Burrr
14.9.2019 | 11:30
Hér kemur loks grein fyrir ykkur sem hafiđ gaman af bílaleik.
Bílafornleifafrćđi er samt ekki mín sérgrein. Ég veit sannast sagna mjög lítiđ um drossíur. Ţađ er ţó ekki svo ađ skilja ađ ég hafi ekki áhuga á fögrum bílum. Til dćmis keypti ég hér um áriđ einstakan bćkling (haandbog) frá 1922 sem fylgdi Ford bílum í Danmörku og eru menn sífellt ađ suđa í mér um ađ selja sér hann. Ég er bara einn af ţessum körlum sem á bíl til ađ ţurfa ekki ađ keyra međ strćtó og sem veit ađ kaggi eykur ekki kvenhyllina og tryllitćki lokka ađeins ađ léttkeyptar konur og vafasama drengi. Ást Íslendinga á bílum er óhemjuleg svo ég segi ekki of mikiđ.
Nú er ég líka í vanda staddur og ţarf á hjálp ađ halda hvađ varđa braggabifreiđina til hćgri á myndinni hér ađ ofan. Myndin var tekin sumariđ 1934. Mér sýnist ađ bíllinn, sem bar skráningarnúmeriđ RE543, hafi veriđ lagt viđ veginn, sem huganlega er Kleppsvegur, og ađ ţetta sé yfirbyggđur Ford T. Ţessi alíslenska hönnun hefur nú vart veriđ gjaldgeng á rúntinum, en hún var langt á undan sínum tíma.
En hvađa furđubíll var ţetta á leiđ austur (eđa jafnvel međ vélarbilun ţar sem enginn bílstjóri er í bílnum), og veit einhver hver smíđađi yfirbygginguna á bílinn?
Opelinn, sem mér sýnist ađ aki vestur Kleppsveg, var hins vegar eđalkaggi sem fluttur var sérstaklega til Íslands af nasistanum Paul Burkert, svo hann gćti ferđast um landiđ međ stíl. Burkert sem leit út eins og nefbrotinn SS-mađur, ferđađist jafnan í síđum, svörtum leđurfrakka og naut greinilega ákveđinnar kvenhylli á Íslandi eins og um hefur veriđ rćtt hér og hér. En kannski var ţađ kerran hans sem gerđi útslagiđ. Hvernig leit bílstjórinn á Opelnum út, ţá er hann átti (giftur mađurinn) í ástarsambani viđ rauđhćrđa ungpíu frá Íslandi sem húkkađi helst karla sem heilsuđu um hćl. Eins og ţiđ lesendur mínir getir séđ var hann ekki beint glćsilegur og hefur einhver kommúnisti líklega nefbrotiđ hann. Blćjubíllinn hefur ţví vafalaust veriđ honum ágćt framlenging.
Ökumađur bifreiđarinn RE543 átti sýnilega ekki hinn minnsta sjens í Njósna Paul. Íslenskir lúđar í heimameikuđum braggabíl dóu líklega endanlega út eftir stríđ og ţá var Nasistaópelinn líka á lágu gengi međal vergjarnra, íslenskra kvenna. Ţá komu einu gjaldgengu kaggarnir frá Vesturheimi.
Fornleifur veit ţegar heilmikiđ um Hr. Flick á ferđalagi hans á Íslandi; Til ađ mynda ađ Opel Aktiengesellschaft i Rüsselsheim lánađi ţýska njósnaranum bifreiđina.
En mikiđ vćri Leifur forni nú glađur, ef einhver gćti frćtt hann ađeins betur um braggabílinn RE543. Ekki vćri dónalegt ađ fá ađ vita í leiđinni hve mikillar kvenhylli eigandinn naut. Kannski lá hann á keleríi á ţćgilegu aftursćtinu, og ekki er ólíklegt ađ Hr. Flick (Burkert) hafi gefiđ honum far í bćinn.
Viđbót 4. febrúar 2020.
Bifreiđin međ flugvélaklćđningunni er til á ljósmynd sem Ljósmyndadeild Ţjóđminjasafnsins varđveitir og sem kemur hún ćí safniđ frá Safnaramiđstöđinni heitinni. Viđ bílinn á ţeirri ljósmynd stendur Björn Eiríksson (1901-1981); Sjá hér á Sarpi má lesa um ţá mynd.
Bílar og akstur | Breytt 18.5.2023 kl. 10:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Ţá var stíll yfir heimsborginni viđ sundin blá
9.9.2019 | 07:19
Í sumar var ég staddur í tvćr vikur á Íslandi međ syni mínum. Eitt af ţví ljótasta sem ég sá, fyrir utan eyđileggingu arkitekta á miđbćnum, voru lufsulegir verđir laganna.
Ég hafđi bođiđ syni mínum á ágćta hamborgaraholu nćrri húsakynnum RÚV, ţar sem viđ höfđu borđađ einu sinni áđur áriđ 2017. Viđ vorum ţar einir gestir fram ađ framreiđslu borgaranna, en allt í einu slengdust ţar inn tveir lögreglumenn, ungir menn á besta aldri. Ţađ hékk svo mikiđ af vopnum, verjum og drasli framan á ţeim og um ţá miđja, ađ halda mćtti ađ ţetta vćru haldnir offituvanda. En ţegar betur var ađ gáđ, hékk ţarna á ţeim skammbyssa, rafbyssa, vasaljós, blýantur, teikniblokk, vídeómyndavél, kylfa, handjárn, hamar, sigđ, skrúfujárn, töfrasproti og vitaskuld pínku sminktaska. Aumingja mennirnir sliguđust undan ţessu, og ţví var kannski ekki nema vona ađ finna ţá ţarna étandi kolvetnis og fituríkt fćđi í heimsborgaraholu Tómasar [ég tek fram ađ ég fć ekki grćnan eyri fyrir ţessa auglýsingu].
En mikiđ hefđi nú veriđ góđur heimur, ef íslenska löggan hefđi haldiđ frönsku pottlokunum frá 1926, ţegar 7, 8 og 9 á stöđinni smćluđu framan í bandaríska kvikmyndagerđarmanninn og heimsferđalanginn Burton Holmes (1870-1958) í einni mynd í stuttmyndaröđ hans Film Reels of Travel.
Í Austurstrćti brosti löggan og ţurfti ekki allt ţetta ameríska aukadrasl sem löggan hefur hangandi utan á sér í dag. Hugsiđ ykkur ef löggurnar vćru í svona múnderingu í Ađalstrćtinu í dag og fengu sér í rólegheitunum sterkt kaffi og croissant, kannski patat frites á París og heilsuđu fólki međ onnör og brostu keltnesku brosi. Er ekki hćgt ađ macrónísera lögguliđiđ í nćstu uppfćrslu og gefa greyjunum betri frakka líkt og starfsbrćđurnir báru áriđ 1926?
Síđar á 20. öldinni lagđi löggan meira upp úr hćđ manna en greind eins og kemur ljóslega fram á ţessari ljósmynd sem ţýskur nasisti, njósnari og flagari, Paul Burkert, tók í Reykjavík á 4. áratugnum og birti í bókinni Island, Erforscht, Erbaut, Erlebt (1936). En nú eru ađrir tímar...
10 árum síđar vou eintómir risar í löggunni, nema löreglustjórinn - hann var jafnan lítilfjörlegur nasisti: "Reykjaviks Polizeimannschaft. Der gröste 202 cm, der kleinste 196 cm."
Ferđamenn í Reykjavík 1926 á sćtsýn á bestu rútunni í Reykjavík.
Horfiđ hér á kvikmynd Burton Holmes frá Reykjavík áriđ 1926. Mikiđ hefur breyst, ekki bara löggan. Síđla í myndinni er hćgt ađ sjá Icelandic man to man wrestling sem glímumenn sýndu um borđ á ferđamannaskipinu sumum ferđalöngum til mikillar ánćgju. Ţađ var víst nćst ţví ađ komast á Café Babalú í dag.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţađ var Ok
2.9.2019 | 12:47
Hér um daginn, ţegar mannfrćđihjú frá ţriđja flokks háskóla í Texas voru međ fjölmiđlasjó og útför viđ Okiđ, í fylgd Andra Snćs Magnasonar umhverfissinna og sjálfan sig, var mér hugsađ til Noregs.
"Og hvers eiga Norđmenn ađ gjalda", spyrjiđ ţiđ? Ţví er auđsvarađ: Norđmenn ţekkja, andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, muninn á jökli og íshettu (no: fonne sem er í raun sama orđiđ og fönnin okkar; Fonne-jöklar eru á ensku kallađir ice-patches). Norđmenn hleypa heldur ekki hvađa fjölmiđlasirkus sem er upp á fjöllin hjá sér, t.d. mannfrćđingum í fjársjóđaleit fyrir deildina sína heima í Texas međ ţví básúna fávisku sína um jöklafrćđi, og bera til grafar jökul sem líkleg var aldrei jökull. Norđmenn rannsaka hlutina einfaldlega betur en menn virđast gera á Íslandi.
Kyrtill frá járnöld sem Landbreen-jökull hefur keflt. Ljósmynd Mĺrten Teigen, Kulturhistorisk Museum - Universitetet i Oslo. Lesiđ frekar hér um forngripi sem koma undan hlýskeiđi ţví sem nú breytir jöklum í Noregi og annars stađar.
Undan bráđnandi smájöklum Noregs og ísţekjum fjallstinda koma nú forngripir sem týnst hafa á 4000 ára tímabili, ţegar jöklar byggđust upp og hörfuđu á víxl. Ísinn hefur varđveitt gripi sem menn týndu er ţeir örkuđu um snćvi ţakin örćfin forđum á veiđum, lóđaríi eđa ölvímu. Fyrr á tímum bjuggu menn lengra inni á örćfum en síđar og flestar afdalabyggđir í Noregi fóru svo ađ hverfa eftir ađ ţađ kólnađi á sögulegum miđöldum á tímabili sem menn kalla Litla Ísöldin (ca. 1450-1900).
Norskir fornleifafrćđingar hafa brugđist fljótt viđ og fariđ á svćđi ţar sem jökull er ađ hörfa á nútíma hlýskeiđi (sem sumir telja fyrir víst ađ sé skapađ af mannskepnunni, og hafa ţađ fyrir trúarbrögđ. Norskir fornleifafrćđingar hafa tínt upp marga vel varđveitta gripi undan jöklum og snjóhettum, sem gerđ eru góđ skil á vefsíđunni https://secretsoftheice.com/ ţar sem međal annarra skrifar dugmikill danskćttađur fornleifafrćđingur, Lars Pilř ađ nafni, sem upphaflega er frá Sřnderborg í Danmörku. Ég ţekki lítillega til Lars ţessa, ţar sem hann las eins og ég fornleifafrćđi í Árósum. Ţar lauk hann aldrei námi heldur fluttist til Noregs og lauk námi í Bergen, Einnig man ég eftir systur hans, Anne, sem var góđvinur tvíburabrćđra sem bjuggu á sama gangi á stúdentagarđi og ég í Árósi. Ţeir lásu stjórnmálafrćđi. Einn tvíburanna kvćntist síđar góđri vinkonu konu minnar, en ţćr tvćr eru einnig stjórnmálafrćđingar. Svona er nú heimurinn lítill.
Línurit sem sýnir mismunandi stćrđ á "fonner" (smájöklum ice-patches) og jöklum á mismunandi tímum hlý- og kuldaskeiđ í Jötunheimum (Jřtenheimen). Skíđiđ frá Reinheimen (sjá efst) er frá járnöld. Sjá nánar hér. Viđ stefnum greinilega aftur á ástandiđ í byrjun og lok bronsaldar.
Fornleifafundur? viđ tind Oksins 2017
Nú aftur ađ Oki. Í september áriđ 2017 gengu félagar í FÍ hópnum "Nćsta skref" á Ok, - Félagi í ţeim hóp er hinn góđi drengur Sigurđur Bergsteinsson, sem er starfsmađur Minjastofnunar Íslands. Hann skrifađi á FB um ferđ sína á "fjalliđ sem var einu sinni jökull" eins og hann orđađi ţađ á FB sinni. Ţađ er ţó stóra spurningin, hvort fjalliđ hafi nokkurn tíma veriđ eiginlegur jökull, eđa réttara sagt ađ jökull hafi veriđ á fjallinu? Sigurđur er, líkt og margir ađrir fornleifafrćđimenntađir menn, duglegur ađ horfa niđur fyrir sig, fremur en fram á veg.
Og ég sem hélt ađ Siggi Bergsteinsvćri hćttur ađ reykja og kveikja í sinu vegna heimshitnunarinnar.Ljósmynd: Sigurđur Bergsteinsson, birt á FB hans í September 2019.
Ţess vegna fann hann í gönguferđinni áriđ 2017 skargrip í grjóturđ skammt frá toppi Oksins. Ţetta var glerhallur sem rammađur hefur veriđ í silfurumgjörđ. Ekki var ţađ falleg smíđi og hafi líklegast týnst ţarna af konu sem bráđnađi í hitanum er hún var ţarna á göngu áđur en félagarnir úr Nćstu skrefum komu á stađinn.
Mér dettur í hug ađ spyrja Sigurđ Bergsteinsson og Minjastofnun Íslands, hvor ekki sé hiđ besta mál ađ senda fólk út til ađ leita ađ leifum undan bráđnandi jöklum. Sigurđur Bergsteinsson hefur ţegar reynst stórtćkur viđ forngripafund undan jöklum. Vćri ekki tilvaliđ ađ láta Sigurđ og minjaverđi í héröđum ţar sem jöklar eru enn til, ganga sér til heilsubótar í hvert sinn sem jökull bráđnar og deyr drottni sínum vegna synda Andra Magnasonar. Ef heppnin er međ mönnum gćtu ţeir fundiđ heilfrosinn landnámsmann međ vopnum og verjum sem skáka myndi íslíkinu Ötzy hvađ varđar heimsfrćgđ - jú og ekki vćri ónýtt á okkar tímum, ef upp úr klaka kćmi fređin fornkerling, vel rög, međ belju í bandi. Hún myndi einfaldlega sigra heiminn.
En vinsamlegast flýtiđ ykkur hćgt á Íslandi. Forfeđur okkar í Noregi voru á hreindýraveiđum uppi á örćfum. Hreindýr hörfuđu oft upp á jökla til ađ vera laus viđ flugur og önnur sníkjudýr. Ţar var auđvelt ađ veiđa ţau. Ţađ voru líklega ekki miklar ástćđur fyrir Forníslendinga ađ hćtta sér upp á jökla.
Mannvistaleifar undan jökli og heimshitnun í dag
Nú er ég alveg viss um ađ HÍ fari ađ fjöldaframleiđa fornísfrćđinga til ađ sinna fornleifafundum undan jökli og snjóţekjum. En munum, Sigurđur Bergsteinsson er frumherji slíkra frćđa á Íslandi og meniđ sem hann fann sýndi óvenjumikiđ hlýskeiđ á fönninni á Okinu á okkar tímum, ekkert ólíku ţeim sem áđur höfđu breytt ásýndi Oksins eftir síđustu ísöld.
Ţar međ segi ég ekki, ađ hlýnun á okkar tímum geti ekki veriđ af mannavöldum. Ég er bara blendinn í trúnni og jafnan ekki auđtrúa. Ég vćri líka viss um, ađ ég vćri enn harđari á ţví ađ jöklabrćđsla nútímans sé manninum ađ kenna (sérstaklega Andra Snć), ef ég hefđi komist međ ranann í feita sjóđi sem veita styrki til alls kyns rannsókna til ađ sanna heimshitnun af manna völdum. Ţađ hefur Lars Holger Pilř ugglaust gert. Gegnt augljósum vitnisburđi fornleifanna er hann gallharđur á ţví ađ heimshitnun í dag sé einvörđungu af manna völdum (sjá hér). Gaman vćri ađ vita hve mikiđ af rannsóknum Pilřs, viđ hörfandi jökla í Noregi, eru fjármagnađar af styrkjum til loftslagsrannsókna (les heimshitnunar). Persónulega finnst mér línuritiđ hér ađ ofan áhugaverđara en rannsóknir sem stundađar eru eftir fjölmiđlaútfarir á löngu liđnum jöklum.
Ađ lokum er hér norskt háfjallabíó. Poppkorn bannađ:
Fornleifar | Breytt 3.9.2019 kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilög heimshitnun, Okiđ ok Andri Slydda
17.8.2019 | 17:20
"Jú sko" (svo ég leggi af stađ međ alţýđlegu stílbragđi Illuga Jökuls og Andra Slyddu), ţá er ég alls ekki afneitari ţess ađ smá heimshitnun sé stađreynd. Ég veit ađ alheimshiti er í dag mćldur utan úr geymi og á allt annan hátt en áđur - sem getur skapađ mikinn mun á mćliniđurstöđum nú og áđur.
Oft furđar ţađ mig hins vegar, hve langt menn ganga í húmbúkki og svindli til ađ ćsa auđtrúa lýđinn í fjölmiđlum. Margt ungt fólk sem afneitar gamaldags hrćđslutrú (Kristni og Íslam) vill ólmt trúa ţví ađ heimsendir vegna heimshitnunar af mannavöldum sé í nánd. Fólk sem langar ađ trúa án vísindalegra raka er eins konar trúarhópur, en ćđsti Guđinn er ţó eins og oft áđur hrćđslan. Hrćđsla er sem kunnugt er alsystir Heimsku og Fáfrćđi. Heldur leiđinlegar systur ţađ.
Grillplata á Okiđ
Bráđlega á ađ setja minningarplötu um Ok, hinn fyrrverandi jökul. Ţađ er nokkuđ vel af sér vikiđ, ţví Ok hefur líklega aldrei veriđ jökull á síđastliđnum tveimur öldum, ef frćđileg skilgreining á jökli skal notuđ.
Bandarískur mannfrćđingur međ alvarlegt tilfelli af athyglisgreddu er ásamt Andra Slyddu orđinn ađ útfararstjóra fyrir Okiđ. Hún skrifar grein eftir grein í tímarit Westra af lítilli visku eftir eina helgarferđ á Íslandi, ţar sem gervinorđurljósin í Perlunni dáleiddu hana. Eftir smá rótarkaffisopa og lífrćnt sushi međ Andra var hún alveg seld.
Menn sem nú ćtla ađ reisa Okinu bautastein, halda ţví gjarna fram ađ Ok hafi veriđ jökull, og nota stćrđ hans áćtlađa snemma ađ vori í lok 19. aldar til ađ bera saman viđ fönnina á fjallinu í dag.
Ef útlínur Oksins, sem menn rugla oft viđ gíginn Broskarlinn) sunnan viđ hinn meinta jökul, er skođađar á mismunandi loftmyndum frá 20. öld (sem reyndar voru allar teknar á mismunandi tímasumar) kemur í ljós ađ Okiđ hefur ekki tekiđ sérstaklega miklum breytingum á 20. öld. Sjá ágćta BA-ritgerđ Maríu Jónu Helgadóttur frá 2017 um Okiđ. Frćđist.
Ţađ er svo nú á 21. öld ađ bráđnum snjóalaga á Okinu verđur meiri, enda hefur međalhiti hćkkađ af einhverjum ástćđum, sem ég vill ekki útiloka ađ séu manninum ađ kenna, ţó ađ blessađa sólin verđi ekki heldur sýknuđ í ţetta sinn, frekar en oft áđur.
Ég vona ađ útförin viđ Okiđ verđi falleg og eftirminnileg. En hvenćr verđur svo útför heimskunnar og auđtrúar haldin á Íslandi og Gróa á Leiti heigđ međ ţeim?
Ţegar jökull er ekki jökull í frćđilegum skilningi, og stćrđ hans, sem mćld var á óţekktan hátt á 19. öld, er borin saman viđ stćrđina í dag er harla fyndiđ ađ sjá fullorđiđ fólk halda útför fyrir "jökul" á örćfum Borgarfjarđar og keyra ţangađ í jeppum sinum međ heimspressuna í eftirdragi.
Ef Okiđ hefur nokkur sinni veriđ jökull, ef til vill á 18. öld, sem ég tel mögulegt, er nú haldin útför fyrir jökul sem löngu leiđ. Ţví er sannast sagna frekar nekrófíl stemmning yfir ţví ađ tengja meintan dauđa Oksins viđ heimshitnun á hinum síđustu og verstu tímum. Ţađ er eitthvađ ćđi í gangi og stundum grunar mann ađ mannskepnan ţurfi ađ hafa "hótun yfir höfđinu" til ađ geta séđ tilgang međ lífinu. Margt er okiđ. Ef ţađ eru ekki kjarnorkuvopn, eru ţađ lofsteinar, hriplekt ósónlag, ísöld, "smog" og nú blessuđ heimshitnun. Heilagur andskoti, var ekki nóg ađ sjá ađ dómsdagstrú eingyđistrúarbragđanna var útbúinn til ađ halda lýđunum ţćgum og međfćrilegum.
Andri Slydda (formlery known as "Snćr"- sá er bráđnađi) Magnason
Mikil bévítis vitleysa er nú grein Andra Snćs í the Guardian um daginn. Sjáiđiđ (svo notađ sé annađ stílbragđ úr föndurkassa Andra og Illuga Leysingavatnssons).
Andri Snćr er kappinn sem malađi sjálfum sér stórfé úr sjóđum gamals nasista, sem stal af gyđingum í Frakklandi sem Ţjóđverjar losuđu CO2iđ úr á sínum tíma. Ţegar ég skrifađi um ţá auđfengnu kolefnisvasapeninga sem Andri Snćr komst međ betlihöndina í (sjá hér og hér), bannađi hann mér ađ birta mynd af sér viđ frásögn mína af "heiđri" ţeim honum var sýndur. Venjulega hefur Andri Snćr ekkert á móti myndum af sér sjálfum, en ţegar einhver sá ađ styrkur sem hann fékk var atađur blóđi gyđinga, vildi hann ekki ađ andlit sitt vćri sýnt. Ég dó ég ekki ráđalaus og fann gamla mynd af Andra ungum í Lederhosen.
The hills are alive, but the Ok is tot and gone, Judentotesgelderhalter Andri Slydda als Jüngling auf Gletscher-Suchen im Alpenlandschaft.
Andri Snćr, međhjálpari viđ útför Oksins: Sýndu mér bílana ţína ég skal segja ţér hve marga jökla ţú hefur brćtt?
Allir útlendingarnir sem mćta í staursetningu Oksins međ Sankti Andra, losa líka glás af CO2 međ ţví ađ fljúga til Íslands. Ţeir brćđa örugglega hettuna af Eiríksjökli međ ţessum áhuga sínum á ađ komast í jarđaför jökuls á Íslandi. Sá áhugi á ţví miđur ekkert skylt viđ skynsemi.
Ágćti, lífrćni Andri, geturđu ekki fariđ ađ skrifa almennilegar bókmenntir, í stađ ţess ađ vera í ţessum tilfinninga-klámbissness?
Kult-leiđtogahlutverkiđ fer Andra frekar illa. Andri er nefnlilega ekki eins grćnn og hann vill vera láta. Heimshitnun er ekki "fiktsjón" heldur vandamál sem verđur ađ leysa án ţess ađ jökull, sem aldrei var eiginlegur jökull, sé heygđur af létttjúlluđu fólki sem tekur á sig allar syndir heimsins svo ađ vitleysan megi lifa ađ eilífu. AMEN á eftir efninu.
Sjáiđi svo hér hve langt á eftir tímanum Andri er.
Fönnin á Oki á stöđugu undanhaldi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţjóđmenningin | Breytt 19.8.2019 kl. 13:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun
9.8.2019 | 10:00
Ţessi fleygu orđ, sem ég tek heils hugar undir, las ég á vegg í sýningarrými á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Grandagarđi í Reykjavík fyrr í sumar (2019). Ég var ţar á ferđ međ syni mínum og góđvini nćrri ćttaróđali fjölskyldunnar, eyjunni sem Grandinn tengdi viđ borg syndanna. Ég gerđi mér far um ađ heimsćkja sýningu frá 2018 á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Granda áđur en hún lokar.
Ţađ fyrsta sem mađur sér ţegar mađur kom inn í sýningarsalinn, ţar sem áđur var saltađur fiskur (eđa voru ţađ ţorskhausar) mátti lesa ţessi orđ á veggnum:
Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun
Ţetta er frekar ýkt ţýđing yfir á íslensku á orđum bandaríska fornleifafrćđingsins David Hurst Thomas (f. 1945): "Archaeology is not what you find, it´s what you find out" , Einnig var búiđ ađ klína upphaflegu heilrćđunum upp á vegg í annars smekklegri sýningu.
En efnistök sýningarinnar voru á engan hátt smekkleg miđađ viđ ţau heilrćđi sem ég las á veggnum. Sýningin fjallađi fyrst og fremst uppgröft, neđansjávaruppgröft, ţví flest af ţví sem telst til uppgötvana á sýningunni hefur áđur veriđ gert skil. En höfundur sýningarinnar virtist hafa gleymt ađ nefna ţá sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum og ritađ um uppgötvanir sínar og alţjóđleg tímarit.
Ţetta er sýning um nýlegar rannsóknir á flaki hollenska fluyt-skipsins de Melckmeyt, sem á sýningunni er ranglega kallađ Melckmeyt. Skipiđ hét de Melckmeyt, ţ.e. Mjaltastúlkan, en ekki Melckmeyt, eđa Mjaltastúlka. Ef greinir er til í tungumálum, er um ađ gera ađ lćra ađ nota hann. Hann skiptir töluverđu máli. Mig grunar hins vegar ađ hinn írskfćddi doktorsnemi í fornleifafrćđi viđ HÍ, Kevin Martin, sem fékk leyfi til ađ kafa niđur á flak de Melckmeyt skorti mjög eiginleikann til ađ uppgötva hlutina sjálfur, en sé ríkulega búinn ţví siđleysi ađ nota vinnu annarra líkt og hún vćri vinna hans sjálfs. Tökum nokkur dćmi.
Vinnu annarra og niđurstöđum stoliđ
Viđ inngang sýningarinnar er minnst á köfun og rannsókn Bjarna F. Einarssonar á flaki de Melckmeyt áriđ 1992. Bjarna tókst ekki ađ halda rannsóknum sínum áfram, og ekki veit ég til ţess ađ hann hafi reynt ţađ. Hins vegar er ekki minnst einu orđi á rannsóknir mínar og hollenska fornleifafrćđingsins Ninu Linde Jaspers á fajansa og leirkerum sem fundust í flakinu af de Melckmeyt áriđ 1992.
Til fjölda ára reyndi ég ađ ná mér í styrk til ađ vinna úr leirkerum úr flakinu. Ég skráđi brotin og fór međ sýnishorn til Hollands.
Hollenskur sérfrćđingur, sem var haldinn ţeim leiđa og stórkallalega eiginleika ađ slá hlutum út, án ţess ađ rannsaka ţá, hélt ţví fram viđ mig áriđ 1995, ađ ákveđin gerđ hvíts fajansa sem fannst í flaki de Melckmeyt vćri ítalskur. Ég stóđ ţví lengi í ţeirri trú ţví ég treysti manninum. Mig langađi einnig ađ halda áfram rannsóknum mínum. En rćkilega var komiđ í veg fyrir ţađ af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi.
Mörgum árum síđar uppgötvađi ég ađ ungur fornleifafrćđingur í Hollandi hafđi komist ađ ţví ađ ţessi ákveđna tegund af fajansa vćri frönsk enn ekki ítölsk. Ţessu hef ég gert grein fyrir í nokkrum greinum hér á blogginu Fornleifi en einnig í mest lesna fornleifatímariti Dana, Skalk (sjá hér); sem og í hollenska tímaritinu Vind (sjá hér og hér). Ţar ađ auki skrifađi ég um fajansann í de Melckmeyt ásamt Ninu Linde Jaspers í mikla sýningarskrá, sem jafnframt er mjög gott frćđirit, White Delft; Not just blue, (sjá mynd) sem kom út í tengslum viđ skemmtilega sýningu á hinu heimsfrćga Gemeentemuseum Den Haag í Hollandi áriđ 2014 (sjá hér).
Ţessu greinir Kevin Martin, sem stendur á bak viđ sýninguna, hvergi frá á sýningunni, en hann hann notar samt óspart upplýsingar og UPPGÖTVANIR okkar Ninu Jaspers. Ţegar hann upplýsir sýningargesti m.a. um franska keramík á sýningunni. Honum ber, líkt og hann nefnir vinnu Bjarna F. Einarssonar 1992-93, ađ nefna ađ uppgötvanir varđandi leirtauiđ sem fannst í de Melckmeyt voru gerđar af Ninu Linde Jaspers og mér. Ađ láđst ađ greina frá ţví er einfaldlega frekar ósiđlegt.
Keramík úr flaki de Melckmeyt. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Skipiđ de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun á Ísland
Sýningin endurspeglar vinnubrögđ í doktorsverkefni hins írskćttađa Kevin Martins í fornleifafrćđi viđ Háskóla Ísland, sem ber ber titilinn The archaeologogy of the Monopoly in Iceland. Martin er enn ađ vinna ađ ţessu verkefni sínu, ţó hann hafi hafiđ doktorsverkefni sitt áriđ 2015. Tćknilega séđ ćtti ţví ađ vera lokiđ - en svo er víst ekki. En ţessi ađvörunarorđ mín vona ég verđi lesin af yfirbođurum Kevin Martins í Háskóla Íslands.
Eins og titill verkefnis Martins kemur fyrir sjónir, furđar ţađ mig ađ de Melckmeyt sé notuđ sem stefnismynd (gallíonsfígúra) verkefnis Martins viđ HÍ, ţví de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun Danakonungs á Íslandi. Ferđir skipsins viđ Ísland en er fyrst og fremst gott dćmi um áhuga Hollendinga á norđurslóđum. Jonas Trellund, Daninn sem stjórnađi útgerđ skipsins til Íslands hafđi kvćnst inn í forríka fjölskyldu, fjölskylduna Pelt, í Amsterdam. Trellund stundađi siglingar og verslun fyrir tengdaföđur sinn allt frá Miđjarđarhafi og Madeira til Norđur-Evrópu. Fjölskyldan var međ skip í siglingum, til ađ flytja sykur til sykurhreinsunarverksmiđju sinnar í Amsterdam. Trellund kom ţví til leiđar ađ Pelt-fjölskyldan lánađi Danakonungi skip til hernađar gegn Svíum. Ţakklćtisvottur Danakonungs var ađ veita Trellund tímabundiđ leyfi til verslunar og hvalveiđa viđ Ísland. Sú ákvörđun konungs var hins vegar gerđ í óţökk Íslandskaupmanna í Danmörku, ţ.e. ţeirra sem höfđu konungsleyfin í Kaupmannahöfn, Helsingřr og Glückstadt.
Trellund, sem var í alţjóđlegum siglingum allt frá Madeira til Íslands, var alls ekki hinn dćmigerđi einokunarkaupmađur í Danmörku sem hafđi leyfi til Íslandsverslunar. Trellund var fyrst og fremst hlekkur í kapítalískri verslun hollenskrar ćttar, sem hann kvćntist inn í, en einnig ćvintýramađur. Endalok Trellunds voru einnig mjög ćvintýraleg eins og ég hef skrifađ um (sjá hér).
"Uppgötvun er fornleifafrćđi"
En ef sýning Kevin Martins í Sjóminjasafni Reykjavíkurborgar á ađ sýna ekta fornleifafrćđi á grundvelli uppgötvana, furđar ţađ mig hve mikiđ Kevin Martin hefur leitađ til smiđju annarra sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum. Ţađ gerir hann einnig, mér til mikillar furđu, án ţess ađ vitna í vinnu annarra sem bera heiđurinn og erfiđiđ af uppgötvununum sem hann gerir ađ sínum.
Á sýningunni er ţví haldiđ fram ađ á Ţjóđskjalasafni Hollands hafi áriđ 2017 fundist skjal, sem er gert mjög hátt undir höfđi á sýningunni. Í skjali ţessi, sem Kevin Martin segist hafa "uppgötvađ", er skýrsla sem var ţinglýst í Amsterdam 20. júlí 1660 sem greinir frá framburđi nokkurra áhafnameđlima de Melckmeyt sem tókst ađ snúa aftur til Hollands.
"Rannsókn áriđ 2017" "uppgötvađi" ţađ sem vitađ hefur veriđ síđan 1935 - á safni ţar sem skjaliđ sem uppgötvađ var 2017 hefur aldrei veriđ til. Ţvílík og önnur eins uppgötvun!
Á sýningunni í Sjóminjasafni Reykjavíkur er birt mynd af skjali frá 1655 sem kemur de Melckmeyt og vitnaleiđslum í Amsterdam sumariđ 1660 yfir skipverjum sem voru á Íslandi áriđ 1659 einfaldlega ekkert viđ. Hvers konar vinnubrögđ eru ţetta? Hver stendur fyrir ţessu rugli? Hér, hér og hér má sjá skjaliđ frá 1660, sem Pieter Buytene útbjó 20.7.1660.
Nú er ţetta skjal frá 1660, sem vitnađ er í á sýningunni ekki nein ný uppgötvun gagnstćtt ţví sem haldiđ er fram í sýningartexta. Marie Simon Thomas vitnađi í ţetta skjal í frábćrri doktorsritgerđ um samskipti Hollendinga og Íslendinga, Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw, sem gefin var út í Amsterdam áriđ 1935.
Í skjölum og vangaveltum sem Leó Ingason, fyrrverandi skjalvörđur í Kópavogskaupstađ (sem á ćttir ađ rekja til Hollands eins og sá sem ţetta ritar) sendi mér áriđ 1993, ţegar sem ég hafđi yfirumsjón međ rannsóknum á vegum Ţjóđminjasafns Íslands, er ljóst ađ ţá var íslenskur bćklunarlćknir, dr. Halldór Baldursson, sem var mikill áhugamađur um fallbyssur og flakiđ í Flatey, búinn ađ verđa sér út um ljósrit af skjalinu frá 20. júlí 1660. Ég fékk sömuleiđis ljósrit af skjalinu í Amsterdam áriđ 1995. Bjarni F. Einarsson hafđi einnig ađgang ađ ţessu skjali. Síđar, ţegar veraldarvefurinn kom til hefur skjaliđ, sem Kevin Martins segist hafa "uppgötvađ" áriđ 2017, veriđ ađgengilegt á vefsvćđi Borgarskjalasafns Amsterdam.
En getur Kevin Martin yfirleitt lesiđ skrift einokunartímans? Ţegar hann notar skjal frá 1655 til ađ skreyta texta um skjal frá 1660. Mig grunar ýmislegt um vangetu doktorsnemans.
Ţađ er svo sem ekki nein ný uppgötvun ađ notarus puplicus (lögbókari/vitnaleiđslumađur) í Amsterdam, Pieter van Buytene ađ nafni (en ekki van Buijtene líkt og stendur á sýningunni úti á Granda), tók skýrslu af nokkrum skipsverjum á de Melckmeyt ţann 20. júlí 1660 á Nieuwebrugsteeg í Amsterdam, ţar sem hinn afkastamikli notaríus Pieter Buytene bjó.
Skjaliđ frá 20. júlí 1660 er heldur ekki varđveitt á Ţjóđskjalasafni Hollendinga líkt og Kevin Martin heldur fram. Ţjóđskjalasafn Hollands er í den Haag, og ţar er skjaliđ ekki varđveitt. Skjaliđ er ađ finna á borgarskjalasafninu í Amsterdam, Stadsarchief Amsterdam, ţar sem ţađ var er ég skođađi ţađ áriđ 1995, reyndar í annarri byggingu en ţađ er varđveitt í nú.
Úr upphaflega skjalinu frá 20.7. 1660. Ljósmynd Stadsarchief Amsterdam.
Hvernig eru svo léleg vinnubrögđ möguleg?
Hvernig getur Kevin Martin haldiđ ţví fram, á sýningu sem tengist doktorsverkefni hans í fornleifafrćđi einokunarverslunarinnar, ađ skjal sem hann segist hafa uppgötvađ, ţó margir hafi áđur lýst innihaldi ţess, sé ađ finna á Ţjóđskjalasafni Hollands sem er í den Haag, ţegar skjaliđ er í raun og veru varđveitt á borgaskjalasafni Amsterdam?
Ţetta ţýđir ađeins eitt: Kevin Martin hefur ekki sjálfur uppgötvađ skjaliđ sem hann nefnir á sýningunni og aldrei veriđ á Ţjóđskjalsafni Hollands í den Haag, ţví skjaliđ er varđveitt í Amsterdam. Upp komst um kauđa.
Til ađ bćta gráu ofan á svart, hvađ varđar "stórar" uppgötvanir sínar í fornleifafrćđi, lćtur Martin fylgja ljósmynd mynd af skjali frá 1655. Myndin er alls ekki af skjalinu varđandi de Melckmeyt frá 20. júlí 1660, sem Kevin segist hafa uppgötvađ í Hollandi, heldur af alls endis óskyldu skjali varđandi kaupmenn í Amsterdam sem m.a. versluđu í Svíţjóđ. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ hef ég aldrei séđ. Ţau eru til háborinnar skammar.
Kevin Martin getur ađ mínu mati ţví miđur ekki talist fornleifafrćđingur. Nú, ég leyfi mér ađ segja ţetta međ ţví ađ taka mark bođorđum David Hurst Thomas, sjálfofmetins bandarísk fornleifafrćđings, sem Martin gerir hátt undir höfđi á sýningu í Reykjavík - og ţađ af algjörlega óskiljanlegum ástćđum. David Hurst Thomas kemur fornleifafrćđi á Íslandi ekkert viđ. Bođorđ hans er ţó í sjálfu sér ágćtt, en mađurinn á bak viđ sýninguna í Sjóminjasafni Reykjavíkur hefur ekki fylgt bođorđunum sjálfur, ellegar ekki skiliđ ţau.
Ég á erfitt međ ađ skilja, ađ mađur sem stundar vinnubrögđ af ţessu tagi geti veriđ doktorsnemi viđ HÍ. En ţar á bć virđist ýmislegt hćgt, ađ ţví er mér skilst. En vinnubrögđ eins og ţau sem mađur sér á sýningunni, ađ köfunarvinnu Kevin Martins ólastađri sem ég hef engin tök á ţví ađ gagnrýna, eiga ekki neinn grundvöll í akademískri hefđ.
Sonur Nebúkaddnessars, Belzhassar, gat ekki lesiđ og skiliđ orđin á veggnum. En hann hélt veislu međ ţýfi ţegar orđin birtust honum. Belzhassar vegnađi ekki vel. Málverkiđ er málađ af Rembrandt van Rijn um ţađ bil 25 árum áđur en de Melckmeyt sökk í Flatey. Belhazzar og Rembrandt koma de Melckmeyt svo sem lítiđ viđ, líkt og orđ bandarísk fornleifafrćđings, en orđin á veggnum úti á Granda voru illilega misskilin af Kevin Martin eđa heilrćđinu sem hann lét mála á veggin ekki fylgt af honum sjálfum.
Fornleifafrćđi | Breytt 10.8.2019 kl. 21:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Villkominn 1944
5.8.2019 | 12:09
Fjölbreytnin kom á vissan hátt til Íslands í síđara stríđi. Einbeitt framleiđsla á skyldleikarćktuđum Miđflokksmönnum fór nú fyrst ađ leggjast nokkuđ af enda höfđu konur úr meiru ađ mođa en áđur var. Ţetta fór ţó allt hćgt af stađ í byrjun.
Kanar buđu alla velkomna. Ţađ ríkti fjölţjóđastemning í kömpum ţeirra. Ţó var varađ viđ ţýskum genum.
Amerískur korpuáll sýnir ţýsk tískuföt og síldarsalat í rándýru húsi í Reykjavík áriđ 1944.
Allar tegundir voru á bođstólum áriđ 1944. Jafnvel framfćrilegir framsóknarmenn í júníformi. Mér ţćtti vćnt um ađ fá nöfn á íslensku löggurnar. Sá hávaxni er markađur sem nr. 20, en sá dökki í langa frakkanum tel ég ađ geti veriđ (Hjörtur) Hafsteinn Hjartarson, sem var frćndi minn. Hann fćddist í Kaupmannahöfn áriđ 1908.
Allsorts og allar tegundir búninga voru á bođsstólum í Reykjavík og íslensku stúlkurnar voru líka í sínum skrúđa, bođnar á ball af framandi mönnum í "Hekluúlpum" eđa í hnésíđum pilsum. Myndin neđst er líklega frá 1941, en hinar eru frá 1944. Ljósmyndirnar urđu nćrri ţví bruna á bráđ fyrir nokkrum árum, ţegar óţekkt nasistagerpi kveikti í Frelsissafninu (Frihedsmuseet) danska, sem heyrir undir danska ţjóđminjasafniđ.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugaverđur fundur á Auđkúlu í Arnarfirđi
4.8.2019 | 09:26
Vestur á Auđkúlu í Arnarfirđi heldur Margrét Hrönn Hallmundsdóttir áfram rannsóknum á fornum skála, ţrátt fyrir ađ merk rannsókn hennar hafi af einhverjum ástćđum ekki hlotiđ mikla náđ fyrir augum sjóđstjórna sem veita fé til fornleifarannsókna á Íslandi.
Margrét og teymi hennar í tvćr vikur hreinsuđu um daginn gólf ađ Auđkúlu og fundu brot af merkum grip. Ţađ var lítil brjóstvarta eđa miđtrjóna af brjóstnćlu (skálanćlu) frá seinni hluta 10. aldar. Brjóstnćlubrotiđ er úr bronsi og er logagyllt. Rannsakendur voru greinilega ekki međ handbćkurnar á stađnum, svo ađ Fornleifur leyfđi sér ađ keyra í greiningu á gripnum á fasbók fornleifafrćđingsins.
Ađ mati Fornleifs er um ađ rćđa lítinn hluta af brjóstnćlu af gerđinni P52 (samkvćmt gerđarfrćđi Jan Petersens hins norska meistarafornleifafrćđings) eđa Rygh 655 eftir gerđarfrćđi Olufs Ryghs. Slíkar brjóstnćlur kalla enskir fornleifafrćđingar "Barokk-nćlur". Ţćr eru algengastar í Svíţjóđ, en finnast ţó ć oftar annars stađar.
Nćlurnar hér af ofan af gerđinni P 52 / Rygh 566 frá Litlu-Ketilsstöđum í Hjaltastađaţinghá. Á nćlunni til vinstri hefur brjóstvartan losnađ af. Fyrir neđan nćla af gerđinni P 52 teiknuđ.
Sá hluti brjóstnćlunnar sem fannst á Auđkúlu í síđustu viku er miđvartan. Miđvartan er hnođuđ á, og er hún oft horfin af nćlum af ţessari gerđ sem finnast i jörđu. Líklega hefur ţessi hluti nćlunnar á Auđkúlu falliđ af á 11. öld, ţegar hún var orđin lúin og gömul og hefur brotiđ vćntanlega lent í gullkistu barnanna á Auđkúlu.
Ţessi nćla kemst nćst ţeirri gerđ nćla sem vartan frá Auđkúlu tilheyrir. Nćlan er frá Uri í Norddal á Mćri. Universitetsmuseet i Bergen.
Forngripir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá gamli leggur línurnar fyrir brunaútsöluna á Ţjóđminjasafninu
18.7.2019 | 07:31
Nú, ţegar núverandi ţjóđminjavörđur sýnir eldlogandi og jafnvel brennandi áhuga á ađ skipta ađeins um umhverfi og gerast ráđuneytisstjóri, er engu líkara en ađ fyrirrennari hennar í starfi ţjóđminjavörslunnar langi aftur í gamla stólinn sinn. En svo er nú vafalust ekki. Hann er greinilega orđinn hrćtt gamalmenni sem telur alla vera ađ stela í kringum sig.
Í grein sem birtist sl. ţriđjudag í Morgunblađinu (16. júlí, 2019, bls. 15) minnir Ţór Magnússon á mikilvćg menningarverđmćti sem hann telur ađ séu í bráđri í hćttu. Ţađ eru kirkjur landsins og innanstokksmunir ţeirra. Ţór lýkur grein sinni, sem hann kallar Öryggi kirknanna, međ ţessum ađvörunarorđum:
Hér verđa ráđamenn kirkjunnar og prestar og umráđamenn kirkna ađ athuga vel um úrlausn. Viđ getum ekki lengur í einfeldni okkar treyst á heiđarleika fólks einvörđungu. Trúin á ekki fastan sess í huga allra núorđiđ og sumum eru kirkjurnar lítt heilagir stađir lengur.
Ţarna finnst mér gamli ţjóminjavörđurinn, sannast sagna, vera farinn ađ sýna ţá hrćđslu sem oft grípur um sig hjá gömlu fólki, sem telur alla vera ađ stela í kringum sig og ađ heimurinn fari sí versnandi. En heimurinn hefur vitaskuld lengi fariđ versnandi og gamalt fólk hefur svo lengi sem sögur herma, vitstola eđa međ rćnu, fengiđ ţá flugu í hausinn ađ allir í kringum ţá vćru ţjófar eđa illmenni.
Sannast sagna tel ég ađ heiđarleiki fólks sé síst minni en áđur. Trúin er kannski ekki eins fastur ţáttur og fyrr, en ţađ hefur ţó ekki nauđsynlega skađađ heiđarleika almennings, sem ekki fer lengur reglulega í kirkju og aldrei biđur bćnirnar sínar á kvöldin, eđa fyrr en ţađ fćr alvarlegan sjúkdóm og er ađ deyja Drottni sínum.
Ţađ er ţví ađ mínu mati ákveđinn skammtur af fordómum í grein Ţórs Magnússonar og hann er nćstum ţví hálf-ósvífinn.
Ţví skulum viđ rifja upp söguna. Ţví stuldur úr kirkjum hefur nú ekki ađeins veriđ stundađur af trúleysingjum, óskírđum og útlendingum á ferđalagi líkt og Ţór gefur í skyn.
Áriđ 1972 bárust Ţjóđminjasafninu góđir gripir westur úr henni Ameríku. Ţađ var ljósahjálmur úr messing frá lokum 16. aldar eđa byrjun ţeirrar 17., og brot af róđukrossi frá 16. öld. Ţessa gripi afhenti Helga Potter safninu, en hún hafđi erft ţá eftir föđur sinn Jón Jacobson Alţingismann, sem var landsbókavörđur frá 1907 til 1924. Báđir gripir voru upphaflega varđveittir í Víđimýrarkirkju í Skagafirđi, en jörđina Víđimýri átti Jón um tíma og tók međ sér gripina er hann flutti ţađan í borg syndarinnar hér syđra. Dóttirin Helga erfđi gripina síđan eftir föđur sinn, og fór međ ţá til Ameríku.
Hvarf dýrmćtra menningarverđmćta úr Víđimýrarkirkju var ekki vegna ţjófnađa útlendinga eđa óheiđarlegra Íslendinga. Guđhrćddur alţingismađur og 100% Íslendingur fór međ gripina úr kirkjunni - eđa taldi ţá sína eign. Viđ vorum heppin ađ frú Helga Jónsdóttir Potter, ofurstafrú í Bandaríkjunum, hafđi ekki smekk fyrir ţetta "junk from back home" og skilađi ţví aftur á viđeigandi stofnun undir stjórn Ţórs Magnússonar.
Ţór Magnússon varar alla viđ međ ţessum orđum, sem er ţó greinilega fyrst og fremst beint gegn útlendingum.
Ýmsir fornir kirkjustađir eru nú í eyđi, föst búseta engin ţar lengur og kirkjurnar ţví án fasts eftirlits. Í kirkjunum er samt geymt margt dýrmćti. Nú er ferđamannastraumur nánast um allt land mikinn hluta ársins. Sumar kirkjur mega jafnan kallast "ferđamannakirkjur". Eftir ađ fćkkađi í sóknum og sumar sveitir tćmdust nálega af fólki, eru kirkjurnar margar hverjar afar sjaldan nýttar til helgihalds, en margar standa á fornfrćgum kirkjustöđum, ţekktum úr sögunni og vekja athygli ferđafólks. Hvarvetna er sú hćtta ađ óhlutvant fólk ásćlist og taki gripi úr kirkjunum, enda hefur ţađ gerst.
Engu er líkara en ađ Ţór Magnússon hlusti of mikiđ á Útvarp Sögu. En líkast til var hann einnig alinn upp viđ ađ útlendingar vćru verra fólk en sannir Íslendingar. Hann ríđur fáknum Hleypidómi frá Offorsi sem hefur gömlu hryssuna Hrćđslu frá Öfgum sér til reiđar er hann skrifar fyrrgreind orđ. Sumt af ţví sem Ţór skrifar inniheldur ţó ef til vill sannleikskorn:
Ég man nefnilega eftir smiđ sem gerđi viđ kirkju fyrir Ţjóđminjasafniđ og lét sig hverfa til Ameríku međ gripi úr kirkjunni, sem aldregi sáust síđan. Ţór gleymir ađ segja okkur ţá sögu, og ađ mađurinn hafi starfađ fyrir safniđ - en ekki veriđ ferđamađur eđa međlimur í ţjófagengi á framfćrslu ríkisins líkt og Ţór talar um í pistli sínum - heldur hreinn og tćr Íslendingur, alveg eins og Jón alţingismađur Jacobson (1860-1925) og síđar Landsbókavörđur, sem tók kirkjugripi á Víđimýri traustataki.
Klukkurnar sem voru á ţili Víđimýrarkirkju áriđ 1929 hanga ţar ekki lengur og klukknaportiđ er ekki sams konar og ţá. Hver flutti klukkurnar og breytti klukknahliđinu (sáluhliđinu)? Hvađa mátt frá Guđi fengu ţeir til ţess ađ hengja klukkurnar upp í nýtt hliđ sem ekki var ţarna fyrir aldamótin 1900?
Vandamáliđ, sem Ţór talar um, er vel hćgt ađ koma í veg fyrir međ ţví ađ fjarlćgja úr kirkjum sjaldgćfa gripi, sem geymdir verđa af sóknarprestum eđa öđrum kirkjunnar mönnum eđa yfirvöldum. Löngu er búiđ ađ finna upp ţjófavörn. Hin vellauđuga ţjóđkirkja hlýtur ađ eiga fyrir ţjófavarnarkerfi.
En látum ekki fordómana drífa verkiđ. Lítum í eigin barm. Íslendingar eru líka ţjófar og lygarar. Heilt gegni ţjófa og skítmenna setti ţjóđina nćrri ţví á hausinn hér um áriđ, svo ekki sé talađ um fjölda stjórnendur ríkisstofnanna, sem ekki kunnu ađ fara međ almannafé hér á árum áđur og komust sumir hverjir upp međ ţađ nokkuđ lengi. Viđ nefnum engin nöfn.
Ađrir störfuđu viđ hirđ stjórnmálamanna sem óskuđu ţjóđinni seyru, međan ađ ţeir sjálfir földu auđćfi sín á pálmaeyjum. Slíkir tćkifćrissinnar í ríkisţjónustu eiga viđhlćjendur í mörgum stjórnmálaflokkum og getur greinilega fengiđ hćstu stöđur í ráđuneytum landsins, ţrátt fyrir furđuslćlega umgengni viđ samstarfsmenn sína og ţá sem ţeir hafa veriđ ráđnir sem sérstaklega illkvittin ráđunaut til ađ reka fólk á öđrum stofnunum.
Ég leyfi mér ađ halda ţví fram, ađ grein Ţórs beri örlítinn keim af ellibrekum og gleymsku, jafnvel af hinum ljóta sjúkdóm Alzheimer sem Kári Stefánsson hefur nú gefist upp á ađ lćkna međ einstćđu genamengi Íslendinga. Slíkri lćkningu hafđi hann reyndar lofađ ţjóđinni. En líklega er best ađ ţjóđin gleymi ţví líka, enda minniđ ekki sterkt í íslenska skyldleikarćktađa stofninum og lítiđ "Intel inside". En eins og kunnugt er, kennir fólk međ ellibrek gjarnan ćttingjum sínum og nágrönnum um ađ stela frá sér.
En Ţjóđkirkjan verđur sjálf ađ bera ábyrgđ á ţeim gripum sem Ţór ritar um og finna úrlausn međ eldhuganum sem kannski sest brátt í ráđuneytisstjórastöđu, ţ.e.a.s.ef Ţjóđkirkjan vill hafa gripi sína óhulta í guđshúsum sínum til ađ dýrka ţá fram ađ Dómsdegi.
Ađ lokum má minna á, ađ Ţjóđminjasafniđ lét heilt bátasafn brenna fyrir augunum á sér og allra landsmanna í Kópavogi fyrir nokkrum áratugum og ţađ var heldur ekki útlendingum og glćpagengum ađ kenna. Sagan dćmir okkur en ekki gamlir karlar sem gleymt hafa vísvitandi eđa vegna elli.
Dýrđ sé Drottni; Og hann ţakkar ugglaust mönnunum fyrir ađ dýrka međ sér skreytisýkina, glysgirnina og hrćsnina, sem er honum jafn velţóknanleg og Gullkálfurinn heitinn.
AMEN eftir efninu.
Gestir koma í höll Nerós
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fornleifafundur sumarsins 2019
15.7.2019 | 10:00
Nýlega greindi RÚV frá fundi (sjá hér) sem ađ öllum líkindum kemst á blöđ sögunnar sem fornleifafundur sumarsins.
Slćr hann viđ "Stöđinu" í Stöđvarfirđi og breskum bjórflöskum sem nýlega fundust á Hellisheiđinni. Nú verđur einfaldlega ađ friđa allan Kópavoginn, eftir ađ svćđiđ varđ glóđvolgur fornminjastađur. Sjáiđ varđveisluna á leđrinu. Ekki einu sinni fariđ ađ falla á gulliđ!
Einn ötulasti lesandi Fornleifs spurđi á FB út í fundinn í Kópavogi:
Bendir mynstriđ á keđjunni ekki eindregiđ til samísks uppruna? Og ţar međ eru fćrđar sterkar líkur á ţví ađ samískur shaman međ sólarblćti, eins og lögun úrskífanna bendir sterklega til, hafi veriđ ţarna á ferđ, trúlega snemma á landnámsöld eđa jafnvel fyrr.
Ţví var fljótsvarađ:
Íslensk fornleifafrćđi hefur greinilega misst af manni eins og ţér. En einu gleymdir ţú í ţessari yfirferđ ţinni sem minnir svo unađslega á rök og snilli séra Láka heitins í Hólmi. Úrin stöđvuđust öll fyrir 9. öld og úriđ međ demantskantinum og ólinni úr hvítabjarnaleđri var greinilega annađ hvort í eigu eskimóakonu, eđa ađ shamaninn hafi veriđ samkynhneigđur. Mér er sama hvort ţađ var, ţví ţú átt kollgátuna: Allt gerđist ţetta fyrir Landnám í Kópavogi, áđur en Norđmenn komu međ Skriffinnana, kristnina og annan óţćgilegan genderintollerans.
Fornminjar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Safnast ţegar í sarpinn er komiđ
9.7.2019 | 22:37
Viđ leit á Sarpi (Sarpur.is) uppgötvađi ég fyrr á árinu ađ forngripur, nálhús úr bronsi, sem ég fann á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983, ţegar ég hóf fornleifarannsóknir ţar, er gert jafn hátt undir höfđi og gömlum sokkabuxum af ţjóđminjaverđi, sem eru frá ţeim tíma er hún vann sérvinnu fyrir Sigmund Davíđ í Stjórnarráđinu (sjá nánar hér).
Ţvílíkur og annar eins heiđur fyrir nálhúsiđ frá Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ kemst nú loks međ tćrnar ţar sem hćlar sokkabuxna ţjóđminjavarđar voru.
Ég leyfir mér ađ kvitta fyrir og upplýsa ađstandendur Sarps, ađ upplýsingum um nálhúsiđ, sem ég fann á Stöng áriđ 1983, er mjög ábótavant á Sarpi, eins og ţví miđur svo mörgu öđru.
Ég hins vegar ekki ánćgđur međ ađ fótanuddtćki Árna Björnssonar ţjóđháttafrćđings hefur einnig komist á forsíđu Sarps. Ţetta tćki er reyndar sögufrćgt, ţó óţjóđlegt sé, en ţađ gerđi Árna ţó kleift ađ rita Sögu Daganna á fimmtíu vikum hér um áriđ í fullu starfi.
Ritstjóra Fornleifs langar ađ taka fram ađ rauđu pílurnar, sem benda á umrćdda gripi, hefur veriđ bćtt inn á skjámyndina af sumarstarfsmanni listasviđs Fornleifs.
Ţjóđháttadeild Ţjóđminjasafnsins óskar nú eftir reynslusögum af fótanuddstćkjum.
Nýjar fornleifar | Breytt 5.8.2019 kl. 12:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)