Ísland í töfralampanum: 7. hluti

26_bruera_rapids_fornleifur_copyright.jpg

Brúarárfossar voru líkt og í dag mjög vinsćlt myndefni fyrir fyrstu ljósmyndarana á Íslandi. Útlendingar heilluđust einnig snemma af fossunum, einnig fyrir öld ljósmyndarinnar. Ţeir voru ţví tilvaldir í landkynningarefni eins og skuggamyndir. Svo mikiđ hefur mönnum ţótt koma til fegurđar fossanna, ađ tvćr myndir af ţeim, annars vegar af fossunum og hins vegar af brúnni, eru međ í syrpu Riley Brćđra England to Iceland, sem Fornleifur keypti nýlega nokkrar myndir úr á Cornwall.

27_bruera_and_bridge_fornleifur_copyright.jpg

db_lanternist1_1282589.gifVafalaust er, ađ Sigfús Eymundsson er höfundur efri myndarinnar sem bar númer 26 í syrpu Riley Brćđra og kallast á ensku Bruera Rapids. Myndin er til í tveimur ţurrnegatífu á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér og hér). Hin myndin sem er númer 27 og ber heitiđ Bruera and Bridge er mjög líklega einnig eftir hann.

Brúarárfossum voru ţegar áriđ 1834 gerđ skil af Frederik Theodor Kloss (sjá hér). Mynd Kloss kom seinna út prentuđ sem litógrafía. Einnig er vel ţekkt koparstunga Auguste Meyers frá 1838 í stórverki Gaimards: Voyage en Islande et au Groënland.

Meira er víst ekki hćgt ađ teygja lopann um fossana og brýr á Brúará.

bruararfossar_meyer.jpg

Mynd Auguste Meyers af Brúarárfossum.

Fyrri kaflar í sögunni um fyrstu skuggamyndirnar frá Íslandi:

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

Ísland í töfralampanum 5. hluti

Ísland í töfralampanum 6. hluti


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Lengi má lopann teygja, Fornleifur. Tuđarinn var alveg viđ ţađ ađ fullyrđa, ađ myndirnar gćtu ekki veriđ teknar í sömu ferđinni, ţar sem hann kom ekki auga á neina brú á efri myndinni. Viđ nánari skođun kom hann ţó auga á hana. Ţar sem varđan er, hćgra megin á myndinni(Brekkuskógarmegin), sem líkist konu í upphlut, er núverandi brú ţarna yfir, sem byggđ var fyrir konungskomu Kristjáns karlsins, hér um áriđ. Hún stendur enn, altso brúin, enda konungsvegurinn forni, mjög vinsćl göngu og reiđleiđ, enn ţann dag í dag. 

Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 1.6.2016 kl. 22:41

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Halldór. Á efstu myndinni er hross viđ brúna og konan á klettinum er í einhverri Viktoríukápu. Ţađ er ekkert ţjóđlegt viđ hana.

naermynd.jpg

FORNLEIFUR, 2.6.2016 kl. 05:22

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Enn fremur Halldór: Ég held nú örugglega ađ brúin ţarna á myndinni sé ekki til lengur en ţar nćrri er brú sem var byggđ á 7. áratug 20. aldar, sjá hér . Brúin sem byggđ var fyrir konung var ađ ég held önnur brú yfir Brúará, og ţađ var fyrir komu Friđriks 8. áriđ 1907. Brúin á myndinni efst er trébrú. Á neđri myndinni hefur ljósmyndunin heppnast svo illa ađ einhver hefur retúsherađ brúna á myndina.

FORNLEIFUR, 2.6.2016 kl. 05:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sumir halda ađ Brúará dragi nafn sitt af gömlu manngerđum brúum, en hún dregur nafn sitt af náttúrulegum steinboga sem lá yfir hana.  Sögusagnir segja svo ađ vinnumađur einn í Skálholti hafi brotiđ bogann niđur svo umrenningar ćttu ekki eins auđvelda leiđ ađ höfuđbólinu til ađ betla hjá kirkjunnar mönnum og höfđingjum. Viljugir drengir međ skemmdarfýsn hafa alltaf veriđ til í ţjónustu ţeirra sem sátu á auđnum.

FORNLEIFUR, 2.6.2016 kl. 05:44

5 Smámynd: FORNLEIFUR

hér er líka ágćt grein eftir Gísla heitinn Sigurđsson ritstjóra Lesbókar Morgunblađsins.

FORNLEIFUR, 2.6.2016 kl. 05:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband