Madames et Monsieurs

Bjarni Rektor

Fornleifur og frú eru búin ađ vera á Paris í tvo daga og upplifa margt merkilegt. Í gćr var m.a. fariđ á Musee de l´Homme. Ţađan er útsýniđ ađ Eiffelturninu einna best í heiminum. Voriđ er ađ skella á í París og veđriđ var fallegt miđađ viđ fyrsta daginn, ţegar ţar var stinningskaldi og  hálfíslenzkt sumarveđur.
Velkominn

Á Mannkynssafninu  var ágćt sýning, nýleg, sem ekki kom ţó mikiđ á óvart ţar sem ég var búin ađ lesa töluvert um hana. Ţađ sem Fornleifi ţótti mest bitastćtt var, ađ gestir voru bođnir velkomnir á fjölda tungumála á leiđ sinni upp miklar tröppur sem leiđa fólk upp á 2. hćđ ţar sem sýningin um ţróun mannsins hefst. Mađurinn hefur ţó ekki ţróast meira en svo í París ađ safniđ sem segir sögu mannsins, virđist hanga dulítiđ í gamalli kynjastefnu 19. aldar. Ţannig eru Íslendingar ekki bođnir velkomnir í fleirtölu, Velkomin, heldur í eintölu karlkyns, Velkominn. Fornleifur mun fljótlega skrifa Macron og biđja hann um ađ leiđrétta ţetta ţegar konan hans leyfir.Auđvitađ voru fleiri Íslendingar á sýningunni, en á Musee de l´Homme hitti ég Bjarna rektor Jónsson, sem Fornleifur hefur í mörg ár ćtlađ sér ađ mćla sér mót viđ í París. Bjarna hef ég ritađ um áđur hér og hér.

dddd

Bjarni Jónsson á sýningu í París 1856-57. Skannađ hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Á nýju sýningu Mannkynssafns er Bjarni rektor kominn á góđan stađ í ţróunarsögu mannkyns, og sýnir ţađ hvítt á svörtu.

Bjarni er líkast til hvítasta dćmi mannkyns á allri sýningunni, ţví hvergi er minnst á albínóa. Ekki er ég viss um ađ Jón heitinn Valur og ađrir hvítingjar hefđi sćtt sig viđ örlög Bjarna rektors, en ţarna er hann einfaldlega í allri sinni dýrđ og ekkert er viđ ţví ađ gera - nema ađ einhver klagi í Macron.

Mission Vigipirate b

Mission Vigipirade

Ţegar viđ komum út úr safninu eftir tvćr og hálfa klukkustund, sáum viđ ekkert meira né minna sýnikennslu á hryđjuverkavörnum Frakka. 15 vígreifir hermenn hörfuđu skipulega ađ ţremur litlum og ómerkilegum Renault bílum í eigu hersins eftir ađ hafa "sýnt sig" á Place du Trocadéro gegnt Eiffelturni. Hermennirnir voru fyrir utan árásarriffla vopnađi Baskahúfum í hlćgilegri yfirstćrđ. Almennilegir terroristar hefđu fljótt gert ţessa dáta óvirka međ ţví einu ađ slá pottlokiđ af ţeim.  Á sýningunni í Mannkynssafninu var einmitt sýnt hvernig höfuđstćrđ, höfuđskraut og jafnvel yfirvarskegg á stćrđ viđ frímerki gat aukiđ virđinu manna og annarra apa fyrr á tímum.  Heil menningarţjóđ í námunda viđ Frakka féll fyrir slíkri hormottu.

Svo var spásserađ yfir Signu í austurátt og ađ loku tekin Metro ađ Montmartre ţar Fornleifur hefur hreiđrađ um sig bak viđ Sacre Coeur kirkju, (sem ég sagđi frá um daginn), í miklum vellystingum.

Ritstjóri Fornleifs er alls stađar tekinn sem ekta Fransí biskví ţótt ađ hann sé ekki ađ Austan (Árnessýslu) eins og Ţorsteinn Pálsson hélt fram ađ ég vćri viđ eitthvađ pakk í Kaupmannahöfn. Fólk hér hefur hörkuviđrćđur viđ mig á tungumáli sínu, t.d. á frábćru veitingahúsi nćrri Place du Bastille í París, ţar sem ég hitti gamla kollegu og eiginmann hennar sem er embćttismađur hjá UNESCO.

Au revoir mis ames.

olofnordal_bjarnijonsson

Bjarni hefur áđur veriđ sýndur á sýningu Ólafar Nordal listamanns.


Heilagi mađurinn í Jerúsalem (1880)

IMG_8480 bNú ţegar hinir örfáu gyđingar Íslands hafa fengiđ lögmáliđ á rúllu (Tóru) sem ţeir dönsuđu međ um götur Reykjavík sl. sunnudag, langar langar mig ađ birta mynd sem ég á. Hún sýnir rabbína í Jerúsalem. Ég átti víst yngri mynd af ţessum manni eldri. Rabbíninn sat einnig fyrir um aldamótin 1900 í Jerúsalem, og ţar bjó hann líka (sjá hér). Nafn hans er ekki ţekkt, en hann er ţekktur af öđrum ljósmyndum og hafđi ţví greinilega ekkert á móti illu auga myndavélarinnar.Rabbi Slideower 3Fornleifssafn náđi í rabbínann hjá skransala í Alexandríu í Egyptalandi. Heitir sá ágćti mađur Ashraf Abdelfattah.

Ţetta virđist vera sami mađurinn á myndunum báđum. Nýja ljósmyndin er einnig Laterna Magica skyggna, en er mjög vandlega handlituđ og alldólglega retúseruđ. Hún er 20 árum eldri en fyrrgreind ljósmynd.

hugheswcWilliam Charles Hughes hét gleraugnasali og framleiđandi Lagerna Magica sýningatćkja,  sem í aukastarfi framleiddi seldi Laterna Magica skyggnur. Á myndinni stendur ađ hún sé gefin út í seríu sem kallađist The Holy Land, ţegar fyrirtćki W.C. Hughes var til húsa á 151 Hoxton St. London N., en ţar var fyrirtćkiđ til húsa frá 1879-1882 (sjá hér). Ljósmyndin af rabbínanum er ţví ađ minnsta kosti 140 ára gömul.

IMG_7888 c
Fornleifssafn á ađra ljósmynd sem sýnir ţrjá rabbína sem sátu fyrir í Jerúsalem á 10. áratug 19. aldar. Ţeir voru greinilega ekki eins ólmir í myndatökur og starfsfélagi ţeirra.

Ţetta voru fátćkir menn og hálfumkomulausir í borg sem var stjórnađ af Tyrkjum, ţar sem yfirstéttin voru arabískir kaupmenn frá ýmsum löndum (síđar kallađir Palestínumenn međ hirđingjum og bćndum landsins og fjölmörgum innflytjendum frá Egyptalandi).


Paris, Paris - J´arrive

IMG_8306 b

Bráđlega dvel ég í París, ţar sem ég hef ekki sett mínar stóru bífur síđan 1971, er ég var ţar á ferđ međ foreldrum mínum, sem tóku međ mig í Evrópureisu.

Reyndar hef ég veriđ annars stađar í Frakklandi, en hrćđslan viđ vankunnáttu mína í frönsku er líklegast meginástćđan fyrir ţví ađ Frakkland hefur orđiđ útundan á Evrópureisum mínum.

Ég á mjög góđar minningar frá ferđinni áriđ 1971, sem ég hef lýst áđur, og ţegar ég var á Íslandi í janúar sl. tók ég mynd af málverki sem ég málađi um 1972/73, eftir minni og svarthvítri Kodak Instamatik ljósmynd úr Parísarferđinni. Ţetta var nú ekki međal minna bestu verka, hálfgerđ kremkaka.

Nú mun ég sjá Sacre Coeur kirkjuna á Montmartre aftur, ţví ég mun búa ca. 100 metra frá kirkjunni. Ég tek ţó hvorki liti né pensla međ og lćt mér nćgja ljósmyndir.

IMG_8293 b

Ţannig var ritstjóri Fornleifs teiknađur af spćnskum listamanni, hálfgerđum nautabana, á Place de Tertre á Montmartre.

Erindi mitt í París er ekki bara frí, gaman og kirkjumyndataka, heldur ţátttaka í ráđstefnu um bréfaskriftir fórnalamba helfararinnar á Memorial de la Shoah. Ég hef lengi veriđ međ í bígerđ bók međ bréfum heillar fjölskyldu sem útrýmt var. Segiđ frá ţví síđar, en sýni ykkur hér eitt bréfa ţeirra af u.ţ.b. 110 sem í bókinni verđa birt og rćdd.10 Oct 1942 b


Mjöll komin á áttrćđisaldurinn

stora_borg_1984_2.jpg
Mjoell_Snaesdottir Frú Mjöll Snćsdóttir, fil.kand., hér í bć (ef ţiđ eruđ í Reykjavík) er sjötug í dag. Ţetta gerist fyrr eđa síđar fyrir flesta. Ég naut ţess árin 1981 og 1982 ađ fá ađ vinna stund úr sumrum hjá gömlu pervertunni á Hólnum (Stóru-Borg). Allir vita ađ enginn varđ samur mađur eftir ađ hafa reynt hólinn.

Í ţá tíđ var vandfengiđ ađ komast í uppgröft fyrir unga stúdenta í fornleifafrćđi. Kristján Eldjárn fann fyrir mig pláss hjá Mjöll. Er eg henni ćvinlega ţakklátur fyrir vistina.

Ţetta ljóta viđurnefni, gamla pervertan, sem ţiđ hnutuđ líklega um í fyrstu málsgreininni, fann ég ekki upp. Ţađ kom til af ţví ađ Mjöll var hafsjór af ţjóđlegum bröndurum, dónalegum. Ţá reitti hún af sér í nestistjaldinu á Stóru-Borg. Ţađ veitti ţreyttum vinnudýrum hennar mikla ánćgju og andlega upplyftingu. Ađ loknum brandara, héldu sumir vart vatni og ađrir hneggjuđu út á sandinn. Ţá flaug ţetta viđurnefni eitt sinn út úr velhressum kvenstúdent og hélst lengi síđan.

Ég hef skrifađ örlítiđ um ćvintýrin á Stóru-Borg hér á Fornleifi (Sjá hér, hérhér og hér), en bíđ enn eftir stóru verki frá Mjöll um vinnu okkar margra á hólnum góđa.

Til hamingju međ sjötugsammćliđ Mjöll. Lifđu heil.

Myndin efst sýnir Orra Vésteinsson sagnfrćđing, sem úr mútum kominn gerđist fornleifafrćđiprófessor, og Mjöll ađ mćla eitt af mörgum gólfum á Stóru-Borg; en á bak viđ ţau gengur léttklćddur mađur og hlćr af einum af dónalegheitunum úr tjaldinu. Mér sýnist ađ lóa fljúgi yfir honum ... nei ţetta er ryk sćllra minninga.


Ónafngreindur lundi í póstkassanum

Lundi frá Ólundi

Fornleifur fćr ekki oft póstkort frá framandi löndum, nema frá einstaka gamlingja á ferđalagi. Honum brá ţví mjög í brún ţegar hann opnađi póstkassann í gćr. Ţar lá aldrei ţessu vant enginn reikningur, en hins vegar póstkort međ mynd ţessum fína lunda á syllu.

Lundinn hafđi veriđ sendur 27. janúar frá Íslandi og ţví flöktađ um í póstkerfinu í heila viku, sem ţykir nú orđiđ bara nokkur góđur tími.

Mér ţótti strax furđulegt ađ lesa ţađ sem á kortinu stóđ. Sendandinn hafđi ekki skrifađ neitt á kortiđ, heldur prentađ skilabođ sín og nafn og heimilisfang mitt í prentara, klippt ţađ út og límt á kortiđ.

Lundinn er líka dývítis dóni, ţví skilabođin voru heldur ekki undirrituđ. Ţau á ţessa leiđ:

Áhugaverđ lesning bíđur ţín á:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Góđa skemmtun

Ólund í Lunda

Venjulega opna ég hlekki sem nafnleysingjar og tröll eru ađ ota ađ mér, en ţar sem ég veit hvađ skemman.is er, ćtlađi forvitnin nćstum ţví ađ drepa mig. Ég opnađi hlekkinn, sem ekki týndist í póstkerfinu, og ţar kom fram meistararitgerđ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar viđ félagsvísindadeild HÍ, sem ber heitiđ Ţjóđminjasafn Íslands. Ţćttir úr stofnanasögu (2016).

Einhvern tíma áđur hef ég opnađ ţessa ritgerđ og kíkti ţá meira í hana en ég las. Ég man ađ mér ţótti ţetta frekar ţunnur ţrettándi fyrir mastersritgerđ og hugsađi međ mér ađ kannski hefđi bréfum fćkkađ í bréfasafni Ţjóđminjasafns frá ţeim tíma ađ ég vann ţar.

Ég kíkti aftur í gćr í ritgerđ ţessa. Ţađ er tóm tímaeyđsla eins og blogg ţetta, og skemmti ég mér ekki yfir ritgerđinni frekar en fyrri daginn. Mér finnst skautađ hratt yfir sum vandamálatímabil Ţjóđminjasafnsins.

Mér ţykir enn furđulegt ađ forstöđumađur ríkisstofnunar, sem í öđrum löndum yrđi ađ hafa doktorsmenntun, skrifi meistararitgerđ um stofnun sína og sögu hennar í starfi. Ţađ er eiginlega ţađ sama og ađ viđurkenna, ađ yfirmađurinn hafi ekki veriđ meistari á stofnun sinni, áđur en hann skrifađi ritgerđ viđ Háskóla Ísland. Eins ţykir mér međ ólíkindum ađ menn hafi tíma til ađ skrifa slíka ritgerđ, ţegar ţeir stjórna einni ađ helstu menningastofnunum landsins. Slíkt er örugglega á Íslandi taliđ til hćfileika, ţegar kona á í hlut - og ég viđurkenni fúslega ađ konur eru til flestra verka hćfari en karlar. Mig grunar aftur á móti, ađ ef karlrćfilstuska hefđi gert ţađ sama, hefđi hann veriđ rekinn međ smán fyrir ađ hafa veriđ í námi í vinnutíma - og ekki er Háskóli Íslands neinn kvöldskóli - eđur hvađ?

Lundi minn góđur, sparađu póstkortin og frímerkin. Saga Ţjóđminjasafnsins hefur enn ekki veriđ rituđ ađ viti. En ţađ er ţó harla fyndiđ ađ sjá lundarfar sumra manna ađ ţeir telja ţađ köllun sína ađ skrifa sögu embćtta sinna, ţegar ţeir sitja enn á embćttisstóli og allt leikur í lundi ţegar ekki er veriđ ađ reka starfsmenn og líka á öđrum stofnunum. Ţađ minnir mann einna helst á keisara í Róm. Tilfallandi lundapysjur og gamlir fornleifafrćđingar eiga vitaskuld erfitt međ ađ skilja slíkar prímadonnur. Viđ eru svoddan einfeldningar. Fornleifur las ţó hér áđur fyrr einhverja latínu međ litlum skilningi og kann ţví ađ sjá í gegnum áróđursrit manna fyrir sjálfa sig.

En hvernig ţađ er hćgt ađ framleiđa slíkt í HÍ um hábjartan dag og verđa meistari fyrir, er ofar mínum skilningi. En meiri af tíma mínum eyđi ég ekki í slíkar vangaveltur. Flest á hinu háa Íslandi er ofar mínum skilningi hvort sem er. Góđar stundir.

Er óreiđa í Skemmunni?

Nokkrum mínútum eftir ađ ég birti ofanstćđa frásögn af óundirrituđu póstkorti, ćtlađi ég ađ sjá hvort allt virkađi á blogginu. Ţá sá ég ađ ritgerđin eftir ţjóđminjavörđ var ekki lengur ađgengileg á Skemman.is. Ţađ er búiđ ađ loka fyrir gegnsćiđ sem var ţar í gćr.

Viđbót viđ viđbótina einni og hálfri klukkustund frá birtingu ţessa blogs. Sviđsstjóri ţjónustu og miđlunar á Landsbókasafni upplýsir:

Í gćr var afgreitt erindi frá höfundi ritgerđarinnar sem vildi láta loka ađgangi ađ henni.

Ţađ var svar viđ erindi mínu til skemman.is, sem sent var kl. 9:17 ađ íslenskum tíma í dag 4. febrúar 2020:

Í gćr opnađi ég og las í ritgerđ á Skemmunni sem hćgt var ađ finna hér:

https://skemman.is/handle/1946/23442

Í dag er búiđ ađ loka á lestur.

Mér leikur forvitni á ţví ađ vita hvađ veldur ţessu breytta ástandi á milli daga.

Líklegt tel eg ađ fleiri lundar hafi veriđ á ferđinni međ póstţjónustunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband