Fćrsluflokkur: Gamlar myndir og fróđleikur

Tíminn stendur í stađ á Lćkjartorgi

Ţetta var í ţá tíđ er útlendingar voru heldur ekki vel séđir á Íslandi og suma dreymdi um Hitler, líkt og ađra dreymir um fangabúđir og útvísanir í dag. Ađrir létu sér nćgja ađ lesa Vísi. Myndin fyrir neđan er tekin á sama tíma en nokkrum árum fyrr en sú efri. Hvenćr breytast tímarnir? Ekki spyrja Fornleif, hann er pikkfastur í fortíđinni.

Neđst má sjá Kana handan viđ horniđ hringja í Honey á Hofsvallagötunni úr sćnska símaklefanum (sjá nánar um hann hér á Fornleifi).

s-l162c

Lćkjartorg

Kanar phone Home to mummy and Honey


Nesti, te og nýir skór

Ný mynd úr leiđangri Burnetts og Trevelyans lille

Ljósmyndafornleifarannsóknir eru örugglega međal hreinlegri fornleifarannsókna sem ţekkjast. Hér skal sagt frá nýjustu uppgötvun Fornleifssafns í ţeirri grein.

Í safnauka Fornleifssafns á pestarárinu 2020 er ţessi ljósmynd frá 1883 (eđa 1886). Forstöđumađur ljósmyndadeildar safnsins ţiggur allar haldgóđar upplýsingar um hvar mennirnir sitja og snćđa nestiđ sitt. Ţađ verđur víst ađeins ráđiđ af fjallinu í bakgrunninum.

nćrmynd a

Myndin var tekin í einum af veiđiferđum Maitland James Burnetts (1844-1918) og Walter H. Trevelyans (1840-1884) til Ísland. Líklegast má telja ađ myndin sé tekin í leiđangri austur fyrir fjall sem hófst 31. júlí 1883.

Íslandsferđum Burnetts og Trevelyans hafa veriđ gerđ góđ skil í frábćrri bók Frank heitins Ponzis, Ísland fyrir aldamótin (1993) Ponzi var mikill grúskari og safnađi ýmsu. Áriđ 1987 komst hann yfir óvenju merkilegt myndaalbúm á fornbókasölu í London. Hann leitađi svo uppi dagbók Burnetts í einkasafni og byggđi bók sína á ljósmyndunum og dagbókinni. Og úr varđ sagnfrćđileg perla Bandaríkjamanns sem settist ađ á Íslandi - ţví glöggt er gests augađ eins og allir vita nema heimalingarnir sem vita allt.

nćrmynd b

Fimm gerđir af höttum

Fornleifur á ađrar myndir sem tengjast leiđöngrum Burnetts og Trevelyans, sem bent gćtu til ţess ađ sumar myndanna í albúminu sem Frank Ponzi hafđi upp á hafi veriđ teknar af Sigfúsi Eymundssyni. Hćgt er ađ lesa um ţađ hér í fyrstu úttekt Fornleifs á Laterna Magica skyggnum sínum sem sýna Ísland.

Nú, skemmst er frá ţví ađ segja ađ ljósmyndin hér efst er ekki međ í bók Ponzis. Ţađ útilokar ţó ekki ađ hún sé ekki međ í albúminu sem hann fann. Ég er búinn ađ senda skilabođ til Tómasar Ponzi tómataplantekrueiganda, geirlauksbónda og kaffilistamanns m.m. í Mosfellsbć, en er ekki búinn ađ fá svar. Líklegt ţykir mér ţó ađ ljósmyndin í Fornleifssafni sé ekki í albúmi Brúarmanna á Tómatabúgarđinum í Mosfellsbć.

Á pappagrunn sem mynd Fornleifssafns er límd á hefur veriđ ritađ Our Encampment for Lunch. Iceland. Ţađ er ekki rithönd Burnetts sem viđ ţekkjum úr dagbókinni sem Frank Ponzi hafđi upp á. Sá sem skrifar var hins vegar örugglega međ á myndinni, sem Burnett tók.

Út frá rannsóknum Frank heitins Ponzi, getum viđ upplýst lesendur örlítiđ um kallpeninginn á myndinni. Íslenskir lóđsar útlendinganna sitja alveg sér til vinstri. Ţađ eru ţeir Ţórđur og Einar Zoëga og einnig mađur sem nefndur er til sögunnar í bók Ponzis sem Jóhannes. Ţeir eru allir frekar óskýrir á mynd Burnetts og hafa líklega allir veriđ á iđi vegna ljósmyndatökunnar.

Skotarnir og Bretarnir sitja hins vegar í andakt kringum tinkassa sem á stendur RAMMAYAN TEA MANCHESTER. Ţessi forláta tekassi leiđangursmanna sést einnig á mynd 37 í albúminu sem Ponzi fann (sjá hér ađ neđan), ţar sem veiđimennirnir eru líka ađ fá sér í gogginn. Allt eru ţetta sömu mennirnir í sömu fötunum. Ponzi taldi hugsanlegt ađ skeggjađi mađurinn sem horfir undan viđ myndatökuna gćti hafa veriđ William Gilbert Spence Paterson (1854-1898) breski rćđismađurinn á Íslandi. Sami mađur horfir niđur í tebollann eđa samloku sína á mynd Fornleifssafns, svo ekki verđa ţćr ráđgátur, hvor ţetta sé hann eđa ađ myndin sé frá 1883 eđa 1886, leystar í ţessu sinni, ađ ţví er forstöđumađur ljósmynddeildar Fornleifssafns telur.

Tea for Three

Tea for three, and some milk for the Icelanders, please! 

Ţar sem fyrrgreind mynd, númer 37 (sjá hér fyrir neđan), er sögđ tekin á fyrsta áningarstađ hópsins á leiđ hans frá Reykjavík til Ţingvalla, er mynd Fornleifssafns sennilega úr einhverjum síđari hádegisverđ nćr Ţingvöllum. Ţađ gćti hjálpađ stađkunnugum viđ ađ stađsetja myndina fyrir Ljósmyndadeild Fornleifssafns - međ fyrirfram ţökkum.

Mynd 37 Ponzi


Křbmagergade áriđ 1894

Křbmagergade 1895

Safnstjóri Fornleifssafns taldi ástćđu til ađ gleđja Kaupmannahafnarbúa sem elska borgina sína, ţó hún sé sóđaleg og ađeins falleg á köflum. Hann efast um ađ hún hafi veriđ mikiđ betri áriđ 1894. En ţađ ár var myndin hér fyrir ofan tekin. Ţetta er handlituđ laterna magica skyggna.

Svo vildi til ađ mađur nokkur sem er međlimur á FB-síđu sem kallast Gamle Křbenhavn, birti gamla mynd frá Křbmagergade, sem hann hafđi fundiđ einhvers stađar á vefnum. Taldi hann ađ myndin vćri frá ţví um aldamótin 1900 (sjá neđst). Ljósmyndadeild Fornleifssafns vissi betur, en deildin á ljósmynd sem tekin vara af sama ljósmyndara og á sama stađ og myndin hér fyrir neđan. Ţiđ sjáiđ mynd Fornleifssafns efst.

IMG_2022 b

Á myndinni sést fjörugt mannlíf á einni helstu verslunargötu Kaupmannahafnar. Sérstakan áhuga hafa Hafnarbúar, sem elska borgina sína, sýnt hinu vígalegu pólitíi fremst í myndinni, enda bera Danir mikla virđingu fyrir slíkum embćttismönnum - eins og vera ber. Áđur en langt um líđur verđur áhugasamur skarinn á FB-Gamle Křbenhavn búinn ađ hafa upp á ţví hver hann var. Brennandi áhuginn gefur oftast bestu athuganirnar.

118569341_3541102272589761_2372991939679753709_o


Konum stillt upp viđ vegg

IMG_9086 c

Á ţessum síđustu og verstu veirutímum, ţegar fjölţjóđakenndin rýrnar óneitanlega heldur geyst eftir óyfirveguđ skítaferđalög lítilla mannvitsbrekka, er um ađ gera ađ fara í bröttustu brekkuna og hefja óbeislađ mansal og annan ósóma sem hćgt er ađ hella yfir ţjóđina hér á Moggablogginu. Viđ verđum  nefnilega ađ vera samstíga um "fordervelsi" heimsins.

Fornleifur hefur nú fengiđ veirurnar margar og er nú líka kominn međ slćma bakteríu fyrir grćnlenskum konum og stúlkum. Áđur en Fornleifur verđur grýttur og settur í gapastokk tel ég réttara ađ afhjúpa ađ veikleiki Fornleifs er einvörđungu fyrir grćnlenskum konum sem hann kaupir, og helst fyrir slikk, ţar hann nćr í ţćr, stundum á netinu en annars á mörkuđum heimsins. Ţegar hann dregur ţćr í hús kastar hann ţeim upp á vegg og dáist ađ fegurđ ţeirra og glćsileika viđ ţá međferđ.5 groenlandske piger ved en vćg b copyright FornleifurLjósmyndin var seld sem Laterna Magica skyggna hjá fyrirtćkinu Newton og Co. Ltd. í Covent Garden í Lundúnum. Fyrirtćkiđ var ţar til húsa á tímabilinu 1912-25. Myndin er líklega frá ţví fyrir 1920. Frótt fólk á Grćnlandi og í Danmörku vinnur nú ađ ţví fyrir Fornleif ađ fá úr ţví skoriđ hvar myndin var tekin, en ţađ var vafalaust á Vestur-Grćnlandi. Ţví miđur hefur hvorki varđveist heil sería međ myndum frá Grćnlandi frá Newton & Co Ltd., né skrá yfir slíkar myndir.

Víst má nú telja, ađ rennusteinsdómarar Raufarhafnar dćmi Fornleif sem Vínsteinsdóna og setji hann í göngugrind. Ţví langar mig ađ taka ţađ greinilega fram ađ ađeins er um kaup á ljósmyndum ađ rćđa af grćnlenskum konum, í alls konar stellingum, en kappklćddar. Eins og allir vita er Fornleifur međ sterk söfnunargen, en aftur á móti veika litninga gagnvart fegurđ kvenna hvers konar. Ţó safnar karlinn myndum af íslenskum karlmönnum frá 19. öld. Ţađ verđur ađ vera smá ljótleiki í veruleikanum.

Fornleifur hefur áđur greint frá grćnlenskum kvenpeningi í geymslum hans, sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Sjá t.d. myndina og söguna af Sofie litlu í Upernavik hér.

IMG_6429 detail

Nú í miđri veiruplágu ţeirri sem Drottinn hefur lagt á herđar ţjóđanna, leyfđi Fornleifur sér ađ vera góđur viđ sjálfan sig og kaupa smá gott handa sjálfum sér á laugardegi. Hann keypti fimm grćnlenskar stúlkur á fćti. Ţurfti ekki einu sinn ađ sótthreinsa ţćr. Hann kenndi svo í brjósti um ţćr ţar sem ţćr höfđu orđiđ ómóđins og afvegalagđar einhvers stađar á Englandi á fyrri hluta 20. aldar, jafnvel rétt eftir spćnsku veikina. Nú eru ţessar fimm konur komnar í bás hjá Fornleifi. Hann strýkur ţeim mjög en kastar ţeim annađ slagiđ á vegginn.

En ţar sem karlinn er dóni eins og allir kallar - og dónar eiga ţađ til ađ vilja deila gleđi sinni međ öđrum, ákvađ Fornleifur, eftir mörg varnađarorđ og fjölmörg ammen frá mér ritstjóranum, ađ bregđa konunum fimm upp á vegginn hér í von um ađ ţađ veitti gleđi í miđju kórónafaraldrinu. Lekur nú neftóbakiđ úr nösum sumra smekkmanna, ćtla ég.


Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs

IMG_2198 b

Kaupmannahafnarbúar elska hina skítugu og subbulegu höfuđborg sína sem algjörlega hćfileikalausir arkitektar nútímans vinna skipulega viđ eyđileggingu á.

Á fésbókinni Gamle Křbenhavn, ţar sem hćgt er ađ frćđast mikiđ um Kaupmannahöfn liđinna tíma, setti ég um daginn enn eina ljósmynd af borginni. Myndin er varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndin hefur vakiđ mikla hrifningu og hefur hafa nú 600 manns "lćkađ" myndina. Hún sýnir ráđhúsiđ í Kaupmannahöfn í byrjun síđustu aldar. 

Myndin af ráđhúsinu fćr menn sig til ađ dreyma um betri tíma, međ farsóttum, barnavinnu og án votts af velferđarţjóđfélagi.

IMG_2205c

Myndin er varđveitt á laterna magica skyggnumynd, sem tilheyrđi safni skordýrafrćđingsins Levi Walter Mengel (1864-1941), Bandaríkjamanns sem var međ í leiđangri Robert Edwin Pearys áriđ 1891. Mengel var einnig í leiđangri til ađ leita ađ Peary áriđ 1992. Mengel skaust nefnilega "ađeins heim" í millitíđinni.

220px-LeviWMengel

Levi Walter Mengel

Fyrir fáum árum fór safn eitt í Bandaríkjunum, sem Mengel byggđi upp, í algjöru menningarleysi ađ selja skyggnusafn Mengels á uppbođi. Safnstjóranum ţótti greinilega ekkert variđ í ljósmyndasafn Mengels og í Bandaríkjunum tíđkast ţađ ađ selja ömmur sínar eins og viđ vitum. Hrćđilega vont fólk (bad people).

Fornleifur náđi ţví miđur ađeins í nokkrar myndir frá Danmörku og Grćnlandi úr ţessu merka safni, myndir sem sumar eiga sér ekki hliđstćđur. Myndina efst tók Mengel ekki sjálfur. Hún var gefin út af fyrirtćkinu Underwood & Underwood í New York 1909 eđa -10.

Ţiđ getir séđ fleiri Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs međ ţví ađ fara á ţennan hlekk og klikka á hausmyndina af safnverđi Fornleifs međ pípuna. Líklega ţarf mađur ađ gerast félagi í Gamle Křbenhavn til ađ sjá myndirnar. Ţađ er víst frekar auđfengiđ, og nokkrir Íslendingar eru ţarna ţegar eins og gráir og svarthvítir kettir.


Veftímaritiđ Herđubreiđ stelur ljósmynd

eimskip_1930

Viđbót 6.3.2019 - Herđubreiđ hefur nú birt nafn höfundar ljósmyndarinnar

31. janúar 2019 birtist smáklausa á Tímaritinu Herđubreiđ sem Karl Th. Birgisson er í forsvari fyrir. Klausan ber fyrirsögnina Einn í áhöfn og er eftir Úlfar Ţormóđsson. Hún fjallar um ţau örlög sem kapítalisminn hefur skapađ, og sem veldur ţví ađ ađeins einn Íslendingur er í áhöfn á íslensku skipi. Nćrvera Íslendings varnar ţví greinilega ekki ađ skip fái á sig brotsjó.

Til ađ myndskreyta klausuna gripu menn í Herđubreiđarlindum til vafasams myndastulds í anda verstu kapítalista. Ţeir tóku hluta af ljósmynd sem ég hef tekiđ í Kaupmannahöfn og hef birt á tveimur blogga minna hér og hér á Fornleifi. Herđubreiđarmenn birtu hana án ţess ađ nefna höfund ljósmyndarinnar.

Herđubreiđ

Skjámynd af vefritinu Herđubreiđ

Ég hafđi samband viđ Herđubreiđ og fékk tvö svör, nafnlaus:

"Sćll og og forláttu síđbúiđ svar. Nú leggjumst viđ í rannsóknir. Vitum ekki hvernig myndin komst í myndabankann okkar, en takk fyrir ađ láta vita." Og síđar: "Sćll Vilhjálmur. Međ fullri virđingu fyrir frćđistörfum ţínum, ţá getum viđ ekki fallist á ađ myndin sé eftir ţig, ţar sem hún er hluti af auglýsingu frá Eimskipafélagi Íslands, eftir ţví sem viđ komumst nćst. Endilega láttu vita ef viđ förum vill vegar."

Ţar sem ég taldi mig hafa skýrt máliđ út fyrir Herđubreiđarritstjóranum, eđa réttara sagt ţeim huldumanni sem svarađi mér, ađ ţeir mćttu nota ljósmynd mína ef ţeir birtu nafn mitt og greindu frá ţví hvar myndin sem ţeir skáru birtist skrifađi ég fyrr í dag til "Herđubreiđarörćfa":

Sćl "Herđubreiđ"

Ég tók ljósmyndina af auglýsingu í 80 ára dagblađi sem varđveitt er í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Ég birti myndina á bloggum mínu í lágri upplausn, en hún hafđi ekki veriđ uppi á borđum Íslendinga fyrr en ađ ég gerđi henni skil.

Ţar sem engin undirritar skilabođ "Tímaritsins Herđubreiđar" til mín undir nafni, get ég ekki tekiđ ţessi svör ykkar alvarlega. En mér er full alvara og hinn nafnlausi mađur sem svarar fyrir Herđubreiđ er ađ mínu mati óvenjulega kokhraustur ţegar hann ver ţjófnađ á myndverki mínu.

Ljósmyndin, sama hve léleg hún er,  er verk mitt. Ég miđlađi ţessari 80 ára auglýsingu í morgunblađinu Politiken til Íslendinga á bloggum mínum. Áđur en ţađ gerđist var auglýsingin ekki ţekkt á Íslandi og var t.d. ekki međ í bók um sögu Eimskipafélagsins. Veftímaritiđ Herđubreiđ tekur svo myndina og sker hana í búta og birtir einn bútinn án ţess ađ minnast á höfund. Höfundar myndverka hafa rétt og ég er höfundurinn.

Vinsamlegast getiđ höfundar ljósmyndarinnar sem ţiđ hafiđ notađ. Nafn hans stendur fyrir neđan ţessi svör.

Virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 

Viđbót 6.3.2019 kl. 01.35 HERĐUBREIĐ hefur fyrir 10 mínútum síđan vinsamlegast fallist á ósk mína og merkt mynd mína mér (reyndar sést myndin ekki lengur, en ţađ er tćknilegt atriđi sem Herđubreiđarmenn verđa ađ leysa). Myndin mun ađ sögn hafa veriđ notuđ áđur á Herđubreiđ. Ég ţakka fyrir heiđarleg viđbrögđ Herđubreiđar og verđ ađ fara ađ vara mig á ţví ađ "stela" myndum frá öđrum. Viđ verđum öll ađ passa okkur og athuga hvađ mađur er ađ taka. Ég var ekki á höttunum eftir greiđslu, en stundum er ţađ víst tilgangur manna.


“A short stocky man with white hair and a bulldog-like appearance”

Thors Bjarni Fornleifur

Ţannig lýsti New York Times Bjarna Benediktssyni forsćtisráđherra er hann kom til Bandaríkjanna ţ. 13. mars 1949. Engu er líkara en ađ veriđ sé ađ lýsa Al Capone. Bjarni var ađeins 41 árs ţegar myndin hér ađ ofan er tekin og var greinilega á engan hátt samkeppnisfćr viđ nafna sinn í nútímastjórnmálum hvađ varđar sex-appeal, enda ekki međ internet. Útlit er ekki allt. Bjarni var annálađur gáfumađur og ţađ trekkir konur meira en of lítil jakkasett, get ég upplýst af eigin reynslu.

Ţessi ljósmynd er nú til í  Fornleifssafni sem vex fiskur um hrygg. Halda mćtti ađ Thor Thors sé ađ spyrja Bjarna, hvort bjúgun og smériđ sé orđiđ ódýrara á Íslandi en áđur var. Bjarni svarar í hugsunum mínum. "Éttann sjálfur".

Bjarni sagđi hins vegar sannarlega eftirfarandi í rćđu er hann undirritađi varnarsamning Norđuratlandshafsbandalagsins í Washington ţann 4. apríl 1949:

My people are unarmed and have been unarmed since the days of our Viking forefathers. We neither have nor can have an army… But our country is, under certain circumstances, of vital importance for the safety of the North Atlantic area.

Ţetta var líklega alveg rétt hjá Bjarna, en ekki er ritstjóri Fornleifs viss um ađ Bjarni fjarfrćndi minn hafi veriđ eins hrćddur viđ uppivöđslusemi nasista í Norđur-Atlantshafi fyrir 1940 eins og hann var viđ kommúnistana áriđ 1949.  Hann fór m.a. til Ţýskaland áriđ 1939, líkt og margir Íslendingar, bćđi ađdáendur 3. ríkisins og ađrir. Ţá var hann prófessor í lögum, sem mađur gat orđiđ mjög auđveldlega á ţessum tíma, sér í lagi ef menn voru vel gefnir en samt próflausir.  Bjarni var hugsanlega búinn ađ skrifa mikla lofrćđu um Ţýskaland eftir utanlandsferđina áriđ 1939, en hernám Breta hefur örugglega stöđvađ öll áform Bjarna um birtingu á slíku efni. Ţó talađi Bjarni um ţessa ferđ sína á fundum á Íslandi, en ţćr rćđur eru líklega horfnar úr skjalasafni hans í Ţjóđskjalasafni, sem fékk rosalegt General Motor make-over hér um áriđ.

Myndir segja vitaskuld margt, en ţó ekki allt. Ţegar Bjarni Benediktsson var utanríkisráđherra komst hann oft ađeins í opinberar utanlandsferđir vegna ţess ađ velunnari Íslendinga, C.A.C. Brun ráđuneytisstjóri í Danska utanríkisráđuneytinu og fyrrum sendiráđsritari í Reykjavík, sá til ţess ađ hann gleymdist ekki. Ţetta gerđist til dćmis áriđ 1948 í janúar á ráđstefnu norrćnna utanríkisráđherra. Brun reit í dagbók sína:

"Vi tog imod paa Bristol. Dagen igennem ordinćrt nordisk Udenrigsministermřde, Island inkluderet. Bjarni Benediktsson spiller, imidlertid som sćdvanlig, en aldeles ynkelig Rolle..."

C.A.C. Brun bjóst viđ einhverju? meiru af embćttismönnum unga lýđveldisins, sem hann hafđi stutt manna mest í fćđingarhríđunum. Hann var hins vegar stórhrifinn af Thor Thors.

Vitaskuld er ekki hćgt ađ búast viđ ţví ađ ungt lýđveldi lítillar ţjóđar hefđi ţjálfađa embćttismenn og ráđuneyti eins og Danir höfđu ţróađ. En ţađ samt mjög athyglisvert til ţess ađ hugsa ađ bensíndćlumađur úr Skagafirđi sem leggur fyrir sig búktal og tilfallandi dýra- og mubluhljóđ, telja sig enn gjaldgengan fulltrúa lýđveldisins á erlendum vettvangi. Ţegar kona međ BA próf og póstburđarreynslu í Kaupmannahöfn getur sest í ćđstu embćtti međ cum laude vottorđ frá fyrirmennum á Íslandi upp á vasann - eftir ađ hún reyndi ítrekađ ađ komast í Öryggisráđ SŢ međ hjálp Assads og pönnukökubaksturs í New York - , er íslenska ríkiđ enn hálfgert bleyjubarn.

En í samanburđi viđ manninn sem lét dćluna ganga á Klaustri og vinkonu Assads, var Bjarni Ben bara nokkuđ klár pólitíkus. Blessuđ sé minning hans.


Ađstođarmađur Hundadagakonungs

Jón og Súsanna

Nýlega sýndi ritstjórinn á Fornleifi ţrjár fágćtar og gamlar ljósmyndir, laterna magica skyggnur, teknar af bandarískum ljósmyndara. Ţćr eru hluti af litlu safni Kaupmannahafnarljósmynda sem er nú varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndir ţessar sýndi ritstjórinn á FB Gamle Křbenhavn. Myndirnar eru frá ýmsum stöđum í Kaupmannahöfn. Ţćr eru frá lokum 19. aldar og eru ekki ţekktar í söfnum í Danmörku. Fornleifur náđi í ţćr á uppbođi í Bandaríkjunum.

Einn af ţeim sem gerđi athugasemdir viđ ljósmyndirnar var mađur sem bar hiđ kunnuglega ćttarnafn Effersře, Henrik Effersře. Ég vissi strax ađ ţarna vćri kominn fjarskyldur ćttingi úr Fćreyjum. Ţegar ég sýndi Kaupmannahafnarbúum međ áhuga á gömlum ljósmyndum, mynd af ungum manni sem gondólađi á furđulegri uppfinningu sinni á Slotsholmskanalen fyrir framan Christiansborgarhöll sem ţá voru rústir einar) rétt fyrir aldamótin 1900.

Stakk ég upp á ţví viđ Effersře ađ mađurinn á myndinni vćri ef til vill einhver Efferře´ren, og kannski frćndi okkar. Ţá kom í ljós ađ Henrik Effersře var ekki íslenskum ćttum fyrir ekki neitt. Hann hafđi gífurlegan áhuga á ćttfrćđi, sem ég hef hins vegar ekki. Ég gat ţó látiđ honum í té betri upplýsingar um forfeđur okkar á Íslandi, en hann hafđi áđur haft, bćđi af Islendingabók.is, en einnig úr handritađri ćttarbók sem ćttfrćđingur einni reit fyrir móđurafa minn Vilhelm Kristinsson (sjá hérhér og hér) um 1920.

Greinilegt er ađ Engeyjarangi ćttarinnar (svo kölluđ Engeyjarćtt), sem kominn er út af Pétri Guđmundssyni (1786-1852) einum af yngri brćđrum Jóns (forföđur míns), hefur eignađ sér ćttartengslin viđ Jón greifa og Effersře-ćttina í Fćreyjum. Ţađ er frekar fyndiđ, ţví altalađ var í fjölskyldunni í gamla daga ađ Pétur litli vćri líkast til lausaleiksbarn; Ţađ skýrir kannski ágćta hćfileika hans til ađ safna auđćfum, sem ekki var öđrum gefiđ í systkinahópnum sem taldi í allt 12 börn.

Svo greinir ţessi fjarfrćndi minn sem ćttađur er úr Fćreyjum, en býr eins og fjölskylda hans hefur gert síđan um 1930 á Sjálandi, frá ţví ađ hann eigi ljósmynd af Jóni Guđmundssyni (sjá efst) sem var bróđir langalangalangalangafa míns Gísla Guđmundssonar (1787-1866). Ţetta ţóttu mér tíđindi í lagi. Jón er langalanglangafi Henrik Effersře.

Frćndi minn - Jón greifi

Jón Guđmundsson (1774-1866) var enginn annar en Jón greifi, ađstođarmađur Jörundar Hundadagakonungs Jürgen Jürgensens/Jřrgen Jřrgensens), sem allir Íslendingar ţekkja, en vita fćstir ađ hann átti ćttir ađ rekja til Sviss (sjá hér).

Jón fékk ekki greifatitilinn af Jörundi. Nafnbótin kom til af ţví ađ Jón var ritari hjá Frederik Christofer Trampe greifa (1779-1832) og sinnađist ţeim. Trampe rak Jón umsvifalaust úr ţjónustu sinni. Eftir ţađ gáfu spéfuglarnir í höfuđstađnum Jóni greifatitilinn. Taliđ er ađ Jón hafi átt mikilla harma ađ hefna, ţegar hann gekk í liđ međ Jörundi og setti Trampe stiftamtmann af.

Er skammlíft veldi Jörundar hrundi gerđi Jón sér grein fyrir ţví ađ hann yrđi ađ koma sér af landi brott. Hann lenti í Fćreyjum 1816 og gerđist ţar góđur borgari, kennari og ýmislegt annađ. 1817 tók hann upp ćttarnafniđ Effersře (oft kallađ Effersö á Íslandi) sem er eins og menn vita "fordönskun" af hinni í eina tíđ fögru undurfögru eyju Örfirisey, sem var í eigu föđur hans Guđmundar Jónssonar (1757-1826) og konu hans Guđríđar Ottadóttur (1756-1826). Ţau hjónin eignuđust 12 börn, en fjögur dóu barnung eđa í ćsku.

Myndin af ađstođarmanni Jörundar er líklega frá ţví um 1865. Hann situr ţarna settlegur öldungurinn ásamt fćreyskri konu sinni, Súsönnu Olesdatter (f. 1797) frá Vestmanna (Vestmannahavn) á Straumey.

Ekki veit ég til ţess ađ ađ ljósmynd af Jóni Guđmundssyni hafi  birst á Íslandi fyrr en nú. Ţađ kann ađ vera, en ef svo er ekki, er einu sinni allt fyrst. Vart er hćgt ađ komast nćrri Hundadagakonungi en ţađ. Ljósmyndir af honum eru ekki til og málverk og höggmynd á brú virđast ekki međ vissu sýna sama manninn.  

Einnig er til mynd af ţeim hjónum hverju fyrir sig. Hér er ein ţeirra af Jóni.

Jon-Gudmundsson-Effersoee-f-14-08-1784-d-02-02-1866Fornleifur lýsir hér međ eftir málverki af lífverđi Jörundar í bláum treyjum sínum međ korđa og mikla reiđkápur yfir herđar, ţar sem ţeir fara ríđandi um héruđ á stertsstýfđum hrossum. Ţangađ til ţađ verđur grafiđ upp, er hér mynd Jörundar sjálfs af dansiballi í Reykjavík. Ćtli Jón Guđmundsson hafi veriđ góđur lancier-dansari viđ undirleik fiđlara og trymbils? Hvađ kunnu ekki menn sem ólust upp í Örfirisey og Skildinganesi? Er ţetta ekki hann viđ hćgri gluggann ađ bjóđa frúentimmeri upp í polka? Jörundur

Ţakkir

Mig langar ađ ţakka Henrik Effersře fyrir ađ leyfa mér ađ sýna myndina af forföđur sínum hér á Fornleifi. Mér er sönn ánćgja af ţví, sér í lagi ţegar ég hugsa til ţess ađ ekki er einu sinni víst, hvort til er mynd af langafa mínum Kristni Egilssyni, sem kominn var af Gísla Guđmundssyni, bróđur Jóns greifa.  Svo vitađ sé til eru engar eldri myndir til af fólki í minni grein ćttarinnar undan Guđmundi Jónssyni, ađrar en af tveimur börnum Kristins heitins.


Meira um garđahúfuna

DMR-160996

Hér á Fornleifi hefur áđur veriđ skrifađ um garđahúfuna (sem einnig var kölluđ kjólhúfa og tyrknesk húfa). Ţađ var gert út frá myndskyggnu frá lokum 18. aldar í safni hans sem sýnir slíka húfu borna af Reykjavíkurmeyju.

Ţetta höfuđfat fćr ekki náđ fyrir tískudrósunum í Ţjóđbúningaráđi, sem er vitaskuld mjög mikilvćgt fyrirbćri í landi ţar sem fólk segist ekki vera ţjóđernissinnađ.

Í byrjun ţessa árs uppgötvađi ég fleiri heimildir um garđahúfuna, sem aldrei fékk náđ fyrir sjónum ţjóđbúningasérfrćđinga á Íslandi.

Danski liđsforinginn, landkönnuđurinn, fornfrćđingurinn og Íslandsáhugamađurinn Daniel Bruun sýndi ţessari húfu nokkurn áhuga og teiknađi hana í ţrígang. Teikningar hans eru varđveittar í Danska Ţjóđminjasafninu. Ég birti ţessar myndir hér í von um ađ einhverjar ţjóđernissinnađar konur geri ţessu pottloki hćrra undir höfđi, ţví ţađ getur allt eins veriđ eldri hefđ fyrir en t.d. skúfhúfunni. Garđahúfan gćti jafnvel haft miđaldarćtur (sjá hér).

Fornleifur er á ţví ađ menn hafi hugsanlega fariđ ađ kalla húfu ţessa garđahúfu, eftir garderhue, dönskum hermannahúfum í lífvarđaliđi konungs.

GardereBjarnarskinnshúfur voru ekki einu höfuđföt lífvarđar konungs. Teikningin er frá 1886.

DMR-161026 b

DMR-161021 b


Déjŕ vu

1957 lćkjatorg 2

Eftirfarandi myndatexta mátti lesa á baksíđu Alţýđublađsins sáluga sunnudaginn 13. júní 1965.

Gamli símklefinn á torginu horfinn

ÓĐUM er miđborgin ađ breyta um svip, gömul og virđuleg verzlunarhús úr timbri eru rifin og í ţeirra stađ rísa himinháir bankar og skrifstofubyggingar úr stáli og gleri. Og nú er gamli símaklefinn á Lćkjartorgi horfinn, hann hefur stađiđ ţarna í nokkra áratugi, en til hvers vita líklega fćrri, ţví síminn ţarna hefur yfirleitt ekki veriđ í sambandi, en ţađ er sama,turninn setti sinn svip á bćinn og er ekki laust viđ ađ Lćkjartorg sé heldur sviplausara eftir ađ hann hvarf.

Ritstjóri Fornleifs var tćpra 5 vetra ţegar ţessi hrćđilegi atburđur átti sér stađ. Hann man ţví lítiđ eftir ţessum merka símklefa og ţurfti sjaldan ađ hringja. Er ekki eins símóđur og margir landar hans.

Ţó hitnađi honum um hjartarćtur ţegar hann uppgötvađi ađ Hollendingurinn fljúgandi, sem kom til Íslands áriđ 1957, og sem greint var frá í fćrslunni í gćr og fyrr, hafđi tekiđ mynd af ţessum merka klefa. Fornleifur, sem er eldri sál en ritstjórinn, telur víst ađ klefinn sé ćttađur frá Svíţjóđ. Hann hefur séđ slíka klefa ţar og hélt ađ ţeir vćru hernađarmannvirki, til taks ef Rússarnir kćmu einn daginn.

1957 lćkjatorg

1957 lćkjatorg 3Síminn á Lćkjartorgi virtist ţó ekki vera bilađur áriđ 1957 og stelpurnar í klefanum sýnast mér vera ađ hringja, eđa voru ţćr bara flissandi í ţykjustunnileik fyrir Hollendinginn, sem ţeim ţótti greinilega sćtur.

Ţrátt fyrir spár Alţýđublađsins gćti ţessi frétt hafa birtist nýlega, ţví enn er veriđ ađ reisa himinháa banka, skrifstofubyggingar og hótel úr stáli og gleri. Og samt er Lćkjartorg enn líkt Lćkjartorgi, og ungt fólk sem ţar bíđur verđur enn ástfangiđ, ţangađ til ţađ hverfur í hverfin sín međ strćtisvögnum Reykjavíkur sem nú heita bara ţví ómerkilega nafni Strćtó.

Reykjavík var ţarna á vordegi, eins og undarleg blanda af Múrmansk og New York. Blanda af draumum, hryllingi og norđanátt. Takiđ eftir sveitamanninum sem situr á bekknum til hćgri. Ţađ er eins og hann hafi brugđiđ búi í gćr, eđa sé ađ bíđa eftir vagninum ađ Kleppi. Sá hann hvert stefndi?

Ljóshćrđi strákurinn glápir á undarlega útlendingin og grettir sig. Ţađ gerir Fornleifur líka. Reykjavík er sem betur fer enn lítil, ţrátt fyrir gler og stál. Gleđjumst yfir ţví, í stađ ţess ađ farast í grćđgiskasti tengdu hinni eilífu, íslensku minnimáttarkennd.

Reykjavík er bara helvíti fín, gott fólk og spilltir stjórnmálamenn, eins og alltaf. Reyndar er búiđ ađ gera bankann í bakgrunninum ađ dómshúsi. Ţangađ mćtti hífa borgarstjóra inn viđ tćkifćri til ađ staga í götin í vösum ţeirra. Ţví fylgir ábyrgđ ađ stjórna borg, ţar sem enginn símklefi er. En ef trúđi og íhaldi tekst ţađ, ćtti mórauđum borgarstjóra međ ólívukrullur ađ takast ţađ líka. Ţađ er nefnilega aldrei neitt eftirlit. Enn virkar síminn ekki og borgastjórinn verđur upptekinn út kjörtímabiliđ. Hringiđ bara, ekkert svar...


Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband