsókn sem hefur gerst lćknir og lagt Egil Skallagrímsson inn međ Paget-sjúkdóminn. Svo kom fílamađurinn viđ á Skriđuklaustri, en ţar voru menn líka ađ leika sér međ lásbogaörvarodd sem var holur ađ innan, sem er víst séríslensk nýjung. Byggđ papa var hér ţegar á 6. öld, en fornleifafrćđingar hafa bara ekki grafiđ nógu djúpt segja jú sumir, en sumir kunna heldur ekki ađ lesa úr C-14 greiningum. Allt eru ţetta auđvitađ tilgátur, en ţessu er slengt út sem alhćfingum í 19 fréttum Sjónvarps. Ţessi lausmćlgi og yfirlýsingagleđi er óvirđing viđ fornleifafrćđina. Ađ mínu mati tengist ţetta m.a. lélegri menntun fornleifafrćđinga, en sumir ţessara glanna í greininni kenna reyndar fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands. Vona ég ađ nemar ţeirra varist vítin.

Ítarefni:

Ostkamp, Sebastiaan 2009: Archaďsche majolica uit de veertiendeeeuwse Nederlanden. Tinglazuur plavuizen en vaatwerk, en hun verwantschap met gebrandschilderd glas.  V o r m e n  u i t  v u u r, N r . 2 0 8, bls. 20-42.

Ostkamp, Sebastiaan 2001: Veertiende-eeuws tinglazuur aardewerk uit de Nederlanden. Rotterdam Papers 11, [Commissie Van Advies Inzake Archeologisch Onderzoek Binnen het Ressort Rotterdam, onder red. von D. Kicken, A. M. Koldewej, J. T. ter Molen], bls. 282-291.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband