Aðstoðarmaður Hundadagakonungs
23.1.2019 | 08:25
Nýlega sýndi ritstjórinn á Fornleifi þrjár fágætar og gamlar ljósmyndir, laterna magica skyggnur, teknar af bandarískum ljósmyndara. Þær eru hluti af litlu safni Kaupmannahafnarljósmynda sem er nú varðveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndir þessar sýndi ritstjórinn á FB Gamle København. Myndirnar eru frá ýmsum stöðum í Kaupmannahöfn. Þær eru frá lokum 19. aldar og eru ekki þekktar í söfnum í Danmörku. Fornleifur náði í þær á uppboði í Bandaríkjunum.
Einn af þeim sem gerði athugasemdir við ljósmyndirnar var maður sem bar hið kunnuglega ættarnafn Effersøe, Henrik Effersøe. Ég vissi strax að þarna væri kominn fjarskyldur ættingi úr Færeyjum. Þegar ég sýndi Kaupmannahafnarbúum með áhuga á gömlum ljósmyndum, mynd af ungum manni sem gondólaði á furðulegri uppfinningu sinni á Slotsholmskanalen fyrir framan Christiansborgarhöll sem þá voru rústir einar) rétt fyrir aldamótin 1900.
Stakk ég upp á því við Effersøe að maðurinn á myndinni væri ef til vill einhver Efferøe´ren, og kannski frændi okkar. Þá kom í ljós að Henrik Effersøe var ekki íslenskum ættum fyrir ekki neitt. Hann hafði gífurlegan áhuga á ættfræði, sem ég hef hins vegar ekki. Ég gat þó látið honum í té betri upplýsingar um forfeður okkar á Íslandi, en hann hafði áður haft, bæði af Islendingabók.is, en einnig úr handritaðri ættarbók sem ættfræðingur einni reit fyrir móðurafa minn Vilhelm Kristinsson (sjá hér, hér og hér) um 1920.
Greinilegt er að Engeyjarangi ættarinnar (svo kölluð Engeyjarætt), sem kominn er út af Pétri Guðmundssyni (1786-1852) einum af yngri bræðrum Jóns (forföður míns), hefur eignað sér ættartengslin við Jón greifa og Effersøe-ættina í Færeyjum. Það er frekar fyndið, því altalað var í fjölskyldunni í gamla daga að Pétur litli væri líkast til lausaleiksbarn; Það skýrir kannski ágæta hæfileika hans til að safna auðæfum, sem ekki var öðrum gefið í systkinahópnum sem taldi í allt 12 börn.
Svo greinir þessi fjarfrændi minn sem ættaður er úr Færeyjum, en býr eins og fjölskylda hans hefur gert síðan um 1930 á Sjálandi, frá því að hann eigi ljósmynd af Jóni Guðmundssyni (sjá efst) sem var bróðir langalangalangalangafa míns Gísla Guðmundssonar (1787-1866). Þetta þóttu mér tíðindi í lagi. Jón er langalanglangafi Henrik Effersøe.
Frændi minn - Jón greifi
Jón Guðmundsson (1774-1866) var enginn annar en Jón greifi, aðstoðarmaður Jörundar Hundadagakonungs Jürgen Jürgensens/Jørgen Jørgensens), sem allir Íslendingar þekkja, en vita fæstir að hann átti ættir að rekja til Sviss (sjá hér).
Jón fékk ekki greifatitilinn af Jörundi. Nafnbótin kom til af því að Jón var ritari hjá Frederik Christofer Trampe greifa (1779-1832) og sinnaðist þeim. Trampe rak Jón umsvifalaust úr þjónustu sinni. Eftir það gáfu spéfuglarnir í höfuðstaðnum Jóni greifatitilinn. Talið er að Jón hafi átt mikilla harma að hefna, þegar hann gekk í lið með Jörundi og setti Trampe stiftamtmann af.
Er skammlíft veldi Jörundar hrundi gerði Jón sér grein fyrir því að hann yrði að koma sér af landi brott. Hann lenti í Færeyjum 1816 og gerðist þar góður borgari, kennari og ýmislegt annað. 1817 tók hann upp ættarnafnið Effersøe (oft kallað Effersö á Íslandi) sem er eins og menn vita "fordönskun" af hinni í eina tíð fögru undurfögru eyju Örfirisey, sem var í eigu föður hans Guðmundar Jónssonar (1757-1826) og konu hans Guðríðar Ottadóttur (1756-1826). Þau hjónin eignuðust 12 börn, en fjögur dóu barnung eða í æsku.
Myndin af aðstoðarmanni Jörundar er líklega frá því um 1865. Hann situr þarna settlegur öldungurinn ásamt færeyskri konu sinni, Súsönnu Olesdatter (f. 1797) frá Vestmanna (Vestmannahavn) á Straumey.
Ekki veit ég til þess að að ljósmynd af Jóni Guðmundssyni hafi birst á Íslandi fyrr en nú. Það kann að vera, en ef svo er ekki, er einu sinni allt fyrst. Vart er hægt að komast nærri Hundadagakonungi en það. Ljósmyndir af honum eru ekki til og málverk og höggmynd á brú virðast ekki með vissu sýna sama manninn.
Einnig er til mynd af þeim hjónum hverju fyrir sig. Hér er ein þeirra af Jóni.
Fornleifur lýsir hér með eftir málverki af lífverði Jörundar í bláum treyjum sínum með korða og mikla reiðkápur yfir herðar, þar sem þeir fara ríðandi um héruð á stertsstýfðum hrossum. Þangað til það verður grafið upp, er hér mynd Jörundar sjálfs af dansiballi í Reykjavík. Ætli Jón Guðmundsson hafi verið góður lancier-dansari við undirleik fiðlara og trymbils? Hvað kunnu ekki menn sem ólust upp í Örfirisey og Skildinganesi? Er þetta ekki hann við hægri gluggann að bjóða frúentimmeri upp í polka?
Þakkir
Mig langar að þakka Henrik Effersøe fyrir að leyfa mér að sýna myndina af forföður sínum hér á Fornleifi. Mér er sönn ánægja af því, sér í lagi þegar ég hugsa til þess að ekki er einu sinni víst, hvort til er mynd af langafa mínum Kristni Egilssyni, sem kominn var af Gísla Guðmundssyni, bróður Jóns greifa. Svo vitað sé til eru engar eldri myndir til af fólki í minni grein ættarinnar undan Guðmundi Jónssyni, aðrar en af tveimur börnum Kristins heitins.
Gamlar myndir og fróðleikur | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stundum nægir ekki einu sinni íslenskan ...
15.1.2019 | 17:02
Så på dansk: Nogle gange rækker det ikke engang på islandsk. Det er akkurat tilfældet når man skal evaluere publikationen:
Christian X og Island: Christian X´s optegnelser vedrørende Island 1912-1932, af Knud J.V. Jespersen. Syddansk Universitetsforlag, 2018 (1,4 kg.)
Christian X´s barnebarn overrakte denne bog til Islands præsident i slutningen af 2018. Præsidenten, Guðni Th. Jóhannesson, er historiker, så jeg går ud fra at han har læst bogen med stor interesse.
Tidsrammen for værket er 1912-1932, og kilden er hans majestæts dagbøger vedr. Island. Det første jeg bed mærke i, før jeg købte bogen, var Forsidebilledet som er taget under kongens besøg i Island i 1936. Man beskriver ikke 1936-besøget i bogen. Man kan i den sammenhæng undre sig over, at man har valgt at stoppe beretningen i 1932. Hvorfor ikke rejsen i 1936? Sandsynligvis ville det have gjort beretningen mere interessant. Men måske er regentens dagbog fra 1936/Island ikke så velskrevet at den egner sig til udgivelse. Den kan også være gået tabt, men i så fald burde det meddeles læseren.
Hans Majestæt Christian X var åbenlyst ikke en mand af detaljen. Da han skrev islandske personnavne i sine dagbøger, anstrengte han sig ikke ved at skrive sine islandske undersåtter navne korrekt. Således ser vi gennem hele dagbogen forvanskninger af navne:
Højskoleforstander Wilhjelmsson, som var Halldór Vilhjálmsson forstander for Landbrugshøjskolen på Hvanneyri,
Signeszon Olafsson, er uden tvivl Sigurjón A. Ólafsson
Gurun Lausdottir, som hed rigtigt Guðrún Lárusdóttir
Peter Olthus, var antageligt Pétur Ottesen.
Esberngur Friðjónsson, som i virkeligheden hed Erlingur Friðjónsson
Haldur Gudmundsson var Haraldur Guðmundsson.
Museumsinspektør Thorvaldsson var naturligvis rigsantikvar Matthías Þórðarsson, som var brændende royalist.
Måske skyldes dette at Kongen var dårlig til at læse signerede underskrifter. Men historikeren som publicerer uddrag af hans dagbøger om Island kunne i det mindste have umaget sig ved at finde ud af, hvilke personer kongen skriver om. En anden mulighed er dog, at historikeren ikke har kunnet læse kongens skrift, som dog ikke var nogen kragetæer.
Ligeledes står det soleklart, at historikeren bag udgivelse ikke umager sig ved at undersøge den nyeste forskning inden for politikken i Island i perioden; Hverken den danske eller den islandske. Derfor fremstår kongens betragtninger ofte som meget naive kommentarer om noget som kongen tilsyneladende ikke havde den mindste indsigt i, og måske endnu mindre interesse for. Forklaringer havde i flere tilfælde været på sin plads. Ja, sådan virker det nu, med al respekt for regenten og forlaget som besluttede at udgive bogen.
Et eksempel på hvorledes forskellige besøgende lagde kongen ord i mund, er kongens takling af den politiske utilfredshed i Island i 1931. Kongen nævner museumsinspektør Thorvaldsson (Matthías Þórðarsson) i sin dagbog efter et besøg af bankdirektør Sigurdsson (Magnús Sigurðsson, 1880-1947)i 1932 (side 362). Kongen, som tidligere havde ytret ønske om at Thorvaldsson/Þórðarson skulle tage kontakt til sig personligt, ændre nu mening og ytrede at museumsinspektøren havde blandet sig lige lovligt meget i politiske anliggender:
"Han [Sigurdsson] personligt havde ikke ønsket at blande sig den politiske Strid, men det var Museumsinspektør Thorvaldsson som havde taget Initiativet, om end han selv havde fraraadet det; men hvad forstå en Mand sig paa Politik, naar hans gerning ligger blandt Oldtidssager".
Þórðarson, som tidligere havde været parlamentariker, kendte dog mere til forretningsgangen en kongen og henvendte sig med sine forslag på en helt korrekt måde. Sagen kom reelt set ikke kongen ved, og fordrede kun hans underskrift/godkendelse i sidste ende. Kongen kendte tilsyneladende ikke indholdet i den Forbundslov han underskrev i 1918. Hvis Christian X havde leget den samme leg i Danmark, havde der nok vanket en politisk krise. Dette var blot en del af kongens tydelige interesseløshed og dårlige kendskab til islandske anliggender.
Denne Kongens manglende interesse står i skærende kontrast med de rygter der verserede om kongens vrede og harme da Island endelig løsrev sig fra Danmark i 1944, midt under besættelsen af Danmark.
Bifaldt kongen udvisningen af et barn, eller en farlig kommunist?
Af og til finder man i bogen godbidder som er interessante. Men de sættes ikke i et relevant sammenhæng for læseren af historikeren. På side 237 kan man for eksempel læse, hvorledes Christian X beskrev et møde som han havde med minister Jón Magnússon:
Ministeren udtalte, at dette bolsjevistiske Tilløb til Opsætsighed, der havde udsat hans egen Afrejse, nu var bilagt takket være Hr. Tulinin [Tulinius] og Føreren for Kontrolskibet "Thor" [Þór], en som dansk Søløjtnat uddannet Islænder. Jeg indflettede, man burde fastansætte ham som Politiinspektør, saafremt han ikke havde været Skibsfører. - Ministeren udtalte, at man havde tænkt paa en saadan Ansættelse, særlig fordi "Thors" Inspektionstjeneste var bekostelig.
"De bolsjevistiske Tilløb til Opsætsighed", som kongen skriver om, var uroligheder som skyldtes utilfredshed med at en ung jødisk dreng, Nathan Friedman, ikke fik lov til at gå i land i Island, for at forenes med den islandske familie som havde adopteret ham. Myndighederne påstod at han havde en sjælden øjensygdom, som senere blev hurtigt behandlet på et hospital i København. Friedman boede senere i sit liv i Frankrig, hvor han døde af sygdom i 1938. Axel V. Tulinius var formand for Reykjavíks Skydeforening (Skotfélag Reykjavíkur), samt spejderhøvding. Han og fællerne i skydeforeningen kom de få politibetjente Reykjavík til undsætning da de forsøgte at udvise den syge, jødiske dreng. Det havde været ønskeligt, at Jespersen havde forsøgt at dykke lidt ned i hvad sagen handlede om. En dansk læser får ingen ting ud af denne beskrivelse på side 237.
Min morfar, Vilhelm Kristinsson (f. 1903), var en fattig Reykjavík-dreng som voksede op i den usle del af Reykjavík. Han var hele sit liv inkarneret socialdemokrat og socialdemokraterne var samtidig Islands mest rendyrkede royalister. Jeg tror min morfar fik mere ud af Christian X´s besøg tidligere i 1921 end kongen selv. Min morfar viste redskabsgymnastik for kongen og for det fik han en medalje overrakt af selve kongen (se fotoet herunder).
Kongen fik derimod selv ikke meget ud af besøget. Kongens dagbogsskriverier fra Island i 1921 er minimale. Det hans skriver om sin visit i Island i 1921 viser en endeløs mangel af interesse for sine undersåtter.
Spørgsmålet er: Hvorfor skal man fejre det 100 år senere i en mursten af bog som helt savner refleksioner?
Denne forfatters morfar deltog også i forsvaret af den jødiske Nathan Friedman, som en socialistisk leder i Reykjavík ønskede at adoptere. Men da "Tulinin" kom og truede med sin geværbande fra det bedre borgerskab i Reykjavík, flygtede morfar med mange andre deltagere i beskyttelsen af Friedman.
Skydeforeningen blev derimod rost af Christian X. De skide bolsjevikker blev slået ned med magt og den jødiske dreng fik ikke asyl i Island. Det behagede tilsyneladende kongen som meget senere skrev at han ville gå med jødestjerne i Københavns gader. Christian X har dog næppe vidst at drengen var jøde, og måske ikke engang hvad sagen helt nøjagtigt drejede sig om. Men de bolsjevistiske banditter var ikke kongens kop the. Kongen og embedsmands-værket omkring ham hjalp heller ikke de statsløse jøder i Danmark, som selv kontaktede ham for at få hjælp (Se Vilhjálmsson 2005, Medaljens Bagside, København: Forlaget Vandkunsten).
Var to mænd i gang med det samme arbejde?
For nogle år siden oplyste en islandsk journalist, Borgþór Kjærnested, at han havde fået tildelt aktadgang til kongens dagbøger og varslede en bog baseret på dem. I november 2015 holdt Kjærnested f.eks. et oplæg om sin bogplan i Nordens Hus i Reykjavík. Det var derfor med stor undren at jeg læste de første nyheder om Knud J.V. Jespersens bog, da dronning Margrethe II overrakte den til Islands præsident. Forklaringen kan være sygdom eller at man ikke magtede opgaven og derfor har Jespersen måske videreført arbejdet efter Kjærnested. Men det fremgår ikke af værket. Den islandske journalist havde derimod oplyst at han havde mødt Jespersen på en konference i Finland og at han efterfølgende havde fået adgang til kongens dagbøger med Jespersens mellemkomst.
En sådan let adgang til Kongehusets nyere privatarkiver havde man dog aldrig set før. Nærværende forfatter fik i sin tid afslag på adgang til Christian X´s dagbøger fra 2. Verdenskrig. Lidt senere fik en dansk historiker adgangen. For at kompensere for sin "fejl", gav Rigsarkivet mig adgang til andet vigtig materiale som dog ikke vedkommer Christian X, og som jeg ikke havde bedt om. Lad os ikke dvæle ved fadæser og råddenskab i det danske arkivvæsens andedam. Det er et emne til flere binds værk og kommer den sidste islandske regent overhovedet ikke ved.
Bogen om Christian X og Island er rent ud sagt 1,4 kg. af den ringeste betydning, såvel for historikere som menigmand. Kongen styrede naturligvis ikke slagets gang i Island - og han forstod den heller ikke helt.
Bogdesigneren bør dog tildeles lidt ros. Rent fysisk er bogen ikke værst; En fysisk nydelig bog om en konge som ikke rigtig gad Island - tilrettelagt af en historiker som denne gang ikke rigtig magtede sit håndværk.
Bækur | Breytt 16.1.2019 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagspredikun: Biskupsbrek
6.1.2019 | 07:00
Sigurbjörn heitinn Einarsson, biskup íslensku þjóðkirkjunnar var afar vænn maður, segja mér flestir menn, og ekki ætla ég mér að rengja á nokkurn hátt.
Hann kom því m.a. verk að Passíusálmarnir yrðu lesnir í Ríkisútvarpinu á hverju ári.
"Gegnjúðskað"
Allir eiga menn sér bernskubrek og einnig óbarðir biskupar. Sigurbjörn lauk skólavist sinni i Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 með því að skrifa pistil í Skólablaðið, en svo hét einmitt skólablaðið Menntaskólanum. Þetta ritaði biskupsefnið:
Einn spakur maður, íslenskur, hefur talað um, hversu hið hvíta mannkyn væri gegnjúðskað orðið. Er það orð og að sönnu. - Íslendingar eru engir eftirbátar annara hvítra þjóða i þessu efni. Júðum þakka þeir bókmentir sínar,- bókmentirnar, "fjöregg þjóðarinnar". Það er ekkert sjaldgæft að Íslendingar þakki það hebreskum áhrifum að sögur voru ritaðar, Eddurnar geymdar - og rímur kveðnar. - Slík er þá frægð "söguþjóðarinnar". ...
Einhver voldugasta þjóð heimsins er Gyðingar. Hinar arísku þjóðir hafa gert Þá að kennifeðrum sínum svo mjög, að löggjöf sú, sem þeir Semítarnir sömdu fyrir nærfelt 3000 árum, má heita undirstaða allrar löggjafar hinna voldugustu og best mentu Þjóða af hinum aríska kynstofni. Og Gyðingur er Það, sem oftast er nefndur og þeirra manna heilagastur sem fæðst hafa, að dómi flestra Aria. - Fje heimsins er og mjög i höndum Gyðinga. Mestu fjárplógsmenn hins hvíta heims eru af Gyðingaættum og hafa sumar þjóðir fengið að kenna á því nú i seinni tíð, t.d. Þjóðverjar. Það liggur við að Aríarnir kafni undir nafni, (Aríar = herrar). - Einnig hjer á Íslandi er Júðinn vaxinn Íslendingum yfir höfuð. Og Íslendingar virðast aldrei fá nógsamlega þakkað þeim mönnum, sem því ollu upphaflega. Og þó ætti ekki að vera erfitt að skilja hverjum íslenskum manni, að það var tilræði við hið íslenska og norræna þjóðerni, tilræði, sem að ben gerðist. Hefur nú grafið og grasserað i því sári i nærfelt 1000 ár og seint mun ganga lækningin. Jeg fyrir mitt leyti er i engum vafa um það, að eina ráðið sje að uppræta þann hinn illa meiðinn, taka upp þráðinn aftur að fullu, þar sem hann var niður feldur - við tilkomu Kristninnar. (Lesið grein Sigurbjörns menntskælings í Skólablaðinu).
Þá var boðskapurinn hjá Sigurbirni ekki kærleikur líkt og síðar varð. Seinna gerðist hann félagi í Þjóðvarnarfélaginu. Hann hélt ræðu í Hafnarfirði sem fór fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum. Einn þeirra manna í Hafnarfirði, sem hallur hafði verið undir Hitler fyrir 1940, klagaði ræðu guðfræðingsins í Ólaf Thors. Upp úr því var hálfgerður kommastimpill á Sigurbirni, sem víst aldrei tókst að hreinsa af honum, eins lofandi og hann hafði verið í skrifum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík.
Líkt og margir Íslendingar fyrr og síðar, úr öllu litrófi stjórnmálanna, var Sigurbjörn heltekinn af hatri í garð gyðinga - ekki ósvipað þeim mönnum sem í dag kenna George Soros um allar ófarir sínar og hins appelsínugula átrúnaðargoðs síns úti í heimi. Það gerir t.d. fólkið sem telur múslímahatur sitt vera aðgangskort að stuðningi við Ísrael. Ísrael er enginn stuðningur eða akkur í múslímahatri. Hatur sumra múslíma á gyðingum er alveg nóg, svo að öfgakristnir fari nú ekki að leika sama leikinn.
Hugsanlega gerir Þjóðkirkjan sér grein fyrir því að hatrið í hinum unga manni sem síðar varð biskup, skýri áhuga hans á Passíusálmunum, sem hann vitnaði einnig í í grein sinni í Skólablaðinu árið 1931. Ég efa það þó. Hinir hámenntuðu sérfræðingar HÍ í Hallgrími Péturssyni, sem ekki þekkja muninn á Glückstadt (þar sem Hallgrímur dvaldi) og Glücksburg, hafa þegar gert kreddu sína að öfgatrú.
Ég varpaði þessum boðskap Sigurbjörns frá 1931 inn á FB Illuga Jökulssonar í umræðuna um aðför Hannes Hólmsteins á Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þar greinid ég einnig frá því hjálparstarfi sem Hannes tekur þátt í, þegar samtök sem hann er limur í leggur blessun sína yfir að t.d. Eystrasaltsþjóðirnar Eistland, Lettland og Lithaugaland, og þar fyrir utan Úkraína geri á okkar tímum gyðingamorðingja sína í seinni heimsstyrjöld að þjóðhetjum.
Það eru víða svartar sorgarrendur undir nöglum manna, en skíturinn er oftast sá sami og ekki til kominn við vinnu í víngarði Drottins.
AMEN
P.s. eftir að ég setti upplýsingar um þessi bernskuskrif biskups á FB Illuga Jökuls, skrifaði mér óður maður og sagði mig vera að rugla Sigurbirni við nafna hans Sigurbjörn Ágúst Einarsson. Svo er ekki. Sá Sigurbjörn, kallaður Bjössi bakari, lærði bakaraiðn. Ég hengi ekki bakara fyrir biskup. En þá, sem hengja þjóð kraftaverkameistarans úr Passíusálmunum í snörur haturs síns, gef ég harla lítið fyrir.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Út um stéttar ...
4.1.2019 | 10:23
Árbít mínum nú í morgun lauk ekki fyrir en klukkan hálf ellefu. Ég vakna venjulega snemma og borða líka árla, en í dag ákvað ég að fasta í nokkrar klukkustundir.
Ég fór í verslun til að kaupa nauðsynjar og ætlaði að kaupa mér helgarblaðið Weekendavisen, en rak þá augun í Information, sem ég les alla jafna ekki og hef ekki gert í áraraðir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Blaðið kostar 40 DKK í lausasölu, sem er hið argasta kapítalíska okur og svínarí.
Aðeins ein ástæða var fyrir því að ég keypti hið gamla kommablað Information í morgun. Íslandskort prýddi forsíðuna. Ekki þarf nú meira til að fanga athygli Mörlandans, þótt forframaður sé!
Ég trúði vart mínum eigin augum, því eitthvað um móðurlandið finnur maður vart á virkum degi, nema í fyrsta lagi á bls. 4., en venjulega alls ekki, nema kannski í tónlistaraukum prentuðu blaðanna - eða þegar eitthvað gýs og skíturinn í bankageiranum vellur yfir.
En eins og siður minn og erfðagóss hefur fyrir skipað, rekst ég ávallt fljótt á villur annarra, þó ég sjái sjaldnast mínar eigin.
Forsíðumyndin í Information var auglýsing fyrir grein eftir hinn ágæta Erik Skyum-Nielsen, sem ég kannast við og hef eitt sinn hjálpað við að finna villur í bók. Vitnað er í ljóðlínur eftir Þorstein Erlingsson á "íslensku". Því miður vill svo illa til að tvær, heilar villur er í þessum tveimur línum úr ljóðinu. Skoðið myndina og finnið þær.
Grein Skyum-Nielsens, sem fjallar um Snorra Eddu er með ágætum, en eitthvað hefur runnið út í sandinn með stafsetninguna á íslensku. Allt er ekki ritað alt eins og sumir gerðu á tímum Þorsteins. Í er ekki skrifað i.
Smámunir, líkt og Ísland er. En hafa ber það sem réttara reynist eins og við Íslendingar segjum - en höldum víst sjaldnast sjálfir. Þorsteinn Erlingsson orti einnig þetta:
Því fátt er frá Dönum sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn hvað þeir vilja.
Það blóð sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja:
svo tókst þeim að meiða hana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja;
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf
það gengur allt lakar að skilja.
Tak ská´ du ha´! Þetta á nú ekki við um Erik Skyum-Nielsen. En ég er farinn að verða leiður á sumum öðrum dönsku þýðendunum sem þykjast hafa tök á íslensku. Það er nokkuð langt á milli þeirra sem það hafa.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fornleifur óskar Gleðilegrar Hátíðar - 2018
19.12.2018 | 07:30
Nú þegar þið eruð að hugsa um hátíðarhumar, hamborgarahrygg og annan helberan hégóma sem blessað Jesúsbarnið mátti ekki einu sinni borða, er mér hugsað til blessaðrar þjóðarinnar minnar, þar sem hún í sýndarveruleika norpar yfirgefin í fáránleikanum og fönninni við heimskautsbaug.
Þið eruð öll sleginn af svínslegu orðbragði dæludóna og furðulegu háttalagi þeirra sem sitja á hinu háa Alþingi og á börum vinnustaðar síns. Mér er síst af öllu öfund í huga. Þið hafið náttúrulega ekki kosið ÞETTA greðjugræðgispakk yfir ykkur. Réttast væri að þið fengjuð öll sanngirnisbætur fyrir að lifa undir öllum hörmungum sem á ykkur ríða. En þið megið ekki fara í jólaköttinn út af vitleysunni.
Fornleifur gaukar hér að ykkur uppbyggjandi jólaefni eins og honum er einum lagið. Það er ljósmynd frá jólunum 1943 sem nýlega áskotnaðist Herminjasafni Fornleifs.
Myndin var tekin á Bessastöðum er Sveinn Björnsson var þar ríkisstjóri. Einn daginn bönkuðu upp á hjá honum bandarískir hermenn sem vildu syngja fyrir fyrir hann jólasálma:
"Dear Mr. President, we want to present you with some Christmas carols."
"Yes, yes", ríkisstjórinn leyfði það umsvifalaust og hann og frú Georgína hlustaði greinilega hugfangin á hermennina syngja um blessuð jólin á ameríkönsku. Hann Bjössi, sonur þeirra, var nú einu sinni líka hermaður. En reyndar var hann í röngum búningi - Bjössi bolla var óvinurinn sem barðist gegn alheimsgyðingnum, kommúnismanum og innflytjendum, líkt og svo margir sem haldnir eru Soros-óþoli (les gyðingahatri) gera þann dag í dag á Íslandi. Segið svo að þetta jólakort eigi ekki erindi til einhvers.
Starfsmenn Fornleifs óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar við að koma dónum og drullusokkum frá völdum, svo ný kynslóð geti tekið völdin frá ykkur aftur og kafsiglt ykkur á annan hátt. T.d. með skrifborðsfargi frá 10. hæð í ljótu húsi í Brussell. Starf BjöSSa ríkisstjórasonar er sko ekki unnið fyrir gýg. Herrafólkið hefur tekið völdin, bæði í Brussell og Washington og syngur sem hæst gamla slagarann Hver sá mömmu myrða Jólasvein, með sveðju sinni í eldhúsinu í gær.
Dátar á Íslandi voru andstætt Íslendingum mjög gefni fyrir að syngja jólasálma úti í hríðarveðri. Þeim var nefnilega sjaldan boðið inn, nema að þeir hétu Rockwell. Ef einhver á vinstri vængnum hefur velt fyrir sér, hvar Heklu-úlpan er upprunnin, skoðið þá vel þessa mynd.
Myndin efst er fréttamynd sem send var út til dagblaða og tímarita í Bandaríkjunum í janúar 1944 og telex-textinn sem fylgdi myndinni hljóðaði svo:
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólakötturinn og sænska bollan
9.12.2018 | 14:44
Eftir fáeina daga er messa heilagrar Lúsíu, og því við hæfi að bæta dálitlu við ranga sögu daganna. Fyrir löngu síðan birtist frekar þunn grein í Árbók hin íslenska Fornleifafélags. Í greininni gerði Guðmundur Ólafsson því skóna að bolla ein í Svíþjóð, sem er borðuð á aðventunni og á Lúsíuhátíð 13. desember ár hvert, og kölluð er Lussekatt ellegar Lussebulla (sjá mynd efst), sé tengd einhverjum Lúsíferketti og sé því skyld íslenska Jólakettinum.
Þetta dómadags rugl hefur því miður verið tekið upp af merkari höfundi, Árna Björnssyni. Vitleysan átti hins vegar ekki langt að fara. Guðmundur og Árni sátu heilan mannsaldur í turni Þjóðminjasafnsins, Guðmundur á fjórðu hæð og Árni á þeirri fimmtu. Guðmundur deildi víst við Árna um jólaköttinn og svo kom grein Guðmundar, sem byggði á litlu úrvali af ritum, þar sem jólakötturinn íslenski var tengdur við sænska bollu. Maður sér oft menn sem menntaðir eru í Svíþjóð vaða í villu um þessa blessuðu lussebollu, sem aftur á móti hinn fínasti bakstur, en á sér allt aðrar rætur og engan skyldleika við íslenska jólaköttinn.
Uppruninn
Lussekatt-bollan er af sumum talin ættuð frá Þýskalandi og bollan sé ekki eldri en frá 17. öld. Því fylgja hins vegar engar goðar röksemdir. Enn aðrir sérfræðingar í Svíþjóð hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Lussebullan eða Lussekatten sem bollur hafi ekki verið orð sem komin voru inn í ritað sænskt mál fyrr en eftir 1912. Fyrir þann tíma var aðeins til bolla í SV-Svíþjóð sem kölluð var dövelskatt eða álíka (djöfulsköttur) og mun það vera algjörlega annað bakkelsi en lussebullan sem seld er í dag. Sögur af Lusse-katt eða Lúsíuketti sem tengist sögunni um Lúsíu er ekki sögð fyrr en í Göteborg Handels- och Sjöfartstidning árið 1897.
Lussebullan sem seld er í dag er gul. Liturinn kemur úr saffrani, sem er þurrkað fræni saffran-krókusins (crocus sativus), en oftast falsks saffran (sem m.a. getur verið carthamus tinctorius sem eru blómblöð af þistilblómi; Lærið um muninn á ekta og fölsuðu saffrani hér og þið munið fljótlega sjá að mest af því saffrani sem selt er á Íslandi er falsað) í bollunum, því sjaldan bragðast þær af ekta saffrani. Bollan var ekki lituð gul fyrr en rétt fyrir aldamótin 1900. Þá fyrst var farið að setja saffran í bolluna. Þjóðsögnin sænska um bollu heilagrar Lúsíu er í dag orðin nærri því eins fræg og ABBA hefur tekið ýmsum breytingum á 20. öld, en er líklega ekki eldri en frá lokum 19. aldar. En hvernig varð bollan þá til?
Ítalskir bakarar
Margir af þeim bökurum og kökugerðarmeisturum sem settust að í Svíþjóð og í Danmörku á síðari hluta 19. voru ítalskrar ættar. Sumir komnir frá retórómanska hluta Sviss og aðrir frá Ítalíu. Á norðurlöndunum voru Ítalirnir í alls kyns skemmtanaiðnaði, en urðu þekktastir fyrir kaffi, ís og kökuhús sín sem fáein eru enn til. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfnu létu vel af kaffi og veitingum hjá Ítölunum (sjá hér). Á næsta ári birtist eftir mig grein í dönsku tímariti um einn þátt í sögu Ítalanna sem ekki hefur verið vel kunnur. Nú vill svo til að ekki löngu eftir að köku og kaffihúsaítalirnir birtust í Skandinavíu, kom lussebullan fram á sjónarsviðið.
Augu Lúsíu
Og viti menn, á Ítalíu er gömul hefð fyrir því að menn baki Occhi di Lucia, Lúsíuaugu, fyrir hátíð Lúsíu, þann 13. desember. Lúsíuaugun eru litlir snúðar/hringir eða smákökur sem gjarnan eru húðaðir með glassúr og efst er sett sykurperla eða þurrkaður ávöxtur. Siður þessi er best þekktur í Pugliu (hælnum á Ítalíu) en sést þó víðar, og nú eru reyndar Lussebrauðin sænsku orðin mjög vinsæl á Ítalíu og sumir Ítalir vita ekki einu sinni að þau eru sænskt fyrirbæri. Sums staðar á Ítalíu eru Lúsíuaugun bollur sem steiktar eru í olíu og yfir þær er síðan stráð púðursykri.
Lúsíubrauð, eru augu heilagrar Lúsíu (Santa Lucia) frá Sikiley sem stakk augun úr sjálfri sér á 4. öld e. Kr. Af þeim sökum varð hún að heilögum píslavætti. Konur sem stinga úr sér augun fyrir trúna voru fyrrum taldar hetjur í heitum löndum þar sem fólk er æstara en á Íslandi. Ég leyfi þeim sem hafa áhuga á brjáluðum konum, sem í trúaræði stinga úr sér augun, að lesa ykkur til um sögu hennar hér. Kettir tengjast hins vegar sögninni um heilaga Lúsíu á engan hátt. Vonandi tekur sænska mafían á Íslandi því með stóískri ró.
Nú þegar Fornleifur telur sig vera búinn að leysa gátuna um sænska bollu sem ekkert á skylt við (svartan) kött á Íslandi, sem menn lituðu reyndar svartan seint og síðar meir og eignuðu Grýlu og Leppalúða, er vert að minnast þess að sagan um Grýlu er kannski ekki eins rammíslensk og menn vilja vera láta. Sjá hér.
Knecht Ruprecht og Zwarte Piet
Í Þýskalandi og Niðurlöndum gekk skósveinn heilags Nikulásar undir nöfnunum Knecht Ruprecht og Zwarte Piet. Gæti hugast að Íslendingar hafi heyrt um þá og blandað þeim saman við jólakött sem þeir þekktu fyrir? Líklegast eru síðustu forvöð að rannsaka það, því stjórnmálaflokkar í Hollandi og Þýskalandi vilja láta banna þá félaga. Þá er víst ekki langt í að Píratar vilji láta banna Grýlu og Leppalúða. Fyrr má nú fyrr vera.
Já Knecht Ruprecht hafði sums staðar hala, var svartur með horn og löng kattareyru og þessi er meira að segja með vönd í hendi. Í þessu tilvikið sló hann börnin, en endrum og eins þegar drengir hétu Siegmund og voru ódælir, þá sveiflaði hann þeim beint upp í pokann sinn, sem er karfa á þessu listaverki. Íslensk þjóðtrú? Hugsið ykkur vel um. Er hún alltaf alíslensk?
Smá viðbót
Áður en fyrrnefnd grein Guðmundar Ólafssonar í Árbók Fornleifa-félagsins birtist, hafði hann skrifað styttri útgáfu af greininni fyrir Lesbók Morgunblaðsins (sjá hér). Þar nefndi hann mjög hróðugur í rimmu sinni við Árna Björnsson til sögunnar brauð í Hollandi sem kallast duifekater eða deufekater (bein þýðing dúfuköttur). Það er til í als kyns myndum, en brauðin eru á engan hátt svipuðu lussekatten í Svíþjóð. Duifekater eiga það sameiginlegt að vera nokkuð stór brauð, bökuð með smjöri, mjólk og stundum eggjum. Guðmundur Ólafsson tengið það eingöngu við jólin. Því fer fjarri, brauðið er einnig borðað á páskum og á Hvítasunnu, eða þegar ekki átti að spara til. Þegar orðsifjafræðingar hollenskur á fyrri hluta 20. aldar var að velta þessu nafni fyrir sér ályktuðu hann, eftir að hafa heyrt um lussekatten í Svíþjóð, að Duifekater væri afbökun úr forngermönsku - hvorki meira né minna. Úr þeirri æfingu var til "djöfuls köttur" og seinna "djöfuls kaka". Líklegast er að hvortveggja sé þvæla. Hollenska er gegnumsýrt tungumál af öllum tungumálum í nágranni við Niðurlönd. Duifekaters brauðin voru fyrst og fremst þekkt á fremur litlu svæði, Amsterdam og Zaanland norðan við Amsterdam, þar sem gestkoma erlendra sjómanna var mikil. Nýjasta kenningin um uppruna Duifekater-brauðsins, sem mér þykir áhugaverð er að það sé afbökun á frönsku deux fois quatre (tvisvar sinnum fjórir) sem hljómar nærri því eins og Duifekater.(Sjá frekar hér)
Brauðið vó nefnilega tvisvar sinnum meira en venjulegur fjögurra kvarta brauðhleifur. Brauðið gæti einnig verið afbökun á orði fyrir dúfnahús (dúfnakofa) Dovecots eða Dovecotes á ensku eru dúfnahús. Flæmska orðið fyrir dúfnahús er Duivenkot. Dovecote eða Dovecot eru gamalt orð í ensku. Dúfan táknaði heilagan anda í kristnum sið. Cot gat líka merkt jötu. Auðvelt er að tengja jóla og páskabrauð við heilagan anda og barn í jötu. Sunnar í Niðurlöndum á frönsku málsvæði heitir jólabrauðið Cougnou sem oft er í laginu eins og hvítvoðungur sem hefur verið vel vafinn.
Í Hollandi voru Duivekater-brauðin stundum ríkulega skreytt með litlum helgimyndum á 17. öld. T.d. hvítvoðungum. Hvernig dettur mönnum í hug að slík brauð hafi tengst "djöflaketti". Jú, þegar þeir halda að Svíþjóð sé miðja alheimsins, er ekki að spyrja að því.
Matur og drykkur | Breytt 11.12.2018 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dorrit og Ólafur á Hanukkahhátíð í Reykjavík 2018
3.12.2018 | 13:57
Hin síunga og vinsæla Dorrit Moussaieff og karlinn hennar óframfærni, hann Ólafur Ragnar Grímsson, sem og t.d. þýski sendiherrann á Íslandi mættu í gær við fyrstu opinberu tendrun ljósa á Chanukka. Fyrsta ljósið var kveikt á risavaxinni Hanukkíu, áttaarma ljósastikunni, sem notuð er til að minnast ljóshátíðarinnar. Átta ljós verða tendruð á næstu dögum fram til 9. desember til að minnast þess er gyðingar vígðu aftur musterið sitt árið 164 fyrir okkar tímatal eftir að þeir höfðu sigrað Grikki sem um tíma höfðu gerst herrar í landinu helga.
Reyndar eru ljósin á ljósastikunni stóru rafmangsljós, sem er ef til vill viðeigandi á Íslandi,þar sem rafmang er enn ódýrt, því Ísland er ekki með í ESB. En við tendrun ljósanna minnast gyðingar ólívuolíunnar sem gyðingum tókst að skrapa saman eftir sigurinn gegn Grikkjum til að tendra stikuna góðu, sem reyndar var sjöarma (smáatriði), í Musterinu í Jerúsalem.
Myndin er tekin af vef Gyðinglegu miðstöð Chabad hreyfingarinnar á Íslandi (Jewish Center of Iceland).
Fornleifur óskar öllum ljóss í svartnættinu. Eftir Klausturkráardrukktúr útsendara myrkrahöfðingjans er um að gera að upplýsa borgina og landsmenn alla sem mest. Chag Hanukkah Sameach. Borðið Latkes og sufganiot og fagnið ljósinu í öllu myrkrinu.
Einhvern tímann verður ljósastikan í Reykjavík stærri en jólatréð á Austurvelli. Það verður að lyfta rabbínanum upp til að kveikja. Þessi mynd er tekin í Mumbai) á Indlandi.
Þessa mynd, af ljósahátíðareiðhjóli Chabad-manna í Kaupmannahöfn, tók ritstjóri Fornleifs fyrir fáum árum (2015) í Kaupmannahöfn við tendrun stikunnar á Ráðhústorginu þar. Þar dönsuðu menn sér til hita, en mér sýnist að slíkt hafi ekki gerst í Reykjavík.
Bloggar | Breytt 4.12.2018 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira um garðahúfuna
2.11.2018 | 10:13
Hér á Fornleifi hefur áður verið skrifað um garðahúfuna (sem einnig var kölluð kjólhúfa og tyrknesk húfa). Það var gert út frá myndskyggnu frá lokum 18. aldar í safni hans sem sýnir slíka húfu borna af Reykjavíkurmeyju.
Þetta höfuðfat fær ekki náð fyrir tískudrósunum í Þjóðbúningaráði, sem er vitaskuld mjög mikilvægt fyrirbæri í landi þar sem fólk segist ekki vera þjóðernissinnað.
Í byrjun þessa árs uppgötvaði ég fleiri heimildir um garðahúfuna, sem aldrei fékk náð fyrir sjónum þjóðbúningasérfræðinga á Íslandi.
Danski liðsforinginn, landkönnuðurinn, fornfræðingurinn og Íslandsáhugamaðurinn Daniel Bruun sýndi þessari húfu nokkurn áhuga og teiknaði hana í þrígang. Teikningar hans eru varðveittar í Danska Þjóðminjasafninu. Ég birti þessar myndir hér í von um að einhverjar þjóðernissinnaðar konur geri þessu pottloki hærra undir höfði, því það getur allt eins verið eldri hefð fyrir en t.d. skúfhúfunni. Garðahúfan gæti jafnvel haft miðaldarætur (sjá hér).
Fornleifur er á því að menn hafi hugsanlega farið að kalla húfu þessa garðahúfu, eftir garderhue, dönskum hermannahúfum í lífvarðaliði konungs.
Bjarnarskinnshúfur voru ekki einu höfuðföt lífvarðar konungs. Teikningin er frá 1886.
Þjóðbúningar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú fjölgar Þórshömrum ört : Kennslustund í fornleifafræði
20.10.2018 | 18:57
Svo virðist sem að áður óþekkt bæjarrúst hafi fundist í Þjórsárdal. Hvort það er rúst sem áður hefur verið vitað um, skal ósagt látið, en ekki hefur verið gefinn upp staðsetning á hana opinberlega. Best er að hún fái frið.
Fréttir af fundi Þórshamarsins berast eins og eldur í sinu um heiminn allan. Nú síðast til Japan. Það er þó fyrst og fremst vegna þórshamarsins skornum úr sandsteini sem fannst er fornleifafræðingar fóru að róta á yfirborði rústarinnar sem hefur verið frekar stórt.
Flest rústanöfn í Þjórsárdal voru búin til og útskýrð/skírð og staðsett með mikilli óvissu á 19. og 20. öld, t.d. Brynjólfi Jónssyni og síðar af Jóhanni Briem og Gísla Gestssyni. Þegar bæjarrúst sem nú er nákvæmlega staðsett, gangstætt því sem áður var, fær nafn núlifandi Þjórsdælinga og er kölluð Bergstaðir eftir Bergi Björnssyni á Skriðufelli, er það góð lausn í stað vangavelta um staðarnöfn sem 19. aldar menn og voru að velta fyrir sér. Þess má geta að bróðir áhugafornleifafræðingsins Bergs, Björn Hrannar, vann eitt sinn við viðgerðir á Stöng með Víglundi Kristjánssyni hleðslumeistara og var hinn mesti dugnaðarforkur. Þeir bræður eru sannir Þjórsdælingar.
Ljóst er að þetta er rúst staðsett, svipað og margar aðrar rústir í dalnum, fremst við lítið fell. Hvort varðveisla rústarinnar er góð, er eftir að koma í ljós. Líklegt er a er mest allt upp blásið, rústað og runnið til. Kannski er einhver heillegur kjarni eftir undir uppblásturssprengdu yfirborðinu og því vert að rannsaka staðinn að hluta til til að sjá hvers kyns er.
Þórshamratal: Öxi var upphaflega Þórshamar
Ef fornleifafræðingarnir, sem nú vinna við fornminjaskráningu í Þjórsárdal fyrir sveitarfélagið þar, hefðu haft góða og almenna þekkingu á íslenskri fornleifafræði úr námi sínu í HÍ, vissu þeir, að Þórshamarinn eða Mjölnistáknið sem þeir fundu í mannvistarleifum á bæjarhólnum sem Bergur Þór Björnsson fann, er ekki annar Þórshamarinn sem fundist hefur á Íslandi líkt og haldið var kinnroðalaust fram í frétt sjónvarpsins/RÚV.
Hann er sá fimmti og jafnvel sá sjötti. Með þessari grein er ekki ætlunin að fjölga Þórshömrum Íslands á innan við hálfum mánuði. Þeir eru einfaldlega fleiri en tveir! Greininni er aðeins ætlað að vera fræðsla fyrir fornleifafræðinga sem greinilega fengu ekki nægilega góða menntun við Háskóla Íslands eða úr öðrum menntastofnunum. Vonandi nýtist greinin einnig öðrum sem nenna að lesa hana.
1
Fyrsti Þórshamarinn sem fannst á Íslandi er ugglaust sá hamar sem sést á líkneskinu frá Eyrarlandi í fyrrv. Öngulsstaðarhreppi í Eyjafirði. Ég tel persónulega að líkneskið eigi að sýna Þór með Mjölni og sömuleiðis fjarstæðu að velta því fyrir sér, að þetta sé mynd af Kristi að kljúfa kross.
Eyrarlands Þór (Þjms. 10880). Ljósm. Þjóðminjasafn Íslands.
2
Annar Þórshamarinn sem fannst á Íslandi er líklegast blanda af krossi og Þórshamri. Það er krossinn frá Fossi í Ytrihreppi í Hrunamannahreppi, sem ég tel persónulega að sé kross frekar en hamarstákn, þó svo að hann sé seldur sem minjagripur í alls kyns forljótum afmyndunum um allan heim sem þórshamar. Þjóðminjasafnið kallar hann hins vegar enn Þórshamar og því ber að fylgja því safnið er heimahöfn krossins. Í sýningarbæklingi frá 1992-93 fyrir stórar Víkingasýningar sem haldnar voru í stórborgum Evrópu, benti ég fyrstur manna á að krossinn ætti sér hliðstæðu í Noregi (sjá hér).
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
3
Þriðji hamarinn, sem er úr silfri, fannst í bátskumli í Vatnsdal í Patreksfirði, og hef ég m.a. gert honum skil í grein í hinni góðu bók Gersemar og Þarfaþing sem Þjóðminjasafnið gaf út árið 1994 (sjá hér). Gripurinn er án nokkurs vafa Þórshamar.
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
4
Fjórði þórshamarinn sem fundist hefur, fannst á Stöng í Þjórsárdal árið 1992. Hann var skorinn út á enda beinprjóns og fannst í fyllingu grafar frá 11. öld og gæti hæglega hafa komist í hana úr gólfi byggingar sem var á Stöng, sem byggð var skömmu eftir landnám í lok 9. aldar.
Gröfin sem prjónninn fannst í var grafin í gegnum gólfið á þeirri byggingu (sjá grunnteikningu hér fyrir neðan). Upphaflega túlkaði ég hamarinn sem öxi, þótt samstarfsamaður minn einn hefði haft það á orði að prjónninn hafi upphaflega rétt eins geta verið þórshamarlíki. Hamarinn er skorinn út sem höfuð á beinprjóni. Greinilegt var að prjónninn hefði í öndverðu getað hafa orðið fyrir hnjaski þannig að af honum brotnaði og hann leit upp frá því út sem öxi.
Beinprjónn sem fannst á Stöng í Þjórsárdal árið 1992 og sem upphaflega hefur haft form Þórshamars. Prjónsbrotið var 6 sm langt er það fannst, en hefur styst nokkuð við forvörslu. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Eftir fund Mjölnis á Bergsstöðum, er ég nú orðinn fullviss í minni sök varðandi prjóninn sem fannst á Stöng 1992. Höfuð prjónsins var að því er ég hélt með axarlagi. En nú verð ég að breyta um skoðun. Það var brotinn Þórshamar sem fannst á Stöng. Form beinprjónsins frá Stöng, utan þess sem á vantar, er ekki alveg eins og annarra Þórshamra frá sama tíma á Norðurlöndum, en aftur á móti nákvæmlega það sama og Þórshamarsins frá Bergstöðum.
Best er heldur ekki að gleyma því að ég minntist á möguleikann á því að prjónninn sem fannst á Stöng hefði upphaflega verið Þórshamar í grein sem ég skrifaði fyrir hið víðlesna danska tímarit Skalk árið 1996 (sjá hér).
Prjónninn fannst í fyllingu grafarinnar sem gefinn hefur verið blár litur á þessari teikningu. Hann er vafalaust ættaður úr gólfi rústar sem merkt er með C á teikningunni, sem var hús byggt um 900. Ofan á það hús var reist smiðja (B) og ofan á smiðjunni var byggð kirkja (A) sem hefur verið fjarlægð að hálfu til að rannsaka hluta smiðjunnar.
Til gamans gert.
5
Fimmti þórshamarinn er nú nýlega kominn undir hendur fólks með hvíta hanska. Einnig var ranglega hermt í frétt á RÚV, að þetta væri eini þekkti þórshamarinn sem skorinn hefur verið í stein.
Hann er skorinn úr steini. Þórshamar hefur einnig fundist ristur í stein á Grænlandi (sjá neðar) og Þórshamrar hafa til forna einnig verið skornir úr rafi, sem er steingert efni. Einn slíkur hefur t.d. fundist í Hedeby (Haithabu) ásamt mynd af Þórshamri sem hefur verið ristur í stein (kléberg). Kannski er þessi fáfræði um Þórshamra lélegri kennslu í HÍ að kenna?
Bergsstaðahamarinn. Ljósm. RÚV
Þórshamrar fundnir í Hedeby í Slésvík.
6
Ef til vill er sjötti íslenski þórshamarinn kominn í leitirnar. Ég hafði í vikunni samband við Berg Þór Björnsson varðandi fund hans á rústinni í Þjórsárdal, sem er ekki langt frá Reykholti í Þjórsárdal, sem nú ber nafn hans. Hann sagði mér frá fólki frá Selfossi sem hafði fundið þórshamar við rústina í Sandártungu, sem var rannsökuð af vanefnum árið 1939. Hún er austur af bænum Ásólfsstöðum.(Reyndar hefur sorphaugur við rúsina verið rannsakaður nýlega og telur Gavin Lucas einn af kennurunum við HÍ í fornleifafræði að íbúar í Sandártungu hafi ekki verið eins miklir kotungar og Kristján Eldjárn hélt. Sandártunga fór fyrst í eyði á 17. öld).
Hafði ég samband við Ragnheiði Gló Gylfadóttur fornleifafræðing sem vinnur við fornleifaskráningu í Þjórsárdal á vegum einkafyrirtækisins Fornleifastofnunar Íslands. Ragnheiður sendi mér þessar upplýsingar um fundinn frá Sandártungu er ég hafði samband við hana:
"Ég fékk þennan grip í hendurnar fyrir viku. Og hann er ekki líkur öðrum þórshömrum sem ég þekki. Ég er enn að skoða hann, hann er mjög lítill og mögulega hægt að tengja hann við börn á einhvern hátt. En ég er að skoða gripinn og túlkunin gæti breyst í því ferli."
Það verður spennandi og fræðandi að sjá hvað kemur út úr rannsóknarferli Ragnheiðar Glóar Gylfadóttur við að greina meintan Þórshamar úr Sandártungu. Þann hamar hef ég ekki enn séð.
Kljásteinn úr klébergi sem á hefur verið ristur Þórshamar. Gripurinn fannst við fornleifarannsóknir í Brattahlíð. Ljósm. NM, København.
Þess ber að geta að aldursgreining með Þórshömrum er annmörkum háð. Menn voru til að mynda að krota Þórshamra á hluti eftir árið 1000 e. Kr. á Grænlandi. Við rannsóknir í Bratthlíð á 7. áratugnum fundu fornleifafræðingarnir kljástein úr tálgusteini (klébergi) sem á hafði verið krotaður Þórshamar. Annað hvort hefur listamaðurinn í Brattahlíð verið að krota hamar sem hann vildi smíða sér, eða að einhvern íbúa Brattahlíðar, sem flestir voru orðnir kristnir að því að talið er, hefur lengst eftir gömlu goðunum sínum, heima á gamla landinu (Íslandi). Tel ég síðari möguleikann líklegri en þann fyrri.
Því miður er prjónninn frá Stöng í dag ekki lengur eins og hann var árið 1993, er ég fann hann og ljósmyndaði hann áður en hann var afhentur til forvörslu. Hann er t.d. orðinn styttri en hann var er hann fannst. Hann var enn í kæliskáp á þáverandi forvörslustofu safnsins árið 1996 er mér var bolað úr starfi á Þjóðminjasafninu. Síðar, bæði 2004 og 2011, bað ég um ljósmyndir af prjóninum sem við fundum á Stöng, og fékk loks senda afar lélega mynd, sem ég get ekki notað til neins, því hún er ekki í nægilega góðum gæðum til að birta hana. Best er ekki að sakast við forverðina, þeir gerðu bara það besta sem þeir gátu á illa reknu safni. Mynd af af prjóninum frá Stöng hefur enn ekki birst á Sarpi (sarpur.is).
Efnið í Þórshamrinum frá Bergsstöðum
Þrjú sandsteinsbrot úr skálum eða kerjum, sem fundust í yngsta skálanum á Stöng árið 1983 og 1992. Brotin á efrimyndinni heyra saman. Lengra brotið lengst er 9,4 sm. Brotið á neðri myndinni fannst árið 1992 vestan við kirkjuna á Stöng kantbrot af skal/keri og er um 4.4 sm að lengd. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Efnið, þ.e.a.s. sandsteinninn í Þórshamrinum frá Bergsstöðum, sýnist mér sömuleiðis vera það sama og í skál einni mikilli sem fannst í búrinu á Stöng árið 1939.
Skál eða bolli úr fínkornóttu móbergi sem fannst í búrinu á Stöng árið 1939. Mesta þvermál bollans er 38,5 sm og hæðin er 14 sm. Myndin er úr bókinni Forntida Gårdar i Island frá 1943.
Þrjú brot úr grýtum úr svipuðu efni fundust við fornleifarannsóknir á Stöng árið 1983 og 1984.
Reyndar hafa einnig fundist á Stöng og víðar brot af írskum eða enskum sandsteini (Lithic Arenite) sem voru notaðir sem hverfisteinar og brýni. Þeir bera sama lit, en eru úr miklu harðari steini og innihalda kvarts-kristalla sem þessi steinn gerir ekki. Sandsteinninn í brýnunum og hverfisteinunum er miklu harðari og hentar ekki til þess að skorið sé í þá.
Ég leyfi mér því að halda að steintegundin í hamrinum sé úr nágranni fundarstaðarins og að efnið í hamrinum sé sandsteinsset sem steypst hefur inn í móberg við gos undir vatni eða ís. Líkt efni er t.d. í steinkistu Páls Biskups Jónssonar í Skálholti.
Þjórsárdalur var yfirgefinn í áföngum og lagðist ekki í eyði árið 1104
Þjórsárdalur á sér fullt af leyndarómum, sem almenningur virðist ekki hafa haft miklar spurnir af, þrátt fyrir mikið erfiði við að halda því í frammi. Ógurlegur ferðamannaiðnaðurinn sem nú tröllríður íslensku efnahagslífi á vissan hátt í að breiða gamlar dogmur úr.
Í stuttu máli sagt þá fór dalurinn ekki endanlega í eyði í miklu Heklugosi árið 1104. Þetta sýndi ég fram með rannsóknum á aldri ýmissa forngripa sem fundist hafa á Stöng í Þjórsárdal, fjölda kolefnisaldursgreininga kolefnisaldursgreiningum og afstöðu gjóskulaga á 9. áratug síðustu aldar. Síðan hafa aðrir fornleifafræðingar og jarðfræðingar komist að sömu niðurstöðu og ég en um leið reynt að rúa höfund þessarar greinar heiðrinum fyrir þessari tilgátu minni um áframhaldandi byggð í Þjórsárdal eftir eldgosið 1104, sem á sínum tíma var vægast sagt ekki öllum um geð (sjá hér, hér og hér).
Sumir bæir á Þjórsárdalssvæðinu fóru í eyði fyrir 1104, aðrir eftir gosið og enn aðrir, líkt og Stöng, rúmum 100 árum eftir að gosið átti sér stað. Staðsetning bæjanna hafði mikið að segja um hvort byggð lagðist af í gosinu 1104 eða ekki. Uppblástur í hluta dalsins var engu síðra vandamál fyrir frumbyggjana þar en eldgosin.
Annar leyndadómur Þjórsárdals er að íbúar í dalnum á mismunandi tímum voru harla náskyldir hvorum öðru, og voru það greinilega þegar í Noregi. Þetta kom árið 1993 fram við mannfræðirannsóknir dr. Hans Christians Petersen (sem nú er prófessor við Syddansk Universitet) í verkefni sem við unnum saman að. Miklar líkur er á því að íbúar dalsins hafi að verulegum hluta átt ættir að rekja til nyrðri hluta Noregs. Um það er hægt að lesa í ýmsum greinum hér á Fornleifi.
Í Þjórsárdal voru menn völundarsmiðir og það vekur furðu hve oft sömu gerðir af fornminjum finnast í dalnum með sama skreytinu (sjá hér). Margar rústanna í dalnum eru með sama lagi, hinu svo kallaða Stangarlagi, sem er þó hin yngsta gerð af skálum sem reistir voru í dalnum og líklega ekki fyrr en um og eftir 1100.
Þjórsárdalur | Breytt 21.10.2018 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvenær leiðréttir Alþingi villur á vef sínum?
16.10.2018 | 09:11
Á vef Alþingis eru upplýsingar um alla alþingismenn. Einn þeirra hefur gefið rangar upplýsingar um sjálfan sig, eða aðrir um hann. Hér á ég við Davíð Ólafsson sem var þingmaður 1963-1967 og einnig fiskimálastjóri og seðlabankastjóri.
Glæstur ferill Davíðs er útlistaður á vef Alþingis, en þar er þó hvergi minnst á pólitískan feril hans sem meðlims Þjóðernishreyfingar Íslendinga.
Upplýst er að hann hafi fengið prófgráðu við háskólann í Kiel árið 1939.
Skjalasöfn í Þýskalandi finna engar upplýsingar um þá prófgráðu eða að hann hafi verið á lista yfir erlenda námsmenn við háskólann í Kiel.
Vitaskuld er ekki við Alþingi að sakast, ef þinginu hafa verið færðar rangar upplýsingar. Í Hagfræðingatali er því haldið fram að Davíð hafi verið Bac. sc. oecon. eða "bac[calaureus] sc[ientiæ] oecon[omicæ]. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar við þessa upplýsingu, og það heldur stór. Ekki voru gefnar bakkalárusagráður í Þýskalandi að ráði eftir 1820 (þið lesið rétt: Átjánhundruð og tuttugu). (sjá hér og hér).
Óskandi væri að Alþingi tæki ekki þátt í hvítþvætti á íslenskum nasistum sem lugu til um menntun sína, Íslandi til vandræða á alþjóðavettvangi. Það þarf að gera betur hreint !
Myndin efst er af hálfóttaslegnum Davíð Ólafssyni. Hún var tekin á OECD-fundi. Engu er líkara en að Davíð hafi verið hræddur á meðal allra topp-hagfræðinganna sem þar voru staddir.
Íslenskir nasistar | Breytt 17.10.2018 kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)