Færsluflokkur: Menning og listir

Svartir sjóliðar á Íslandi

hverager_i_1957.jpg

Fornleifur er áhugamaður um sögu svarta mannsins á Íslandi og hefur gert sér far um að skrifa um hana í stað þess að fárast út af því hvaða orð maður notar um fólk sem er svo dökkt á hörund að ljósara fólk getur ekki tekið sér þau orð í munn.

Hér úti á vinstri vængnum má lesa eilítið um sögu svarta mannsins á Íslandi eftir ritstjóra Fornleifs. Það á við að hafa það til vinstri því þar í pólitíkinni ímynda margir sér, að þeir beri mesta virðingin fyrir minnihlutum og séu sérleyfishafar á réttar skoðanir og hugsanir. Það er nú vart að ég þori lengur að nota nokkuð orð um blökkumenn, því sama hvað maður skrifar, þá kemur oft kolruglað fólk, og segir mér að ekki megi maður nefna svarta með því orði sem ég nota; að maður sér kynþáttahatari ef maður noti eitthvað tiltekið vitameinlaust orð. Heyrt hef ég að svertingi, negri, svartur, blökkumaður, þeldökkur séu orðin algjör bannorð hjá háheilögu fólki, svo ekki sé nú talað um surt og blámenn. Mikill vandi er okkur á höndum, þegar málið fer að flækjast fyrir okkur.

Hér eru tvær furðugóðar myndir af svörtum  mönnum sem komu við á Íslandi. Sú efri er tekin árið 1957 í Hveragerði og eru þetta foringjaefni frá Kongó úr sjóher Belgíu. Hattamerki þeirra sýnir að þeir hafa tilheyrt þeim hluta sjóhersins Belgíu sem hafði aðsetur í Kongó.  Kragamerki sýna að þeir voru "officer candidates"  (undirforingjaefni).

Offiserarnir þeldökku komu hingað á belgísku herskipi og var faðir minn oft leiðsögumaður fyrir áhafnir belgískra og hollenskra NATÓ-skipa. Það var einmitt í einni slíkri ferð, að pabbi sagði áhöfninni að setja vasaklútana sína í hverinn Grýtu í Hveragerði, sem stundum er kölluð Grýla. Svo var sett grænsápa í gatið. Andstætt því sem oft hafði gerst áður, þegar faðir minn lék þennan leik, komu engir hreinir vasaklútar. Það koma alls engir vasaklútar upp í næstu gosum. Menn gátu vitaskuld ekki beðið endalaust eftir snýtuklútum sínum, svo lagt var að stað án nýþveginna vasaklúta. Skömmu síðar munu tugir klúta hafa legið allt í kringum Grýtu og voru þeir jafnvel bundnir saman a hornunum.

Líklega hefur Kongómönnum þótt gaman og heimilislegt í bananalundi Hvergerðinga. Gaman væri að vita hvað foringjaefnið með myndavélina hefur tekið af myndum á Íslandi - hvað hefur honum þótt áhugavert að ljósmynda í því landi sem honum hefur ugglaus þótt álíka framandi og hvítbleikum íslendingi þætti allt í Kongó? Ef þessir menn eru á lífi, eru þeir líklega komnir fram á níræðisaldurinn.

svartir_sjoli_ar_1940-43_svavar_hjaltested.jpg

Neðri myndin er hins vegar eins og sjá má tekin í Bankastræti. Nánar tiltekið fyrir utan Bankastræti 3. Þar sem vikublaðið Fálkinn hafði til húsa. Myndin, sem sýnir dáta af bandarísku skipi sem kom við í Reykjavík í síðara heimsstríði, er sennilegast tekin af Svavari Hjaltested ritstjóra, en hann mun síðar hafa lánað hana Gunnari M. Magnúss sem ætlaði að nota hana í bókarverk sitt "Virkið í norðri". Hvort myndi birtist í bókinni veit ég þó ekki.

Ljósmyndin af matrósunum birtist hins vegar ekki í Fálkanum. Að lokum lenti myndin á Þjóðminjasafninu og kom úr búi Gunnars. M. Magnúss. Vafalaust eru flestir mannanna á myndinni löngu látnir - og nei, þetta er ekki hann Morgan Freeman þarna fyrir miðju.


Ísland í töfralampanum: 2. hluti

db_hoedafnemen.gif

Sælt veri fólkið. Fornleifur bíóstjóri tekur ofan hattinn fyrir þeim sem nenna að lesa og fræðast. (Sjá 1. hluta þessarar vefgreinar hér).

Fáir vita líklega, að löngu að fyrir aldamótin 1900 fóru fram Íslandskynningar með hjálp Laterna Magica skuggmyndasýningavéla eða töfralampa. Það var þó ekki einungis erlendis að menn gátu séð Ísland úr lömpum. Reykvíkingar stóðu, að því er virðist, í biðröðum til að sjá skuggamyndir.

Myndasýningar með Íslandsmyndum hafa líklega hvatt einhverja útlendinga til Íslandsferða. En slíkar sýningar myndu væntanlega ná skammt gegn þeim apparötum og töfratækjum sem hafa valdið því að vart er á Íslandi nútímans hægt að þverfóta fyrir erlendum ferðamönnum, að ógleymdum amerískum óraunveruleikastjörnum sem látið hafa stækka á sér barminn og rasskinnar. Nú þykir víst mest virði að vita hvað "fylgjendur" rassstórra Ameríkana finnst um okkar volaða, en tvímælalaust frábæra, land.

Laterna Magica, í sem fæstum orðum

En hvað er Laterna Magica, eða töfralampi? Töfralampinn er talinn er hafa orðið til á 17. öld og var notaður vel fram á 20. öld. Hann er til í margs konar gerðum og stærðum. Venjulega samanstendur lampinn af eldföstum kassa eða öskju, þar sem í er settur ljósgjafi, kerti, olíulampi, gasljós og síðar rafmangspera. Einnig voru í kassanum speglar. Fyrir framan ljósgjafann inni í kassanum er brugðið eða rennt glerskyggnu, handmálaðri mynd, síðar ljósmyndum og jafnvel handlituðum  ljósmyndum. Linsa eða linsur sjá um að safna myndinni og henni er varpað upp á vegg eða tjald. Til að nota ekki of mikinn tíma í hinar tæknilegur hliðar og gerðir laterna magica skyggna og sýningavéla, sem eru mikil fræði og fróðleg, þykir mér viturlegast að benda mönnum á að lesa sér allt til um það á hollenskri vefsíðu, sem er sú besta í heimi um þetta fyrirbæri, fyrirrennara skyggnusýningavéla og kvikindasýningavélanna. Vefsíðan ber heitið de Luikerwaal og er síðan einnig á ágætri ensku. Henni er stjórnað af Henc R.A. de Roo, áhugamanni og safnara töfralampa og skyggna. 

kirchers_bog_1280887.jpgTöluverð skoðanaskipti hafa verið um hinn eiginlega upphafsmann þessarar uppfinningar. Þjóðverjanum og Jesúítanum Athanasius Kircher hefur lengi verið eignaður sá heiður, en nú má þykja alveg víst að hann hafi aldrei notað slíkt tæki. Hann lýsir Laterna Magica í bókinni Ars Magna Lucis et Umbrae sem út kom í Amsterdam með myndum árið 1671 (sjá mynd). Skýringar í bókinni sýndu að Kircher var rúinn skilningi á því hvernig töfralampinn virkaði. Hann fullvissaði menn þó á afar sannfærandi hátt, líkt og góðum jesúíta sæmir, um að apparatið væri ekki uppfinning djöfulsins og illra afla.

Aðrir höfðu lýst þessu tæki og notað það miklu fyrr en Kircher. Til dæmis danski fræðimaðurinn Thomas Walgenstein, sem sýndi myndir með Laterna Magica í Rómarborg árið 1665. Enn fyrri til var hollendingurinn Christiaan Huygens sem þegar árið 1659 hafði teiknað dæmigerða Laterna Magica sýningavél sem ekki var mjög frábrugðin þeim sem þekktust á 19. öld. (Sjá frekar hér).

Áður en eiginlegar ljósmyndir voru fundnar upp, voru allar laterna magica-skyggnur handmálaðar teikningar. Efni myndanna var fjölþætt og stundum var leikið á áhorfandann með einföldum sjóhverfingum þannig að fólki sýndist persónur eða hlutir á myndunum hreyfa sig.

db_hemelvaart2_1280719.gif

Laterna Magica varð vitaskuld mjög fljótt vinsælt leikfang í Vatíkaninu.

Þess vegna voru sýningar á Laterna myndum mjög vinsælar, eða allt þar til þær dóu drottni sínum, en bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum voru þær lengi notaðar við kennslu og alls kyns áróðursstarfsemi, eða allt fram yfir 1970.

209390.jpg

Áður en að ljósmyndir voru færðar yfir á glerskyggnur, þekktust líka skyggnur með handmáluðum myndum af "íslenskum stöðum". Þessi mynd frá síðari hluta 19. aldar á að sýna Heklu. Myndin er greinilega undir sterkum áhrifum af mynd úr útgáfu af riti þjóðverjans Dithmars Blefkeníus Scheeps-togt na Ysland en Groenland, sem út kom árið 1608 í Leiden í Hollandi. 

blefkenius_b.jpg

Hrúturinn "Erlendur", sem er nú forystusauður í hjörð Fornleifs bónda (sjá hér), varð einnig að stjörnu á töfralampatímabilinu. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar og er handmáluð á gler. Hann er nú kominn í hrútakofa Fornleifs og líður vel.

erlendur_a_glerinu_c_1287499.jpghruturinn_erlendur.jpg

Laterna Magica sýningar í Reykjavík á 19. öld

Orðið skuggamynd, þ.e. í þýðingunni skyggna eða ljóskersmynd, kemur fyrst fyrir í íslensku máli árið 1861. Áður höfðu tvö nýyrði litið dagsins ljós: Ljósmynd árið 1852 og sólmynd árið 1854. Nútíminn sigldi nú hratt að Íslands ströndum.

Árið 1861 birtist þessi frétt í Íslendingi um turnreiðarhátíð í Berlín þar sem ­þýskir vopnabræður minntust Þriggja ára stríðsins eða 1. Slésvíkurstríðsins gegn Dönum á mjög hatursfullan hátt. Danir unnu það stríð:

Í Berlinni stóð slík hátíð fyrir skemmstu með hinum mesta veg og viðhöfn. Við leikinn í »Viktoríuleikhúsinu« var sunginn og sleginn hergöngusöngur »Sljesvíkur-Holtseta«; sló þá í óþrjótandi lófaskelli með heyrendum. Söngurinn var endurtekinn, en því næst sýndur í skuggamyndum bardagi Kílarstúdenta við Flensborg (1848), þar er margir af þeim fjellu eptir drengilega vörn. Þá stóð upp maður frá »Sljesvík-Holtsetu«, er barizt hafði móti Dönum, og mælti nokkur »hjartnæm« orð til þeirra, er við voru staddir. Af því, er þýzk blöð segja hjer um, má marka, eins og af öðru, hve rík hefndarfýsin og hatrið við Dani er meðal manna á Þýzkalandi.

Árið 1874 birtist auglýsing í blaðinu Víkverja. Hún hljóðaði svo:

Til hagnaðar fyrir Sunnudagaskólann verða í Glasgow 1. mars sýndar skuggamyndir og nokkrar sjónhverfingar."

Hvort þarna hafa verið sýndar ljósmyndir eða handmálaðar myndir sem sögðu t.d. biblíusögur, er ekki víst. Stórhýsið Glasgow sem reist var árið 1863 af skoskum mönnum í Grjótaþorpinu við Vesturgötuna (en brann því miður árið 1903) hafði sal sem gat tekið allt að 200 manns í sæti. Margir Reykvíkingar gætu því hafa séð skuggamyndir á þessum árum. Líklegast tel ég að Sigfús Eymundsson hafi séð um þessar sýningar, en hann sýndi fyrstur Íslendinga myndir árið 1870.

glasgow1885.jpgStórhýsið Glasgow í Reykjavík. Ef til vill fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem myndir voru sýndar með töfralampanum.

Þorlákur Ó. Johnson

Árið 1883 hélt Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður (f. 1838), sem var lærður í verslunarfræðum á Skotlandi og í London, „panóramasýningar" á Hótel íslandi. Þorlákur hafði dvalið 17 ár erlendis og lengst af á Bretlandseyjum. Hann kynntist töfralampasýningum erlendis, og er hann sneri heim árið 1875, hóf hann slíkar sýningar með Sigfúsi Eymundssyni. Þess má geta, að Þorlákur var náfrændi Jóns Sigurðssonar. Síðar á skyggnusýningaferli sínum lauk hann jafnan sýningum og fyrirlestrum með mynd af þeim hjónum Jóni forseta og Ingibjörgu.

Á árunum 1883-1892 stóð Þorlákur fyrir skuggamyndasýningum sem hann nefndi einatt "skemmtanir fyrir fólkið". Hann bauð eitt sinn 400 börnum til slíkrar kvöldskemmtunar og gaf þeim mjólk, kökur og fleira. Þá héldu hinir velmegandi í Reykjavík, að hann væri af göflunum genginn. Þeir ríku á Íslandi tóku sér líkt og í dag væna sneið af kökunni áður en þeir fóru yfirleitt að hugsa um fátæklinga og börn. En í börnum voru góðir viðskiptavinir á töfralampasýningar Þorláks. Þorlákur var nú ekki eins vitlaus og burgeisarnir héldu.

Skemmtanalíf Reykvíkinga var að sögn fremur lítilfjörlegt á síðari hluta 19. aldar. Margar sögur fara af drykkjuskap meðal verkafólks og sjómanna - já og skálda og menntamanna. Þorlákur vildi vinna gegn þeirri eymd (um leið og hann flutti inn vín og whisky) og stofnaði ásamt Matthíasi Jochumssyni og öðrum góðum mönnum Sjómannaklúbbinn í október 1875, "hollan griðastað til menntunar og endurnæringar, þegar þeir væru í landi og annars hefðu lítinn þarflegan starfa með höndum". Þorlákur var sömuleiðis fyrstur Íslendinga til að auglýsa varning sinn í blöðunum. Myndasýningar sínar auglýsti hann einnig. Hann flutti t.d. inn "Eldspýturnar þægilegu og Þjóðfrelsis whisky fyrir fólkið". Þegar hann var ekki að kenna Vesturförum Lundúnaensku.

Ef Fornleifur hefði verið samtímamaður Þorláks hefði hann líklega verið nýjungagjarnari en hann er nú, og þegið glas af Þjóðfrelsiswhisky og tvær syrpur úr töfralampanum hjá Þorláki Ó. Johnson. Sjómannaklúbburinn varð hins vegar ekki langlífur, enda þóttu vín og whisky Þorláks betri skemmtun en "fjörið" í klúbbnum.

_orlakur_johnson_1280890.jpg

Skuggamyndakonungur Íslands, Þorlákur Ó. Johnson, á yngri árum.

Þorlákur hóf skuggamyndasýningar í samstarfi við Sigfús Eymundsson ljósmyndara, en Sigfús sýndi fyrstur manna svo vitað sé skuggamyndir á Íslandi. Það var árið 1870. Samvinna þeirra stóð ekki lengi, eða innan við ár, en Þorlákur hélt síðan áfram sýningum nokkur ár. Myndir Sigfúsar og annarra frá Íslandi voru hins vegar notaðar til gerðar myndasyrpa með ljósmyndum frá Íslandi, eins og fram kemur í síðari köflum þessa raðbloggs um Töfralampasýningar á Íslandi.

hotel_sland.jpg

Hótel Ísland (það fyrsta) var staðurinn þar sem "fólkið í Reykjavík", fór á Panórama-sýningar í salnum með lokunum fyrir gluggana. Loka þurfti fyrir stóra gluggana á Stóra Salnum til að hafa gott myrkur við sýningarnar. Myndin er rangt feðruð og aldursgreind af Þjóðminjasafninu en sauðakaupmaðurinn John Coghill sést á myndinni ásamt fríðu föruneyti.

1883 Skuggamyndasýningar Þorláks voru fyrst auglýstar í Ísafold þ. 19. desember 1883:

"Fyrir sveitamenn og aðra, er koma til Reykjavíkur um jólin og nýárið - ­ þá verða sýndar á Hótel Ísland fallegar skugga myndir eða Panorama ­ í allt 150 myndir  -­ bæði frá London -­ Ameríku -­ Edinborg - ­ Sviss -­ París -­ Ítalíu ­ Afríku og fleiri löndum."

Veturinn 1884 hélt Þorlákur nokkrar sýningar í félagi við Sigfús. Lúðvík Kristjánsson segir svo frá í bók sinni um Þorlák:

Veturinn 1884 hélt Þorlákur allmargar sýningar í félagi við Sigfús Eymundsson. Innlendu myndirnar, sem þeir sýndu voru frá ellefu stöðum á Suðvesturlandi, en auk þess allmargar úr Reykavík. Þá er Þorlákur frétti á sínum tím til Englands um stofnun Þjóðminjasafnsins, hafði hann látið þá ósk í ljós við Jón Sigurðsson, hve nauðsynlegt væri fyrir Íslendinga að eignast "fallegt Museum". Hann vildi vekja áhuga Reykvíkinga og annarra landsmanna á Þjóðminjasafninu, og í því skyni lét hann tala myndir af ýmsum munum þess til að kynna samkomugestum sínum safnið".

1884 Í Þjóðólfi þ. 15. nóvember 1884, sagði svo um sýningar Þorláks:

"Það eru skriðbyttumyndir með litum (landterna-magica-myndir) af fögrum mannaverkum, borgum, stórhýsum, einnig af viðburðum, sömuleiðis fagrar landslagsmyndir. Nokkrar myndir eru einlitar aðeins, og eru þær af innlendum byggingum eða landslagi ... Í vorum skemmtanalausa bæ er þetta fyrirtæki mjög þakkarvert og mun vafalaust fá aðsókn almennings eins og það á skilið."

1885 Í blaðinu Fréttir frá Íslandi  birtist í 11. árgangi þess árið 1885 grein sem bar titilinn Frá ýmsu, framförum og öðru. Þar mátti m.a. í lok greinarinnar lesa eftirfarandi klausu um skemmtanalífið í Reykjavík:

"Aðrar skemtanir voru litlar, aðrar enn það, að panórama-myndir voru sýndar þar, og helzt af útlendum mannvirkjum og stöðum og innlendum landstöðvum (sjá hér).

1890 Þorlákur sem ferðaðist að jafnaði einu sinni á ári til Englands. Þar náði hann 5036500a.jpgsér í myndasyrpur. Árið 1890 keypti hann litaða myndasyrpu um "Ferðir Stanley í gegnum hið myrka meginland Afríku". Á frummálinu hét syrpan, sem taldi 29 myndir, Stanley in Africa og var gefin út af York & Son í Lundúnum (syrpan er að hluta til varðveitt í dag sjá hér). Þorlákur flutti einnig skýringafyrirlestur um Henry Stanley og sömuleiðis lét hann yrkja og sérpenta kvæði um hetjudáð kappans, sem jafnan var sungið þegar myndirnar voru sýndar. Drápan var einnig skrautritað og sendi Guðbrandur hana til Stanleys sem þakkaði honum með því að senda af sér áritaða ljósmynd: Drápan hljóðar svo:

henry_stanley_1280767.jpg

5036473a.jpg

Stanley var aðalhetjan skuggafólksins í Reykjavík árið 1890. Svona sigli hann gegnum tjaldið inn í huga fólks á Hótel Íslandi í umboði Þorláks Ó. Johnson. Kannski hefur Þorlákur einnig boðið upp á Livingstone, get ég gert mér í hugarlund. Hér er mynd af seríu með honum. Svona gætu myndir Þorláks hafa litið út, þegar þær bárust frá Englandi.

liv_box04.jpg

Skemmtanir fyrir fólkið

1891 Víða var farið í þessum sýningum Þorláks. Í auglýsingu í Ísafold fyrir sýningar Þorláks árið 1891 má lesa:  

„Skemmtanir fyrir fólkið":..Vjer höfum farið í kring um hnöttinn . . . Vjer höfum komið og sjeð orustur og vígvelli í egipzka stríðinu . . . ferðast víðsvegar um vort söguríka og kæra föðurland . . . Og nú, kæru landar, opna jeg fyrir yður enn nýja veröld, með nýjum myndum..." Skugginn í speglinum Kenn mér.

Tilgangur Þorláks með myndasýningunum sínum var að skemmta og fræða, enda var það hugsunin á bak við framleiðslu þeirra á Bretlandseyjum. Þorlákur lýsti þessu einni í annarri auglýsingu þann 2. desember 1891:

"Víða um hinn menntaða heim er nú farið að sýna (eins og ég geri) myndir af borgum, löndum, listaverkum, merkum mönnum, dýrum o.fl. Er slíkt nú að fara mjöð í vöxt, einkum á Englandi, Frakklandi og í Ameríku. Í flestum landfræðifélögum og öðrum menntafélögum til fróðleiks og skemmtunar, þar sem iðulega eru haldnir fyrirlestrar um alls konar fróðleik. Eru slíkar fyrirlestrar um alls kyns fróðleik. Eru slíki fyrirlestrar skýrðir með skuggamyndum, er hlýtur að gera efnið bæði fróðlegra, skemmtilegra og minnisstæðara í hugum manna. Fæstir af oss hafa ráð á að ferðast um heiminn og sjá alla þess undrahluti, en flestir hafa ráð á að afla sér slíks fróðleiks fyrir fáeina aura með því að sækja slíkar myndasýningar. Ég hef nú um nokkur undanfarin ár flutt landa mína, er sótt hafa slíkar sýningar, víðs vegar ... ... Hver getur neitað því, að í þessu sé talsverður fróðleikur og það svo ódýr, að flestir geti veitt sér hann; að verja fáeinum stundum á hinum löngu vetrarkvöldum til slíks ferðalags borgar sig vel fyrir hvern þann, sem kann að meta þetta rétt. Og nú, kæru landar, opna ég fyrir yður enn nýja veröld með nýjum myndum, sem koma með Lauru og sem ég sýni í stóra salnum á Hótel Ísland. Föstud. og laugard. 4. og 5. des. kl 81/2.

Fyrst

Keisaradæmið Kína og Kínverjar, [21 mynd víðs vegar úr Kína og úr Þjóðlífi Kínverja.] Hinn frægi hershöfðingi, Gordon, ævi hans og lífsstarf. [12 myndir og þær víða að, þar sem Gordon hefur verið.] Enn fremur í undirbúningi nýjar myndir frá London og hin skemmtilega ferð frá London til Rómarborgar og ferðir til Egyptalands í gegnum Súesskurðinn til Kaíró. Hver sýning endar með tveimur myndum af Ölfusárbrúnni.

5048105a.jpg

Gordon allur. Þetta þótti Reykvíkingum örugglega merkilegt að sjá. Nokkrar myndir eru enn varðveittar úr álíka syrpu frá York & Son(sjá hér)

Nokkru áður eða 18. nóvember 1890 má lesa auglýsingu frá Þorláki:

Stór myndasýning af Íslandi. Hið stærsta myndasafn, sem nokkurn tíma hefur verið sýnt af landinu ... er ég með miklum kostnaði hef látið búa til - alls um 80 myndir."

Jólamyndir smáfólksins

Fyrir Jólin 1889 sýndi Þorlákur margar nýjar syrpur ætlaðar börnum eða smáfólkinu, eins og Þorlákur kallaði börn. Syrpurnar báru titla eins og Þrándur fer að veiða Björninn og þeirra hlægilegu aðfarir, Sólmundur gamli og Sesselja kelling hans að næturþeli að reyna að ná músinni sem hélt fyrir þeim vöku, Rakarinn og hundurinn hans Snati; Gvendur Ferðalangur, Hreiðrið hans Krumma og Tannpína. Þetta voru allt þýskar syrpur framleiddar af Wilhelm Busch.

Nú getur Fornleifur og þær barnalegu sálir sem lesa fræði hans séð það sem krakkar í Reykjavík horfðu á í Hótel Íslandi árið 1889. Upphaflega báru þessar syrpur þýska titla ein og Die wunderbare Bärenjagd, Die Maus, Der gewandte, kunstreiche Barbier und sein kluger Hund, Rabennest, (eða Raben-Nest) Der hohle Zahn

Það hefur nú verið eftir krökkunum í Reykjavík að hafa gaman að því að sjá rakara skera nefið af viðskiptavini sínu, og það rétt fyrir jólin.

650-skillfull-barber09.jpg

Um Jólin 1898 sýndi Þorlákur einnig börnunum það sem hann kallaði "hreyfanlega mynd" Ekki voru það kvikmyndir eins og við þekkjum þær síðar, heldur skuggamyndir með ýmsum búnaði á myndinni eða við útskiptingu á líkum myndu, þannig að út leit fyrir að hreyfing væri á myndinni. Hann sýndi hreyfanlega mynd sem hann kallaði Grímuball barnanna í Mansion House í London og Björgunarbátinn.

Þorlákur hætti sýningum sínum 1892. Heilsu hans fór hrakandi um það leyti og var þessi glaði maður að mestu óvinnufær vegna einhvers konar þunglyndis til dauðadags árið 1917.

Þær myndaskyggnur sem Fornleifur festi nýlega kaup á á Cornwall, sem eru úr tveimur syrpum eru að öllum líkindum sams konar (ef ekki sömu) myndir frá Íslandi og Þorlákur Ó. Johnson var að sýna Reykvíkingum á 9. áratug 19. aldar. Myndasyrpur með ljósmyndum frá Íslandi voru seldar af minnsta kosti tveimur fyrirtækjum á Bretlandseyjum á 9. og 10. áratug 19. aldar. Í næstu færslum verður saga skyggnanna sögð, mynd fyrir mynd. Því miður hafa ekki allar þeirra fundist enn. En hugsast getur að allar myndirnar frá Íslandssyrpunum komi einhvern daginn í leitirnar. Hægt er að biðja, vona og jafnvel leita.

Er nema von að Beinólfur á Þjófminjasafninu gleðjist? Við segjum ekki meira - að sinni. 3. hluti kemur þegar hann er lagstur í gröfina.

db_skelet_ani_1280714.gif

Höfundur og sýningarstjóri: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (og Fornleifur)

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ítarefni:

Lúðvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjótaþorp: Ævisaga Þorláks Ó. Johnson. Fyrra bindi. Skuggsjá.

http://www.luikerwaal.com/

http://www.magiclantern.org.uk/

http://www.slides.uni-trier.de/index.php

http://www.dickbalzer.com/


Ísland í töfralampanum: 1. hluti

magic-lantern.png

Inngangur og minningar

Nýverið var hér á Fornleifi greint frá fyrstu kvikmyndinni sem tekin var upp á Íslandi. Hún hefur því miður fallið nokkuð í gleymsku, enda  eru engin þekkt eintök af henni til. Við höfum þó lýsingar um efni hennar eftir kvikmyndatökumanninn.  

Nú heldur myndafornleifafræði Fornleifs áfram. Næstu daga býður Fornleifur lesendum sínum  upp á nokkrar myndasýningar og tilheyrandi fróðleik upp á gamla mátann. Það verða því miður ekki týndar íslenskar kvikmyndir heldur myndaskyggnur, einnig kallaðar skuggamyndir, sólmyndir eða  ljóskersmyndir. Fyrir þá sem ekki muna tímana tvenne, verð ég að skýra út fyrir ungu kynslóðinni. Myndunum var varpar upp á tjald eða vegg með hjálp ljóskastara/lampa, sem kallaður var Lanterna Magica, eða töfraljósker og töfralampi á íslensku.  

Engin þörf er hins vegar lengur á að sýna myndirnar á tjaldi með lampa, enda eru það skyggnurnar sem er hið bitastæða og þær er í dag meira að segja hægt að sýna á bloggi og gera þannig fleirum kleift að sjá myndir frá Íslandi 19. aldar.

Þetta verður fróðleikur um einu varðveittu Laterna Magica glerskyggnurnar frá 19. öld með myndum af fólki og náttúru Íslands. Fornleifur festi fyrir skömmu kaup á slíkum myndum á  Bretlandseyjum. Þær eru nokkuð einstakar og afar sjaldséðar. Sérfræðingar sem skráð hafa og fengist við að safna fræðslu- og ferðaskyggnum frá síðari hluta 19. aldar við háskóla á Bretlandseyjum og í Þýskalandi hafa aldrei séð svo gamlar skyggnur með myndum frá Íslandi. Áður en Fornleifur fann þær og keypti voru þær aðeins þekktar úr sölulistum, katalógum, frá fyrirtækjum á Bretlandseyjum sem framleiddu og seldu seldu slíkar skyggnur á síðari hluta 19. aldar.

Laterna Magica í Stykkishólmi árið 1966

Fæstir Íslendingar hafa líklega séð skyggnumyndir sýndar með laterna magica vél. En ég er nú svo gamall að hafa orðið vitni að sýningum með slíkri vél. Það var í Stykkishólmi árið 1966, þar sem ég dvaldi nokkrar vikur í sumarbúðum hjá kaþólskum nunnum  St. Franciskusreglunnar, sem þær ráku í samvinnu við Rauða Krossinn. Reglan reisti spítala í Stykkishólmi á árunum 1934-1936. St. Franciskussysturnar sáu að miklum hluta um rekstur á spítalanum allt fram til 2006 að spítalinn var seldur íslenska ríkinu. Klaustur er þar enn og síðar er komin önnur regla en St. Franciskusarreglan í klaustrið í Sykkishólmi, en það er önnur saga.

stykkisholmsspitali.jpgÁ efstu hæð spítalans í Stykkishólmi, eiginlega undir þakinu á hæð þar sem gluggarnir voru einungis mjóar rifur, gistu krakkar, kaþólskir og aðrir og tilheyrði ég síðastnefnda hópnum. Nunnurnar í Stykkishólmi voru hinar bestu konur, sem kunnu að annast börn. Öllum leið þar vel. Manni þótti vitaskuld skrítið að búa á spítala þar sem einnig var vistað fatlað fólk, andlega vanheilt og elliært.  Spítalinn var víst að hluta til útibú fyrir konur frá Kleppi eins og Ólafur P. Jónsson læknir lýsti í læknablaðinu árið 1960 (sjá hér og hér). Ólafur skrifaði "...hafa að jafnaði verið vistaðar hér frá 19 og upp í 23 konur á vegum Kleppsspítalans. Hin síðari ár hafa auk þess dvalið hér nokkrir fávitar."

Meðal krakkanna sem dvöldu í Stykkishólmi fóru miklar sögur af konu sem kölluð var Gauja gaul, sem átti það til að góla og garga. Ég sá hana aldrei, en við krakkarnir töldum okkur stundum heyra í henni, að því er við héldum. Þó alltaf væri mikið brýnt fyrir okkur að hlaupa ekki niður tröppurnar með látum, flýttum við okkur venjulega á tánum framhjá þeirri hæð þar sem hún dvaldist á, þegar við gengum niður tröppurnar á Spítalanum til að komast í matsal og tómstundasal á jarðhæð. Við mættum hins vegar stundum "fávitum" Ólafs læknis á ganginum og held ég að maður hafi líklega fyrr en flestir jafnaldra sinna lært sitthvað um veikleika mannkyns og að bera virðingu fyrir lítilmagnanaum við að dvelja hjá nunnunum í Hólminum.

Dvölin í Stykkishólmi var ævintýri líkust og nunnurnar, sem sumar voru menntaðar í uppfræðslu barna, áttu sem áður segir einnig töfralampa. Hann var af tiltölulega nýrri gerð, af síðustu tegund slíkra slíkra lampa sem framleiddir voru, fyrir utan ráðstjórnarríkin . Þetta var ekki skyggnumyndavél fyrir 35 mm "slætur" eða stærri glerskyggnur (6x6) sem einnig voru þá á markaðnum. Myndarúllum í lit og svarthvítu var rennt gegnum vélina með handafli. Sýningar úr þessari vél þóttu krökkunum mjög merkilegar, þó maður kæmi frá heimili með Kanasjónvarpið þar sem hægt var að horfa á teiknimyndir allan liðlanga laugardaga og stundum aðra daga líka.

Systur sem hétu Harriet, Lovísa og Henríetta, sumar hverjar frá Belgíu, svo og íslenskar konur sem unnu í sumarbúðunum, sýndu okkur þessar myndir fyrir háttinn í lok leiktíma á kvöldin og sögðu okkur sögur með þeim. Eins var horft á myndasyrpur úr töfralampanum þegar veður voru vond og ekki tilvalin til útiveru.

scan10009_a.jpg

Ekki á ég neinar ljósmyndir frá laterna magica myndasýningum nunnanna í Stykkishólmi, en hér er ég að vega salt, nýkominn í Stykkishólm vorið 1966. Ég sit þarna efst á saltinu, himnasendur fyrir framan kapelluna við St. Franciskusarspítala í Stykkishólmi. Vel var tekið á móti eina dökkhærða drengnum í Stykkishólmi það sumarið. Flestir drengjanna á þessari mynd voru úr þorpinu og vildu vera vinir manns vegna þess að ég var úr Reykjavík. Það var sjaldan að þeir sáu slíka villinga úr stórborginni. En fyrst og fremst var ég nú áhugaverður vegna þess að ég átti forláta sverð úr plasti með rómversku lagi. Sverðið kom ekki  með mér suður að lokinni 5 vikna dvöl. Eins og þið sjáið  á myndinni var höfðingi hinna ljóshærðu þegar búinn að semja frið við þann hrokkinhærða að sunnan fyrir rómverska brandinn. Líklega hef ég gefið heimamönnum sverðið að lokum fyrir vernd og vinsældir. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

holmarar_me_sver_i.jpg

Ægir í Hólminum

Við smá eftirgrennslan á veraldarvefnum fann ég nafn á manni, Ægi Breiðfjörð Jóhannssyni, sem ég taldi líklegan til að vita eitthvað um sýningarvél nunnanna í Stykkishólmi. Ég hringdi nýlega snemma morguns í Ægi, en hann er umsjónamaður fasteigna á St. Franciskusspítala í Hólminum og bloggari á blogginu Gáð ofan í Glatkistuna. Ægir er einnig mikill áhugamaður um Camera Obscura(sjá hér).

Hann hefur líklega haldið að það vantaði rúm uppi á 3. hæð. Fljótlega kom í ljós að Ægir er mikill áhugamaður um Laterna Magica, því hann hefur í sínum fórum sýningarvél St. Franciskussystranna í Stykkishólmi og myndarúllur þeirra.

lanterna_magica_sth_2_1280682.jpg

Hér sést sýningarvélin í Stykkishólmi og lítið safn nunnanna af rúllum með myndasyrpum fyrir þessa vél. Ljósmynd Ægir Breiðfjörð Jóhannsson.

Ægir sendi mér góðfúslega mynd af sýningarvélinni og sömuleiðis af nokkrum af þeim rúllum sem sýndar voru í þessari vél. Ég taldi mig muna sýningar á rúllum með belgísku teiknimyndafígúrunum Strumpunum. Þar leiðrétti Ægir mig, því hann finnur aðeins i dag kvikmyndir með Strumpunum. Kvikmyndir voru líka sýndar í Stykkishólmi, en sjaldnar, því ég man að peran sprakk í kvikmyndsýningarvélinni meðan að ég var í Stykkishólmi. Kassinn með rúllunum á myndinni hér fyrir ofan inniheldur ýmis konar efni ættað frá Belgíu, og tel ég ljóst, að nunnurnar hafi ekki sýnt okkur allt. Ekki man ég t.d. eftir mjög safaríkri rúllu um heilaga Fatímu frá Portúgal, sem Ægir sendir mér mynd úr. Skyggnulýsingar með henni hafa nunnurnar unað sér við eftir að börnin voru farin að sofa. Það er kaþólskt hard-core og aðeins fyrir fullorðna.

Þarna var hann þá aftur kominn, töfralampi æsku minnar, sem enn var mér minnistæður eftir 50 ár. Tækið var af fínustu gerð frá Karl Leitz í Þýskalandi. Mér sýnist einna helst að að þetta sé Ernst Leitz Episcope af gerðinni Leitz/Leica Prado 500, með 200 mm Dimar linsu. Myndasyrpan hér fyrir neðan er gerð úr eftirmyndunum sem Ægir Breiðfjörð Jóhannsson hefur látið gera eftir rúllunum belgísku í Stykkishólmi. Mér telst til að rúllur þessar í Hólminum séu það sem menn koma næst Dauðahafsrúllunum í Hólminum.

myndir_i_stykkisholmi.jpg

myndir_ur_stykkisholmi_2.jpg

Ísland í töfralampanum 2. hluti


Sjóræningjaleikur í sandkassa: Gullskipið fundið

het_wapen_van.jpg

Fáeinir fullorðnir menn á Íslandi ætla í sjóræningjaleik í sumar. Þeir eru meira að segja búnir að fá til þess leyfi frá Minjastofnun Íslands, sem hins vegar bannar á stundum fornleifafræðingum að rannsaka menningararfinn.

Leyfið til sjóræningjanna gengur út á að svífa yfir sanda með mælitæki til að finna gull og geimsteina. Fornleifafræðingur verður að vera með í sandkassaleiknum segir í leyfinu. Sá aumi félagi úr íslenskri fornleifafræðingastétt sem tekur slíka róluvallaleiki að sér verður sér til ævarandi skammar og háðungar. Hann verður þó líklega sá eini sem græðir á ævintýrinu, ef honum verður yfirleitt borgað. Það verður þó aldrei greiðsla í gulli, geimsteinum, demöntum eða perlum.

Minjastofnun hefur leyft fyrirtæki ævintýramanna undir stjórn Gísla nokkurs Gíslasonar að leita að "Gullskipinu" margfræga, sem er betur þekkt annars staðar en á Íslandi sem Het Wapen van Amsterdam. Síðast er leitað var að flaki þessa skips sem strandaði við Ísland árið 1667, fundu menn þýskan togara sem strandaði árið 1903. Hafa sumir greinilega ekkert lært af því. Þessi greindartregða virðist lama allt á Íslandi. Þetta er eins og með hrunið. Það var rétt um garð gengið þegar menn byrjuðu aftur sama leikinn og rotnir pólitíkusar taka ólmir þátt í græðgisorgíunni.

Leitið og þér munið finna

Stofnað hefur verið sjóræningjafyrirtæki sem kallar sig Anno Domini 1667. Sjóræningjarnir eiga sér einkunnarorð. Það er vitaskuld stolið, og það úr sjálfri Biblíunni: "Leitið og þér munið finna." Þeir rita það á bréfsefni fyrirtækisins á latínu. Afar furðulegt þykir mér, að menn sem eru svo vel sigldir í fleygum setningum á latínu geti ekki lesið sér heimildir um skipið Het Wapen van Amsterdam sér til gagns.

Sjóræningjarnir gera sér von um, samkvæmt því sem þeir upplýsa, að finna 1827 tonn af perlum. Vandamálið er bara að farmskrár skipanna, sem Het Wapen van Amsterdam var í samfloti við þegar það strandaði við Íslandsstrendur, upplýsa ekkert um 1827 tonn af "ýmis konar perlum", heldur um 1,827 tonn af perlum sem voru ekki nauðsynlega á Het Wapen van Amsterdam. Yfirsjóræninginn hjá 1667, Gísli Gíslason menntaðist víst í Verslunarskólanum, til að byrja með. Þar hélt ég að menn hefðu lært á vigt og mæli. Lítið hefur Gísli greinilega lært, því 1,827 tonn (þ.e. eitt komma átta tvö sjö tonn) verða að 1827 tonnum af perlum. Hvernig getur það verið að þessum talnasérfræðingi sé veitt leyfi af ríkisstofnum til að leika sjóræningja sem leitar að sandkorni í eyðimörkinni? Hvað halda landkrabbarnir í sjóræningjafélaginu að skipið hafi eiginlega verið stórt?

Slíka vitleysu höfum við séð áður í tengslum við leit að "Gullskipinu", þegar "fróðir menn" héldu því fram að rúm 49 tonn af kylfum og lurkum væru um borð (sjá hér). Á einhvern ævintýralegan hátt tókst einhverjum álfi að þýða orðið foelie sem kylfur.  Þetta var alröng þýðing eins og ég fræddi lesendur Fornleifs um fyrr á þessu ári, áður en að kunngert var að sjóræningjaleikur myndi fara fram aftur á Skeiðarársandi. Foelie er gamalt hollensk heiti fyrir múskatblóm, hýðið utan af múskathnetunni. Þetta krydd, sem hægt er að kaupa undir enska heitinu mace á Íslandi, var fyrrum gulls ígildi. Þó að það hafi verið um borð á Het Wapen van Amsterdam, er ég hræddur um að Matvælastofnum geti ekki leyft neyslu þess. Síðasti söludagur rann ugglaust út fyrir nokkrum öldum. Ef múskatblóma fyndist væri úr henni allur kraftur og hún væri frekar vatnsósa og ónýt til matargerðar.

Það verður að grípa í taumana. Sjóræningjar mega ekki ganga lausir á Íslandi. Einnig mætti ráða hæft fólk til Minjastofnunar. Mest að öllu vorkenni ég börnum íslensku sjóræningjanna sem eyða peningum fjölskyldna sinna sem ella gætu hafa runnið til barna og barnabarna mannanna, sem vonandi munu stíga meira í vitið en þeir. Öll vitum við að síðustu karlarnir með Asperger-heilkenni sem leituðu að "Gullskipinu" eins og að sandi í eyðimörkinni létu íslenska ríkið ganga í ábyrgð fyrir vitleysunni.

Mann grunar að menn eins og fyrrverandi sjálfkrýndur "forleifaráðherrann", Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði verið til í svona sjóræningjaleik. Vonandi hefur hann nú ekki skrifað undir gruggugan sjóræningjasamning hjá 1667 sem skattgreiðendur verða svo að borga á endanum eins og allar aðrar vitleysur í íslensku þjóðfélagi. Legg ég hér með til að sjóræningjarnir fari frekar og hjálpi kollegum sínum, íslensku stórþjófunum og skattskvikurunum við að grafa upp gull þeirra og geimsteina í heitum sandinum á Tortólu, og skili sköttum og gjöldum af því fé í sameiginlega sjóði landsins. Það væri þjóðþrifamál á við nokkur gullskip.

Myndin efst

er hluti af stærra málverki eftir hollenska meistarann Aelbert Cuyp. Þarna sjást tvö skip VOC (Vereenigde Oost-Indische Compagnie/Sameinaða Austur-indíska Verslunarfélagsins) í Batavíu um 1660. Batavía var helsta höfn Hollendinga í Indónesíu. Í dag heitir borgin á þessum stað Jakarta. Ef vel er af gáð, sjá menn kannski að skipið til hægri ber skjaldamerki Amsterdamborgar.

Hugsanlega er þetta skipið sem menn eru að leita að á Íslandi. Einhver annar en listamaðurinn Cuyp hefur skrifað 'Banda' á skut skipsins. Banda var ekki nafn þessa skips heldur höfnin á samnefndri eyju á Malaccasundi, þar sem múskattréð óx upphaflega. Höfnin í Banda var heimahöfn múskatsskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem sigldi með mörg tonn af því verðmæta kryddi í síðustu för sinni. Menn mega trúa mér eða ekki. Ef ekki, mega þeir trúa ævintýramanninum Old Red Gísli Gold sem hér sýnir innistæðulaust sjóræningjakort nútímans, með leyfi Minjastofnunar Íslands til að leita uppi vitleysuna endalausu. Það kalla menn víst ævintýri.

0aaba8bfd1812b33b5fc646681a5c432.jpg


Mörg ljón verða á vegi íslensks prófessors

rosenborg.jpg

Prófessor einn við Háskóla Íslands hefur leitað að afdrifum íslenskra klausturgripa úr góðmálmi í þrjú ár. Á ferð í Kaupmannahöfn á kostnað þess sem styður rannsóknir hennar, "dettur" hún svo loks niður á heimild sem svarar öllum spurningum hennar. Hún viðurkennir reyndar að hún sé ekki fyrst manna til að uppgötva sannleikann, því sagnfræðingar hafa meira að segja nefnt heimildina fyrir 70-80 árum. Eins og Steinunn Kristjánsdóttir segir sjálf við Morgunblaðið með mikilli andargift:

„Ég trúi ekki að ég hafi fundið þessi skjöl og að þetta hafi verið svona. En þetta stend­ur þarna svart á hvítu. Og við skoðun eldri heim­ilda og verka fyrstu sagn­fræðing­ana hér á landi, upp úr 1900, þá má sjá að til dæm­is Páll Eggert Ólason not­ar þessi skjöl og seg­ir þetta - að á Íslandi hafi allt gjör­sam­lega verið hreinsað í burtu. En síðan virðast fræðimenn hætta að nota þau og vitna ekk­ert í þau. Ég var að minnsta kosti ekki fyrst til að finna þetta.“

Ljón á vegi klaustursérfræðingsins

Steinunn er svo sannarlega ekki fyrst til að oftúlka þessar heimildir í þjóðernisrembingslegu offorsi. Hún lýsir því svo, hvernig hún rauk út á Rósenborgarsafn eftir að hafa uppgötvað hinn mikla sannleika, svartan á hvítu. Svo greinir prófessorinn og klausturfræðingurinn, sem enga menntun hefur í miðaldafornleifafræði, frá því að ljón hafi orðið a vegi hennar í höllinni. Nei, látum hana sjálfa segja frá því. Þessu lýsir hún best sjálf:

"Ég rauk svo út í Ró­sen­borg­ar­höll, sem Dana­kon­ung­ur byggði upp úr 1600, því þar er minja­safn dönsku krún­unn­ar. Þar er nátt­úru­lega bara allt silfrið, þar á meðal þrjú ljón í fullri stærð, sem sögð eru hafa verið steypt úr inn­fluttu silfri í kring­um 1600".

Við Morgunblaðið heldur Steinunn því fram að þar sé allt silfrið frá Íslandi niður komið, meðal annars ljónin í fullri stærð, sem prófessorinn heldur fram að hafi verið steypt úr innfluttu silfri í kringum 1600. 

Ég bið lesendur mína afsökunar á því að þetta er farið að hljóma dálítið ad hominem, en það er það alls ekki. Þið getið lesið margar greinar hér á Fornleifi um skissur og mistök Steinunnar, sem sýna að hún hefur stundum ekkert vit á því sem hún skrifar um. Það er ekki bara ég sem er á þeirri skoðun. Menn geta lesið ritdóm Guðrúnar Ásu Grímsdóttur á bók Steinunnar um Skriðuklausturrannsóknir sem birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags árið 2012. Ég er sjálfur farinn að hafa áhyggjur. Steinunn Kristjánsdóttir heldur því fram við einn aðal fjölmiðilinn á Íslandi (Morgunblaðið) þann 3. apríl 2015 (tveimur dögum eftir 1. apríl) að ljón Danakonunga í Rósenborgarhöll séu úr innfluttu silfri kringum 1600 og gefur í skyn að silfrið sé m.a. komið frá Íslandi (sjá hér).

209551.jpg

Alvarlegur þekkingarbrestur prófessors á sögu landsins

Ljónin þrjú í Rósenborgarhöll voru gerð af þýskættaða listamanninum Ferdinand Kübich í Kaupmannahöfn á árunum 1665-1670, nær 7 áratugum síðar en Steinunn heldur fram. Ekki 1 gramm af silfri í ljónunum eru ættað ofan af Íslandi, enda allur málmur úr íslenskum klaustrum, sem alls ekki urðu eins illa út úr klausturhreinsunum og klaustur í Danmörku og Noregi, löngu farinn í kostnað við hallir og hernað, kúlur og krúdt. Nákvæmar heimildir og rentubókafærslur eru til fyrir gerð ljónanna. Legg ég til að prófessorinn yfirlýsingaglaði kynni sér þær áður en hún gerir sig frekar að athlægi í fjölmiðlum.

Kann prófessorinn frá Íslandi ekki að lesa heimildir sér til gagns? Ég efa stórlega að ljón Friðriks þriðja frá 1665-70 séu nokkur staðar eignuð Kristjáni 4., nema af Steinunni Kristjánsdóttur. Þessi furðulega endurritun sögunnar, sem Steinunn er á kafi í, er einstök í sinni röð. Fræðilegt er það ekki, en það hljómar óneitanlega vel í fjölmiðlum og æsir einn og annan eins og athugasemd Jóns Vals Jenssonar við greinina um fund Steinunnar ber ágætt vitni um.

Hér má lesa aðra grein um fræðistörf prófessorsins.


mbl.is Dýrgripir Íslands bræddir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikings on Point Rosee - Some more evidence, please!

space_vikings.jpg
The International reporting of a possible Norse ruin on Point Rosee, Newfoundland, has reached new and unseen levels in the Viking-craze among some people in America (USA/Canada). Renowned space archaeologist Sarah Parkac and her husband and fellow archaeologist, Greg Mumford, have left the archaeological world close to speechless with their new discovery of "Viking enterprises" seen from outer space. With the help of satellite imagery, Dr. Parkac has located "something" on a small Peninsula in the south-west of Newfoundland. 

iron_lady_of_viking_space_archaeoogy_1279806.jpg

The new Iron lady of Viking-satellite studies

With hardly any evidence the world media is reporting something called a Viking settlement on heavily eroded Point Rosie. A report presented by Greg Mumford on Academia.edu really doesn't add so much more, except for a non detailed mention of a series of radiocarbon dates which might indicate a very wide habitation time span. Why are we not allowed to see the details? In the report, there is also not very detailed mention of a preliminary metallurgical report of 22 pages. The iron remains depicted in Mumford's Academia.edu report, which are referred to as "probables bog iron ore roasting installation" have to bee explained much better. It takes more than a charred stone to roast bog iron.

turf_at_point_rosie.jpg
Photographs of probable turf constructions found at Point Rosie bear very little resemblance to turf constructions of the early Icelanders and the first Norse settlers in Greenland. Other people than the Norse (Viking age settlers of Iceland and Greenland)built sod houses. Even the Dutch, in the late Iron Age as well as much later.

"Space archaeologist" Sarah Parkac, who allegedly located the structure on Point Rosee, although it is very clear on Google Earth after one plays with any photo processing program (see image at top), has made mistakes in her interpretation of ruins in Egypt. Maybe I am just too conventional and envious, when I suggest that egyptologists, who are the special protégés of the colourful State Archaeologist of Egypt, Zahi Hawass, who move into the boggy and foggy North Atlantic, do their homework. Before everything Norse is dubbed VIKING, and the archaeologist involved don't have the slightest clue how Norse turf structures look like, this find is being promoted as a sensation.

seyla.jpgIt is also to say the least sensational, that a "Viking expert" like Douglas J. Bolender, who belongs to a team doing research in North-Iceland, is the main authority on a "probably Norse settlement" in Newfoundland. The Boston based team lead by John Steinberger, which Bolender worked with at Stóra-Seyla in Skagafjörður, N-Iceland, once claimed the team had found a 11th century bronze coin from Denmark. With no coinage of bronze coins in Denmark at that time, I pointed out that a bronze coin in the 11th century Denmark would be a major sensation. The Viking experts from Boston didn't know that what they found was a dress ornament copying very crudely a coin, its depiction and legend. Although the team was notified about their hilarious mistake, the copper disc is still catalogued as a "coin/copper disc" in the reports and publications of the team. On Icelandic Television John Steinberg commented his use of geo-radars, which by the way has lead to lot of interesting results for Icelandic archaeology. Steinberg argued: "We can see what we are going to find, before we find it" (see here). My advise in 2008 was: "But you sure ain't goin' to discover what you find, if you don't make an effort to know". That is also an advise I would give the Egyptologists in Newfoundland, who use satellites in their quest for "Vikings", and don't have the faintest idea how the "Vikings" used turf.

With this recent turn in so called "Viking studies" on Point Rosee, which I hope will turn successful and produce better evidence, I wish that the Vikings will not be found on the moon, too soon.

There's a great discussion on the Rosee Point finding at FB North Atlantic Archaeology 


Íslandskvikmynd Franz Antons Nöggeraths hins yngri 1901

cameramand_b.jpg

Er ekki hreint bölvanlegt til þess að hugsa, að fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi árið 1901 sé nú týnd og tröllum gefin? Kvikmyndin hefur að minnsta kosti enn ekki fundist. Lengi töldu menn að kvikmynd frá konungskomunni árið 1907 (sjá hér) væri fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi. Síðar kom í ljós að árið áður hafði verið tekin kvikmynd sem sýndi slökkvilið Reykjavíkur við æfingar. Miklu síðar upplýsti Eggert Þór heitinn Bernharðsson okkur fyrstur um elstu kvikmyndir útlendinga á Íslandi í Lesbókargrein. Eggert skrifaði m.a.:

"Sumir útlendinganna komu jafnvel gagngert í þeim tilgangi að kvikmynda á Íslandi. Svo var t.d. árið 1901, en þá kom maður að nafni M [Leiðrétting Fornleifs: Rétt fornöfn eru Franz Anton]. Noggerath [Rétt eftirnafn er Nöggerath], útsendari breska myndasýningarfélagsins Gibbons and Co. í Lundúnum. Hlutverk hans var að taka myndir sem félagið ætlaði sér að sýna víðs vegar um heim með fyrirlestrum um einstakar myndir. Ætlunin var að ná myndum af fossaföllum, hveragosum, vinnubrögðum, íþróttum o.fl., en þó sérstaklega af hvalveiðum Norðmanna við landið. Tökumaðurinn kom hins vegar of seint til þess að geta tekið myndir af þeim veiðiskap. Einnig var hann full seint á ferð til þess að geta tekið myndir af ferðamannaflokkum. Það þótti miður því slíkar myndir voru taldar geta haft mikla þýðingu í þá átt að draga útlendinga að landinu enda voru lifandi myndir sagðar eitt öflugasta meðalið til þess að vekja athygli þeirra á Íslandi, náttúrufegurð þess, sögu og þjóðlífi. "

f_a_noggerath_b.jpg

Í Þjóðólfi var þannig 20. september 1901 greint frá komu Nöggeraths (mynd til vinstri) á þennan hátt: „Það er enginn efi á því, að væru slíkar myndasýningar frá Íslandi haldnar almennt og víðs vegar um heim, myndu þær stórum geta stuðlað að því, að ferðamannastraumurinn til landsins ykist, og gæti þá verið umtalsmál, að landsmenn sjálfir styddu að því á einhvern hátt, að myndir af þessu tagi gætu komið fram sem fjölhæfilegastar og best valdar.“ (Sjá hér). Og ef menn halda að ferðamannaástríðan í nútímanum sé ný af nálinni, þá skjátlast þeim illilega.

Sá sem tók Íslandskvikmyndina árið 1901 hét Franz Anton Nöggerath yngri (1880-1947). Hann var af þýskum ættum. Faðir hans og alnafni (1859-1908), sjá ljósmynd hér neðar, fæddist í Noordrijn-Westfalen í Þýskalandi, en fluttist ungur til Hollands með fjölskyldu sína og tók þar þátt í skemmtanaiðnaðinum í den Haag og síðar í Amsterdam. Nöggerath eldri átti og rak t.d. revíuleikhúsið Flora í Amstelstraat í Amsterdam, þar hófust fyrstu kvikmyndasýningarnar í Hollandi árið 1896, þar sem hin dularfulla Madame Olinka, sem ættuð var frá Póllandi, sýndi kvikmynd í október 1896.

Nöggerath eldri sá þegar hvaða möguleikar kvikmyndin gat gefið og komst í samband við Warwick Trading Company í London og gerðist árið 1897 umboðsmaður þeirra í Hollandi, Danmörku og Noregi. Hann flutti inn sýningarvélar og tæki til kvikmyndagerðar, og lét gera fyrstu kvikmyndina í Hollandi. Í september 1898 fékk hann enskan tökumann frá Warwick Trading Company i London og lók upp ásamt honum mynd af herlegheitunum kringum krýningu Wilhelmínu drottningar (sjá hér og hér). Sýning myndarinnar varð fastur liður í öllum revíusýningum á Flora til margra ára. Nöggerath tók einnig aðrar myndir fyrir aldamótin 1900 og eru sumar þeirra enn til. Leikhúsið Flora brann til kaldra kola árið 1902, en þá hóf Nöggerath eldri að sýna kvikmyndir í Bioscope-Theater í Amsterdam, sem var fyrsti salurinn sem gagngert var byggður til kvikmyndasýninga í Hollandi.franz_anton_noggerath_sr_1859-1908_-_dutch_film_pioneer_1279557.jpg

Franz Anton Nöggerath yngri var sendur til náms í kvikmyndagerð á Bretlandseyjum. Vitað er að hann tók kvikmynd sem fjallaði um 80 ára afmæli Viktoríu drottningar í Windsor árið 1899 og vann við gerð kvikmyndarinnar The Great Millionaire árið 1901, áður en hann hélt til Íslands til að gera Íslandskvikmynd sína. Anton yfirtók bíóiðnað föður síns að honum látum, og áður en yfir lauk voru kvikmyndahús fjölskyldunnar orðin mörg nokkrum borgum Hollands. Bróðir Franz Antons jr., Theodor að nafni (1882-1961), starfaði einnig lengi vel sem kvikmyndatökumaður.

Þar sem myndin með slökkviliðinu í Reykjavík fannst hér um árið, verður það að teljast fræðilegur möguleiki, sem reyndar eru ávallt litlir á Íslandi, að kvikmynd Franz Antons Nöggeraths, sem hann tók á Íslandi sumarið 1901, finnist. Það yrði örugglega saga til næsta bæjar - að minnsta kosti til Hafnarfjarðar, þar sem kvikmyndasafn Íslands er til húsa. Á vefsíðu þess safns er ekki að finna eitt einasta orð um Nöggerath. En það verður kannski að teljast eðlilegt, þar sem enginn hefur séð myndina nýlega.

Þökk sé hollenska kvikmyndasögusérfræðingnum Ivo Blom, þá þekkjum við sögu Nöggeraths og þó nokkuð um kvikmynd þá sem hann tók á Íslandi sumarið 1901. Blom hefur m.a. gefið út grein sem hann kallar The First Cameraman in Iceland; Travel Film and Travel Literature (sjá hér), þar sem hann greinir frá fjórum greinum sem Nöggerath yngri birti árið 1918, í apríl og maí, um ferð sína til Íslands sumarið 1901. Greinar Nöggeraths birtust í hollensku fagblaði um kvikmyndir, sem kallað var De Kinematograaf. Nöggerath hélt til Íslands á breskum togara, Nile frá Hull. Hann kom til landsins í september og líklega of seint til að hitta fyrir þá ferðamenn sem hann langaði að kvikmynda á Íslandi, þar sem þeir spókuðu sig á Þingvöllum og við Geysi, sem Nöggerath hafði lesið sér ítarlega til um. Nöggerath sótti heim ýmsa staði á Íslandi.

rb_england_to_iceland_29_geysir_copyright_v_v.jpg

Þannig greinir Nöggerath frá Geysi í Haukadal í íslenskri þýðingu:

Við létum nærri því lífið sökum forvitni okkar. Í því að við vorum að kvikmynda gíginn og miðju hans, heyrðum við skyndilega hræðilegan skruðning, og leiðsögumaðurinn minn hrópaði, 'Fljótt, í burtu héðan'. Ég bar myndavél mína á herðunum, og við hlupum eins hratt og við gátum og björguðum okkur tímanlega. En allt í einu þaut Geysir upp aftur af fullum krafti, og gaus; við höfðum ekki horfið of fljótt af vettvangi. Þannig eru hætturnar sem verða á vegi kvikmyndatökumanna ....En ég hafði náð markmiði mínu: Hinn mikli Geysir hafði verið kvikmyndaður!

_ingvellir_wood_1882_d_copyright_v_v.jpg

Þingvellir fengu ekki eins háa einkunn hjá Nöggerath:

Kirkjan á Þingvölum var sú aumasta af þeim kirkjum sem við höfðum heimsótt áður á Íslandi; fyrir utan kirkjuna í Krísuvík. Kirkjan er mjög lítil, mjög óhrein og gólfið illa lagt hrjúfum hraunhellum ... Þingvellir hafa hlotið frægð fyrir að vera staðurinn þar sem þing og aðrar samkomur Íslendinga fóru fram forðum daga. Fáar minjar hafa hins vegar varðveist sem sýna þann stað sem var svo mikilvægur fyrir sögu Íslands.

rb_england_to_iceland_34_hekla_copyright_v_v.jpg

Hekla olli einnig Nöggerath vonbrigðum. Halda mætti að hann hafi viljað fá túristagos:

Þegar við komum til Heklu, varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Fjallið var friðsælt og hljóðlaust. Ég fékk þegar þá tilfinningu að ferð mín hefði verið til einskis. Þegar ég klifraði upp að tindi Heklu með myndavél mína, var snjór það eina sem sjá mátti í gíg fjallsins. Við tjölduðum nærri fjallinu, og næsta dag héldum við áfram ferð okkar án þess hafa séð nokkuð fréttnæmt.

Kvikmynd Nöggeraths frá Íslandi var í apríl 1902 fáanleg til sýninga hjá kvikmyndafélaginu Warwick Trading Company. Myndinni fylgdu þessar yfirskriftir:

Hauling the Nets and Landing the Catch on an Iceland Trawler; Fun on an Iceland Trawler, Landing and Cleaning of a Catch on an Iceland Trawler, C!eaning the Fish and Landing a Shark, Gathering Sheep, Women Cleaning Fish for Curing and Women Washing Clothes in Hot Wells.

Í myndinni var sena, þar sem íslenskir sjómenn spúluðu hvern annan til þess að losna við slor og hreistur. Samkvæmt minningum Nöggeraths árið 1918 höfðu áhorfendur einstaklega gaman af þeim hluta myndarinnar og að sögn hans seldist fjöldi eintaka af myndinni.

Við getum látið okkur dreyma um að þessir vatnsleikir íslenskra sjómanna séu einhvers staðar til og að þeir hafi ekki fuðrað upp.

Ítarefni:

Ivo Blom 1999. 'Chapters from the Life of a Camera-Operator: The Recollections of Anton Nbggerath-Filming News and Non-Fiction, 1897-1908'. Film History, 3 (1999), pp. 262-81. [Minningar Nöggeraths voru upphaflega birtar í Hollenska fagblaðinu De Kinematograaf. Greinar Nöggeraths um Ísland birtust í eftirfarandi tölublöðum De Kinematograaf:  9 (12 Apríl 1918); 10 (19 Apríl 1918);11(26 Apríl 1918); 12 (3 Maí 1918)].

Ivo Blom 2007. The First Cameraman In Iceland: Travel Film and Travel Literature‘, in: Laraine Porter/ Briony Dixon (eds.), Picture Perfect. Landscape, Place and Travel in British Cinema before 1930 (Exeter: The Exeter Press 2007), pp. 68-81. 

Kvikmyndagerð á Íslandi; grein á Wikipedia ; Bók um elstu bíóin í Hollandi; Sjá einnig hér;

Grein á bloggi Ivo Bloms árið 2010; Grein um Nöggerath yngri á vef kvikmyndasafns Hollands.

Ath.

Myndin efst er gerð til gamans og skreytingar samansett úr breskri Laterna Magica skyggnu frá 9. áratug 19. aldar og kvikmyndatökumyndamanni sem leikur í einni af myndum meistara Charlie Chaplins frá 1914. Þetta er því ekki mynd af Franz Anton Nöggerath við tökur í Haukadal.

Ljósmyndirnar af Þingvallabænum, Heklu og Geysi síðar í greininni eru úr tveimur mismunandi röðum af glerskyggnum sem gefnar voru út á Englandi með ljósmyndum mismunandi ljósmyndara á 9. og 10 áratug 19. aldar. Fornleifur festi nýlega kaup á þessum og fleirum mjög sjaldgæfu skyggnum sem helstu sérfræðingar og safnarar Laterna Magica skyggna þekktu aðeins úr söluskrám fyrir skyggnurnar. Sagt verður meira af þeim von bráðar.

ibl259.jpg

Franz Anton Nöggerath jr. til hægri við tökur í Þrándheimi í Noregi árið 1906 er Hákon konungur var krýndur.


Fjallagrasakókó og aðrar kerlingabækur

520723389.jpg

Um miðbik 19. aldar var kynnt til sögunnar "algjör nýjung" í sölu kókós á Bretlandseyjum. Þá hóf Cadbury fyrirtækið í Birmingham að selja drykkjarkókó sem bætt hafði verið með fjallagrösum, það er Iceland Moss (Cetraria islandica) (sjá hér). Önnur fyrirtæki, eins og Fry's og Dunn og Hewett's fetuðu fljótt í fótspor Cadbury's.

fry_s_iceland_moss_cocoa.jpg

Eins og stendur á Wikipediu, sem stundum er notuð sem auglýsingarfyrirtæki: "Rannsóknir á fjallagrösum (in vitro) benda til að virku efnin, fjölsykrur og fléttusýrur mýki slímhúð í hálsi og maga og auki líkamlegan styrk, andlegan og líkamlegan kraft og almenna vellíðan."  Já, einmitt það! Það eru álíka áhrif og af Maltöli sem er mestmegnis sykurdrulla og litarefni.

Sölumennska er það líka þegar menn upplýsa um vöru sína að : "FJALLAGRASA ICELANDIC SCHNAPPS is a true Viking drink." Ekki tek ég nú undir það. Ekki kunnu víkingar að brenna vín og búa til 38% vínanda sem mun vera uppistaða þessa snaps. En hvað vita Kanar og aðrir einfeldningar sem kaupa þessa dýru dropa? Víst tel ég einnig að fjölsykrurnar og fléttusýrurnar í fjallagrösunum séu brotnar í spað af vínandanum og slímhúðin í hálsi og maga hafi ekki gott af honum heldur. Of mikið af snapsi getur einnig valdið vanlíðan eins og lengi hefur verið kunnugt.

Ætli fjallagrösin í kókói hafi verið nokkuð annað en sölutrikk á 19. öld? Það eru líklega miklu heilsusamari efni í kókóinu en í fjallagrösum.

Ég keypti mér rándýrar hálspastillur með fjallagrösum, síðast þegar ég fór um Leifsstöð. Þær virkuðu alveg eins .... og aðrar hálstöflur. Mentholið og sykurinn mýkir alltaf hálsinn.

En ef enginn er að búa til kókó eða súkkulaði með fjallagrösum í einhverri heildsölu út í bæ, þá er svo sannarlega kominn tími til að hefjast handa. Slímhúðir auðtrúa og kaupóðrar þjóðarinnar bíða spenntar eftir mýkingu - súkkulaðisins. Elexírframleiðendur  nútímans er nefnilega bissnessnenn á stórum jeppum, en ekki einhverjar Grasa-Guddur.

Fornleifur hefur meiri trú á virkni hollra efna í kókói en í fjallagrösum, en þó ekki eins mikla og framleiðandi einn í Suður-Hollandi sem taldi inntöku súkkulaðistykkja sinna bestu leiðina til að stefna til friðar í fyrri Heimsstyrjöld.

kwatta_s_manoeuvre_chocolaad_de_beste_vredestichter_1.jpg


Karlinn í strýtunni

karl_i_strytu_2.jpg

 Eftir a þessi færsla var rituð skýrðust málin, fyrst hér og staðsetning strýtunnar var loks upplýst hér með hjálp góðra manna

 

Árið 1890 ferðaðist á Íslandi vellauðugur breskur læknir, Tempest Anderson að nafni (1846-1913). Anderson var mikil áhugamaður um eldfjöll og eldvirkni. Ferð hans til Íslands sumarið 1890 var upphafið að fjölda ferða hans til eldstöðva um allan heim, þangað sem Anderson fór til að sjá eldgos, hveri og hraun og til að ljósmynda þau fyrirbæri.

Hann kom aftur til Íslands árið 1893 og i ljósmyndaði hann þá þennan mann sem smeygt hafði sér niður í hraunstrýtu eina sérkennilega nærri Laxamýri í Mývatnssveit. Ljósmyndin er varðveitt sem glerskyggna.

Ég veit ekki hvar þessi strýta er, eða hver maðurinn var, og þætti vænt um ef frótt fólk gæti gefið mér fleiri upplýsingar um það.

Myndin er varðveitt á Yorkshire Museum á Englandi, sem á fleiri myndaskyggnur Andersons.

karlinn_naermynd.jpg

Menn brostu ekki mikið á myndum árið 1893, en greinilegt er að gáski er í augum karlsins sem fór niður í strýtuna, og ekki laust við að hann hafi orðið mývarginum að bráð. Hægra augnlokið virðist bólgið. Þetta er greinilega rauðhærður maður, og kannski þekktur Þingeyingur.


Er þetta nú allur sannleikurinn?

monabean_1277861.jpg

Heldur Ólafur Ingi Jónsson forvörður á Íslandi, sem ekkert fræðilegt hefur gefið út eftir sig er sem sannar það að 900 málverk, sem hann heldur fram að séu í umferð og gangi kaupum og sölum, séu fölsuð málverk íslenskra meistara?

Heldur Ólafur Ingi Jónsson að menn í uppboðsheiminum taki orð hans gild, þegar ekkert fræðilegt er þeim til stuðnings?

Heldur Ólafur Ingi Jónsson, að Lögreglunni í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið Statsadvokaten for særlig økonomisk og international kriminalitet sé stætt á því að ákæra nokkurn, þegar það eina sem þeir og danska lögreglan hafa í höndunum eru yfirlýsingar Ólafs Jónssonar forvarðar, sem ekki getur stutt skoðanir sínar með fræðilegum vísindagreinum?

Ólafur Ingi er reyndar ekki sérhæfður í fölsunum á málverkum í fremur stuttu námi sínu a Ítalíu hér forðum daga.

Í nóvember á sl. ári hafði eigandi eins verksins, sem gert var upptækt hjá Bruun & Rasmussen árið 2014, og sem Ólafur Jónsson telur falsað, samband við mig. Ég sýndi á Fornleifi sjá hér og hér, hvar foreldrar hans hefðu keypt verkið árið 1994. Eigandinn, erfingi þekktra safnara, skrifaði mér í nóvember síðastliðnum til upplýsingar, að hann hefði fengið að vita að:

"Lögreglan hefði nú fengið staðfests að málverkið væri falsað, sem þeir vilja nú fá staðfestingu á en þekkja aðeins einn aðila sem geti skorið úr um það".

Þessi eini aðili reyndist vera Ólafur Jónsson, sá sami og staðfesti að málverkið væri falsað án þess að rannsaka það. Viðbrögð eigandans voru þau, að hann ætlaði sér með hjálp lögfræðings síns að lögsækja Ólaf. Þeim þótti ekki nein rök í því að sami maður, sem ekki hafði rannsakað málverkin, en lýst þau fölsuð skyldi rannsaka hvort þau væru fölsuð. Slíkur aðili er vitaskuld hvorki óháður né hlutlaus.

Það er nú líkast til þess vegna að Statsadvokaten for særlig økonomisk og international kriminalitet í Kampmandsgade 1 í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að losa sig við málið með því að segja að það sé fyrnt.

Lögreglan og sérstakur Ríkissaksóknari í Danmörku eru ekki vitlausari en það, að þau skilja vel, að óheppileg sé aðkoma þeirra að máli þar sem "sérfræðingur", sem ekki hefur skrifað neitt fræðilegt um allar þessar 900 falsanir, er kallaður til til að sanna fölsun sem hann hefur þegar sagt að sé fölsun. Það mun aldrei góðri lukku stýra í dönskum réttarkerfi. Ólafur Jónsson eyðilagði, sýnist mér á öllu, málið fyrir sjálfum sér.

Mitt einasta ráð til Ólafs Inga Jónssonar er að sýna okkur sérfræðiþekkingu sína svarta á hvítu - og helst líka í lit -, svo hægt sé að taka hann alvarlega. Það get ég ekki gert, m.a. eftir að Ólafur þaut út opinberlega hér um árið og lýsti yfir á opnum fyrirlestri, að málverk frá 18. öld, sem líklegast hafa verið máluð af Sæmundi Hólm (sjá hér og hér), væru verk hollensks "meistara" frá 17. öld.

Þekkingu Ólafs á nýrri meisturum dreg ég ekki efa, en hann verður að sýna okkur þessa þekkingu. Birta, Ólafur, birta!

Ítarefni:

Afar sérstakur saksóknari

Tvær falsanir af 900 ?

Þingsályktunartillaga fyrir þá sem veggfóðra með Kjarval?

 


mbl.is Samfellt brot málverkafölsunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband