Uppruni dótsins
16.4.2021 | 08:00
Fyrir um ţađ bil mánuđi síđan kom sonur minn á 19. ári til mín međ lítinn koparpening sem hann hafđi fundiđ á gólfinu á herberginu sínu viđ tiltektir. Peningurinn er frá 1790.
Ekki má skilja ţennan fund ţannig ađ sonur minn stundi fornleifauppgröft á herberginu sínu, enda er ţađ ekkert sóđalegra en gengur og gerist hjá ungmennum á hans aldri, nema ađ síđur sé. Húsiđ er frá 1990, svo ekki er peningurinn frá byggingu ţess. Sonur minn ályktađi réttilega ađ myntin hefđi komiđ úr samskeytum í skúffum í skúffumublu sem hann er međ tvćr af á herberginu sem bera uppi borđplötuna hans. Ţetta heimatilbúna og hentuga "skrifborđ" samansetti ég ásamt konu minni á stúdentagarđsárum okkar saman 1984-1993, ţegar viđ bjuggum saman í "hjóna" íbúđ á tímabilinu 1987-1993. Skúffedaríu ţessu hafa svo fylgt okkur til Íslands á Nesahagann, og ţađan til Vandkunsten í miđborg Kaupmannahafnar og síđan út í úthverfiđ ţar sem viđ búum nú. Lengi var ég međ ţetta aukaskrifborđ og ţessar tvćr skúffumublur í "helli" mínum undir loftinu. Ég var međ skúffu neđst međ alls kyns dóti, m.a. voru ţar gamlar myntir í litlum kassa og ţ.á.m. ţessi hollenski peningur sem fađir minn hafđi eitt sinn gaukađ ađ mér í barnćsku. Nú á sonur minn peninginn, ţví sá á fund sem finnur. Aur ţessi er víst orđinn ađeins meira virđi í dag heldur en hann var í á 18. öld.
Peningurinn (sjá efst) er svokallađur Duit, sem sleginn var af af VOC (Sameinađa Austurindíafélaginu, boriđ fram FOK) áriđ 1790 í borginni Utrecht. Duit var mynteining í Hollandi sem var notuđ fram til 1815 ţegar myntbreytingin átti sér stađ og Hollendingar tóku upp gyllini (Holl: Gulder / Enska: Guilder) og cent.
Fyrst var fariđ ađ nota duit í Hollandi áriđ 1573. Duit svarađi í verđi til koparpeninga í Frakklandi sem kallađir voru gigot. Áđur en tugakerfiđ var innleitt í Hollandi áriđ 1816 var 1 duit lćgsta mynteiningin. Upphaflega voru 8 duit ţađ sama og einn Stuiver, og 20 Stuivers, eđa 160 duit, fékk mađur fyrir 1 gyllini. Duit-myntin sem slegin var fyrir og í nýlendum Hollendinga var hins vegar lengst af meira virđi. Á ţví grćddu Hollendingar, en almúginn í löndunum var hlunnfarinn á tćknilegan hátt.
Hollendingar notuđu duit í ýmsum orđatiltćkjum sem gáfu til kynna ađ eitthvađ var lítils virđi eđa lítilsiglt:
- Een duit in het zakje doen; bókstaflega: Ađ setja eina duit í pokann ađ láta smárćđi af hendi rakna.
- Hij is een duitendief ; bókstaflega: Hann er duitţjófur Hann er mjög gráđugur
- Hij heeft veel kak, maar weinig duiten / hann hefur mikiđ af skít en minna af duit, sem merkir hann er grobbari / oflátungur.
- Moed hebben als een schelvis van drie duiten; bókstaflega: Ađ vera eins og ýsa sem kostar 3 duit ađ vera raggeit
Nú skal haldiđ til upp til Íslands, landsins međ álkrónuna sem kom međ myntbreytingunni áriđ 1981. Hún var svo lítils virđi ađ hún flaut á vatni og fauk ţegar unglingar reyndu ađ nota hana í hark viđ skólavegginn. Hún var notuđ í landinu ţar sem loddarar og töframenn stjórnuđu bönkum í árarađir og töldu ţjóđum, sem í aldarađir höfđu taliđ einskis virđi duit sín, trú um ađ íslenskir bankar ávöxtuđu fé manna betur en nokkrir ađrir.
En fyrst skal komiđ viđ á Ţjóđminjasafninu.
Ţar sem álkrónan flaut á vatni
Eitt sinn, 5-6 árum fyrir síđustu aldamót, hélt starfsmađur Ţjóđminjasafns Íslands fyrirlestur á ársfundi Hins íslenska Fornleifafélags. Fornleifafrćđingurinn sá, sem aldrei hafđi lokiđ námi á eđlilegan hátt ţó hann á góđum degi ţýddi starfsheiti sitt viđ safniđ á ţýsku sem Reichsarchäologe, hélt tölu um fornleifarannsóknir sem honum hafđi veriđ bođiđ ađ taka ţátt í á Grćnlandi.
Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Hins íslenska Fornleifafélags. Međal áheyrenda var t.d. heimsţekktur nasisti (nema á Íslandi, ţar sem hann var ađeins ţekktur sem garđyrkjumađur í kirkjugörđum Reykjavíkur) og fornleifaţjófur á vegum SS, Úlfur Friđriksson, sem ég ritađi um nýlega (sjá hér).
Uppgröfturinn var hinn merkilegasti og undir stjórn Dana. Rannsóknin fór fram á bćjarrústum sem hafđi fariđ undir sand í flóđum á miđöldum. Ţá bráđnuđu oft jöklar, ekkert síđur en nú.
Starfsmađur safnsins, sýndi góđar ljósmyndir frá dvöl sinni á Grćnlandi, ţótt erindiđ sjálft vćri nokkur stirt, stubbótt og hálfstamandi á köflum. Fyrirlesturinn er mér ţó ferskur í minni, ţví starfsmađur safnsins talađi ávallt um "dót", ţegar hann sýndi myndir af forngripum og húsaviđum, sem fundust ótrúlega vel varđveittir undir sandinum. Ólíkt ţví sem gerđist viđ t.d. rannsóknir Stóru-Borgar undir Eyjafjöllum, eru gripir ţessir enn vel varđveittir, forvarđir og til sýnis á Grćnlandi og í Danmörku. En starfsmađur Ţjóđminjasafnsins kallađ slíka gripi dót, sem kannski sýnir álit hans á gildi forngripa eđa vanţekkingu á orđinu dót. Ţađ fer hins vegar óendanlega mikiđ í taugarnar á ekta fornleifafrćđingi, ţegar safnamađur notar orđ eins og dót um forngripi.
Dót er skýrt á eftirfarandi hátt á Íslensku Orđaneti :
dót hlutir, drasl
dót leikföng
dót farangur
Ţessar skýringar eru einnig ţćr sem ég legg í orđiđ dót, en í Íslenskri orđsifjabók má einnig lesa eftirfarandi:
dót h. (19. öld) munir, hlutir; leikföng, samtíningur; farangur; hyski; kynfćri (sbr. ţing); dóta s. dunda, dútla, d. sig (sér) laga sig til; rísla sér; eđla sig (um hćnsni): haninn dótar hćnuna. Sbr. nno. dota dútla, smáhagga viđ, dot k. dundari; sbr. og fno. aukn. dótafinnr k. sem líkl. heyrir hér til; dót vísast to. og úr e-m mlţ. víxlmyndum viđ doond, sbr. dont, dund og dút (s.ţ.). Samkv. F. Holthausen er dót to. úr mlţ. doten ţvađra. Ólíklegt.
Er dót komiđ af duit?
Hér skal sett fram önnur skýring á orđinu dót, sem sumar orđabćkur segja ađ sé ekki mjög gamalt í íslensku máli.
Einn seđill er varđveittur fyrir orđiđ daut í íslensku orđsifjasafni. Á honum stendur ţetta:
daut h. (18. öld) ögn, vitund: ekki d. ekki minnstu ögn. To., líkl. úr d. dřjt < holl. duit verđlítill, hollenskur koparpeningur, svarar til fnorr. ţveit smámynt, eiginl. afhöggvinn bútur; sbr. ţveita (1 og 2), ţveit(i), ţveitur og ţviti.
Ég tel nćsta líklegt ađ dót sé íslensk afbökun á dřjt í dönsku (dřyt á norsku) og upphaflega duit á hollensku. Danskir kaupmenn voru margir á Íslandi á 18. og 19. öld og hafa líkast til sagt viđ Íslendinga ađ varningur ţeir sem ţeir vildu selja vćri:
ikke en Dřit vćrd, eđa ađ ţeir vildu ekki give en dřjt fyrir eitthvađ (sjá hér ; Ordbog over det danske sprog).
Ţegar dót er skýrt sem "drasl" á íslensku, er ekki ólíklegt ađ viđ séum ađ nota orđ sem komiđ er af dřjt á dönsku og duit á hollensku. Íslendingar versluđu mikiđ viđ Hollendinga á 17. og 18. öld, löglega og ólöglega, og gćtu Mörlandar jafnvel hafa heyrt Hollendinga nota orđiđ um eitthvađ sem mjög lítils virđi var, og jafnvel setiđ inni međ slíkar hálfverđlausar bronsmyntir.
Dót í ţýđingunni leikföng, er vitanlega orđ sem notađ er um eitthvađ lítils virđi fyrir börnin sem endar í dótakassa, međan börnin og jafnvel mamma geymdi gullin (gyllini) ţeirra eins og segir í kvćđi Jóhanns Sigurjónssonar; Mamma geymir gullin ţín, gamla leggi og völuskrín.
Duit / Dřjt / Toy / Dót
Svo er ekki svo langt frá orđinu dót (duit) yfir í toy á ensku, sem Wikipedia skýrir ţannig: The origin of the word "toy" is unknown, but it is believed that it was first used in the 14th century. Allt er líka á huldu ţar. En www.etymonline.com hjálpar kannski:
toy (n.)
c. 1300, "amorous playing, sport," later "piece of fun or entertainment" (c. 1500), "thing of little value, trifle" (1520s), and "thing for a child to play with" (1580s). Of uncertain origin, and there may be more than one word here. Compare Middle Dutch toy, Dutch tuig "tools, apparatus; stuff, trash," in speeltuig "play-toy, plaything;" German Zeug "stuff, matter, tools," Spielzeug "plaything, toy;" Danish třj, Swedish tyg "stuff, gear." Applied as an adjective to things of diminutive size, especially dogs, from 1806. Toy-boy is from 1981.
Ţetta leynda verđmat Evrópukapítalismans, sem lćtt var ađ íslenskum börnum um ađ drasliđ vćri dót (nćr verđlaus koparpeningur) - međan ađ góđu leikföngin voru gull (gyllini) er mín skýring á uppruna orđsins dót. En menn voru vitanlega misfátćkir. Á sumum heimilum á fyrri öldum gat ómerkilegt dót veriđ skíragull.
Ef einhver vill ţvertaka fyrir ţessa smárćđis tilgátu mína, sem líklega er ekki fimm aura virđi, verđa ţeir ađ fćra nokkuđ góđ rök og gullin fyrir máli sínu, ţví hingađ til hefur ekki veriđ til vitrćn skýring á uppruna orđsins dót. Og vart hefur dótiđ dottiđ af himnum ofan - eđur hvađ?
Bloggar | Breytt 6.4.2025 kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Grófur plattfiskur og spilletittlingar: Nokkur brot úr skreiđarsögunni
12.4.2021 | 09:05
Yfirfiskmatsmađur rannsóknarsviđs fornleifadeildar Fornleifs hefur um langt skeiđ veriđ ađ leita uppi gamla skreiđ í útlöndum, fyrst enginn annar gerir ţađ og skreiđarbćkur hafa birst án myndskreytinga. Međ hanska og í hvítum slopp leitar matsmađurinn ađ öllum heimildum um skreiđ sem hann kemst í. Stundum kemur fyrir ađ 350 ára skreiđarleifar finnist í ruslagryfjum stórborgum útlanda, og ţá gleđst auđvitađ yfirfisksmatsmađurinn hér á ritstjórn Fornleifs.
Helst er ţađ skreiđ og harđfiskur sem fyrir löngu er kominn yfir sölutíma, og sem gćti átt ćtti sínar ađ rekja til Íslandsmiđa, sem kitlar matsmanninn. Ţađ er nefnilega hćgt ađ leita fiskjar og veiđa ýmislegt bitastćtt í listasögunni á veraldarnetinu.
Í Hollandi nútímans er skreiđin ţó frekar lítilfjörleg. Ég fann t.d. 350 grömm af einhverri tittlingsskreiđ fyrir 21 evru. Látiđ ţađ nú ekki lokka ykkur af votum draumi inn í ESB. Í Evrópu vilja ţeir fiskinn ókeypis til ađ grćđa sem mest á honum og ţar ađ auki ótakmarkađan ađgang ađ Íslandsmiđum, sem er og verđur ófrávíkjanleg krafa ESB.
Ef menn kafa niđur í listasögu Niđurlanda er marga skreiđina hćgt ađ finna. Myndin efst, sem hangir á Puskín listasafninu í Moskvu, er frá 1616. Hún er máluđ af Frans Snijders (nafniđ var einnig ritađ Snyders). Frans (Franciscus)Snijders fćddist í Antwerpen áriđ 1579 og starfađi ţar lengst af, fyrir utan nokkur ár í byrjun 17. aldar er hann dvaldi á Ítalíu. Frans ţótti gaman ađ mála mat sinn eđa annarra líkt og mörgum í Niđurlöndum, ţannig ađ nóg var ađ gera fyrir hann í listinni sem hann efnađist betur á en meistari Rembrandt í Amsterdam. Málverkiđ hér fyrir ofan í Moskvu var alls ekki eina matarverkiđ sem Frans Snyders málađi af fiskverslun. Hann var harla stórtćkur útgerđarmálari og ţótti á allan hátt nćsta frábćr í stillebenslist (uppstillingum) sinni.
Málverkiđ er ágćt heimild um ţá skreiđarpakka sem fluttir voru út frá Noregi og Íslandi. Nú skulum viđ ekki fara ađ rífast um hvađan skreiđarpakkinn hjá Snyders er ćttađur. Ţađ gćti frćndum okkar leiđst og ţeir fariđ ađ gráta og ţvćlst út í málaferli og bćtt ţví viđ eignarhaldskröfu sína á Snorra og annađ íslenskt sem gnćfđi yfir hćstu tinda norskrar afdalamenningar. Viđ á Íslandi vitum örlítiđ um hvernig menn pökkuđu skreiđina fyrr á öldum. Furđanlega hafa Norđmenn ekki eins mikla vitneskju, enda var skreiđin ávallt mikilvćgari Íslendingum en ţorra Norđmanna.
Takiđ eftir stćrđ skreiđarbaggans! Hann virđist girtur međ tágargjörđum og sérfrćđingur einn af norđan, sem er borgarbarninu Fornleifi oft innan handar um fornar venjur, skrifađi er hann sá málverkiđ: Ţađ hefur veriđ tveggja manna tak ađ flytja svona bagga til, en líklega hefur fiskurinn varđveist vel ţegar svona var gengiđ frá honum.
Rýnt í málverkiđ í Moskvu
Fyrir utan fisksölukonuna í Antwerpen? međ allar fiskiafurđirnar sínar, er lítill drengur međ rauđa skó á málverki Snyders. Snáđinn er kannski sonur hennar. Hvađ ćtli hann tákni eđa rauđir skórnir sem hann heldur á? Allt táknađi eitthvađ í list Niđurlanda. Kannski ćtti ég ađ "kvíra" (queer) málverkiđ eins og var í tísku hér um áriđ: Sá litli er hugsanlega ađ segja ađ hann vilji verđa ballettdansari en ekki sjómađur. Ađ vonum er harđkaţólsk móđir hans ekki ánćgđ međ slíkt : Ađrar túlkanir eru auđvitađ möguleikar, ţótt sú fyrsta sé vitaskuld raunhćfur möguleiki eins og allt fjas og orđflúriđ í listfrćđinni. Kannski langađi ţeim litla einfaldlega ekki ađ starfa í slori međ skreiđarfýlu fyrir vitunum dagana langa. Menn hafa fariđ í viđskiptafrćđi fyrir minni ástćđu.
Ýmsar ađrar myndir af fiskkaupmönnum og fisksölum eru til frá hendi Snyders og á nokkrum ţeirra bregđur skreiđinni fyrir í for eđa bakgrunni. Njótiđ skreiđarinnar hér fyrir neđan.
Falleg skreiđ (stokvis/rondvis) í Andvörpum. Á Ítalíu supu ţeir hveljur yfir ţessum girnilegum Stoccafissum, sem sumir Íslendingar vilja helst ekki heyra um, lykta né sjá. Menn eru farnir ađ reisa skreiđartrönur á fjöllum til ađ verja ţorpara lykt af peningum. Ađrir eru alveg hćttir öllu veseni međ skreiđ. Hvađ varđar úrvaliđ á fiskbúđin Hafberg ekki sjans í ţetta fiskival. Hefur Hafberg haft skjaldbökur á bođstól? Ći nei!
Skreiđ fannst í tunnu í flaki skips
Hér um áriđ greindi Fornleifur frá leifum af fiski, hugsanlega plattfisksskreiđ (Malflattri skriđ), sem fundust í flaki hollensk skips (sjá hér) sem sökk áriđ 1593 í miklu skipsskađaverđi viđ eyjuna Texel. Texel komst einnig í fréttirnar hér um áriđ, ţegar eyjaskeggjar sumir fóru nokkuđ illa út úr klónum á íslenskum bankarćningjum.
Ţeir sem vel eru ađ sér skreiđarmálum vita ađ ekki var öll skreiđ/harđfiskur verkađur á sama hátt. En ţađ vita sumir fornvistfrćđingar nútímans ekki allir. Ţeir hafa líkast til aldrei bragđađ útvatnađa og sođna skreiđ og rugla oft saman saltfiski og skreiđ.
Leifar ţeirrar skreiđar sem fannst í SO1 flakinu viđ Texel, er líklega ţađ sem hér fyrr á öldum var kallađur malflattur fiskur á Íslandi, eđa plattfiskur á Hansaramáli (danska: Platfisk). Malflattur fiskur var einnig kallađur kviđflattur eđa reithertur harđfiskur á Íslandi. Í einu fremsta skreiđarlandi Evrópu, Noregi, var malflattur fiskur kallađur rotskjćr, rĺskjćr eđa splittfisk á dönsku. Á ţessu sést ađ ekki var menningarheimurinn alveg sá sami í Noregi og á Íslandi ţegar kom ađ skreiđ.
Kaupendur settu kröfur og löngum var ţađ erfitt fyrir Íslendinga ađ skilja ađ verđ fór eftir gćđum.
Skreiđin íslenska eins og viđ ţekkjum hana í dag, ţar sem tveir fiskar eru eftir afhausun, slćgingu og hreinsun, bundnir saman viđ sporđinn og ţurrkađur á trönum. Ţađ verđur ţví miđur ć sjaldséđara á Íslandi og lyktin mađur, minnumst ekki á lyktina. Skreiđarfýlu hefur veriđ úthýst á Akranesi, ţví íbúarnir voru farnir ađ ilma af sápu.
Trönuţurrkađan fisk kalla menn í Evrópu Stockfish/Stokvis/Stokfisk/Stoccafisso. Norđmenn kölluđu ţá skreiđ stokkfisk eđa rundfisk. Heitiđ rondvis notuđu Hollendingar einnig um skreiđ en ţó mest orđiđ stokvisk. Ţvílíku ástfóstri tóku menn í Hollandi og Belgíu viđ ţennan vinsćla innflutta fisk ađ ţeir tóku sér ćttarnafniđ Stokvis. Margar ćttir í Hollandi báru ţetta eftirnafn, og mörgum tilfellum voru Stokvis ćttirnar gyđingar, sem voru öflugir sem fisksalar í Amsterdam upp úr miđri 18. öldinni.
Einn helsti skreiđarsögusérfrćđingur Íslands, áđur en Gísli Gunnarsson var og hét, var Jón Ađils. Jón talađi jafnan um harđfisk en ekki skreiđ. Hann skýrđi margt í bók sinni um Einokunarverslun Dana á Íslandi 1602-1787 sem út kom áriđ 1919 (sjá bls. 480-484). Jón heldur ţví fram ađ Malflattur fiskur hafi fyrst og fremst veriđ verkađur á Suđurlandi og viđ Ísafjarđardjúp. Jón taldi einnig ađ flatti fiskurinn hafi veriđ hertur á rám í trönum eđa hjöllum og kallađur ráskerđingur, sem er íslenskun á dansknorska orđinu fyrir plattfisk. Jón Ađils skýrir ţetta á ţennan hátt:
Hann hefur stundum ađ ţví er virđist veriđ ţaninn út međ spelkum eins og lax í reykingu til ţess ađ hann legđist ekki saman og harđnađi fyrr og var ţá kallađur Spillefisk eđa Spilefisk á dönsku. Jón Ađils upplýsir einnig ađ Snćfellingar hafi tekiđ upp á ţví á árunum 1680-90 ađ hnakkfletja fiskinn og herđa hann síđan á rá. "Varđ hinn mesti úlfaţytur út af ţví, og hvernig sem á ţví hefur veriđ stađiđ, ţá fekk ţessi hnakkaflatti fiskur, eđa Hćngefisk sem Danir kölluđu, hiđ versta orđ á sig erlendis".
Ađils upplýsti, ađ ţar fyrir utan vćru ađalharđfisktegundirnar flokkađar eftir stćrđinni; Ţannig var vertíđarţorskur jafnan kallađur Grov Platfisk af dönskum einokunarkaupmönnum eđa Grov Hćngefisk, stútungar voru kallađi Middel-Platfisk og Middel-Hćngefisk og ţyrsklingurinn var kallađur Plat-Titlinger, Hćnge-Titlinger eđa Spil(l)e-Titlinger. Svo var varan; Ef fiskurinn var ekki ţorskur, ţá var hann einnig tilgreindur í heimildum eftir fisktegundinni og verkunarađferđinni: T.d. Plat-Kuller (ýsur) og Plat-Langer (löngur). Ég hef hér flysjađ skán úr verki Jóns Ađils svo ađ menn geti sjálfir melt hans mikla fróđleik um skreiđarverkun á einokunaröldinni sem hann lét okkur í té.
Ţegar fiskurinn var kviđflattur, voru ákveđin bein bols ţorskfisksins fjarlćgđ ţegar hann hafđi veriđ hausađur og slćgđur, eins og sjá má á efri teikningunum hér fyrir ofan. Neđri myndin sýnir hvernig ađgerđin ađ ţorskinum hafđi skiliđ eftir merki í beinin í skreiđarinnar í flakinu SO1 viđ eyjuna Texel.
Tvćr gerđir af harđfiski/skreiđ á 16. og 17. öld. Til vinstri er venjuleg skreiđ (stokkfiskur) á innsigli Íslands, Sigillum Insulae Islandić frá 1593 (Ţjms. 4390) og til hćgri er hinn dýrari plattfiskur á prentmóti frá Hólum sem fyrst var notađ til prentunar í sálmabók áriđ 1589 (Ţjms. 445).
Fyrir nokkrum árum síđan var hér á blogginu í fyrsta sinn á Íslandi birt mynd af málverki sem líklega er er elsta málverkiđ sem málađ hefur veriđ af ţessari verđmćtu útflutningsvöru. Á málverkinu heldur hollenskur kaupmađur í Björgvin á skreiđ, og ekki er um ađ villast ađ ţađ sem hann heldur á er greinleg ekki meira en međal skreiđ/stokkfiskur, jafnvel norskur tittlingur.. Frćđist um myndina hér. Stokkfiskinn var einnig hćgt ađ finna í innsigli Lýbiku-kaupmanna, enda skreiđin ein af mikilvćgustu innflutningsvörum Hansa-bandalagsins. Skreiđin kemur einnig síđar fyrir í innsiglum Björgvinjarkaupmanna og víđar, t.d. innsigli á Tromsö, Fćreyjum og jafnvel í borginni Deventer suđur í eystri hluta Hollands.
Hér fyrir neđan: Málverk frá ţví um 1595, málađ af flćmska meistaranum Lucas von Valkenborch (1535-1597). Á veggnum fyrir aftan konuna, sem er innanbúđar hjá fisksalanum (hún er líklega atvinnurekandi hans), hangir veglegur grófur plattfiskur úr norđurhöfum,sem ég er viss um ađ frúrnar í Brabant (Brabant er hérađ á landamćrum Hollands og Flćmingjalands og ţađan mun ţessi kvenbúningur vera) hafi veriđ sólgnar í, ţegar kom ađ löngu föstu og ţćr komnar í trúrćktina og algjért kjétbann. Mér sýnist ađ eigandi verslunarinnar sé ađ taka saman kippu af reyktri síld fyrir fínu konurnar.
Ţegar menn máluđu skreiđ á 16. og 17 öld er erfitt ađ segja til um hvađan skreiđin sem máluđ var var ćttuđ. Skreiđin á myndum í ţessu greinarkorni gćti jafnt veriđ frá Noregi sem Íslandi eđa Fćreyjum, en líklega hafa Norđmenn ţegar eignađ sér hana.
Hér geta hinir áhugasömustu lesiđ grein um rannsóknir á fiskibeinum frá Hansabćjum eftir Hans Christian Küchelmann, ţar sem hann vitnar m.a. í grein eftir dr. Guđbjörgu Ólafsdóttur á HÍ-setrinu á Bolungarvík et al. (inter al. est etiam dr. Ragnar Edvardsson, sem er eiginmađur Guđbjargar) sem lesa má hér.
Flattur, hertur fiskur teiknađur á spássíu handritabrots íslensks, sem er varđveitt í Konunglegu Bókhlöđunni í Stokkhólmi. Handritiđ fjallar um reglur varđandi kirkjuhald og er taliđ vera frá ţví um 1360.
Bloggar | Breytt 27.12.2021 kl. 09:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fíflshraun viđ fjalliđ Eldhuga í Égveitbestlandi
21.3.2021 | 08:26
Ef Ísland hefđi ekki orđiđ nafniđ á eyjunni okkar, hefđi líklega mátt kalla hana Égveitbestland. Ţví á eyjunni býr bjartsýnasti bláeygingahópur á Norđurhveli jarđar.
Til hvers ţurfa Íslendingar yfirleitt yfirvald, lög, tilmćli ráđ eđa reglu, ţegar allt er brotiđ og fyrirlitiđ, jafnvel af ţeim sem framfylgja eiga tilmćlum yfirvalda?
Hér eru nokkrir rammar úr drónamynd ungs Íslendings (sem kallar sig Fridriksson), sem virti ađ vettugi öll tilmćli frá yfirvöldum lands síns. Hann ţjösnađist, illa klćddur, út í náttúruna á jeppa foreldra sinna, á bleikum strigaskóm, og fór ađ fljúga drónanum sem hann fékk í fermingargjöf rétt undir flughćđ ţyrlu Landhelgisgćslunnar. Ţađ er ungt og leiku.. hugsar ekki.
Helstu fíflin viđ Eldhuga í gćr
Sjáiđ Hjálparveit skáta (efsta mynd), minna en 100 metra frá gossprungunni. Beindi hún ekki tilmćlum til fólks í gćr um ađ halda sér fjarri? ... Og braut síđan ţau tilmli sjálf, og ţađ me snilld. Eđa var hún ađ selja flugelda međan hún er ađ skaffa dótiđ.
Mađur skammast sín dálítiđ - Eeen auđvitađ er smáöfund í ţessu hjá mér.
Ég efast ţó um ađ ég hefđi um tvítugt fariđ á Pumaskónum mínu gegn vilja Almannavarna ađ eldstöđvum. En ég er heldur enginn víkingur eins og lavaprinsinn á bleiku skónum.
Viđ gátum ekki skorađ stúlkur međ beinni útsendingu í dentíđ. Ţá var ţjóđleg glíma ţađ eina sem dugđi. Ţá voru heldur ekki til Júmbókjúklingarúllur, sem munu vera ágćtar ađ hrauna í sig međ heilsugosi og hraunmola á eftir á međan mađur snöggţurrar vatnssósa strigaskó, bleika. Ţessir piltungar og tađskegglingar eru auđvitađ ekki farnir ađ drekka brennisteinssterkt kaffi enda vart komnir af volgri brjóstamjólkinni.
Ađalfrétt liđinnar viku. Ţađ láđist ađ nefna ađ allar andlitsgrímur og vírusvarnir brunnu af mönnum viđ Eldhuga.
Ađ lokum langar mig til ađ minna á eldgosavakt Fornleifs sem reyndist sannspárri í hinni miklu frćđilist ađ spá fyrir um atburđi, en t.d. fćrustu jarđeđlisfrćđingar. Spákúlur ţeirra brugđust heldur betur ţann 19. mars 2021.
"Ja, mađur finnur ţetta bara á sér", sagđi eldfjallasérfrćđingur Fornleifs. Og svo setjum viđ á okkur kvikuskó og syngjum: Take on your pink shoes and dance.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvert í hálogandi
19.3.2021 | 12:56
Ţessi ósköp er svo dómsdagsmynd skjálftavaktar Fornleifs fyrir helgina.
Ég átti erindi viđ Ţjóđminjasafniđ í dag, en enginn svarađi í símann. Ţađ er auđvitađ svo mikiđ ađ gera á stofnun sem hefur veriđ megruđ (leaned) niđur í yfirsetukonu og hreingerningarfólk.
Enn einn af greiđviknu starfsmönnunum, fyrir utan Ţjóđminjavörđ, er nú líka hćtt. Komin á aldur eins og ţađ heitir, svo hún getur ekki reddađ mér lengur. Nú, án árangurs fyrir allt erfiđiđ, var mér hugsađ til ánćgjulegrar heimssóknar minnar í safniđ haustiđ 2019, ţar sem ég vann međ hollenskum kollega í nokkra daga. Mér leist vel á húsakynnin og andann á stofnuninni, ţótt flestir starfsmenn vćru viđ hausthreingerningar viđ Suđurgötuna.
Ţá fór ég ađ velta fyrir mér stađsetningu geymslu- og vinnuhúsnćđis safnsins. Ţađ er í miđju sögulegu hrauni. Ţegar allt fór ađ hristast fyrir nokkrum vikum síđan, hélt ég áfram međ ţráhyggjuhugsunina um ţennan stađ viđ hliđina á Icelandair söluveri og gríđarstórri heilsurćktarstöđ. Ţarna í fegurri hluta lagerbyggđarinnar á Gaflinum, er mikilvćgasti ţjóđararfurinn geymdur, og kannski beint ofan á sprungu eđa í hćttu vegna hraunflćđis úr t.d. Brennisteinsfjöllum, sem átt hafa ţađ til ađ renna eftir landnám, hvenćr sem ţađ nú var.
Nú er ţađ svo, ađ sagt er ađ atómsprengjur geti aldrei grandađ Ráđhúsinu í Reykjavík. En ćtli nokkur vilji sprengja ţađ. House of Icelandic mun víst einnig vera "reddí" í "kvađ sem vera"; Jafnvel ţotu sem flogiđ yrđi lóđrétt og beint niđur í ţađ allra heilagasta í húsinu. Ţađ kćmi ekki skráma á Flateyjarbók. Ekki seinna vćnna ţegar handritaarfurinn er í flóđahćttu í klóakkerfi Háskóla Íslands, og ţar skall hurđ nćrri hćlum. Klósettpappír fannst gćr inni í Grágásarhandriti í fólíóstćrđ. En kannski var ţetta nú eldhúsrullan sem Stefán heitinn Karlsson týndi eitt sinn?
En enginn hugsar neitt um mikilvćgasta ţjóđararfinn sem er á lager suđur í Hafnarfjarđarhrauni. Hann gćti runniđ undir hraun, bráđnađ ofan í sprungu og ţjóđararfinum ţar međ komiđ endanlega fyrir kattarnef, ţótt köttum sér ekkert um ađ kenna.
Vill ekki einhver, og ţađ hátt í kerfinu, t.d. fornminjaráđherra, segja mér hvađ áćtlun Ţjóđminjasafniđ hefur, ţegar hraun fara kannski ađ fljóta ofan í hinn fína Hafnarfjörđ, ryđjandi fornleifum og menningararfi #1 á undan sér?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ţađ sem mörgum Íslendingum er kćrt?
16.3.2021 | 07:50
Er ţjóđin enn í hlekkjum hugarfarsins?
Ég er á ţví ađ margir Íslendingar séu ţađ enn og hafi taugar til yfirgangs sveitaađalsins og hagi sér í samrćmi viđ ţađ, ţó svo ađ ţeir kalli sig sósíalista, kommúnista eđa frjálshyggjumenn. Ţiđ hafiđ örugglega ykkar skođun á ţví alveg eins og ég. Ykkur er velkomiđ ađ hafa hana og ég ćsi mig ekki upp ykkar vegna.
Einhverjir muna örugglega eftir ágćtri ţáttaröđ, Ţjóđ í hlekkjum hugarfarsins. Ţetta voru fjórir ţćttir eftir Baldur Hermannson eđlisfrćđing, sem settu sannast sagna allt á annan endann voriđ 1993. Margir urđu vondir og voru ţađ lengi. Svipuđ viđbrögđ höfđu vart sést síđan Ţórbergur móđgađi vini Hitlers eđa kvikmyndin Ágirnd var sýnd, en hún lýsti presti sem rćndi hálsnisti af kvenlíki. Sýning kvikmyndarinnar móđgađi svo margar prestsmaddömur ađ ţađ leiddi til lögregluađgerđa og sýningarbanns. Síđar kom i ljós ađ brestir klerkastéttarinnar voru jafnvel stćrri en skartgripastuldur af líkum.
Textinn og ţćttirnir fóru fyrir brjóstiđ á mönnum. Ţađ er kannski besti mćlikvarđinn á ágćti ţáttanna. Baldur Hermannsson bjó, eins og fyrr segir, til ţćttina, en dr. Gísli Gunnarsson, sem andađist á sl. ári, var frćđilegur ráđgjafi. Baldur byggđi einnig á frćđilegu góssi frá Ólafi Ásgeirssyni og dr. Kirsten Hastrup.
Heiftin var enn mikil áriđ 1997
Áriđ 1997 leyfđi ungur mannfrćđingur, Sigurjón Baldur Hafsteinsson sér, hálfgrćnn á bak viđ eyrun ađ rita grein í Lesbók Morgunblađsins. Sigurjón er í dag prófessor viđ HÍ, svo ekki hefur upphlaupiđ skađađ hann. Sigurjón Baldur kallađi grein sína Gođsögur sem réttlćting og hćgt er ađ lesa hana hér (biđ ég menn ađ lesa allar greinarnar sem vísađ er hér í texta mínum, áđur en ţeir taka ţátt í hugsanlegri umrćđ hér ađ neđan - sem vonandi verđur engin, ţví ég held hreinlega ađ allir séu sammála mér.
Árni Björnsson vildi halda fast í sína glansmynd
Grein Sigurjóns, sem birtist 1. mars áriđ 1997, fékk Árna Björnssonar ţjóđháttafrćđing á Ţjóđminjasafni Íslands til ađ grípa í beittan penna sinn. Hann reit grein sem hann kallađi Gođsögn um glansmynd (sjá hér) og sendi inn til Moggans. Ţar kom svo augljóslega fram, hvernig yfirlýstir menn á margbrotna íslenska vinstri vćngnum eru fullir af erfđagóssi úr framsóknarfílósófíunni. Sigurjón kom međ andsvar í grein sem hann kallađ Gođsögur sem réttlćting (sjá hér og lesiđ nú).
Ég leyfđi mér einnig ađ taka ţátt í umrćđunni og Mogginn birti eftir mig grein sem ég kallađi "Pirringur dansks blađamanns" (sjá hér). Ég kom ţar inn á skrif dansk blađamanns sem fariđ höfđu fyrir brjóstiđ á Árna Björnssyni og einhverjum öđrum.
Ţó ég nefndi ţađ ekki í grein minni áriđ 1997, bar ég smá ábyrgđ á ţví sem blađamađurinn Ulrik Hřy skrifađi. Vinur minn einn, sem einnig var blađamađur á Weekendavisen, sigađi Ulrik á mig. Mig minnir ţó ađ Ulrik hefđi veriđ búinn ađ mynda sér nokkuđ líkar skođanir og ég hafđi um sjálfsmynd Íslendinga, og sem svipađi til ţeirra sem lýst var í Ţjóđ í hlekkjum hugarfarsins. Ţví var grein danska blađamannsins og bókmenntafrćđingsins Hřy eins og hún var og krydduđ ţeim öfgum og alhćfingum sem Hřy lét oft vađa međ sig í gönur, ţangađ til ađ hann var sem betur fer settur af af ritstjóranum Martin Krasnik, sem ţótti Hřy fara yfir strikiđ í endalausum árásum á minnihlutahópa í kjallaragreinum sínum.
Hřy var sjálfur á Íslandi og oplevelsi hans ţar og viđmćlendur sumir, stađfestu ađeins ţá gagnrýnu skođun sem ég hafđi gaukađ ađ honum í símma - og sem margir ađrir af minni kynslóđ höfđu af sjálfsmynd Íslendinga um ţessar mundir. En í augum sumra af kynslóđ Árna Björnssonar var skođun okkar ekkert minna en guđlast og árás gegn ţví sem helgast var á Íslandi.
Síđar svarađi Árni mér, Sigurjóni og Baldri Hermannssyni á einu bretti (sjá hér) , sem einnig hafđi tekiđ ţátt í ađ gleđja meistara Árna međ svörum sem voru heldur hvöss og persónuleg ađ mínu mati (sjá hér), og svo held ég barasta ađ umrćđan hafi lognast út af eins skyndilega og hún byrjađi eins og ćsingur gerir oft á Íslandi.
Ómaklegt svar Árna Björnssonar
Stutt svar Árna til mín (sjá hér) ţótti mér miđur smekklegt og fćrđi Árni engin rök fyrir ţví sem hann skrifađi. Ţannig hljóđađi ţađ í durtslega ţjóđlegum stíl mannsins sem taldi dagana langa á fullum launum hjá Ţjóđminjasafni Íslands.
Hinn 9. apríl sendi Baldur [Hermannsson] mér nokkur hjartnćm blessunarorđ sem engu er viđ ađ bćta. En söguskýringar hans fá sömu einkunn og áđur. Daginn eftir birti svo Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson greinina Pirringur dansks blađamanns ţar sem hann tekur undir ýmislegt í greinum Sigurjóns, auk ţess sem hann ítrekar gamalkunna og rótgróna andúđ sína á ýmsu ţví sem mörgum Íslendingum er kćrt.
ťJá, ţađ er bara ţannigŤ, hugsađi ég, er ég las ţetta á sínum tíma. Hvađ ćtli ég hafi skrifađ eđa sagt til ađ Árni Björnsson teldi mig hafa gamalkunna og rótgróna andúđ sína á ýmsu ţví sem mörgum Íslendingum er kćrt? Mig langar enn ađ vita ţađ, og tel ađ Árni hafi ađeins veriđ uppfullur af palladómum um mig. Eins var gaman ađ sjá ađ Árni svarađi ekki grein Baldurs Hermannsonar eđlisfrćđings, sem var ađ mínu mati ca. 100 sinnum hvassari í garđ persónu Árna Björnssonar og sams konar Íslendinga en ég var í minni grein.
Ég veit međ vissu ađ sitthvađ af pirringnum í Árna var til komiđ vegna ţess ađ Árni taldi mig vera rótgróinn Sjálfstćđismann. Ţá villu hafđi hann fengiđ i kollinn vegna ţess ađ ég fékk stöđu viđ Ţjóđminjasafniđ (1993), vinnustađ Árna, á tíma Guđmundar Magnússonar ţjóđminjavarđar (sem íhaldiđ hefur aldrei treyst fyllilega). Árni gerđi ráđ fyrir ţví ađ allar starfsveitingar vćru pólitískar, flokkapot eđa klíkuskapur.
Ég hef reynda aldrei veriđ í nánd viđ Sjálfstćđisflokkinn og aldrei í Valhöll komiđ, enda hvorki kominn af bćndaađli og ćttarmafíum. Ég fékk stöđuna á Ţjóđminjasafninu út á menntun mína og reynslu en heill hópur í ţjóđfélaginu, međ Hriflunga í fararbroddi, vildi fá einhverja konu úti í bć í stöđuna, sem hafđi um langan tíma kallađ sig fornleifafrćđing án ţess ađ vera ţađ eđa ađ hafa lágmarks fullnađarpróf í fornleifafrćđi eins og annars var beđiđ um í starfsauglýsingu Ţjóđminjasafnsins.
Venjan á Íslandi ţá (1993) var ađ veita stöđur međ skyldleikapoti og klíkuskap, en ekki vegna verđleika manna. Framsóknarmenn eru enn ađ eins og viđ vitum, og ađrir líka, sem hugsa eins og frekjur aftan úr fornöld, sem fyrir alla muni vildu halda völdum sínum og sérréttindum til alls andskotans annars en eđlilegt má ţykja.
Ţessi setning Árna um mig var nú alveg eins og tekin úr Pravda í miđjum Stalínismanum eđa fyrr í málgögnum nasista, ţegar menn međ andóf, sama hve lítiđ ţađ var, voru ásakađir fyrir ađ hafa andúđ á ţví sem ţjóđinni ţótti kćrt - eins og t.d. ađ furđa sig yfir silfri sem fannst óáfalliđ í jörđu austur á landi. Á vantađi ađeins, ađ ég hefđi sett glerbrot í smjör alţýđunnar og notađ blóđ lítilla íslenskra sveitapilta í hin ósýrđu brauđ.
Nei, annars, ég tek hann Árna ekki allt of alvarlega og gerđi heldur ekki á ţessum uppgangstímum ţjóđernisrembings fyrir aldamót. Ţađ á mađur alls ekki ađ gera. Fólk frá frjálsu landi sem ótilneytt hafđi hafđi haft sinn daglega gang í DDR, er ađ mínu mati ekki hćgt ađ taka harla alvarlega.
Eru Íslendingar lausir úr hlekkjunum?
En losnuđu Íslendingar svo úr ţessum meintu hlekkjum, sem Árni Björnsson sá ekki og vildi ekki vita af?
Ekkert bendir til annars en ađ ţeir hafi enn veriđ pikkfastir um ökkla og úlnliđi Íslendinga vel fram yfir aldamótin og af og til finnst mér ég heyra og sjá ţessi heilkenni á mörgum Íslendingum enn.
Efnahagshruniđ er vissulega ekkert annađ en óbein afleiđing ţess hugarfars og glansmyndar sem Árni afneitađi ađ vćri til. Fyrir hrun höfđu menn gríđarlegt "hlutverk á međal ţjóđanna" og stjórnmálamenn voru stoltir af körlum sem síđar sýndu okkur ađ ţeir voru ađeins krimmar sem ćtluđu sér ađ verđa verulega lođnir um lófann vegna ţess hver landar ţeirra voru auđtrúa um eigiđ ágćti.
Ţessum kúkalöbbum, sem allir voru aldir upp á fjallkonumýtunni um ofbođslegt ágćti ţjóđar sinnar og öllu ţví sem henni er kćrt, tungunni - vatninu - fallegu konunum og og tungunni, hafđi međ ađferđum sem kenndar voru í háskólum tekist ađ selja einhverjum útlendingum trú um ađ vextir í alíslenskum bönkum ţeirra yrđu himinháir á sparnađ almúgans og miklu betri en hjá fyrrverandi kamelhirđingjum sem flutu ofan á olíulindum heimsins suđur í Arabíu. Allir vita hvernig fór međ sjóferđ ţá.
Annar Íslendingur sem líkt og Árni hafđi aliđ manninn í DDR, var fenginn til ađ gera upp reikningana og viđ vitum líka hvernig ţađ endađi. Ţá loks áttuđu menn sig á ţví ađ skyssur framdar af fáeinum pörupiltum undir fána alls ţess sem Íslendingum er kćrt, voru vegna ţess ađ ţeir hugsuđu ađeins um sjálfa sig. Ţví var réttast ađ ţeir borguđu skuldir sínar. En Fjallkonuriđlar áttu heldur ekki innistćđu fyrir syndum sínum, svo almúginn og allt ţađ Íslendingum er kćrt tapađi mestu í lokin.
Fyrirtćki eins eins og Íslensk Erfđagreining var einnig byggđ upp á glansmyndum sem ćttađar var af fjóshaugum fortíđarhyggju margra Íslendinga og á óbilađri trú á eigiđ ágćti og hreinleika erfđarefnis síns.
Ţađ síđasta er nú einu sinni hálfgerđ veila sem á annarri öld eđa t.d. í sjálfstćđisbaráttunni hefur bjargađ ţjóđinni. En ţessi sjálfsmynd er ekki lengur til mikilla heilla fyrir Ísland og tvćr helstu ţjóđirnar sem byggja Ísland, Íslendinga og Pólverja. Tímarnir breytast og mennirnir međ.
Ţessi stórfína mynda efst er af Árna Björnssyni ađ auglýsa íslensk gćđaúr - jćja, kannski ćttum viđ frekar ađ segja: úr sem smellt var saman úr erlendum einingum af íslenskum úrsmiđ međ gott viđskiptavit. Trúin á Fjallkonuna veldur ţví líka ađ föndur úr erlendu hráefni er hćgt ađ kalla íslenska framleiđslu og selja svo dótiđ eins vel og fjallkonan hefur alltaf selt sjálfa sig, síđan hún varđ til varđ ađ samnefnara fyrir ímyndunarveiki heillar ţjóđar. Úr ţessi - fyrir Íslendinga - eru nefnilega frá alveg sérstćđu landi, ţar sem býr alveg sérstök ţjóđ, sem furđuauđvelt er ađ elska, ţótt hún sé óţekk, sjálfselsk, ófyrirleitin og ímyndunarveik og á endalausri undanţágu undan öllum reglum og lögum sem hún segist fylgja, ţó svo ađ hún geri ţađ í raun og veru alls ekki. Ţjóđin hefur nefnilega veriđ of einstök fyrir fína takta og nákvćm klukkuverk. Hennar helsta vandamál er ađ hún lifir of mikiđ á fornri frćgđ og glímir viđ bullandi minnimáttarkennd, sem af og til brýst út sem sturlađ mikilmennskubrjálćđi ţar sem gert er út á afrek einstakra dugnađarforka eđa einhverra sem skara fram úr. En jafnoft fyrir verk svikara og loddara sem gera út á einkennin í ţjóđarsálinni. Og vitaskuld hata menn eins og ég ţjóđ sína og allt sem henni er kćrt, ţegar ţeir láta hlutina flakka. Minni getur glćpur bođberans ekki orđiđ í landi endalausrar sjálfróunar og ímyndađs ágćtis.
Horfiđ aftur
Horfiđ aftur á ţćtti Baldurs Hermannssonar, Í hlekkjum hugarfarsins I, II , III og IV sem byggja á hugsun margra á undan honum, en sem fjórum árum eftir sýningu setti enn í gang harđorđa orđasennu á síđum íslensks dagblađs.
Ég býst viđ ađ fáir séu enn eins ćstir og ţá eftir ađ hafa horft á ţćttina.
Enn sér mađur ţó einstaka nasista skrifa á bloggum svo skínandi fortíđarhyggja leiftrar, og framsóknarráđherrar eru enn ađ gera ţađ sem venjan segir ţeim ađ ţeir getir einir. Ţeir halda sig enn hafna yfir samţykkt landslög. Miđflokkurinn klónađist nýlega úr móđurflokki fortíđarhyggjunnar og varđa ađ heimili fólks međ allt veganestiđ úr sveitinni í einni sýrutunnu međ hreppstjóra sem vildi láta reisa gerviđţorp úr fortíđinni ţegar hann var enn FORSĆTISRÁĐHERRA! Hann vildi fá fornţorp og platfortíđ, sem hann hafđi t.d. séđ í Dresden, sem fyrst og fremst höfđar til ţorpara. Um leiđ sagđi hann almenningi ađ éta ţađ sem úti frýs, međan ađ hann faldi ćttarauđ undan skatti í sandi á Pálmaeyju viđ miđbaug.
Međan menn eins og Árni Björnsson trúđu fortíđarruglinu sem vćri ţađ hans óbilađa barnatrú, ţá kom fram ný kynslóđ sem fór ađ gera út á rugliđ. Báđar gerđirnar nýtast Íslendingum af mismunandi uppruna, frumbyggjum og Pólverjum ásamt öđrum, harla lítiđ á okkar tímum.
Hrćddur
Mest er ég hrćddur viđ ađ ný gerđ af íslenskum nasisma láti krćla á sér í kjölfariđ á Covid 19, nokkrum eldgosum og hruni fiskistofna. Ţegar margar mótbárur skella á ţjóđarskútunni er erfđasilfriđ oft pússađ, kuskiđ plokkađ út úr sveitanöflunum, og fjallkonan er aftur blásin upp.
En aftur á móti hef sem betur fer tröllatrúa á ungu kynslóđinni, sem ţrátt fyrir ađ hafa lesiđ eintómar erlendar myndabćkur í stađ Íslendingasagna (eins og Árni vildi ađ ţau gerđu), er ekki haldiđ eins mörgum fordómum og ţćr kynslóđir sem lifđu í ímyndađri bađstofu og tiplađi um sem sveitaómagar á sauđskinnskóm og hlakkađi til lesturs upp úr alls kyns friđţćgingarritum og jafnvel Das Kapital međan bađstofa ţeirra hafđi til húsa í DDR. Heldur var nú lesturinn á Marx og félögum gloppóttur, ţví fćstir komust ađ ţví ađ hann og félagi Engels taldi einnig Íslendinga í hlekkjum Hugarfarsins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, mest hatađi prófessorinn á Íslandi, ţó hann sé einnig hlekkjađur í fortíđarhyggju sveitaađals Íslendinga, sagđi eitt sinn frá ţví í Mogganum, hvernig Marx og Engels höfđu áriđ 1848 sneitt ađ Íslendingum í ómerktri grein Engels í Neue Rheinische Zeitung, en á ţví blađi var Marx ritstjóri um skeiđ. - Og nú međ orđum ţeirra kammeratanna HHG, Engels og Marx beint upp úr Morgunblađinu, og ég vona ađ ég megi vitna rétt í ţá, ţótt textinn sé í neđanmálstćrđ:
Norđurlandahugsjónin er ekkert annađ en hrifning á hinni ruddalegu, óţrifnu, fornnorrćnu sjórćningjaţjóđ, skrifađi Prússavinurinn Engels um vopnahlé Dana og Prússa, en rćtt hafđi veriđ um ţađ, ađ ađrar Norđurlandaţjóđir kćmu Dönum til hjálpar gegn ofureflinu. Íslendingar töldu allar ţjóđirnar ţrjár úrkynjađar, enda er sú ţjóđ auđvitađ mesta Norđurlandaţjóđin, sem er frumstćđust og líkust hinni fornnorrćnu í öllum siđum og háttum. Árni Bergmann svarađi ţví til í Ţjóđviljanum , ađ Halldór Laxness lýsti Íslendingum svipađ í Gerplu .
Óskar Bjarnason gróf síđan upp nokkur ummćli Marx og Engels um Íslendinga, sem ekki höfđu birst á prenti ađ ţeim lifandi. Í lok fyrsta kafla Ţýsku hugmyndafrćđinnar skrifuđu ţeir kumpánar veturinn 1845-1846 um ýmsa nýja siđi, sem landnemar flytji međ sér, áđur en ţeir hafi rutt eldri siđum úr vegi. Ţetta gerist í öllum nýlendum, nema ţćr séu einvörđungu bćkistöđvar hers eđa verslunar. Dćmi um ţetta eru Karţagó, grísku nýlendurnar og Ísland á 11. og 12. öld. Hér minntust ţeir fremur vinsamlega á Ísland. En í desember 1846 skrifađi Engels einum vini sínum frá París, ađ ekki vćri hann hrifinn af Norđurlandaţjóđum. Svíar lítilsvirđa Dani sem ţýsk-mengađa, úrkynjađa, rausgjarna og veikgeđja. Norđmenn fyrirlíta fransk-mengađa Svía međ sinn ađal og gleđjast yfir ţví ađ í Norge sé einmitt ţetta sama fávísa bćndaţjóđfélag og á tímum Knúts ríka. Ţeir eru aftur á móti svívirtir af Íslendingum, sem enn tala alveg sömu tungu og ţessir subbulegu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarđhýsum og ţrífast ekki nema loftiđ lykti af úldnum fiski. Ég hef oftsinnis freistast til ţess ađ vera stoltur af ţví ađ vera ţó ekki Dani, hvađ ţá Íslendingur, heldur bara Ţjóđverji. Ţessa skođun endurtók Engels síđan í blađagreininni, sem ég rifjađi upp 1979.
Loks er ţess ađ geta, ađ Bruno nokkur Bauer heimsótti Marx í Lundúnum 12. desember 1855. Ţegar Bauer sagđi, ađ enska hefđi spillst af frönsku, svarađi Marx, eins og hann skrifađi síđar Engels: Ég tjáđi honum ţá til huggunar, ađ Hollendingar og Danir segđu ţađ sama um ţýskuna og ađ Íslendingar vćru hinir einu sönnu ómenguđu piltungar. Og ţá vitum viđ ţađ. (Sjá minningar Hannes hér)
Já, er nema von ađ menn hati prófessor HHG, ţegar hann dregur sannleikann fram á jafn ruddalegan hátt um ţađ sem mönnum er kćrast - og jafnvel honum sjálfum líka?
En mér ţykir ţó líklegt, ađ hvorugur ţeirra Marx og Engels hafi haft alltof mikiđ vit á ţví sem ţeir voru ađ skrifa um, líkt og stundum vill henda bestu menn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Forfeđurnir geifla sig
9.3.2021 | 12:50
Núna yfir í smá mannfrćđi, sem hefur legiđ örlítiđ á hakanum hér á Fornleifi.
Ţađ hljómar svei mér ekki vel ađ "deepfeika" afa sinn í Hollandi. Ţađ hef ég hins vegar gert, og biđst afsökunar ef ţađ fer fyrir brjóstin á einhverjum. Hann verđur mér vart reiđur, karlinn. Afi minn var greinilega mjög smáfríđur. Ekki hef ég erft mikiđ af ţví eftir ađ genum hans var blandađ viđ gott íslensk tröllakyn og víkinga. Ţađan fékk ég svo tekiđ sé dćmi helvítis Skagafjarđarskallann.
Ég hef líka djúpfeikađ (deepfaked) einn langafa minna í Hollandi, sem var fađir ţess á efri myndinni (hér hef ég skrifađ um ţá áđur).
Ţetta er álíka og ađ lesa blöđin í Diagon Alley í Harry Potter bókunum.
Ég á ţví miđur ađeins tvívíđar minningar um ţá feđga. Ţví er ţessi djúpfágun á ţeim ef til vill harla góđ leiđ til ađ sjá ţá ađeins betur. Nćstum ţví á viđ ađ fara á góđan miđilsfund.
Langafi minn mun hafa veriđ frekar strangur, en hér fć ég á hann bros í lokin og glimt i řjet eins og Danir segja. Ţađ gćti vel veriđ "feik". En pabba var hlýtt til afa síns og minntist ţess hve skegg afa hans stakk hann er kallinn fađmađi hann.
Amma mín, tengdadóttir karlsins međ tyrkneska yfirvaraskeggiđ, var aftur á móti lítiđ fyrir karlinn gefin. Hún líkti honum viđ langhund. Ekki ţađ ađ hann var hávaxinn ađ sígeltandi, ţví ţađ var hann sannarlega ekki; en hann gekk ávallt međ háan svartan hatt til ađ fá smá upphćkkun. Ţessi samlíkingin hennar ömmu minnar kom til vegna ţess ađ henni ţótti hann eins og langhundur í framan. En samt fékk hún sér stóran langhund í ellinni, sem dró bringuna eftir gangstéttinni. Hundurinn var uppgjafahundur frá öđrum gamlingjum. Blessuđ gamla konan réđi afar illa viđ hundsskömmina, sem dró hana óviljuga hingađ og ţangađ um Haga (den Haag). Ađ lokum varđ hún ţví ađ láta hann af hendi er hún veiktist einu sinni og var lögđ inn á spítala.
Verst er ađ ég man ekki nafniđ á hundinum. Kannski hefur hann heitiđ Willem eins og allir karlarnir í ćtt pabba hétu ađ fyrsta eđa öđru nafni. Ţeir hétu í hausinn á díkjakonungi sem var víst góđur viđ ţá.
Fađir minn heitinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, kom aftur á móti frekar ankannalega út úr djúpfeikuninni. Hér , hér og hér má einnig lesa um hann. Hér er ţví lýst ţegar sendiherrafrú í Kaupmannahöfn gerđi föđur minn ađ Vestfirđingi.
Vegna hárprýđinnar (sem var rauđ og mikil) hefur forritiđ, sem útbýr algebrugretturnar á forfeđrum manns (Rauđ ađvörun: forritiđ er hannađ í Ísrael fyrir mormóna í BNA), látiđ hann kinka kolli heldur kveifarlega fyrir minn smekk. Ja, hvađ finnst ykkur?
Mér finnst ţetta sannast sagna hálf krípí, eins og krakkarnir segja, ađ sjá föđur minn láta svona. Ég held barasta ađ forritiđ hafi klikkađ mjög illilega á karli föđur mínum og augun eru eins og í Bambí. Ég er ekki alveg viss um ađ móđir mín ţekki manninn sinn aftur á ţessari geiflu. Hrćddur um ekki.
Svo viđ skođum Y-DNA fenótýpuna hér í lokin: Aukin lífsgćđi ollu ţví greinilega, ađ dvergvaxinn langafi minn (miđmađurinn) og afi (á efstu mynd), sem báđir fćddust á 19. öld, gátu af sér föđur minn sem varđ 1.82 metra ađ hćđ og náđi fjórfaldri ţyngd á Íslandi miđađ viđ fallţyngd viđ komuna til Íslands. Ég hćkkađi ađeins meira, ţótt íslenskir forfeđur hefđu ekki viđ háir í loftinu. Sonur minn Rúben, á nú metiđ, ţó ekki sé danskur ćttgarđur hans sérlega hávaxinn heldur. Ekki ţarf ađ geifla soninn, ţví hann er í "tölvufjarnámi" á síđasta ári í menntaskóla. Hvar endar ţetta? Verđur ćttin orđin víđsýn og komin yfir tvo metra í lok aldarinnar ef fram heldur sem horfir? Hér ađ lokum ritstjóri Fornleifs á yngri árum.
Bloggar | Breytt 9.4.2025 kl. 10:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
SS-Úlfur í gćruúlpu
7.3.2021 | 17:40
Ţessi langa grein er örugglega eftir ađ valda smá skjálfta hér og ţar, ţótt vart valdi hún túristagosi án virđisaukaskatts.
Hún gćti miklu frekar komiđ af stađ óţćgilegu iđragasi hjá ţeim sem töldu sig ţekkja sögu mannsins sem hér verđur ritađ um. Ég er nokkuđ hrćddur um ađ samferđamenn hans, sem enn eru á međal okkar, hafi ekki ţekkt hann eins vel og ţeir héldu, svo ţađ sé alveg ljóst hér frá upphafi.
Mađurinn sem ég skrifa um er SS-mađurinn sem starir á ykkur hér fyrir ofan. Eg er reyndar búinn ađ "djúpfćgja" myndina örlítiđ. Ţiđ sjáiđ engin nasistamerki á myndinni. Ţví er um ađ gera ađ leggja ţađ á sig ađ lesa. Ţví upphaflega ljósmyndin er birt neđar.
Hann var einn af ţessum íslensku nasistum (en ţessi fékk ríkisborgararétt á 7. áratugnum) sem ég skrifa af og til um. Ţetta er "söguhetjan". Hann var nasisti í 1. deild. En á Íslandi var hann ađeins ţekktur ţekktur sem óđamála garđyrkjumađur.
Helvíti lék hann nú vel á okkur elskurnar mínar. Hann sló Mikson viđ!
SS-mađur í Hinu Íslenska Fornleifafélagi
Einhverjir muna líklegast eftir öldnum, hávöxnum manni, Úlfi Friđrikssyni, sem kom á ársfundi hins íslenska fornleifafélags á 10 áratug síđustu aldar. Ţá hafđi ég tök á ţví ađ sćkja fundi í ţví félagi og hafđi aldrei gert síđan ađ ég hafđi gerst félagi á barnsaldri og heldur ekki eftir ţann tíma.
Úlfur ţessi sýndi gífurleg taugaveiklunareinkenni og horfđi sjaldan beint í augun á fólki ţegar hann talađi viđ ţađ. Ef menn töluđu ekki viđ manninn, vissu fáir ađ hann var mađur af erlendu bergi brotinn. En hann gekk eftir veggjum og komst ekki í samband viđ fólk ađ fyrra bragđi. Ég vissi ţó ađ hann var útlendingur löngu áđur en ég uppgötvađi ađ hann vćri í sama félagi og ég. Ég hafđi heyrt hann tala viđ annan karl í strćtisvagni á menntaskólaárum mínum. Íslenska ţessa nýbúa var óhemju bjöguđ. Hann var ávallt óđamála og nćstum óskiljanlegur.
Nóg um ţađ. Ég gluggađi einu sinni í bók sem hann skrifađi og sem bar heitiđ Fundiđ og gefiđ sundurlausir ţankar á leiđum milli leiđa í kirkjugarđinum viđ Suđurgötu. Bók ţessi kom út áriđ 1988 og er ekki alls vitlaus. Ţegar ég gluggađi í bókina, furđađi ţađ mig, ađ mađur sem gerđi sig vart skiljanlegan á íslensku, gćti skrifađ bók á okkar falleg en tormelta tungumáli. Hann hefur ugglaust fengiđ til ţess dágóđa hjálp.
Ţar las ég ţađ sem hann upplýsti um sjálfan sig sem fékk mig til ađ glenna upp augun:
Ég fćddist sem Wolf von Seefeld í Kúrlandi. Meirihluti íbúa ţessa lands, ţá kallađir Kúrar, voru síđar Lettar. Ţó voru einnig Kúrlendingar af öđru ţjóđerni. Ég tilheyrđi minnihluta af ţýsku bergi til margra alda. Ţar gekk ég í skóla, nam sögu og fornleifafrćđi og síđar í Ţýskalandi uns ađstađan breyttist ađ stríđi loknu. Baltnesku lýđveldin ţrjú voru innlimuđ í Sovétríkin. Ţá fluttust margir Lettlendingar, sér í lagi af ţýsku ţjóđerni, til Ţýskalands og víđar.
Ađalsmađur
Wolf von Seefeld fćddist áriđ 1912 inn í gamla ćtt ţýsks landađal í Degole, bć sem herrafólkiđ í Lettlandi (Ţjóđverjarnir) kallađi Degahlen. Ćttmenn hans og forfeđur báru barónatitla og notađi Wolf ţann titil á 4. og 5. áratug síđustu aldar í Ţýskalandi.
Mér ţótti ţessi karl afar grunsamlegur og sagan hans ótrúleg og hef í langan tíma safnađ upplýsingum um hann. Ég sendi eitt sinni nafn hans til Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, sem ég hef unniđ fyrir í ýmsum minni verkefnum. Wolf von Seefeld var ţó ekki ţar á skrá og ţví líklega ekki eftirlýstur fyrir stríđsglćpi.
Ég heyrđi eitt sinn frá íslenskum sagnfrćđingi, sem taldi Úlf ţennan hafa starfađ í fangabúđum nasista. Ţađ hefur hann ţó aldrei getađ undirbyggt.
Bjó á Íslandi í 54 ár og varđ 97 ára
Áriđ 2009 sé ég minningargreinar um Úlf í Morgunblađinu. Hann var dáinn ţessi Úlfur Friđriksson í Fornleifafélaginu, ekki meira né minna en 97 ára ađ aldri. Hann andađist á Hrafnistu í Reykjavík 19. september, ţađ ár.
Í lofgreinum um líf manns, sem fólk virtist ekkert ţekkja - eđa taldi sig ţekka ađ siđ Íslendinga, frćddist mađur um ţađ sem Úlfur Friđriksson hafđi sagt samferđarfólki sínu í Íslandi. Ári áđur sagđi hann starfsmanni Hrafnistu í Reykjavík, ţar sem hann bjó síđustu tvö ár ćvi sinnar, ćvipunkta sína. Ţegar ég sá ţađ, gerđi ég mér grein fyrri ţví ađ ekki var allt međ felldu međ Úlf hinn óđamála frá Kúrlandi.
Ţetta var skrifađ um Úlf í Hrafnistubréfi:
Sagnfrćđingur í garđyrkjunámi
Úlfur er menntađur mađur en hann fór í menntaskóla í Ríga í Lettlandi áriđ 1930 og lćrđi ţar grísku og latínu. Ađ loknu framhaldsskólanámi fór ég í lettneska herinn í eitt ár og fór ţá ađ lćra sagnfrćđi viđ háskóla í Ríga, segir Úlfur en hann er sagnfrćđingur. Svo ţegar ég kom til Ţýskalands fékk ég enga vinnu viđ sagnfrćđina svo ég ákvađ ađ fara til Hannover og lćra ţar garđyrkju, segir hann en hann lauk ţví námi á tveimur árum. Ađ loknu garđyrkjunáminu flutti ég til Englands ...
Úr Hrafnistubréfi 1. tbl., 35. árg. maí 2008
Hér um daginn fékk ég svo fyrirspurn frá bókmenntafrćđingi og vini í Litháen, sem er ađ skrifa grein um fyrstu Litháana sem bjuggu á Íslandi, ţar sem hún vitnar í mig en - en ég hafđi vitnađ í merka grein eftir hana í tímariti í Litháen. Ţá var mér aftur hugsađ til Úlfs, Wolf von Seefeld, sem var frá nćsta bć, ef svo má segja, og ákvađ ađ skrifa ţessa grein nú, enda hef ég átt ýmislegt efni um í ţó nokkurn tíma um Úlfinn.
Wolf von Seefeld lengst til vinstri međ félögum sínum í lettneska hernum á 4. áratug síđustu aldar.
Úlfur laug ađ Íslendingum til ađ hylma yfir frekar svarta fortíđ sína
Úlfur Friđriksson var eins og fyrr getur af barónaćttum, af ćtt ţýsks landađals á Kúrlandi sem settist ţar ađ á 16. öld. Hann notađi barónstitilinn óspart sér til framdráttar, er hann dvaldi í Ţýskalandi Hitlers.
En úlfurinn var slćgur og fór frekar hratt yfir sögu ţegar hann sagđi grandvaralausum Íslendingum sögu sína sem sögu fórnarlambs og "flóttamanns", t.d. ţeim sem ritađi um hann í Hrafnistubréfi áriđ 2008.
Yfirlýsingin um ađ hann hafi ekki fengiđ vinnu í ţýskalandi er hann hrökklađist frá Lettlandi á ekki viđ nein rök ađ styđjast.
Í Ţýskalandi stundađi Úlfur háskólanám og var framarlega í starfi nasista viđ ţann háskóla á 4. áratugnum. Kannski hefur hann hitt Davíđ Ólafsson sem síđar varđ seđlabankastjóri, og ţađ án prófskírteinis í hagfrćđi eđa skyldum frćđum. En Davíđ var ađ eigin sögn í Kiel.
Fornleifafrćđingur
Úlfur stundađi nám í germönskum frćđum og fornleifafrćđi viđ háskólann í Kiel.
Einn prófessora hans var SS-Übercharführer (SS-Forschungsführer) Herbert Jahnkuhn fornleifafrćđingur.
Jankuhn sem var sannfćrđur nasisti sem međ öllum ráđum otađi sínum tota í innsta hring Ţriđja ríkisins. Hann varđ fljótt innsti koppur í búri hjá Alfred Rosenberg og Heinrich Himmler í samtökunum Ahnenerbe sem var stofnun stofnun innan SS.
ţar sem hann bar titilinn Reichsarchäeologe í deild sem kölluđ var Ausgrabungen. Hann skipulagđi fornleifarannsóknir til ađ sýna fram á forna búsetu "Germana" á ýmsum stöđum sem Ţriđja ríkiđ vildi ná yfirráđum yfir til ađ auka Lebensraum Germanans, mátt og megin, og um leiđ og "óćskilegu fólki" sem á vegi ţeirra varđ var rutt úr vegi eđa ţví útrýmt.
Til ađ setja stofnun ţessa í samhengi viđ Íslandi, fyrirhugađi hún, eins og kunnugt er, leiđangra til Íslands og sendi til landsins ýmsa furđufugla til frćđistarfa sem var ţó ekkert annađ en kukl og hindurvitni.
Gunnar Gunnarsson rithöfundur starfađi fyrir ţetta apparat og fór í fyrirlestraferđ um Ţýskaland á vegum Ahnenerbe, eins og lesa má hér ítarlega um á dálkinum til vinstri. Guđmundur Kamban gerđist Kalkúnasérfrćđingur félagsins (sjá hér). Ţađ er saga sem sumir á Íslandi vilja ekki heyra, sjá né lesa.
Á vegum Ahnenerbe-stofnunarinnar rannsakađi Wolf von Seefeld ásamt Hans Schleif leifar miđaldavirkis úr timbri ţar sem heitir Stary Dziergon í nyrsta hluta Póllands nútímans. Hugmyndafrćđingar dellunnar hjá Ahnenerbe kölluđu stađinn Alt Christburg og töldu stađinn höfuđvígi Germanskrar búsetu á síđari hluta járnaldar og á miđöldum.
Úlfur og Hans Schleif viđ myndatökur á leirkerum
Úlfur var rétt upp úr 1940 kominn međ ómerkilegt ţýskt SS-doktorspróf upp á vasann. Áriđ 1940 fékk hann stöđu safnvarđar í Posener Museum í Posen (vestur-Prússland), hérađ sem ţeir höfđu tekiđ aftur af Póllandi sem fékk ţađ áriđ 1919.
Skömmu síđar tók hann tímabundiđ viđ viđ starfi Jahnkuhns i Kiel, í lektorsstöđu. Ţar starfađi hann ađeins í nokkra mánuđi. Herbert Jahnkuhn hafđi ţá orđiđ of mikiđ ađ gera til ađ gegna skyldum sínum í Kiel. Hann var ţó um tíma orđinn háskólaforseti (rektor) í Kiel og gegndi líka skyldum hjá Ahnenerbe í Berlín, beint undir Heinrich Himmler.
Frćđilegt rán og rupl í skjóli ţjóđarmorđa
Áriđ 1942 stofnađi SS Ahnenerbe nýja deild: Sonderkommando Jankuhn sem starfa átti undir Division Wiking i Waffen-SS. Hlutverk ţessa "fornleifafrćđingateymis2 Jankuhns var at fara til Krím og tćma ţar söfn og fćra ránsfenginn til Berlínar. Tilgangurinn međ ruplinu var, fyrir utan ađ svala ţjófseđlinu sem nasistar voru allir haldnir, ađ sanka ađ sér sönnunargögnum um uppruna Gotanna á Krím og ţar međ yfirráđarétt Ţjóđverja allt suđaustur til Svartahafs.
Jankuhn tók dyggan samstarfsmann sinn Wolf von Seefeld (Úlf Friđriksson), sem og dr. Karl Kersten.
Ţann 1 ágúst 1942 meldar Dr. Herbert Jankuhn og Baron Wolf von Seefeld komu sína sína í Staroberheve í Donetsk (Úkraínu nútímans), ţar sem ađalstöđvar Division Wiking á Krím var stađsett. Hann átti ţar erindi viđ yfirmann ţar sem hét Steiner. Steiner ţessi átti ađ hjálpa til viđ ađ finna fornleifafrćđilegar sannanir fyrir tilvist gotnesk veldis viđ Svartahaf. Svo vildi til ađ Steiner var ekki til stađar í bćkistöđvum ţar sem hann hafđi ţurft ađ fara fram á víglínuna til ađ líta til manna sinna ţar.
Jankuhn og međreiđarsveinar hans dvelja í höfuđstöđvunum í nokkra daga og vingast Jankuhn viđ félaga í Einsaztskommando 11b undir Einsatzgruppe D9, sem var var herdeild sem um tíma varđ frćgust fyrir ađ ferđast um međ vörubíl međ gasklefa á pallinum .... sem notađur var til "sérstakra ađgerđa", ţ.e. er morđa á gyđingum. Foringinn í Einsatzgruppe D, Werner Braune, fékk áhuga á leiđangri Jankuhns og gefur honum ráđleggingar um hvađa söfn hann megi búast viđ upplýsingar sem gćtu veriđ áhugaverđar.
Herbert Jankuhn á yngri árum
7. ágúst 1942 hittast Steiner og Jankuhn loks. Steiner, sem var á kafi í stríđsrekstri, hefur lítinn skilning á erindi Jahnkuhns og félaga, en fćst ţó loks til ađ greiđa götu ţeirra. Jahnkun og ađstođarmenn hans tveir, allir í SS-herbúningi slást í för međ Steiner til Maikop ţann 26. ágúst. Í ţeirri för taka SS-Wiking deildin sem ţarna var ekki fanga heldur skjóta alla á stađnum sem "grunađa hermdarverkamenn".
Á međan Einzatskommando 11 smalar saman gyđingum bćjarins Maikop til aftöku, leyfir Dr. Karl Rudolf Werner Braune, ofursti í Division Wiking á Krím (sem var hengdur í Vestur-Ţýskalandi 1951, fyrir glćpi sína, m.a. Noregi), Jahnkuhn og Úlfi og Karli Kersten ađ rćna meintum gotneskum forminjum sem var pakkađ og ţćr sendar heim í heim til Reich.
Ţví sem ruplađ var voru forngripir ćttađir frá Grikklandi og sem í dag, sem og gripir sem hćgt hćgt er ađ tengja Skýţum, sem var austuríranskur og "arískur" hirđingjaćttbálkur ađ ţví helst er taliđ. Í dag vitum viđ, ađ ekkert af ţví sem stoliđ var ađ Ţjóđverjum tengdist Gotum.
Skírteini félaga í SS-Ahnenerbe.
Herbert Jankuhn starfađi áfram 1943-45 sem höfuđsmađur viđ njósnastörf í Sicherheitsdiens (SD) í Division Wiking frá 1943-45. Jankuhn tók áriđ 1944 ţátt í hernađi Wehrmachts og Waffen-SS viđ ađ brjóta niđur andspyrnu Pólverja í hinni stríđshrjáđu borg. Ţađ var glćsileg andspyrna eftir ađ andspyrna örfárra gyđing í sem faliđ höfđu sig í rústum gettósins í borginn hafđi veriđ brotbariđ niđur međ miklum erfiđismunum. Fyrir framgöngu sína eftir stríđ var Herbert Jankuhn verđlaunađur međ Járnkrossinum.
Allt fram til desember 1944 var ţessi frćđilega siđlausa skepna fullviss um endanlegan sigur Ţjóđverja. Ţess má geta ađ Jankuhn mćtti einnig međ stórar armteygjur í Osló fyrr áriđ 1944. Norđmenn gleymdu ţví ekki eftir stríđ og ţar var hann aldrei velkominn aftur í Noregi - Hatten af for Norge!!
Ahnenerbe hafđi óhemju áhuga á Íslandi. Hér prýđir Valţjófsstađarhurđin forsíđu á riti ţeirra Germanien.
Garđyrkjumađur var hann ekki
Söguhetjan í ţessari frásögn, Wolf von Seefeld, fór vitanlega ekki í garđyrkjunám, líkt og hann taldi grandvaralausum og auđtrúa Íslendingum trú um. Hann var hugsanlega sendur á vígstöđvarnar og var skráđur sem "Frontkämpfer". Á síđustu árum stríđsins eru heimildir um hann afar gloppóttar. Hugsanlega hefur hann veriđ fylgifiskur og skósveinn prófessors síns, Jankuhns í Varsjá.
Eftir stríđiđ var Wolf von Seefeld fangi í fangabúđum Bandamanna fram til 1948. Ţađan fór hann til Kanada og dvaldi ţar í mörg ár. Hafa Kanadamenn ađ öllum líkindum ekki veitt honum ríkisborgararétt. Hann mun síđar hafa fariđ til Englands og sagđi ţá sögu ađ hann hefđi hitt Íslending í París, sem útvegađi honum vinnu á Íslandi. Ţar vann hann ýmis störf m.a. viđ garđyrkju í Biskupstungum, í Eyjafirđi, í Hveragerđi og síđan í Kirkjugörđum Reykjavíkur, lengst ađ í kirkjugarđinum viđ Suđurgötu, sem hann skrifađi síđar um. Sumariđ 1965 saltađi Úlfur fisk í Grímsey og sama ár hlaut hann íslenskan ríkisborgararétt. Enginn vissi ađ hann hafđi fariđ gegnum líkhrúgurnar til ađ rćna fornminjum á Krím.
Í Hveragerđi vann Wolf von Seefeld hjá Gunnari Björnssyni í Álfafelli, efst í bćnum. Hjá Gunnari unnu margir útlendingar og reyndar fleiri gyđingar en nasistar. Sćmundur Bjarnason, sem er međ áhugaverđari bloggarum landsins, vegna stíls og innihalds, minntist lettneska barónsins á bloggi sínu 14.11.2012:
Ţann 1. september 1958 vann ég í Álfafelli hjá Gunnari Björnssyni og hef veriđ 15 ára gamall ţá. Ástćđan fyrir ţví ađ ég man ţetta svona vel er ađ ţennan dag var íslenska fiskveiđilögsagan fćrđ út í 12 mílur, ef ég man rétt. Ţann dag var starf mitt m.a. ađ ţvo skyggingu af rúđunum í blokkinni sem var áföst vinnuskúrnum. Í Álfafelli vann konan hans Eyjólfs hennar Svanborgar. Hún var ţýsk og oftast kölluđ Eyfa mín. Af öđrum sem unnu hjá Gunnari um ţetta leyti man ég best eftir Hansi Gústafssyni og Lettneska baróninum. Hann var nú víst bara af barónsćttum og talađi svolitla íslensku. Einhverntíma var ég ađ tala um barónstitilinn viđ hann og hann gerđi heldur lítiđ úr honum og sagđi ađ íslendingar vćru allir af barónsćttum. Ţetta datt mér í hug ţegar ég las um ćttrakningu the King of SÍS.
Já, svo gekk ţessi SS-doktor í Félag Íslenskra fornleifafrćđinga, sem enn hefur ekki veitt honum neinn heiđur sem öđrum íslenska ríkisborgaranum međ doktorspróf í einhvers konar fornleifafrćđi. Líklega engin ţörf á ţví.
Óhugnanlega nálćgđ sögunnar
Fyrir utan ađ vera um tíma í sama félagi og SS-fornleifarćninginn Wolf von Seefeld, sem ég vona ađ mér sé fyrirgefiđ, hef ég upplifađ ađ ţurfa ađ vera viđstaddur fyrirlestur fyrrverandi yfirfornleifafrćđingsins SS, Herberts Jankuhns. Ţađ var snemma á árum mínum á Miđaldafornleifafrćđideild Háskólans í Árósum, líklega 1981 eđa 1982.
Ţá var Herbert Jahnkuhn kominn á eftirlaun sem prófessor viđ háskólann í Göttingen, ţar sem hann hafđi síđast fengiđ embćtti. Hann fékk áriđ 1949 einhverja falsađi uppreistarćru frá Bonn, og sumir fóru ađ trúa ţví ađ hann hefđi ekki veriđ félagi í SS eđa nasistaflokknum, líkt og hann hélt fram. Allt slíkt hefur í dag veriđ afsannađ. Jahnkuhn var ófyrirleitinn atvinnunasisti.
Einhverjir prófessorar og safnverđir á Moesgaard í Árósum, ţar sem deild mín hafđi til húsa á gömlum herragarđi, tóku upp á ţví ađ bjóđa gamla prófessornum í Göttingen til ađ heyra sögu Haithabu-rannsóknanna sem fyrst fóru fram á vegum Ahnenerbe. Sumir fornleifafrćđingar í Danmörku héldu vart vatni fyrir fyrirbćrinu.
Fyrirlesturinn var svokallađur miđvikudagsfyrirlestur, onsdagsseminar, sem stúdentar áttu og urđu jafnvel ađ mćta á.Í byrjun annar fengu viđ blágrćnan seđil međ yfirliti yfir fyrirlestrana. Eitt sin komst ég á blágrćna seđilinn.
Ég gerđi eins og mér var sagt, af gömlum prófessor mínum, Olaf Olsen, sem var af gyđingaćttum. Seinna kom ţví miđur í ljós ađ hann hafđi sjálfur á unga aldri stundađ einhvers konar njósnir fyrir Rússa (sjá hér).
Ţađ sem ég man helst eftir úr ţessum fyrirlestri Jankuhns, sem var leiđinlegur, var forláta skyggnusýningartćki sem gamli nasistinn kom međ sér og sem ađstođarmađur hans bar inn. Ţetta var sýningartćki fyrir 6x6 sm skyggnur ólíkt ţeim forngripum sem notast var viđ á deildinni ţangađ til Powerpoint kom til sögunnar.
Jankuhn kom lítiđ inn á starfsár sín hjá Ahnenerbe, en sýndi hins vegar skyggnur frá ţví eftir stríđ, ţar sem hann notađi fanga til ađ grafa fyrir sig, međan hann stóđ upp á bakka og benti. Mađur sá fangaverđi gráa fyrir járnum á grafarbakkanum.
En hin alţekkta ţýska Technik mit Komfort kemur ekki alltaf međ stormsveipsgljáa eins og ţýskar ţvottaefnisauglýsingar eru svo vel ţekktar fyrir. Tćki Jankuhns var splunkunýtt af fćribandi ţýska efnahagsundursins, en fyrsti hálftíminn fór í ađ koma helvítis tćkinu í lag. Mig minnir ađ peran í tćkinu vćri sprungin en hún fékkst ađ lokum hjá ljósmyndara safnsins. Ţessi total unperfekte byrjun var hugsanlega ástćđan til ţess ađ ekki mátti spyrja SS-prófessorinn spurninga eftir fyrirlesturinn. Hann flýtti sér í burtu ... og dó svo 10 árum síđar.
Á ţessum árum var sannleikurinn um hann farinn ađ koma fram, og síđan hefur veriđ grafiđ duglega í skjöl utan Ţýskalands af yngri kynslóđ sem ţorir, ţannig ađ allir viti, ef ţeir vilja ţađ, ađ Herbert Jahnkuhn var skítmenni af fyrstu gráđu, sem ţjónađi dauđanum en ekki frćđunum. Međ honum starfađi Barón Wolf von Seefeld, óđamála undirmađur, sem síđar gerđist garđyrkjumađur í kirkjugörđum Reykjavíkur undir sérstakri vernd Íslendinga.
Jú, vissulega eru örlög mannanna misjöfn. En af hverju var Wolf van Seefeld á Íslandi? Hvađa Íslendingur var ţađ sem hann hitti í París? Var hann ađ fela sig, eđa í leit ađ germönskum hreinleika? Ţađ síđarnefnda fann hann örugglega ekki í Mörlandanum. Svo mikiđ er víst.
Ýmsar frćđigreinar sem notađar voru viđ ritun greinarinnar:
Sérstakar ţakkir:
Ţess má geta ađ einn höfundanna sem hér hefur veriđ vitnađ í , Seweryn Szczepanski, og sem myndin af Úlfi í SS-klćđum er fengin ađ láni hjá, fann upplýsingar um Fornleifaúlfinn á Íslandi, međ ţví ađ googla nafn hans. Hann fann ţađ í minningargrein í Morgunblađinu og ţýddi hana međ Google-translate.
Gamlir nasistar reiknuđu aldrei međ veraldarvefnum. Sjá grein Szczepanskis frá 2011. Hann skrifađi enn eina grein áriđ 2018. sem má lesa hér.
Angrick, Andrej, 2003. Besatzungspolitik und Massenmord. Die Einsatzgruppe D in der südlichen Sowjetunion 1941-1943. Hamburger Edition, Hamburg 2003, 581-582.
Eickhoff, M. & Halle, U. 2007. Anstelle einer Rezension Anmerkungen zum veröffentlichten Bildüber Herbert Jankuhn. Etnographisch-Archäologi-sche Zeitschrift48:1. Berlin. Heuss, A., 2000.
Jankuhn, Herbert 1942. Bericht über die Tatigkeit des Sonderkimmandos Jankuhn bei der SS-Division Wiking, für die Zeit vom 20. Juli bis 1 Dezembeer.
Kaczmarek J. 1996. Organizacja badań iochrony zabytków archeologicznych w Poznaniu (17201958). Poznań 1996
Kater H. M., 2006 Das Ahnenerbe der SS 19351945. Ein Beitrag zum Kulturpolitik des Dritten Reiches. München.
Leube, Achim 2008. Wolf von Seefeld ein Menschenschicksal in nationalsozialistischer Zeit der Jahre 19361945. Terra Barbarica [Series Gemina, Tomus 2, Studia ofiarownane Magdalenie Maczynskiej W. 65. cocnice urodizin]. Lodz.
Mehner, Kurt 1995. Die Waffen-SS und Polizei 1939-45, Norderstedt, Militair Verlang, 191.
Pringle, Heather 2007. The Master Plan: Himmlers Scholars & The Holocaust, Hachette Books,
Schreiber Pedersen, Lars 2011. Nationalsocialisten Herbert Jankuhn. Fornvännen 2011 (106):3, 245-249.
Szczepanski, Seweryn 2009. Archaeology in the Service of the Nazis: Hitler´s Propaganda and the Excavations at the Hillfort Site in Stary Gziergon (Alt Christburg), Lietuvos Archaeologija 2009, T. 35, 8394.
Idem 2011. Archeologia w sluzbie nazistów czyli rzecz o dzialalnosci Wydzialu Wykopalisk SS -Ahnenerbe na stanowiskach w Starym Dzierzgoniu i Starym Miescie
(1935-1937). z dziejów badan archeologicznych na pomorzu wschodnim 24-25.XI.2011
Muzeum Archeologiczne w Gdansku, 224-246.
Vollertsen, Nils 1989. Herbert Jankuhn, Hedeby-forskningen og det tyske samfund 1934-1976. Fortid Og Nutid, 1, 235-251.
Ljósmynd úr Hrafnistubréfi 2008, Ljósmyndari ókunnur.
Íslenskir nasistar | Breytt 16.10.2022 kl. 15:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nefiđ á Gosa verđur lengra og lengra
3.3.2021 | 19:38
Af hverju geta jarđfrćđingar aldrei sagt satt, og sagt ţađ sem allir vita? Ţađ er, ađ ţeir vita ekkert meira en sauđgrár almúginn.
Mikill gosórói er kominn í Fornleif gamla. Hann situr eins og óđur mađur og bíđur eftir gosi undir Bláa Lóninu; Karlinn er búinn ađ poppa og horfir á vefskjásendingu einhverstađar úr svartri Keflavíkurţokunni. Hann hefur lengi dreymt um gosbelti sem opnađist undir Bláa Lóninu eđa norđan viđ Hveragerđi.
En af hverju ekki tvö gos eđa ţrjú samtímis? Ţetta er óvenjulegt gosbelti og kannski er ţetta hluti af stćrra gosneti en ekki belti.
Eitt sinn sagđi fremstur íslenskra jarđfrćđinga, sem tekinn var í dýrlinga tölu, ađ aldrei myndi gjósa á Heimaey. Viđ sáum sjóferđ ţá. Aldregi skal segja aldregi. Allt er mögulegt og ekkert líka. Annađhvort eđa er einföld tölfrćđi eldfjallafrćđinnar. En jarđvísindamenn eru stundum kynlegir kvistir, sem eiga ţađ til ađ trúa sjálfum sér einum of međ góđri ađstođ fjölmiđlafólks. Ţeir síđastnefndu vita auđvitađ allt og lenda ađ lokum á ţingi.
Lítum svo á ljósu hliđarnar. Flugvöllur verđur ekki byggđur á hćttusvćđi. Ef ţađ gerđist samt, sem líka er mögulegt á Íslandi, ţá er hćgt ađ spara lendingarljósin í eldgosum.
Myndin efst er frá 18. öld og er ađ finna í Fornleifssafni. Neđst er kynlegur kvistur, sem fékk hiđ viđeigandi nafn Gosi á íslensku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Slecht Geweten Bisquetten
1.3.2021 | 11:33
The decision of the Dutch cookie producer Patisserie Pater, (formerly Davelaar), to change the name of their main brand cookies since 1883 - from Jodenkoeken (Jew cookies) to Odekoeken (Ode cookies) - has created quite a stir in the cookie-jar in the Netherlands and rest of the world. These plain cookies are turning into the biscuits of bad conscience. The Ode-cookie is certainly no ode to happiness among Jews. Dutch Jews have never really demanded such a name-change and are not offended by the original name (see here).
When the Dutch banned the Jodenvett (Jewish fat), a sugary candy, the Dutch neo-puritanism was OK. That ban came few decades after 90 % of the Jews of the Netherlands were killed in the Shoah.
Jodenkoeken have relatives in Denmark and Iceland, probably all descending from the Dutch Jodenkoek (sing.), although the Danes stubbornly think their cookies were invented by Jewish bakers, when there where never any Jewish bakers in Denmark, and the same has been argued for Iceland, a country which apart from no Jewish bakers, nearly had no Jews until the 1930s. The Icelandic Joedenkoek, Gyđingakaka, came to Iceland with different Danish bakers, most of whom came from the Schleswig-Holstein area close to Frisia. The Frisians also bake Joedenkoeken.
If the Dutch could eradicate antisemitism, e.g. football supporters from Rotterdam shouting "kill the Jews" or "we have been working in Auschwitz", that would be fine. I once witnessed them chant this and other things after loosing a game in Amsterdam, when I caught the wrong southbound train to den Haag and had to get off to wait for another one in Leiden. Ajax was possibly a "Jewish" team when may father was growing up by the Waterlooplein and later in North-Amsterdam, but today?
Claiming there is no sugar in the Icelandic variation, gyđingakökur, is also a very political incorrect statement if not hateful. Icelanders hardly eat anything unless there is lots of sugar in it. Typical gyđingakökur-recipes contain 250 grams sugar to 500 grams of flour.
The second last tin of Jodenkoeken from Davelaar I bought in the Netherlands, I depicted in the fashion of the the old Dutch Masters. It will be missed. Unlike the tradition in Holland, where a cookie jar can be stretched for weeks or even months, this one was consumed in a couple of days in may home.
News are coming in, telling me that the Cookie Monster is very sad receiving the news that Jodenkoeken are being banned by some Dutch firms. Hearing this, he is going to boycott Dutch cookies altogether, even the all mighty spekulaas. CRUNCH!
Bloggar | Breytt 4.3.2024 kl. 19:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Grćnlendingur í Reykjavík
28.2.2021 | 18:40
Eins og einhverjir lesendur Fornleifs vita, á Fornleifssafn (sem nú er harđlokađ vegna heimsfaraldur) gott safn pakksmynda sem safnvörđurinn kallar svo. Verslunarmenn sunnar í Evrópu á seinni hluta 19. aldar vildu vera alţýđufrćđarar og settu litamyndakort í pakka međ ýmsum varningi, ţó helst nautnavöru. Ritstjóri Fornleifs hefur skrifađ örlítiđ um ţessi kort áđur. Börn söfnuđu ţessum kortum og foreldrarnir keyptu ţví gjarna vöru ţar sem slíkra korta mátti vćnta í umbúđum. Les parents voulaient faire plaisir aux enfants.
Stundum varđ hönnuđum og listamönnum ţeim sem framleiddu ţessi kort á í messunni. Ţađ gerđist er búin voru til kort fyrir Chocolaterie d´Aiguebelle í Drome í Auvergne-Rhône-Alpes hérađi nútímans í Suđausturfrakklandi. Kortin voru röđ af kortum um eyjur heimsins, Les Iles. Ţetta kort hafđi upplýsingar um L´Islande. Međ yfirlitsmynd yfir "Reykjavick" var sett andlitsmynd af Grćnlendingi. Svona mistök geta alltaf gerst. Ţetta var nú bara einu sinni einhvers stađar norđur í rassgati, langt frá Suđur-Frakklandi, og qui s´en fout?
Kannski hafa súkkulađigrísir ţarna syđra ekkert tekiđ eftir ţessu. En á okkar tímum er enn til fólk á Íslandi sem ekki gleđst mikiđ ef ţeim er óvart ruglađ saman viđ nćstu nágranna okkar á Grćnlandi. Ţađ gerđist fyrir ekki mjög mörgum árum, ađ ráđist var á Grćnlendinga sem komu til hafnar í krummaskuđi fyrir Vestan og voru ţeir bara ađ skemmta sér. Árásamennirnir kölluđu sig ţjóđernissinna. Neikvćđni gagnvart Grćnlendingum hefur lengi veriđ mikil á Íslandi og ég held ađ ţađ sé ekki orđum aukiđ. Ţađ er Íslendingum til skammar eins og svo margt annađ.
Reykjavick
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)