Bloggfćrslur mánađarins, maí 2016
Ísland í töfralampanum: 6. hluti
31.5.2016 | 18:21
Fimm mismunandi ljósmyndir frá Ţingvöllum og nágrenni ţeirra voru upphaflega í skuggamyndasyrpunni England to Iceland, sem Fornleifur festi nýlega kaup á. Ađeins ein myndanna er ţekkt og varđveitt í dag og ber hún númeriđ 24 og titilinn Parsonage and Church, eđa prestsetur og kirkja. Myndin er af Ţingvallabćnum og kirkjunni og tekin úr suđri. Fólk stendur á tröppum bćjarins og á hlađinu. Vikiđ skal ađ ţví síđar, en fyrst fariđ yfir byggingarsögu húsa Ţingvöllum á 19. öld.
Litmynd frá 1882
Og nú er ţađ heldur betur fínt. Fornleifur býđur upp á skyggnumynd í lit. Myndin er vitaskuld handlituđ, en segjast verđur eins og er ađ litunin hefur heppnast mjög vel. Ćfđar hendur og fínlegar hafa unniđ ţetta verk. Hinar myndirnar frá Ţingvöllum í syrpunni voru međ stafsetningu Bretanna, en ţćr hafa líklegar fariđ forgörđum:
20 Lake Ţingvellavatn
21 Almanagga
22 Falls of Oxara
23 Plain of Thingvellir
Skuggamynd númer 24 var seld af E.G. Woods ţegar fyrirtćkiđ var til húsa á 74 Cheapside í Lundúnum. Samkvćmt rannsóknum LUCERNA-teymisins,sem áđur hefur veriđ sagt frá, var fyrirtćkiđ skráđ á ţví heimilisfangi nokkuđ lengi, eđa á tímabilinu 1861-1898.
Myndin hefur nćr örugglega veriđ keypt af Riley Brothers, sem upphaflega voru međ hana í sinni syrpu um 1885-86. E.G. Wood hefur ţví framleitt sína mynd númer 24 eitthvađ síđar en 1886. Eins og áđur segir, kölluđu Riley Brćđur syrpuna frá Íslandi England to Iceland, en E.G. Wood nefndi hana A travel to Iceland.
Nú vill svo til ađ sama ljósmyndin er til í ţremur mismunandi svarthvítum pósitífum á Ţjóđminjasafni Íslandi og er hún eignuđ Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér, hér og hér).
Stereoskópi-mynd tekin af Sigfúsi Eymundsyni áriđ 1867.
Mynd Jóns Christján Stephánssonar af Ţingvallabćnum. Ţó myndin sé örugglega tekin af Jóni Stephánssyni, eignar Ţjóđminjasafniđ nákvćmlega sömu mynd Sigfúsi Eymundssyni (sjá hér). Furđulegt, ekki satt? Ţađ er nokkuđ mikiđ af rugli, ţegar kemur ađ "myndum" Eymundssonar á Ţjóđminjasafninu.
Svo vel vill til, ađ nokkrar ljósmyndir eru til af prestsetrinu ađ Ţingvöllum frá síđari hluta 19. aldar, sem sýna okkur byggingasögu bćjarins á aldar. Elstu myndirnar er í eigu Ţjóđminjasafns eru frá ţví fyrir 1882. Elst ţeirra er stereóskópí-mynd Sigfúsar Eymundssonar frá árinu 1867 (sjá frekar hér).
Ţar sést kirkjan sem vígđ var áriđ 1859. Fyrir ţann tíma var lítil torfkirkja á stađnum og upplýsir Ţjóđminjasafniđ ađ ţađ hafi stungna mynd ćttađa úr enska dagblađinu Mirror af ţeirri kirkju, mynd sem Hjálmar R. Bárđarson gaf safninu, en sem Hjálmar keypti af föđur Fornleifs, sem safnađi erle dum dagblöđum međ efni frá Íslandi frá 17. 18. og 19. öld. Hins vegar er myndin ekki upprunalega úr Mirror heldur líklegast úr frönsku riti frá 1836 eftir X. Marmier, sem einnig var gefiđ út á hollensku í Leskabinet; Mengelwerk tot Gezellig Onderhoud voor Beschaafde Kringe í Amsterdam áriđ 1837. Langalangafi minn Izzäk hélt ţađ rit, og hefur ţađ veriđ í eigu Fornleifs frá barnćsku.
Ţingvallakirkja 1836 eđa fyrr.
Önnur ljósmyndanna var tekin 1871 af William Lord Watts. ţriđja ljósmyndin sem er eldri en 1882 var tekin af Jóni Christni Stephánssyni (en er einnig til í annarri kópíu og eignuđ Sigfúsi Eymundssyni).
Mynd William Lord Watts. Hún var tekin áriđ 1871 .
Breytingarnar á Ţingvallabćnum áriđ 1882
Sjáiđ svo hvađ gerist: Á myndinni efst, sem ađ öllu líkindum tekin sumariđ 1883 og sem einnig er til í ţremur pappírskópíum á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér, hér og hér) - má sjá ađ burstabćrinn sem sést á myndum Sigfúsar Eymundssonar (1867), Jóns Stephánssonar og Watts (1875) var rifinn.
Áriđ 1882 byggđi s. Jens (Ólafur Páll) Pálsson tvö ný hús. Eitt ţerra, sem er litađ rauđbrúnt á skuggamyndinni myndinni efst var 5x10 metrar ađ stćrđ. Aftan viđ nýju húsin voru torfbyggingar, eldhús og búr. Er sr. Jens afhenti séra Jóni Thorsteinsson stađinn áriđ 1888 og flutti á Álftanes, var Jens talinn eigandi hins nýja húss. Framkvćmdin hafđi ekki veriđ samţykkt af yfirvöldum og ţau ekki tekiđ ţátt í kostnađi.
Mynd ţessa tóku Burnett og Trevelyan ţann 13. júlí áriđ 1883 (sjá ţa meru bók: Frank Ponzi 1995: Ísland fyrir aldamót. Brennholt, bls. 109) Fornleif grunar ađ ţeir Burnett og Trevelyan hafi einnig tekiđ myndina efst og setur ţađ fram sem vinnutillögu. Síđar hér í syrpunni um elstu skuggamyndirnar frá Íslandi skal sýnt ađ Burnett og Trevelyan tóku stundum tvćr myndir á sama stađnum.
Ofan á eitt húsa séra Jens var bćtt viđ hćđ áriđ 1906. Núverandi Ţingvallabćr var reistur á gamla bćjarstćđinu 1928, en sneru húsin í vestur. Til ađ byrja
međ voru ađeins 3 burstir en tveimur nýjum var bćtt viđ áriđ 1974.
Ţessa mynd tók Sigfús Eymundsson af Ţingvallabćnum. Hér er búiđ ađ spónklćđa kirkjuţakiđ og eitt af ţeim húsum sem séra Jens Pálsson byggđi áriđ 1882 (sjá myndina efst til samanburđar). Einnig er komin blikkklćđning utan á eystra húsiđ og sömuleiđis vindfang á eystra húsiđ. Ţjóđminjasafni upplýsir ađ ţessi mynd sé frá 1886 og ađ ţar sjáist sr. Jón Thorstensen ásamt heimilisfólki. Öllu líklegra er ađ framkvćmdirnar á húsunnum hafi fariđ fram síđla árs 1886 og ađ myndin sé frá ţví í fyrsta lagi frá árinu 1887, ţví Jens Pálssyni voru veittir Útskálar ţ. 27. júlí 1886, en taliđ er ađ Jón Thorstensen hafi breytt húsunum.
Jón Helgason biskup teiknađi ţessa mynd áriđ 1892
Ţingvallabćrinn ca. 1925. Nýr turn var settur á kirkjuna vegna konungskomunnar áriđ 1907.
Árin 1925-2016 í stórum dráttum
Áriđ 1925 var tekin mynd af Ţingvallabćnum, sem sýnir ađ önnur hćđ var reist ofan á eystra húsiđ. Á eldri mynd sem tekin var og seld af Hans Petersen (sjá hér fyrir ofan), og sem er nokkuđ eldri en nćrmyndin, má einnig sjá ţessa hćkkun á íbúđarhúsinu.
Áriđ 1928 var svo nýr, nýrómantískur og klunnalegur Ţingvallabćr reistur úr steinsteypu ađ fyrirsögn Guđjóns Samúelssonar og var ţađ gert fyrir Alţingishátíđina 1930, líklega ţví Íslendingar hér ađ ţeir yrđu sér annars til skammar. Upphaflega var bćrinn ţrjár burstir, eins og sjá má á gamalli skyggnumynd, sem sett hefur veriđ út á veraldarvefinn, en áriđ 1974 var bćtt viđ tveimur burstum viđ bygginguna og muna ţađ orđiđ fáir og hefur bćrinn nú veriđ friđlýstur međ nýlegum viđbyggingum sínum. Sannast ţar ađ Íslendingum líkar best viđ allt nýtt.
Fólkiđ á litskyggnunni frá 1883.
Lítum örlítiđ hér í lok ţessarar sýningar á mannfólkiđ á litmyndinni efst. Myndin var tekin áriđ 1883, og líklegast af félögunum Maitland James Burnett og Walter H. Trevelyan, ţótt öđru sé haldiđ fram af Ţjóđminjasafni Íslands. Nöfn vinnumannanna eru ekki ţekkt. En í gćttinni stendur séra Jens Ólafur Páll Pálsson (1851-1912, síđar prófastur og Alţingismađur, og kona hans Guđrún Sigríđur Pétursdóttir Guđjohnsen, dóttir Péturs organista og Alţingismanns (fćđingarstađur hans er rangt upp gefinn á vefsíđu Alţingis). Barniđ sem stendur međ ţeim hjónum á myndinni er líklega eitt af mörgum fósturbörnum ţeirra prestshjóna. Jens er unglegur á myndinni og fínn í tauinu međ pípuhatt, en frú Guđrún Sigríđur bara í peysufötum. Jens fékk Útskálaprestakall áriđ 1886 í lok júlí og fluttu hjónin fljótlega eftir ţađ ţangađ.
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ísland í töfralampanum 5. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 10:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í töfralampanum: 5. hluti
29.5.2016 | 07:26
Fornbíó Fornleifs hamrar járniđ međan ţađ er heitt, en til ţess ţarf kol. Kolagrafir fornar eru ugglaust margar ţar sem myndin hér fyrir ofan var tekin.
Hér birtist nefnilega 19. skuggamynd Riley Brćđra úr syrpunni England to Iceland. Hún ber heitiđ Guides and Ponies. Glerskyggnan ber merki Riley Brćđra efst i vinstra horni. Enginn getur ţví veriđ í vafa um ágćti og gćđi ţessarar myndar, svo ekki sé talađ um landiđ fagra sem hún sýnir. Ţar sem birki og reyniskógum var eytt međ glórulausri ofbeit ţegar fólk var ekki ađ ađ farast úr hor og sauđféđ úr gaddi.
Myndin er tekin af meistara Sigfúsi Eymundssyni, nema ađ hann hafi framkallađ hana fyrir ađra. Ađ minnsta kosti er sama myndin og á skuggamynd Riley Brćđra varđveitt á ţurrnegatífu í Ţjóđminjasafni Íslands (sjá neđar) og er tileinkuđ Sigfúsi (sjá sömuleiđis hér og hér). Sú ljósmynd kom hins vegar úr safni Péturs Brynjólfssonar ljósmyndara, sem var barnungur ţegar myndin var tekin, en ţađ hefur veriđ um 1882-83.
Í Grafningi eđa nćrri Laugavatni?
Á myndinni má sjá fjóra karla, leiđsögumennina (Guides), sem bendir einhvern megin til ţess ađ útlendingar gćtu hafa veriđ međ í för. Myndin sýnir einnig fjögur hross. Áđ er viđ stórt og gamalt reynitré. Ţjóđminjasafniđ upplýsir ađ myndin sé tekin í Grafningi og ađ mađur sjái líka á í bakgrunninum niđri á flatlendinu. Mér sýnist hins vegar ađ ţetta séu ađeins voldugri vötn en á, og ímyndađi mér, áđur en ég sá dóm Ţjóđminjasafns fyrir ţeirra mynd, ađ hún vćri tekin nćrri Laugavatni. Ef einhverjir geta skoriđ úr um ţađ vćru upplýsingar vel ţegnar. Er myndin úr Grafningi eđa úr nágrenni Laugavatns?
Reynirinn "í Grafningi" hélt líklegast áfram ađ vaxa og dafna, ţví í byrjun 20. aldar var tekin mynd reyni einum miklum (sjá hér). Myndina tók Magnús Ólafsson og á bakhliđ hennar er ritađ: 10 álna hátt Reyniviđartré í Grafningi. Ćtli ţađ pár sé nú ekki frekast ástćđan fyrir ţví ađ myndin af reyninum hér ofar í "brekkunni" er tileinkuđ Sigfúsi Eymundssyni og sögđ úr Grafningi? En er ţetta nú í raun og veru sama tréđ og á myndunum tveimur hér ofar? Hvar er ţá fjalliđ í bakrunninum sem er á steríómynd Magnúsar Ólafsson, sem var tekin á tímabilinu 1905-1920?
Spurningar vakna alltaf í Fornbíói Fornleifs. Mađurinn međ tyrknesku húfuna (Sjá nánar um tyrkneska húfur á Íslandi í 4. hluta greinasafnsins um myndir úr syrpunni England to Iceland) virđist ađ dćma af flóttalegu augnaráđinu ekki vera međ nein svör á reiđum höndum. Hvađ međ ykkur lesendur góđir? Ţiđ eru nú flest nokkuđ fróđ um stađhćtti.
Ég ţakka ykkur svo enn og aftur fyrir komuna, en ef ţiđ eruđ međ einhver lćti í salnum, hagiđ ykkur eins og vitleysingar og hendiđ poppi eđa pippi í sýningastjórann, ţá hendir hann ykkur óhikađ út. Bíóstjórar hafa mikil völd.
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ísland í töfralampanum 4. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.6.2024 kl. 10:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Svartir sjóliđar á Íslandi
27.5.2016 | 17:56
Fornleifur er áhugamađur um sögu svarta mannsins á Íslandi og hefur gert sér far um ađ skrifa um hana í stađ ţess ađ fárast út af ţví hvađa orđ mađur notar um fólk sem er svo dökkt á hörund ađ ljósara fólk getur ekki tekiđ sér ţau orđ í munn.
Hér úti á vinstri vćngnum má lesa eilítiđ um sögu svarta mannsins á Íslandi eftir ritstjóra Fornleifs. Ţađ á viđ ađ hafa ţađ til vinstri ţví ţar í pólitíkinni ímynda margir sér, ađ ţeir beri mesta virđingin fyrir minnihlutum og séu sérleyfishafar á réttar skođanir og hugsanir. Ţađ er nú vart ađ ég ţori lengur ađ nota nokkuđ orđ um blökkumenn, ţví sama hvađ mađur skrifar, ţá kemur oft kolruglađ fólk, og segir mér ađ ekki megi mađur nefna svarta međ ţví orđi sem ég nota; ađ mađur sér kynţáttahatari ef mađur noti eitthvađ tiltekiđ vitameinlaust orđ. Heyrt hef ég ađ svertingi, negri, svartur, blökkumađur, ţeldökkur séu orđin algjör bannorđ hjá háheilögu fólki, svo ekki sé nú talađ um surt og blámenn. Mikill vandi er okkur á höndum, ţegar máliđ fer ađ flćkjast fyrir okkur.
Hér eru tvćr furđugóđar myndir af svörtum mönnum sem komu viđ á Íslandi. Sú efri er tekin áriđ 1957 í Hveragerđi og eru ţetta foringjaefni frá Kongó úr sjóher Belgíu. Hattamerki ţeirra sýnir ađ ţeir hafa tilheyrt ţeim hluta sjóhersins Belgíu sem hafđi ađsetur í Kongó. Kragamerki sýna ađ ţeir voru "officer candidates" (undirforingjaefni).
Offiserarnir ţeldökku komu hingađ á belgísku herskipi og var fađir minn oft leiđsögumađur fyrir áhafnir belgískra og hollenskra NATÓ-skipa. Ţađ var einmitt í einni slíkri ferđ, ađ pabbi sagđi áhöfninni ađ setja vasaklútana sína í hverinn Grýtu í Hveragerđi, sem stundum er kölluđ Grýla. Svo var sett grćnsápa í gatiđ. Andstćtt ţví sem oft hafđi gerst áđur, ţegar fađir minn lék ţennan leik, komu engir hreinir vasaklútar. Ţađ koma alls engir vasaklútar upp í nćstu gosum. Menn gátu vitaskuld ekki beđiđ endalaust eftir snýtuklútum sínum, svo lagt var ađ stađ án nýţveginna vasaklúta. Skömmu síđar munu tugir klúta hafa legiđ allt í kringum Grýtu og voru ţeir jafnvel bundnir saman a hornunum.
Líklega hefur Kongómönnum ţótt gaman og heimilislegt í bananalundi Hvergerđinga. Gaman vćri ađ vita hvađ foringjaefniđ međ myndavélina hefur tekiđ af myndum á Íslandi - hvađ hefur honum ţótt áhugavert ađ ljósmynda í ţví landi sem honum hefur ugglaus ţótt álíka framandi og hvítbleikum íslendingi ţćtti allt í Kongó? Ef ţessir menn eru á lífi, eru ţeir líklega komnir fram á nírćđisaldurinn.
Neđri myndin er hins vegar eins og sjá má tekin í Bankastrćti. Nánar tiltekiđ fyrir utan Bankastrćti 3. Ţar sem vikublađiđ Fálkinn hafđi til húsa. Myndin, sem sýnir dáta af bandarísku skipi sem kom viđ í Reykjavík í síđara heimsstríđi, er sennilegast tekin af Svavari Hjaltested ritstjóra, en hann mun síđar hafa lánađ hana Gunnari M. Magnúss sem ćtlađi ađ nota hana í bókarverk sitt "Virkiđ í norđri". Hvort myndi birtist í bókinni veit ég ţó ekki.
Ljósmyndin af matrósunum birtist hins vegar ekki í Fálkanum. Ađ lokum lenti myndin á Ţjóđminjasafninu og kom úr búi Gunnars. M. Magnúss. Vafalaust eru flestir mannanna á myndinni löngu látnir - og nei, ţetta er ekki hann Morgan Freeman ţarna fyrir miđju.
Mannfrćđi | Breytt 5.1.2020 kl. 15:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í töfralampanum: 4. hluti
26.5.2016 | 15:20
Unga konan á myndinni hér fyrir ofan var rangleg talin norsk ţar til fyrir skemmstu. Hún, eđa öllu réttara myndin af henni, var til sölu sem hvert annađ aflóga rusl á eBay, og hún var í söluefni dćmd til ađ vera Norsari, eđa ţar til Fornleifur fann hana og gerđi henni hćrra undir höfđi.
Nú er sömuleiđis komiđ í ljós, ađ myndin er mjög sjaldgćf. Hún er ekki til í söfnum og ţangađ til ađ ţetta eintak fannst var myndin af ţessari hárfögru kona ađeins nefnd í sölulistum fyrir glerskyggnur međ myndum frá Íslandi frá 19. öld.
Ekki er hćgt ađ búast viđ ađ fáfróđir Bretar viti hvađan háeđalborin íslensk kona kemur, ţegar hún er nefnd til sögunnar sem "Woman wearing Hufa". Ţađ stendur svart á hvítu á mjóum límmiđa á kantinum á skyggnumyndinni. Ţađ var einmitt titill skuggamyndar nr. 13 í syrpunni England to Iceland sem upphaflega kom út hjá Riley brćđrum í Bradford um miđbik 9. áratugar 19. aldar.
Fyrir utan húfuna góđu, ber búningur hennar og skreyti öll einkenni íslensk upphlutar. Hún, blessunin búlduleit, er á sauđskinnsskóm ţar sem hún rakar á fullu á ljósmyndastofu í Reykjavík. Greinilegt er ađ ţetta var hefđarpía úr bćnum, ţví svona héldu ekta sveitakonur ekki á hrífu, ţó svo ađ rakstur hafi ávallt tengst rómantík og lír. Vćntanlega hafa útlendingar sem horfđu hugfangnir á syrpuna England to Iceland haldiđ ađ íslenskar konur trítluđu út á tún eđa út í mýri í sparifötunum. Af ţessu má einnig sjá ađ landkynningarstarfssemi hefur í árdaga sem síđar veriđ eintóm lygi og glansmyndagerđ, eins og svo oft síđar. Fyrst komu vitaskuld Landnáma og Íslendingabók.
Ţetta eintak af syrpunni England to Iceland af nr. 13. "Woman wearing Hufa" var selt af E.G. Wood í Lundúnum, sem á einhverju stigi keypti réttinn til ađ selja Íslandsskuggamyndir Riley Brćđra og kallađi hana A travel to Iceland. Eins og hćgt er ađ lesa á miđanum í efra vinstra horninu var E.G. Wood til húsa á 1 & 2 Queen Street i Cheapside í London. Heimilisfangiđ gefur til kynna hvenćr myndin hafi veriđ framleidd. Ţetta var heimilisfangs E.G.Wood árin 1898-1900. Myndatakan, sem eignuđ verđur Sigfúsi Eymundssyni fór hins vegar fram í byrjun 9. áratugar 19. aldar og jafnvel fyrr.
Garđahúfa einnig kölluđ Kjólhúfa
Húfan sem konan ber, er heldur ekki hvađa húfa sem er. Ţessi húfa kallast Garđahúfa en einnig kjólhúfa og eru nokkrar ţeirra til á Ţjóđminjasafni. Ein ţeirra er nauđalík húfunni sem unga konan á myndinni er međ. Ţetta vissi Fornleifur ekki fyrr en nýlega, ţví greinilega hefur Garđahúfunni/kjólhúfunni ekki veriđ gert hátt undir höfđi í yfirreiđ um sögu íslenskra Ţjóđbúninga. Ţetta höfuđfat íslenskra kvenna á 19. öld hefur heldur ekki ekki hlotiđ náđ hjá hávirđulegri ţjóđbúninganefnd, en formađur nefndarinnar Lilja Árnadóttir safnvörđur á Ţjóđminjasafni Íslands upplýsti Fornleif ađ garđahúfur og kjólhúfubúningur séu ekki "löglegur" ţjóđbúningur.
Er eitthvađ samsćri í gangi gegn ţessu höfuđfati? Hér međ stofnar Fornleifur vinafélag Garđahúfunnar/kjólhúfunnar í von um ađ ţetta séríslenska höfuđfat, sem notađ var á 19. öld, og hugsanlega fyrr, verđi gert hćrra undir höfđi.
Ein af nokkrum Garđahúfum/kjólhúfum á Ţjóđminjasafni Íslands. Hún var skráđ og varđveitt í Nordiska Museet i Stokkhólmi og hefur safnnúmeriđ NMs-38809/2008-5-130, en er nú (síđan 2008) í varanlegri varđveislu Ţjóđminjasafns. Húfunni er lýst sem: "Kvenhúfa (kjólhúfa). Efni svart flujel. Gullvírsborđi, 1,7 ađ br., efst og marglitur, rósofinn silkiborđi nćst, br. 2 cm. Tvöfaldur kross af ţeim á kolli: (hér er teikning). Á jöđrum efst eru bryddingar, međ rauđu silki innst og svörtu flujeli ytri: Baldýruđ stjarna eđa 5 blađa blóm er á hliđum efst. Silkiskúfar, grćnir og rauđir ađ aptan og framan efst. L. 27, samanl., h. 16 í miđju, 9 viđ enda, br. um miđju 17,5 cm. Gefin af R.A. Fóđruđ međ hvítum striga." Ţó ţađ komi ekki fram í skráningu, held ég ađ ţetta sé lýsing Matthíasar Ţórđarsonar sem skráđi íslenska gripi í Nordiska Museet.
Uppruni Garđahúfunnar/kjólhúfunnar eđa "Tyrknesku húfunnar"
Uppruni Garđahúfunnar er einnig mjög á huldu. Í grein sem Daniel Bruun skrifađi í Eimreiđina áriđ 1905, er ţetta upplýst um Garđahúfuna, og ţar birtist einnig brot af sömu myndinni og notuđ var í skuggamyndina hér ađ ofan:
Sérstök tegund var ťgarđahúfanŤ eđa ťtyrkneska húfanŤ (22. og 23. mynd), sem óefađ er mjög gömul á Íslandi. Hún minnir á fald ţeirrar konu, er stendur framar á 1. mynd; en sú mynd er frá lokum 16. aldar. Jafnvel brúđir hafa boriđ slíkar húfur fram ađ 1868. Yfirleitt virđist smekk kvenna ađ hafa veriđ variđ á ţann hátt: Jafnhliđa eftirsókninni eftir háa faldinum var og eftirsókn eftir fallega skreyttum húfum.
Hvađan heitiđ tyrkneska húfan kemur, skrifar Daniel Bruun ekkert um.
Ein af garđahúfum ţeim sem Daniel Bruun birtir myndir af í grein sinni í Eimreiđinni áriđ 1904.
Garđahúfunni/kjólhúfunni hefur svo um munar veriđ rutt út af síđum sögunnar. Getur hugsast ađ ţessi húfa sé síđbúinn ćttingi falda sem voru margs konar á Íslandi frá ţví á miđöldum? (Sjá hér). Mest af öllu líkist ţessi húfa höfuđfati karla í Serbíu, sem kallast sajkaca. Sá hattur varđ síđar betur ţekktur í annarri gerđ sem Titovka, og var slík húfa notuđ af flokksmönnum Josip Broz Titos sem börđust vasklega gegn nasistum. Vitaskuld eru engin tengsl ţarna á milli frekar en viđ svarta kjólhúfu Dorritar Moussaieff sem hún bar ţegar hún heimsótti fyrrverandi páfa ásamt eiginmanni sínum (sjá hér).
Eins er víst ađ konan á myndinni er hálfgerđ huldukona, og ţćđi Fornleifur allar upplýsingar um hana (ţó ekki símanúmer hennar). Er hún formóđir einhvers í hinum gríđarstóra lesendaskara Fornleifs, ţá hafi ţeir vinsamlegast ţegar samband viđ Fornleif, einn í einu. Fornleifur leyfir sér ţó ađ detta í hug, ađ konan sé engin önnur en hin ćvintýralega Sigríđur E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarđar í Cambridge (sjá hér). Fornleif grunar ađ neđanstćđ mynd Sigfúsar af konu í peysufötum međ gítar sýni sömu konu og ţá sem ber garđahúfuna á skuggamyndinni. Ţá er nú ekki langt í ađ mađur láti sér detta í hug ađ húfan hafi veriđ ein af mörgum hönnunarverkum hinnar litríku Siggu. Ekkert skal ţó fullyrt, ţví svipađar húfur ţekkjast úr Flatey, Vopnafirđi, Reykjavík og frá. Kannski var ţetta höfuđfat algengara en viđ höldum.
Sigríđur E. Magnússon á yngri árum? og á eldri árum.
Garđahúfan/Kjólhúfan er frćgari en menn halda
Ţó ađ ćđstaráđ ţjóđbúninganefndar hafi stungiđ 5 tommu nálum í allar óskir um ađ garđahúfan/kjólhúfan sé löglegur hluti íslensks ţjóđbúnings, ţá var kjólhúfan nokkuđ ţekkt í ţeim hluta Evrópu ţar sem menn keyptu og notuđu súpukraft í matargerđ sína. Súpukraftfyrirtćkiđ Liebig hafđi ţađ fyrir siđ ađ setja frćđsluefni á lítil spjöld í pakka eđa viđ dósir međ súpukrafti. Oft voru ţetta litríkar myndasyrpur um lönd og ţjóđir. Ţýskur, sjálfmenntađur efnafrćđingur Justus Freiherr von Liebig (1803-1873), hóf um miđja 19. öld ađ framleiđa ţurrkađan kjötkraft međ alls kyns "bćtiefnum" til ađ bćta heilsu vina sinna sem hríđdrápust úr kóleru og alls kyns magakvillum (efnaeitrunum og geislun).
Fullvinnsla á dýrahrćjum fyrir súpukraft var fljótlega flutt til Uruguay og síđar til Argentínu, ţar sem ţýskir innflytjendur og nautgripahjarđir ţeirra eyddu landgćđum međ ofbeit svo Evrópubúar gćtu fengiđ ódýrt, ţurrkađ kjötsođ. En ţrátt fyrir meira eđa minna ómeđvitađa landeyđingu var fyrirtćki Liebigs Fríherra í mun um ađ frćđa fólkiđ sem keypti kraftinn í teningum (sem einnig gengu undir heitinu OXO) eđa sem duft í dós. Ţetta var ţví miklu menningarlegri kraftmiđstöđ en t.d. Maggi og Knorr sem sérhvert mannsbarn á Íslandi ţekkir og sem aldrei hefur nokkuđ barn frćtt. Frá og međ 1875 og fram á 8. áratug 20. aldar sendi fyrirtćkiđ Liebig/OXO frá sér um 11500 myndir á 15 tungumálum.
Tvćr seríur međ myndum međ íslensku efni voru settar í pakka međ kjötkrafti frá Liebig (sjá meira um ţćr síđar) og í einni ţeirra var mynd sem grafin hafđi veriđ eftir myndinni af konunni međ kjólhúfuna sem upphaflega seld var í sem skuggamynd hjá Riley Brothers og E.G. Woods. Konan međ hrífuna og Garđahúfuna var ţví međ ţekktari íslenskum konum áđur en Björk sönglađi sig til frćgđar og Vigdís varđ forseti - og aldrei hafa ţćr stöllur sett svo mikiđ sem tána í súputeningapakka. Liebig syrpan međ sex myndum sem Kjól-/Garđahúfu-konan birtist í kallađist á ţýsku Liebig Bilder Serie 846 "Island, das Land der Edda" og var fyrst gefin út áriđ 1911-1912.
Manni leyfist líklega ađ spyrja: Hvers á ţessi frćga garđahúfaeiginlega ađ gjalda, ţá er hún ekki má teljast til búnađs íslenskra ţjóđbúninga?
Fáni Dana, Rřdgrřd med flřde, var enn notađur á Íslandi ţegar Garđahúfan var upp á sitt besta, en ekki er hún ćttuđ úr Danaveldi.
Höfundur myndarinnar og aldur
Myndasmiđurinn sem tók myndina af konunni međ Garđahúfun var vafalaust Sigfús Eymundsson. Ţađ er auđséđ á handmálađa tjaldinu á bak viđ hana sem einnig sést á nokkrum pappírskópíum eftir Sigfús sem varđveittar eru á Ţjóđminjasafni Ísland, sem sjá má á Sarpi. (sjá t.d. hér, hér, hér, hér og hér). Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, ađ einhverjir hafi fengiđ stúdíó Sigfúss Eymundarsonar ađ láni, en ţá mynd nafns síns notađist hann lengi á ljósmyndir sínar. Ţađ verđur ekki útilokađ hér ađ ađrir hafi fengiđ ađ nota stúdíótjöld Sigfúsar - eđa jafnvel ađ Sigfús hafi tekiđ myndir fyrir Burnett og Trevelyan (sjá 3. hluta).
Myndin hefur ađ öllum líkindum veriđ tekin í byrjun 9. áratug 19. aldar um 1881-83. Myndin er skömmu síđar nefnd í sölulistum Riley Brćđra og síđar í lista E.G. Woods.
Undirskriftasöfnun til stuđnings Garđahúfunni/Kjólhúfunni
Ţeir sem vilja hefja Garđahúfuna aftur til vegs og virđingar, líkt og ţegar hún var stjarna á kjötkraftsmyndum, mega vinsamlegast setja nafn sitt hér í athugasemdirnar. Konur og menn og ađrir sem vilja sauma sér slíkar húfur geta ugglaust fengiđ frekari upplýsingar á Ţjóđminjasafni Íslands. Skammt er í Gleđigöngur og hvađ er meira tilvaliđ fyrir menn sem ganga í kjól en kjólhúfa. Skúfhúfan, skotthúfan, spađafaldurinn, sér í lagi krókfaldurinn, skildahúfan, skarđhúfan og skautiđ ćttu ađ fara ađ vara sig. Konur eru fyrir löngu farnar ađ ađ kasta skúfhúfunni. Ţađ er orđinn löglegur réttur heimavinnandi karla ađ ganga međ ţessa hatta, líkt og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkurţorps sýndi okkur, en slík apparöt eru nú ef til vill einum of nýmóđins fyrir Fornleif. Setjum ţví brúna punktinn hér.
Auglýsing áriđ 1919 í Ţjóđólfi. Aldrei tapađi neinn Garđahúfu.
Upplýsingar um garđahúfur/kjólhúfur á Ţjóđminjasafni Íslands:
Ţjms. 279 ; Kölluđ garđahúfa
Ţjms. 2052 ; Garđahúfa frá Hofi í Vopnafirđi.
Ţjms. 2457 ; Garđahúfa frá Reykjavík.
Ţjms. 4509 ; Garđahúfa frá Reykhólum í Reykhólasveit.
Ţjms. 4642 ; Skráđ sem kjólhúfa. Frá Heydalsseli í Strandasýslu.
Ţjms. 9206 ; Garđahúfa úr Flatey á Breiđafirđi. (Sjá mynd hér fyrir neđan).
Og loks sú sem var međal gripanna sem komu frá Nordiska Museet 2008.
2008-5-130; Skráđ sem kjólahúfa. Sjá mynd ofar
Ţakkir fćr Lilja Árnadóttir fyrir ađ veita upplýsingar um garđahúfur Ţjóđminjasafns. Húfurnar hafa ţví miđur ekki allar veriđ ljósmyndađar enn, og ţess vegna er ekki hćgt ađ sýna ţćr hér.
Fyrri kaflar
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt 14.5.2021 kl. 10:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland í töfralampanum: 3. hluti
23.5.2016 | 18:50
Sigga gamla tekur nú óđslega í nefiđ af einskćrri gleđi, ţví hér skal brátt hafin sýning á skuggamyndum frá Íslandi, sem framleiddar voru á seinni hluta 19. aldar á Bretlandseyjum. Síđast svo vitađ sé voru myndirnar sýndar í Reykjavík af Ţorláki Ó. Johnson á 19. öld. - Er nema von ađ Sigríđur sé hamingjusöm?
Ritstjóri Fornleifs fann nýlega og keypti gamlar myndir af innfćddu eFlóamanni búsettum á Cornwall á Bretlandseyjum. eFlóinn (eBay) getur oft geymt áhugaverđa gripi, ţótt langt sé á milli dýrgripanna.
Skuggamyndirnar međ íslensku efni, sem verđur lýst hér á nćstu dögum - og tveim ţeirra ţegar í ţessum kafla (sjá neđar)- fundust fyrir algjöra tilviljun er höfundurinn var ađ leita ađ öđru efni međ hjálp Google. Ţađ er Fornleifi mikil ánćgja ađ sýna fróđleiksfúsu fólki ţessar merku skuggamyndir.
Ţćr glerskyggnur međ Íslandsmyndum sem Ţorlákur Ó. Johnson og Sigfús Eymundsson sýndu Reykvíkingum (sjá 2. hluta greinasafnsins um Ísland í töfralampanum), voru ugglaust fyrst og fremst framleiddar á Englandi. Viđ vitum ađ ţangađ sótti Ţorlákur myndir sínar og vćntanlega hafa hann og Sigfús, sem sýndi skuggamyndir međ Johnson um tíma, veriđ milligöngumenn um ađ bresk fyrirtćki framleiddu myndaröđina England to Iceland sem í sölulistum var einnig kölluđ From England to Iceland.
Hverjir tóku myndirnar ?
Nokkrar myndanna hefur Sigfús Eymundsson sannanlega tekiđ, ţví viđ ţekkjum ţćr úr ágćtu safni međ pappírsljósmyndum Sigfúsar sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands.
Ađrar myndanna í syrpunni England to Iceland hafa aftur á móti án nokkurs vafa veriđ teknar af efnamönnunum og veiđifélögunum Maitland James Burnett (1844-1918) og Walter H. Tevelyan (1840-1884) sem komu til ađ stunda stangaveiđar og til ađ ljósmynda landiđ á árunum 1882-84. Eftir veikindi og dauđa Trevelyans áriđ 1884, kom Burnett einn til Íslands nćstu árin, eđa fram til ársins 1888. Báđir tóku ţeir ljósmyndir á Íslandi ađ ţví er taliđ er.
Sigfús Eymundsson, bóksali, útgefandi og myndasmiđur. Sigfús rak fyrstu ljósmyndastofu Íslands frá árinu 1867.
Frank Ponzi gerđi ferđum Burnetts og Trevelyans góđ skil í bókinni Ísland fyrir aldamót (1995) og byggir hana á myndum og dagbókarbrotum sem hann fann og keypti á Bretlandseyjum.
Ponzi rakst hins vegar aldrei á skuggamyndir, ţar sem notast hafđi veriđ viđ sumar ljósmyndir Burnetts og Trevelyans. Sumar myndanna í syrpunni England to Iceland eru ţví skiljanlega ekki međ í bók Ponzis og greinilegt er ađ Burnett og Trevelyan hafa í einhverjum tilvikum tekiđ fleiri en eina mynd á hverjum stađ sem ţeir heimsóttu. Vikiđ skal ađ ţví síđar. Einnig grunar mig, ađ Sigfús Eymundsson hafi veriđ ţeim félögum innan handar viđ ljósmyndun.
Syrpan England to Iceland
Myndasyrpa međ titlinum England to Iceland var seld af tveimur fyrirtćkjum á Englandi í lok 19. aldar. Annars vegar, og til ađ byrja međ, af Riley Brothers í Bradford í Yorkshire á England en einnig frá og međ ca. 1890 af Lundúnafyritćkinu E.G. Woods (sjá síđar). Í sölulistum E.G. Woods var syrpan kölluđ A visit to Iceland.
Ţessar syrpur međ myndum frá Ísland virđast mjög sjaldgćfar, ţví áđur en Fornleifur fann fáeinar ţeirra hjá forngripasalanum á Cornwall, voru engar myndir úr syrpunni lengur ţekktar nema af lýsingum í sölulista Riley brćđra og E.G. Woods sem Lucerna, vefsvćđi fyrir rannsóknir á Laterna Magica hefur birt. Ađ auki keypti ég tvćr myndir úr enn annarri syrpu sem ber nafn Sigfús Eymundarsonar [sic], en ţannig ritađi Sigfús oft nafn sitt á fyrri hluta ljósmyndaraferils síns.
Skyggnumyndirnar, sem nú eru komnar í leitirnar úr syrpunni England to Iceland/From England to Iceland, eru ađeins 12 ađ tölu og eru ţćr bćđi framleiddar af Riley Brćđrum og E.G. Woods og ţví ekki allar framleiddar á sama tíma ţó svo ađ ţćr hafi veriđ teknar á sama tíma og af sömu ljósmyndurunum. Hins vegar passa númer myndanna sem límd voru á glerplöturnar viđ efni myndanna eins og ţví var lýst í fyrstu auglýsingum Riley brćđra fyrir syrpuna frá Íslandi.
Syrpan er ţví langt frá ţví öll fundin/varđveitt. Upplýst er í fyrstu auglýsingum ađ í syrpu Riley Brothers, sem upphaflega var búin til á tímabilinu 1882-85, en líklegast áriđ 1883, hafi veriđ 48 myndir.
Af ţeim glerskyggnum sem nú eru komnar í leitirnar eru flestar merktar međ tölu og merki framleiđanda, og koma ţćr upplýsingar heim og saman viđ sölulista Riley brćđra sem er varđveittur frá 1887. Lýsingar á skuggamyndunum 48 í lista Riley brćđra passa viđ efni myndanna sem fundust nýlega á Cornwall, einnig ţeirra sem framleiddar voru af E.G. Wood. Hugsanlegt er, ađ ţegar Riley brćđur hafa snúiđ sér ađ kvikmyndagerđ eftir 1890 hafi ţeir selt réttinn af Íslandssyrpunni, sem og mörgum öđrum skuggamyndum til annarra fyrirtćkja í ţeim iđnađi.
Sölulistum međ upplýsingar um Laterna Magica skuggamyndir hefur veriđ safnađ skipulega af rannsóknarteymi viđ nokkra háskóla í Evrópu, á Bretlandseyjum, Hollandi og Ţýskalandi, sem hefur miđstöđ viđ háskólann í Trier í Ţýskalandi. Ţar miđla menni vel af ţekkingu sinni á vefsíđunni LUCERNA the Magic Lantern Web Resource.
Frćđimenn á ţessu sviđi sem vinna saman ađ LUCERNA hafa skráđ u milljón skyggnur og upplýsingar um ţćr. Einn ţeirra, Dr. Richard Crangle í Exeter, hefur veriđ hjálplegur höfundi ţessarar greinar međ upplýsingar sem leiddu til ţessara skrifa.
Riley Brothers
Reiley Brothes var fyrirtćki, sem í byrjun einbeitti sér ađ gerđ skuggamynda, sölu ţeirra og leigu, sem og sölu og leigu á sýningartćkjum fyrir skuggamyndir. Fyrirtćkiđ var stofnađ áriđ 1884 í Bradford í Yorkshire eftir ađ ullarkaupmađurinn Joseph Riley (1838-1926) hafđi heillast af Laterna Magica sýningum. Riley hafđi ungur ađhyllst meţódisma og međ hjálp menntunarstefnu ţeirra komist til metorđa og í álnir.
Áriđ 1883 keypti Joseph Reiley (hér til vinstri á unga aldri) tćki og myndir handa tveimur sonum sínum Herbert og Willie Riley. Feđgarnir hófu fljótlega sýningar á myndum međ trúarlegum og frćđilegum fyrirlestrum til ađ safna fé fyrir munađarleysingjaheimili og samtökin Action for Children, sem er starfandi enn ţann dag í dag.
Joseph sá verslunartćkifćri í töfralampanum og stofnađi ásamt bróđur sínum, Sam, fyrirtćki sem framleiddi skyggnur og sýningartćki. Fyrirtćkiđ blómstrađi og varđ á fáeinum árum stćrsta fyrirtćki á ţessu sviđi í heiminum. Fyrirtćkiđ var rekiđ af brćđrunum Herbert og Willie undir yfirumsjón Josephs, en síđar áriđ 1894 hófu ađrir synir Josephs, Arnold og Bernard, einnig störf í fyrirtćkinu. Áriđ 1894 stofnađi Herbert Riley útibú í New York og stjórnađi rekstri ţar til dauđadags áriđ 1891.
Willie Riley, sem einnig var liđtćkur rithöfundur, hélt aftur á móti til Parísar og komst ţar í kynni viđ kvikmyndavél Lumiers. Fengu Riley brćđur einkarétt á sölu Keneptoscopi-tćkni Cecil Wrays áriđ 1896. Ţetta voru tvenns konar tćki sem hćgt var ađ sýna kvikmyndir međ međ ţví ađ setja aukabúnađ á vel útbúna gaslýsta töfralampa ţessa tíma. Riley brćđur voru ţannig einnig forgangsmenn í kvikmyndaheiminum og áriđ 1897 hófu Riley Brothers sölu á kvikmyndaupptökuvél og framleiđslu á 75 feta filmum. Allt fékk ţó enda, ţví samkeppnin í kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum var hörđ. Fyrirtćkiđ Riley Brothers hélt ţó velli á Bretlandseyjum fram ađ síđara heimsstríđi, ţó í mýflugumynd undir lokin (sjá meira hér).
Hiđ góđa skip Camoens
Mynd nr. 3. Leith Harbour - England to Iceland. Riley Brothers. (Stćrđ allra skyggnanna er 8,2 x 8,2 sm).
Allt hófst ţetta međ skyggnumyndunum og međal hundruđa syrpa sem Riley Brothers framleiddu var syrpan međ myndum frá Íslandi: (From) England to Iceland. Innihald hennar var sem áđur segir 48 myndir, og er vitađ frá auglýsingum fyrirtćkisins hvađ ţćr sýndu. Margar ţeirra, eđa 14, sýndu ýmsa stađi á Skotlandi.
Ađeins ein myndanna 14 frá Skotlandi í syrpunni (From) England to Iceland var hins vegar á međal myndanna sem nýlega fundust hjá eFlóamanninum á Cornwall. Ţađ er mynd nr. 3 í syrpunni, sem er líklegt ađ Burnett eđa Trevelyan hafi tekiđ í ferđum sínum. Sýnir hún skip á höfninni í Leith og ber heitiđ Leith Harbour. Leith er hafnarborg Edinborgar á Skotlandi og fyrsta borgin sem ritstjóri Fornleifs leit augum í Evrópu í fyrstu utanlandsferđ sinni áriđ 1970.
Skuggamynd númer 3 sýnir ţó ekki skip ţađ sem Burnett og Trevelyan sigldu jafnan á til Íslands. Ţađ hét Camoens. Ţegar Camoens sigldi ekki međ farţega, m.a. fjölda Vesturfara, flutti skipiđ hross frá Íslandi í kola- og tinnámur á Bretlandseyjum, ţar sem blessađir hestarnir enduđu ćvi sína á hrćđilegan hátt. Hćgt er ađ lesa ítarlega um voluđ hrossin og ţessa merku, bresku ferđalanga í fallegri bók Frank Ponzis, Ísland fyrir aldamót (1995), sem er ţó ađ verđa illfáanleg. Óskandi vćri ađ hún kćmi út aftur.
Mynd nr. 39. Camoens in Ice -- Akureyri [eđa öllu heldur í Trékyllisvík]. Riley Brothers.
Ein af síđustu myndunum í syrpunni England to Iceland var kölluđ Camoens in Ice -- Akureyri. Hún var međal myndanna sem Fornleifur fékk frá Cornwall fyrr á ţessu ári og er tölusett sem nr. 39.
Ţađ má ţó teljast nćsta öruggt ađ myndin sé ekki frá Akureyri eđa Eyjafirđi. Spurningin um fjörđinn sem myndin er tekin á var borin undir lesendur Fornleifs í gćr. Haukur Jóhannesson jarđfrćđingur, sem er manna fróđastur um Strandir, áleit til ađ byrja međ ađ myndin vćri tekin á Ingólfsfirđi (sjá hér). Hann hafđi ţó samband viđ Guđmund Jónsson fyrrv. hreppstjóra í Munađarnesi, sem ţekkir einnig vel til á ţessum slóđum, sérstaklega frá sjó, ţó hann sé nú fluttur á Grundarfjörđ. Guđmundur, taldi víst ađ myndin vćri tekin í Trékyllisvík og tekur Haukur Jóhannesson heils hugar undir ţađ. Haukur ritađi mér eftir ađ ţessi grein hafđi birst: "Ég er búinn ađ bera myndina undir Guđmund á Munađarnesi. Hann segir ađ myndin sé tekin á Trékyllisvík og ţađ er rétt ţegar betur er ađ gáđ. Skipiđ hefur veriđ undir bökkunum innan viđ Krossnes og ţađ sést yfir Melavíkina og upp á Eyrarháls. Haugsfjall er á sínum stađ og Eyrarfjall en hćgra megin sést í Urđanesiđ undan Urđartindi milli Melavíkur og Norđurfjarđar. Ţetta er alveg örugg greining."
Fornleifur tekur einnig undir ţetta og ţakkar hér međ Hauki og Guđmundi fyrir alla hjálpina í leit ađ hinu sanna um myndina af Camoens. Camoens var ţarna í ísnum í Trékyllisvík og ekki á Akureyri eins og kaupendur myndanna fengu ađ vita áriđ 1887. Líklega er ţessi mynd tekin á sama tíma og ţessi mynd á pappír sem ég veit ekki hver tók, en líkast til voru ţađ Burnett eđa Trevelyan:
Höfundur og sýningarstjóri: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (og Fornleifur)
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Fornleifur heldur áfram sýningum á Íslandsmyndum sínum innan skamms, en óskar lesendum sínum góđrar nćtur, ţegar ţeir hafa loks komist í gegnum ţennan hluta Íslandskynningarinnar frá 19. öld.
Gamlar myndir | Breytt 14.5.2021 kl. 08:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fornleifur í fjarđaleit
22.5.2016 | 11:50
P.s. Leitinni er lokiđ - Myndin er tekin í Trékyllisvík:
Haukur Jóhannesson jarđfrćđingur, sem er manna fróđastur um Strandir, áleit til ađ byrja međ ađ myndin vćri tekin á Ingólfsfirđi (sjá hér). Hann hafđi ţó samband viđ Guđmund Jónsson fyrrv. hreppstjóra í Munađarnesi, sem ţekkir einnig vel til á ţessum slóđum, sérstaklega frá sjó, ţó hann sé nú fluttur á Grundarfjörđ. Guđmundur, taldi víst ađ myndin vćri tekin í Trékyllisvík og tekur Haukur Jóhannesson heils hugar undir ţađ. Haukur ritađi mér eftir ađ ţessi grein hafđi birst: "Ég er búinn ađ bera myndina undir Guđmund á Munađarnesi. Hann segir ađ myndin sé tekin á Trékyllisvík og ţađ er rétt ţegar betur er ađ gáđ. Skipiđ hefur veriđ undir bökkunum innan viđ Krossnes og ţađ sést yfir Melavíkina og upp á Eyrarháls. Haugsfjall er á sínum stađ og Eyrarfjall en hćgra megin sést í Urđanesiđ undan Urđartindi milli Melavíkur og Norđurfjarđar. Ţetta er alveg örugg greining."
Fornleifur tekur einnig undir ţetta og ţakkar hér međ Hauki og Guđmundi fyrir alla hjálpina í leit ađ hinu sanna um myndina af Camoens.
Sannast sagna hefur Fornleifur ekki minnstu hugmynd um hvar ţessi mynd (sem er skuggamynd/glerskyggna) er tekin. Fornleifur verđur nú ađ viđurkenna vanmátt sinn og biđja um hjálp lesenda sinna.
Um 1885-87, ţegar ţessari mynd, einni af elstu myndaskyggnum frá Íslandi, er lýst í sölulista fyrir skuggamyndasyrpu sem kölluđ var England to Iceland, hét skipiđ Camoens. Skrifađ stendur ađ skipiđ sé viđ Akureyri. Myndin er ugglaust tekin af tveimur Bretum, Burnett og Trevelyan, sem ferđuđust saman til Íslands til ađ stunda stangaveiđar og til ađ ljósmynda land og ţjóđ.
Ég kannast ţó ekki viđ ţessi fjöll úr sjóndeildarhring Akureyrar. Ég hef haft samband viđ frótt fólk á Seyđisfirđi sem ekki telur myndina tekna ţar. Ágćt hjón, sjómađur og bókavörđur á Seyđisfirđi, telja myndina ekki vera tekna á Austfjörđum. Ţau létu sér detta Ólafsfjörđ í hug. Ţúsundţjalasmiđur á Siglufirđi telur myndina ekki vera frá Siglufirđi og heldur ekki frá Ísafirđi, ţó svo ađ hann telji meira en mögulegt ađ hún geti veriđ frá Austfjörđum eđa Patreksfirđi. Ég hef ekki siglt nóg í fjörđum landsins til ađ ţekkja fjöll. Mér finnst fjöllin í fjörđum alltaf breytast, eftir ţví hvađ klukkan er og líka eftir árstímum. Ţessi mynd er ţó líklegast tekin í byrjun sumars.
Myndirnar í syrpunni England to Iceland, af ţekktum stöđum snúa rétt ţegar miđinn međ titlinum England to Iceland og númeriđ snýr ađ manni. Hugsanlegt er ţó, ađ ţessari mynd hafi veriđ snúiđ rangt miđađ viđ miđana. Ég set hana hér einnig fyrir neđan á röngunni ef vera skyldi ađ ţađ sé réttan.
Vćnt ţćtti mér ef fjarđafrćđingar, sjómenn, bćndur, prestar, Ómar Ragnarsson, ómagar og jafnvel ţingmenn segđu mér, hvar ţeir telji ađ myndin sé tekin. Allir sem ţykjast vita meira en Fornleifur mega skrifa á athugasemdasvćđi hans í dag.
Bloggar | Breytt 24.5.2016 kl. 08:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
Ísland í töfralampanum: 2. hluti
1.5.2016 | 21:48
Sćlt veri fólkiđ. Fornleifur bíóstjóri tekur ofan hattinn fyrir ţeim sem nenna ađ lesa og frćđast. (Sjá 1. hluta ţessarar vefgreinar hér).
Fáir vita líklega, ađ löngu ađ fyrir aldamótin 1900 fóru fram Íslandskynningar međ hjálp Laterna Magica skuggmyndasýningavéla eđa töfralampa. Ţađ var ţó ekki einungis erlendis ađ menn gátu séđ Ísland úr lömpum. Reykvíkingar stóđu, ađ ţví er virđist, í biđröđum til ađ sjá skuggamyndir.
Myndasýningar međ Íslandsmyndum hafa líklega hvatt einhverja útlendinga til Íslandsferđa. En slíkar sýningar myndu vćntanlega ná skammt gegn ţeim apparötum og töfratćkjum sem hafa valdiđ ţví ađ vart er á Íslandi nútímans hćgt ađ ţverfóta fyrir erlendum ferđamönnum, ađ ógleymdum amerískum óraunveruleikastjörnum sem látiđ hafa stćkka á sér barminn og rasskinnar. Nú ţykir víst mest virđi ađ vita hvađ "fylgjendur" rassstórra Ameríkana finnst um okkar volađa, en tvímćlalaust frábćra, land.
Laterna Magica, í sem fćstum orđum
En hvađ er Laterna Magica, eđa töfralampi? Töfralampinn er talinn er hafa orđiđ til á 17. öld og var notađur vel fram á 20. öld. Hann er til í margs konar gerđum og stćrđum. Venjulega samanstendur lampinn af eldföstum kassa eđa öskju, ţar sem í er settur ljósgjafi, kerti, olíulampi, gasljós og síđar rafmangspera. Einnig voru í kassanum speglar. Fyrir framan ljósgjafann inni í kassanum er brugđiđ eđa rennt glerskyggnu, handmálađri mynd, síđar ljósmyndum og jafnvel handlituđum ljósmyndum. Linsa eđa linsur sjá um ađ safna myndinni og henni er varpađ upp á vegg eđa tjald. Til ađ nota ekki of mikinn tíma í hinar tćknilegur hliđar og gerđir laterna magica skyggna og sýningavéla, sem eru mikil frćđi og fróđleg, ţykir mér viturlegast ađ benda mönnum á ađ lesa sér allt til um ţađ á hollenskri vefsíđu, sem er sú besta í heimi um ţetta fyrirbćri, fyrirrennara skyggnusýningavéla og kvikindasýningavélanna. Vefsíđan ber heitiđ de Luikerwaal og er síđan einnig á ágćtri ensku. Henni er stjórnađ af Henc R.A. de Roo, áhugamanni og safnara töfralampa og skyggna.
Töluverđ skođanaskipti hafa veriđ um hinn eiginlega upphafsmann ţessarar uppfinningar. Ţjóđverjanum og Jesúítanum Athanasius Kircher hefur lengi veriđ eignađur sá heiđur, en nú má ţykja alveg víst ađ hann hafi aldrei notađ slíkt tćki. Hann lýsir Laterna Magica í bókinni Ars Magna Lucis et Umbrae sem út kom í Amsterdam međ myndum áriđ 1671 (sjá mynd). Skýringar í bókinni sýndu ađ Kircher var rúinn skilningi á ţví hvernig töfralampinn virkađi. Hann fullvissađi menn ţó á afar sannfćrandi hátt, líkt og góđum jesúíta sćmir, um ađ apparatiđ vćri ekki uppfinning djöfulsins og illra afla.
Ađrir höfđu lýst ţessu tćki og notađ ţađ miklu fyrr en Kircher. Til dćmis danski frćđimađurinn Thomas Walgenstein, sem sýndi myndir međ Laterna Magica í Rómarborg áriđ 1665. Enn fyrri til var hollendingurinn Christiaan Huygens sem ţegar áriđ 1659 hafđi teiknađ dćmigerđa Laterna Magica sýningavél sem ekki var mjög frábrugđin ţeim sem ţekktust á 19. öld. (Sjá frekar hér).
Áđur en eiginlegar ljósmyndir voru fundnar upp, voru allar laterna magica-skyggnur handmálađar teikningar. Efni myndanna var fjölţćtt og stundum var leikiđ á áhorfandann međ einföldum sjóhverfingum ţannig ađ fólki sýndist persónur eđa hlutir á myndunum hreyfa sig.
Laterna Magica varđ vitaskuld mjög fljótt vinsćlt leikfang í Vatíkaninu.
Ţess vegna voru sýningar á Laterna myndum mjög vinsćlar, eđa allt ţar til ţćr dóu drottni sínum, en bćđi í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum voru ţćr lengi notađar viđ kennslu og alls kyns áróđursstarfsemi, eđa allt fram yfir 1970.
Áđur en ađ ljósmyndir voru fćrđar yfir á glerskyggnur, ţekktust líka skyggnur međ handmáluđum myndum af "íslenskum stöđum". Ţessi mynd frá síđari hluta 19. aldar á ađ sýna Heklu. Myndin er greinilega undir sterkum áhrifum af mynd úr útgáfu af riti ţjóđverjans Dithmars Blefkeníus Scheeps-togt na Ysland en Groenland, sem út kom áriđ 1608 í Leiden í Hollandi.
Hrúturinn "Erlendur", sem er nú forystusauđur í hjörđ Fornleifs bónda (sjá hér), varđ einnig ađ stjörnu á töfralampatímabilinu. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar og er handmáluđ á gler. Hann er nú kominn í hrútakofa Fornleifs og líđur vel.
Laterna Magica sýningar í Reykjavík á 19. öld
Orđiđ skuggamynd, ţ.e. í ţýđingunni skyggna eđa ljóskersmynd, kemur fyrst fyrir í íslensku máli áriđ 1861. Áđur höfđu tvö nýyrđi litiđ dagsins ljós: Ljósmynd áriđ 1852 og sólmynd áriđ 1854. Nútíminn sigldi nú hratt ađ Íslands ströndum.
Áriđ 1861 birtist ţessi frétt í Íslendingi um turnreiđarhátíđ í Berlín ţar sem ţýskir vopnabrćđur minntust Ţriggja ára stríđsins eđa 1. Slésvíkurstríđsins gegn Dönum á mjög hatursfullan hátt. Danir unnu ţađ stríđ:
Í Berlinni stóđ slík hátíđ fyrir skemmstu međ hinum mesta veg og viđhöfn. Viđ leikinn í ťViktoríuleikhúsinuŤ var sunginn og sleginn hergöngusöngur ťSljesvíkur-HoltsetaŤ; sló ţá í óţrjótandi lófaskelli međ heyrendum. Söngurinn var endurtekinn, en ţví nćst sýndur í skuggamyndum bardagi Kílarstúdenta viđ Flensborg (1848), ţar er margir af ţeim fjellu eptir drengilega vörn. Ţá stóđ upp mađur frá ťSljesvík-HoltsetuŤ, er barizt hafđi móti Dönum, og mćlti nokkur ťhjartnćmŤ orđ til ţeirra, er viđ voru staddir. Af ţví, er ţýzk blöđ segja hjer um, má marka, eins og af öđru, hve rík hefndarfýsin og hatriđ viđ Dani er međal manna á Ţýzkalandi.
Áriđ 1874 birtist auglýsing í blađinu Víkverja. Hún hljóđađi svo:
Til hagnađar fyrir Sunnudagaskólann verđa í Glasgow 1. mars sýndar skuggamyndir og nokkrar sjónhverfingar."
Hvort ţarna hafa veriđ sýndar ljósmyndir eđa handmálađar myndir sem sögđu t.d. biblíusögur, er ekki víst. Stórhýsiđ Glasgow sem reist var áriđ 1863 af skoskum mönnum í Grjótaţorpinu viđ Vesturgötuna (en brann ţví miđur áriđ 1903) hafđi sal sem gat tekiđ allt ađ 200 manns í sćti. Margir Reykvíkingar gćtu ţví hafa séđ skuggamyndir á ţessum árum. Líklegast tel ég ađ Sigfús Eymundsson hafi séđ um ţessar sýningar, en hann sýndi fyrstur Íslendinga myndir áriđ 1870.
Stórhýsiđ Glasgow í Reykjavík. Ef til vill fyrsti stađurinn á Íslandi ţar sem myndir voru sýndar međ töfralampanum.
Ţorlákur Ó. Johnson
Áriđ 1883 hélt Ţorlákur Ó. Johnson kaupmađur (f. 1838), sem var lćrđur í verslunarfrćđum á Skotlandi og í London, panóramasýningar" á Hótel íslandi. Ţorlákur hafđi dvaliđ 17 ár erlendis og lengst af á Bretlandseyjum. Hann kynntist töfralampasýningum erlendis, og er hann sneri heim áriđ 1875, hóf hann slíkar sýningar međ Sigfúsi Eymundssyni. Ţess má geta, ađ Ţorlákur var náfrćndi Jóns Sigurđssonar. Síđar á skyggnusýningaferli sínum lauk hann jafnan sýningum og fyrirlestrum međ mynd af ţeim hjónum Jóni forseta og Ingibjörgu.
Á árunum 1883-1892 stóđ Ţorlákur fyrir skuggamyndasýningum sem hann nefndi einatt "skemmtanir fyrir fólkiđ". Hann bauđ eitt sinn 400 börnum til slíkrar kvöldskemmtunar og gaf ţeim mjólk, kökur og fleira. Ţá héldu hinir velmegandi í Reykjavík, ađ hann vćri af göflunum genginn. Ţeir ríku á Íslandi tóku sér líkt og í dag vćna sneiđ af kökunni áđur en ţeir fóru yfirleitt ađ hugsa um fátćklinga og börn. En í börnum voru góđir viđskiptavinir á töfralampasýningar Ţorláks. Ţorlákur var nú ekki eins vitlaus og burgeisarnir héldu.
Skemmtanalíf Reykvíkinga var ađ sögn fremur lítilfjörlegt á síđari hluta 19. aldar. Margar sögur fara af drykkjuskap međal verkafólks og sjómanna - já og skálda og menntamanna. Ţorlákur vildi vinna gegn ţeirri eymd (um leiđ og hann flutti inn vín og whisky) og stofnađi ásamt Matthíasi Jochumssyni og öđrum góđum mönnum Sjómannaklúbbinn í október 1875, "hollan griđastađ til menntunar og endurnćringar, ţegar ţeir vćru í landi og annars hefđu lítinn ţarflegan starfa međ höndum". Ţorlákur var sömuleiđis fyrstur Íslendinga til ađ auglýsa varning sinn í blöđunum. Myndasýningar sínar auglýsti hann einnig. Hann flutti t.d. inn "Eldspýturnar ţćgilegu og Ţjóđfrelsis whisky fyrir fólkiđ". Ţegar hann var ekki ađ kenna Vesturförum Lundúnaensku.
Ef Fornleifur hefđi veriđ samtímamađur Ţorláks hefđi hann líklega veriđ nýjungagjarnari en hann er nú, og ţegiđ glas af Ţjóđfrelsiswhisky og tvćr syrpur úr töfralampanum hjá Ţorláki Ó. Johnson. Sjómannaklúbburinn varđ hins vegar ekki langlífur, enda ţóttu vín og whisky Ţorláks betri skemmtun en "fjöriđ" í klúbbnum.
Skuggamyndakonungur Íslands, Ţorlákur Ó. Johnson, á yngri árum.
Ţorlákur hóf skuggamyndasýningar í samstarfi viđ Sigfús Eymundsson ljósmyndara, en Sigfús sýndi fyrstur manna svo vitađ sé skuggamyndir á Íslandi. Ţađ var áriđ 1870. Samvinna ţeirra stóđ ekki lengi, eđa innan viđ ár, en Ţorlákur hélt síđan áfram sýningum nokkur ár. Myndir Sigfúsar og annarra frá Íslandi voru hins vegar notađar til gerđar myndasyrpa međ ljósmyndum frá Íslandi, eins og fram kemur í síđari köflum ţessa rađbloggs um Töfralampasýningar á Íslandi.
Hótel Ísland (ţađ fyrsta) var stađurinn ţar sem "fólkiđ í Reykjavík", fór á Panórama-sýningar í salnum međ lokunum fyrir gluggana. Loka ţurfti fyrir stóra gluggana á Stóra Salnum til ađ hafa gott myrkur viđ sýningarnar. Myndin er rangt feđruđ og aldursgreind af Ţjóđminjasafninu en sauđakaupmađurinn John Coghill sést á myndinni ásamt fríđu föruneyti.
1883 Skuggamyndasýningar Ţorláks voru fyrst auglýstar í Ísafold ţ. 19. desember 1883:
"Fyrir sveitamenn og ađra, er koma til Reykjavíkur um jólin og nýáriđ - ţá verđa sýndar á Hótel Ísland fallegar skugga myndir eđa Panorama í allt 150 myndir - bćđi frá London - Ameríku - Edinborg - Sviss - París - Ítalíu Afríku og fleiri löndum."
Veturinn 1884 hélt Ţorlákur nokkrar sýningar í félagi viđ Sigfús. Lúđvík Kristjánsson segir svo frá í bók sinni um Ţorlák:
Veturinn 1884 hélt Ţorlákur allmargar sýningar í félagi viđ Sigfús Eymundsson. Innlendu myndirnar, sem ţeir sýndu voru frá ellefu stöđum á Suđvesturlandi, en auk ţess allmargar úr Reykavík. Ţá er Ţorlákur frétti á sínum tím til Englands um stofnun Ţjóđminjasafnsins, hafđi hann látiđ ţá ósk í ljós viđ Jón Sigurđsson, hve nauđsynlegt vćri fyrir Íslendinga ađ eignast "fallegt Museum". Hann vildi vekja áhuga Reykvíkinga og annarra landsmanna á Ţjóđminjasafninu, og í ţví skyni lét hann tala myndir af ýmsum munum ţess til ađ kynna samkomugestum sínum safniđ".
1884 Í Ţjóđólfi ţ. 15. nóvember 1884, sagđi svo um sýningar Ţorláks:
"Ţađ eru skriđbyttumyndir međ litum (landterna-magica-myndir) af fögrum mannaverkum, borgum, stórhýsum, einnig af viđburđum, sömuleiđis fagrar landslagsmyndir. Nokkrar myndir eru einlitar ađeins, og eru ţćr af innlendum byggingum eđa landslagi ... Í vorum skemmtanalausa bć er ţetta fyrirtćki mjög ţakkarvert og mun vafalaust fá ađsókn almennings eins og ţađ á skiliđ."
1885 Í blađinu Fréttir frá Íslandi birtist í 11. árgangi ţess áriđ 1885 grein sem bar titilinn Frá ýmsu, framförum og öđru. Ţar mátti m.a. í lok greinarinnar lesa eftirfarandi klausu um skemmtanalífiđ í Reykjavík:
"Ađrar skemtanir voru litlar, ađrar enn ţađ, ađ panórama-myndir voru sýndar ţar, og helzt af útlendum mannvirkjum og stöđum og innlendum landstöđvum (sjá hér).
1890 Ţorlákur sem ferđađist ađ jafnađi einu sinni á ári til Englands. Ţar náđi hann sér í myndasyrpur. Áriđ 1890 keypti hann litađa myndasyrpu um "Ferđir Stanley í gegnum hiđ myrka meginland Afríku". Á frummálinu hét syrpan, sem taldi 29 myndir, Stanley in Africa og var gefin út af York & Son í Lundúnum (syrpan er ađ hluta til varđveitt í dag sjá hér). Ţorlákur flutti einnig skýringafyrirlestur um Henry Stanley og sömuleiđis lét hann yrkja og sérpenta kvćđi um hetjudáđ kappans, sem jafnan var sungiđ ţegar myndirnar voru sýndar. Drápan var einnig skrautritađ og sendi Guđbrandur hana til Stanleys sem ţakkađi honum međ ţví ađ senda af sér áritađa ljósmynd: Drápan hljóđar svo:
Stanley var ađalhetjan skuggafólksins í Reykjavík áriđ 1890. Svona sigli hann gegnum tjaldiđ inn í huga fólks á Hótel Íslandi í umbođi Ţorláks Ó. Johnson. Kannski hefur Ţorlákur einnig bođiđ upp á Livingstone, get ég gert mér í hugarlund. Hér er mynd af seríu međ honum. Svona gćtu myndir Ţorláks hafa litiđ út, ţegar ţćr bárust frá Englandi.
Skemmtanir fyrir fólkiđ
1891 Víđa var fariđ í ţessum sýningum Ţorláks. Í auglýsingu í Ísafold fyrir sýningar Ţorláks áriđ 1891 má lesa:
Skemmtanir fyrir fólkiđ":..Vjer höfum fariđ í kring um hnöttinn . . . Vjer höfum komiđ og sjeđ orustur og vígvelli í egipzka stríđinu . . . ferđast víđsvegar um vort söguríka og kćra föđurland . . . Og nú, kćru landar, opna jeg fyrir yđur enn nýja veröld, međ nýjum myndum..." Skugginn í speglinum Kenn mér.
Tilgangur Ţorláks međ myndasýningunum sínum var ađ skemmta og frćđa, enda var ţađ hugsunin á bak viđ framleiđslu ţeirra á Bretlandseyjum. Ţorlákur lýsti ţessu einni í annarri auglýsingu ţann 2. desember 1891:
"Víđa um hinn menntađa heim er nú fariđ ađ sýna (eins og ég geri) myndir af borgum, löndum, listaverkum, merkum mönnum, dýrum o.fl. Er slíkt nú ađ fara mjöđ í vöxt, einkum á Englandi, Frakklandi og í Ameríku. Í flestum landfrćđifélögum og öđrum menntafélögum til fróđleiks og skemmtunar, ţar sem iđulega eru haldnir fyrirlestrar um alls konar fróđleik. Eru slíkar fyrirlestrar um alls kyns fróđleik. Eru slíki fyrirlestrar skýrđir međ skuggamyndum, er hlýtur ađ gera efniđ bćđi fróđlegra, skemmtilegra og minnisstćđara í hugum manna. Fćstir af oss hafa ráđ á ađ ferđast um heiminn og sjá alla ţess undrahluti, en flestir hafa ráđ á ađ afla sér slíks fróđleiks fyrir fáeina aura međ ţví ađ sćkja slíkar myndasýningar. Ég hef nú um nokkur undanfarin ár flutt landa mína, er sótt hafa slíkar sýningar, víđs vegar ... ... Hver getur neitađ ţví, ađ í ţessu sé talsverđur fróđleikur og ţađ svo ódýr, ađ flestir geti veitt sér hann; ađ verja fáeinum stundum á hinum löngu vetrarkvöldum til slíks ferđalags borgar sig vel fyrir hvern ţann, sem kann ađ meta ţetta rétt. Og nú, kćru landar, opna ég fyrir yđur enn nýja veröld međ nýjum myndum, sem koma međ Lauru og sem ég sýni í stóra salnum á Hótel Ísland. Föstud. og laugard. 4. og 5. des. kl 81/2.
Fyrst
Keisaradćmiđ Kína og Kínverjar, [21 mynd víđs vegar úr Kína og úr Ţjóđlífi Kínverja.] Hinn frćgi hershöfđingi, Gordon, ćvi hans og lífsstarf. [12 myndir og ţćr víđa ađ, ţar sem Gordon hefur veriđ.] Enn fremur í undirbúningi nýjar myndir frá London og hin skemmtilega ferđ frá London til Rómarborgar og ferđir til Egyptalands í gegnum Súesskurđinn til Kaíró. Hver sýning endar međ tveimur myndum af Ölfusárbrúnni.
Gordon allur. Ţetta ţótti Reykvíkingum örugglega merkilegt ađ sjá. Nokkrar myndir eru enn varđveittar úr álíka syrpu frá York & Son(sjá hér)
Nokkru áđur eđa 18. nóvember 1890 má lesa auglýsingu frá Ţorláki:
Stór myndasýning af Íslandi. Hiđ stćrsta myndasafn, sem nokkurn tíma hefur veriđ sýnt af landinu ... er ég međ miklum kostnađi hef látiđ búa til - alls um 80 myndir."
Jólamyndir smáfólksins
Fyrir Jólin 1889 sýndi Ţorlákur margar nýjar syrpur ćtlađar börnum eđa smáfólkinu, eins og Ţorlákur kallađi börn. Syrpurnar báru titla eins og Ţrándur fer ađ veiđa Björninn og ţeirra hlćgilegu ađfarir, Sólmundur gamli og Sesselja kelling hans ađ nćturţeli ađ reyna ađ ná músinni sem hélt fyrir ţeim vöku, Rakarinn og hundurinn hans Snati; Gvendur Ferđalangur, Hreiđriđ hans Krumma og Tannpína. Ţetta voru allt ţýskar syrpur framleiddar af Wilhelm Busch.
Nú getur Fornleifur og ţćr barnalegu sálir sem lesa frćđi hans séđ ţađ sem krakkar í Reykjavík horfđu á í Hótel Íslandi áriđ 1889. Upphaflega báru ţessar syrpur ţýska titla ein og Die wunderbare Bärenjagd, Die Maus, Der gewandte, kunstreiche Barbier und sein kluger Hund, Rabennest, (eđa Raben-Nest) Der hohle Zahn
Ţađ hefur nú veriđ eftir krökkunum í Reykjavík ađ hafa gaman ađ ţví ađ sjá rakara skera nefiđ af viđskiptavini sínu, og ţađ rétt fyrir jólin.
Um Jólin 1898 sýndi Ţorlákur einnig börnunum ţađ sem hann kallađi "hreyfanlega mynd" Ekki voru ţađ kvikmyndir eins og viđ ţekkjum ţćr síđar, heldur skuggamyndir međ ýmsum búnađi á myndinni eđa viđ útskiptingu á líkum myndu, ţannig ađ út leit fyrir ađ hreyfing vćri á myndinni. Hann sýndi hreyfanlega mynd sem hann kallađi Grímuball barnanna í Mansion House í London og Björgunarbátinn.
Ţorlákur hćtti sýningum sínum 1892. Heilsu hans fór hrakandi um ţađ leyti og var ţessi glađi mađur ađ mestu óvinnufćr vegna einhvers konar ţunglyndis til dauđadags áriđ 1917.
Ţćr myndaskyggnur sem Fornleifur festi nýlega kaup á á Cornwall, sem eru úr tveimur syrpum eru ađ öllum líkindum sams konar (ef ekki sömu) myndir frá Íslandi og Ţorlákur Ó. Johnson var ađ sýna Reykvíkingum á 9. áratug 19. aldar. Myndasyrpur međ ljósmyndum frá Íslandi voru seldar af minnsta kosti tveimur fyrirtćkjum á Bretlandseyjum á 9. og 10. áratug 19. aldar. Í nćstu fćrslum verđur saga skyggnanna sögđ, mynd fyrir mynd. Ţví miđur hafa ekki allar ţeirra fundist enn. En hugsast getur ađ allar myndirnar frá Íslandssyrpunum komi einhvern daginn í leitirnar. Hćgt er ađ biđja, vona og jafnvel leita.
Er nema von ađ Beinólfur á Ţjófminjasafninu gleđjist? Viđ segjum ekki meira - ađ sinni. 3. hluti kemur ţegar hann er lagstur í gröfina.
Höfundur og sýningarstjóri: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (og Fornleifur)
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ítarefni:
Lúđvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjótaţorp: Ćvisaga Ţorláks Ó. Johnson. Fyrra bindi. Skuggsjá.
http://www.magiclantern.org.uk/
http://www.slides.uni-trier.de/index.php
Gamlar myndir | Breytt 14.5.2021 kl. 08:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)