Fćrsluflokkur: Fornleifafrćđi

Ţegar Ali fann innsigli séra Bernharđs í Varde

Bernard

Anno 1982 tók ég ţátt í fornleifarannsókn á fornum kirkjugarđi Sct. Nikolaj kirkju í Varde, bć á Vestur-Jótlandi. Stjórnanda rannsóknarinnar Mogens Vedsř, eldri nema í miđaldafornleifafrćđi viđ Árósarháskóla, bráđvantađi stúdent til ađ grafa međ sér og öđrum nema, Peter Pentz. Rannsóknin var í tímaţröng og nćturfrost voru farin ađ skella á.

Kirkjan hafđi veriđ rifinn fyrr á öldum en leifar hennar sýndu, ađ hún hefđi ađ einhverju leyti veriđ byggđ úr basaltsteini frá Rínarsvćđinu (frá nágrenni Kölnar) líkt og margar kirkjur á SV-Jótlandi. Steinninn var fluttur til Jótlands međ mikilli fyrirhöfn á 12. og 13. öld. Kirkjugarđinn ţurfti nú ađ rannsaka, ţví bílastćđi fyrir einhverja verslun átti ađ vera ţar sem fyrri kynslóđir íbúa Varde höfđu veriđ lagđir til hinstu hvílu.

Ţarna voru rannsakađar um 350 beinagrindur, flestar mjög vel varđveittar. Einnig munu ţarna, áđur en ég kom til starfa, hafa fundist leifar stafkirkju, sem líklega hefur stađiđ ţarna áđur en kirkja úr steini var reist á 12. öld. Tíminn til rannsókna var skammur. Ég var settur í barnabeinagrindurnar, ţar sem Peter gat ekki hugsađ sér ţađ, ţar sem beinagrindurnar minntu hann víst á börnin hans.

Sct Nicolai Varde lille
Peter Pentz grefur upp bein í Varde

Viđ höfđum tvo atvinnuleysingja okkur til ađ hjálpar. Einn var dálítiđ seinţroska ,en hinn var skađađur af drykkju. Ég gat ekki alltaf skiliđ ţá félaga, ţví ţá átti ég erfitt međ vesturjóskuna. Ţar sem ég var víst eini mađurinn međ dökkt, hrokkiđ hár í Varde á ţessum tíma og ţessir kynlegu kvistir höfđu ađeins séđ og heyrt talađ um múslíma í sjónvarpinu, kölluđu ţeir mig Ali, ţví ţeim ţótti ég líkum einum slíkum. Ţeir voru handvissir um ađ ég vćri kominn til bćjarins til ađ stela frá ţeim stúlkunum eđa einhverju öđru verđmćtu. Ég var hins vega ţarna ađeins til ađ grćđa pening og man ađ ég pantađi mér flugmiđa til Íslands úr eina peningasímanum á torginu í Varde. Ţá kostađi meira ađ fara til Íslands í krónum taliđ en nú.

Ég var einnig svo lánssamur ađ finna eina bitastćđa forngripinn viđ rannsóknir á Sct. Nikolaj í lok nóvember 1982. Ţađ var hálfur innsiglisstimpill sem ég fann viđ lćrlegg beinagrindar. Ţetta var gömul beinagrind, og hafđi gröfin, sem innsigliđ var í, raskast af yngri gröfum, ţannig ađ ţađ eina sem eftir var af hinum látna var lćrleggur. Ég fann innsigliđ á síđast degi mínum í rannsókninni, og viđ ţrír fornleifanemarnir vorum allir á leiđ til Árósa í helgarfrí.

Innsiglisstimplar látinna manna voru oft höggnir í tvennt á miđöldum, líkt kreditkort eru ţađ í dag, til ađ komast í veg fyrri skjalafals og ţjófnađ ađ mönnum látnum. Ţess vegna finnum viđ mjög oft brotin innsigli manna í gröfum ţeirra.

Međal ţess sem hćgt var ađ lesa á innsiglinu, sem hér er sýnt feitletrađ, og ţess sem hćgt er ađ geta sér til um, annađ hvort sem ţađ var (skammstöfun sem hér er sýnd í  sviga) eđa [ţađ sem vantađi, sem hér er sýnt á milli hornklofa], var:

S(IGILLUM): BERN[ARDI:]  [SACER]DOTIS

sem útleggst Innsigli Bernharđs Prests. Viđ Mogens Vedsř komum viđ á borgarbókasafninu í Árósum til ađ skođa yfirlitsrit um miđaldainnsigli í Danmörku, en ţar var ekki ađ finna teikningu af vaxi međ líkri innsiglismynd. Ţá datt Mogens Vedsř ađ líta í Resens Atlas, verk sem Peter Hansen Resen frćđimađur og borgarstjóri í Kaupmannahöfn á 17. öld safnađi efni í.

Resen sankađi ađ sér alls kyns fróđleik á 17. öld, sem var ţó fyrst gefiđ út ađ hluta til á 20. öld. Resen hafđi fyrir siđ ađ láta teikna fyrir sig vaxinnsigli miđaldabréfa sem hann frétti af í söfnum. Viđ fundum fljótt innsiglismynd sem tilheyrt hafđi Bernharđi Boossen (eđa Bosen) kanoka í Kaupmannahöfn. Sá sem teiknađ hefur innsigliđ fyrir Resen hefur ekki haft fyrir ţví ađ teikna textann, og líklega hefur myndin í vaxinu veriđ óskýr (sjá myndina efst og teikninguna hér fyrir neđan). En stjarnan og nafniđ sem Resen skráđi í texta sinn bendir til ţess ađ Bernard Boosen hafi endađ daga sína í Varde af einhverjum ástćđum. Vaxinnsigli Bernhards prest, sem Resen lét lýsa var eldi ađ bráđ er Englendingar létu kúlum rigna á Kaupmannhöfn áriđ 1807. Innsigliđ hékk viđ bréf frá 1389.  Aldur bréfsins kemur vel heim og saman viđ aldur innsiglisins eins og greina má hann eftir stafagerđinni og sporöskjulaginu.

Berent Boossen

Innsigli Berents Boossen í Atlas Resens

Viđ munum líklega aldrei fá vitneskju um, hvernig dauđa Bernharđs Boosens bar ađ í Varde, en hugsast getur ađ hann hafi veriđ ćttađur frá Jótlandi og veriđ ţar í heimsókn er hann lést.

Frekari upplýsingar um innsigli á miđöldum er hćgt ađ nálgast í tveimur greinum eftir mig í Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags áriđ 1981 og 1984

Ítarefni:

Vedsř, Mogens og Pentz, Peter. Bernhards Segl. Skalk 1985/1,  bls. 11-15.


Laxerolían á Dauđahafsrúllunum

 BSBA360402003L

Mađur er nefndur Kaare Lund Rasmussen. Hann er prófessor í eđlisfrćđi viđ Syddansk Universitet í Óđinsvéum, en var áđur m.a. forstöđumađur C-14 aldursgreiningarstofunnar á Ţjóđminjasafni Dana, sem ţví miđur hefur veriđ lögđ niđur. Kaare er einn af mörgum náttúruvísindamönnum sem ég hef kynnst sem hefur brennandi áhuga á laun fornleifafrćđilegra vandamála. Ég leyfi mér ađ segja ađ hann sé einn sá fremsti í ţeirri röđ raunvísindamanna sem hafa áhuga á sögunni. Hann tekur á vandamálunum eins og sannur fornleifafrćđingur. Kaare er líka einn af ţessum mönnum sem tekist hefur ađ velja sér skemmtilegustu verkefnin, eđa ţau hafa valist af honum. Hann hefur aldursgreint sýni frá Ţjórsárdal fyrir ritstjóra Fornleifs.

Eitt merkilegasta verkefniđ sem sem Kaare Lund Rasmussen hefur tekiđ ađ sér er ađ mínu mati aldursgreiningavandamáliđ varđandi Dauđahafsrúllurnar svonefndu frá Qumran í eyđimörk Júdeu. Rúllurnar fundust í krukkum í hellum á árunum 1947-56. Fimm ţeirra fundu bedúínar og 6 uppgötvuđu fornleifafrćđingar síđan. Í rúllunum eru ađ um 800 mismunandi skjöl eđa bćkur, misstjórar og af mismunandi gerđ. Textarnir eru mestmegnis á hebresku, en einnig eru skjöl á arameísku og grísk, mest textar úr ţví sem kristnir kalla Gamla testamentiđ en einnig nokkur fjöldi brota veraldlegra. Rúllurnar fundust ađ ţví ađ er taliđ er í 11 mismunandi hellum. Ţau eru nú til sýnis í Jerúsalem (nokkur brot eru varđveitt í Amman). Hćgt er ađ lesa sum handritanna hér.

Brot af Dauđahafsrúllunum

 

Sum handritanna frá Qumran eru mjög brotakennd.

Er fyrst var fariđ ađ aldursgreina rúllurnar međ AMS-geislakolsađferđinni, sem leyfir miklu minni sýnastćrđ en viđ venjubundnar geislakolsaldursgreiningar, komu ţćr aldursgreiningar á óvart. Ţćr sýndu miklu yngri aldur en ţann sem guđfrćđingar, sérfrćđingar í málvísinum og fornleifafrćđingar höfđu ćtlađ. En mest var líklega örvćntingin međal kristinna frćđimanna, sem eins og flestir vćntust aldurs frá ţví 300 f. Kr. fram á 1. öld  e. Kr.  En fyrstu C-14 aldursgreiningarnar sýndu miklu yngri aldursgreiningar, ţ.e.a.s. frá 3 öld e. Kr., og ţar sem Jesús var hvergi nefndur í rúllunum var komiđ babb í bátinn. Gat ţetta veriđ fornleifafrćđileg/raunvísindaleg sönnun ţess ađ Jesús hafi aldrei veriđ til? Trúleysingjar voru farnir ađ gleđjast.

Kaare Lund Rasmussen og samstarfsmađur hans heyrđu um vandamáliđ varađand misrćmiđ á milli aldurs geislakolsgreininganna og aldursgreininga annarra vísindamanna. Kaare eygđi lausn á á mótsögninni á milli vćnts aldurs og geislakolsaldursgreininganna. Ţegar hann fór ađ kanna sögu rannsókna á rúllunum, kom í ljós ađ á 6. áratug 20. aldar höfđu menn notađ laxerolíu (ameríska olíu, olíu úr plöntunni Ricinus communi), til ađ hreinsa handritin og til ađ gera bókstafina á ţeim skýrari viđ lestur á bókfellinu og papýrusinum. Olían sogađist inn í ţessar lífrćnu leifar. Ţetta gerđist ţegar rúllurnar voru varđveittar á Rockefeller safninu í Austur-Jerúsalem.

Kaare Lund Rasmussen benti á, og sannađi síđar, viđ nokkrar mótbárur ísraelsk fornleifafrćđings sem ekki kunni ađ reikna, ađ laxerolían mengađi sýnin ţannig ađ aldurgreiningarnar sýndu miklu yngri aldur en ţau ćtt ú í raun og veru ađ gera. Ef laxerolían yngir handritin er ekkert mark takandi á geilskolsaldursgreiningum á leifum Dauđahafsrúllanna.

Nú hefur Rasmussen og samverkamenn hans hins vegar ţróađ ađferđ til ađ hreinsa olíuna úr sýnunum áđur en aldursgreining fer fram, en enn bíđa ţeir eftir leyfi frá yfirvöldum í Ísrael til ađ aldursgreina sýni sem má hreinsa og aldurgreina. Auđveldara er líklega ađ fá 1000 hryđjuverkamenn úr haldi í Ísrael en ađ fá sýni til aldursgreiningar á ţjóđararfi gyđinga.

Hellar í Qumran
Ţađ er ţurrt í Qumran.

Dauđahafsrúllurnar eru ţví enn taldar vera frá frá árunum 250 f. Kr. til 68 e.Kr.,ađ ţví er viđ best vitum, ţótt Jesús sé ţađ hvergi nefndur. Jesús kemur í raun og veru ţessum rúllum ekkert viđ. Katólskir frćđimenn settust á rannsóknir á ţessum rúllum í upphafi og ţótt ţćr vćru komnar undir verndarvćng Ísraels eftir 1967 fengu frćđimenn sem voru gyđingar ekki ađgang ađ gögnunum fyrr en á 8. og 9. áratug 20. aldar. Kristnir frćđimenn vilja sjá einhver tengsl milli hinnar gyđinglegu trúdeildar sem bjó og varđveitti rúllurnar í Qumran og fyrstu kristnu mannanna. Ekkert slíkt kemur fram á rúllunum eđa í öđrum minjum í Qumran. Enginn verđur, eins og kunnugt er, spámađur í sínu eigin landi og sérstaklega ekki sonur einhvers snikkara frá Nasaret. Ef Jesús hefđi veriđ sonur lćknis eđa Nóbelsverđlaunahafa hefđi hann kannski fyrr komist á blöđ sögunnar.  

Ítarefni:

Kaare Lund Rasmussen,  Kaare Lund, van der Plicht, J., Doudna, G., Nielsen, F., Hřjrup, P., Stenby, E.H., Pedersen, C. Th., 2009:  THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS II: EMPIRICAL METHODS TO REMOVE CASTOR OIL AND SUGGESTIONS FOR REDATING, RADIOCARBON, Vol 51, Nr 3, 2009, p 1005–1022.

Rasmussen, Kaare Lund, van der Plicht, J., Cryer F.C.,  Doudna, G., Cross, F.M.,  Strugnell, J. 2001. THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS I: CASTOR OIL . RADIOCARBON, Vol 43, Nr 1, 2001, P 127-132.

Bedúínar sem fundu

Bedúínahirđingjarnir Muhammed edh-Dhib (Úlfurinn) Ahmad el-Hamid, Jum’a Muhammed Khalil og Khalil Musa fundu fyrir tilviljun fyrstu rúllurnar í Qumran áriđ 1947. Myndin efst er af fornleifafrćđingnum G. Lankester Harding og dómíníkanaprestinum Roland de Vaux, stjórnanda École Biblique et Archéologique Française í Jerúsalem, viđ rannsóknir í einum hellanna í Qumran.


Stiklur úr sögu fornleifafrćđinnar á Íslandi - 2. hluti

grafiđ á Stöng 1939

Í fyrstu stiklu Fornleifs ţann 29. september sl. var fariđ inn á ráđningar fornleifafrćđinga. Kom ţá í ljós ađ stöđuveitingar í íslenskri fornleifafrćđi voru og eru enn vandasamar, og fćrslan fór líka fyrir brjóstiđ á sumum eins og sannleikurinn gerir oft.

Ţađ er ekkert launungamál, ađ síđan ađ kennsla í fornleifafrćđi hófst viđ Háskóla Íslands hefur fjölgađ mjög í stétt fornleifafrćđinga á Íslandi. Verkefnum hefur ađ sama skapi fćkkađ eftir efnahagshruniđ og nú er ekki lengur hćgt ađ fá vinnu sem fornleifafrćđingur ef mađur er ekki međ próf í greininni, og ef hún er annars vegar í bođi, nema ef einhver vill verđa prófessor í greininni, ţá er valinn sagnfrćđingur. Hér um áriđ var sumum mönnum ţó stćtt á ađ kalla sig fornleifafrćđing, ţó ţeir vćru ţađ ekki, ţangađ til ađ í ljós kom ađ ţeir höfđu ekki skrifađ lokaritgerđ í greininni (sjá hér og sér í lagi hér). Hvađ yrđi gert viđ mann sem kallađi sig lćkni án ţess ađ hafa til ţess skilríki, menntun og ţjálfun?

Stétt fornleifafrćđinga er ekki lengur eins fámenn og ţegar hin merka kona dr. Ólafía Einarsdóttir, sem var fyrsti fullmenntađi íslenski fornleifafrćđingurinn, sótti um vinnu á Ţjóđminjasafni Íslands. Ţar sat Ţjóđminjavörđur, Kristján Eldjárn, sem strangt tiltekiđ var ekki fornleifafrćđingur og sá til ţess ađ hún yrđi ekki ađ innanstokksmun á safninu eins og sumir á ţeirri stofnun, sem reyndar höfđu engar forsendur til ađ starfa ţar.   

Sjálfur Kristján Eldjárn ţurfti nú líka ađ hafa fyrir ţví ađ fá sér vinnu í greininni í upphafi, eins og bréfiđ hér ađ neđan frá 1939 ber vott um, (hćgt er ađ lesa ţađ í heild međ ţví ađ klikka nokkru sinnum á myndina eđa ađ lesa bréf Kristjáns til Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar hér). Fór svo ađ Eldjárn vann međ danska arkitektinum og fornleifafrćđingnum Aage Roussell í Ţjórsárdal 1939 og gróf m.a. upp rústirnar á Stöng í Ţjórsárdal, og sést hann hér á myndinni efst viđ ţá iđju (myndin er í eigu ritstjóra Fornleifs). 

Eldjárn til MŢ

Ţetta minnir mig nú á fyrstu vandrćđi mín viđ ađ fá vinnu viđ fornleifauppgröft. Fađir minn hitti Kristján Eldjárn fyrrverandi forseta ađ tilviljum voriđ 1981 í banka í Reykjavík. Eldjárn vissi gegnum föđur minn, sem ég hafđi ekki hugmynd um ađ vćri málkunnugur forsetanum, ađ ég var farinn ađ nema hin merku frćđi, og spurđi Eldjárn hvort ég vćri kominn međ sumarvinnu viđ fornleifarannsóknir. Mér hafđi ţá nýlega veriđ hafnađ um starf sem ég sótti um viđ fornleifarannsóknirnar á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Er Eldjárn heyrđi ţađ, gerđi hann sér lítiđ fyrir og hringdi í Mjöll Snćsdóttur, sem í stađ ţess ađ ráđa menntaskólakrakka og vini, réđ mig fyrir orđ Eldjárns. Mjöll hafđi áđur ráđiđ nema í greininni, en ţeir höfđu af einhverjum ástćđum haft skamma viđdvöl á bćjarhólnum. Ég vann hjá Mjöll í tvö löng sumur, og Stóraborg var merkileg fornleifanáma.

Ég frétti síđar af ţessari "fyrirgreiđslu" frá stjórnanda rannsóknarinnar, sem ekki gat neitađ Kristjáni Eldjárn um greiđa. Ţannig var ţađ nú ađ ţessi sauđalegi piltur á myndinni hér ađ neđan komst í sína fyrstu fornleifarannsókn á Íslandi međ hjálp Kristjáns Eldjárns, sem vćntanlega hefur minnst sinna eigin vandrćđa viđ vinnuleit sumrin 1939 og 1940. Ekki ónýt vinnumiđlun ţađ. Kristján bauđ mér svo í mjög löng morgunkaffi á tveimur sunnudagsmorgnum ţađ sumar og aftur voriđ 1982. Um haustiđ ţađ ár var sá merki mađur allur.

Vilhjalmur 1981
Ritstjóri Fornleifs haustiđ 1981

Pottţéttur biskup

  Kúpa Páls 

Nú, á hinum síđustu og verstu tímum, ţegar enginn verđur óbarinn biskup, er gott ađ vita til ţess ađ betra var kannski hćgt ađ reiđa sig á menn í ţeirri stétt hér fyrr á öldum en nú er.

Hér verđur sagt örlítiđ frá rannsóknum á Páli Skálholtsbiskupi Jónssyni, sem ekki hefur veriđ miđlađ sem skyldi til almennings. 

Páll var laukur góđrar ćttar, sonur Jóns Loftssonar í Odda, reyndar á laun, og var Sćmundur á selnum ţví langafi Páls. Ekki var blóđiđ síđra í móđurćttinni, ţví móđir Páls  biskups var Ragnheiđur systir Ţorláks helga, en Páll biskup gekk vasklega í ađ helga móđurbróđur sinn. Páll ólst upp í Odda međ engum öđrum en Snorra (Sturlusyni). Ţađ vćri hćgt ađ skrifa sunnlenskan knallróman um ţá félaga, ef einhver hefur ekki ţegar gert ţađ.

Páll menntađist í Lincoln á Bretlandseyjum. Í Lincoln fékk Páll, međal margs annar, líklega hugmynd um steinţró ţá sem hann var lagđur til hinstu hvílu í, ţví ţar um slóđir voru steinkistur algengar. Leifar Páls fundust í haglega höggvinni ţró úr íslensku móbergi áriđ 1954 viđ fornleifarannsókn í Skálholti.

Ţótt Páll vćri vel ađ sér í góđum siđum, fylgdi hann samt venju flestra kollega sinna á Íslandi um fornificationem in oficiae og fékk sér konu, ţví Páfinn og Erkibiskup voru svo langt í burtu, ađ Páli datt líklegast ekki í huga ađ hold ţeirra vćri líka veikt. Kona Páls, Herdís, drukknađi í Ţjórsá áriđ 1207ásamt dóttur ţeirra hjóna. Međal barna ţeirra Páls og Herdísar var einnig Loftur Biskupsson, sem oft kemur viđ sögu í Sturlungu vegna deilna og fríđleika. Fríđleikann átti hann kannski ekki langt ađ sćkja, ţví Jóni heitnum Steffensen, beinasérfrćđingi, ţótti kúpa föđur hans harla kvenlegan, ţótt eyrun sćtu vćntanlega lágt á honum. Jón skrifar:

Páls hauskúpa er međ nokkru minni nefbreidd og meiri neflengd en međaltal íslensku hauskúpanna, en óvenjulegur er ţessi munur ekki. Andlitiđ er stórt miđađ viđheilabúiđ. Ţađ er međallangleitt og međ međalháar augnatóftir, en nokkurt ósamrćmi er á ţeim ţví ađ sú vinstri er talsvert styttri en sú hćgri. Nefiđ er langt miđađ viđ breidd. Kjálkarnir eru sterklegir međ nokkurn kjálkagarđ eđa torus, tennur talsvert slitnar, en fallegar, án skemmda. Engan endajaxlanna hefur Páll tekiđ, en ţađ er algengt á íslenskum hauskúpunum til forna. Yfirleitt er andlitiđ vel mótađ og fínlegt, svo ađ trúlegt er ađ Páll hafi veriđ fríđur sýnum, ef til vill međ dálítiđ kvenlegt útlit, en í öllu íslendingslegt andlitsfall. 

KISTA SH

G4L61OS4

     Jökull Jakobsson, uppgraftarsveinn í Skálholti, bograr hér yfir kistu Páls biskups áriđ 1954.

Aldursgreining á Páli 

Fyrir nokkrum árum síđan var beinflís úr Páli send međ flugvél til Árósa í Danmörku í tösku Árnýjar konu Össurar Skarphéđinssonar, svo viđ nefnum höfđingja og dýrlinga nútímans. Viđ háskólann í Árósum, sem er minn gamli skóli, og bestur háskóla á Norđurlöndum skv. úttektum, var Páll aldursgreindur á AMS-geislakolsaldursgreiningarstofunni sem ţar er starfrćkt.

Páll fćddist áriđ 1155 og andađist i 1211. Kolefnisalaldursgreiningin á Páli gaf mćliniđurstöđuna 918 +/- 28 C14 ár fyrir 1950, sem umreiknuđ eftir breytileika 14C gegnum tímann gefur  aldursgreininguna 1031-1176 e. Kr. Cal. viđ 2 stađalfrávik (2σ/95% líkindi). En ţá niđurstöđu verđur ađ leiđrétta vegna innihalds gamals kolefnis 13C sem safnast t.d. í beinum manna sem borđa mikinn fisk, ţannig ađ aldursgreining verđur eldri en hún á ađ vera. Páll hefur borđađ nokkuđ mikinn fisk og hefur 17% matar hans samanstađiđ af sjávarfangi.

Greining á Páli Jónssyni
Línurit ţetta er úr grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur og annarra (2000)

Umreiknuđ/leiđrétt aldursgreining beinflísarinnar úr Páli biskup međ tilliti til 13C innihalds beinanna er 1165-1220 viđ tvö stađalfrávik. Ţađ er ekki fjarri ćvitíma Páls 1155-1211. Ekki gćti ţađ veriđ öllu betra međ nokkurri aldursgreiningu og leikur ţví vart nokkur vafi á ţví, ađ ţađ er Páll biskup sem lá í kistu sinni.

Aldursgreiningar á beinagreindum úr kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem nokkrar hafa veriđ greindar áđur fyrir ritstjóra Fornleifs (og birtar í grein sem ekki er nefnd í grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur et. al.) voru einnig gerđar í tengslum viđ rannsóknina sem Páll biskup komst međ í. Aldursgreiningar ţeirra beina sýna, eins og ég hafđi haldiđ fram síđan 1983, viđ miklar mótbárur kollega og sér í lagi jarđfrćđinga, ađ byggđ í Ţjórsárdal lagđist ekki af fyrr en á 13. öld. og á sumum bćjum ekki fyrr en um 1300.

Ítarefni:

Jón Steffensen 1988: í "Líkamsleifar Skálholt 1954-1953". Í Kristján Eldjárn, Christie Hĺkon, Steffensen, Jón (Ritstjóri Hörđur Ágústsson), Skálholt Fornleifarannsókn 1954-1958 , bls. 159 ff. [Ţjóđminjasafn/Lögberg].

Sveinbjörnsdóttir, Árný E, Heinemeier, Jan et al. 2008 "Dietary Reconstruction and Resorvoir Correction of 14C Dates on Bones from Pagan and Early Christian Graves in Iceland". RADIOCARBON, Vol 52, Nr 2-3, 2010.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990: "Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafrćđi". Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags 1990, bls. 35-70, sjá hér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2007. Fyrri bloggfćrsla.

Kolbeinn Ţorleifsson 1982: "Lincoln og Ísland á 12. öld". Lesbók Morgunblađsins,  28.8.1982. 28. tölublađ. Sjá hér.

Bagall Páls

Haus af bagli Páls biskups sem fannst í steinţró hans áriđ 1954.


Hvalur á Stöng

hvalbein Stöng

Hljómar ţetta ekki eins og forréttur á veitingastađ í höfuđborginni, sem ögrar blygđunarsemi veikgeđja útlendinga sem óska ţess heitast ađ geta synt, blístrađ og borđađ sushi međ hvölum í heimshöfunum áđur en haldiđ skal út í nóttina til ađ horfa á norđurljós?

Á Stöng í Ţjórsárdal hefur reyndar fundist hvalur, eđa réttara sagt brunnar leifar hvals. Sagan en svona:

Áriđ 1993 fundum viđ sem rannsökuđum á Stöng í Ţjórsárdal eldaholu međ móösku og viđarkolasalla og í henni ýmsar leifar, t.d. brot kambs (greiđu) og brenndra beina. Eldaholan fannst undir skála, sem lá undir smiđju, sem aftur lá undir kirkjurúst, sem síđar varđ ađ skemmu. Eldaholan hefur veriđ grafin í lok 9. aldar eđa í byrjun ţeirrar 10., ef dćma má út frá landnámslaginu, sem ţarna markađi greinileg mörk. Engin búseta virđist hafa veriđ á Stöng áđur en ţađ gjóskulag féll, og eldaholan eru leifar eins af fyrstu verkum ábúenda á stađnum.

Eldahola
A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Prófíll
Sniđ sem sýnir hvernig eldaholan hefur veriđ grafin niđur í gegnum Landnámslagiđ. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Beinin í eldaholunni ollu ţví ađ ég fór ađ velta ţví fyrir mér hvort ţau gćtu veriđ úr manni og ađ holan vćri brunakuml. Ég fór í október áriđ 1996 međ sýni af ţeim til Svíţjóđar til norska beinasérfrćđingsins Torstein Sjřvold sem var prófessor í Stokkhólmi, og er mest ţekktur fyrir rannsóknir sínar á íslíkinu Ötzi, sem allir ţekkja í sjón. Thorstein ţurfti ekki ađ skođa beinin lengi áđur en hann komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ beinin vćru úr öđru spendýri en manni, ţ.e.a.s. hval.

hvala

 

Hvort menn hafi veriđ ađ borđa hval uppi í Ţjórsárdal vitum viđ ekki. En ţađ er ekki međ öllu útilokađ. Líklegra ţykir mér ţó, ađ einhver gripur úr hvalbeini, t.d. leifar hvalbeinsspjalds, líku ţessu á myndinni hér ađ ofan sem er frá Norđur Noregi, hafi lent í eldinum. Útiloka ég ţví ekki ađ holan á Stöng, sem ekki er fullrannsökuđ,sé hugsanlega brunakuml.

Vonandi verđur hćgt ađ rannsaka ţađ og margt annađ á Stöng á nćstu árum.

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2010:  Úrvinnsla úr niđurstöđum Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal, Áfangaskýrsla fyrir 2009.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996: "Gĺrd og kirke pĺ Stöng i Ţjórsárdalur. Reflektioner pĺ den tidligste kirkeordning og kirkeret pĺ Island". I J.F.Krřger og H.-R. Naley. Nordsjřen.Handel, religion og politikk. Karmřyseminaret 1994 og 1995. Dreyer bok. Stavanger, bls. 118-139.


Gullnćla frá Skipholti

Nćlan frá Skipholti

Nćlu ţessa afhenti Jóhann Briem prófastur í Hruna Forngripasafninu áriđ 1870. Lítiđ segir Sigurđur Guđmundsson málari um hana í safnskrá Ţjóđminjasafnsins  nema ađ hún hafi lengi veriđ í eigu langfeđga í Skipholti í Hrunamannahreppi og er hún metin til 5 ríkisdala.

Mjög vönduđ smíđ er á nćlunni sem ber safnnúmeriđ Ţjms. 803. Hún er rúmir 2 sm ađ ummáli ţar sem ţađ er mest og 2 mm ţar sem hún er ţykkust. Mikiđ gull er ţví ekki í gripnum. Nćlan er samsett af tveimur vćngjuđum drekum, sem mynda hring međ bolnum. Ţeir snúa saman hausunum ađ ásnum sem ţorniđ leikur á, en vinda hins vegar hölum saman, og enda ţeir í höggormshausum. Út frá stíl og verklagi er sennilegast ađ nćlan sé frá 12. öld eđa byrjun ţerrar 13.

Slík drekadýr voru í gođsögnum Forn-Grikkja og í furđudýrafrćđi (Bestiarium) miđalda kölluđ Amphisbaena, sem ţýđir ađ ţau gátu jafnauđveldlega gengiđ fram og aftur. Ţetta voru hin verstu dýr, hvorki fugl né fiskur, en skađlaus ef ţau horfđust í augu hvort viđ annađ eđa í spegil.

Amphisbaena
Amphisbaena

Einhver máttur hefur eflaust veriđ eignađur nćlunni. Furđudýr, drekar, rándýr, púkar og djöflar voru oft á skreytingum á dyrabúnađi kirkna um alla Evrópu á miđöldum. Vafalaust var tilgangurinn međ ţví sú hugsum ađ međ illu megi illt út reka. Stórir dyrahringir úr bronsi, sem eru alveg eins í laginu og nćlan frá Skipholti  hafa veriđ á kirkjuhurđum í Noregi (t.d. í Norderhov og Hjartdal í Ţelamörk) og vonandi bćgt illum vćttum frá söfnuđunum.

Annar miđaldahlutur úr gulli, forláta vafningshringur (Ţjms. 804) međ áletrunina Halldor(a) jons. Dotter innan í, hefur einnig fundist í Skipholti. Vera kann ađ í Skipholti hafi í einhvern tíman veriđ ríkir bćndur ţar sem tveir fegurstu skartgripir íslenskra miđalda hafa varđveist ţar. Ţess má geta ađ Jón bróđiđ Fjalla-Eyvindar bjó í Skipholti um miđja 18. öld.

Gullhlutirnir frá Skipholti eru međal fárra gripa úr gulli sem varđveist hafa frá fyrri öldum á Íslandi. Skíragull er ekki oft nefnt í fornbókmenntum okkar Íslendinga. Enn sjaldnar finnst ţađ á forngripum. Ţá er ţađ oftast sem logagylling á hlutum úr bronsi. Ađeins hefur fundist einn gripur úr hreinu gulli frá söguöld og er ţađ lítill hnappur úr gullţráđum sem fannst í kumli.

Ef verđmćti gulls er tekiđ sem mćlikvarđi á efnahag og afkomu, er auđvelt ađ álykta ađ á Íslandi hafi ţjóđfélagsskipan veriđ öđruvísi á landnámsöld en ráđa mćtti af sumum Íslendinga sögum. Raunsć túlkun á ritheimildum, sem og á efnislegri menningu fyrstu landnemanna segir sömu sögu. Íslendingar voru bćndur sem leituđu betri afkomu hér en í heimasveitum sínum í Noregi og á Bretlandseyjum ţar sem bújarđir voru vandfengnar. Ţeir tóku međ sér búsmala sinn, mismunandi menningu, hefđir og reynslu, sem ađlöguđust misjafnlega fljótt ađstćđum á Íslandi.

Sumir ţćttir hinnar upphaflegu menningar og efnahags hafa heldur aldrei breyst ađ ráđi. Menn héldu tryggđ viđ sauđféđ, sem reyndist lífseigara en t.d. nautpeningur og var sauđaeign ţví miklu hagkvćmari en akuryrkja. Sauđkindin varđ ţví gull landsmanna. Ađra kosti eygđu menn ekki fyrr en seint og síđar meir.

Gull og gildir sjóđir voru vafalaust lítils virđi fyrir efnahag eyjarskeggja, sem byggđu nćr allt á landbúnađi. Ef til vill hafa einstaka menn ţó lumađ á digurri sjóđum, eins og ţeim sem er greint frá í rituđum heimildum miđalda. Tilgangur fornleifafrćđinga er ekki ađeins ađ leita ađ ţeim, heldur ađ gefa sem gleggsta mynd af ţeirri ţjóđfélagsgerđ og efnahag sem ríkti, út frá ţekkingu sem viđ höfum í nútímanum.

Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.

Ljósmyndina efst hefur Ívar Brynjólfsson tekiđ


Undarlegt efni

Skyr 2

Oft vakna fleiri spurningar viđ fornleifarannsóknir en ţćr mörgu sem fyrir voru.

Fornleifafrćđingar geta alls ekki svarađ öllum spurningum sjálfir, ţótt stundum gćti svo virst í fljótu bragđi. Ţeir hafa ađra sérfrćđingum sér til hjálpar, oft fćra náttúruvísindamenn, sem ráđa yfir tćkjum og tćkni sem fornleifafrćđingar kunna ekkert á. Ţetta ţýđir ţó ekki ađ fornleifafrćđingar hafi, eđa ţurfi ađ hafa blinda trú á ţví sem tćki annarra frćđimanna segja. Tćki eru búin til og stjórnađ af mönnum og tćki geta ţví gefiđ rangar niđurstöđur. Errare machinam est.

Fornleifafrćđingar standa oft frammi fyrir vandamálum vegna ţess ađ náttúrvísindamenn líta á vandamál og lausnir á annan hátt en menn í hugvísindunum. Í náttúruvísundum eiga hlutirnir ţađ til ađ vera ekki afstćđir fyrr en sýnt er fram á ađ tćkin og tćknin dygđu ekki til. Tökum dćmi. Fornleifafrćđingur fćr gerđa kolefnisaldursgreiningu sem sýnir niđurstöđuna 600 e. Kr. +/- 50  Hvađ gera fornleifafrćđingar ef slík niđurstađa fćst úr sama lagi og mynt sem er frá 1010 e. Kr. ? Tćki geta ekki alltaf svarađ öllum spurningum, ţó stundum gćti svo virst. Tćki eiga ţađ líka til ađ skapa fleir spurningar en fyrir voru. Ţannig eru vísindin. Ţá leitum viđ lausna, eđa sum okkar.

En hér ćtlađi ég ađ segja frá rannsókn sem er "pottţétt", ţótt gömul sé. Fyrsta náttúrvísindalega greiningin sem gerđ var fyrir fornleifafrćđina á Íslandi var gerđ í Kaupmannahöfn áriđ 1886 af Vilhelm Storch forstöđumanni rannsóknarstofu í lanbúnađarhćgfrćđilegum rannsóknum (Landřkonmiske Forsřg) viđ Konunglega Landbúnađarháskólann á Friđriksbergi. Niđurstöđurnar birti hann fyrst í litlum bćklingi á dönsku, sem gefinn var út  í Kaupmannahöfn af Hinu íslenzka Fornleifafélagi, sem bar heitiđ

Kemiske og Mikroskopiske Undersogelser af Et Ejendommeligt Stof, fundet ved Udgravninger, foretagne for det islandkse Oldsagssalskab (fornleifafélag) af Sigurd Vigfusson paa Bergthorshvol i Island, hvor ifřlge den gamle Beretning om Njal, Hans Hustru og Hans Sřnner indebrćndtes Aar 1011.

Sigurđur Vigfússon forstöđumađur Fornminjasafnsins, sem ţá var á loftinu í Alţingishúsinu í Reykjavík, hafđi samband viđ Vilhelm Ludvig Finsen í Kaupmannahöfn og sendi honum nokkur sýni af undarlegu efni, sem hann hafđi grafiđ upp á Bergţórshvoli áriđ 1883 (sjá grein Sigurđar Vigfússonar). Ţetta voru hnullungar af hvítu efni, frauđkenndu, sem Sigurđur og ađrir töldu geta veriđ leifar af skyri Bergţóru. Vilhjálmur Ludvig Finsen (1823-1892) leitađi til nokkurra manna til ađ fá gerđa efnagreiningu vísuđu allir á  Vilhelm Storch, sem rannsakađi efniđ mjög nákvćmlega og skrifađi afar lćrđa grein sem nú er hćgt ađ lesa í fyrsta sinn í pdf-sniđi hér. Greinin birtist einnig í íslenskri ţýđingu í Árbók Fornleifafélagsins áriđ 1887, sjá hér.

Storch Vilhelm Storch (1837-1918)

Til ađ gera langt má stutt, ţá var Storch mjög nákvćmur og varfćrinn mađur, sem velti öllum hlutum fyrir sér. Hann gaf engin ákveđin svör um hvort sýni 1 (sjá mynd) vćri af skyri, en hin sýnin 2-4 taldi hann nćr örugglega vera af osti. Storch fékk Vilhelm Finsen til ađ senda sér skyr frá Íslandi til ađ geta gert samanburđ í efnagreiningunni. Storch gat međ vissu sagt ađ leifar mjólkurleifanna frá Bergţórshvoli hefđu veriđ í tengslum viđ tré sem hafđi brunniđ, enda fann Sigurđur Vigfússon efniđ undir 2 álna lagi af ösku.

Sigurđur Vigfússon

Sigurđur Vigfússon (1828-1892) i kósakkafornmannabúning sínum

Samkvćmt Storch var ţađ líklegast ostur Bergţóru og Njáls frekar en skyr, sem Sigurđur Vigfússon gróf niđur á áriđ 1883. Kannski skildi Storch ţó ekki alveg framleiđslumáta skyrs, en skyr er í raun ferskur súrostur.

Gaman vćri ađ fá gerđa greiningu á efninu aftur, svo og aldursgreiningu. Ţađ eru enn til leifar af ţví á Ţjóđminjasafninu. Fornleifur vill vita hvor slett var skyri eđa hvort ţađ var ostur sem kraumađi undir brenndri ţekju Bergţórshvols. Osturinn/skyriđ gćt vel veriđ úr meintri Njálsbrennu áriđ 1011, ţótt menn hafi lengi taliđ rústirnar ţar sem rannsakađar voru á 5. áratug síđustu aldar vera frá 11. eđa 12. öld. Sjá grein Kristjáns Eldjárns og Gísla Gestssonar. Tvö sýni, eitt af koluđu birki sem kolefnisaldursgreint var í Kaupmannahöfn (K-580) og hitt af koluđu heyi og korni, sem aldursgreint var í Saskachewan (S-66), útiloka ekkert í ţeim efnum, en aldursgreiningarnar voru reyndar gerđar í árdaga geislakolsaldurgreininga. Sjá hér.

K 580

S-66 

Ađrir frćđingar velta svo fyrir sér öđru undarlegu efni og óefniskenndara í Njálu, eins og hvort Njáll hafi veriđ hommi, og er ţađ af hinu besta. En ég tel ţó ađ osturinn á Bergţórshváli hafi frekar lokkađ ađ unga menn eins og Gunnar á Hlíđarenda, en vel girtur Njáll Ţorgeirsson.  

Begga međ bita af Njálu

Er nema von ađ Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ eins og grár köttur á Bergţórshvoli, ţegar nóg var ţar til af ostinum? Hvállinn hefur líkast til veriđ eins konar Dominos Pizza síns tíma.


Fiskur frá Íslandsmiđum í hollensku skipi ?

Tunnubotn úr SO1

Jólanótt áriđ 1593 sukku 24 skip í aftaka suđvestanstormi viđ strendur Hollands á grynningum alrćmdu viđ eyjuna Texel. Taliđ er ađ um 1050 sjómenn hafi farist ţessa nótt. Eitt af ţeim skipum sem fórust í ţessu mikla óveđri var rannsakađ af fornleifafrćđingum á árunum 1987-1997. Verkefniđ er hluti af miklu stćrra verkefni neđansjávarfornleifafrćđinga hjá stofnun fyrir neđansjávarfornleifafrćđi (ROB/NISA, sem í dag er hluti af Rijksdienst voor het Cultureel Erfgoed) í Hollandi. Skipiđ sem hér greinir frá hefur fengiđ nafniđ Scheurrak SO1. Ţađ var stórt hollensk verslunarskip, 34 metrar ađ lengd og 8 metrar breytt. Skipiđ var byggt eftir 1571 samkvćmt trjáhringaaldursgreiningu.

Lestar skipsins voru fullar af korni frá Eystrasaltslöndum er ţađ sökk, en einnig fundust í skipinu níu tunnur á efstu lest og ţremur ţeirra voru miklar leifar af fiski. Fiskur ţessi hefur veriđ rannsakađur og er líklegt ađ ţetta hafi veriđ skreiđ sem veidd og unnin í norđurhöfum og ţá líklega viđ Íslandsstrendur.

Skreiđ 

Fornvistfrćđingurinn Dick C. Brinkhuizen skrifađi áriđ 1994 merkilega grein, sem ég fékk eintak af hjá kollega mínum á Sjóminjasafninu í Amsterdam (Nederlands Scheepvaartsmuseum). Brinkhuizen kemst af ţeirri niđurstöđu, ađ fiskurinn í tunnunum hafi mestmegnis veriđ ţorskur (Gadus morhua), en einnig var ţar ađ finna keilu (Brosme brosme) og löngu (Molva molva). Brinkhuizen telur ađ fiskurinn hafi veriđ matur áhafnarinnar. Sjáiđ einnig safn merkilegra forngripa sem fundust í skipsflakinu Scheuraak SO1 hér.

Fiskibeinin eru skorin/hafa skurđarmerkri á ţann hátt ađ enginn vafi getur leikiđ á ţví ađ fiskurinn hafi veriđ verkađur sem skreiđ. Taldi Brinkhuizen líklegt vegna stćrđar fisksins og tegundanna, ađ hann sé ćttađur úr "norđurhluta Norđursjávar eđa t.d. frá Íslandsströndum". Ţađ síđasta er nokkru líklegra, vegna ţess ađ skreiđarverkun var líklega erfiđ á svćđum viđ Norđursjó.

Leifar ţeirrar skreiđar sem fannst í SO1 flakinu, er líklega ţađ sem hér fyrr á öldum var kallađur Malflattur fiskur á Íslandi, eđa plattfiskur á Hansaramáli eđa stokkfiskur. Malflattur fiskur var einnig kallađur kviđflattur eđa reithertur.              

Bein frá SO1
Dökku svćđin eru ţeir hlutar beinanna sem fundust í tunnunum og línurnar gefa til kynna hvar skoriđ hefur veriđ og hvernig. 

 

Ţýska öldin (16. öldin) sem íslenskir sagnfrćđingar kalla svo, var kannski ekki meira ţýsk en nokkuđ annađ. Virđist sem Hollendingar/Niđurlendingar hafi í Hansasambandinu gert sig mjög heimakomna á Íslandi á 16. öldinni. Verslunin á ţessum tíma í Hansasambandinu var alţjóđleg í vissum skilningi. Fiskinn gćtu Hollendingar hafa keypt í Brimum, en alveg eins hafa sótt hann sjálfir.

Í dag er reyndar hćgt ađ rannsaka hvađan fiskur sem finnst viđ fornleifarannsóknir er uppruninn međ DNA- rannsóknum. Hefur ritstjóri Fornleifs fariđ ţess á leit viđ ţá stofnun í Hollandi, sem sér um minjar frá SO1, ađ hún hafi samvinnu um rannsókn beinanna frá SO1 viđ íslenska fornleifa- og líffrćđinga.

Kynning á skipinu á YouTube

 

Mynd efst: Tunnubotn og fiskibein úr SO1.

Ítarefni:

Brinkhizen, Dick C. 1994: "Some notes on fish remains from the late 16th century merchant vessel Scheuraak SO1": Offprint from: Fish Exploitation in the Past; Proceedings fo the seventh meeting of the ICAZ Fish Remains Working Group. Edited by W. van Neer. Annales du Musée Royal de l´Afrique Centrale, Sciences Zoologiques no 274, Trevuren, 197-205.

Lúđvík Kristjánsson: Skreiđarverkur. Íslenzkir Sjávarhćttir 4, s. 310-316.

Allaert van Everdingen 17. öld
Vatnslitateikning eftir Allaert var Everdingen (ca. 1650). Teylers Museum Haarlem. Klikkiđ á myndina til ađ sjá hana stćrri. Er ţetta mynd frá Íslandsströndum?

Veni Vidi Vici

Gullhringur fundin á Ţingvöllum

Alltaf finnst eitthvađ skemmtilegt í jörđinni.

Voriđ 2009 fannst forláta gullhringur vestan viđ Ţingvallakirkju. Ţetta kom í fréttum og sumariđ 2009 var gripurinn kosinn gripur mánađarins á vefsíđu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţar, eins og í frétt Morgunblađsins, var ţví haldiđ fram ađ ţetta vćri innsiglishringur og ađ á honum stćđi F og I, og ađ ţar vćri jafnvel hćgt ađ sjá kórónu og skjöld.

Ég var spurđur um álit mitt á ţessum grip. Ég var sammála ţví ađ hringurinn vćri úr gulli og ađ steinninn vćri blóđsteinn (heliotrop). Ég taldi af myndum ađ dćma, ađ gullkarat hans vćri mjög lágt.

Ég er hins vegar ekki sammála sérfrćđingi Seđlabankans um áletrun ţá sem skorin er í stein hringsins. Sérfrćđingurinn er oft fenginn til ađ tjá um sig um áletranir og myntir.

Í stein hringsins er skoriđ  A ω og I sem ekki ţýđir neitt annađ en Alfa, Omega Ω (međ litlum staf) og Iesous, skrifađ upp á grísku. Skammstöfun fyrir Jesús, Upphafiđ og Endinn.

Til ađ kóróna ţetta, er ţađ sem sérfrćđingur Seđlabankans taldi vera kórónu, ţrjú V, V V V, sem samkvćmt ţessum fornleifafrćđingi er skammstöfun fyrir Veni, Vidi, Vici. Ţessi fleygu orđ Cćsars hafa oft veriđ tengd Jesús, sem kom sá og sigrađi.

Veni Vidi Vici

Ţjóđminjasafn Íslands sćttir sig örugglega ekki viđ ţessa túlkun, enda í engu greint frá henni á vefsíđu safnsins. Ekki óskađ eftir störfum mínum og skođunum framvegis áriđ 1996. Ţađ gildir vćntanlega fyrir niđurstöđur mínar og álit líka.

Innsiglishringur, er gripur mánađarins í júlí 2009 kannski ekki, og ekki hringur Jesús. En nćsta líklegt tel ég ađ hann sé frá 18. eđa 19. öld. og gćti jafnvel veriđ frímúrara- eđa regluhringur.

Leyfi ég mér ađ minna á önnur innsigli sem ég hef skrifađ um. Sjá t.d. hér.

Fćrsla ţessi birtist áđur hér ţann 26.11.2009

ω


1. getraun Fornleifs

Getraun 1 Fornleifur
 

Ríđum nú á vađiđ međ fyrstu fornleifagetraun Fornleifs. Gripurinn á myndinni er getraunin. Svariđ vinsamlegast eftirfarandi spurningum:

Hvađ er ţetta og úr hvađa efni?

Hvađan er gripurinn?

Frá hvađa tíma er hann?

Hvenćr kemur ţessi gripur út?

Ţiđ hafiđ viku til ađ svara. Skrifiđ svör ykkar í athugasemdir. Gripurinn er 16,2 sm ađ lengd.

Fornleifafrćđingar og ađrir sérfrćđingar, nema tannlćknar, eru útilokađir frá ţessum leik.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband