Færsluflokkur: Menning og listir

Starf án vinnu. Hvað er nú það??

peysufatakerlingin_1277780.jpg

Fyrir um rúmum 20 árum síðan brostu margir íslenskir fornleifafræðingar þegar einn starfbræðra þeirra var á erlendri grund titlaður Reichsarchäologe. Þótti þetta nokkuð fyrirferðarmikill titill miðað við störf mannsins og minna örlítið á 3. Ríkið sáluga.

Reichs-fornleifafræðinginum þótti þetta hins vegar alls ekki fyndið sjálfum, því hann varði þetta með því að segja að titill hans væri State Archaeologist á ensku. Það var reyndar titill sem prófessor einn í New York hafði gefið honum. Síðar kom í ljós að maðurinn sem bar þennan næsta fasíska titil, "Fornleifavörður Ríkisins", var ekki með neina gráðu í fornleifafræði og fékk hann hana löngu síðar með því að afhenda skráningarskýrslu með botninn í Borgarfirði, svo lögleg fil.kand. gráða frá Svíþjóð væri í höfn með milligöngu fyrrverandi þjóðminjavarðar.

Ríkisfornleifafræðingurinn, sem hafði mjög mikið á sinni könnu,starfaði á Þjóðminjasafni Íslands og er þar reyndar innanstokksmunur enn, þó styttist í ellilífeyrinn. Hann starfaði reyndar einn með öll minja-, fornleifa- og skráningarmál sem nú á að sameina undir einhvers konar "Stór-Þjóðminjasafn" við fyrirhugaða sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar. Hann var því ef til vill vel að titli sínum kominn og þurfti að vinna.

En nú fáum við Prófessor Þjóðminjavörð án kennsluskyldu

En græðgi fólks í titla og nafnbætur á Þjóðminjasafni Íslands hefur þó ekkert minnkað, enda eru fæstir starfsmenn þar mikil "akademískir pappírar". Ritaður hefur verið nýr samningur (í janúarlok 2016) milli Þjóðminjasafns og Háskóla Íslands, sem Fornleifur hefur fengið sendan frá ónafngreindum aðila úti í bæ á Íslandi. Samningurinn bíður þess að verða undirritaður, en fréttir herma að það verði á næstu dögum. Svo við getum hæglega óskað Þjóðminjaverði Ríkisins til hamingju með prófessorsnafnbótina án vinnuskyldu.

Í samningi þeim sem Fornleifur fékk sendan og sem stendur til að undirrita segir greinilega í 9. kafla:

  1. Starfstengsl – starfsmannamál

Þjóðminjavörður gegnir akademísku gestastarfi við háskóladeild án kennsluskyldu í samræmi við hæfnismat, sbr. verklagsreglur um akademísk gestastörf við Háskóla Íslands.

Þetta þýðir að Þjóðminjavörður getur verið t.d. prófessor án þess að kenna og gera nokkurn skapaðan hlut annað en að stjórna öllum þjóðminjamálum á Íslandi á sínum fasta vinnustað. Þannig getur það gengið í hæsta lagi 5 ár í senn, en hún getur þá eins og ekkert sé sótt um titilinn aftur.

Það er nú ekki dónalegt: "Gestastarf" án þess að starfa. Um Reglur um gestastörf við HÍ má lesa hér. Þetta eru greinilega mjög teygjanlegar. Ég hef aldrei séð neitt slíkt í öðrum löndum.

Hvers konar spilling er í gangi? Ef menn hafa lesið Fornleif um daginn (hér og hér), þá sjá þeir hve karlinn getur verið sannspár um hina votu drauma þjóðminjavarðar. Fornleifafræði gæti hæglega orðið heiðursdoktor, jafnvel gestaprófessor, í femínistískri sálarfræði við HÍ.

Ekki dreymdi Fornleif þó fyrir því að svo mikil andúð væri gegn þessari sameiningu og samningi, að fólk færi að senda honum samninginn óundirritaðan. Kollegar mínir á Íslandi eru í losti. Það fylgdi sendingunni sú upplýsing, að samningurinn yrði undirritaður næstkomandi mánudag, 29. febrúar 2016. 2016 er svo sannarlega ár Stórþjóðminjavarðar.

Núverandi þjóðminjavörður hefur greinilega haft prófessor í maganum mjög lengi. Ef Ísland væri eðlilegt land, væru þessi áform dauðfætt barn hennar. En eins og innviðir stjórnsýslu á Íslandi eru, verður þetta örugglega að veruleika.

Fólk með skitin kandídatspróf frá HÍ geta orðið prófessorar án þess að kenna, meðan hinn siðmenntaði heimur krefst sem lágmarks doktorsprófs þegar fólki eru veittar prófessorstöður. En hver sagði að Ísland væri í hinum siðmenntaða heimi? Ekki var það Fornleifur.

Hvað finnst ykkur? Ætlið þið ekki að fá ykkur gestastarf án þess að gera nokkuð? Algjör lúxus, en jafnframt tær spilling!

Mynd efst: Hér dreymir Margréti Hallgrímsdóttur ef til vill um prófessorstitil, sem hægt er að skreyta sig með, líkt og Idi Amin sagðist vera Englandsdrottning. Lög og reglugerðir í Úganda voru útbúin þannig að Idi Amin gæti orðið drottning. Ekki ósvipað því þegar fólk getur kallað sig prófessor, án þess að hafa akademíska burði til þess og vinna ekki fyrir titlinum. Ég skil ekkert í Margréti að stefna ekki bara beint á Bessastaði.


Ég er með hund

le_seppi_2.jpg

Fyrir tæpri viku síðan festi ég kaup á hundskvikindi. Ég telst dags daglega til öfgafullra kattaelskanda og þarf víst mikið til að ég falli fyrir hundsskömm, enda eru það skítugar skepnur, afar háværar og heimskar. Hundurinn minn er hins vegar af göfugu kyni og getur rakið ættir sínar alveg urrandi aftur á seinni hluta 18. aldar. Þetta er hin mesta þrifaskepna, sem aldrei setjast á flær eða annar óskapnaður, enda er hann alíslenskur í húð og hár, tær eins og lindin og greindur eins og þjóðin sem hann hefur löngum elt og flaðrað í kringum.

hruturinn_erlendur

Á 6. áratug 18. aldar komu franskir könnuðir til Íslands og náðu sér í eintök af íslenskum fjórfætlingum. Þetta voru sendimenn franska greifans af Buffon (comte du Buffon) sem skírður var Georges-Louis Leclerc (1707-1778). Hann var einn fremsti náttúrufræðingur Frakka og gaf út heilmikið verk "Histoire naturelle, générale et particulière" (sem út kom 1749-1788, og var áfram haldið með útgáfuna eftir dauða hans allt fram til 1804).

rollan_vigdis_3.jpg

Hef ég áður skrifað um Erlend og Vigdísi, sem fóru með Franzmönnum úr landi og gerðust síðan fræg í einum af 36 bindum Buffons greifa um blessaða náttúruna. Erlendur, sem upphaflega var nefndur Móri og kom frá Skagaströnd, endaði í fátæklegu cassoulet í Bastillunni. Vigdís varð hins vegar miðopnudýr í "Oui de moutons" frá 1760 og vöktu klaufir hennar sér í lagi athygli franskra rúta. Hún reyndist afar kynsæl, áður en hún fór úr einhvers konar riðuveiki.

Það sem menn vissu ekki var að Fransarar numdu einnig á brott með sér íslenskan hund (Chien d'Islande). Hann svaraði fólki ef hann var kallaður Seppi og var á lóðaríi á Bessastöðum er hann fann góðan matarilm úr skipi Fransmanna þar út fyrir landi. Gerði Seppi sér lítið fyrir og synti út í skipið og fór þaðan ekki síðan fyrr en skipið lagðist að bryggju í Calais. Fransmenn þurftu því ekkert að hafa fyrir því að ná sér í íslenskan hund með öllum þeim aukakostnaði sem slíku fylgdi.

En af þeirri mynd sem fremstu teiknarar Frakka ristu af Seppa má glögglega sjá, að Seppi var einhvers konar slys eða ávöxtur hópnauðgunar, sem hefur átt sér stað síðla kvölds á horni tveggja traða í Reykjavík. Hann er ekki "rassenrein" frekar en þeir hundar sem síðar hafa verið skilgreindir sem íslenski hundurinn. "Hreinir" íslenskir hundar voru hugsanlega til, en það þurfti að fara austur í sveitir til að finna einn slíkan. Það gerðist árið 1788 er Kátur kom út í fyrsta bindi af enskri bók The Habitable World Described; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788.. Höfundur var séra John Trusler.

icelanders_1277276.jpg

Af Seppa fara síðar þær sögur, að hann hélt sínum uppteknu þjóðháttum á Íslandi á götum Parísarborgar og þar bar hann beininn eftir að einn vagna Lúðvíks 15. ók yfir hann og kramdi til ólífis. Seppi þótti snoppufríður og fjölgaði sér ríkulega með kjölturökkum og pudelhundum Parísaraðalsins. Afkomendur Seppa tóku þátt í frönsku byltingunni, en geltu einnig hæst allra við aftöku Robespierre eins og samtímaheimildir sýna ljóslega. Erfðafræðilega séð var þetta því greinilega íslenskur hundur.

execution_robespierre_2.jpgAfkomendur Seppi d'Islande við aftöku Robespierres

Eins og lesendur mínir hafa líklega þegar getið sér til, þá keypti ég ekki hundinn minn í þrívídd. Ég lét mér nægja að kaupa hann hjá fornbókasala í Berlín, sem hefur líklega skorið hann úr leifum af verki Buffons greifa sem hann eða aðrir gátu ekki étið við umsátrið um Berlín árið 1945. Seppi mun fá heiðurssess upp á vegg hjá mér líkt og myndirnar af Erlendi og Vigdísi, og fjölskyldumynd af þeim þremur sem einnig kom út á bók eftir annan höfund en Buffon om 1780. Fjölskyldumyndina fann ég einnig fyrir skít á priki hjá sama skransalanum í Berlín og ég keypti Seppa af. Höfundur þeirrar myndar hefur einnig sett Íslandsfálka upp í ættartréð.

fjolskyldumynd_1277275.jpg

En athugið lesendur góðir, að íslensk dýr þóttu erlendum mönnum merkilegri en íslenska mannskepnan, því ekki teiknuðu sendimenn Buffons Íslendinga svo vitað sé. Afkomendur sendisveinanna eru hins vegar til á Íslandi og getur Erfða-Kári líklega greint ykkur betur frá sérkennum þeirra en ég.


Was it really for the Walrus? A necessary comment on modern day walrus research.

8007918622_48066ce12d_o.jpg

Recently, I came across an article in World Archaeology, Volume 47, Issue 3, 2015 (see here or here). The article bears the title ´Was it for walrus? Viking Age settlement and medieval walrus ivory trade in Iceland and Greenland´, and is for most parts quite interesting. However, some of the contents regarding Iceland seemed to me to indicate that the Icelandic authors were totally unaware that similar research was being undertaken in Iceland.

However, after a quick browse through the article presenting an interesting study on how to work out the provenance of walrus tusks from the the Viking age and Medieval period, I found it quite worrying that the reader is not receiving a correct image of the status on walrus-research in Iceland.

To begin with the miniscule, I found it quite amusing to read that Novgorod has been moved up to the arctic near the White Sea. On page 454, where results presented in Table one are plotted into two diagrams (Fig. 2), the legend for figure 2 informs about the origin of the samples (with a closer definition in parentheses). We read that one of the samples originates from the excavations at Novgorod, and is provided by professor emerita Else Roesdahl of Aarhus University. In parentheses it also claimed that Novgorod is: "(Novgorod, White Sea, Russia)". Novgorod, which is 180 km south-east of present day St. Petersburg has of course never been anywhere near the White Sea. However, much later in the article things finally get clarified, also in a parenthesis. This explanation is given: "a medieval fragment from Novgorod (possibly representing an animal from the White Sea)". Actually there is therefore no certainty for the origin of the walrus tusk in Novgorod. There is only a tusk, lent by a Danish professor, and an assumption made by 13 authors of an article.

The claim that the walrus tusk sample from Novgorod, in the private collection of a Danish academic, is from the White Sea is but a minor detail compared to another critical item in an otherwise interesting study presented in the article.

The introduction on research in Iceland claims that an archaeologist colleague of mine, Bjarni F. Einarsson, has published results which support the following claim by the authors of the World Archaeology article: "Several authors (Vésteinsson et al. 2006; Keller 2010; Einarsson Bjarni 2011) have suggested that the first exploration and settlement of both Iceland (c. 850–75 ce) and Greenland (c. 980–90 ce) had an initial stimulus from exploiting the walrus, then native to both islands".

In fact Einarsson does not write that at all in his article of 2011 (see here). On the contrary, he wrote that the walrus stocks in Iceland in had declined and moved from Iceland long before the settlement in the 9th century, and not that it had been native to Iceland in the Settlement-period as argued in the 2015 study in World Archaeology here under scrutiny.

There is after all not much fact to support the claim that the first settlement of Iceland and Greenland was stimulated by demand for walrus-tusk. Einarsson also points out that there are only four radiocarbon dating results from Iceland of walrus tusks, and all of them show results which indicate that the animals in question lived 100-200 years BC, or even earlier. The tusks dated in Iceland were not from archaeological contexts. However, Einarsson is awaiting the results of AMS-radiocarbon analyses of a tusk found during an archaeological excavation of Viking-age farmhouses in the city-centre of Reykjavík (Aðalstræti 2001). They might show a date corresponding with the date of the archaeological remains, or they could give dates indicating that the tusk was from walrus skeletons, which the first settlers in Iceland picked up on the shores.

Another aspect, which might indicate that the first Icelanders where not hunting walrus for the tusks, is the finding of a rib of a very young individual reported by Thomas Amorosi (1996) in his PhD thesis, which is mentioned in the World Archaeology article. The alleged walrus bones, collected in 1944, were not excavated archaeologically and if the bones are indeed walrus remains from a Viking-age strata, its presence does not indicate hunting for the tusk since the animal, if male, would not have had any because it was very young. The Reykjavik "Vikings" were most likely munching on walrus meat, making ropes out of the hides or using the fat as fuel for their lamps, or all of these things, but not specifically hunting for the tusk.

When participating in international teamwork, where the methodology of analysing the chemical composition of walrus tusk to decide on the origins of the walrus tusks seems very promising indeed, it is rather sloppy and inadequate to describe former research on Walrus in the North-Atlantic the way Vésteinsson, McGovern and Guðmundsson do, especially in a well esteemed journal like World Archaeology. Probably urged by the drive to be the first persons ever to have proposed an explanation for the importance of walrus hunting for the discovery of Greenland, it is rather sad, when such self-promotion bases upon misquotation, misinformation and at most wishful thinking.

walrus_hunter_1911.jpg

Probably a non-Landnam situation

In future examinations on walrus hunting and trade in the North Atlantic, it has to be taken into account that some of the walruses, whose tusks are the focus of attention,  can be ascribed to animals who lived and had breeding grounds in Iceland long before humans settled in Iceland. Thus dating of the material analysed is essential, if not more crucial than establishing whether the animal lived in Iceland or not. Dr. Bjarni F. Einarsson has very correctly pointed this out, while his colleagues in Iceland and their American associates omitted that important detail and instead referred to his work writing that it was in line with their own.

The Icelandic authors of the article in World Archaeology also left out information about an ongoing project in Iceland, which aims at dating archaeological as well as stray remains and finds of Walrus found in Iceland. That project has archaeologist Bjarni F. Einarsson as a partner (see here, here and here). The Icelandic project is doing what the study presented in World Archaeology should have done before the quest for a method to pinpoint the origin of the walrus was established. There is no sense in finding the origin of walrus tusks of the Viking era, if the tusks are more than 1000 years older. Why the the Icelandic authors of the study in World Archaeology didn´t try to establish contacts with the ongoing project in Iceland to achieve the best methodological results, is very difficult to understand.

An English translation and publication of Bjarni F. Einarsson´s article from 2011 would be important. Possibly his Icelandic colleagues would then understand it better, as they have obviously become so alienated from Icelandic that they cannot quote from it correctly. Collaboration is always important, but parts of the walrus-study presented in World Archaeology was not about collaboration at all.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6 February - 2016

where_s_walrus.jpg

He´s obviously celebrating being the reason for the Landnam, but possibly a bit too early.


Tíðindi af rústasvæði íslenskrar minjavörslu

_p_og_ae.jpg

Nýverið las ég frétt með meðfylgjandi bréfi til Sigmundar Davíðs á síðu Félags íslenskra fornleifafræðinga, sem ég er ekki meðlimur í af ýmsum siðferðilegum og persónulegum ástæðum. En ég hefði þó örugglega skrifað undir þetta bréf hefði ég verið gildur limur í því félagi. Ég tek undir þær áhyggjur sem lýst er í bréfinu, þó ég hefði kannski ekki ritað bréfið á sama hátt. Ég hefði byrjað það svona: Hæ krakkar!

bref.jpg

Í bréfinu er með angist spurst fyrir um fyrirhugaðan samruna Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Hafa menn greinilega ástæðu til, ef hugsað er til aðkomu núverandi Þjóðminjavarðar í deilum varðandi sameiningu Náttúruminjastofnanna, sem hún hefur haft mjög svo vafasöm afskipti af.

Þjóðminjasafnið er að verða hluti af Háskóla Íslands, eða tengt honum, þó svo að flestir starfsmenn þess séu ekki einu sinni akademískir hálfdrættingar. Sumir þeirra heimta víst prófessorstitil fyrir að undirskrifa lokasamninginn við Háskólann. Margrét Hallgrímsdóttir gæti því orðið prófessor Þjóðminjavörður, hugsið ykkur!! Á ekki bara að gera ljósmyndarann að lektor? Svo væri hægt að ráða fullt af upplýsingafulltrúum eins og gert var á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn, en það reyndist því miður ekki góð fjárfesting, þar sem einn þeirra sendi endalaust gemsamyndir af kynfærum sínum til ungra verkefnaráðinna kvenna á safninu (sjá hér) sem hann heimtaði primus jus noctis hjá. Aðrar, eldri konur, hótaði hann að reka ef þær klæddu sig ekki meira æsandi.

Það væri gersamlega út í hött að láta stofnun tengda HÍ sjá um leyfisveitingar og eftirlit, síst af öllu þegar hún getur ekki afkastað eðlilegum rannsóknum, nema að ráða fólk innan stofnunar í stöðu i nafni Kristjáns heitins Eldjárns. Stofnunin getur ekki einu sinni áorkað að leiðrétta meinlegar villur í upplýsingum um gripi safnsins á Sarpi. En suma dreymir samt um hið íslenska stórsafn, þar sem öll ríkissöfnin verða sett undir prófessor þjóðminjavörð.

Þegar stjórnsýsluleg atriði varðandi leyfisveitingar og fornleifavörslu á Íslandi voru loks tekin af Þjóðminjasafni og ódugandi fólki á þeirri stofnun, sem var ávallt í fjársvelti eða stjórnað af manni (les Þór Magnússyni) sem ekki vissi hvar hann setti fjarmagnið og var því loks rekinn fyrir óreiðu eftir að hafa verið neyddur í frí þar á undan, voru margir í fornleifafræðingastétt sem börmuðu sér. Ýmsir fornleifafræðingar á Íslandi hafa síðan séð óvininn í Minjastofnun Íslands og hafa gert allt til að gera stofnuninni sem erfiðast fyrir. Minjastofnun hefur einnig endalaust breytt um nafn, sem ekki dregur úr ruglinginum. Starfsemi hennar hefur heldur ekki alltaf verið með fullu viti, sbr. leyfi til byggingar Þorláksbúðar. Helstu hatursmenn Minjastofnunar má finna hjá fyrirtækinu með hið mikilmennskubrjálaða nafn "Fornleifastofnun Íslands", sem að hluta til hlýtur fyrirskipunum frá þóttafullum amerískum prófessor við City University of New York.

Nú eru sem sagt áform um að setja Minjastofnun undir Þjóðminjasafnið, og líklega undir núverandi Þjóðminjavörð, sem aðrir fornleifafræðingar óttast meira en Minjastofnun Íslands og forstöðukonu þeirrar stofnunar. Sannleikurinn er nú reyndar sá, að lítinn mun er hægt að sjá á þessum stjórnendum, sem hafa ávallt stjórnað sem pólitískar puntudúkkur og gráðbeygt lög þegar þeim hefur verið skipað að gera það, eða þegar það hefur hentað. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður var eins og menn muna komin inn á innsta bás í fornleifamálaráðuneytinu hjá Sigmundi Davíð og líklega er verið að launa henni veruna þar með því að stúta Minjastofnun Íslands. Allt getur gerst.

Ótti fornleifafræðinga er örugglega á rökum reistur og ég fylgist með í hluttekningu, þegar ósiðlegir íslenskir stjórnmálamenn ætla enn einu sinni að skapa glundroða í fornleifavörslunni á Íslandi með algjörlega vanhugsuðum aðgerðum. En hugsanlega skilja stjórnmálamenn á Íslandi hvorki upp né niður í því af hverju menn eru með Þjóðminjasafn og Minjastofnun Íslands, þegar menn gætu látið sér nægja Fornleifastofnun Íslands, sem signt og heilagt er til vandræða suðar í stjórnmálamönnum af öllum tegundum bak við tjöldin.

Ekki er öll vitleysan eins og má líklega búast við því að fleiri smelt illfygli frá Bessastöðum verði hengd á aðra embættisfornleifafræðinga en Steinunni Kristjánsdóttur sem hér með er óskað til hamingju með fuglinn sem hún hefur líklega fengið fyrir fílamanninn og eskimóana sem hún gróf upp og niður á Skriðu og aðra hringavitleysu í embætti.

Ísland breytist ekkert þrátt fyrir hrun eða móðuharðindi. Fólkið er eins og það er alltaf, meira eða minna skyldleikaræktað, og minjamálin eftir því.

Kveðjur frá fjölmenningunni í Höfn, og meira um hana síðar.


Vindmyllur sem duttu mér í hug

mylland_inholtsstraeti_litil_v_v_1276545.jpg

Hér um daginn var ég staddur í Reykjavík og gekk upp Bankastræti eftir góðan kaffisopa á Café París, og fyrr um kvöldið frábæra tónleika í Sinfóníunni með Mahler, Sibelius og Leifs, sem mér hafði verið boðið á.

Þegar ég gekk upp Bankastrætið með vini mínum, stöldruðum við aðeins í rokinu við Þingholtsstræti 1, þar sem veitingastaðurinn Caruso var lengi til húsa. Nú er þar einhver túristapizzubúlla. En áður fyrr, eða fyrir 115 árum síðan, stóð þar ennþá á baklóðinni stór og vegleg mylla, dönsk af hollenskri gerð.

myllan.jpg

6a00d8341f206d53ef0133f5089e28970b-800wi_1276418.jpg

bankast1.jpg

Myllur voru eitt sinn tvær í Reykjavík, byggðar af sama manninum, stórkaup-manninum  P.C. Knudtzon (1789-1864). Önnur þeirra var var reist árið 1830 við Hólavelli (Suðurgötu 20) en hin á horni Bakarastígs, (nú Bankastræti) og Þingholtsstrætis árið 1847. Var sú síðarnefnda kölluð hollenska myllan. Í myllunum var malað rúgmél. Þegar hætt var að flytja inn mjöl til mölunar misstu myllurnar gildi sitt. Hólavallamyllan var rifin um 1880 og hollenska myllan árið 1902. Árið 1892 keypti Jón Þórðarson kaupmaður lóðina, lét rífa timburhús sem þar var við mylluna og reisti þar forláta hús úr grágrýti, Þingholtsstræti 1, húsið sem ég kom við fyrr í vikunni. Þá var mér hugsað til myllunnar.

DMR-163365

Hér sést hollenska myllan um það leyti sem dagar hennar voru taldir. Myndin er úr safni Daniel Bruuns og er varðveitt á Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.

Ég á eintak af The Illustrated London News frá 29. október 1881. Þar birtist mynd (stungan efst) af hollensku myllunni í Reykjavík. Í tilheyrandi frétt mátti lesa þessar vangaveltur:

mylla_texti.jpg

Afar merkilegt þykir mér að lesa, að fólk hafi búið í gömlu myllunni við Bakarastíg, ef það er rétt. Fróðlegt þætti mér líka að vita hvaða manneskjur bjuggu í myllunni, ef einhver kann deili á þeim.

Árið áður en fréttin og teikningin af myllunni í Reykjavík birtist í The Illustrated London News á sömu síðu og fréttir af trúarlegum dómstólum í Kaíró, hafði Hólavallamyllan verið rifin, svo hún er ekki nefnd í klausu blaðamannsins. Hins vegar þekkjum við tvö málverk Jóns Helgasonar biskups af myllunni, sem hann hefur þó málað eftir minni því hann var á 14. ári þegar hún var rifin. Hann málaði myndir sínar af Hólavöllum árin 1910 og 1915. Ýmsar aðrar teikningar og málverk sýna mylluna í Bakarabrekku; sjá t.d. hér.

holavallamyllan_jon_helgason.jpg

holavallamylla.jpg

Mynd Borgarsögusafn Reykjavíkur, tekin af Sarpi.

holavallamylla2.jpg

Þegar árið 1860 var þessi stereoskópmynd tekin við Hólavallamylluna af J. Tenison Wood. Ugglaust er þetta elsta ljósmynd af myllu á Íslandi.  Heimild: Ljósmyndarar á Íslandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. JPV útgáfan. Reykjavík 2001.

animated-windmill-image-0033.gif

eskifjor_ur2.jpgAðrar vindmyllur voru þekktar á Íslandi á 19. öld. Vitaskuld litla myllan í Vigur, sem enn stendur og svipuð mylla en stærri á Eskifirði sem Auguste Étienne François Mayer sem var með Gaimard á Íslandi gerði fræga á tveimur koparstungum sínum. Því hefur einnig verið haldið fram að á Íslandi hafi verið þekktar 42 vindmyllur (sjá hér). Ég hef þó ekki séð neitt því til góðs stuðnings. Líklegt þykir mér að einhver Jón Kíghósti hafi komið að tilgátusmíð þeirri. Tveir útlendingar, með takmarkaða þekkingu á menningarsögu Íslands hafa skrifað mest um myllur Íslands.

Ef menn lesa frönsku og hafa áhuga á að lesa um myllur og kvarnasteina á Íslandi er hér ritgerð eftir Anouchku Hrdy sem ég á erfitt með að sætta mig við, því hún gerir sér t.d. ekki grein fyrir menningartengslum við Danmörku og áhrifum hefða í myllugerð frá Danmörku. Eins eru margar villur eru í ritgerðinni sem hún sækir m.a. í grein A.J. Beenhakkers frá 1976, sem hún vitnar mikið í. Eins hefði mademoiselle Hrdy ekki veitt af þekkingu á fornleifafræði, áður en hún kastaði sér út í þessa ritgerðarsmíð.

d3s_7278-edit-786x1180.jpg

Myllan á Kastellet í Kaupmannahöfn er af nákvæmlega sömu gerð og Bakarabrekkumyllan. Þessi vindmylla var reist 1846. Aldamótaárið 1900 var aðeins starfrækt ein vindmylla í Kaupmannahöfn, sú sem sést hér á myndinni. Fæð vindmylla í Kaupmannahöfn kom til af sömu ástæðum og á Íslandi.


Reykjavík 1862

Reykjavík Taylors

Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamaður og ferðalangur, sem m.a. kom við á Íslandi og teiknaði þar nokkrar myndir, sumar nokkuð skoplegar. Hann teiknaði Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús í bænum.

Bayard%20Taylor-Photo-Cecpia-Cropped&Resized
Bayard Taylor

Síðar birtust teikningar þessar, endurnotaðar sem málmstungur í öðrum bókum og tímaritum, þar sem höfundarnir eignuðu sér þær. Til dæmis í þessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagður höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamaðurinn.

Geir pískar Brúsu

Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eða Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníðingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskörlum, og af þjóðlegum sið, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, þótti „An awkward Predicament". Rjóðar, ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áður hefur verið greint frá.

22903v22902r

Meira af þessum skemmtilegu myndum hér og hér

Þessi færsla birtist áður á www.postdoc.blog.is, þegar myndirnar birtust í fyrsta sinn á Íslandi.


Gullið í Gullskipinu er loks komið í leitirnar

a6736767a648731e88bda11197f63635_1276012.jpg

Margir hafa sennilega aldur til þess að muna þá sveit vaskra manna sem hundsuðu alla rökhugsun og heimildir og leituðu ár eftir ár að "Gullskipi" á Skeiðarársandi.

Eftir áratuga leit, á skjön við ráð fróðra manna og t.d. rannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins í Maryland, fundu þessir karlar loks árið 1983 skip í sandinum. Ekki var það gullskipið heldur þýski togarinn Friedrich Albert, sem strandaði á sandinum í janúar árið 1903.

Þjóðminjasafnið eitt græddi eitthvað gullkyns á því ævintýri því það fékk nýjan jeppa, hvítan og austur-asískan að uppruna, til að taka þátt í ævintýrinu með gullskipið áður en það varð að martröð með þýskan togara í aðalhlutverki. Áður en það gerðist var Þjóðminjasafnið komið í startholurnar og hafði sent fólk austur á Sanda. Reyndar vildi Menntamálráðuneytið fá jeppann aftur eða láta Þjóðminjasafnið borga fyrir hann að fullu og þátttöku safnsins í vitleysunni, en það tókst ekki. Heilar 50 milljónir fornkrónur gekkst ríkið í ábyrgð fyrir á sandinum. Var jeppagarmurinn lengi kallaður Gullskipið af gárungum í fornleifafræðingastétt.

ventill_alberts_1276025.jpg

Þegar menn fundu ryðgaðan ventil úr Albert togara fór víst allur vindur úr Gullleitarmönnum. Myndin birtist í DV í september 1983.

Þrátt fyrir togarafundinn, héldu ofurhugarnir áfram leit sinni í nokkur ár á sandinum, en nú heyrist orðið lítið af Het Wapen van Amsterdam sem strandaði árið 1667 og meintum dýrindisfarmi skipsins.

Þrátt fyrir að sameiginlegar farmsskrár skipsins og þeirra skipa sem það var í samfloti með væri birt á Íslandi og hún ekki sögð innihalda neitt þess kyns sem stórir strákar í sjóræningjaleik leita að, þá héldu sumir menn að skrárnar innihéldu t.d. upplýsingar um að "49,280 tonn af kylfum eða stöfum". Reyndar skjátlaðist þeim einnig sem birtu farmskrárnar og óðu í sömu villu og leitarmenn. Þeir sem fróðari áttu að vera og hafa vitið fyrir ævintýramönnum, höfðu ekki fyrir því að leita aðstoðar manna sem gátu lesið hollensku. Það sem velviljaðir heimildarýnir menn vildu meina að væru kylfur og stafir, voru 49,28 tonn af múskatblómu, foelie. Einhver spekingur þýddi orðið foelie með kylfum og stöfum (sjá hér), en foelie er gamalt heiti fyrir múskatblóm (muskaatbloem á hollensku), þ.e. trefjarnar rauðu og bragðgóðu utan um múskathnotuna. Trefjarnar missa fljótt litinn og verða gular og fölar og eru seldar malaðar á Íslandi, oft undir enska heitinu mace.

000004_1276016.jpgÞetta kylfustand var föður mínum sem var fæddur í Hollandi mikið undrunarefni man ég, en hann flutti einmitt inn múskatblómu og múskathnetur, og hann reyndi að hafa samband við björgunarmenn gullskipsins, ef ég man rétt sjálfan Kristinn í Björgun, en án mikils árangurs. Þeir vildu ekkert á hann hlusta. Þeir voru líklega farnir að leita að kylfum í sandinum blessaðir mennirnir.

En nú færi ég Gullskipsmönnum lífs eða liðnum þau gleðitíðindi, að gullið í gullskipinu sé svo sannarlega fundið. Það hefur lengi verið vel varðveitt í kirkjum og söfnum síðan það fannst, þótt lítið væri nú reyndar eftir af gullinu.

Gullið eru leifar af gyllingu, stundum gervigyllingu, á spjöldum úr skrautkistu með svörtu lakkverki, sem var meðal þess sem menn hirtu úr flaki skipsins eða af sandinum. Fróðir menn, og þar á ég m.a. við Þórð Tómasson í Skógum hafa lengið talið að spjöldin þrjú úr lakki sem varðveitt eru í Skógarsafni, Þjóðminjasafni og Kálfafellskirkju hafi komið úr Het Wapen van Amsterdam. Þar er ég alveg sammála meistara Þórði, og það eru fremstu sérfræðingar í Hollandi líka. Verkið á lakkspjöldunum kemur heim og saman við að það geti hafa verið úr skipi strandaði árið 1667.

Hins vegar er nýtt vandamál komið upp sem þarf að leysa. Lakkverk, sem á þessum tíma tengdist oftast Japan var framleitt víðar í Asíu en þar. Þegar Het Wapen van Amsterdam lagði upp í sína síðustuu ferð frá Batavíu (síðar Jakarta) í Indónesíu, og það var þann 26.janúar 1667, var skipalest sú sem Skjöldur Amsterdams með fylli að varningi víðs vegar úr Asíu. Hollendingar söfnuðu auðæfum, kryddi, vefnaði og postulíni í gríðarstór pakkhús í Batavíu sem þeir sóttu til fjölmargra hafna sem þeir sigldu á.

batavia_1661.jpg

Kastali Hollendinga í Batavíu árið 1661, stærð sumra pakkhúsanna sem sjást á myndinni var mikil. Njótið verksins, sem málað var af Andries Beeckman árið 1661, með því að stækka myndina. Málverkið hangir á Rijksmuseum í Amsterdam.

Ein þessara hafna var Macau, nýlenda Portúgala, sem þeir lögðu áherslu á, eftir að Japanar höfðu úthýst þeim frá Japan. Portúgalar höfðu smám saman gerst óvinsælir meðal Japana og stunduðu trúboð í Japan. Það líkaði Japönum lítt og voru Portúgalar loks flæmdir í burtu og einnig margir Japanir er tekið höfðu kristna trú. Meðal þeirra Japana sem fóru með Portúgölum voru iðnaðarmenn sem stunduðu lakklistavinnu. Þeir settust að á Macau nærri þeim stað sem síðar hét Hong Kong og héldu áfram að stunda handverk sitt.

Helsti sérfræðingur Hollands og heimsins í lakklist telur nú mjög hugsanlegt að spjöldin á Íslandi sem að öllum líkindum eru komin í "Gullskipinu" fræga, hafi verið gerð af japönskum listamönnum á Macau, þó ekki sé búið að afskrifa að þau séu frá Kyushu eyju í Japan, eða verkstæðum í Nagasaki ellegar Kyoto.

1-1.jpg

Spjald sem talið er vera úr Het Wapen van Amsterdam. Varðveitt í Byggðasafninu í Skógum og var síðast notað sem sálmaspjald í Eyvindarhólakirkju.

Efnasamsetning lakksins, sem á japönsku kallast urushi, verður nú vonandi rannsökuð ef leyfi fæst og er hægt með efnagreiningum að segja til um hvort að það var framleitt í Japan, Macau, Síam eða annars staðar. Vísindunum fleygir fram.

Fleiri tíðindi munu berast af því síðar á Fornleifi, sem alltaf er fyrstur með fréttirnar - af því gamla.

Vona ég að þessi gullfundur gleðji gullleitarmenn á Sandinum, ef þeir eru þá nokkrir eftir ofan sanda til að gleðjast með okkur - líklega allir farnir með gullvagninum aftur heim í skýjaborgirnar.


Skildir Íslands og Grænlands á miðöldum

le_roi_dillande_grande.jpgÁrið 1971 birtist í Árbók hin íslenska fornleifafélags grein á dönsku eftir danskan embættismann, Paul Victor Warming að nafni. Hann kynnti fyrir Íslendingum þá vitneskju að í frönsku handriti, nánar tiltekið skjaldamerkjabók, sem talin er hafa verið rituð á tímabilinu 1265-1275 og sem kennd er við hollenskan eiganda hennar á 19. öld, Wijnbergen, mætti finna skjaldamerki "konungs Íslands" á miðöldum (sjá mynd af merkinu úr handritinu hér til vinstri).

Í Wijnbergen-bókinni er skildinum lýst sem skildi le Roi dIllande. Þrátt fyrir að norskur sérfræðingur, Hallvard Trætteberg, hefði lagt lítinn trúnað á að þessi skjöldur hefði verið til í raun og veru, var grein Warmings á dönsku í íslensku riti hugsuð sem svargrein til Trætteberg. Greinin varð hins vegar að frekar krampakenndri tilraun Warmings, sem ekki fékk greinina birta annars staðar en í Árbókinni, til að sannfæra menn um að skjöldur þessi hefði ekki verið uppspuni einn líkt og Trætteberg hafði haldið fram.gissur_jarl_1275658.jpg

Grein Warmings í Árbók Fornleifafélagsins er öll full af fremur langsóttum skýringum, en þó hann fari út og suður í röksemdafærslum sínum þá hvet ég menn til að lesa greinina, ef danskan leggst vel í þá.

Warming taldi enn fremur víst að skjöldur sá sem Gissuri Þorvaldssyni var afhentur í Noregi árið 1258 með jarlstign sinni, líkt og greint er frá í Sturlunga sögu, hafi verið eins og skjöldurinn hér til hægri. Það eru 12 þverbjálkar, sex bláir og sex silfraði til skiptis. Warming taldi að skjöldur Gissurar hefði orðið að hluta skjaldamerkis Noregskonungs á Íslandi eins og því merki er lýst í Wijnbergen bókinni.

Í Sturlungu er grein þannig frá jarlstign Gissurar:

Ok þat sumar, er nú var frá sagt (þ. e. 1258), gaf Hákon konungr Gizuri jarls nafn ok skipaði honum allan Sunnlendingafjórðung ok Norðlendingafjórðung ok allan Borgarfjörð. Hákon konungr gaf Gizuri jarli stórgjafir, áðr hann fór út um sumarit. Hákon konungr fekk Gizuri jarli merki ok lúðr ok setti hann í hásætihjá sér ok lét skutilsveina sína skenkja honum sem sjálfum sér. Gizurr jarl var mjök heitbundinn við Hákon konung, at skattr skyldi við gangast á Íslandi. Í Björgyn var Gizuri jarlsjafn gefit á fyrsta ári ins fimmta tigar konungdóms Hákonar. Þá skorti Gizur jarl vetr á fimmtugan. En þá skorti hann vetr á fertugan, er hann gekk suðr, vetr á þrítugan, er Örlygsstaðafundr var, vetr á tvítugan, er hann gerðist skutilsveinn.

Enginn getur verið viss um, hvort að þessi skjöldur konungs Íslands hafi nokkurn tíma verið notaður á Íslandi, og þaðan að síður verið þekktur þar fyrr en Paul Warming skrifaði um hann á dönsku og gerði fróða menn á Íslandi viðvart um handritið sem skjöldinn er að finna í.

Í dag er ekki lengur hlaupið að því að fá upplýsingar um, hvar Weijnberger-bókin er niður komin. Koninklijk Nederlandsch Genootschap voor Geslacht - en Wapenkunde (Hið konunglega hollensk félag fyrir ætt- og skjaldamerkjafræði), þar sem handritið var í geymslu um tíma á 20. öld, hefur þurft að skila bókinni til eigandans, sem ekki vilja lengur sýna bókina nokkrum manni og leyfir ekki að nafn eiganda sé upp gefið fremur en heimilisfang. Slík sérviska er afar furðuleg á okkar upplýstu tímum. Mig grunar að eigandinn hafi annað hvort hellt kaffi eða rauðvíni á bókina, og sennilega skammast sín svo ærlega að hann hefur látið sig hverfa með bókina. En vart gefur aðgangur að handritinu, sem hefur verið lýst nokkuð vel af fræðimönnum áður en það var falið, frekari upplýsingar um skjöld Íslands, sem í henni er að finna.

Var skjöldur Íslands tilbúningur?

Persónulega hallast ég að skýringum Hallvards Trættebergs og tel ég afar ósennilegt, en þó ekki alveg óhugsandi að Noregskonungur hafi átt Íslandsskjöld, og enn síður að Íslendingar hafi þekkt þann skjöld sem teiknaður er í frönsku skjaldamerkjabókinni sem kennd er við Wijnbergen. Sennilegt þykir mér að einhver spjátrungur og merkikerti í Frakklandi sem sá um skjaldamerkjamál hirðar einhvers konungsins þar í landi hafi hugsað með sér: "Hvernig ætli skjaldamerki Íslands líti út?". Hann hefur ugglaust haft óljóslegar spurnir af einhverju Íslandi (Illande) og þekkt skjöld norska konungsins. Síðan hefur hann skáldað er hann teiknaði skjöld fyrir konungsríkið Illande (eða Islande, sem er sennilegra að standi í handritinu) eins og honum hefur þótt hann ætti að vera. 

Ef slíkur skjöldur hefði í raun verið til og verið notaður hér af erindrekum konungs eða skósveinum hans íslenskum og skutilsveinum, tel ég nokkuð öruggt að við þekktum hann úr íslenskum heimildum eða úr fjölda annarra svipaðra skjalamerkjaverka sem varðveist hafa frá miðöldum. Skjöldur Íslandskonungs í Wijnbergenbókinni er hins vegar einstakur í sinni röð og því ólíklegt að skjöldurinn sé annað en tilbúningur.

Við megum þó ekki útiloka, að einhvern daginn finni einhverjar fornleifafræðingaómyndir mynd "íslenska konungsskjaldarins", skjöld Gissurar og allra helst vel fægðan lúður hans undir stórum steini. Þangað til er víst best að slá alla varnagla frekar fast.

Skjaldarmerki "Grænlandskonungs"

Líkt vandamál og með íslenska skjaldamerkið gæti verið upp á teningnum með skjöld "Grænlandskonungs", sem teiknaður var í tvö skjaldmerkjahandrit á Englandi. Þau sýna hvítabjörn og þrjá hvíta fálka á grænum fleti.

Ef menn þekktu til Grænlands á annað borð, vissu menn ugglaust að þar væru birnir hvítir. Höfðu konungar á Bretlandseyjum fengið hvítabirni að gjöf frá norskum starfsbræðrum sínum (sjá hér og hér). Í miðaldaheimildum var iðulega minnst á hvítabirni í tengslum við Grænland. Veiðifálkar voru sérlega eftirsóknarverðið meðal konunga og greifa og bar hinn hvíti Grænlandsfálki þar af. Hvað var því meira upplagt en að setja þessi dýr á grænan skjöld? Landið hét þrátt fyrir allt Grænland.

En voru þessi skyldir til í raun og veru til og t.d. uppi við í kirkjum eða híbýlum Grænlendinga. Eða voru þeir einungis hugsmíð á bókfelli á Englandi og í Danmörku?

Nýlega nefndi Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, blaðamaður og um tíma settur þjóðminjavörður með meiru, þetta grænlenska skjaldamerki. Guðmundur hefur um margra ára skeið verið mikill áhugamaður um hugsanlegt skjaldamerki Íslands sem finna má í Wijnbergen-bókinni. Á fasbók sinni nefndi Guðmundur handrit í Lundúnum sem sýna m.a. skjaldamerki Grænlandskonungs "Roy de Groyenlande", og vitnaði hann í málgagn sauðkindarinnar og basl- og biðraðaflokksins, Tímans sáluga, í grein sem birtist árið 1977 (sjá hér).

Handritin ensku eru tvö að tölu. Í greininni í Tímanum var sagt frá athugunum fyrrnefnds Paul Victor Warmings, sem þá gegndi stöðu skjaldamerkjaráðs dönsku drottningarinnar. Áður hafði Warming unnið sem dómarafulltrúi og síðar sem ritari, fulltrúi og deildarstjóri í ráðuneytinu fyrir opinberar framkvæmdir (Ministeriet for offentlige arbejder) sem lagt var niður árið 1987 og þá lagt undir samgönguráðuneytið.

Í grein Warmings, sem var endursögn úr grein sem áður hafði birst í danska dagblaðinu Berlingske Tidende, voru hins vegar margar villur og meinlokur. Ekki voru þó neinar þýðingavillur eða misskilningur á ferðinni hjá starfsmönnum Tímans. Warming var hins vegar eins og margir hirðmenn konunga fyrr og síðar, enginn sérstakur bógur í sinni þjónustugrein fyrir sinn höfðingja. Betra væri að skilgreina hann sem dugmikinn amatör. Furðulegustu menn og uppskafningar hafa sumir hafa tekið sér að kostnaðarlausu, helst til þess að geta talist til hirðarinnar og til að fá orður og nafnbætur. Slefandi snobbið þrífst við hirðir nútímans, líkt og svo oft áður. T.d. var einn af silfurgæslumönnum hirðarinnar á stríðsárunum lítilmótlegur nasisti, Dall að nafni, en löngu síðar tók við því starfi kennari nokkur sem engar forsendur hafði til þess annað en löngun til að vera í sambandi við "háaðalsborið og konunglegt" fólk.

Í greininni í Berlingske Tidende upplýsti Paul Warming, að hann teldi að til hefði verið skjaldamerki konungs Grænlands allt að tveimur öldum áður en elsta þekkta skjaldamerki Grænlands (hvítabjörn á bláum fleti) þekkist í Danmörku, annað hvort höggvið í stein eða málað. 

Ég hafði samband við British Library og Society of Atniquaries of London á síðasta ári til að ganga úr skugga um aldur þeirra handrita sem bera skjöld "Grænlandskonungs" og til að útvega mynd af skyldi þeim sem ekki var birt mynd af í Tímanum árið 1979. Hér skal sagt það sem rétt er um þessa tvo skildi og þau handrit sem þau er að finna í:

greenland_london_roll_1470.jpg

London Roll

Skjöld "Grænlandskonungs" sem sjá hér að ofan má finna í svo kallaðri London Roll. London Roll er ekkert annað en tæknilegt heiti á seinni tíma viðbót við rullu (roll) sem kallst The Third Calais Roll. Ritunartími The Third Calais Roll er tímasettur nokkuð nákvæmlega til ársins 1354. Handritið er varðveitt á British Museum í London. London Roll er  hins vegar safn fremur illa teiknaðra skjaldmerkja aftan á The Third Calais Roll og hefur þessi viðbót verið færð inn (rituð og skreytt) um 1470 eða nokkru síðar. Teikningin af hvítabirninum og fálkunum þremur í þessi handriti er því í mesta lagi 160-170 árum eldra en elsta þekkta birtingarmynd grænlenska ísbjarnarins á bláum fleti í Danmörku.

roskilde_dom_innen_orgel_2.jpgWarming taldi að elsta þekkta gerð skjaldamerkis Grænlands í Danmörku væri að að finna á skreyti, þ.e. útskornum skjöldum á elsta orgeli Hróarskeldudómkirkju. Skreytingin er tímasett til 1654, en kjarni orgelsins, er svokallað Raphaëlisorgel frá 1554-55, byggt af hollendingnum Herman Raphaëlis Rodensteen. Hugsast getur að hlutar af skreytinu, t.d. skildirnir, séu eldri en breytingin á orgelinu sem gerð var árið 1654. Því getur skjöldurinn á orgelinu í Hróarskeldu, sem sýnir skjöld Grænlandskonungs með hvítabirni á bláum fleti, fræðilega séð verið mun eldri en frá 1654, þótt áletrun á orgelinu upplýsi að það sé frá 1654.

Það var Paul Warming sem fyrstur manna uppgötvaði skjaldamerki Grænlands á orgelinu í Hróarskeldukirkju, en áður en hann gerði það töldu menn að elsta skjaldamerki Grænlands væri að finna á gullspesíu frá 1666, sem Kristján 4. lét slá með mynd af sjálfum sér og skjaldamerki ríkis síns á bakhliðinni (sjá mynd X). Svo virðist sem uppgötvun Warmings hafi ekki slegið í gegn eða komist til skila í fræðin, því enn eru menn að vitna í spesíu Friðriks 3. frá 1666 (sumir segja hvítabjarnarskjöldurinn hafi þegar verið á spesíudal Friðriks árið 1665 sjá hér) sem elstu heimild um hvítabjarnarskjöld Grænlands.

christian_1666.jpg

Ekki vissi Warming allt, því reyndar þekkist hvítabjörn á grænum fleti einnig af einu stórfenglegu safnskjaldamerki danska konungsríkisins frá 1654. Það var að finna á gafla skrautskips Kristjáns 4. Sophíu Amalie, en smíði þess lauk árið 1650. Til allrar hamingju eru til tvö samtímalíkön af skipinu - eitt í Kaupmannahöfn og hitt í Osló og sést þar ísbjarnarskjöldur með grænum bakgrunni undir skjaldamerki Íslands, tveimur skreiðum krýndum á rauðum fleti) og yfir færeyska lambinu á bláum fleti.

Til upplýsingar þeim sem stundað hafa opinbera skjaldmerkjafræði á Íslandi og skrifað um þær af miklum vanefnum á heimasíðu Forsætisráðuneytisins, er því hér með komið á fram að tvær krýndar skreiðar voru einnig notaðar sem skreyti á skildi Íslands á 17. öld. 

sophia_amalia_islandgr_nlandfaer_erne.jpg

sophia_amalia_traedaekker.jpg.

Sir William Neve´s Book

soc_ant_order_36.jpg

Þennan grænlenska skjöld Le Roy de Grenelond, dálítið frábrugðinn þeim sem er teiknaður í London Roll, er að finna í svokallaðri Sir William Neve´s Book (SAL MS 665/5), sem varðveitt er í Society of Atniquaries of London í Burlington House, Piccadilly í Lundúnum. Í Catalogue of English mediaeval Rolls of Arms (1950) eftir Anthony Wagner, sem var einn fremsti sérfræðingur Breta um skjaldamerkjafræði á 20. öld, er upplýst að þessi rulla sé 156 blaðsíður úr bók sem ekki er lengur til sem og að á blöðum þessum sé að finna lýsingar á 936 skjöldum. Taldi Anthony Wagner að bróðurpartur  bókarinnar hafi verið frá því um 1500, en bætir því við í lýsingu að handritið væri frá 16. öld, en að eldra efni hafi verið bætt inn í það. Því er hægt að fullyrða að margt sé enn á huldu um aldur þessa handrits.

Í Sir William Neve´s Book er hvítabjörninn teiknaður standandi (eða gangandi eins og það heitir á máli skjaldamerkjafræðinga). Eigandi þessara bókaleifa var Sir William le Neve af Clarenceux, sem mun hafa eignast bókina um 1640. William le Neve var uppi 1600-1661 og var skjaldamerkjaráð, safnari og greinilega hinn mesti furðufugl. Hann missti nafnbót sína árið 1646 og var síðar lýst sem "lunatic" árið 1658 og sem "insane" árið 1661. Ekki fór því vel fyrir þeim skjaldaverði.

hugoderoselbyleneve.jpgSir William le Neve í einhvers konar fornmannabúningi sem hann hannaði sjálfur og gekk í þegar hann tjúllaðist. Kannski var hann bara á undan sinni tíð, eins konar einhvers konar Sigurður málari þeirra Englendinga eða nafni hans Vigfússon.

Það voru því víst ýkjur hjá Paul Warming, að halda því fram að skildir "Grænlands- konungs" í enskum handritum væri allt að tveimur öldum eldri en hvítibjörninn á bláum fleti sem þekktur er í Danmörku á 17. öld. Eins og fyrr segir, var einnig til skjöldur með grænlenskum hvítabirni á grænum fleti á viðhafnarskipi Kristjáns 4. sem var fullsmíðað árið 1650. En hvort hvítabjörninn sem þekkist í enskum handritum hafi nokkru sinni verið notaður á Grænlandi af norrænum mönnum er hins vegar útilokað að segja neitt um út frá þeim brotakenndu heimildum sem til eru.

Silfurskjöldurinn frá rúst V 54 í Niaqussat

skjold_fra_hikuin_1980_lille.jpg

Það er ekki svo með sagt að ég telji að norrænir menn á Grænlandi hafi verið algjörlega menningarsnauðir og allslausir í hinni miklu einangrun sinni eða með minni aðgang að stórmenningu en t.d. frændur þeirra Íslendingar.

Vel getur verið áhugi á skjaldamerkjum hafi verið mikill á Grænlandi. Það virðist sem að einhverjir hafi jafnvel gengið með litla ættarskildi úr silfri á klæðum sínum á Grænlandi. Í kotlegri rúst í Vestribyggð á hjara veraldar fannst við fornleifarannsókn á 8. áratug 20. aldar örlítill skjöldur úr silfri. Hann er aðeins 1,8 sm. að lengd og 1, 2 sm. að breidd, eða eins og þumalsnögl að stærð. Ekki nóg með það: Í rústinni í Niaquassat í Vestribyggð, sem ber heitið V 54, hafa einnig verið höggnir út skildir án skjaldarmyndar í tálgusteinsgrýtur. Mögulega hafa íbúar á V 54-stöðum í Niaqussatfirði verið af fínum ættum og því þótt bráðnauðsynlegt að skreyta sig með skjaldamerkjum ættarinnar sem náð hafði lengra til vesturs en aðrir Evrópumenn.

Skjaldamerkjafræðingur einn danskur, sem tjáði sig um skjöldinn á V 54-stöðum er hann fannst, hefur með mjög hæpnum rökum talið silfurskjöldinn í V 54 vera frá 13. öld og bent á að hann eigi sér engar hliðstæður á Norðurlöndum. Sömuleiðis benti hann á að skjöldur skosku Campbell-ættarinnar bæri svipað merki og skjöldurinn sem fannst í V 54. Athyglisvert er þetta ef satt væri. Bjuggu kannski Skotar, fjarskyldir frændur Campbell-klansins, á Grænlandi á 13. öld? Skoðum málið aðeins betur:

Ef rýnt er í fornleifarnar sem fundust við rannsókn á V 54, undir stjórn danska fornleifafræðingsins Claus Andreasen, kemur fljótt í ljós að það kann sjaldan góðri lukku að stýra, að fornleifafræðingur sem lagt hefur stund á forsögulega fornleifafræði fer að fást við miðaldafræði á Grænlandi  - eða annars staðar. Claus Andreasen (sjá grein Andreasen hér) velur að fylgja hefðbundinni, og frekar kreddukenndri aldursgreiningu á endalokum byggðar í Vestribyggð, sem menn hafa ályktað að hafi orðið um miðbik 14. öld. Aðrar fornleifar frá V 54, svo sem gott safn horn- og beinkamba og kirkjubjöllubrot, sem einnig hafa fundist hafa annars staðar í Niaqussatfirði, benda til þess að búseta hafi að minnsta kosti haldist fram undir 1400.

Mjög góðar hefðbundnar kolefnisgreiningar á efni frá V 54 voru gerðar í Kaupmannahöfn, og gefa þær einnig til kynna að búseta á V 54 bænum hafi geta haldist allt fram á 15. öld og ef til vill lengur. En Andreasen vísaði kolefnisaldursgreiningum hins vegar alfarið frá í grein sinni. Hann upplýsti lesendur sína að þar sem ein hefðbundin aldursgreining endaloka byggðar í Vestribyggð hafi verið tímasett til 1350 þá hlyti kolefnisaldursgreiningin að vera röng, því samkvæmt rökum Andreasen:

"Denne officielle dato vil jeg holde mig til her, da der ikke er 100% sikkerhed for, hvad der egentlig er dateret med sidstnævnte datering."

Síðan Andreasen skrifaði þetta hafa menn breytt skoðun sinni og talað er um endalok byggðar á seinni hluta 14. aldar.

Ég leyfði mér sömuleiðis að rannsaka, hvers kyns sýnið var sem greint var og hafði samband við Þjóðminjasafn Dana sem sendi mér strax niðurstöður kolefnisaldursgreininganna sem Claus Andreasen birti ekki sem skyldi á sínum tíma (sjá hér). Þá kom í ljós, að Andreasen hefur ekki aðeins hafnað niðurstöðum fyrir gamla og forstokkaða kreddu sína, heldur einnig ruglað kolefnisgreiningunum sem gerðar voru á efniviði frá V 54 saman innbyrðis. Sýnið K-3060 sem Andreasen segir sýna of ungan aldur til að hann geti notað það gerir það alls ekki. Hins vegar sýndu sýnin K-3061 og K-3062 yngri aldur en hefðbundna lokaaldursgreiningu byggðar í Vestribyggð. En ber að hafna þeim niðurstöðum vegna þess að menn eru óöruggir með sýnið? Ekkert bendir til þess.

Meiri nákvæmni fornleifafræðingsins hefði verið óskandi fremur en frekar þóttafull höfnun hans á niðurstöðum. Þetta voru sannast sagna afar léleg vinnubrögð fornleifafræðings. Claus Andreasen hafðu, mér sjáanlega, enga haldbæra ástæðu til að hafna kolefnisaldursgreiningum á sýnunum. Niðurstöðurnar gætu einnig vel stutt þann möguleika að búseta hafi haldist lengur í Vestribyggð en menn telja almennt, án annars en gamalla tímasetninga byggða á eintómum alhæfingum. Ég endurreiknaði niðurstöður aldursgreininganna frá V 54, sem má sjá hér.

k-3062_kalibreret.jpg

c-14_dateringer_n_54_vesterbygden.jpg

Þar fyrir utan má vera ljóst, að ættaskjöldur Campbell-ættarinnar á Skotlandi er frábrugðinn silfurskildinum sem fannst í rústunum af "V 54 stöðum" á Grænlandi. Þríhyrningarnir í mynstri skjaldar Gampbell-ættarinnar snúq ekki eins og þríhyrningar skjaldarins sem fannst á Grænlandi.

Portúgalar á Grænlandi?

Ef til vill ber einnig að nefna, að skjöldurinn frá V54stöðum í Vestribyggð sver sig frekar í ætt við merki/fána Lissabonborgar. Portúgalar létu töluvert til sín taka í Norður-Atlantshafi á 15. öld.

Menn telja sig vita að konungur dansk-norska sambandsríkisins, Kristján 1., hafi leyft Alfons 5. (Alonso V) konungi Portúgals að senda leiðangra til Grænlands til að finna norðurleiðina til Indlands. Heimildir um það eru hins vegar af mjög skornum skammti og í raun ekki eldri en frá seinni hluta 16. aldar. Tengjast þær ferðasögur óljósum sögum af ferðum Diðriks Pínings og Jóhannesar Pothorsts til Grænlands og jafnvel til Vesturálfu, sem einnig reyndar er afar lítið vitað um.

Portúgalar eru taldir hafa fundið Nýfundnaland á tímum Alfons V, og á kortum kölluðu þeir eyju sem ekki er til í raun og veru Terra do Bacalhau (Þorskaland), og vilja margir menn meina að það hafi verið það nafn sem Portúgalar gáfu Nýfundnalandi. Vel er því hugsanlegt að Portúgalar hafi hafi einnig siglt á Grænland eða komið þar við. Tilgátur hafa einnig verið settar fram um að Portúgalar hafi sótt sér norræna menn á Grænlandi á seinni hluta 15. aldar og notað þá sem vinnuafl/þræla á Kanaríeyjum og Madeira. Ekki hefur þótt mikill fótur fyrir þeim tilgátum, en silfurskjöldur sem er með sama merki og gamall fáni Lissabonborgar, sem finnst í rúst bæjar á afskekktum stað á Grænlandi, þar sem byggð gæti hafa farið síðar í eyði en menn hafa talið, gæti frekar rennt undir það stoðum en hitt.

Ef til vill verðum við að vera aðeins meira opin fyrir öðrum hugmyndum en að skjöldurinn í rúst V 54 hafi týnst af klæðum Skota að nafni Campbell. Við þekkjum ekkert til ferða þeirrar ættar til Grænlands á 15. öld. Hins vegar er góðum líkum hægt að leiða að áhuga Portúgala á Grænlandi. 

Skjöldur Hákons unga, en hvorki Íslands né Portúgals

warming_portugaler.jpgÞví má við bæta í lok þessarar frekar löngu enn "merki"legu greinar, að lýsing skjaldamerkis Grænlandskonungs í handriti í eigu Sir William le Neve, handriti sem talið er vera frá því um 1470 eða síðar, er að finna fyrir neðan skjaldamerki Noregskonungs og meints merki konungs Portúgals (Le Roy De Portyngale), sem í bók Sir Williams eru þrír bátar, ofan á hverjum öðrum. Þetta merki þekkist hins vegar ekki í Portúgal, og gæti því verið enn einn uppspuninn og óskhyggjan í skjaldamerkjafræðunum af því tagi sem áður segir frá.

Það að merkin eru sýnd saman í bókinni þarf ekki að sýna tengsl á milli Noregs, Íslands og Portúgals líkt og Paul Warming lét sér detta í hug árið 1977 (sjá hér). Warming taldi hugsanlegt að vegna þess að skjöldur konungs Portúgals væri hafður með skjöldum Noregskonungs og Grænlands í handritinu, þá gæfi það til kynna að menn á Bretlandseyjum hafi verið kunnugur áhugi Portúgala á Grænlandi á 15. öld. Það verður nú að teljast frekar langsótt skýring áhugmannsins við dönsku hirðina.

Þrjú skip ofan á hverju öðru á rauðum fleti var nefnilega um tíma skjaldamerki Noregskonungs. Skjöldur með þremur bátum á rauðum fleti er þekktur á 13. öld í enskum handritum og þá nefndur í einu handritanna sem skjöldur Hákons unga (1232-1257), sonar Hákons gamla Hákonarsonar (hins fimmta) Noregskonungs (1204-1263), sem ríkti á tímabilinu 1217-1263. Hann var fyrsti konungur yfir Íslandi. Hákon yngri var eins konar hjálparkonungur frá barnæsku um 1240 og fram til 1257 er hann andaðist.

Skjöld Hákons unga er að finna í tveimur miðaldahandritum,sem eru samtímaheimildir. Annars vegar Historia Anglorum (Saga Englendinga) sem nær yfir tímabilið 1070-1253, og sem er hluti af safnritinu Chronica Majora (British Library; Royal MS 14 C VII (sjá hér). Bæði handritin eru eftir munkinn Matthew Paris (d. 1259). Historia Anglorum er öll skrifuð af honum sjálfum á tímabilinu 1250-1255. Í Historia Anglorum stendur í skýringu við merkið með þremur skipum:

“Scutum regis Norwagiae nuper coronati qui dicitur rex insularum” sem þýða má: Merki Noregskonungs sem nýlega var krýndur og kallaður er konungur eyjanna"

canvas.png

Sumir vafasamir skjaldamerkjafræðingar á veraldarvefnum (og nóg er greinilega til af þeim) hafa vegna vöntunar á lágmarkskunnáttu á latínu þýtt textann með "krýndur konungur eyjunnar" og bent á að "eyjan" væri Ísland. En nú stendur einu sinni rex insularum en ekki rex insulae. Þannig að sú kenning, sem er því miður farin á flug meðal rugludalla, er algjör fjarstæða. Annað er ekki hægt að staðfesta með nokkrum hætti, enda var Ísland ekki komið undir norskan konung þegar Hákon inn ungi dó árið 1257.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í janúar 2016.


Norðmenn eru sögulaus þjóð

akr-fb.jpg

og það háir þeim greinilega svo mjög að þeir eru nú farnir að fjöldaframleiða Flateyjarbók með teikningum eftir teiknisögulistamann, sem myndskreytir í sunnudagaskólastíl, sem hann mun hafa alist upp í ef trúa má Herópinu norska hér á árum áður (sjá hér). Hallelúja og amen!

Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti sjá nokkur verk Anders Rue Kvåle (myndin efst er af honum). Meðal annars má sjá norska kletta á Lögbergi. Þetta eru kjánalegar klisjur sem minna á sunnudagaskólamyndir amerískra sértrúarsafnaða.

Kerlingarnar með skuplurnar frá 8. áratugnum eru greinileg enn sexí í þessum "víkingalistiðnaði". Indíánarnir á Vínlandi eru hrein fjarstæða. Víkingalistamaðurinn Andrés hrjúfi frá Hváli hefði gert sjálfum sér og öðrum greiða ef hann hefði haft Íslandskort sér við hlið. Þá hefði ekki gosið í Vestmannaeyjum árið 1000 eins og á þessari mynd:

sunnudagskolamyndin.jpg

Í myndefninu fer "den konstruktive sagakritikken" hans Þorgríms frá Tittlingastöðum (Torgrim Titlestad) út um þúfur og víðan völl. Fornleifafræði, listfræði og lágmarks heimildagagnrýni virðist lítt geðjast prófessornum úr Stafangri. Eins og öllum má vera ljóst er Flateyjarbók uppspuni einn, ritaður af landeyðum til að komast í mjúkinn hjá norskum herrum. Alltaf sama sagan. Það sem nú hefur verið prentað í Noregi, og ber sama nafn og öndvegisrit okkar, er nútíma glansmyndasafn sem líklegast hefði glatt meðlimi "Hirðarinnar" í Norsk Nasjonal Samling meira en nokkra aðra. Þessi útgáfa er tær tímaskekkja!

Norðmenn fá að kjassa Flateyjarbók

Mér til mikils hryllings eru greinilega enn til Íslendingar sem setja öll lög og reglur úr sambandi til að þjónkast við duttlunga erlendra manna sem hafa áhuga á Íslandi. Meðan íslenska þjóðin hefur vart fengið að sjá Flateyjarbók nema ljótum kassa við Suðurgötu, og um tíma í öðrum kassa við Hverfisgötu, sem ekki var gætt nógu vel fyrir Forstöðukonu Árnastofnunar, svo hún lét fjarlægja handritin sem voru í vörslu annarrar forstöðukonu - þá getur norskur klisjumyndaframleiðandi og sagnfræðingur, sem hefur fengið einhverja flugu, fengið að hampa okkar rómaða menningararfi án þess að hafa hanska, líkt og einhver vergjörn norsk smástelpa sem fær að flaðra upp um Justin Bieber.

Fyrr má nú fyrr vera. Íslendingar eru fífl, enda flestir komnir af Norðmönnum. Það er ættarsvipur á mörgu. Nú má búast við halarófu af fólki sem kemur til landsins til að láta mynda sig með Flateyjarbók. Það liggur við að maður segi: Handritin aftur til Kaupmannahafnar!!!

img_5106.jpg

Þorgrímur úr Ballarkoti fékk líka að handfjatla menningararfinn í Þjóðmenningarhúsinu. Kannski var þetta tilefnið til þess að bókin var tekin þaðan í fússi af Guðrúnu Nordal? Eitthvað yrði nú sagt ef ég vippaði mér upp í Oseberg-skipið á skítugum skónum með tilvísun til þess að formóðir mín, Sigríður Svarta, hefði verið heygð í því. Ætli ég fengi ekki svítu við hliðina á berserknum Breivík fyrir slík helgispjöll?


Hinn heilagi íslenski þjóðfáni

gledilega_hatid.jpgHér hefst röð nokkurra greina um merki Íslands, skjaldamerki fyrr og síðar, fána þjóðarinnar og skildi riddara hennar.

Ekki alls fyrir löngu sá ég í fréttum RÚV, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlaði að setja fram fjölda mála á þingi, þó engin stórpólitísk eða vitsmunaleg (sjá hér, 8:50 inni í fréttatímanum). Eitt að af keppikeflum hins landsföðurlega unglings er að leggja fram breytingar á lögum á þjóðfánanum til að leyfa notkun fánans á verslunarvörum sem framleiddar eru á íslandi; sem og í vörumerkjum og umbúðum (á það líka við list, sem líka er verslunarvara?). Hann boðið slíkt lagafrumvarp í fyrra en kannski var það eitthvað annað?

fanasala.jpg

Ljósmynd Haraldur Jónasson. Myndin efst er skönnuð af höfundi og er af safni hans af íslenskum fánum úr Turmac sígarettupökkum. Slík merki myndu ekki fá náð fyrir lögum Sigmundar Davíðs í dag.


Fáninn er sameign landsmanna. Frjálsa þjóðin í vestri er búin að nota Stars and Stripes í alls kyns tilbrigðum og Union Jack Breta hefur t.d. verið settur á kitlara (titrara/gervilimi) sem seldir eru í Soho, án þess að menn kippi sér hið minnsta upp við það. Það kemur því ekki á óvart að Sigmundur Davíð leikmyndahönnuður á Selfossi, maður með ríka fortíðarást gerist fánahyllir og leyfi fánann á hvað sem er, að því tilskyldu að framleiðslan sé alíslenskt og framleidd í landinu sjálfu undir strangri umsjón fánaeftirlitsmanna og fánalögreglunnar.

Þetta er auðvitað leynd aðför að minjagripasölumönnum á Íslandi, sem selja alls kyns rusl í fánalitunum og umvafið í þjóðfánann, búið til af börnum í Kína og Laos. Íslenskir minjagripir eiga að vera íslenskir og hráefnið í þá líka!

Rís þú upp unga Íslands merki
Þetta minnir mig allt á umbrot í MH á árum mínu þar (1976-79), þegar hópur kristinna í skólanum bað samnema sínu um að teikna Guð og þá var þjóðfáninn mönnum hugleikinn. Niðurstöðurnar voru birtar á sýningu og meðal þess kom í sarpinn var reður í reisn litað með fánalitunum. Einnig var teikning af Hallgrímskirkjunni sem portkona svört og mikið í netsokkum  sat klofvega yfir og gerði síg líklega til að gleypa turninn. Síðastnefnd teikning var gerð af guðsdreng einum í skólanum, drátthögum mjög í erótískri list. Þessir draumórar hans spurðust þó ekki vel fyrir hjá rektor Guðmundi Arnlaugssyni sem var alveg mát, og lét banna sýninguna. Flestir nemar skólans hlógu sig máttlausa enda komnir tíma þar sem menn tóku merki lýðveldisins ekki eins alvarlega og lýðveldið sjálft, sem er miklu mikilvægara en merki þess.

Sifjarspell
Ósk Sigmundar um að hafa fánann einvörðungu á höndum íslenskra framleiðenda, minnir mig á frekjudrós að Norðan, fyrrverandi fegurðardís úr Sjallanum, sem fyrir nokkrum árum reyndi með lögfræðingaaðstoð að banna konu sem í mörg ár hafði rekið fyrirtæki undir nafninu SIF að nota það nafn, vegna þess að hún væri sjálf farin að nota nafnið í sínum atvinnurekstri og væri hin eina og sanna SIF JAKOBS alþjóðlegur skartgripahönnuður, lærð í Svíþjóð: "Einnig kemur fram að hún sé aðalhönnuður eins af stærstu skartgripafyrirtækjunum í Kína og sömuleiðis séu skartgripir hennar seldir í Leonard hér á landi. Þá hafi hún hannað skartgripi sem seldir hafa verið til styrktar góðum málefnum, svo sem til styrktar Neistanum (styrktarfélagi hjartveikra barna), blindum börnum og Krabbameinsfélaginu. Af þessu hafi hróður hennar sem skartgripahönnuðar spurst út og hún orðin þekkt hér á landi sem og erlendis fyrrverandi hönnuður hjá stærsta skartgripafyrirtæki Kína" . Málatilbúningur var allur hinn hjákátlegasti (sjá hér), enda tapaði Sif (sem reyndar heitir Guðný Sif) máli sínu með glæsibrag í úrskurði Einkaleyfisstofnunar. Skartgripir hennar minna mig á hundaólar með "blingi" og glerdemöntum, og virðast fjöldaframleiddir af börnum í Kína á ómannsæmandi launum. Þess vegna er ég búinn að hafa samband við Marc Jacobs og hef sagt honum frá Guðnýu sem sumir halda að sé systir hans. Frekja Sifjar minnir mig á vissan hátt á Sigmund Davíð, sem ætlar að banna öðrum mönnum en íslenskum að nýta sér íslenska fánann. Nú á þetta að verða Íslenski fáninn by David Gunlogs. Hefur ráðherrann ekkert betra við tímann að gera?

Þegar faðir minn vanvirti íslenska fánann.
c_users_pabbi_pictures_wim_2_817312_1269458.jpgFaðir minn var erlendur maður að uppruna og kaupahéðinn. Þetta er hann á myndinni í æsku sinni. Eitt sinn fékk hann þá hugmynd snemma á 7. áratug 20. aldar að fá framleidd þjóðleg gluggamerki fyrir íslenskar bifreiðar, enda sá hann það greinilega fyrstur manna fyrir að Íslendingar myndu síðar flykkjast i ferjum til erlendra landa á drossíum sínum. Var þessu framtaki ekki tekið vel upp í ráðuneytum landsins þótt að merkin rokseldust. Faðir minn fékk bréf frá tveimur ráðuneytum og það í hótunarstíl. Honum var greint frá því að hann notaði skjaldamerki og fána Íslands í leyfisleysi.

Faðir minn, sem hafði í nær áratug verið íslenskur ríkisborgari hafði strax samband við Gunnlaug Þórðarson, sem oft hafði verið honum innan handa með lögfræðileg vandamál og var einnig um skeið endurskoðandi föður míns. Gunnlaugur sagði það af og frá að faðir minn væri að brjóta nokkur lög. Pabbi andaði léttar. En þá barst hótunarbréf um sektir og fangelsisvist og hvað eina, sem ég á því miður ekki búinn að finna. Hætti þá faðir minn sölu á þessum bílamerkjum og sneri sér að ermamerkjum með fána og skjaldamerki og lyklakippum með skjaldamerki Íslands sem aldrei var fett fingur út í og sem rokseldust í Rammagerðinni og í öðrum minjagripaverslunum, jafnvel á Langanesi.

Tel ég víst að einhver stór smásál að Norðan í íslenska stjórnkerfinu hafi ekki þolað að útlendingur væri að selja hinn heilaga íslenska fána. Gunnlaugur Þórðarson taldi hins vegar víst, að það hefðu hleypt galli í blóð stjórnvalda að faðir minn lét setja myndir af ýmsum opinberum byggingum á rúðumerkin, þannig að útlendingar sæju á bifreiðum Íslendinga hve kotungsleg dómkirkja, þinghús og forsætisráðuneyti landsins væru. Gunnlaugur taldi, sem sagt, að þetta kæmi við minnimáttarkenndina í sumum Íslendingum.

bilru_umerkib.jpg

Fyrir nokkrum árum tókst mér að bjarga nokkrum gluggamerkjum, svokölluðum decals, sem faðir minn lét framleiða í Hollandi hjá fyrirtæki í Amsterdam sem bar heitið ALIMEX. Fleiri gerðir voru til en þessar. Ein var t.d. með íslenska fánanum á skildi og önnum með íslenska skjaldamerkinu. Mig minnir einnig að Leifsstyttan á Skóavörðuholtinu væri á einu merkjanna.

bilrudumerki2b.jpg

Þessi merki rokseldust, en voru í óþökk verndara hins heilaga, unga, íslenska fána, sem hins vegar var stundum hylltur á afar sérstakan hátt (sjá hér), líkt og í Kaldárseli árið 1989, þar sem sannkristnir menn hylltu fánann með "rómverska" laginu. Ekkert var sagt við því í ráðuneytunum. Myndin er fengin úr Barnablaðinu 2.tölublaði, 1989.

heil_fani.jpg

Heil eða Saluto Romano, sem er seinni alda tilbúningur og á ekkert skylt við Rómverja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband