Örvarodds saga

Örvaroddur fundinn í Reykjavík

Adolfi Friđrikssyni fornleifafrćđingi var eitt sinn faliđ ţađ vandasama verk ađ sjá um endurútgáfu hins merka verks Kristjáns Eldjárns Kumls og Haugfjár, sem kom út áriđ 2000.

Ţví miđur var mikiđ af ţeirri vinnu sem átti ađ bćta viđ ágćtisverk Kristjáns Eldjárns óttalega illa unnin og sýnir ađ ţeir sem ađ bókinni stóđu hafa ekki haft mikla ţekkingu á ţví sem ţeir voru ađ vinna međ. Kuml og Haugfé var reyndar velskapađ barns síns tíma áriđ 1956, gott rit miđađ viđ ađ Kristján Eldjárn hafđi ekki lokiđ námi í fornleifafrćđi í Danmörku, en viđbćtur í endurútgáfunni, sem ekki eru frá hans hendi, eru afar ţunnur ţrettándi.

Fyrir áramót sagđi ég frá kingunni sem týnst hafđi eftir ađ bók Eldjárns kom út í fyrsta sinn. Ekki var ađ finna stafkrók um ţađ hvarf í nýju útgáfunni áriđ 2000.

Í fyrstu útgáfu Kumls og Haugfés sem kom út áriđ 1956 er afar stutt og látlaus lýsing á ţeim örvaroddum sem til voru á Íslandi á ţeim tíma. Viđ ţađ var eiginlega litlu ađ bćta, nema um einn grip sem fannst á Stöng áriđ 1939 og sem haldiđ var fram ađ vćri örvaroddur. Miklu líklegra er ađ gripurinn sé hnífur enda blađiđ of flatt til ađ geta veriđ oddur sem léti af stjórn.

Samojed3
Samojed2
Örvaroddar Samojeda í Síberíu, sem lýst er í stórverkinu Continuation de L'Histoire générale de Voyages ou Collection Novelle des Relations de Voyages par Mer, Decouvertes, Observations, Desceiptions Omises dans celle de feu M. l'Abbé Prevôt, ou publiées depui cet Ouvrage ...etc. etc. etc. sem kom út í Paris áriđ 1768, Avec Approbation et Privelege du Roi. 

 

Einnig er greint frá "sérkennilegum örvaroddi, sem fannst viđ fornleifarannsóknirnar í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, sem sćnski fornleifafrćđingurinn Elsa Nordahl fjallađi um í bók sem hún gaf út um rannsóknir sínar. Nordahl taldi sig ekki ţekkja neinn slíkan örvarodd. Adolf Friđriksson leitađu ţví til tveggja manna sem mikiđ hafa rannsakađ örvarodda í Svíţjóđ og á Hörđalandi í Noregi, en ekki könnuđust ţeir viđ svona V-laga örvarodda samkvćmt upplýsingum í neđanmálsgrein.

Sérfrćđingarnir ţessir hafa reyndar fyrst og fremst sérhćft sig í örvaroddum sem voru vopn, en margir örvaroddar voru ekki ćtlađir til ţess ađ drepa fólk og slíkir örvaroddar finnast ţá sjaldnar í kumlum. V-laga  örvaroddar eru ekki óţekktir. Ţeir hafa fundist á Bretlandseyjum, í Úkraínu, Asíu og međal Samójeđa í Síberíu, fjarskyldra frćnda Sama í Skandinavíu. Samúrćar í Japan hafa einnig notađ álíka örvarodda. Ţeir finnast víđa í Asíu.

oddar

 

961

Svona oddar voru hentugir til ađ drepa stóra bráđ, t.d. sel eđa hreindýr og hirti. Ţetta hefđi Adolf Friđriksson líklegast vitađ, hefđi hann stundađ rannsóknir á haugfé og efnislegri menningu áđur en hann tók viđ ritstjórn Kumls og Haugfjár.

 

Adolf Silfurviti 1994

Adolf Friđriksson áriđ 1994, ţegar hann hélt ađ íslenskur jarđvegur hefđi ţann kost fram yfir jarđveg annars stađar heiminum ađ ekki félli á silfur sem lenti í honum fyrir hundruđum ára. Lengi hef ég óskađ ţess ađ Adolf gćfi nánari skýringar á ţví fyrirbćri, í stađ ţess ađ ţykjast vitrari en kennari viđ háskólann í London ţar sem hann hafđi lćrt. En engin svör komu viđ ţví frekar en mörgu öđru í endurútgáfu Kumls og Haugfjár.


Reykjavík anno 1862

Reykjavík Taylors

Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús.

Bayard%20Taylor-Photo-Cecpia-Cropped&ResizedBayard Taylor

Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.

Geir pískar Brúsu

Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskarlinum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti „An awkward Predicament".  Ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.

22903v22902r

Ítarefni: Meira af ţessum skemmtilegu myndum frá Íslandsdvöl Taylors hér.

Áđur birt 31.1.2010


4. getraun Fornleifs

4. getraun Fornleifs

Hvađ sýnir ţessi mynd? Hvar og hvenćr birtist hún upphaflega? Ţetta er einfalt og létt. Myndina er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á hana tvisvar til ţrisvar sinnum.


Negrinn á fjölinni

F22b
 

Nýlega skrifađi mér gamall skólafélagi minn úr MH, sem ég hef ekki séđ eđa heyrt í síđan hann bauđ mér í fisk og heimspekilega umrćđu á Hard Rock Café í Kringlunni hér um áriđ. Hann spurđi mig út í ţađ hvađ ég hafđi fyrir mér í ţví ađ ein af vangamyndunum á fjöl Dađa Dalaskalla í Ţjóđminjasafninu vćri "blámađur"*. Ţađ var vitaskuld góđ spurning og ég svara honum ekki fyrr en nú en ađ vel athuguđu máli. 

Sumariđ 1999, nánar tiltekiđ 10. júlí, birtist síđari hluti greinar sem ég ritađi um ţrćlasala í Norđurhöfum. Ţar var međal annars greint frá Kólumbusi og íslenskum sveinum í Birstofu (Bristol) og leiđrétti eina af mörgum meinlokum í verkinu Saga Íslands. Ţennan síđari hluta frásagnar minnar kallađi ég Fjöl Dađa Dalaskalla. Greinin fjallar m.a. um útskorna eikarfjöl sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands og sem er greinilega frá síđari hluta 15. aldar, en taliđ er ađ Dađi Arason, kallađur Dalaskalli, hafi átt og brúkađ hana sem rúmfjöl. Dađi veriđ uppi ca 1425-1502.

Fjölin er úr eik og ađ öllum líkindum frá Spáni eđa Portúgal. Lesa má um hana hér  og hér

F12b
 
F42b

Svo svarađ sé spurningu heimsspekingsins á Hard Rock, var ég auđvitađ leiddur af skođun ţess sem upphaflega skrifađi um fjölina og taldi vangamyndina af blámanni*. ţegar hún kom fyrst á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1881. En ađ betur athuguđu máli í kjölfar spurningar skólafélaga míns, er ég enn pikkfastur á ţeirri skođun ađ listamađurinn sem skar ţessa fjöl hafi veriđ ađ skera út mynd af negra (svörtum Afríkumanni eđa svokölluđum svertingja/ blámanni).

F32b

Allir ţeir sérfrćđingar sem ég hafđi samband viđ á söfnum ţegar ég skrifađi fyrst um fjölina voru líka á ţeirri skođun. Zigzag mynstriđ í hári vangamyndarinnar tel ég ađ sé tilraun til ađ sýna stífhrokkiđ hár. Viđ sjáum ţví miđur ekki hár hinna, betur klćddu mannanna, á vangamyndunum, en englarnir á hinni hliđ fjalarinnar eru t.d. međ liđađ hár og ekki er ţađ skoriđ út í neinni líkingu viđ hár hins meinta negra.

Negrinn á fjölinni
 

Negri Francis Drakes

Einhvern tíma á tímabilinu 1586-1588 gaf Elísabet I Englandsdrottning Sir Francis Drake verđmćtan skartgrip, sem enn er til og er kallađur The Drake Jewel. Gripur ţessi ber m.a. cameo-vangamynd úr lagskiptum sardonyx-agatsteini af negra og hvítum manni.

Steinninn hefur veriđ skorinn ţannig ađ vangamynd negrans er skorinn í efsta lag steinsins og á bak viđ hann grillir í hvítan mann, sem skorinn er í hvítt lag steinsins. Á bakhliđ skartsins er smámynd máluđ af Elísabetu drottningu og neđan úr ţessu stóra skreyti hangir stór og mikil perla. Til eru málverk af ţrćlasalanum Francis Drake frá lokum 16. aldar ţar sem hann ber ţennan skartgrip.

Drake Jewel

Gheeraerts_Francis_Drake_1591

Drake Jewel painting

Skođum steininn međ negramyndinni. Uppruni hans og aldur er ekki ţekktur og gćti hann hćglega veriđ eitthvađ eldri en hinn mjög svo samsetti skartgripur sem Elísabet I gaf Francis Drake. En vangamyndinni á cemeo steininum svipar mjög til vangamyndarinnar á rúmfjöl Dađa Dalaskalla. Hálslíniđ og hnúturinn eru af sama meiđi og á húfulausa manninum á fjöl Dađa Dalaskalla.

Hvort myndin sýnir afríkanskan höfđingja/konung eđa ţrćl er svo annađ mál. En hugsanlega er hér kominn einn af ţeim konungum Afríku sem Portúgalar höfđu samskipti viđ í lok 15. aldar. Samskipti nýlenduţjóđanna einkenndust ekki alltaf af fordómum og gegndarlausri grćđgi. Síđar, á 17 öld kom til dćmis sendiherra konungsins af Kongó, Don Miquel da Castro til Lissabon til ađ tala máli herra síns. Hann fór síđar til Brasilíu og Hollands og var hann málađur í Brasilíu og er málverkiđ ađ finna á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.

da Castro

*Vegna kjánalegrar pólitískrar rétthugsunar og almennrar hysteríu á Íslandi má nú orđiđ varla nota orđiđ negri eđa blámađur. En ég sé ađ ţessi orđ eru enn í íslenskum orđabókum, án ţess ađ ţau séu útskýrđ ţar sem fordómar eđa rasismi.

Ljósmyndirnar af fjölinni voru teknar af höfundi, en ekki Ívari Brynjólfssyni eins og ranglega var hermt í greininni í Morgunblađinu forđum. Hann tók mynd af fjölinni í einu lagi sem ekki var notuđ í greininni.

Ítarefni.

Sjá einnig pistla mína um sögu svarta mannsins á Íslandi; Svart fólk á Íslandi I, II og III.

 


Helstu forminjar í Danmörku áriđ 2011

Manicura Archaeologciae Danorum

Í Danmörku er orđin til hefđ fyrir ţví ađ velja merkilegustu fornminjarnar sem finnast í jörđu ár hvert. Kulturarvsstyrelsen (sama sem Fornleifavernd og Húsafriđunarnefnd), sem eftir samleggingar og sparnađ hefur hlotiđ heitiđ Kulturstyrelsen nú eftir áramótin, gefur út ţennan lista, en ekki eru menn alltaf sammála honum eins og gengur.

Til helstu funda í Danmörku í fyrra telst rannsókn á grafreit frá víkingaöld viđ Tĺstrup í útjađri Stórkaupmannahafnar. Ţar fundust međal mannabeinanna risavaxinn "víkingur" sem hefur veriđ um 1,92 m. á hćđ. Birt var mynd af beinum handar ţessar víkings viđ hliđina á feitri hönd nútímakonu međ sorgarendur undir nöglunum. Sláninn í Tĺstrup hefđi komist í körfuknattleikslandsliđ Dana, ef ţađ hefđi veriđ til á víkingaöld, en vart veriđ til annars nothćfur en ađ hengja skinkur og bacon upp í rjáfur.

Jalangur jólin 2011

Lokiđ var viđ ađ byggja yfir Jalangurssteinana áriđ 2011, sem ég greindi frá fyrr, og myndirnar hér fyrir ofan og neđst tók ég um jólin af meistaraverkinu. Fornleifur er kvćntur afkomanda Haraldar blátannar, Gorms og Týru og var ţví um jólin á Jótlandi. Fór hann og skođađi fornminjarnar il ađ liđka um fyrir öndinni sem innbyrt hafđi veriđ daginn áđur. 

Fornleifi finnst vel hafa tekist til međ yfirbyggingu steinanna ţegar upp er stađiđ. Jalangurssteinarnir voru einnig á lista yfir 10 merkilegustu fornminjarnar í Danaveldi áriđ 2011. Fyrir framkvćmdirnar viđ yfirbyggingu steinanna var svćđiđ í kringum ţá rannsakađ. Ţá kom í ljós, ef trúa má fornleifafrćđingum, ađ steinarnir tveir hafi aldrei veriđ fćrđir til síđan á Víkingaöld, andstćtt ţví sem áđur var taliđ. Ţađ ráđa menn međal annars af ţví ađ steinarnir sitja enn á steinsökklum sem eru gamlir og óhreyfđir. Miđađ viđ miđur fallegar vinnuađferđir fornleifafrćđinganna sem bera ábyrgđ á rannsóknum í Jelling á síđari árum, leyfir Fornleifur sér ađ taka ţessa niđurstöđu međ varúđ ţangađ til ég sé rannsóknarniđurstöđurnar birtar á prenti.

Ekki eru hlutfallslega fleiri fornleifarannsóknir eđa -fundir í Danmörku en á Íslandi (miđađ viđ íbúafjölda landanna). En sá grunur lćđist ađ Fornleifi, ađ erfitt verđi ađ velja 10 bestu fornleifarannsóknir á Íslandi áriđ 2011 ţegar fornleifarannsóknirnar allar merja ekki einu sinni tuginn á árinu sem var ađ líđa. Of margir fornleifafrćđingar, m.a.  vegna kennslu í fornleifafrćđi viđ HÍ, var ein birtingarmynd hrunsins á Íslandi. Allt í einu datt mönnum í hug ađ mennta tugi fornleifafrćđinga.

Ţess vegna er nú gott ađ ţađ er ađeins eitt fornleifablogg... og međan ég man, nú er Forseti Íslands og frú í leikhúsinu međ Margréti Ţórhildi Danadrottningu, sem er međ pungapróf í fornleifafrćđi upp á vasann.

Jelling um jólin 2011
Jalangurssteinarnir yfirbyggđir 25. desember 2011

Feneyjaskál

glerskál Ţjms. 3393 ljósm Vilhjálmur Örn
 

Oft er ekkert vitađ um uppruna gripa eđa aldur. Dćmi eru einnig um ađ góđir gripir í söfnum sem er sagđir úr eigu landskunnra manna geti međ engu móti hafa tilheyrt ţeim, ţar sem gripirnir eru miklu eldri eđa oftast yngri en persónan sem talin er hafa átt ţá. Ţannig er ţessu til dćmis fariđ međ skálina sem hér sést á myndinni. Ţegar hún kom á Forngripasafniđ (síđar Ţjóđminjasafniđ) áriđ 1899 og fékk númeriđ Ţjms. 3393, skrifađi Sigurđur Vigfússon svo um gripinn:

,,Kér úr postulíni (porselín) ţađ er eginlega međ forngrísku lagi, skálin flöt 4 3/4 ţuml. í ţvermál, og međ lágum fćti eđa stétt undir er slćr sér út ađ neđan: ađ innan er skálin hvít, en ađ utan er kériđ alt međ kaffibrúnum rósahríslum ţó mjög einkinnilegum, og ţannig er kériđ alt fallegt, og ólíkt samskonar gripum frá vorum tímum. Kériđ er ţunt og postulíniđ mjög gagnsćrt, er ţví af ţví vandađasta (fínarte). Kér ţetta hefir átt Stađarhóls Páll, hann er nafnkéndur mađr sem kunnugt er, hafi ţađ ávalt haldist í ćttinni sem minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í Akureyum í Breiđafirđi: Ţetta kér hef eg átt, og gaf fađir minn mér ţađ, og sagđi föđur sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föđr Jóni, og svo framvegis hver ţeirra forfeđra fram af öđrum, ađ kériđ vćri frá Stađarhóls Páli, og ađ hann hefđi átt ţađ. Ţannig hefir keriđ geimst sem uppáhaldsgripir í ţessari ćtt, ţar ţađ er kunnugt ađ séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg komin af Stađarhóls Páli. Páll lifđi á 16 öld."

Páll Jónsson, sem er best ţekktur sem Stađarhóls-Páll, um 1534-1598 var sonur Jóns Magnússonar ríka á Svalbarđi og Ragnheiđar á rauđum sokkum. Hann var sýslumađur og bjó m.a. á Stađarhóli í Dalasýslu en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit.  Páll nam í Munkţverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamađur á sinni tíđ og ţótti heldur harđdrćgur í viđskiptum. Hann kvćntist Helgu Aradóttur sem var dóttir Ara sonar Jóns biskups Arasonar.

En setjum punktinn viđ Pál hér, ţví hann átti alls ekki skálina, sama hve lögfróđur og harđdrćgur hann var. Skálin sú arna er nefnilega ekki úr postulíni og getur ekki hafa veriđ í eigu Páls, ţví hún er frá lokum 17. aldar eđa byrjun ţeirrar 18., ađ ţví er fremstu sérfrćđingar telja.

Fyrir alllöngu ţegar ég tók fyrst eftir skálinni á Ţjóđminjasafni Íslandi, undrađi ţađ mig mjög ađ skálin vćri skráđ sem postulín, ţví hún var greinilega ekki úr postulíni. Nýveriđ sendi ég ljósmynd af skálinni til sérfrćđinga í gleri viđ British Museum og á glersafninu í Feneyjum, dr. Aileen Dawson og Vladimiro Rusca. Ţau eru sammála um ađ skálin sé frá ţví rétt fyrir eđa eftir 1700. Skálin er hugsanlega gerđ í Feneyjum en einnig getur komiđ til greina ađ hún hafi veriđ gerđ í öđrum löndum.

Skálin er gerđ úr svokölluđu mjólkurgleri, lattimo eđa laterolo sem fariđ var ađ framleiđa í Feneyjum (Murano) ţegar á 15. öld. Slíkt gler var einnig kallađ porcellano, ţví í upphafi var ţetta hvíta gler búiđ til til ađ líka eftir dýru, kínversku postulíni sem barst til Evrópu. Ţví er engin furđa ađ menn hafi ruglast á ţessu og postulíni. Síđar voru gripir úr lattimo-gleri framleiddir í mörgum öđrum löndum, m.a. á Spáni og í Sviss á 18. öld.

Samkvćmt Vladimiro Rusca á Museo del Vetro di Murano, var skálin handblásin og gerđ međ ţví ađ mjólkurglermassinn var rúllađur á járn- eđa koparplötu ţar sem á hafđi veriđ stráđ litlum brotum af lituđu gleri, í ţessu tilviki rauđu. Ţessi brot voru svo brćdd og unnin inn í hvíta glermassann. Glersérfrćđingurinn Vladimiro Rusca telur einnig ađ kristöllum, sem sjást á yfirborđi glersins, hafi veriđ stráđ í hvítan massann áđur en skálin var blásin.

Reyndar er ekki útilokađ ađ skálin hafi veriđ gerđ í Hollandi. Međal gyđinga sem fluttu til Hollands á 17. öld voru margir glermeistarar. Í hverfum gyđinga viđ Waterlooplein í Amsterdam og Rozenstraat i hverfinu Jordaan, ţar sem langafi minn bjó á tímabili, voru glerverkstćđi, t.d. Rósirnar tvćr (De Twee Rozen) sem rannsakađ var af fornleifafrćđingum áriđ 2006 (sjá hér). Ţar voru fyrst og fremst framleiddar perlur. Indíánar voru ólmir í glerperlur frá Amsterdam og Hollendingar keyptu Manhattaneyju fyrir lítinn poka af slíkum perlum. Skálin hér fyrir neđan, sem fannst viđ fornleifarannsóknir í gyđingahverfinu í Amsterdam, er frá 17. eđa 18. öld og gćti veriđ hollensk. Hún er gerđ međ sömu tćkni og skálin á Ţjóđminjasafni. 

Skál Amsterdam Waterloplein

Sem sagt, skálin sem ranglega var eignuđ Stađarhóls Páli, er úr gleri en ekki postulíni, og var kominn tími til ađ leiđrétta ţađ.

En merkilegast ţykir mér ađ svona góđur gripur hefur borist til Breiđafjarđar fyrir 300 árum síđan og ađ skálin hafi varđveist heil í 200 ár áđur en hún kom á Ţjóđminjasafniđ.

Ég ţakka Aileen Dawson og Vladimiro Rusca fyrir hjálp og upplýsingar.

Ítarefni:

Theuerkauff-Liederwald, A.-E. (1994). Venezianisiches Glas der Kunstsammlungen der Veste Coburg. Luca Verlag Lingen. (Myndir nr. 608,609).

http://www.hebrewhistory.info/factpapers/fp006-4_glass.htm  Síđunni hefur ţví miđur veriđ lokađ.

Gawronski Jerzy, Michel Hulst, Ranjith Jayasena en Jřrgen Veerkamp (2010) Glasafval op het achtererf. AAR (Amsterdamse Archeologische Rapporten) 50.


Det ville som sagt vćre meget beklageligt for skandinavisk arkćologi...

Miđhús halsring

Eitt af ţeim einkennilegustu málum sem upp hafa komiđ í fornleifafrćđi á Íslandi er máliđ sem spannst um Miđhúsasjóđinn. Ţađ var sjóđur gangsilfurs sem fannst óáfallinn í jörđu austur á landi áriđ 1980, svo hreinn ađ ţađ vakti undran Kristjáns Eldjárns og annarra. Á síđasta tug 20. aldar hélt virtur breskur sérfrćđingur ţví fram ađ sjóđurinn vćri ađ miklum hluta til falsađur. Ađdragandinn ađ rannsókn hans verđur lýst mjög ítarlega síđar hér á Fornleifi.

Ţjóđminjasafniđ, sem upphaflega hafđi beđiđ um rannsókn Graham-Campbells og borgađ fyrir hana, vildi ekki una niđurstöđu Graham-Campbells og pantađi ţví og keypti ađra rannsókn, annađ mat á sjóđnum hjá Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1994. Ţjóđminjasafn Dana, Nationalmuseet, sendi svo frá sér skýrslu áriđ 1995, ţar sem meginniđurstađan var sú ađ silfursjóđurinn vćri ófalsađur, en lýst var miklum vafa um uppruna nokkurra gripa í sjóđnum. Danska skýrslan var ekki gerđ almenningi ađgengileg, heldur var skrifuđ íslensk skýrsla sem ekki var samróma ţeirri dönsku.  

Fyrirfram gefnar skođanir 

Fljótlega kom í ljós, ađ danski fornleifafrćđingurinn Lars Jřrgensen á Ţjóđminjasafni Dana var međ harla ákveđnar og fyrirfram gefnar skođanir á rannsókn James Graham-Campbells, sem hann lýsti viđ ţá tvo íslensku embćttismenn, Lilju Árnadóttur á Ţjóđminjasafni og Helga Ţorláksson hjá Háskóla Íslands, sem bćđi voru vanhćf til ađ standa ađ rannsókninni ađ mínu mati. Ţađ kom í ţeirra hlut ađ falast eftir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana. Lars Jřrgensen skrifađi 17.11. 1994:

Det vil som sagt vćre yderst beklageligt for skandinavisk arkćologi, hvis Prof. Graham-Campbel  [sic] antagelser er korrekte. Nationalmuseet vil naturligvis derfor meget gerne medvirke til en afklaring af de pĺgćldende tvivlsspřrgsmĺl omkring dele af skattens ćgthed.

Í ţessum orđum Lars Jřrgensens felst  greinilega sú upplýsing, ađ hann eđa ađrir hafi lýst ţví yfir, áđur enn ađ rannsóknin hófst, ađ ţađ vćri mjög miđur, ef álit James Graham-Campbells vćri rétt.

Ţannig byrjar mađur auđvitađ ekki óvilhalla rannsókn og dćmir sig strax úr leik. Lars Jřrgensen hefur  harđneitađ ađ svara hvađ hann meinti međ ţessum orđum sínum, ţegar nýlega var leitađ til hans um ţađ. Ţó svo ađ honum hafi veriđ gert ljóst ađ ţessi orđ hans hefđi veriđ hćgt ađ lesa í ţeirri skýrslu sem lögđ var fram á Íslandi, sem var reyndar ekki skýrsla hans.

Jřrgenssen ţekkir greinilega ekki stjórnsýslulög í Danmörku. Hann hefur einnig neitađ ađ segja álit sitt á skođun helsta sérfrćđings Breta á efnagreiningum á fornu silfri, en dr. Susan Kruse lét ţessa skođun í ljós áriđ 1995. Dr. Kruse gaf ekki mikiđ fyrir rannsókn Ţjóđminjasafns Dana.

Vonandi neita menn á Íslandi ekki ađ skýra orđ Lars Jřrgensens ţegar til ţeirra verđur leitađ. Greinilegt er, ađ hann var annađ hvort ađ endurtaka skođun ţeirra sem báđu hann um rannsóknina, eđa ađ láta í ljós og endurtaka mjög litađa skođun sína, eđa kannski yfirmanns síns Olafs Olsens ţjóđminjavarđar, áđur en óvilhöll rannsókn átti ađ fara fram.

Miđhús uppgröftur 1
Ţór Magnússon finnur silfur á Miđhúsum áriđ 1980. Úr frétt á RÚV.

 

Rangfćrslur í skýrslu Ţjóđminjasafns

Ţetta mun allt ţurfa ađ koma fram. Hvađ segir t.d. prófessor Helgi Ţorláksson? Fór hann međ, eđa sendi, silfriđ til Kaupmannahafnar vegna ţess ađ hann taldi ađ ţađ vćri vandamál fyrir skandínavíska fornleifafrćđi ef James Graham-Campbell hefđi hitt naglann á höfuđiđ? Ţađ yrđi mjög leitt fyrir íslensk frćđi ef Helgi vildi ekki svara, en hann hefur nú ţegar veriđ spurđur. Hann er reyndar ekki fornleifafrćđingur og vill kannski ekki svara vegna vankunnáttu. En ađferđafrćđirnar í fornleifafrćđi og sagnfrćđi eru ekki svo frábrugđnar hverri annarri. Í hvorugri frćđigreininni taka menn ađ sér rannsókn á úrskurđarefni međ eins fyrirfram ákveđnar skođanir og Lars Jřrgensen hafđi á Miđhúsasjóđnum.

helgi-thorlaksLilja Árnalars-joergensen

Helgi, Lilja og Lars. Hvert ţeirra taldi, ađ ţađ vćri mjög miđur fyrir skandínavíska fornleifafrćđi, ef James Graham-Campbell hefđi á réttu ađ standa?

Ćtli ţau hafi í dag sömu skođun á aldri silfursins, ţegar ljóst er ađ efnagreiningar Ţjóđminjasafns Dana "on their own as they stand now could not prove that [it is Viking Age silver]" eins og dr. Susan Kruse skrifađi 1995. Ţáverandi formađur Ţjóđminjaráđs, Ólafur Ásgeirsson ţjóđskjalavörđur, hafđi ţegar í júní tekiđ undir ţá ábendingu James Graham-Campbells, ađ Susan Kruse yrđi fengin til ađ annast frekari rannsóknir á sjóđnum. Menntamálaráđuneytiđ vildi ekki taka afstöđu til tillögu Ólafs, en bćtti viđ ţann 12. september 1994:

"Ráđuneytiđ telur ţó koma til álita ađ leita til sérfrćđinga á Norđurlöndum, ţar sem sjóđir af ţessu tagi hafa veriđ ítarlega rannsakađir."

Sjóđir frá Víkingaöld í Skandinavíu höfđu aldrei veriđ efnagreindir ítarlega í heild sinni áriđ 1994, og nú er komiđ í ljós ađ Lilja Árnadóttir hafđi ţegar haft samband viđ Lars Jřrgensen í apríl 1994, heilum 6 mánuđum áđur en formlega var haft samband viđ Olaf Olsen, ţjóđminjavörđ Dana, í október 1994. Annađ er reyndar upplýst í skýrslu hennar og Helga um rannsóknina. Ţar er ekki sagt frá ţví ađ Lilja Árnadóttir og Ţjóđminjavörđur voru ţegar í apríl 1994 búin ađ ákveđa ađ rannsókn fćri fram á silfrinu í Kaupmannahöfn. Skýrslunni er ţví einfaldlega ekki hćgt ađ treysta; Í henni er greint rangt frá rannsóknarferlinu.

Er ekki kominn tími til ađ biđja dr. Susan Kruse ađ rannsaka silfriđ og láta sér í léttu rúmi liggja hvađ einhver lögfrćđingur í Menntamálaráđuneytinu heldur og telur um rannsóknir á silfri á Norđurlöndum? Ţessari spurningu er hér međ beint til Ţjóđminjasafns Íslands og Menntamálaráđuneytisins.

Hér má lesa skýrslu Ţjóđminjasafns Dana. Niđurhal pdf-skrár tekur talsverđan tíma.

Hér er skýrsla og Helga Ţorlákssonar og Lilju Árnadóttur, ţar sem ranglega er greint frá rannsóknarferlinu á silfursjóđnum frá Miđhúsum.

1993 er ekki 1989 

Ţess ber einnig ađ geta ađ ranglega er í skýrslu Helga og Lilju greint frá áhuga mínum á silfrinu frá Miđhúsum. Sagt er ađ ég hafi hreyft viđ ţví áriđ 1993, er Guđmundur Magnússon var settur ţjóđminjavörđur í leyfi sem Ţór Magnússon var settur í. 

Ég var ţegar búinn ađ hafa samband viđ Ţór Magnússon ţjóđminjavörđ áriđ 1989 um máliđ, sjá hér. Rannsóknarsagan í skýrslu sagnfrćđiprófessorsins og ţjóđfrćđingsins er eins og fyrr segir fyrir neđan allar hellur. Áhugi minn og ađkoma ađ málinu var vísvitandi rengdur međ skýrslu ţeirra. Áhugavert vćri ađ vita af hverju.

Virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Ţorláksbúđ stendur ekki á lagalegum grunni

Lögbrot
 

Fornleifur hefur látiđ rannsaka, hvernig stađiđ var ađ leyfisveitingu, ţegar endanlega var leyft ađ reisa "tilgátuhús" međ ţakpappa og steinull á tóftum Ţorláksbúđar í Skálholti. Ég hafđi samband viđ yfirmann Fornleifaverndar Ríkisins, Kristínu Sigurđardóttur, og hún sendi mér ţetta leyfisbréf frá fornminjaverđi Suđurlands, Ugga Ćvarssyni.

Ţađ sem mađur heggur eftir í ţessu makalausa bréfi, sem er í andstöđu viđ allt er reynt var ađ efla vćgi ţjóđminjalaga á 10. áratug síđustu aldar, er ţessi setning:

"Ađ öllu jöfnu leyfir FVR ekki ađ byggt sé ofan í tóftir en eins og málum er háttađ í Skálholti hefur veriđ gefiđ leyfi til ađ byggja ofan í tóft Ţorláksbúđar. Sú ákvörđun stendur á gömlum grunni, hefur sinn ađdraganda sem ekki verđur tíundađur hér."

Ţegar ég grennslađist fyrir um, hver hafđi "gefiđ leyfi áđur en ađ leyfi var gefiđ" og á hvađa "gamla grunni" sú ákvörđun stóđ, sem "hafđi sinn ađdraganda sem ekki varđ tíundađur" í leyfisveitingunni, fékk ég ţetta svar frá Ugga Ćvarssyni, sem nú ţvćr greinilega hendur sínar af ţessu einstćđa leyfi međ ţví ađ fullyrđa ađ: Ég sá aldrei formlegt leyfi til ţess arna en á 10. áratugnum var rćtt viđ Ţjóđminjasafniđ um slíka framkvćmd og ţar á bć voru  framkvćmdirnar ekki blásnar af ţó svo ađ skriflegt leyfi hafi ekki endilega veriđ veitt. Eins og gengur ţá eru slíkar ákvarđanir ekki alltaf rekjanlegar í kerfinu og satt best ađ segja veit ég ekki í smáatriđum hvernig á málum var haldiđ áđur en máliđ kom inn á borđ til mín 2009."

Ţetta er međ endemum og ungur embćttismađur hefur hér greinilega lent í miklum vandrćđum og veriđ undir mikilli pressu frá ađilum sem sitja honum hćrra í kerfinu. Ţeir bera ábyrgđ á vandalismanum, ekki hann.

Mér er ekki kunnugt um ađ ákvörđun eins og sú sem ýjađ er ađ í leyfisveitingunni hafi veriđ tekin á Ţjóđminjasafni Íslands, í fornleifanefnd eđa Ţjóđminjaráđi á tímabilinu 1992-1996. Ţetta var ekki stefna safnsins og fornleifavörslunnar, ţegar ég vann ţar. Ţjóđminjasafniđ eđa ţjóđminjavörđur hefur heldur ekkert međ ađ ákveđa svona framkvćmdir. Ákvarđanir á skjön viđ lög í kerfinu er satt best ađ segja vel hćgt ađ rekja til upphafsins. Legg ég ţví til ađ Menntamálaráđherra geri ţađ nú ţegar, og láti fjarlćgja Ţorláksbúđ viđ fyrsta tćkifćri, ţví bygging hennar er greinilega lögbrot og afleiđingar vamms í starfi ţeirra sem eiga ađ vernda fornleifar í landinu.

Einnig er ljóst, ađ gefiđ var leyfi til ađ reisa tilgátuhús sem byggđi á gamalli hefđ. Ţakpappi og steinull voru ekki í húsum á 16. öld. Leyfiđ hefur ţví veriđ misnotađ.

Greinilega má lesa bréf fornminjavarđar Suđurlands ţannig, ađ Ţjóđminjasafn Íslands beri ábyrgđ á ţví hvernig leyfisveiting hans var úr garđi gerđ áriđ 2010. Hvernig sem ţví líđur, ţá verđur hiđ rétta ađ koma fram í máli ţessu, og Ţorláksbúđ ţarf ađ finna annan stađ, ţannig ađ geđţóttaákvarđanir ráđi ekki ríkjum og lögbrot séu ekki framin.


Upp á stól stendur mín kanna ...

Kanna Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Margt dýrgripa er ađ finna á Ţjóđminjasafni, sem enn hefur ekki veriđ skrifađ um ellegar af vanţekkingu. Einn ţeirra er ţessi forláta kanna sem myndin er af. Henni var lýst svo í ađfangabók safnsins í lok 19. aldar:

Ţjms. 7169
Vatnskanna úr messing, sívöl, 11,2 ađ ţverm. um bumbuna, 4,2 um hálsinn, 8,5 um opiđ, sem er međ kúptu loki yfir á hjörum viđ handarhald, sem er á einn veginn, en langur og mjór stútur er gegnt ţví á hinn veginn: 4 cm. hátt, sívalt og útrent kopartyppi er á lokinu miđju.  Uppaf löminni á lokinu gengur typpi til ađ opna međ lokiđ, ef vill, um leiđ og haldiđ er í handarhaldiđ: ţađ typpi er sem dýrshöfuđ međ stórum, uppstandandi eyrum. Stúturinn er einnig sem dýrshaus og er pípa fram úr gininu á honum.  Undir bumbunni er um 6,5 cm. hár fótur, 3,5 ađ ţverm. en stjettin á honum 12,5 cm. Öll er kannan međ laglegu útrensli og vel smíđuđ, há og grönn og fallega löguđ: h. er alls 33,3 cm. Útlend er hún vafalaust og líklega frá síđari hluta 16. aldar, eđa varla yngri. Hún er frá Bólstađarhlíđarkirkju og mun hafa veriđ höfđ ţar undir skírnarvatn
.

Ekki er hćgt ađ fetta fingur út í svo greinagóđa lýsingu, en aldurgreiningin er hins vegar alvitlaus. Uppruninn hefur einnig veriđ greindur rangt í skrám Ţjóđminjasafnsins og ţar er nú vitnađ í Kirkjur Íslands 8. Bindi (bls. 125), ţar sem kannan er sögđ vera "ţýzk" og frá síđari helmingi 16. aldar, ţar sem „slíkar könnur sjást oft á málverkum frá ţeim tíma". Er sú tímasetning fjarri lagi og verđur ţađ ađ skrifast á höfund ţess verks.

Ímikilli frćđigrein frá 1975 lýsti A.-E. Theuerkauff-Liederwald: Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert, grein til heiđurs Frau Prof. Dr. Lottlisa Behling. Í ţessari lćrđu grein kemur fram ađ málmkönnur ţeirri gerđar sem varđveittist í Bólstađarhlíđarkirkju séu flestar frá síđari hlut 15. aldar. Reyndar er ein nánasta hliđstćđa könnunnar frá Bólstađarhlíđarkirkju ađ finna á mynd á altaristöflu frá 1437 eftir Hans Multscher, sem sýnir Pílatus ţvo hendur sínar. Altaristaflan er varđveitt í Berlín, á Stiftung Preußischer Kulturbesitz.

Hans_Multscher_-_Christ_before_Pilate_(detail)_-_WGA16325

Ekki voru ţessar messingkönnur alltaf notađar fyrir vígt vatn eđa sem skírnarkönnur. Á heldri manna heimilum í Evrópu voru ţćr notađar sem vatnskönnur eđa til handţvotta. Ţćr voru iđulega seldar međ fati úr sama efni, messing eđa bronsi, svokallađri mundlaug, en á Íslandi og öđrum Norđurlöndum voru slík föt gjarnan notuđ sem skírnarföt. Könnur međ svipuđu lagi voru einnig steyptar í tin.

Hans Multscher 2

Kannan úr Bólstađarhlíđarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu er úr messing, sem er blanda af  ca. 68% kopar og 32% zinki. Ţví minna sem zinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki zink sem málm (grunnefni) eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu „Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, inniheldur mikiđ zink, saman viđ kopar sem helst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.

Kannan frá Bólstađarhlíđarkirkju er svokallađ Dinanterí, ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til un hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá Vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. Ţetta var eftirsótt vara og höfđu Mercatores de Dinant heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum.

Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla messingíláta og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Meira um ţađ síđar.

Hingađ til lands hefur kannan án efa borist međ Hansakaupmönnum, sem áttu mikil ítök í t.d. Dinant og sáu til ţess ađ afurđir ţessa iđnađar bárust um alla Norđurevrópu og alla leiđ til Íslands. Saga messingiđnađarins á miđöldum í Niđurlöndum og Norđvestur Ţýskalandi er mjög merkileg, en allt of viđamikil til ađ lýsa henni frekar hér.

Ţví má bćta viđ ađ í Heynesbók AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu, sem mjög líklega á ađ sýna messingkönnu, ţar sem hún er gul á litinn. Sjá enn fremur hér.

heynes3

Upp á stól, stól, stól

stendur mín kanna.

Níu nóttum fyrir jól

kemst ég til manna

og ţá dansar hún Anna.

Eins og dr. phil.og úraauglýsingafyrirsćtan Árni Björnsson hefur bent á, fjallar ţessi vísa alls ekki um jólasveina. Ţeir eru ađ vísu margir um ţessar mundir á Ţjóđminjasafni, og hefur greinilega einn bćst í hópinn og heitir sá Aldavillir. Menn verđa ađ kunna deili á ţví sem ţeir eru  međ í söfnum sínum.

Ítarefni:

Hatcher, J. 1973. English Tin Productions and Trade before 1550. Oxford.

ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. Rijksmusuem Amsterdam. Staatsuitgeverij. Gravenhage (den Haag).

Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1975. Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology, (Ritstj. J.G.N. Renaud), Rotterdam 1975.

Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1988. Mittelalterliche Bronze- und Messinggefässe : Eimer, Kannen, Lavabokessel.Deutscher Verlag für Kunstwissenschaft, Berlin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983. Metallysekroner i senmiddelalderen. Hovedfagseksamensopgave, prřve e. Afdeling for Middelalder-Aarkćologi, Aarhus Universitet, maj 1983.


Tilgátuhús međ ţakpappa

Rugl
 

Viđ höfum fengiđ ađ vita ađ „Ţorláksbúđ", sú sem veriđ er ađ reisa ofan á friđlýstum fornleifum í Skálholti, sé tilgátuhús, ţađ er ađ segja tilgáta um hvernig hús var reist og leit út fyrr á öldum.

Myndin hér ađ ofan er sögđ sýna smíđi „tilgátuhússins" á lokasprettinum. Ţakiđ, sem er veriđ ađ ganga frá, á ţó ekkert skylt viđ ţök á húsum á fyrri öldum á Íslandi. Ég er hrćddur um ađ íslenskum smiđum fyrir 500 árum hefđi ţótt fínt ađ komast í ţakpappa og annađ gott frá byggingavörumarkađi.

Ţorláksbúđ Gunnars Bjarnasonar er alls ekki tilgátuhús. Gunnar Bjarnason, og ađrir sem hafa stađiđ ađ ţessum skrípaleik, hafa reist sér ćriđ lélegan minnisvarđa í Skálholti. Ţeir hafa leikiđ á allt ţađ fólk sem trúir ţví ađ ţetta sé tilgáta.

Kristín Sigurđardóttir forstöđumađur Fornleifaverndar Ríkisins, sem upphaflega leyfđi byggingu tilgátuhússins ofan á friđlýstum fornleifum, bođar nú til fundar ţann 6. janúar 2012:

Fornleifavernd ríkisins bođar hér međ til fundar föstudaginn  6. janúar 2012, kl. 13.00 og verđur umrćđuefniđ endurgerđ, viđhald og varđveisla  fornleifa. Frummćlandi verđur Kristín Huld Sigurđardóttir forstöđumađur Fornleifaverndar ríkisins. Ţeir sem hafa áhuga á ađ sćkja fundinn eru vinsamlegast beđnir um ađ tilkynna sig á netfangiđ

fornleifavernd@fornleifavernd.is

Stefnt er ađ ţví ađ halda fundinn hér í kjallaranum ađ Suđurgötu 39 í Reykjavík. Reynist ţátttakan fjölmennari en fundarherbergiđ í kjallarnum [sic] rćđur viđ, munum viđ flytja okkur um set og tilkynna nýjan fundarstađ međ góđum fyrirvara.

Ég hvet menn til ađ fjölmenna á fundinn, og mótmćla ákvörđun um ađ leyfa svokallađa endurgerđ á húsi frá miđöldum, sem búin er til úr efniviđi frá BYKO, ţakpappa og steinull, og ađ byggingin hafi veriđ reist ofan á friđlýstum fornleifum.

Rugl 3

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband