Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Zweig og tveir íslenskir skallar

120827_r22467_g2048

Um síđustu helgi dreif ég mig í tvöbíó á Grand Teater í Kaupmannahöfn til ađ horfa á kvikmyndina Farewell to Europe. Myndin er afar litrík og heimildatrú innsýn í síđustu ár rithöfundarins Stefans Zweigs. Grand Teater er líka ágćtt bíó. Ţar má t.d. ekki éta pop corn.

Bíóiđ er hins vegar jafnan stútfullt af gömlum hommum, sem og ekkjum og ekklum í leit ađ síđbúnum tangó - eđa sjálfum sér. En einhvers stađar verđa vondir ađ vera. Ég var nú bara í bíó međ konunni minni og er enn ekki kominn međ Alzheimer. Leiđ eins og unglingi á mynd bannađri börnum.

Síđan ég tók alla mögulega og ómögulega áfanga í ţýsku í MH, á síđustu öld, hef ég átt auđvelt međ ađ lesa ţýsku, jafnvel flókna lagatexta. Ég hef setiđ á skjalasöfnum í Berlín, mér til mikillar ánćgju. En ţrátt fyrir "afburđarskilning" minn á ţýsku, hefur mér alltaf ţótt erfitt ađ líta á Zweig sem ţá hetju og mikilmenni sem ađrir sjá í honum. Líka ţegar ég les Veröld sem var á íslensku. Ţeir sem álíta ađ Zweig hafi veriđ "Europeanisti" og "Internationalisti" leggja líka allt annan skilning í ţau orđ en Zweig gerđi sjálfur, ef hann hefur yfirleitt velt ţeim fyrir sér. Ég leyfir mér ađ ţýđa ţessi orđskrípi ekki yfir á íslensku til ađ valda ekki ónauđsynlegum misskilningi.

Mér fannst kvikmyndin Evrópa kvödd (stađfesta ţessa skođun mína, sem er ţó líklega ađeins stađfesting á ţví ađ ég hafi aldrei skiliđ ţennan mikla rithöfund eins vel og allir ađrir. Konan mín sem líklega hefur lesiđ meira en ég eftir Zweig, en á dönsku, ţekkti ekki endalok hans fyrr en hún sá kvikmyndina en taldi myndina sýna einlćgan, lítillátan og fórnfúsan mann í Zweig. Ég nenni ekki lengur ađ rífast um slíkt, enda kona mín miklu betur og meira lesinn en ég í heimsbókmenntunum.

Myndirnar efst af Zweig segja heldur ekki allt, en ég valdi ţćr til ađ leggja áherslu á mína skođun á Zweig sem veikgeđja súperegóista, sem var ţóknunargjarn viđ ríkjandi stefnur. Ţađ kemur svo vel fram í kvikmyndinni, ţar sem hann segir ţátttakendum á PEN-ráđstefnunni í Buenos Aires ađ hann telji ekki hlutverk sitt ađ gagnrýna Ţýskaland nasismans.

En, ég hef aldrei taliđ fólk sem fremur sjálfsmorđ ţegar ekki er brýn nauđsyn til ţess, lítillátt. Rannsóknir sýna ađ fólk sem hafur gaman ađ ţví ađ taka sjálfsmyndir og selfies sé hneigđara til sjálfsmorđa en ađrir sem minna gera ađ slíku. Ég trúi ţví nú mátulega, en yfirgengileg naflaskođun er aldrei holl.

Markviss Tómas

Íslenskir skallar smástjörnur í góđri kvikmynd

Mér ţykir eins og góđum Íslendingum sćmir merkilegra ađ tveir íslenskir skallaleikarar eru međ hlutverk í kvikmyndinni, ţeir Benedikt Erlingsson og Tómas Lemarquis. Tómas hinn Markvissi er skilgreindur međal ađalstjarna myndarinnar, enda fyrir löngu orđinn heimsţekktur kvikmyndaskúrkur. Hann leikur franskan blađamann, Lefevre, sem ekki skílur orrrd í týsku, og fer létt međ ţađ. Tómas er sannfćrandi ţrátt fyrir íslensk höfuđlag sitt og augu. Hárgreiđslan er óađfinnanleg ađ vanda.

Benedikt leikur örlítiđ hlutverk, líkast til afguđ okkar Íslendinga, sjálfastan Laxness. Hann er náttúrulega í tweedfötum á PEN ráđstefnunni í Buenos Aires áriđ 1936, og rýkur fyrstur upp til ađ samţykkja tillögur ráđstefnunnar til stuđnings heimilislausu fólki eins og Stefan Zweig.

Íslenskir leikarar eru eins og svartir sandar sunnan jökla. Ţeir taka allt í einu upp á ţví ađ blómstra og verđa áđur en varir orđnir ađ miklu skóglendi, sem skagar upp í Svartaskóg og Skíraskóg. Ţó ţeir séu kollóttir.

Benedikt Erlingsson

Benedikt Erlingsson lengst til vinstri međ Laxness-tilburđi, stendur upp fyrstur til ađ sýna stuđning sinn ţeim sem hafa veriđ neyddir í útlegđ. En studdi Laxness ofsótt fólk? Hvađ međ Veru Hertzsch og Sólveigu Erlu dóttur hennar? Stóđ hann upp fyrir gyđingum og öđrum ofsóttum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936? (sjá hér). Ekki er ég nú viss um ţađ.

Hvađ er svo hćgt ađ lćra?

Benedikt og Tómas fá gullpálma Fornleifs og sköllóttu Berlínarbolluna fyrir leik sinn í Evrópa kvödd sem er hin ágćtasta mynd sem fćr örugglega fólk til ađ hugsa.

Kvikmyndin sem ţeir leika í sannfćrir mig um um ađ mađur megi ekki gefa helstu málefni sín og hugsjónir upp á bátinn, eđa segja sem minnst líkt og Zweig gerđi, til ađ móđga ekki elítuna í pólitískum skrípaleik Evrópu á 4. áratug síđustu aldar. Ţess vegna kýs ég ekki Katrínu Jakobsdóttur (sem ég kaus síđast og ţađ ćtti ađ vera nóg) ţví hún hefur opinberlega stutt öfl sem myrđir sama fólkiđ og Hitler ćtlađi sér ađ útrýma um leiđ og hún útnefnir sjálfa sig sem sérleyfishafa á réttar skođanir og hreinar. 

Er hún nokkuđ betri en allir hinir, t.d. ţeir sem eiga pabba sem vilja hjálpa fólki sem hefur orđiđ á í lífinu? Kannski kýs ég ekki neitt, leggst í rúmiđ og drep mig. Ći nei, til ţess er ég of sjálfselskur og svo er svo lítiđ í húfi. Allir íslenskir pólitíkusar eru eins, fullir af lygi og yfirborđsmennsku. Engin ástćđa er fyrir einn eđa neinn ađ óttast. Ísland slefast áfram eins og áđur og ţrátt fyrir allt. Ég hef engar áhyggjur af Íslendingum. Ţeir er líkir ţeim sem ţeir kjósa yfir sig.


Let it slide

23 small Fornleifur ©

Hann er seigur, skyggnumyndabirgir Fornleifs á Englandi. Nú er hann búinn ađ finna enn eina mynd úr röđ Riley brćđra og E.G. Wood. Ađ ţessu sinni er ţađ skyggna númer 23. Myndin er handlituđuđ og framleidd af o merkt fyrirtćkinu E.G. Wood. (Sjá lista yfir myndir skyggnufyrirlestranna um Íslands sem Riley-brćđur seldu fyrst, og síđar E.G. Wood).

Á kant skyggnunnar er límdur lítill miđi sem á stendur 32403 Plain of Thingvellir og međ penna hefur veriđ skrifar OXARA. Skyggnan er merkt međ hringlaga miđa sem á stendur talan 23, en sá miđiđ er á milli glerferninganna lík og miđi sem sýnir ađ skyggnan er úr röđinni England to Iceland og neđst í vinstra horni skyggnunnar er merki E.G. Wood fyrirtćkisins sem var til húsa viđ 1-2 Queen Street viđ Cheapside í Lundúnum.

Myndin er tekin ofan frá Almannagjá og yfir Ţingvallabćinn. Í baksýn má sjá Ármannsfelliđ og ţađ grillir í Lágafell. Ljósmyndarinn hefur  stađiđ upp á vesturbakka Almannagjár.

Eymundsson original

Myndin var tekin af Sigfúsi Eymundssyni og var ein ţeirra mynda sem er ađ finna í varđveittu albúmi sem fyrrum lá frammi á ljósmyndastofu Sigfúsar. Í ţví gátu gestir á stofunni skođađ Íslandsmyndir og pantađ kópíur til minningar um Íslandsdvöl. Svarthvít pósitífa er til af myndinni á Ţjóđminjasafni Íslands (Lpr-1152-11).

Framleiđandi skyggnunnar, E.G. Wood, hefur vegna ţess ađ glerskyggnurnar voru réttur ferningur, í ţessu tilfelli 8,2 x 8,2 sm. ađ stćrđ ekki getađ birt myndir Sigfúsar í heild og hafa ţví valiđ ađ notast viđ hluta myndarinnar

Ljóst er nú orđiđ og fullvíst, ađ Ţorlákur Johnson og Sigfús Eymundsson, sem um tíma var međ Ţorláki í skyggnumyndasýningunum (sjá hér og hér) hafa notast viđ ţessar myndir Sigfúsar ţegar Íslandslýsing Riley brćđra og E.G. Wood voru framleiddar.

23 England to Iceland FORNLEIFUR COPYRIGHT

Myndin af skyggnunni efst sýnir einna helst ţađ sem fólk sá viđ sýningar á henni á 19. öld, en ţessi mynd er tekin međ ljósi úr báđum áttum og sýnir ekki ţann lit sem myndin hafđi uppi á vegg.

Ţessi skyggna ásamt mynd nr. 24 (sjá hér) eru elstu "litljósmyndirnar" frá Ţingvöllum. Reyndar handmálađar. Furđu sćtir hve vel konurnar sem störfuđu viđ ađ mála skyggnur hjá ţessum fyrirtćkjum hafa náđ litunum á Ţingvöllum. Tvennt gćti komiđ til greina. Ţingvellir eru fullir af síbreytilegum, jarđrćnum litum og ţví auđvelt ađ geta sér til um ţá án ţess ađ hafa veriđ á stađnum. En hugsanlega gćti hafa veriđ send handlitiđ kópía međ frá Íslandi til ađ leiđbeina ţeim sem unnu viđ litun ljósmyndanna. En um ţetta vitum viđ ekkert enn sem komiđ er, en hugsast getur ađ ţađ finnist ritađar heimildir sem geti gefiđ frekari upplýsingar.

Til eru ađrar handlitađar litskyggnur á Ţjóđminjasafni frá 1898, sem eru ţó nokkuđ yngri  en myndirnar frá E.G. Wood í London.  Ţćr voru teknar af enskum ljósmyndara T. Throup og hafa veriđ gefnar Ţjóđminjasafni af T. Nokkrum Throup. Hvort ljósmyndarinn er sami mađur og gefandinn gefur Ţjóđminjasafniđ ekki upp. Ţeim ljósmyndum fylgir handrit/skýringar í stílahefti (Sjá hér og hérna) en takmarkađar upplýsingar eru veittar um myndirnar af Ţjóđminjasafn. Ein mynda Throup er sýn frá Almannagjá ađ Ţingvallabćnum og er myndin tekin nokkru norđar en mynd Sigfúsar Eymundssonar.

Hér verđur enn undirstrikađ ađ Íslandsskyggnur Riley brćđra og E.G.Wood eru í dag afar sjaldgćfar. Enn sem komiđ er eru myndirnar í forngripasafni Fornleifs ţćr einu sem ţekktar eru og hjá LUCERNA sem eru samtök háskóla, safna og sérfrćđinga sem rannsaka og safna laterna magica skyggnum, hafa menn enn ekki enn komist yfir myndir úr ţessum röđum sem hćgt var ađ kaupa til sýninga í samkomuhúsum fyrirlestrum í lok 19. aldar og byrjun ţeirra 20.

Međ komu kvikmyndanna hvarf áhugi á skyggnumyndasýningum mjög skyndilega og skyggnumyndirnar lentu svo ađ segja í glatkistunni. Ţađ er fyrst á síđustu 20 árum ađ menn hafa sýnt ţví áhuga ađ safna slíkum myndum og rannsaka sögu framleiđslu ţeirra og sýninga á ţeim.


Ró á Austurvelli

Wood nr. 15 Fornleifur copyright

Númer 15 er fundin! Laterna magica skyggnumyndina hér ađ ofan, sem er handlituđ, fann skyggnubirgir minn á Englandi nýlega í ruslakistu sinni. Sú kista reynist honum drjúg tekjulind, enda situr hann á miklum fjársjóđ sá góđi mađur.

Myndin er úr röđinni góđu sem sem Riley Brothters og E.G.Wood framleiddu í samráđi viđ menn á Íslandi og Skotlandi, og sem ég skrifađi um á Fornleifi fyrra í 10 köflum.

Myndin er af virđulegu ţinghúsi okkar ţar sem allt er nú í uppnámi nú vegna alls konar óra í sjórćningjum og ćringjum. Einnig má sjá dómkirkju höfuđstađarins. Ţessi mynd var tekin af Sigfúsi Eymundssyni og er t.d. ţekkt á Ţjóđminjasafni í tveimur gerđum (sjá hér ; Lpr-380 í lélegu ástandi.  Hina (Lpr-1152-9) er ađ finna í ljósmyndabók af ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar. Bókin lá frammi á stofunni og gátu viđskiptavinir pantađ myndir úr henni. Margar myndir úr ţessari ágćtu bók sendi Sigfús líklega til ţeirra sem framleiddu laterna magica skyggnur. Ljósmyndin er af Ţjóđminjasafni sögđ vera tekin 1882-1883.

Austurvöllur Sigfús

Nokkuđ merkilegt er ađ ná í ţetta og ég bíđ eftir tveimur myndum til viđbótar, sem sagt verđur frá viđ tćkifćri á Fornleifi.

Drengurinn sem hallar sér upp ađ girđingunni viđ Austurvöll er Daníel Benedikt Daníelsson (1866-1933), sem var ćttađur  norđan  úr Húnavatnssýslu. Hann var skráđur sem smali á Ţóroddstöđum í Stađarsókn um 1880. Miklu síđar gerđist hann bóndi í Brautarholti í Kjós. Starfađi einnig sem ljósmyndari, kaupmađur og veitingamađur á Selfossi og ađ lokum sem dyravörđur í Stjórnarráđinu. Frćgar eru Kleppsvísur í Speglinum sem fjalla um ţegar hann reiđ sem sendill Hriflu-Jónasar međ uppsagnarbréf handa Helga Tómassyni lćkni á Kleppi (sjá hér).  Ef myndin hefur veriđ tekin 1882-83 hefur Daníel ekki veriđ eldri en 17-18 ára gamall.

Daniel Ben Danielsson

Myndin á skyggnunni hefur veriđ skorin ađeins ţannig ađ ekki sést t.d. í styttuna af Bertel Thorvaldsen sem ţá stóđ á Austurvelli.

Mér ţykir sjálfum afar gaman ađ sjá ţessa mynd af Alţingishúsinu nýbyggđu. Langalangafi minn Sigurđur Bjarnason sem fluttist úr Skagafirđi vegna fátćktar (hann var ţađ sem í dag er kallađ flóttamađur) og sonur hans Ţórđur (sem unglingur) unnu báđir viđ byggingu Alţingishússins.

Alţingishúsiđ 1883 b

Ţegar Sigfús tók ţessa mynd stóđ hann ekki langt frá hinum mjög svo umtalađa Víkurgarđi sem allir vildu bjargađ hafa. Ţar telja fornleifafrćđingar sig hugsanlega hafa fundiđ heiđnar grafir undir ţeim kristnu. Ég leyfi mér ađ efast um ţađ ţar til ég sé sannfćrandi sönnunargögn ţví til stuđnings.

Ég tel persónulega ađ međ eins mikla byggđ og nú hefur veriđ sýnt fram á í kvosinni á víkingaöld, hafi kuml landnámsmanna og afkomenda ţeirra, sem ekki voru kristnir, veriđ ekki mjög langt undan. Ég leyfi mér ađ benda á mjög merka ljósmynd í fórum Ljósmyndasafns Ţjóđminjasafnsins OKKAR, sem tekin var  áriđ 1868 og einnig af Sigfúsi Eymundssyni. Tel ég myndina sýna stađinn ţar sem Ingólfur og hinir íbúarnir í Víkinni voru heygđir. Ţarna á ţúfunum (kumlunum) er löngu búiđ ađ byggja hús. En hver veit – í garđi rússneska sendiráđsins eđa ađeins sunnan viđ hann gćti veriđ ađ kuml fyrstu "víkinga" Víkur séu enn ađ finna undir reynitrjánum.

Reykjavík 1868

Ţegar Hótel Kirkjugarđi verđur plantađ niđur í Víkurgarđ - ţví menningarlegu peningavöldin, sem stjórna boginni nú, eru afhuguđ menningu - ćtla ég nú rétt ađ vona ađ hótelhaldarar verđi ţjóđlegir og hafi myndir í römmum af beinum úr garđinum og nćrmyndir af holdsveikum í morgunverđarsalnum. Ţađ er áhugavert fyrir ferđamenn ađ stúdera slíkt ţegar ţeir borđa árbítinn, innifalinn eđa óinnifalinn. Ég er til í ađ láta hóteleigendum í té litmynd af Austurvelli frá 1889! til ađ hafa yfir kaffivélinni, en ţađ mun vitaskuld kosta ţá dýrt.

Menning kostar nefnilega, en ţađ er svo billegt ađ eyđa henni.


Illugi Jökulsson veitir njósnara og landráđamanni uppreist ćru

Jens Björgvin Pálsson

Ég hafđi vart lokiđ fćrslunni hér á undan um sagnfrćđilega ónákvćmni Veru Illugadóttur í útvarpsţćtti, en ađ ég ţurfti aftur ađ ”stinga niđur penna” til ađ rita um óvenju grófa ónákvćmni föđur hennar, hins landsţekkta meiningarmanns um allt milli himins og jarđar, Illuga Jökulsson.

Illugi var síđla kvölds hins 3. september sl. međ ţáttinn Frjálsar Hendur og valdi hann ađ segja sögu dćmds íslensks landráđamanns, Jens Pálssonar, njósnarans á frystiskipinu Arctic. Fornleifur hefur gert ţví skipi skil áđur (sjá hér).

Ţađ sem Illugi las upp var sagan eins og Jens Pálsson óskađi ađ hún yrđi sögđ. Nóg hefur nú heyrst af rugli um ferđir Arctic, en Illugi lék vćgast sagt af fingrum fram sem miđill Jens Pálssonar ţađ kvöldiđ. Hlustiđ á söguna hér.

Sá galli er á gjöf Njarđar, ađ saga Jens Björgvins Pálssonar í ţeirri útgáfu sem útvarpshlustendur heyrđu, stangast verulega á viđ ţá sögur sem hann sagđi Bretum áriđ 1942 og undirritađi til stađfestingar. Jens viđurkenndi glćp sinn en hafđi einnig veriđ margsaga hjá Bretum, líkt og menn sem margsaga eru dćmdir ţyngri dómum í sakamálum á Íslandi í dag.

Gögn um Jens Pálsson eru til á skjalasöfnum erlendis og hann gerđi sér greinilega ekki grein fyrir ţví ađ ţau yrđu ađgengileg ţegar byrjađ yrđi ađ miđla af endursagđri sögu hans af segulbandi ađ honum látnum, en Jens lést áriđ 2000. Illugi Jökulsson hefur ekki gert sér far far um ađ rannsaka ţá sögu sem önnur gögn en íslensk segja. Illugi skrifar stundar einvörđungu ţađ sem Danir kalla andedamshistorie sem útleggst gćti sem heimalningasagnfrćđi. Ţar líta menn sjaldan á heimildir nema í heimalandi sínu. En viđ erum nú öll hluti af stćrra heimi.

Í yfirheyrslugögnum um Jens má ljóst vera, ađ hann tók ađ sér njósnir fyrir nasista og var í sambandi viđ íslenska nasista ţegar heim var komiđ frá Spáni og veđurskeyti höfđu veriđ send frá skipinu á tćkum sem ţýskir njósnarar höfđu komiđ fyrir í skipinu og sem Jens vann viđ. Jens koma á kreik sögum um barsmíđar á sér á Íslandi og á Englandi, ţar sem hann var hafđur í haldi til ágústmánađar 1945. Engar af ţeim sögum er hćgt ađ stađfesta. Jens fékk af öllu ađ dćma góđa međferđ hjá Bretum, og fékk meira ađ segja ađ svara spurningum međ ţví ađ skrifa svörin.

Jens var illa ţokkađur af öđrum skipverjum Arctic

Samferđamönnum hans á Arctic var langt frá ţví ađ vera hlýtt til Jens Pálssonar. Íslenskur sagnfrćđingur hefur ţetta eftir mönnum sem unnu međ Guđna Thorlacius á skipinu Hermóđi og lýstu ţví ţegar Jens Pálsson reyndi ađ fara um borđ í Hermóđ ţar sem skipstjóri var enginn annar en Guđni Thorlacius, afi forseta Íslands, en Guđni skipstjóri hafđi einnig veriđ í áhöfn Arctic (sjá hér):

Kannski áleit hann sig tilneyddan, kannski var honum ekkert á móti skapi ađ ađstođa nasistana. Hvađ veit mađur. En ég held ađ ég hafi skrifađ ţér sögu Sigurjóns Hannessonar heitins (hann lést í sumar) af ţví ţegar Jens hugđist ganga um borđ í Hermóđ á Austfjörđum ţar sem hans gamli stýrimađur af Arctic, Guđni Thorlacius, réđ ríkjum. Guđni lét hindra ađ Jens kćmist um borđ og hafđi um hann ill orđ, sagđi Sigurjón, en slíkur talsmáti mun annars hafa veriđ sjaldheyrđur hjá honum. Ţađ sögđu mér kallar sem ég var međ á Árvakri og höfđu veriđ hjá Guđna. Og ţá var nafni hans bara grunnskólapiltur og áratugir í ađ hann yrđi forseti ţannig ađ ekki var veriđ ađ smjađra fyrir honum né neinum öđrum. Kannski var Guđni fyrst og fremst reiđur Jens fyrir ađ hafa logiđ ađ honum og öđrum í áhöfn Arctic og komiđ ţeim í vandrćđi. Ekki veit ég, en aldrei heyrđi ég um Guđna talađ öđruvísi en af virđingu. Og ţađ átti ekki viđ um alla skipherra Landhelgisgćslunnar ađ ţeir fengju slíkt umtal af skipsmönnum.

Ţegar lesnar eru skýrslur af áhafnarmeđlimum á Arctic, sér mađur reginmun á ţeim sem teknar voru af saklausum mönnum og ţeim seku.

Ţetta getur Illugi kynnt sér í stađ ţess ađ lýsa svađilförum úr síđari heimsstyrjöld beint út úr höfđi Jens Pálssonar. Sumir menn álíta greinilega síđari heimsstyrjöld hafi veriđ eins konar fótboltaleikur, ţar sem ljótt var ađ spila af hörku. Athćfi Jens og hugsanlega skipstjórans, sem ekki var drepinn um borđ á herskipi líkt og Jens lét ávallt í veđri vaka viđ viđmćlendur á Íslandi, heldur andađist á sjúkrahúsi í London  úr krabbameini ári eftir ađ hann var fluttur til Englands, gat hafa leitt til dauđa saklausra sjómanna.

Smekkleysa Illuga

Í ótrúlegum auđtrúnađi gefur gefur Illugi í skyn ađ Sigurjón Jónsson hafi dáiđ skyndilega eftir ađ hann var sendur til Englands 1942, og jafnvel ađ krabbameiniđ sem dró hann til dauđa hafi orsakast af illri međferđ hjá Bretum. Reyndar er ţađ rétt ađ Sigurjón dó, en ári síđar en Illugi heldur, eđa 1943.

Illugi lét eftirfarandi orđ falla í ţćttinum Frjálsar Hendur í framhaldi af frásögn um flutning fjögurra áhafnarmeđlima Arctic til Bretlandseyja:

Hinn 13. júlí brá svo viđ ađ Sigurjón Jónsson andađist á sjúkrahúsi - í London. Banamein hans var krabbamein. Ţađ sögđu Bretar – ađ minnsta kosti. Víst hafđi Sigurjón veriđ veikur. Ţađ hafđi víst ekki fariđ milli mála. En hafđi ömurlegur ađbúnađur hans í fangavistinni haft áhrif  á skyndilegan dauđdaga hans.  Ekki sögđu Bretar.  En ţeir voru líka einir til frásagnar.

Illugi gleymir bara ađ segja hlustendum sínum og lesendum komandi hasarbókar sinnar, sem vćntanlega á ađ setja undir tréđ um jólin, ađ Sigurjón andađist ekki áriđ 1942 á sjúkrahúsinu í London, heldur sumariđ 1943.  Fjöldi gagna er til um sjúkdóm hans og sjúkralegu. Dauđdaginn var ekki eins skyndilegur líkt Illugi vill láta í verđri vaka.

Sigurjón Jónsson bSigurjón Jónsson skipstjóri. Myndin efst er af Jens Pálssyni.

Um Jens Pálsson 2

Upplýsingar um heilsu Sigurjóns í byrjun júní 1943 (efst) og í júlí sama ár (neđar). Vill Illugi trúa landráđamanni eđa ţessum skjölum?

SJ 4

SJ 5

Ţessi aulasagnfrćđi Illuga er forkastanleg og dćmir Illuga úr leik. Honum ber ađ stöđva bók sína, ţar sem ţetta lítilfjörlega efni verđur útlistađ, áđur en ţessi vitleysa hjá honum kemst á prent. En kannski vilja Íslendingar einmitt helst lesa lognar sögur og fá annan endi á mál heldur en ţau sem t.d. dómstólar komust ađ?

Ef hörku var beitt af Bretum viđ yfirheyrslu á áhöfn Arctic, er ţađ alls ekki óskiljanlegt. Ef til vill orsakađist barningur bandarískra hermanna og breskra yfirmanna á t.d. Guđna Thorlacius af lygaframburđi Jens Pálssonar. En furđulegt er ađ ekki má ekki sjá marblett á andliti nokkurs í áhöfn Arctic sem Bretar mynduđu í Reykjavík áđur en ţeir voru sendir utan. Bretum varđ fljótt ljóst hverjir voru ţeir seku um borđ á Arctic voru, og útilokuđu t.d. nćr strax Guđna Thorlacius sem var fljótt farinn ađ túlka fyrir ţá, ţví hann var heiđursmađur og betri í ensku en margir hinna.

Arctic á Skotlandi 1942

Arctic viđ strendur Skotlands

Gyđingar međ demanta dregnir inn í sögu Jens

Frásögn sú sem Illugi las fyrir Jens Pálsson látinn í útvarpi um daginn var á allan hátt afar ógeđfelld. Sagan um gyđinga hlađna demöntum sem Illugi las fyrst, sem áttu ađ vera ađ skemmta sér á hóteli í Vigo, á Spáni er ósómi af verstu gerđ. Ćtti Illugi eingöngu út frá henni ađ gera sér grein fyrir ţví ađ mađurinn sem segir söguna var enn nasisti ţegar hann las sögu sína inn á band. Illugi gerir sér grein fyrir ţví ađ óhróđurinn sem Jens setur í munn Sigurjóns skipstjóra um demanta gyđinganna frá Berlín, sé furđuleg saga, en fer svo í stađinn ađ fabúlera um franska gyđinga og réttlćtir söguna ađ lokum.

Franskir gyđingar komust aldrei frá Vigo til Bandaríkjanna en í einstaka tilfellum áriđ 1942 komust ţýskir gyđingar til St. Louis en ekki međ hjálp demanta heldur á síđustu eignum sínum.  Örfáir gyđingar frá Ţýskalandi fóru međ spćnskum skipum frá Vigo til New Orleans áriđ 1942.

Ţjóđverjar höfđu rćnt flestum eigum af ţví flóttafólki sem náđu til Spánar og Portúgals. Reyndar segir Jens Pálsson frá gyđinga sem urđu á vegi hans á hóteli í hafnarborginni Vigo. Hann sagđist viđ yfirheyrslur á íslensku sem ţýddar voru yfir á ensku hafa hitt mann, líklega gyđing, Felix Zevi ađ nafni sem sagđist vera frá Zurich í Sviss. Zevi var um borđ í skipi sem hafđi veriđ kyrrsett, og var ţađ eina skipiđ sem vitađ er ađ hafi flutt gyđinga frá Vigo til Bandaríkjanna, samkvćmt upplýsingum sem ég hef grafiđ upp. Skjöl um ţetta hefđi almennilegur sagnfrćđingur átt ađ geta fundiđ. En Illugi er nú einu sinni ekki sagnfrćđingur. Hann er ađ selja bók sína í útvarpsţćtti sem greiddur er fyrir afnotagjöld íslensku ţjóđarinnar.

Svo lýkur Jens frásögn sinni af flóttafólki međ safaríkri sögu er hann brá sér í land um áramótin 1941-42 i eina af sínu mörgu heimsóknum á hórukassa Vigo. Ţessi greinargerđ hans áriđ 1942, sem var ţýdd yfir á ensku úr íslensku, var á allan hátt mjög frábrugđin ţví sem Illugi Jökulsson hafđi eftir Jens í ţćttinum Frjálsar hendur hér um daginn.

Jens Pálsson og hóran

Úr afriti af skýrslu undirritađri af Jens Pálssyni

Jens Pálsson var enn haldinn fordómum nasista rétt fyrir andlát sitt. Međ tilbúningi og óhróđri um gyđinga og demanta ţeirra setur hann eftirfarandi orđ um gyđinga á hóteli í Vigo í munn látins mann, Eyjólfs Jónssonar Hafstein (d. 1959) sem var annar stýrimađur á Arctic. Takiđ efir ţví ađ Jens reyndi ávallt ađ koma skođunum sínum og gerđum á ađra menn: 

... og ég man ađ Eyjólfur sagđi í glensi ađ í ţessum sal vćri nú ađ minnsta kosti hálf smálest af demöntum. Er ég nú ekki ađ fjöryrđa um ţađ. Ţetta fólk var ađ halda eitthvađ hátíđlegt sem ekki var okkar, svo viđ yfirgáfum hóteliđ og átum pínusíli og sođin egg á pínubar. Nćsta dag voru skemmtiferđaskipin farin til New York.

Ţegar fariđ er ađ segja endurunna frásögn Jens Pálssonar, dćmds landráđamanns, 75 árum eftir ađ Jens Pálsson loftskeytamađur á Arctic var til í ađ njósna fyrir nasista, međ endursögn sem stangast á viđ ţađ sem hann sagđi viđ yfirheyrslur, er sagnfrćđin orđiđ heldur lítils virđi. Enginn almennilegur sagnfrćđingur myndi láta frásögn Jens standa eina.

Ţađ sem gyldir er Sagan Öll, Illugi, og ekkert annađ en sagan öll, en ekki skekkt og skrumskćld útgáfa hennar. Ef ţörf er á ađ koma neikvćđum tilfinningum sínum í garđ Breta og Bandaríkjamanna til skila, er hćgt ađ gera ţađ á annan hátt en međ samanburđi í sögu íslenskra njósnapésa.

Fólk sem tekur málstađ hryđjuverkamanna sem teknir hafa veriđ af Bretum og Bandaríkjamönnum á síđustu árum og fárast yfir ađferđum ţeirra viđ yfirheyrslur á glćpamönnum, í stađ ţess ađ hugsa út í ţćr hörmungar sem hryđjuverkamennirnir hefđu geta valdiđ, mun ef til vill aldrei nokkurn tímann skilja ađ hryđjuverkamenn og njósnarar fyrir erlend öfl eru ómerkilegar raggeitur sem oftast nćr hugsa ekkert um ađra en sjálfa sig – og er skítsama um líf saklauss fólks.

Viđ höfum séđ mikinn fjölda sjálfskipađra dómara á Íslandi á síđari árum, sem telja sig megnuga ţess ađ sýkna menn af morđdómum um leiđ og ţeir fara hamförum ţegar kynferđisglćpamenn fá ćruuppreisn. Ţessi mjög hlutlćga tilraun Illuga til ađ hreinsa mannorđ Jens Björgvins Pálssonar svipar til ţessa furđulegu strauma á Íslandi, enda hefur Illugi ekki ósjaldan veriđ í hćstaréttardómarasćti götunnar. En ţetta er ekki sagnfrćđi og ţađan ađ síđur góđ lögfrćđi.  Illugi er ađ selja bók á ríkisfjölmiđli, og honum er greinilega slétt sama um hvort hún sé full af rangfćrslum.

Lćknađist Jens af staminu?

Ađ lokum langar mig ađ nefna, ađ gott er heyra og lesa, ađ Jens Björgvin Pálsson lćknađist af staminu sem hrjáđi hann er hann var fangi Breta 1942-45.

Hann gat hins vegar hiklaust tjáđ sig um ţá sögu sem Illugi Jökulsson leyfir okkur ađ heyra. Enn kannski fengum viđ einmitt ekki ađ heyra upptökuna međ Jens, vegna ţess ađ Illugi telur ekki viđ hćfi ađ láta menn stama í útvarpiđ. En hér ađ neđan geta menn svo séđ, skjalfest, hvernig greint var frá ţessari fötlun mannsins áriđ 1945.

Jens stamađi hins vegar ekki hiđ minnsta í lýsingum sínum af nánum samtölum sínum viđ ţýska nasista á Spáni og meinta gyđinga á hótelum í Vigo. Sumir menn geta bara ekki stamađ á ţýsku.

Um Jens Pálsson


Si fabula vera est

Nazi Boston

Fyrir ekki allmörgum dögum flutti Vera Illugadóttir ágćtan pistil um nasista og nasisma í Bandaríkjunum. Ţví miđur gleymdi Vera í umfjöllun sinni um hinn ţýskćttađa lassaróna Fritz Kuhn og fylgismenn hans mjög mikilvćgu atriđi í málflutningi sínum. Hún Vera gleymdi Kaţólsku Kirkjunni og sannarlega einnig öđrum  kirkjudeildum í Bandaríkjunum. Gyđingahatur og nasismi grasserađi einnig međal ţeirra og ţá einna helst í hinni merku borg Boston. Írsk og skoskćttađir kaţólikkar í Boston ađhylltust margir öfgafullan nasisma, sem gekk helst út á ađ ofsćkja gyđinga og berja börn gyđinga.

Ţađ er sama hvađ ţiđ heyriđ öfgaguđfrćđinginn Jón Val Jensson halda fram, ţá er kristni (nćstum ţví sama hvađa deild sem viđ tölum um) rót gyđingahaturs í Evrópu - sem ađ lokum fćddi af sér kynţáttahatur 19. aldar og nasisma og fasisma í kaţólskum löndum (og einnig öđrum) á 20. öld. Ţađ ţýđir ekkert ađ benda á ađra sökudólga, til ađ mynda múslíma eđa fljúgandi furđuhluti. Kirkjan var sökudólgur og ţađ var syndgađ!

Skömmu eftir ađ Vera flutti langan og góđan pistil sinn, ţar sem hún gleymdi hatri meintra frćnda Íslendinga, Íranna (sú ćttfćrsla er ađ mínu mati tölfrćđileg skekkja starfsmanna Íslenskrar Erfđagreiningar), birtist á Times of Israel grein um hinn svćsna nasisma í Boston fyrir og eftir Síđari heimsstyrjöld. Gyđingahatriđ var mikiđ í ţeirri borg og stóđu kaţólskir prestar og leikmenn, sem báru nöfn eins og Couchlin, Tobin og Moran gjarnan fremstir í flokki.

Lesiđ greinina í Times of Israel sem viđbót viđ pistil Veru Illuga, og muniđ ađ gyđingahatur hefur aldrei eingöngu veriđ bundiđ viđ nasisma. Verstu gyđingahatarar sem ég hef fyrir hitt voru einmitt sannkristnir, kaţólikkar, múslímar eđa vinstrimenn. Ég hef vitaskuld ekki ţekkt svo marga nasista.

Icelandic Nazis marching

Fahnen Hoch in Island. Íslenzkir nasistar ţramma í skjóli Landakots. Finniđ frćndur ykkar!

En áđur en menn fara á stúfana og brenna presta og nunnur í Landakoti á báli, án sönnunargagna eins og hefur nú brunniđ viđ, langar mig ađ minna á ađ flestir íslenskir nasistar voru upphaflega litlir fermingardrengir og líklega flestir í KFUM áđur en ţeir fóru ađ ţramma fyrir Hitler; T.d. Davíđ Ólafsson, uppeldisafi Egils Helgasonar sem laug til um próf í hagfrćđi sem hann sagđist hafa fengiđ í Ţýskalandi nasismans. Ţví er enn haldiđ fram á vef Alţingis. Nasistinn Davíđ Ólafsson komst einnig á hiđ háá ţing. Út á lygar sínar um nám hjá Hitler fékk hann embćtti Seđlabankastjóra.

Í KFUM var fánahylling ađ hćtti nasista stunduđ um langt skeiđ eftir Síđari heimsstyrjöld. Hin stjarfa hönd í fánastandinu var skýrđ međ ţví ađ ţetta vćri rómversk kveđja. Ţví fer nú alls fjarri. Ţetta var ađeins nasistakveđja og kristiđ starf á Íslandi var greinilega smitađ af einstaklingum sem ţrifust á gyđingahatri og álíka öfgum. Kannski er ágćt ástćđa til rannsaka ţetta fyrir ungan og efnilega sagnfrćđing.

heil_fani.jpg

Heil eđa Saluto Romano, sem er seinni alda tilbúningur og á ekkert skylt viđ Rómverja. Myndin er tekin í Kaldárseli og birtist í Barnablađinu áriđ 1987. Hver ţekkir sjálfan sig?

Einhvers stađar hef ég heyrt lítinn fugl tísta ađ Vera Illuga hafi veriđ nas... kaţólikki á einhverju stigi á unga aldri. Si fabula vera est. Kannski ćttu menn ađ líta í eigin barm, áđur en alhćft er á RÚV, sem margir kalla, og ţađ ađ sönnu, Lygaveitu Ríkisins. Ég held ađ vandamál RÚV sé fyrst og fremst vankunnátta starfsmannanna, en stundum spila öfgar nútímans verulega inn í.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband