Fćrsluflokkur: Forngripir
Metin falla
18.7.2020 | 08:43
Glöggir lesendur Fornleifs, (sem ţeir eru vitaskuld allir), muna kannski eftir grein um met frá fornrústinni Bólstađ í Álftafirđi og hliđstćđu ţess, nokkuđ minni, sem fundist hefur í grafreit norrćnna manna í Wales.
Í gćr frétti ég af meti (sjá mynd efst, sem tekin er af Tor-Erik Krokmyrdal) sem fundist hefur á Hálogalandi í Norđur-Noregi, og sem er af sömu gerđ - og mjög líkt metunum frá Bólstađ og Llanbedrgoch á Angelsey í Wales sem ég greindi frá áriđ 2013.
Met frá Anglesey í Wales
Metiđ frá Bólstađ í Álftafirđi vestri.
Norska metiđ fann fornleifafrćđingurinn Tor-Erik Krokmyrdal sem nýlega lauk mastersnámi í fornleifafrćđi viđ háskólann í Tromsö. Hann fór um miđjan aldur í nám í fornleifafrćđi vegna brennandi áhuga síns á málmleitartćkjum.
Efniviđur ritgerđar hans voru merkir fundir sem hann hafđi fundiđ međ tćkjum sínum í Sandtorgum (Norska Sandtorg, upphaflega ef til vill Sandhörgi) i Tjeldsund, sem er í bćjarfélaginu Harstad í Ţrumu (Troms og Finnmark fylke) - ţađan sem margir landnámsmanna á Íslandi voru ćttađir. Hér á vefsíđu Háskólans í Tromsö má lesa um árangur mjög merkilegra rannsókna Tor-Eriks Krokmyrdals.
T-Erik telur Sandtorg geta hafa veriđ mikilvćgan verslunarstađ og byggir ţađ m.a. á rökum örnefnafrćđingsins og fornfrćđingnum Oluf Rygh sem uppi var á 19. öld. Mín ţekking á ţeim meistara er sú ađ ţađ verđur ađ taka hann međ fyrirvara ţegar kemur ađ örnefnarannsóknum hans, sem oft voru tómar stađhćfingar. Sandtorg ţarf ekki ađ hafa rótina torg líkt og sumir telja, heldur getur rótin vel veriđ hörg, og var ţví nafni ef til vill upphaflega Sandhörg. Hörg (eđa hörgur) voru heiđnir blótstađir kallađir og orđiđ ţekkist í ýmsum örnefnum á Íslandi (t.d. Hörgárdalur, Hörgsholt og Hörgshlíđ svo eitthvađ sé nefnt). Nafniđ getur ţví hćglega ţýtt blótstađur á Sandi. En viđ blótstađi og hof var oft blómleg verslun eins og síđar viđ útvalda kirkjustađi, eđa ţar sem fólk hittist oft ţegar menn fóru í stađ. Á Sandtorgi gćti ţví vel hafa veriđ blómleg verslun.
Ég hef gert Krokmyrdal viđvart um metin á Íslandi og í Wales, sem eru hliđstćđur metsins frá Sandtorgi, en hann ţekkti ţau ekki og ţau eru ekki nefnd í lokaritgerđ hans sem má lesa i heild sinni hér. Metin sem Krokmyrdal fann eru nefnd á blađsíđu 38.
Ég er nú alls ekki alveg sammála ályktun Krokmmyrdals um aldur metsins. Í kumlateignum í Llanbegdrgoch (mynd hér fyrir ofan), ţar sem sams konar met hefur fundist, fannst mynt sem er frá 10. öld. Mannabein úr kumlateignum hafa einnig veriđ aldursgreind til 10. aldar og hér fyrir neđan get menn skemmt sér viđ ađ skođa túlkun á ţví hvernig fólkiđ sem ţar var heygt, leit út. Ţađ var allt innbyrđis skylt ađ sögn mannfrćđinganna. Mér sýnist nćsta víst ađ ţetta hafi veriđ Íslendingar, ja ef vera skyldi "Hálygingar" eđa Hálogaverjar eins og ţeir eru kallađir einhvers stađar í fornum ritum. En mig grunar einnig ađ mannfrćđingarnir/listammennirnir sem unnu ţessar styttur í Manchester hafi starfađ fyrir kvikmyndirnar Apaplánetuna. Höfukúpurnar og önnur bein í Llanbegdrgoch eru af fínlega byggđu fólk, en ég ţykist sjá samísk einkenni - og er vitaskuld međvitađur um ađ engum hafi dottiđ ţađ í hug í Wales, en mađur verđur ađ koma sínum metum viđ, eins og sagt var til forna.
Nú eru met af ţessari gerđ ţessi talin hafa veriđ framleidd á Bretlandseyjum eđa á Írlandi, og ţađ ţykir mér líklegt. Hins vegar er mjög athyglisvert ađ sjá víđáttumikla dreifingu ţessarar gerđar af metum nú. Líklega breytist myndin síđar, ţegar fleiri met finnast.
Ţyngdin er mismunandi. Metiđ frá Bólstađ er 86,5 gr. en Llanbedrgoch er léttara eđa 57,2 gr. Gaman vćri ađ fá ţyngd metsins frá Sandtorg.
Til gamans skal hér látinn fylgja elsti ritađi texti ţar sem nefnt er stađarnafniđ Sandtorg í Ţrumu, en hann er frá 1321 og varđar ađ sjálfsögđu kaup, og lesiđ nú ţađ sem Nútímanorđmenn skilja ekki bofs í. Ég hef lent á tali viđ frćđimenn í Noregi, sem ekki trúa ţví ađ ég og ađrir Nútímaíslendingar geti lesiđ texta sem ţennan:
Ollum monnum ţeim sem ţetta bref sea eđa heyra, senda
Ogmundr prestr a Ţrondarnese ok Jwar loghmađr a Haloghalande, Q.G. ok sina, yđr se kunnikt. at vit varom ţar hia i Oddzhusum i Vaghom a friadaghen nesta eptir kross messo vm varet anno domini millesimo, trescentesimo, vicesimo primo. er Helgi huasse lauk herra Ellingi Viđkunnar syni međ handa teke spannzleighu iarđar i Sandtorghe j sakareyri ţan sem Helgi var honom skylldugr, frialsa ok veđeslausa firir huerium manne. Ok til sanz vitnisburđar settom vit okor insigli her firir.
Forngripir | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Alein á Spáni međ son sinn eingetinn
10.5.2020 | 17:27
Fyrr á öldum trúđu Íslendingar og ađrar ţjóđir óbilađ á mátt líkneskja, eđa mátt bćna manna viđ helgimyndir. Ţađ var aftur í pápísku ţegar primus ius noctis olli ţví ađ flestir Íslendingar í dag eru komnir undan sömu gređjuprestunum - jafnvel bandóđum munkum sem héldu drykkju- og kynsvallveislur (orgiae carnis) í moldarklaustrunum íslensku. Horfiđ í spegil og sjáiđ helgisvipinn ţví til jarteikna ađ ţiđ séuđ afkomendur slíkra heiđursmanna.
Ţekkt var fyrrum, aftur í pápísku, ađ fólk teldi sig lćknađ af alls kyns kvillum eftir innilegar bćnir viđ ákveđin líkneski eđa helga gripi. Ţađ ţótti jafnvel heppilegra til árangurs en ađ grafa upp hvannarrćtur sem menn trúđu ađ hefđu lćkningarmátt. Sumir menn međ auđtrúargenin trúa ţví enn ađ sér-íslenskar rćtur og grös geti jafnvel hnésett veirur frá Kína.
Dýrlingar í skápum (tabernacula)
Ekki var óalgengt í kaţólsku siđ, ađ bílćti af dýrlingum vćru höfđ í litlum skápum sem stóđu á stalli eđa héngu á veggjum til hliđar viđ altari, eđa viđ langveggi kirkjuskips í stćrri kirkjum. Í máldögum var greint frá helgimyndum í húsum eđa í hurđum. Reyndar er sú venja ekki horfin í kaţólskum löndum eins og flestir vita. Slíkar myndir voru og eru úti í framandi löndum kallađar Tabernacles*.
* Tabernacula mega menn ekki rugla saman viđ tjaldmusteri gyđinga (sem á hebresku var kalla Mishkan, sem orđrétt ţýđir dvalastađur). Tjaldiđ (mishkan) var notađ fyrir helgihald á flóttanum frá Egyptalandi. Á latínu var ţađ ţýtt međ međ orđinu tabernaculum (sem orđrétt ţýđir lítill kofi á latínu) en latínuţýđingin var léleg ţýđing á grísku ţýđingunni á orđinu Mishkan í biblíu gyđinga (Tanach), sem var orđiđ skete, sem ţýđir tjald. Frumtexti bóka Gamla testamentisins og jafnvel grískan í fyrstu ţýđingum á ţeim hefur oft vafist fyrir kristnum ţýđendum eins og kunnugt er.
Ţegar heilagra manna myndir voru geymdar í skápum (lat. plur. tabernacula) var einnig auđvelt ađ flytja dýrđlingana til innan kirkju eđa fara međ ţá út í vorgrćnkuna í prósessíur. Sumar slíkar myndir stóđu oft utan kirkju í veđursćlli löndum en Íslandi. Ţćr dýrlingamyndir, sem venjulega komu ekki mikiđ út úr skápnum, voru ein bestu hjálpartćkin í vonleysi og volćđi fyrri alda, fyrir utan hvalreka og fyrrnefnd lćkningagrös.
Ein margra helgimynda sem vafalaust bjargađi Íslendingum andlega gegnum pestir, bólur og ađrar kreppur hafnađi Kóngsins Kaupmannahöfn, og ţađ örugglega í skiptum fyrir brennivínsflösku eđa tóbak áriđ 1859. Hún var send međ haustskipi til Kaupmannahafnar. Ţađ var Maríumynd í skáp sem kom úr kirkjunni í Múla (Múlastađ) í Ađaldal. Kirkjan ţar var lögđ af um 1890. Maríumyndin mun ađ öllum líkindum vera frá síđari hluta 13. aldar eđa byrjun ţeirar 14.
Hvađ segja máldagar um líkneskiđ í Múla
Í máldögum Ólafs biskups Rögnvaldssonar á Hólum frá 1461 er fyrst međal innanstokksmuna kirkjunnar nefnt: Ţetta jnnan kirkiu; Mariulíkneski međ einu gullnistu...
Í eldri máldagaskrá viđ Vísitasíugerđ Jóns biskups Vilhjálmssonar áriđ 1429 er líkneskiđ í Maríukirkjunni í Múla hins vegar ekki nefnt frekar en flestir ađrir helgir gripir kirkjunnar.
Í elsta máldagaskrá í Hólabiskupsdćmi, Auđunarmáldaga er nefnt Mariu skript., sem hugsanlega gćti veriđ María sú sem nú húkir einmana á spćnsku safni í Barcelona, en viss getum viđ ekki veriđ ţar sem ekki er talađ um líkneskju j hurđum eđa j husi.
Eftir ađ líkneskiđ var selt úr landi hefur María međ Jesúsbarniđ frá Múla síđan hangiđ í Kaupmannahöfn, en reyndar lengst af í geymslu danska ţjóđminjasafnsins, Nationalmuseet, og gengiđ undir heitinu Alterskab, Island - Mule (inv. nr. 19014, DM & R).
Ţađ síđastnefnda, ađ Danir ţrjóskist enn í vankunnáttu sinni og fyrirlitningu á íslenskri tungu og kalli Múla Mule, sýnir hve mikiđ út í hött ţađ er, ađ íslensk handrit og önnur menningarverđmćti séu yfirletti enn varđveitt og ađ íslenskukennsla sé stunduđ á háskólastigi í landinu flata - enda er fyrir ţví enginn áhugi hjá yfirvöldum né námsmönnum. Danir hafa sannast sagna afar takmarkađan sem engan áhuga á sögu Íslands og halda ţeir almennt ađ ţeir séu orđnir málsmetandi ţjóđ í Hansaríkinu ESB. Ţegar íslenskar fornbókmenntir eru gefnar út á nýdönsku á okkar tímum eru ţýđendur ofuruppteknir af ađ nota kjánalegt götumál frá Norđurbrú nútímans til ţýđinga á ţjóđararfi Íslendinga. Ýmislegt hefur samt fariđ betur en í eldri ţýđingum, en stundum rennur nálin út af plötunni; dćmi: Ţađ sem áđur var kallađ fragmenter (brot) á dönsku, samanber brot af handritum af ákveđinni sögu, er nú kallađ "totter" - třv venligst en tot!
Nú er María frá Mule komin til Spánar
Maríuskápurinn frá Múla er 140-145 sm háar og 52 sm ađ breidd. Ţađ er taliđ vera frá 1250 eđa síđari hluta 13. aldar, ţó mögulegt sé ađ myndin gćti einnig hafa orđiđ til eftir 1300.
Nú er María og Jesús frá "Mule" orđin strandaglópar á Spáni. Danir lánuđu líkneskiđ út á helgigripasýningu til Hollands á sýninguna North & South á Museum Catharijne Convent i Utrecht (haldin 25. október 2019 til og međ 26. janúar 2020. Ţá fór sýningin ađ mestu til Museu Episcopal de Vic/Barcelona á Spáni (sjá hér og hér myndstubbur um sýninguna). Ţar lokađi sýning, sem ber heitiđ ŤNord & Sud. Art medieval de Noruega i Catalunya 1100-1350ť nokkrum dögum eftir ađ hún opnađi - vegna bölvađs Kórónufaraldursins. María og Jesús frá Múla dvelja nú á Spáni án ţess ađ fólkiđ ţar, sem á ţau trúir, geti reynt lćkningarmátt ţeirra.
Vćri nú ekki tilvaliđ ađ biđja um Maríu og einkason hennar aftur til Íslands eftir ađ Coviđ er um garđ gengiđ - ađ bjarga henni heim međ fyrsta flugi til Íslands. Danir geta ekki einu sinni stafađ nafn kirkjunnar ţar sem hún lifđi af tískusveiflur heimsins í margar aldir.
Bakhliđ altarisskápsins frá Múla
Fáum Maríu heim
Fyrir um 20 árum síđan í kjölfar greinar í Lesbók Morgunblađsins eftir fyrrv. settan ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon, heyrđust raddir um ađ Ísland ćtti ađ fara fram á ađ fá gripi frá Íslandi sem enn eru í danska Ţjóđminjasafninu. Talsmenn ţjóđminjasafnsins danska töldu í viđtölum viđ íslenska fjölmiđla slíkar óskir frá Íslandi vera einhverja "politik" á Íslandi. Ţađ var bara kjaftćđi og útúrsnúningur og jafnvel dónaskapur. Heyrt hef ég ađ núverandi ţjóđminjavörđur á Íslandi hafi í selskaplegheitum og upp á eigin reikning falliđ frá öllum frekari kröfum um heimsnúning gripa úr danska Ţjóđminjasafninu. Ef ţađ er rétt er ţađ vitaskuld hiđ versta mál fyrir íslensku ţjóđina.
Nú vill svo til ađ Norđmenn hafa lengi vel taliđ ţetta líkneski úr Múla vera norskt međ stóru N-i. Ţjóđararfur Noregs er greinilega svo lítilfjörlegur, ađ ţeir ţurfa ađ eigna sér annan hvern grip á Íslandi og jafnvel víđar. Heimfćrsla Múla-Maríu til Noregs er ţó allsendis á huldu, ţó svo ađ líkneskiđ sé skoriđ úr furu. Líklegra er einnig ađ líkneskiđ sé úr Norđur-Ţýskalandi eđa Niđurlöndum.
Nógu slćmt er ađ Norđmenn vilji eiga allan heiminn. Nú vill svo til ađ Spánverjar sjá spćnskan svip og segja Maríu í skápnum svipa til líkneskis í Aran-dalnum í vestanverđri Katalóníu. Líkneski ţađ var nýlega "enduruppgötvađ" og telja menn á Spáni ţađ eiga einhverja taugar í líkneski frá 13. öld á Íslandi. Fyrir nokkrum árum síđan skrifađi listfrćđingur í Noregi, Elisabeth Andersen ađ nafni, áhugaverđa grein um skápsdýrlinga í Evrópu, Madonna Tabernacles in Scandinavia ca. 1150- ca.1350 Ýmislegt nýtt kom fram í henni um skápsdýrlinga í Norđur-Evrópu, ţó ekki vćri nein heimfćrsla líkneskja í skápum til afdals í Katalóníu. Gott hefđi veriđ ef spćnsku listfrćđingarnir sem úttalađ hafa sig um Maríumyndina frá Múla hefđu í ţađ minnsta lesiđ greinina norsku. Farandsýningar eru ekki til mikils ef sérfrćđingarnir eru heimalningar í frćđunum.
Vissulega er María í Ađaldal ekki bláeyg, en líkneskiđ er kríttađ, og málađ andlit hennar minnir mjög á Maríur í Suđur-Evrópu. En ekki er einu sinni víst ađ viđ sjáum upphaflega lag málningar á andlitinu, ţví greinilega hefur veriđ málađ yfir upphaflega andlitiđ á einhverju stigi, t.d. ţegar vćngjađir englar (kerúbar, eins og ţeir heita í lauslegri íslenskri ţýđingu Gamla testamentisins, voru málađir í svipuđum lit á hurđarblöđin á síđari hluta 17. aldar eđa fyrst á ţeirri 18. Sá sem ţađ gerđi hefur kunnađ og lesiđ biblíuna sína betur en listfrćđingar síđari tíma.
Ţví má bćta viđ, fyrir ţá sem nú orđiđ nenna ađ lesa og frćđast, ađ mikil kerúbamergđ hefur veriđ í Múla. Án mjög haldbćrra raka hafa vindskeiđin frá Múla veriđ eignuđ Ţórarni myndskera Einarssyni, nú síđast í annars ágćtri bók Ţóru Kristjánsdóttur, Mynd á Ţili (2005).
Á vindskeiđum kirkjunnar í Múla, sem nú eru varđveitt í Ţjóđminjasafni Íslands má sjá útskornar myndir af kerúbum (réttara sagt englum sem kallađi voru Ofanim á hebresku) sem eru frá sama tíma og kerúbinn sem málađur var á hurđ líkneskjuskápsins. Íslenskir listfrćđingar hafa rembst viđ ađ skýra myndmáliđ á vindskeiđunum frá Múla, en ekki tekist - meira um ţađ í nćstu fćrslu - međ lausn myndmálsins. Pattaralegir kerúbar sem blása framan í mann, eins og sá á skápshurđinni, voru algengir í skreytilist 17. aldar.
Stundum er eins og listfrćđingar uppgötvi sannleikann upp á nýtt međ sérhverri nýrri kynslóđ af slíkum frćđingum. Skáplíkneskiđ frá Múla er vitanlega heldur ekkert ósvipuđ Maríumyndum frá sama tíma, sem varđveist hafa í Niđurlöndum og í Norđur-Ţýskalandi. Straumar listanna og tíska barst sannarlega oftast úr suđri en fóru sér hćgar en ţeir gera í dag. Eitthvađ sem var í tísku áriđ 1200 á Spáni eđa Ítalíu var ţađ ekki fyrr en um 1250 í Noregi. Stundum bárust straumarnir í hina áttina, t.d. frá Niđurlöndum til Spánar.
- Ţađ sem í mínum huga er áhugaverđast viđ Maríumyndina frá Múla í Ađaldal, er ađ María og Jesúbarniđ sem voru í kirkjunni í Múla fram til 1859, eru greinilega skorin eru út úr sama boltrénu. Myndin af ţeim hefur ugglaus ekki tilheyrt skápnum sem hún er í nú.
- Skápurinn, tabernakliđ, er í sannleika sagt hin mesta hrákasmíđ miđađ viđ handverkiđ á sjálfu líkneskinu. Stílfrćđilega ţykir mér líklegt ađ líkneskiđ hafi veriđ keypt frá Niđurlöndum og skápur síđan smíđađur utan um ţađ í Noregi eđa á Íslandi. Máldagar kirkjunnar á Múlastađ í Ađaldal fram til 1461, nefna engan skáp. Strangt til tekiđ ţarf ţađ ekki ađ ţýđa, ađ skápurinn hafi ekki veriđ til stađar.
- Einnig er enn og aftur ljóst ađ útskornar helgimyndir hafa viđ svo kallađa siđbót á Íslandi ekki veriđ settar á báliđ eins og pápísk skurđgođ voru í öđrum löndum. Ţau voru notuđ áfram til kristnihalds fátćkra bćnda í litlum torfkirkjum landsins. Menn hafa t.d. á 17 öld eđa jafnvel á ţeirri 18. málađ lítinn kerúbaengil á ţverspýtu á hurđarblađinu nćst líkneskinu til vinstri, ţegar skápurinn var farinn ađ láta á sjá.
- Í fjórđa lagi tel ég algjörlega öruggt ađ útskornar myndir af dýrlingum sem sumir listfrćđingar, t.d. Ellen Marie Mageroy (sjá hér), halda ađ hafi hangiđ á hurđunum ađ innanverđu, sé ímyndun ein. Ekkert bendir til ađ styttur hafi stađiđ eđa hangiđ innan á hurđum skapsins. Hvorki finnast göt eđa tappar eftir festingar á hurđarblađinu, né á ţunnum syllum á henni sem bent geta til ţess ađ útskornar myndir hafi veriđ festar ţar. Miklu frekar má ćtla ađ á hurđarblöđin hafi ađeins veriđ málađar dýrlingamyndir. Ţćr hafa allar ađ mestu veriđ afmáđar og ljóst er ađ sú ţróun hefur haldiđ áfram í Ţjóđminjasafni Dana. Ef borin er saman mynd af líkneskinu frá 1962 og nýjar myndir er greinilegt ađ leifar málningar á dyrablöđum og á líkneskinu hafa flagnađ töluvert af á ţeim 58 árum sem liđin eru á milli ljósmyndanna. Já, ţađ er enn frekari ástćđa til ađ fá arf fyrri alda aftur heim til Íslands.
Fáum nú Maríu heim frá Danmörku, og förum fram á ţađ. Hún á hvorki heima ţar sem menn halda ţví fram í algjöru áhugaleysi, ađ hún sé frá "Mule", né í einsemd á Spáni, ţangađ sem hún var lánuđ út og ţótt pestin haldi henni ţar um sinn.
Kannski vćri vit í ađ krefjast hennar međ undirskriftarlista?
Allar ljósmyndir í ţessari grein eru opiđ myndefni af vef Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er höfundur greina á blogginu Fornleifi. Greiniđ frá höfundi og setjiđ hlekk í ţessar og ađrar greinar á Fornleifi, ef vitnađ er í ţađ sem ég hef ritađ. Annađ er víst ţjófnađur.
Forngripir | Breytt 11.5.2020 kl. 06:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stopp !! Fyrir alla muni
3.12.2019 | 16:42
"Hver er eiginlega tilgangurinn međ sjónvarpsţáttunum Fyrir alla muni", spurđi einn vina Fornleifs í gćr? Honum var greinilega niđri fyrir vegna ţess hve lélegir honum ţóttu ţćttirnir, enda er hann smekkmađur á fortíđ, sögu og menningu.
Ég leit ţví á efniđ í ţessum ţáttum. Nú síđast var búinn til einskis nýtur ţáttur međ ţessu annars ágćta nafni fyrir skattpeninga landsmanna - af fólki sem greinilega veit lítiđ, eđa alls ekkert, um hvađ ţađ er ađ rćđa eđa frćđa um.
Jafnvel ţótt ţáttarstjórnendur leiti til rótgróinna menningarstofnanna eftir upplýsingum, verđa ţáttastjórnendur ţví miđur einskis vísari. Allur vísdómur virđist hafa flutt úr landi og jafnvel löngu fyrir hrun.
Í síđasta ţćtti Fyrir alla Muni (sjá hér) var fjallađ um međalgćđa empire-mublu (sem mér sýnist ađ sé spónlögđ). Hún er, ađ ţví ađ mér sýndist, frá miđbiki 19. aldar. Í ţćttinum er sögđ saga af fólki í Breiđholti sem telur ađ ţetta skúffedaríum hafi veriđ í eigu Skúla fógeta Magnússonar og ađ forfeđur ţeirra hafi náđ í ţađ í Viđeyjarstofu er hún vađ ađ hruni komin snemma á 7. áratugnum.
Ţátturinn byrjađi reyndar á ţví ađ ekiđ vestur í bć. En viti menn, allt í einu var bíllinn kominn upp í Breiđholt. Jafn öfugsnúiđ var allt annađ í ţessum ţćtti.
Sams konar (eđa álíka) mublu, chatol eđa skatthol eins og ţađ heitir nú á íslensku, er hćgt er ađ fá fyrir slikk í Danmörku, ţađan sem mér sýnist ađ skattholiđ sé ćttađ. Skattholiđ var reyndar ekki sýnt sérstaklega vel í ţćttinum Fyrir alla muni. Mér sýnist skúffedaríiđ vera lagt međ spón af eik eđa afrísku mahóní.
Eigendurnir sem eiga kjallarann í Breiđholti sjá líklega ofsjónum fúlgur faldar í skúffedaríinu, fyrst ţeir halda eđa telja sér trú um ađ Skúli fógeti hafi setiđ viđ ţađ. Í fjölskyldunni var ćvinlega talađ um skáp/púlt Skúla.
Greint var frá ţví í ţćttinum, ađ afkomendur eiganda skattholsins hafi leitađ til eins af stjórnendum ţáttarins til ađ finna kaupanda í útlandinu. Reyndar er mublan í Breiđholtinu, sem er sýnd mjög lítiđ og illa í ţćttinum, ađeins neđri hlutinn af skattholinu. Toppskápinn vantar. Ţađ kom vitaskuld heldur ekki fram í ţessu frćđsluefni á vegum RÚV, frekar en svo margt annađ sem skipti máli viđ ađ leysa ráđgátuna sem sett var fram.
Stíllinn á skattholinu, einn og sér, sýnir ţađ ljóslega ađ mublan er í empire (boriđ fram ampír) stíl og er hún frá miđbiki 19. aldar. Ţess er ekki getiđ í ţćttinum. Danir framleiddu empire-mublur lengur en t.d. Frakkar, ţannig ađ skattholiđ gćti hugsanlega veriđ frá síđari hlut 19. aldar (síđ-empire).
Leitađ til Ţórs Magnússonar
Ţó enginn starfsmanna fáliđađs Ţjóđminjasafns hafi haft burđi til ađ frćđa skransala og eina af ţessum ćsiblađakonum sem vinna fyrir auglýsingatekjur RÚV, hefđi ekki ţurft ađ angra öldunginn og eftirlaunaţegann Ţór Magnússon, ţó hann sé sagđur "vita allt", til ađ láta hann segja ţjóđinni ađ ţetta geti ekki veriđ mubla Skúla vegna ţess ađ hann sá hana ekki í Viđey á 7. áratug síđustu aldar.
Rök Ţórs voru ćđi furđuleg og alls ekki byggđ á stílfrćđi húsgagnsins eđa frćđilegu mati.
Ţar sem Ţór var viss um ađ hann hafđi ekki séđ skattholiđ í Viđey á 7. áratug síđustu aldar, ţegar afkomendur stórbóndans Eggerts Briem Eiríkssonar fóru og sóttu skattholiđ, taldi Ţór ađ ţetta gćti ekki veriđ mubla Skúla. Furđulög rök ţađ, en enn meiri furđu sćtir ađ Ţór beitir ekki fyrir sér mikilli ţekkingu sinni og annálađri og bendi einfaldlega á ađ mublan sé í empirestíl og geti ţví ekki veriđ frá tímum Skúla fógeta. Eitthvađ viturlegra hefđi vissulega getađ hafa veriđ klippt út úr ţćttinum, ţví ţáttagerđarmenn eru óprúttnir í viđleitni sinni viđ ađ "búa til góđa sögu". Sannleikurinn er ekki alltaf besta sagan hjá fólki í ţeim bransa.
Afkomendur Eggerts Briem Eiríksson, sem námu á brott mubluna í Viđeyjarstofu, gćtu hćglega veriđ ađ segja sannleikann um hvernig ţau náđu í húsgagn forfeđra sinna, ţví mublan er frá 19. öld og gćti ţví hafa veriđ ritpúlt Eggerts Briem eđa jafnvel föđur hans Eiríks biskupsritara.
Eeeen ekki áttu allir Íslendingar svona fínar mublur á 19. öld. Ţeir sem ekki voru höfđingjar, illmenni og arđrćningjar urđu ađ láta sér nćgja ađ geyma sitt dót í smákistlum og rita sín bćnabréf viđ ljósiđ frá grútarlampa á heimasmíđađri fjöl.
Summa summarum er ađ skattholiđ í ţćttinum Fyrir alla muni hefur Skúli Magnússon hvorki setiđ viđ međ bókhaldiđ sitt, né séđ. Ţađ geta allir frćđst um viđ einfalda leita ađ orđinu chatol (t.d. á dönsku) á netinu (leitiđ líka ađ myndum af chatol). Í leiđinni geta menn, sem ólmir vilja eignast "Skúlaskápa", litiđ á verđ á álíka skattholum og séđ ađ ţađ er vafalítiđ lćgra en innflutningskostnađur. Lítiđ fćst fyrir 19. aldar mublur ţessa dagana. Kannski á ţađ eftir ađ breytast.
Ţađ verđur ađ teljast stórfurđulegt, ađ veriđ sé ađ búa til heilan sjónvarpsţátt međ kjánalegum spuna um eitthvađ, sem auđveldasta mál hefđi veriđ ađ ganga úr skugga um međ leit á veraldarvefnum. Ţá hefđu menn líklega einnig uppgötvađ, ađ á mublunni í kjallaranum hjá Brímunum í Breiđholtinu vantar toppstykki, eins og ţađ sem sjá má hér ađ ofan. Toppstykkiđ vantar greinilega líka í ţćttina sem Fornleifur leyfir sér ađ gagnrýna hér af sinni alţekktu grimmd.
Ţjóđ sem hendir
Íslenska ţjóđin hefur flýtt sér svo mikiđ úr "helv..." fortíđinni, ađ fćstir ţekkja vart stíl og smekk fólks fyrir 70-100 árum síđan eđa fyrr. Nú er allt eins konar Ikea, nema menn teljist til Epal-elítufólks sem er svo vel í álnum og vitstola, ađ ţađ kaupir ţađ sem flott ţykir á 100-200% hćrra verđi en ţađ selst á í nágrannalöndunum. Íslendingar henda einnig manna mest í Evrópu á haugana.
Vanţekking íslenskra skransala í gegnum tíđina, á ţví sem ţeir eru ađ selja, sýnir ţetta líka mjög glögglega. Skransalar ţurfa náttúrulega ekki ađ vita nokkurn skapađan hlut, en ţađ vćri nú líklega til bóta ef lágmarksţekking vćri fyrir hendir. En ţegar sölumenn, sem eru ađ fara međ "meint húsgögn" föđur Reykjavíkur í sölu til útlanda, vita ekki neitt um ţađ sem ţeir taka ađ sér ađ selja, ţá verđa ţeir fyrir alla muni ađ lesa sér betur til - og ţađ hefur reyndar aldrei veriđ auđveldara. Lestrarkunnátta Íslendinga hefur aftur á móti aldrei veriđ verri.
Saga af skransala
Hér segir frá sölumennsku skransala eins í Reykjavík, sem hafđi til sölu nokkuđ kindugan róđukross, sem hann kynnti til sögunnar sem "rómverskan"; og geri ađrir betur. Ţađ er kannski ekki í frásögur fćrandi, ađ skransala mannsins fór á hausinn og ađ hann er hinn sami Sigurđur Helgi Pálmason (Gunnarssonar hljómlistamanns) sem sér um stjórn ţáttanna Fyrir alla muni.
Áhugi ţjóđar, sem af öllu hjarta fyrirlítur fortíđina, var ekki mikill á dýrkeyptu silfri skransalans, sem vildi selja flest sem gulls ígildi. Í dag er Sigurđur Pálmason starfsmađur Myntsafns Seđlabankans, ţegar hann er ekki ađ skýra út skran á RÚV međ lítilli ađstođ frá stofnunum sem ćtti ađ hafa vit á fortíđinni.
Róđukross samsettum úr hlutum frá mismunandi tíma, reyndi Safnaramiđstöđin ađ selja á 4,6 milljónir króna hér um áriđ. Hér má lesa frćđilegt álit á hinum heilaga krossi samsettum á síđari tímum óheiđarlegum. Kannski kemur ţáttur um kross ţennan í röđinni Fyrir alla muni og góđ skýring á vel stćltum handleggjum Krists?
Fornleifur telur ađ sú ágćta kona, sem hlýtur brátt ađ verđa útvarpsstjóri á RÚV, ćtti ađ sýna sparnađ í verki og velta starfsmönnum stofnunarinnar af makindalegri vindsćng Bjarna Ben og taka af ţeim sólgleraugun. Síđan mćtti skipa ţeim ađ láta endursýna ţćttina Muni og Minjar, ţótt ţađ sé gamalt og sigiđ sjónvarpsefni (ja, vonandi er ekki búiđ ađ henda ţeim ţáttum á haugana). Fyrir mannsaldri síđan, reyndu Eldjárn og órykfallinn Ţór Magnússon ađ minnsta kosti ađ miđla vitsmunum í ţjóđina, Ţeir fornólfarnir, Kristján og Ţór, ţurftu ekki ađ aka Miklubrautina vestur í bć til ađ fara upp í Breiđholt til ađ fá gott "plott" í ţćttina sína.
Svo geriđ ţađ nú fyrir hann Fornleif ađ sökkva vindsćngum RÚV í skítalćk í Fossvogi og látiđ svo hendur standa fram úr ermum. RÚV verđur ađ geta gert betur fyrir allar auglýsingatekjurnar sem velta inn og sem ýmislegt grćđgispakk á sólbekkjum lífsins vill fá fingurna í. En ţćttir, sem gerđir er líkt og menn gangi međ tvöföld sólgleraugu í rökkri, eru kannski ţađ sem menn vilja sjá til ađ láta ljúga sig stútfulla.
Forngripir | Breytt 9.12.2019 kl. 09:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugaverđur fundur á Auđkúlu í Arnarfirđi
4.8.2019 | 09:26
Vestur á Auđkúlu í Arnarfirđi heldur Margrét Hrönn Hallmundsdóttir áfram rannsóknum á fornum skála, ţrátt fyrir ađ merk rannsókn hennar hafi af einhverjum ástćđum ekki hlotiđ mikla náđ fyrir augum sjóđstjórna sem veita fé til fornleifarannsókna á Íslandi.
Margrét og teymi hennar í tvćr vikur hreinsuđu um daginn gólf ađ Auđkúlu og fundu brot af merkum grip. Ţađ var lítil brjóstvarta eđa miđtrjóna af brjóstnćlu (skálanćlu) frá seinni hluta 10. aldar. Brjóstnćlubrotiđ er úr bronsi og er logagyllt. Rannsakendur voru greinilega ekki međ handbćkurnar á stađnum, svo ađ Fornleifur leyfđi sér ađ keyra í greiningu á gripnum á fasbók fornleifafrćđingsins.
Ađ mati Fornleifs er um ađ rćđa lítinn hluta af brjóstnćlu af gerđinni P52 (samkvćmt gerđarfrćđi Jan Petersens hins norska meistarafornleifafrćđings) eđa Rygh 655 eftir gerđarfrćđi Olufs Ryghs. Slíkar brjóstnćlur kalla enskir fornleifafrćđingar "Barokk-nćlur". Ţćr eru algengastar í Svíţjóđ, en finnast ţó ć oftar annars stađar.
Nćlurnar hér af ofan af gerđinni P 52 / Rygh 566 frá Litlu-Ketilsstöđum í Hjaltastađaţinghá. Á nćlunni til vinstri hefur brjóstvartan losnađ af. Fyrir neđan nćla af gerđinni P 52 teiknuđ.
Sá hluti brjóstnćlunnar sem fannst á Auđkúlu í síđustu viku er miđvartan. Miđvartan er hnođuđ á, og er hún oft horfin af nćlum af ţessari gerđ sem finnast i jörđu. Líklega hefur ţessi hluti nćlunnar á Auđkúlu falliđ af á 11. öld, ţegar hún var orđin lúin og gömul og hefur brotiđ vćntanlega lent í gullkistu barnanna á Auđkúlu.
Ţessi nćla kemst nćst ţeirri gerđ nćla sem vartan frá Auđkúlu tilheyrir. Nćlan er frá Uri í Norddal á Mćri. Universitetsmuseet i Bergen.
Forngripir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Blingiđ hennar Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur
9.7.2019 | 07:19
Önnur tilraun og frćđilegri:
Ţví betra er ađ hafa ţađ sem sannara reynist.
Um daginn fór ég heldur betur kvennavillt og ályktađir rangt um mynd ţessa. Ţessar hefđarkonur, sem stóđu og sátu fyrir á ljósmynd í Reykjavík áriđ 1860, eru móđir, ein dćtra hennar og uppeldisdóttir. Ljósmyndarinn upplýsti ađ ţćr vćru kona og dćtur "forsetans" (president of Reykjavík), sem var Jón Guđmundsson forseti Alţingis, einnig ţekktur sem Jón ritstjóri (1807-1875).
Ţćr eru blessađar, međ fúlustu fyrirsćtum Íslands sem ég hef séđ - en gćtu ţó vel hafa veriđ óttaslegnar viđ ţennan undarlega áhuga útlendinga á ţeim. En ţrátt fyrir óróa ungu kvennanna og illt augnaráđ móđurinnar tókst sem betur fór ađ ná einni af elstu hópljósmyndum sem er til af Íslendingum. Myndin var tekin ţann 25. ágúst áriđ 1860.
Mér ţótti í fyrstu tilraun líklegt ađ konan, sem situr og heldur á bókinni, vćri Sigríđur Bogadóttir (1818-1903) kona Pétur Péturssonar síđar biskups. Mér varđ ţar heldur betur á í messuvíninu og var mér vinsamlegast bent á ţađ.
Myndin er hins vegar međ vissu af Hólmfríđi Ţorvaldsdóttur (1812-1876) dóttur hennar Kristínu Jónsdóttir og uppeldisdóttur, Hólmfríđi Björnsdóttur, sem var bróđurdóttir Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur. Hafđi gamall samstarfsmađur minn á Ţjóđminjasafni Íslands, Halldór Jónsson, skrifađ um konurnar og Einar heitinn Laxness, sem kenndi mér eins konar dönsku í MH fyrir 43 árum síđan, hafđi skrifađ grein í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1997 um myndina og meira.
Fox-leiđangurinn 1860
Áriđ 1860 í ágústmánuđi, heimsótti leiđangur manna Ísland, eftir dvöl á Grćnlandi. Ferđinni var fyrst og fremst heitiđ til Grćnlands, en komiđ var viđ í Fćreyjum og á Íslandi á bakaleiđinni. Tilgangurinn međ Grćnlandsleiđangrinum var hin endalausa leit ađ örlögum Sir John Franklins og leiđangurs hans á tveimur skipum, HMS Terror og Erebus, en ţau fórust međ mönnum og mús viđ Grćnland áriđ 1845.
Fjöldi leiđangra hafa veriđ gerđir til ađ leita uppi skip Franklins og rannsaka örlög skipsverja. Ţeim leiđöngrum lauk vćntanlega endanlega áriđ 2016 er flök skipanna fundust. Flak HMS Terror reyndist vel varđveitt á 25 metra dýpi. Leitarleiđangurinn áriđ 1860 var einn af mörgum sem var kostađur af ekkju John Franklins og var fley leitarmanna Fox og kapteinn um borđ var ţekktur flotaforingi, Allen Young (1827-1915)ađ nafni. Fox-leiđangrinum 1859-60, voru gerđ ágćt skil af danska flotaforingjanum Theodor von Zeilau í bók sem út kom í Kaupmannahöfn áriđ 1861 og bar titilinn Fox-Ekspeditionen 1860.
Ţegar leiđangursmenn á Fox, sem var gufuskip, kom viđ í Reykjavík síđsumars 1860 voru teknar ljósmyndir og eru nokkrar ţeirra varđveittar sem stereómyndir, sem seldar voru ţeim sem höfđu áhuga á ţví ađ fá dálitla dýpt í myndaskođun sína á konum, sem var međ öđrum hćtti og menn skođa myndir í dag - verđur víst ađ segja.
Ljósmyndarinn var kaţólski paterinn Julian Edmund Tenison-Woods (1832-1889), og eru nokkrar mynda hans frá Íslandi varđveittar (sjá t.d. eina ţeirra hér).
Tau-kross Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur
Fornleifur borar hér fyrst og fremst í eitt atriđi. Ţađ er smáatriđi á spađafaldsbúningi frú Hólmfríđar. Um háls hennar hangir festi međ Tau-krossi (boriđ fram Tá, sem er gríska heitiđ fyrir t). Tau-kross er einnig kallađur Sankti Andrésarkross, ţví hann munn hafa veriđ krossfestur á T-laga krossi. Krossinn, sem Hólmfríđur ber um hálsinn, er ađ öllum líkindum frá fyrri hluta 16. aldar eđa lokum 15. aldar. Neđan úr krossinum hanga ţrjú A međ ţverstriki yfir (líkt og A-in voru oft sýnd í epígrafíu (áletrunum) á 15. öld) og tvö A ađ auki héngu neđan úr ţvertrénu. Ţessi 5 A voru ađ öllum líkindum vísun til nafns heilags Andrésar.
Ţannig var nú blingiđ á 16. og 15. öldinni og sumar af ţessum ţungu festum urđu ćttargripir hjá velmegandi fjölskyldum.
Sannast sagna minnir mig ađ ég hafi séđ slíkan grip á Ţjóminjasafninu ţegar ég var á unga aldri (8-12 ára), en ţađ var ég eins og grár köttur. Í ţá daga var öllu búningasilfri slengt í tvö sýningarpúlt inni í bćndasalnum. Mig minnir ađ ţar hafi legiđ svona T-kross, en er ekki lengur viss. Ţrátt fyrir nokkra leit hef ég ekkert fundiđ ţví til stuđnings á Sarpi. Kannski er ekki búiđ ađ melta gripinn nógu vel í Sarpi og ef til vill er ekki til mynd af honum á Ţjóđminjasafninu. Ef ţađ er tilfelliđ, er safniđ beđiđ um ađ bćta úr ţví.
Til var í einkaeigu teikning eftir Sigurđ Guđmundsson málara af Hólmfríđi, en sú mynd eyđilagđist ţví miđur í bruna áriđ 1934. Ljósmyndir höfđu hins vegar varđveist af teikningu Sigurđar Málara, einni ţeirri bestu frá hans hendi, og ţar má glögglega sjá Tau-kross Hólmfríđar.
Upphaflega hélt Fornleifur í fljótfćrniskasti, ađ konan á ljósmynd Tennison-Woods vćri Sigríđur Bogadóttir. Myndin hér til hćgri var tekin af henni áriđ 1903, sem var áriđ sem hún andađist í Kaupmannahöfn. Líklegast voru margar konur nokkuđ ţungbrýndar á ţessum árum í Reykjavík.
Annar möguleiki er sá, ađ ţetta listaverk um hálsinn á fýldri maddömunni hafi veriđ brćtt og málmurinn endurnotađur. Og svo er alltaf sá möguleiki ađ ţetta djásn, sem fer Lady T í Reykjavík svo vel, hafi gengiđ í arf og sé Téiđ enn notađ af langalangalangaömmubarni hennar, plötusnúđnum Alli T. Mađur leyfir sér ađ dreyma og vona. En vonin er samt afar lítil.
Látiđ nú Fornleifi í té ađstođ yđar.
Mynd ţessi, sýnir dóttur Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur, Kristínu Jónsdóttur og Hólmfríđi Björnsdóttur, sem var bróđurdóttur Hólmfríđar Ţorvaldsdóttur. Ljósmyndin var tekin á sama stađ og myndin efst, og var einnig tekin af pater Tenison-Woods og hefur hann merkt hana "21. ágúst 1860 kl. 5 síđdegis". Frummyndin er varđveitt hjá Royal Geographic Society í London. Ljósmyndin er líklega tekin til norđurs viđ horn Ađalstrćtis og Kirkjustrćtis. Skugginn passar vel viđ ađ klukkan sé 5, 21. ágúst.
Forngripir | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Trupulleikarnir á Velbastađ
25.8.2018 | 18:40
Fornleifafrćđin í Fćreyjum er ekki eins hástemmd og greinin er á Íslandi. Í Fćreyjum eru t.d. ekki 40 fornleifafrćđingar á ferkílómetra líkt og á Íslandi. Samt finna frćndur vorir, fornfrřđingarnir hjá Tjóđsavninum í Fćreyjum, sem áđur hét Fřroya Fornminnissavn, oft mjög áhugaverđar minjar. Stundum svo áhugaverđar ađ ţćr setja alla á gat.
Áriđ 2016 fannst t.d. á Velbastađ (Vébólsstađ) á Streymoy (Straumey) einstakur gripur, sem hefur valdiđ miklum heilabrotum á međal frćnda okkar í fornleifafrćđingastéttinni í Fćreyjum. Gripurinn sem um rćđir, er forláta hringur úr silfri sem hefur veriđ logagylltur.
Ţrátt fyrir ađ fćreyskir fornfrřđingar hafi sett sig í samband viđ sérfrćđinga á söfnum í Noregi, Bretlandseyjum (ţar međ töldu Írlandi) og víđar (ţó ekki á Íslandi), hefur enginn hringasérfrćđingur á söfnum ţessum getađ hjálpađ viđ ađ leysa gátuna um ţennan merka hring. Ţví ţví er haldi fram ađ enginn hringur eins, eđa nćrri ţví líkur, hefur fundist í ţeim löndum sem leitađ hefur veriđ til. Aldursgreiningin er einnig samkvćmt helstu söfnum enn óviss. Viđ sama uppgröft fannst einnig silfurmynt, silfur-penny frá tíma Engilsaxakonungsins Eđvarđs hins Eldra í Wessex og mun myntin hafa veriđ slegin á tímabilinu 910-15.
Hvort hringurinn er eins gamall og myntin, er enginn frćđimannanna sem Tjóđsavniđ hefur haft samband viđ tilbúinn ađ tjá sig um. Einn ţeirra hefur gefiđ aldursgreininguna 1100-1300, en án nokkurra haldbćrra raka. Einn ágćtur fornleifafrćđingur og fyrrverandi safnstjóri Ţjóđminjasafns Írlands, Ragnall O´Floinn, telur hćpiđ ađ uppruna hringsins skuli leitađ á Bretlandseyjum. Ţví er höfundur ţessarar greinar ekki alveg sammála.
Hér má lesa grein eftir fornleifafrćđinginn Helga D. Michelsen hjá Tjóđsavninu sem hann ritađi í tímaritiđ Frřđi (sama og frćđi, en boriđ fram "fröi") og kallar Helgi ágćta grein sína Gátufřrur fingurringur.
Eins og lesa má er Helgi fornfrřđingur í Fćreyjum í miklum vandrćđum, eđa trupulleikum eins og ţađ er kallađ hjá frćndum okkar. Trupulleikar er reyndar orđ ćttađ frá Bretlandseyjum, komiđ af orđinu trouble. Ég held ađ hringurinn frá Velbastađ sé líka ţađan. Ţađ er svo minn "trupulleiki". En nú geri ég grein fyrir skođun minni á baugnum:
Fornleifur ákveđur ađ hjálpa frćndum sínum
Ţegar ritstjóri alţjóđadeildar Fornleifs frétti af einum helsta trupulleik Fćreyinga á seinni tímum, ţ.e. hringnum forláta frá Velbastađ, ákvađ hann ađ hjálpa frćndum sínum sem urđu sjóveikir á leiđinni til Íslands. Hann notađi um ţađ bil eina klukkustund á netinu og á bókasafni sínu uppi undir ţaki. Hér kemur mjög stutt skýrsla um niđurstöđur gruflsins:
Ţar sem myntin sem fannst á Velbastađ er vel aldursgreind og uppruni hennar ţekktur, datt Fornleifi fyrst í hug ađ leita uppruna hringsins á sömu slóđum og myntin er frá. Fćreyjar eru, ţrátt fyrir allt jafn langt frá Bretlandseyjum og ţćr eru frá Íslandi og Noregi.
Tel ég nú mjög líklegt ađ hringurinn sé undir mjög sterkum Engilssaxneskum stíláhrifum međ áhrifum frá Meróvingískri list í Frakklandi. Lag hringsins frá Velbastađ er einnig ţekkt á frćgum hring međ engisaxískum stíl, sem fannst á 18. öld. Einn helsti sérfrćđingur Breta í engilsaxneskri list, dr. Leslie Webster, telur vera frá fyrri hluta 9. aldar (sjá hér). Hringurinn, sem hér um rćđir, fannst í Berkeley í Mercíu (Midlands) á Englandi, ţar sem er greint frá klausturlífi ţegar áriđ 759 e.Kr.
Króna af öđrum hring, sem talinn er örlítiđ eldri en hringurinn frá Berkeley í Mercíu, er hringur sem fannst í Scrayingham í Reydale i Norđur-Jórvíkurskíri (sjá nánar hér,ţar sem hćgt er ađ lesa um ađra hringa međ sama lagi, sem tímasettir eru til 8. og 9. aldar). Krónan af hringnum frá Scrayingham er sömuleiđis meistaraverk međ filigran-verki (víravirki)en međ sama lagi og krónan á hringnum frá Velbastađ.
Líklegt má telja, ađ hringurinn sem fannst í Berkley í Miđlöndum hafi veriđ hringur geistlegheitamanns, ábóta eđa biskups. Hringurinn er vitaskuld skreyttur međ annarri ađferđ en hringurinn frá Velbastađ, og er gott dćmi um ţađ allra besta í gullsmíđalist á Bretlandseyjum á 9. öld. En lagiđ á hringnum, eđa réttara sagt krónu (höfđi) hans, er ţađ sama Ţetta krosslag, sem báđir hringarnir hafa, er hins vegar frekar sjaldgćft en ţó samt vel ţekkt á fyrri hluta miđalda. Ţetta er sams konar kross og mađur sér t.d. á gylltum altörum í Danmörku (gyldne altre). Líklegt ţykir mér einnig, ađ hringurinn frá Velbastađ hafi veriđ borinn af kirkjunnar manni. Af hverju hann tapađi honum í Fćreyjum er alfariđ hans einkamál.
Ég fann fljótt hringa líka ţeim hér til hliđar, sem hafa álíka krossmynd í auga hringsins og Velbastađarhringurinn, ţ.e. vígslukross (hjólkross/Eng. Consecration Cross), eftir mjög stutta leit á veraldarvefnum. Ţeir eru vitaskuld alls ekki eins og hringurinn fornfái frá Velbastađ, en ef svo má ađ orđi koma, frá nćsta bć.
Ef mađur lítur á stóru silfurkúlurnar, eđa stílfćrđu vínberin beggja vegna hringlaga flatarins međ vígslukrossinum á miđju krónu hringsins frá Velbastađ, minna silfurkúlurnar mjög á hringa frá Frakklandi frá 6.- 9. öld. Hér eru nokkur dćmi um, hvernig ţannig vínberjaklasar (vínberiđ táknar blóđ Krists) voru settir beggja vegna hringkrónunnar, eđa ţar sem baugurinn mćtir krónunni.
Ef trúa má Leslie Webster, helsta sérfrćđingi Breta í Engilsaxískri list, varđandi ađra hringa međ svipuđu lagi og Velbastađarhringurinn, er hringurinn ađ mínu mati líklegast smíđađur á 9. eđa 10. öld, ţegar engilsaxneskur stíll í gullsmíđalist var enn í miklum blóma. Hringurinn er ţví ađ mínu mati frá Bretlandseyjum, en ber einnig áhrif frá hringum á Meginlandi Evrópu, helst frá hringum í Frakklandi, en einnig sjást býsantísk áhrif.
Ég vona ađ ţetta leysi vandamáliđ međ hringinn frá Velbastađ. Reikninginn sendi ég síđar til Tjóđsavnsins í Fćreyjum, en Fornleifur er vitaskuld rándýr í allri frćđilegri ţjónustu viđ söfn og örn ađ senda stofnunum reikninga.
Góđar stundir og allt í lagi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósmyndin efst birtist í Frřđi og er tekin af Finni Justinussen
Version in English (word docx), please see "Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu" below.
Forngripir | Breytt 27.12.2021 kl. 09:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţýfi foreldra íslenskra landnámsmanna rćnt á safni í Bergen
16.8.2017 | 19:17
Kćmpeskandale er nú í uppsiglingu í Noregi. Menn spyrja sig af hverju Háskólasafniđ í Björgvin var ekki betur variđ en ađ ţjófar gátu fariđ inn um glugga á 7. hćđ hússins međ ţví ađ fara upp á byggingapalla sem utan á húsinu eru vegna viđgerđa á ţví. Ţjófarnir gátu nokkuđ auđveldlega komist inn á safniđ inn um glugga á stigaturni byggingarinnar sem hýsir safniđ - og út fóru ţeir svo međ ţjóđargersemar Noregs. Ţjófavarnarkerfiđ fór reyndar í gang tvisvar sinnum, en vaktmenn fyrirtćkis úti í bć, sem sjá um vöktun og eftirlitiđ sáu ekkert grunsamlegt og fóru jafnóđum af vettvangi. Greinilega eru ekki mikil not af slíkum fyrirtćkjum ţegar virkilega ţarf á ţeim ađ halda. Viđvörunarkerfin fara svo oft í gang vegna mistaka og tćknigalla, ţví ţannig ţéna fyrirtćkin meira en umsamiđ er. En ţegar virkilega ţarf á ţeim ađ halda, halda vaktmennirnir ađ ţađ ţađ sé "sama gamla bilunin" í kerfinu.
Ţjófarnir rćndu, ađ ţví er fréttir herma, meira en 245 gripum frá járnöld og víkingaöld, og ţar á međal gersemum úr sumum af helstu kumlum víkingaaldar í Noregi.
Norđmönnum hefur ţví greinilega ekki tekist ađ varđveita ţann menningararf og ţýfi sem forfeđur Íslendinga stálu á Bretlandseyjum um 850 e.Kr. áđur en haldiđ var til Íslands.
T.d. gersemar Vélaugar Hrappsdóttur sem heygđ var í Gauseli á Rogalandi, /sjá ljósmynd af litlum hluta haugfjár hennar efst). Gröf hennar innihélt trogarfylli af illa fengnu en kristilegu írsku bling er brćđur hennar og fađir höfđu rćnt á Írlandi. Gudda er formóđir flestra bankaútrásarţjófanna á Íslandi. Sjá Íslendingabók til ađ sjá hugsanlega ćttartengsl ykkar viđ Vélaugu eđa írsku blingprinsessurnar sem brćđur hennar börnuđu í Dyflini.
Á smettiskruddu Háskólasafnsins í Björgvin, má nú lesa ţessa frekar aumu yfirlýsingu á ensku, ţví eins og Íslendingar búast Norđmenn viđ ţví ađ útlendingar séu á bak viđ öll misyndisverk :
ENGLISH: Monday morning, 13th of August, employees at the University Museum discovered that there had been a burglary at the Historical Museum. It looks like people have entered the seventh floor from the scaffolding outside the museum tower.
Several important objects from the Norwegian cultural heritage are missing. Irreplaceable pieces of history are gone. For a museum, there is hardly anything worse than have objects stolen.
Now we only have one wish; to get as many as possible of the stolen objects returned to us.
So we need people's help. In this group we will continuously post pictures of objects we miss.
You can post pictures of objects, ask questions, share things and discuss. Of course you can share photos from our album with others.
Do you know someone who may be interested in helping us? Invite them in by pressing "Add Friend".
Contact us here, by PM or email if you think you have found or seen parts of our common heritage.
Hjálpum nú frćndum okkar ef einhver býđur ykkur ţýfiđ til kaups. Gripina má sjá hér ađ einhverjum hluta til, svo hćgt sé ađ velja bestu gripina til ađ bjóđa í. Hér er einnig áhugaverđ frétt um máliđ.
Forngripir | Breytt 19.8.2017 kl. 11:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Brotasilfur - óáfalliđ
31.3.2017 | 13:23
Í ţessari fćrslu má sjá tvćr stórmerkar ljósmyndir sem finna má á vef Hérađsskjalasafns Austurlands. Hér bograr Kristján Eldjárn yfir silfursjóđ sem fannst austur a landi, óáfallinn, áriđ 1980. Eldjárn ţótti vitaskuld, sem eins konar fornleifafrćđingi, furđulegt ađ sjóđurinn kćmi óáfallinn úr jörđu. Ţađ ţykir flestum reyndar enn í dag. Ég held ađ menn séu hćttir ađ leita ađ skýringum. Ţađ er svo óţćgilegt.
Hér má lesa ađrar greinar Fornleifs um ţennan sjóđ:
Det ville som sagt vćre meget beklageligt for skandinavisk arkćologi... (2011) Greinin er ekki á dönsku.
Hvar er húfan mín? (11.12. 2012; sjá síđustu athugasemd neđst)
"Miklu betri en Silvo" (16.12.2012)
Moldin milda frá Miđhúsum er horfin (4.1.2013)
Hvađ fćr mađur fyrir silfur sitt ? (13.4.2013) Í ţessari grein birtist eftirfarandi frásögn:
Auđun H. Einarsson segir frá (1.5. 1997, sjá fćrslu dags. 13.4.2013)
Neđri myndin af vef Hérađssafns Austurlands er unađsleg ljósmynd af finnandanum og syni hans. Gleđin skín úr augum ţeirra. Ekki ţótti finnandanum fundarlaunin góđ, en síđar var bćtt úr ţví fyrir tilstuđlan ţingmanns eins frá Snćfellsnesi og skálds í Reykjavík, sem er sonur fyrrverandi forseta Íslands.
Forngripir | Breytt 23.5.2021 kl. 18:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Heilagur Vitus í Freiburg
1.10.2016 | 17:47
Fyrir viku síđan dvaldi ég í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ í Freiburg, ţar sem ég var gestur í afmćlisveislu Felix vinar míns Rottbergers (sjá fćrslu hér fyrir neđan).
Freiburg er forn háskólaborg og trúarmiđstöđ kaţólskra. Einhverjir Íslendingar hafa lagt stund á nám í Freiburg og ţykir ţar ekki dónalegur háskóli. Borgin varđ mjög illa út úr síđara heimsstríđi. Mikiđ magn af sprengjum rigndi yfir hana í nóvember 1944 og 90 % gamla bćjarhlutans voru jöfnuđ viđ jörđu.
Nokkuđ var ţó öđruvísi fariđ međ sprengjuregniđ í Freiburg en í flestum öđrum borgum Ţýskalands. Ţýskt stórskotaliđ taldi vegna mistaka ađ borgin vćri frönsk, enda skammt til landamćra Frakklands. Ţjóđverjar töldu ađ í borginni vćru herir bandamanna búniđ ađ hreiđra um sig. Ţví fór sem fór. Ţjóđverjar réđust á sjálfa sig. Aleppó er ekkert einsdćmi.
Á árunum eftir stríđ var gamli bćrinn byggđur upp aftur eftir gömlum myndum, teikningum og jafnvel minni. Endurreisn gamla bćjarins hefur tekist upp og ofan, en margt er ţó međ ágćtum. Í dag sver Freiburg sig ţví í ćtt viđ "gamla Selfoss", leikmyndabć sem fyrrverandi forsćtisráđherrann vildi byggja úr timbri frá BYKO, ţó svo ađ aldrei hefđi sprungiđ nema borđsprengja og nokkrir botnlangar á Selfossi.
Ekki fóru allir forngripir forgörđum í Freiburg og ţar er ágćtt borgar- og miđaldasafn, Augstiner Museum, sem er í gömlu Ágústínaklaustri.
Ţar fann ég ţetta skemmtilega líkneski frá 1500-1525, sem sýnir háheilagan mann sem tekinn hefur var međ buxurnar niđrum sig og hefur síđan veriđ látiđ krauma í eigin feiti, ekki ósvipađ og sá fyrrverandi sem vildi reisa Selfoss í áđur óţekktri dýrđ. Ţau jarteikn gerast nefnilega á stundum ađ rassberir menn eru teknir í heilaga manna tölu, sér í lagi ef taliđ er ađ ţeir séu sakleysiđ uppmálađ.
Ţarna er auđvitađ á ferđinni heilagur Vitus sem uppi var um 300 e. Kr. í Litlu-Asíu, ef ţađ er ekki lygi. Diocletianus keisari lét sjóđa Vitus í olíu fyrir ţćr sakir einar ađ Vitus var kristinn. Keisarinn var líklegast félagi í Vantrú, ţví ekki hefur hann veriđ múslími. Sánkti Vitus telst í kaţólskum siđ til eins hinna 14 hjálpardýrlinga sem gott ţykir ađ heita á í veikindum og vandrćđum. Vćnlegast ţótti ađ heita á hann ef mađur var barn eđa unglingur eđa fyrir fólk sem haldiđ var flogaveiki og krampa. Hann dugđi ţó skammt fyrir fórnarlömb presta sem hafa fengiđ gott fólk á Íslandi til ađ greiđa 200.000.000 króna í bćtur fyrir ósannađar sakir erlendra presta. Kannski vantar líkneski af Vítusi í Landakotskirkju.
Einhver veltir líklega fyrir sér af hverju af er hćgri höndin á Vítusi. Ég veit bara eitt, ţađ er ekki George Soros ađ kenna.
Blessuđ sé minning hans.
"Í olíu, fyrr má nú fyrr vera. Mikiđ ţurftu sumir menn ađ ţola til ađ viđ gćtum orđiđ svona ferlega siđmenntuđ á okkar tímum."
Forngripir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýr var Denni ekki
7.3.2016 | 12:46
Sumt af ţví sem safnađ er á Ţjóđminjasafni Íslands er selt fyrir slikk á eBay. Ekki svo ađ skilja ađ Ţjóđminjasafniđ sé fariđ ađ selja út af Ţjóđararfinum. Nei, nei svei mér ţá, en safngeymslurnar líkjast ć meira skranverslun međ 20. aldar gripum, međan fjárlög fara í ađ gylla ţjóđminjavörđ međ titlum. Á eBay er oft hćgt ađ finna hluti sem kannski ćttu frekar heima á Ţjóđminjasafninu en pakki af Melrósate frá 1970. Mađur veit ţó aldrei hvađ síđar meir verđur ţjóđmenning. Mat manna er mjög mismunandi. Sumir brenna fyrir einhverja nostalgíumenningu frá framsóknarheimili, ţar sem uppskriftir húsmćđraskólanna voru a viđ bođorđin í Biblíunni. Fyrir ađra eru bensíndunkar stćrri hluti af íslenskri menningu en koparristumyndir af íslenskum dýrum frá 18. öld sem ekki eru til á söfnum á Íslandi.
Sumar persónur verđa einnig fljótt safngripir, og eiginhandaáritun ţeirra fer fyrir morđfé. Söfn berjast meira ađ segja viđ ađ ná í jarteiknirnar eins og vćri ţađ táin af Kristi. Fólk borgar jafnvel ađgangseyri til ađ sjá hrafnasparkiđ ţeirra eđa borđ sem brjálćđingur nokkur frá New York hefur teflt viđ fjandann viđ og taliđ flugur í lampanum yfir. Sá vitleysingur fékk íslenskan ríkisborgararétt ađ launum - eđa var ţađ gyđingahatriđ sem var launađ?
Ekki vissi ég fyrr en nýlega, ađ ótíndir íslenskir stjórnmálamenn, sem ekki komust á Bessastađi hefđi látiđ ljósmynda sig til ađ senda ađdáendum um allan heim. Ţađ var víst tilfelliđ. Nú er t.d. hćgt ađ kaupa mynd af Steingrími Hermannsson Original, og eiginhandaráritun hans í kaupbćti á eBay. Ţetta er til í Ţúsundvatnalandinu og hćgt ađ fá fyrir skitnar 171,73 danskar krónur sem gera tćpar 3243 fređkrónur á dagsgengi. Ţađ er náttúrulega skítur á priki og ćtti ađ vera sjálfsagđur hlutur fyrir Framsóknar-Reichsstórsafniđ viđ Suđurgötu ađ kaupa, ef Finnar vilja ekki varđveita portrettiđ af Denna. Ef Ţjóđminjasafniđ nćr ekki í Denna gćti hugsast ađ danska sendiráđiđ kaupi og hengi myndina upp á gestasalerni sínu, ţar sem Steingrímur lokađist eitt sinn inni međ vinveittri sendiherrafrú.
En óttalega er Denni nú billegur. Ţađ hefur líklega kostađ meira ađ láta prenta myndina og nota tíma í ađ árita hana en 3243 krónur. Ţó hlýtur Denni ađ vera dýrari allur en 20 bréf af Melrósatei. Ég trúi ekki öđru. Ég vona ađ Ţjóđminjasafni kaupi ţennan dýrgrip, í ţađ minnsta til ađ sýna framtíđinni hve uppi var typpiđ á sumum mönnum í landinu okkar á hjara veraldar.
Forngripir | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)