Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Sá gamli leggur línurnar fyrir brunaútsöluna á Þjóðminjasafninu

Doddi í Dótasafninu

Nú, þegar núverandi þjóðminjavörður sýnir eldlogandi og jafnvel brennandi áhuga á að skipta aðeins um umhverfi og gerast ráðuneytisstjóri, er engu líkara en að fyrirrennari hennar í starfi þjóðminjavörslunnar langi aftur í gamla stólinn sinn. En svo er nú vafalust ekki. Hann er greinilega orðinn hrætt gamalmenni sem telur alla vera að stela í kringum sig.

Í grein sem birtist sl. þriðjudag í Morgunblaðinu  (16. júlí, 2019, bls. 15) minnir Þór Magnússon á mikilvæg menningarverðmæti sem hann telur að séu í bráðri í hættu. Það eru kirkjur landsins og innanstokksmunir þeirra. Þór lýkur grein sinni, sem hann kallar Öryggi kirknanna, með þessum aðvörunarorðum:

Hér verða ráðamenn kirkjunnar og prestar og umráðamenn kirkna að athuga vel um úrlausn. Við getum ekki lengur í einfeldni okkar treyst á heiðarleika fólks einvörðungu. Trúin á ekki fastan sess í huga allra núorðið og sumum eru kirkjurnar lítt heilagir staðir lengur.

Þarna finnst mér gamli þjóminjavörðurinn, sannast sagna, vera farinn að sýna þá hræðslu sem oft grípur um sig hjá gömlu fólki, sem telur alla vera að stela í kringum sig og að heimurinn fari sí versnandi. En heimurinn hefur vitaskuld lengi farið versnandi og gamalt fólk hefur svo lengi sem sögur herma, vitstola eða með rænu, fengið þá flugu í hausinn að allir í kringum þá væru þjófar eða illmenni.

Sannast sagna tel ég að heiðarleiki fólks sé síst minni en áður. Trúin er kannski ekki eins fastur þáttur og fyrr, en það hefur þó ekki nauðsynlega skaðað heiðarleika almennings, sem ekki fer lengur reglulega í kirkju og aldrei biður bænirnar sínar á kvöldin, eða fyrr en það fær alvarlegan sjúkdóm og er að deyja Drottni sínum.

Það er því að mínu mati ákveðinn skammtur af fordómum í grein Þórs Magnússonar og hann er næstum því hálf-ósvífinn.

Því skulum við rifja upp söguna. Því stuldur úr kirkjum hefur nú ekki aðeins verið stundaður af trúleysingjum, óskírðum og útlendingum á ferðalagi líkt og Þór gefur í skyn.

Árið 1972 bárust Þjóðminjasafninu góðir gripir westur úr henni Ameríku. Það var ljósahjálmur úr messing frá lokum 16. aldar eða byrjun þeirrar 17., og brot af róðukrossi frá 16. öld. Þessa gripi afhenti Helga Potter safninu, en hún hafði erft þá eftir föður sinn Jón Jacobson Alþingismann, sem var landsbókavörður frá 1907 til 1924. Báðir gripir voru upphaflega varðveittir í Víðimýrarkirkju í Skagafirði, en jörðina Víðimýri átti Jón um tíma og tók með sér gripina er hann flutti þaðan í borg syndarinnar hér syðra. Dóttirin Helga erfði gripina síðan eftir föður sinn, og fór með þá til Ameríku.

Hvarf dýrmætra menningarverðmæta úr Víðimýrarkirkju var ekki vegna þjófnaða útlendinga eða óheiðarlegra Íslendinga. Guðhræddur alþingismaður og 100% Íslendingur fór með gripina úr kirkjunni - eða taldi þá sína eign. Við vorum heppin að frú Helga Jónsdóttir Potter, ofurstafrú í Bandaríkjunum, hafði ekki smekk fyrir þetta "junk from back home" og skilaði því aftur á viðeigandi stofnun undir stjórn Þórs Magnússonar.

Þór Magnússon varar alla við með þessum orðum, sem er þó greinilega fyrst og fremst beint gegn útlendingum.

Ýmsir fornir kirkjustaðir eru nú í eyði, föst búseta engin þar lengur og kirkjurnar því án fasts eftirlits. Í kirkjunum er samt geymt margt dýrmæti. Nú er ferðamannastraumur nánast um allt land mikinn hluta ársins. Sumar kirkjur mega jafnan kallast "ferðamannakirkjur". Eftir að fækkaði í sóknum og sumar sveitir tæmdust nálega af fólki, eru kirkjurnar margar hverjar afar sjaldan nýttar til helgihalds, en margar standa á fornfrægum kirkjustöðum, þekktum úr sögunni og vekja athygli ferðafólks.  Hvarvetna er sú hætta að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjunum, enda hefur það gerst.

Engu er líkara en að Þór Magnússon hlusti of mikið á Útvarp Sögu. En líkast til var hann einnig alinn upp við að útlendingar væru verra fólk en sannir Íslendingar. Hann ríður fáknum Hleypidómi frá Offorsi sem hefur gömlu hryssuna Hræðslu frá Öfgum sér til reiðar er hann skrifar fyrrgreind orð. Sumt af því sem Þór skrifar inniheldur þó ef til vill sannleikskorn:

Ég man nefnilega eftir smið sem gerði við kirkju fyrir Þjóðminjasafnið og lét sig hverfa til Ameríku með gripi úr kirkjunni, sem  aldregi sáust síðan. Þór gleymir að segja okkur þá sögu, og að maðurinn hafi starfað fyrir safnið - en ekki verið ferðamaður eða meðlimur í þjófagengi á framfærslu ríkisins líkt og Þór talar um í pistli sínum -  heldur hreinn og tær Íslendingur, alveg eins og Jón alþingismaður Jacobson (1860-1925) og síðar Landsbókavörður, sem tók kirkjugripi á Víðimýri traustataki.  Vidimyri

Klukkurnar sem voru á þili Víðimýrarkirkju árið 1929 hanga þar ekki lengur og klukknaportið er ekki sams konar og þá. Hver flutti klukkurnar og breytti klukknahliðinu (sáluhliðinu)? Hvaða mátt frá Guði fengu þeir til þess að hengja klukkurnar upp í nýtt hlið sem ekki var þarna fyrir aldamótin 1900?


Vandamálið, sem Þór talar um, er vel hægt að koma í veg fyrir með því að fjarlægja úr kirkjum sjaldgæfa gripi, sem geymdir verða af sóknarprestum eða öðrum kirkjunnar mönnum eða yfirvöldum. Löngu er búið að finna upp þjófavörn. Hin vellauðuga þjóðkirkja hlýtur að eiga fyrir þjófavarnarkerfi.

En látum ekki fordómana drífa verkið. Lítum í eigin barm. Íslendingar eru líka þjófar og lygarar. Heilt gegni þjófa og skítmenna setti þjóðina nærri því á hausinn hér um árið, svo ekki sé talað um fjölda stjórnendur ríkisstofnanna, sem ekki kunnu að fara með almannafé hér á árum áður og komust sumir hverjir upp með það nokkuð lengi. Við nefnum engin nöfn.

Aðrir störfuðu við hirð stjórnmálamanna sem óskuðu þjóðinni seyru, meðan að þeir sjálfir földu auðæfi sín á pálmaeyjum. Slíkir tækifærissinnar í ríkisþjónustu eiga viðhlæjendur í mörgum stjórnmálaflokkum og getur greinilega fengið hæstu stöður í ráðuneytum landsins, þrátt fyrir furðuslælega umgengni við samstarfsmenn sína og þá sem þeir hafa verið ráðnir sem sérstaklega illkvittin ráðunaut til að reka fólk á öðrum stofnunum. 

Ég leyfi mér að halda því fram, að grein Þórs beri örlítinn keim af ellibrekum og gleymsku, jafnvel af hinum ljóta sjúkdóm Alzheimer sem Kári Stefánsson hefur nú gefist upp á að lækna með einstæðu genamengi Íslendinga. Slíkri lækningu hafði hann reyndar lofað þjóðinni. En líklega er best að þjóðin gleymi því líka, enda minnið ekki sterkt í íslenska skyldleikaræktaða stofninum og lítið "Intel inside". En eins og kunnugt er, kennir fólk með ellibrek gjarnan ættingjum sínum og nágrönnum um að stela frá sér.

En Þjóðkirkjan verður sjálf að bera ábyrgð á þeim gripum sem Þór ritar um og finna úrlausn með eldhuganum sem kannski sest brátt í ráðuneytisstjórastöðu, þ.e.a.s.ef Þjóðkirkjan vill hafa gripi sína óhulta í guðshúsum sínum til að dýrka þá fram að Dómsdegi.

Að lokum má minna á, að Þjóðminjasafnið lét heilt bátasafn brenna fyrir augunum á sér og allra landsmanna í Kópavogi fyrir nokkrum áratugum og það var heldur ekki útlendingum og glæpagengum að kenna. Sagan dæmir okkur en ekki gamlir karlar sem gleymt hafa vísvitandi eða vegna elli.

Dýrð sé Drottni; Og hann þakkar ugglaust mönnunum fyrir að dýrka með sér skreytisýkina, glysgirnina og hræsnina, sem er honum jafn velþóknanleg og Gullkálfurinn heitinn.

AMEN eftir efninu.

804805_1283475.jpg

Gestir koma í höll Nerós


Fornleifafundur sumarsins 2019

aaa

Nýlega greindi RÚV frá fundi (sjá hér) sem að öllum líkindum kemst á blöð sögunnar sem fornleifafundur sumarsins.

Slær hann við "Stöðinu" í Stöðvarfirði og breskum bjórflöskum sem nýlega fundust á Hellisheiðinni. Nú verður einfaldlega að friða allan Kópavoginn, eftir að svæðið varð glóðvolgur fornminjastaður. Sjáið varðveisluna á leðrinu. Ekki einu sinni farið að falla á gullið!

Einn ötulasti lesandi Fornleifs spurði á FB út í fundinn í Kópavogi: 

Bendir mynstrið á keðjunni ekki eindregið til samísks uppruna? Og þar með eru færðar sterkar líkur á því að samískur shaman með sólarblæti, eins og lögun úrskífanna bendir sterklega til, hafi verið þarna á ferð, trúlega snemma á landnámsöld eða jafnvel fyrr.

Því var fljótsvarað:

Íslensk fornleifafræði hefur greinilega misst af manni eins og þér. En einu gleymdir þú í þessari yfirferð þinni sem minnir svo unaðslega á rök og snilli séra Láka heitins í Hólmi. Úrin stöðvuðust öll fyrir 9. öld og úrið með demantskantinum og ólinni úr hvítabjarnaleðri var greinilega annað hvort í eigu eskimóakonu, eða að shamaninn hafi verið samkynhneigður. Mér er sama hvort það var, því þú átt kollgátuna: Allt gerðist þetta fyrir Landnám í Kópavogi, áður en Norðmenn komu með Skriffinnana, kristnina og annan óþægilegan genderintollerans.


Safnast þegar í sarpinn er komið

Sarpurinn

Við leit á Sarpi (Sarpur.is) uppgötvaði ég fyrr á árinu að forngripur, nálhús úr bronsi, sem ég fann á Stöng í Þjórsárdal árið 1983, þegar ég hóf fornleifarannsóknir þar, er gert jafn hátt undir höfði og gömlum sokkabuxum af þjóðminjaverði, sem eru frá þeim tíma er hún vann sérvinnu fyrir Sigmund Davíð í Stjórnarráðinu (sjá nánar hér).

Þvílíkur og annar eins heiður fyrir nálhúsið frá Stöng í Þjórsárdal. Það kemst nú loks með tærnar þar sem hælar sokkabuxna þjóðminjavarðar voru. 

Ég leyfir mér að kvitta fyrir og upplýsa aðstandendur Sarps, að upplýsingum um nálhúsið, sem ég fann á Stöng árið 1983, er mjög ábótavant á Sarpi, eins og því miður svo mörgu öðru.

Ég hins vegar ekki ánægður með að fótanuddtæki Árna Björnssonar þjóðháttafræðings hefur einnig komist á forsíðu Sarps. Þetta tæki er reyndar sögufrægt, þó óþjóðlegt sé, en það gerði Árna þó kleift að rita Sögu Daganna á fimmtíu vikum hér um árið í fullu starfi.

Ritstjóra Fornleifs langar að taka fram að rauðu pílurnar, sem benda á umrædda gripi, hefur verið bætt inn á skjámyndina af sumarstarfsmanni listasviðs Fornleifs.

Sarpurinn2

Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins óskar nú eftir reynslusögum af fótanuddstækjum.


Blingið hennar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur

DH021688 2

Önnur tilraun og fræðilegri:

Því betra er að hafa það sem sannara reynist.

Um daginn fór ég heldur betur kvennavillt og ályktaðir rangt um mynd þessa. Þessar hefðarkonur, sem stóðu og sátu fyrir á ljósmynd í Reykjavík árið 1860, eru móðir, ein dætra hennar og uppeldisdóttir. Ljósmyndarinn upplýsti að þær væru kona og dætur "forsetans" (president of Reykjavík), sem var Jón Guðmundsson forseti Alþingis, einnig þekktur sem Jón ritstjóri (1807-1875).

Þær eru blessaðar, með fúlustu fyrirsætum Íslands sem ég hef séð - en gætu þó vel hafa verið óttaslegnar við þennan undarlega áhuga útlendinga á þeim. En þrátt fyrir óróa ungu kvennanna og illt augnaráð móðurinnar tókst sem betur fór að ná einni af elstu hópljósmyndum sem er til af Íslendingum. Myndin var tekin þann 25. ágúst árið 1860.

DH021688

Mér þótti í fyrstu tilraun líklegt að konan, sem situr og heldur á bókinni, væri Sigríður Bogadóttir (1818-1903) kona Pétur Péturssonar síðar biskups. Mér varð þar heldur betur á í messuvíninu og var mér vinsamlegast bent á það. 

Myndin er hins vegar með vissu af Hólmfríði Þorvaldsdóttur (1812-1876) dóttur hennar Kristínu Jónsdóttir og uppeldisdóttur, Hólmfríði Björnsdóttur, sem var bróðurdóttir Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Hafði gamall samstarfsmaður minn á Þjóðminjasafni Íslands, Halldór Jónsson, skrifað um konurnar og Einar heitinn Laxness, sem kenndi mér eins konar dönsku í MH fyrir 43 árum síðan, hafði skrifað grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 um myndina og meira.

Fox-leiðangurinn 1860

Árið 1860 í ágústmánuði, heimsótti leiðangur manna Ísland, eftir dvöl á Grænlandi. Ferðinni var fyrst og fremst heitið til Grænlands, en komið var við í Færeyjum og á Íslandi á bakaleiðinni. Tilgangurinn með Grænlandsleiðangrinum var hin endalausa leit að örlögum Sir John Franklins og leiðangurs hans á tveimur skipum, HMS Terror og Erebus, en þau fórust með mönnum og mús við Grænland árið 1845. 

Fjöldi leiðangra hafa verið gerðir til að leita uppi skip Franklins og rannsaka örlög skipsverja. Þeim leiðöngrum lauk væntanlega endanlega árið 2016 er flök skipanna fundust. Flak HMS Terror reyndist vel varðveitt á 25 metra dýpi. Leitarleiðangurinn árið 1860 var einn af mörgum sem var kostaður af ekkju John Franklins og var fley leitarmanna Fox og kapteinn um borð var þekktur flotaforingi, Allen Young (1827-1915)að nafni. Fox-leiðangrinum 1859-60, voru gerð ágæt skil af danska flotaforingjanum Theodor von Zeilau í bók sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1861 og bar titilinn Fox-Ekspeditionen 1860.

Þegar leiðangursmenn á Fox, sem var gufuskip, kom við í Reykjavík síðsumars 1860 voru teknar ljósmyndir og eru nokkrar þeirra varðveittar sem stereómyndir, sem seldar voru þeim sem höfðu áhuga á því að fá dálitla dýpt í myndaskoðun sína á konum, sem var með öðrum hætti og menn skoða myndir í dag - verður víst að segja.

Ljósmyndarinn var kaþólski paterinn Julian Edmund Tenison-Woods (1832-1889), og eru nokkrar mynda hans frá Íslandi varðveittar (sjá t.d. eina þeirra hér). 

Tau-kross Hólmfríðar Þorvaldsdóttur

Fornleifur borar hér fyrst og fremst í eitt atriði. Það er smáatriði á spaðafaldsbúningi frú Hólmfríðar. Um háls hennar hangir festi með Tau-krossi (borið fram Tá, sem er gríska heitið fyrir t). Tau-kross er einnig kallaður Sankti Andrésarkross, því hann munn hafa verið krossfestur á T-laga krossi. Krossinn, sem Hólmfríður ber um hálsinn, er að öllum líkindum frá fyrri hluta 16. aldar eða lokum 15. aldar. Neðan úr krossinum hanga þrjú A með þverstriki yfir (líkt og A-in voru oft sýnd í epígrafíu (áletrunum) á 15. öld) og tvö A að auki héngu neðan úr þvertrénu. Þessi 5 A voru að öllum líkindum vísun til nafns heilags Andrésar.

Þannig var nú blingið á 16. og 15. öldinni og sumar af þessum þungu festum urðu ættargripir hjá velmegandi fjölskyldum.

DH021688 4

Sannast sagna minnir mig að ég hafi séð slíkan grip á Þjóminjasafninu þegar ég var á unga aldri (8-12 ára), en það var ég eins og grár köttur. Í þá daga var öllu búningasilfri slengt í tvö sýningarpúlt inni í bændasalnum. Mig minnir að þar hafi legið svona T-kross, en er ekki lengur viss. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég ekkert fundið því til stuðnings á Sarpi. Kannski er ekki búið að melta gripinn nógu vel í Sarpi og ef til vill er ekki til mynd af honum á Þjóðminjasafninu. Ef það er tilfellið, er safnið beðið um að bæta úr því.

Hoffifyrrisæta

Til var í einkaeigu teikning eftir Sigurð Guðmundsson málara af Hólmfríði, en sú mynd eyðilagðist því miður í bruna árið 1934. Ljósmyndir höfðu hins vegar varðveist af teikningu Sigurðar Málara, einni þeirri bestu frá hans hendi, og þar má glögglega sjá Tau-kross Hólmfríðar.

Sigridur Bogadottir

Upphaflega hélt Fornleifur í fljótfærniskasti, að konan á ljósmynd Tennison-Woods væri Sigríður Bogadóttir. Myndin hér til hægri var tekin af henni árið 1903, sem var árið sem hún andaðist í Kaupmannahöfn. Líklegast voru margar konur nokkuð þungbrýndar á þessum árum í Reykjavík.

Annar möguleiki er sá, að þetta listaverk um hálsinn á fýldri maddömunni hafi verið brætt og málmurinn endurnotaður. Og svo er alltaf sá möguleiki að þetta djásn, sem fer Lady T í Reykjavík svo vel, hafi gengið í arf og sé Téið enn notað af langalangalangaömmubarni hennar, plötusnúðnum Alli T. Maður leyfir sér að dreyma og vona. En vonin er samt afar lítil.

Látið nú Fornleifi í té aðstoð yðar.

gettyimages-980067388-2048x2048 b

Mynd þessi, sýnir dóttur Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, Kristínu Jónsdóttur og Hólmfríði Björnsdóttur, sem var bróðurdóttur Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Ljósmyndin var tekin á sama stað og myndin efst, og var einnig tekin af pater Tenison-Woods og hefur hann merkt hana "21. ágúst 1860 kl. 5 síðdegis". Frummyndin er varðveitt hjá Royal Geographic Society í London. Ljósmyndin er líklega tekin til norðurs við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Skugginn passar vel við að klukkan sé 5, 21. ágúst.

gettyimages-980067388-2048x2048 c


Svetlana Steponaviciene - In memoriam

Látin er í Litháen Svetlana Steponaviciene

f. 22.8.1936 - d. 27.6.2019

d8ec55954bc25ca6fd8cce7420e044b32cdb9905_article_scale

Árið 2001 kom ég í fyrsta skipti til Lithaugagalands. Mér bauðst þá að fara sem eins konar erindreki danska ríkisins til landsins. Ég var starfsmaður Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier. Ég var viðstaddur minningaathafnir um hin stórfelldur fjöldamorð sem fóru fram á gyðingum í Litháen. Ljót er sú saga að margir Litháar tóku viljugir þátt í þeim morðum; Enn ljótari er sá veruleiki að margir Litháar hylla enn þann dag í dag menn sem tóku þátt í morðunum á meðbræðrum sínum á einn og annan hátt. En þrátt fyrir drungalega minningu sá ég að Litháar eru afar vinaleg og gestrisin þjóð. Litháar eru miklu suðrænni og fjölbreyttari hópur en ég hafði búist við í baltnesku landi í fyrirframgefnum fordómum mínum um land og þjóð.

Velickaite3

Nokkrir þáttakenda í Benedictsen-ráðstefnu í Kaunas árið 2012, sem Svetlana stóð fyrir ásamt öðrum. Svetlana er með slæðu um hálsinn fyrir miðju.

Litháíska þjóðin er í raun furðu vellukkuð blanda af ótrúlega mörgum þjóðum og þjóðarbrotum. Saga landsins er líka flókin og saga og örlög þjóðarinnar á 20. öld ekki síður. Sjálf var Svetlana Rússi (fædd Svetlana Nedeliajeva), en örlögin báru hana á öldum sínum til Lithaugalands, þar sem hún giftist Albertas heitnum Steponavicius, sem var að hluta til af pólskum ættum. Albertas var prófessor í enskum málvísindum í Vilnius, en eftir að hann fór á eftirlaun, kenndi hann einnig við háskólann í Bialystok í Póllandi. Svetlana missti eiginmann sinn í fyrra.

Allt hefur sína sögu og fjölda tenginga við svo margt í landinu sem Svetlana var virðulegur og frábær fulltrúi fyrir.Svetlana 2008 Frederiksberg2

Svetlana á Friðriksbergi árið 2008 á þjóðhátíðardegi Litháa.

Nokkrum árum eftir fyrstu heimsókn mína til lands Svetlönu bárust mér til eyrna þau tíðindi, að haldin yrði ráðstefna til minningar um Aage Meyer Benedictsen, Dana af íslenskum ættum sem gat sér góðan orðstír í Litháen fyrir ást sína á landinu og baráttu fyrir frelsi Litháens og réttindum annarra þjóða og minnihluta, t.d. Armena og gyðinga.

Fyrir þeirri ráðstefnu stóð Svetlana Steponaviciene. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Vilnius og ég var einn margra sem hélt þar erindi og fjallaði minn fyrirlestur um ættir Aage Meyer Benedictsen, hina íslensku, þá dönsku og gyðinglegan frændgarð hans.

Á ráðstefnuna kom fólk frá fjölda landa og haldin voru mörg góð erindi um Aage Meyer Benedictsen og störf hans. Fyrir öllu stóð Svetlana, með miklum dugnaði, eins og blíður hershöfðingi. Hún sinnti öllum gestum jafnt og gestrisnin var ólýsanleg. Einlægnina og ást hennar á Norðurlandamenningu og íslenskum fræðum sáum við sem komum frá Norðurlöndunum jafnt á ráðstefnunni sem og heima í litlu íbúðinni hennar og Albertas, fullri af bókum, en einnig á þeim ferðum sem þátttakendum var boðið í meðan á heimssókninni í Litháen stóð. 

Margir stóðu í þakkarskuld við Svetlönu, og henni er hægt að þakka, að ég fékk mjög jákvæða skoðun á Litháum þrátt fyrir ýmsa fegurðarbletti á sögu þeirra á síðustu öld.

Velkomst Vilnius 2012

Frá einni af Benedictsen ráðstefnunum. Þannig voru þátttakendur boðnir velkomnir árið 2012 í sögufrægu húsi í Vilnius, áður en haldið var til Kaunas þar sem ráðstefnan var haldin. Ófá slík borð hafa beðið gesta Svetlönu og samstarfskvenna hennar í áhugamannhópnum um Aage Meyer Benedictsen.

Síðan þá hef ég heimsótt Litháen tvisvar, m.a. til að taka þátt í annarri ráðstefnu um Aage Meyer Benedictsen við háskólann í Kaunas vorið 2015. Svetlana heimsótti mig einnig tvisvar í Danmörku.

Því betur sem ég kynntist Svetlönu, sá ég hve mikið var spunnið í hana sem manneskju og hvað mikið starf hennar einkenndist af að rækta sanna vináttu við alla sem hún bauð velkomna til Litháen. Hún vonaðist alltaf til að sjá mig og Irene konu mína saman í Litháen. En úr því varð því miður aldrei. En við komum einn daginn og setjumst við gröf hennar í þakklæti.

Ísland átti stóran stað í hjarta Svetlönu. Hún hóf sinn fræðimannsferil á því að þýða íslenskar bókmenntir yfir á rússnesku, og síðar á litháísku, og hver önnur en hún þýddi Eglu, Egilio saga, yfir á litháísku árið 1975. Bókin kom aftur ú í endurbættri útgáfu árið 2012.

Svetlana átti marga trygga vini á Íslandi. Sumum hafði hún kynnst þegar á yngri árum í námi sínu við Lomonosov ríkisháskólann í Moskvu, eða við norrænudeild háskólans í Leningrad (Sánkti Pétursborg í dag). Meðal vina hennar voru einnig margir þeirra sem unnu ritstörfum Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og sem unnu við þýðingar á honum yfir á móðurmál sitt.

Nú vona ég að hægt verði sem fyrst að halda minningarráðstefnu um Svetlönu, t.d. með hjálp íslenskra yfirvalda. Það verður að gefa út þann fróðleik sem safnast hefur saman af ráðstefnum þeim sem haldnar hafa verið Aage Meyer Benedictsen til heiðurs og gera hinum góða tengilið, Svetlönu Steponaviciene, verðugan eftirmála fyrir starf hennar og áhuga á öllu því sem íslenskt er.

Kurt SvetlanaKurt Daell (eigandi Daells vöruhúsakeðjunnar í Danmörku) Svetlana og Eli Jakobsen fyrrverandi skólameistari frá Videbæk á Vesturjótlandi. Ljósmynd V.Ö.Vilhjálmsson 2006.


Et dansk mesterværk om Auschwitz

Langwithz Smith

I sidste uge tog jeg turen i min blå Skoda ud til kunstmuseet Louisiana i Humlebæk nord for København.

I optakten til et tordenvejr kørte jeg den rolige vej, via Bellevue og langs Strandvejen, gennem hovedrige danskeres kvarterer. Da tænkte jeg på nogle af dem, som tidligere boede der, og som tjente fedt på anden verdenskrig. Den gang var der samarbejdspolitik ved magt i Danmark og mange danskere jubler stadig over samarbejdet med nazismens Tyskland. Den danske "politik" i de år var dog intet andet en underdanighed blandt dele af et folk som altid havde set op til naboerne mod syd, mens andre dele af befolkningen frygtede dem.

Forhandlingspolitikken, samarbejdspolitikken, kollaborationen om man vi, medførte at sagesløse mennesker, jøder, kommunister, sigøjnere og andre blev overrakt til et morderregime. Danske myndigheder sendte folk til Tyskland, uden og behøve det og de fleste som fik den skæbne blev myrdet i nazisternes koncentrations- og udryddelseslejre.

Formålet med et museumsbesøg klokken halv otte på en lidt dyster sommeraften var et interview med Peter Langwithz Smith om hans nye bog Dødens Bolig, som fornylig blev udgivet hos forlaget People´s Press i København. 

Jeg kendte en lille smule til Peter, og var med ham i Auschwitz i 2001, på en studietur for medarbejderne for Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier, hvor jeg arbejdede som seniorforsker 2000-2002. Med på turen var en del gymnasielærere, bl.a. Peter, som var den mest vidende af dem alle. Han skulle snarere have arbejdet på vores center end mange af dem som blev ansat der og som aldrig fuldendte noget ærligt arbejde.

Når det kommer til kendskabet til Auschwitz, ved antagelig ingen mere end Peter Langwithz Smith. På studierejsen i 2001, øste Peter og en anden god bekendt, Torben Jørgensen, af sine dybe visdomsbrønde om nazisternes mordlejre over hele Polen. Man kan ligeledes takke Peter og Torben for at tusindvis af danske børn og gymnasieelever har fået undervisning om nazismens rædsler. Jeg lærte meget af rejsen i 2001, en rejse som jeg ikke er parat til at gentage i nærmeste fremtid. Derfor kommer Peter Langwihtz Smiths nye bog belejligt. Studiet af Auschwitz kan nu foretages hjemmefra, men hvis jeg kunne rejse igen med Peter og Torben, ville jeg dog straks tage imod tilbuddet.

Jeg købte fornylig Peter Langwithz Smiths bog. Det er et digert værk: 25x35 cm stort, næsten 4 kg tungt og 765 sider. Bogen indeholder en stor mængde fotografier, både taget af forfatteren men også gamle optagelser fra krigen eller fra lige efter krigsårene.

Selvom bogen er tung, bogstavligt talt, er den meget letlæselig og sproget er udmærket godt, for Peter var længe lektor i tysk og dansk, f.eks. ved et gymnasium i Esbjerg.

Langwithz Smith Louisiana 2019

Peter Langwithz Smith til venstre. Foto V.Ö.Vilhjálmsson på Louisiana i Humlebæk, 2019

Bogens indhold er naturligvis ikke nogen forlystelseslæsning, som de allerfleste ønsker at få ud af de bøger de læser. Bogen er meget mere end det. Den er et enestående fagværk, men også et mindesmærke, en encyklopædi. Det er også god portion modgift mod alt det hadske volapyk som spys ud af holocaustbenægtere og andre åndsboller over hele verden, særskilt efter at www blev deres foretrukne redskab.

Alle skoler og kulturinstitutioner burde eje et eksemplar af Langwithz Smiths bog, og den har også et ærinde i de andre nordiske lande. Forhåbentligt bliver bogen udgivet på andre sprog end dansk, fordi det som aldrig er lykkedes andre er lykkedes forfatteren til Dødens Bolig: At give et helhedsbillede af det bedst kendte sted for nazismens mordgalskab.

Indtil nu har jeg læst bogen på den måde, at jeg næsten tilfældigt vælger et kapitel når jeg har tid og er i den mode at jeg kan læse så tunge bøger. Man fordyber sig straks i teksten. Nogle gange bliver man nødt til at lægge bogen fra sig, simpelt hen fordi det som beskrives er så forfærdeligt og så trist.

Aften-interviewet med Peter Langwithz Smith på kunstmuseet Louisiana i Humlebæk var usædvanlig vellykket. Koncertsalen på Louisiana var fuld og de fremmødte var interesserede. Ude på Øresund kunne man høre bragende torden i begyndelsen af interviewet med Peter, efterfulgt af nogle mindre skrald, og så begyndte det at regne men kun lidt. Endda det stemningsfulde vejr passede til begivenheden på museet.

Jeg talte kort med Peter efter interviewet på Louisiana, og han signerede mit eksemplar af bogen og for andre som købte den i museets bogbutik. Antageligt bliver bogen ikke en best-seller i Louisianas butik, hvor den var lidt dyr, men den burde uden tvivl have en chance for at få titlen det bedste videnskabelige værk i Danmark i 2018. Selvom kun halvdelen af året er omme, kan man næppe forvente en bedre bog i den kategori.

Bogen, som er indbundet, er ikke dyr på nettet , og forhåbentlig køber Islændingene den også, fordi bogen har naturligvis et ærinde i et lille land, hvor nogle mennesker tillader sig at sammenligne myndighedernes bygdepoletik på Vestfjordene med Auschwitz, samt deres godheds lille kæleprojekt i Gaza med alle ghettoerne under holocaust. Så kan islændingene nemt læse dansk, som er da endnu mere grund til at få fat i dette vigtige værk, hvis man f.eks. har interesse i anden verdenskrigs historie, eller i sygdommen antisemitisme. Skoler burde købe bogen og bruge den i danskundervisningen.

Peter Langwithz Smith
Dødens Bolig : Auschwitz-Birkenau
People´s Press, København 2019

765 sider

Bogen får seks gravskeer af Fornleifur:

6 grafskeiðar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband