Gyđingarnir í Glückstadt og Íslandsverslunin

imgp6687_b.jpg

Í októbermánuđi síđastliđnum (2014) fór ég í stutta reisu suđur til Ţýskalands. Ţađ land er vissulega ekki í uppáhaldi hjá mér til ferđalaga, fyrir utan ađ ég dvelst oft međ ánćgju í Berlín međ konu minni og börnum. En í október var ég í rannsóknarferđ sem lengi hafđi veriđ í bígerđ. Á heimleiđinni ađ loknu ađalverkefninu ók ég til bćjarins Glückstadt á Holtsetalandi til ađ sjá ţá gömlu dönsku borg, sem alls ekki ćtti ađ vera í eigu Ţjóđverja - ađ mínu mati. Glückstadt er ekki ýkja gömul borg. Hún var stofnuđ á valdatíma Kristjáns 4. Danakonungs. Áriđ 2017 verđur ţví haldiđ upp á 400 ára afmćli borgarinnar.

imgp6769_b.jpg

Ég kom m.a. viđ í bćnum Glückstadt til ađ skođa söguslóđir Hallgríms Péturssonar, sem vann ţar í smiđju er Brynjólfur biskup kom viđ forđum og heyrđi Hallgrím ragna vinnuveitanda sínum. Hugsanlega var vinnuveitandinn Det Islandske Kompagni, en útibú ţess var stofnađ i Glückstadt áriđ 1619. Hallgrímur gćti ţó einnig hafa unniđ hjá einhverjum hinna gyđingalegu ţegna í bćnum. Hjá mönnum sem einnig tóku ţátt í Íslandsversluninni. Bara ef mađur vissi, hver var atvinnuveitandi blótsama sálmskáldsins.

giesshaus_gluckstadt.jpg

Gießhaus í Glückstadt forđum og nú.

imgp6714.jpg

Brynjólfur biskup kom eins og kunnugt er Hallgrími Péturssyni til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, náms sem hann aldrei lauk, eins og siđur margra Íslendinga var vegna fátćktar og stundum óreglu. Hálf menntun var ávallt vćnlegri til embćtta og metorđa á Íslandi eins og allir vita, og er enn.

imgp6672_b_guckstadt_2014.jpg

Ég kom einnig viđ í Glückstadt til ađ skođa bćinn sem Kristján IV Danakonungur stofnađi áriđ 1617. Hann bauđ gyđingum fríhöfn ţar í von um ađ ţađ myndi verđa viđskiptalífinu til gangs og efnahag Danmerkur til framdráttar.

Mađur, líklega gyđingur, málađur á verkstćđi Rembrandts líklega af nemanda hans Govćrt Flinck

Í Glückstadt bjuggu í fyrstu fjölmargir gyđingar af portúgölskum, frönskum ítölskum ćttum, sem komu frá Hollandi, Hamborg og Selé í Marokkó, en upprunalega frá Portúgal eftir ađ gyđingar voru hraktir ţađan á 15. og 16. öld. Leiđir ţeirra lágu eftir ţađ um Norđur-Afríku, S-Frakklands eđa t.d. til Livorno (Leghorn) á Ítalíu, Jafnvel til Tyrklands, Palestínu og allt austur til Indlands. Ţeir og afkomendur ţeirra tilheyrđu ţjóđinni sem Hallgrímur, í anda samtíma síns, hatađist svo mikiđ út í í höfuđverki sínu, Passíusálmunum. Sálmum, sem enn eru í miklum metum hjá Íslendingum, jafnvel hjá trúlausum ţingmönnum lengst til vinstri, sem ţykir heiđur af ţví ađ fá ađ standa viđ grátur í kirkju og ţylja sálma Hallgríms sem eru uppfullir af fordómum 17. aldar. Ţessi vinstri menn í trúarfári 17. aldar bera líklega viđ tjáningarfrelsinu til varnar ţessu undarlegu óeđli sínu, sem ég leyfi mér nú einfaldlega ađ kalla gyđingahatur til vinstri.

rembrandtwoburn.jpg

Sérfrćđingar í Hallgrími Péturssyni viđ heimalningaakademíu Íslands (HÍ) hafa löngum ruglađ Glückstadt viđ Glücksburg-kastala, sem er allt annar stađur á hinu gamla Suđur-Jótlandi (Slésvík). Hefur Glückstadt ţannig veriđ kölluđu Lukkuborg í ritum ţessara "sérfrćđinga". Mér ţótti ţví orđiđ tímabćrt ađ heimsćkja hinn rétta bć, ţar sem Hallgrímur ól manninn og bölvađi mönnum í sand og ösku.

Efri myndin af gyđingunum frá Hollandi er eftir  nemanda Rembrandts, Govaert Flinck, en gamli rabbíinn sem hangir á herrasetri á Englandi fékk Rambrandtsfullgyldingu áriđ 2012.

imgp6655_1253033.jpg

AQUI REPOVZA
O EXELENTISSIMO VARAO
DOVTOR DANIEL NACHIMIAS
CVIA BENDITTA ALMA GOZA
DIANTE SEV CRIADOR
O FRVTO DE SVAS OBRAS
FALESEV EM SEST FEIRA
5 DE ROSHEDES ADAR
ANNO 5419

GRAFSTEINN DOKTORs DANIEL NACHMIAS
SEM DÓ FÖSTUDAGINN 5. ROSHODES ADAR ÁRIĐ 5419
(28. FEBRÚAR 1659)

imgp6650_b.jpg

Ég heiđrađi minningu gyđinga Glückstadts međ ţví ađ heimsćkja grafreit ţeirra í bćnum. sem fyrir tilviljanir og hreina heppni voru ekki eyđilagđir í síđari heimsstyrjöld.

Ţví miđur vantar mig enn heimildir um veru Hallgríms í Glückstadt. Til málamynda heimsótti ég ţađ hús sem hýsti hina konunglegu smiđju, sem reist var eftir ađ Hallgrímur var farinn frá Glückstadt. Hún hefur vćntanlega, ađ sögn fróđra manna, ekki stađiđ fjarri ţeim stađ ţar er eldri smiđjan hafđi veriđ. Bölvađi ég og ragnađi Hallgrími Péturssyni til heiđurs og ţók mynd af húsinu sem hefur veri afmyndađ af einhverjum lélegum arkitekt á 20. öld.

privilegia_1633b.jpg

Prentsmiđja var strax stofnuđ í Glückstadt, og ţetta leyfisbréf gyđinga í bćnum var prentađ í henni. Prentsmiđja er enn á sama stađ í bćnum og heimsótti ég hana og segi kannski frá henni bráđlega.

Eftir ađ gyđingum hafđi veriđ bođiđ ađ setjast ađ í Glückstadt var útibú af Det Islandske Handelskompagni einnig stofnsett í bćnum. Ţađ var félag einokunarkaupmanna á Íslandi, sem upphaflega hafđi ađeins stundađ útgerđ frá Kaupmannahöfn og í Helsingjaeyri (Helsingřr). Á fyrri hluti 17. aldar naut íslenska verslunarfélagiđ m.a. góđs af skipakosti ađfluttra gyđinga í Glückstadt til Íslandssiglinga. Međan Kristján IV mátti ekki vera ađ ţví ađ sinna ţegnum sínum á Íslandi sáu gyđingar Glückstadts Íslenska Verslunarfélaginu fyrir skipum til ţess ađ Íslenska ţjóđin gćti fengiđ nauđsynjar. Íslandskompaníiđ hefur veriđ ásakađ fyrir margt illt, en á stundum var ţetta einokunarfyrirtćki hins vegar ţess valdandi ađ hćgt var ađ halda lífi í Íslendingum og tryggja nauđsynlegar vörusendingar til landsins. Ástćđan til ţess ađ Brynjólfur biskup kom viđ í Glückstadt var vitanlega ađeins vegna ţess ađ vorskipin sigldu til bćjar í danska konungsríkinu, ţar sem mest gróska var í Íslandsversluninni. Ćtli Hallgrímur hafi ekki einnig starfađ ţar í bć vegna Íslandsverslunarinnar?

Myndirnar af legsteinum í grafreit gyđinga í Glückstadt tók höfundur.

Steinninn efst sýnir skjöld á legstein Moses de Joshua Henriques sem andađist áriđ 1716. Myndin sýnir, hvar Móses laust stafnum og fram spratt lind úr kletti*: steinninn hér fyrir neđan er steinn konu hans sem hét Hava, ţ.e. Eva, Henríques. Hún andađist áriđ 1694. Myndmáliđ vísar einnig greinilega til fornafns hennar.

Í garđinum voru einnig steinar einstaklinga af ćttinni Coronel, sem tengist inn í ćttir forfeđra minna í Hollandi.

imgp6690_b.jpg

*Allur söfnuđur Ísraelsmanna tók sig nú upp frá Sín-eyđimörk, og fóru ţeir í áföngum ađ bođi Drottins og settu herbúđir sínar í Refídím. En ţar var ekkert vatn handa fólkinu ađ drekka. Ţá ţráttađi fólkiđ viđ Móse og sagđi: "Gef oss vatn ađ drekka!" En Móse sagđi viđ ţá: "Hví ţráttiđ ţér viđ mig? Hví freistiđ ţér Drottins?" Og fólkiđ ţyrsti ţar eftir vatni, og fólkiđ möglađi gegn Móse og sagđi: "Hví fórstu međ oss frá Egyptalandi til ţess ađ láta oss og börn vor og fénađ deyja af ţorsta?" Ţá hrópađi Móse til Drottins og sagđi: "Hvađ skal ég gjöra viđ ţetta fólk? Ţađ vantar lítiđ á ađ ţeir grýti mig." En Drottinn sagđi viđ Móse: "Gakk ţú fram fyrir fólkiđ og tak međ ţér nokkra af öldungum Ísraels, og tak í hönd ţér staf ţinn, er ţú laust međ ána, og gakk svo af stađ. Sjá, ég mun standa frammi fyrir ţér ţar á klettinum á Hóreb, en ţú skalt ljósta á klettinn, og mun ţá vatn spretta af honum, svo ađ fólkiđ megi drekka." Og Móse gjörđi svo í augsýn öldunga Ísraels. Og hann kallađi ţennan stađ Massa og Meríba sökum ţráttanar Ísraelsmanna, og fyrir ţví ađ ţeir höfđu freistađ Drottins og sagt: "Hvort mun Drottinn vera međal vor eđur ekki?"


Presta tóbak prísa ég rétt

joos_van_craesbeeck.jpg

Einstaka sinnum les ég mastersritgerđir stúdenta í fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands á Skemman.is. Ţćr eru misgóđar eins og gengur. Fáeinar eru reyndar furđanlega lélegar, sem međal annars er hćgt ađ skrifa á reikning kennslunnar og kennara deildarinnar sem fćstir eru menntađir í miđalda- eđa eftirmiđaldafornleifafrćđi. Nýlega birtist M.A. ritgerđ Aline Wacke um leirpípur sem fundist hafa ađ Hólum í Hjaltadal. Ţetta er ágćt ritgerđ, sem ég hefđi gefiđ góđa einkunn. Mćli ég međ ađ menn lesi ritgerđina sér til frćđslu, ţví margt er hćgt ađ frćđast um í henni um tóbak og sögu reykinga á Íslandi, en ţó mest annars stađar en á Íslandi.

Villur og vöntun

Galli er ţó ávallt á gjöfum Njarđar. Í ritgerđ Wacke sakna ég ýmissa upplýsinga. T.d. vantar tilfinnanlegar ljósmyndir eđa teikningar af mismunandi gerđum krítarpípna og pípubrota frá Hólum í samanburđi viđ nýjustu tímasetningar á t.d. hollenskum pípum (sem má t.d. finna hér).

Sömuleiđis vantar ljósmyndir eđa teikningar af stimplum á hćl pípnanna og á leggnum. Ţađ hefđi mjög tilfinnanlega ţurft ađ undirbyggja međ rökum, af hverju höfundur telur eitt pípubrot af mörgum vera frá 16. öld. Engin haldbćr rök eru sett fram ţví til stuđnings. Hugsanlega hefur brotiđ fundist međ öđrum gripum úr lögum sem međ vissu eru frá 16. öld, en ekkert er heldur útlistađ um ţađ í ritgerđinni. Ţetta hlýtur ađ hafa dregiđ nemandann niđur í einkunn - verđur mađur ađ ćtla.

Ţó Aline Wacke geri sér far um ađ lýsa ýmsum ţáttum framleiđslusögu pípna úr leir og elstu sögu tóbaksreykinga í Evrópu sem og á Íslandi, ţá vantar sömuleiđis nokkrar íslenskar upplýsingar eins og t.d. vísu Stefáns Ólafssonar í Vallanesi (1619-1688), sem sýnir augljóslega, ađ ekki vissu allir prestar hvers eđlis tóbakiđ var um miđbik 17. aldar:

Presta tóbak prísa ég rétt,
páfinn hefur ţađ svo til sett,
ađ skyldi ţessi skarpa rót
skilning gefa og heilsubót.

fumatore_brouwer.jpg

Eins vantar í ritgerđ Aline Wacke umrćđu um hve almenn tóbaksnotkunin hafi veriđ á Íslandi fyrir miđja 17. öld. Ţví er víđa haldiđ fram ađ tóbak hafi fyrst ađ ráđi borist til Íslands um miđja 17. öld. Fyrst fer sögum af ţví ađ Íslendingur hafi tottađ pípu áriđ 1615. Ţađ gerđi Jón Ólafsson Indíafari: Ţannig segir hann frá ţví í Reisubók sinni.

"Einn mađur var ţar innan borđs Rúben ađ nafni. Hann sá ég fyrst tóbak međ hönd hafa og hvert kvöld taka og ţá list ađ lćra gjörđist minn tilsagnari. Skipherrann og allt fólkiđ unntu mér hugástum" . Ţarna var hinn elskulegi Jón, síđar břsseskytte í ţjónustu konungs, kominn á enskt skip, sem sigldi á Newcastle.

sk-a-4040_b_1254799.jpg

Einnig veit Wache ekki ađ minnst er á tóbak á Íslandi í bréfi sem séra Arngrímur Jónsson lćrđi ritar vini sínum Ole Worm í ágúst 1631.

Áriđ 1650 er sagt frá manni í Selárdal er vanrćkti kirkjuna á helgum dögum ţá predikađ var en lagđist í tóbaksdrykkju um embćttistímann. Hélt hann ţeim hćtti ţrátt fyrir áminningar prestsins, ţar til sunnudag 1650 ađ hann sofnađi útfrá tóbaksdrykkjunni á kirkjuveggnum og vaknađi aldrei ţađan af, lá svo dauđur ţá út var gengiđ. Ţessar heimildir bráđvantar í ritgerđina.

Gyđingar og tóbak á Íslandi

Einnig hefđi höfundur mátt nefna ađ Jacob Franco, Hollenskur gyđingur af portúgölskum uppruna, sem hafđi fengiđ leyfi til ađ setjast ađ í Kaupmannahöfn, fékk verslunarleyfi og bođ um ađ taka til og flytja út allt ţađ tóbak sem til Íslands og Fćreyja átti ađ fara (Sjá hér). Á fyrri hluta 17. aldar var ein af bćkistöđvum Íslenska verslunarfélagsins međ ađsetur í Glückstadt (sjá nánar í nćstu fćrslu). Í Glückstadt fengu gyđingar ađ setjast ađ áriđ 1619 og leigđu ţeir út skip sem ţeir áttu til Íslandssiglinga. Ugglaust hafa fyrstu pípurnar og tóbakiđ á Hólum getađ hafa borist til Íslands međ ţeirra tilstuđlan og samböndum viđ Holland.

Tími til kominn ađ menn geri sér grein fyrir, hvađ einokunarverslun á Íslandi var

Ađ lokum verđ ég ađ leiđrétta ţann leiđa misskilning sem ríkir enn međal margra fornleifafrćđinga og sagnfrćđinga á Íslandi og ţar međ taliđ Aline Wache. Ţó ađ á Íslandi hafi veriđ sett á einokunarverslun áriđ 1602, ţýđir ţađ ekki ađ ađrir hafi ekki verslađ viđ Íslendinga en Danir einir og ţađ međ leyfi Danakonugns. Aline Wacke sér einokunarverslunina á mjög furđulegan hátt. Konungur seldi hćstbjóđanda verslunina.

Einokun var ekki sett á til ađ "pína" Íslendinga, heldur til ţess ađ konungur ţénađi sem mest og best. Hollendingar versluđu viđ Íslendinga alla 17. öldina og oft međ leyfi og í umbođi Danakonungs, ţó ólögleg launverslun hafi ugglaust veriđ algengari. Ţví er engin furđa ađ menn finni hollenska verslunarvöru viđ fornleifarannsóknir á Íslandi, og ţar međ taliđ pípur. Leirpípur voru oft hásetavara, sem áhöfn tók međ sér og seldi í landi fyrir annan varning, vettlinga, smjör eđa ađra vöru sem kom sér vel á sjó.

Ţví er athugasemd eins og ţessi, sem finna má í rigerđ Wache, algjörlega út í hött:

"The monopoly was not just put on “luxury goods” like clay tobacco pipes, but on all trade. Also it seemed sensible for the Danish king who wanted to impress his power in this way that the clay pipes would bear the names of the Danish manufacturers."

Danakonungur ţurfti ekki ađ heilla neinn né skjalla međ pípuframleiđslu, sem var nú heldur ekki á hans könnu, heldur ţeirra sem hann seldi verslunarleyfin í hendur. Á ţví grćddi konungur sem og á tollum. Ţađ er neyđarlegt, hve menn misskilja enn hugtakiđ Einokunarverslun, og í raun íslensku skólakerfi til vansa. Ekki bćtir úr ţegar útlendingar, "ólćsir á íslenska menningarsögu" (eins og prófessor Sveinbjörn Rafnsson skilgreindi ţađ einhverju sinni á fyrri hluta 10. áratugar síđustu aldar - ef ég man rétt) fara ađ fabúlera um eitthvađ sem ţeir hafa ekki sett sig nógu vel inn í.

claesz_pieter-still_life_with_clay_pipes_1254807.jpg

Í ritgerđ Aline Wacke er hins vegar greint frá ţví hvernig ađrir fornleifafrćđingar og sagnfrćđingar á Íslandi, sem fengist hafa viđ fornleifafrćđi, hafa afgreitt stórmerkilegt efni til tímasetninga sem pípur eru, án ţess ađ fá nokkuđ út úr ţeirri heimild. Nefna má t.d. lélega yfirreiđ Margrétar Hallgrímsdóttur, núverandi ţjóđminjavarđar og sérlegan ráđgjafa Sigmundar Davíđs í minjamálmum 2014-15, á leir/krítarpípum úr rannsóknum ţeim sem hún stýrđi í Viđey. Ţar sem fundust fleiri en 1000 pípubrot, en engum til gangs, ţví sérfrćđiţekkingu vantađi. Ritgerđ Aline Wacke er ţví bragarbót og sýnir, ađ sumir ţeirra sem taka próf viđ HÍ í fornleifafrćđi geta kallađ sig fornleifafrćđinga nokkurn veginn kinnrođalaust.

minar_pipur_b.jpg

Höfundur á tvćr krítarpípur frá Amsterdam (á myndinni hér fyrir ofan), sem safnari tíndi upp í byggingargrunnum í ţeim hluta miđborgarinnaar sem kallast Vlooienburg, ţegar ţar var reist óperuhús á 9. áratug síđustu aldar. Í Vlooienburg bjuggu margir forfeđur mínir, og ţar bjó fađir minn međ foreldrum sínum fyrsta ár ćvi sinnar. Mér voru gefnar tvćr pípur ţađan fyrir um 20 árum síđan. (Sjá hér).

Á hćl (eđa fćti) einnar ţeirra stendur PD međ kórónu yfir. Viđ vitum ađ PD var pípumerki Pieter Donckers í bćnum Gouda og ađ pdeugtj.jpgţessi pípa er frá ţví 1715. Hin pípan, sem er frá sama tíma er stimpluđ međ hoed_1254733.jpg

hatti og krónu yfir og GOUDA hefur veriđ pressađ á legginn. Hattarmerkiđ á pípum var var notađur af pípugerđarmeistaranum Cornelis van Leeuwen. Ţar sem ég hćtti ađ reykja á 3. eđa 4. áriđ, hef ég ekki reynt ađ reykja ţessar pípur, en forfeđur mínir gćtu vel hafa tottađ ţessar pípur.

_pipunni.jpg

Frá pípuárum höfundar er allt fólkiđ unntu mér hugástum

Fyrir allmörgum árum flutti fađir minn, sem um árabil rak heildsöluna Amsterdam á Íslandi, inn mikiđ af leirtaui frá Hollandi. Eitt sinn sendi einn af ţeim framleiđendum sem hann verslađi viđ honum nokkrar eftirgerđir af pípum frá 18. öld frá Gouda. Á menntaskólaárum mínum tróđ ég eina ţeirra međ Mac Baren whisky-tóbaki og reykti. Ţađ var ekki sérlega spennandi upplifelsi, en líklega hefđi ég ţurft ađ reykja pípuna til.

Myndin efst: "Sterkt tóbak" Reykingarmađur. Málverk eftir flćmska málarann Joos van Craesbeeck (f. 1605/06-ca.1660)

Pípulist

Hér er ég svo í lokin lítil málverkasýning á litlu broti málverka meistara 17. aldar og síđari tíma. Myndlist hefur, ţótt undarlegt megi virđast, oft gleymst sem heimild ţegar aldursgreiningar leirpípna voru gerđar í Hollandi. Myndefni hefur svo sannarlega veriđ skoriđ viđ nögl í ritgerđ Wache.Í fljótu bragđi sýnist manni ađ sumar pípurnar, sem fyrirsćturnar reykja, passi ekki alveg inn í tímasetningar van der Meulens.

Eins langar mér ađ benda lesendum mínum á ţessa ágćtu grein, ţar sem einnig má horfa á gamlar kvikmyndir um leirpípnagerđ.

sk-a-86_1254968.jpg

Mađur sem reykir pípu. Gerard Dou (1630).

rp-t-1965-180_1254970.jpg

Stúdía af sitjandi reykingamanni. Dirch Hals (1622-27). 

sk-a-399.jpg

Múrari reykir pípu. David Teniers yngri (1630-1660).

sk-a-299.jpg

Ferđalangar hvílast. Adriaen van Ostade (1671).

sk-a-4040_b.jpg

Reykingamađurinn. Adriaen Brouwer (1630-1638) úrdráttur.

sk-c-260_1254814.jpg

Reykingamađurinn. Ary de Vois (1655-1680). 

sk-a-250.jpg

Gamli drykkjumađurinn. Gabriël Metsu (ca. 1661-1663).

03_hals_the_smoker_mma_1622-25_1254810.jpg03_hals_the_smoker_mma_1622-25_1254809.jpg

Unglingur međ pípu og kona sem hlćr. Frans Hals (1623-25).

drunken_party_900.jpg

Reykt og drukkiđ á 18. öld. Brotnuđu pípurnar í svona veislum á Hólum í Hjaltadal?

Svo neyđist ég víst ađ lokum til ađ minna á ađ reykingar eru hćttulegar heilsu manna og geta valdiđ hjarta og ćđasjúkdómum, getuleysi, krabbameini og lungnaţembu ... og leitt til dauđa, svo eitthvađ af ţví versta sé nefnt. Málverkiđ er eftir meistara Vincent van Gogh. Verkiđ kallast Hauskúpa međ logandi sígarettu (1885/86).

van_gogh.jpg

  

 


Gamlar kvikmyndir: Flugsaga

faxi.jpg

Danir líta á ţennan kvikmyndabút, sem lýsir flugvélakosti Íslendinga áriđ 1958, sem danskan menningararf. Kannski hefur skrásetjari ekki frétt af sambands- slitum ríkjanna og stofnun lýđveldis á Íslandi áriđ 1944.

ar-120529658.jpg

Myndbúturinn, sem hćgt er ađ sjá hér, var tekinn af Frank Poulsen og er úr safni DR (Danmarks Radio). Hugsanlega hefur ţessi mynd veriđ sýnd í danska sjónvarpinu.

Frábćrt er ađ sjá lendingu Catalinu flugbátsins TF-Skýfaxa á Skutulsfirđi og farţega ađ fara um borđ á Gunnfaxa TF-ISB, DC-3 flugvél FÍ á Egilsstöđum. Ţađ er ekki langt síđan ţetta var, en samt virkar ţetta eins og svipmynd aftan úr fornöld.

faxi_3.jpg

Stoltur fađir gengur um borđ á Reykjavíkurflugvelli, og efst má sjá farţegum hjálpađ í bát sem sigldi međ ţá í land á Ísafirđi.

Takiđ eftir ađ blessađur Mogginn var helsta róandi međaliđ um borđ líkt og í dag. En hvađ var fólk ađ lesa? Greinilegt er ađ ţetta var í miđju ţorskastríđinu áriđ 1958. Ţegar Íslendingar hótuđu t.d. ađ fara úr NATO og fengu styrki frá Moskvu. Ugglaust hafa blađamenn frá Danmarks Radio veriđ sendir til ađ fylgjast međ málinu. faxi4.jpg

Mađurinn hér á myndinni til hćgri er ađ lesa Morgunblađiđ ţann 26. nóvember 1958, ţegar landhelgismáliđ var í algleymingi. Bretar voru auđvitađ ósvífnir og ruddalegir ađ vanda.

Fyrirsögnin var svo eftir ţví í Mogganum: "Afsýra verđur vođanum ađ ofbeldi Breta".

faxi2.jpgMisfínir karlar fljúga frá Egilsstöđum.


Stórnefjur í Amsturdammi

huge_nose_house_in_amsterdam_2.jpg

Fyrir réttu ári síđan heimsótti ég Holland í rúma tvo daga, m.a. til ađ skođa sýningu á Gemeendtemuseum í den Haag sem ég hafđi lagt til upplýsingar og skrifađ örlítiđ í risavaxna og glćsilega sýningarskrá fyrir sérsýningu. Ég heimsótti daginn áđur Amsterdam til ađ ganga á fund prófessors Joost Schokkenbroeks sem m.a. er forstöđumađur rannsóknardeildar Siglingasögusafns Hollands, en einnig til ađ hitta Ninu Jaspers fornleifafrćđing og sérfrćđing í keramík sem ég skrifađi nokkrar línur međ í sýningarskrána, sem hún var ein af ađalhöfundunum ađ. Ninu og prófessor Schokkenbroek hef ég fengiđ til ađ vera međ í stóru verkefni sem nú er reynt ađ koma á laggirnar undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar. Meira um ţađ síđar, ef úr verđur.

restaurant.jpg

Međan ég beiđ eftir ţví ađ hitta Ninu og samstarfsmann hennar Sebaastian Ostkamp í litlu sérfrćđifyrirtćki sem ţau reka í miđborg Amsterdam, fór ég á elsta kínverska veitingastađinn í Amsterdam, sem ég hef fyrir siđ ađ fara á í hvert skipti sem ég er staddur í borginni. Hann er í dag kallađur Oriental City (sjá mynd hér til hćgri). Mér var vísađ til borđs viđ glugga á 2. hćđ, ţar sem ég hafđi aldrei setiđ áđur. Međan ađ ég er ađ bíđa eftir matnum, er mér litiđ yfir síkiđ (díkiđ/dijk) og sé léttklćdda konu í glugga í húsi á hinum bakkanum. Ţótt ţessi kínverski stađur sé ekki alllangt frá helstu rauđljósgötum Amsterdam, ţá var konan í glugganum alveg örugglega ekki ein af ţessum léttklćddu portkonum eđa dćkjum sem bađa sig rauđu ljósi til ađ auglýsa kjöt sitt viđ díkin (síkin). Hún bjó nefnilega á ţriđju hćđ. Konan sem ég sá í glugganum var greininga heiđvirđ, ung kona sem var nýkomin úr bađi.

huge_nose_house_in_amsterdam_1254311.jpg

Ég leit ţví blygđunarlega undan ofan í matinn sem kominn var á borđiđ. Hann bragđađist vel ađ vanda. En vitaskuld leit mađur aftur yfir síkiđ til ađ gćta ađ ţví, hvort konan vćri nokkuđ í hćttu. Ástríđglćpur, Rear window ... ţiđ vitiđ hvađ ég er ađ fara. Ţannig var ţví sem betur fer ekki háttađ. Engar blóđslettur voru sjáanlegur.

En ţá tók ég eftir öđru efst á gafli hússins sem unga, léttklćdda konan bjó í. Ţar er mikiđ skjaldamerki, sem mér ţótti áhugavert. Ţar sem unga, allsbera konan var löngu farin úr glugganum, tók ég upp myndavél mína, Pentax Optio E80 vasamyndavél, og međ ađdrćtti ríkulegum sá ég betur ţetta einstaka skjaldamerki. Á ţví sjást ţrír mjög stórnefjađir menn og stytta, brjóstmynd af stórnef einum, er efst á mćninum.

Um daginn var ég ađ skođa myndir ársins 2014 og staldrađi ađeins viđ skjöldinn á húsi nöktu konunnar sem stendur á Oudezijds Voorburgwal númer 232. Eftir örlitla leit á vefnum fann ég skýringuna ţessu skjaldamerki. Áriđ 1625 byggđi Pieter nokkur Parys ţetta hús, en í byrjun 18. aldar bjó kaupmađurinn Jan-Frederik Mamouchette (Mamouchet) og spúsa hans Catherina van Heusden í húsinu og settu á ţađ nýjan gafl. Ţessi skjöldur á ađ tákna tengsl ćtta ţeirra hjónanna.

mamouchette_1254316.jpg

Margar kenningar hafa veriđ settar fram um "Húsiđ međ stóru nefin" eins og húsiđ er kallađ í daglegu tali. Sumir segja stórnefirnir séu vísun í eftirnafniđ Mamouchette, ţađ er "ma mouchette" - stóra trýniđ mitt. Ţađ ţykir mér sjálfum ólíkleg skýring. Ađrir benda á ađ myndin sýni múslíma eđa Saracena, en Mamouchette verslađi einmitt fyrir botni Miđjarđarhafs. Mouchette getur einnig ţýtt neftóbaksdós eđa sá sem tekur í nefiđ en sá siđur ruddi sér til rúms í byrjun 17. aldar (Sjá hér). Ţá eru ţetta kannski bara neftóbakskarlar. Hver veit? Líka má ímynda sér ađ ţetta séu gyđingar, en stór nef hafa löngum lođađ viđ ţá, segja fróđir menn.

Kannski veit nakta konan í húsinu eitthvađ meira. Hér kemur svo myndin af henni. ........

........

Ći nú, hún reyndist ekki alveg í fókus. Ég spyr hana um sögu hússins ţegar ég er nćst í Amsturdammi. Vona ég ađ hún stökkvi ekki upp á ćttarnefiđ, en sannast sagna tók ég ekkert eftir nefinu á henni. Svona í bakspeglinum minnir mig ađ hún hafi veriđ snoppufríđ stúlkan sú. En ţegar mađur er bara međ Pentax Optio E80 í vasanum, er ekki hćgt ađ búast viđ góđu minni og smáatriđum.

_gugavert.jpg


Meira um Gunnar Gunnarsson í Ţýskalandi

reichenber_a_lille_bb_1254254.jpg

Ekki á eg einungis í fórum mínum gamlar (nasista)myndir af Gunnari Gunnarssyni hjá Hitler og ađ halda fyrirlestra á nasistasamkomum i Ţýskalandi. Ţađ eru myndir sem sumir menn ţola víst ekki ađ sjá.

Ég á líka rituđ gögn í fórum mínu, sem ţeir sem hafa hreinsađ nasismastimpilinn af Gunnari hafa ekki haft rćnu eđa jafnvel vitsmuni til ađ finna er ţeir skrifuđu stórverk sín um skáldiđ eđa gáfu honum syndaaflausnarvottorđ sín.

gunnar_koenigsberg_1_a_lille_1254233.jpg

Dönsk yfirvöld höfđu miklar áhyggjur af samskiptum Gunnars viđ Ţriđja ríkiđ og var fylgst grannt međ honum. Konsúlar sendu upplýsingar um ferđir Gunnars í Ţýskalandi til sendiráđsins í Berlín og utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn.

Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín, sem ekki kallađi allt ömmu sína í samskiptum viđ nasista, var ţó ekki hrifinn af fyrirlestrum Gunnars hjá Nordische Gesellshaft í ársbyrjun 1940. Ţó Zahle hafi oft veriđ ásakađur um veikgeđja afstöđu til nasista, ţá var hann alfariđ á móti gyđingahatri ţeirra - svona oftast.

Vegna ţess vildi hann ekki heiđra Gunnar Gunnarsson, fimmtudaginn 1. febrúar 1940, ţegar Gunnar hélt fyrirlestur í Berlín. Hann tók fram í bréfi til Utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn, ađ hann myndi ekki mćta á fyrirlestur Gunnars, vegna ţeirrar stjórnmálalegu starfsemi sem Nordische Gesellschaft var farin ađ sýna í ritum sínum. Ţetta ćtlađi hann ađ tilkynna Gunnari viđ hádegisverđ í sendiráđinu áđur en Gunnar átti ađ halda fyrirlesturinn.

Zahle skrifađi:

     Herved tillader jeg mig at indberette, at den islandske Digter Gunnar Gunnarsson í Morgen Torsdag paa Foranstaltning af Nordische Gesellschaft holder Oplćsning her i Berlin og derefter vistnok i en Rćkke tyske Byer. Jeg giver ikke personligt Mřde for paa denne Maade overfor Nordische Gesellschaft at antyde, at jeg ikke er indforstaaet med den politiske Virksomhed, det i den senere Tid har indaugureret i sine Tryksager, Gesandtskabet vil blive reprćsenteret af en af sine Medarbejdere. Jeg skal forklare Hr. Gunnarsson, der spiser Lunch paa Gesandtskabet i Morgen, dette.  (Sjá frumheimild hér).

zahle_um_gunnar.jpg

Gunnar hélt ótrauđur áfram fyrirlestrarferđ sinni og heimsótti loks Hitler í óţökk Dana. Ţó Danir vildu heldur ekki gyđinga, líkt og Hermann Jónasson og Co, vildu ţeir ekki umgangast gyđingahatara. Ţađ gerđi Gunnar. Hann var í félagsskap ţeirra í samtökum sem Himmler og Alfred Rosenberg vernduđu. Svo segja menn ađ hann hafi ekki veriđ nasisti, heldur saklaus sauđbóndi uppi á Íslandi og ađ menn ţurfi ađ drepa til ađ kallast nasistar.

Mikla furđu mína vekur sú ađferđafrćđi sumra íslenskra ćvisöguritara Gunnars, ađ taka barnabörn og jafnvel barnabarnabörn hans gild sem heimildamenn um forföđur ţeirra, en sneiđa síđan hjá samtímaheimildum.

Barnabarnabarn Gunnars hefur t.d. upplýst ađ afi hans hafi veriđ í danska heimavarnarliđinu. Ţađ er út í hött. Hann (Gunnar Björn Gunnarsson) hefur einnig haldiđ ţví fram ađ Hitler hafi ćst sig viđ Gunnar á fundi ţeirra vegna meintra ummćla Gunnars um Finnland. En hvađ sagđi Gunnar sjálfur?. Í Fálkanum var föstudaginn 19. apríl 1940  viđtalsgrein viđ Gunnar um Ţýskalandsför hans:

Nú fer jeg ađ fara í kringum ţađ viđ Gunnar, ađ marga langi til ađ forvitnast eitthvađ um fundi hans og Hitlers ríkiskanslara.

Gunnar brosir viđ.

- Jćja, einmitt ţađ. Annars hefi jeg svo sem ekki margt ađ segja um ţađ.gunnar_gunnarsson_meets_hitler_detail.jpg

- Ţiđ hafiđ vćntanlega eitthvađ minnst á íslensk efni.

- Já, međan annars sagđi jeg Hitler frá ţví, ađ nú vćru 37 ár liđin síđan íslenskur bóndi bar fram á Alţingi frumvarp um ţegnskylduvinnu. En ekki var Hitler kunnugt um ţađ. Kvađst hann hafa fengiđ ýmsar hugmyndir ađ ţýsku ţegnskyldunni frá Búlgaríu.

- Hefir Hitler ekki mikinn persónulegan kraft til ađ bera, eđa sýndist yđur hann vera ţreytulegur?

-Kringum slíka menn er auđvitađ aflsviđ. - Nei hann sýndist ekki vera ţreyttur. En hann sagđist ekki hafa búist viđ stríđi. Hefđi hann veriđ byrjađur á mörgum stórvirkjum víđsvegar um landiđ, en nú yrđi ţau ađ bíđa vegna ófriđarins. Hitler sagđist í raun rjettri ekki mega vera ađ ţví ađ standa í stríđ, hann vćri orđinn fimmtugur og hefđi nógum öđrum störfum ađ sinna." (Sjá hér)

Gunnar var sem sagt nasisti. Ţađ er enginn ástćđa ađ fara ofan af ţeirri skođun minni og ţađ er sćmd ađ láta ritskođa sig af glansmyndasöfnurunum á fasbókinni Gamlar Ljósmyndir fyrir ađ vera á ţeirri skođun. Gunnar vildi rćđa um ţrćlslund sumra Íslendinga og ţegnskylduvinnuhugmyndir Hermanns Jónassonar frá Ţingeyrum, sem aldrei urđu ađ neinu eftir ađ Páll J. Árdal (1857-1930) orti svo glćsilega, og hjálpađi vísa hans í ţjóđaratkvćđagreiđslu um máli áriđ 1916. Hitler sótti hugmyndir um ţegnskylduvinnu til Búlgaríu en Gunnar var greinilega hallur undir slíkar fasískar hugmyndir:

Ó, hve margur yrđi sćll
og elska mundi landiđ heitt,
mćtti hann vera í mánuđ ţrćll
og moka skít fyrir ekki neitt.

.


Gamlar Ljósmyndir: Konungssýningin 1921

konungssyningin_fyrir_fornleif.jpg

Ţví miđur var mađurinn sem hefur höndina inni í fingrabrúđunni Fornleifi, settur út af sakramentinu á smettiskruddubók "Gamalla Ljósmynda", ţví hann birti "ljótar" myndir af Gunnari Gunnarssyni í nasistastellingum. Gunnar er sumum Íslendingum eins og Múhameđ spámađur er flestum múslímum. Höfuđ fljúga ef mađur leyfir sér ađ birta myndir af Gunnari eins og hann var. Gömlum ljósmyndum er sýnilega stjórnađ af einhverjum gömlum DDR-kommum eđa framsóknardraugum sem ţykjast vera kratar.

Frá Konungskomunni 1926

konungskoman_1921.jpg

Áđur en mér var mjög ódrenglega varpađ út af glansmyndafeisbókinni Gamlar Ljósmyndir, sem er undir stjórn Guđjóns Friđrikssonar sagnfrćđings og kynlegra kvista Ţormars ćttarinnar, sem seldi Gunnari Gunnarssyni Skriđuklaustur, leitađi ég ţar upplýsinga um kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, sem ţeir tóku viđ konungskomuna áriđ 1921.

Mig langar mjög ađ sjá kvikmyndina, til ađ athuga hvort ég gćti séđ afa minn sýna fimi sína fyrir konung og frítt föruneyti hans. Afi minn var í fimleikaflokki ÍR sem gerđi ćfingar viđ Konungssýninguna áriđ 1921.

1921_konungssyningin_2_1254174.jpg

Afi stökk yfir hest og sýndi listilegar sveiflur á tvíslá. Fyrir ţađ fékk hann medalíu sem afi gaf mér ţegar ég var um ţađ bil 12 ára gamall. Medalían hafđi veriđ útbúin úr dönskum silfurpening frá 1916. Á myndinni efst er fimleikahópur ÍR og afi, Vilhelm Kristinsson er sá lágvaxni og sćti, 4. frá vinstri í efri röđinni.

vilhelm_afi_vilhjalms.jpg

Afi varđ síđar einn elsti kratinn á Íslandi og keypti manna lengst bleđil ţann sem bar nafniđ Alţýđublađiđ. Honum leist ekkert á ţá krata sem komu fram á sjónarsviđiđ eftir Eiđ Guđnason. Hálfsystur hans, Sigríđi Jensen í Kaupmannhöfn, tókst einnig ţađ afrek ađ verđa krati lengst allra í Danmörku. Kratar í Danmörku urđu ekki gamlir, ţví ţeir reyktu allir. Tante Sigga, eins og Sigríđur frćnka var kölluđ í fjölskyldunni á Íslandi, varđ hins vegar 102 ára, ef ég man rétt. Ég og kona mín heimsóttum hana stuttu eftir 100 ára afmćliđ. Kratar í Danmörku böđuđu hana blómum, svo hún gat vart veriđ í litlu íbúđinni sinni í Gladsaxe. Mektarmenn á viđ Anker Jřrgensen heimsóttu hana á afmćlisdaginn, sem tók tvo daga.

Ef einhver getur útvegađ mér kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, eđa hefur vitneskju um ljósmyndir frá Konungssýningunni áriđ 1921, ţá ţćtti mér vćnt um ađ heyra frá ykkur.

Morgunblađiđ fjallađi um komuna og upplýsir ađ fimleikasýningin hafi fariđ fram á íţróttavellinum (Melavellinum).


Út skulu ţeir...

sendira_i.jpg

Margumtöluđ kynţáttahyggja/útlendingahrćđsla Framsóknar-flokksins á sér dálitla sögu, ţótt hún sé líkast til ekki samhangandi:

Í nóvember 1938 skrifađi ríkisstjórn Hermanns Jónassonar til sendifulltrúa Íslands í Kaupmannahöfn, Sveins Björnssonar, og ítrekađi fyrri yfirlýsingar sínar: "Ríkisstjórnin principielt mótfallin ađ veita ţýzkum Gyđingum dvalarleyfi Íslandi."

Hermann Jónasson hafđi áđur, í nóvember 1937, skýrt ţetta út fyrir sendifulltrúa í sendiráđi Dana í Reykjavík, C.A.C. Brun: "Island har altid fřr vćret et rent og nordisk Land, frit for Jřder, og de der er kommet ind de sidste Aar skal ud igen". Ţessi ljósmynd var tekin í sendiráđinu viđ Hverfisgötu sama kvöldiđ og Hermann Jónasson (Framsókn) lýsti ţessu yfir.

Lesiđ meira í bók minni Medaljens Bagside. Á vefsíđu forlagsins Vandkunsten er pdf-skrá međ kaflanum sem segir frá afrekum Hermanns Jónassonar


27 January 2015 - 27 January every Year

fish_idiot_b.jpgPhoto Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Š

70 years after the liberation of Auschwitz the teaching and remembering the Shoah has never been more necessary. Europe suffers from a bad case of amnesia.

In 2001 I stumbled into this Polish neighbour to the Birkenau death camp. The man in the picture, who I have always perceived as the neighbouring village idiot, was using the ruins in the camp as a pond for his farming of small fish, which he collected into a red bucked. His fish-farming hobby was being realized in the ruins of the so called Gipsy family camp in Birkenau.

vei_ima_ur_3b.jpg

Photo Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Š

I sometimes envisage other idiots sitting beside the fisherman of Auschwitz. Among them some Danish historians who propagate that Danish Nazi-collaboration was the best solution and should have been copied by other Nazi occupied states.

Next to the Danish idiots I see the imbeciles from Estonia, Latvia and Lithuania, who mumble something about double genocide while they praise their many Nazi collaborators. They are captured in a major denial and I fear that they might jump into the pond and participate in a major EU white-wash and even drown themselves in self-satisfaction.

A French idiot lines up and says. "Je suis un poisson", and a Dutch lawyer arrives in his Bentley and announces the final solution: "Send all the Jews to America", as if that was something new. In 1699 the Dutch were already introduced to the idea. But even the Dutch forget... Some have already forgotten that 75% of the Jewish population in the Netherlands were killed in the Shoah.

The Icelandic idiot has no time for remembrance. He is playing balls with his hands in Qatar, where entire village of idiots also support teams like ISIS and Hamas, when they are not bribing the sporting idiots.

Do not allow the idiots to do what they are best at: To forget. Help them remember!

fiskima_ur_grar_b.jpgPhoto Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Š

 

 


Forvarsla međ lími

ok---tutankhamun-1.jpg

Kaíró er nú aftur í heimsfréttunum. Nú er ţađ ekki blóđi drifiđ vor og brćđralag friđsamra manna sem angrar ţá, heldur skeggiđ á Tút.

Skeggiđ fléttađa á helgrímu Tutankhamuns féll af viđ hreingerningar og var ţađ límt á aftur. Í stađ fínna ađferđa forvarđa á lokuđu verkstćđi, sóttu menn bifvélavirkjann Abdalla sem er meistari í boddýmeiki. Forvörđur safnsins var nýlega orđinn embćttismađur og mátti ekki veraađessu, ţví hún var ađ vinna ađ áćtlun um ađ byggja yfir pýramídana. Bifvélavirkinn límdi skeggiđ á međ epoxýlími. Dýrt var vitaskuld ađ fá iđnađarmann til ađ redda ţessu, en ţađ heldur.

Svo vel vildi til ađ túrhestur, Jaqueline Rodriques ađ nafni, tók ljósmynd af ţessari björgunarađgerđ á einum frćgasta forngrip Egyptalands. Einnig má nú sjá merki um ţessa forvörslu, ţví límslettur og rispur eru greinilegar.

Ţessi ađgerđ minnir mig á sögu af Listasafni Íslands, sem ratađ hefur í annálana, en ţví miđur eru ekki til myndir af ţeim atburđi:

Sigga gamla sá um hreingerningar á Listasafninu ţegar ţađ var á efstu hćđ Ţjóđminjasafnsins. Eitt sinn sveiflađi hún sópnum svo harkalega ađ hann slóst í typpiđ á styttu Ásmundar Sveinssonar sem kallast Nakinn Mađur. Typpiđ brotnađi af. Sigga varđ miđur sín og nú voru góđ ráđ dýr. Sigga sótti túbu af UHUi og límdi typpiđ aftur á. Daginn eftir kom Kristján Eldjárn til starfa og sá sér til mikillar furđu, ađ eitthvađ var snúiđ á styttunni sem stóđ ekki langt frá dyrum ađ skrifstofu hans. Typpiđ var nú međ reisn en hafđi lafađ ţegar Ásmundur hjó ţađ. Kristján og Selma listasafnsvörđur kölluđu Siggu til sín á fund og spurđu hana, hvort hún kannađist eitthvađ viđ ţetta. Hún viđurkenndi slysiđ og viđgerđina. Ţá spurđu Eldjárn: "En Sigríđur mín, af hverju límdir ţú ţetta svona?" Sigga svarađi: "Hvernig á ţađ ađ vera öđruvísi en svona?Mörg typpi hef ég séđ um ćvina, og ţannig voru ţau öll".

Sigríđur var sómakćr kona, og ţađ eru ţessar nunnur líka:


Landnámskonur Íslands voru ekki kynlífsţrćlar frá Bretlandseyjum!

dyflinarvitleysan.jpg

Nýjar rannsóknir Eriku Hagelberg prófessors í Osló og samstarfshóps hennar sýna greinilega, ađ íslenskar landnámskonur voru ekki sóttar af norskum körlum til Bretlandseyja, gagnstćtt ţví sem DNA rannsóknir á vegum Íslenskrar Erfđagreiningar (deCODE) hafa taliđ okkur trú um í 14 ár (sjá hér). 

Hluti af sjálfstćđisbaráttu Íslendinga var leit af ţjóđar- og /ţjóđernisímynd, sem féll ađ kröfunni um fullveldi og sambandsslit frá Danmörku. Hinn íslenski "Kelti" varđ ţess vegna til á 20. öld sem hluti af ţjóđarbyggingu (nation building) Íslendinga. Sumir fundu hjá sér ţörf til ađ skapa ţjóđarímynd og ţjóđerni sem var allur öđruvísi en ţađ sem mađur sá í Skandínavíu, og sér í lagi Danmörku. Ţannig var leitađ til frásagna af írskum konungaafkomendum í Íslendingasögum og öđrum heimildum. Í stađ norrćnna konunga var nú reynt ađ skýra nýfundin séreinkenni Íslendinga međ áhrifum frá landnámsmönnum af göfugum ćttum sem jafnvel voru konungabörn frá Írlandi, ţótt ţeir hefđu komiđ sem ţrćlar og ambáttir til Íslands.

heim_til_dublin_1252228.jpg

Áriđ 1993 buđu Samvinnuferđir-Landsýn Íslendingum heim til Dublin.

Međ uppblómstrun ţjóđrembulíkamsmannfrćđi 20. aldar jókst ţessi áhugi til muna. Vantrúađri menn kölluđu ţetta Kelta- eđa Írafár. Ţeir sem töldu sig hafa séđ ljósiđ hófu dauđaleit ađ hinum íslenska Kelta. Blóđflokkafrćđin reyndist í árdaga geta bent til uppruna Íslendinga á Bretlandseyjum, frekar en í Skandínavíu. Allar slíkar vangaveltur voru loks skotnar niđur. Ţađ varđ mörgum manninum erfitt ađ kyngja, og áfram héldu ţeir hörđustu ađ leita "keltneskra", gelískra og írskra áhrifa frá Bretlandseyjum í fornbókmenntum okkar. Mestur hluti slíkra frćđa var raus og langsóttur andskoti. Gćtu minni í frásögnum, nöfn og annađ vera áhrif sem alveg eins gćtu hafa borist til landsins á tólftu öld frekar en á ţeirri tíundu.

Sumir rauđhćrđir menn á Íslandi töldu sig vera ekta "Kelta", ţótt rauđa háriđ á Írlandi og í Skotlandi sé óalgengara en t.d. á Jótlandi og Noregi, og hefur ađ öllum líkindum ađ ákveđnu marki skiliđ eftir sig lit á Bretlandseyjum vegna veru norrćnna manna ţar á síđasta hluta Járnaldar. Rautt hár er reyndar ekki bara erfđaţáttur. En rauđa háriđ tóku menn mjög alvarlega. Einstaka menn snerust til kaţólskrar trúar vegna litarhafts síns og nýfundins skyldleika viđ írska konunga. Eitt sinn heyrđi ég frásögn af íslenskum lćkni, sem lifđi sig svo innilega inn í gelískt eđli sitt ađ hann réđst á búfrćđing og líffrćđing á veitingastađ í Reykjavík, vegna ţess eins ađ líffrćđingurinn hafđi leyft sér í grein ađ benda á ađ val gćti hafa orđiđ í blóđflokkakerfinu ABO á Íslandi í tengslum viđ farsóttir, ţannig ađ O blóđflokkurinn, sem lengi var tengdur "keltakenningum", hafi orđiđ algengur, ţar sem fólk međ A og AB blóđflokka dó frekar í ákveđnum farsóttum sem herjuđu á Íslandi. "Írski" Íslendingurinn var á síđasta áratug 20. aldar nćrri ţví ađ syngja sitt síđasta vers.

En ţá kom Kári O'Clone Stefánsson og deCODE til sögunnar. Ein af ţessu ósögulegum stađreyndum. Ţó svo ađ greindustu líffrćđingar Íslands vćru í upphafi margir mjög gagnrýnir á Íslenska Erfđagreiningu, ţá lokkađi fjármagn, frćgđ sem međhöfundaréttur ađ innihaldslausum greinum suma unga menn og lélega tölfrćđinga inn í hirđ Kára Stefánssonar. Einn ţeirra var Agnar Helgason. Ég kynntist Agnari lítillega áriđ 1998 ţegar viđ sóttum báđir mannfrćđiráđstefnu í Kaupmannahöfn og héldum ţar báđir erindi, og var hann ekki svo lítiđ gagnrýninn á keltafáriđ í íslenskum mannfrćđirannsóknum. Skömmu síđar (2001) birti hann hins vegar, ásamt öđrum, greinar ţar sem niđurstađa samanburđarrannsóknar á erfđamengi núlifandi Íslendinga var borđiđ saman viđ ţćr upplýsingar sem menn höfđu safnađ annars stađar.

"Iceland goes Mitochondrial"

Ţađ voru sér í lagi niđurstöđur á hvatberum (mitókondríum) Íslendinga, sem vöktu athygli. Agnar Helgason og Kári Stefánsson, sem eru báđir menn afar norrćnir ađ útliti og atgervi, svo notuđ séu fornar og ófrćđilegar skilgreiningar, töldu nú víst, ađ flestar konur sem komu til Íslands í öndverđu hefđu veriđ ćttađar frá Bretlandseyjum og hefđu ekki á neinn hátt veriđ skyldar "norskum" mönnum sínum. Međ öđrum orđum sagt, áttum viđ nú ađ trúa ţví ađ kynhungrađir norskir karlar hefđu allir sem einn brugđiđ sér í einhvers konar kynlífsferđ til Bretlandseyja til ađ ná sér í konur, sem ţeir drógu svo međ sér til Íslands, stundum sem ambáttir en einnig af eigin og frjálsum vilja. Síđan hófu ţeir ađ framleiđa Íslendinga.

Međ ţessari kenningu Agnars Helgasonar um kynlífstúrismann innbyggđan í hiđ heilaga Landnám, fundu menn sem voru haldnir miklu keltafári til endurreisnar. Ferđir til Dyflinnar og Glasgow fćrđust aftur í aukana. Á sumum varđ háriđ aftur rautt og menn fóru ađ spila keltneska tónlist á öldurhúsum Reykjavíkur. Lopapeysuvíkingar urđu nú ć óvinsćlli og ţegar Jón Páll sprakk undir lóđunum var The Icelandic Viking, risavaxinn, mislođinn og skyldleikarćktađur mađur međ offituvandamál, nćrri bráđkvaddur ţar sem hann var upphaflega skapađur: Á auglýsingastofunum í Reykjavík. Íslendingar brugđu sér nú á Hálandaleikana og í á Keflavíkurflugvelli heyrđi mann stundum ölóđa íslendingar segja frćndum sínum á Bretlandseyjum frá ţessum örugga skyldleika sem nú hefđi veriđ stađfestur í rannsóknarstofum eins af "óskabörnum" íslensku ţjóđarinnar. Keltnesk mynstur sáust nú á lopapeysum. Menn töluđu um ađ nú vćri kominn tími til ađ hćtta viđ alla skandínavískukennslu í skólum og hefja kennslu í River dance og haggisgerđ í stađinn.

Niđurstađa Agnars og teymis hans hefur vakiđ mikla athygli á Íslandi sem og erlendis. DeCode gat selt sig međ ţessari niđurstöđu og sjónvarpsefni frá Skandinavíu hvarf ađ mestu hjá RÚV. Hinn íslenski Kelti varđ stađreynd. Allir töldu sig vita betur en t.d. ţessi fornleifafrćđingur, sem reyndi ađ benda mönnum á ađ ekkert í fornleifafrćđinni eđa hefđbundinni líkamsmannfrćđi gćti bent til ţess sem Agnar og félagar hans héldu fram. DNA var framtíđin og ţađ lá stundum viđ ađ menn héldu ţví ađ hin nýja, fagra veröld vćri komin. Prófessor Gísli Pálson afreiddi alla ađra líkamsmannfrćđi nema DNA, sem nasisma.

Örfáir einstaklingar drógu eindregna niđurstöđu Agnars mjög í vafa og menn spurđu sig mjög hvert gott samanburđarefni Agnars var. Nćr engar rannsóknir á erfđaefni einstaklinga frá ţeim tíma sem landnámiđ átti sér stađ var notađ til samanburđar viđ hvatberana í frumum núlifandi Íslendinga.

Erika Hagelberg kemur til sögunnar

Nú er komin ný rannsókn, sem bráđvantađi, ţegar kenningunni um keltnesku kynlífsţrćla norsku víkinganna var fyrst sett fram. Prófessor Erika Hagelberg í Osló, sem mig minnir ađ hafi alist upp á Kúbu, hefur ásamt samstarfsfólki sínu rannsakađ erfđaefni í beinum einstaklinga í gröfum í Noregi frá síđari hluta járnaldar og víkingaöld (söguöld). Međ stćrra samanburđarefni en Agnar hafđi ásamt niđurstöđum hans, sem hann hefur látiđ í té, er nú ljóst ađ tilgátan eđa réttara sagt alhćfingin um mikinn fjölda kvenna frá Bretlandseyjum međal landnámsmann á Íslandi er fallin. Erika Hagelberg kom eitt sinn á ráđstefnu í Reykjavík sem Tannlćknafélagiđ bauđ til, ţar sem ég hélt einnig erindi. Ţađ var áriđ 1995, löngu áđur en Agnar var farinn ađ vinna međ DNA. Ţá varađi Hagelberg einmitt viđ ofurtrú á DNA rannsóknum og greindi frá hćttum viđ mengun sýna af fornu DNA.

Međ tilkomu rannsóknar Eriku Hagelbergs eru Landnáma og ađrar elstu ritheimildir okkar aftur orđnar áhugaverđar heimildir, skođi mađur upplýsingar um uppruna landnámsmanna í ţeim tölfrćđilega. Ţađ er auđvita ekki eina ađferđin frekar en DNA rannsóknir.

Niđurstöđur Eriku Hagelberg (lesiđ einnig um ţćr hér í alţýđlegri skýringu) koma einnig mátulega heim og saman viđ niđurstöđur Dr. Hans Christian Petersens, sem i samvinnu viđ mig rannsakađi og mćldi elstu mannabeinin á Íslandi sem varđveitt eru á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér og hér). Mćlingar á hlutföllum útlimabeina elstu Íslendinganna sýna í samanburđi viđ mćlingar á öđrum ţjóđum frá ţessum tímum, ađ landnámsmenn voru fyrst og fremst frá Noregi. 10-15% voru frá Bretlandseyjum og um ţađ 10-15% voru ađ einhverju leyti og á stundum mjög svipađir Sömum, frumbyggjum Skandinavíu.

Ţađ ber ađ fagna rannsóknum Eriku Hagelberg og samstarfsmanna hennar. Ţćr er gott dćmi um hve skjótt veđur geta skipast í lofti í erfđavísindunum. Ađalvandi ţessarar greinar hefur lengi veriđ ađ menn hafa slegiđ of stórmannlega út tilgátum miđađ viđ hvađ litlar upplýsingar, lélega tölfrćđi og magurt samanburđarefni ţeir höfđu undir höndum.

Nú ţegar grein Agnars hefur veriđ gjaldfelld, og rađgreiningar hans orđnar lítils virđi, er hinn káti íslenski Kelti á ný mestmegnis ímyndunarveiki misrauđhćrđra manna og ţeirra sem sem hafa gaman af ađ hlusta á Dubliners og ađ drekka Guinness á krá, kalla börnin sín Melkorku, Brján, Patrek eđa Brendan eđa eru í Whiskeyklúbbi og "draga" í keltapilsi (Kilti) án nćrfata og horfa síđan á gamla skoska sjónvarpsţćtti međ Taggart ţar sem hann tautađi í sífellu "mudder". En mikiđ er ég viss um, ađ mestur hluti slíkra Brjána og Helga Keltasona séu í raun afturhaldssamir Norđmenn innst inni viđ beiniđ.

melkorka-litil.jpg

Melkorka In Memoriam: Ţannig sjá sumir Íslendingar hina konunglegu ambátt, Melkorku, sem nefnd er í Laxdćlu. Mér finnst ţessi vaxmynd af henni líkust norskri freyju međ plokkađar augnabrýr á botoxi. Flestar írskar konur eru dökkhćrđar, jafnvel svarthćrđar og grána fyrir ţrítugt. Ég hef alltaf haldiđ ađ ţćr sem vćru ljóshćrđar og rauđhćrđar á Írlandi vćru afkomendur norrćnna manna sem settust ađ á Írlandi. En hin rauđhćrđa stereótypa er vinsćl. Ţađ er skrýtiđ ţetta ör sem mađur sér á hálsi Vax-Melkorku. Var hún viđbeinsbrotin blessunin, eđa er ţetta merki eftir kynlífsok norrćnna fauta?

Ég er margoft búinn ađ lýsa gagnrýni skođun minni og vantrú minni á tilgátu Agnars Helgasonar um kvenlegginn á Íslandi hér á Fornleifi. Síđast gerđi ég ţađ hér í nýlegri og forlangri grein sem var hörđ gagnrýni á yfirreiđ Gísla Pálssonar félagsmannfrćđings um ranghala íslenskrar líkamsmannfrćđi. Gísli hélt ţví ranglega og afar óheiđarlega fram, ađ íslensk líkamsmannfrćđi á 20. öld vćri eins og hún lagđi sig aukaafurđ nasismans (ţjóđernisstefnu). Ţađ er einfaldlega ekki rétt. Hinn íslenski Kelti og DNA rannsóknirnar nútímans, ţar sem menn álykta stórt án samanburđarefnis, er miklu frekar afurđ öfgaţjóđernishyggju, ef nokkuđ er.

Agnar Helgason, sem einnig hefur veriđ nemandi og samstarfsmađur Gísla Pálssonar, verđur nú ađ skýra fyrir Íslendingum ţann mun sem er á niđurstöđu hans og Eriku Hagelbergs. Ţađ er mikill munur á, en vitaskuld er ekki viđ Agnar einn ađ sakast, ţegar hann fór ađ telja öllum trú um ađ hinar fögru íslensku konur vćru gelískar gellur. Hann vinnur međ unga frćđigrein sem ţróast mjög hratt og rannsókn og samanburđur hans er barn síns tíma. Hann hafđi svo ađ segja ekkert bitastćtt samanburđarefni viđ rannsókn sína á nútímaíslending. Erfđaefni nútímaţjóđar er heldur ekki ţađ besta til ađ rannsaka uppruna ţjóđa. Erfđaefni úr beinum frá fyrri tímum verđur ađ rannsaka til ađ fá rétta mynd. Rannsókn Hagelbergs er örugglega heldur ekki ţađ síđasta sem sagt verđur um samsetningu landnámsmanna, en hún er skref í rétta átt.

paske_ya-hagelberg200_1252235.jpg

Hér má hlusta á Eriku Hagelberg flytja áhugaverđan fyrirlestur um ţróun rannsókna á fornu DNA. Fyrir rúmum áratug varđ Erika enn og aftur frćg sem konan sem sökkti Kon-Tiki. Hún sýndi međ rannsókn á erfđaefni fram á ađ tilgátur Thors Heyerdals um uppruna fólks í Suđur-Ameríku og á Páskaeyjum, ćttu ekki viđ rök ađ styđjast.

Kristján Eldjárn hafđi mikla óbeit á Kelta- og Írafári sumra Íslendinga. Hann hefđi orđiđ ánćgđur ađ heyra um niđurstöđur Hagelbergs og samstarfsmanna hennar. Eldjárn var mikill andstćđingur Íra- og Keltafársins međal sumra manna á Íslandi, enda sá hann vitanlega ađ fornleifar studdu ekkert slíka ţanka og tilgátur.  Brekán, grjúpán, Kjaran og Brekkan og önnur orđ međ "gelískar" rćtur gćtu hćglega hafa komiđ međ ţrćlum sem Íslendingar náđu sér í á ţrćlamörkuđum Dyflinnar. Ţeir einstaklingar sem ţar fengust skýra hugsanlega ýmsa ţćtti sem má sjá í erfđamengi Íslendinga og viđ mćlingar hlutfalla í útlimabeinum manna. Ţeir ţćttir eru ţó ekki nćgilega afgerandi til ţess ađ halda ţví fram ađ formćđur Íslendinga hafi veriđ írskar og skoskar lassies. Ţađ var tálsýn.
sassy_lassie_adult_costume.jpg

Good bye you sassy, Icelandic Landnam-Lassie


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband