"Stradivaríusinn" minn er kominn heim
2.11.2019 | 10:35
Í október var ég í nokkra daga međ gömlum vinum í forláta íbúđ í Charlottenburg í Berlínarborg. Áđur en ţeir komu, hafđi ég setiđ á pólitísku skjalasafni Utanríkisráđuneytis Ţýskalands (Politisches Archiv des Auswärtiges Amts) og grúskađ fyrir grein sem ég ćtla ađ skrifa međ konu í París. Fyrir utan daga međ góđum mat, tónleikum og leikhúsferđ á Berliner Ensamble til ađ sjá hiđ djöfulgóđa verk Baal eftir Berthold Brecht, var hápunktur ferđarinnar fyrir mig ađ annar fornvinanna kom međ langspiliđ mitt góđa sem ég smíđađi ţegar ég var ungur (sjá hér).
Nýlega var smíđakennari á Ţingeyri, Jón Sigurđsson ađ nafni, sem smíđar langspil, búinn ađ smíđa verklega tösku fyrir mig undir hljóđfćriđ mitt, en kassinn var ekki tilbúinn ţegar ég var á Íslandi í lok september.
Einn vina minna, Kristján, gerđist vinsamlegast burđardýr fyrir langspiliđ. Ég hafđi vitaskuld miklar áhyggjur af međferđ hljóđfćrisins og kassans í flugvél frá Íslandi til Berlínar. En ekkert var ađ óttast um ţađ í höndum Kristjáns. Ţađ fékk svo sannarlega einnig Sondermeđferđ hjá flugfreyjunum Icelandairs. - Kristján ţurfti ekki annađ en ađ segja leyniorđiđ "LANGSPIL" og brosa á freyjurnar. Ţađ ţótti freyjunum mjög ćsandi og kassinn fékk ađ dvelja á Saga-Class alla leiđ til Tegel Lufthafen. Hvort ţađ var Kristján eđa langspiliđ, sem hafđi slík áhrif á freyjurnar, veit ég ekki, en ţađ verđur eiginlega ađ rannsaka ţađ vísindalega sem allra fyrst. En Icelandair og flugfreyjum félagsins fćri ég innilegustu ţakkir fyrir fyrirgreiđsluna viđ Kristján - eđa langspiliđ.
Saddir af Berlín fóru vinir mínir aftur í hámenningu Fósturjarđarinnar, en ég fór bara í rútu til Danmerkur. Ég er líklega dellukarl, ţví ég keypti sérsćti undir langspiliđ. Kassinn vakti athygli. Ţó ekki meira en ađ svartur hasshundur, sem sleppt var inn í rútuna eftir komuna til Danmerkur, hafđi ekki hinn minnsta áhuga á kassanum. Síđan hef ég í frístundum veriđ ađ dytta ađ hljóđfćri mínu, reyna mismunandi strengi og treina bogann sem ég keypti međ mikilli ró og innhverfri íhugun í versluninni Sangitamiya í Reykjavík í september.
Ţar fyrir utan hef ég horft á YouTube međ upptökum af mismunandi ágćtisfólki sem leikur á nýlega smíđuđ langspil (ţvílík áhugamál sem sumt fólk hefur!). Ég hef viđ ţađ fullvissađ mig um ađ rómađ hljóđiđ í hljóđfćri mínu var engin ímyndun kunnugra manna. Langspiliđ, sem á sínum tíma var dćmt af kanadískum sérfrćđingi sem hljómfegurstu gerđ langspila landsins - hvorki meira né minna. En langspil hljóma ugglaust eins mismunandi og ţau eru mörg.
Íslenskir harđlínukommar viđ minnismerki um Rósu Luxemburg í október 2019.
Ekki hélt ég neina tónleika í Berlín í ţetta sinn, en sársé eiginlega eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ Nallann á langspiliđ. Ég lokkađi félaga mína til ađ fara međ mér og setja rósir viđ ána Spree, ţar sem ţýskir óţokkar köstuđu litlum en ţéttvöxnum líkama Rósu Luxemburg í ána áriđ 1919. Ég er viss um ađ Rósa hefđi ekkert haft á móti ţví - ţ.e.a.s. ađ ég spilađi Nallann.
Kommarnir frá Íslandi minntust Rósu međ bleikum rósum. Menn mega leggja í ţađ hvađa merkingu sem ţeir vilja.
Eftir heimkomuna frá Berlín hef ég fariđ í smábreytingar á langspilskassanum. Ég setti á hann ađrar spennur en upphaflega voru, sem og hornspeldi úr messing; keypti ţar ađ auki gítarkassalás sem ég hef enn ekki skrúfađ á. Ég mun einnig setja lamir á hann ađ innanverđu. Ćtlunin var svo ađ setja sútuđ laxaskinn á kassann allan, en ţá frétti ég ađ sútarinn á Sauđárkróki hefđi iđađ í skinninu og vćri ţví miđur farinn á hausinn. Veit einhver, hvar nú er hćgt ađ fá ódýr, sútuđ laxarođ? Kann ekki einhver ađ blikka sútara fyrir mig - eđa er nóg ađ segja bara "Langspil"?
Nú, ćfingin skapar meistarann. Síđar leyfi ég ykkur kannski ađ heyra lag á Útlagann, sem ţangađ til hvílir í töskunni Rođleysu. En ég lofa engu.
Langspil | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Leirhausinn og Schütz eru nú hinir grunuđu
20.10.2019 | 06:43
Ţegar leirhausar vistast á Ţjóđminjasafni, eru ţeir líkast til sjálfkrafa orđnir ađ efni hér á Fornleifi.
Eins og siđmenntađ fólk veit, skal mikil ađgát höfđi í nćrveru leirhausa. En ţegar menn fara ađ hugsa einum of mikiđ um ţannig hausa, eđa jafnvel eins og leirhausar, er nú ekki nema von ađ útkoman verđi einhvers konar leirburđur.
Ţađ gerđist einmitt nýveriđ er listakonan Ólöf Nordal tjáđi sig um ţá skođun sína, og ţađ á besta útsendingartíma RÚV. Ólöf telur ađ tveir Leirfinnar hefđu veriđ í umferđ á međan ađ rannsókn Geirfinnsmálsins stóđ yfir.
Líklegast var best ađ ţćr vangaveltur, sem greinilega byggja á alvarlegri sjónskekkju á listrćnu auga, hafi ekki orđiđ til áđur en margfrćg skýrsla Starfshóps um um Guđmundar- og Geirfinnsmál kom út áriđ 2013.
Ef ţessi dćmalaust ruglađa leirhausakenning Ólafar hefđi hins vegar veriđ hnođuđ saman eitthvađ fyrr, hefđi hin leirkennda hugarsmíđ líklega fengiđ byr undir báđa vćngi í hinni furđulegu skýrslu yfirvaldsins um Guđmunds- og Geirmundarmál frá 2013. Vafalítiđ hefđi ţá síendurtekiđ veriđ ritađ um tvo hausa í skýrslunni frá 2013 og sú upplýsing höfđ eftir "talsmanni Sćvars" líkt og svo margt í ţví plaggi, sem síđar hefur orđiđ ađ heilögum sannleika.
Nú, ţegar heil ţjóđ er búin ađ sýkna áđur dćmda morđingja, er ég á ţví ađ leirhausinn verđi ekki bara gleymdur í geymslum Ţjóđminjasafns í silfruđum kassa, heldur sem allra fyrst settur til sýnis á flugvallarfćribandinu kostulega á safninu, íslenskri réttarvitund til lofs og ćvarandi virđingar.
En er ekki annars nóg er nú komiđ af rugli í kringum "Leirfinn" heitinn, eingetna sköpun listakonunnar Ríkeyjar (Ingimundardóttur)? Ríkey skóp Leirfinn reyndar eftir rissum teiknara frá Keflavík (sem aldrei hafa veriđ sýndar opinberlega), en teiknarinn var beđinn var ađ teikna mann sem kom viđ í Hafnarbúđinni í Keflavík.
Leirhausinn er reyndar ekki stórt listaverk ef ţađ skal notađ sem hjálpargagn í morđmáli. Sannast sagna lítur enginn út eins og Leirfinnur, nema ađ hann sé eins óheppinn ađ fćđast eins og Magnús Leópoldsson. En Magnús er ekki einu sinnu líkur hinum kúkabrúna leirhaus sem óvart varđ frćgasta íslenska listaverkiđ á 8. áratug 20. aldar.
Nú orđiđ hugsar Leirfinnur fátt í geymslu Ţjóđminjasafnsins suđur í Hafnarfirđi, enda hefur hann bráđskýra ţjóđ til ađ hugsa fyrir sig.
En greinilegt er ađ almennur skilningur á tilurđ hans er afar lítill og frekar leirgerđur. Ţví hefur til ađ mynda ítrekađ veriđ haldiđ fram ađ leirstyttan hafi vísvitandi veriđ látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni. sem síđar var handtekinn og haldiđ í Síđumúlafangelsinu í einangrun í 105 daga og fjórar klukkustundir. Teiknarinn úr Keflavík, Magnús Gíslason, hefur haldiđ ţví fram međ algjörlega óundirbyggđum rökum ađ rannsóknarmenn hafi látiđ sig hafa ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni, sem fyrirmynd ađ teikningu, sem hann átti ađ gera af umrćddum Leirfinni. Ţessi ásökun hefur ţó veriđ vísađ til heimahúsanna af opinberum ađilum. Í skýrslu Láru V. Júlíusdóttur lögfrćđings og setts saksóknara, sem Magnús Leópoldsson fékk í hendur áriđ 2003, sem m.a. fjallar um tilurđ leirmyndarinnar, kemur glögglega fram ađ lögreglumenn ýttu alls ekki undir gerđ myndarinnar međ ljósmynd af Magnúsi. Ţrátt fyrir ţá vitneskju heldur gođsögnin um líkindi milli "Leirfinns" og Magnúss Leópoldssonar áfram ađ grassera á međan ađ fólk getur ekki lesiđ sér til gagns.
Stundum er sagt ađ listamenn nái ekki eiginleikum ţess sem ţeir portrettera, og ađ sál listamannsins sjálfs fangist í andlitsmyndum hans af öđrum. Mér er nćst ađ halda ađ hinn mikiđ umrćddi Leirfinnur sé einfaldlega blanda af andliti Ríkeyjar Ingimundardóttur og Kristjáns Viđars Viđarssonar. Útkoman verđur svona sirkabout eins og Magnús Leópoldsson, enda margir Íslendingar úr ţessu sama steypumóti. Höfundur ţessa pistils hefur kallađ ţessa íslensku "týpu" Hinn íslenska kubbahaus og er hann líklega afleiđing skyldleikarćktar og uppruna Íslendinga sem helst eru ćttađir úr Norđur-Noregi. Ţađ eru ţví margir "Leirfinnar" á ferli á Íslandi, t.d. sakamálafrćđingurinn knái, Gísli H. Guđjónsson, sem var ungur rannsóknarlögreglumađur ţegar Geirfinnsmáliđ var í algleymingi.
Ég leyfi mér auđmjúklega ađ benda á, ađ ef mađur málađi afsteypu af leirhausnum međ andlitslitum, verđi útkoman ekki ósvipuđ Kristjáni Viđari Júlíússyni (áđur Viđarssyni) fyrrum sökudólgi. Skítabrúnleitir leirhausar eru einfaldlega ekki til ţess fallnir ađ leita uppi illmenni á međal Íslendinga - frekar en skjannahvítar marmarastyttur eru til ţess fallnar ađ lýsa stađreyndum um útlit Forngrikkja eđa Rómverja.
Leirburđur séra Guđjóns Skarphéđinssonar
Jćja, nú yfir í ađeins ađra sálma -- Í fyrrnefndri skýrslu Starfshóps um Guđmunds- og Geirfinnsmál frá 2013 er mikiđ vitnađ í nokkrar skýringar og útleggingar "umbođsmanns Sćvars", sem byggja einvörđungu á frásögnum í skýrslu eftir Hlyn Ţór heitinn Magnússon. Hlynur starfađi sem fangavörđur í Síđumúlafangelsi á 8. áratug síđustu aldar, er Geirfinns og Guđmundarmálin voru í algleymingi.
Ásakanir í garđ lögreglu og fangelsisyfirvalda varđandi međferđina á Sćvari Marínó Ciecielski, sem ekki komu fram í réttarhöldum og endurupptökubeiđni Sćvars, koma fram í skýrslu Hlyns frá 1996. Í Skýrslu Starfhóps um Guđmundar og Geirfinnsmál frá 2013 eru ţćr frásagnir svo bornar fram á silfurfati af umbođsmanni Sćvars, nćsta orđnar ađ heilögum sannleika, án ţess ađ nokkurn veginn sé hćgt ađ sannreyna ţćr. Hvers konar vinnubrögđ eru ţađ eiginlega?
Stundum lćđist ađ manni sá grunur ađ bráđnauđsynlegt hefđi veriđ ađ fá Karl Schütz (sjá mynd efst međ Gunnari Eyţórssyni og "Leirfinni") til landsins, og ađ hann hefđi betur staldrađ lengur viđ og haft eins og tug sagnfrćđinga sér innan handar - ţar sem íslenskir lögfrćđingar geta víst ekki greint frumheimildir frá gróusögum (sbr. skýrlan frá 2013).
Hvernig hópurinn á bak viđ skýrsluna frá 2013 fer ađ ţví ađ fullvissa sig um ađ Hlynur Ţór Magnússon hafi veriđ betra sannleiksvitni en ađrir menn, skil ég ekki. Hlynur brillerarđi áriđ 2014 á bloggsíđu Illuga Jökulssonar međ ţví ađ halda ţví fram ađ Karl Schütz hefđi veriđ gamall Gestapómađur og nasisti - sem Schütz var reyndar ekki. Ţetta hafđi Hlynur keypt hrátt og ósođiđ úr frásögn Guđjóns Skarphéđinssonar, sem ţá var orđinn ólyginn preláti og sálusorgari á snćrum íslensku Ţjóđkirkjunnar og Drottins Guđs hins almáttuga.
Guđjón laug hins vegar vitleysunni áđur í Óttar "Mayday" Sveinsson í DV (Sjá hér), ţar sem síra Guđjón Skarphéđinsson hélt ţessu fram viđ Óttar ađ Karl Schütz hefđi veriđ illrćmdur Gestapómađur, sem hvađ hafa yfirheyrt og myrt skćruliđa á Ítalíu. En ţađ sanna í málinu er ađ sá Karl Schütz sem kom til Íslands var ekki Gestapo-mađurinn sem hét Karl Theodor Schütz sem brotiđ hafđi af sér á Ítalíu og víđar. Áđur, eđa áriđ 2014 hefur sá er ţetta ritar greint frá ţessari gróusögudreifingu Hlyns Magnússonar og uppspuna úr pontu síra Guđjóns Skarphéđinssonar. Hlynur Magnússon bađst afsökunar á vammi sínu -- En engin slík beiđni heyrđist frá upphafsmanni lygasögunnar.
Nú vill síra Guđjón fá milljarđa frá íslenska ríkinu og skattgreiđendum. Ég geri ţar af leiđandi ráđ fyrir ţví ađ séra Guđjón vilji hafa nóg á milli handanna ţegar afkomendur Schütz koma og krefja hann skađabóta fyrir ađ kalla föđur ţeirra, afa og langafa stríđsglćpamann á Ítalíu. Slíkur leirburđur gćti orđiđ dýr fyrir Guđsmanninn, og ţví gott ađ hafa eitthvađ á milli handanna ţegar ađ ţví kemur - en ađ ţví kemur, og Íslendingar geta líka trúađ ţví eins og öllu öđru. Líka ţeir kjánar á hinu háa Alţingi sem nú vilja ađ ţýsk yfirvöld í nútímanum svíni Karl Schütz enn meira til en ţegar hefur gerst á Íslandi. Ţeir höfđu nýlega samband viđ Ţýsk yfirvöld og heimtuđu gögn um Karl Schütz byggđa á fordómafullum forsendum sem gerjast hafa á Íslandi vanţekkingarinnar.
Hver svo sem ástćđan er fyrir hinni stóru "sannleiksţörf" Íslendinga, ţá á ég erfitt međ ađ skilja hana, ţegar menn sjá ekki ađ leirhausinn á Ţjóđminjasafninu, sem enn er ósýknađur, er fyrst og fremst líkur manni sem dćmdur var fyrir morđ, glćp sem hann hefur veriđ sýknađur af; og ađ annar dćmdur morđingi, og síđar fullsýknađur öđlingur, fćr óáreitt ađ stunda fólskufullar lygar í útlendingahatursstíl um rannsóknarađila í máli sínu. Ef ţađ vekur ekki einhverjar spurningar í hausum landa minna, er ţar kannski meira af leir en ég bjóst viđ.
Dćgurmál | Breytt 18.8.2022 kl. 08:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Veislumáltíđ Manfraks liđţjálfa
3.10.2019 | 08:10
Fyrir skömmu síđan sýndi Fornleifur lesendum sínum ljósmynd frá 1944, ţar sem Bandarískur hermađur sást vera ađ kenna hermönnum ađ ţekkja einkennisbúninga ţýskra hermanna (sjá hér neđar).
Nú skal sýndur ţýskur flugmađur sem var sýndur í dagblöđum víđa um heim, stundum á forsíđu, eftir ađ hann hafđi veriđ skotinn niđur af Bandaríkjamönnum á Íslandi voriđ 1943.
Ég keypti einu sinni fyrir slikk fréttaljósmynd bandaríska hersins af ţessum manni manni. Myndin var upphaflega lent í myndasafni The Blue Network í New York sem er nú til fals og dreifist um heim allan. Ljósmyndin var tekin áriđ 1943 samkvćmt upplýsingum The Blue Network, sem festar hafa veriđ viđ myndina.
"Fritz" er međ hćgri handlegginn í fatla og sýnist fýldur, ţó svo ađ boriđ hafinn veriđ fram veislumatur fyrir hann. Fanginn var ekki einu sinni byrjađur á kökunni. Mađur missir líklegast matarlystina ţegar "óvinurinn" er ađ sýna mann heimsfjölmiđlunum.
Hvort flugkappinn óheppni hefur í raun heitiđ Fritz er alls endis óvíst, en hann var hins vegar kynntur til sögunnar sem Sgt. Manfrak í ţýska flughernum Luftwaffe. Manrak liđţjálfi var skotinn niđur í Junker 88 flugvél sinni í júnímánuđi áriđ 1943.
Myndin af Manfrak međ veislumatinn fyrir framan sig, fór vítt og breitt í fljölda dagblađa Bandaríkjanna 1943-1944. Myndin birtist t.d. ađ hluta til í Circleville Herald í Circleville í Ohio ţann 15. júní 1943 (sjá hér fyrir ofan) 18. júní sama ár ár birtist myndin t.d. í heild sinni í Daily News i New York og svo seint sem 9. mars 1944 í Lehi Free Press i Utah, og ţannig mćtti lengi telja.
Gamla góđa Alţýđublađiđ, lítiđ en laggott, birti myndina ţann 29. júlí 1943 (sjá hér) og var eftirfarandi texti birtur međ henni:
Fyrsti ţýzki fanginn tekinn á Íslandi. Ţetta er fyrsti ţýzki fanginn, sem ameríski herinn hefir tekiđ á íslandi. Menn muna e. t. v. eftir ţví, er herstjórnin gaf út til- kynningu síđdegis á laugardegi fyrir nokkrum vikum, ţar sem skýrt var frá ţví, ađ ţýzk flugvél hefđi flogiđ yfir Suđvesturland og veriđ skotin niđur. Ţađ var Junker 88" sprengjuflugvél, og ţessi ungi Ţjóđverji, Manfrak liđţjálfi, kastađi sér í fallhlíf úr henni, er amerískar orrustuflugvélar höfđu hitt hana og hún var tekin ađ hrapa. Manfrak liđţjálfi var tekinn til fanga af amerískum hermönnum og fluttur til ađalstöđva herstjórnarinnar. Ţar var mynd ţessi tekin, er hann var langt kominn međ ríkulega máltíđ, sem borin var fyrir hann, eins og myndin sýnir. Manfrak var, eins og sjá má, meiddur á handlegg. Hann ber heiđursmerki á brjóstinu. Ţađ er mikil breyting, sem orđiđ hefir á högum hans: Stríđinu er lokiđ fyrir hann. (Myndi var tekin af ljósmyndurum hersins hér, en Associated Press sendi hana út, er leyft var ađ birta hana í Washington.
Bandaríski hermađurinn sem stendur yfir hinum ţýska Fahnenjunker (tignin sést af kragamerkinu) Manfrak er korporáll í Bandarískum hernum međ tignarmerki sem sýnir ađ hann var Technician af fjórđu gráđu. Túlkar, skrifstofumenn og menn međ of ţykk gleraugu til ađ berjast voru oft međ ţá gráđu. Ef einhverjir unnu í ađalstöđ Bandaríkjanna á Íslandi, sem sáu um yfirheyrslur og viđtöl viđ Ţjóđverja, voru ţađ gyđingar, sem margir hverjir töluđu eđa skildu ţýsku. Mönnum af "hreinum" ţýskum ćttum var ekki treyst í slíkar stöđur.
Örlög Manfraks eftir stríđ ţekki ég ekki. Hann hefur vćntanlega setiđ í fangelsi/fangabúđum Bandaríkjamanna eđa Breta, og líklegast í Kanada, ţađ sem eftir var stríđs. En engin međ eftirnafniđ Manfrak virđist t.d. hafa síma í Ţýskalandi nútímans. Kannski dó ćttin Manfrak út međ flugmanninum á Íslandi? Annar möguleiki er ađ nafn hans hafi veriđ stafađ rangt og ađ hann hafi heitiđ Mandrak, sem er algengt pólskt eftirnafn. Ellegar laug hann til nafns eđa breytti nafni sínu ţegar hann komst loks aftur til Ţýskalands. Hann gat ţó örugglega prísađ sig sćlan fyrir ađ stríđiđ endađi hjá honum voriđ 1943 á Íslandi.
Fyrir stráka án međkenndar, sem ađeins hafa áhuga á tindátum, flugvélum og dellu, eru hérna í lokin ókeypis upplýsingar um flugvél Manfraks. Líklega hafa veriđ 3-4 ađrir menn í áhöfn flugvélarinnar og sennilega hafa ţeir ekki komist lífs af. Telja má nćsta öruggt ađ flugvélin hafi flogiđ frá Noregi til Íslands. Líklegast er ađ Manfrak hafi veriđ liđsmađur í Luftflotte 5 / Reccon (kannski Fernaufklarungsgruppe 5), sem hafđi ađsetur sitt í Noregi.
Ef einhver getur sagt Fornleifi meira um Manfrak, eđa hvernig hann var skotinn niđur á Íslandi, ţćtti Leifi vćnt um allar upplýsingar, sem hćgt er ađ skrifa í athugasemdir hér fyrir neđan.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Drengurinn í fjólubláu skyrtunni, París 1971
1.10.2019 | 15:23
Fornleifur gamli, sem er allt ađ einrćđur á ţessu bloggi, hefur lengi hvatt einn ritstjóra ţess til ađ birta hér gamla mynd af sér, ţá er ritsjórinn var bćđi ungur og fallegur. Fornleifur telur myndina kominn á aldur og telur hana vel geta talist til hálfgerđra fornleifa, enda verđur myndin 50 ára eftir tćp tvö ár.
Taka verđur fram ađ ritstjórinn er enn ungur í anda, en fallegur er hann nú ekki og heldur ţví hvergi fram - en kannski myndarlegur? Sem jarteikn fyrir ţví ađ ritstjórinn var eitt sinn fallegur og myndarlegri en hann er í dag, birtist hér mynd af honum nýkomnum á 11. aldursár, ţar sem hann sat fyrir í París í lok ágústmánađar 1971 - alveg eins og hann hefđi aldrei gert annađ.
Ţađ var vitanlega frćg frönsk listakona, sem mér sýnist heita Nicole Ar... sem á frídegi sínum er hún var ekki ađ selja myndir á fínustu galleríum Parísar, sat á torginu í Montmartre og teiknađi ţessa litkrítarmynd af drengnum frá Islande. Hún keđjureykti međan ađ hún teiknađi mig. Mér skilst ađ kona ţessi hafi orđiđ frćg fyrir ađ hafa teiknađ hinn "Grátandi dreng" sem margfrćgur er orđinn í eftirmyndagerđum. Ekki teiknađi hún ţó tár á hvarma ritstjórans, en lagđi natni sína í stađinn viđ freknurnar. Ég man ađ sjálf var hún í fjólublárri rúllukragapeysu, og hafđi á orđi samkvćmt frönskumćlandi föđur mínum, ađ ég hefđi góđan smekk á lit. Skyrtan fjólubláa var aldrei beint minn smekkur. En hvađ gerir mađur ekki ţegar mađur er ţađ sem Bretar kalla "a dedicated follower of fashion."
Sannast sagna var ég ekkert óánćgđur međ myndina, ţó ég gerđi mér ţá ţegar grein fyrir ţví ađ Nicole A.. vćri ekki stór listakona. Mér fannst hún reyndar ná hárinu vel og gera mig líkan Dýrđlingnum, Roger Moore, sem ţekktastur var fyrir ađ háriđ sat ávallt vel ţó hann lenti í ryskingum viđ glćpahyski. En nú sé ég, ađ ég var miklu líkari Tony Curtis sem birtist á skjánum međ Roger Moore áriđ 1971 í The Persuaders, og var sá myndaflokkur kallađur Fóstbrćđur á íslensku, sćllar minningar.
Fyrir utan ađ franska listakonan eilífađi mig međ stór saklaus hvolpaaugu, sem ég hafđi nú aldrei haft (en slíkt selst betur), ţá held ég barasta ađ myndin sé ekki mjög ósvipuđ mér.
Annar listamađur spreytti sig fyrst á drengnum frá Íslandi. Hann var spćnskur og teiknađi mig í roki og rigningu í ágústmánuđi. Ţar fór ţví miđur enginn Picasso - Foreldrar mínir voru ekkert afar ánćgđ međ ţá mynd (sem var kolateikning) ţar sem ţeim fannst ég verđa of dökkleitur á myndinni. Mér fannst enniđ á mér vera of lágt. Amma mín í Hollandi fékk ţá teikningu, og sem betur fer veit enginn hvar ţađ "listaverk" er nú niđur komiđ.
Menning og listir | Breytt 17.2.2020 kl. 09:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Burrr
14.9.2019 | 11:30
Hér kemur loks grein fyrir ykkur sem hafiđ gaman af bílaleik.
Bílafornleifafrćđi er samt ekki mín sérgrein. Ég veit sannast sagna mjög lítiđ um drossíur. Ţađ er ţó ekki svo ađ skilja ađ ég hafi ekki áhuga á fögrum bílum. Til dćmis keypti ég hér um áriđ einstakan bćkling (haandbog) frá 1922 sem fylgdi Ford bílum í Danmörku og eru menn sífellt ađ suđa í mér um ađ selja sér hann. Ég er bara einn af ţessum körlum sem á bíl til ađ ţurfa ekki ađ keyra međ strćtó og sem veit ađ kaggi eykur ekki kvenhyllina og tryllitćki lokka ađeins ađ léttkeyptar konur og vafasama drengi. Ást Íslendinga á bílum er óhemjuleg svo ég segi ekki of mikiđ.
Nú er ég líka í vanda staddur og ţarf á hjálp ađ halda hvađ varđa braggabifreiđina til hćgri á myndinni hér ađ ofan. Myndin var tekin sumariđ 1934. Mér sýnist ađ bíllinn, sem bar skráningarnúmeriđ RE543, hafi veriđ lagt viđ veginn, sem huganlega er Kleppsvegur, og ađ ţetta sé yfirbyggđur Ford T. Ţessi alíslenska hönnun hefur nú vart veriđ gjaldgeng á rúntinum, en hún var langt á undan sínum tíma.
En hvađa furđubíll var ţetta á leiđ austur (eđa jafnvel međ vélarbilun ţar sem enginn bílstjóri er í bílnum), og veit einhver hver smíđađi yfirbygginguna á bílinn?
Opelinn, sem mér sýnist ađ aki vestur Kleppsveg, var hins vegar eđalkaggi sem fluttur var sérstaklega til Íslands af nasistanum Paul Burkert, svo hann gćti ferđast um landiđ međ stíl. Burkert sem leit út eins og nefbrotinn SS-mađur, ferđađist jafnan í síđum, svörtum leđurfrakka og naut greinilega ákveđinnar kvenhylli á Íslandi eins og um hefur veriđ rćtt hér og hér. En kannski var ţađ kerran hans sem gerđi útslagiđ. Hvernig leit bílstjórinn á Opelnum út, ţá er hann átti (giftur mađurinn) í ástarsambani viđ rauđhćrđa ungpíu frá Íslandi sem húkkađi helst karla sem heilsuđu um hćl. Eins og ţiđ lesendur mínir getir séđ var hann ekki beint glćsilegur og hefur einhver kommúnisti líklega nefbrotiđ hann. Blćjubíllinn hefur ţví vafalaust veriđ honum ágćt framlenging.
Ökumađur bifreiđarinn RE543 átti sýnilega ekki hinn minnsta sjens í Njósna Paul. Íslenskir lúđar í heimameikuđum braggabíl dóu líklega endanlega út eftir stríđ og ţá var Nasistaópelinn líka á lágu gengi međal vergjarnra, íslenskra kvenna. Ţá komu einu gjaldgengu kaggarnir frá Vesturheimi.
Fornleifur veit ţegar heilmikiđ um Hr. Flick á ferđalagi hans á Íslandi; Til ađ mynda ađ Opel Aktiengesellschaft i Rüsselsheim lánađi ţýska njósnaranum bifreiđina.
En mikiđ vćri Leifur forni nú glađur, ef einhver gćti frćtt hann ađeins betur um braggabílinn RE543. Ekki vćri dónalegt ađ fá ađ vita í leiđinni hve mikillar kvenhylli eigandinn naut. Kannski lá hann á keleríi á ţćgilegu aftursćtinu, og ekki er ólíklegt ađ Hr. Flick (Burkert) hafi gefiđ honum far í bćinn.
Viđbót 4. febrúar 2020.
Bifreiđin međ flugvélaklćđningunni er til á ljósmynd sem Ljósmyndadeild Ţjóđminjasafnsins varđveitir og sem kemur hún ćí safniđ frá Safnaramiđstöđinni heitinni. Viđ bílinn á ţeirri ljósmynd stendur Björn Eiríksson (1901-1981); Sjá hér á Sarpi má lesa um ţá mynd.
Bílar og akstur | Breytt 18.5.2023 kl. 10:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Ţá var stíll yfir heimsborginni viđ sundin blá
9.9.2019 | 07:19
Í sumar var ég staddur í tvćr vikur á Íslandi međ syni mínum. Eitt af ţví ljótasta sem ég sá, fyrir utan eyđileggingu arkitekta á miđbćnum, voru lufsulegir verđir laganna.
Ég hafđi bođiđ syni mínum á ágćta hamborgaraholu nćrri húsakynnum RÚV, ţar sem viđ höfđu borđađ einu sinni áđur áriđ 2017. Viđ vorum ţar einir gestir fram ađ framreiđslu borgaranna, en allt í einu slengdust ţar inn tveir lögreglumenn, ungir menn á besta aldri. Ţađ hékk svo mikiđ af vopnum, verjum og drasli framan á ţeim og um ţá miđja, ađ halda mćtti ađ ţetta vćru haldnir offituvanda. En ţegar betur var ađ gáđ, hékk ţarna á ţeim skammbyssa, rafbyssa, vasaljós, blýantur, teikniblokk, vídeómyndavél, kylfa, handjárn, hamar, sigđ, skrúfujárn, töfrasproti og vitaskuld pínku sminktaska. Aumingja mennirnir sliguđust undan ţessu, og ţví var kannski ekki nema vona ađ finna ţá ţarna étandi kolvetnis og fituríkt fćđi í heimsborgaraholu Tómasar [ég tek fram ađ ég fć ekki grćnan eyri fyrir ţessa auglýsingu].
En mikiđ hefđi nú veriđ góđur heimur, ef íslenska löggan hefđi haldiđ frönsku pottlokunum frá 1926, ţegar 7, 8 og 9 á stöđinni smćluđu framan í bandaríska kvikmyndagerđarmanninn og heimsferđalanginn Burton Holmes (1870-1958) í einni mynd í stuttmyndaröđ hans Film Reels of Travel.
Í Austurstrćti brosti löggan og ţurfti ekki allt ţetta ameríska aukadrasl sem löggan hefur hangandi utan á sér í dag. Hugsiđ ykkur ef löggurnar vćru í svona múnderingu í Ađalstrćtinu í dag og fengu sér í rólegheitunum sterkt kaffi og croissant, kannski patat frites á París og heilsuđu fólki međ onnör og brostu keltnesku brosi. Er ekki hćgt ađ macrónísera lögguliđiđ í nćstu uppfćrslu og gefa greyjunum betri frakka líkt og starfsbrćđurnir báru áriđ 1926?
Síđar á 20. öldinni lagđi löggan meira upp úr hćđ manna en greind eins og kemur ljóslega fram á ţessari ljósmynd sem ţýskur nasisti, njósnari og flagari, Paul Burkert, tók í Reykjavík á 4. áratugnum og birti í bókinni Island, Erforscht, Erbaut, Erlebt (1936). En nú eru ađrir tímar...
10 árum síđar vou eintómir risar í löggunni, nema löreglustjórinn - hann var jafnan lítilfjörlegur nasisti: "Reykjaviks Polizeimannschaft. Der gröste 202 cm, der kleinste 196 cm."
Ferđamenn í Reykjavík 1926 á sćtsýn á bestu rútunni í Reykjavík.
Horfiđ hér á kvikmynd Burton Holmes frá Reykjavík áriđ 1926. Mikiđ hefur breyst, ekki bara löggan. Síđla í myndinni er hćgt ađ sjá Icelandic man to man wrestling sem glímumenn sýndu um borđ á ferđamannaskipinu sumum ferđalöngum til mikillar ánćgju. Ţađ var víst nćst ţví ađ komast á Café Babalú í dag.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţađ var Ok
2.9.2019 | 12:47
Hér um daginn, ţegar mannfrćđihjú frá ţriđja flokks háskóla í Texas voru međ fjölmiđlasjó og útför viđ Okiđ, í fylgd Andra Snćs Magnasonar umhverfissinna og sjálfan sig, var mér hugsađ til Noregs.
"Og hvers eiga Norđmenn ađ gjalda", spyrjiđ ţiđ? Ţví er auđsvarađ: Norđmenn ţekkja, andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, muninn á jökli og íshettu (no: fonne sem er í raun sama orđiđ og fönnin okkar; Fonne-jöklar eru á ensku kallađir ice-patches). Norđmenn hleypa heldur ekki hvađa fjölmiđlasirkus sem er upp á fjöllin hjá sér, t.d. mannfrćđingum í fjársjóđaleit fyrir deildina sína heima í Texas međ ţví básúna fávisku sína um jöklafrćđi, og bera til grafar jökul sem líkleg var aldrei jökull. Norđmenn rannsaka hlutina einfaldlega betur en menn virđast gera á Íslandi.
Kyrtill frá járnöld sem Landbreen-jökull hefur keflt. Ljósmynd Mĺrten Teigen, Kulturhistorisk Museum - Universitetet i Oslo. Lesiđ frekar hér um forngripi sem koma undan hlýskeiđi ţví sem nú breytir jöklum í Noregi og annars stađar.
Undan bráđnandi smájöklum Noregs og ísţekjum fjallstinda koma nú forngripir sem týnst hafa á 4000 ára tímabili, ţegar jöklar byggđust upp og hörfuđu á víxl. Ísinn hefur varđveitt gripi sem menn týndu er ţeir örkuđu um snćvi ţakin örćfin forđum á veiđum, lóđaríi eđa ölvímu. Fyrr á tímum bjuggu menn lengra inni á örćfum en síđar og flestar afdalabyggđir í Noregi fóru svo ađ hverfa eftir ađ ţađ kólnađi á sögulegum miđöldum á tímabili sem menn kalla Litla Ísöldin (ca. 1450-1900).
Norskir fornleifafrćđingar hafa brugđist fljótt viđ og fariđ á svćđi ţar sem jökull er ađ hörfa á nútíma hlýskeiđi (sem sumir telja fyrir víst ađ sé skapađ af mannskepnunni, og hafa ţađ fyrir trúarbrögđ. Norskir fornleifafrćđingar hafa tínt upp marga vel varđveitta gripi undan jöklum og snjóhettum, sem gerđ eru góđ skil á vefsíđunni https://secretsoftheice.com/ ţar sem međal annarra skrifar dugmikill danskćttađur fornleifafrćđingur, Lars Pilř ađ nafni, sem upphaflega er frá Sřnderborg í Danmörku. Ég ţekki lítillega til Lars ţessa, ţar sem hann las eins og ég fornleifafrćđi í Árósum. Ţar lauk hann aldrei námi heldur fluttist til Noregs og lauk námi í Bergen, Einnig man ég eftir systur hans, Anne, sem var góđvinur tvíburabrćđra sem bjuggu á sama gangi á stúdentagarđi og ég í Árósi. Ţeir lásu stjórnmálafrćđi. Einn tvíburanna kvćntist síđar góđri vinkonu konu minnar, en ţćr tvćr eru einnig stjórnmálafrćđingar. Svona er nú heimurinn lítill.
Línurit sem sýnir mismunandi stćrđ á "fonner" (smájöklum ice-patches) og jöklum á mismunandi tímum hlý- og kuldaskeiđ í Jötunheimum (Jřtenheimen). Skíđiđ frá Reinheimen (sjá efst) er frá járnöld. Sjá nánar hér. Viđ stefnum greinilega aftur á ástandiđ í byrjun og lok bronsaldar.
Fornleifafundur? viđ tind Oksins 2017
Nú aftur ađ Oki. Í september áriđ 2017 gengu félagar í FÍ hópnum "Nćsta skref" á Ok, - Félagi í ţeim hóp er hinn góđi drengur Sigurđur Bergsteinsson, sem er starfsmađur Minjastofnunar Íslands. Hann skrifađi á FB um ferđ sína á "fjalliđ sem var einu sinni jökull" eins og hann orđađi ţađ á FB sinni. Ţađ er ţó stóra spurningin, hvort fjalliđ hafi nokkurn tíma veriđ eiginlegur jökull, eđa réttara sagt ađ jökull hafi veriđ á fjallinu? Sigurđur er, líkt og margir ađrir fornleifafrćđimenntađir menn, duglegur ađ horfa niđur fyrir sig, fremur en fram á veg.
Og ég sem hélt ađ Siggi Bergsteinsvćri hćttur ađ reykja og kveikja í sinu vegna heimshitnunarinnar.Ljósmynd: Sigurđur Bergsteinsson, birt á FB hans í September 2019.
Ţess vegna fann hann í gönguferđinni áriđ 2017 skargrip í grjóturđ skammt frá toppi Oksins. Ţetta var glerhallur sem rammađur hefur veriđ í silfurumgjörđ. Ekki var ţađ falleg smíđi og hafi líklegast týnst ţarna af konu sem bráđnađi í hitanum er hún var ţarna á göngu áđur en félagarnir úr Nćstu skrefum komu á stađinn.
Mér dettur í hug ađ spyrja Sigurđ Bergsteinsson og Minjastofnun Íslands, hvor ekki sé hiđ besta mál ađ senda fólk út til ađ leita ađ leifum undan bráđnandi jöklum. Sigurđur Bergsteinsson hefur ţegar reynst stórtćkur viđ forngripafund undan jöklum. Vćri ekki tilvaliđ ađ láta Sigurđ og minjaverđi í héröđum ţar sem jöklar eru enn til, ganga sér til heilsubótar í hvert sinn sem jökull bráđnar og deyr drottni sínum vegna synda Andra Magnasonar. Ef heppnin er međ mönnum gćtu ţeir fundiđ heilfrosinn landnámsmann međ vopnum og verjum sem skáka myndi íslíkinu Ötzy hvađ varđar heimsfrćgđ - jú og ekki vćri ónýtt á okkar tímum, ef upp úr klaka kćmi fređin fornkerling, vel rög, međ belju í bandi. Hún myndi einfaldlega sigra heiminn.
En vinsamlegast flýtiđ ykkur hćgt á Íslandi. Forfeđur okkar í Noregi voru á hreindýraveiđum uppi á örćfum. Hreindýr hörfuđu oft upp á jökla til ađ vera laus viđ flugur og önnur sníkjudýr. Ţar var auđvelt ađ veiđa ţau. Ţađ voru líklega ekki miklar ástćđur fyrir Forníslendinga ađ hćtta sér upp á jökla.
Mannvistaleifar undan jökli og heimshitnun í dag
Nú er ég alveg viss um ađ HÍ fari ađ fjöldaframleiđa fornísfrćđinga til ađ sinna fornleifafundum undan jökli og snjóţekjum. En munum, Sigurđur Bergsteinsson er frumherji slíkra frćđa á Íslandi og meniđ sem hann fann sýndi óvenjumikiđ hlýskeiđ á fönninni á Okinu á okkar tímum, ekkert ólíku ţeim sem áđur höfđu breytt ásýndi Oksins eftir síđustu ísöld.
Ţar međ segi ég ekki, ađ hlýnun á okkar tímum geti ekki veriđ af mannavöldum. Ég er bara blendinn í trúnni og jafnan ekki auđtrúa. Ég vćri líka viss um, ađ ég vćri enn harđari á ţví ađ jöklabrćđsla nútímans sé manninum ađ kenna (sérstaklega Andra Snć), ef ég hefđi komist međ ranann í feita sjóđi sem veita styrki til alls kyns rannsókna til ađ sanna heimshitnun af manna völdum. Ţađ hefur Lars Holger Pilř ugglaust gert. Gegnt augljósum vitnisburđi fornleifanna er hann gallharđur á ţví ađ heimshitnun í dag sé einvörđungu af manna völdum (sjá hér). Gaman vćri ađ vita hve mikiđ af rannsóknum Pilřs, viđ hörfandi jökla í Noregi, eru fjármagnađar af styrkjum til loftslagsrannsókna (les heimshitnunar). Persónulega finnst mér línuritiđ hér ađ ofan áhugaverđara en rannsóknir sem stundađar eru eftir fjölmiđlaútfarir á löngu liđnum jöklum.
Ađ lokum er hér norskt háfjallabíó. Poppkorn bannađ:
Fornleifar | Breytt 3.9.2019 kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilög heimshitnun, Okiđ ok Andri Slydda
17.8.2019 | 17:20
"Jú sko" (svo ég leggi af stađ međ alţýđlegu stílbragđi Illuga Jökuls og Andra Slyddu), ţá er ég alls ekki afneitari ţess ađ smá heimshitnun sé stađreynd. Ég veit ađ alheimshiti er í dag mćldur utan úr geymi og á allt annan hátt en áđur - sem getur skapađ mikinn mun á mćliniđurstöđum nú og áđur.
Oft furđar ţađ mig hins vegar, hve langt menn ganga í húmbúkki og svindli til ađ ćsa auđtrúa lýđinn í fjölmiđlum. Margt ungt fólk sem afneitar gamaldags hrćđslutrú (Kristni og Íslam) vill ólmt trúa ţví ađ heimsendir vegna heimshitnunar af mannavöldum sé í nánd. Fólk sem langar ađ trúa án vísindalegra raka er eins konar trúarhópur, en ćđsti Guđinn er ţó eins og oft áđur hrćđslan. Hrćđsla er sem kunnugt er alsystir Heimsku og Fáfrćđi. Heldur leiđinlegar systur ţađ.
Grillplata á Okiđ
Bráđlega á ađ setja minningarplötu um Ok, hinn fyrrverandi jökul. Ţađ er nokkuđ vel af sér vikiđ, ţví Ok hefur líklega aldrei veriđ jökull á síđastliđnum tveimur öldum, ef frćđileg skilgreining á jökli skal notuđ.
Bandarískur mannfrćđingur međ alvarlegt tilfelli af athyglisgreddu er ásamt Andra Slyddu orđinn ađ útfararstjóra fyrir Okiđ. Hún skrifar grein eftir grein í tímarit Westra af lítilli visku eftir eina helgarferđ á Íslandi, ţar sem gervinorđurljósin í Perlunni dáleiddu hana. Eftir smá rótarkaffisopa og lífrćnt sushi međ Andra var hún alveg seld.
Menn sem nú ćtla ađ reisa Okinu bautastein, halda ţví gjarna fram ađ Ok hafi veriđ jökull, og nota stćrđ hans áćtlađa snemma ađ vori í lok 19. aldar til ađ bera saman viđ fönnina á fjallinu í dag.
Ef útlínur Oksins, sem menn rugla oft viđ gíginn Broskarlinn) sunnan viđ hinn meinta jökul, er skođađar á mismunandi loftmyndum frá 20. öld (sem reyndar voru allar teknar á mismunandi tímasumar) kemur í ljós ađ Okiđ hefur ekki tekiđ sérstaklega miklum breytingum á 20. öld. Sjá ágćta BA-ritgerđ Maríu Jónu Helgadóttur frá 2017 um Okiđ. Frćđist.
Ţađ er svo nú á 21. öld ađ bráđnum snjóalaga á Okinu verđur meiri, enda hefur međalhiti hćkkađ af einhverjum ástćđum, sem ég vill ekki útiloka ađ séu manninum ađ kenna, ţó ađ blessađa sólin verđi ekki heldur sýknuđ í ţetta sinn, frekar en oft áđur.
Ég vona ađ útförin viđ Okiđ verđi falleg og eftirminnileg. En hvenćr verđur svo útför heimskunnar og auđtrúar haldin á Íslandi og Gróa á Leiti heigđ međ ţeim?
Ţegar jökull er ekki jökull í frćđilegum skilningi, og stćrđ hans, sem mćld var á óţekktan hátt á 19. öld, er borin saman viđ stćrđina í dag er harla fyndiđ ađ sjá fullorđiđ fólk halda útför fyrir "jökul" á örćfum Borgarfjarđar og keyra ţangađ í jeppum sinum međ heimspressuna í eftirdragi.
Ef Okiđ hefur nokkur sinni veriđ jökull, ef til vill á 18. öld, sem ég tel mögulegt, er nú haldin útför fyrir jökul sem löngu leiđ. Ţví er sannast sagna frekar nekrófíl stemmning yfir ţví ađ tengja meintan dauđa Oksins viđ heimshitnun á hinum síđustu og verstu tímum. Ţađ er eitthvađ ćđi í gangi og stundum grunar mann ađ mannskepnan ţurfi ađ hafa "hótun yfir höfđinu" til ađ geta séđ tilgang međ lífinu. Margt er okiđ. Ef ţađ eru ekki kjarnorkuvopn, eru ţađ lofsteinar, hriplekt ósónlag, ísöld, "smog" og nú blessuđ heimshitnun. Heilagur andskoti, var ekki nóg ađ sjá ađ dómsdagstrú eingyđistrúarbragđanna var útbúinn til ađ halda lýđunum ţćgum og međfćrilegum.
Andri Slydda (formlery known as "Snćr"- sá er bráđnađi) Magnason
Mikil bévítis vitleysa er nú grein Andra Snćs í the Guardian um daginn. Sjáiđiđ (svo notađ sé annađ stílbragđ úr föndurkassa Andra og Illuga Leysingavatnssons).
Andri Snćr er kappinn sem malađi sjálfum sér stórfé úr sjóđum gamals nasista, sem stal af gyđingum í Frakklandi sem Ţjóđverjar losuđu CO2iđ úr á sínum tíma. Ţegar ég skrifađi um ţá auđfengnu kolefnisvasapeninga sem Andri Snćr komst međ betlihöndina í (sjá hér og hér), bannađi hann mér ađ birta mynd af sér viđ frásögn mína af "heiđri" ţeim honum var sýndur. Venjulega hefur Andri Snćr ekkert á móti myndum af sér sjálfum, en ţegar einhver sá ađ styrkur sem hann fékk var atađur blóđi gyđinga, vildi hann ekki ađ andlit sitt vćri sýnt. Ég dó ég ekki ráđalaus og fann gamla mynd af Andra ungum í Lederhosen.
The hills are alive, but the Ok is tot and gone, Judentotesgelderhalter Andri Slydda als Jüngling auf Gletscher-Suchen im Alpenlandschaft.
Andri Snćr, međhjálpari viđ útför Oksins: Sýndu mér bílana ţína ég skal segja ţér hve marga jökla ţú hefur brćtt?
Allir útlendingarnir sem mćta í staursetningu Oksins međ Sankti Andra, losa líka glás af CO2 međ ţví ađ fljúga til Íslands. Ţeir brćđa örugglega hettuna af Eiríksjökli međ ţessum áhuga sínum á ađ komast í jarđaför jökuls á Íslandi. Sá áhugi á ţví miđur ekkert skylt viđ skynsemi.
Ágćti, lífrćni Andri, geturđu ekki fariđ ađ skrifa almennilegar bókmenntir, í stađ ţess ađ vera í ţessum tilfinninga-klámbissness?
Kult-leiđtogahlutverkiđ fer Andra frekar illa. Andri er nefnlilega ekki eins grćnn og hann vill vera láta. Heimshitnun er ekki "fiktsjón" heldur vandamál sem verđur ađ leysa án ţess ađ jökull, sem aldrei var eiginlegur jökull, sé heygđur af létttjúlluđu fólki sem tekur á sig allar syndir heimsins svo ađ vitleysan megi lifa ađ eilífu. AMEN á eftir efninu.
Sjáiđi svo hér hve langt á eftir tímanum Andri er.
![]() |
Fönnin á Oki á stöđugu undanhaldi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţjóđmenningin | Breytt 19.8.2019 kl. 13:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun
9.8.2019 | 10:00
Ţessi fleygu orđ, sem ég tek heils hugar undir, las ég á vegg í sýningarrými á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Grandagarđi í Reykjavík fyrr í sumar (2019). Ég var ţar á ferđ međ syni mínum og góđvini nćrri ćttaróđali fjölskyldunnar, eyjunni sem Grandinn tengdi viđ borg syndanna. Ég gerđi mér far um ađ heimsćkja sýningu frá 2018 á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Granda áđur en hún lokar.
Ţađ fyrsta sem mađur sér ţegar mađur kom inn í sýningarsalinn, ţar sem áđur var saltađur fiskur (eđa voru ţađ ţorskhausar) mátti lesa ţessi orđ á veggnum:
Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun
Ţetta er frekar ýkt ţýđing yfir á íslensku á orđum bandaríska fornleifafrćđingsins David Hurst Thomas (f. 1945): "Archaeology is not what you find, it´s what you find out" , Einnig var búiđ ađ klína upphaflegu heilrćđunum upp á vegg í annars smekklegri sýningu.
En efnistök sýningarinnar voru á engan hátt smekkleg miđađ viđ ţau heilrćđi sem ég las á veggnum. Sýningin fjallađi fyrst og fremst uppgröft, neđansjávaruppgröft, ţví flest af ţví sem telst til uppgötvana á sýningunni hefur áđur veriđ gert skil. En höfundur sýningarinnar virtist hafa gleymt ađ nefna ţá sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum og ritađ um uppgötvanir sínar og alţjóđleg tímarit.
Ţetta er sýning um nýlegar rannsóknir á flaki hollenska fluyt-skipsins de Melckmeyt, sem á sýningunni er ranglega kallađ Melckmeyt. Skipiđ hét de Melckmeyt, ţ.e. Mjaltastúlkan, en ekki Melckmeyt, eđa Mjaltastúlka. Ef greinir er til í tungumálum, er um ađ gera ađ lćra ađ nota hann. Hann skiptir töluverđu máli. Mig grunar hins vegar ađ hinn írskfćddi doktorsnemi í fornleifafrćđi viđ HÍ, Kevin Martin, sem fékk leyfi til ađ kafa niđur á flak de Melckmeyt skorti mjög eiginleikann til ađ uppgötva hlutina sjálfur, en sé ríkulega búinn ţví siđleysi ađ nota vinnu annarra líkt og hún vćri vinna hans sjálfs. Tökum nokkur dćmi.
Vinnu annarra og niđurstöđum stoliđ
Viđ inngang sýningarinnar er minnst á köfun og rannsókn Bjarna F. Einarssonar á flaki de Melckmeyt áriđ 1992. Bjarna tókst ekki ađ halda rannsóknum sínum áfram, og ekki veit ég til ţess ađ hann hafi reynt ţađ. Hins vegar er ekki minnst einu orđi á rannsóknir mínar og hollenska fornleifafrćđingsins Ninu Linde Jaspers á fajansa og leirkerum sem fundust í flakinu af de Melckmeyt áriđ 1992.
Til fjölda ára reyndi ég ađ ná mér í styrk til ađ vinna úr leirkerum úr flakinu. Ég skráđi brotin og fór međ sýnishorn til Hollands.
Hollenskur sérfrćđingur, sem var haldinn ţeim leiđa og stórkallalega eiginleika ađ slá hlutum út, án ţess ađ rannsaka ţá, hélt ţví fram viđ mig áriđ 1995, ađ ákveđin gerđ hvíts fajansa sem fannst í flaki de Melckmeyt vćri ítalskur. Ég stóđ ţví lengi í ţeirri trú ţví ég treysti manninum. Mig langađi einnig ađ halda áfram rannsóknum mínum. En rćkilega var komiđ í veg fyrir ţađ af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi.
Mörgum árum síđar uppgötvađi ég ađ ungur fornleifafrćđingur í Hollandi hafđi komist ađ ţví ađ ţessi ákveđna tegund af fajansa vćri frönsk enn ekki ítölsk. Ţessu hef ég gert grein fyrir í nokkrum greinum hér á blogginu Fornleifi en einnig í mest lesna fornleifatímariti Dana, Skalk (sjá hér); sem og í hollenska tímaritinu Vind (sjá hér og hér). Ţar ađ auki skrifađi ég um fajansann í de Melckmeyt ásamt Ninu Linde Jaspers í mikla sýningarskrá, sem jafnframt er mjög gott frćđirit, White Delft; Not just blue, (sjá mynd) sem kom út í tengslum viđ skemmtilega sýningu á hinu heimsfrćga Gemeentemuseum Den Haag í Hollandi áriđ 2014 (sjá hér).
Ţessu greinir Kevin Martin, sem stendur á bak viđ sýninguna, hvergi frá á sýningunni, en hann hann notar samt óspart upplýsingar og UPPGÖTVANIR okkar Ninu Jaspers. Ţegar hann upplýsir sýningargesti m.a. um franska keramík á sýningunni. Honum ber, líkt og hann nefnir vinnu Bjarna F. Einarssonar 1992-93, ađ nefna ađ uppgötvanir varđandi leirtauiđ sem fannst í de Melckmeyt voru gerđar af Ninu Linde Jaspers og mér. Ađ láđst ađ greina frá ţví er einfaldlega frekar ósiđlegt.
Keramík úr flaki de Melckmeyt. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Skipiđ de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun á Ísland
Sýningin endurspeglar vinnubrögđ í doktorsverkefni hins írskćttađa Kevin Martins í fornleifafrćđi viđ Háskóla Ísland, sem ber ber titilinn The archaeologogy of the Monopoly in Iceland. Martin er enn ađ vinna ađ ţessu verkefni sínu, ţó hann hafi hafiđ doktorsverkefni sitt áriđ 2015. Tćknilega séđ ćtti ţví ađ vera lokiđ - en svo er víst ekki. En ţessi ađvörunarorđ mín vona ég verđi lesin af yfirbođurum Kevin Martins í Háskóla Íslands.
Eins og titill verkefnis Martins kemur fyrir sjónir, furđar ţađ mig ađ de Melckmeyt sé notuđ sem stefnismynd (gallíonsfígúra) verkefnis Martins viđ HÍ, ţví de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun Danakonungs á Íslandi. Ferđir skipsins viđ Ísland en er fyrst og fremst gott dćmi um áhuga Hollendinga á norđurslóđum. Jonas Trellund, Daninn sem stjórnađi útgerđ skipsins til Íslands hafđi kvćnst inn í forríka fjölskyldu, fjölskylduna Pelt, í Amsterdam. Trellund stundađi siglingar og verslun fyrir tengdaföđur sinn allt frá Miđjarđarhafi og Madeira til Norđur-Evrópu. Fjölskyldan var međ skip í siglingum, til ađ flytja sykur til sykurhreinsunarverksmiđju sinnar í Amsterdam. Trellund kom ţví til leiđar ađ Pelt-fjölskyldan lánađi Danakonungi skip til hernađar gegn Svíum. Ţakklćtisvottur Danakonungs var ađ veita Trellund tímabundiđ leyfi til verslunar og hvalveiđa viđ Ísland. Sú ákvörđun konungs var hins vegar gerđ í óţökk Íslandskaupmanna í Danmörku, ţ.e. ţeirra sem höfđu konungsleyfin í Kaupmannahöfn, Helsingřr og Glückstadt.
Trellund, sem var í alţjóđlegum siglingum allt frá Madeira til Íslands, var alls ekki hinn dćmigerđi einokunarkaupmađur í Danmörku sem hafđi leyfi til Íslandsverslunar. Trellund var fyrst og fremst hlekkur í kapítalískri verslun hollenskrar ćttar, sem hann kvćntist inn í, en einnig ćvintýramađur. Endalok Trellunds voru einnig mjög ćvintýraleg eins og ég hef skrifađ um (sjá hér).
"Uppgötvun er fornleifafrćđi"
En ef sýning Kevin Martins í Sjóminjasafni Reykjavíkurborgar á ađ sýna ekta fornleifafrćđi á grundvelli uppgötvana, furđar ţađ mig hve mikiđ Kevin Martin hefur leitađ til smiđju annarra sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum. Ţađ gerir hann einnig, mér til mikillar furđu, án ţess ađ vitna í vinnu annarra sem bera heiđurinn og erfiđiđ af uppgötvununum sem hann gerir ađ sínum.
Á sýningunni er ţví haldiđ fram ađ á Ţjóđskjalasafni Hollands hafi áriđ 2017 fundist skjal, sem er gert mjög hátt undir höfđi á sýningunni. Í skjali ţessi, sem Kevin Martin segist hafa "uppgötvađ", er skýrsla sem var ţinglýst í Amsterdam 20. júlí 1660 sem greinir frá framburđi nokkurra áhafnameđlima de Melckmeyt sem tókst ađ snúa aftur til Hollands.
"Rannsókn áriđ 2017" "uppgötvađi" ţađ sem vitađ hefur veriđ síđan 1935 - á safni ţar sem skjaliđ sem uppgötvađ var 2017 hefur aldrei veriđ til. Ţvílík og önnur eins uppgötvun!
Á sýningunni í Sjóminjasafni Reykjavíkur er birt mynd af skjali frá 1655 sem kemur de Melckmeyt og vitnaleiđslum í Amsterdam sumariđ 1660 yfir skipverjum sem voru á Íslandi áriđ 1659 einfaldlega ekkert viđ. Hvers konar vinnubrögđ eru ţetta? Hver stendur fyrir ţessu rugli? Hér, hér og hér má sjá skjaliđ frá 1660, sem Pieter Buytene útbjó 20.7.1660.
Nú er ţetta skjal frá 1660, sem vitnađ er í á sýningunni ekki nein ný uppgötvun gagnstćtt ţví sem haldiđ er fram í sýningartexta. Marie Simon Thomas vitnađi í ţetta skjal í frábćrri doktorsritgerđ um samskipti Hollendinga og Íslendinga, Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw, sem gefin var út í Amsterdam áriđ 1935.
Í skjölum og vangaveltum sem Leó Ingason, fyrrverandi skjalvörđur í Kópavogskaupstađ (sem á ćttir ađ rekja til Hollands eins og sá sem ţetta ritar) sendi mér áriđ 1993, ţegar sem ég hafđi yfirumsjón međ rannsóknum á vegum Ţjóđminjasafns Íslands, er ljóst ađ ţá var íslenskur bćklunarlćknir, dr. Halldór Baldursson, sem var mikill áhugamađur um fallbyssur og flakiđ í Flatey, búinn ađ verđa sér út um ljósrit af skjalinu frá 20. júlí 1660. Ég fékk sömuleiđis ljósrit af skjalinu í Amsterdam áriđ 1995. Bjarni F. Einarsson hafđi einnig ađgang ađ ţessu skjali. Síđar, ţegar veraldarvefurinn kom til hefur skjaliđ, sem Kevin Martins segist hafa "uppgötvađ" áriđ 2017, veriđ ađgengilegt á vefsvćđi Borgarskjalasafns Amsterdam.
En getur Kevin Martin yfirleitt lesiđ skrift einokunartímans? Ţegar hann notar skjal frá 1655 til ađ skreyta texta um skjal frá 1660. Mig grunar ýmislegt um vangetu doktorsnemans.
Ţađ er svo sem ekki nein ný uppgötvun ađ notarus puplicus (lögbókari/vitnaleiđslumađur) í Amsterdam, Pieter van Buytene ađ nafni (en ekki van Buijtene líkt og stendur á sýningunni úti á Granda), tók skýrslu af nokkrum skipsverjum á de Melckmeyt ţann 20. júlí 1660 á Nieuwebrugsteeg í Amsterdam, ţar sem hinn afkastamikli notaríus Pieter Buytene bjó.
Skjaliđ frá 20. júlí 1660 er heldur ekki varđveitt á Ţjóđskjalasafni Hollendinga líkt og Kevin Martin heldur fram. Ţjóđskjalasafn Hollands er í den Haag, og ţar er skjaliđ ekki varđveitt. Skjaliđ er ađ finna á borgarskjalasafninu í Amsterdam, Stadsarchief Amsterdam, ţar sem ţađ var er ég skođađi ţađ áriđ 1995, reyndar í annarri byggingu en ţađ er varđveitt í nú.
Úr upphaflega skjalinu frá 20.7. 1660. Ljósmynd Stadsarchief Amsterdam.
Hvernig eru svo léleg vinnubrögđ möguleg?
Hvernig getur Kevin Martin haldiđ ţví fram, á sýningu sem tengist doktorsverkefni hans í fornleifafrćđi einokunarverslunarinnar, ađ skjal sem hann segist hafa uppgötvađ, ţó margir hafi áđur lýst innihaldi ţess, sé ađ finna á Ţjóđskjalasafni Hollands sem er í den Haag, ţegar skjaliđ er í raun og veru varđveitt á borgaskjalasafni Amsterdam?
Ţetta ţýđir ađeins eitt: Kevin Martin hefur ekki sjálfur uppgötvađ skjaliđ sem hann nefnir á sýningunni og aldrei veriđ á Ţjóđskjalsafni Hollands í den Haag, ţví skjaliđ er varđveitt í Amsterdam. Upp komst um kauđa.
Til ađ bćta gráu ofan á svart, hvađ varđar "stórar" uppgötvanir sínar í fornleifafrćđi, lćtur Martin fylgja ljósmynd mynd af skjali frá 1655. Myndin er alls ekki af skjalinu varđandi de Melckmeyt frá 20. júlí 1660, sem Kevin segist hafa uppgötvađ í Hollandi, heldur af alls endis óskyldu skjali varđandi kaupmenn í Amsterdam sem m.a. versluđu í Svíţjóđ. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ hef ég aldrei séđ. Ţau eru til háborinnar skammar.
Kevin Martin getur ađ mínu mati ţví miđur ekki talist fornleifafrćđingur. Nú, ég leyfi mér ađ segja ţetta međ ţví ađ taka mark bođorđum David Hurst Thomas, sjálfofmetins bandarísk fornleifafrćđings, sem Martin gerir hátt undir höfđi á sýningu í Reykjavík - og ţađ af algjörlega óskiljanlegum ástćđum. David Hurst Thomas kemur fornleifafrćđi á Íslandi ekkert viđ. Bođorđ hans er ţó í sjálfu sér ágćtt, en mađurinn á bak viđ sýninguna í Sjóminjasafni Reykjavíkur hefur ekki fylgt bođorđunum sjálfur, ellegar ekki skiliđ ţau.
Ég á erfitt međ ađ skilja, ađ mađur sem stundar vinnubrögđ af ţessu tagi geti veriđ doktorsnemi viđ HÍ. En ţar á bć virđist ýmislegt hćgt, ađ ţví er mér skilst. En vinnubrögđ eins og ţau sem mađur sér á sýningunni, ađ köfunarvinnu Kevin Martins ólastađri sem ég hef engin tök á ţví ađ gagnrýna, eiga ekki neinn grundvöll í akademískri hefđ.
Sonur Nebúkaddnessars, Belzhassar, gat ekki lesiđ og skiliđ orđin á veggnum. En hann hélt veislu međ ţýfi ţegar orđin birtust honum. Belzhassar vegnađi ekki vel. Málverkiđ er málađ af Rembrandt van Rijn um ţađ bil 25 árum áđur en de Melckmeyt sökk í Flatey. Belhazzar og Rembrandt koma de Melckmeyt svo sem lítiđ viđ, líkt og orđ bandarísk fornleifafrćđings, en orđin á veggnum úti á Granda voru illilega misskilin af Kevin Martin eđa heilrćđinu sem hann lét mála á veggin ekki fylgt af honum sjálfum.
Fornleifafrćđi | Breytt 10.8.2019 kl. 21:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Villkominn 1944
5.8.2019 | 12:09
Fjölbreytnin kom á vissan hátt til Íslands í síđara stríđi. Einbeitt framleiđsla á skyldleikarćktuđum Miđflokksmönnum fór nú fyrst ađ leggjast nokkuđ af enda höfđu konur úr meiru ađ mođa en áđur var. Ţetta fór ţó allt hćgt af stađ í byrjun.
Kanar buđu alla velkomna. Ţađ ríkti fjölţjóđastemning í kömpum ţeirra. Ţó var varađ viđ ţýskum genum.
Amerískur korpuáll sýnir ţýsk tískuföt og síldarsalat í rándýru húsi í Reykjavík áriđ 1944.
Allar tegundir voru á bođstólum áriđ 1944. Jafnvel framfćrilegir framsóknarmenn í júníformi. Mér ţćtti vćnt um ađ fá nöfn á íslensku löggurnar. Sá hávaxni er markađur sem nr. 20, en sá dökki í langa frakkanum tel ég ađ geti veriđ (Hjörtur) Hafsteinn Hjartarson, sem var frćndi minn. Hann fćddist í Kaupmannahöfn áriđ 1908.
Allsorts og allar tegundir búninga voru á bođsstólum í Reykjavík og íslensku stúlkurnar voru líka í sínum skrúđa, bođnar á ball af framandi mönnum í "Hekluúlpum" eđa í hnésíđum pilsum. Myndin neđst er líklega frá 1941, en hinar eru frá 1944. Ljósmyndirnar urđu nćrri ţví bruna á bráđ fyrir nokkrum árum, ţegar óţekkt nasistagerpi kveikti í Frelsissafninu (Frihedsmuseet) danska, sem heyrir undir danska ţjóđminjasafniđ.
Ljósmyndafornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)