Á Hudson fljóti, eða ...

Untitled-TrueColor-05

Ljósmynd þessi virðist í fljótu bragði sýna verksmiðjur í forljótu iðnaðarhverfi við Hudson fljótið í New York á fallegum sumardegi. Flotaforingi í bandarísku strandgæslunni siglir framhjá með háttsettum borgarstarfsmanni á Manhattan, eða kannski mafíuforingja. Leyfisveiting fyrir neðansjávarkirkjugarði er kannski í bígerð.

En skoðið myndina betur. Húsin eru við enda eyju, þar sem forfaðir minn einn bjó, og skálinn til vinstri er löngu horfinn, og þar var önnur bygging í tóttinni til skamms tíma, sem var einnig algjörlega horfin síðast þegar ég sigldi þarna hjá. Í húsinu til hægri á myndinni er enn veitt Marshall-hjálp. Reyndar í fljótandi formi.

Myndin var tekin árið 1957 af hollenskum ljósmyndara, líklega Hollendingnum fljúgandi.

Ég held að það sé fokinn einhver Jónas-K í mig; Textinn er orðinn svo stuttur, hálfgert rapp.

Manhattan 2


Eldjárn í Höllinni

Untitled-TrueColor-14
Árið 1967 gekk Haraldur 5. Noregskonungur að eiga Sonju Haraldsen. Þá var vitaskuld kátt í höllinni og þangað var líka boðið dr. Kristjáni Eldjárn forseta Íslands og frú Halldóru.

Mér sjálfum var 1996 boðið í Gyllta salinn á Drottningholm Slott, heim til sænska konungsins sem tók í höndina á mér og um 20 öðrum norrænum gestum. Kóngur var nýkominn úr sundi og hafði smeygt sér í gul Armani-föt og var í rauðbrúnum mokkasínum með tveimur skúfum á. Þá var ég í vinnunni, nánar tiltekið  í norrænni samstarfsvinnu um heimsminjar UNESCO. Hluti af höll konungs, eða sá sem hann býr jafnan ekki í, var settur á heimsminjaskrá. Það er ekki bara HHG sem hefur tekið í höndina á fræga fólkinu og ekki þvegið á sér lúkuna síðan.

Síðan ég var á bónuðu gólfum Carls 16. Gústafs, hefur lítið verið um að íslenskir fornleifafræðingar hafi umgengist konungalið, en núverandi þjóðminjavörður sem ekki er fornleifafræðingur í orðsins fyllstu merkingu, hefur þó fengið að sitja í sama sal og Margrét Þórhildur Danadrottning. Það er víst í fyrsta sinn sem dóttir manns sem m.a. varð frægur af því að aka afturábak kringum landið, fékk að sitja með aðli. 

Kekko Eldjarn og Prinsessan
Jamm, það var kátt í höllinni. Og eins og þið sjáið, leit ein af hinum konungsbornu hýru auga til forseta vors árið 1967. Kristján mun hafa þótt fríðilegur maður. Hann var mér afar vænn, enda mikill heiðursmaður sem ég er upp með mér af að hafa haft langar viðræður við um fræðin, og þó var ég þá enn bara á fyrri hluta náms míns. Í tvígang bauð hann mér heim til sín á sunnudagsmorgni í kaffi og meðlæti, en þá var Vigga orðin forseti. 

Þetta er auðvitað bölvað snobb hjá ritstjóra Fornleifs, manni sem ekki einu sinni kominn af íslenskum sveitaaðli.


Baltageymslan á Horni

Það leiðinlegasta og ömurlegasta sem til er, eru Víkingakvikmyndir. Þær gefa nær alltaf ranga og ógeðfellda mynd af "víkingum", nema þetta skot Monty Pythons.

Sumt fólk dáist að ribböldum og morðingjum og vilja að þeir fái uppreist æru nokkrum árum eftir að þeir fremja morð og annan skunda. Áhuginn á Barbara-víkingum eins og þeir eru sýndir í þessum soðmyndum, sem flestar eru nú framleiddar í hinum menningarsnauðu Bna, á skylt við áhugann sem sumar konur sýna fjöldamorðingjum sem þær vilja ólmast giftast. Kafbátaperrinn í Danmörku var ekki fyrr kominn undir lás og slá en að fangavörður í fangelsinu vildi búa með honum. Víkingamyndir eru sem sagt viðfangsefni fyrir sálfræðinga. Ef maður hefur áhuga á þeim, er best að panta sér tíma sem fyrst hjá hnetubrjótnum.

Myndir eftir Kormák eru heldur ekki nein upplifun. Víkingakvikmyndir eru flestar subbulegar og þeim fylgir sóðaskapur. Hrafn inn limaskorni skildi einnig eftir rusl í Drangshlíð þar sem forfeður mínir bjuggu á 18. öld, fyrir löngu þegar nafni hans fór á flug undir klettunum. Maður hafði þó lúmskt gaman af Krummamyndunum. Danska myndin Rauða skikkjan, sem að hluta til var tekin upp á Íslandi, var einnig óborganleg fyrir þá sem stúdera vildu rennilása á leikbúningum og víkinga með úr.

Á Íslandi bjuggu reyndar aldrei neinir víkingar að ráði, hvorki með eða án "þrælageymslu". Kvikmyndaheimurinn er búinn að búa til einhvern bjórdrukkinn, síðnauðgandi sadista með húðflúr, tíkarspennur eða fléttur í skegginu - sem höfðar til  nútímafólks, sem er ekki lengur með það á hreinu hvort það sé karl eða kona. Það er kallað gender-óöryggi.

Vonandi verður hægt að rústa þessu setti sem fyrst og að landeigandi fái ríflegar bætur fyrir misnotkun á velvilja hans. Ef ekki, er ljóst að þetta hrynur allt, og þá þarf að láta fornleifafræðinga grafa það upp - sem er fokdýr andskoti og setur fljótt skitin kvikmyndafyrirtæki í Hollywood og Sánkti Barbara á hausinn, ef þau eru þá ekki þegar farin á hausinn.

Nú verður El Balto að standa sig. It´s clean-up-time - Es hora de limpiar la mierda.

Annars lendir Kormack í þrælageymslunni úti á Horni fyrir verstu landspjöll sem unnin hafa verið síðan að víkingar komu til Íslands árið 801 og byggðu sér svo kallaða Stöð, til að geta flutt ósaltaðan og ófreðin fisk, (þ.e. er skreið), til landa sem fluttu út skreið. Svo iðkuðu þeir afbrigðilegt kynlíf með 79 stellingunni á Stöðinni. Ágæt kvikmynd var reyndar búin til um það á síðustu öld, og lék Pétur Gautur aðalhlutverkið.


mbl.is Víkingaþorpið staðið autt í níu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vovehals-buxur koma til Íslands árið 1911

Vovehals Buxer

Sumarið 1911 pantar Geir Zoëga (1830-1917) verslunar og útgerðarmaður Vovehals-Buxur, eða efni í þær, frá Jydsk Kjole-Klædehus á Købmagergade 48. Þessar buxur voru saumaðar úr ullarefni, sem spunnið var af Ullarjótum á Jótlandi. Efnið var rómað fyrir styrkleika. Það var Jóska Kjóla og Fathúsið sem hóf að kalla efnið Vovehals Cheviot og Vovehals bukser, sem sem er hægt er að þýða sem ofurhuga buxur. Þannig var þetta efni selt á Íslandi í um áratug eftir að greint var frá því fyrst í íslenskum blöðum.

Nýlega fann ég umslag hjá frímerkjakaupmanni í Danmörku. Í því hafði Jydsk Kjole-Klædehus sent Geir Zoëga prufur af efninu í júlí 1911 eins og kemur fram á framhlið umslagsins. Aftan á umslaginu (sjá efst) er hinsvegar auglýsing fyrir þessar níðsterku buxur, sem verstu villingar gátu fyrir enga munu slitið gat á, sama hvað þeir reyndu.

Vovehals Buxer 2Fyrst þessar buxur voru eins níðsterkar og látið var að, svo sterkar að "Deres Riv ihjel Drenge" gátu ekki á þær sett gat, sama hvað þeir rembdust, gæti vel hugsast að einhver kynni enn að leyna á einu pari. Lítið upp á háaloft og takið til. Ef þið finnið slíkar brækur farið þá endilega með þær á eitthvað safn í nágrenninu.

DP035615 Geir Zoega bGeir Zoëga var afar fjölbreyttur karakter, sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn helsti atvinnurekandinn í Reykjavík um langt skeið. Upphaflega varð þessi rauðhaus þekktur úti í heimi sem leiðsögumaður ferðalanga, því hann var allvel fær á ensku, og önnur tungumál ef hentaði. Menn rugla honum því iðulega við nafna hans Geir Tómason Zoëga sem var rektor Latínuskólans í Reykjavík. Sá Geir gaf út ensk-íslenska orðabók, eins og kunnugt er, og síðar íslenskt-enskt orðasafn.

22869r

Hér ber Geir hundinn sinn Brussu (eða Brúsu) árið 1862.

Fornleifur hefur áður minnst á Geir kaupmann hinn fyrsta (sem einnig var kallaði Geir gamli), t.d. hér, og í grein um langafa minn íslenskan, Þórð Sigurðsson (hér). Tengdasonur Þórðar, afi minn Vilhelm, hafði mikið yndi af því að segja söguna af Þórði sem vann lengi fyrir Geir sem stýrimaður á skipum hans. Þórður langafi minn var afar feiminn maður; Svo mjög að eitt sinn sagði Geir við hann: "Snúðu nú að mér andlitinu Þórður, svo ég þurfi ekki að tala við afturendann á þér". Þessi saga fór víst víða um Reykjavík. Afi sagði stundum þessa sögu til að stríða ömmu minni. Afi hefur hugsanlega gengið í níðsterkum Vovehals-buxum á yngri árum. (Sjá minningar um hann hér, hér og hér).

Ef einhver veit, hvernig stendur á því að safn af umslögum sem send voru til Geirs Zoëga hafa lent á frímerkjasölu í Danmörku, þar sem er verið að selja þau nú, mættu þeir láta mig vita. Verslunarsaga Íslendinga má ekki gloprast niður með því að henda öllu eða gera sér hana að féþúfu fyrir smáskildinga. Umslagið getur verið miklu meira virði fyrir söguna en skitið frímerki með Friðriki VIII, sem andaðist á hóruhúsi í Hamborg og vann aldrei ærlegt handtak á ævileiðinni. Menn eins og Zoëga voru hins vegar konungar Íslands.


Pakkamyndir fortíðar 1. hluti

IMG_0006 b

Í dag ferðast fólk um heiminn sem aldrei fyrr, eins og það hafi étið óðs manns skít. Mengunin sem því fylgir er gríðarleg. Þeir sem ferðast einna mest syngja í helgikórnum Heimsendi, sem einatt kyrjar söngva um heimshitnun og náttúruhamfarir af mannsins völdum, en sem allir aðrir en þeir sjálfir eiga sök á. "Er að fara til Víetnam á morgun - nenni ekki að ansaessu rugli", svo dæmi sé tekið um svör við ásökunum um aðild að heimshitnun.

Dóttir ritstjóra Fornleifs, sem stundar nám á þriðja ári í sálfræði, sem er tilvalin grein þegar maður á föður eins og hún, hefur þegar verið í Víetnam og kennt þar unglingum sem vart voru eldri en hún sjálf. Ekki langar mig þangað í mergð af mýflugum og illfygli, en kannski pínu-ponsu. En dóttir mín er vitaskuld mjög meðvituð um mengun og hamfarir að völdum minnar og eldri kynslóða. Við vorum algjör svín að hennar mati, þó við eigum enga hlutdeild í glæpum verstu græðgiskynslóðar allra tíma - hinni baneitruðu 68-kynslóð. Það var bansettur ruslalýður.

Sú var tíðin að almenningur þurfti að lesa sér til um suðræn lönd og komust menn aðeins þannig til fjarlægra stranda. Einnig gátu menn gerst sjómenn eða trúboðar til að finna fjarlægar og framandi þjóðir. Aðrir, eins og margir frönskumælandi menn og Hollendingar, létu sér nægja að dreyma um pálmalundi eða spúandi eldfjöll með því að kaupa sér kakó eða súkkulaðipakka. Í pökkum með ýmsu nautnaefni og annarri vöru fylgdu einatt pakkamerki með ýmsum fróðleik. 

Fornleifssafn hefur í nokkur ár sankað að sér súkkulaðikortum og pakkamerkjum, sem og öðrum kortum sem fylgdu ýmsum vörum þar sem draumamyndum var stungið í pakkann. T.d. voru slík kort mjög algeng með súpukrafti í nokkrum löndum Vestur-Evrópu fyrir rúmlega 100 árum síðan.  Það eru fyrst og fremst myndir sem varða Ísland sem Fornleifur eltir uppi á forn og skransölum. Flest þessara korta hafa með tímanum farið forgörðum og einstaka eru afar sjaldséð. Allir sem komnir eru á aldur muna eftir "leikurunum" sem krakkar söfnuðu. Fótboltakortin í dag eru líklega angi af þeirri menningu. En það er ekkert barnalegt við það að láta sig dreyma í stað þess að hrifsa, taka og ræna, eins og svo margt gengur út á í dag.

Mórallinn með fræðslu og skemmtikortum í pakkavöru var að upplýsa almenning, sem hafði ráð á súkkulaðimolum eða vöru sem var stungið mynd. Þeir sem ekki höfðu það og þar sem sígarettur voru keyptar í stað þess að fá kolvetni fyrir heilann, gátu líka fundið miða, fána og og fróðleik um lönd í tóbakspökkum. Nú eru tímarnir breyttir og myndin er af illkynjuðu krabbameini. Allur þessi áróður í nautnavöru bar að lokum árangur. Kirkjan tók meira að segja upp á því að gefa myndir. Sumir prestar tóku of mikið fyrir eins og nú er orðið kunnugt.

Í dag ferðumst við eins og zombíar, hvert á land sem er, án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar en brjálumst þegar eldgos, þ.e. algjörlega náttúruleg mengun, uppi á Íslandi stöðvar þessa sjúklegu ferðaáráttu okkar.

Svo að efninu

Eftir þennan langa formálsvafning, sem að lokum mun líklega eyða ósónlaginu, mun Fornleifur í dag og á næstunni opna nokkra forna súkkulaðipakka og borða innihaldið með góðu kaffi og halda nokkrar sýningar á Íslandskortum sínum úr kaffi-, súkkulaði-, sígarettupökkum og skókössum - svo eitthvað sé nefnt.

Sumir safna hringum af vindlum, (vindlamerkjum) og eitt sinn sá ég dágott safn af vindlamerkjum með íslenskum þemum.  Það er örugglega hægt að komast á flug með þeim líka. Ég vonast til að geta sett safnið mitt smátt og smátt til sýnis hér á blogginu, áður en flæðir yfir danska láglendið vegna hitnunarinnar af allri ferðamennsku nútímans.

IMG_0003 b


Í dag skal byrjað í Frakklandi, sem vafalaust var Mekka pakkamerkjanna. Þar í landi gleymdu menn svo sannarlega ekki Íslandi - frekar en flestum öðrum þjóðum. Frakkar kunnu eitt sinn að láta sig dreyma. Nú hafa þeir orðið allt til alls, óánægja innflytjendur, nærri fullkomna bíla en sumir hanga þó enn í sér eldri konum. Það er vitaskuld líka áhugaverður forngripaáhugi, en verður seint að söfnunaráráttu.

Nýlega eignaðist Fornleifur tvö súkkulaðikort frá verðlaunaðri súkkulaðiverslun, Guérin-Bouteron sem eitt sinn um aldamótin 1900 lá á Boulevard Poissonniere (Fisksalabreiðstræti) nr. 29 í París og sem framleiddi gæðasúkkulaði í eigin verksmiðju á Rue du Maroc númer 23 og 25.  Verðlaunaðir á öllum sýningum, að eigin sögn, og með súkkulaði í hágæðaflokki. Þetta var tilkynnt kaupandanum aftan á kortum sem voru af ýmsum gerðum og sýndu myndir frá mismunandi löndum heims en einnig kyndir með öðru efni en landafræði fyrir alþýðuna. 

Fyrirtækið Courbe-Rouzet í Dole í Júrafjöllum og í París á Rue d´Haueville prentuðu myndirnar fyrir fyrrgreinda súkkulaðiverslun á Boulevard Possonnierre sem og margar aðrar verslanir.

Efst sjáið þið kort sem sýnir smalastúlku gæta lamba, meðan að Hekla lætur aðeins á sér kræla.

Flest litprentskortin frá þessum tíma, um og rétt eftir aldamótin 1900, voru notuð af fjölda verslana. Auglýsingin á bakhliðinni gat verið mismunandi. Til að mynda á Fornleifssafn kortið með smalastúlkunni við Heklu með auglýsingu fyrir framleiðanda skótaus "fyrir ríka sem fátæka" og íþróttaskæðis, Huet, á Rue de Rivoli og Rue de Roule í Paris.

IMG_0011 b

Kortið hér fyrir neðan sýnir tvo ferðalanga með íslenskum leiðsögumanni, dást að himinmigunni í Haukadal sem nú er vart lengur hægt að skoða fyrir útgeldingum sem ferðast um heiminn eins og heimsendir sé í nánd. IMG_0002 b

Kortin tvö eru 6,3 x 10,5 sm stór. Fáið ykkur nú suðusúkkulaði og njótið nægjuseminnar fyrir rúmum 100 árum síðan. Þið fáið aldrei svona kort í Costco. Aðeins á Fornleifi.

  • chokoblog_fornleifur_thumb_1296161Leyfi mér að lokum að minna lesendur á plakatið með Súkkulaði-Siggu, sem er mynd af korti sem stungið var í súkkulaðipakka í Frakklandi. Plakatið er enn fáanlegt (sjá hér). 

Þegar Stöng komst í íranska annála

Stöng Taharan

Hér um árið (2015), þegar fólkið í minjavörslunni á Íslandi var sumt ekki enn búið að losna undan því andlega brjálæði og mikilmennskubrjálæði, sem geisaði á Íslandi fyrir hið margtalaða hrun, Tilkynntu tilheyrandi yfirvöld að það myndi kosta 700.000.000 kall (þið lesið víxilinn rétt, sjöhundruðmilljónirkróna -/) að gera hinni merku rúst í Þjórsárdal hærra undir höfði en henni hafði lengi verið gert.

Meira að segja var efnt til samkeppni um byggingu "skýlis" yfir rústina. Þá keppni vann ungt, upprennandi arkitektapar frá Íslandi og Íran. Tillaga þeirra var því miður algjör della, ef notað skal hlutlaust orð, sem ekki er hægt að byggja á þeim náttúrulega hól sem Stangarbærinn var reistur á. Tillögunni fylgdi teikning sem sýndi hólinn og hugsýn þeirra, þar sem sólin skein í heiði - úr Norðri

Þessi samkeppni komst meira að segja í heimsfréttirnar, ef svo má segja. Í blaði (sjá hér) í Teheran í Íran var sagt frá verðlaununum og þar birtist heilsíðuljósmynd af íslenska helmingi verkefnisins, en ættingi hans vann einnig um tíma í Þjórsárdal á 4. áratug síðust aldar og fyrir þjóð sem enn stundar sóðaleg viðskipti við Íran.

Í írönsku greininni um Stangarskýlið var kreddunni um að Stöng hefði farið í eyði árið 1104 vissulega haldið hátt á lofti. Í Íran Ayatollanna sætta menn sig ekki við neinar breytingar á orðum spámanna og 1104 aldursgreiningin var eins og kunnugt sett fram af margfrægum íslenskum spámanni.

Síðan glerhúsið, sem einna helst líktist auðmannsvillu við Miðjarðarhaf, eða bílskúr olíusheiks við Persaflóa, vann verðlaunin - og eftir að sólin í Fornleifaráðuneytinu, Sigmundur Davíð, hætti að skína úr norðri, eru áform um viðgerðir og viðhald á Stöng komnar aftur í meira raunsætt horf. Þakið á núverandi skála verður bætt en ekki stagað og verkefninu lýkur árið 2020 hef ég fengið upplýst. Það eru miklu betri skilyrði en menn höfðu áður í viðgerðum, þegar maður var að reyna að bjarga því sem hægt var að bjarga fyrir lítið fé með meistaralega góðan arkitekt og hleðslumann (sjá hér).

Karl Kvaran TaheranÍranska tímaritið hafði aðeins mynd af unga íslenska arkitektinum, sem sneri á áttirnar fyrir sunnan land. D&G gleraugu voru í tísku þá. Líklega hefur mynd af betri helmingi hans þótt í við of djörf til prentunar í Íran Ayatollanna. Menn vilja helst ekki nota of mikla prentsvertu í myndum í hönnunartímaritum þar í landi.

Minjastofnun varð fljótlega ljóst að loftkastalar forstjóra Minjastofnunar eru byggðir á sandi. Að lokum hentu menn gaman að öllu og í Aprílgabbi stofnunarinnar var greint frá því árið 2015, að sótt hefði verið um að flytja skálann á Stöng til Selfoss. Gárungar telja víst að þetta hafi verið pilla handa Fornleifaráðherra sem varð nískur er hann tók núverandi þjóðminjavörðinn í vinnu sem ráðgjafa um tíma. Ekkert var hins vegar skrifað um það í írönsk dægurblöð, þótt það væri hálfgert hreðjuverk.

Er það ekki skrýtið, og í raun geðveikislega öfugsnúið, að í öfgaríki eins og Íran, sem í áraraðir hefur staðið á bak við hryðjuverk og morðöldur, og þar sem prestaveldi hvetur til eyðileggingu þjóða og menningar þeirra, séu menn að dást að eyðileggingu/varðveislu fornminja á Íslandi.

Fúuuhuhúh, það fer um mann hrollur. Svona lagað gerir menn bara voða reiða. Eitt sinn lagði þjóðminjavörður til að vandamálin við varðveislu Stangar yrðu leyst með því að rústin yrði grafin aftur niður. Hann vissi ekki frekar en núverandi Minjavörður Ríkisins að rústirnar eru orðnar aðeins fleiri nú en í hans hugarheimi, t.d. hefur fundist eldri skáli (eða tveir), kirkja og smiðja undir kirkjunni. Rannsókn þeirra er alls ekki lokið. Suma hluti er ekki hægt að fela, þótt menn geri sér far um það.

Doddi í Dótasafninu


Trupulleikarnir á Velbastað

Hringur frá Velbastað
Fornleifafræðin í Færeyjum er ekki eins hástemmd og greinin er á Íslandi. Í Færeyjum eru t.d. ekki 40 fornleifafræðingar á ferkílómetra líkt og á Íslandi. Samt finna frændur vorir, fornfrøðingarnir hjá Tjóðsavninum í Færeyjum, sem áður hét Føroya Fornminnissavn, oft mjög áhugaverðar minjar. Stundum svo áhugaverðar að þær setja alla á gat.

Árið 2016 fannst t.d. á Velbastað (Vébólsstað) á Streymoy (Straumey) einstakur gripur, sem hefur valdið miklum heilabrotum á meðal frænda okkar í fornleifafræðingastéttinni í Færeyjum. Gripurinn sem um ræðir, er forláta hringur úr silfri sem hefur verið logagylltur.  

Þrátt fyrir að færeyskir fornfrøðingar hafi sett sig í samband við sérfræðinga á söfnum í Noregi, Bretlandseyjum (þar með töldu Írlandi)  og víðar (þó ekki á Íslandi), hefur enginn hringasérfræðingur á söfnum þessum getað hjálpað við að leysa gátuna um þennan merka hring. Því því er haldi fram að enginn hringur eins, eða nærri því líkur, hefur fundist í þeim löndum sem leitað hefur verið til. Aldursgreiningin er einnig samkvæmt helstu söfnum enn óviss. Við sama uppgröft fannst einnig silfurmynt, silfur-penny frá tíma Engilsaxakonungsins Eðvarðs hins Eldra í Wessex og mun myntin hafa verið slegin á tímabilinu 910-15.

Hvort hringurinn er eins gamall og myntin, er enginn fræðimannanna sem Tjóðsavnið hefur haft samband við tilbúinn að tjá sig um. Einn þeirra hefur gefið aldursgreininguna 1100-1300, en án nokkurra haldbærra raka. Einn ágætur fornleifafræðingur og fyrrverandi safnstjóri Þjóðminjasafns Írlands, Ragnall O´Floinn, telur hæpið að uppruna hringsins skuli leitað á Bretlandseyjum. Því er höfundur þessarar greinar ekki alveg sammála.

Hér má lesa grein eftir fornleifafræðinginn Helga D. Michelsen hjá Tjóðsavninu sem hann ritaði í tímaritið Frøði (sama og fræði, en borið fram "fröi") og kallar Helgi ágæta grein sína Gátuførur fingurringur

Eins og lesa má er Helgi fornfrøðingur í Færeyjum í miklum vandræðum, eða trupulleikum eins og það er kallað hjá frændum okkar. Trupulleikar er reyndar orð ættað frá Bretlandseyjum, komið af orðinu trouble. Ég held að hringurinn frá Velbastað sé líka þaðan. Það er svo minn "trupulleiki". En nú geri ég grein fyrir skoðun minni á baugnum:

Fornleifur ákveður að hjálpa frændum sínum

Þegar ritstjóri alþjóðadeildar Fornleifs frétti af einum helsta trupulleik Færeyinga á seinni tímum, þ.e. hringnum forláta frá Velbastað, ákvað hann að hjálpa frændum sínum sem urðu sjóveikir á leiðinni til Íslands. Hann notaði um það bil eina klukkustund á netinu og á bókasafni sínu uppi undir þaki. Hér kemur mjög stutt skýrsla um niðurstöður gruflsins:

Þar sem myntin sem fannst á Velbastað er vel aldursgreind og uppruni hennar þekktur, datt Fornleifi fyrst í hug að leita uppruna hringsins á sömu slóðum og myntin er frá.  Færeyjar eru, þrátt fyrir allt jafn langt frá Bretlandseyjum og þær eru frá Íslandi og Noregi.

  Tel ég nú mjög líklegt að hringurinn sé undir mjög sterkum Engilssaxneskum stíláhrifum með áhrifum frá Meróvingískri list í Frakklandi. Lag hringsins frá Velbastað er einnig þekkt á frægum hring með engisaxískum stíl, sem fannst á 18. öld. Einn helsti sérfræðingur Breta í engilsaxneskri list, dr. Leslie Webster, telur vera frá fyrri hluta 9. aldar (sjá hér). Hringurinn, sem hér um ræðir, fannst í Berkeley í Mercíu (Midlands) á Englandi, þar sem er greint frá klausturlífi þegar árið 759 e.Kr.

_48957730_ring

Berkley ring 2  Króna af öðrum hring, sem talinn er örlítið eldri en hringurinn frá Berkeley í Mercíu, er hringur sem fannst í Scrayingham í Reydale i Norður-Jórvíkurskíri (sjá nánar hér,þar sem hægt er að lesa um aðra hringa með sama lagi, sem tímasettir eru til 8. og 9. aldar). Krónan af hringnum frá Scrayingham er sömuleiðis meistaraverk með filigran-verki (víravirki)en  með sama lagi og krónan á hringnum frá Velbastað.

Hringur frá Liverpool

  Líklegt má telja, að hringurinn sem fannst í Berkley í Miðlöndum hafi verið hringur geistlegheitamanns, ábóta eða biskups. Hringurinn er vitaskuld skreyttur með annarri aðferð en hringurinn frá Velbastað, og er gott dæmi um það allra besta í gullsmíðalist á Bretlandseyjum á 9. öld. En lagið á hringnum, eða réttara sagt krónu (höfði) hans, er það sama  Þetta krosslag, sem báðir hringarnir hafa, er hins vegar frekar sjaldgæft en þó samt vel þekkt á fyrri hluta miðalda. Þetta er sams konar kross og maður sér t.d. á gylltum altörum í Danmörku (gyldne altre). Líklegt þykir mér einnig, að hringurinn frá Velbastað hafi verið borinn af kirkjunnar manni. Af hverju hann tapaði honum í Færeyjum er alfarið hans einkamál.

The_Tamdrup_Plates_Detail_1 b

Frontal_Ølst_Church_Randers b
58943119_1_xÉg fann fljótt hringa líka þeim hér til hliðar, sem hafa álíka krossmynd í auga hringsins og Velbastaðarhringurinn, þ.e. vígslukross (hjólkross/Eng. Consecration Cross), eftir mjög stutta leit á veraldarvefnum. Þeir eru vitaskuld alls ekki eins og hringurinn fornfái frá Velbastað, en ef svo má að orði koma, frá næsta bæ.

Ef maður lítur á stóru silfurkúlurnar, eða stílfærðu vínberin beggja vegna hringlaga flatarins með vígslukrossinum á miðju krónu hringsins frá Velbastað, minna silfurkúlurnar mjög á hringa frá Frakklandi frá 6.- 9. öld. Hér eru nokkur dæmi um, hvernig þannig vínberjaklasar (vínberið táknar blóð Krists) voru settir beggja vegna hringkrónunnar, eða þar sem baugurinn mætir krónunni.

Dæmi um Merov hringa

 

cluny-museum-ring-by-thesupermat-wikipedia-commons-800-2x1

Ef trúa má Leslie Webster, helsta sérfræðingi Breta í Engilsaxískri list, varðandi aðra hringa með svipuðu lagi og Velbastaðarhringurinn, er hringurinn að mínu mati líklegast smíðaður á 9. eða  10. öld, þegar engilsaxneskur stíll í gullsmíðalist var enn í miklum blóma. Hringurinn er því að mínu mati frá Bretlandseyjum, en ber einnig áhrif frá hringum á Meginlandi Evrópu, helst frá hringum í Frakklandi, en einnig sjást býsantísk áhrif.  

Ég vona að þetta leysi vandamálið með hringinn frá Velbastað. Reikninginn sendi ég síðar til Tjóðsavnsins í Færeyjum, en Fornleifur er vitaskuld rándýr í allri fræðilegri þjónustu við söfn og örn að senda stofnunum reikninga. 

Góðar stundir og allt í lagi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Ljósmyndin efst birtist í Frøði og er tekin af Finni Justinussen

Version in English (pdf)

Version in English (word docx), please see "Skrár tengdar þessari bloggfærslu" below.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skáli á Auðkúlu í Arnarfirði

Auðkúlurustin efstu lög

Eftir nasistagreinarnar hér á undan, sem greinilega koma sumum Íslendingum í sálrænt uppnám, er við hæfi að snúa sér að "ekta víkingum". Aaargh.

Í ágúst hefur hinn dugmikli fornleifafræðingur, Margrét Hallmundsdóttir, sem er af þolmiklu víkingakyni úr Noregi, krydduðu með óhemjumagni af freknum og eldrauðu hári frá Bretlandseyjum, eða er það öfugt (þ.e. hárið frá Noregi), verið að sinna einni af merkilegustu rannsóknum sumarsins að mati Fornleifs.

Margrét, sem er einn duglegasti fornleifafræðingur okkar um þessar mundir, er ekki með neinar óþarfa vangaveltur og innihaldslausar yfirlýsingar um það sem hún finnur - líkt og sumir aðrir íslenskir fornleifafræðingar, sem í fáfræði sinni búa til sögur og ævintýr í kringum það sem þeir grafa upp, og vitna jafnvel í franska heimsspekinginn Foucault til að skýra allt eða ekkert.

Margrét Hrönn er að grafa upp skálarúst á Auðkúlu við Arnarfjörð og segir skemmtilega frá því á FB rannsóknarinnar sem allir geta farið inn á.

Skálarústin á Auðkúlu sver sig í ætt við flestar af þeim rústum sem grafnar hafa verið upp á Vestfjörðum á síðari árum fyrir,  t.d. skálann í Vatnsfirði, skálann í Ólafsdal, sem var rannsakaður í sumar og Grelutóttir sem rannsakaðar voru í öndverðu (á 20. öld). Meira er víst á leiðinni, því grafandi fornleifafræðingar virðast algjörleg vera búnir að gleyma æðinu síðastliðna sumar, þegar grátið var eftir milljörðum til fornleifarannsókna á öllu því sem er að fara í sjóinn. En látum það og fjárhagsvandamál sjálfseignafyrirtækisins Fornleifastofnunar Íslands liggja í þetta sinn, því rústin á Auðkúlu er t.d. ekki á leið í sjóinn í nánustu framtíð. En hver vill ekki finna eitthvað heilt og fallegt? Við verðum þó einnig að geyma sumt til komandi kynslóða fornleifafræðinga.

Hringur frá Auðkúlu

Mjög heillegur fingurhringur úr silfri sem fannst á Auðkúlu í síðustu viku. Mér sýnist ég sjá stimpla á hringnum, en Margrét segir hann alveg sléttan. Forvarslan er eftir að sýna eitthvað tel ég víst.


Greinilegt er, að skálinn á Auðkúlu er frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi (þá er ég að tala um hefðbundið Landnám, sem er það eina sem ég tek mark á því ég hef enn ekki séð neinar sannanir fyrir landnáminu fyrir landnám (sem einstaka maður er að láta sig dreyma um). Hugsanlega er rústin jafnvel frá síðari hluta 10. aldar, þótt þetta lag á húsum hafi nú áfram verið notað fram á 11.  öld í öðrum löndum og einnig á Íslandi, t.d. í Hvítárholti í Árnessýslu og í elsta skálanum á Stöng í Þjórsárdal.

Gripir þeir sem Margrét hefur fundið i skálagólfinu benda eindregið til að skálinn hafi verið í notkun á tíundu öld og fram á þá elleftu. Það sýnir einnig ein af tveimur kolefnisaldursgreiningum sem gerða hafa verið á sýnum úr rústinni; Báðar greiningarnar eru þó smá vandamál, því menn vita ekki úr hvaða trjám viðurinn sem þeir eru að aldursgreina er ættaður. Viðarkol úr íslenskum trjám er betri til að gera sér von um rétta niðurstöðu en t.d bútar úr rekavið, sem gæti haft töluverðan aldur og eiginaldur þegar hann var notaður. Þannig sýnir tölfræðilega rétt umreiknuð og leiðrétt niðurstaða á aldursgreiningunni á einu viðarkolasýnanna frá Auðkúlu aldursgreininguna 718-866 e.Kr. Cal við tvö staðalfrávik.  Slík niðurstaða er vitaskuld hreint "landnám fyrir landnámið", sem stangast á við aldursgreiningar á forngripum sem Margrét og teymi hannar hafa fundið í sama skála og eldstæðið sem viðarkolin voru tekin úr.  Sýnið þetta því örugglega úr koluðum rekavið. Íslenskir fornleifafræðingar ættu að hætta þeim leiða siða að senda kol til rannsóknarstofa sem ekki geta greint tegund viðarins sem sem aldursgreindur er. En þar sem ekki er kennt neitt að viti um eðli og notkun kolefnisaldursgreininga, eða takmarkanir þeirra fyrir þann tíma sem Landnámið átti sér stað.

Bænhus Audkulu Arnarfjordur

Bænhús á Auðkúlu.

Sömuleiðis er talið að á Auðkúlu sé rúst kirkju, sem líklega er ein minnsta kirkja sem fundist hefur á Íslandi. Ef kirkjan er frá upphafi kristni á Íslandi og við gefum okkur að hún sé því frá því um 1000 e. Kr. (þangað til að annað kemur fram t.d. við kolefnisaldursgreiningu á einhverju lífrænu úr kirkjunni), þá er fyrrgreind aldursgreining sem gerð var í Glasgow ónothæf. Kirkjan hefur líklega verið í notkun í skamman tíma í byrjun 11. aldar, en því miður hafa ekki varðveist bein í gröfum. Jarðvegurinn hentar ekki fyrir varðveislu beina.

Perla frá Miðausturlöndum (upphaflega)

Samsett foliperla frá Auðkúlu

Samsett perla sem fannst í rústinni á Auðkúlu í Arnarfirði. Einn helsti sérfræðingur Norðurlanda í þessum perlum er Dani, Claus Feveile. Hann skrifaði mér árið 2015 á þennan hátt um perlur þessar, sem er afar erfitt að aldursgreina: "Den blå segmenterede perle, de metalfolierede perler, samt antagelig også de to grønne perler er typer der importeres til bl.a. Skandinavien fra starten af 800-årene og frem i et svimlende antal, tusindvis og atter tusindvis. Der er med meget stor sandsynlighed fremstillet i Mellemøsten (Jordan, Syrien, Ægypten), hvorfra der spreder sig i hele den arabiske, kendte verden: langt over i Asien (Thailand, Indonesien) ned langs Afrikas østkyst, i det mindste til Madagaskar og altså via de russiske floder til Skandinavien og videre til Island. Der er tale om helt almindelige perletyper." Ljósmyndir Margrét Hallmundsdóttir. Þessar perlur finnast einnig í lögum frá 11 og jafnvel 12. öld á Norðurlöndum.


Óska ég Margréti og gröfurum hennar til hamingju með einkar áhugaverða rannsókn. Nú verður að vinna úr þessu og það gerir Margrét allataf af myndabrag, eins og sjá má á skýrslum hennar frá fyrri árum.


V

Churchill

Ég held að það sé alveg við hæfi að Vaffa aðeins á liðið, því nú hefur dregið töluvert úr sumarhitunum í Danmörku. Nú er hitinn t.d. 18 stig í skugga og mér finnst kalt. Slagurinn við heimshitnunina er þó hvergi nærri byrjaður.

Í ágúst 1941, nánar tiltekið 16. ágúst kom Winston Churchill við á Íslandi, eftir að hafa átt fund með Franklin Delano Roosevelt. Hér á myndinni vaffar hann á fólk sem kveður hann er hann siglir úr höfn í Reykjavík á  skipi sem sigldi út til HMS Prince of Wales á ytri höfninni, sem hann sigldi síðan með til Englands.

Mikið voru Íslendingar heppnir að fá Winston í heimsókn, en ekki Hitler. Mér sýnist samt að margir landa minna sakni þess síðarnefnda, svo mikið að þeir líkja Hitler, sumir hverjir alveg kinnroðalaust, við helstu fórnarlömb hans, gyðingana.

Eftir að hafa séð kvikmyndina um Churchill sl. vetur, líkar mér betur við Churchill en áður. Kannski er það bara vegna þess að leikarinn inni í hlunkabúningnum, Gary Oldman, er góður. Það var ekki nóg hnakkafita á búningi Oldmans

Sjá fyrri færslu um Churchill forsætisráðherra Breta á Íslandi.


Della í Laugardagsmogganum

Carl Reichstein

Þegar Morgunblaðið hefur það eftir mönnum, að gyðingar hafi verið meðlimir í SS, og tekst ekki að reka það niður í kok á þeim sem halda slíkt, efast maður um burði blaðamennskunnar á Íslandi. Verður ekki að setja strangari kröfur til starfsmanna fjölmiðla?

Guðjón Jensson, maðurinn sem gerir því skóna að heiti einhver eftirnafni, þar sem orðið stein kemur fyrir, þá sé maður gyðingur, veit ugglaust ekki að stein í eftirnöfnum manna var ekki síður algengt í nöfnum kristinna Þjóðverja. Helsti hugmyndafræðingur gyðingaofsóknanna í Þýskalandi, Alfred Rosenberg, var ekki gyðingur, heldur Þjóðverji frá Eistlandi. Einn af herforingjum þýska hersins í Danmörku hét Paul Kannstein. Hann var heldur ekki gyðingur og þannig mætti lengi telja. Stein-nöfn voru oft tengd lágaðli í Þýskalandi. Menn báru t.d. nafnið Reichstein, þar sem þeir voru frá Reichstein við Königstein.

Menn sem báru -stein eftirnafn voru einnig rannsakaðir sérstaklega af ættfræðifíflum SS, og í raðir SS komust menn ekki með tána ef þeir ef þeir höfðu gyðingablóð í æðum, eða voru gyðingatrúar. Gyðingar sóttu heldur ekki eftir veru í þessum félagsskap, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.

Ef menn hafa fyrir því að athuga hve margir ekki-gyðingar báru nafnið Reichstein, þá þyrfti maður ekki að sjá grillufangarakenningu um gyðing í SS-búningi, "sem myrtur var á Íslandi". Er of lítið að gera hjá bókasafnsfræðingum?

Agnar Kofoed Hansen

Agnar Kofoed Hansen í þýska Lodenjakkanum sínum. Agnar, sem heillaðist af nasismanum, horfir hér hugfanginn á aðra flugása Þjóðverja en Reichstein, á Skeiðarársandi sumarið 1938 . Reichstein hafði framið sjálfsmorð nokkrum dögum áður. Mikið er hann Agnar nú líkur ónafngreindri stjórnmálakonu. Æi, ég man ekki hvað hún heitir.

 
Nær væri að leita upplýsinga um SS-félagann Reichstein í þýskum skjalasöfnum, t.d. í skjalasafninu í Freiburg í Þýskalandi.

Athugar maður skrár Yad Vashem í Jerúsalem yfir fórnarlömb helfararinnar er aðeins að finna 2 þýska gyðinga sem fórust í henni sem báru nafnið Reichstein. Skráin er ekki fullkomin, en á öllu því svæði sem gyðingar voru myrtir var sem sagt aðeins tveir gyðingar skráðir á dauðalista undir nafninu Reichstein. Hins vegar var fjöldinn allur af gyðingum sem bar nafnið Schultz og Kraus og voru myrtir þrátt fyrir erkiþýsk ættarnöfn sín. Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir bókasafnsfræðingnum.

Margar ástæður gætu verið fyrir því að SS-maður framdi sjálfsmorð. Í þessum hópi voru margir annálaðir æsingarmenn, sem ekki voru allir heilir á geði. Kærastan gæti hafa farið frá honum eða fjölskyldan búin að uppgötva að hann væri hommi sem gekk í kvenmannsfötum um helgar. Margt kemur til greina áður en að gyðingur er búinn til úr SS-liða.

Hver er ástæðan að baki slíkum vinnubrögðum og tilgátum sem þessum?

Í versta falli, ef þessi tilgáta bókasafnsfræðingsins væri ekki eins arfavitlaus og hún er, væri vel hægt að hugsa sér að það væri smá vottur af gyðingahatri falin í henni. Er ekki tilvalið að kenna gyðingum um helförina vegna þess að þeir voru í SS? Samfylkingarmenn og aðrir vinstrimenn, sem ekki kunna til verka, líkja Ísraelum við nasista og fyrrverandi bókavörður og dellugerðarmaður sem taldi sig vera "krata" og var meðlimur í Alþýðuflokknum hrósaði Dachau-búðunum í hástert árið 1936 eftir að hann lét nasista bjóða sér þangað (sjá hér).

Það er ekki öll vitleysan eins á Íslandi, en hún lifir greinilega góðu lífi.


mbl.is Dularfullur dauðdagi svifflugmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband