Íslendingar í hjarta Ţriđja ríkisins

Berlín
Fyrir síđara heimsstríđ, og fram til 1940, fylgdist danska utanríkisţjónustan grannt međ fólki frá Íslandi, sem nasistar höfđu bođiđ til ýmis konar mannfagnađa í Ţýskalandi nasismans. Hér skal ţó ekki ritađ um Ólympíuleikana áriđ 1936 sem er kapítuli út af fyrir sig, heldur um Íslendinga sem dáđust af Ţriđja ríkinu, og sömuleiđis ţá sem bođiđ var ţangađ til ađ umgangast háttsetta nasista. Íslendingar létu nota sig, eins og svo oft áđur, en margir ţeirra voru einnig rétttrúađir nasistar, sem heilluđust ađ Hitler og nasismanum.

Í ţessum pistli, sem er í lengri kantinum, leyfi mér hér ađ nefna nokkur dćmi um hve vel áhyggjur dönsku utanríkisţjónustunnar sjást í skjölum frá ţessum tíma. Ţessar áhyggjur komu til vegna mjög náinna samskipta sumra Íslendinga viđ Ţriđja ríkiđ, sem og umfjöllun nasískra fjölmiđla um Ísland og Íslendinga.

Gunnar Gunnarsson

Í fćrslunni hér á undan á Fornleifi, kom ég lítillega inn á hinn gráa kött á međal Íslendinga sem sóttu Berlín og Ţýskaland nasismans heim. Ţađ var vitaskuld Gunnar Gunnarsson skáld. Ţann 21. júlí 1936 hafđi danska sendiráđiđ í Berlín t.d. samband viđ utanríkisráđuneytiđ í Kaupmannahöfn og lýsir ferđum Gunnars Gunnarssonar á vegum nasistafélagsins Die Nordische Gesellschaft. Ţví var m.a. stýrt af nokkrum af sömu einstaklingum sem einnig úthugsuđu gyđingaofsóknir nasista.

Gunnar Königsberg 1940

Gunnar í Köngigsberg (Kaliningrad) áriđ 1940.

Fyrir ţessa heimsókn Gunnars áriđ 1936 var búiđ ađ veita honum frekar innihaldslausa nasistaprófgráđu og Gunnar gat nú titlađ sig Dr.phil. h(onoris).c(ausa), ţ.e heiđursdoktor, í Heidelberg, ţar sem nasistar réđu nú lögum og lofum í háskólanum. Sporin eftir Gunnar eru mörg á ţessum slóđum, og furđu sćtir ađ Gunnarsstofnun á Skriđuklaustri sé beinlínis iđin viđ ađ fjarlćgja alla vitneskju um samskipti Gunnars viđ háttsetta nasista í Ţýskalandi. Slíkt er ekkert annađ en gróf sögufölsun og vćgast sagt nokkuđ furđuleg hegđun á okkar tímum. 

Sögufölsun Gunnarsstofnunar
Gunnar var og enn mikiđ skáld í margra augum, og sumir ímynda sér í ofanálag, ađ hann hefđi átt Nóbelsverđlaunin skilin - Gunnarsstofnun á Hérađi hefur meira ađ segja klínt mynd af Nóbelsmedalíu á nýa vefsíđu sína (sjá hér og sömuleiđis smćlkiđ ţar um ţýsk samskipti hans). Í ţví sambandi má kannski nefna ađ stofnun Knut Hamsuns í Noregi leynir ţví ekkert, ađ Hamsun hafi veriđ hinn argasti gyđingahatari, ţegar um slíkt hefur veriđ rćtt. Heimalningarnir á Skriđuklausti eiga margt enn ólćrt.

Sigurbjörn Gíslason og dóttir hans

Nokkru eftir ađ Gunnar gerđi hosur sínar grćnar í Berlín, eđa 28. júlí 1936, ritađi sendiherra Dana, Herluf Zahle til ráđuneytis síns í Kaupmannahöfn og segir frá ferđum Sigurbjörns Gíslasonar cand. theol., sem stofnađi elliheimiliđ Grund.  Sigurbjörn var međ dóttur sinni í Berlín, ţar sem ţau voru m.a. gestir des Deutschen Frauenwerks (NS-Frauenwerks) í Berlín, ţar sem ţau hittu "Helgu allra Helgna". Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, og var eftir stríđ  yfirlýst glćpakvendi og fór huldu höfđi og kallađi sig Maríu Stuckebrock.

Gertrud Scholtz-Klink

Íslenskur guđfrćđingur og dóttir hans hittu ţessa konu sem framleiddi sex börn fyrir Ţýska Ríkiđ. Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, sem var helsta talskona ţess ađ ţýskar konur fćddu sem flest börn í ţeim tilgangi ađ fjölga Ţjóđverjum og hinum "aríska stofni", og auka ţar međ yfirráđ Ţjóđverja. Slík kynni eru álíka smán og ţegar nútímafólk á Íslandi mćrir og sćkir heim hryđjuverkasamtök sem hefur sömu skođun á hlutverki kvenna sem framleiđsludýr á fallbyssufóđur. Ţrátt fyrir ţungan fangelsisdóm var Scholtz-Klink ávallt nasisti međan hún hafđi rćnu til.

Áriđ 1938 fórst kona Sigurbjörns, Guđrún Lárusdóttir, alţingismađur fyrir Sjálfstćđisflokkinn, og tvćr dćtur ţeirra međ henni, ţćr Sigrún Kristín og Guđrún Valgerđur í sviplegu dauđaslysi, ţar sem bíll síra Sigurbjörns hentist bremsulaus í Tungufljót. Sigurbjörn var sem kunnugt er fađir Gísla Sigurbjörnssonar, sem síđar var forstjóri Grundar en einnig landsţekktur nasisti og oft uppnefndur Gitler.

Eiđur Kvaran

Kvaran, sem var berklasjúkur nasisti (sjá hér), var einnig undir smásjá danska sendiráđsins í Kaupmannahöfn, og t.d. upplýsir sendiráđiđ ráđuneytiđ í Kaupmannahöfn um ađ út sé komin ritgerđ eftir Eiđ í tímaritinu RASSE, sem bar titilinn Die rassischen Bestandteil des isländischen Volkes.

---

Áhugi Herluf Zahles

Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín varđ međ árunum í Berlín sífellt betur ljóst, ađ nasisminn var mikiđ mein. Hann ritađi einnig ráđuneyti sínu bréf varđandi heimsókn ţýska konsúlsins Timmermanns í Hamborg, ţar sem Günther Timmermann rćđismađur Ţjóđverjar í Reykjavík sat fyrir svörum í nasistableđlum sem birtu viđtal viđ hann undir fyrirsögninni "Draumar og Veruleiki". Timmermann sem var ekki harđlínunasisti var giftur íslenskri konur. Hann var fuglafrćđingur ađ mennt. Timmermann sagđi frá ţví sem fyrir bar á Íslandi, jafnvel hreinskilningslegar en Íslendingar sjálfir, og Zahle lýsti skođu sinni á viđtalinu viđ Timmermann á eftirfarandi hátt:

Drřmmen var det nordgermanske Svćrmeri, Virkeligheden en "Venstre-Instilling", som endogsaa har kommunistiske Reklameplakater mod Tyskland at opvise. Saavel herimod som mod Gćstevvenskabet misbrugende tyske Eventyrer, paakalder Konsul Timmermann den gode Vilje, den taktfulde gensidige Anerkendelse af hinandens sćrlige Ejendommeligheder.

Vart er hćgt ađ skrifa ţetta betur á ţeim tíma er Íslendingar flykktust til Ţýskaland Nasismans, og héldu var vatni yfir ágćti hans og Foringjans. Og í leiđinni baunuđu ţeir á Danmörku viđ hvert tćkifćri sem ţeim gafst. Fyrir sumt fólk var nasisminn vel ţegiđ "vopn" í frelsisbaráttunni - en Ţjóđverjar hlustuđu lítt á slíkt, ţví ţeir vissu hvađa ríki Ísland tilheyrđi á ţessum tíma.

Ýmsar ađrar heimssóknir Íslendinga voru til athugunar í sendiráđi Dana, allt frá mönnum sem sóttu í námskeiđ í leirkerasmíđi til karlakóra. Yfirgengilegur stíll Jón Leifs fór einnig fyrir brjóstiđ á Dönum, eins og áđur hefur veriđ sagt frá á öđru bloggi mínu sjá hér). 

Allt ţetta og meira er hćgt ađ lesa um í gögnum í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, sem íslenskir sagnfrćđingar, sem rannsaka Íslandi í síđari stríđi, hafa alls ekki nýtt sér sem skyldi - eđa yfirleitt komiđ ţangađ, nema kannski eina dagsstund. Ţess vegna "myrti" t.d. íslenskur sagnfrćđingur ungan ţýskan gyđing sem vísađ var úr landi á Íslandi.  Samkvćmt bókum og greinum íslensk sagnfrćđings fórst mađurinn í helförinni, ţó mađurinn hefđi dáiđ úr krabbameini í bćnum Horsens eftir stríđ.

Sumum íslenskum sagfrćđingum var reyndar meira annt um ađ halda ţeim stjórnmálasamtökum sem ţeir tilheyrđu flekklausum, en ađ skrifa söguna sem sannasta. Ţađ hefur reyndar lengi veriđ vandi sagnfrćđinga jafnt til vinstri og hćgri á Íslandi - međ nokkrum undantekningum ţó.

Hér skulu til tekin nokkur dćmi um Íslendinga sem Danir fylgdust međ í Ţýskalandi nasismans, sem ég hef ekki ritađ um áđur á Fornleifi:

María Markan

María MarkanMaría hélt sinn fyrsta konsert í Berlín laugardaginn 16 desember. Hún var rómuđ mjög í Völkischer Beobachter, og margir nasistar komu til ađ hlusta á íslenska söngfuglinn. Fyrir konsertinn hafđi Markan mćtt í danska sendiráđiđ međ íslenska rćđismanninum Jóhanni Ţ. Jósefssyni rćđismanni Ţjóđverja á Íslandi. Zahle skrifađi yfirbođurum sínum í utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn ađ hann hafi Frk. Markan  mismundandi ráđ og bođiđ henni nauđsynlega hjálp ađ sendiráđsins hálfu.

Hann bćtti síđan viđ:

"Derefter har Gesandskabet overhovedet ikke hřrt nogetsomhelst til hende, hvilket er saa meget mćrkeligere, som to af dettes Medarbejdere turde vćre kendt som Islandsinteresserede." 

Vart hefur Zahle gefiđ Markan ráđleggingar varđandi söng og sviđsframkomu. Ég vćnti ţess ađ ráđleggingar hans hafi gegniđ út á umgengni viđ nasista, sem ung kona gćti misskiliđ.  Ţetta var skömmu áđur en María Einarsdóttir Markan var ráđin ađ Schiller-óperunni í Hamborg. Nasistum líkađi hún og söngur hennar.

Karlakór Reykjavíkur

Kórinn og kom til Berlínar í nóvember 1937, og hélt ţ. 12. ţess mánađar konsert í mjög fámennum Bach-salnum á Lützowstraβe 7 (áđur kallađur Blüthner-salurinn), undir stjórn Sigurđar Ţórđarsonar en einsöngvari međ kórnum var Stefán Íslandi. Zahle var mćttur á tónleikana međ dóttur sinni og nokkrum öđrum starfsmönnum sendiráđsins  og skrifađi skýrslu til Utanríkisráđuneytisins. Zahle upplýsir ađ kórinn hafi einvörđungu sungiđ  ţýska "ţjóđernissálma" fyrir hlé, ţótt stađiđ hafi í söngskránni ađ einungis íslenskir söngvar yrđu sungnir utan tveir; Annar eftir F.A. Reissiger sem telst vera norskt tónskáld ţó hann hafi fćđst í Ţýskalandi og hinn eftir prins Gustaf Oscar af Svíţjóđ og Noregi (1827-52). Zahle og og ađrir kröfđust ţá úr salnum íslenskra söngva. Zahle var einstaklega hrifinn af Ave Mariu eftir Sigvalda Kaldalóns, og ţađ varđ dacapo.

bralliŢjóđverjar (eđa huganlega Guđbrandur Jónsson) hafa greinilega breytt dagsskránni og sett ţýska ţjóđernissöngva (nasistamúsík) á dagsskrána.

Tvennt fór mest fyrir brjóstiđ á Zahle varđandi kórinn, en var ţađ alls ekki söngurinn sem hann rómađi mjög í löngu bréfi sínu til Kaupmannahafnar: Annars vegar var ţađ hiđ algjöra skipulagsleysi ferđarinnar. Kórinn kom of seint til lofađs söngs og hann hafđi ekki haft samband viđ t.d. sendiráđiđ um ađstođ. Fámenniđ í Bach-salnum má fyrst og fremst skrifa á fararstjóri ferđarinnar, sem var annađ ađalvandamáliđ samkvćmt Zahle. Ţađ var enginn annar en Guđbrandur Jónsson (sem kallađur var prófessor um tíma). Zahle lýsir honum ţannig í bréfi sínu til yfirbođaranna í Kaupmannahöfn:

".... Guđbrandur Jonsson, som under Koncerten gjorde mig sin opvartning, kjoleklćdt og medalje-dekoreret, men hvis Egnethed til Hvervet dog vistnok turde vćre Tvivl underkastet."

Karlakórinn hélt áfram frćgđarför sinni til Prag og síđar til Vínarborgar, Leipzig, aftur til Berlínar - og loks til Hamborgar, en ţegar danska sendiráđinu í Berlín barst frásögn af konsert karlakórsins í Hamborg sem birtist í Hamburger Tageblatt, hnaut Zahle ekki um söngdóminn sem var ágćtur, heldur um frásögn af titlum ţeim sem Guđbrandur "vitlausi" veifađi um sig.  Hann var orđinn íslenskur Archaeologe, Professor und Doktor og ofan í kaupiđ Protockolchef Islands.  

Ekki má heldur gleyma Ţýskalandsferđ alţýđuflokksmannsins!! Guđbrands Jónssonar til Berlínar og Ţýskalands áriđ 1936, ţar sem hann talađi í ţrígang í útvarp. Ţjóđverjar buđu gerviprófessornum međ sér til fangabúđanna Dachau í Bćjaralandi (vegna óska frá Guđbrandi sjálfum), sem hann lét víst vel af. Stórfurđulegt er hvernig ađ íslenskur "krati"  og kaţólikki hafđi ánćgju af ađ umgangast nasista og sjá skođanabrćđur sína í fangabúđum fyrir skođanir sínar. Ţór Whitehead sagir frá ţví í Ţýskalandsćvintýri Himmlers (2. útg. 1998). Sjálfur tók Guđbrandur, sem sumir menn uppnefndu síđar sem Bralla, fram, ađ hann vćri sósíaldemókrati. Áriđ 1938 ritađi hann er hann fann fyrir óánćgju flokksfélaga sinna í Alţýđuflokknum:

Ég ćtla hér ađ taka fram ... ađ ég er alţýđuflokksmađur, og ađ ég er ţví andvígur stjórnmálastefnu Natíónalsócíalista eđa Nazista, eins og ţeir eru nefndir í daglegu tali. Ţađ má ţví enginn ćtla ađ ég ađhyllist ţćr skođanir, ţo ađ mér ţykir Ţjóđverjar ágćtir menn, og skylt, ađ andstćđingar stefnunnar beitist gegn henni međ ţeim rökum sem ţeir ráđa yfir. (Sja bók Guđbrands: Ţjóđir sem ég kynntist : minningar um menn og háttu, Reykjavík: Bókaverzlun Guđm. Gamalíelssonar, 1938).

Síđar skrifađi íslenskur sjálfstćđismađur ţetta til bresks nýnasista og helfararafneitara. Lausar skrúfur? Kannski eru menn bara svona á íslandi. Lögmađurinn og sjálfstćđismađurinn sem ritađi breska helfararafneitaranum bćtti viđ: I am not saying, that I always agree with you, Dear Sir, but I like your books very much.

Líkt og áđur fyrr eru nasistar nútímans fljótir ađ taka höndina, ţegar litli fingurinn er réttur út. Lögmađurinn bjóst líklegast ekki viđ ţví ađ helfararafneitarinn Irving myndi birta bréf sitt.

Kratinn, kaţólikkinn og nasistaađdáandinn Guđbrandur Jónsson, tók síđar beinan ţátt í ritun texta sem notađur var viđ brottvísun gyđinga frá Íslandi.

Hér má lesa um annan krata sem á margan hátt var skođanabróđir Guđbrands.


Heimsóknir rektora Háskóla Íslands til Berlín

Alexander JóhannessonNasistum ţótti allra vćnst um ađ fá íslenska menntamenn í heimsóknir til Berlínar. Ţar vantađi heldur ekki viljuga međreiđarsveina. Međal ţeirra var prófessor Alexeander Jóhannesson sem var rektor Háskóla Íslands á árunum 1939 til 1942.

Nordisches Gesellschaft og SA (Sturmabteilung, sem var á ýmsan hátt forveri SS) hélt honum kvöldverđ til heiđurs á Hótel Adlon, ţar sem mćttir voru glćpamenn eins og Diedrich von Jagow.  Áđur hafđi Alexander Jóhannesson haldiđ fyrirlestur viđ háskólann í Greifswald.  Viti menn, Danir voru fljótir ađ senda upplýsingar um ţađ til Utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn ( í bréfi dagsettu 7. Febrúar 1939). Vegna fćrni sinnar í ţýsku, ţar sem Alexander hafđi menntast í Leipzig og Halle, ţá sagđi hann margt og sumt sem betur hefđi veriđ ósagt. Meira um ţađ síđar.

Síđar varđ Alexander líklega frćgari sem frímerki ţar sem minnst var hlutverki hans í flugsögu Íslands; Menn sem ţurftu mikiđ ađ skreppa til Berlínar voru vitaskuld miklir áhugamenn um flug:

Alexander Jóhannesson frímerki

Níels P. Dungal prófessor í lćknisfrćđi, var á ferđ í Berlín áriđ áđur, nánar tiltekiđ í maímánuđi 1938. Ţađ ár var hann rektor Háskóla Íslands. Mánudaginn 30. maí hélt hann fyrirlestur međ skyggnum um Ísland á 20. öld (Island im 20. Jahrhundert) sem var haldinn á Hótel Adlon fyrir samansafn háttsettra nasista. Friedrich Wilhems Universität zu Berlin hafđi bođiđ Dungal ađ halda fyrirlesturinn.

Níels Dungal

Professor Dr. Niels Dungal

Dungal var hins vegar ţegar í janúar sama ár mćttur í Berlín, og ćtlađi sér ađ tala viđ engan annan en Alfređ Rosenberg, sem ţá starfađi í einni af deildum ţýska utanríkisráđuneytisins, Ausvärtiges Amt. Rosenberg var einnig helsti hugmyndafrćđingur ţýskra nasista um gyđinga og síđar stríđsglćpamađur, og var tekinn af lífi fyrir stórfellt hlutverk sitt í helförinni gegn gyđingum. Hans málefni voru á tímabili í sér deild í ráđuneytinu, Aussenpolitische Amt der NSDAP (sem stytt var APA) sem í daglegu tali var einnig kölluđ Amt Rosenberg. Fékk hún síđar heitiđ Einsatzstab Reichsleiter Rosenberg. APA hafđi lengi til húsa í hliđarbyggingu viđ hiđ margfrćga og glćsilega hótel Adlon, sem nasistar gerđu fljótlega ađ sínu hóteli og ballsal SS.

Alfred Rosenberg stjórnađi einnig Die Nordische Gesellschaft, andlegri taug Gunnars Gunnarssonar í Ţýskalandi, sem sumir sögulausir menn á Íslandi hafa leyft sér ađ kalla Norrćna Félagiđ í ţýđingum.

Rosenberg fangi

Fanginn Alfred Rosenberg bíđur dóms

Die Nordische Gesellschaft bauđ Dungal í hádegisverđ á hinu dýra Adlon-hótelinu í Berlín og ţangađ mćtti Zahle sendiherra Dana, en ekki mjög fjálgur. Fyrir utan ađ Zahle segđi yfirbođurum sínum í Kaupmannahöfn frá ţessum hádegisverđi sem Dungal var heiđursgestur í, var sagt frá honum í einu helsta blađi nasista Völkischer Beobacther ţann 23. janúar 1939. Ţannig notuđu nasistar Íslendinga, og ţeir voru greinilega upp međ sér rektorarnir af ţessum tengslum sínum.

Fljótlega rann upp fyrir Zahle sú stađreynd ađ Níels Dungal hefđi međ kynnum ţeirra fyrst og fremst áhuga á ađ tala máli öfganasistans Friedrich Walterscheids, sem stundađ hafđi nám viđ Háskóla Íslands. Stúdentinn Walterscheid, ţótti rćđismađur Ţjóđverja í Reykjavík, Günther Timmermann, ekki standa sig nógu vel í stykkinu og réđst ţví líkamlega á Timmermann á fundi sem haldinn var í Germaníu, vinafélagi Ţýskalands og . WalterscheidÍslands taldi ađ Timmermann hefđi ekki kynnt nćgilega vel eđli ţrćlkunarbúđa nasista sem ţeir kölluđu ţá "ţegnskylduvinnubúđir". Nasistar völdu alltaf vel nöfn á skítverk sín. Waltersceid gerđi sér lítiđ fyrir og sló Timmermann. Ţessu fúlmenni, sem hafđi numiđ viđ HÍ, var vísađ til Ţýskalands fyrir bragđiđ eftir ađ Timmermann kćrđi athćfi hans til sendiherra Dana í Kaupmannahöfn. 

Zahle upplýsir 24. janúar 1938, ađ hann teldi ađ Dungal vćri nú búinn ađ gefa ţau áform sín upp á bátinn ađ ađstođa Walterscheid. En aldeilis ekki - Dungal rektor ritar Zahle aftur frá Reykjavík 10. febrúar 1938 Í ţví bréfi kemur í ljós ađ Dungal er einn ţeirra Íslendinga sem hve mest vilja losna viđ hinn "gagnrýna Timmermann". Reyndar voru ţađ flestir félagsmenn í félaginu Germaníu, sem kröfđust ţess. Dungal skrifar m.a. í stuttu bréfi sínu til Dungals:

"Vi har stadig noget vrövl med vor tyske Konsul som vi alle gerne vil vere fri for og forhaabentlig ogsaa snart bliver, men den sag skal jeg ikke yderligere betynge dem med."

En áđur en Zahle fékk ţetta bréf frá Dungal, sem kenndi í brjósti um öfgapiltinn sem sló Timmermann utan undir, og sem hafđi gefiđ Walterscheid sín bestu međmćli, ritađi Zahle utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn bréf, ţar sem hann skýrđi hvernig hann hafđi ráđlagđi Dungal ađ láta máliđ kyrrt liggja.

En hafđi Dungal samband viđ Auswertiges Amt, eđa ađrir íslenskir Ţýskalandsvinir? Ţađ er mjög líklegt. Ólíklegt er ađ Dungal segi satt frá í bréfi sínu til Zahle. Mjög líklega hefur hann einnig velt ţessu máli viđ ađra valdamenn í Berlín en Alfred Rosenberg, ţví skömmu síđar var Timmermann hrakinn úr embćtti sínu á Íslandi og kallađur heim og varđ ađ ţola erfiđ ár í herţjónustu á stríđsárunum. En til Íslands erkinasisti, SS-mađurinn Gerlach, sem lítt var rómađur, og ekki syrgđur ţegar Bretar tóku hann til fanga áriđ 1940.

Svo vinsćll var Dungal í Berlín, ađ hann var aftur kominn til borgarinnar í maímánuđi 1938, eins og áđur greinir, og hélt nú skyggnuljósmyndasýningu um Ísland á 20. öld. Herluf Zahle sendiherra fann sér gilda ástćđu til ađ fara ekki á fyrirlesturinn og sendi Helga P. Briem, íslenska sendiráđunaut (verslunarfulltrúa) í sinn stađ.

Dungal fór svo heim til íslands og hélt áfram sínu daglega amstri viđ Háskóla Íslands og í frítímum sínum rćktađi hann brönugrös (orkídeur). 

Óskandi vćri ađ Háskóli leiđrétti ófullnćgjandi ćvisögur fyrrverandi rektora háskólans. En af ţekkingu minni af ţeirri stofnun, hef ég samt á tilfinningunni ađ seint muni svo fara. Feluleikurinn kringum hinn Nóbelsrúna verđlaunagrip Gunnar á Skriđuklaustri er nefnilega nokkuđ algengt fyrirbćri í íslensku ţjóđfélagi eins og flestum er nú kunnugt um.

 

*Ítarefni um íslenska nasista, sjá dálkinn til vinstri.

*Áhugverđ lesning fyrir ţá sem hafa áhuga á íslenskum nasistum: Rannsökum nasistana í Sjálfstćđisflokknum!


The Gunnarsson Nazi Hush

Gunnar Gunnarsson Zahle

T
he Gunnar Gunnarsson Center (Gunnarsstofnun) at Skriđuklaustur in East-Iceland is still more or less silent about Icelandic author Gunnar Gunnarsson´s Nazi sympathies.

Icelandic author Gunnar Gunnarsson´s Nazi ties have been dealt with earlier here on the Fornleifur-blog (see articles below on the left side column). A center in the east of Iceland, dedicated to the memory of Icelandic author Gunnar Gunnarsson (1889 - 1975), which should tell the punlic about the life and promote the work of Gunnar Gunnarsson, still chooses to do so by leaving out crucial information about Gunnar Gunnarsson´s naive Nazi sympathies.

Visitors at Skriđuklaustur, formerly the home of Gunnarsson, will only be presented by a small portion of the story about Gunnar Gunnarsson contacts with Nazi organizations and his visit to Hitler in 1940. That is plain and simple a historical distortion, funded by the Icelandic state and the sinister indifference of the director of the center.

To remind the center at Skriđuklaustur and the Icelandic authorities, who run this center, that they are distorting history, Fornleifur is publishing this photograph of Gunnarsson in Germany in the early 1930s. At the far left we see Danish Ambassador Herluf Zahle, who in 1940 loathed Gunnar Gunnarsson´s Nazi sympathies and his activities in Germany.  

On 31 January 1940, Ambassador Zahle reported to the Foreign Office in Copenhagen about Gunnar Gunnarson´s Nazi-friendly activities in Germany, and the one instance when Gunnarsson mistakenly claimed that the 1918 Versailles-treaty definition of Schleswig border of Denmark was "more than just any other border". For this, one daily in Germany, the Niederduetscher Beobachter in Schwerin, defined Gunnarsson statement as anti-German (Undeutsch). However, that single failure on behalf of Gunnarsson, reported on the 4th of February 1938, didn´t destroy his good reputation and popularity in the Third Reich.

In January 1940 Dansih ambassador Herluf Zahle notified his superiors in Copenhagen,that Gunnarsson was visiting Berlin and stated that he was personally not going to support Gunnarsson´s cause by attending the lecture at a seminar held by Die Nordische Gesellschaft, which was a Scandinavian-German organisation highly infiltrated by the SS. Zahle sent one of his junior diplomats to attend. The day after, when Gunnar Gunnarsson was invited to lunch in the Danish embassy, Zahle told Gunnarsson to his face his decision not to attend Gunnarsson´s Nordische Gesellschaft speech.

Please tell all visitors at the Gunnarsson Center at Skriđuklaustur about this, as well as ALL other aspects of Gunnarsson´s contacts with the Nazis. If that doesn´t happen, the Gunnar Gunnarsson Center cannot be taken seriously.


Instead of this rather limited and contrafactual narrative about Gunnarsson´s activities in Nazi-Germany, the center should also tell the visitors how negative Gunnarsson´s attitude towards Nordic States´ collaboration was after the war. That was noted by the Danish Foreign Ministry, which archived the below clipping from the Danish daily Information, written by an Icelandic journalist who wrote under the pseudonym Hamar.

Information

The above photograph shows the following people - from the left: Herluf Zahle, author Clara Viebig, who was married to a Jew, Gunnar Gunnarsson and the Austrian Jewish author Vicky Baum, many of whose books were filmatized. The photograph is taken at a party in the Press Club in Berlin in 1930, before Vicky Baum emigrated to the USA. The Nazis called her a jüdische Asphaltliteratin (Jewish tarmac author).


Getur einhver lesiđ á japönsku kassana mína ?

Fig 1b
Ég segi eins oft og ég get: Ég er međ heppnari mönnum, og ţađ er fyrst og fremst vegna betri helmingsins. Mín elskulega ektakvinna, hin síunga Irene, dekrar mjög viđ manninn sinn. Til ađ mynda nýlega, ţegar hún gaf mér afmćlisgjöf. Ég fékk gjöfina nokkrum vikum fyrir afmćliđ, alveg eins og í fyrra er hún bauđ mér á eftirminnilega tónleika međ Woody Allen og hljómsveit hans.

Í ár fékk ég hins vegar japanskan kassa fyrir afmćliđ mitt sem er 22. júlí ár hvert - en stundum skömmu áđur eđa í áföngum.

Eina sólríka helgi fyrir skömmu, (síđan hefur sólin brunniđ á himninum hér í Danmörku), brugđum viđ okkur í stórbćinn og fórum međal annars inn í litla verslun í Nágrannaleysu (Nabolřs), sem selur verđandi japanska forngripi. Verslunin er rekin af nokkrum ungmennum á ţrítugsaldri sem ferđast mikiđ til Japan vegna brennandi áhuga síns á landinu. Ţar kaupa ţau einnig góđa gripi sem ţau leggja örlítiđ á í Kaupmannahöfn og reyna svo ađ lifa af ţví sem ţau ţéna međ námi eđa til ađ greiđa fyrir frekari ferđir til Japans. Mig grunar ţó ađ ţau hafi ađgang ađ búđarrýminu fyrir lítiđ, ţar sem verslunin er á afar góđum stađ.

Kona mín sá strax ađ ég slefađi eins og krakki yfir bambuskassa einum í búđinni sem og loki af minni kassa. Ţetta var eini slíki gripurinn í versluninni. Kassinn og lokiđ eru frá byrjun 20. aldar og bera áletranir ritađar međ japönsku tússi. Ég keypti mér lokiđ fyrir lítiđ. Konan mín sá líka ađ mér langađi óhemjumikiđ í kassann  svo hún keypti hann sísona og gaf mér í fyrirframafmćlisgjöf.

Kassar sem notađir voru fyrir postulín eđa lakkvörur

Kassar sem ţessir voru jafnan smíđađir úr bambus utan um dýrmćtan varning svo sem postulín eđa lakkvöru, ţegar slíkir eđalgripir voru seldur á fyrri öldum. Konan mín, sem lagđi stund á japönsku međ námi sínu í stjórnmálafrćđi í Árósi á síđustu öld, gat ekki lesiđ áletrunina á kössunum. Hún sá strax ađ ţetta var ađ miklu leyti skrifađ međ kínverskum táknum sem kallast kanji.

Fig 3 b

Mynd II

Fig 4 b Mynd III


Ég spurđi ţá verslunareigendurna sem voru til stađar, hvort ţau gćtu lesiđ japönsku, en ţađ gerđi ađeins ein ţeirra, sem er hálfur Japani. Hún gat hins vegar heldur ekki lesiđ  áletrunina. Hún tók ţá myndir og sendi föđur sínum, sem er japanskur, og hann varđ líka ađ gefast upp, en upplýsti ađ ţetta vćri gömul japanska frá ţví yfir leturbreytingu á 20. öld. Ţegar hćtt var ađ nota ýmsa kínverska bókstafi og hljóđkerfi annarra stafa breyttist alfariđ. Í dag er ţessi japanska ekki kennd nema í háskólum, og afar fáir geta lesiđ texta međ kínverskum táknum og gamla hljóđkerfinu.

Ég hafđi ţá samband viđ Toshiki Toma prest innflytjenda á Íslandi, og síđar prófessor einn í Kaupmannahöfn, en báđa skorti aldur og ţekkingu til ađ geta lesiđ ţennan gamla kanji-texta. Til ţess ţarf mađur víst helst ađ vera orđinn rúmlega 90 ára eđa sérfrćđingur. Ekki ţýđir heldur ađ biđja Kínverja ađ lesa textann, ţví ţó ţeir ţekki táknin, ţýđa ţau og hljóđa oft á tíđum allt öđruvísi á gamalli japönsku en á kínversku.

Í kassanum á myndinni efst voru japönsk dagblöđ frá 3. áratug síđustu aldar. Ţađ gćti vel gefiđ hugmynd um aldur kassans.

Geta lesendur hjálpađ međ ráđningu textans?

Fig 2

Mynd IV

Vera má ađ lesendur Fornleifs séu sleipir í japönsku og geti lesiđ fyrir mig hvađ stendur á

(I)   kassanum (á myndinni efst),

(II)  innan á loki hans (mynd IV)

(III) báđum hliđum loksins af litla kassanum (myndir II og III)

Kassinn er listavel smíđađur og ekki er notađur einn einasti járnnagli. Hann er einnig mjög vel nothćfur. Ég nota hann eftir hreinsun og vöxun til ađ hylja snúrur og leiđslur sem hrynja í tugatali af tćkjum sem á okkar tímum fylla öll skrifborđ. Leiđslur frá tölvu, lömpum, hátölurum, hleđslutćki og skánskri myndavél, fara allar ofan í kassann og sem felur svarta spaghettíiđ sem lekur ofan af skrifborđinu mínu. Kassinn og áletranir hans sjást vel undir borđinu, en mig vantar enn skýringu á áletrunum til ţess ađ vera alsćll. Ég tek fram ađ ţađ stendur hvorki Honda, Toyota, Mishubishi, Nissan, Suzuki, Daihatsu eđa Datsun á kassanum.

Ţýđingarnar á áletrun kassanna minna ţarf ég helst ađ fá ekki miklu síđar en á morgun, sem minnir mig á ţađ hvernig vörumerkiđ Datsun varđ til:

   Framleiđendum Datsun vantađi fangandi, erlent nafn á fyrstu bifreiđina sem ţeir framleiddu. Ţeir leituđu til helsta ráđgjafa um fangandi bílanöfn á sínum tíma. Hann bjó í New York, sem hét vitaskuld Cohen. Cohen spurđi útsendara japanska bílframleiđandans hve fljótt ţeir ţyrfti ađ fá hiđ nýja nafn. "Aooh, Helst á morgun" sagđi sá japanski. Cohen svarađi ţá uppvćgur á brooklensku "Dat soon?" Ég sel ţetta ekki dýrara en ég keypti.


Catwalk međ íslenska hundinn

Dorrit á Alţingi mynd Alţingis

Hin glćsilega, fyrrverandi forsetafrú bjargađi uppistandinu á Ţingvöllum í gćr. Ađ vanda kom Dorrit, sá og sigrađi.

Hún  Dorrit fullkomnar nefnilega listina ađ vera alţýđleg. Hún gerđi sér lítiđ fyrir, líkt og oft áđur, og talađi viđ hinn almenna mann ţegar hún var komin niđur Almannagjá.  Hún fékk lánađan íslenskan hund í sömu litum og hún sjálf og saman tóku Mússa og Seppi catwalk á Ţingvöllum.

Ađ núverandi forsetfrú ólastađri, ţá sakna ég dálítiđ Dorritar. Hún var algjör hrádemantur. Ţađ var svo gaman á Íslandi ţegar hún var á Bessó.

Ég ţakka skrifstofu Alţingis fyrir ađ birta ţessa mynd, sem er frábćr. Loks hafa menn ţar á bć lćrt ađ taka almennilegar ljósmyndir. Ég ţakka fyrir hönd pöpulsins sem fylgdist međ úr fjarska.

... og Pía hvađ...


Out of Africa - or Eurasia

Homo-erectus-702x336

Hér fer Fornleifur mjög langt aftur í tímavél sinni til ađ kynna niđurstöđu íslensk vísindamanns í Lundi. Eldra getur ţađ vart orđiđ. Ţetta er jafnvel óţćgilega fornt fyrir Fornleif, ţó hann kalli ekki allt ömmu sína í forneskjunni.

Haldiđ skal aftur til ţess tíma er sum okkar urđum eldklár og ţenkjandi: sapiens sapiens, međan ađrir héldu áfram ađ vera bara sapiens, og jafnvel hálfgerđir imbecilles, eđa imbar og "silly".

Laglegi pilturinn, á myndinni hér fyrir ofan, er ekki mjög ósvipađur sumum af ţeim knattspyrnuhetjum sem berjast í Rússlandi ţessa dagana. Ţá er ég ekki ađ velta fyrir mér hve útiteknir ţeir eru (litinn ţori ég ekki einu sinni ađ nefna). Ţessi kappi, sem var ekki hávaxnari en 12 ára íslenskur krakki, er framkallađur á grundvelli hauskúpu sem er um tveggja milljón ára gömul og sýnir Homo erectus, forföđur ţeirra mannskepna, sem brugđu undir sig betri fćtinum fyrir ca. 2 milljónum árum síđan: Ţessi manntegund sem voru eđalmenni frá Afríku sem gengu upprétt, tók međvitađa ákvörđun eins og Bjarni F. Einarsson fornleifafrćđingur myndi kalla ţađ. Ţeir höfđu slitiđ barnsskónum í nokkur milljóna ára áđur en ţeir héldu í mikla langferđ norđur á bóginn. Ekki miklu síđar en fyrir um ţađ bil 1,8 milljónum árum, var erectus-ćttin búin ađ dreifa sér um ţađ sem síđar var kallađ Evrópa og Asía.

homo-sapiens

Homo Sapiens Sapiens, ţrútinn um augun af allt of miklum hugsunum og ákvörđunartökum

Karlinn hér fyrir ofan var hins vega yngri og var hann nokkuđ glúrnari en forfeđur hans sem flykktust norđur á bóginn. Hann er afkomandi ţess á efri myndinni. Ţessi mynd er gerđ eftir beinaleifum manns sem mun hafa veriđ uppi fyrir um 150.000 árum síđan; Og nokkurn veginn ţannig litu fyrstu forfeđur okkar einnig út, ţegar viđ af tegundinni homo sapiens sapiens byrjuđum ađ greinast ađ fullu frá Homo sapiens Neanderthalensis, fyrir meira en 500.000 árum síđan, einhvers stađar í Evrasíu.

Íslenskur vísindamađur, Úlfur Árnason, prófessor emerítus í sameindarţróunarfrćđi í Lundi, greindi frá ţeim skilnađi fyrir tveimur ári síđan í áhugaverđri grein tímaritinu Gene, á mjög sannfćrandi hátt. En fyrst fyrir 150.000 árum, eđa ţar um bil (ţetta er ekki svo nöje), hafi homo sapiens sapiens snúiđ til Afríku frá Evrasíu. Ţannig ađ skilja, ađ fyrstu viti bornu mannverurnar sem bjuggu í Afríku komu frá Evrópu og Asíu. 

Ţetta eru ugglaust ekki allir eftir ađ éta hrátt og eins hratt og niđurstöđur í ţróunarfrćđi mannsins og erfđafrćđi breytast, gćti sú kenning ţegar veriđ orđin úreld án ţess ađ ég vissi ţađ - en ég hef ekki haft spurnir af neinu nýrra. 

En ef fyrstu fullvita Afríkumennirnir voru "Evrópumenn" (frá svćđum núverandi ESB) eđa "Asíubúar", mćtti til gamans segja í anda ESB-keisarans Merkels, ađ ţeir Afríkumenn sem nú leita til Evrópu í miklum mćli, sér og sínum til ţćginda, séu bara ađ snúa aftur til síns heima. Tyggiđ á ţví, sem haldiđ í hreinum nasisma ykkar ađ Íslendingar séu óflekkuđ "ţjóđ" (sjá t.d. ţetta rugl). 

Ég heyrđi fyrst um frćđileg afrek Úlfs Árnasonar frá uppeldisföđur hans Gils Guđmundssyni, sem ég hitti oftar en einu sinni í flugvélum á leiđ til Íslands á 9. áratugi og rćddi viđ hann á Kastrup flugvelli. Ţá var Úlfur Árnason ađ vinna viđ erfđafrćđi hvala, ţar sem hann hefur unniđ mikiđ og ţarft starf.

Mér ţykir grein Úlfs Árnasonar, Out of Africa hypothesis and the ancestry of recent humans: Cherchez la femme (et l´homme) (sjá einnig ţessa frásögn í öđru riti) mun merkilegri en ţađ sem Íslensk Erfđagreining er ađ gera; T.d. ţađ skemmdaverk ađ ţeir fengu ađ  bora í tennur 97 íslenskra kumlverja sem hvíla á Ţjóđminjasafninu og rađgreina efniđ úr tanntökunni til ađ fá tölfrćđilega óhaldbćra niđurstöđu sem ekki segir neitt marktćkt (sjá hér), um leiđ og eldri rannsóknir međ öđrum ađferđum sem ekki reiđa sig á hiđ heilaga efni DNA, sameindina Deoxyribonukleinsýru, er hunsađar.

Jú, ţađ urđu greinilega ekki allir sapiens sapiens í einum grćnum hvelli. Stundum held ég ađ langt sé í ađ allir nútímamenn geti státađ sig af ţessu tegundaheiti, t.d. ekki forseti Bandaríkjanna, en í honum held ég ţó frekar ađ hafi orđiđ stökkbreyting, sem valdiđ hefur alvarlegri heilaskerđingu. Hugsiđ ykkur: Allt ţetta erfiđi viđ kynbćtur í gegnum hundruđ ţúsundir ára til einskis.


Fornleifafundur sumarsins: Ćvaforn skáti

Fundur sumarsins

Bjarni F. Einarsson leiđir nú keppnina um stćrstu fornleifagúrku sumarsins. Hann fer líklega međ sigur úr býtum ţegar upp verđur stađiđ í haust.

Hann hefur fundiđ hvorki meira né minna en fornan skáta. Geri ađrir betur. Skátinn "tók međvitađa ákvörđun" um ađ setjast ađ á Íslandi.

Fornleifur sagđi álit sitt varđandi fornleifar ađ Stöđ í Stöđvarfirđi í fyrra, sem og kenningasmíđ dr. Bjarna. Ţađ álit hefur ekkert breyst.

Viđ ţökkum Fréttablađinu ţessa smellnu fyrirsögn.

Tómar dósir


Brjánslćkjarkonur ota sínum tota

Valgerđur Briem NM Kobenhavn 3
Ég er farin ađ halda ađ kvenleggur Briemsćttarinnar (boriđ fram Brím en ekki Breim) sé sérstaklega lagiđ viđ ađ ota sínum tota.

Fornleifur greindi fyrr á árinu frá Ingibjörgu Briem, sem komst í franska upptöku, ţ.e.a.s hún varđ fyrst Íslendinga til ţess ađ komast á hljómplötu og ţar međ ađ eilífa undurfagra rödd sína. 

Frummóđir Briemsćttar, frú Valgerđur Briem á Grund í Eyjafirđi, kona Gunnlaugs sýslumanns Guđbrandssonar Briem frá Brjánslćk í Barđastrandasýslu (Briem er, af ţví er sagt er, afbökun á Brjánslćk) ćttföđur Briemsćttgarđsins valdamikla.

Valgerđur sem fćddist áriđ 1779 er talin vera sá Íslendingur sem fćddist fyrst allra ţeirra sem ljósmynd var tekin af á Íslandi. Ţví hélt Mogginn fram er Ţjóđminjasafniđ opnađi eftir breytingar hér um áriđ og birti ljósmynd af Valgerđi. Og ekki lýgur Mogginn. Er safniđ opnađi aftur eftir dýrar endurbćtur "breyttist allt" nema ţjóđminjavörđur, ţví miđur, en ekki ćtla ég ađ daga upplýsingar Ţjóđminjasafnsins um Valgerđi í efa án rökstuđnings. 

Ljósmyndina af henni sem Morgunblađiđ birti, var sögđ vera tekin af barnabarni hennar, Trggva Gunnarssyni trésmiđi, sem síđar gerđist bankastjóri (f. 1835). Tryggvi var í minni ćsku betur ţekktur sem "hundrađkallinn". Ţessi ljósmynd af frú Valgerđi mun ţó ekki vera á međal elstu ljósmynda af Íslendingi, heldur er ţví haldiđ fram ađ hún sé af ţeim Íslendingi sem fćddist fyrst ţeirra sem ljósmyndir voru fyrst teknar af.  Ljósmyndin á enduropnunarsýningu Ţjóđminjasafnsins, sem Morgunblađiđ upplýsti ađ vćri tekin af Tryggva Gunnarssyni, hlýtur ţá ađ vera frá ţví fyrir 1872, en ţađ ár andađist Valgerđur Briem. 

Akne Hustergaard ??

Sama mynd og sýnd var á Ţjóđminjasafninu eftir viđgerđ ţess, er til á Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn (sjá hér og efst). Á síđastnefnda stađnum standa menn algjörlega á gati hvađ varđar módeliđ. Í skráningu á myndinni er ţví haldi fram ađ ţarna sér komin "Akne Hustergaard". Já ég sel ţađ ekki dýrara en ég keypti.

Akne Hustergaard er vitaskuld einhver furđuleg afskrćmin eđa mislestur illa menntađs safnafólks í Kaupmannahöfn. Ţađ er víđar til en í Reykjavík. Gćti veriđ ađ ţađ standi Hřstergaard?  Myndin í Höfn er úr safni Íslandsvinarins Daniels Bruuns, sem ferđađist mikiđ um Ísland og skrifađi merkar bćkur um ţćr ferđir. Ţjóđminjasafn Dana telur ţá mynd af Valgerđi vera tekna af Bruun. En ţađ getur vart  veriđ, ţví hann hafđi ekki enn komiđ til Íslands fyrir 1872 er Valgerđur deyr. En ef myndin er tekin af Bruun, ţá er ţetta allt önnur kona en Valgerđur Briem.

Máliđ er greinilega flókiđ. Tryggvi lćrđi ljósmyndun í Kaupmannahöfn. Ţađan sneri hann ekki aftur frá Danmörku og Noregi fyrr en 1865. Ţá var Valgerđur amma hans á nírćđisaldri. Hann gćti ţví vel hafa tekiđ myndina.  En ef Daniel Bruun hefur tekiđ myndina, ţá er konan greinlega ekki frú Valgerđur Briem.

Valgerđur Briem Umbreytt Minjasafn Akureyrar
Til er önnur ljósmynd (greinilega prentmynd frá 20. öld) af Valgerđi í Minjasafninu á Akureyri (sjá hér). Á ţeirri mynd sýnist hún miklu yngri. En nćsta víst tel ég ađ sú mynd sé retúsering af ljósmyndinni sem fyrr var rćdd. Myndinni hefur veriđ breytt af ljósmyndara, ţannig ađ gamla konan liti yngri út ađ árum. En ţetta er samt sama ljósmyndin ađ mínum dómi. Módelinu hefur ekki veriđ gerđur greiđi međ ţví ađ yngja hana upp.

Eiríkur BriemŢađ sem ég trúi ţví ađ hvorug ljósmyndin sé af Valgerđi Eiríksdóttur Briem, lćt mér detta í hug ađ konan á myndinni sé móđir Tryggva Gunnarssonar. Hún hét Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem (1813-1878). Mér er ţó reyndar einnig ófćrt ađ sjá ađ Eiríkur Briem (1811-1894; Sjá mynd til vinstri), sonur Valgerđar og Gunnlaugs, geti hafa veriđ sonur konunnar á myndunum sem taldar eru vera af Valgerđi. Ef svo er, ţá hefur eiginmađur hennar, Gunnlaugur Guđbrandsson frá Brjánslćk, sá er tók sér nafniđ Briem, veriđ mun snoppufríđari en stórskorin kona hans. En nú má ekki gleyma ađ önnur myndin af henni er umbreytt. Ţar hefur ljósmyndarinn ekki gert gömlu konuna fríđari.

Látum meistara Dylan ljúka ţessari ljósmyndakrufningu Fornleifs međ laginu Girl from the North Country sem hann syngur í gegnum nefiđ međ Johnny Cash, ţó ađ Brownsville Girl hafi einnig veriđ viđeigandi. Í Brownsville Girl hlýtur Dylan ađ vera ađ syngja um stúlku af Briemsćtt. Brjánslćkur og Brownsville eru ekki ósvipuđ örnefni. Cash kemur ţessu hins vegar ekkert viđ, nema ađ ţví leyti ađ Briemsćttin hefur ávallt átt nóg af ţví og ţví mikiđ látiđ međ ţetta fólk, langt fram um efni.


Elsta hljóđfćriđ á Íslandi er alls ekkert hljóđfćri

Munnharpa Stóra Borg
Áriđ 1982 vann ég viđ fornleifarannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ţá var ég nemi á öđru ári í fornleifafrćđi í Árósum í Danmörku. 

Á Stóru-Borg fundust býsnin öll af forngripum, sem margir hafa síđan fariđ forgörđum, ţar sem ţeir fengu ekki tilheyrilega forvörslu.

Viđ sem störfuđum viđ rannsóknina, unnum kauplaust fram á nćtur til ađ hreinsa gripina, setja ţá í kassa og poka og skrá. Lífrćna hluti, leđur, vađmál, viđ og bein settum viđ í poka međ tego-upplausn, sem var efni sem venjulega var notađ viđ handhreinsun á skurđstofum. Ţessi gćđavökvi átti ađ halda bakteríugróđri niđri ţangađ til lífrćnir gripir voru forvarđir. En hann reyndist vitaónothćfur. Margt af vinnu okkar var unnin fyrir gíg, ţar sem gripirnir fengu heldur ekki nauđsynlega forvörslu ţegar ţeir komu á Ţjóđminjasafniđ.

Einn hlutur fannst ţađ sumar, úr járni, sem einna helst líktist einhverjum keng eđa hluta af beltisgjörđ. Ég lét mér detta í hug ađ ţarna vćri komin munngígja, sem sumir kalla gyđingahörpu (jafnvel júđahörpu ef svo vill viđ) vegna áhrifa frá ensku, ţar sem slíkt hljóđfćrđi nefnist stundum Jew´s harp, sem mun vera afmyndun af Jaw´s-harp. Hljóđfćri ţetta kemur gyđingum ekkert viđ.

Er ég sneri til Danmerkur síđla sumars 1982, hljóp ég strax í bćkur, greinar og sérrit sem til voru um hljóđfćri á Afdeling for middelalder-arkćologi í Árósum, ţar sem ég stundađi mitt nám. Ţar hafđi einhver sett ljósritađa grein um Maultrommel, sem ţetta hljóđfćri heita á ţýsku. Mig minnir ađ greinin hafi veriđ austurrísk og ađ einn höfundanna hafi heitiđ Meyer. Fann ég greinina í sérritakassa í hillunum međ bókum um hljóđfćri og tónlist á miđöldum.

Í greininni fann ég mynd af munngígju, eđa verkfćri sem menn töldu ađ hefđi veriđ munngígja, sem var mjög lík ţví sem fannst á Stóru-Borg, en ţó ólíkt flestum öđrum munngígjum. Ég sendi Mjöll Snćsdóttur, yfirmanni rannsóknarinnar, ţessa grein og var heldur upp međ mér.

Mér er nćst ađ halda ađ greinin sem ég sendi Mjöll sé einmitt nefnd í ţessari austurrísku grein á netinu, og ađ myndin hér fyrir neđan sé nýrri ljósmynd af ţeirri ógreinilegu teikningu sem ég hélt ađ ćtti eitthvađ skylt viđ járnkenginn á Stóru-Borg.

Svissneskar munngígjur

Gígjur frá Festung Kniepaß bei Lofer í Austurríki

Maultrommel 2

Ýmis lög á munngígjum

Ekki gerđi ég mér grein fyrir ţví fyrr en nýlega, ađ ţessari upplýsingu minni var hampađ sem heilögum sannleika og hefur ţađ sem ég tel nú alrangt fariđ víđa, sjá hér, hér, hér, hér, í "ritgerđinni hennar Guđrúnar Öldu" eins og stendur á Sarpi án skýringa, og víđar.

En ţađ hefur sem betur fer gerst án ţess ađ ég sé á nokkurn hátt tengdur vitleysunni sem heimildamađur. Ég ţakka kćrlega fyrir ađ vera snuđađur um "heiđurinn", ţví ekki vil ég lengur skrifa viljugur undir álit mitt frá 1982.

Eftir 1982 hef ég lesiđ mér til um munngígur og veit nú ađ ţađ er nćrri ófćrt ađ fá hljóđ út úr gígju sem er smíđuđ úr flötu járni eins og járnhluturinn frá Stóru-Borg. Munngígju er flestar gerđar úr bronsi og steyptar eđa hamrađar ţannig til ađ ţversniđ gígjunnar er tígulaga eđa hringlaga. Ţćr gígjur sem eru úr járni eru einni formađur ţannig, og járniđ ţarf ađ vera í miklum gćđum. Efra myndbandiđ neđst frćđir menn um ţađ.

Járngripurinn á Stóru-Borg, sem mig minnir ađ ég hafi fundiđ, er ekki međ hring- eđa tígullaga ţversniđ, og er hvorki munngíga né elsta hljóđfćriđ sem ţekkt er á Íslandi. Ţađ er greinilegt ađ aldrei hefur veriđ teinn á ţessu ambođi.  

Ađ mínu mati ćttu munnhörpur ađ kallast munnhörpur, en ţađ orđ eins og allir vita upptekiđ. Munnharpan okkar hefur fengiđ nafn sitt úr ensku ţar sem munnharpa eru bćđi kölluđ mouth harp og harmóníka . Í Noregi var og er ţetta hljóđfćri kallađ munnharpe.  Ţess má geta ađ norskar munngígjur eru ekkert líkar ţví ambođi sem fannst á Stóru-Borg. Í Finnlandi er munngígja kölluđ munnihaarpu.

Ég mćli međ eftirfarandi myndböndum til ađ frćđast um munngígjur, sem eiginlega ćttu ađ kallast munnhörpur. Einnig er mikinn fróđleik ađ sćkja á vefsíđunni varganist.ru sem munngígjusnillingurinn Vladimir Markov stendur á bak viđ. Vargan er rússneskt heiti munngígjunnar.

Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ kaupa sér gott hljóđfćri og byrja á Gamla Nóa.


Kartöflurnar ţegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, ţegar fornleifagúrkan virđist sprottin úr sér á Ţingeyrum, berast gleđitíđindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Ţar er nú fariđ ađ rannsaka skálarúst eina, forna.  Ţar eru ađ verki fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem ţrátt fyrir hiđ feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafrćđinga úti í bć sem ekki fá vinnu á Ţjóđminjasafninu. 

Ţađ er heldur ekki ónýtt ađ fyrrverandi ţjóđminjavörđur, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála ţessum í Morgunblađinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt ađ koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má ađ orđi komast. Ţarna er greinilega ekki nein fucking "útstöđ" á ferđinni, eđa eskimóabćli, ađeins undirmálsskáli af norskri gerđ - um 20 metrar ađ lengd, sem virđist vera međalstćrđ húsa frá söguöld á Vestfjörđum. Skálinn er međ bogamyndađa veggi og viđ skálann eru líklega gripahús og hlađa, sem ekki er búiđ ađ fletta ofan af. Skálinn hefur ađ öllum líkindum veriđ lengdur, og má gera sér í hugarlund, ađ ţađ hafi gerst eins og sýnt er međ litum hér ađ ofan. Blálituđu veggirnir er viđbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun ţess ađ húsagerđ á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum međ litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verđur ađ sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég ţekki fólkiđ frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um ađ ţađ stundi fornleifagúrkurćkt í miklum mćli. 

Og ég sem hélt ađ menn ćtluđu ađ bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru ađ fara í sjóinn...

Viđbót síđar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir ađ einhver minniháttar viđbygging hefur veriđ viđ hana. Myndina er hćgt ađ sjá á FB-síđur rannsóknarinnar, ţar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


Ţingeyraannáll inn ţriđji 2018

Kambur á Ţingeyrum
Nýlega lauk heldur snubbóttri auglýsingafornleifarannsókn á Ţingeyrum. Fréttaflutningur af rannsókninni var mjög fjölskrúđugur og byggđi vitaskuld á upplýsingum frá stjórnanda rannsóknarinnar hinum marsaga sagnarţuli Steinunni Kristjánsdóttur.

Upphaflega mátti skilja ađ nćr vćri taliđ víst ađ grafararnir vćru viđ ţađ ađ komast niđur á líkamsleifar munkanna sem dóu í hinum íslenska Svartadauđa, sem er pest sem ekki ţarf ađ eiga neitt skylt viđ ţann svartadauđa sem geisađi í Evrópu hálfir öld fyrr.

Fljótlega fannst hins vegar krítarpípa frá 17. öld, ofan á hausamótunum á munkunum sem bíđur ţess hlutverk ađ fćra okkur vitneskju, eđa réttara sagt allan sannleika um Svartadauđa.  Eins og lesendur Fornleifs geta séđ í fćrslunni hér á undan, var spá Fornleifs um niđurstöđur uppgraftrarins öruggari en venjuleg veđurspá á Íslandi.

Nú er rannsókninni lokiđ og Björn Bjarnsson fyrrv. ráđherra, sem er velunnari ţess sem er ađ gerast á Ţingeyrum, greinir frá niđurstöđum á ćvafornu á dagbókapári sínu, sem mun vera nćrri ţví frá miđöldum.

Björn birtir á bloggi sínu mynd af bronskambi skreyttum drekahausum, sem mér sýnist međ nokkurri vissu og ţekkingu líka, ađ sé frá lokum 12. aldar eđa byrjun ţeirra 13.Kamburinn fannst 22. júní sl.

Rannsóknin á Ţingeyrum virđist mér ţví vera hálfgerđur "dótakassi aldanna". Ţarna ćgir öllu saman, munkum sem dóu áriđ 1402 en sem finnast ekki, pípuhaus frá 17. öld, og forláta kambi frá fyrstu öld klausturlífis á Ţingeyrum. Allt er greinilega í belg og biđu, ţó ég efist ekki um ađ allt sé grafiđ upp mjög skikkanlega. En ţađ leitar á mann sú hugsun, ađ einhver hafi á síđari tímum veriđ ađ plćgja eđa frćsa í klausturstćđiđ, til ađ kartöflurnar yxu betur í menningarjarđveginum.

Yfirlýsingarnar sem leiđangursstjóri rannsóknarinnar á Ţingeyrum hefur sent frá sér eru heldur stórkerlingalegar. En slíkt mun nú vera í tísku á Íslandi. Helst skal ţađ sem sagt vera, vera algjörlega innistćđulaust og fyllilega ógrundađ, en algjör sannleikur ef ţađ er mćlt af konu. Ţess er nćr krafist af mönnum ađ ţeir ţekki allar niđurstöđur áđur en fariđ er ađ stađ. Annars fá menn ekki styrk. Orđiđ tilgáta á enn erfitt uppdráttar á Íslandi.

Nú er Steinunn Kristjánsdóttir, sem ţví miđur er ekki sérfrćđingur í miđaldafrćđum, kominn á ţá skođun ađ hún hafi veriđ ađ grafa í grunn húss Lárens (Lárusar) Christensen Gottrups sem var umbođsmađur á Ţingeyrum  frá 1685 og síđar lögmađur norđan og vestan 1695-1714. Ekki fann hún munkana, en pípan gćti jafnvel á einhverju stigi hafa veriđ í kjafti Gottrups.  Mćli ég međ ţví ađ DNA verđi skafiđ af pípunni, svo ţeim danska verđi gert hátt undir höfđi.

Kamburinn sem Björn Bjarnason segir frá er kirkjukambur sem lesendur Fornleifs hafa kynnst áđur, og ef ekki, ţá má lesa um ţá hér.  

Ţegar meira fé er komiđ í kassann, vonum viđ ađ gripirnir séu nćr hvorum öđrum í tíma en ţeir sem fundust á ţví herrans ári 2018, sem og ađ niđurstöđurnar séu meira samkvćmar sjálfum sér - eđa ađ ţađ sé ađ minnsta kosti einhver sannleiksţráđur í ţví sem logiđ er í fjölmiđlana. Annars verđur Fornleifi áfram skemmt konunglega og getur í allri teitinni enn og aftur minnst á fyrri yfirlýsingar Steinunnar um eskimóakvendi og fílamenn, svo nokkuđ af ţví furđulegasta sé nú reifađ enn einu sinni. 


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband