Fćrsluflokkur: Menning og listir

Falskir Íslendingar í Ţýskalandi áriđ 1936

Eismennschen

Áriđ 1936 steig á fjöl frekar fölleitur leikflokkur í München. Leikflokkurinn kom fram á mörkuđum, kabarettum og á leikvöngum á Oktoberfest, ţar sem ţeir klćddust eins konar fornaldarklćđum. Íslenskur lćknir, Eyţór Gunnarsson (1908-69), (afi Péturs súperbloggara Gunnarssonar), sem um ţessar mundir var staddur í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ viđ nám og störf á eyrnadeild Háskólans í München, brá sér á kabarett og sá sýningu ţessara listamanna. Eyţór Gunnarssyni ofbauđ sýningin svo, ađ hann fór daginn eftir í danska konsúlatiđ í München og setti fram kćru vegna ţessa hóps loddara sem sögđu sig vera Íslendinga.

Dr. Eyţór greindi frá ţví ađ flokkurinn kallađi sig "Eismännschen" (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhćrđu fólki međ rauđleit augu. "Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen" var haft eftir íslenska lćkninum. Rćđismađurinn danski lét ţegar rannsaka máliđ og skrifađi skýrslu, sem send var danska sendiráđinu í Berlín og utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn.

Rannsóknin leiddi í ljós, ađ um var ađ rćđa 6 manna hóp og fékk rćđismađurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig ađ hópurinn kallađi sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt ađ hópurinn kćmi frá "Islands hohem Norden". Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, ađ hér vćri á ferđinni "blómaviđundur" frá Reykjavík. Ţađ kostađi 10 pfenniga ađ sjá sýninguna. Rćđismađurinn lét sig hafa ţađ. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviđi og lék "Sunnuleiki" (Sonnenspielen), ţar sem töfruđ voru fram blóm svo ađ lokum varđ úr blómahafinu Reykvískur blómagarđur.

Eftir showiđ spurđi rćđismađurinn fyrirliđa hópsins, hvort hann eđa ađrir međlimir vćru í raun Íslendingar. Sagđi fyrirliđinn, ađ foreldrar hans og forfeđur hefđu veriđ Íslendingar, en ađ hann vćri sjálfur Austurríkismađur. Hann bćtti ţví viđ ađ allir í hópnum vćru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurđur um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flćmingi, en sagđi ađ lokum ađ mađur mćtti ekki búast viđ neinni ţjóđfrćđilegri sýningu - ţađ sem bođiđ vćri upp á vćru "Listir frá Norđurhöfum".

Rćđismađurinn, sem greinilega hefur brosađ út í annađ munnvikiđ ţegar hann skrifađi skýrslu sína, bćtti viđ: "Sýning ţessara albínóa gćti vel hugsast ađ gefa áhorfendum međ litla ţjóđmenningarlega ţjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verđur ađ líta ţannig á máliđ, ađ ţađ er mjög lítill trúverđugleiki í sýningunni og ađ hana ber frekast ađ flokka undir töfrasýningu." Rćđismađurinn lauk bréfi sínu til sendiráđsins í Kaupmannahöfn međ ţví ađ skrifa: "Skylduđ Ţér, ţrátt fyrir ţađ sem fram er komiđ, óska eftir ţví ađ ég hafi samband viđ tilheyrandi yfirvöld hér í bć, ţćtti mér vćnt um ađ fá skeyti ţar ađ lútandi."  H.P. Hoffmeyer í danska sendiráđinu taldi ekki neina ţörf ađ eyđa meiri tíma rćđismannsins í erindi Eyţórs Gunnarssonar, sem móđgađist yfir blómasýningu sex albínóa í München áriđ 1936.

Ţetta á ekki ađ verđa lćrđ grein, en ţess má ţó geta, ađ albínóar ţóttu gjaldgeng viđundur fyrir sýningaratriđi í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér ađ neđan er mynd af "hollenskri" albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagđist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hiđ rétta var ađ herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fćddur í Hamborg. Hinn heimsţekkti bandaríski sirkusmađur Phineas Barnum, flutti ţau međ sér til Bandaríkjanna áriđ 1857. 

Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóa, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel ţegnar.

Fam. Lucasie

Ţessi fćrsla birtist fyrst áriđ 2007 á www.postdoc.blog.is

Heimildir voru sóttar á Ríkisskjalasafni Dana.

 


Ţiđ muniđ hann Jörund - eđa hvađ?

ATHUGASEMD 

5. desember birtist ţessi frétt á Pressan.is. Ţar er viđtal viđ Ţjóđminjavörđ um gripi á Ţjóđ-minjasafni Íslands, sem ég hafđi haldiđ fram ađ hefđi týnst,  og hefur mér ađ hluta til orđiđ á í messunni. Ég biđst velvirđingar á ţví ađ ég hélt ađ smámyndin af Jörundi Hunda-dagakonungi vćri týnd, svo og stytta úr safni Jóns Sigurđssonar. Á 8. áratug  síđustu aldar var mér tjáđ af nokkrum af hinum yndislegu gćslukonum safnsins, ađ postulínsstytta í safni Jóns hefđi týnst, eins og ég lýsi hér á blogginu. Ţví miđur kannađist ég ekki viđ grein Ingu Láru Baldvinsdóttur í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags og vissi ţví ekki ađ smámyndin af "Jörundi" hafi veriđ í geymslu frá ţví snemma á 8. áratug síđustu aldar. En áđur hékk hún í hliđarsal til norđvesturs af svo kölluđum fornaldarsal.

Hins vegar á ég bréfaskrif viđ fyrrverandi ţjóđminjavörđ og annan starfsmann fornleifa-vörslunnar sem leituđu til mín vegna týndra innsiglishringa frá Skálholti í Ţjóđminjasafni Íslands, ţó ég hafi aldrei skiliđ af hverju, ţar sem ég var ekki starfsmađur safnsins ţegar gripirnir týndust/hurfu. Vona ég ađ ţeir hafi komiđ í leitirnar, en mér hefur aldrei veriđ greint frá ţví međ óyggjandi hćtti. Ţađ gleđur mig hins vegar, ađ loks sé komin opinber stađfesting á ţví ađ hin forna kinga úr kumlinu í Granagiljum, sem ég ritađi nýlega um, sé týnd og tröllum gefin, ţótt ekki hafi veriđ greint frá ţví í 2. útgáfu af doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárns fyrir rúmlega 10 árum síđan, og heldur ekki annars stađar síđan kingan hvarf áriđ 1967.

Ţađ er virđingarvert af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi ađ greina Pressunni frá öđru ţví sem miđur hefur fariđ, en sem hún á engan hátt ber ábyrgđ á.

Lengi var ţví haldiđ fram, ađ málverk eftir hinn heimsţekkta danska listmálara C.W. Eckersberg (1783-1853) sýndi Jřrgen Jřrgensen, sem viđ Íslendingar köllum jafnan Jörund Hundadagakonung.

jorgen

Jörundur á Frederiksborgarsafni

Fyrir tveimur árum flutti danskur grúskari, Jřrn Dyrholm ađ nafni, erindi um málverkiđ, sem taliđ er vera eftir Eckersberg, á ţingi sagfrćđingafélagsins á Íslandi um Hundadagakonunginn. Dyrholm telur hins vegar ađ myndin sé ekki eftir C.W. Eckersberg, heldur Hans Hansen (1769-1828). Myndin er heldur ekki af Jörundi, ef trúa má Dyrberg. Fćrđi Dyrholm fyrir ţví sterk rök ađ mađurinn á portrettinu međ tćru, bláu augun og rósrauđu kinnarnar, sem hingađ til hefur veriđ bendlađur viđ Jörund, passađi ekki alveg inn í ţá lýsingu sem Englendingar gáfu af sakamanninum Jörundi, sem var dökkhćrđur og međ hnotubrún (hazel brown) augu. Ţví miđur hef ég enn ekki séđ neina grein eftir Jřrn Dyrholm  um efniđ, og gat ekki fundiđ hann í neinum skrám í Danmörku, er ég var ađ leita ađ honum til ađ reyna ađ spyrjast fyrir um útgáfu niđurstađna hans. Hér má hins vegar lesa um erindi Dyrholms í Reykjavík.

1417396.jpg
 

Jörundur sem einu sinni hékk sem er í geymslu á Ţjóđminjasafninu

Annađ málverk er til af Jörundi, ţađ er fróđir menn telja. Reyndar ćtti ég frekar ađ skrifa, ađ ţađ „var til". Málverkiđ, smámynd, hékk eftir 1948 í Ţjóđminjasafni Íslands og bar safnnúmeriđ 18974. En Ţjms. 18974 (Rétt númer er MMS 18974) hefur nú ekki hangiđ í langan tíma uppi á safninu. Málverkinu var víst hnuplađ, ađ ţví mér var sagt, og held ég ţví miđur ađ ekki sé einu sinni til af ţví almennileg litmynd (Ţetta er ekki rétt sjá athugasemd hér ađ ofan). Ég man vel eftir myndinni á Ţjóđminjasafninu í ćsku minni og bakgrunnurinn á myndinni var grćnn (svipađ ţví sem ég hef reynt ađ endurgera hér á myndinni fyrir ofan).

Jörundur á Brújorgenbridge2

 

Jörundur á Ross brú í Tasmaníu

Svo telja sumir ađ konungurinn af Íslandi hafi veriđ höggvinn í ástralskan sandstein á brú einni mjög veglegri í Tasmaníu, sem kölluđ er Ross Bridge, eftir bćnum sem hún stendur viđ.

Lista- og sakamađurinn Daniel Herbert hjó lágmyndir á brúna, sem lokiđ var viđ áriđ 1836, og mun Herbert hafa notađ ţekkt fólk og kunningja sem fyrirmyndir. Telja margir ađ mađurinn međ kórónuna sé enginn annar en Jřrgen Jřrgensen, og ýkt kvenmynd viđ hliđ konungsins er talin sýna Noruh Corbett, fyllibyttuna írsku sem Jřrgensen kvćntist ţarna andfćtis landinu sem hann stýrđi áriđ 1809. Ekki er ţađ svo galin tilgáta. En ekki ćtla ég mér ađ skera úr um hvort ţađ er rétt, ađ lágmynd sé til af konungi Íslands í Tasmaníu. 

Lítiđ hefur ţó veriđ vísađ til myndarinnar á brúnni  í Tasmaníu á Íslandi. En fyrir nokkrum árum hló ég mig máttlausan ţeg ég las viđtal viđ tvo íslenska kvikmyndagerđarmenn sem höfđu lagt leiđ sína til Ástralíu til ađ mynda fugla. Haft var eftir ţeim ađ höfundur lágmyndanna á brúnni hafi vćri Jörundur sjálfur, ađ brúin vćri í Ros (sic) og ađ Jörundur hefđi notađ steinlím sem varđ afgangs til ađ móta myndirnar. Limestone, (sandsteinn), varđ ţarna ađ steinlími hjá fuglaljósmyndurunum. Hér međ leiđréttist ţađ og bí bí og blaka.

Ađ lokum má nefna skopteikningu Jörundar sjálfs frá dansiballi í Reykjavík áriđ 1809, ţar sem ein maddaman krćkir hárkollu sinni í ljósakrónu, en menn telja sig sjá Jörund í salnum. En ţađ eru víst líka eintómar getgátur. 

Jorgensen og Norah

Týnda kingan

  Kinga 3

Eitt af ţeim orđum sem hljómuđu svo fornlega og seiđandi í doktorsritgerđ Kristjáns heitins Eldjárns, Kumli og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi, var orđiđ kinga. Ef mađur leitar ađ orđinu kinga og ljósmyndum af kingum á Google, er svo sannarlega um auđugan garđ ađ gresja, ţar sem ţetta er líka nafn á kvendýrlingi í Pólandi. Kingur nútímans í Pólland líkjast ţó margar föllnum snótum, eđa kannski er ég ekki međ nógu pólskan smekk til ađ sjá ţessa pólsku fegurđ. Sjón er sögu ríkari.

Aftur ađ kingum Eldjárns. Hann lýsti í bók sinni Kuml og Haugfé fjórum forláta kingum sem fundist höfđu í fornu kumli á Granagiljum fyrir ofan Búland í Skaftártungum (Granagil eru kölluđ svo eftir Grana Gunnarssyni sem Kári Sölmundarson drap). Á myndunum hér ađ ofan og neđan sjáiđ ţiđ ađ kingur ţessar eru kringlótt, steypt men međ opnu verki, sem menn og konur hengdu viđ sörvi (steinahálsfesti) eđa einhvers stađar á klćđnađ sinn. Kingurnar frá Granagiljum eru um 2,5 sm í ţvermál.

Kinga 2

Ţiđ furđiđ ykkur kannski á ţví, ađ hér er ađeins ađ finna myndir af ţremur kingum, en en ekki fjórum. Ţađ er ekki vegna plássleysis. Í nýrri útgáfu Kumls og Haugfjár, ţađan sem myndirnar eru fengnar ađ láni, eru nefnilega ađeins hćgt ađ finna ljósmyndir af ţremur kingum, ţótt textinn nefni fjórar. Og viti menn, ţegar mađur athugar í frumútgáfu Kumls og Haugfjár, ţá eru ţar vissulega sýndar fjórar kingur frá Granagiljum á blađsíđu 323 (mynd 142, kingan í miđjunni).

Og hér kemur skýringin. Fyrir allmörgum árum, síđast á 9. áratug og fyrst á síđasta áratug síđustu aldar, áđur en ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, skráđi ég og ljósmyndađi valda hluta kumlfjár á Íslandi í tengslum viđ doktorsverkefni mitt. Einn daginn var ég kominn ađ kingunum. Sama hvađ ég leitađi, ţá fann ég ekki allar kingurnar frá Granagiljum. Mér var sagt ađ leita í skúffunum undir gömlu sýningarskápunum í Fornaldarsalnum svokallađa, en allt kom fyrir ekkert. Í ađfangabók voru kingurnar vissulega sagđar fjórar. Loks náđi ég tali af Ţór Magnússyni ţjóđminjaverđi, sem gat sagt mé, ađ ein kingan hefđi veriđ send til Kanada á heimssýninguna ásamt öđrum gripum úr Ţjóđminjasafni, en hún kom aldrei aftur til Íslands.

Kingan var send á heimssýninguna EXPO67 i Kanada og kom aldrei aftur til baka. Hún hvarf, eđa kannski var henni stoliđ? Ţór gat lítiđ skýrt fyrir mér, af hverju ekkert var fćrt af upplýsingum inn um ţetta tap, t.d. í ađfangabók safnsins. Ţór sagđi ţađ ekki venju ađ bćta viđ skráningu á gripum í handritađri ađfangabók safnsins.

Kinga 1

Kannski hefur Ţór Magnússon heldur ekki haft fyrir ţví ađ segja yfirritstjóra annarar útgáfu Kuml og Haugfjár, Adolfi Friđrikssyni, frá ţessu tapi, ţví ekki er Adolf ađ furđa sig á ţví ađ upphaflegi textinn, sem og textinn í 2. útgáfu, greini frá fjórum kingum frá Granagiljum, međan ađ hann er ađeins međ mynd af ţremur kingum í nýrri útgáfu á doktorsritgerđ Kristjáns forseta. Hann er líka međ heldur lélegar pennateikningar af kingunum, ţremur og ekki fjórum. Gripateikningarnar í 2. útgáfu Kuml og Haugfjár er reyndar mikill ljóđur á útgáfunni, en ţađ er önnur saga sem verđur fariđ inn á síđar. 

Fleiri týndir gripir 

Ćtli Ţjóđminjasafniđ sakni fleiri gripa en kingunnar frá Granagiljum? Ég tel mig vita ađ svo sé, en veit ekki hvort tekiđ er á ţví máli eins og eđlilegt mćtti ţykja. Vissuđ ţiđ ađ stytta úr safni Jóns Sigurđssonar hvarf eitt sinn eftir ađ hópur fólks af Keflavíkurflugvelli hafiđ fengiđ ađ heimsćkja safniđ á mánudegi, ţegar safniđ var annars lokađ. Gömul kona, sem gćtti herbergis Jóns Sigurđssonar, sór og sárt viđ lagđi, ađ postulínsstyttan hefđi horfiđ úr safninu ţann dag (og hún var enginn Kanahatari). Hún og ađrar konur sem gćttu gripa á safninu í mörg ár greindu mér frá ţessu ţegar ég var barn, líklegast hefur ţađ veriđ um 1970, en styttan hvarf fyrr.

Gripir hafa einnig horfiđ skömmu eftir ađ ţeir voru grafnir úr jörđu, ţví ţeir hafa ekki fengiđ forvörslu. Ţar hafa fariđ forgörđum upplýsingar sem hefđu veriđ miklu verđmćtari fyrir áhugasama ferđamenn en tilgátuóskapnađurinn sem menn dreymir um, og ţeir byggja nú jafnvel í Skálholti

Ítarefni:

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Bókaútgáfan Norđri, Akureyri.

Kristján Eldjárn 2000. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. 2. útgáfa. Ritstjóri Adolf Friđriksson. Fornleifastofnun Íslands, Mál og Menning, Ţjóđminjasafn Íslands.


Ráđherrann veđur í villu

Brynjólfskirkja og kofinn viđ hana

Katrín Jakobsdóttir veđur í villu. Rústir Ţorláksbúđar og margar ađrar minjar í Skálholti voru friđađar áriđ 1927. Sú friđlýsing stendur, og eru fyllileg nćgileg til ađ stöđva framkvćmdir viđ skúrinn sem veriđ er ađ reisa í Skálholti. 

Rutt var yfir friđlýsinguna frá 1927 af Kristínu Sigurđardóttur forstöđumanni Fornleifaverndar Ríkisins, sem gaf leyfi til ađ reisa hagsmunakofa ofan á friđuđum fornleifum. Ţađ sem forstöđumađurinn hefur gert er svo mikil vömm í starfi, ađ leysa ćtti hana frá störfum. En ţađ mun örugglega ekki gerast ţví  konur á Íslandi standa saman, sérstaklega ţegar ţćr vađa í villu, sama hvađa flokkur hefur potađ ţeim í embćttin. Í stađ ţessa ađ hlusta á rök fer Katrín međ máliđ í hring, međan lagabrjótarnir í Skálholti halda áfram ađ reisa kofann, međ tilvitnun í Davíđssálma og vitranir frá Guđi á himnum, svo nćstum ţví má heyra Hallelújahrópin, ţegar búđarsmiđirnir holnegla Ţjóđminjalögin viđ undirleik Árna brekkusöngvara.

Áriđ 2009 var einmitt gerđ rannsókn á Ţorláksbúđ og kom ţá í ljós ađ rúst var undir yngstu Ţorláksbúđ og fornar grafir lengra undir.

Húsafriđunarnefnd hefur svo öđrum hnöppum ađ hneppa og treystir mađur ţví ađ hún vinni vinnuna sína án fleiri gerrćđislegra afskipta menntamálaráherrans gagnvart nefndinni. Stöđvun nefndarinnar á framkvćmdum viđ "Ţorláksbúđ" var algjörlega lögmćt.

Ţetta mál er fariđ ađ minna mig á sumarbústađinn sem gerrćđisráđherrann Össur Skarphéđinsson fékk í gegn međ hótunum, ţannig ađ einhver fuglaskođandi lyfsali gat reist bústađ sinn fyrir vestan ofan í fornminjum og einnig í trássi viđ Náttúruverndarlög. En ţađ var áđur en Fornleifavernd var stofnuđ og menn héldu ađ sú stofnun myndi vernda fornminjar. Össur gćti kannski sagt okkur frá málinu.

Sjálftökutímanum hélt mađur ađ vćri lokiđ, en svo virđist ekki vera.

20110330132202481

Stína lögbrjótur og Kata lagakrćkja


mbl.is Ţorláksbúđ ekki óafturkrćf framkvćmd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lausn á 3. getraun Fornleifs

Hćstikaupstađur lille

Sigurvegari 3. getraunar Fornleifs heitir Tumi Ţór Jóhannsson og býr á Ísafirđi. Hann ţekkti greinilega heimaslóđirnar, ţví myndin sýnir Hćstakaupstađ áriđ 1877. Ţá var Tumi ekki fćddur og ţví var mér spurn, hvernig hann sá ađ ţetta var á Ísafirđi? Tumi svarađi, ađ ţađ vćru fjöllin, enda eru ţau vel teiknuđ. Jón Steinar hefđi nú átt ađ ţekkja ţetta líka.

Myndin í ţriđju gátu Fornleifs sýndi ţá félaga Gerrit Verschuur (1840-1906) og J.C. Greive (1837-1891) frá Hollandi, sem komu til Íslands í maí 1877, eins og greint var frá í blöđum ţess tíma. Ţeir ferđuđust um landiđ í mánađartíma. Myndin sem spurt var um sýnir ţá á Ísafirđi, kappklćdda, líklega nokkrum klukkustundum áđur en ţeir stigu á skipsfjöl og sneru aftur til síns heima.

p_Verschuur
Gerrit Verschuur

Gerrit Verschuur  var ţekktur ferđalangur, sem skrifađi m.a. frćgar bćkur um ferđir sínar til Asíu og Ástralíu.  J.C. Greive var ţekktur listamađur sem sérhćfđi sig í ađ teikna myndir viđ ferđalýsingar í myndríkum vikublöđum sem urđu algeng afţreying fyrir borgarstéttina í Evrópu um miđja 19. öldina. Ljósmyndin var dauđi listamanna eins og Greive. 

Greive
J.C. Greive

Á myndinni, sem spurt var um, sjáum viđ ţá félaga í Hćstakaupstađ (Ísafirđi) í júní 1877, en frá Ísafirđi sigldu ţeir til Bretlandseyja á leiđ heim til sín. Ţađ er Gerrit Verschuur sem stendur međ kúluhatt (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana) og talar viđ karl og konu í söđli, og J.C. Greive stendur og teiknar og vekur ţađ verđskuldađa athygli einhverra karla.

Greive teiknar
J.C. Greive teiknar sjálfan sig?

Myndin bitist í 2. tölublađi hollenska vikuritsins EigenHaard áriđ 1870. Rit ţetta kom út í borginni Haarlem á síđari hluta 19. aldar og var lesiđ víđa í Hollandi og Belgíu. Gerrit Verschuur birti ferđalýsingu sína frá Íslandi međ titlinum Ultima Thule, of Eene maand op Ijsland

Teikningar J.C. Greive höfđu veriđ sendar ţeim félögum Joseph Burn-Smeeton og Auguste Tilly,   Breta og Frakka, sem ráku saman fyrirtćki sem vann málmstungur úr teikningum listamanna til nota í myndablöđum margra landa Evrópu.

Ýmsar skemmtilegar teikningar ađrar eru viđ Íslandslýsingu Verschuurs í nokkrum fyrstu heftunum af vikublađinu EigenHaard áriđ 1878, t.d af torfbć á Seyđisfirđi međ einkennilegt strýtulaga hornherbergi. Falleg mynd er frá Flateyri af lýsisbrćđslu, mynd af konum í skautbúningi fyrir utan Dómkirkjuna í Reykjavík (sjá neđar) og af ţeim félögum Verschuur og Greive úti í Engey svo eitthvađ sé upp taliđ. Mynd af ţeim félögum, ţar sem ţeir gistu í kirkjunni á Mosfelli í Mosfellsdal birtist fyrir allmörgum árum í Lesbók Morgunblađsins. Karl fađir minn, sem átti ţessar myndir, gaf eina ţeirra, og líklega ţá skemmtilegustu, Sigurjóni Sigurđssyni sem lengi var kaupmađur á Snorrabraut, og skrifađi Sigurjón heitinn smá grein um Mosfell og myndina sem má lesa hér.  Ég birti kannski síđar einhverjar af öđrum myndum Greive frá Íslandi.

Greive Dómkirkjan 2
Viđ tröppur Dómkirkjunnar í Reykjavík áđur en kirkjan var tekin í gegn og lagfćrđ áriđ 1878.

3. getraun Fornleifs

Getraun 3
 

Fornleif langar nú ađ sjá hve fljótir fornaldardýrkendur ţeir sem venja komur sínar hingađ í forneskjuna geta veriđ ađ sjá:

1) hvađa stađ myndin sýnir?

2) hvenćr ristan var gerđ og hvar hún birtist?

Ósköp einfalt. Hér ađ neđan er smá brot úr myndinni. Kannski gefur ţađ einhverjum lausn á ráđgátunni.

Brot 

Monstrum Medievalis

Horror Medievalis

Ekki var fyrr stöđvađ rugliđ međ ólöglega torflistaverkiđ norđaustan viđ kór Skálholtsdómkirkju, en ađ annar miđaldahrođi hefur sig á loft međ miklum drunum, svo halda mćtti ađ 1. apríl vćri runninn í garđ.

Icelandair og eitthvađ dularfullt crew í samfloti viđ ţá eru komnir á miđaldaruglubull. Ţeir hafa líklega lesiđ of mikiđ eftir Dan Brown ţegar ţeir biđu of lengi í Leifsstöđ. Ţađ er vitaskuld rétt athugađ hjá Icelandair, ađ ferđamenn erlendis sćki mjög í dómkirkjur miđalda. En ţćr eru frá miđöldum.

Ţađ ferlíki sem menn vilja nú fara ađ reisa í Skálholti á hins vegar ekkert skylt viđ miđaldir. Ţessi misskilningur byggir á teikningum sem skapađar voru af teiknikennaranum og ţjóđernisrómantíkernum Herđi Ágústssyni, sem  ekki  var menntađur í miđaldafrćđum. Hann skapađi t.d. „Ţjóđveldisbćinn", sem á ekkert skylt viđ rústirnar á Stöng, sem hann byggđi hugsýn sína á. Í Ţjóđveldisbćnum eru steinsteyptir veggir og plastdúkur í ţekju.

Oftúlkun á hleđslum sem skráđar voru viđ fornleifarannsóknir í Skálholti leiddi suma til ađ álykta ađ dómkirkjan hefđi ţar veriđ stćrst um 50 metrar ađ lengd. Sú túlkun er óskhyggja ein. Ţar ađ auki hefur teiknari Icelandair, sem ég tel mig vita hver sé,  gert vont verra. Engin miđaldakirkja lítur út eins og ţetta ljóta flugvélaskýli međ kjallara og međ samfelldum steindum gluggum efst undir ţaki háskipsins. Eru prestar á Íslandi svo sögulausir og vitlausir ađ ţeir kaupi ţetta rugl? Hafa ţeir ekki skođađ miđaldakirkjur á ferđum sínum erlendis?

Ţessi horror slćr tollbúđ Árna Johnsen alveg út! Svona verkefni eru auđvitađ hugarórar frá ţví fyrir hrun. Ţá urđu Icelandair og arkitektinn ţeirra hái nefnilega of seinir ađ komast í loftpeninga í vösum gjafmildra útrásarvíkinga, en núna er víst komnir peningar í kassann hjá Icelandair, og vilja menn greinilega ađ kirkjan greiđi restina sem aflátspeninga.

En mest af öllu eru svona brjálađar hugmyndir birtingarmynd ţess ađ sumt fólk á Íslandi vill ekki sćtta sig viđ látlausa sögu lands síns, ţar sem mannanna verk lifđu ekki í ţúsund ár, ţótt andans verk vćru sterk. Íslendingar, sem skammast sín fyrir sögu sína, stunda sögufölsun eins og ţá sem Icelandair og ónafngreindir ađilar vilja nú hella sér út í.

Ég hvet Icelandair til ţess ađ styrkja heldur fornleifarannsóknir í stađ ţess ađ borga fyrir Disneykirkju í Skálholti.


17 gyđingar í brunni

Jewish scull in Norwich

 

Fundist hafa leifar 17 manns í brunni einum í bćnum Norwich í Austur-Anglíu á Englandi. Taliđ er nćr fullvisst ađ um beinagrindur gyđinga sé ađ rćđa og ađ ţeir hafi veriđ myrtir í ofsóknum og kastađ í brunninn. Fullorđnum hefur veriđ kastađ fyrst og síđan 11 börnum á aldrinum tveggja til fimmtán ára ofan á. Ég ţekki dálítiđ til í Norwich. Áriđ 1986 kom ég ţar fyrst á skólaferđalagi međ deild minni viđ háskólann í Árósum, ţegar ég hafđi nýlokiđ kandídatsprófi. Viđ gáfum síđar út í lítilli gulri bók frćđilega fyrirlestra okkar sem viđ héldum viđ ýmsar miđaldaminjar. Ég međhöndlađi m.a. sögu gyđinga og leifar eftir fyrsta skeiđ búsetu ţeirra á Bretlandseyjum.

Gyđingar komu snemma til Bretlandseyja, međ Vilhjálmi bastarđi og Normönnum, og settust ađ í stćrri bćjum landsins, allt norđur til Jórvíkur. Um miđja 12. öld var Norwich nćststćrsta borg Englands og margir gyđingar áttu ţar heima. Gyđingar á Bretlandseyjum, eins og víđa annars stađar, máttu ekki stunda hvađa vinnu sem var, og voru ţess vegna margir í peningaviđskiptum og lánastarfsemi, sem var bćđi syndugt og illa séđ iđja af kirkjunni, sem sló ţó gjarna lán hjá gyđingum. Gyđingar á Bretlandseyjum lánuđu fé til ýmissa mikilvćgra framkvćmda á fyrri hluta miđalda, eđa ţangađ ţeir allir, um ţađ bil 16.000 ađ tölu, voru gerđir brottrćkir frá Bretlandseyjum ţann 18. júlí áriđ 1290. Eins og annars stađar voru ofsóknir gegn gyđingum algengar á Bretlandseyjum og var tiltölulega auđvelt fyrir skuldunauta gyđinga ađ snúa lýđnum gegn ţeim og hrinda ađ stađ ofsóknum gegn ţeim, sem enduđu t.d. međ ţví ađ 150 ţeirra voru brenndir inni í Clifford-Turni í Jórvík áriđ 1190, eđa ţeim var kastađ í brunna eđa ţeir brenndir á báli.

Burning_Jews

Margar heimildir eru til um veru gyđinga í Norwich, bćđi  ritađar og fornleifar. Gyđingar bjuggu viđ og umhverfis Haymarket-torg, sem er enn í dag ađalmarkađstorg Norwichborgar. Fornleifarannsóknir hafa stađfest búsetu ţeirra ţar. Einu götuna á Bretlandseyjum, sem ber heitiđ Synagogue Street, er ađ finna í Norwich. Frćgur ketill úr bronsi frá Frakklandi međ áletrun á hebresku hefur fundist í jörđu í Norwich.

Pottur

Einn fremsti fjármálamađur Bretlands á 12. öld var Eliab, einnig ţekktur sem Jurnett, sem lánađi fé til bygginga fjölda kirkna og klaustra. Líklega til ađ komast hjá ţví ađ borga honum, var hann flćmdur úr landi međ ţví ađ krefjast af honum 6000 mörk og fékk hann ekki ađ snúa aftur fyrr en hann hafđi greitt 2000 ţeirra. Svo ekki hefur öll lánastarfsemi gyđinga veriđ arđbćr, og í sumum tilfellum hefur hún kostađ ţá lífiđ og kannski valdiđ ţví ađ ţeir fengu vota gröf í brunni í Norwich. 

 

TaxRoll

Klikkiđ tvisvar sinnum á myndina til ađ sjá hana stćrri

Til er skopmynd af Isaak fill Jurnett, syni Eliabs í skattalista Norwich frá 1233, ţar sem gyđingar bćjarins eru hćddir og Isaak sýndur sem ţríhöfđa konungur. Í Norwich er enn til hús sem kallađ er Music Hall, heiti sem er taliđ vera afbökun á Moishe Hall, og telja sumir ađ húsiđ sé ađ grunni til ţađ hús sem Isaak Jurnett bjó í á 13. öld.

Gyđingum í Norwich var kennt um barnaníđ og morđ áriđ 1144, ţegar 12 ár drengur, Vilhjálmur, hvarf. Ţótt aldrei hafi sannast ađ Villi litli hefđi veriđ myrtur, og líklegra sé, ađ hann hafi veriđ grafinn lifandi af ćttingjum sínum sem héldu ađ hann vćri látinn, ţá komu upp svipađar ásakanir á hendur gyđingum á nćstu árum víđs vegar um Bretland. Vilhjálmur var tekinn í dýrlinga tölu. Gćti veriđ ađ líkin í brunninum séu afleiđing múgćsingar og hýsteríu sem greip um sig á Bretlandseyjum á 12. öld? Ekki ólíkt og í dag á Íslandi, ţar sem rökin eru ađ barnaníđ hljóti ađ hafi veriđ framin undir vćng kaţólsku kirkjunnar vegna ţess ađ ţađ hefur veriđ framiđ í öđrum löndum, var gyđingum kennt um barnahvarf á miđöldum og alveg fram á síđustu öld. Á miđöldum ţurfti ekki sannanna viđ frekar en í dag. Múgćsingin er enn í ham. Nóg var bara ađ hafa heyrt eitthvađ, sannanir skiptu og skiptir sumt fólk ekki máli. Málefniđ helgar međaliđ.

Ţar til nýlega var gyđingum kastađ í brunna víđs vegar um Evrópu. Eftir ađ álfan gerđist siđmenntađri er orđinn heimsfrćgur smellur Borats um ađ kasta gyđingum í brunna í „heimalandi" hans Kasakstan, smellur sem fékk misjafna dóma í Bandaríkjunum. Ef ekki hefđi komiđ svo góđ vatnsveita á Íslandi, hefđu menn líklega veriđ ađ kasta fólki í brunna og ásaka ţađ um ađ hafa stráđ glerbrotum í smjöriđ eđa ađ kaupa frá kapítalistum, sem var t.d. afar vinsćl ásökun í Sovétríkjunum og leppríkjum ţeirra fram undir 1950. Horfiđ og hlustiđ á Borat og bandaríska áheyrendur hans, sem sumir hverjir eru langt frá ţví ađ vera fráhverfir bođskap kasakstanska blađamannsins. Myndin efst er af fjölmiđlaglöđum vísindakonum sem skemmta sér greinilega međ hauskúpu gyđingakonu frá Norwich:

Ţessi fćrsla er örlítiđ breytt útgáfa af fćrslu sem upphaflega var birt 26.6.2011 á www.postdoc.blog.is


Pottţéttur biskup

  Kúpa Páls 

Nú, á hinum síđustu og verstu tímum, ţegar enginn verđur óbarinn biskup, er gott ađ vita til ţess ađ betra var kannski hćgt ađ reiđa sig á menn í ţeirri stétt hér fyrr á öldum en nú er.

Hér verđur sagt örlítiđ frá rannsóknum á Páli Skálholtsbiskupi Jónssyni, sem ekki hefur veriđ miđlađ sem skyldi til almennings. 

Páll var laukur góđrar ćttar, sonur Jóns Loftssonar í Odda, reyndar á laun, og var Sćmundur á selnum ţví langafi Páls. Ekki var blóđiđ síđra í móđurćttinni, ţví móđir Páls  biskups var Ragnheiđur systir Ţorláks helga, en Páll biskup gekk vasklega í ađ helga móđurbróđur sinn. Páll ólst upp í Odda međ engum öđrum en Snorra (Sturlusyni). Ţađ vćri hćgt ađ skrifa sunnlenskan knallróman um ţá félaga, ef einhver hefur ekki ţegar gert ţađ.

Páll menntađist í Lincoln á Bretlandseyjum. Í Lincoln fékk Páll, međal margs annar, líklega hugmynd um steinţró ţá sem hann var lagđur til hinstu hvílu í, ţví ţar um slóđir voru steinkistur algengar. Leifar Páls fundust í haglega höggvinni ţró úr íslensku móbergi áriđ 1954 viđ fornleifarannsókn í Skálholti.

Ţótt Páll vćri vel ađ sér í góđum siđum, fylgdi hann samt venju flestra kollega sinna á Íslandi um fornificationem in oficiae og fékk sér konu, ţví Páfinn og Erkibiskup voru svo langt í burtu, ađ Páli datt líklegast ekki í huga ađ hold ţeirra vćri líka veikt. Kona Páls, Herdís, drukknađi í Ţjórsá áriđ 1207ásamt dóttur ţeirra hjóna. Međal barna ţeirra Páls og Herdísar var einnig Loftur Biskupsson, sem oft kemur viđ sögu í Sturlungu vegna deilna og fríđleika. Fríđleikann átti hann kannski ekki langt ađ sćkja, ţví Jóni heitnum Steffensen, beinasérfrćđingi, ţótti kúpa föđur hans harla kvenlegan, ţótt eyrun sćtu vćntanlega lágt á honum. Jón skrifar:

Páls hauskúpa er međ nokkru minni nefbreidd og meiri neflengd en međaltal íslensku hauskúpanna, en óvenjulegur er ţessi munur ekki. Andlitiđ er stórt miđađ viđheilabúiđ. Ţađ er međallangleitt og međ međalháar augnatóftir, en nokkurt ósamrćmi er á ţeim ţví ađ sú vinstri er talsvert styttri en sú hćgri. Nefiđ er langt miđađ viđ breidd. Kjálkarnir eru sterklegir međ nokkurn kjálkagarđ eđa torus, tennur talsvert slitnar, en fallegar, án skemmda. Engan endajaxlanna hefur Páll tekiđ, en ţađ er algengt á íslenskum hauskúpunum til forna. Yfirleitt er andlitiđ vel mótađ og fínlegt, svo ađ trúlegt er ađ Páll hafi veriđ fríđur sýnum, ef til vill međ dálítiđ kvenlegt útlit, en í öllu íslendingslegt andlitsfall. 

KISTA SH

G4L61OS4

     Jökull Jakobsson, uppgraftarsveinn í Skálholti, bograr hér yfir kistu Páls biskups áriđ 1954.

Aldursgreining á Páli 

Fyrir nokkrum árum síđan var beinflís úr Páli send međ flugvél til Árósa í Danmörku í tösku Árnýjar konu Össurar Skarphéđinssonar, svo viđ nefnum höfđingja og dýrlinga nútímans. Viđ háskólann í Árósum, sem er minn gamli skóli, og bestur háskóla á Norđurlöndum skv. úttektum, var Páll aldursgreindur á AMS-geislakolsaldursgreiningarstofunni sem ţar er starfrćkt.

Páll fćddist áriđ 1155 og andađist i 1211. Kolefnisalaldursgreiningin á Páli gaf mćliniđurstöđuna 918 +/- 28 C14 ár fyrir 1950, sem umreiknuđ eftir breytileika 14C gegnum tímann gefur  aldursgreininguna 1031-1176 e. Kr. Cal. viđ 2 stađalfrávik (2σ/95% líkindi). En ţá niđurstöđu verđur ađ leiđrétta vegna innihalds gamals kolefnis 13C sem safnast t.d. í beinum manna sem borđa mikinn fisk, ţannig ađ aldursgreining verđur eldri en hún á ađ vera. Páll hefur borđađ nokkuđ mikinn fisk og hefur 17% matar hans samanstađiđ af sjávarfangi.

Greining á Páli Jónssyni
Línurit ţetta er úr grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur og annarra (2000)

Umreiknuđ/leiđrétt aldursgreining beinflísarinnar úr Páli biskup međ tilliti til 13C innihalds beinanna er 1165-1220 viđ tvö stađalfrávik. Ţađ er ekki fjarri ćvitíma Páls 1155-1211. Ekki gćti ţađ veriđ öllu betra međ nokkurri aldursgreiningu og leikur ţví vart nokkur vafi á ţví, ađ ţađ er Páll biskup sem lá í kistu sinni.

Aldursgreiningar á beinagreindum úr kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem nokkrar hafa veriđ greindar áđur fyrir ritstjóra Fornleifs (og birtar í grein sem ekki er nefnd í grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur et. al.) voru einnig gerđar í tengslum viđ rannsóknina sem Páll biskup komst međ í. Aldursgreiningar ţeirra beina sýna, eins og ég hafđi haldiđ fram síđan 1983, viđ miklar mótbárur kollega og sér í lagi jarđfrćđinga, ađ byggđ í Ţjórsárdal lagđist ekki af fyrr en á 13. öld. og á sumum bćjum ekki fyrr en um 1300.

Ítarefni:

Jón Steffensen 1988: í "Líkamsleifar Skálholt 1954-1953". Í Kristján Eldjárn, Christie Hĺkon, Steffensen, Jón (Ritstjóri Hörđur Ágústsson), Skálholt Fornleifarannsókn 1954-1958 , bls. 159 ff. [Ţjóđminjasafn/Lögberg].

Sveinbjörnsdóttir, Árný E, Heinemeier, Jan et al. 2008 "Dietary Reconstruction and Resorvoir Correction of 14C Dates on Bones from Pagan and Early Christian Graves in Iceland". RADIOCARBON, Vol 52, Nr 2-3, 2010.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990: "Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafrćđi". Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags 1990, bls. 35-70, sjá hér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2007. Fyrri bloggfćrsla.

Kolbeinn Ţorleifsson 1982: "Lincoln og Ísland á 12. öld". Lesbók Morgunblađsins,  28.8.1982. 28. tölublađ. Sjá hér.

Bagall Páls

Haus af bagli Páls biskups sem fannst í steinţró hans áriđ 1954.


Hvalur á Stöng

hvalbein Stöng

Hljómar ţetta ekki eins og forréttur á veitingastađ í höfuđborginni, sem ögrar blygđunarsemi veikgeđja útlendinga sem óska ţess heitast ađ geta synt, blístrađ og borđađ sushi međ hvölum í heimshöfunum áđur en haldiđ skal út í nóttina til ađ horfa á norđurljós?

Á Stöng í Ţjórsárdal hefur reyndar fundist hvalur, eđa réttara sagt brunnar leifar hvals. Sagan en svona:

Áriđ 1993 fundum viđ sem rannsökuđum á Stöng í Ţjórsárdal eldaholu međ móösku og viđarkolasalla og í henni ýmsar leifar, t.d. brot kambs (greiđu) og brenndra beina. Eldaholan fannst undir skála, sem lá undir smiđju, sem aftur lá undir kirkjurúst, sem síđar varđ ađ skemmu. Eldaholan hefur veriđ grafin í lok 9. aldar eđa í byrjun ţeirrar 10., ef dćma má út frá landnámslaginu, sem ţarna markađi greinileg mörk. Engin búseta virđist hafa veriđ á Stöng áđur en ţađ gjóskulag féll, og eldaholan eru leifar eins af fyrstu verkum ábúenda á stađnum.

Eldahola
A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Prófíll
Sniđ sem sýnir hvernig eldaholan hefur veriđ grafin niđur í gegnum Landnámslagiđ. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Beinin í eldaholunni ollu ţví ađ ég fór ađ velta ţví fyrir mér hvort ţau gćtu veriđ úr manni og ađ holan vćri brunakuml. Ég fór í október áriđ 1996 međ sýni af ţeim til Svíţjóđar til norska beinasérfrćđingsins Torstein Sjřvold sem var prófessor í Stokkhólmi, og er mest ţekktur fyrir rannsóknir sínar á íslíkinu Ötzi, sem allir ţekkja í sjón. Thorstein ţurfti ekki ađ skođa beinin lengi áđur en hann komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ beinin vćru úr öđru spendýri en manni, ţ.e.a.s. hval.

hvala

 

Hvort menn hafi veriđ ađ borđa hval uppi í Ţjórsárdal vitum viđ ekki. En ţađ er ekki međ öllu útilokađ. Líklegra ţykir mér ţó, ađ einhver gripur úr hvalbeini, t.d. leifar hvalbeinsspjalds, líku ţessu á myndinni hér ađ ofan sem er frá Norđur Noregi, hafi lent í eldinum. Útiloka ég ţví ekki ađ holan á Stöng, sem ekki er fullrannsökuđ,sé hugsanlega brunakuml.

Vonandi verđur hćgt ađ rannsaka ţađ og margt annađ á Stöng á nćstu árum.

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2010:  Úrvinnsla úr niđurstöđum Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal, Áfangaskýrsla fyrir 2009.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996: "Gĺrd og kirke pĺ Stöng i Ţjórsárdalur. Reflektioner pĺ den tidligste kirkeordning og kirkeret pĺ Island". I J.F.Krřger og H.-R. Naley. Nordsjřen.Handel, religion og politikk. Karmřyseminaret 1994 og 1995. Dreyer bok. Stavanger, bls. 118-139.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband